21.5.2008 | 11:48
Gjafir Andans - Náðargjafirnar.
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Gjafir Andans - Náðargjafirnar.
Eftir Michael Harper
Þýðandi ókunnur.
Biblíulestur úr enska blaðinu RENEWAL." Biblíulestur sem mun fjalla um ýmsar hliðar á endurnýjun í Heilögum Anda.
Heppilegt til notkunar fyrir hópa eða einstaklinga.
1. Hvað eru náðargjafir?
Þeim er lýst í 1. Kor. 12:1 - 11.*
1) En svo ég minnist á gáfur andans, bræður, þá vil ég ekki að þér séuð fáfróðir um þær.
2) Þér vitið, að þegar þér voruð heiðingjar, þá létuð þér leiða yður til mállausra skurðgoðanna, rétt eins og verkast vildi.
3) Fyrir því læt ég yður vita, að enginn, sem talar af Guðs anda, segir: ,,Bölvaður sé Jesús!" og enginn getur sagt: ,,Jesús er Drottinn!" nema af heilögum anda.
4) Mismunur er á náðargáfum, en andinn er hinn sami,
5) og mismunur er á embættum, en Drottinn hinn sami,
6) og mismunur er á hæfileikum að framkvæma, en Guð hinn sami, sem öllu kemur til leiðar í öllum.
7) Andinn opinberast í sérhverjum til þess, sem gagnlegt er.
8) Einum er fyrir andann gefið að mæla af speki, öðrum að mæla af þekkingu í krafti sama anda.
9) Hinn sami andi veitir einum trú, öðrum lækningagáfu
10) og öðrum kraft til að framkvæma undur. Einn fær spádómsgáfu, annar hæfileika að greina anda, einn að tala tungum og annar að útleggja tungutal.
11) En öllu þessu kemur til leiðar eini og sami andinn, og hann útbýtir hverjum einum eftir vild sinni."
a) Andagáfur: (andlegar gáfur, grískar: Pneumatika, 1. Kor. 12: 1.*
Biblían greinir á milli hins náttúrulega og hins andlega. Orðið yfirnáttúrulegur" á sér ekki hliðstæðu úr gríska Nýja testamentinu. Þó að gjafir andans starfi gegnum mannlegt eðli okkar, þá eru þær andlegar, sem, þýðir að þær eru guðdómlegar að uppruna en ekki mannlegar. Sjá spurningu nr. 4 til nánari útskýringar.
Gáfur, gjafir: (gr. Charismata), 1 Kor. 12: 4,9.* Þær eru gjafir Guðs, gefnar ókeypis, en ekki fyrir verðleika okkar.
Embætti: (þjónustur, gr. Diakoniai), 1. Kor. 12: 5.* Tilgangurinn með veitingu þeirra er þjónusta við aðra, en ekki fyrst og fremst að veita okkur blessun. En þar sem sælla er að gefa en þiggja" Post. 20:35, njótum við góðs af um leið og við þjónum öðrum á þennan hátt.
Í öllu sýndi ég yður, að með því að vinna þannig ber oss að annast óstyrka og minnast orða Drottins Jesú, að hann sjálfur sagði: ,Sælla er að gefa en þiggja." Post. 20: 35.
Framkvæmdir: (kraftaverk, gr. Energemata), 1. Kor. 12: 6.* Hér er fyrst og fremst um að ræða augnabliks kraftaverkareynslu" við sérstakar kringumstæður, en síður sem varanlega hæfileika. Guðdómleg orka leysis úr læðingi á þennan hátt.
Opinberun Andans: (gr. Phanerosis), 1.Kor. 12: 7.* Slíkar opinberanir hafa varanleg og greinanleg áhrif á fólk eða kringumstæður. Líkt og á Hvítasunnudag heyrir fólk og sér Guð að verki" Post. 2: 33.
Nú er hann upp hafinn til Guðs hægri handar og hefur af föðurnum tekið við Heilögum Anda, sem fyrirheitið var, og úthellt honum, eins og þér sjáið og heyrið." Post. 2: 33.
Náðargjafir eru ákveðnar framkvæmdir (gr. Energemata) sem eru faldar mönnum af Heilögum Anda (pneumatika) og veitast þeim ókeypis (charismata) og opinberast (phanerosis) í gegnum mannleg skilningsvit (t.d. huga, munn hendur) til að þjóna öðrum mönnum (diakoniai) þeim til blessunar og Guði til dýrðar.
b) Mismunandi náðargjafir; sem nefndar eru í Nýja Testamentinu:
Í 1. Kor. 12: 8.-10.* Eru nefndar 9 gjafir, þ.e, mæla af speki, mæla af þekkingu, trú, lækningagáfur, framkvæmdir kraftaverka, spámannleg gáfa, greining anda, tungutal og útlegging tungna.
Í 1. Kor. 7.7.-9. er talað um hjónaband og einlífi sem náðargjafir.
En þess óska ég, að allir menn væru eins og ég er sjálfur, en hver hefur sína náðargjöf frá Guði, einn þessa og annar hina. Hinum ókvæntu og ekkjunum segi ég, að þeim er best að halda áfram að vera ein eins og ég.
En hafi þau ekki taumhald á sjálfum sér, þá gangi þau í hjónaband, því að betra er að ganga í hjónaband en að brenna af girnd."
Í Róm. 12: 7.-8. Nefnir auk áðurnefndra náðargjafa: þjónustu, kennslu, áminningu, útbýtingu, forstöðu og iðkun miskunnsemi.
Sé það þjónusta, skulum vér þjóna. Sá sem kennir, hann kenni, sá sem áminnir, hann áminni. Sá sem útbýtir gjöfum, gjöri það í einlægni. Sá sem veitir forstöðu, sé kostgæfinn og sá sem iðkar miskunnsemi, gjöri það með gleði." Róm. 12: 7.-8.
Efes. 4: 11. Postular, spámenn, trúboðar, hirðar, kennarar.
Og frá honum er sú gjöf komin, að sumir eru postular, sumir spámenn, sumir trúboðar, sumir hirðar og kennarar." Efes. 4: 11.
c) Aðrar gjafir:
Nýja Testamentið gefur okkur ekki tæmandi lista yfir hinar ýmsu gjafir Heilags Anda. T.d. má nefna tónlist, þegar einstaklingi er gefið bæði lag og ljóð í lofsöng til Guðs, en slíkt er ekki nefnt sem sérstök náðargjöf í Nýja Testamentinu.
Náðargjafirnar koma ekki fram sem óskeikull boðskapur eða gjörðir hjá einstaklingum. Þær eiga að koma fram innan og í réttu samhengi í söfnuðinum, sem veitir réttan aga og einnig öryggi. Þeir sem bera fram opinberanir af Heilögum Anda (í orði og verki) á annan hátt, verða alltaf að vera undirgefnir t.d. öldungum og leiðtogum.
2. Hvaða hlutverki gegna náðargjafirnar?
Þegar þessar gjafir eru ósviknar (innblásnar af Anda Guðs), réttilega iðkaðar og þeim veitt viðtaka með þakklæti, gerist eftirfarandi.
- a) Náðargjafirnar vegsama Krist:
Hann mun gjöra mig dýrlegan, því af mínu mun hann taka og kunngjöra yður. Allt sem faðirinn á, er mitt. Því sagði ég, að hann tæki af mínu og kunngjörði yður." Jóh. 16. 14.-15.
Fyrst Guð gaf þeim nú sömu gjöf og oss, er vér tókum trú á Drottin Jesú Krist, hvernig var ég þá þess umkominn að standa gegn Guði?" Þegar þeir heyrðu þetta, stilltust þeir, og þeir vegsömuðu Guð og sögðu: ,,Guð hefur þá einnig gefið heiðingjunum afturhvarf til lífs." Post. 11. 17.-18.
b) Þær sannfæra heiminn um sannleikann:
Hann mun gjöra mig dýrlegan, því af mínu mun hann taka og kunngjöra yður. Allt sem faðirinn á, er mitt. Því sagði ég, að hann tæki af mínu og kunngjörði yður." Jóh. 16: 13.
Fyrst Guð gaf þeim nú sömu gjöf og oss, er vér tókum trú á Drottin Jesú Krist, hvernig var ég þá þess umkominn að standa gegn Guði?" Þegar þeir heyrðu þetta, stilltust þeir, og þeir vegsömuðu Guð og sögðu: ,,Guð hefur þá einnig gefið heiðingjunum afturhvarf til lífs." Mark. 16: 17.-18.
Þeir voru allir furðu lostnir og ráðalausir og sögðu hver við annan: ,,Hvað getur þetta verið?" En aðrir höfðu að spotti og sögðu: ,,Þeir eru drukknir af sætu víni." Post. 2: 12.-13.
,,Hvað eigum vér að gjöra við þessa menn? Því að augljóst er öllum Jerúsalembúum, að ótvírætt tákn er orðið af þeirra völdum. Vér getum ekki neitað því." Post. 4: 16.
Stefán var fullur af náð og krafti og gjörði undur og tákn mikil meðal fólksins." Post. 6: 8.
Þegar landstjórinn sá þennan atburð, varð hann gagntekinn af kenningu Drottins og tók trú." Post. 13: 12.
- c) Leiðbeina söfnuðinum í útnefningu starfsmanna:
Í söfnuðinum í Antíokkíu voru spámenn og kennarar. Þar voru þeir Barnabas, Símeon, nefndur Níger, Lúkíus frá Kýrene, Manaen, samfóstri Heródesar fjórðungsstjóra, og Sál. Eitt sinn er þeir voru að þjóna Drottni og föstuðu sagði heilagur andi: ,,Skiljið frá mér til handa þá Barnabas og Sál til þess verks, sem ég hef kallað þá til." Síðan föstuðu þeir og báðust fyrir, lögðu hendur yfir þá og létu þá fara." Post. 13: 1.-3.
Þetta er það, sem ég minni þig á, barnið mitt, Tímóteus, með þau spádómsorð í huga, sem áður voru yfir þér töluð. Samkvæmt þeim skalt þú berjast hinni góðu baráttu, í trú og með góðri samvisku." 1. Tím. 1: 18.
Og í trúboði: Þeir fóru um Frýgíu og Galataland, því heilagur andi varnaði þeim að boða orðið í Asíu." Post. 16: 6.
Stundum veitist náðargjafirnar (staðfesting), en sérhver ætti þó að fara með gát í þessu. Við eigum. Við eigum fyrst og fremst að beygja okkur undir þá handleiðslu sem söfnuðurinn í heild veitir í visku og vilja, nema í mjög persónulegum málefnum.
- d) Náðargjafirnar uppbyggja söfnuðinn (og einstaklinginn, þegar hann talar í tungum.
Ávallt þakka ég Guði mínum yðar vegna fyrir þá náð, sem hann hefur gefið yður í Kristi Jesú." 1. Kor. 14: 4.
- e) Þær lækna,m sál og anda: Lestu um lækningarstarfið í söfnuðinum skv. Frásögum Postulasögunnar.
Náðargjafirnar bæta ekki við hina eilífu opinberun Guðs í Ritningunum. Þær eru heldur ekki merki um helgun.
3. Hjá hverjum koma náðargjafirnar fram?
Í raun og veru er því þannig varið að náðargjafirnar eru ekki eign okkar, heldur notum við þær, höfum þær að láni." Hjá hverjum koma þær fram?
Kristnum mönnum almennt: Sérhver limur á líkama Krists hefur aðgang að slíkri yfirnáttúrulegri hjálp, sem birtist í gjöf Andans.
Andinn opinberast í sérhverjum til þess, sem gagnlegt er. Einum er fyrir andann gefið að mæla af speki, öðrum að mæla af þekkingu í krafti sama anda. Hinn sami andi veitir einum trú, öðrum lækningagáfu og öðrum kraft til að framkvæma undur. Einn fær spádómsgáfu, annar hæfileika að greina anda, einn að tala tungum og annar að útleggja tungutal. En öllu þessu kemur til leiðar eini og sami andinn, og hann útbýtir hverjum einum eftir vild sinni." 12: 7.-11.
Leiðtogum safnaðarins. Slíkir menn öðlast sérstakar náðar-gjafir til þess að geta innt af hendi sitt ábyrgðarmikla hlutverki í söfnuðinum.
Vanræktu ekki náðargjöfina þína, sem var gefin þér að tilvísan spámanna og með handayfirlagningu öldunganna." 1. Tím. 4: 14.
Postulatákn voru gjörð á meðal yðar af mikilli þrautseigju, tákn, undur og kraftaverk."
2. Kor. 12: 12.
Ótta setti að hverjum manni, en mörg undur og tákn gjörðust fyrir hendur postulanna."
Post. 2: 43.
En vantrúa Gyðingar vöktu æsing með heiðingjum og illan hug gegn bræðrunum."
Post 14: 2.
Hjá vantrúuðum: Við getum ekki fundið neina frásögn í Nýja testamentinu þar sem kemur fram að vantrúaðir menn (ekki kristnir) hafi notað ósviknar gjafir af Heilögum Anda, þrátt fyrir að okkur sé gefin aðvörun um allskonar kraft og tákn og undur lyginnar." Þér munið, bræður, eftir erfiði voru og striti: Vér unnum nótt og dag, til þess að vera ekki neinum yðar til þyngsla, um leið og vér prédikuðum fyrir yður fagnaðarerindi Guðs."1. Þess. 2: 9.
En í Gamla testamentinu lesum við hins vegar um t.d. Bíleam, sem spáði* og um Kýrus, sem Drottinn smurði"* en hvorugur þessara manna var barn Gyðinga-sáttmálans. Viðhorf okkar ætti því að vera sama og Jesú Krists, er hann var spurður um þetta atriði af lærisveinum sínum. Hann svaraði: Jóhannes tók til máls:
*"Þegar Bíleam sá, að það var gott í augum Guðs að blessa Ísrael, gekk hann ekki burt eins og í fyrri skiptin til að leita spáfrétta, heldur hélt á leið til eyðimerkurinnar. Og er Bíleam hóf upp augu sín og sá Ísrael, þar sem hann lá í herbúðum eftir kynkvíslum sínum, kom andi Guðs yfir hann. Flutti hann þá kvæði sitt og mælti: Svo mælir Bíleam Beórsson, svo mælir maðurinn, sem byrgð hefir augun. Svo mælir hann, sem heyrir orð Guðs, sem sér sýn Hins Almáttuga, hnígandi niður og með upp loknum augum: Hve fögur eru tjöld þín, Jakob! bústaðir þínir, Ísrael! Eins og víðir árdalir, eins og aldingarðar á fljótsbökkum, eins og alóetré, er Drottinn hefir gróðursett, eins og sedrustré við vötn. Vatn rennur úr skjólum hans, og sáð hans hefir nægt vatn. Konungur hans mun meiri verða en Agag, og konungdómur hans mun verða vegsamlegur. Sá Guð, sem leiddi hann af Egyptalandi, er honum sem horn vísundarins. Hann upp etur óvinaþjóðir, og bein þeirra brýtur hann og nístir þá með örvum sínum. Hann leggst niður, hvílist sem ljón og sem ljónynja, - hver þorir að reka hann á fætur? Blessaður sé hver sá, sem blessar þig, en bölvaður sé hver sá, sem bölvar þér." 4. Mós. 24: 1.-9.
*"Svo segir Drottinn við sinn smurða, við Kýrus, sem ég held í hægri höndina á, til þess að leggja að velli þjóðir fyrir augliti hans og spretta belti af lendum konunganna, til þess að opna fyrir honum dyrnar og til þess að borgarhliðin verði eigi lokuð:" Jes. 45: 1.
*,,Meistari, vér sáum mann reka út illa anda í þínu nafni, og vildum vér varna honum þess, af því að hann fylgir oss ekki." En Jesús sagði við hann: ,,Varnið þess ekki. Sá sem er ekki á móti yður, er með yður." Lúk. 9: 49-50.
4. Hvernig koma náðargjafirnar fram?
- a) Þær starfa í gegnum mannlegt eðli fyrir frumkvæði og kraft Heilags Anda:
Heilagur Andi notar hin venjulegu sálrænu og huglægu skilningarvit til þess að koma áleiðis eigin hugsunum. Orð hans koma frá vörum okkar og máttar hans um hendur okkar. Guð notar þannig mannlegt hold. Hann getur einnig gengið alveg framhjá því, en kýs þó sjaldan að gera slíkt. Þess vegna er það jafnan svo, að okkar mannlega eðli, menningarlegi bakgrunnur og hefðir koma skýrt fram í því sem við segjum og gerum og hvernig við förum að.
- b) Gjafir andans koma fyrst upp í anda mannsins, en ekki í huga eða sálu hans:
Því að ef ég biðst fyrir með tungu, þá biður andi minn, en skilningur minn ber engan ávöxt." 1. Kor. 14: 14. Eiginl. liggur ónotaður.
Hugur okkar, vilji og tilfinningar gegna áfram sínu hlutverki, en frumkvæmið kemur ekki þaðan, heldur frá anda okkar. Heilagur Andi sem er sameinaður anda okkar, (ef við erum kristin), mun leiðbeina okkur og stýra til að tala eða framkvæma og þá koma náðargjafirnar fram.
- c) Skilyrði þess að gjafirnar verði til blessunar í verki:
- 1) Á vöxtur Andans:
Kærleikur: Án hans er allt gagnlaust. *1. Kor. 13. Sjá neðst.
Gleði: Hjá þeim sem notar gjafirnar og einnig þeim sem taka á móti. Eitt sinn er þeir voru að þjóna Drottni og föstuðu sagði heilagur andi: ,,Skiljið frá mér til handa þá Barnabas og Sál til þess verks, sem ég hef kallað þá til." Post. 13: 2.
Friður: Því að Guð er Guð friðarins en ekki truflunarinnar." 1. Kor. 14: 33.a.
Langlyndi: (þolinmæði) Við gefum tíma til þess að náðargjafir komi fram. Post. 13: 2.
Gæska: (gr. chrestotes). Þetta hefur m.a. sömu þýðingu og kemur fram í Matt. 11: 30. Mitt ok er indælt (auðvelt) og byrði mín létt." Þegar Guð framkvæmir hlutina verður allt auðvelt.
Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar. Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt." Matt. 11: 30.
Góðvild: Sá andi er við látum leiðast af er við gefum öðrum. Því að ég þrái að sjá yður, til þess að ég fái veitt yður hlutdeild í andlegri náðargjöf, svo að þér styrkist, eða réttara sagt: Svo að vér getum uppörvast saman fyrir hina sameiginlegu trú, yðar og mína."Róm.1: 11.-12.
Trúmennska: Án hennar koma gjafir Andans ekki fram, því táknin fylgja þeim sem trúa.
En þessi tákn munu fylgja þeim, er trúa: Í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum." Mark. 16.-17.
Hógværð: Sem þvingar vilja sínum upp á aðra:
Þjónn Drottins á ekki að eiga í ófriði, heldur á hann að vera ljúfur við alla, góður fræðari, þolinn í þrautum, hógvær er hann agar þá, sem skipast í móti. Guð kynni að gefa þeim sinnaskipti, sem leiddi þá til þekkingar á sannleikanum, þá gætu þeir endurvitkast og losnað úr snöru djöfulsins, sem hefur veitt þá til að gjöra hans vilja." 2. Tím. 2: 24.-26.
Nei, vér vorum mildir yðar á meðal, eins og móðir, sem hlúir að börnum sínum. Slíkt kærleiksþel bárum vér til yðar, að vér vildum glaðir gefa yður ekki einungis fagnaðarerindi Guðs, heldur og vort eigið líf því að þér voruð orðnir oss ástfólgnir." 1. Þess. 2: 7.-8.
Bindindi: (sjálfstjórn) Náðargjafirnar eru ekki notaðar fyrir þvingun, því heilagur Andi er ekki andi nauðgunar. Við erum aldrei neydd til þess að nota náðargjafirnar. Andar spámanna eru spámönnum undirgefnir, því að Guð er ekki Guð truflunarinnar, heldur friðarins." 1. Kor. 14: 32.-33a. Því að ekki gaf Guð oss anda hugleysis, heldur anda máttar og kærleiks og stillingar. 2. Tím. 3: 7.
- 2) Hlýðni:
Hlýðni við Guð: Heilagur Andi er gefinn þeim sem hlýða Guði við hvorn annan. Vér erum vottar alls þessa, og heilagur andi, sem Guð hefur gefið þeim, er honum hlýða." Post. 5: 32.
Hlýðni við hvorn annan: Lestu gaumgæfilega það sem Páll segir í 1. Kor. 14: 33.-40. Andar spámanna eru spámönnum undirgefnir, því að Guð er ekki Guð truflunarinnar, heldur friðarins. Eins og í öllum söfnuðum hinna heilögu skulu konur þegja á safnaðarsamkomunum,
því að ekki er þeim leyft að tala, heldur skulu þær vera undirgefnar,
eins og líka lögmálið segir. En ef þær vilja fræðast um eitthvað, þá skulu þær spyrja eiginmenn sína heima. Því að það er ósæmilegt fyrir konu að tala á safnaðarsamkomu. (Ahaha) Eða er Guðs orð frá yður komið? Eða er það komið til yðar einna? Ef nokkur þykist spámaður vera eða gæddur gáfum andans, hann skynji, að það, sem ég skrifa yður, er boðorð Drottins. Vilji einhver ekki við það kannast, þá verður ekki við hann kannast. Þess vegna, bræður mínir, sækist eftir spádómsgáfunni og aftrið því ekki, að talað sé tungum. En allt fari sómasamlega fram og með reglu."
- d) Eftirfarandi getur hindrað blessunina sem á að fylgja náðargjöfunum:
Skortur á ávexti Andans, einkum kærleikanum. *1. Kor. 13. Sjá neðst.
Þrjóskur og svikafullur andi: (spillt hugarfar) En maður nokkur, Ananías að nafni, seldi ásamt Saffíru, konu sinni, eign og dró undan af verðinu með vitund konu sinnar, en kom með nokkuð af því og lagði fyrir fætur postulanna. En Pétur mælti: ,,Ananías, hví fyllti Satan hjarta þitt, svo að þú laugst að heilögum anda og dróst undan af verði lands þíns? Var landið ekki þitt, meðan þú áttir það, og var ekki andvirði þess á þínu valdi? Hvernig gastu þá látið þér hugkvæmast slíkt tiltæki? Ekki hefur þú logið að mönnum, heldur Guði." Þegar Ananías heyrði þetta, féll hann niður og gaf upp öndina, og miklum ótta sló á alla þá, sem heyrðu. En ungu mennirnir stóðu upp og bjuggu um hann, báru hann út og jörðuðu. Að liðnum svo sem þrem stundum kom kona hans inn og vissi ekki, hvað við hafði borið. Þá spurði Pétur hana: ,,Seg mér, selduð þið jörðina fyrir þetta verð?" En hún svaraði: ,,Já, fyrir þetta verð." Pétur mælti þá við hana: ,,Hvernig gátuð þið orðið samþykk um að freista anda Drottins? Þú heyrir við dyrnar fótatak þeirra, sem greftruðu mann þinn. Þeir munu bera þig út." Jafnskjótt féll hún niður við fætur hans og gaf upp öndina. Ungu mennirnir komu inn, fundu hana dauða, báru út og jörðuðu hjá manni hennar. Og miklum ótta sló á allan söfnuðinn og alla, sem heyrðu þetta." Post. 5: 1.-11.
Stolt: Augað getur ekki sagt við höndina: ,,Ég þarfnast þín ekki!" né heldur höfuðið við fæturna: ,,Ég þarfnast ykkar ekki!" 1. Kor. 12: 21.
Öfund: Ef fóturinn segði: ,,Fyrst ég er ekki hönd, heyri ég ekki líkamanum til," þá er hann ekki fyrir það líkamanum óháður. Og ef eyrað segði: ,,Fyrst ég er ekki auga, heyri ég ekki líkamanum til," þá er það ekki þar fyrir líkamanum óháð." 1. Kor. 15.-16.
Afbrýðissemi og sjálfselskufullur metnaður: Hver er vitur og skynsamur yðar á meðal? Hann láti með góðri hegðun verk sín lýsa hóglátri speki. En ef þér hafið beiskan ofsa og eigingirni í hjarta yðar, þá stærið yður ekki og ljúgið ekki gegn sannleikanum. Sú speki kemur ekki að ofan, heldur er hún jarðnesk, andlaus, djöfulleg. Því hvar sem ofsi og eigingirni er, þar er óstjórn og hvers kyns böl." Jak. 3: 13.-16.
Beiskja: Sami maðurinn gerir allt: (einhliða þjónusta) Ef allur líkaminn væri auga, hvar væri þá heyrnin? Ef hann væri allur heyrn, hvar væri þá ilmanin? En nú hefur Guð sett hvern einstakan lim á líkamann eins og honum þóknaðist. Ef allir limirnir væru einn limur, hvar væri þá líkaminn?" 1. Kor. 12: 17.-19.
Skortur á leiðtogum: Og frá honum er sú gjöf komin, að sumir eru postular, sumir spámenn, sumir trúboðar, sumir hirðar og kennarar. Þeir eiga að fullkomna hina heilögu og láta þeim þjónustu í té, líkama Krists til uppbyggingar, þangað til vér verðum allir einhuga í trúnni og þekkingunni á syni Guðs, verðum fullþroska og náum vaxtartakmarki Krists fyllingar. Vér eigum ekki að halda áfram að vera börn, sem hrekjast og berast fram og aftur af hverjum kenningarvindi, tæld af slægum mönnum með vélabrögðum villunnar. Vér eigum heldur að ástunda sannleikann í kærleika og vaxa í öllu upp til hans, sem er höfuðið, - Kristur. Hann tengir líkamann saman og heldur honum saman með því að láta sérhverja taug inna sína þjónustu af hendi, allt eftir þeim krafti, sem hann úthlutar hverri þeirra. Þannig lætur hann líkamann vaxa og byggjast upp í kærleika." Efes. 4: 11.-16.
5. Hvar koma náðargjafirnar fram?
- a) Í söfnuðinum.
Hvenær sem fólk Guðs kemur saman til tilbeiðslu, samfélags eða starfa. Hvernig er það þá, bræður? Þegar þér komið saman, þá hefur hver sitt fram að færa: Sálm, kenningu, opinberun, tungutal, útlistun. Allt skal miða til uppbyggingar." 1. Kor. 14: 26.
Í söfnuðinum í Antíokkíu voru spámenn og kennarar. Þar voru þeir Barnabas, Símeon, nefndur Níger, Lúkíus frá Kýrene, Manaen, samfóstri Heródesar fjórðungsstjóra, og Sál. Eitt sinn er þeir voru að þjóna Drottni og föstuðu sagði heilagur andi: ,,Skiljið frá mér til handa þá Barnabas og Sál til þess verks, sem ég hef kallað þá til." Síðan föstuðu þeir og báðust fyrir, lögðu hendur yfir þá og létu þá fara." Post. 13. 1.-3.
Hvenær sem við þjónum hverju öðru á samkomum eða í einkasamtölum t.d. sálgæslu.
- b) Í heiminum:
Hvenær sem við vitnum um Drottin eða erum í kristniboðsferðum: Þeir fóru nú, sendir af heilögum anda, til Selevkíu og sigldu þaðan til Kýpur. Þegar þeir voru komnir til Salamis, boðuðu þeir orð Guðs í samkunduhúsum Gyðinga. Höfðu þeir og Jóhannes til aðstoðar. Þeir fóru um alla eyna, allt til Pafos. Þar fundu þeir töframann nokkurn og falsspámann, Gyðing, er hét Barjesús. Hann var hjá landstjóranum Sergíusi Páli, hyggnum manni, sem hafði boðað þá Barnabas og Sál á fund sinn og fýsti að heyra Guðs orð. Gegn þeim stóð Elýmas, töframaðurinn, en svo er nafn hans útlagt. Reyndi hann að gjöra landstjórann fráhverfan trúnni. En Sál, sem og er nefndur Páll, hvessti á hann augun og sagði, fylltur heilögum anda: ,,Þú djöfuls sonur, fullur allra véla og flærðar, óvinur alls réttlætis, ætlar þú aldrei að hætta að rangsnúa réttum vegum Drottins? Nú er hönd Drottins reidd gegn þér, og þú munt verða blindur og ekki sjá sól um tíma." Jafnskjótt féll yfir hann þoka og myrkur, og hann reikaði um og leitaði einhvers til að leiða sig. Þegar landstjórinn sá þennan atburð, varð hann gagntekinn af kenningu Drottins og tók trú." Post. 13: 4.-12.
Hvenær sem við sýnum öðrum hjálp og umhyggju: Pétur og Jóhannes gengu upp í helgidóminn til síðdegisbæna. Þá var þangað borinn maður, lami frá móðurlífi, er dag hvern var settur við þær dyr helgidómsins, sem nefndar eru Fögrudyr, til að beiðast ölmusu hjá þeim, er inn gengu í helgidóminn. Er hann sá þá Pétur og Jóhannes á leið inn í helgidóminn, baðst hann ölmusu. Þeir horfðu fast á hann, og Pétur sagði: ,,Lít þú á okkur." Hann starði á þá í von um að fá eitthvað hjá þeim. Pétur sagði: ,,Silfur og gull á ég ekki, en það sem ég hef, það gef ég þér: Í nafni Jesú Krists frá Nasaret, statt upp og gakk!" Og hann tók í hægri hönd honum og reisti hann upp. Jafnskjótt urðu fætur hans og ökklar styrkir, hann spratt upp, stóð í fætur og tók að ganga. Hann fór inn með þeim í helgidóminn, gekk um og stökk og lofaði Guð. Allt fólkið sá hann ganga um og lofa Guð. Þeir þekktu, að hann var sá er hafði setið fyrir Fögrudyrum helgidómsins til að beiðast ölmusu. Urðu þeir furðu lostnir og frá sér numdir af því, sem fram við hann hafði komið." Post. 3: 1.-10.
Postulasagan er full af frásögnum um hvernig gjafir Heilags Anda komu fram í Kristniboðsstarfinu eins og Jesús hafði lofað: Seinna birtist hann þeim ellefu, þegar þeir sátu til borðs, og ávítaði þá fyrir vantrú þeirra og harðúð hjartans, að þeir hefðu ekki trúað þeim, er sáu hann upp risinn. Hann sagði við þá: ,,Farið út um allan heim, og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni. Sá sem trúir og skírist, mun hólpinn verða, en sá sem trúir ekki, mun fyrirdæmdur verða. En þessi tákn munu fylgja þeim, er trúa: Í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum, taka upp höggorma, og þó að þeir drekki eitthvað banvænt, mun þeim ekki verða meint af. Yfir sjúka munu þeir leggja hendur, og þeir verða heilir." Mark. 16: 14.-18.
Hvenær sem við erum ofsótt: Taktu eftir að Mark. 13: 9.-11. Er fyrirheit handa þeim sem ofsóttir verða, en ekki prédikurum. Lestu einnig um kraftaverkið í Post. 12: 1.-11.
Gætið að sjálfum yður. Menn munu draga yður fyrir dómstóla, í samkundum verðið þér húðstrýktir, og þér munuð leiddir fyrir landshöfðingja og konunga mín vegna, þeim til vitnisburðar. En fyrst á að prédika öllum þjóðum fagnaðarerindið. Þegar menn taka yður og draga fyrir rétt, hafið þá ekki fyrirfram áhyggjur af því, hvað þér eigið að segja, heldur talið það, sem yður verður gefið á þeirri stundu. Þér eruð ekki þeir sem tala, heldur heilagur andi." Mark. 13: 9.-11.
Um þessar mundir lét Heródes konungur leggja hendur á nokkra úr söfnuðinum og misþyrma þeim. Hann lét höggva Jakob bróður Jóhannesar með sverði. Og er hann sá, að Gyðingum líkaði vel, lét hann einnig taka Pétur. Þá voru dagar ósýrðu brauðanna. Þegar hann hafði handtekið hann, lét hann setja hann í fangelsi og fól fjórum fjögurra hermanna varðflokkum að gæta hans. Ætlaði hann eftir páska að leiða hann fram fyrir lýðinn. Sat nú Pétur í fangelsinu, en söfnuðurinn bað heitt til Guðs fyrir honum. Nóttina áður en Heródes ætlaði að leiða hann fram svaf Pétur milli tveggja hermanna, bundinn tveim fjötrum, og varðmenn fyrir dyrum úti gættu fangelsisins. Allt í einu stóð engill Drottins hjá honum og ljós skein í klefanum. Laust hann á síðu Pétri, vakti hann og mælti: ,,Rís upp skjótt!" Og fjötrarnir féllu af höndum hans. Þá sagði engillinn við hann: ,,Gyrð þig og bind á þig skóna!" Hann gjörði svo. Síðan segir engillinn: ,,Far þú í yfirhöfn þína og fylg mér!Hann gekk út og fylgdi honum. En ekki vissi hann, að það var raunverulegt, sem gjörst hafði við komu engilsins, hann hélt sig sjá sýn. Þeir gengu nú fram hjá innri og ytri verðinum og komu að járnhliðinu, sem farið er um til borgarinnar. Laukst það upp af sjálfu sér fyrir þeim. Þeir fóru út um það og gengu eitt stræti, en þá hvarf engillinn allt í einu frá honum. Þegar Pétur kom til sjálfs sín, sagði hann: ,,Nú veit ég sannlega, að Drottinn hefur sent engil sinn og bjargað mér úr hendi Heródesar og frá allri ætlan Gyðingalýðs."
Kaþólskur biskup í Júgóslavíu, Arneric að nafni, sagði á ráðstefnu einni (Vatican 11): Á ofsóknartímum koma gjafir Andans fram í ríkari mæli og á óvenjulegri hátt en annars. Heilagur Andi gefur vissulega kirkju sinni gnægð sérstakrar hjálpar, þegar hún er í hættu stödd."
6. Greining anda.
Lestu vel og vandlega 1. Þess. 5: 19.-22. Slökkvið ekki andann. Fyrirlítið ekki spádómsorð. Prófið allt, haldið því, sem gott er. En forðist allt illt, í hvaða mynd sem er."
Við eigum öryggi í auðmýkt og hlýðni:
Við Guð: Auðmýkið yður því undir Guðs voldugu hönd, til þess að hann á sínum tíma upphefji yður." 1. Pét. 5.-6.
Við Ritninguna: Þú hefur frá blautu barnsbeini þekkt heilagar ritningar. Þær geta veitt þér speki til sáluhjálpar fyrir trúna á Krist Jesú. Sérhver ritning er innblásin af Guði og nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar, til menntunar í réttlæti, til þess að sá, sem tilheyrir Guði, sé albúinn og hæfur gjör til sérhvers góðs verks." 2. Tím. 3: 15.-17.
Við aðra limi á líkama Krists: Verið hver öðrum undirgefnir í ótta Krists." Efes. 5: 1.
Í raun og veru er ekki nægilegt að segjast vera undirgefinn vilja Guði einum. Fólk getur fullyrt að það sé leitt af Guði, en samt verið á villigötum. Það er heldur ekki nægilegt að hlýða Biblíunni einni, því hún er oft rangtúlkuð og vers slitin úr samhengi. Álítið langlyndi Drottins vors vera hjálpræði. Þetta er það, sem hinn elskaði bróðir vor, Páll, hefur ritað yður, eftir þeirri speki, sem honum er gefin. Það gjörir hann líka í öllum bréfum sínum, hann talar í þeim um þetta. En í þeim er sumt þungskilið, er fáfróðir og staðfestulausir menn rangsnúa, eins og öðrum ritum, sjálfum sér til tortímingar." 2. Pét. 2:16. Það er undirgefni við söfnuðinn (local church) sem gefur okkur eins og lokatryggingu gegn villigötunum. Þetta þrennt á að fara saman.
Leitaðu að ávöxtunum: Lestu Matt. 7: 15.-20. Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum, en innra eru þeir gráðugir vargar. Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá. Hvort lesa menn vínber af þyrnum eða fíkjur af þistlum? Þannig ber sérhvert gott tré góða ávöxtu, en slæmt tré vonda. Gott tré getur ekki borið vonda ávöxtu, ekki heldur slæmt tré góða ávöxtu. Hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og í eld kastað. Af ávöxtum þeirra skuluð þér því þekkja þá." 7. 15.-20.
Hér er ekki átt við ávöxt Andans, heldur: Rættist t.d. spádómurinn sem borinn var fram?
* Kærleikurinn mestur
Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.
Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt. Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að verða brenndur, en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari. Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok, og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok. Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum. En þegar hið fullkomna kemur, þá líður það undir lok, sem er í molum. Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn. En þegar ég var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barnaskapinn. Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu, en þá munum vér sjá augliti til auglitis. Nú er þekking mín í molum, en þá mun ég gjörþekkja, eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn. En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur." 1. Kor. 13.
Guð blessi ykkur öll.
Kær kveðja
Rósa Aðalsteinsdóttir
Ási Vopnafirði
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
14.5.2008 | 23:00
Ísrael 60 ára - Til hamingju með afmælið
Rósa og sæti kyssilegi Gyðingurinn hennar
Tiberías við Galíleuvatn, 1992
Ísrael 60 ára.
Grein eftir Ólaf Jóhannsson
Greinin birtist í blaðinu Zíons fréttir 2008
Ég, Rósa er meðlimur í félaginu Zíons vinir Ísraels og er hreykin af því.
Frá fyrstu öld e.Kr. hefur gyðingahatur (andsemítismi) verið fyrir hendi í nær öllum löndum Evrópu og Gyðingar hvergi átt höfði sínu að halla. Rómverska herveldið undir stjórn Títusar hershöfðingja sigraði borgina Jerúsalem árið 70 e.Kr. Borgin eyðilögð og helgasti staður Gyðinga, musterið brennt til grunna. Aðeins einn útveggur forgarðarins er eftir sem er nefndur Vesturmúrinn eða Grátmúrinn. Eftir uppreisn Gyðinga gegn Rómverjum sem þeir töpuðu, dreifðust þeir um alla heimsbyggðina. Þó voru um 700.000 Gyðingar eftir í landinu. Það væri of langt mál að segja frá öllum þeim hildarleik sem þessi þjóð Gyðinga hefur þurft að liða í gegn um aldirnar. Um tíma bjuggu þeir um sig á Spáni, en árið 1492 voru allir Gyðingar gerðir útlægir þaðan og settust þeir þá að á Balkanskaga og víðar í Evrópu.
Hinn mikli trúarleiðtogi Marteinn Lúter tók afdráttarlausa andstöðu gegn Gyðingum, skrifað margar bækur geng þeim og hvatti kristnar kirkju að útiloka þá frá Guðþjónustum. Einnig hvatti hann bændur til að taka ekki Gyðinga í vinnu. Það er sagt að æðstu menn Nasista í seinni heimstyrjöldinni hefðu svarað fyrir gerðir sínar, vegna Gyðingaofsókna og drápa: "Við gerum aðeins það sem kirkjufeðurnir hafa sagt okkur að gera." 6 milljónir Gyðinga voru myrtir í útrýmingarbúðum nasista. Mörg hundruð þúsund Gyðingar voru drepnir og sendir í þrælabúðir í Rússlandi undir stjórn Jósefs Stalíns.
Strax eftir síðari heimsstyrjöld, var ákveðið hjá hinum nýstofnuðu Sameinuðu þjóðum, að taka málefni Gyðinga og Palestínu til umfjöllunar og finna lausn sem bæði Gyðingar og Arabar gætu sætt sig við. Niðurstaðan varð sú á þingi Sameinuðu þjóðanna árið 1947 að samþykkt var að stofna tvö ríki í Palestínu, eitt fyrir Gyðinga og annað fyrir Araba. Fulltrúi Íslands, Thor Thors átti mikilvægan þátt í því, að Sameinuðu þjóðirnar náðu að taka ákvörðun. Gyðingar samþykktu þessa lausn mála en Arabar höfnuðu þessu alfarið og sögðu að það kæmi ekki til greina að stofna ríki Araba. Sjónarmið Araba árið 1947 er óbreytt í dag. "Við sættum okkur aðeins við að fá allt landið og Jerúsalem verði höfuðborg þess."
Þann 14. maí 1948 varð sá atburður sem hafði varanleg áhrif á mannkynssöguna. Að kvöldi þessa dags lýsti nýskipaður forsætisráðherra, yfir sjálfstæðu ríki Gyðinga í Palestínu sem fékk nafnið Ísrael. Landið náði yfir hluta af því landssvæði sem Gyðingar höfðu búið í og átt sína sögu í um 4000 ár en oft undir stjórn og yfirráðum annarra þjóða, var nú sjálfstætt ríki Gyðinga sem um tvöþúsund ár höfðu verið dreifðir meðal fjölda þjóða. Arabar náðu Palestínu á sitt vald árið 636 og stjórnuðu múslímar landinu fram til ársins 1099, þegar krossfarar réðust á landið og stofnuðu ríki þar. Síðasta ríki krossfaranna leið undir lok 1299 eftir að hafa beðið ósigur fyrir herjum múslima. Tyrkir stjórnuðu svo Palestínu frá 1517 -1917 (Tyrkir eru Evrópuþjóð ekki Arabar) Á seinni hluta nítjándu aldar, jókst flutningur Gyðinga til landsins og keyptu þeir upp stór landsvæði af Tyrkjum. Þessi voru aðallega mýraflákar í órækt, engin tré og malaría geisaði þar. Þessir Gyðingar sáu þó fram í tímann. Þeir byrjuðu að þurrka upp landið og hófu að rækta það. Um svipað leiti fóru Arabar að koma til landsins í atvinnuleit. Sérstaklega komu margir frá Egyptalandi. Í byrjun voru friðsamleg samskipti meðal þeirra. Gyðingar hjálpuðu m.a. Aröbum að rækta jörðina. Því miður breyttist þetta þegar fleiri og fleiri Gyðingar fóru að koma til landsins, þá jókst einnig innflutningur Araba frá mörgum nærliggjandi löndum. Arabaþjóðir sáu þarna hættu ef Gyðingar yrðu fjölmennir og tækju stjórn á landinu. Óeirðir brutust út hvað eftir annað og oft var mikið mannfall á báða bóga.
Hvernig voru nú móttökur hins nýfædda lýðræðisríkis Ísrael árið 1948. Það leið nú ekki sólarhringur þangað til hersveitir nágrannaþjóða Araba réðust inn í þetta nýja land, með það eitt í huga, að útrýma þeim. Í hafið með þessa nýju þjóð. Þurrkum Ísrael út af landakortinu. Ísrael vann þetta stríð. Fimm sinnum hafa nágrannaþjóðir reynt að sigra þetta litla ríki, en alltaf beðið ósigur. Tvö Arabaríki hafa þó gert friðarsamninga við Ísrael, Jórdanía og Egyptaland.
Ísrael er lýðræðisríki. Arabar búa hvergi við jafnmikið frelsi og í Ísrael, sbr. trúfrelsi, skoðanafrelsi og frjálsar kosningar. Arabar eiga fulltrúa í þinginu og starfa í ráðuneytum í Ísrael.
Ísrael! Til hamingju með afmælið
Smá viðbót:
The State of Israel was formed on May 15 1948 as a Jewish state and a democratic republic. Over time it became one of the only two democracies in the Middle East, the other being Turkey. http://www.ynetnews.com/articles/0,7340,L-3284752,00.html
Það var að kvöldi 14. maí sem David-Ben-Gurion nýskipaður forsætisráðherra lýsti yfir sjálfstæðu ríki Gyðinga sem nefnt var Ísrael. Í Ísrael byrjar nýr dagur við sólsetur og er til sólsetur. Þannig að báðir þessir dagar 14. og 15. maí eru réttir. Samkvæmt því sem við eigum að venjast þá byrjar hver dagur um miðnætti svo samkvæmt því er afmæli Ísraels 14. maí en þá samkvæmt venjum Ísraela er komin nýr dagur 15. maí. Atburðurinn átti s.s. sér stað nú í kvöld.
Í vetur setti ég inn ritgerð sem heitir Deilur Ísraela og Araba" http://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/entry/465441/#comments
Snorri Óskarsson er með grein um Ísrael: "Ísrael 60 ára!" http://snorribetel.blog.is/blog/snorribetel/entry/539744/#comment1385756
Jóhann Helgason er með grein um Ísrael: "Ísrael 60 ára - Til hamingju með afmælið." http://enoch.blog.is/blog/truin_a_jesu/
Vefslóð: Félags ZION Vinir Ísraels: http://www.zion.is/
Drottinn blessi þig frá Zíon, þú munt horfa með unun á hamingju Jerúsalem alla ævidaga þína. Sálmur 128: 5.
Drottinn blessi Ísrael.
Shalom
Rósa Aðalsteinsdóttir
Ási Vopnafirði
Trúmál og siðferði | Breytt 20.5.2008 kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (48)
12.5.2008 | 03:48
Gjöf Heilags Anda - Tungutal
Gjöf Heilags Anda:
Þá er upp var runninn Hvítasunnudagur, voru þeir allir saman komnir. Varð þá skyndilega gnýr af himni eins og aðdynjanda sterkviðris og fyllti allt húsið, þar sem þeir voru. Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvern og einn þeirra. Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla. Í Jerúsalem dvöldust Gyðingar, guðræknir menn, frá öllum löndum undir himninum. Er þetta hljóð heyrðist, dreif að fjölda manns.
Þeim brá mjög við, því að hver og einn heyrði þá mæla á sína tungu. Þeir voru frá sér af undrun og sögðu: ,,Eru þetta ekki allt Galíleumenn, sem hér eru að tala? Hvernig má það vera, að vér, hver og einn, heyrum þá tala vort eigið móðurmál? Vér erum Partar, Medar og Elamítar, vér erum frá Mesópótamíu, Júdeu, Kappadókíu, Pontus og Asíu, frá Frýgíu og Pamfýlíu, Egyptalandi og Líbýubyggðum við Kýrene, og vér, sem hingað erum fluttir frá Róm. Hér eru bæði Gyðingar og þeir sem tekið hafa trú Gyðinga, Kríteyingar og Arabar. Vér heyrum þá tala á vorum tungum um stórmerki Guðs." Þeir voru allir furðu lostnir og ráðalausir og sögðu hver við annan: ,,Hvað getur þetta verið?" En aðrir höfðu að spotti og sögðu: ,,Þeir eru drukknir af sætu víni."
Ræða Péturs:
Þá steig Pétur fram og þeir ellefu, og hann hóf upp rödd sína og mælti til þeirra: ,,Gyðingar og allir þér Jerúsalembúar! Þetta skuluð þér vita. Ljáið eyru orðum mínum. Eigi eru þessir menn drukknir, eins og þér ætlið, enda aðeins komin dagmál. Hér er að rætast það, sem spámaðurinn Jóel segir: Það mun verða á efstu dögum, segir Guð, að ég mun úthella anda mínum yfir alla menn. Synir yðar og dætur munu spá, ungmenni yðar munu sjá sýnir og gamalmenni yðar mun drauma dreyma. Jafnvel yfir þræla mína og ambáttir mínar mun ég á þeim dögum úthella anda mínum, og þau munu spá.
Og ég mun láta undur verða á himnum uppi og tákn á jörðu niðri, blóð og eld og reykjarmökk. Sólin mun snúast í myrkur og tunglið í blóð, áður dagur Drottins kemur, hinn mikli og dýrlegi. En hver sá, sem ákallar nafn Drottins, mun frelsast." Post. 2: 1.-21.
Smá hugleiðing: Bloggvinkona mín hringdi í mig nýlega og við spjölluðum lengi saman. Hún fór að spyrja mig um tungutal og ég sagði henni frá ýmsu sem ég vona að hafi hjálpað eitthvað en lofaði að skrifa færslu um Tungutalið." Ég hefði viljað sjá þessa færslu strax á Hvítasunnudag en við faðir minn fórum til Eskifjarðar og vorum við útför vinar okkar Aðalsteins Jónssonar. Við komum ekki heim fyrr en á tíunda tímanum á laugardagskvöldið.
Ég hef upplifað dásamlegar reynslu sjálf. Ég hef fengið spádóma og þeir eru réttir. Árið 1999 var ég að lesa Guðs orð á biðstofu á sjúkrahúsinu á Akureyri. Ég las nokkra kafla því eitthvað dróst að ég fór inn til hjúkrunarfólksins sem undirbjó mig fyrir rannsókn sem endaði með uppskurði. Þegar læknirinn minn tók ákvörðun um að framkvæma uppskurð þá var ég ekki vakin til gefa mér tækifæri til að undirrita skjöl þar sem ég gaf samþykki fyrir uppskurði né hringt í aðstandendur mína. Ég vissi ekki þá að þarna voru brotin lög. Áður en ég var kölluð inn í undirbúning fyrir rannsóknina voru fáein vers sem töluðu sérstaklega til mín. Í vor þá fengum við heimsókn frá Biblíuskólanemum frá Arken í Svíþjóð. Ég fékk spádóm sem staðfesti orðin sem ég fékk 1999. Þessi spádómur var um hlutverk sem ég á að gegna fyrir Drottinn minn.
Mig langar að vitna í nokkrar sérstakar reynslur sem vinir mínir hafa upplifað. Vinur minn og trúbróðir sem nú er látinn talaði tungum og honum var sagt að það hafi verið franska sem hann talaði. Það var maður sem sat rétt hjá honum í neðri sal Hvítasunnukirkjunnar í Reykjavík sem sagði honum það því hann skildi frönskuna og var þessi boðskapur til hans. Vinkona mín og trúsystir talar sænsku eins og innfædd þegar hún talar tungum en hún hefur aldrei lært sænsku. Vinur minn og trúbróðir var staddur erlendis þegar trúbróðir hans talaði tungum. Hann útlistaði og það var kona sem kom til þeirra eftir samkomu og sagði að þessi maður hefði talað sitt móðurmál sem er alls ekki algengt. Vinur minn spurði hana hvort útlistunin hafi verið rétt og hún staðfesti það. Hann kunni ekki þetta erlenda mál en Guð gaf honum útlistun og hann fékk að upplifa að þetta var svo sannarlega gjöf frá Guði þegar konan staðfesti að útlistunin hans var rétt.
Hér fyrir neðan er rit sem er til í kirkjunni minni á Vopnafirði en því miður veit ég ekki hver þýddi þennan biblíulestur.
Tungutalið - spurningar og svör.
Biblíulestur úr enska blaðinu RENEWAL." Biblíulestur nr. 2 í flokki sem mun fjalla um ýmsar hliðar á endurnýjun í Heilögum Anda. Heppilegt til notkunar fyrir hópa eða einstaklinga.
1. Hvað er að tala tungum?
Þegar einhver talar tungum gefur hann frá sér hljóð og orð, sem hann hvorki skilur né hefur lært. Að heyra það er líkt og að hlusta á erlent tungumál. Persónan getur talað hátt eða lágt, hratt eða hægt, rólega eða ákaft, eða jafnvel sungið; tal hennar getur raunar haft alla eiginleika venjulegs talaðs máls að því undanskildu, að manneskjan skilur ekki hvað hún segir. Þetta hljómar nú svo heimskulega að við hljótum að spyrja undir eins:
2. Hver er tilgangur tungutals?
Hér getum við gefið svar sem ekki einungis er grundvallað á reynslu, einnig á vitnisburði ritningarinnar. Þannig getum við staðfest að tungutalið hefur þýðingu og mikilvægi:
- a) Í samfélagi okkar við Guð
- b) Í samskiptum okkar við kirkjuna
- c) Í okkar persónulega kristna lífi
3. Hvaða hlutverki gegnir tungutal í samfélagi okkar við Guð?
Svar ritningarinnar er, að tungutal skapi áhrifaríkt samband við Guð, þó svo að innihald þess verki ekki á skilninginn. Páll postuli segir að maður , sem talar tungum, tali til Guðs. Því að sá, sem talar tungum, talar ekki við menn, heldur við Guð. Enginn skilur hann, í anda talar hann leyndardóma." 1. Kor. 14: 2. Ef við spyrjum hvað kristnir menn segi við Guð þegar þeir tala tungum, þá gefur ritningin okkur það svar, að þeir séu að lofa hann fyrir hans máttugu verk í Kristi. Á Hvítasunnunni heyrði mannfjöldinn postulana tala tungum og tala á vorum tungum um stórmerki Guðs" Post. 2: 11. b. Sem svörun við opinberun Péturs á fagnaðarerindinu fóru Kornelíus og vinir hans að tala tungum og mikla Guð" Post. 10: 46. Um að lofsyngja Guði segir Páll: Ég vil lofsyngja með anda, en ég vil einnig lofsyngja með skilningi" 1. Kor. 14: 15. a. Jafnframt lofgjörð hugans í orðum og skilningi, sem er ómissandi er einnig til annars konar lofgjörð sem leysir andann, hinn innsta kjarna persónuleika okkar, úr læðingi. Sú lofgjörð birtist sem yfirfljótandi og elskandi þakkargjörð til Guðs, frelsara. Tungutal er hluti af þessari yfirfljótandi þakkargjörð.
4. Hvað gerir tungutalsgjöfin fyrir þann sem talar?
Lofgjörðin leysir hann á því sviði persónuleika hans sem oftast þarfnast lausnar. Það hjálpar okkur að spyrja: Hver var munur á kenningunni; hann hafði þegar játað, að Jesús væri Kristur. Símon Pétur svarar: ,,Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs." Matt. 16: 16. Það var enginn munur á vilja hans; hann hafði þegar tekið hina réttu ákvörðun, um að fara með Jesú í fangelsi og dauða. En Símon sagði við hann: ,,Herra, reiðubúinn er ég að fylgja þér bæði í fangelsi og dauða." Lúk. 22: 33. En kjánaleg spurning þjóns eins nægði til þess að kollvarpa sannfæringu hans og viljaákvörðun, vegna þess að í djúpi persónuleika síns var hann ekki opinn fyrir Kristi og hafði ekki gefist af öllu hjarta. Andinn hafði þegar fyrir Hvítasunnu lýst upp huga Péturs og haft áhrif á vilja hans, en einmitt þá leystist hann djúpt í hjarta sínu - í undirmeðvitund sinni - svo að hann var fær um að prédika Krist með þvílíkum árangri, án innri mótþróa. Tungutal var tákn þess að hluti persónuleika hans hafði verið leystur og hefði nú gefist upp fyrir Kristi. Jesús segir: frá hjarta (frá persónuleikanum) hans munu renna lækir lifandi vatns." Jóh. 7: 38, sem trúa á Hann. Tungutal kemur einmitt þannig og gefur til kynna leysingu undirmeðvitundarinnar. Sá sem trúir á mig, - frá hjarta hans munu renna lækir lifandi vatns, eins og ritningin segir." Jóh. 7: 38.
Með öðrum orðum, þá mun Heilagur Andi gefa okkur heilbrigðan huga, þ.e.a.s. Hann er andi máttar, kærleika og stillingar og Hann mun koma jafnvægi á persónuleika okkar. Því að ekki gaf Guð oss anda hugleysis, heldur anda máttar og kærleiks og stillingar." 2 Tím. 1: 7. Vegna trúarlegra erfðarvenja hafa mörg okkar misst jafnvægið, hvað snertir gáfur og vilja, þar sem of þung áhersla hefur verið lögð á þessa tvo þætti, og við þörfnumst þess vegna að vera leyst á hinum frumstæðari og eðlislægri sviðum persónuleikans. Stundum markar tungutal byrjun á slíkri lausn, þannig að viðbrögð okkar gagnvart Guði og öðrum verða meir blátt áfram.
5. Hvernig verkar tungutalsgáfan í kirkjunni?
Grundvallarsvar Páls er að tungutal ætti alls ekki að nota opinberlega í kirkjunni, án þess að samhliða henni væri notuð tvíburagáfna: útlagningargáfan. Þannig, að eftir að einhver hefur talað tungum, fær annar orð á íslensku sem tjá það er sagt var í tungutali. Páll segir að þetta uppbyggi söfnuðinn á þann hátt, sem óútlagt tungutal gæti aldrei gert. Biðjið því sá sem tungu talar um að geta útlagt." 1. Kor. 14: 13. Sú regla gildir því að allt opinbert tungutal, sem er aðgreint frá persónulegri bæn í tungum, krefst útleggingar, og samkoman ætti að bíða þar til útlegging hefur verið gefin, og að prófa hana þá sama hátt og spádóm. Á bænasamkomu, þar sem mikið hefur verið talað við Guð með skilningi, minnir tungutal okkur á nærveru Guðs og gerir samfélagið innilegra og fær okkur til að þagna og leggja við hlustirnar og heyra hvað Guð vill segja við okkur í útlagningunni og spádómunum, sem koma á eftir.
6. En gerir Páll ekki lítið úr tungutali?
Í Korintubréfunum er Páll að tala til safnaðar sem hefur lagt of mikla áherslu á þessa gjöf og misnotað hana, og hann vill að þeir noti hana í réttu samhengi við aðrar gjafir. Það sama ber okkur að gera. Páll telur hinsvegar tungutal ávallt með gjöfum Andans* og segir að ekki megi aftra því að talað sé tungum.* Persónulegt tungutal uppbyggir þann sem talar* og Páll þakkar fyrir þessa gjöf og fyrir það að hann á og notar hana sjálfur.* Hann óskar þess að allir meðlimir safnaðarins ættu þessa gjöf.*
* Einum er fyrir andann gefið að mæla af speki, öðrum að mæla af þekkingu í krafti sama anda. Hinn sami andi veitir einum trú, öðrum lækningagáfu og öðrum kraft til að framkvæma undur. Einn fær spádómsgáfu, annar hæfileika að greina anda, einn að tala tungum og annar að útleggja tungutal." 1. Kor. 12: 8.-10.
* Guð hefur sett nokkra í kirkjunni, fyrst postula, í öðru lagi spámenn, í þriðja lagi fræðara, sumum hefur hann veitt gáfu að gjöra kraftaverk, lækna, vinna líknarstörf, stjórna og tala tungum." 1. Kor. 12. 28.
* Þess vegna, bræður mínir, sækist eftir spádómsgáfunni og aftrið því ekki, að talað sé tungum." 1. Kor. 14: 39.
* Sá, sem talar tungum, byggir upp sjálfan sig, en spámaðurinn byggir upp söfnuðinn. 1. Kor. 14: 4.
* Ég þakka Guði, að ég tala tungum öllum yður fremur," 1. Kor. 14: 18.
* Ég vildi að þér töluðuð allir tungum, en þó enn meir, að þér hefðuð spádómsgáfu. Það er meira vert en að tala tungum, nema það sé útlagt, til þess að söfnuðurinn hljóti uppbygging." 1. Kor. 14: 5.
7. Hvert er samhengi milli tungutals og reynslu Hvítasunnunnar?
a) Sambandið þar á milli er staðreynd og það er einnig náið samband, því þegar postularnir fylltust Andanum, var tungutal sú andlega gjöf sem þeir fengu fyrst.* Þannig var það einnig með Kornelíus,* hina tólf frá Efesus* og sennilega einnig með lærisveinanna í Samaríu.*
* Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla." Post. 2: 4.
*Hinir trúuðu Gyðingar, sem komið höfðu með Pétri, urðu furðu lostnir, að heilögum anda, gjöf Guðs, skyldi einnig úthellt yfir heiðingjana, því þeir heyrðu þá tala tungum og mikla Guð." Post. 10: 44.-46.
* Er Páll hafði lagt hendur yfir þá, kom heilagur andi yfir þá, og þeir töluðu tungum og spáðu." Post. 19: 6.
* Þegar postularnir í Jerúsalem heyrðu, að Samaría hefði tekið við orði Guðs, sendu þeir til þeirra þá Pétur og Jóhannes. Þeir fóru norður þangað og báðu fyrir þeim, að þeir mættu öðlast heilagan anda, því að enn var hann ekki kominn yfir neinn þeirra. Þeir voru aðeins skírðir til nafns Drottins Jesú. Nú lögðu þeir hendur yfir þá, og fengu þeir heilagan anda." Post. 8: 14.-17.
b) Það er samt sem áður ekki til neitt lögmál um tungutal í Nýja testamentinu, engin regla sem staðhæfir að trúaður maður geti ekki átt fullt frelsi í Heilögum Anda án þess að hann hafi talað tungum. Sú kenning, að tungutal sé nauðsynleg byrjunarsönnun um skírn í Heilögum Anda, skortir grundvöll í Nýja testamentinu.
Páll segir að opinberun Andans sé gefin sérhverjum til þess sem gagnlegt er, en ekki að öllum sé gefin sama gjöf. Andinn opinberast í sérhverjum til þess, sem gagnlegt er." 1. Kor. 12: 7.
Umfjöllun Páls á tungutali í þessum köflum sýnir, að það var ein margra annarra dýrmætra andlegra gjafa, en ekki að aðeins tungutal væri staðfestandi tákn um leysingu í Andanum.
c) Reynslan sýnir að fólk fær að reyna leysingu Andans í lífi sínu án þess að tala tungum, og gefa það í skyn, að reynsla þeirra sé ekki sönn, af þeirri ástæðu, er biblíulega óréttlætanlegt, skaðlegt og getur skapað þarflausar efasemdir og byrðar.
d) Tungutal er þannig oft einn fyrsti árangur af leysingu Andans, en það er gjöf, og það á ekki að þröngva henni upp á neinn sem lögmáli, þar sem Guð veitir hana í samræmi við hið konunglega lögmál kærleikans, þeim sem eru opnir fyrir henni. Þessi gjöf mun hjálpa þeim og gera þá hæfari til þjónustu.
8. Verð ég að tala tungum?
Nei. Það leiðir augljóslega af undanfarandi svari. Við eigum að fagna yfir því sem Guð hefur komið til leiðar í okkur, fremur en að hafa áhyggjur yfir því sem við höfum ekki eignast ennþá. Fólk sem er áhyggjufullt yfir því sem við höfum ekki eignast ennþá. Fólk sem er áhyggjufullt yfir því að það talar ekki tungum, er jafnvel miklu ólíklegra til að eignast þessa gjöf nokkurn tíma. Það er þegar við þökkum fyrir þá gæsku sem við höfum þegar þegið af Honum, að við verðum opin fyrir nýjum táknum frá Guði um kærleika hans og kraft. Samt sem áður eigum við ekki að fyrirlíta neina af gjöfum Heilags Anda, hversu undaleg og tilgangslaus sem hún kann að virðast okkur mannlegu skynsemi. Við eigum ekki að setja Guði nein takmörk, svo sem, hvernig hann lætur Anda sinn birtast í okkur eða þá að vera ófús til að taka á móti hvaða gjöf sem hann vill gefa okkur - þar er með talin tungutalsgjöfin. Við eigum heldur að vera opin fyrir öllu sem hann vill gefa okkur, vitandi það, að allt sem kemur frá honum er gott.
9. Hvernig get ég vitað að tungutal mitt er raunverulegt?
Það getur verið, einkum fyrst um sinn, að þér finnst tungutal þitt ekki ekta, og að þú sért að búa þetta allt til sjálfur. Ef við höfum í sannleika komið til Guðs í nafni Krists, og verið opin fyrir Andanum, þá eigum við að treysta því að það sem við eignumst sé frá Guði, sem hefur lofað að hann muni ekki gefa okkur steina," þ.e. eitthvað skaðlegt, heldur alltaf góðar gjafir". Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast, sem biður, sá finnur, sem leitar, og fyrir þeim, sem á knýr, mun upp lokið verða. Eða hver er sá maður meðal yðar, sem gefur syni sínum stein, er hann biður um brauð? Eða höggorm, þegar hann biður um fisk? Fyrst þér, sem eruð vondir, hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðir yðar á himnum gefa þeim góðar gjafir, sem biðja hann?" Matt. 7: 7.- 11.
Ef við höfum verið fengin til að tala tungum" með mannlegum þrýstingi, þá mun notkun þessarar gjafar" ekki haf neina andlega þýðingu fyrir okkur, - en ef þetta er sönn gjöf Andans, sem leitað hefur verið eftir og tekið á móti hjá Drottni, þá mun hún, - ef við höldum áfram að nota hana, - sýna að hún er raunverulega andleg með því að:
- a) Uppbyggja þann sem talar, uppbyggja hann í von, kærleika og nytsemi. Sá, sem talar tungum, byggir upp sjálfan sig, en spámaðurinn byggir upp söfnuðinn." 1. Kor. 14: 4.
- b) Hjálpa okkur til að vegsama Krist. Þetta er það sem Andinn gerir og gjafir hans sýna þær eru sannar, með því að færa okkur nær Kristi og gera okkur fært að vegsama hann með lofgjörð okkar.
10. Hefur sá sem talar tungum fulla sjálfstjórn?
Já, ef það er Heilagur Andi sem er að verki í honum. Aðal mismunurinn á Heilögum Anda og öllum öðrum (vanheilögum) öndum er sá, að hinir síðarnefndu reyna að ryðja frelsi okkar og persónuleika úr vegi, og reyna að ná valdi yfir okkur með því að láta okkur falla í trans og annað ástand, þar sem við höfum ekki lengur stjórn á okkur. Heilagur Andi er andi máttar, kærleika og stillingar og ávöxtur hans er bindindi, þ.e. sjálfstjórn, og hann vinnur aðeins í gegnum vilja okkar og meðvitandi samvinnu. En ávöxtur andans er: Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð og bindindi." Gal. 5:22. Það sem Páll segir um spádóma, á jafnt við um tungutal; og andar spámanna eru spámönnunum undirgefnir." (1. Kor. 14: 32 sjá neðar.) NB: Í sumum biblíuþýðingum er talað um að fólk verði frá sér numið (ecstasy") þegar það talar tungum. Slíkt orðalag á þó ekki rétt á sér samkvæmt grískum frumtexta og ber ekki að taka þannig til orða, t.d. skv. 1. Kor. 14: 32. Andar spámanna eru spámönnum undirgefnir því að Guð er ekki Guð truflunarinnar, heldur friðarins."
11. Er tungutalsgjöfin í dag sama gjöf og veitt var á Hvítasunnunni?
Tungutal sem fjallað er um í 1. Kor 14 var ekki hægt að skilja beint án útleggingar, en þeir sem heyrðu tungurnar, sem, talað er um í Post. 2, gátu hinsvegar skilið þær. Korintubréfið lýsir venjulegustu notkun þessarar gjafar, þar sem útlegging er nauðsynleg, en 2. kafli Postulasögunnar er þó ekki einstakur í sinni röð, því að til eru mörg dæmi úr nútímanum, sem oft eru tengd sérstökum tilfellum eða tímamótum, þar sem einhver hefur heyrt tungutal og þekkt málið sem talað var - sem hefur innihaldið boð frá Guði eða kall frá honum sem hefur haft mikla þýðingu í sambandi við fagnaðarerindið.
Þótt venjulega þurfi að útleggja tungutal, sem talað er opinberlega, er það fullkomlega frjálst í höndum guðs að hann endurtaki kraftaverk Hvítasunnunnar, þannig að menn tali ókunnugt tungumál og að aðrir sem þekkja málið, heyri það og skilji. Þetta er samt sem áður ekki aðalaðferðin eða notkun tungutalsgjafarinnar.
12. Á að leitast við að eignast þessa gjöf?
Líkt og er með allar aðrar gjafir Guðs, er hægt að leitast eftir að eignast þessa gjöf. Orð Páls eiga vissulega við hér, er hann segir: Keppið eftir kærleikanum. Sækist eftir andagáfunum en einkum eftir spádómsgáfu." 1. Kor. 14: 1. Þetta er samt aðeins ein þessara gjafa og við eigum að leita eftir handleiðslu Guðs í því hverju við eigum að sækjast eftir á hverjum tíma. Aðalþættirnir sem koma hér inn í eru þörf annarra og kirkjunnar og okkar eigin þörf. Við eigum ekki að láta aðra þröngva okkur til að sækjast eftir þessari gjöf, heldur að leita eftir að eignast hana, þegar Guð sannfærir okkur um að við þörfnumst hennar til þess að öðlast lausn innra með okkur til lofgjörðar og þjónustu.
Endilega kíkið á síðuna hjá Lindu okkar þar sem hún er að fjalla um Hvítasunnuna og hvað geriðist fyrir rúmum 2000 árum:
Jóhann Helgason trúbróðir okkar og bloggvinur minn er einnig með færslu um Hvítasunnuna og Heilagan Anda Endilega kíkið á færsluna hans. slóðin er hér fyrir neðan:
http://vonin.blog.is/blog/vonin/entry/535523/#comments
http://enoch.blog.is/blog/truin_a_jesu/
Mæli með bókunum:
"Þau tala tungum" eftir John L. Sherrill og "Góðan dag Helagur Andi" eftir Benny Hinn.
Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gleðilega hátíð í Jesú nafni.
Rósa Aðalsteinsdóttir
Ási - Vopnafirði
Trúmál og siðferði | Breytt 14.5.2008 kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (44)
5.5.2008 | 22:56
Fagnaðarboðskaður Krists

Christian Glitter by www.christianglitter.com
Fagnaðarboðskapur Krists
Friður á jörðu öll það við þráum.
Okkur þyrstir í kærleik,
því af kærleiksneista við öll erum komin.
Svartur sem hvítur
snauður sem ríkur
margbrotinn sem einfaldur
og allt þar á milli.
Við erum hér öll jafn mikilvæg
Í allri framþróun mannkyns.
Betra væri ef allir það vissu.
Fagnaðarboðskapur Krists
er kærleikur.
Kærleikurinn er Guð
og Guð er allt.
Sigríður Katrín, des. 1996.
Trúmál og siðferði | Breytt 21.5.2008 kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
29.4.2008 | 23:38
Saga af litlum dreng
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Þetta bréf fékk ég fyrir nokkrum árum svo ábyggilega kannist þið við söguna um litla drenginn. Bréfið bar heitið Áfram vinavika" og skýrist heitið neðst í bréfinu.
Þetta er saga af litlum dreng sem var afar geðvondur. Faðir hans gaf Honum naglapakka og sagði honum að í hvert sinn sem hann missti stjórn á skapi sínu skyldi hann negla einn nagla í bakhlið grindverksins.
Fyrsta daginn negldi drengurinn 37 nagla í grindverkið. Næstu vikurnar lærði hann að Hafa stjórn á reiði sinni og fjöldi negldra nagla minnkaði dag frá degi. Hann uppgötvaði að það var auðveldara að hafa stjórn á skapi sínu en að negla alla þessa nagla í girðinguna.
Loksins rann upp sá dagur að enginn nagli var negldur og drengurinn hafði lært að hafa stjórn á sér. Hann sagði Föður sínum þetta og faðirinn lagði til að nú drægi drengurinn út einn nagla fyrir hvern þann dag sem hann hefði stjórn á skapi sínu. Dagarnir liðu og loks gat drengurinn sagt föður sínum að allir naglarnir væru horfnir.
Faðirinn tók soninn við hönd sér og leiddi hann að grindverkinu. Þú hefur staðið þig með prýði en, sjáðu öll götin á grindverkinu. Það verður Aldrei aftur eins og það var áður. Þegar þú segir eitthvað í reiði, skilur það eftir sig ör alveg eins og naglarnir.
Þú getur stungið mann með hnífi og dregið hnífinn aftur úr sárinu, en það er alveg sama hve oft þú biðst fyrirgefningar, örin eru þarna samt áfram. Ör sem orð skilja eftir sig. Geta verið jafnslæm og líkamleg ör.
"Vinir" eru sjaldgæfir eins og demantar.
Þeir hlusta á þig, skiptast á skoðunum við þig og opna hjarta sitt fyrir þér? Þú ert vinur minn og það er mér mikill heiður og fyrirgefðu mér ef
Ég hef skilið eftir göt í grindverkinu þínu.
Smá hugleiðing allavega fyrir Rósu:
Öllum hefur orðið á og við höfum örugglega öll skilið eftir göt í grindverki hjá öðrum. Langar að koma með fáein Biblíuvers um fyrirgefninguna.
Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. En ef þér fyrirgefið ekki öðrum, mun faðir yðar ekki heldur fyrirgefa misgjörðir yðar." Matt. 6: 14.-15.
Og þegar þér eruð að biðja, þá fyrirgefið, ef yður þykir nokkuð við einhvern, til þess að faðir yðar á himnum fyrirgefi einnig yður misgjörðir yðar. Ef þér fyrirgefið ekki, mun faðir yðar á himnum ekki heldur fyrirgefa misgjörðir yðar." Mark. 11: 25.-26.
Umberið hver annan og fyrirgefið hver öðrum, ef einhver hefur sök á hendur öðrum. Eins og Drottinn hefur fyrirgefið yður, svo skuluð þér og gjöra." Kól. 3: 13.
Látið hvers konar beiskju, ofsa, reiði, hávaða og lastmæli vera fjarlægt yður og alla mannvonsku yfirleitt. Verið góðviljaðir hver við annan, miskunnsamir, fúsir til að fyrirgefa hver öðrum, eins og Guð hefur í Kristi fyrirgefið yður." Efes. 4: 31.32.
Nei, elskið óvini yðar, og gjörið gott og lánið án þess að vænta nokkurs í staðinn, og laun yðar munu verða mikil, og þér verða börn hins hæsta, því að hann er góður við vanþakkláta og vonda. Verið miskunnsamir, eins og faðir yðar er miskunnsamur. Dæmið ekki, og þér munuð eigi dæmdir verða. Sakfellið eigi, og þér munuð eigi sakfelldir verða. Sýknið, og þér munuð sýknaðir verða. Gefið, og yður mun gefið verða. Góður mælir, troðinn, skekinn, fleytifullur mun lagður í skaut yðar. Því með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður aftur mælt verða." Lúk. 6: 35.-38.
Sértu því að færa fórn þína á altarið og minnist þess þar, að bróðir þinn hefur eitthvað á móti þér, þá skaltu skilja gjöf þína eftir fyrir framan altarið, fara fyrst og sættast við bróður þinn, koma síðan og færa fórn þína" Matt. 5: 23.-24.
Guð blessi ykkur.
Rósa Aðalsteinsdóttir
Vopnafirði
Trúmál og siðferði | Breytt 21.5.2008 kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
23.4.2008 | 02:24
Bænagangan 2008 og að sjálfsögðu líka á Vopnafirði
Kæru Vopnfirðingar.
Bjóðum sumarið velkomið með bæn. Gengið verður á 27 stöðum víðsvegar um landið og beðið fyrir landi og þjóð, fimmta árið í röð. Við hér á Vopnafirði tókum þátt í fyrsta skipti fyrir ári síðan og nú langar okkur að bjóða ykkur að taka þátt. Allar göngurnar byrja kl. 9:00.
Okkur hefur verið úthlutað einu bænarefni:
Umhverfismál:
Guð gefi okkur visku til að fara vel með landið. Að eðlilegt jafnvægi sé á nýtingu lands og umhverfisvernd. Virkjanamálum og stóriðjuframkvæmdum sér stýrt af réttsýni og skynsemi. Að við sem einstaklingar mættum fara vel með þessar gjafir Guðs.
Svo megum við ráða hvað við viljum biðja fyrir. Við að sjálfsögðu leggjum áherslu á Vopnafjörð og Vopnfirðinga. Við höfum beðið fyrir atvinnuvegum þessa byggðalags í gegnum árin og nú þarf virkilega að leggja áherslu að allir geti fengið atvinnu og að fólk geti lifað af þeim launum sem þau eru að fá fyrir störf sín.
Þegar við göngum um bæinn þá stoppum við víða og biðjum fyrir t.d. fyrirtæki sem við erum stödd hjá hverju sinni. Við þurfum að leggja mjög mikla áherslu á að biðja fyrir æskunni okkar og að þau séu vernduð gegn allri vá s.s. áfengi og eiturlyfjum.
Við mætum rétt fyrir kl. 9:00 fyrir neðan Ás.
Guð blessi ykkur öll.
Rósa Aðalsteinsdóttir
Ási - Hafnarbyggð 37
Trúmál og siðferði | Breytt 29.4.2008 kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (53)
19.4.2008 | 18:21
Bæn Jaebesar

Christian Glitter by www.christianglitter.com
Bæn Jaebesar
En Jaebes hrópaði til Guðs Ísraels
og sagði:
Blessaðu mig.
Auktu við land mitt.
Hönd þín sé með mér
og bægðu frá mér böli
svo ég þurfi ekki að líða kvalir."
Og Guð veitti honum það
sem hann bað um.
(Ný þýðing Hins íslenska Biblíufélags, Biblíurit 4, 1996)
Kæru vinir.
Vinkona mín sem átti að fara í hjartaskurð á mánudaginn var á að fara í hjartaskurð núna á mánudaginn 21. apríl. Hún er mjög illa farin og eru æðarnar flestar kolstíflaðar. Hún getur ekki verið svona og einnig er hún alls ekki hraust til að fara í svona stórann uppskurð. Þess vegna þarf ég að biðja ykkur að biðja fyrir vinkonu minni. Biðja um hjálp og vernd Guðs. Biðja fyrir Tómasi sem er hjartaskurðlæknir og hann mun framkvæma aðgerðina.
Ég talaði við vinkonu mína rétt áðan og þá var hún þreytt og ekki eins hress og hún hefur verið undanfarna daga. Ein ástæðan er kvíði og er það alveg skiljanlegt.
Áhyggjur:
Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú." Fíl. 4: 6-7.
Auðmýkið yður því undir Guðs voldugu hönd, til þess að hann á sínum tíma upphefji yður. Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður." 1. Pét. 5: 6-9.
Trúarbænin:
Og þetta er sú djörfung, sem vér höfum til hans: Ef vér biðjum um eitthvað eftir hans vilja, þá heyrir hann oss. Og ef vér vitum, að hann heyrir oss, um hvað sem vér biðjum, þá vitum vér, að oss eru veittar þær bænir, sem vér höfum beðið hann um." 1. Jóh. 5: 14-15.
Sé einhver sjúkur yðar á meðal, þá kalli hann til sín öldunga safnaðarins og þeir skulu smyrja hann með olíu í nafni Drottins og biðjast fyrir yfir honum. Trúarbænin mun gjöra hinn sjúka heilan, og Drottinn mun reisa hann á fætur. Þær syndir, sem hann kann að hafa drýgt, munu honum verða fyrirgefnar. Játið því hver fyrir öðrum syndir yðar og biðjið hver fyrir öðrum, til þess að þér verðið heilbrigðir. Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið." Jak. 5: 14-16.
Guð blessi ykkur öll.
Rósa Aðalsteinsdóttir
Vopnafirði.
Trúmál og siðferði | Breytt 26.4.2008 kl. 02:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
13.4.2008 | 18:25
FALLEG BÆN
Ég bað Guð að taka burt venjur mína.
Guð sagði NEI.
Ég á ekki að taka þær burt, heldur átt þú að láta af þeim.
Ég bað Guð að gefa mér þolinmæði.
Guð sagði NEI.
Þolinmæði er afleiðing andstreymis.
Hún er ekki gefin, hún er þjálfuð.
Ég bað Guð að gefa mér hamingju.
Guð sagði NEI.
Ég veit þér blessun. Hamingja er undir þér komin.
Ég bað Guð að leyfa mér að sleppa við sársauka.
Guð sagði Nei.
Þjáningin fær til að hugsa ekki bara um daglegt vafstur þessa heims
og hún dregur þig nær mér.
Ég bað Guð um að hjálpa mér að vaxa andlega (í trúnni).
Guð sagði NEI.
Þú verður að vaxa sjálf(ur)!,
en ég vil sníða þig til, móta svo að þú berir ávöxt.
Ég bað Guð um alla hluti svo að ég mætti njóta lífsins.
Guð sagði NEI.
Ég vil gefa þér líf svo að þú megir njóta allra hluta.
Ég bað Guð að hjálpa mér að ELSKA aðra jafnmikið og hann elskar mig.
Guð sagði JÁ...... loksins ertu farinn að skilja hvað er mikilvægt.
Ef þú elskar Guð, miðlaðu þá þessum boðskap með öðrum.
ÞÚ ÁTT DAGINN Í DAG. EKKI LÁTA HANN FARA TIL SPILLIS.
Þú gætir verið öllum heiminum sem einhver venjuleg manneskja, en einhverri venjulegri manneskju
sem allur heimurinn."
Guð blessi þig!
Vinkona mín
Það var búið að ákveða að hún ætti að fara í hjartaskurð á morgunn. Ég var búin að vera í símasambandi við hana í morgunn og einnig mann hennar. Ég sagði henni að ég skildi senda trúsystkinum okkar bréf og biðja þau að biðja fyrir henni. Rétt eftir að bréfin voru farin þá hringdi hún og sagði mér að það væri búið að ákveða að fresta aðgerð. Ég viðurkenni að það var viss léttir því ég vissi að hún var ekki í nógu góðu líkamlegu ástandi til að fara í svona stóran skurð. Eftir símtalið varð mér hugsað til frænku minnar sem ég missti 1990. Hún var á skurðarborðinu þegar hjartað stoppaði. Hún var aðeins 48 ára gömul.
Ég bið Guð að gefa læknunum og hjúkrunarfólki visku sem annast vinkonu mína og ég bið Jesú Krist sem er besti læknirinn að grípa inní og lækna vinkonu mína.
Hann Jesús Kristur" bar sjálfur syndir vorar á líkama sínum upp á tréð, til þess að vér skyldum deyja frá syndunum og lifa réttlætinu. Fyrir hans benjar eruð þér læknaðir." 1. Pét. 2: 24.
Hann læknar þá, er hafa sundurkramið hjarta, og bindur um benjar þeirra." Sálm. 143: 3.
En er Jesús heyrði þetta, sagði hann við hann: ,,Óttast ekki, trú þú aðeins, og mun hún heil verða." Lúk. 8: 50.
Jesús sagði: Óttast ekki, trú þú aðeins." Mark. 5: 36.
Guð blessi ykkur öll.
Rósa Aðalsteinsdóttir
Ási Vopnafirði
Trúmál og siðferði | Breytt 26.4.2008 kl. 02:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (53)
2.4.2008 | 21:40
Enskuskóli í Broadstairs sumarið 2007
Fyrir rúmuári fór ég að hugsa um að það væri sniðugt að fara í Enskuskóla erlendis. Ég fó
r á vefinn og fann Enskuskóla Erlu Aradóttur ásamt fleiri skólum. Ég var ekki í vafa um valið og þá fóru hjólin að snúast. Ég hringdi í Erlu og lét skrá mig í skóla sem var í Broadstairs á suðausturströnd Englands. Hægt er að velja um annan skóla í York sem er mitt á milli Edinborgar og London. Broadstairs er skammt frá Cantebury, Ermasundsgöngunum og Dover. Einnig er stutt að fara til London, c.a 2 klst.
29 júlí mætti ég svo á Keflavíkurflugvöll hálf skjálfandi því vegabréfið mitt var ekki með örgjafa og bað ég bróðir minn að bíða og sjá hvort ég kæmist í gegn. Samt var búið að segja mér að vegabréfið væri í lagi nema ef ég færi til Bandaríkjanna. Allt gekk vel og um þrjúleytið hittist hópurinn hjá kaffibarnum og var það nú ekki eini barinn sem við áttum eftir að heimsækja í ferðinn
i. Við áttum notalegt flug og lentum í Standsted og þaðan var ekið til Broadstairs. Við komum mjög seint þangað og þar biðu nýju fósturforeldrarnir okkar. Við bjuggum á heimilum víðs vegar um Broadstairs og á mínu heimili bjó kona frá Ítalíu, Caterina sem var að fara í sama skóla. Daginn eftir þurftum við að drífa okkur á fætur og fara í skólann og nú voru góð ráð dýr að rata. Sem betur fer gekk kona framhjá heimili okkar á meðan við stóðum ráðþrota fyrir utan hliðið. Hún var á leið í vinnuna og fósturmóðir okkar Pauline sem þekkti hana, bað hana að leyfa okkur að elta hana en hún var á sömu leið og við. Hún gekk mjög hratt og ég hélt að ég myndi drepast úr hlátri því Caterina var á háhæla skóm og átti í mesta brasi að fylgja konunni eftir. Þetta hafðist og við komust á réttum tíma í skólann. Caterina var rosa flott skvísa. Fór á fætur nokkrum klukkutímum áður en við fórum í skólann. Hún var alltaf uppábúin, flott máluð og engir skór voru inní myndinni nema háhæla skór. Henni fannst mínir skór hallærislegir sem voru flatbotna og sagði hún mér að konur á Ítalíu myndu ekki nota svona skó sem minnti sig eiginlega á vaðstígvél.
Fyrstu tvo dagana vorum við að kynnast en við vorum 15 í allt. Flestar konurnar voru að nálgast fertug og margar gott betur en það. Með okkur í hópnum voru þrír menn og tveir þeirra hefðu geta verið synir sumra okkar miðað við aldursmuninn. Þeir gerðu í því að forðast okkur fyrstu dagana því þeim fannst þetta svo niðurlægjandi að láta sjá sig með stútungs kerlingum. En sem betur fer átti þetta eftir að breytast og ég veit að þeir nutu þess að vera með okkur þrátt fyrir gífurlegan aldursmun. Þeir voru algjörir stuðboltar.
Stundaskráin var mjög löng. Skólinn var alla morgna og tvo eftirmiðdaga. Þegar það
var ekki skóli þá var yfirleitt eitthvað annað á dagskrá. Á miðvikudögum fórum við í ferðalag, í tvö skipti fórum við til Cantebury og einu sinni til Dover. Sumar rúturnar komu spánskt fyrir sjónir okkar Íslendinga. Sæti fyrir tvo var í raun bara fyrir sem nemur einn og hálfan mann og við upplifðum okkur í sardínudós.
Í Cantebury skoðuðum sumir Kaþólskukirkjuna og einnig var okkur sýnt síki þar sem galdrakonum var drekkt. Þær voru settar á einhverja spöng sem síðan var kippt undan þeim þessu sæti eða hvað nú sem má kalla þetta og þá féllu þær í síkið og drukknuðu. Sjá mynd í myndaalbúmi hjá mér eða myndaalbúm hjá Erlu.
Í Dover þáfórum við að skoða kastala. Það var mjög hvasst og hárgreiðslan hjá okkur fór eitthvað úr skorðum. Við skoðuðu líka heilmikil göng sem höfðu verið grafin in
ní hæðina hjá kastalanum og var allavega á tveimur hæðum. Sjá mynd til hægri. Þessi staður var mjög mikilvægur í Seinni heimstyrjöldinni og var Winton Churcill oft þarna vegna stríðsins. Við vitum öll að hann var frábær forsætisráðherra og leiddi þjóð sína til sigurs gegn Þjóðverjum og fleirum. Við gengum um göngin og fórum niður stiga og man ég ekki hversu mörg þrepin voru en við töldum þau. Við skoðuðum aðstæður þarna og sáum sjúkrahús, skurðstofu, fjarskiptaherbergi, símstöð, eldhús, matsal, svefnálmu og margt, margt fleira. Þetta var mjög athyglisvert að sjá.
Fyrri laugardaginn sem við dvöldum í Broadstairs fórum við til Cambridge. Við fórum í siglingu á ánni Cam og sigldum fram hjá öllum háskólabyggingunum. Við vorum svo mörg svo strákarnir fóru með öðrum hóp en við stelpurnar fórum með svaka flottum töffara en því miður á ég ekki nógu góða mynd af honum en sennilega er til mynd í myndasafninu hennar Erlu.
Seinni laugardaginn fóru flestir með Erlu í verslunarferð en við vorum nokkur sem fórum til London. Þegar við k
omum þangað kom í ljós að það hafði ekki verið gert ráð fyrir að við færum með í skoðunarferð. Sumir höfðu komið til London áður en við vorum 5 sem sömdum við John sæta kennarann okkar og fengum við að fara með hópnum hans í skoðunarferð. Við fórum framhjá Big Ben og þá voru menn við klukkuna að þrífa hana. Bróðir minn sá hér heima á Íslandi fréttir um klukkuþvottinn og spurði mig hvort ég hafi séð karlana hanga þarna. Jú ég sá þá og þetta var ógnvekjandi. Það var eins og þeir væru þarna í lausu lofti fyrir framan klukkuna.
Á kvöldinvar einnig dagskrá. Við hentumst heim eftir miðdegisdagskránna og fleygðum í okkur mat hjá fósturforeldrum, síðan var farið niður í bæ aftur. Við stelpurnar sem bjuggum á svipuðum stað vorum 15 - 20 mínútur hvora leið. Við fórum eitt kvöldið í lítinn bæ Sandwich rétt hjá Broadstairs, eitt kvöldið á sveitakrá og þá auðvita drukku allir það sama og ég, sprite og kók. Þrisvar sinnum var farið í keilu og ýmislegt fleira var brallað.
Á sunnudögum var frí og þá dreif ég mig þrisvar sinnum í Hvítasunnukirkju sem var í 2
0 mínútna göngufæri frá heimilinu mínu. Þar kynntist ég frábæru fólki. Í seinna skipti sem við samnemendur mínir heimsóttum Erlu þá gaf hún okkur öllum orðu og ég fékk orðu fyrir að hafa drifið mig ein í kirkju. Þegar við fengum boð um að mæta í partý til Erlu var sett skilyrði að við myndum mæta með hatt. Ég spurði fósturforeldra mína hvort þau ættu hatt til að lána mér og varð jólasveinahúfa fyrir valinu og það í ágúst. Um kvöldið þegar við fórum niður í bæ þá óskaði ég fólkinu að sjálfsögðu gleðilegra jóla. Maður sem ég hitti fannst þessi ósk einum of snemma en það var víst bara ágúst.
Ég veit að Erla er að skrá í ferðarnar núna og er að vera fullbókað í ferðarnar. Slóðin hjá Erlu er: http://www.enskafyriralla.is/ Um miðjan júní er farið í stutta ferð til Broadstairs og þá eru frístundirnar notaðar til að fara í golf. Um mánaðarmótin júní - júlí er farið til York og svo í lok júlí til Broadstairs. Á sama tíma og boðið er uppá ferð fyrir fullorna í lok júlí er einnig ferð fyrir unglinga. Minnir mig að þau hafi verið tæp 80 sl. sumar. Endilega kíkið á myndasafnið hjá Erlu og skrollið niður myndasíðurnar. Ég auðvita mæli aðallega með KSE 2007 og KSE 2007 unglingar.
Góða skemmtun að skoða myndirnar af okkur og endilega lítið á slóðina: http://bbv1950.blog.is/blog/bbv1950/ Þar skrifar Sverrir Gíslason frá Heydal í Mjóafirði v/Djúp grein og ég skrifaði formálann. Endilega sjáið hvað sumir eru að bralla núna.
Rósa Aðalsteinsdóttir
P.S. Ef þið viljið sjá myndirnar betur: TVÍSMELLIÐ Á MYNDINA. Dæmi um efstu myndina til hægri. Ef þið tvísmellið á myndina þá kemur einnig heiti myndarinnar fyrir ofan myndina og nánari skýringartexti fyrir neðan myndina. Þessi mynd heitir: "SÆTASTA STELPAN Í BROADSTAIRS." HM, STELPA = FULLORÐINN MAÐUR Í KVENMANNSFÖTUM.
Menntun og skóli | Breytt 13.4.2008 kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (51)
23.3.2008 | 16:38
Páskar
Gleðilega páska
Á Pálmasunnudag reið Jesús á ösnufola inn í Jerúsalem og flestir fögnuðu honum. Fólkið beiddi klæði sín á veginn og aðrir settu pálmaviðagreinar á veginn. Þetta gerði fólkið í virðingu fyrir Jesú. Fólkið söng: Hósanna í hæstum hæðum." Jesús einn vissi að þessi fögnuður myndi breytast á aðeins fáeinum dögum því hann var kominn til Jerúsalem til að fullna það verk sem honum var ætlað af Guði almáttugum. Jesús sagði: Minn tími er í nánd, hjá þér vil ég halda páska með lærisveinum mínum." Jesús bað lærisveina sína að biðja mann um húsnæði því hann vissi að þetta yrði síðasta páskamáltíðin, Síðasta kvöldmáltíðin" sem hann átti með lærisveinum sínum. Jesús vissi að Júdas myndi svíkja hann og hann vissi að Símon Pétur myndi afneita honum. Hann vissi líka að allir lærisveinarnir myndu flýja. Þetta er táknrænt fyrir mig. Jesús þurfti að ganga í gegnum alla kvölina og pínuna einn fyrir okkur.Jesús var negldur á kross og hann bar allar syndir okkar og sjúkdóma upp á krossins tré. Hann vann lausnarverkið fyrir okkur. Við erum lánsöm, við getum beðið Jesú að fyrirgefa okkur syndir okkar því hann er búinn að vinna lausnarverkið fyrir okkur. Hann bar líka sjúkdóma okkar uppá krossins tré. Við getum beðið Jesú að lækna okkur og við getum orðið heil ef við trúum á máttarverk hans.
Á Föstudaginn langa varð ég þess heiðurs aðnjótandi að taka þátt í að lesa Passíusálma eftir Hallgrím Pétursson í Hofskirkju í Vopnafirði. Ég hvet alla að lesa Passíusálmana. Á vef Ríkisútvarpsins er hægt að finna Passíusálmana, Píslasöguna og æviágrip skáldsins.
Slóð: http://servefir.ruv.is/passiusalmar/
Hvernig getur fólk aðhyllst spíritisma ???eftir að hafa lesið Ljós yfir landamærineftir Jónas Þorbergsson, Setberg, Reykjavík, 1965, bls.189, 197, 264. -- Bréf frá Ingu, útg. Soffanías Torklesson, Winnepeg, 2 bind, 1932, bls. 168 - 171; 3. Bindi, 1950, bls. 184 - 185.
Ritið Biblía og Spíritisminn eftir Benedikt Arnkelsson cand. theol.
Ekki tekur betra við þegar spíritismar fara að lýsa því hvernig einlægir trúmenn, sem hafa verið dyggir lærisveinar Drottins Jesú og boðað orð hans í samræmi við ritninguna meðan þeim entist orka og aldur, hafi turnast í öðru lífi og taki aftur öll fyrri orð sín og prédikun.
Þannig segir í andartrúarriti einu að Helgi Hálfdanarson, einn ágætasti sonur íslenskrar kristni, hafi nú séð að sér og biðji þess að fermingarkver sitt verði brennt, svo og allt sem um kirkjumál fjallar og nafn sitt sé kennt við sé að það verði engum framar til tjóns.
Hallgrímur Pétursson, sem flestir róma hefur líka gerst trúskiptingur fyrir handan. Í áðurnefndri bók á hann að kveða svo fast að orði að endurlausnarkenningin sé eitruð ósannindi. Ég elskaði frelsarann og orðið frelsari og trúði því af dýpstu sannfæringu að þetta væri heilagur sannleikur." Nú hefur Jesús sýnt Hallgrími fram á að skáldið rangfærði kenningar hans. Já, Guð sjálfur hefur birt Hallgrími að hann hafi engum gefið vald til að frelsa menn frá illgjörðum þeirra. Þess vegna séu Passíusálmarnir lýsing á lausnara sem aldrei hafi verið til nema í ímyndun hans og annarra." Sjá ritið í heild sinni:
Slóð: http://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/?offset=10
Ég er mjög ósátt við þessa miklu vanvirðingu sem spíritistar sýna minningu Séra Hallgríms og okkur öllum sem erum kristin þjóð.
Er frelsarann sá ég við vatnið,
hann sagði við mig:
Ég veit þú ert þreyttur
og þráir minn frið.
Í leynd er þú grætur,
vil ég gefa þér ró.
Ég vil að þú munir,
hvers vegna ég dó.
Ég þakka Jesú Kristi
fyrir að hafa unnið lausnarverkið fyrir mig. Hann leysti mig úr viðjum synda þannig að ég er frjáls. Ég óska þess að allir vildu þiggja þá sömu gjöf sem ég þáði þegar ég var þrettán ára. Guð gefi ykkur náð til þess að stíga þau gæfuspor.
Pálmasunnudagur:
Þegar þeir nálguðust Jerúsalem og komu til Betfage við Olíufjallið, sendi Jesús tvo lærisveina og sagði við þá: ,,Farið í þorpið hér framundan ykkur, og jafnskjótt munuð þið finna ösnu bundna og fola hjá henni. Leysið þau og færið mér. Ef einhver hefur orð um, þá svarið: ,Herrann þarf þeirra við, og mun hann jafnskjótt senda þau." Þetta varð, svo að rættist það, sem sagt er fyrir munn spámannsins: Segið dótturinni Síon: Sjá, konungur þinn kemur til þín, hógvær er hann og ríður asna, fola undan áburðargrip. Lærisveinarnir fóru og gjörðu sem Jesús hafði boðið þeim, komu með ösnuna og folann og lögðu á þau klæði sín, en hann steig á bak. Fjöldamargir breiddu klæði sín á veginn, en aðrir hjuggu lim af trjánum og stráðu á veginn. Og múgur sá, sem á undan fór og eftir fylgdi, hrópaði: ,,Hósanna syni Davíð! Blessaður sé sá sem kemur, í nafni Drottins! Hósanna í hæstum hæðum!" Þegar hann kom inn í Jerúsalem, varð öll borgin í uppnámi, og menn spurðu: ,,Hver er hann?" Fólkið svaraði: ,,Það er spámaðurinn Jesús frá Nasaret í Galíleu. Þá gekk Jesús í helgidóminn og rak út alla, sem voru að selja þar og kaupa, hratt um borðum víxlaranna og stólum dúfnasalanna og mælti við þá: ,,Ritað er: Hús mitt á að vera bænahús, en þér gjörið það að ræningjabæli." Blindir og haltir komu til hans í helgidóminum, og hann læknaði þá. Æðstu prestarnir og fræðimennirnir sáu dásemdarverkin, sem hann gjörði, og heyrðu börnin hrópa í helgidóminum: ,,Hósanna syni Davíðs!`` Þeir urðu gramir við og sögðu við hann: ,,Heyrir þú, hvað þau segja?`` Jesús svaraði þeim: ,,Já, hafið þér aldrei lesið þetta: ,Af barna munni og brjóstmylkinga býrðu þér lof." Og hann fór frá þeim og úr borginni til Betaníu og hafði þar náttstað. " Matt. 21: 1.-17.
:/: Hósanna, hósanna,
hósanna í hæstum hæðum:/:
Guð, við lofum þitt nafn,
fullt af lofgjörðaróð
Við upphefjum þig, ó, Guð.
Hósanna í hæstum hæðum.
:/: Hyllum, hyllum,
hyllum konung konunga:/:
Guð, við lofum þitt nafn,
Fullt af lofgjörðaróð.
Við upphefjum þig, ó Guð.
Hyllum konung konunga.
Skírdagur: Síðasta kvöldmáltíðin.
Á fyrsta degi ósýrðu brauðanna komu lærisveinarnir til Jesú og sögðu: ,,Hvar vilt þú, að vér búum þér páskamáltíðina?" Hann mælti: ,,Farið til ákveðins manns í borginni, og segið við hann: ,Meistarinn segir: Minn tími er í nánd, hjá þér vil ég halda páska með lærisveinum mínum. Lærisveinarnir gjörðu sem Jesús bauð þeim og bjuggu til páskamáltíðar. Um kvöldið sat hann til borðs með þeim tólf. Og er þeir mötuðust, sagði hann: ,,Sannlega segi ég yður: Einn af yður mun svíkja mig." Þeir urðu mjög hryggir og sögðu við hann, einn af öðrum: ,,Ekki er það ég, herra?" Hann svaraði þeim: ,,Sá sem dýfði hendi í fatið með mér, mun svíkja mig. Mannssonurinn fer að sönnu héðan, svo sem um hann er ritað, en vei þeim manni, sem því veldur, að Mannssonurinn verður framseldur. Betra væri þeim manni að hafa aldrei fæðst." En Júdas, sem sveik hann, sagði: ,,Rabbí, ekki er það ég?" Jesús svaraði: ,,Þú sagðir það."
Heilög kvöldmáltíð:
Þá er þeir mötuðust, tók Jesús brauð, þakkaði Guði, braut það og gaf lærisveinunum og sagði: ,,Takið og etið, þetta er líkami minn." Og hann tók kaleik, gjörði þakkir, gaf þeim og sagði: ,,Drekkið allir hér af. Þetta er blóð mitt, blóð sáttmálans, úthellt fyrir marga til fyrirgefningar synda. Ég segi yður: Héðan í frá mun ég eigi drekka af þessum vínviðar ávexti til þess dags, er ég drekk hann nýjan með yður í ríki föður míns." Þegar þeir höfðu sungið lofsönginn, fóru þeir til Olíufjallsins.
Þá segir Jesús við þá: ,,Á þessari nóttu munuð þér allir hneykslast á mér, því að ritað er: ,Ég mun slá hirðinn, og sauðir hjarðarinnar munu tvístrast.` En eftir að ég er upp risinn, mun ég fara á undan yður til Galíleu." Þá segir Pétur: ,,Þótt allir hneykslist á þér, skal ég aldrei hneykslast." Jesús sagði við hann: ,,Sannlega segi ég þér: Á þessari nóttu, áður en hani galar, muntu þrisvar afneita mér." Pétur svarar: ,,Þótt ég ætti að deyja með þér, þá mun ég aldrei afneita þér." Eins töluðu allir lærisveinarnir.
Getsemane:
Þá kemur Jesús með þeim til staðar, er heitir Getsemane, og hann segir við lærisveinana: ,,Setjist hér, meðan ég fer og biðst fyrir þarna." Hann tók með sér þá Pétur og báða sonu Sebedeusar. Og nú setti að honum hryggð og angist. Hann segir við þá: ,,Sál mín er hrygg allt til dauða. Bíðið hér og vakið með mér."Þá gekk hann lítið eitt áfram, féll fram á ásjónu sína, baðst fyrir og sagði: ,,Faðir minn, ef verða má, þá fari þessi kaleikur fram hjá mér. Þó ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt." Hann kemur aftur til lærisveinanna og finnur þá sofandi. Þá sagði hann við Pétur: ,,Þér gátuð þá ekki vakað með mér eina stund? Vakið og biðjið, að þér fallið ekki í freistni. Andinn er reiðubúinn, en holdið veikt." Aftur vék hann brott annað sinn og bað: ,,Faðir minn, ef eigi verður hjá því komist, að ég drekki þennan kaleik, þá verði þinn vilji." Þegar hann kom aftur, fann hann þá enn sofandi, því drungi var á augum þeirra. Þá fór hann enn frá þeim og baðst fyrir þriðja sinn með sömu orðum og fyrr. Og hann kom til lærisveinanna og sagði við þá: ,,Sofið þér enn og hvílist? Sjá, stundin er komin og Mannssonurinn er framseldur í hendur syndugra manna. Standið upp, förum! Í nánd er sá, er mig svíkur."
Tekin höndum:
Meðan hann var enn að tala, kom Júdas, einn þeirra tólf, og með honum mikill flokkur frá æðstu prestunum og öldungum lýðsins, og höfðu þeir sverð og barefli. Svikarinn hafði sagt þeim þetta til marks: ,,Sá sem ég kyssi, hann er það. Takið hann höndum." Hann gekk beint að Jesú og sagði: ,,Heill, rabbí!`` og kyssti hann. Jesús sagði við hann: ,,Vinur, hví ertu hér" Þá komu hinir, lögðu hendur á Jesú og tóku hann. Einn þeirra, sem með Jesú voru, greip til sverðs og brá því, hjó til þjóns æðsta prestsins og sneið af honum eyrað. Jesús sagði við hann: ,,Slíðra sverð þitt! Allir, sem sverði bregða, munu fyrir sverði falla. Hyggur þú, að ég geti ekki beðið föður minn að senda mér nú meira en tólf sveitir engla? Hvernig ættu þá ritningarnar að rætast, sem segja, að þetta eigi svo að verða?" Á þeirri stundu sagði Jesús við flokkinn: ,,Eruð þér að fara að mér með sverðum og bareflum eins og gegn ræningja til að handtaka mig? Daglega sat ég í helgidóminum og kenndi, og þér tókuð mig ekki höndum. En allt verður þetta til þess, að ritningar spámannanna rætist." Þá yfirgáfu hann lærisveinarnir allir og flýðu.
Fyrir ráðinu:
Þeir sem tóku Jesú höndum, færðu hann til Kaífasar, æðsta prests, en þar voru saman komnir fræðimennirnir og öldungarnir. Pétur fylgdi honum álengdar, allt að garði æðsta prestsins. Þar gekk hann inn og settist hjá þjónunum til að sjá, hver yrði endir á. Æðstu prestarnir og allt ráðið leituðu ljúgvitnis gegn Jesú til að geta líflátið hann, en fundu ekkert, þótt margir ljúgvottar kæmu. Loks komu tveir og sögðu: ,,Þessi maður sagði: Ég get brotið niður musteri Guðs og reist það aftur á þrem dögum." Þá stóð æðsti presturinn upp og sagði: ,,Svarar þú því engu, sem þessir vitna gegn þér?" En Jesús þagði. Þá sagði æðsti presturinn við hann: ,,Ég særi þig við lifandi Guð, segðu oss: Ertu Kristur, sonur Guðs?" Jesús svarar honum: ,,Þú sagðir það. En ég segi yður: Upp frá þessu munuð þér sjá Mannssoninn sitja til hægri handar máttarins og koma á skýjum himins." Þá reif æðsti presturinn klæði sín og sagði: ,,Hann guðlastar, hvað þurfum vér nú framar votta við? Þér heyrðuð guðlastið. Hvað líst yður?" Þeir svöruðu: ,,Hann er dauðasekur." Og þeir hræktu í andlit honum og slógu hann með hnefunum, en aðrir börðu hann með stöfum og sögðu: ,,Spáðu nú, Kristur, hver var að slá þig?"
Pétur afneitar:
En Pétur sat úti í garðinum. Þar kom að honum þerna ein og sagði: ,,Þú varst líka með Jesú frá Galíleu." Því neitaði hann svo allir heyrðu og sagði: ,,Ekki veit ég, hvað þú ert að fara." Hann gekk út í fordyrið. Þar sá hann önnur þerna og sagði við þá, sem þar voru: ,,Þessi var með Jesú frá Nasaret." En hann neitaði sem áður og sór þess eið, að hann þekkti ekki þann mann. Litlu síðar komu þeir, er þar stóðu, og sögðu við Pétur: ,,Víst ertu líka einn af þeim, enda segir málfæri þitt til þín." En hann sór og sárt við lagði, að hann þekkti ekki manninn. Um leið gól hani. Og Pétur minntist þess, er Jesús hafði mælt: ,,Áður en hani galar, muntu þrisvar afneita mér." Og hann gekk út og grét beisklega." Matt. 26: 17.- 74.
Fyrir Pílatusi:
Að morgni gjörðu allir æðstu prestarnir og öldungar lýðsins samþykkt gegn Jesú, að hann skyldi af lífi tekinn. Þeir létu binda hann og færa brott og framseldu hann Pílatusi landshöfðingja.
Afdrif Júdasar:
Þegar Júdas, sem sveik hann, sá, að hann var dæmdur sekur, iðraðist hann og skilaði æðstu prestunum og öldungunum silfurpeningunum þrjátíu og mælti: ,,Ég drýgði synd, ég sveik saklaust blóð." Þeir sögðu: ,,Hvað varðar oss um það? Það er þitt að sjá fyrir því." Hann fleygði þá silfrinu inn í musterið og hélt brott. Síðan fór hann og hengdi sig. Æðstu prestarnir tóku silfrið og sögðu: ,,Ekki má láta það í guðskistuna, því þetta eru blóðpeningar."Og þeir urðu ásáttir um að kaupa fyrir þá leirkerasmiðs akurinn til grafreits handa útlendingum.
Þess vegna kallast hann enn í dag Blóðreitur.Þá rættist það, sem sagt var fyrir munn Jeremía spámanns: ,,Þeir tóku silfurpeningana þrjátíu, það verð, sem sá var metinn á, er til verðs var lagður af Ísraels sonum, og keyptu fyrir þá leirkerasmiðs akurinn eins og Drottinn hafði fyrir mig lagt."
Konungur Gyðingar?
Jesús kom nú fyrir landshöfðingjann. Landshöfðinginn spurði hann: ,,Ert þú konungur Gyðinga?" Jesús svaraði: ,,Þú segir það." Æðstu prestarnir og öldungarnir báru á hann sakir, en hann svaraði engu. Þá spurði Pílatus hann: ,,Heyrir þú ekki, hve mjög þeir vitna gegn þér?" En hann svaraði honum ekki, engu orði hans, og undraðist landshöfðinginn mjög.
Krossfestu hann!
Á hátíðinni var landshöfðinginn vanur að gefa lýðnum lausan einn bandingja, þann er þeir vildu. Þá var þar alræmdur bandingi í haldi, Barabbas að nafni. Sem þeir nú voru saman komnir, sagði Pílatus við þá: ,,Hvorn viljið þér, að ég gefi yður lausan, Barabbas eða Jesú, sem kallast Kristur?" Hann vissi, að þeir höfðu fyrir öfundar sakir framselt hann. Meðan Pílatus sat á dómstólnum, sendi kona hans til hans með þessi orð: ,,Láttu þennan réttláta mann vera, þungir hafa draumar mínir verið í nótt hans vegna." En æðstu prestarnir og öldungarnir fengu múginn til að biðja um Barabbas, en að Jesús yrði deyddur. Landshöfðinginn spurði: ,,Hvorn þeirra tveggja viljið þér, að ég gefi yður lausan?" Þeir sögðu: ,,Barabbas." Pílatus spyr: ,,Hvað á ég þá að gjöra við Jesú, sem kallast Kristur?" Þeir segja allir: ,,Krossfestu hann." Hann spurði: ,,Hvað illt hefur hann þá gjört?" En þeir æptu því meir: ,,Krossfestu hann!" Nú sér Pílatus, að hann fær ekki að gjört, en ólætin aukast. Hann tók vatn, þvoði hendur sínar frammi fyrir fólkinu og mælti: ,,Sýkn er ég af blóði þessa manns! Svarið þér sjálfir fyrir!" Og allur lýðurinn sagði: ,,Komi blóð hans yfir oss og yfir börn vor!" Þá gaf hann þeim Barabbas lausan, en lét húðstrýkja Jesú og framseldi hann til krossfestingar.
Hermenn landshöfðingjans fóru nú með hann inn í höllina og söfnuðu um hann allri hersveitinni. Þeir afklæddu hann og færðu hann í skarlatsrauða kápu, fléttuðu þyrnikórónu og settu á höfuð honum, en reyrsprota í hægri hönd hans. Síðan féllu þeir á kné fyrir honum og höfðu hann að háði og sögðu: ,,Heill þú, konungur Gyðinga!" Og þeir hræktu á hann, tóku reyrsprotann og slógu hann í höfuðið. Þegar þeir höfðu spottað hann, færðu þeir hann úr kápunni og í hans eigin klæði. Þá leiddu þeir hann út til að krossfesta hann.
Krossfestur:
Á leiðinni hittu þeir mann frá Kýrene, er Símon hét. Hann neyddu þeir til að bera kross Jesú. Og er þeir komu til þess staðar, er heitir Golgata, það þýðir hauskúpustaður, gáfu þeir honum vín að drekka, galli blandað. Hann bragðaði það, en vildi ekki drekka. Þá krossfestu þeir hann. Og þeir köstuðu hlutum um klæði hans og skiptu með sér, sátu þar svo og gættu hans. Yfir höfði hans festu þeir sakargift hans sv
o skráða: ÞESSI ER JESÚS, KONUNGUR GYÐINGA. Þá voru krossfestir með honum tveir ræningjar, annar til hægri, hinn til vinstri. Þeir, sem fram hjá gengu, hæddu hann, skóku höfuð sín og sögðu: ,,Þú sem brýtur niður musterið og reisir það á þrem dögum. Bjarga nú sjálfum þér, ef þú ert sonur Guðs, og stíg niður af krossinum!" Eins gjörðu æðstu prestarnir gys að honum og fræðimennirnir og öldungarnir og sögðu: ,,Öðrum bjargaði hann, sjálfum sér getur hann ekki bjargað. Hann er konungur Ísraels, stígi hann nú niður af krossinum, þá skulum vér trúa á hann. Hann treystir Guði. Nú ætti Guð að frelsa hann, ef hann hefur mætur á honum. Eða sagði hann ekki: ,Ég er sonur Guðs?" Einnig ræningjarnir, sem með honum voru krossfestir, smánuðu hann á sama hátt.
:/: Það var Jesús sem leysti mig :/:
Hann braut alla hlekki
Er mig bundu við synd.
Það var Jesús sem leysti mig.
Dáinn:
En frá hádegi varð myrkur um allt land til nóns. Og um nón kallaði Jesús hárri röddu: ,,Elí, Elí, lama sabaktaní!" Það þýðir: ,,Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?" Nokkrir þeirra, er þar stóðu, heyrðu þetta og sögðu: ,,Hann kallar á Elía!" Jafnskjótt hljóp einn þeirra til, tók njarðarvött og fyllti ediki, stakk á reyrstaf og gaf honum að drekka. Hinir sögðu: ,,Sjáum til, hvort Elía kemur að bjarga honum." En Jesús hrópaði aftur hárri röddu og gaf upp andann. Þá rifnaði fortjald musterisins í tvennt, ofan frá og niður úr, jörðin skalf og björgin klofnuðu,grafir opnuðust og margir líkamir helgra látinna manna risu upp. Eftir upprisu Jesú gengu þeir úr gröfum sínum og komu í borgina helgu og birtust mörgum. Þegar hundraðshöfðinginn og þeir, sem með honum gættu Jesú, sáu landskjálftann og atburði þessa, hræddust þeir mjög og sögðu: ,,Sannarlega var þessi maður sonur Guðs." Þar voru og margar konur, sem álengdar horfðu á, þær höfðu fylgt Jesú frá Galíleu og þjónað honum. Meðal þeirra var María Magdalena, María, móðir þeirra Jakobs og Jósefs, og móðir Sebedeussona.
Grafinn:
Um kvöldið kom auðugur maður frá Arímaþeu, Jósef að nafni, er sjálfur var orðinn lærisveinn Jesú. Hann gekk til Pílatusar og bað hann um líkama Jesú. Pílatus bauð þá að fá Jósef hann. Jósef tók líkið, sveipaði það hreinu línklæði og lagði í nýja gröf, sem hann átti og hafði látið höggva í klett, velti síðan stórum steini fyrir grafarmunnann og fór burt. María Magdalena var þar og María hin, og sátu þær gegnt gröfinni.
Grafar gætt:
Næsta dag, daginn eftir aðfangadag, gengu æðstu prestarnir og farísearnir saman fyrir Pílatus og sögðu: ,,Herra, vér minnumst þess, að svikari þessi sagði í lifanda lífi: ,Eftir þrjá daga rís ég upp.` Bjóð því, að grafarinnar sé vandlega gætt allt til þriðja dags, ella gætu lærisveinar hans komið og stolið honum og sagt fólkinu: ,Hann er risinn frá dauðum.` Þá verða síðari svikin verri hinum fyrri." Pílatus sagði við þá: ,,Hér hafið þér varðmenn, farið og búið svo tryggilega um sem best þér kunnið." Þeir fóru og gengu tryggilega frá gröfinni og innsigluðu steininn með aðstoð varðmannanna." Matt. 27: 1.- 66.
Páskadagur:
Að liðnum hvíldardegi, þegar lýsti af fyrsta degi vikunnar, komu þær María Magdalena og María hin til að líta á gröfina. Þá varð landskjálfti mikill, því engill Drottins sté niður af himni, kom og velti steininum og settist á hann. Hann var sem elding ásýndum og klæðin hvít sem snjór. Varðmennirnir skulfu af hræðslu við hann og urðu sem örendir. En engillinn mælti við konurnar: ,,Þér skuluð eigi óttast. Ég veit, að þér leitið að Jesú hinum krossfesta. Hann er ekki hér. Hann er upp risinn, eins og hann sagði. Komið og sjáið staðinn, þar sem hann lá. Farið í skyndi og segið lærisveinum hans: ,Hann er upp risinn frá dauðum, sjá hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann.` Þetta hef ég sagt yður." Og þær fóru í skyndi frá gröfinni, með ótta og mikilli gleði, og hlupu að flytja lærisveinum hans boðin. Og sjá, Jesús kemur á móti þeim og segir: ,,Heilar þið!" En þær komu, féllu fram fyrir honum og föðmuðu fætur hans. Þá segir Jesús við þær: ,,Óttist ekki, farið og segið bræðrum mínum að halda til Galíleu. Þar munu þeir sjá mig." Meðan þær voru á leiðinni komu nokkrir varðmenn til borgarinnar og sögðu æðstu prestunum allt, sem gjörst hafði. En þeir kvöddu saman öldungana og tóku það ráð með þeim að bera mikið fé á hermennina og mæltu við þá: ,,Segið þetta: ,Lærisveinar hans komu á næturþeli, meðan vér sváfum, og stálu honum." Og ef þetta berst landshöfðingjanum til eyrna, skulum vér sefa hann, svo að þér getið verið áhyggjulausir." Þeir tóku við fénu og gjörðu sem þeim var sagt. Þessi sögusögn hefur verið borin út meðal Gyðinga allt til þessa dags. En lærisveinarnir ellefu fóru til Galíleu, til fjallsins, sem Jesús hafði stefnt þeim til. Þar sáu þeir hann og veittu honum lotningu. En sumir voru í vafa. Og Jesús gekk til þeirra, talaði við þá og sagði: ,,Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar." Matt. 28: 1.-20.
Tókuð þið eftir hér rétt fyrir ofan:
"Þessi sögusögn hefur verið borin út meðal Gyðinga allt til þessa dags." Gyðingar eru að bíða eftir Messíasi. Hann mun koma en það verður ekki Jesús Kristur. Það verður Anti-Kristur sonur Satans. Hann blekkir alla, mikill samningamaður og Gyðingar treysta honum. Þeir uppgötva of seint að þetta var ekki sá Messías sem þeir voru að bíða eftir. Það brýst út þriðja styrjöldin. Allar þjóðir munu fara í gegn Ísrael.
Þriðja heimstyrjöldin stöðvast ekki fyrr en Jesús Kristu kemur á skýjum himins. Í kafla 14 í Sakaría er spádómur um þegar Jesús kemur á skýjum himins: Kaflinn heitir: "Á efsta degi." "Sjá, sá dagur kemur frá Drottni, að herfangi þínu verður skipt mitt í sjálfri þér. Og ég mun safna öllum þjóðunum til hernaðar móti Jerúsalem, og borgin mun verða tekin, húsin rænd og konurnar smánaðar. Helmingur borgarmanna mun verða herleiddir, en hinn lýðurinn mun ekki upprættur verða úr borginni. Og Drottinn mun út fara og berjast við þessar þjóðir, eins og þegar hann barðist forðum á orrustudeginum. Fætur hans munu á þeim degi standa á Olíufjallinu, sem er austanvert við Jerúsalem,og Olíufjallið mun klofna um þvert frá austri til vestur, og þar mun verða geysivíður dalur, því annar hluti fjallsins mun undan síga til norðurs en hinn til suðurs. En þér munuð flýja í fjalladal minn, því að fjalladalurinn nær til Asal. Og þér munuð flýja, eins og þér flýðuð undan jarðskjálftanum á dögum Ússía Júdakonungs. En Drottinn, Guð minn mun koma og allir heilagir með honum." (Biblían: Sak. 14:1-5)
Sjá slóð: http://snorribetel.blog.is/blog/snorribetel/entry/481289/#comments
:/: Hann er Guð :/:
Reis frá dauðum Drottinn Kristur,
hann er Guð.
Til hans kom í trú,
tak við honum nú,
því Kristur, hann er Guð.
Guð blessi ykkur öll.
Shalom.
Rósa Aðalsteinsdóttir
Ási Vopnafirði
Trúmál og siðferði | Breytt 29.3.2008 kl. 06:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (55)