Tvö bréf sem send hafa verið til allra Alþingismanna

Kæru landsmenn.

Ég hef ekki skrifað um fréttir fyrr en nú. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Þessi tvö bréf sem eru hér fyrir neðan voru send eftir miðnætti í nótt til allra Alþingismanna sem ekki hafa svarað þessum bréfum. Kannski koma þau inná bloggsíðuna og svara.

Megi almátugur Guð miskunna ráðamönnum þjóðarinnar og okkur öllum sem þurfum að lúta þeim.

Baráttukveðjur fyrir réttlætinu.

Rósa Aðalsteinsdóttir

 

Vopnafirði 3. Júlí 2008.

Sælt veri fólkið.

Ég vil höfða til mannúðar ykkar og biðja ykkur að gera það sem þið getið til að veita Paul Ramses Oduor dvalarleyfi á Íslandi, og fá hann sendan hingað aftur. Hann leitaði skjóls hér frá yfirvofandi dauða í heimalandi sínu, Kenýa. Hann er á aftökulista ríkisstjórnar þar, og hefur þegar verið ólöglega handtekinn og pyntaður af lögreglunni þar.

Að senda málið til afgreiðslu í öðru landi, vegna þess að það er heimilt, þegar kona hans og nýfætt barn verða eftir hér, er í besta falli ómannúðlegt. Þegar það bætist við að Útlendingastofnun og íslenskum stjórnvöldum hefði átt að vera fullkunnugt um að hann væri í lífshættu yrði hann sendur til baka er ekki hægt að kalla framgang íslenskra stjórnvalda í þessu máli annað en grimmilegan.

Íslensk þjóð man alveg þegar tengdadóttir Jónínu Bjartmars fékk ríkisborgararéttindi en hún hafði átt heima hér í 15. mánuði og var umsókn hennar nýleg þegar hún var tekin til skoðunar og afgreidd. Ég held að hún hafi alls ekki verið hér vegna þess að hún var flóttamaður og ef hún fengi ekki ríkisborgarrétt biði hennar ekkert nema dauðadómur.

Endurtökum ekki það sem gerðist hér á fjórða og fimmta áratug sl. aldar  er Gyðingum var vísað úr landi og sendir til baka til Þýskalands í Útrýmingarbúðir Nasista. Það var og er svartur blettur sem verður því miður ekki afmáður. Sýnum kristilegan kærleika og sendum alls ekki fólk í opinn dauðann.

„Minnist bandingjanna, sem væruð þér sambandingjar þeirra. Minnist þeirra er illt líða, þar sem þér sjálfir eruð einnig með líkama." Hebr. 13: 3.

Mér og mörgum öðrum blöskrar.

Með innilegri von um skjót viðbrögð.

Megi almáttugur Guð miskunna ykkur.

Rósa Aðalsteinsdóttir

Ási, Hafnarbyggð 37; 690 Vopnafirði.

 

Vopnafirði 4. Júlí 2008

Sælt veri fólkið.

Ég fékk þetta bréf sent í pósti í kvöld. (Sjá neðar) Er þetta rétt? Hvert erum við að stefna? Er fólk frá Afríku í öðrum klassa en fólk frá Palestínu?

Hér er Múslímum hampað sem á eftir að hafa hræðilegar afleiðingar fyrir okkur öll. Það verður að skoða hvort fólkið er öfga Islam eða ekki.

Ég var svo ánægð með Ingibjörgu Sólrúnu þegar hún heimsótti Palestínu og Ísrael. Þar heimsótti hún fólk beggja vegna landamæranna og ég man eftir að hún kyssti grátandi konu í Ísrael sem sat inní húsinu sínu sem hafði orðið fyrir árás Palestínumanna. Því miður hefur Ingibjörg Sólrún breyst og hún hefur tekið afstöðu með Palestínumönnum. Hamasmenn stjórna Palestínu en Hamas er hryðjuverkasamtök. Þeir hafa á stefnuskrá sinni að útrýma Gyðingum. Getum við verið þekkt fyrir að mylja undir hryðjuverkasamtök?? Sent þeim peninga sem enginn fylgdi eftir og kannski voru peningarnir notaðir til vopnakaupa??

Ég vona til Guðs að þetta bréf sé ekki rétt en ef svo er þá segi ég nú ekkert annað en megi almáttugur Guð fyrirgefa ykkur.

Baráttukveðjur fyrir réttlæti í kristnu landi.

Rósa Aðalsteinsdóttir

Ási, Hafnarbyggð 37; 690 Vopnafirði.

 

Ég fékk þetta bréf sent í pósti í kvöld. Er þetta rétt?????

„Á Íslandi er rekin rasísk stefna í málefnum útlendinga og hefur verið allt frá því stjórnvöld lögðu fram þá einu kröfu til bandaríska hersins að hingað kæmu engir svertingjar. Sem stóð fram á 8. áratuginn, þegar málið varð skandall í bandarískum fjölmiðlum. Valur Ingimundarson hefur rakið þetta.

Umsóknir fólks frá Afríku um ferðamannaleyfi til Íslands daga uppi í kerfinu, en í dag vísa yfirvöld á skandinavísku sendiráðin í viðkomandi löndum, sem taki við umsóknunum, og afgreiðslu Schengen. Ábyrgðin er out-sourcuð, eins og virðist stefna nýrrar aldar.

Allt um það, geymum stærra samhengi - er hægt að gera eitthvað til að þessi maður deyi ekki? Til að við drepum hann ekki?"

 Undirskriftarlisti: http://www.thepetitionsite.com/1/PaulRamses

Kíkið á bloggsíður bloggvina minna:

Guðsteinn: http://zeriaph.blog.is/blog/zeriaph/entry/583560/#comments

Linda: http://vonin.blog.is/blog/vonin/entry/583857/#comments

 


mbl.is Undirskriftarlisti til stuðnings Ramses
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það verður eitthvað róttækt að gerast í þessu máli. Gott hjá þér að gera þetta.  Viltu senda mér póst ég er búin að týna meilinu þínu   hafðu það gott um helgina mín kæra vina

Ásdís Sigurðardóttir, 4.7.2008 kl. 12:39

2 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa og góða helgi Elskuleg

Brynja skordal, 4.7.2008 kl. 12:39

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Rósa mín,

þú lætur ekki deigan síga í baráttunni fyrir réttlæti og betri heimi, hafðu þökk fyrir það.

Ég vona að goð og góðar vættir veiti þér styrk og stoð til góðra verka og sem kristin kona hafið þú Guðsblessun. 

Sigurður Þórðarson, 4.7.2008 kl. 12:42

4 Smámynd: Linda

Sæl Rósa mín og baráttu kveðjur.  Búin að senda bréf á BB og ISG.  Búin að skrifa undir þann undirskriftarlista sem er í gangi og búin að koma þessu á framfæri á facebook í þeirri von að þetta óréttlæti mun fá byr undir vængi líka erlendis.

knús og blessun á þig vina.

Linda, 4.7.2008 kl. 13:02

5 identicon

Sæl vertu Rósa,  langt síðan síðast. Þetta er frábært framtak hjá þér að senda ríkisstrjórninni þetta bréf. Er fólk virkilega svona blint að hunsa þennan mann í þessum aðstæðum???  Ég verð að skrifa á þennan undirskriftalista!

Kveðjur 

Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 15:24

6 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Hæ Rósa og ég er ánægður með þig og þetta framtak þitt.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 4.7.2008 kl. 16:49

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.

Sæl Ásdís mín. Búin að senda þér tölvupóst. Ég bara mátti til að taka þátt. Svona gerum við ekki. Þetta er lýðræðisríki, allavega er okkur sagt það?? en hvernig framkoman var við þennan mann er fyrir neðan allar hellur. Komið til hans í skjóli nætur og hann handtekinn og farið með hann eins og harðsvíraðan glæpamann. Mér skilst að hann hafi fengið fylgd fjögra lögreglumanna sem fylgdu honum hvert fótmál. Þetta er viðbjóðslegt og nú hljóta flestir að fá uppí kok af þessari ríkisstjórn og fylgisfiskum þeirra.

Sæl Brynja mín. Sömuleiðis, mundu að biðja fyrir Paul og fjölskyldu.

Sæll Siggi minn. Ég vona að ég geti hjálpað eitthvað. Ég þoli ekki órétt og þoli ekki miskunnleysi gagnvart minnimáttar. Hef oft fengið á baukinn vegna réttlætiskenndar minnar. Á sama tíma og er verið að undirbúa komu fólks frá Palestínu er einn maður frá Kenýa sendur héðan. Það er nóg pláss fyrir hann hér en það vantar kristinn kærleika þegar um Arríkubúa er að ræða en nógur kærleikur til vegna fólks frá Miðausturlöndum og eins vegna Bobby Fischers og er það vel. En þarna er verið að gera uppá milli og það á viðbjóðslegan hátt.

Sæl Linda mín og takk fyrir símtalið góða. Ég er líka búin að skrifa undir og hafa samband við fleiri sem hafa skrifað undir. Þetta er ekki bjóðandi fólki svona mannvonsku vinnubrögð.

Sæll Magnús minn. Já það er langt síðan við höfum heyrt frá þér hér á blogginu og er stutt síðan ég var að hugsa til þín og hvernig gengi með allt vesenið. Vona að þú getir komið til baka aftur þegar þú hefur reddað málum. Því miður er siðleysi hér í landinu sem hefur fengið að grassera hjá þeim sem stjórna landinu en nú held ég að allir séu búnir að fá nóg. Svona gerum við ekki að senda manninn beint út í opinn dauðann.

Sæll Úlli minn. Uss, nú eru ekki allir ánægðir en ég mátti bara til. Get ekki setið hjá og þagað þegar ég horfi á svona mannvonsku. Kannski verður þetta til að ég láti meira í mér heyra á bloggsíðunni minni um skoðanir mínar á landsföður okkar og hans fylgisfiskum.  FYRR MÁ NÚ ROTA EN DAUÐROTA.

Guð veri með ykkur öllum og endilega skrifið undir listann sem ætlaður er Birni Bjarnasyni og hans fylgifiskum.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.7.2008 kl. 18:29

8 identicon

Elsku Rósa - þú hefur svo fallegt hjarta og sterka réttlætiskennd fyrir þeim sem brotið er á - frábært framtak hjá þér!!!! 

Ása (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 19:35

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rósa mín takk fyrir innlitið á mína síðu.
Það er mitt mat að allir eiga að vera jafnir, meta ber hverja umsókn fyrir sig
Með hliðsjón af manninum, en ekki hvers trúar hann er.
Við erum öll jöfn fyrir guði, og ef við ætlum að berjast fyrir mannréttindum, þá verðum við að gera það fyrir alla.
Kærleik til þín Rósa Mín.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.7.2008 kl. 19:48

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælar stelpur mínar.

Takk fyrir innlitið og viljann til að berjast gegn ranglæti sem nú hefur átt sér stað hjá Dómsmálaráðherra og hans fylgifiskum.

Ása mín. Þessi réttlætiskennd mín hefur oft komið mér í vandræði en ég bara þoli ekki að sjá þegar brotið er á fólki. Ég hef sjálf orðið fyrir ýmsu og þar af leiðandi gat ég ekki horft uppá ýmislegt t.d. í vinnunni þegar ég sá strákana beita unga stúlku kynferðislegu áreiti. Ég blandaði mér í dæmið. Frændi okkar sem var áhorfandi sagði að mér kæmi þetta ekki við. Það varð nú bara til að ég  dreif mig til verkstjórans og klagaði. Verkstjórinn tók þann sem framdi verknaðinn á eintal og hann sagði mér svo hvað hann hefði sagt við hann og hann sýndi honum fram á hvað hann hefði gert og benti honum á aðstæður stúlkunnar. Þetta bar árangur og ég var mjög ánægð með endalokin. Hefði ekki verið ánægð ef ég hefði horft framhjá þessu. Gallagripur hún frænka þín.

Milla mín. Takk fyrir frábært innlegg. Guð elskar okkur öll en það er í okkar valdi að þiggja kærleika hans og hans kærleiksverk.

VIÐ HÖFUM VAL OG VIÐ GETUM FJARLÆGST GUÐ MEÐ GJÖRÐUM OKKAR, ÓHÝÐNAST OKKAR ANDLEGA FÖÐUR

Guð elskar alla menn jafnt.

Hann elskar okkur smælingjana jafn mikið og þá sem eru yfir okkur settir að þeirra mati.

Megi almáttugur Guð varðveita Paul Ramses Oduor 

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.7.2008 kl. 21:11

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Glæsilegt framtak Rósa mín!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.7.2008 kl. 21:19

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið rosalega er ég sammála þér í þessu máli Rósa mín, og gott framtak hjá þér, ég skrifaði einmitt undir svona áskorun hér einhversstaðar á blogginu.  Þetta er bara svo ósvífið og ófyrirgefanlegt.  Vonandi fær þessi maður að koma heim til konu og barns.  Knús og kveðjur til þín frábæra kona

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.7.2008 kl. 21:34

13 Smámynd: Sigurður Rósant

Gleðilegt sumar, Rósa mín.

Þú ert ekki lengi að átta þig á því hvað er rétt og rangt í meðferð þeirra sem lauma sér inn í landið.  Ég er nýbúinn að segja vinnufélögum mínum að allir Danir sem koma frá nýlendum þeirra íklæddir bjarnarfeldi, séu umsvifalaust skotnir ef þeir sýna ekki gilt heilbrigðisvottorð og vegabréf, enda hafi komið í ljós að þeir geti borið með sér bandorma sem séu hættulegir íslensku lífríki.

Allir vopnfærir menn eru ávallt reiðubúnir að verja land sitt og þjóð. Þarf engan sérstakan her til þess. Syrtlingar er koma að sunnan með alls kyns brögðum glaumgosa á að sjálfsögðu að snúa við hið snarasta áður en þeir snúa allri þjóðinni.

Enn trúfrjáls

Sigurður Rósant, 4.7.2008 kl. 21:48

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hef ekki fengið póst, hvað er þetta með sambandið okkar?? bella@simnet.is  reyndu aftur.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.7.2008 kl. 21:52

15 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.

Sæll Guðsteinn minn. Ég hef líka prýðis kennara og hjálparmann sem heitir   Guðsteinn Haukur.  Við vonum til Guðs að Paul verði ekki sendur til Kenýa á meðan Björn Bjarnason og Ingibjörg Sólrún hugsa sinn gang.

Sæl Ásthildur mín. Við vonum að Paul fái að koma aftur hingað og fái íslenskan ríkisborgarrétt. Annað eins er nú gert hér á landi en fyrir þá sem eru að vísu útvaldir.

Sæl Ásdís mín. Ég sendi bréfið aftur rétt áðan og vonandi reddast þetta.

Guð blessi ykkur og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.7.2008 kl. 22:07

16 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður Sigurður Rósant

Langt síðan að þú hefur látið í þér heyra. Ég vissi samt að þú værir lífs því ég hef séð athugasemdir annað slagið frá þér hjá sameiginlegum bloggvinum okkar.  Já ég er mjög dugleg að mynda mér skoðanir. Það er létt verk.  

Hér er verið að undirbúa að flóttamenn frá Palestínu komi og fái íslenskan ríkisborgararétt. Fullt af kristnum kærleika þarna og er það VEL en maður sem er á dauðalista í landi sínu er í skjóli nætur handtekinn á heimili sínu og farið með hann úr landi án þess að lögfræðingurinn hans hafi verið látinn vita. Þetta var ómannúðlegt að mínu mati og það í þessu landi þar sem alltaf er verið að heilaþvo okkur og segja okkur að allt sé svo slett og fellt. 

Flestir sem koma frá Palestínu eru múslímar en ég veit að Paul er kristinn því við erum í sömu kirkju. Það eru eins og þú veist sjálfur, eingöngu Öfga Múslímar sem hafa verið með usla en ekki aðrir múslímar eða kristnir menn frá Kenýa. Þú veist að það er óvenju margir kristnir í Kenýa sem nú eru ofsóttir vegna stríðsins sem þar er í gangi.

Megi almáttugur Guð blessa þig

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.7.2008 kl. 22:22

17 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl vertu Rósa mín!

Sannarlega ertu dugnaðar kona, með fallegt hjarta!

Guð blessi þig og varðveiti alla daga!

Kær kveðja úr Garðabæ.

    Halldóra. 

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 4.7.2008 kl. 23:15

18 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Halldóra mín.

Takk fyrir innlitið og hlý orð.

Við treystum Guði fyrir Paul hvar sem hann er núna.

"Guði er enginn hlutur um megn." Lúk. 1: 37.

Guðs blessun og ósk um góða helgi.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.7.2008 kl. 00:13

19 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Rósa mín vonandi fær þetta farsælan endi, en við hefðum fleiri Rósur eins og þig, væru garðarnir í betri blóma!

Guð geymi þig og varðveiti! Berjumst áfram trúarinnar góðu baráttu!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 5.7.2008 kl. 01:10

20 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Bryndís mín og takk fyrir innlitið.

Já það er eina í stöðunni að halda í vonina um Guðs hjálp. Muna að biðja um vernd fyrir Paul og gefa konu hans styrk sem hefur miklar áhyggjur  af honum og einnig hvað verður gert í hennar málum.

Megi almáttugur Guð blessa þig og varðveita.

Kær kveðja/Rósa

  Helgigönguljóð  Sálmur 121.

Ég hef augu mín til fjallanna:
Hvaðan kemur mér hjálp?
2 Hjálp mín kemur frá Drottni,
skapara himins og jarðar.
3 Hann mun eigi láta fót þinn skriðna,
vörður þinn blundar ekki.
4 Nei, hann blundar ekki og sefur ekki,
hann, vörður Ísraels.
5 Drottinn er vörður þinn,
Drottinn skýlir þér,
hann er þér til hægri handar.
6 Um daga mun sólarhitinn eigi vinna þér mein,
né heldur tunglið um nætur.
7 Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu,
hann mun vernda sál þína.
8 Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu
héðan í frá og að eilífu. 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.7.2008 kl. 01:27

21 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Mér var hugsað til þess að stjórn þessa lands míns hefur unnið myrkrana á milli og eitt milljörðum í að komast í öryggisráð sameinuðuþjóðanna,og svo koma svona tilfelli upp og er afgreidd á þennann hátt.

Ég hlýt að spyrja hvað höfum við í þetta ráð að gera?Stjórnin hefur engan áhuga á öðru en sýndarmennsku og það er lang í mannúðina hjá þessu liði.En þetta er svona útúrdúr mörg ú í því orði heheeh.

Kveðja Úlfurinn.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 5.7.2008 kl. 12:09

22 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Úlli minn.

Takk fyrir innlitið. Þetta er alls ekki útúrdúr. Við Siggi bloggvinur minn vorum að ræða um Öryggisráðið á síðunni hans. Því miður er þetta bara sýndarmennska hjá stjórnendum okkar. Ættu að líta sér nær og hefðu betur  eytt öllum þessum peningum í að laga til hér heima áður en fullt af fólki missir heimilin sín vegna stjórnleysis "ÓSTJÓRNARINNAR" í fjármálum.

Var að hlusta á útvarpsfréttir, þar kom frétt frá ykkur í Reykjanesbæ. Fyrirsjáanlegt er sársaukafullar aðgerðir í heilbrigðismálum hjá ykkur vegna skorts á peningum frá "ÓSTJÓRNINNI" okkar. Rætt var um að þið fengjuð minni fyrirgreiðslur frá "ÓSTJÓRNINNI" okkar en sambærilegar stofnanir.  Ekki er öll vitleysan eins.

Í sambandi við Paul Ramses Oduor þá á hann son sem er fæddur á Íslandi og hlýtur sonurinn að hafa öll réttindi til að vera hér en kærleikurinn er ekki meiri við þetta saklausa barn að pabbi hans er sendur frá honum út í opinn dauðann. 

Nógir peningar í ríkiskassanum þegar Paul var handtekinn. Fjórir lögreglumenn fylgdu honum úr landi.

Megi almáttugur Guð fyrirgefa þessu fólki sem stóð fyrir þessari ómannúðlegu ákvörðun.

Kær kveðja og Guðs blessun/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.7.2008 kl. 13:26

23 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið er þetta gott framtak hjá þér elsku Rósa mín þú er yndislega góð og hlý og vilt öllum vel og mér þykir vænt um þig þú er með svo fallegt hjarta.Vonandi verður eitthvað gert sambandi við Paul Ramses og konu hans og ungbarnið, að þau fáu leyfi til þess að búa hér í friði.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.7.2008 kl. 17:43

24 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælar stelpur mínar. Takk fyrir innlitið og hlý orð.

Við verðum að trúa því að það verði gripið í taumana og að Paul og fjölskylda fái lausn. Mig langar svo að vita hvaða réttindi barnið hefur sem er fætt hér og hvort réttindi barnsins geti hjálpað? Það er nú búið að flytja inn svo mikið af fólki og þess vegna skil ég ekki þessa mannvonsku gagnvart einni fjölskyldu. Fullt af fjölskyldum eiga að flytja til Akranes frá Palestínu. Þar vantar húsnæði nú þegar, fyrir fólkið þar, á meðan það er til nóg af húsnæði í Reykjavík og eins á Egilsstöðum. Þar ríkti mikil bjartsýni þegar verið var að reisa Kárahnjúkastíflu og Álverið í Reyðarfirði og þar var byggt og það rösklega. Vantar ábúendur skilst mér.

Guð blessi ykkur Helga og Katla og gefi ykkur það sem hjartað ykkar þráir.

Kær kveðja og ósk um góða helgi. Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.7.2008 kl. 17:58

25 Smámynd: Óskar Arnórsson

Skammastu þín núna einu sinni enn Sigurður Rósant! Þú átt að taka geðlyfin þín ÁÐUR enn þú bloggar enn EKKI á eftir!

Þú ert ekki lengi að átta þig á því hvað er rétt og rangt í meðferð þeirra sem lauma sér inn í landið.  Ég er nýbúinn að segja vinnufélögum mínum að allir Danir sem koma frá nýlendum þeirra íklæddir bjarnarfeldi, séu umsvifalaust skotnir ef þeir sýna ekki gilt heilbrigðisvottorð og vegabréf, enda hafi komið í ljós að þeir geti borið með sér bandorma sem séu hættulegir íslensku lífríki.

Allir vopnfærir menn eru ávallt reiðubúnir að verja land sitt og þjóð. Þarf engan sérstakan her til þess. Syrtlingar er koma að sunnan með alls kyns brögðum glaumgosa á að sjálfsögðu að snúa við hið snarasta áður en þeir snúa allri þjóðinni.

Ég veit að þú ert bara að djóka með þessu kommenti. Þú platar mig ekki. Ég veit að þú ert ekki illmenni. Þykist bara vera það. Trúi því aldrei upp á þig!

Annars þekki ég einn mann sem hugsar svona í alvöru eins og þú skrifar. Mig langar til að jarða hann. Að sjálfsögðu að því ég er mannvinur. myndi ég EKKI drepa hann áður...

Óskar Arnórsson, 6.7.2008 kl. 01:04

26 Smámynd: Sigurður Rósant

Tek skömm mína til baka, Óskar og hendi geðlyfjunum eða gef fátækum gegn vægu endurgjaldi.

Annars finnst mér þessi viðbrögð gagnvart máli Ramsesar frá Kenýu alveg dæmigerð "móðursýki" sem grípur um sig hjá almenningi, ef lítið "Jesúbarn" er inni í myndinni. Þessi atburðarás minnir svo á söguna af flótta Jósefs og Maríu að ósjálfrátt fyllist fólk meðaumkun sem ég skil svo sem ósköp vel. Nokkur mál hafa hlotið svipaða umfjöllun hér í Danmörku og fólk fengið að snúa aftur í einstaka tilfellum, en margir verða fórnarlömb ýmissa reglna sem settar hafa verið í því skyni að takmarka streymi flóttafólks til landsins og til að koma í veg fyrir innflutning ungra stúlkna til vændis.

En vandi þessa fólks í Afríkulöndum er yfirgengilega mikill og óviðráðanlegur. Í fjölda mörg ár hefur verið reynt að koma þessu fólki til sjálfsbjargar en það hefur svo eyðilagt allt á stuttum tíma með ættflokkaerjum og drápum. Nelson Mandela og Desmond Tutu geta ekki einu sinni haft hemil á þessu fólki.

Ég geri hins vegar ráð fyrir því að Svíar taki við honum úr því að konan hans er með dvalarleyfi þar.

Sigurður Rósant, 6.7.2008 kl. 11:06

27 Smámynd: Óskar Arnórsson

Og ég tek mína skömm tilbaka líka elsku krúsidúllan mín sigurður Rósant!

Bara til að leiðrétta eitt hjá þér! móðursyki er ekki til sem hugtak nema hjá gömlum læknum! ég er sjálfur að fara til Svíþjóðar í siðmenningunna. Enn hættu þessu Sigurður og viðurkenndu bara að þú ert í alvörunni maður með gott hjarta! Ég hef mikið álit á þér, í alvöru. Ekki vegna skoðanna þinna eða svoleiðis. frekar að þú ert með bæði húmor og fullt af eiginleikum sem ég kann að meta.

Setninginn "ég skal jarða hann, enn af því ég er mannvinur ætla ég ekki að drepa hann áður" er fengin að láni hjá f.v. leyniþjónustumanni í Svíþjóð sem er því miður látinn. þetta er eiginlega djók sem er algengt í fangelsum sem ég hef unnið í þarna í Svíþjóð.

Ég veit allar reglur og þær má túlka á ýmsa vegu. Enn af "symbólískum" ástæðum hefði mannúðar- og sanngirnissjónarmið mátt ráða og ekki "reglugera-róna" ákvarðanir. "Regelverk-fyllon" segja Svíarnir. Hættu nú þessu tauti um reglur og vertu með í flokki fólks sem vill að hjartað ráði meiru enn lög og úreltar reglur.

Finnst þér það ekki í lagi? Í alvöru! 

PS: Ég á marga vini eins og þig! Og ég hef þrælgaman af að rífast við fólk, alveg eins og þú, stundum..

Óskar Arnórsson, 6.7.2008 kl. 11:42

28 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir Sigurður Rósant og Óskar.

Það er aldeilis fjör hjá ykkur.

Ég kynntist konu sem nú er rúmlega sextug. Pabbi hennar dó skyndilega þegar hún var kornabarn. Hann og móðir hennar ætluðu að gifta sig, ég held í sömu viku. Þar sem foreldrarnir voru ekki búin að giftast voru mæðgur gerða arflausar og fjölskylda mannsins hirti allar eigur mannsins sem voru miklar. Barnið var í raun erfingi föður síns. Þetta kalla ég mannvonsku.

Ég á vinkonu sem var í sambúð með manni sem varð bráðkvaddur. Þau ætluðu að gifta sig nokkrum mánuðum síðar. Þar sem þau höfðu ekki kvænst, átti hún engin réttindi, hún mátti eiga einhverjar veraldlega eigur og flytja því það átti að selja húsið. Ættingjar mannsins hirtu andvirðið og allt sem maðurinn átti í banka. Þetta kalla ég mannvonsku.

Það er eins með konu og barn Pauls. Þau hafa tilfinningar Sigurður Rósant. Það veist þú alveg þar sem þú sjálfur hefur orðið fyrir missi. Faðir minn missti konuna sína þegar hann var 43 ára gamall. Hann ákvað að reyna að halda utan um börnin sín þrjú sem voru á tíunda og ellefta ári og elsta barnið var 12 ára. Hann hefði getað orðið beiskur og ekki sinnt okkur börnunum og ásakað Guð og endað með að segja að Guð væri vondur eða endað sem trúleysingi og sagt að Guð væri alls ekki til. Hann hefði gert sjálfum sér til miska þá og eins börnunum sínum sem Guð var búinn að treysta honum fyrir.

"Hann sem þyrmdi ekki sínum eigin syni, heldur framseldi hann fyrir oss alla, hví skyldi hann ekki líka gefa oss allt með honum?" Róm. 8: 32.

"Þá munu þeir svara: ,Herra, hvenær sáum vér þig hungraðan eða þyrstan, gestkominn eða nakinn, sjúkan eða í fangelsi, og hjálpuðum þér ekki?' Hann mun þá svara þeim: ,Sannlega segi ég yður: Það allt sem þér gjörðuð ekki einum hinna minnstu bræðra minna, það hafið þér ekki heldur gjört mér.' Og þeir munu fara til eilífrar refsingar, en hinir réttlátu til eilífs lífs." Matt. 25: 45.

"Og ég mun gefa yður nýtt hjarta og leggja yður nýjan anda í brjóst, og ég mun taka steinhjartað úr líkama yðar og gefa yður hjarta af holdi. Og ég mun leggja yður anda minn í brjóst og koma því til vegar, að þér hlýðið boðorðum mínum og varðveitið setninga mína og breytið eftir þeim." Esek. 36: 26.

Sigurður Rósant. Það sem þú þarft að gera er að fá hjálp í staðinn fyrir að vera að skíta út allar bloggsíður með ósanngirni. Ég veit af hverju þú hegðar þér svona. Lítill heimurinn, frændfólk þitt eru vinir mínir. Ég er alveg viss um að ég get verið með í að hjálpa þér þar sem ég hef sjálf þurft að ganga í gegnum erfiðleika. Það eru 40 ár síðan ég missti móður mína. Það að missa ástvin mótar mann og afleiðingarnar því miður oft slæmar. Vilt þú stuðla að því að konan og barnið þurfi að lenda í því sama og við? Ekki ég og mun ég láta í mér heyra ef með þarf.

Þú við höfum þurft að ganga í gegnum erfiðleika þýðir það ekki að við viljum að aðrir lendi í erfiðleikum eða hvað? Ég svara fyrir mig. Ég vil engum svo illt að missa ástvini.

Megi almáttugur Guð miskunna þér og fyrirgefa þér.

Kær kveðja/Rósa.

P.s. Má ekki vera að þessu núna því ég er að fara á samkomu og hlakka ég mikið til. Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.7.2008 kl. 13:36

29 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæl Rósa!

Þú ert nú alveg spes að geta verið með svona hrokagikki eins og mig og Sigurð á síðunni þinni!

Ég dáist mest að þér fyrir að vera ekki búin að henda okkur báðum út fyrir löngu síðan! Ég biðst afsökunar fyrir hönd Sigurðar og svo skulda ég líka afsökun fyrir forarkjaftin minn sem er bara önnur sort enn Sigurðar.

Ég held að við séum báðir ágætis fólk svona inn við beinið..vona ég..

Ég er svolítið hrifin af skrifum Sigurðar Rósant því hann er svo hressilegur í kjaftinum. Kannski er hann gamall togarasjómaður og svoleiðis líf og talsmáti mótar mann.

Ég held að þetta sé bara ástarjátning til þín Rósa, frá Sigurði og svo verð ég afbrýðissamur út í hann...las um þetta í sálfræði í háskóla í Svíþjóð og þetta passar alltsaman..í guðana bænum segðu ekki konunni minni frá þessu kommenti..

Óskar Arnórsson, 6.7.2008 kl. 18:11

30 Smámynd: Sigurður Rósant

Ja, það er aldeilis hlýhugur í minn garð Rósa mín. Þú slærð Einari gamla í Betel alveg út er hann eitt sinn varaði mig við því að ég gæti orðið undir bíl fyrir 40 árum og 40 klukkustundum, nákvæmlega. Ég svaraði honum á þann veg að ég ætti ekkert skilið að sleppa við það frekar en einhver annar. Bíllinn hefur oftast verið undir mér síðan, nema þegar ég hef þurft að lagfæra eitthvað í pústinu, sílsunum, bremsurörum, dempurum, herða út í eða þess háttar kvennadútl. Ja, það má kannski segja að Einar hafi haft rétt fyrir sér. Ég lenti nokkuð oft undir bíldruslunum. Kannski hefði ég sloppið ef ég hefði þegið fyrirbæn?

Ég missti nú afa minn fyrir tæplega 72 árum en það er ekki ástæðan fyrir meðfæddum púkahætti mínum. Ég hef þurft að leggja hart að mér til að missa ekki þennan eiginleika og ætla ekki að þiggja neina hjálp hjá þér Rósa en býð þér heldur hjálp í staðinn til að óvirkar stundir lífs þíns verði fylltar af trúfrjálsum hugsunum. Ég held að þú áttir þig ekki alveg á því hve hjákátlegt bænatístið er í augum veraldlega þenkjaðs fólks. Þú gætir orðið heimsfrægur rithöfundur ef ég fengi að þjálfa hæfileika þína, gegn vægu gjaldi uppgjafakennarans.

Ég er með ágætis hjarta, Óskar, þó að kransæðastíflu og hjartsláttartruflana ýmiss konar megi rekja í mínum ættum allt til Haralds harðráða Noregskonungs og Ketils Fíflska sem ég erfi nú ýmsa eiginleika frá ásamt með Agli heitnum Skallagrímssyni.

Annars var maður tugtaður til bæði til sjós og lands, lagður í einelti, hunsaður og hæddur en líka á stundum virtur, dáður og öfundaður. En þetta er bara það sem flestir upplifa og ekkert sérstakt við það. Ég er alveg tilbúinn að dúsa í Helvíti með þeim sem ávinna sér það, en í Himnaríki vil ég aldrei svo mikið sem stíga vinstri stórutá inn í.

En þrátt fyrir þessar vangaveltur óska ég þess að syrtlingur og fjölskylda megi búa í sátt og samlyndi í Rosengaard hverfi í Malmö með þeim sem þar búa. Ég skil ekki hvað stúlkan var að þvælast til Íslands. Veist þú það Rósa?

Gangi þér vel í Svíþjóð, Óskar og þakka þér skemmtileg tilsvör.

Sigurður Rósant, 6.7.2008 kl. 22:13

31 identicon

Þú ert dugleg Rósa mín.Guð blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 23:09

32 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir Sigurður Rósant og Óskar.

Það er alltaf sama fjörið í kringum ykkur.

Óskar, ég veit að þetta allt sem þú skrifaðir var bara til að stríða Sigurði Rósant og fá hann inná síðuna. Æ, ég held að ef ég hefði einhverju ráðið hefði ég kosið að vera án þessa innleggja hans. Þá hefði ég sloppið við ljót orð sem hann skrifar sem dæma sig sjálf og ætla ég ekki að svara þeim. Mér finnst ömurlegt hvernig fólk getur orðið harðúðugt gagnvart öðrum.

Sigurður Rósant, ég þekkti Einar í Betel mjög vel og var hann oft gestkomandi hér bæði fyrir mína tíð og einnig þegar ég var barn og einnig þegar ég sá um að taka á móti gestum hér á heimili föður míns. Oft heimsótti ég hann og fjölskyldu hans í Reykjavík. Börnin hans og fjölskyldur þeirra eru öll mjög góðir vinir mínir. Ég fór eitt sinn í ferðalag með honum og fjölskyldu hans og fórum við frá Reykjavík til Siglufjarðar. Þar var haldin samkoma. Ferðalaginu mínu lauk á Vopnafirði og þar hélt Einar samkomur. Það var Einar sem bauð mér að koma á Kotmót. Ég vissi ekkert um "Kotmót" þá. Ég tók endanlega afstöðu þar með Jesú Kristi og sé ekki eftir því nú 36 árum seinna. Einar hefur hjálpað mörgum og ættum við, Sigurður Rósant að taka það óeigingjarna starf til eftirbreytni.  Ég væri aldeilis kúl ef ég næði með tærnar þar sem Einar var með hælana.

Það eina sem ég veit um ferðalög Paul og konu hans er að það er ekkert beint flug til Íslands frá Evrópu svo þau urðu að millilenda á leiðinni hingað hvort sem það var á Ítalíu eða Svíþjóð.

Að lokum Sigurður Rósant, fyrst þú vilt halda áfram á rangri braut þá segi ég bara: "Vertu þá ævinlega blessaður og Guði falinn."

Óskar minn, ég vona að það gangi vel hjá þér og það væri nú fallegt að hætta að bögga Sigurð Rósant.

Fyrst að Sigurður Rósant fór að tala um Einar í Betel og einnig "hjákátlegt bænatístið" ætla ég að leyfa ykkur að lesa smá frétt frá Vestmannaeyjum sem ég las nú um helgina. Þessi frétt er í Fréttablaði Hvítasunnukirknanna á Suðurlandi og heitir blaðið "Góðu fréttir Suðurlands." Frétt frá Vestmannaeyjum skrifuð af Guðbjörgu Guðjónsdóttur.

"Átta stelpur, fjarri heimalandi sínu, biðja Guð um handleiðslu. Drottinn hvert eigum við að fara, hvar viltu nota okkur að þessu sinni? Þær horfa á kort frá Íslandi og Drottinn segir, farið í suður til staðar sem heitir Vestmannaeyjar, en þegar þær hafa kortið fyrir framan sig snýr það vitlaust svo Vestmannaeyjar eru í norðri. Ekki gat þetta staðist, áttu þær kannski að fara til Vestfjarða? En Drottinn sagði í suður til Vestmannaeyja. Þær komu til landsins og biðja Guð, hvað viltu? Eftir stuttan tíma í Reykjavík fá þær skýringar á þessu öllu saman, kortið sneri öfugt og Vestmannaeyjar eru suður af landinu  eins og Drottinn vissi. Þær voru í Vestmannaeyjum í þrjár vikur og þjónuðu til margra."

Fleira er í þessari grein sem er stórkostlegt og ætla ég að eiga greinina að hluta fyrir mig. Dásamlegt fyrir trúsystkinin mín í Vestmannaeyjum að fá heimsókn frá Kóreu.

Jesús sagði: "Biðjið, og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða." Matt. 7: 7.

Í dag á samkomu báðum við fyrir Paul Ramses Oduor og fjölskyldu. Við trúum því að við verðum bænheyrð eins og svo oft áður og að við munum sjá farsælan endi á þessu sorglega máli sem er ekki til framdráttar íslenskum stjórnvöldum sem vinna baki brotnu við að komast í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.

Megi almáttugur Guð miskunna okkur öllum.

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.7.2008 kl. 23:39

33 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Birna mín.

Takk fyrir innlitið og falleg orð.

Við höldum áfram að berjast trúarinnar góðu baráttu.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.7.2008 kl. 23:44

34 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ekkert að þakka Sigurður Rósant! Minn er heiðurinn og ánægjan! Fróðleg lesning svo ég reyni að koma með eitthvað um mína ætt.

Systir mín gaf mér 5 bindi af leiðinlegustu bókum sem eru til í mínu safni. Tröllatúnguætt! meira ruglið. Fyrsta bindið byrjar á að einhver Jón Arason er hálshöggvinn og tveir synir hans líka, ég man ekki fyrir hvað. Svo er endalaus runa af einhverju föðurbróðirmóðirsystir ömmu minnar og svo er öll ættartalan rekin með fæðingardögum og dánardægum og hvaðeina.

þær eru grænar á litin þessar bækur sem er það eina sem er eitthvað fallegt við þessar bækur. Ég passa mig á að oppna þær aldrei.

Ég kann ekkert um þessa 2 bæi sem þú nefnir, helvíti og himnaríki. það var mikið bölvað á togurunum í gamla daga og sakna ég eiginlega gömlu íslenskunar smá, bæði frá síðutogurunum og svo seinna á skuttogurunum. Hætti þessu á Karlsefni, skuttogara frá Reykjavík, 1000 tonnari var hann. Veit ekkert hvort hann er til lengur. 

Ég trúi á engla Sigurður Rósant, er það alveg frábær trú! Í fyrsta lagi hef ég ekkert vit á englum eða kann nein fræði um þá. Eiginlega var þetta leyndarmál sem ég á fullt af þangað til einn kjaftaði frá þessu hobbí máli mínu svo ég er einu leyndarmálinu fátækari.

Veistu hvað Sigurður Rósant! Ef einhver biður þig um að sýna kurteisi eða virðingu, er þá ekki allt í lagi að verða við svona bón?

Ég er með smá lífsreynslu sjálfur og á auðvelt með að sárna í hjartanu þó það sjáist ekki á neinni röntgenmynd.

Ég missti 5 ára barnabarn mitt í druknunarslysi fyrir 5 árum á baðströnd rétt hjá þar sem við bjuggum í Svíþjóð.

Svo ég er með reynslu sem afi í 5 ár. Yndislegur tími meðan það varaði ef þú skilur hvað ég meina.

Yngsta systir mín framdi sjálfsmorð fyrir 4 árum með því að kasta sér í Ölfusá öllum að óvörum. Konan mín fyrrverandi skildi við mig vegna vinnu minnar. Ég skildi það ekki þá enn geri það núna.

Fyrir 3 árum fannst bróðir minn látinn í herbergi sínu þar sem hann bjó með móður minni og var hann búin að liggja þarna í 2 sólarhringa þannig að íbúðin var ónít vegna líklyktar. 

Móðir mín varð að fara á spítala með alvarlegt sjokk og taugaáfall. Þá kom ég heim og var ekkert annað að gera fyrir mig enn að flytja inn í íbúðina til að sinna henni í 24 tíma í sólarhring. það voru einhverjir biðlistar eftir hjúkrunarheimilum svo ég varð að vera við þessa heimahjúkrun við ömurlegar aðstæður.

Hún fékk sýkingu sem gerði það að verkum að fúkkalyf veru skrifuð út handa henni. Eitthvað skolaðist þessi útskrift til hjá lækninum, þannig að lyf sem hún átti að taka í 1 mánuð var ávísað í eitt ár.

Ég gaf henni þessi lyf samviskusamlega í tæpt ár og svo dó hún bara af lyfjaeitrun. Mér líður af og til eins og morðingja móður minnar, enn hvað er það að býsnast yfir. Svona líðan sem kemur og fer. Oftast óþægileg og vond.

Ég náði nú að hlaupa milli verka og láta skera mig upp 5 sinnum vegna sortuæxlisgruns á meðan á öllu þessu stóð.

Mér var boðið að fara á Reykjalund í Hvergerði, eitthvað heilsuhæli sem er bara rugl í mínum augum. Fann sjálfur miklu betru hressingaraðferð. Fór einn lausaróður með línubát í staðin og það finnst ekki betra meðal við þetta mótlæti sem mér fanns ég verða fyrir, sem getur vel verið að sé bara hugarórar í mér.

Auðvitað er þetta bara gangur lífsins Sigurður Rósant. Ég vona bara að ég megi "bloggast" áfram og gantast og hafa gaman þegar ég verð búin að koma tölvunni í samband í Svíþjóð. Ég er nefnilega sannfærður um að þú sért þrælfínn kall með mikla lífsreynslu.

Ég held bara svei mér þá að ég sé miklu meiri durgur enn þú getur nokkurn tíma orðið. þetta á að vera hól til þín.

Rósa er manneskjan sem bjargaði mér frá að henda mér ekki í Ölfusá þegar ég var í einhverju óstuði. Ég skil ekki allt sem hún bloggar um. Enda kann ég ekkert um trúmál og er alveg sama eins og er. Hún er ekkert að troða neinu upp á mig sem ég vil ekki. hún gaf mér Biblíu og ég nenni ekki að lesa hana. Hún fer líklegast í hilluna við hliðina á ættfræðibókunum sem ég les ekki heldur. 

Enn hún kom til Reykjavíkur og heimsótti mig og gaf mér kjark til að flytja frá Djöflaeyjunni og fara heim aftur.

Ég er henni þakklátur fyrir það. Hún er engill í mínum augum og vill ekki sætta sig við þessa útnefningu sem ég hef gefið henni. Hún verður engill í mínum augum hvort sem henni líkar betur eða verr.

Ég tek ákvarðanir í mínu lífi og er algjörlega frelsaður frá áliti annara á mér.  Ég hef mikið álit á þér þó þú sért ekkert fullkomin frekar enn nokkur annar.

Eigðu góðar stundir og takk fyrir allt í bili.

Óskar Arnórsson, 7.7.2008 kl. 02:06

35 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Guð gaf okkur frjálst val, en ég samhryggist þér Sigurður að velja ekki Himnaríki, held samt að Guð sé með puttann á þínu lífi, ég sjálf hef valið krist og hef aldrei séð eftir því, ef ég gæti lánað þér frelsið mitt í smá stund mundir þú aldrei skila því aftur, ætla nú ekkert að fara að prédika yfir þér, enda þekki ég þig ekki neitt, þú ert örugglega flottur og gæjalegur kall, og ekki myndir þú versna við að velja himnaríki.

Óskar menn eins og þú fá mann til að halda kj..þegar aumingja ég fílingurinn kemur upp í hugann, þú hlýtur að búa yfir ótrúlega miklum innri styrk.

Rósa mín það er aldeilis fjör hjá þér, sé ég þig í eyjum í júlí?

Hafið það gott allir!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 7.7.2008 kl. 12:46

36 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.

Óskar minn. Það er margt sem þú hefur þurft að ganga í gegnum. Ég treysti því að þú afhentir Guði þessar byrðar og verðir frjáls undan þessu mikla oki. Það er ekki þér að kenna að móður þinni var sköffuð röng lyf.  Vonandi lærir Sigurður Rósant eitthvað gott af þessu. Það þarf dugnað til að koma fram fyrir alþjóð og segja öllum frá sínum hjartasárum eins og þú hefur nú gert. Ég veit að Sigurður Rósant hefur líka misst og það hefur mótað hann og gert hann að þeim manni sem hann er í dag. Þannig er það líka með okkur Bryndísi, við höfum orðið fyrir ástvinamissi og það hefur mótað okkur en við erum svo lánsamar að eiga Jesú sem hefur hjálpað okkur.

Bryndís mín. Takk fyrir þitt góða innlegg hér í umræðurnar. Hér er heldur betur fjör. Hún Unnur okkar var búin að hvetja mig til að koma til Vestmannaeyja. Það hefði verið gaman að lenda í ævintýrum með þér og Gísla í Vestmannaeyjum eins og síðast en nú vill landsfaðir okkar að við herðum sultarólina og ég er ennþá að bjástra við hvað ég á að gera. Nota niðurskurðarhnífinn eða ekki.

Guð blessi ykkur og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.7.2008 kl. 14:31

37 Smámynd: Sigurður Rósant

Ja, ég nenni nú ekki að fara að metast um það hver hefur misst mest af okkur bloggurum á síðu þinni, Rósa. Sjálfsagt mótar það okkur að einhverju leyti, en ég tel að aðrir þættir eins og erfðaeiginleikar og gerð heilabúsins skipti miklu meira máli eins og nýlegar niðurstöður rannsókna hafa sýnt í sambandi við homma og lessur.

Ég treysti yfirvöldum alveg í svona málum eins og Kenýamannsins og tel að þau eigi að hafa frið til að vinna úr þeim án afskipta múgæsingamanna sem telja sig vera fulltrúa guðsins Jahve og engla hans.

Ég sé ekkert í þessari lífsreynslu hans Óskars sem ég get lært eitthvað nýtt af. Hef lesið nokkrar þannig sannar og skáldaðar sögur eins og Jobsbók. Ekkert nýtt undir sólunni, eins og sagt er.

Bryndís, ég get ekki ímyndað mér að það sé gaman að vera í þessu Himnaríki og hlusta á bænamjálm og lofsöngva í 36 milljarða manna tónlistarhöll. Maður er orðinn svoddan spennufíkill eftir svona jarðarvist eins og við þekkjum.

Óskar, þú talar um að þú hafi hætt við að stinga þér til sunds í Ölfusá í einhverju óstuði. Mér þótti ógurlega gaman að stinga mér til sunds af háum stökkbrettum, en hélt að ég yrði ekki eldri þegar ég stakk mér af 5 eða 7 metra háu bretti eitt sinn í Noregi fyrir nákvæmlega 39 árum og sundskýlan varð eftir á yfirborði koldrullugs vatnsins. Ég reyndi þetta ekki aftur.

Rósa, er trúin ekkert að dofna hjá þér?

Sigurður Rósant, 7.7.2008 kl. 20:25

38 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll vertu Sigurður Rósant.

Ekki ætla ég að metast heldur en ég bara veit af eigin reynslu afleiðingar og ekki orð um það meir af minni hálfu. Múgæsing er þetta ekki með Paul heldur viljum við réttlæti og ekkert annað. 

"Rósa, er trúin ekkert að dofna hjá þér?" Hvað meinar þú Sigurður Rósant?

Læt Bryndísi og Óskar um hinar spurningarnar sem beint var að þeim.

Megi almáttugur Guð blessa þig og varðveita.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.7.2008 kl. 20:46

39 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk Rósa fyrir að vera til sem sönnun fyrir hið góða. Ég er ágætlega ánægður með dagin í dag og það sem er framundan hjá mér. Ég er að stúdera orðagjálfur mitt og ruglið í mér sjálfum að lesa sum komment yfirleitt hjá ónefndu fólki.

þar sem ég hef unnið við að hjálpa mjög veiku fólki frá Säter Bollnes og Hall og Kumla fangelsunum, sem eru þau illræmdustu í Svíþjóð, hef ég heyrt og séð ýmislegt sem eiginlega er mannskemmadi vinna, enn samt bara vinna.

Allir verstu fantar og illmenni af mörgum þjóðernum. Ég tel ekki Ísland með því hér eru engin alvöru illmenni til ef maður gerir samanburð. 

Sigurður hefur kennt mér eina góða lexíu sem er mikill lærdómur fyrir mig, því stundum veit maður ekki hver er kennarinn og hver er nemandinn. Ég er frískari og heilbrigðari enn ég hélt. Ég þakka Sigurði fyrir þá uppgvötun mína. 

Ég veit að Guð er til. Englar eru til líka. Takk Bryndís og Rósa fyrir hlý Orð! Og þér Sigurður Rósant fyrir að hafa oppnað augu mín fyrir að sjá munin á góðu og illu og ósk mína að vilja verða enn betri maður enn ég er.

Ég ætla ekki að biðja fyrir þér Sigurður Rósant! Til að vera kurteis ætla ég ekki að segja þér hvers vegna. Leyndarmálið þitt er of óhugnarlegt til ég ætli að setji það á prent. Ætla ekki einu sinni að hugsa það.

Ef þú sendir ósk um hjálp við þessu, ekki spyrja mig. Þú kenndir mér alla vega að snákurinn í mínu eigin heilabúi var mín eigin ímyndun og konan mín og börn sem ég elska, og allir sem hafa talað til mín um að ég væri góður maður og ég trúði ekki, höfðu rétt fyrir sér og ég rangt.

Rósa! Er það rétt ályktað hjá mér að maður verður meira eitraður hugarfarslega af því sem kemur út um munninn enn, af því sem maður setur inn í hann?

Ekki spyrja eða svara Sigurði! Rósa! Ég veit að það er óhollt! 

Óskar Arnórsson, 8.7.2008 kl. 01:22

40 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Óskar minn.

"Rósa! Er það rétt ályktað hjá mér að maður verður meira eitraður hugarfarslega af því sem kemur út um munninn enn, af því sem maður setur inn í hann?"

Þetta er rétt hjá þér: "Og hann kallaði til sín mannfjöldann og sagði: "Heyrið og skiljið. Ekki saurgar það manninn, sem inn fer í munninn, hitt saurgar manninn, sem út fer af munni."

Þá komu lærisveinar hans og sögðu við hann: "Veistu, að farísearnir hneyksluðust, þegar þeir heyrðu orð þín?"

Hann svaraði: "Sérhver jurt, sem faðir minn himneskur hefur eigi gróðursett, mun upprætt verða. Látið þá eiga sig! Þeir eru blindir, leiðtogar blindra. Ef blindur leiðir blindan, falla báðir í gryfju."

Þá sagði Pétur við hann: "Skýrðu fyrir oss líkinguna."

Hann svaraði: "Eruð þér líka skilningslausir ennþá? Skiljið þér ekki, að allt sem inn kemur í munninn, fer í magann og lendir síðan í safnþrónni? En það sem út fer af munni, kemur frá hjartanu. Og slíkt saurgar manninn. Því að frá hjartanu koma illar hugsanir, manndráp, hórdómur, saurlifnaður, þjófnaður, ljúgvitni, lastmælgi. Þetta er það, sem saurgar manninn. En að eta með óþvegnum höndum saurgar engan mann." Matt. 15: 10.-20.

"Ekki spyrja eða svara Sigurði! Rósa! Ég veit að það er óhollt!" Fer eftir því framvegis að spyrja einskis. 

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.7.2008 kl. 02:49

41 Smámynd: Óskar Arnórsson

"En það sem út fer af munni, kemur frá hjartanu. Og slíkt saurgar manninn. Því að frá hjartanu koma illar hugsanir, manndráp, hórdómur, saurlifnaður, þjófnaður, ljúgvitni, lastmælgi. Þetta er það, sem saurgar manninn. En að eta með óþvegnum höndum saurgar engan mann."

þetta er akkúrat sem ég hafði á tilfinningunni enn var bara ekki með þetta svona skýrt!!!!! Skynsamt, rökrétt og passar vel við mínar hugmyndir sem eru í smíðum...ég þarf aldeilis að endurskoða mörg orð sem ég ætla að henda á hauganna..núna.

Svo þarf ég eftirlit ef ég gleymi mér.. 

Óskar Arnórsson, 8.7.2008 kl. 04:00

42 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Óskar minn.

Takk fyrir innlitið. Ég dreif í að fletta upp þessum versum sem þú varst að velta fyrir þér en auðvita er ýmislegt sem við verðum að hugsa um líka sem við innbyrðum.

Kærleikurinn fylling lögmálsins

Skuldið ekki neinum neitt, nema það eitt að elska hver annan, því að sá, sem elskar náunga sinn, hefur uppfyllt lögmálið. Boðorðin: "Þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki girnast," og hvert annað boðorð er innifalið í þessari grein: "Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig." Kærleikurinn gjörir ekki náunganum mein. Þess vegna er kærleikurinn fylling lögmálsins. Gjörið þetta því heldur sem þér þekkið tímann, að yður er mál að rísa af svefni, því að nú er oss hjálpræðið nær en þá er vér tókum trú. Liðið er á nóttina og dagurinn í nánd. Leggjum því af verk myrkursins og klæðumst hertygjum ljóssins. Framgöngum sómasamlega eins og á degi, ekki í ofáti né ofdrykkju, ekki í saurlífi né svalli, ekki í þrætu né öfund. Íklæðist heldur Drottni Jesú Kristi, og alið ekki önn fyrir holdinu, svo að það verði til að æsa girndir. Rómverjabréfið 13. 8.-14.

"Vitið þér eigi, að þér eruð musteri Guðs og að andi Guðs býr í yður? "Ef nokkur eyðir musteri Guðs, mun Guð eyða honum, því að musteri Guðs er heilagt, og þér eruð það musteri." 1. Kor. 3: 16.

Öll þessi orð skýra sig sjálf. Við eigum að fara vel með líkama okkar sem Guð gaf okkur. Þar liggur hundurinn oft grafinn hjá okkur mörgum að við höfum farið illa með líkama okkar t.d. með því að borða óhollan mat og oft of mikið. Við getum hlotið ýmsa sjúkdóma fyrir vikið og þess vegna passa þetta orð við ýmsar gjörðir okkar: " Það sem maður sáir, það mun hann og uppskera." (Sjá orðið neðar í samhengi)

"Villist ekki! Guð lætur ekki að sér hæða. Það sem maður sáir, það mun hann og uppskera.Sá sem sáir í hold sjálfs sín, mun af holdinu uppskera glötun, en sá sem sáir í andann, mun af andanum uppskera eilíft líf. Þreytumst ekki að gjöra það sem gott er, því að á sínum tíma munum vér uppskera, ef vér gefumst ekki upp. Þess vegna skulum vér, meðan tími er til, gjöra öllum gott og einkum trúbræðrum vorum." Galantabréf 6: 7.-10.

"En þetta segi ég: Sá sem sáir sparlega mun og sparlega uppskera, og sá sem sáir ríflega mun og ríflega uppskera. Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjafara. Guð er þess megnugur að veita yður allar góðar gjafir ríkulega, til þess að þér í öllu og ávallt hafið allt sem þér þarfnist og getið sjálfir veitt ríkulega til sérhvers góðs verks." 2. Kor. 9: 6.-8.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.7.2008 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband