Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

HVERJIR VILJA HJÁLPA MÉR AÐ HJÁLPA ÖÐRUM !!

Kæru bloggvinir og aðrir lesendur.
Ásdís Sigurðardóttir búsett á Selfossi skrifaði þennan góða og þarfa pistil. Skrif hennar eru um hjálparstarf Hjálpræðishersins á Eyjaslóð sem er starfrækt út á Granda í Reykjavík. Þangað kemur fullt af fólki sem á hvorki í sig né á og sumir af þeim hafa í raun fengið "Rauða spjaldið" í samfélaginu okkar Íslandi. Margt af þessu fólki hefur beðið um að fara í meðferð vegna vanda síns en verið hafnað og einnig hafa sumir verið inná stofnun en vísað á dyr vegna niðurskurðar í heilbrigðismálum. Þá er í engin hús að venda og eru götur Reykjavíkurborgar bústaður þeirra.
Þetta er algjör hneisa. Shocking Frown Shocking Stalst ég til að undirstrika nokkrar beittar setningar.
Ásdís var í viðtali  á Rás 2 og stóð hún sig mjög vel.
Mætti okkur hlotnast að eignast fleiri eins og Ásdísi sem bera umhyggju fyrir þeim sem minna mega sín.
Jesús sagði: "Sælla er að gefa, en þiggja." Post. 20: 35.
Guð blessi ykkur öll. Kær kveðja/Rósa
 Merki hersins

             Hverjir vilja hjálpa mér að hjálpa öðrum?

 

 

Tilefni skrifa minna hér, eru þau að í júlí mánuði fór ég og heimsótti vinkonu mína í Reykjavík. þar sem  hún er að vinna sjálfboðavinnu hjá Hjálpræðishernum. Skrif hennar á blogginu höfði vakið athygli mína og var ég forvitin um það  starf sem þarna fer fram og langaði til að leggja þeim lið ef ég gæti.  Skemmst er frá því að segja að ég varð yfir mig undrandi á því sem ég sá og fræddist um, en jafnframt mjög döpur.  Í húsnæði sem Herinn hefur til umráða út á Eyjaslóð er aðstaða fyrir útigangsfólk. Vinkona mín hafði af gamni sínu auglýst eftir nýjum sokkum og nærbuxum bæði fyrir konur og menn og  tók ég með mér fullan poka af slíku sem ég fékk fyrir litinn pening í Europris og vægt til orða tekið, þá gerði það lukku, getið þið sett ykkur í þau spor að þurfa að fara í notuð nærföt af öðrum? nei ég held ekki.  Ég komst að því í þessari heimsókn minni, að það starf sem þarna fer fram er stórkostlegt.  Nær allir sem að því koma eru sjálfboðaliðar. Á jarðhæðinni er nytjamarkaður og hagnaðurinn af þeirri sölu rennur til starfsins sem fer fram á efri hæðinni.  Ferlið er þannig hjá útigangsfólkinu, að það safnast saman niður á Her í miðborginni og er keyrt þaðan í 7 manna bíl  út á Granda og þarf að fara 1-3 ferðir, keyrt er kunnar slóðir og þeir sem ekki hafa getað komið sér sjálfir niður á her og liggja jafnvel á götunni, eru bornir uppí bílinn. Á Eyjaslóð er tekið á móti þeim með heitum staðgóðum mat, fólkið kemst í bað og fær hrein föt, einnig getur fólkið sofið og hvílt sig í uppbúnum rúmum og eins privat og hægt er.  kl.17.00 er staðnum svo lokað og hvert fer fólkið? Því er keyrt aftur í bæinn og fer auðvitað beint á götuna, en betur í stakk búið en áður, með nesti í poka og svo þarf að þreyja þorrann fram á næsta og þá getur það komið aftur og svo áfram ef það vill, það eru að jafnaði 20 manns þarna á hverjum degi, bæði konur og menn  á öllum aldri.   Sumir eiga þarna lítið pottablóm sem þeir hugsa um og tala við, þeirra fyrsta verk er oftast að tala við blómið sitt, einu veruna í lífinu sem þau eiga sjálf. Einnig eiga sumir plastpoka sem geymdir eru fyrir þau, svona Bónus poka ekki stóra en þar eiga þeir sínar jarðnesku eigur. Stundum eru skjólstæðingar svo illa á sig komnir þegar komið er með þá í Eyjaslóð að það þarf að bera þá upp og hjálpa þeim til að baða sig og svo leyfa þeim að sofa, fólk er kannski búið að pissa á sig ofl. Það ætti enginn að þurfa að deyja í okkar landi skítugur og svangur og þeirrar trúar að öllum sé sama um hann.  Ástvinir eru oft algjörlega bugaðir og ráðalausir og geta hreinlega ekki meira og fíkillinn vill heldur ekki leggja meira á sitt fólk, en þá og einmitt þá tekur þetta yndislega fólk hjá hernum við þeim. Þessi starfsemi Hjálpræðishersins er styrkt af Hernum í Noregi svo hægt sé að vinna þetta góða starf hér á landi. Aðeins einn af öllu þessu fólki er á launum, 3-5 starfsmenn eru þarna hvern dag.  Það er ekki laust við að ég sem Íslendingur skammist mín fyrir hönd þjóðar minnar að standa svona illa að málum útigangsfólks, að við þurfum aðstoð frá Noregi til að geta unnið þetta góða starf.  Reykjavíkurborg var beðin um styrk í fyrravetur,  en því var hafnað án útskýringa. Skemmst er að minnast þessa að þegar Björk og Sigurrós "BUÐU" landsmönnum til tónleika í Laugardal  og báðu þá um styrk frá borginni til að geta haldið þessa tónleika að upphæð 4.000.000.- það var afgreitt vandræðalaust. Mannslíf eru einskis metin á móts við þúfur og steina og fossa. Rétt er geta þess að á Akureyri er herinn með samskonar starfsemi.  Ég vil líka taka fram að þær gjafir sem koma til hersins, t.d. fatnaður og annað sem þeir geta séð af, senda þeir í Rauða Krossinn og fer það síðan áfram til þróunarlanda þar sem þörfin er mikil. Full nýting er því á öllu sem þarna safnast.  Frá því ég kom í heimsókn í júlí, hefur athvarfið eignast styrktaraðila, það er Myllan, sem nú sér þeim fyrir öllu brauðmeti, frábært framtak og er það einmitt von mín að fleiri aðilar komi inn í starfið og styrki á þann hátt sem hver og einn getur. Til fróðleiks vil ég geta þess að frá 1.jan. til 15.júní eru komur í athvarfið 1633.

Merki hersins

Hér get ég einfaldlega ekki látið staðar numið.  Ég vil gera eitthvað fyrir það fólk sem býr á götunni í Reykjavík.  Við erum ein þjóð í litlu landi hvort sem við búum á stór Reykjavíkursvæðinu eða á landsbyggðinni.  Ég hef fengið þá hugmynd að safna hlutum sem fólk vill gefa og koma því á nytjamarkaðinn í Eyjaslóð svo meira sé hægt að selja og auka þannig tekjur Hersins, einnig vil ég safna fötum og öðru sem kæmi fólkinu vel, nú er vetur framundan og ég er viss um að það leynist einhversstaðar aukaúlpa inn í skáp, sem mundi koma sér vel fyrir þá sem hýrast þurfa úti í alls kyns veðrum.  Ég er tilbúin að taka við hverju því sem fólk telur sér fært að gefa og koma því í réttar hendur og sjá til þess að framlög allra nýtist sem allra, allra best.  Nærföt og sokkar eru ekki hlutir sem maður gefur frá sjálfum sér, en ef einhverjir eru til í að eyða smá pening í slíkt, þá væri það afskaplega vel þegið, þið munið, margt smátt gerir eitt stórt.

Þeir sem vilja vera með mér í þessu verkefni geta haft samband við mig í síma: 482-4262 eða 865-8698 og ég get sótt, eða þið komið hlutum til mín. Ég bý á Selfossi og mun safna hér í bæ og í nágrenni og þeir sem eru annarsstaðar á landinu geta látið mig vita ef þeir eru aflögufærir og ég mun þá finna leið til að koma hlutunum til skila.  Að gefnu tilefni vil ég láta ykkur vita að það er verið að stofna reikning í Sparisjóðnum á Selfossi og getur fólk lagt inn pening, ef einhverjir vilja fara þá leiðina, reikningurinn mun síðan verða birtur opinberlega svo allir geti séð að hver króna fer beint til Hjálpræðishersins.

Með von um góðar undirtektir þakka ég ykkur fyrir að lesa þetta og ég hlakka til að sjá viðbrögð ykkar.  Það er gott að gleðja aðra þá líður okkur betur í sál og líkama.

                                                     

                                                                                                Tákn söfnunarinnar

Á hnefanum

 

 

 

Þessi grein verður send á fréttastofur og í blöðin. Einnig mun ég reyna að fá samstarfsaðila á landsbyggðinni.  Þetta verður mitt starf í vetur og vona ég að þetta muni ganga vel. Ég er bjartsýn á hið góða í manneskjunni.

Maður verður líka að hafa gaman af þessu.

dbrn74l sheild

 

 

 


Björgum Vestfjörðum úr klóm Risanna

Björgum Vestfjörðum úr klóm Risanna.

Sæl og blessuð.

Þessi pistill er tvíþættur. Fyrst ætla ég að fjalla um Vestfirði og svo ætla ég að skrifa um tengsl mín við Vestfirði.

Fyrri hluti:

Vestfirðir:

Frí-ríkið Vestfirðir

Í mörg ár hef ég fengið neikvæðar fréttir frá Vestfjörðum varðandi sjávarútvegsfyrirtæki og fleira. Fréttir þar sem fólki hefur verið sagt upp vegna fiskleysis og kvótaleysis eftir að sá gjörningur komst á, Angry eða vegna gjaldþrots. Einnig hef ég heyrt fréttir um sjóslys og fréttir af snjóflóðum og dauðsföll vegna þess. Ég var stödd á Ísafirði um páska þegar snjóflóð féll í Tungudal. Ég var þar vegna Heartbrúðkaups frænku minnar sem giftist almennilegum dreng en seinna nafnið hans er Pétur og er hann algjör klettur.Heart

Þegar snjóflóðin fellu bæði á Súðavík og Flateyri þá horfði ég á fréttir hér á Vopnafirði og ég viðurkenni að tárin runnu niður kinnar mínar. Ég á vinkonu InLove sem er búsett í Reykjavík sem missti móður sína og fleiri ástvini í snjóflóðinu í Súðavík. Maðurinn hennar var staddur á Súðavík hjá tengdamóður sinni vegna vinnu sinnar en Guði sé lof að hann lifði af þessar hörmungar. Nóg hafði skarðast í þessari fjölskyldu og einnig hjá fleiri fjölskyldum.

Annan janúar 1977 lést Hearthálfsystir móðurömmu minnar ásamt eiginmanni og syni.Heart Þau voru á ferð á milli Ísafjarðar og Hnífsdals. Nú 31 ári síðar þarf fólk ennþá að keyra þennan stórhættulega veg.

Sjórinn hefur tekið marga og það er aðeins eitt ár síðan að Björg Hauks fórst og annar skipverjinn var Heartfrændi minn.Heart

              Wilson Muuga                          Wilson Muuga                      Strandað olíuskip :)

Nú ræða stórlaxar hér á Íslandi að byggja Olíuhreinsistöð Frown í Arnarfirði. Ef þessi stöð mun rísa verður hún sennilega rétt fyrir utan Bíldudal. Einnig hafa komið upp hugmyndir að byggja Olíuhreinsistöðina Frown í Dýrafirði og það fyrir innan brúna. Ég er algjörlega á móti því að byggð verði Olíuhreinsistöð Frown á Vestfjörðum. Ég er líka algjörlega á móti því að Olíuhreinsistöð Frown verði byggð annars staðar á Íslandi. Landið verður mettað af olíu umhverfis stöðina og ég er alveg viss að mengun mun fara fyrr heldur en síðar út í sjóinn. Einnig bjóðum við hættunni heim með umferð skipa á þessu svæði með olíu. Sjóslys hafa verið tíð á Vestfjörðum og við vitum að olíuflutningaskip verða engin undantekning ef þau eru þar á ferð. Við heyrum oft í fréttum um sjóslys þar sem skip með olíufarm hefur brotnað og olía hefur skaðað allt umhverfið bæði til sjávar og við strendurnar.  Bæði  fiskar og fuglar sem lifa við sjávarsíðuna hafa drepist vegna slysanna sem eru því miður alltof mörg. Margur fiskurinn mengast og forðar sér frá þessum slóðum en því miður búinn að olíumettast. Við vitum líka ef það verður olíuslys, þá sjá hafstraumarnir um að flytja mengunina umhverfis Ísland og það á mettíma.  Mörg af skipunum sem eru að flytja olíu eru frá Rússlandi. Fyrir nokkrum árum komu mörg rússnesk skip til Vopnafjarðar með frosin fisk, ef fisk skal kallast. Shocking Sum þessara skipa voru algjörir ryðkláfar og ég undraðist oft að þessi skip skyldu vera á floti. Woundering

„En nú falla vötn öll til Dýrafjarðar." Mælti Gísli Súrsson

„En nú falla vötn öll til Arnarfjarðar og Dýrafjarðar." Mæla Samtökin „Bloggarar Bjarga Vestfjörðum."

Vestfirðingar búa næst gjöfulustu fiskimiðum Íslendinga en þeir mega ekki veiða fisk vegna kvótakerfis. Hraust fólk sem er fullt af orku og sjálfbjargarviðleitni fær ekki að fara á sjó vegna laga sem voru sett þegar Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsherra var í ríkisstjórn Íslands. Þetta eru ein af mörgum ólögum sem hafa verið sett á Íslandi. Angry Til gamans má geta þess að Halldór Ásgrímsson er fæddur á Vopnafirði eins og ég. LoL

Reynir Pétur Ingvarsson

Árið 1985 átti sér atburður á Íslandi sem ég get ekki gleymt. HeartReynir PéturHeart sem er búsettur á Sólheimum í Grímsnesi gekk allan hringveginn og var það til að safna peningum fyrir byggingu  íþrótta-leikhúss fyrir Sólheima í Grímsnesi. HeartReynir PéturHeart sagðist vera glaður að geta gengið og gengið áfram og þurfa aldrei að ganga til baka. Ég man eftir viðtölum við hann. Hann þekkti alla þjóðfána heimsins. Fréttamenn komu með myndir af fánum frá löndum sem ég vissi ekki að væru til en HeartReynir PéturHeart vissi alveg hvaða þjóðir áttu fánana. Það sem mér fannst flottast var hugmynd sem hann sagði um Vestfirði. Hann skildi ekkert í Vestfirðingum að grafa ekki skipaskurð frá Gilsfirði yfir í Bitrufjörð og honum fannst að Vestfirðingar ættu að stofna sjálfstætt ríki. HeartReynir Pétur Heart sem er hraust hetja verður 60 ára á þessu ári og er alveg tilvalið að hrinda hugmyndum hans í framkvæmd á þessum merku tímamótum í lífi hans. Ég kíkti í íslendingabók og þar fann ég að HeartReynir Pétur IngvarssonHeart á afmæli 25 okt. Það skemmtilega var að hann á ættir að rekja til Vestfjarða. Við eigum sameiginlega forföður og formóður. Þau voru Eiríkur Pálsson fæddur 1706 og Sólveig Halldórsdóttir fædd 1710. Þau bjuggu á Látrum í Mjóafirði V/Djúp.

Nú er tími til kominn að gefa ráðamönnum þjóðarinnar langt nef og hefjast handar við að stofna Frí- ríki á Vestfjörðum. Við erum búin að fá nóg af því að Ríkissjóður hirðir tekjur Vestfirðinga og þau fá ekkert í staðinn miðað við marga aðra á Íslandi. Við getum nefnd dæmi, vegirnir sem Vestfirðingum er boðið uppá. Ég ætla að benda á slóð bloggvinkonu minnar um vegamál Vestfirðinga: http://sjos.blog.is/blog/sjos/entry/473640/#comments Fyrir Vopnfirðinga er Sigríður gift bróðursyni Höskuldar Jónssonar. Höskuldur og pabbi eru tvímenningar. Halo

Ég trúi ekki öðru en að þetta verði auðveld barátta þar sem Ríkisstjórn Íslands hefur stutt Kósóvó í að verða sjálfstætt ríki.  Kósóvó er lítið hérað í Serbíu.  Glætan GetLost þá kemur upp sú staða að þetta sé nú allt annað mál þar sem Íslendingar allir eiga hagsmuna að gæta í þessu tilviki. Það er nefnilega staðreynd að forráðamenn á Íslandi hafa mergsogið Vestfirðinga en nú er nóg komið. Angry 

Vestfirðingar búsettir á Vestfjörðum eiga að stjórna Frí-ríkinu okkar og hef ég boðist til að vera kauplaus sendiherra fyrir frændfólk mitt. Smile Ég vil endilega taka það fram að við þrjú sem erum í undirbúningsnefnd fyrir Frí-ríkið erum öll skyld. Ég trúi því að Jakob muni flytja aftur til Vestfjarðar og ýta stórlöxunum þar  úr vegi. Ég mæli með honum í eitthvert af æðstu embættum fyrir Frí-ríkið okkar á Vestfjörðum.  Drífið ykkur að ganga í Samtökin okkar. Þið getið skrifað inn athugasemd á bloggsíðu BBV, skrifað nafnið ykkar, föðurnafn, heimilisfang, bæjarheiti og kennitölu. Einnig getið þið sent Jakobi tölvupóst, netfangið hans er á bloggsíðunni hans. Gerist bloggvinir okkar á síðunni BBV. Þegar þið eruð innskráð á bloggið og eruð á bloggsíðu BBV þá farið með bendilinn þar sem stendur bloggvinir og klikkið á örina sem snýr niður. Þar kemur síðan okkar í ljós ásamt öllum bloggvinum okkar. BBV er efst og þið klikkið á þar sem stendur BBV, bæta við og þá kemur upp gluggið og þið klikkið á ok. Þá fær Jakob póst frá ykkur og hann mun sennilega LoL samþykkja ykkur sem bloggvinir.

Hér á bloggsíðunni minni til hægri finni þið slóð Bloggarar bjarga Vestfjörðum: http://bbv1950.blog.is/blog/bbv1950/ og slóð Jakobs Kristinssonar: http://jakobk.blog.is/blog/jakobk/  Síða BBV er í heiðursæti hjá mér og svo er Jakob bardagahetjan okkar í öðru sæti og Áshildur Cecil í þriðja sæti. Margar  færslur eru á síðu Jakobs og sú fyrsta um að Bjarga Vestfjörðum var skrifuð 3.3.2008. Bendi einnig á færslu sem var skrifuð 25.2 sem vakti mikinn hlátur hjá mér. Jakob taldi upp fullt af hæfileikum sem hann hafði í þetta starf sem hann sagðist hafa sótt um.

Ég ætla að enda skrif mín um Vestfirði með slagorðunum okkar:

Frí-ríkið Vestfirðir skal koma

Við gefumst aldrei upp

Seinni hluti:

Tengsl mín við Vestfirði:       Mamma og pabbi    HeartHeartHeart        Rósa og Munda

Af hverju er Rósa á Vopnafirði að tala um Vestfirði spyrja örugglega margir við lestur þessarar greinar. Hún á heima á hjara veraldar á Vopnafirði.

Ég er 50% Vestfirðingur. Móðir mín og foreldrar hennar fæddust á Vestfjörðum.

Móðir mín Stefanía Sigurðardóttir fæddist 22 júlí 1925  í Reykjafirði v/Djúp. Hún lést 13. ágúst 1968. 

(Eini bærinn í Reykjarfirði v/Djúp heitir Reykjarfjörður. Þannig að þetta hefði verið hálf klúðurslegt hjá mér að skrifa fædd í Reykjafirði í Reykjarfirði v/Djúp. Það eru 4 firðir með þessu heiti og nefni ég þrjá þeirra hér og sá fjórði er í sjálfum Arnarfirði)

Hér á blogginu hef ég skrifað um Hvítasunnukirkjuna á Vopnafirði og einnig um mömmu og pabba.

Slóðin er: http://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/entry/427641/#comments

Afi minn var Sigurður Rósinkar Halldórsson. Hann fæddist í Miðhúsum í Vatnsfirði v/Djúp.

Foreldrar hans voru: Halldór Sigurðsson frá Bjarnastöðum í Ísafirði v/Djúp og Þórdís Guðmundsdóttir frá Skálavík í Mjóafirði v/Djúp.

Amma mín var Guðmundína Þorbjörg Jónsdóttir. Hún fæddist í  Reykjarfirði nyrðri á Ströndum.

Foreldar hennar voru: Jón Guðmundsson frá Kjörvogi í Reykjafirði syðri á Ströndum og Ólafía Jóhannesdóttir frá Þaralátsfirði á Ströndum.

Ég kom til Ísafjarðar í fyrsta skipti sem barn. Ég dvaldi þrjú sumur á Barnaheimilinu Görðum í Önundarfirði. Barnaheimilið var starfrækt frá 15. júní til 15 ágúst. Ástæðurnar voru þær að móðir mín var mjög mikið veik á þessum tíma og ráðskonan sem var hjá okkur á veturna, starfaði þar á sumrin. HBörnin á Görðum ásamt Mæju og Inguún bauðst til að taka mig með til að létta undir með föður mínum. Sorglegasti dagur í lífi mínu var í ágúst 1968 og var ég þá stödd á Görðum. Móðir mín lést um morgunn 13. ágúst. Símasambandslaust var við Vopnafjörð og fékk pabbi þess vegna ekki upphringingar frá Landspítalanum og einnig frá Pálu systur sinni og eiginmanni hennar Ásmundi Jakobssyni fyrr en seinnipartinn þennan dag. (Amma og afi Ásu Grétu sem er mbl bloggari)  Hann var þá um morguninn búinn að vera að vinna og fann að það brast eitthvað í hjarta hans. Annar bróðir minn var hjá föður okkar og þeir sóttu hinn bróðir minn sem var í sveit hér í Vopnafirði.  Pabbi hringdi í starfsfólkið á Görðum og sagði hvað hafði gerst og vildi fá að tala við mig en ég var ekki heima. Starfsfólkið ákvað að segja mér ekki frá þessum sorgaratburði. Daginn eftir 14 ágúst var ég að leika mér með vinkonu minni uppí hlíðinni á Görðum og hún sagði mér að börnunum hafi verið sagt leyndarmál um mig fyrr um morguninn. Þetta sumar gisti ég og Nonni vinur minn niðri á Flateyri og við vorum ekki komin inn að Görðum þegar börnunum var sagt að mamma hennar Rósu væri dáin. Ég dró uppúr vinkonu minni leyndarmálið því ég hélt að þetta væri eitthvað spennandi. Hún sagði mér að mamma væri dáin og ég þrætti fyrir það. Hún varð miður sín og kom með tillögu um að við færum til starfsfólksins sem unnu á heimilinu og við myndum spyrja hvort þetta væri rétt eða ekki. Ég samþykkti og við fórum niður að bænum og bönkuðu. Ég spurði og svarið var já. Ég hljóp upp í tóft sem var fyrir ofan bæinn og þar var ég ein í marga klukkutíma og grét. Enginn fullorðinn skipti sér af mér en Jonni minn kom annað slagið til að fylgjast með mér en ég rak hann burtu. Daginn eftir fórum við til Reykjavíkur og þar mátti ég bíða og bíða eftir að verða sótt af föður mínum og bræðrum. Ég sem var búin að hlakka svo til að fara til Reykjavíkur því þá ætlaði ég að heimsækja mömmu mína á Landspítalann. Alltaf þegar ég er á ferðalagi á bíl og er að heimsækja frændfólk mitt og trúsystkini á Ísafirði þá fer ég að Görðum og út á Flateyri. Þetta var algjör tilviljun að ég var stödd þarna en því miður hafði þessi atburður slæm áhrif á líf mitt. Ég upplifði mig þarna sem einstæðing. Engum nema Jonna þótti vænt um mig. Ein af starfsfólkinu bað mig aftur og aftur fyrirgefningar löngu seinna þegar ég var orðin fullorðin og auðvita fyrirgaf ég henni. Óþarfi að biðjast afsökunar mörgum sinnum en þetta segir ykkur heilmikið um hvað HearthúnHeart var búin að líða vegna þessa.

                       Aðalsteinn Sigurðsson                     Eldavél                    Aðalsteinn

Ég hef oft komið til Ísafjarðar og einu sinni til Dýrafjarðar á meðan ég var á Görðum. Það var ekki fyrr en 1984 sem faðir minn, bræður og ég fórum í ferðalag um Vestfirði.  Við heimsóttum ábúendur í Heydal í Mjóafirði og fórum við ásamt sumu af heimilisfólkinu yfir ána að Galtarhrygg. Það var stórkostlegt að koma á Galtarhrygg þar semHeart mamma og móðursystir mínHeart slitu barnskónum. Það er virkilega fallegt þarna. Við sáum flottu bæjarhelluna en Galtarhryggur hafði verið byggður fyrir aftan stóra steinhellu sem var kölluð bæjarhellan. Þarna spöruðust miklir peningar að kaupa hellur eins og tíðkast í dag. Smile Einnig var heit uppspretta þarna og það var lítil laug þar sem HeartheimasæturnarHeart böðuðu sig í. Bróðir minn var með mælir með sér sem hann notaði til að mæla pækil í síldartunnum og hann dreif sig í að mæla hitann í lauginni.  Eftir að afi og amma fluttu frá Galtarhrygg þá var byggt hús neðar á Galtarhryggslandinu. Eina sem minnir á að þarna var hús er steypt plata og þarna voru fullt af gömlum glerflöskum sem höfðu innihaldið sterka drykki LoL og kolavél. Ég hef sem betur fer oft farið til Ísafjarðar eftir þetta og lagt leið mína inn í Mjóafjörð v/Djúp. Ég hef aftur á móti aldrei heimsótt Mjóafjörð eystri sem er hér réttvið bæjardyrnar hjá mér.

Nú þýðir ekkert að vera með barlóm. Við verðum að stoppa þessa þróun sem hefur viðgengist í áratugi. Við eigum ekki að sætta okkur við  að vera mergsogin af forráðamönnum á Íslandi. Angry  Þegar við stofnum Frí-ríkið Vestfirðir getum við orðið Heartríkasta þjóð veraldarHeart með öllum þeim auðæfum sem HeartGuð almáttugurHeart hefur gefið okkur.

Frí-ríkið Vestfirðir skal koma

Við gefumst aldrei upp

Rósa Aðalsteinsdóttir tilvonandi Sendiherra Frí-ríkis Vestfjarðar Halo


Deilur Ísraela og Araba

Ég hef farið til Ísrael og þess vegna langar mig að glíma við ritgerðarefnið um “Deilur Ísraela og Araba.” Ég á svolítið af efni í fórum mínum og ætla ég að styðjast við það efni ásamt minni eigin sannfæringu og trú á Jesú Krist. Flest af því efni sem kennarinn minn sagði mér frá er ekki til í bókasafni Vopnafirðinga.

Þetta efni er yfirgripsmikið. Svo yfirgripsmikið að persónulega finnst mér það tengjast sögunni alveg frá því áður en himinn og jörð urðu til og fram að heimsenda. Ég mun reyna að  útskýra hvaða ég á við  eftir bestu getu í ritgerðinni og  í lokaorðum.

Í forsögunni  kemur skýrt fram loforð Guðs við Abraham um landið sem Guð gaf Abraham og niðjum hans. Ég trúi því að strax í upphafi hafi Guð almáttugur ákveðið að Ísrael ætti að verða hans útvalda þjóð. Synir Abrahams eru tveir Ísmael og Ísak. Það er athyglisvert hvað engillinn sagði við móður Ísmael.  Getur verið að Ísmael sé forfaðir Araba? Er Guð þarna  að tala um  afkomendur hans Araba að þeir myndu verða ólmir ekki einungis við Gyðinga heldur einnig innbyrðis?

Arabar berjast oft innbyrðis. Samstaða þeirra er engin. Þeir grafa undan hvor öðrum eins og var gert við Sadat og Egypta loksins þegar þeir vitkuðust og skrifuðu undir Camp David samkomulagið. Sadat galt lífi sínu fyrir að reyna að semja frið. Arabar hika ekki að drepa aðra Araba.  Arabar grafa undan sjálfum sér með sjálfsmorðsárásirnar.

Eru Öfga Arabar að berjast gegn sinni betri vitund en þeir geta ekki annað því þeir eru knúðir áfram af andaverum vonskunnar?  Er stríðið sem geisar í Miðausturlöndum , stríð á milli góðs og ills?

Vegna fréttaflutnings íslensku fjölmiðlana ætla ég að athuga hvort virkilega allt sem gerist í Ísrael og nágrenni sé Ísraelum að kenna. Er Arafat góðmenni og Ísraelar óþokkar eins og kemur fram í íslenskum fjölmiðlum?

Forsagan
Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. Þessi orð eru upphafsorð Biblíunnar. Áður en himin og jörð urðu til var sonur Guðs til ásamt her af englum. Þá var engin synd til. En svo skeði það að einn af englum Guðs sem hét Lúsifer  gerði uppreisn og honum var kastað út úr dýrð Guðs. Þá breyttist þessi engill  í óvin Guðs sem er Satan. Guð skapaði Adam og Evu og þau áttu heima í aldingarðinum Eden. Þegar Eva var eitt sinn á gangi í garðinum, þá talaði höggormurinn við hana. Þetta var Satan í gervi höggormsins. Höggormurinn freistaði hennar og hún óhlýðnaðist Guði. Eftir það komst syndin inní hinn nýskapaða heim. Adam og Eva voru rekin út úr garðinum. Satan  er í baráttu við Guð um hvert einasta mannsbarn og það getum við séð sjálf t.d.  þegar við heyrum um baráttuna í Miðausturlöndum.

Það er engin tilviljun að Rut sem kom frá Móabslandi giftist Bóasi. (Biblían:Rutarbók) Þau eignuðust son sem hét Óbeð. Hann eignaðist son sem hét Ísaí sem var faðir Davíðs konungs sem réði í Ísrael 1004-975. Salómon konungur var sonur Davíðs og réði í Ísrael 975-926. Það var engin tilviljun að Jesús Kristur fæddist í Betlehem sem er í Júdeu og  er afkomandi Abrahams sem Guð kallaði frá Úr í Kaldeu. Það svæði heitir í dag  Írak og Kúwait.  Rut var ein af formæðrum Jesú Krists.

Abraham var kallaður til þjónustu fyrir Guð. Guð ætlaði að gera Abraham að mikilli þjóð sem var blessuð af Guði og átti að blessa aðrar þjóðir. Drottinn sagði við Abraham:“ Far þú burt úr landi þínu og frá ættfólki þínu og úr húsi föður þíns, til landsins, sem ég mun vísa þér á. Ég mun gjöra þig að mikilli þjóð og blessa þig og gjöra nafn þitt mikið, og blessun skalt þú vera. Ég mun blessa þá, sem þig blessa, en bölva þeim, sem þér formæla, og af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta” (Biblían: 1.Mós.12.1-3). Abraham hlýddi og fór til landsins sem Guð hafi sagt honum að fara til. Þá sagði Guð við hann: “Niðjum þínum vil ég gefa þetta land.” (Biblían: 1.Mós.12.7) Þetta var loforð sem stendur enn í dag.

Guð gerði sáttmála við Abraham. Hann ætlaði að gefa honum og Söru son. Árin liðu,  Sara gerðist óþreyjufull og sagði við Abraham að hann skyldi eignast afkvæmi með ambátt sinni sem hét Hagar. Hagar varð þunguð og  flúði út í eyðimörkina vegna þess að Sara þjáði hana.  Þar fann engill Drottins hana og sagði henni að hverfa aftur heim til húsmóður hennar. Engilinn sagði einnig við hana: “Sjá þú ert þunguð og munt son fæða. Hans nafn skalt þú kalla Ísmael, því að Drottinn hefur heyrt kveinstafi þína. Hann mun verða maður ólmur sem villiasni, hönd hans mun vera uppi á móti hverjum manni og hvers manns hönd uppi á móti honum, og hann mun búa andspænis öllum bræðrum sínum.” (Biblían: 1.Mós. 16.11-12)

Abraham og Sara eignuðust son fyrirheitanna, Ísak. Guð endurnýjaði sáttmálann við Ísak.  “Dvel þú um hríð í þessu landi, og ég mun vera með þér og blessa þig, því að þér og niðjum þínum mun ég gefa öll þessi lönd, og ég mun halda þann eið, sem ég sór Abraham föður þínum. Og ég mun margfalda niðja þína sem stjörnur himinsins og gefa niðjum þínum öll þessi lönd, og af þínu afkvæmi skulu allar þjóðir á jörðinni blessun hljóta.” (Biblían: 1.Mós.26.3-4) Ísak og Rebekka konan hans eignuðust tvíburana Esaú og Jakob.

Jakob sveik út frumburðarréttinum sem Esaú átti og fékk með því blessunina sem tilheyrði Esaú. Eftir það flúði Jakob undan Esaú til Mesópótamíu til Labans móðurbróður síns. Þar var hann í 20 ár. Jakob giftist systrunum Leu og Rakel dætrum Labans. Síðar snéri Jakob aftur til föðurlands síns og sættist við Esaú. Eftir það  blessaði Guð Jakob og sagði: “Nafn þitt er Ísrael” (Biblían: 1.Mós.35.10)  Jakob eignaðist 12 syni og nokkrar dætur með konunum sínum tveimur og ambáttum þeirra.  Einn af sonum hans var Jósef. Bræður hans seldu hann kaupmönnum sem voru á leið til Egyptalands. Þeir  sögðu Jakobi föður hans að Jósef væri dáinn. Seinna varð hallæri  mikið í landinu og þurftu því synir Jakobs að fara og kaupa korn í Egyptalandi.

Þar hittu þeir fyrir Jósef bróður þeirra sem var þá hátt settur í Egyptalandi. Jósef bað bræður sína að flytja til Egyptalands ásamt föður þeirra og fjölskyldum á meðan hallæri væri í landinu. Þarna var komið fram það sem Guð hafði sagt Abraham: “Vit það fyrir víst, að niðjar þínir munu lifa sem útlendingar í landi sem þeir eiga ekki, og þeir munu þjóna þeim og þeir munu þjá þá í fjögur hundruð ár.” (Biblían: 1.Mós.15.13-14) Þegar Jakob fór til Egyptalands var fjölskyldan hans um 70 manns. Guð sagði við Jakob: “Ég er Guð , Guð föður þíns. Óttast þú eigi að fara til Egyptalands því að þar mun ég gjöra þig að mikilli þjóð.” (Biblían: 1.Mós.46.3)

Egyptar þjáðu hina útvöldu þjóð Guðs og Guð heyrði kveinstafi þeirra. Guð sendi Móses til Egyptalands til að leiða þjóðina frá Egyptalandi. Þau voru 40 ár á leiðinni í eyðimörkinni frá Egyptalandi. Móses dó í eyðimörkinni og Jósúa tók við og leiddi þjóðina inn í það land sem Guð hafði gefið feðrum þeirra.  Þetta tímabil gæti verið um 1250 f. Kr.

Árið 925 var ríkinu skipt, Ísrael í norðri og Júda í suðri eftir dauða Salómons. 722 réðust Assyríu menn á Ísrael og fluttu þjóðina til Assyríu. Árið 587 réðist Nebúkadnesar konungur á Júda þjóðina og hernam og flutti til  Babýlon.  Þar voru þeir í 70 ár. Ottómaníska (tyrkneska) heimsveldið ríkti í 400 ár frá 1517-1917 þegar Bretar sigruðu Tyrki í Krímstríðinu. (Ulf Ekman. 1997:127-128) Þetta er hluti af forsögunni sem segir frá tilvistarrétti Gyðinga til Landsins helga.

Musterið eyðilagt nema Grátmúrinn
Árið 70  hertóku Rómverjar Jerúsalem og eyðilögðu Musterið. Útveggur forgarðsins stóð eftir sem var þekktur undir nafninu “Grátmúrinn” en í dag kallaður Vesturmúrinn.  Gyðingar fengu að búa áfram í landinu en eftir uppreisn Gyðinga undir stjórn Bar-Kochta 132-135 dreifðust Gyðingar um allan heim. Einungis 750.000 Gyðingar urðu eftir í  Landinu helga. (Snorri G. Bergson. 1994:16)

Árið 438 leyfir Eodicea keisari Gyðingum að snúa aftur til Musterishæðarinnar í Jerúsalem. Árið 614 var Persneska heimsveldið við lýði. 628-633 var tímabil Býsantía sem voru Tyrkir. 633-637 var arabísk (múslímsk)  hernám. Þá náðu Arabar Landinu helga og stjórnuðu þeir landinu til ársins 1099. Þá komu Krossfarar til Landsins helga og voru þar til ársins1291.  Árið 1187 þá endurreisir Saladin soldán Íslam í stórum hluta landsins.   1517-1917 er Ottómaníska (tyrkneska) heimsveldið ríkir yfir landinu í 400 ár. (Ulf Ekman. 1997:128-129)

Margir Gyðingar áttu heima í Khazara á 8. öld sem er í suður hluta Rússlands. Konungsættin þar og aðalsmenn höfðu tekið gyðingatrú árið 740. Þeir komu frá Mesópótamíu, frá Litlu-Asíu og Kákasus. (Snorri G. Bergsson. 1994:16). Í margar aldir hafa Gyðingar átt heima í Rússlandi. Þetta skýrir fólksflutningana frá Rússlandi til Ísrael á 19. og  20. öldinni.

Í stjórnartíð Ottómanna í Landinu helga var þjóðin samansett úr fjölmörgum þjóðarbrotum. Árið 1800 var talið að 250.000 íbúar ættu heima á palestínusvæðinu sem var beggja vegna Jórdan.  Þegar múslimar tóku við völdum hafði verið mikil gróðureyðing á Palestínusvæðinu. Landið sem áður flaut í mjólk og hunangi var orðið að eyðimörk. Eftir landnám Gyðinga byrjaði eyðimörkin að blómstra. (Snorri G. Bergsson. 1994:19)

Þegar Gyðingar byrjuðu að flytja til Landsins helga um 1882 voru uppi ásakanir að Gyðingar hefðu rænt landinu frá Aröbum. Þetta er ekki rétt því í lok nítjándu aldar bjuggu fáir Arabar í landinu. (Ulf Ekman. 1997:31)

Stjórnartíð Tyrkja og Breta
Árið 1917 var ljóst að heimsveldi Ottómanna var að hruni komið. Bretar fóru í stríð við Tyrki og sigruðu þá. Bretar lögðu fram Balfour-yfirlýsinguna þar sem Gyðingum var gefið loforð um þjóðarríki í Palestínu. Það svæði átti að ná yfir núverandi Ísrael og Jórdaníu. Arabísk þjóðernishyggja þoldi þetta alls ekki og beitti bresku ríkisstjórnina miklum þrýstingi til að brjóta þetta loforð. Þjóðarbandalagið (fyrirrennari Sameinuðu þjóðanna) fól Bretum árið 1919 að endurreisa Gyðingaríki á öllu Palestínusvæðinu. Árið 1920 var Bretum falin umboðsstjórn í Palestínu. Það var samþykkt á friðarráðstefnu í San Remo sem síðar var samþykkt af Þjóðarbandalaginu árið 1922.
Landinu var skipt í  tvennt. Annar hlutinn var vestan Jórdanar og Gólanhæðir sem var kallað Cisjórdanía. Þar áttu Gyðingar að eiga heima. Hinn hlutinn var Transjórdanía og var fyrir austan Jórdan. Þar áttu Arabar að eiga heima. Það er Jórdanía í dag. Þarna hafði átt sér stað breyting frá 1917. Bretar höfðu svikið loforðið sem þeir gáfu Gyðingum 1917. Bretar létu Husseini fjölskylduna fá landsvæðið austan Jórdan sem í dag heitir Jórdanía og Abdullah Husseini lýsti sjálfan sig konung ríkisins að því loknu. Barnabarn hans er konungur í Jórdaníu í dag. Með þessum skiptum var vonast til að ró ríkti en það var alls ekki raunin því innbyrðisdeilur Gyðinga og Araba voru miklar. Einnig deildu Gyðingar og Arabar við bresku umboðsstjórnina. Winston Churshill þáverandi nýlendumálaráðherra hafði miklar efasemdir um markmið Breta og vildi hann að þeir drægju sig út úr þessu og koma á stjórn íbúa landsins. Það var ekkert hlustað á hann. Á þriðja áratug voru miklar óeirðir af hálfu Araba. Einnig á fjórða áratugnum voru árásir Araba á Gyðinga daglegur viðburður. Á árunum 1936-39 stóð yfir almenn uppreisn Araba í Landinu helga. Uppreisnin var kostuð m.a. af  stjórn Hitlers í Þýskalandi. Ýmsar tillögur kom fram um skiptingu lands en Arabar samþykktu ekki neina þeirra því þeir vildu fá landið einir til eignar. (Snorri G. Bergsson. 1994:24-25)

Á þessum árum var Hajj Amin al-Husseini harðasti andstæðingur Gyðinga. Hann var leiðtogi róttækra Palestínuaraba. Hann hélt uppi stöðugum áróðri um Gyðinga þegar hann ferðaðist víða um lönd til að safna fé vegna baráttunnar. Hann varaði við Gyðingum og sagði að ef Gyðingar næðu völdum myndu þeir eyðileggja byggingar á  Musterishæðinni og Al-Aksa moskunna. Hann krafðist Grátmúrsins til handa múslimum, það væri helgur staður þeirra ekki síður en Gyðinga. Þjóðarbandalagið hafnaði þessum kröfum árið 1930. Husseini flúði land eftir að breskur landstjóri í Galíleu var myrtur af hans mönnum. Hann stjórnaði úr fjarlægð m.a frá Þýskalandi Palestínuaröbum til að vinna gegn Gyðingum. Eftirlætisfrændi Husseins var Yasser Arafat. Husseini hafði hugsað sér hann sem mögulegt leiðtogaefni. (Snorri G. Bergsson. 1994:26-27)  Meira um það síðar.

Á milli heimsstyrjaldanna urðu miklar breytingar í Evrópu. Kommúnistar komust til valda í Rússlandi, fasistar á Ítalíu og nasistar í Þýskalandi. Á þessum tíma var kynnt undir Gyðingahatri sem hafði verið mikið fyrir þann tíma, eins og ritið “Gerðarbækur vitringanna á Zion.” Þetta var falsað rit sem leynilögregla keisarans í Rússlandi hafði látið gera til að sverta Gyðinga. Árið 1933 varð Adolf Hitler ríkiskanslari í Þýskalandi og 1935 voru samþykkt Nürnbergslögin. Gyðingar voru gerðir algjörlega réttindalausir. Nasistar sendu eins marga Gyðinga eins og þeir gátu til Landsins helga. Árið 1938 var algjör eyðileggingarherferð gegn fyrirtækjum og samkunduhúsum þeirra. 10. nóvember var kölluð “Kristalsnóttin.” Þá nótt náði  eyðileggingarherferðin hámarki og glerbrot lágu út um allt. Husseini hvatti Hitler til að hætta að senda Gyðinga úr landi. Husseini var tekinn til fanga eftir heimsstyrjöldina ásakaður fyrir stríðsglæpi.  Hann náði að flýja úr fangelsi í Frakklandi 1946 og flutti höfuðstöðvar sínar til Egyptalands.

Helförin
Nasistar hötuðu Gyðinga svo mikið að þeir myrtu um 6 milljónum m.a. í útrýmingarbúðum í Auschvitz sem nú er í Póllandi. Nasistar ætluðu að útrýma öllum Gyðingum í Evrópu sem voru þá um 11 milljónir. Byrjað var að gera tilraunir með útrýmingarbúðirnar sumarið 1941. Tilraunirnar voru gerðar með  700 sovéskum og 300 pólskum stríðsföngum.   “Lokalausn Gyðingavandamálsins” var að útrýma Gyðingum og fyrstu  aftökur Gyðinga í gasklefa voru framkvæmdar í Chelmo þann 8. desember. Frumkvæðið af aftökunum átti Husseini sem var búinn að hvetja Hitler að eyða eins mörgum Gyðingum á sem skemmstum tíma.  Eftir að heimstyrjöldinni seinni lauk vaknaði upp samúð almennings á Vesturlöndum með Gyðingum. (Snorri G. Bergsson. 1994:28-29)  

Landið helga kom vel út úr stríðinu en synir og dætur þessa lands í Evrópu höfðu liðið vítiskvalir og meira en helmingurinn af þeim var drepin. Margir af þeim sem lifðu af stríðið streymdu til Landsins helga þó að Bretar reyndu að hindra innflutninginn. Bandaríkjamenn vildu ekki að landinu væri skipt en Bretar hunsuðu óskir Bandaríkjamanna. Þegar þeir svo voru komnir á sömu skoðun og Bandaríkin var það of seint. Bretar ákváðu að yfirgefa landið fyrir 15. maí 1948 með allan sinn her. (Snorri G. Bergsson. 1994:30-31)

14 maí um kvöldið lýsti David Ben-Gurion nýskipaður forsætisráðherra yfir sjálfstæðu ríki Gyðinga sem nefnt var Ísrael. Þetta sama kvöld var gerð árás á hið nýstofnaða ríki af egypskum flugvélum. Egyptar gerðu sprengjuárás á Tel-Aviv og fleiri borgir í Ísrael. Herir Abdullah konungs í Transjórdaníu fóru yfir Jórdan og þeir hernumdu stór svæði í Ísrael  sem í dag er kallaður Vesturbakkinn. (Ísraelar náðu Vesturbakkanum til sín 1967 í sex daga stríðinu) Líbanar réðust inn í norðurhluta Galíleu og Írakar fylgdu að baki þeim. Ætlunarverkið var að eyða þessari nýstofnuðu þjóð en það tókst ekki. Fyrsta vopnahléið var komið á 11. júní að undirlagi Sameinuðu Þjóðanna. Ísraelar misstu um 6.000 manns í stríðinu 1948-1949. (Snorri G. Bergsson. 1994: 38-40)

Um leið og vopnahléið gekk úr gildi gerðu Arabar árás á Ísrael en þá mættu þeir ofurefli. Ísraelmenn höfðu notað vopnahléið og sameinað og skipulagt her sinn Zahal. 1. desember var gert vopnahlé og þá skárust úr leik Transjórdanir, herir Íraka, Líbana og Sýrlendinga. Egyptar voru umkringdir af Ísraelum og þegar vopnahlé var gert 29. desember voru Ísraelar komnir nærri landamærum Egypta og var egypski herinn á undanhaldi. Eftir að Ísraelar og Egyptar gerðu með sér samkomulag um vopnahlé í febrúar 1949 þá túlkuðu
þeir samninga á tvo vegu. Ísrael leit á samninginn sem undanfari varanlegs friðar en það gerðu Egyptar ekki. (Snorri G. Bergsson. 1994:41-42)

Eftir þetta hófs mikill flótti frá Ísrael. Sumir telja að meirihluti flóttamanna hafi flúið vegna beinna eða óbeinna athafna Gyðinga. Aðrir halda því fram að leiðtogar Araba hafi hvatt þegna sína í gegnum útvarpssendingar að flýja. Þessu fólki hafa Arabalöndin umhverfis Ísrael ekki tekið á móti og láta þetta fólk þjást í flóttamannabúðum. Það er gert til að vekja samúð umheimsins á flóttafólkinu og vekja andúð á Gyðingum. Gyðingar misstu fullt af fólk úr vinnu við þetta en innflytjendur úr austri hafa fengið vinnuna í staðinn.

Gamel Abdel Nasser varð forseti í Egyptalandi árið 1954. Nánustu aðstoðarmenn hans voru Zacharia Mohieddin og Anwar al-Sadat. Egyptar voru búnir að banna Ísrael að sigla skipum sínum um Súessskurðinn og Ísraelar kvörtuðu undan því við Sameinuðu þjóðirnar. Mikil ólga var á milli þessara tveggja þjóða. 21 janúar 1955 gerði egypski herinn skyndiárás inn í Ísrael. Þeir lögðu í rúst herstöð og drápu hermennina sem voru þar. Árásum Egypta fjölgaði inn í Ísrael og þegar mest gekk á nálguðust þeir höfnina í Eilat, ísraelskt skip var tekið í Súesskurði, tveir ísraelskir ríkisborgarar voru hengdir í Egyptalandi, þá jukust hefndarárásir til muna.  Árásirnar náðu hámarki þegar Ísraelar gerðu árásir á herbúðir á Gasasvæðinu 28. febrúar 1955 þegar 37 Egyptar létust. Það voru Egypskir hermenn og óbreyttir borgarar. Svipaður fjöldi særðist. Þessi árás var afdrifarík og eftir það var ekki aftur snúið. Bæði Nasser og Ben-Gurion vildu fara í stríð. 26. júlí 1956 tók Nasser Súesskurðinn eignarnámi og eignir Frakka og Breta voru gerðar upptækar. (Snorri G. Bergsson. 1994: 75-77)

7. apríl 1967 skall á stríð. Það voru mestu bardagar sem Arabar og Ísraelar höfðu háð síðan 1956. Sýrlendingar skutu á Ísraelska bændur fyrir neðan Gólanhæðir. Var því svarað með loftárás á sýrlenskar fallbyssur sem grafnar voru niður í hæðunum. Migþotur Sýrlendinga fóru á loft og þær mættu Mirageþotum Ísraela. Sýrlendingar misstu 6 þotur en Ísraelar enga. Stórveldin fullvissuðu Ísrael um að Egyptar ætluðu ekki í stríð. Þau vissu ekki betur. Nasser ætlaði í stríð og 25. maí sagði hann: “Arabíska þjóðin er staðfastlega ákveðin að þurrka Ísrael út af landakortin.” (Snorri G. Bergsson. 1994: 80-82)

Sex daga stríðið
4. júní var herútkall í Ísrael og jafnvel Arabar með ísraelskan ríkisborgararétt létu skrá sig í herinn. Um morguninn 5. júní gerðu Ísraelar árásir á flugvelli Egypta. Sex daga stríðið svokallaða var skollið á.  Á tveimur tímum og 50 mínútum hafði Ísraelski herinn brotið niður árásamátt egypska flughersins og eyðilagt meira en 300 af 340 flugfærum herflugvélum Egypta. “Þetta er einn mesti og skjótasti sigur, sem um getur. Á tæpum fjórum dögum hafði Ísraelsher brotið á bak aftur her Egypta, sem taldi um 100.000 manns. Mörg þúsund farartæki höfðu ýmist verið hertekin eða eyðilögð, þar á meðal 700 sovéskir skriðdrekar, sumir þeirra í hópi nýtískulegustu og best búnu skriðdreka sem til eru.” (Snorri G. Bergsson. 1994:85)

Ráðamenn stórveldanna voru búnir að sjá yfirburði Ísraela. Nasser kenndi Bretum og Bandaríkjunum um að þeir hefðu hjálpað Ísrael og sendiherra hans bar þessar ásakanir upp í Moskvu til að reyna að draga Sovétríkin inní átökin. Sovétmenn sáu við sendiherranum að hann var að reyna að leyna eigin vanhæfni. Vopnahlé var gert 10. júní. Í fyrsta skipti í 20. ár fengu Gyðingar að koma að Grátmúrnum. Forsætisráðherra Ísrael bauð Aröbum frið með því að skila mestu af herteknu svæðunum en í staðinn yrði tilvistarréttur Ísrael viðurkenndur. Arabar höfnuðu þessu boði Ísraela. (Snorri G. Bergsson. 1994:85-86)

Þó svo að sex daga stríðinu væri lokið og búið að gera vopnahlésamning hélt Nasser uppi stöðugum skotárásum á herlið Ísraela við Súesskurðinn. Þessum árásum fylgdu hefndarárásir Ísraela. Þreytistríðið hófst 8. desember 1969. Þá lýsti Nasser yfir stríði á hendur Ísrael. Þreytistríðinu lauk 8. ágúst 1970.  (Snorri G. Bergsson. 1994: 85-87)

PLO var stofnað og Yom Kippur stríðið var háð
PLO  frelsissamtök Palestínu var stofnað árið 1964. Arabar sáu að það yrði að grípa til annarra aðferða en að fara í stríð við Ísrael sem hafði sýnt yfirburði í stríðsátökum til þessa. Fyrsti leiðtogi samtakanna var Ahmed Shukeiri. Hann vildi engar skæruliðaárásir heldur fara samningsleið við Ísraela og  var rekinn þess vegna 1967. Yasser Arafat tók við af honum og er hann enn við völd. (Arafat lést 11.11.2004) Hann hafði verið í innsta hring fjölskyldumafíunnar, ættar Husseinis. Þar vaknaði áhugi hans á vopnaðri baráttu til frelsunar Palestínu. (Snorri G. Bergsson. 1994: 88-89)

Nasser lést 28. september 1970 og eftirmaður hans var Avwar al-Sadat. Efnahagur Egyptalands var í rúst. Miklar fjárupphæðir höfðu farið í byggingu Aswan stíflunnar og í hernað í Jemen. Einnig hlýtur að hafa tekið í pyngju Egypta allt það tjón sem þeir urðu fyrir í stríðsátökum við Ísraela.  Egyptar þurftu að opna Súesskurðinn aftur fyrir eðlilegri umferð því hann hafði verið aðal tekjulind þeirra. Sadat ákvað að fara í stríð við Ísrael. Nú leyndu þeir áformum sínum í fyrsta skipti í staðinn fyrir að gefa í skyn að stríð væri yfirvofandi. Mossad ísraelska leyniþjónustan komst ekki að því að stríð stæði til fyrr en herir Araba voru kallaðir út. Hins vegar vissi leyniþjónusta Bandaríkjanna það. Þrjátíu klukkustundum áður en stríðið skall á vissi óbreyttur skjalaþýðandi það. Upplýsingarnar voru hjá yfirmanni CIA sem greinilega hafði ekki áhuga að láta Ísraela vita.  Yfirmaðurinn var enginn annar en Georg Bush eldri. (Snorri G. Bergsson. 1994: 100-101)

Mossad  gerði viðvart og Ísraelar voru komnir í viðbragðsstöðu. Engin árás varð og svo þegar Mossad tilkynnti í september að stríð væri yfirvofandi tóku Ísraelar ekki mark á því undir forystu Goldu Meir sem var þá forsætisráðherra. Yom Kippur stríðið skall á 6. október 1973. Yom Kippur var mesti helgidagur Gyðinga og þess vegna var stríðið kallað Yom Kippur stríðið. Arabar gerðu innrás í Ísrael. Innrásin kom Ísraelum gjörsamlega á óvart og voru Ísraelar á undanhaldi í fyrsta skipti. Sovétríkin sendu Aröbum vopn en aðstoð frá Bandaríkjunum seinkaði vegna þess að þeim var meinað að millilenda í Evrópu. Um 500 skriðdrekar Egypta réðust yfir Súesskurðinn og eyðilögðu um 100 skriðdreka Ísraelsmanna. Sýrlendingar réðust inn í þann hluta Gólanhæða sem Ísraelar höfðu hernumið 1967. Gæfan snérist Ísraelum í vil og hófu þeir gagnsókn og á örfáum dögum náðu þeir að eyðileggja fjölda skriðdreka og hundruð flugvéla.   PLO sem voru í Suður-Líbanon höfðu gert árásir á fyrstu 17 dögum stríðsins. Þeir gerðu árásir á 44 þorp og borgir. Fjöldi Ísraela dóu eða særðust. Sameinuðu þjóðirnar komu á vopnahléi 25. október. (Snorri G. Bergsson. 1994: 101-103)

Eftir þetta urðu stefnubreytingar. Likud bandalag Meanchems Begins komst til valda árið 1977. Á sama tíma var Sadat að kynna nýja stefnu Egypta gagnvart Ísraelsmönnum. 19. nóvember 1977 kom hann til Ísraels í boði Begins forsætisráðherra. Leiðtogar Araba voru alls ekki ánægðir með að Sadat skyldi heimsækja Jerúsalem. (Snorri G. Bergson. 1994:106-108)

Camp David samkomulagið
Friðarfundur var haldinn í Leeds Castle í Englandi en hann bar engan árangur. Carter forseti Bandaríkjanna sendi þá utanríkisráðherra sinn Cyrus Vance til fundar við Sadat og Begin. Þeir voru boðaðir til Camp David til að ræða málefni Miðausturlanda. Sá fundur bar ekki árangur og ákvað Carter að gefinni reynslu að aðskilja leiðtogana og semja við þá í sitthvoru lagi.  Eftir það var fundað með Ísraelum sér og Egyptum sér. Camp David samningurinn var undirritaður 26. mars 1976. Margar Arabaþjóðir sýndu hörð viðbrögð gagnvart Camp David samningnum. Arababandalagið hélt fund í Bagdad. Egyptar og ríki sem studdu Sadat, Óman og Súdan voru ekki boðuð á fundinn. Fundurinn ályktaði samhljóða: “Ríkisstjórn Egyptalands hefur forsmáð réttindi arabísku þjóðarinnar... Hún hefur einnig sagt sig úr því hlutverki að frelsa hernumið arabískt land, sérstaklega Jerúsalem.” (Snorri G. Bergsson. 1994: 108-111)

Refsiaðgerðir voru harðar við Egypta. Þeim var vikið úr ráðinu, sendiherrar kallaðir frá Kairó og stjórnmálasambandi var slitið, fyrirgreiðslur og hjálp við Egypta var hætt, bann lagt við efnahagsaðstoð við Egypta, samskipti við egypskar stofnanir voru stöðvaðar, stofnanir fluttar frá Egyptalandi, Arabaþjóðum var bannað að selja Egyptum olíu, viðskiptabann á egypsk fyrirtæki. Þetta var bara hluti af reglugerðum sem voru gerðar gegn Egyptum. Eftir að Bagdad fundinum lauk var farið að framfylgja samningnum. Sameiginlegir bankar Araba voru lokaðir í Egyptalandi, Kuveit tók út rúmlega eins milljarðs dollara innistæðu sína í egypska ríkisbankanum. Arabísk vopnaverksmiðja  var flutt úr landi og þá misstu 15.000 þúsund manns vinnuna. Sadat reyndi að frelsa Austur-Jerúsalem undan Gyðingum svo hann var ekki heill gagnvart Ísrael. Sadat var líflátinn vegna Camp David samningsins. (Snorri G. Bergsson. 1994: 111-113)

7. júní 1981 gerðu orrustuþotur Ísraela árás á Osirak sem var kjarnakljúfur Íraka nærri Bagdad. Tilgangur árásarinnar var að tefja fyrir framleiðslu kjarnorkuvopna. Haldið var að Írakar hefðu verið komnir á lokastig  í framleiðslu þeirra. Saddam Hussein forseti Íraks gagnrýndi Ísraela lítið en flestar þjóðir fordæmdu árásina. Khaddafi forseti Líbíu var eini leiðtogi Araba sem hvatti til hefndaraðgerða. (Snorri G. Bergsson. 1994:114)

Í Líbanon var aðalbækistöð PLO á áttunda áratugnum.  Þaðan voru gerðar stöðugar árásir á Ísrael. Háðu PLO og  Ísraelar oft stríð og árið 1978 réðist Ísraelsher inní Suður-Líbanon og náðu að stöðva árásir PLO. Árið 1980 gerðu Ísraelsher aftur árás á stöðvar PLO og flæmdu þá norður á bóginn. En PLO sneri aftur og 6. júní 1982 gerðu Ísraelar aftur árás á stöðvar PLO. Líbanon hafði gefið leyfi fyrir árásinni til að uppræta PLO. Ísraelar og Sýrlendingar lentu þá í stríði í Bekaadalnum. Það tók ekki langan tíma að vinna Sýrlendinga og vopnahlé var samið 11. júní. (Snorri G. Bergsson. 1994:116)

Oft hafa Arabar sjálfir háð stríð gegn hvor öðrum. 16. desember 1982 var skotið á ísraelskan hermann í flóttamannabúðum Sabra og Shatilla. Kristnir falangistar fóru inní búðirnar til að ná byssumönnum. 460 manns féllu í árásinni þar af 35 konur og börn. Þetta voru ekki bara Palestínuarabar sem féllu, einnig skæruliðar frá Íran, Alsír, Líbanon og Pakistan. (Snorri G. Bergsson. 1994:117)

Þegar Mikhail Gorbachev komst til valda í Sovétríkjunum árið 1985 jókst Gyðingastraumurinn frá Sovétríkjunum.  Á árunum 1990-1991 fluttu 370.000 þúsund Gyðingar frá Sovétríkjunum til Ísraels. Margt af þessu fólk var vel menntað og þótti fengur að fá það fólk til Ísraels. 15. mars 1990 hótuðu Islamic Jihad samtökin að ráðast á þær flugvélar sem flyttu Gyðinga til Ísrael.  7 desember 1987 létust fjórir Palestínuarabar í umferðarslysi á Gasasvæðinu. Þeir höfðu orðið fyrir leigubíl Gyðings. Arabar voru með það á hreinu að þetta hafi verið skipulögð árás. Íbúar á Gasasvæðinu trylltust og höfðu uppi hávær mótmæli. 10 desember höfðu mótmælin náð að breiðast til Vesturbakkans og Intifata varð til. Fljótlega eftir það voru samskonar samtök stofnuð. Það var Hamas. Stofnskrá þeirra byrjaði með versum úr Kóraninum þar sem ráðist var á Gyðinga fyrir að vilja ekki vera múslimar. Skráin innihelt um 40 síður og innihaldið var hatramar yfirlýsingar í garð Gyðinga. Eitt af vopnum Intifata voru allsherjar verkföll.  Mörg skjöl hafa líka fundist þar sem PLO hafa notað svipaðar aðgerðir og Intifata.  Þessir aðilar nota unglinga óspart til hryðjuverka. Þau eru þjálfuð í vopnaburði.  (Snorri G. Bergsson. 1994: 125-128)

Á þjóðarþingi PLO sem var haldið í Alsír árið 1988, var samþykkt að farið væri eftir samþykkt Sameinuðu þjóðanna grein nr. 242. Þeir ætluðu að viðurkenna sjálfstæði Ísrael. En þetta var í rauninni blekking því þeir ætluðu alls ekki að taka út úr sinni stjórnarskrá að afmá Ísrael út af landakortinu.

Laufskálahátíðin og Óslóarsamningur
8. október 1990 voru mikil hátíðarhöld í Ísrael. Laufskálahátíðin er alltaf haldin á þessum tíma. Mikill fjöldi manns höfðu komið saman við Grátmúrinn. Gróusögur gengu á milli Araba um að Ísraelar væru að leggja hornstein að nýju musteri Gyðinga við Al-Aksa Moskuna. Fjöldi Arabar þustu til Musterishæðarinnar sem er fyrir ofan Grátmúrinn og byrjuðu að grýta fyrirbiðjendur við múrinn og einnig lögreglumennina sem voru Arabar og Drúsar. Þeir svöruðu þessu grjótkasti með gúmmíkúlum og táragasi. Kalla þurfti út landamæralögregluna til aðstoðar. 21 Arabi féll og á annað hundrað særðust ásamt fjölda Gyðinga og erlendra ferðamanna. 5. október voru tilbiðjendur í Al-Aksa moskunni beðnir að koma á mánudag 8. október til að verja musterishæðina. Borgarstjórinn í Jerúsalem Teddy Kollek var búinn að dreifa bæklingum á meðal Araba í borginni og segja þeim að Ísraelsstjórn ætlaði ekki að hrófla við helgistað múslima á Musterishæðinni. Borgarstjórinn reyndi að bæla niður gróusögurnar en án árangurs. Aðgerðir lögreglunnar voru fordæmdar víða um heim og Ísraelsmönnum var kennt um þetta allt. (Snorri G. Bergsson. 1994:132-134)

Árið 1991 gerði Írak árás á Ísrael. Þeir skutu 39 Schud-flugskeytum á Tel Aviv. Mörg hús skemmdust en sem betur fer dó aðeins einn maður.

Fram til 1993 vildu Palestínumenn alls ekki viðurkenna tilvist Ísrael og Ísraelar vildu ekki heldur semja við Yasser Arafat. Í upphafi tíunda áratugarins hófust leynilegar samningaviðræður milli þessara aðila í Noregi og víðar sem náðu hámarki með hinu fræga handabandi Arafats og Yitzaks Rabin forsætisráðherra Ísraels eftir að þeir undirrituðu  Oslóarsáttmála við Hvíta húsið árið 1993. Þessu handabandi tveggja fjandmanna var fagnað víða í hinum vestræna heimi sem upphaf að eðlilegum og friðsælum samskiptum. Margir Palestínumenn urðu reiðir og Ísraelar sérstaklega strangtrúaðir Gyðingar voru óánægðir með samninginn. Þeir töldu að Yitzhak Rabin hafi svikið málstað Ísraela.  Andstæðingur forsætisráherrans Yigal Amir sem er Gyðingur skaut hann til bana 4. nóvember 1995. (Stjórnmálafræði. Vefsíða)

Í kjölfarið hægðist á friðarferlinu og Hamas sem voru líka á móti sáttmálanum framkvæmdu mikil voðaverk gegn Ísrael. Benjamin Netanyahu varð forsætisráherra. Hann sýndi það ljóst og leynt að hann var ekki samþykkur sáttmálanum og hægði á framkvæmd sáttmálans. Í hans valdatíð hófst bygging margra landnemabyggðir. Það stuðlaði að miklum ófriði. (Stjórnmálafræði. Vefsíða)

Enud Barak náði kjöri árið 1999. Hann vildi feta í fótspor Yitzhak Rabin og hefja aftur samninga sem stuðluðu að friði. Þeir Arafat hittust í Camp David sumarið 2000 en þeir komust ekki að samkomulagi um framtíðarskipan svæðisins. Um haustið varð Ariel Sharon forsætisráðherra sem er harðlínumaður. Þá hófust miklir bardagar sérstaklega eftir að hann heimsótti hina helgu staði í Jerúsalem. Eftir það hefur verið mikill ófriður. Sjálfsmorðsárásir Araba eru viðurstyggilegar og hefndarárásir Ísraela líka. Sjónarmið þeirra eru svo ólík og munu verða það áfram. Palestínumenn segja að þeir séu hernumin þjóð og séu undirokaðir af Ísraelsmönnum. Ísraelar telja sig eiga sögulegar rætur til þessa lands. Báðir halda því fram að þeir eigi tilkall til Landsins helga.  Jerúsalem hefur aldrei verið höfuðborg annars ríkis en Ísrael. Í hópi beggja eru öfgahópar sem eru mjög þröngsýnir og berjast af öllu afli að eðlileg samskipti geti orðið meðal þeirra.  (Stjórnmálafræði. Vefsíða)
 
Lokaorð

Ég trúi því að það muni aldrei vera samið um frið í Ísrael fyrr en á síðustu tímum. En það er blekking sem ég segi frá á eftir.  Í dag hafa Ísraelar yfirburði gagnvart andstæðingum sínum.  Þeir hafa sigrað öll þau stríð sem hafa verið háð frá því Ísrael var stofnað. Við sjáum hvernig Arabar hafa þess vegna breytt aðferðum sínum úr stríðsbardögum yfir í sjálfsmorðsárásir. Sjálfsmorðsárásirnar eru skelfilegar. Fólk fer á staði þar sem margmennt er með sprengju á sér og drepur sjálft sig og aðra. Þetta fólk er heilaþvegið af mönnum eins og Arafat sem er knúinn áfram af hinum illa. Ísraelar hafa líka gert skelfilegar hefndarárásir. Þeir byggðu múr til að hindra að fólk sem er tilbúið að framkvæma sjálfsmorðsárásir komist inn í Ísrael. Fyrir þetta hafa þeir mætt andúð um heim allan sem mér finnst ósanngjarnt. Það þarf að koma fram að meirihluti Gyðingar eru ekki kristnir frekar en Arabar. Sem betur fer eru samt margir Gyðingar og Palestínumenn kristnir.

Ég trúi því að baráttan þarna sé á milli góðs og ills. Guð gaf Abraham þetta land. Ísak var sonur fyrirheitanna en ekki Ísmael sem er forfaðir Araba. Ísraelsríki er útvalið af Guði. Það sættir hinn illi sig ekki við og knýr Arabana til illra verka. Einn af spádómum Biblíunnar er að Gyðingar flytji heim. Þannig að stofnun Ísraelsríki er alls ekki tilviljun heldur vilji Guðs. Og þeir sem berjast á móti vilja Guðs eru ekki öfundsverðir.

Bretarnir stóðu sig illa gagnvart Gyðingum. Þeir sviku gefin loforð. Þeir hafa þurft að gjalda þess. Þeir eru ekki lengur heimsveldi. Þannig verður það líka með Bandaríkin þegar þeir snúast gegn Ísrael,  útvöldu þjóð Guðs þá missa þeir þann sess sem þeir hafa í dag. Í Biblíunni er talað um að allar þjóðir snúist gegn Ísrael á síðustu tímum. (Biblían: Op.16.14)

Rómverjar og Gyðingar krossfestu Jesú Krist. Ítalir voru á síðustu öld í bandalagi með Þýskalandi. Þessar þjóðir ásamt mörgum fleirum hafa stofnað bandalag sem heitir Evrópubandalagið. Það grundvallast á Rómarsáttmálanum 1948.  Er þetta það ríki sem rís upp á síðustu tímum? (Þetta bandalag minnir á Rómaveldi til forna). En á síðustu tímum mun Rómarríki koma fram. Það er einn af spádómum Biblíunnar um síðustu tíma. Mikill foringi  kemur fram og gerir samninga við Ísraela? Það er líka einn af spádómum Biblíunnar. Foringinn  verður Anti-Kristur og er sonur Satans. Anti-Kristur er Gyðingur eins og Jesús var. Þetta er látið líta út alveg eins. Þannig tekst Satan og Anti-Krist að blekkja alla.  Ísraelar blekkjast og halda að Messías sjálfur sé kominn sem þeir eru enn að bíða eftir.  Þeir komast svo að því að þeir hafi verið blekktir en þá verður það orðið of seint. Þriðja heimsstyrjöldin brýst út og það verður ráðist á Ísrael. Hvaðan kemur þessi her? Getur verið að hluti af þessum  her komi  frá Kína. Í Kína er stúlkufóstrum eytt. Er verið að framleiða þarna her sem berst við Ísrael á síðustu tímum?

Þriðja heimstyrjöldin stöðvast ekki fyrr en Jesús Kristu kemur á skýjum himins.  Í kafla 14 í Sakaría er spádómur um þegar Jesús kemur á skýjum himins: Kaflinn heitir: “Á efsta degi.” “Sjá, sá dagur kemur frá Drottni, að herfangi þínu verður skipt mitt í sjálfri þér. Og ég mun safna öllum þjóðunum til hernaðar móti Jerúsalem, og borgin mun verða tekin, húsin rænd og konurnar smánaðar. Helmingur borgarmanna mun verða herleiddir, en hinn lýðurinn mun ekki upprættur verða úr borginni. Og Drottinn mun út fara og berjast við þessar þjóðir, eins og þegar hann barðist forðum á orrustudeginum. Fætur hans munu á þeim degi standa á Olíufjallinu, sem er austanvert við Jerúsalem, og Olíufjallið mun klofna um þvert frá austri til vestur, og þar mun verða geysivíður dalur, því annar hluti fjallsins mun undan síga til norðurs en hinn til suðurs. En þér munuð flýja í fjalladal minn, því að fjalladalurinn nær til Asal. Og þér munuð flýja, eins og þér flýðuð undan jarðskjálftanum á dögum Ússía Júdakonungs. En Drottinn, Guð minn mun koma og allir heilagir með honum.” (Biblían: Sak. 14:1-5)

Þegar ég les um sögu Ísraels eftir stofnun þess sé ég að í flestum tilviku hafa þeir ekki átt frumkvæðið að hefja stríð við nágranna sína. En að sjálfsögðu verja þeir sig. Ég er mjög ósátt við fréttaflutning á Íslandi um Ísrael og Araba. Myndir birtast af grátandi börnum Araba. Foreldrar þeirra hafa látið lífið t.d. í sjálfsmorðsárás en hvað um allt hitt fólkið  sem dó í sömu árás.  Þetta fólk gat verið Gyðingar, Arabar eða fólk frá öðrum þjóðum. Hvað með fjölskyldur þeirra. Skiptir það ekki máli? Þegar sjálfsmorðsárás er gerð getur sá sem framkvæmir þennan voðaverknað ekkert verið viss um að þarna séu eintómir Gyðingar heldur líka Arabar bræður og systur þess sem framkvæmdi voðaverkið.

Fyrir skömmu heyrði ég í útvarpinu að Arabar hafi verið að kasta grjóti á fólk sem var við Grátmúrinn. Lögreglan var fordæmd fyrir að hafa  brugðist harkalega við. Værum við sátt ef við værum við múrinn og yrðum fyrir grjótkast? Ekki ég. Værum við sátt ef enginn reyndi að vernda okkur frá illmennum? Ekki ég.

Það er margt efni sem ég hef ekki getað talað um og vil ég benda á slóðina: http://www.Zion.is  Þar er hægt að lesa nýjustu fréttir frá Ísrael. Þar getum við lesið um að Sheik Yassin hafi verið drepinn af Ísraelsmönnum. Þessi maður hvatti fólk til að drepa Gyðinga. Einnig ef farið er í gluggann “um Ísrael þar er hægt að sjá kort og myndir. Á forsíðunni er líka gluggi sem heitir: “Sannleikurinn um Palestínu. ”  Þar er hægt að lesa um Arafat og hans hræðilegu fortíð. (Arafat lést 11.11.2004)

Heimildir

Biblían. Heilög ritning. Gamla testamenntið og Nýja testamenntið. 1981. Hið íslenska Biblíufélag, Reykjavík.

Snorri Bergsson. 1994. Heilagt stríð um Palestínu. AX forlagið Kópavogi.

Ulf Ekman. 1997. Ísrael Gyðingar þjóð framtíðarinnar. Bókaforlagið Vakning Reykjavík.

Stjórnmálafræði: “Af hverju geta Ísraelar og Palestínumenn ekki lifað saman í sátt og samlyndi.” Vefsíða.
http://visindavefur.hi.is.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband