Jóhannes skírari - Jónsmessa

 

Jóhannes skírari

Bæn heyrð

Á dögum Heródesar, konungs í Júdeu, var uppi prestur nokkur að nafni Sakaría, af sveit Abía. Kona hans var og af ætt Arons og hét Elísabet. Þau voru bæði réttlát fyrir Guði og lifðu vammlaus eftir öllum boðum og ákvæðum Drottins. En þau áttu ekki barn, því að Elísabet var óbyrja, og bæði voru þau hnigin að aldri.

En svo bar við, er röðin kom að sveit hans og hann var að gegna þjónustu fyrir Guði, að það féll í hans hlut, samkvæmt venju prestdómsins, að ganga inn í musteri Drottins og fórna reykelsi. En allur fólksfjöldinn var fyrir utan á bæn, meðan reykelsisfórnin var færð.

Birtist honum þá engill Drottins, sem stóð hægra megin við reykelsisaltarið. Sakaría varð hverft við sýn þessa, og ótta sló á hann. En engillinn sagði við hann: "Óttast þú eigi, Sakaría, því bæn þín er heyrð. Elísabet kona þín mun fæða þér son, og þú skalt láta hann heita Jóhannes. Og þér mun EinKerem[1]veitast gleði og fögnuður, og margir munu gleðjast vegna fæðingar hans. Því að hann mun verða mikill í augliti Drottins. Aldrei mun hann drekka vín né áfengan drykk, en fyllast heilögum anda þegar frá móðurlífi. Og mörgum af Ísraels sonum mun hann snúa til Drottins, Guðs þeirra. Og hann mun ganga fyrir honum í anda og krafti Elía til að snúa hjörtum feðra til barna og óhlýðnum til hugarfars réttlátra og búa Drottni altygjaðan lýð."

Sakaría sagði við engilinn: "Af hverju get ég vitað þetta? Ég er gamall og kona mín hnigin að aldri."

En engillinn svaraði honum: "Ég er Gabríel, sem stend frammi fyrir Guði, ég var sendur til að tala við þig og flytja þér þessa gleðifregn. Og þú munt verða mállaus og ekki geta talað til þess dags, er þetta kemur fram, vegna þess að þú trúðir ekki orðum mínum, en þau munu rætast á sínum tíma."

Og fólkið beið eftir Sakaría og undraðist, hve honum dvaldist í musterinu. En er hann kom út, gat hann ekki talað við þá, og skildu þeir, að hann hafði séð sýn í musterinu. Hann gaf þeim bendingar og var mállaus áfram. Og er þjónustudagar hans voru liðnir, fór hann heim til sín.

En eftir þessa daga varð Elísabet kona hans þunguð, og hún leyndi sér í fimm mánuði og sagði: "Þannig hefur Drottinn gjört við mig, er hann leit til mín að afmá hneisu mína í augum manna." Lúkas 1: 5.-25.


María og Elísabet

En á þeim dögum tók María sig upp og fór með flýti til borgar nokkurrar í fjallbyggðum Júda. Hún kom inn í hús Sakaría og heilsaði Elísabetu. Þá varð það, þegar Elísabet heyrði kveðju Maríu, að barnið tók viðbragð í lífi hennar, og Elísabet fylltist heilögum anda og hrópaði hárri röddu: "Blessuð ert þú meðal kvenna og blessaður ávöxtur lífs þíns. Hvaðan kemur mér þetta, að móðir Drottins míns kemur til mín? Þegar kveðja þín hljómaði í eyrum mér, tók barnið viðbragð af gleði í lífi mínu. Sæl er hún, sem trúði því, að rætast mundi það, sem sagt var við hana frá Drottni." Lúkas 1: 39.-45.

Fæðing Jóhannesar

Nú kom sá tími, að Elísabet skyldi verða léttari, og ól hún son. Og nágrannar hennar og ættmenn heyrðu, hversu mikla miskunn Drottinn hafði auðsýnt henni, og samfögnuðu henni.

Á áttunda degi komu þeir að umskera sveininn, og vildu þeir láta hann heita Sakaría í höfuðið á föður sínum. Þá mælti móðir hans: "Eigi skal hann svo heita, heldur Jóhannes."

palmer hayden baptism[1]En þeir sögðu við hana: "Enginn er í ætt þinni, sem heitir því nafni." Bentu þeir þá föður hans, að hann léti þá vita, hvað sveinninn skyldi heita.

Hann bað um spjald og reit: "Jóhannes er nafn hans," og urðu þeir allir undrandi. Jafnskjótt laukst upp munnur hans og tunga, og hann fór að tala og lofaði Guð. En ótta sló á alla nágranna þeirra og þótti þessi atburður miklum tíðindum sæta í allri fjallbyggð Júdeu. Og allir, sem þetta heyrðu, festu það í huga sér og sögðu: "Hvað mun barn þetta verða?" Því að hönd Drottins var með honum. Lúkas 1: 57. - 66.

Jóhannes skírari

Á þeim dögum kemur Jóhannes skírari fram og prédikar í óbyggðum Júdeu. Hann sagði: "Gjörið iðrun, himnaríki er í nánd." Jóhannes er sá sem svo er um mælt hjá Jesaja spámanni: baptism[1]

Rödd hrópanda í eyðimörk:

Greiðið veg Drottins,

gjörið beinar brautir hans.

Jóhannes bar klæði úr úlfaldahári og leðurbelti um lendar sér og hafði til matar engisprettur og villihunang. Menn streymdu til hans frá Jerúsalem, allri Júdeu og Jórdanbyggð, létu skírast af honum í ánni Jórdan og játuðu syndir sínar.

Þegar hann jesus21[1]sá, að margir farísear og saddúkear komu til skírnar, sagði hann við þá: "Þér nöðru kyn, hver kenndi yður að flýja komandi reiði? Berið þá ávöxt samboðinn iðruninni! Látið yður ekki til hugar koma, að þér getið sagt með sjálfum yður: ,Vér eigum Abraham að föður.' Ég segi yður, að Guð getur vakið Abraham börn af steinum þessum. Öxin er þegar lögð að rótum trjánna, og hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og í eld kastað. Ég skíri yður með vatni til iðrunar, en sá sem kemur eftir mig, er mér máttugri, og er ég ekki verður að bera skó hans. Hann mun skíra yður með heilögum anda og eldi. Hann er með varpskófluna í hendi sér og mun gjörhreinsa láfa sinn og safna hveiti sínu í hlöðu, en hismið mun hann brenna í óslökkvanda eldi." Matt. 3: 1.-12.


Jesús skírður

Þá kemur Jesús frá Galíleu að Jórdan til Jóhannesar að taka skírn hjá honum. Jóhannes vildi varna honum þess og sagði: "Mér er þörf að skírast af þér, og þú kemur til mín!"

Jesús svaraði honum: "Lát það nú eftir. Þannig ber okkur að fullnægja öllu réttlæti." Og hann lét þaðJesusBaptism[1] eftir honum.

En þegar Jesús hafði verið skírður, sté hann jafnskjótt upp úr vatninu. Og þá opnuðust himnarnir, og hann sá anda Guðs stíga niður eins og dúfu og koma yfir sig. Og rödd kom af himnum: "Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á." Matt. 3: 13.-17.

Jóhannes hálshöggvinn

Um þessar mundir spyr Heródes fjórðungsstjóri tíðindin af Jesú. Og hann segir við sveina sína: "Þetta er Jóhannes skírari, hann er risinn frá dauðum, þess vegna eru kraftarnir að verki í honum."

En Heródes hafði látið taka Jóhannes höndum, fjötra hann og varpa í fangelsi vegna Heródíasar, konu Filippusar bróður síns, því Jóhannes hafði sagt við hann: "Þú mátt ekki eiga hana." Heródes vildi deyða hann, en óttaðist lýðinn, þar eð menn töldu hann vera spámann.

En á afmælisdegi Heródesar dansaði dóttir Heródíasar dans frammi fyrir gestunum og hreif Heródes svo, að hann sór þess eið að veita henni hvað sem hún bæði um.

Að undirlagi móður sinnar segir hún: "Gef mér hér á fati höfuð Jóhannesar skírara."

Konungur varð hryggur við, en vegna eiðsins og gesta sinna bauð hann að veita henni þetta. Hann sendi í fangelsið og lét hálshöggva Jóhannes þar. Höfuð hans var borið inn á fati og fengið stúlkunni, en hún færði móður sinni.

Lærisveinar hans komu, tóku líkið og greftruðu, fóru síðan og sögðu Jesú. Matt. 14: 1.-12.

 

Jónsmessa

Messa Jóhannesar skírara, er 24. júní. Hún leysti af hólmi forna sóhvarfahátíð í Róm. Suður í Evrópu var Jónsmessan talin Miðsumarsnótt. Jónsmessunótt, aðfaranótt 24. júní, er ein af fjórum mögnuðustu nóttum ársins og fylgir ýmis þjóðtrú, meðal annars að kýr tali og selir fari úr hömum sínum. Jónsmessudöggin þykir heilnæm til lækninga ef menn velta sér í henni allsberir. Grin

W6CAVWS28QCAXFVHWOCA60KZAUCAE0JEJKCANVEJHECAUQ0SYNCAF5XWXHCA0D28H4CAK4C75LCA2RV71OCARPWID8CA5074HECA0DS84UCAJW9EM6CABRPZYBCA2SBJMNCA0WTNDKCA0MQ6BZCAN5QVUNUpphaflega var haldið upp á 24. júní sem lengsta dag ársins í Rómaborg á 1. öld fyrir Krists burð þegar júlíanska tímatalinu var komið á. Þar hafði verið til forn sólhvarfahátíð sumar og vetur eins og víðast annarsstaðar á norðurhveli jarðar, sem jafnan hefur haldist við í einhverri mynd. Menn áttuðu sig ekki strax á hinni lítilfjörlegu skekkju í júlíanska tímatalinu og þegar Rómarkirkjan afréð að fastsetja fæðingardaga Jesú Krists og Jóhannesar skírara við sólstöður vetur og sumar hafði dagsetning sumarsólhvarfa færst til um nálægt því þrjá daga miðað við stjarnfræðilegar sólstöður. Föstudaginn 20. júní voru Sumarsólstöður.

Boðunardagur Maríu meyjar er 25. mars í nánd við jafndægri á vori. Þá tilkynnti Gabríel erkiengill aðRBCA62W0MGCANRJJYNCA15Y3N2CAM46B40CANV94X7CA152XZ0CA5EGICACA3UDH2XCAEXI3XUCA4F2TINCARVK279CAM2STONCAJM2078CAEMHWJACA7HDB7RCA7MDF3OCAZI7Q6MCA3Q29GKCA10OAQL hún skyldi ala son Guðs, enda eru þá níu mánuðir fram að jólum. Tímasetning boðunardagsins stendur upphaflega í sambandi við jafndægri á vori á sama hátt og Jónsmessa og jól eiga við sólstöður á sumri og vetri. Eins og sagði áðan þá er smávægisleg tímaskekkja sem stafar af júníanska tímatalinu. Það hafði hnikast nokkuð til á þeim fjórum til fimm öldum sem liðnar voru frá gildistöku þess á þeim tímum þegar kirkjan ákvað þessar dagsetningar. Höfuðdagur er 29. ágúst. Þá er þess minnst að Jóhannes skírari var hálshöggvinn. Heimildir: Saga Daganna eftir Árna Björnsson.

Heilmikill fróðleikur sem skýrir sig sjálfur.

http://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/entry/431763/#comments

Hér fyrir ofan er slóð um niðurdýfingarskírn þá sem Jóhannes framkvæmdi og Jesús var39CACNZ245CAI2830LCAEZAMRRCAOXXGCTCAZ4CWNHCAXO0M59CAOCDMOPCAC83LGACAWHQMVSCA4XICEECAG8P5P6CABS1ANNCAE93KHQCAGMLWRTCAWNZQYGCAKQXPNBCAC2I12ACAPD4ZXYCAW3LVML skírður  niðurdýfingaZKCA23V9F9CAJ1KK74CABLT09SCA34J2XOCANOQ3NSCANI6KUTCA2RFFZ8CAB8MHUNCA9936VUCARVUVR0CAWF64COCANXUDDQCATU4GRACACOENDYCA291DNBCA5UC8SDCA2Q20RLCAA2OX4CCAAMVYNVrskírn í ánni Jórdan. Skírnin er táknræn. Skírþeginn fer undir yfirboð vatns og rís aftur upp sem ný sköpun í Kristi. Jesús hefur fyrirgefið allar misgjörðir. Fyrst tökum við afstöðu með Jesú Kristi og biðjum hann að hreinsa syndir okkar og svo síðar þegar við erum tilbúin þá tökum við niðurdýfingarskírn og er það ákvörðun sem við tökum sjálf en ekki foreldrar okkar. Ég hringdi ekki heim og lét vita þegar ég tók skírn í Kirkjulækjarkoti í Rangárvallarsýslu. Þá var ég að verða fjórtán ára. Ég sagði föður mínum frá skírninni þegar ég kom heim. Þetta var og er jú mitt líf og mín ákvörðun. Árið 1992 var ég stödd í okt. við ánna Jórdan og þar var fullt af fólki að taka niðurdýfingarskírn. Magnað að taka skírn á sömu slóðum og sjálfur Jesús Kristur.

http://amma-gulla.blog.is/blog/amma-gulla/entry/574539/#comments

Guðlaug Helga bloggar um Jónsmessu og þar kom fram spurning um ógiftar konur og Jónsmessuna.dream1[1]

Við Breiðafjörð virðis eggjaspá í glasi fyrir ógiftum stúlkum hafa verið þekktur leikur snemma á öldinni. Henni er þannig lýst: „Kvöldið fyrir Jónsmessunótt var glas hálffyllt með vatni, og egg brotið í sundur og hvítunni hellt í vatnið, látið standa hreyfingarlaust yfir nóttina. Hvítan tók á sig margvíslegar myndir og úr því var lesið hvaða atvinnu bóndaefnið stundaði.

„Tiltölulega fáir heimildarmenn nefna óskastund á Jónsmessunótt eða spá fyrir framtíðina. Nokkrir töldu að dreyma mætti verðandi maka með því að tína 7 -12 grasategundir á miðnætti og sofa með þær undir kodda." Hér get ég ekki séð annað en að strákarnir geti líka farið út í kvöld að tína grös.

Best að fjalla ekkert um Brönugrasið.

Gleðilega Jónsmessunótt og Jónsmessu á morgunn.

Guð blessi ykkur öll.

Kær kveðja/Rósa

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda bloggar

Glitter Graphics



Adda bloggar, 24.6.2008 kl. 00:54

2 Smámynd: Adda bloggar

þakka þér fyrir þessi frábæru orð, mikill fróðleikur!

Adda bloggar, 24.6.2008 kl. 00:55

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Adda mín. Takk sömuleiðis. Takk fyrir hlýjar kveðjur og fallegu myndina.

Guð blessi þig og fjölskyldu þína.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.6.2008 kl. 01:03

4 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Elsku Rósa, altaf er jafn gaman að lesa færslurnar þínar, mikill fróðleikur að lesa, margt sem að rifjast upp þegar að maður les fyrir svona elliæra kerlíngu eins og mig.

Guð geimi þig Rósa mín

Kristín Gunnarsdóttir, 24.6.2008 kl. 09:26

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Glitter Graphics

Good Morning Glitters

Guð gefi þér góðan dag kæra Kristín.

Sendi þér og þeim sem koma í dag í heimsókn á síðuna hjá mér falleg blóm og góðar kveðjur. Nú held ég að sumarið sé að koma aftur hingað á Norðausturhornið eftir leiðindi eins og ég líst í bloggfærslu eftir að við komum heim frá höfuðborginni og höfuðborg Norðurlands. Fórstu út í gærkvöldi og týndir grasategundir, lést þær undir koddann þinn og dreymdi verðandi maka? Ég nennti því ekki. Mér er ekki viðbjargandi. 

Takk fyrir innlitið og hlýjar kveðjur.

Guð veri með þér.

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.6.2008 kl. 09:53

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Glitter Graphics

Congratulations Glitter Pictures

Sæl Guðlaug mín. Gleðilega Jónsmessu.

Takk fyrir hlý hvatningarorð.

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

GLEÐILEGA JÓNSMESSU KÆRU BLOGGVINIR OG ÞIÐ ÖLL SEM SKOÐIÐ SÍÐUNA MÍNA.

GUÐ BLESSI YKKUR ÖLL.

KÆR KVEÐJA/RÓSA

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.6.2008 kl. 11:10

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Takk fyrir þetta Rósa mín eigðu góðan dag og guð verði með þér.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.6.2008 kl. 11:52

8 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Gleðilega Jónsmessu Rósa og flott færsla eins og þín er von og vísa.

Bestu kveðjur héðan úr steikjandi sól og þurrki.Úlfurinn

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 24.6.2008 kl. 19:35

9 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Takk fyrir þetta kæra bloggvinkona og ég er hreykinn af því hversu dugleg þú ert að boða Guðsorð... haltu því áfram...

Guðni Már Henningsson, 24.6.2008 kl. 21:21

10 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Gleðilega Jónsmessu og bestu kveðjur til þín..

Erna Friðriksdóttir, 24.6.2008 kl. 23:36

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og takk innilega fyrir innlitið.

Þá er Jónsmessan að kveðja. Hér var hlýtt rétt á meðan sólin skein í dag. Það er mikill loftkuldi hér og ennþá hangir nýi snjórinn hér efst í Krossavíkurfjöllunum.

Sæl Katla mín. Takk fyrir góðar óskir.

Sæll Úlli minn. Takk fyrir góðar óskir og hólið. Hér er nú orðið þurrt en ég væri mjög hrifin ef það kæmi almennilegur hiti hérna. Jag fryser

Sæll Guðni minn. Ég segi bara pass en ætla að halda áfram að pára eitthvað. Skilaðu kveðju í kirkjuna frá okkur hér á hjara veraldar.

Sæl Erna mín. Takk fyrir góðar óskir.

Guð blessi ykkur öll.

Kær kveðja/Rósa.

Glitter Graphics

Good Night Glitter

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.6.2008 kl. 00:01

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl elsku Rósa mín. Mikið var yndislegt að hitta þig um daginn. Nú dreg ég miða hvern dag og er að læra þessi litlu góðu skilaboð, gæti tekið mig einhver ár en yndislegt að lesa þetta.  Takk enn og aftur ljúfust.  Vona að þú hafir það sem allra best og pabbi þinn líka. 

Ásdís Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 19:54

13 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Ásdís mín og takk fyrir innlitið.

Það var svo skemmtilegt að hitta þig og eins Eyþór. Þetta smell passaði að þú áttir smá frí á meðan ég var á Selfossi. Ég hitti Svandísi sem þú sagðir mér frá. Hún var að slá garðinn við Hvítasunnukirkjuna. Sennilega hefði ekkert fattast um að við værum báðar að blogga nema að þú varst búin að segja mér frá henni og hvað hún myndi heita. Þegar hún kynnti sig þá auðvita vissi ég strax að þarna var bloggari á ferð. Þökk sé þér.

Guð veri með ykkur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.6.2008 kl. 21:15

14 Smámynd: Brynja skordal

innlitskvitt og hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 26.6.2008 kl. 22:52

15 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Góð lesning,takk fyrir þetta.

kær kveðja/Maggi

Magnús Paul Korntop, 26.6.2008 kl. 23:23

16 Smámynd: Halla Rut

Vönduð færsla hjá þér.


Halla Rut , 27.6.2008 kl. 00:31

17 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Glitter Graphics

Weekend Glitter Pictures

Sæl og blessuð Brynja, Maggi og Halla Rut.

Kærar þakkir fyrir innlitið, hól og góðar óskir.

Guð veri með ykkur um helgina og um alla framtíð.

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.6.2008 kl. 21:45

18 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður frændi og takk fyrir innlitið.

Sömuleiðis, hafðu það gott um helgina.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.6.2008 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband