Afmælisdagur móður minnar

Stefanía Sigurðardóttir

Stefanía Sigurðardóttir 

17-18 ára

Afmælisdagur móður minnar

Í dag fyrir 83 árum síðan fæddist móðir mín, Stefanía Sigurðardóttir í Reykjafirði v/Ísafjarðardjúp. Afi og amma voru vinnuhjú þar þegar móðir mín fæddist. Þau voru með herbergi á loftinu, á þriðju hæð.  Árið 1927 flutti fjölskyldan í Voga í Ísafirði  til Þorsteins bróður afa og fjölskyldu hans. Var mamma þá 2 ára. Guðbjörg Salóme lýsir þessu sjálf í minningargrein um mömmu: „ Það var eftirminnilegur sunnudagur fyrir okkur systurnar í Vogum, þegar frændi  okkar og kona hans, komu fyrst í heimsókn til okkar með litlu, fallegu stúlkuna sína. Við áttum engin lítil systkini, og enga von um að eignast þau, það var því margfaldur fögnuður fyrir okkur, er þær mæðgur fluttu til okkar litlu síðar og dvöldu af sérstökum ástæðum í sama heimili í nokkur ár. Við eignuðumst þar þá systur, sem varð okkur öllum kær frá því fyrsta og þótt árin og fjarlægðin slitu samvistir okkar, slitnaði  sú taug aldrei, sem batt okkur saman." Á þessum árum var afi meira og minna að heiman vegna vinnu sinnar. Hann var að afla tekna svo þau gætu keypt jörð til að búa á.  Árið 1930 keyptu afi og amma jörðina Galtarhrygg í Mjóafirði  og þar fæddist Þórdís Halldóra 21. desember. Árið 1944 flutti síðan fjölskyldan í Miðhús í Mjóafirði, þaðan í Hnífdal og árið 1953 fluttu þau til Reykjavíkur.

Mamma kom í fyrsta skiptið til Vopnafjarðar árið 1952 og þar hitti hún Rauða Hanann sinn en hún hafði dreymt Rauðan Hana sem  við börnin  viljum meina að sé pabbi sem þá var rauðhærður.

Mamma var fædd 22. júlí 1925; dáin 13. ágúst 1968.

Ég vísa á eldri blogg þar sem ég skrifa um mömmu og pabba.

http://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/entry/476528/#comments

http://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/entry/427641/#comments

Læt þetta duga.

Guð gefi ykkur öllum góðan dag.

Rósa Aðalsteinsdóttir


"Hjálparbeiðni vegna Elísabetar Sigmarsdóttur frænku minnar."

Grein eftir Höllu Rut

Hjálp bloggvinir / Ert þú til í að birta þetta á þinni síðu?

Elísabet Sigmarsdóttir er fædd með sjaldgæfan sjúkdóm sem kallast Encephalocele. Hún er sú eina á landinu sem hefur lifað hann af hingað til. Afleiðingar hans eru ýmsar. Henni fer stöðugt aftur og er í dag í hjólastól. Elísabet er búin að fara í u.þ.b. 60 aðgerðir. Oft var henni ekki hugað líf en er í dag lífsglöð og bjartsýn ung kona þrátt fyrir alla þá þröskulda sem lífið hefur sett henni.

Elísabet leitar nú eftir stuðningsmanneskju eða liðsveislu, eins og það er kallað. Liðsmaður er hugsaður sem félagslegur stuðningur og er um 16 tíma á mánuði að ræða. Er það samkomulagsatriði á milli Elísabetar og þess sem stuðninginn veitir hvernig þessum tíma er varðveitt og hvenær. 

Það er í raun Reykjavíkurborg sem á að útvega stuðningsmanneskju en þeim hefur ekki tekist það og hefur Elísabet verið án þessarar þjónustu í 7 mánuði.  Engin vilji er þar á bæ til að ganga lengra til að bjarga málunum. Þetta fellur ekki undir forgangsröð borgaryfirvalda. Það vitum við öll.  Þetta skiptir hinsvegar öllu máli fyrir tilveru Elísabetar Sigmarsdóttur.

Viðkomandi hlýtur laun fyrir en samt óskum við eftir manneskju sem hefur áhuga á því að láta gott af sér leiða og gefa nærveru sína og félagsskap til þessarar fallegur og hugrökku vinkonu minnar.

Ef þú hefur tök á því og tíma, gerðu þá góðverk. Ef þú hefur verið að hugsa í mörg ár að þú ættir kannski að gefa eitthvað til baka þá er núna tækifærið.

Síminn hjá Elísabetu er: 587 - 6278 og netfangið:liso@internet.is eða þú getur sent mér (Halla Rut) E-mail: halla@kjosehf.is ef þú vilt frekari upplýsingar.

Ég hér bið ykkur öll um að birta þetta á ykkar síðu sem færslu ef þið sjáið ykkur það fært.

Og svo er bara líka "nice" að senda henni kveðju: Elísabet.

Með samhug og kærleik

Halla Rut

 

elisabet_sigmarsdottir.jpg

 

Kæru bloggvinir og allir hinir.

Við Elísabet erum þremenningar. Móðuramma hennar Elísabet Jónsdóttir og móðuramma mín voru hálfsystur. Því miður kynntist ég Elísabet systur ömmu ekki en hef kynnst nokkrum af afkomendum hennar og nú síðast Elísabet og mömmu hennar þegar ég var á flandri í Reykjavíkurborg í júní sl. Elísabet skrifaði inn athugasemd hjá mér þar sem ég var að blogga um Vestfirði. Þar sá hún að ég var að tala um ömmu og afa hennar ásamt móðurbróður sem fórust í hörmulegu bílsslysi á áttunda áratug sl. aldar.

Ég var búin að senda fáeinum bloggvinum bréf um Elísabet og vísaði á síðuna hennar en því miður vissi enginn um neinn sem væri heppileg/ur í þetta starf.

Nú er ég full af bjartsýni fyrst Halla Rut bloggvinkona okkar skrifaði færslu og bað bloggvini sína að birta færsluna hennar. Endilega verið með ef þið getið.

ÞVÍ MIÐUR KANN ÉG EKKI AÐ GERA SLÓÐIRNAR VIRKAR SEM HALLA RUT BENDIR Á Í FÆRSLUNNI OG BIÐ ÉG YKKUR ENDILEGA AÐ KÍKJA Á SÍÐUNA HENNAR OG EINNIG SÍÐUNA HENNAR ELÍSABETAR.

GUÐ BLESSI HÖLLU RUT OG LAUNI FYRIR ÞETTA FRÁBÆRA FRAMTAK.

GUÐ BLESSI YKKUR OG LAUNI FYRIR ALLA HJÁLP VEGNA ELÍSABETAR.

http://hallarut.blog.is/blog/hallarut/

http://liso.blog.is/blog/elisabet/

http://liso.blog.is/blog/elisabet/entry/569861/#comments                             Rósa frænka í heimsókn Grin

http://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/entry/476528/#comments  Björgum Vestfjörðum úr klóm Risanna

Rósa Aðalsteinsdóttir

 

Elísabet og Rósa


"Hver er þá náungi minn?"

 

Guð gefi ykkur öllum góðan dag.

Mörg okkar hafa áhyggjur af forráðamönnum okkar sem taka ýmsar ákvarðanir sem eru ekki í kristilegum kærleika. Mörg okkar eru mjög ósátt með ákvörðun Útlendingastofnunnar þegar ákveðið var að vísa Paul Ramses Odour úr landi sl. fimmtudag.

Persónulega finnst mér þetta vera ómannúðleg ákvörðun. Haukur Guðmundsson,  sem er settur forstjóri,Útlendingastofnunnar  vissi alveg hvað beið Paul Ramses ef hann yrði sendur áfram frá Ítalíu til Kenýa.  Í Kenýa eru miklar óeirðir og enga miskunn að finna þar fyrir þá sem ekki hafa sömu skoðun og Ógnarstjórnin. Fólk er tekið af lífi eingöngu vegna þess að þeir eru ekki með sömu skoðun og  Ógnarstjórnin.

Björn Bjarnason vissi þetta allt líka þó hann reyni nú  ljóst og leynt að setja alla ábyrgð á Hauk Guðmundsson sem er starfsmaður Björns Bjarnasonar. Ingibjörg Sólrún hefur bjargað pólitískum ferli Björns Bjarnasonar með því að hafa samband við aðila á Ítalíu um meðferð Pauls Ramses. Persónulega hefði ég óskað að hún hefði  tekið þá ákvörðun að Paul Ramses yrði sendur hingað heim til Rosemary konu hans og sonar. Málið yrði  svo afgreitt hér fljótt og vel eins og með tengdadóttur Jónínu Bjartmars.

 

Spurningar til Björns  og Hauks.

Var rekin rasísk stefna í málefnum útlendinga um miðja sl. öld?

Lögðu íslensk stjórnvöld fram þá kröfu til bandaríska hersins að hingað kæmu engir svertingjar?

Getur verið að það sé ennþá eimur af þessari rasísku stefnu?

Þarf Haukur ekki að bera undir þig Björn ákvarðanir eins og að vísa fólki úr landi og í þessu tilfelli út í opinn dauðann?

 

Gullkorn um kærleikann og  Guðsorð  fyrir Björn og Hauk.

 

Án mannlegs samfélag getur enginn maður þrifist." Dalai Lama (F. 1935)

„Svo lengi sem lítil börn þjást, ríkir enginn kærleikur í heiminum." Isadora Duncan (1878 -1927)

 

Hvað á ég að gjöra?

Lögvitringur nokkur sté fram, vildi freista hans og mælti: "Meistari, hvað á ég að gjöra til þess að öðlast eilíft líf?"

Jesús sagði við hann: "Hvað er ritað í lögmálinu? Hvernig lest þú?"

Hann svaraði: "Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum, og náunga þinn eins og sjálfan þig."

Jesús sagði við hann: "Þú svaraðir rétt. Gjör þú þetta, og þú munt lifa."

En hann vildi réttlæta sjálfan sig og sagði við Jesú: "Hver er þá náungi minn?"

Því svaraði Jesús svo: "Maður nokkur fór frá Jerúsalem ofan til Jeríkó og féll í hendur ræningjum. Þeir flettu hann klæðum og börðu hann, hurfu brott síðan og létu hann eftir dauðvona. Svo vildi til, að prestur nokkur fór ofan sama veg og sá manninn, en sveigði fram hjá. Eins kom og levíti þar að, sá hann og sveigði fram hjá. En Samverji nokkur, er var á ferð, kom að honum, og er hann sá hann, kenndi hann í brjósti um hann, gekk til hans, batt um sár hans og hellti í þau viðsmjöri og víni. Og hann setti hann á sinn eigin eyk, flutti hann til gistihúss og lét sér annt um hann. Daginn eftir tók hann upp tvo denara, fékk gestgjafanum og mælti: ,Lát þér annt um hann og það sem þú kostar meiru til, skal ég borga þér, þegar ég kem aftur.' Hver þessara þriggja sýnist þér hafa reynst náungi þeim manni, sem féll í hendur ræningjum?" Hann mælti: "Sá sem miskunnarverkið gjörði á honum." Jesús sagði þá við hann: "Far þú og gjör hið sama."

 

Far þú Björn Bjarnason og gjör hið sama.

Far þú Haukur Guðmundsson og gjör hið sama.

 

Megi almáttugur Guð miskunna ykkur og fyrirgefa.

Rósa Aðalsteinsdóttir

Vopnafirði.

 

Endilega kíkið á bloggsíðuna hennar Öddu bloggvinkonu minnar, sem fjallar um sama mál:

http://laugatun.blog.is "Paul Ramses í Kastljósi: Sannfærður um að hann verði drepinn í Kenya"


mbl.is Óvissuástand hjá Paul Ramses
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvö bréf sem send hafa verið til allra Alþingismanna

Kæru landsmenn.

Ég hef ekki skrifað um fréttir fyrr en nú. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Þessi tvö bréf sem eru hér fyrir neðan voru send eftir miðnætti í nótt til allra Alþingismanna sem ekki hafa svarað þessum bréfum. Kannski koma þau inná bloggsíðuna og svara.

Megi almátugur Guð miskunna ráðamönnum þjóðarinnar og okkur öllum sem þurfum að lúta þeim.

Baráttukveðjur fyrir réttlætinu.

Rósa Aðalsteinsdóttir

 

Vopnafirði 3. Júlí 2008.

Sælt veri fólkið.

Ég vil höfða til mannúðar ykkar og biðja ykkur að gera það sem þið getið til að veita Paul Ramses Oduor dvalarleyfi á Íslandi, og fá hann sendan hingað aftur. Hann leitaði skjóls hér frá yfirvofandi dauða í heimalandi sínu, Kenýa. Hann er á aftökulista ríkisstjórnar þar, og hefur þegar verið ólöglega handtekinn og pyntaður af lögreglunni þar.

Að senda málið til afgreiðslu í öðru landi, vegna þess að það er heimilt, þegar kona hans og nýfætt barn verða eftir hér, er í besta falli ómannúðlegt. Þegar það bætist við að Útlendingastofnun og íslenskum stjórnvöldum hefði átt að vera fullkunnugt um að hann væri í lífshættu yrði hann sendur til baka er ekki hægt að kalla framgang íslenskra stjórnvalda í þessu máli annað en grimmilegan.

Íslensk þjóð man alveg þegar tengdadóttir Jónínu Bjartmars fékk ríkisborgararéttindi en hún hafði átt heima hér í 15. mánuði og var umsókn hennar nýleg þegar hún var tekin til skoðunar og afgreidd. Ég held að hún hafi alls ekki verið hér vegna þess að hún var flóttamaður og ef hún fengi ekki ríkisborgarrétt biði hennar ekkert nema dauðadómur.

Endurtökum ekki það sem gerðist hér á fjórða og fimmta áratug sl. aldar  er Gyðingum var vísað úr landi og sendir til baka til Þýskalands í Útrýmingarbúðir Nasista. Það var og er svartur blettur sem verður því miður ekki afmáður. Sýnum kristilegan kærleika og sendum alls ekki fólk í opinn dauðann.

„Minnist bandingjanna, sem væruð þér sambandingjar þeirra. Minnist þeirra er illt líða, þar sem þér sjálfir eruð einnig með líkama." Hebr. 13: 3.

Mér og mörgum öðrum blöskrar.

Með innilegri von um skjót viðbrögð.

Megi almáttugur Guð miskunna ykkur.

Rósa Aðalsteinsdóttir

Ási, Hafnarbyggð 37; 690 Vopnafirði.

 

Vopnafirði 4. Júlí 2008

Sælt veri fólkið.

Ég fékk þetta bréf sent í pósti í kvöld. (Sjá neðar) Er þetta rétt? Hvert erum við að stefna? Er fólk frá Afríku í öðrum klassa en fólk frá Palestínu?

Hér er Múslímum hampað sem á eftir að hafa hræðilegar afleiðingar fyrir okkur öll. Það verður að skoða hvort fólkið er öfga Islam eða ekki.

Ég var svo ánægð með Ingibjörgu Sólrúnu þegar hún heimsótti Palestínu og Ísrael. Þar heimsótti hún fólk beggja vegna landamæranna og ég man eftir að hún kyssti grátandi konu í Ísrael sem sat inní húsinu sínu sem hafði orðið fyrir árás Palestínumanna. Því miður hefur Ingibjörg Sólrún breyst og hún hefur tekið afstöðu með Palestínumönnum. Hamasmenn stjórna Palestínu en Hamas er hryðjuverkasamtök. Þeir hafa á stefnuskrá sinni að útrýma Gyðingum. Getum við verið þekkt fyrir að mylja undir hryðjuverkasamtök?? Sent þeim peninga sem enginn fylgdi eftir og kannski voru peningarnir notaðir til vopnakaupa??

Ég vona til Guðs að þetta bréf sé ekki rétt en ef svo er þá segi ég nú ekkert annað en megi almáttugur Guð fyrirgefa ykkur.

Baráttukveðjur fyrir réttlæti í kristnu landi.

Rósa Aðalsteinsdóttir

Ási, Hafnarbyggð 37; 690 Vopnafirði.

 

Ég fékk þetta bréf sent í pósti í kvöld. Er þetta rétt?????

„Á Íslandi er rekin rasísk stefna í málefnum útlendinga og hefur verið allt frá því stjórnvöld lögðu fram þá einu kröfu til bandaríska hersins að hingað kæmu engir svertingjar. Sem stóð fram á 8. áratuginn, þegar málið varð skandall í bandarískum fjölmiðlum. Valur Ingimundarson hefur rakið þetta.

Umsóknir fólks frá Afríku um ferðamannaleyfi til Íslands daga uppi í kerfinu, en í dag vísa yfirvöld á skandinavísku sendiráðin í viðkomandi löndum, sem taki við umsóknunum, og afgreiðslu Schengen. Ábyrgðin er out-sourcuð, eins og virðist stefna nýrrar aldar.

Allt um það, geymum stærra samhengi - er hægt að gera eitthvað til að þessi maður deyi ekki? Til að við drepum hann ekki?"

 Undirskriftarlisti: http://www.thepetitionsite.com/1/PaulRamses

Kíkið á bloggsíður bloggvina minna:

Guðsteinn: http://zeriaph.blog.is/blog/zeriaph/entry/583560/#comments

Linda: http://vonin.blog.is/blog/vonin/entry/583857/#comments

 


mbl.is Undirskriftarlisti til stuðnings Ramses
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð breytni og Guðs verk

 

Góð breytni og Guðs verk

Smárit, saman tekið af Ólafi Tryggvasyni.


Christian Glitter by www.christianglitter.com


Menn segja stundum: „Ef ég geri eins vel og ég get mun þá Guð ekki í miskunn sinni taka með velþóknun á móti mér þess vegna?"  Og: „Ég trúi, að Guð líti meir á að menn breyti vel og geri góð verk, heldur en það, hverju menn trúa, ef góð verk fylgja ekki með hjá þeim sem trúa þó að það sé sjálfsagt gott að vera trúaður."

Við skulum nú athuga þetta í allri einlægni því að einlægni gefur aldrei svar í vandamáli.

Hver treystir sér að segja við Drottin: ´"Ég ætla með góðri breytni að bæta fyrir syndir þess liðna?"

Vinur minn, þú veist að þú hefur aldrei verið settur eða sett til að dæma um þín eigin verk, hvort þau hafi gildi þér til hjálpræðis og til að færa afstöðu þína til samræmis við Guð þinn. Auk þess átt þú ekki víst, að breytni þín verði fullkomin, því að holdið er veikt.

Vilt þú þá gera mig alveg vonlausan - eða vonlausa? - segir þú.

„Þeir sem vona á Drottinn fá nýjan kraft." Jes. 40: 31.a.

„Meðan vér enn vorum óstyrkir dó Kristur á tilteknum tíma fyrir óguðlega." Róm. 5: 6.

„Guð auðsýnir kærleika sinn til vor þar sem Kristur er fyrir oss dáinn meðan vér enn vorum í syndum vorum." Róm. 5: 8.

„ Vér urðum sættir við Guð fyrir dauða sonar hans, því fremur munum vér frelsaðir verða með lífi sonar hans, nú er vér erum í sátt teknir." Róm. 5: 10.

Hvernig get ég vitað þetta?

Við skulum athuga það bráðum - en ef þú getur ekki vitað þetta, þá getur þú enn síður verið viss um að Guð muni taka góð og gild þín verk sem þú veist að eru ekki fullkomin. Það er þýðingarmikið þegar maður uppgötvar að Guð geti vitað meira en maður veit sjálfur.

En þú þykist þó geta frætt mig og því vita nokkuð mikið.

Sömuleiðis athugum við það bráðum.

Og hvað þá um góðu verkin? Á maður ekki að vinna þau?

„Jesús svaraði og sagði við þá: Þetta er verk Guðs að þér trúið á þann sem hann sendi." Og hann sagðist vera sá, „sem faðirinn helgaði og sendi í heiminn." Jóh. 6: 29. og 10: 36. b.

Þarna er þá umsögn Jesú um það, hvað eru verk Guðs, sem vér getum unnið, það er verk sem fyrir Guði gildi. - Þar með verðum við ef til vill að endurskoða okkar fyrri mælikvarða á það hvað eru góð verk. Góð verk eru verk sem fyrir Guði gilda því að einn er góður það er Guð sagði Jesús og  „Ég og faðirinn erum eitt" Jóh. 10: 30.  Jesús kallaði Guð föður sinn. Þar með og með mörgum fleiri orðum lýsti Jesús yfir að hann væri Guð af Guði, Guðs sonur - enda sögðu Gyðingar að hann gerði sjálfan sig Guði  jafnan.

En Jesús frá Nasaret var „kröftuglega auglýstur að vera sonur Guðs fyrir upprisu frá dauðum."  Róm. 1: 4. Og með táknum sem hann hafði gert. Meðal margra annarra sem Jesús læknaði var lamaður maður (sem getið er um í Matt. 9: 2.-8), og fyrst sagði Jesús við hann: „Barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar." Menn sem heyrðu þetta, hneyksluðust á þessum orðum. En þá sagði Jesús meðal annars: „Til þess að þér vitið að Mannssonurinn hefur vald á jörðu til að fyrirgefa syndir - þá segir hann við lama manninn: - „Statt upp, tak rekkju þína og far heim til þín." Við það læknaðist maðurinn og hann stóð upp og fór heim til sín. Jesús sannaði sinn Guðdóm þar. Og postularnir sem Jesús valdi og uppfræddi og fyllti sínum heilaga anda voru fyrir náð Drottins Jesú færir um að „fara rétt með orð sannleikans." 2. Tím. 2: 15.b.

Stundum getur manni fundist Guðs heilagleiki ægilegur - jafnvel óaðgengilegur - einkum ef okkur finnst þeir sem hafa Guðs nafn á vörunum og tala mikið um trú á hann, ekki eins kærleiksríkir og þeir ættu að vera. - Já, Guð miskunni okkur öllum. Þeir sem trúa á Guð og son hans Jesúm Krist, þurfa að vera kærleiksríkir, svo að þeir laði menn og konur til Krists, fólk sem hjá vantrúuðum hefur oft mætt kulda og lítilsvirðingu á guðlegum efnum.

Og þá erum við komin að því að trúin á að „fullkomnast af verkunum" eins og hjá Abraham (Jak. 2: 22.b.) og að dauð trú er engin trú.

En hvað er þá lifandi trú? Hún er sú snerting við Guðs náð, að maður þiggur Guðs gjöf sem er Jesús Kristur.

„Hann er orðinn oss vísdómur frá Guði, bæði réttlæti og helgun og endurlausn." „Þökk sé Guði fyrir sína óumræðilegu gjöf." 1. Kor. 1: 30 b; 2. Kor. 9: 15.

  • 1. „Hann bar sjálfur syndir vorar á líkama sínum upp á tréð." 1. Pét. 2: 24.a.

Guð, hann fyrirgaf oss öll afbrotin, er „Hann afmáði skuldabréfið, sem þjakaði oss með ákvæðum sínum. Hann tók það burt með því  að negla það á krossinn." Kól. 2: 14.

Jesús sagðist vera kominn „ til þess að þjóna og til þess að gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga." Matt. 20: 28. Jesús sagði: „Þann, sem til mín kemur, mun ég alls ekki burt reka." Jóh. 6: 37.b.

  • 2. Hjálpræðið, það að menn séu Guðs börn um tíma og eilífð er algerlega af náð Guðs, en ekki áunnið með okkar verkum.

„Því af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú og það er ekki yður að þakka, heldur Guðs gjöf. Ekki af verkum, til þess að enginn skuli geta þakkað sér það sjálfum. Því að vér erum smíð hans, skapaðir í Kristi Jesú til góðra verka sem Guð hefur áður fyrirbúið til þess að vér skyldum framganga í þeim." Efes. 2: 8.-10.

Alls staðar í Guðs orði er lögð áhersla á að Guðs börn eigi að breyta heilaglega.  En hugsun, hugarstefna og trú er líka breytni, samkvæmt áður tilfærðum orðum Jesú. Með trúnni tökum við á móti náð Guðs og njótum þess að þekkja hans yndislega kærleika. „Trú þú á Drottin Jesúm og þú munt verða hólpinn."  „Hann, sem vegna misgjörða vorra var framseldur og vegna réttlætingar vorrar uppvakinn." Post. 16: 31; Róm. 4: 25.

„Sæll er sá, er afbrotin eru fyrirgefin, synd hans hulin. Sæll er sá maður, er Drottinn tilreiknar eigi misgjörð, sá er eigi geymir svik í anda." Sálm. 32: 1.-2.

„Hversu dýrmæt er miskunn þín, ó Guð: mannanna börn leita hælis í skugga vængja þinna, þau seðjast af feiti húss þíns, þú lætur þau drekka úr lækjum unaðssemda þinna." Sálm. 36: 8.-9.

„Náðin Drottins Jesú Krists og kærleiki Guðs og samfélag heilags anda sé með yður öllum."

 

Smá viðbót: Textinn á myndinni er úr Jesaja 40: 31. " En þeir, sem vona á Drottinn, fá nýjan kraft, þeir fljúga upp á vængjum sem ernir. Þeir hlaupa og lýjast ekki, þier ganga og þreytast ekki."

Guð blessi ykkur öll

Rósa Aðalsteinsdóttir

Ási Vopnafirði


Jóhannes skírari - Jónsmessa

 

Jóhannes skírari

Bæn heyrð

Á dögum Heródesar, konungs í Júdeu, var uppi prestur nokkur að nafni Sakaría, af sveit Abía. Kona hans var og af ætt Arons og hét Elísabet. Þau voru bæði réttlát fyrir Guði og lifðu vammlaus eftir öllum boðum og ákvæðum Drottins. En þau áttu ekki barn, því að Elísabet var óbyrja, og bæði voru þau hnigin að aldri.

En svo bar við, er röðin kom að sveit hans og hann var að gegna þjónustu fyrir Guði, að það féll í hans hlut, samkvæmt venju prestdómsins, að ganga inn í musteri Drottins og fórna reykelsi. En allur fólksfjöldinn var fyrir utan á bæn, meðan reykelsisfórnin var færð.

Birtist honum þá engill Drottins, sem stóð hægra megin við reykelsisaltarið. Sakaría varð hverft við sýn þessa, og ótta sló á hann. En engillinn sagði við hann: "Óttast þú eigi, Sakaría, því bæn þín er heyrð. Elísabet kona þín mun fæða þér son, og þú skalt láta hann heita Jóhannes. Og þér mun EinKerem[1]veitast gleði og fögnuður, og margir munu gleðjast vegna fæðingar hans. Því að hann mun verða mikill í augliti Drottins. Aldrei mun hann drekka vín né áfengan drykk, en fyllast heilögum anda þegar frá móðurlífi. Og mörgum af Ísraels sonum mun hann snúa til Drottins, Guðs þeirra. Og hann mun ganga fyrir honum í anda og krafti Elía til að snúa hjörtum feðra til barna og óhlýðnum til hugarfars réttlátra og búa Drottni altygjaðan lýð."

Sakaría sagði við engilinn: "Af hverju get ég vitað þetta? Ég er gamall og kona mín hnigin að aldri."

En engillinn svaraði honum: "Ég er Gabríel, sem stend frammi fyrir Guði, ég var sendur til að tala við þig og flytja þér þessa gleðifregn. Og þú munt verða mállaus og ekki geta talað til þess dags, er þetta kemur fram, vegna þess að þú trúðir ekki orðum mínum, en þau munu rætast á sínum tíma."

Og fólkið beið eftir Sakaría og undraðist, hve honum dvaldist í musterinu. En er hann kom út, gat hann ekki talað við þá, og skildu þeir, að hann hafði séð sýn í musterinu. Hann gaf þeim bendingar og var mállaus áfram. Og er þjónustudagar hans voru liðnir, fór hann heim til sín.

En eftir þessa daga varð Elísabet kona hans þunguð, og hún leyndi sér í fimm mánuði og sagði: "Þannig hefur Drottinn gjört við mig, er hann leit til mín að afmá hneisu mína í augum manna." Lúkas 1: 5.-25.


María og Elísabet

En á þeim dögum tók María sig upp og fór með flýti til borgar nokkurrar í fjallbyggðum Júda. Hún kom inn í hús Sakaría og heilsaði Elísabetu. Þá varð það, þegar Elísabet heyrði kveðju Maríu, að barnið tók viðbragð í lífi hennar, og Elísabet fylltist heilögum anda og hrópaði hárri röddu: "Blessuð ert þú meðal kvenna og blessaður ávöxtur lífs þíns. Hvaðan kemur mér þetta, að móðir Drottins míns kemur til mín? Þegar kveðja þín hljómaði í eyrum mér, tók barnið viðbragð af gleði í lífi mínu. Sæl er hún, sem trúði því, að rætast mundi það, sem sagt var við hana frá Drottni." Lúkas 1: 39.-45.

Fæðing Jóhannesar

Nú kom sá tími, að Elísabet skyldi verða léttari, og ól hún son. Og nágrannar hennar og ættmenn heyrðu, hversu mikla miskunn Drottinn hafði auðsýnt henni, og samfögnuðu henni.

Á áttunda degi komu þeir að umskera sveininn, og vildu þeir láta hann heita Sakaría í höfuðið á föður sínum. Þá mælti móðir hans: "Eigi skal hann svo heita, heldur Jóhannes."

palmer hayden baptism[1]En þeir sögðu við hana: "Enginn er í ætt þinni, sem heitir því nafni." Bentu þeir þá föður hans, að hann léti þá vita, hvað sveinninn skyldi heita.

Hann bað um spjald og reit: "Jóhannes er nafn hans," og urðu þeir allir undrandi. Jafnskjótt laukst upp munnur hans og tunga, og hann fór að tala og lofaði Guð. En ótta sló á alla nágranna þeirra og þótti þessi atburður miklum tíðindum sæta í allri fjallbyggð Júdeu. Og allir, sem þetta heyrðu, festu það í huga sér og sögðu: "Hvað mun barn þetta verða?" Því að hönd Drottins var með honum. Lúkas 1: 57. - 66.

Jóhannes skírari

Á þeim dögum kemur Jóhannes skírari fram og prédikar í óbyggðum Júdeu. Hann sagði: "Gjörið iðrun, himnaríki er í nánd." Jóhannes er sá sem svo er um mælt hjá Jesaja spámanni: baptism[1]

Rödd hrópanda í eyðimörk:

Greiðið veg Drottins,

gjörið beinar brautir hans.

Jóhannes bar klæði úr úlfaldahári og leðurbelti um lendar sér og hafði til matar engisprettur og villihunang. Menn streymdu til hans frá Jerúsalem, allri Júdeu og Jórdanbyggð, létu skírast af honum í ánni Jórdan og játuðu syndir sínar.

Þegar hann jesus21[1]sá, að margir farísear og saddúkear komu til skírnar, sagði hann við þá: "Þér nöðru kyn, hver kenndi yður að flýja komandi reiði? Berið þá ávöxt samboðinn iðruninni! Látið yður ekki til hugar koma, að þér getið sagt með sjálfum yður: ,Vér eigum Abraham að föður.' Ég segi yður, að Guð getur vakið Abraham börn af steinum þessum. Öxin er þegar lögð að rótum trjánna, og hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og í eld kastað. Ég skíri yður með vatni til iðrunar, en sá sem kemur eftir mig, er mér máttugri, og er ég ekki verður að bera skó hans. Hann mun skíra yður með heilögum anda og eldi. Hann er með varpskófluna í hendi sér og mun gjörhreinsa láfa sinn og safna hveiti sínu í hlöðu, en hismið mun hann brenna í óslökkvanda eldi." Matt. 3: 1.-12.


Jesús skírður

Þá kemur Jesús frá Galíleu að Jórdan til Jóhannesar að taka skírn hjá honum. Jóhannes vildi varna honum þess og sagði: "Mér er þörf að skírast af þér, og þú kemur til mín!"

Jesús svaraði honum: "Lát það nú eftir. Þannig ber okkur að fullnægja öllu réttlæti." Og hann lét þaðJesusBaptism[1] eftir honum.

En þegar Jesús hafði verið skírður, sté hann jafnskjótt upp úr vatninu. Og þá opnuðust himnarnir, og hann sá anda Guðs stíga niður eins og dúfu og koma yfir sig. Og rödd kom af himnum: "Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á." Matt. 3: 13.-17.

Jóhannes hálshöggvinn

Um þessar mundir spyr Heródes fjórðungsstjóri tíðindin af Jesú. Og hann segir við sveina sína: "Þetta er Jóhannes skírari, hann er risinn frá dauðum, þess vegna eru kraftarnir að verki í honum."

En Heródes hafði látið taka Jóhannes höndum, fjötra hann og varpa í fangelsi vegna Heródíasar, konu Filippusar bróður síns, því Jóhannes hafði sagt við hann: "Þú mátt ekki eiga hana." Heródes vildi deyða hann, en óttaðist lýðinn, þar eð menn töldu hann vera spámann.

En á afmælisdegi Heródesar dansaði dóttir Heródíasar dans frammi fyrir gestunum og hreif Heródes svo, að hann sór þess eið að veita henni hvað sem hún bæði um.

Að undirlagi móður sinnar segir hún: "Gef mér hér á fati höfuð Jóhannesar skírara."

Konungur varð hryggur við, en vegna eiðsins og gesta sinna bauð hann að veita henni þetta. Hann sendi í fangelsið og lét hálshöggva Jóhannes þar. Höfuð hans var borið inn á fati og fengið stúlkunni, en hún færði móður sinni.

Lærisveinar hans komu, tóku líkið og greftruðu, fóru síðan og sögðu Jesú. Matt. 14: 1.-12.

 

Jónsmessa

Messa Jóhannesar skírara, er 24. júní. Hún leysti af hólmi forna sóhvarfahátíð í Róm. Suður í Evrópu var Jónsmessan talin Miðsumarsnótt. Jónsmessunótt, aðfaranótt 24. júní, er ein af fjórum mögnuðustu nóttum ársins og fylgir ýmis þjóðtrú, meðal annars að kýr tali og selir fari úr hömum sínum. Jónsmessudöggin þykir heilnæm til lækninga ef menn velta sér í henni allsberir. Grin

W6CAVWS28QCAXFVHWOCA60KZAUCAE0JEJKCANVEJHECAUQ0SYNCAF5XWXHCA0D28H4CAK4C75LCA2RV71OCARPWID8CA5074HECA0DS84UCAJW9EM6CABRPZYBCA2SBJMNCA0WTNDKCA0MQ6BZCAN5QVUNUpphaflega var haldið upp á 24. júní sem lengsta dag ársins í Rómaborg á 1. öld fyrir Krists burð þegar júlíanska tímatalinu var komið á. Þar hafði verið til forn sólhvarfahátíð sumar og vetur eins og víðast annarsstaðar á norðurhveli jarðar, sem jafnan hefur haldist við í einhverri mynd. Menn áttuðu sig ekki strax á hinni lítilfjörlegu skekkju í júlíanska tímatalinu og þegar Rómarkirkjan afréð að fastsetja fæðingardaga Jesú Krists og Jóhannesar skírara við sólstöður vetur og sumar hafði dagsetning sumarsólhvarfa færst til um nálægt því þrjá daga miðað við stjarnfræðilegar sólstöður. Föstudaginn 20. júní voru Sumarsólstöður.

Boðunardagur Maríu meyjar er 25. mars í nánd við jafndægri á vori. Þá tilkynnti Gabríel erkiengill aðRBCA62W0MGCANRJJYNCA15Y3N2CAM46B40CANV94X7CA152XZ0CA5EGICACA3UDH2XCAEXI3XUCA4F2TINCARVK279CAM2STONCAJM2078CAEMHWJACA7HDB7RCA7MDF3OCAZI7Q6MCA3Q29GKCA10OAQL hún skyldi ala son Guðs, enda eru þá níu mánuðir fram að jólum. Tímasetning boðunardagsins stendur upphaflega í sambandi við jafndægri á vori á sama hátt og Jónsmessa og jól eiga við sólstöður á sumri og vetri. Eins og sagði áðan þá er smávægisleg tímaskekkja sem stafar af júníanska tímatalinu. Það hafði hnikast nokkuð til á þeim fjórum til fimm öldum sem liðnar voru frá gildistöku þess á þeim tímum þegar kirkjan ákvað þessar dagsetningar. Höfuðdagur er 29. ágúst. Þá er þess minnst að Jóhannes skírari var hálshöggvinn. Heimildir: Saga Daganna eftir Árna Björnsson.

Heilmikill fróðleikur sem skýrir sig sjálfur.

http://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/entry/431763/#comments

Hér fyrir ofan er slóð um niðurdýfingarskírn þá sem Jóhannes framkvæmdi og Jesús var39CACNZ245CAI2830LCAEZAMRRCAOXXGCTCAZ4CWNHCAXO0M59CAOCDMOPCAC83LGACAWHQMVSCA4XICEECAG8P5P6CABS1ANNCAE93KHQCAGMLWRTCAWNZQYGCAKQXPNBCAC2I12ACAPD4ZXYCAW3LVML skírður  niðurdýfingaZKCA23V9F9CAJ1KK74CABLT09SCA34J2XOCANOQ3NSCANI6KUTCA2RFFZ8CAB8MHUNCA9936VUCARVUVR0CAWF64COCANXUDDQCATU4GRACACOENDYCA291DNBCA5UC8SDCA2Q20RLCAA2OX4CCAAMVYNVrskírn í ánni Jórdan. Skírnin er táknræn. Skírþeginn fer undir yfirboð vatns og rís aftur upp sem ný sköpun í Kristi. Jesús hefur fyrirgefið allar misgjörðir. Fyrst tökum við afstöðu með Jesú Kristi og biðjum hann að hreinsa syndir okkar og svo síðar þegar við erum tilbúin þá tökum við niðurdýfingarskírn og er það ákvörðun sem við tökum sjálf en ekki foreldrar okkar. Ég hringdi ekki heim og lét vita þegar ég tók skírn í Kirkjulækjarkoti í Rangárvallarsýslu. Þá var ég að verða fjórtán ára. Ég sagði föður mínum frá skírninni þegar ég kom heim. Þetta var og er jú mitt líf og mín ákvörðun. Árið 1992 var ég stödd í okt. við ánna Jórdan og þar var fullt af fólki að taka niðurdýfingarskírn. Magnað að taka skírn á sömu slóðum og sjálfur Jesús Kristur.

http://amma-gulla.blog.is/blog/amma-gulla/entry/574539/#comments

Guðlaug Helga bloggar um Jónsmessu og þar kom fram spurning um ógiftar konur og Jónsmessuna.dream1[1]

Við Breiðafjörð virðis eggjaspá í glasi fyrir ógiftum stúlkum hafa verið þekktur leikur snemma á öldinni. Henni er þannig lýst: „Kvöldið fyrir Jónsmessunótt var glas hálffyllt með vatni, og egg brotið í sundur og hvítunni hellt í vatnið, látið standa hreyfingarlaust yfir nóttina. Hvítan tók á sig margvíslegar myndir og úr því var lesið hvaða atvinnu bóndaefnið stundaði.

„Tiltölulega fáir heimildarmenn nefna óskastund á Jónsmessunótt eða spá fyrir framtíðina. Nokkrir töldu að dreyma mætti verðandi maka með því að tína 7 -12 grasategundir á miðnætti og sofa með þær undir kodda." Hér get ég ekki séð annað en að strákarnir geti líka farið út í kvöld að tína grös.

Best að fjalla ekkert um Brönugrasið.

Gleðilega Jónsmessunótt og Jónsmessu á morgunn.

Guð blessi ykkur öll.

Kær kveðja/Rósa

 


Á Jónsmessu Hólabiskups

 

Á Jónsmessu Hólabiskups

Friðrik Friðriksson

31. Mars 1953.

Visiones

Oft minn hugur hvarflar glaður

Hóla til, er biskupsstaður

Lýsti nýr um landið hér,

Er þinn ástvin hóf upp Hóla

Heiðurs til og reistir skóla,

Drottinn minn, til dýrðar þér.

 

Kem ég nú að banabeði

Biskups þess er stólnum réði

Fyrstur manna‘, í fimmtán ár.

Heyri‘ ég söngva svella skæra,

Sjúkur vildi lofgjörð færa,

fyrr en lykjast fölar brár.

 

Hann í söng af hjartans grunni

Hörpu Davíðs stilla kunni

Fram í andláts ystu neyð.

Söng um frelsi‘ úr fjötrum nauða,

Fyrirgefning, lausn frá dauða,

Englavörð og lífsins leið.

 

Sæt var rödd með sigurhreimi,

Sætust þó í öfugstreymi

Banameins á beiskri stund;

Meðan tungan mátti hrærast,

Meðan varir kunnu‘ að bærast,

Söng hann fram að síðsta blund.

 

Sjö og hálfa öld minn andi

Andartak á hugans gandi

Flýgur næst til Hóla heim.

Þegar Brandur stýrði stóli,

Strangur vetur ríkti á bóli,

Nísti lýð í nauðum þeim.

 

Mars hinn þriðji má ei gleymast,

Minning björt í sögum gleymast

Mun um aldir Ísalands,

Þá er upp úr gröf var grafinn,

Guðs í kirkju síðan hafinn,

Helgidómur heilags manns.

 

Aldir þrjár og hér um hálfa

Höfuðkirkju prýddi sjálfa.

Skrínið hans með heilög bein.

Margur fann þá meinabætur,

Mörgum fannst þar ilmur sætur,

Trú því olli heit og hrein.

 

Þá úr Hóla helgidómi

Hrifinn var sá kirkjusómi,

Hulinn aftur mjúkri mold.

Enginn veit, hvar bein hans bíða

Betri‘ og sælli morguntíða,

Þegar upprís andað hold.

 

Síðan aldir eru fjórar.

Umbyltingatíðir stórar

Flæddu‘ um sveitir föðurlands. -

Féll í auðn og fyrnsku stundar

Forna prýðin fósturgrundar,

Skálaholts og Hóla glans.

 

Ef til vill nú önnur kemur

Öld, sem feðradáðir nemur,

Þroski vorrar þjóðar vex.

Biskups Jóns þá stytta á stalli

Stendur reist á kirkjupalli,

Tvö þúsund og talan sex.

 

Þá mun hátíð haldin verða

Hólastóls og orsök ferða

Út frá hverri sýslu‘ og sveit.

Ferðamarkið heim til Hóla,

Heilags Jóns að vitja skóla -

Framtak nýt á fornum reit.

 

Þúsund tjalda‘ á grænni grundu

Gesta þeirra, er veginn fundu

Gegnum loft, á landi‘ og sjá.

Stofnár Hólastólsins forna

Styrkir lýð, - þá fer að morgna

Skagafjarðarfjöllum á.

 

Hóla byrðu‘ í helgum hlíðum

Hátt á stalli birtast lýðum

Helgir menn í heimsókn þá:

Fremstur Jón og Gvöndur góði,

Guðbrandur, og sæll í ljóði

Hallgrímur mun hörpu slá.

 

Píslavættis skrýddur skrúða

Skín í þessum flokki prúða

Örfum með Jón Arason.

Fjallið allt er hulið hrönnum

Helgra manna, líkjast fönnum,

Blessun lýsa‘ á landsins von.

Líkt og sumars sunnanvindar

Svífa‘ í lofti´að fjallatindar

Hringinn kringum Hjaltadal.

Blána í misturs móðu fríðir,

Megir lífsins standa blíðir,

Ljóma‘ um fagran fjallasal.

 

Fylking sunnan fer hin glæsta,

Fagurskreytt í leyfi‘ ins Hæsta,

Til að hylla Hólastó. -

Skálholts og Hólasóminn

Heilsast nú, og frelsisljóminn

Skín sem mildust morgunsól.

 

Yfir mun þeim ljóma lýsa

Lífsins sól, er heglir prísa

Dýrðin Krists og Konungs náð:

Hans er vald á himni‘ og jörðu,

Honum lof með þakkargjörðu

Færi allt um lög og láð.

 

Sjá, þú Ísalandsins lýður,

Listrænt hlutverk þín nú bíður.

Fremd og dáðir fylgjast að.

Vakna, drótt, af doða‘ og svefni,

Drjúgum fær þú viðfangsefni,

Margt að vinna‘ á mörgum stað.

 

Upp þú skalt úr rústum reisa

-  Ræktarleysið er þér hneisa -

Skálaholtsins höfuðból.

Gissurs mikla‘ og Ísleifs andi

Á að ríkja hér á landi

Undir nýrri aldarsól.

 

Þjóðarminjum má ei týna,

Metnað þann í verki að sýna

Þjóðar göfgi glæðir best.

Oddastað má ekki gleyma,

Áttu þar í vöggu heima

Fræðin, sem oss frægja mest.

 

Þá mun trúar alskær alda

Yfir flæða landið kalda,

Vekja þjóð úr doða‘ og deyfð.

Trúarvissan, trúarglóðin,

Trúarjátning, sigurljóðin

Fegri vora föðurleifð.

 

Æskulýður, Íslands prýði

Efling fær í trúarstríði,

Krossins fána fylgir trúr.

Hallgrímskirkja‘ á Hallgrímssetri

Hefst til vegs, er tíðir betri

Renna‘ upp undir andans skúr.

 

Sumar hvert mun sjá þann skara,

Sem í trausti Krists mun fara

Upp í víðan Vatnaskóg.

Kristin æska kæn að störfum

Kann að bæta‘  úr mörgum þörfum,

Hafi‘ hún Krist, hún hefur nóg.

 

Skógar vaxa, grundin grænkar,

Göfgra bænda hagur vænkar,

Tún og akur frjósemd fær.

Skynsemd stjórnar, vélar vinna,

Vötn og fossar kraftinn inna,

Auðlegð veitir víður sær.

 

Afneitun og vantrú víkja,

Vegsemd Jesú Krists mun ríkja

Lærðum bæði og leikum hjá. -

Kirkjur fyllast kristnum anda,

Klerkar fremst í broddi standa,

Menntun sannri lið að ljá.

 

Skólar fagra fræðslu veita,

Forna‘ og nýja, í borg, til sveita,

Íþróttirnar efla dáð. -

Háskóli‘ Íslands hæst skal gnæfa:

Heilög menning, list og gæfa

Þaðan út um leggi láð.

 

„Guðs vors lands": já lands vors faðir,

Lýstu þjóð um aldaraðir.

Lát oss ætíð lúta þér.

Varðveit frelsi, frið og sóma,

Forsetann og rétta dóma.

Fyrir öllu illu‘ oss ver.

 


HOLL RÁÐ


Christian Glitter by www.christianglitter.com

 

HOLL RÁÐ

 

Jesús sagði:  Ég kem aftur.  Jóh. 14: 3.

GERÐU EKKERT,

sem þú vildir ekki vera að gera, þegar

DROTTINN JESÚS KEMUR. -

TALAÐU EKKERT,

sem þú vildir ekki vera að tala, þegar

DROTTINN JESÚS KEMUR. -

FARÐU ALDREI ÞANGAÐ

þar sem þú vildir ekki vera, þegar

DROTTINN JESÚS KEMUR. -

HUGSAÐU ALDEI NEITT,

sem þú vildir ekki vera að hugsa um, þegar

DROTTINN JESÚS KEMUR. -

Vertu viðbúinn. Hann kemur.

„Hver, sem hefir þessa von til hans, hreinsi sig." 1. Jóh. 3: 3.

 

Kæru bloggvinir. Þegar ég las fyrr í dag  um Holl ráð þá þurfti ég auðvita að hugleiða þetta. Ég allavega er nú ekkert nógu dugleg að vanda orðavalið og einnig hugsa ég oft um ýmislegt sem ég vildi ekki vera að hugsa um ef ég væri að mæta Jesú Kristi. Oft hugsa ég um það ástand sem ríkir hér á Íslandi, ósanngirni gagnvart náunganum af hendi þeirra sem stýra skútunni, um siðleysið sem grasserar og ég viðurkenni að þetta pirrar mig og stundum verð ég virkilega reið yfir óréttlætinu. Ég þoli ekki þegar sumum er hampað á kostnað annarra sem líða skort. Hvað á að gera við svona gallagrip eins og mig?

6. júní sl. lögðum við pabbi af stað til Akureyrar. Við lögðum of seint af stað en ég náði samt að komast á réttum tíma í pjat en ég átti pantaðan tíma á snyrtistofu og er búin að fara þrisvar í allt í þessari ferð. Æi þessar kerlingar hugsa strákarnir núna. Shocking Við fórum svo með flugi til Reykjavíkur um kvöldið. Ég fór beint í heimsókn til bloggvinar míns og þar var annar bloggvinur ásamt konu sinni í heimsókn. Ég hitti fullt af bloggvinum í þessari ferð bæði í kirkjum og einnig fór ég í heimsóknir til margra þeirra. HeartElísabet frænkaHeart bloggaði um heimsóknina og heitir færslan: Rósa frænka í heimsókn." LoL W00t LoL http://liso.blog.is/blog/elisabet/entry/569861/#comments   Ferðin var farin vegna þess að faðir minn þurfti að fara til augnlæknis í tékk og einnig í tékk vegna gangráðs. Ég notaði tækifærið og fór í sjónmælingu og hitti líka húðsjúkdómasérfræðing. Þarf að hitta hann aftur í haust.

Þegar ég var á samkomu í Fíladelfíu seinni sunnudaginn sem ég var í Reykjavík þá rifjaðist upp hjá mér að fyrir 40 árum var ég stödd í Reykjavík og var á leið til Ísafjarðar og þaðan yfir í Önundarfjörð. Ástæðan fyrir því að þetta rifjaðist upp var að trúbróðir minn og bloggvinur lét blessa nýfæddan son sinn sem heitir sama nafni og tvíburabróðir föðurins sem lést nýfæddur. Man ég eftir þessari sorg eins og þessi atburður væri nýafstaðinn.  Á meðan ég dvaldi í Reykjavík fyrir 40 árum fékk ég að heimsækja Heartmömmu mínaHeart sem var á Landspítalanum. Ég man að ég átti mjög erfitt og það tók á mig að kveðja hana og það endaði með að móðursystir mín þurfti að reka á eftir mér að koma. Ég vissi ekki þá að þetta var í síðasta sinn sem ég sá móður mína. Ég mun segja ykkur nánar frá þessu í ágúst þegar móðir mín yfirgaf þessa jörð og flutti heim til Jesú. Ég gleðst yfir því að móður minni líður vel í hinni Himnesku Jerúsalem. Ég þarf oft að íhuga hvort ég sé viðbúin ef kallið kæmi skyndilega. Ég spyr mig oft hvort ég lifi sönnu kristnu lífi og sé ekki að drýgja synd með t.d. ljótum orðum, hugsunum eða gjörðum. Ég hugsa oft hvort ég fái að sjá móður mína aftur eða ekki. Guð gaf okkur frjálsan vilja og ég óska þess að ég fái að fara til Himnesku Jerúsalem. Ég veit að engin synd kemst inn í Himnesku Jerúsalem. Ég fæ enga undantekningu.

Mánudaginn 16. júní þá var komið að því að leggja af stað frá Reykjavík. Ég kom aðeins við á Landspítalanum og hitti Ingibjörgu vinkonu mína sem fór í hjartaskurð og hefur þurft að vera óvenjulengi á spítalanum vegna þess að það gróf alltaf í skurðinum. Það var vitað mál að þetta tæki tíman sinn vegna þess að hún er með sykursýki en okkur óraði ekki fyrir að hún þyrfti að vera svona lengi á Landspítalanum. Hún sagði mér að núna loksins væri búið að komast fyrir þetta og var það gott ferðanesti. Halo Við vorum klifjuð farangri og ég þurfti jú ein að bjarga þessu og þegar ég var að setja allan þennan varning á vigtina þá hugsaði ég bara að ég væri alveg hörku flink í þessu því það gekk óvenjuvel og ég hamaðist við að koma þessu frá mér. Cool Þegar við svo vorum að fljúga út Eyjafjörðinn var mikil ókyrrð. Ég var uppgefin og var búin að draga fullt af ýsum. Það var lítill drengur sem sat rétt hjá mér og hann skellihló þegar flugvélin hristist og skókst til og frá. Ég gat nú ekki annað en brosað af stráknum. Hann varð svo æstur og sagði við mömmu sína að hann vildi meira og meira. Þessi ferð verður honum minnisstæð í einhvern tíma. LoL

17. júní var farið snemma á fætur því við ætluðum að vera viðstödd þegar Katrín Stefanía bróðurdóttir mín útskrifaðist sem stúdent. Um kvöldið fórum við svo aftur í íþróttahúsið þar sem haldin var veisla og útskriftarnemar voru með skemmtiatriði. Seint um kvöldið heiðruðu svo nýstúdentar gesti sem voru á Ráðhústorgi og var skemmtilegt að vera þar og fylgjast með öllu þessu unga fólki sem var nýbúið að ljúka stórum áfanga í lífi sínu. Daginn eftir fékk ég tækifæri að hitta konu sem ég hafði lengi langað að hitta.  Þegar öllum erindum á Akureyri var lokið drifum við okkur af stað. Við lentum í snjókomu á Mývatnsheiði og einnig á Mývatnsöræfum. Frown

Í gærmorgunn þegar ég leit út um gluggann var búið að snjóa heilmikið og voru Krossavíkurfjöllin grá niður að bæjunum Krossavík 1 og 2. Snjórinn hopaði svo því það rigndi helling um daginn. Hér er ískalt og minnir meira á vetur en sumar. Las tilkynningu á vegag.is.

20.06.2008 kl. 09:56

FÆRÐ Éljagangur er á Hellisheiði eystri.

Akstur víða bannaður á hálendinu

Vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum er allur akstur bannaður á velflestum hálendisvegum og nokkrum leiðum sem að jafnaði eru ekki færar nema að sumarlagi.

Hellisheiði eystri er hér á milli Vopnafjarðar og Héraðsflóa. Þetta er svaka stuð. Dálítið ólíkt veður og ég upplifði fyrir 22 árum í Finnlandi á þessum tíma. Þá gekk hitabylgja yfir Finnland og það var alveg ROSALEGT. Við fjölskyldan fórum til Finnlands því bróðir minn var að fara að giftast konu sem er frá Finnlandi. 19. júní þurftum við að fara til borgarinnar Vasa og fara til dómara því Hvítasunnumenn höfðu ekki réttindi til að gifta. Ég og Kjell frændi mákonu minnar voru svaramenn. Við fórum inná skrifstofu dómara. Ég skildi nú ósköp lítið en ég man að hann sagði í krafti míns embættis en þá var hann að pússa saman bróðir minn og mákonu. Svo var alvöru brúðkaup daginn eftir  og flott veisla. Þau líta alltaf á það sem brúðkaupsdaginn sinn. Dómaraferðin var til að giftingin yrði lögleg. Pabbi var þá í jakkafötum sem ég saumaði og einnig núna þegar Katrín Stefanía útskrifaðist. Hefur ekki passað í fötin í millitíðinni. Stundum er talað um að fötin hafi hlaupið í þvotti eins og þjóðbúningurinn minn sem ég var í á brúðkaupsdaginn þeirra. Ég var einhvern tímann að bulla þetta og fólkið trúði þessu en auðvita setti ég ekki þjóðbúninginn í þvottavél. Það var eigandinn sem óx uppúr þjóðbúningnum. FootinMouth

Guð blessi ykkur öll kæru vinir.

Rósa Aðalsteinsdóttir

Vopnafirði


Menn hafsins

 

Guð gefi ykkur öllum góðan dag í Jesú nafni.

Sjómenn til hamingju með daginn.

Megi Guð almáttugur blessa ykkur og varðveita.

 

Langanes Nk. frá Norðfirði

Menn hafsins:

Þeir sem fóru um hafið á skipum, ráku verslun á hinum miklu vötnum,  þeir hafa séð verk Drottins og dásemdir hans á djúpinu." Sálmarnir 107: 23.-24.

Drottinn hafsins:

„Þegar hann setti hafinu takmörk, til þess að vötnin færu eigi lengra en hann bauð, þegar hann festi undirstöður jarðar." Orðskviðirnir 8: 29.

Drottinn, Guð hersveitanna, hver er sem þú? Þú ert voldugur, Drottinn, og trúfesti þín er umhverfis þig. Þú ræður yfir ofstopa hafsins, þegar öldur þess hefjast, stöðvar þú þær;  Þinn er himinninn, þín er og jörðin, þú hefir grundvallað veröldina og allt sem í henni er." Sálmarnir 89: 9.-10; 12.

Hættulíf sjómannsins:

Þeir sem fóru um hafið á skipum, ráku verslun á hinum miklu vötnum, þeiFyrsta söltunin, 23.8.1953. Stígandi Óf.25.r hafa séð verk Drottins og dásemdir hans á djúpinu. Því að hann bauð og þá kom stormviðri, sem hóf upp bylgjur þess. Þeir hófust til himins, sigu niður í djúpið, þeim féllst hugur í neyðinni. Þeir römbuðu og skjögruðu eins og drukkinn maður, og öll kunnátta þeirra var þrotin. Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni, og hann leiddi þá úr angist þeirra. Hann breytti stormviðrinu í blíðan blæ, svo að bylgjur hafsins urðu hljóðar. Þá glöddust þeir, af því að þær kyrrðust, og hann lét þá komast í höfn þá, er þeir þráðu. Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans og dásemdarverk hans við mannanna börn, vegsama hann á þjóðarsamkomunni og lofa hann í hóp öldunganna." Sálmarnir 107. 23.-32.

Hvert get ég farið frá anda þínum og hvert flúið frá augliti þínu? Þótt ég stigi upp í himininn, þá ertu þar, þótt ég gjörði undirheima að hvílu minni, sjá, þú ert þar.  Þótt ég lyfti mér á vængi morgunroðans og settist við hið ysta haf,  einnig þar mundi hönd þín leiða mig og hægri hönd þín halda mér. Og þótt ég segði: "Myrkrið hylji mig og ljósið í kringum mig verði nótt,"  þá myndi þó myrkrið eigi verða þér of myrkt og nóttin lýsa eins og dagur, myrkur og ljós eru jöfn fyrir þér." Sálmarnir 139: 7.-12.

Herra hafsins:

Í stormi

Að kvöldi sama dags sagði hann við þá: "Förum yfir um!" Þeir skildu þá við mannfjöldann og tóku hann með sér, þar sem hann var, í bátnum, en aðrir bátar voru með honum. Þá brast á stormhrina mikil, og féllu öldurnar inn í bátinn, svo við lá, að hann fyllti. Jesús var í skutnum og svaf á kodda. Þeir vöktu hann og sögðu við hann: "Meistari, hirðir þú ekki um, að vér förumst?" Hann vaknaði, hastaði á vindinn og sagði við vatnið: "Þegi þú, haf hljótt um þig!" Þá lægði vindinn og gerði stillilogn. Og hann sagði við þá: "Hví eruð þér hræddir, hafið þér enn enga trú?" En þeir urðu miklum ótta lostnir og sögðu hver við annan: "Hver er þessi? Jafnvel vindur og vatn hlýða honum." Markús 4. 35.-41.

Mig viljið þér ekki óttast - segir Drottinn - eða skjálfa fyrir mínu augliti? fyrir mér, sem hefi sett hafinu fjörusandinn að takmarki, ævarandi girðingu, sem það kemst ekki yfir. Og þótt öldur þess komi æðandi, þá vinna þær ekki á, og þótt þær gnýi, þá komast þær ekki yfir hana." Jeremía 5: 22.

Svo segir Drottinn, hann sem lagði veg yfir hafið og braut yfir hin ströngu vötn." Jesaja 43: 16.

Gangan á öldunum:

Það er ég

„Tafarlaust knúði haSkip við bryggjunn lærisveina sína að fara í bátinn og halda á undan sér yfir um, meðan hann sendi fólkið brott. Og er hann hafði látið fólkið fara, gekk hann til fjalls að biðjast fyrir í einrúmi. Þegar kvöld var komið, var hann þar einn. En báturinn var þegar kominn langt frá landi og lá undir áföllum, því að vindur var á móti. En er langt var liðið nætur kom hann til þeirra, gangandi á vatninu. Þegar lærisveinarnir sáu hann ganga á vatninu, varð þeim bilt við. Þeir sögðu: "Þetta er vofa," og æptu af hræðslu. En Jesús mælti jafnskjótt til þeirra: "Verið hughraustir, það er ég, verið óhræddir." Pétur svaraði honum: "Ef það ert þú, herra, þá bjóð mér að koma til þín á vatninu." Jesús svaraði: "Kom þú!" Og Pétur sté úr bátnum og gekk á vatninu til hans. En sem hann sá rokið, varð hann hræddur og tók að sökkva. Þá kallaði hann: "Herra, bjarga þú mér!" Jesús rétti þegar út höndina, tók í hann og sagði: "Þú trúlitli, hví efaðist þú?" Þeir stigu í bátinn, og þá lægði vindinn. En þeir sem í bátnum voru, tilbáðu hann og sögðu: "Sannarlega ert þú sonur Guðs." Matteus 14: 22.-33.

Vitnisburður fiskimanns:

Pétur sagði síðar um Krist

„Það er sagan um Jesú frá Nasaret, hvernig Guð smurði hann heilögum anda og krafti. Hann gekk um, gjörði gott og græddi alla, sem af djöflinum voru undirokaðir, því Guð var með honum. Vér erum vottar alls þess, er hann gjörði, bæði í landi Gyðinga og í Jerúsalem. Og hann hengdu þeir upp á tré og tóku af lífi. En Guð uppvakti hann á þriðja degi og lét hann birtast, ekki öllum lýðnum, heldurBátur Ólafs Bergmanns Jónssonar þeim vottum, sem Guð hafði áður kjörið, oss, sem átum og drukkum með honum, eftir að hann var risinn upp frá dauðum. Og hann bauð oss að prédika fyrir lýðnum og vitna, að hann er sá dómari lifenda og dauðra, sem Guð hefur fyrirhugað. Honum bera allir spámennirnir vitni, að sérhver, sem á hann trúir, fái fyrir hans nafn fyrirgefningu syndanna." Postulasagan 10. 38.-43.

Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum. Og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld, sem getur frelsað oss." Postulasagan 4. 12.

Til þessa eruð þér kallaðir. Því að Kristur leið einnig fyrir yður og lét yður eftir fyrirmynd, til þess að þér skylduð feta í hans fótspor. "Hann drýgði ekki synd, og svik voru ekki fundin í munni hans." Hann illmælti eigi aftur, er honum var illmælt, og hótaði eigi, er hann leið, heldur gaf það í hans vald, sem réttvíslega dæmir. Hann bar sjálfur syndir vorar á líkama sínum upp á tréð, til þess að vér skyldum deyja frá syndunum og lifa réttlætinu. Fyrir hans benjar eruð þér læknaðir." 1. Pétursbréf 2: 21.-24.

Morgunverður við vatnið:

Þegar Drottinn var risinn upp frá dauðum

Jesús birtist við Tíberíasvatn

„Eftir þetta birtist Jesús lærisveinunum aftur og þá við Tíberíasvatn. Hann birtist þannig: Þeir voru saman: Símon Pétur, Tómas, kallaður tvíburi, Natanael frá Kana í Galíleu, Sebedeussynirnir og tveir enn af lærisveinum hans. Símon Pétur segir við þá: "Ég fer að fiska." Þeir segja við hann: "Vér komum líka með þér." Þeir fóru og stigu í bátinn. En þá nótt fengu þeir ekkert. Þegar dagur rann, stóð Jesús á ströndinni. Lærisveinarnir vissu samt ekki, að það var Jesús. Jesús segir við þá: "Drengir, hafið þér nokkurn fisk?" Þeir svöruðu: "Nei." Hann sagði: "Kastið netinu hægra megin við bátinn, og þér munuð verða varir." Þeir köstuðu, og nú gátu þeir ekki dregið netið, svo mikill var Mikið um að verafiskurinn. Lærisveinninn, sem Jesús elskaði, segir við Pétur: "Þetta er Drottinn." Þegar Símon Pétur heyrði, að það væri Drottinn, brá hann yfir sig flík - hann var fáklæddur - og stökk út í vatnið. En hinir lærisveinarnir komu bátnum, enda voru þeir ekki lengra frá landi en svo sem tvö hundruð álnir, og drógu netið með fiskinum. Þegar þeir stigu á land, sáu þeir fisk lagðan á glóðir og brauð. Jesús segir við þá: "Komið með nokkuð af fiskinum, sem þér voruð að veiða." Símon Pétur fór í bátinn og dró netið á land, fullt af stórum fiskum, eitt hundrað fimmtíu og þremur. Og netið rifnaði ekki, þótt þeir væru svo margir. Jesús segir við þá: "Komið og matist." En enginn lærisveinanna dirfðist að spyrja hann: "Hver ert þú?" Enda vissu þeir, að það var Drottinn. Jesús kemur og tekur brauðið og gefur þeim, svo og fiskinn. Þetta var í þriðja sinn, sem Jesús birtist lærisveinum sínum upp risinn frá dauðum. Jóhannes 21: 1.-14.

Dæmisaga frá sjónum:

Jesús birtist við Tíberíasvatn

„Enn er himnaríki líkt neti, sem lagt er í sjó og safnar alls kyns fiski. Þegar það er fullt, draga menn það á land, setjast við og safna þeim góðu í ker, en kasta þeim óætu burt. Svo mun verða, þegar veröld endar: Englarnir munu fara til, skilja vonda menn frá réttlátum og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna." Matteus 13: 47.-50.

Skipbrot, en mannbjörg:

Páll postuli æðrulaus í ofviðri

Páll siglir til Rómar

„Þegar ákveðið var, að vér skyldum sigla til Ítalíu, voru Páll og nokkrir banTvíburarnir Aðalsteinn og Sveinn Sigurðssynirdingjar aðrir seldir í hendur hundraðshöfðingja, er Júlíus hét, úr hersveit keisarans. Vér stigum á skip frá Adramýttíum, sem átti að sigla til hafna í Asíu, og létum í haf. Aristarkus, makedónskur maður frá Þessaloníku, var oss samferða. Á öðrum degi lentum vér í Sídon. Júlíus sýndi Páli þá mannúð að leyfa honum að fara á fund vina sinna og þiggja umönnun þeirra. Þaðan létum vér í haf og sigldum undir Kýpur, því að vindar voru andstæðir. Þá sigldum vér yfir hafið undan Kilikíu og Pamfýlíu og komum til Mýru í Lýkíu. Þar fann hundraðshöfðinginn skip frá Alexandríu, er sigla átti til Ítalíu, og kom oss á það.

Siglingin gekk tregt allmarga daga. Komumst vér með herkjum móts til Knídus, en þar bægði vindur oss. Þá sigldum vér undir Krít við Salmóne. Vér beittum þar hjá með naumindum og komumst á stað einn, sem kallast Góðhafnir, í grennd við borgina Laseu.

Enn leið drjúgur tími, og sjóferðir voru orðnar hættulegar, enda komið fram yfir föstu. Páll vildi því vara þá við og sagði við þá: "Það sé ég, góðir menn, að sjóferðin muni kosta hrakninga og mikið tjón, ekki einungis á farmi og skipi, heldur og á lífi voru." En hundraðshöfðinginn treysti betur skipstjóra og skipseiganda en því, er Páll sagði. Höfnin var óhentug til vetrarlegu. Því var það flestra ráð að halda þaðan, ef þeir mættu ná Fönix og hafa þar vetrarlegu. Sú höfn er á Krít og veit til útsuðurs og útnorðurs.

Í ofviðri

Nú rann á hægur sunnanvindur. Hugðust þeir þá hafa ráð þetta í hendi sér, léttu akkerum og sigldu fram með Krít nærri landi. En áður en langt leið, skall á af landi ofan fárviðri, hinn illræmdi landnyrðingur. Skipið hrakti, og varð ekki beitt upp í vindinn. Slógum vér undan og létum reka. Vér hleyptum undir litla ey, sem nefnist Káda. Þar gátum vér með naumindum bjargað skipsbátnum. Þeir náðu honum upp og gripu til þeirra ráða, sem helst máttu til bjargar verða, og reyrðu skipið köðlum. Þeir óttuðust, að þá mundi bera inn í Syrtuflóa; því felldu þeir segl og létu reka. Daginn eftir hrakti oss mjög undan ofviðrinu. Þá tóku þeir að ryðja skipið. Og á þriðja degi vörpuðu þeir út með eigin höndum búnaði skipsins. Dögum saman sá hvorki til sólar né stjarna, og ekkert lát varð á ofviðrinu. Tók þá að þrjóta öll von um það, að vér kæmumst af.

Nú höfðu menn lengi einskis matar neytt. Þá stóð Páll upp meðal þeirra og mælti: "Góðir menn, þér hefðuð átt að hlíta mínu ráði og leggja ekki út frá Krít. Þá hefðuð þér komist hjá hrakningum þessum og tjóni. En nú hvet ég yður að vera vonglaðir, því enginn yðar mun lífi týna, en skipið mun farast. Því að á þessari nóttu stóð hjá mér engill þess Guðs, sem ég heyri til og þjóna, og mælti: ,Óttast þú eigi, Páll, fyrir keisarann átt þú að koma. Og sjá, Guð hefur gefið þér alla þá, sem þér eru samskipa.' Verið því vonglaðir, góðir menn. Ég treysti Guði, að svo muni fara sem við mig hefur verið mælt. Oss mun bera upp á einhverja eyju."

Á miðnætti, þegÁsplan, séð frá Tungufjöruar vér höfðum hrakist um Adríahaf í hálfan mánuð, þóttust skipverjar verða þess varir, að land væri í nánd. Þeir vörpuðu grunnsökku, og reyndist dýpið tuttugu faðmar. Aftur vörpuðu þeir grunnsökku litlu síðar, og reyndist dýpið þá fimmtán faðmar. Þeir óttuðust, að oss kynni að bera upp í kletta, og köstuðu því fjórum akkerum úr skutnum og þráðu nú mest, að dagur rynni. En hásetarnir reyndu að strjúka úr skipinu. Þeir settu bátinn útbyrðis og þóttust vera að færa út akkeri úr framstafni. Þá sagði Páll við hundraðshöfðingjann og hermennina: "Ef þessir menn eru ekki kyrrir í skipinu, getið þér ekki bjargast." Hermennirnir hjuggu þá festar bátsins og létu hann fara. Undir dögun hvatti Páll alla að neyta matar og sagði: "Þér hafið nú þraukað hálfan mánuð fastandi og engu nærst. Það er nú mitt ráð, að þér fáið yður mat. Þess þurfið þér, ef þér ætlið að bjargast. En enginn yðar mun einu hári týna af höfði sér." Að svo mæltu tók hann brauð, gjörði Guði þakkir í allra augsýn, braut það og tók að eta. Urðu nú allir hressari og fóru líka að matast. Alls vorum vér á skipinu tvö hundruð sjötíu og sex manns. Þá er þeir höfðu etið sig metta, léttu þeir á skipinu með því að kasta kornfarminum í sjóinn.

Skipbrot

Þegar dagur rann, kenndu þeir ekki landið, en greindu vík eina með sandfjöru. Varð það ráð þeirra að reyna að hleypa þar upp skipinu. Þeir losuðu akkerin og létu þau eftir í sjónum, leystu um leið stýrisböndin, undu upp framseglið og létu berast undan vindi til strandar. Þeir lentu á rifi, skipið strandaði, stefnið festist og hrærðist hvergi, en skuturinn tók að liðast sundur í hafrótinu. Hermennirnir ætluðu að drepa bandingjana, svo að enginn þeirra kæmist undan á sundi. En hundraðshöfðinginn vildi forða Páli og kom í veg fyrir ráðagjörð þeirra. Bauð hann, að þeir, sem syndir væru, skyldu fyrstir varpa sér út og leita til lands, en hinir síðan ýmist á plönkum eða braki úr skipinu. Þannig komust allir heilir til lands." Postulasagan 27. 1.-44.

„Ótti við menn leiðir í snöru, en þeim er borgið, sem treystir Drottni." Orðskviðirnir 29: 25.

Postulinn Páll ritaði:

„Vakið, standið stöðugir í trúnni, verið karlmannlegir og styrkir." 1. Korintubréf 16: 13.

„Þetta er það, sem ég minni þig á, barnið mitt, Tímóteus, með þau spádómsorð í huga, sem áður voru yfir þér töluð. Samkvæmt þeim skalt þú berjast hinni góðu baráttu, í trú og með góðri samvisku. Henni hafa sumir frá sér varpað og liðið skipbrot á trú sinni." 1. Tímóteusarbréf 1: 18.-19.

Syndum varpað í djúp hafsins:

Ef hinn réttláti naumlega frelsast, hvar mun þá hinn óguðlegi og syndarinn lenda?                         1. Pétursbréf 4: 18.

Meðan vér enn vorum óstyrkir, dó Kristur á settum tíma fyrir óguðlega; En Guð auðsýnir kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn meðan vér enn vorum í syndum vorum.        Rómverjabréfið 5: 6, 8.

Bátar við bryggju

Því það kenndi ég yður fyrst og fremst, sem ég einnig hef meðtekið, að Kristur dó vegna vorra synda samkvæmt ritningunum, 4að hann var grafinn, að hann reis upp á þriðja degi samkvæmt ritningunum."  1. Korintubréf 15: 3.-4.

Hver er slíkur Guð sem þú, sá er fyrirgefur leifum arfleifðar sinnar misgjörð þeirra og umber fráhvarf þeirra, - sem eigi heldur fast við reiði sína eilíflega, heldur hefir unun af að vera miskunnsamur? Þú munt aftur miskunna oss, troða niður misgjörðir vorar. Já, þú munt varpa öllum syndum vorum í djúp hafsins." Míka 7: 18.-19.

Þjáningar Krists:

Krossfestingin

 Þá lét Pílatus taka Jesú og húðstrýkja hann. Hermennirnir fléttuðu kórónu úr þyrnum oKrossinng settu á höfuð honum og lögðu yfir hann purpurakápu. Þeir gengu hver af öðrum fyrir hann og sögðu: "Sæll þú, konungur Gyðinga," og slógu hann í andlitið. Pílatus gekk aftur út fyrir og sagði við þá: "Nú leiði ég hann út til yðar, svo að þér skiljið, að ég finn enga sök hjá honum." Jesús kom þá út fyrir með þyrnikórónuna og í purpurakápunni. Pílatus segir við þá: "Sjáið manninn!" Þegar æðstu prestarnir og verðirnir sáu hann, æptu þeir: "Krossfestu, krossfestu!" Pílatus sagði við þá: "Takið þér hann og krossfestið. Ég finn enga sök hjá honum." Gyðingar svöruðu: "Vér höfum lögmál, og samkvæmt lögmálinu á hann að deyja, því hann hefur gjört sjálfan sig að Guðs syni;

Jesús krossfestur

Þeir tóku þá við Jesú. Og hann bar kross sinn og fór út til staðar, sem nefnist Hauskúpa, á hebresku Golgata. Þar krossfestu þeir hann og með honum tvo aðra sinn til hvorrar handar; Jesús í miðið.

Jóhannes 19. 1.-7; 17.-18.

Dauði hans

Jesús vissi, að allt var þegar fullkomnað. Þá sagði hann, til þess að ritningin rættist: "Mig þyrstir." Þar stóð ker fullt af ediki. Þeir settu njarðarvött fylltan ediki á ísópslegg og báru að munni honum. Þegar Jesús hafði fengið edikið, sagði hann: "Það er fullkomnað." Þá hneigði hann höfuðið og gaf upp andann." Jóhannes 19. 28.-30.

Greftrunin

 Þeir tóku nú líkama Jesú og sveipuðu hann línblæjum með ilmjurtunum, eins og Gyðingar búa lík til greftrunar. En á staðnum, þar sem hann var krossfestur, var grasgarður og í garðinum ný gröf, sem enginn hafði enn verið lagður í. Þar lögðu þeir Jesú, því það var aðfangadagur Gyðinga, og gröfin var nærri." Jóhannes 19. 40.-42.

Upprisa Krists

Tóma gröfin.  Hann er upprisinn

En í afturelding fyrsta dag vikunnar komu þær til grafarinnar með ilmsmyrslin, sem þær höfðu búið. Þær sáu þá, að steininum hafði verið velt frá gröfinni, og þegar þær stigu inn, fundu þær ekki líkama Drottins Jesú. Þær skildu ekkert í þessu, en þá brá svo við, að hjá þeim stóðu tveir menn íleiftrandi klæðum. Þær urðu mjög hræddar og hneigðu andlit til jarðar. En þeir sögðu við þær: "Hví leitið þér hins lifanda meðal dauðra? Hann er ekki hér, hann er upp risinn. Minnist þess, hvernig hann talaði við yður, meðan hann var enn í Galíleu. Hann sagði, að Mannssonurinn skyldi framseldur verða í hendur syndugra manna og krossfestur, en rísa upp á þriðja degi." Lúkas 24: 1.-7.

 

Drottinn kemur til lærisveinanna

„Um kvöldið þennan fyrsta dag vikunnar voru lærisveinarnir saman og höfðu læst dyrum af ótta við Gyðinga. Þá kom JFuglanes Ns. 72esús, stóð mitt á meðal þeirra og sagði við þá: "Friður sé með yður!" Þegar hann hafði þetta mælt, sýndi hann þeim hendur sínar og síðu. Lærisveinarnir urðu glaðir, er þeir sáu Drottin; En einn af þeim tólf, Tómas, nefndur tvíburi, var ekki með þeim, þegar Jesús kom. Hinir lærisveinarnir sögðu honum: "Vér höfum séð Drottin." En hann svaraði: "Sjái ég ekki naglaförin í höndum hans og geti sett fingur minn í naglaförin og lagt hönd mína í síðu hans, mun ég alls ekki trúa." Að viku liðinni voru lærisveinar hans aftur saman inni og Tómas með þeim. Dyrnar voru læstar. Þá kemur Jesús, stendur mitt á meðal þeirra og segir: "Friður sé með yður!" Síðan segir hann við Tómas: "Kom hingað með fingur þinn og sjá hendur mínar, og kom með hönd þína og legg í síðu mína, og vertu ekki vantrúaður, vertu trúaður." Tómas svaraði: "Drottinn minn og Guð minn!" Jesús segir við hann: "Þú trúir, af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó." Jóhannes 20: 19.20; 24.-29.

Festu traust þitt á Kristi

Jesús gjörði einnig mörg önnur tákn í augsýn lærisveina sinna, sem eigi eru skráð á þessa bók. En þetta er ritað til þess að þér trúið, að Jesús sé Kristur, sonur Guðs, og að þér í trúnni eigið líf í hans nafni." Jóhannes 20: 30.-31.

Ritið flytur eingöngu orð úr Heilagri ritningu - orði Guðs. Vér hvetjum yður einlæglega til að fá ykkur Biblíu og lesa hana, því að hún birtir guðlegan sannleika.

Scripture Gift Mission SGM  Radstock House, Eccleston Street, London, SW1

Þýðandi M.S.  Prentað í Bretlandi. 

Tóti með Hafbjörgina á bílnum sínum

Ég ætla að birta uppáhaldssálminn hans Tóta föðurbróður míns sem nú er heima hjá Jesú í hinni nýju Jerúsalem.

1. Vort líf, það er sigling á æðandi öldum. Á aldimmri nótt gegnum boða og sker.

En áfram þó leiðinni hiklaust vér höldum. Vor hjartkæri Frelsari skipstjórinn er.

Kór.

Svo örugg vér höllum oss upp að hans hjarta, því aldrei vor Frelsari stýrir af leið.

Sé báturinn lakur, oss ber ekki' að kvarta, því bráðum á himni er þrotin öll neyð.

 

2. Þótt dimmt sé og kalt úti' á djúpinu tíðum, Guðs dýrmæta orð varpar ljósi á sæ.

Það léttir af ótta- og angistarhríðum. Og umbreytir stormi í hæglátan blæ.

 

3. Þótt stormurinn blási og öldurnar æði. Vér óðfluga nálægjumst takmarkið þreyð.

Þá enduð er sorgin í eilífðar næði. Og aflokið ferðinni, gleymd sérhver neyð.

Mamma og pabbi

Rósa, Palli og Ási. Seley Su 10. frá Eskifirði. Búið að salta úr öðrum bát um nóttina.Á morgunn 2. júní 1952 giftu mamma og pabbi sig. Ég var búin að blogga um brúðkaupsdaginn þeirra og langar mig að birta slóðina fyrir þá sem hafa áhuga að lesa um skemmtilega brúðkaupsferð sem tengist hafinu heldur betur.   

http://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/entry/427641/#comments

Guð blessi ykkur öll.

Rósa Aðalsteinsdóttir


Jón Steingrímsson eldklerkur og Skaftáreldar

Jón varð fyrir því láni sem barn og unglingur að læra að lesa og skrifa og síðar að fara í Hólaskóla. Ludvig Harboe og Jón Þorkelsson fóru um landið að kanna menntun þjóðarinnar. Þeir hittu Jón og var hann látinn lesa fyrir þá. Þeir borguðu skólagjöld fyrir Jón í Hólaskóla.

Snemma byrjaði Jón að tóna og prédika eins og prestur. Hann gerði sér kirkjur og kapellur úti á túni við vissar þúfur. Jón dreymdi drauma og var ráðning þeirra að hann yrði prestur.

Jón giftist Þórunni Hannesdóttir Scheving. Hún átti jarðir í Mýrdalnum sem varð til þess að þau fluttu búferlum þangað. Síðar fluttu þau að Prestbakka á Síðu. Þá var Jón orðinn prestur og var hann þangað sendur af Guði. Því hörmungarnar sem dundu þar yfir 5 árum eftir að hann flutti voru með þeim hætti að það hefði enginn getað farið í sporin hans Jóns. Eldmessan er t.d. dæmi þess.

kapella"Sumarið 1783 urðu gríðarlegar náttúruhamfarir á Íslandi, einhver mestu eldgos sem orðið hafa á jörðinni síðustu árþúsundirnar. Eyjar risu úr hafi, jarðeldar löguðu úr jöklum, og hraun vall úr 25 km langri gossprungu suðvestur af Vatnajökli þar sem síðar heita Lakagígar. Hraunin lögðust yfir 580 ferkílómetra af landi, eitruð aska dreifðist yfir mestallt Ísland, og gosmóða mengaði himinhvolfið. Gosinu og móðunni fylgdu kuldar og harðindi - Móðurharðindin. Móðunnar var vart allt austur í Síberíu, á meginlandi Evrópu sá víða á gróðri sökum eitraðra lofttegunda, og í Skotlandi olli gosið uppskerubresti." (Björn Þorsteinsson o.fl.1991:249)

Ætt og æska Jóns Steingrímssonar

Jón Steingrímsson var fæddur föstudaginn 10. september 1728 á Þverá í Blönduhlíð í Skagafirði. Fæðing hans var 6 vikur fyrir vetur. Foreldrar Jóns voru Steingrímur Jónsson og Sigríður Hjálmarsdóttir. Föðurafi Jóns var Jón Steingrímsson (Guðmundssonar) lögréttumaður í Skagafirði. Föðuramma Jóns var Ingiríður Aradóttir (Guðmundssonar). Móðurafi Jóns var Hjálmar Stefánsson (Rafnsson). Móðuramma Jóns var Helga Guðmundsdóttir (Guðmundssonar). Jón var strax skírður af Birni Skúlasyni presti í Flugumýrarþingum. Guðfeðgin Jóns hétu Páll Skúlason og Guðný Stefánsdóttir sem var móðurafa systir Jóns. (Kristján Albertsson.1985:29-30).

Þegar Sigríður móðir Jóns var ófrísk af Jóni, dreymdi hana draum. Draumurinn var að hún gengi með hvíthyrndan hrút. Hann ætti eftir að eyðileggja heilar sveitir í landinu. Hún hafði miklar áhyggjur af þessum draumi og  ákvað að segja Páli Skúlasyni drauminn. Páll réði drauminn og sagði henni að hún gengi með sveinbarn. Hann yrði yfirmaður eins og hrúturinn sem væri höfuð og herra hjarðar sinnar. Sveinbarn þetta myndi eyða einhverju slæmu þar sem hann myndi búa í framtíðinni. (Kristján Albertsson. 1973:32-33)

Foreldrar Jóns, Steingrímur og Sigríður bjuggu á Þverá.  Þegar Jón var á tíunda aldursári  dó faðir hans á 37. aldursári. Daginn áður en hann dó hafði hann orðið fyrir miklum fjárskaða. Um nóttina vakti fjósadrengur Jón sem Ásmundur hét og sagði honum að faðir hans væri dauður. Hann sagði einnig. "Guði sé lof, nú má ég lifa og láta sem ég vil" (Kristján Albertsson.1973:41). Jón átti fjóra bræður, Þorstein, Pálma, Helga og Steingrím. Þegar faðir Jóns dó gekk móðir Jóns með yngsta drenginn Steingrím. Hann dó þegar hann var 11 ára. (Kristján Albertsson.1973:42) Árið eftir að faðir Jóns dó flutti fjölskyldan að Ystugrund.

Fyrsta minningin, skólagangan og draumfarir

Þegar Jón var 4 ára  varð sólmyrkvi. Þessi atburður var að vorlagi og Jón segir frá því að þegar sólin formyrkvaðist þá varð dimmt eins og það væri nótt. (Kristján Albertsson.1973:34)

Jón fór snemma að lesa. Það gekk frekar stirðlega fyrst, því hann hafði lært svo margt utanbókar. Móðir Jóns fór með hann til séra Jóns Magnússonar og lærði hann þar bæði settskrift og fljótaskrift. Einnig kenndi séra Jón honum latínu.  (Aðalsteinn Eiríksson. 1985:9)

Þegar Jón var sjö ára fór hann með föður sínu til gegninga. Pabbi hans kenndi honum að gefa lömbum og að brynna þeim. Þeir fóru út í haga og pabbi hans kenndi honum að halda kindunum í haga. Pabbi hans hafði smíðað litla varreku sem hann notaði til að brjóta ofan af fyrir kindunum. (Kristján Albertsson. 1973:39) Stundum fór frænka Jóns með honum sem hét Guðfinna. Í eitt skipti sem þau voru saman í gegningum fældist hesturinn og fleygði þeim  af baki. Lágu þau í roti þar lengi vel. Þegar farið var að leita að þeim um kvöldið fundust þau  ráfandi og blóðug.

Snemma fór Jón að tóna og prédika eins og prestur. Hann stóð uppá stóru keri í búrinu og tónaði.  Móður hans leiddist þessar embættisgerðir sonar síns. Hann gerði sér þá  kirkjur og kapellur út á túni við vissar þúfur. (Kristján Albertsson.1973:40)

Jón fór að dreyma undarlega drauma. Dreymdi hann að hann væri í stríði við Tyrki og var það alltaf í kirkjugörðum. Dreymdi hann að hann fékk bæði högg og sár frá Tyrkjunum. Sagði hann presti sínum draumana. Réði prestur draumana: "Djöfullinn er farinn að freista þín og skelfa; með betri hlut en þú nærri getur er guð að benda þér, og stunda þú að lifa sem best. Þetta er ráðningin: Þú átt að verða prestur og meiri en ég, þar þér þótti kirkjugarðarnir margir vera, en munt eiga að berjast við einhverja balstýruga menn." (Kristján Albertsson.1973:46)

Jón fótbrotnaði á annan í páskum,  sama dag og hann hafði sagt móður sinni ósatt um að hann væri veikur og gæti þess vegna ekki komið með henni í kirkju. Gert var að fótbrotinu og hann komst ekki á fætur fyrr en á uppstigningardag og þá með staf. (Kristján Albertsson.1973:46-47)

Ludvig Harboe og Jón Þorkelsson fóru um landið að kanna menntun þjóðarinnar. Jón var látinn lesa fyrir þá. Þeir sendu hann í Hólaskóla. Staðarhaldarinn Skúli Magnússon ætlaði ekki að taka snáða í skólann vegna fátæktar en Ludvig og Jón borguðu þá skólagönguna fyrir Jón. (Aðalsteinn Eiríksson.1985:13)

Á námsárunum fór Jón oft suður á land í ýmsum erindagjörðum. Hann var m.a. að kaupa fisk  og flytja norður í land. (Aðalsteinn Eiríksson. 1985:16) Oft seinna meir þá fór hann í erindagjörðir víða um land vegna kaupa á fiski.

Frá Hólum brautskráðist hann sem stúdent árið 1750. Fór hann þá til móður sinnar. Þrisvar þennan vetur prédikaði hann og fyrstu prédikunina flutti hann á allraheilagramessu. Presturinn spáði því að Jón yrði góður prédikari. (Kristján Albertsson. 1973:83) 

Fljótlega eftir brautskráninguna  varð hann djákni á Reynisstað í Skagafirði. Staðarhaldarinn á Reynisstað var Vigfús Jónsson. Hann lést tæpum þremur árum eftir að Jón gerðist djákni þar.

Jón og Þórunn

Þórunn var ekkja Jóns Vigfússonar.  Þau Jón eignuðust 4 börn. Guðlaug dó ung en þrjú komust til fullorðins ára. Það voru Vigfús, Karitas og Jón. 

Jón og Þórunn feldu hugi saman. Jón missti djáknaembættið vegna þess að þau Þórunn áttu von á barni áður en þau giftu sig. Segir Jón frá fyrstu samfundum þeirra og segir frá "að undir kom fyrir tíman barnfuglinn Sigríður dóttir mín." (Kristján Albertsson. 1973:109)

Jón og Þórunn Hannesdóttir Scheving giftu sig 29 sept. 1753. Séra Halldór gaf þau saman. Þremur dögum áður trúlofaði séra Halldór þau. Brúðkaupsveislan stóð yfir í hálfan mánuð. 90 manns voru í brúðkaupsveislunni. Þegar veislan stóð sem hæst voru veitingarnar búnar og horfði til vandræða. Þá veiddust 60 laxar í ánni við bæinn og vissi enginn um að þar hafi veiðst svona mikið áður. (Árni Hermannsson o.fl. 2000:223) Í veislunni daginn eftir að Jón og Þórunn voru gefin saman segir séra Jón Magnússon við Jón. "Aldrei varstu Jón, verðugur þess að eiga hana Þórunni Hannesdóttur, þó það verði nú svo að vera"  Bróðir Þórunnar sagði þá "Stendur þú ei betur með honum frænda þínum? Sá er fuglinn verstur, er í sjálfs sín hreiður drítur." (Kristján Albertsson.1973:113) 

Jón og Þórunn  hófu sinn búskap á Frostastöðum. Þau eignuðust 5 dætur. Sigríði, Jórunni, Guðnýju, Katrínu og Helgu. Fyrstu tvær dæturnar voru fæddar í Skagafirði.

Árið 1755 ákváðu Jón og Þórunn að flytja búferlum að Hellum í Mýrdal. Þórunn átti jarðir í Mýrdalnum.Fór Jón ásamt bróður sínum Þorsteini yfir í Mýrdalinn ásamt vinnumanni til að undirbúa að fjölskyldan flytti búferlum. Ferðin var mesta þrekraun. Þegar þeir voru staddir á Biskupsþúfu tjölduðu þeir og um nóttina varð mjög vont veður. Það snjóaði svo mikið að tjaldið fór á kaf. Það var mikið lán að snjórinn hefði ekki sligað tjaldið. Þegar þeir komu að Hamarsholti, sem er efsti bær í Vestur-Hreppum, þá þökkuðu þeir Guði fyrir að hafa komist til mannabyggða. Þeir börðu á dyr í Hamarsholti og var kallað að innan hverjir væru þarna á ferð. Þeir báðu um gistingu og var þeim vísað í hesthúsið. Síðar hitti Jón bóndann frá Hamarsholti. Þá hafði bóndinn misst allt sitt fé í fjárpest og Jón seldi honum eina kind og gaf honum eitt lamb. (Kristján Albertsson.1973:120-123) 

Þegar þeir voru á leið yfir í Mýrdalinn var gos í Kötlu. (Aðalsteinn Eiríksson. 1985:16). Íverustaður Jóns og Þorsteins um veturinn var skemmukofi sem var höggvinn inn í bergið. (Aðalsteinn Eiríksson. 1985:23). Vinnumaðurinn Jón Þorgeirsson fór til Vestmannaeyjar og lést þar um veturinn. (Kristján Albertsson. 1973.:120)

Fyrsta veturinn sem Jón var í Mýrdalnum  lærði hann formennsku til sjós.  Hann var formaður í 5 ár. Hann fékk sér góðan bitamann sem Sveinn hét og réru þeir marga róðra. Á þessum fimm árum varð aldrei óhapp og þakkaði Jón Guði fyrir varðveisluna. 

Næsta vor flutti Þórunn og fjölskylda til Jóns og þau hófu búskap á Hellum. Búskapurinn á Hellum gekk mjög vel. Með búskapnum og sjósókninni  drýgði Jón tekjur sínar með silungsveiði og fuglatekju.  Ári síðar fluttu svo móðir Jóns, systkinin hans og  Jórunn dóttir Jóns og Þórunnar yfir í Mýrdalinn. Pálmi bróðir hans flutti svo aftur norður tveimur árum síðar.

Læknis- og prestsstörf

altariÞegar Jón bjó á Hellum byrjaði hann að stunda læknisstörf. Hann lærði læknisfræði og skurðlækningar síns tíma. Dvaldi oft fólk hjá Jóni og Þórunni vegna þessa. Einnig var Jón oft sóttur til að hlynna að sjúkum um nálega allt Suðurland. Hann tók ekki fé fyrir ferðir sínar og oft gaf hann fólki meðulin því lítið var um peninga til að borga fyrir þau.  Bjarni Pálsson landlæknir lét Jón fá öll þau sjúkragögn sem með þurfti. Jón stundaði læknisstörf í 17 ár. (Aðalsteinn Eiríksson.1985:25)
 
Þegar þau hjón höfðu dvalið á Hellum í fimm ár  var Jón vígður  til prests í Sólheimaþingi. Vígsluathöfnin fór fram í Skálholti. (Ráðning drauma stráksins í Skagafirði hafði ræst). Þau sæmdarhjón fluttu að Felli sem var við bakka Klifanda. (Aðalsteinn Eiríksson. 1985:26).  Á Felli  vann hann að miklum endurbótum á jörðinni. Þóttu verk hans það mikið afrek að hann var sæmdur af konungi “medalliu” og peningaverlaunum fyrir verk sín. Einnig var honum veitt viðurkenning fyrir læknisstörf og mannúðarverk. Jón var fyrsti Íslendingurinn sem var sæmdur “medalliu” og var viðurkenningin afhent á Þingvöllum. Þar voru staddir Skálholtsbiskup, stiftamaður og flest stórmenni þjóðarinnar. (Aðalsteinn Eiríksson. 1985:27)

Í ýmsum raunum lentu  Jón og Þórunn. Börn Þórunnar sem hún átti með Jóni Vigfússyni, ólust upp hjá þeim. Jón Scheving fóstursonur Jóns  var óstöðugur, brúkaði pretti og var ekki skilvís. Hann var sendur til Kaupmannahafnar og fékk allan sinn föðurarf. Þessi ráðstöfun var gerð í von um að Jón sæi að sér. Kom Jón aftur til Íslands næsta vor og seldi hluta af jörð móður sinnar sem var í Skagafirð. Einnig seldi hann eignir sem hann og bróðir hans áttu saman. Eftir það fór Jón til Danmerkur. Jón Steingrímsson  fór á fund sýslumanns og gat aftrað sölunni áður en eignin var þinglýst nýjum eiganda. Jón þurfti s.s að kaupa jörðina í Mýrdal aftur til sín svo Vigfús fóstursonur hans gæti búið þar. Þegar Jón Scheving fréttir þetta þá fór hann til Björns Árnasonar og lét hann hafa peninga til að skrökva því að hann hefði drepið Jón fyrri mann Þórunnar fyrir bón Jóns og Þórunnar. (Kristján Albertsson. 1973:155-160) Fór fram rannsókn og  var Björn Árnason fluttur til Íslands til yfirheyrslu. Og kom þá í ljós að Björn og Jón höfðu slegist kvöldið áður en Jón lést og sennilega hafa slagsmálin  haft áhrif á dauða Jóns Vigfússonar. (Kristján Albertsson.1973:163-164) Jón fór á fund Skúla fógeta og sagði Skúli honum þá þessi tíðindi og var miklu fargi létt af Jóni.

Þegar Jón var búinn að vera prestur Mýrdælinga í 17 ár þá ákvað hann að finna sér léttara starf en samt tekjumeira. Þá fékk hann starf á Kirkjubæjarklaustri. Þetta var árið 1778. Fluttist hann og fjölskyldan að Prestbakka og gekk allt mjög vel fyrstu fimm árin. (Aðalsteinn Eiríksson 1985:30)

stigurJón sagði: “Hér lifðu menn í sælgæti matar og drykkjar, sumir orðnir svo matvandir, einkanlegast þjónustufólk, húsgangslýður og letingjar, að ei vildu nema þá allra bestu og krydduðu fæðu. Drykkjuskapur og tóbakssvall fór að sama lagi, að á einu ári upp gekk hér í gildi, heimboð og þess kyns brennivín upp á 4000 fiska, eftir sem ég með öðrum vitanlega samreiknuðum, er svo hátt steig, að prestar fundust þeir hér, sem ei þóttust geta framflutt með reglu og andakt guðsþjónustugjörð nema fyrir brennivíns tilstyrk, hverjum og svo urðu síðan sín hús í eyði látin, og margra annarra sem féllu á sömu sveif.” (Kristján Albertsson. 1973:344).

Jón sagði líka frá því að margir vissu ekki hversu ríkir þeir væru af sauðpeningi en þó að sumir vissu hvað þeir ættu af sauðpeningi þá fannst Jóni tíundargjörð og afdráttur til kóngs, kirkju og prests hafa minnkað miðað við hvað allt gekk vel.

Jóni bárust fréttir af undarlegum fyrirbærum s.s. vatnsskrímslum í Feðgakvísl í Meðallandi. Eldingu hafði lostið niður í fjárhús og varð lamb fyrir eldingunni. Klukknahljóð heyrðust í lofti og pestarflugur höfðu sést á Síðu. (Aðalsteinn Eiríksson. 1985:35) Þær voru dökkrauðar, gular og svartröndóttar. Þær voru “svo stórar og digrar sem þumalfingursliður er á karlmanni.” (Kristján Albertsson.1973:345). Óvenjumikið var um að lömb og kálfar fæddust vansköpuð.  Jóni fannst þetta allt benda til að þetta væri fyrirboði stórtíðinda og taldi hann að það boðaði eitthvað slæmt. (Kristján Albertsson.1973:345) Jón sagði að Guð hafi bent sér og fleirum, bæði í vöku og svefni að þeir skyldu búa sig undir yfirhangandi og ókomið straff. (Kristján Albertsson. 1973:346)

Jarðskjálftakippir og eldgos

kraflaÞað áraði vel á vormánuðum í Skaftafellsýslu 1783. En á norðurlandi var kuldatíð og hafís var landfastur. Á uppstigningadag, 29. maí byrjuðu jarðskjálftakippir í Skaftafellssýslu

8. júní á hvítasunnuhátíð var veður mjög gott í byrjun dags. “Þá kom upp fyrir norðan næstu byggðarfjöll á Síðunni svart sandmistur og mökkur svo stór, að hann á stuttum tíma breiddi yfir alla Síðuna og nokkuð af Fljótshverfinu, svo þykkt að dimmt varð í húsum og sporrækt á jörðu.” (Kristján Albertsson.1973:346). Þannig lýsti Jón fyrsta degi gossins sem átti eftir að hafa afdrifarík áhrif á alla Íslendinga og áhrifin teygðu sig út fyrir landsteinanna.

Fyrstu dagana eftir gos var mikil úrkoma. Þrátt fyrir mikla úrkomu minnkaði árstraumurinn í Skaftá. Rigningarvatnið var skolleitt og virðist  hafa verið eitrað. Brunablettir komu á nýrúið fé. Göt komu á njólablöð og plöntur. Fólk sveið í augun og á bert hörundið. Einnig áttu margir, sérstaklega þeir sem voru veikir erfitt með andardrátt. (Aðalsteinn Eiríksson.1985:53)

20. júlí, sem var sunnudagur, var hraunstraumurinn aðeins í tveggja kílómetra fjarlægt frá kirkjunni á Síðu. Fólk streymdi til kirkju og óttaðist að það yrði í síðasta skipti sem það gæti sótt kirkjuna því hraunstraumurinn stefndi í áttina að kirkjunni þeirra.
 
Þegar fólkið kom að kirkjunni  var þykk hitasvækja og þoka svo að kirkjan sást varla fyrr en fólkið var alveg komið að henni. Á meðan fólkið var í kirkju gekk mikið á. “Skruggur með eldingum svo miklar kippum saman, að leiftraði inn í kirkjuna og sem dvergmál tæki í klukkunum, en jarðhræringin iðugleg” (Kristján Albertsson. 1973:362)

Jón hóf upp raust sína og bað Drottin um miskunn og náð. Hann sagði:  “Sú stóra neyð, sem nú var á ferð og yfirhangandi, kenndi mér nú og öðrum að biðja Guð með réttilegri andtakt, að hann af sinni náð vildi ei í hasti eyðileggja oss og þetta sitt hús, þá var og svo hans almættiskraftur mikill í vorum breyskleika.” (Kristján Albertsson.1973:362)  Allir voru að biðja um náð Guðs.  Fólkið virtist óskelft inni í kirkjunni. Allavega fór enginn á meðan á messunni stóð. Guðþjónustugjörðin var jafnlengi  og venjulega.

Á meðan á messunni stóð stöðvaðist hraunið í farvegi Skaftár hjá Systrastapa sem er skammt vestan við Kirkjubæjarklaustur. Fram í október hélst gosið óslitið en síðan slitrótt fram í febrúar næsta ár.

Jón talaði um að prjónaskapur konu sinnar hafi bjargað búi þeirra á þessum erfiðu tímum. 20 manns var í heimili þeirra og prjónaði Þórunn fyrir allt sitt heimilisfólk. Prjónaskapur hennar var mjög vel gerður og  þéttur. Það var leitun að svona góðum  prjónaskap. (Árni Hermannsson o.fl. 2000:232)

Danir söfnuðu mat og peningum

gigarDanir söfnuðu mat og peningum fyrir nauðstadda Íslendinga. Var sent skip um haustið til Íslands en það þurfti að snúa við og hafa vetursetu í Noregi. Um vorið 1784 komst skipið svo loksins til Íslands. Jón fékk sextíu ríkisdali til að ráðstafa sjálfur og sex hundruð ríkisdali í innsigluðu böggli sem hann átti að færa sýslumanni í Vestur-Skaftafellssýslu. Sýslumaðurinn í Vík og klausturshaldarinn á Kirkjubæjarklaustri áttu að skipta þessum peningum á milli þeirra sem ætluðu yfir í Múlasýslu til skepnukaupa. Á leið sinni austur brá Jón sér í læknisferð og á meðan braut klausturshaldarinn upp innsiglið á bögglinum og lét einn bónda hafa 8 ríkisdali og sjálfur tók hann 20 ríkisdali. Svo skipaði hann Jóni að fara með afganginn til sýslumanns. (Aðalsteinn Eiríksson. 1985:90)

Á leiðinni  sátu fyrir Jóni flestallir sóknarmenn hans og báðu hann að útvega sér peninga. Þannig að Jón var í miklum vanda staddur. Vorið 1786 kom fyrirskipun frá stjórninni til biskups og stiftamtmanns að þeir skyldu finna hæfilega refsingu fyrir Jón vegna þess að hann hafi ekki komið bögglinum innsigluðum til skila. Jón hafði miklar áhyggjur af þessu en sem betur fer var dómurinn vægur. Jón átti að biðjast afsökunar opinberlega og borga 5 ríkisdala sekt sem átti að fara til fátækra presta. (Aðalsteinn Eiríksson. 1985:101)

Jón taldi að peningar af söfnunarfénu hafi orðið til hjálpar. Hann keypti sér bát og net fyrir þá 60 ríkisdali sem hann fékk. Á næstu árum notaði hann þennan búnað einkunn til að veiða sel sem synti upp í árósana. (Aðalsteinn Eiríksson. 1985:92)

Þórunn dó 4. okt. 1784. Þá var það þröngt í búi hjá Jóni. Vinur hans Pétur Sveinsson lét hann hafa sauð vegna útfararkostnaðar Þórunnar. Árið 1787 giftist Jón, Margréti Sigurðardóttir. Annaðist Margrét Jón í veikindum  hans. Hagur Jóns vænkaðist að nýju. Dætur hans giftust allar prestum í Vestur-Skaftafellssýslu. Jón lést 11 ágúst 1791. Hann var jarðsunginn á Kirkjubæjarklaustri frá sóknarkirkju sinni. Bein hans hvíla langt frá skagfirsku þúfunum þar sem hann messaði sem lítill drengur en stutt frá þeim stað sem margir báðu Drottinn um hjálp í eldmessunni frægu. (Aðalsteinn Eiríksson. 1985:101).

Skaftáreldar og Móðuharðindin

“Gosið átti upptök sín á suðvesturhluta gossprungunnar, þar sem hét Varmárdalur. Varmárdalur og Skaftárgljúfur, sem voru allt að 200 m. djúp, fylltust af hrauni, sem breiddi síðan úr sér á láglendinu á Síðu og  eyddi mörgum bæjum.” (Vefsíða: Lakagígar) Gossprungan var um 25 km löng. Hraunið fór yfir 580 ferkílómetra lands.

Áhrif gossins voru gífurleg. Mikið land fór undir hraun. Fólk missti jarðir sínar og hús undir hraunið. Veðráttan breyttist og kólnaði. Óvenjumikið var um hafís. Mistur og móða lá yfir öllu landinu um sumarið svo varla sást til sólar. Aska og eiturefni bárust um allt land og jörð var sviðin, grasið visnaði og heyfengur brást. Skepnurnar dóu vegna heyskorts og flúoreitrunar. (Árni Daníel Júlíusson o.fl. 1991:212) Mannfall var mikið. Sumarið 1785  hafði fimmti hver Íslendingur látist eða um 10 þúsund manns. (Björn Þorsteinsson o.fl. 1991:252). Meira að segja það varð uppskerubrestur á Norður-Skotlandi og kuldatíð var víða um heim vegna Skaftárelda.

Móðan náði víða um heim. Öskuryk barst yfir til meginlands Evrópu og mistur sást í lofti í Kína. (Vefsíða: Skaftáreldar). Einnig náði móðan  alla leið til Síberíu og einnig til Ameríku og Afríku.

Tomas Jefferson (Varð síðar forseti Bandaríkjanna) var mikill áhuga maður um veðurfræði. Hann hélt nákvæma skrá yfir hitastigið á þessum árum. Síðsumar 1783 kólnaði og næstu þrjú árin var mjög kalt. Höfnin í New York lokaðist í 10 daga vegna ísa og sleðafært var um mörg sund sem aldrei áður hafði gerst svo vitað væri. (Vefsíða: Skaftáreldar)

Benjamín Franklin var sendiherra Bandaríkjanna í Frakklandi og bjó hann í París. Hann sagði að þykk bláleit móða skyggði á sólina um alla Evrópu. (Vefsíða: Skaftáreldar)

Í Þýskalandi var sumarið 1783 nefnt bláa sumarið. Þoka og mistur grúfði sig yfir landið allt sumarið. (Vefsíða: Skaftáreldar)

Um sumarið 1783 var undarleg móða eða reykjarþoka í lofti bæði á Englandi og megnilandi Evrópu. Sólin um hádegisbil var ekki bjartari en tungl sem var bak við ský. Sólin var svo rauð og fölleit. (Aðalsteinn Eiríksson. 1985:71)

Gosinu lauk 7. febr. 1784. Móðurharðindunum lauk sumarið 1785. Bólusótt herjaði á landsmenn og það var ekki fyrr en 1787 sem fólki fór að fjölga á ný.  Þá fóru jarðir í Vestur-Skaftafellssýslu að byggjast á nýjan leik. (Árni Daníel Júlíusson o.fl. 1991:212)

Lokaorð

Guð hafði útvalið Jón Steingrímsson sem sendiboða sinn. Ég sé þráð í allri ævisögu hans sem er undirbúningur að því starfi sem Guð hafði útvalið hann í. Jón lærði að lesa og skrifa. Hann fór í skóla. Hann giftist Þórunni sem átti jarðir í Mýrdalnum. Þess vegna flytja þau í Mýrdalinn í áttina að þeim stað sem Guð ætlaði að nota Jón. Hann hlynnir að sjúkum. Hann var örlátur á matargjafir og alla þá hjálp sem þurfti með. Svo gerist hann prestur og  1773 er hann orðinn prófastur fyrir Vestur-Skaftafellsýslu. Eftir langa veru í Mýrdalnum flyst hann yfir á Síðu. Hann sést að á Prestbakka og gerist prófastur í öllu Skaftafellsþingi árið 1779. Fimm fyrstu árin á Prestbakka   gekk vel hjá Jóni. Honum þótti samt lýðurinn fjarlægast Guð. Svo dynur á ógn og skelfing og þá var Jón rétti maðurinn á réttum stað til að standa með fólkinu.

Ýmsar hörmungar og erfiðleikar þurftu Jón og Þórunn að ganga í gegnum. Það hlýtur að hafa verið sárt þegar Jón sonur Þórunnar bregst þeim Jóni og  fær mann til að skrökva því að þau hefðu beðið hann að drepa Vigfús föður Jóns Scheving. Jón varð fyrir illgirni og rógi allt frá barnæsku. Margir áttu í deilum og málaferlum við Jón. Sumt var lítilmannlegt en sumt var gert af stráksskap þegar menn rökuðu allt taglið af reiðhesti Jóns eða skáru alla hnappana af prestshempunni nema efsta og neðsta. Margir öfunduðust út í Jón og fannst honum margir ofsækja hann fyrir vikið.

Jón var með ríkari mönnum fyrir Skaftárelda. Hann lúrði ekki á ríkidæmi sínu heldur hjálpaði öllum eins og hann gat. Þegar Þórunn dó, hjálpar vinur hans honum með útfararkostnað.

 

Heimildir 

Aðalsteinn Eiríksson.1985. Jón Steingrímsson og móðurharðindin 2. útg. Reykjavík, Námsgagnastofnun.

Árni Hermannsson o.fl. 2000. Íslands-og Mannkynssaga NB 1. Reykjavík, Nýja bókafélagið ehf.

Árni Daníel Júlíusson, Jón Ólafur Ísberg og Helgi Skúli Kjartansson. 1991. Íslenskur Sögu Atlas 3. útg. Reykjavík, Iðunn.

Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson.  1991. Íslandssaga til okkar daga. Reykjavík, Sögufélagið.

Kristján Albertsson. 1973. Jón Steingrímsson. Ævisaga og önnur rit. Reykjavík, Helgarfell.

Vefsíða um Skaftárelda 1783:
http://www.islandia.is/hamfarir/jardfraedilegt/eldgos/skaftareldar.html

Vefsíða um Lakagíga: http://www.nat.is/travelguide/lakagigar_ferdavisir.htm

Endilega skoðið vefssíðurnar:

20. júlí 2008 verða 225 ár frá því að Séra Jón Steingrímsson flutti messu í Kirkjubæ. 

Messan hefur síðan verið kölluð "Eldmessan"


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband