"Hver er þá náungi minn?"

 

Guð gefi ykkur öllum góðan dag.

Mörg okkar hafa áhyggjur af forráðamönnum okkar sem taka ýmsar ákvarðanir sem eru ekki í kristilegum kærleika. Mörg okkar eru mjög ósátt með ákvörðun Útlendingastofnunnar þegar ákveðið var að vísa Paul Ramses Odour úr landi sl. fimmtudag.

Persónulega finnst mér þetta vera ómannúðleg ákvörðun. Haukur Guðmundsson,  sem er settur forstjóri,Útlendingastofnunnar  vissi alveg hvað beið Paul Ramses ef hann yrði sendur áfram frá Ítalíu til Kenýa.  Í Kenýa eru miklar óeirðir og enga miskunn að finna þar fyrir þá sem ekki hafa sömu skoðun og Ógnarstjórnin. Fólk er tekið af lífi eingöngu vegna þess að þeir eru ekki með sömu skoðun og  Ógnarstjórnin.

Björn Bjarnason vissi þetta allt líka þó hann reyni nú  ljóst og leynt að setja alla ábyrgð á Hauk Guðmundsson sem er starfsmaður Björns Bjarnasonar. Ingibjörg Sólrún hefur bjargað pólitískum ferli Björns Bjarnasonar með því að hafa samband við aðila á Ítalíu um meðferð Pauls Ramses. Persónulega hefði ég óskað að hún hefði  tekið þá ákvörðun að Paul Ramses yrði sendur hingað heim til Rosemary konu hans og sonar. Málið yrði  svo afgreitt hér fljótt og vel eins og með tengdadóttur Jónínu Bjartmars.

 

Spurningar til Björns  og Hauks.

Var rekin rasísk stefna í málefnum útlendinga um miðja sl. öld?

Lögðu íslensk stjórnvöld fram þá kröfu til bandaríska hersins að hingað kæmu engir svertingjar?

Getur verið að það sé ennþá eimur af þessari rasísku stefnu?

Þarf Haukur ekki að bera undir þig Björn ákvarðanir eins og að vísa fólki úr landi og í þessu tilfelli út í opinn dauðann?

 

Gullkorn um kærleikann og  Guðsorð  fyrir Björn og Hauk.

 

Án mannlegs samfélag getur enginn maður þrifist." Dalai Lama (F. 1935)

„Svo lengi sem lítil börn þjást, ríkir enginn kærleikur í heiminum." Isadora Duncan (1878 -1927)

 

Hvað á ég að gjöra?

Lögvitringur nokkur sté fram, vildi freista hans og mælti: "Meistari, hvað á ég að gjöra til þess að öðlast eilíft líf?"

Jesús sagði við hann: "Hvað er ritað í lögmálinu? Hvernig lest þú?"

Hann svaraði: "Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum, og náunga þinn eins og sjálfan þig."

Jesús sagði við hann: "Þú svaraðir rétt. Gjör þú þetta, og þú munt lifa."

En hann vildi réttlæta sjálfan sig og sagði við Jesú: "Hver er þá náungi minn?"

Því svaraði Jesús svo: "Maður nokkur fór frá Jerúsalem ofan til Jeríkó og féll í hendur ræningjum. Þeir flettu hann klæðum og börðu hann, hurfu brott síðan og létu hann eftir dauðvona. Svo vildi til, að prestur nokkur fór ofan sama veg og sá manninn, en sveigði fram hjá. Eins kom og levíti þar að, sá hann og sveigði fram hjá. En Samverji nokkur, er var á ferð, kom að honum, og er hann sá hann, kenndi hann í brjósti um hann, gekk til hans, batt um sár hans og hellti í þau viðsmjöri og víni. Og hann setti hann á sinn eigin eyk, flutti hann til gistihúss og lét sér annt um hann. Daginn eftir tók hann upp tvo denara, fékk gestgjafanum og mælti: ,Lát þér annt um hann og það sem þú kostar meiru til, skal ég borga þér, þegar ég kem aftur.' Hver þessara þriggja sýnist þér hafa reynst náungi þeim manni, sem féll í hendur ræningjum?" Hann mælti: "Sá sem miskunnarverkið gjörði á honum." Jesús sagði þá við hann: "Far þú og gjör hið sama."

 

Far þú Björn Bjarnason og gjör hið sama.

Far þú Haukur Guðmundsson og gjör hið sama.

 

Megi almáttugur Guð miskunna ykkur og fyrirgefa.

Rósa Aðalsteinsdóttir

Vopnafirði.

 

Endilega kíkið á bloggsíðuna hennar Öddu bloggvinkonu minnar, sem fjallar um sama mál:

http://laugatun.blog.is "Paul Ramses í Kastljósi: Sannfærður um að hann verði drepinn í Kenya"


mbl.is Óvissuástand hjá Paul Ramses
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður fundur um þetta mál kl 14:00 á morgun - sjá nánar á blogginu mínu!!!

Ása (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 17:17

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góður pistil Rósa mín og vonandi kemur hann heim til konu sinnar og litla barnsins.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.7.2008 kl. 17:28

3 Smámynd: Linda

Frábær pistill Rósa mín

Linda, 7.7.2008 kl. 17:37

4 identicon

Sæl Rósa mín.

Mjög góður og beittur pistill,sem höfðar til Kristilegra gilda okkar.samvizku og sektarkenndar.

Ég er viss um að viðkomandi menn  HEFÐU EKKI KOMIÐ SVONA FRAM VIÐ SÍNA EIGIN FJÖLSKYLDU,  EÐA HVAÐ?

ÉG ÞAKKA ÞÉR FYRIR AÐ KOMA FRAM Á RITVÖLLINN FJÖLSKYLDUNNI TIL HJÁLPAR!

Megi algóður Guð vaka yfir þér og þínum.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 17:41

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælar stelpur og takk fyrir innlitið.

Ása Gréta frænka. Frábærar fréttir að það skuli vera til mennskt fólk á Alþingi Íslendinga. Ég býð mig fram að rassskella suma og þarf ekki borgun fyrir verkið, bara ánægjuna. Þú veist að við eru afkomendur sterkar manna af Jökuldal.

Katla mín, já við óskum þess að Paul fái að koma heim til sonar síns og eiginkonu.

Vona til Guðs að forráðamenn þjóðar okkar framkvæmi aldrei aftur svona verknað gagnvart þeim sem minna mega sín.

Megi almáttugur Guð miskunna stjórnendum þessa lands og okkur öllum sem þurfum að lúta þeim.

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.7.2008 kl. 17:42

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Linda og Þórarinn.

Linda mín, takk fyrir hvatninguna. Var að horfa á prédikun á blogginu hjá þér.

Þórarinn minn, alveg er ég viss um að enginn hefði tekið svona ákvörðun hefði viðkomandi tengst þeim. Þetta var ekki fallegur gjörningur og ekki þeim til framdráttar sem þarna voru að verki.

Við höldum áfram að berjast þangað til við vinnum sigur og nú finnst mér að sumir ættu að taka pokann sinn, sjálf síns vegna. SVONA GERUM VIÐ EKKI.

Megi almáttugur Guð blessa ykkur og varðveita.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.7.2008 kl. 17:48

7 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Svona á að gera beitta pistla,það er vont að lesa svona pistil og hafa völd til að breyta rétt í málinu.Svo sannarlega væri óskandi að Björn og Haukur læsu nú pistil þennann Rósa mín.

Kveðjur úr sólinni mín kær.Þinn vinur Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 7.7.2008 kl. 19:53

8 Smámynd: Sigurður Rósant

Þarna ertu Rósa að taka dæmi af lögvitringi sem var ráðvilltur Gyðingur. En Björn Bjarnason er all fróður í margvíslegum málum og gæti skákað þér í þessum efnum.

Mér þykir þú hins vegar bíræfin að setja þig upp á móti stjórnvöldum lands okkar sem skipuð eru af guðinum Jahve og hans englum, eins og segir í bréfi Páls postula til Rómverja í 13. kafla, versi 1 - 5.

"Sérhver maður hlýði þeim yfirvöldum, sem hann er undirgefinn. Því ekki er neitt yfirvald til nema frá Guði, og þau sem til eru, þau eru skipuð af Guði. Sá sem veitir yfirvöldunum mótstöðu, hann veitir Guðs tilskipun mótstöðu, og þeir sem veita mótstöðu munu fá dóm sinn. Sá sem vinnur góð verk þarf ekki að óttast valdsmennina, heldur sá sem vinnur vond verk. En viljir þú eigi þurfa að óttast yfirvöldin, þá gjör það sem gott er, og muntu fá lofstír af þeim. Því að þau eru þjónn Guðs þér til góðs. En ef þú gjörir það sem illt er, þá skaltu óttast. Yfirvöldin bera ekki sverðið ófyrirsynju, þau eru Guðs þjónn, hegnari til refsingar þeim er aðhefst hið illa. Þess vegna er nauðsynlegt að hlýðnast, ekki einungis vegna hegningarinnar, heldur og vegna samviskunnar."

Biddu nú Björn og Hauk afsökunar á flumbrugangi þínum.

Sigurður Rósant, 7.7.2008 kl. 20:47

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig fallega góða manneskja

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2008 kl. 21:15

10 identicon

Sigurður Rósant - í Orði Drottins segir líka að við eigum að fletta ofan af hinu illa - svo Rósa þarf ekki að óttast neitt - hún er að þjóna vilja Drottins til blessunar og betra lífs fyrir litlu fjölskylduna hans Paul Ramseys:

Efesusbréfið 5:11-17

11. Eigið engan hlut í verkum myrkursins, sem ekkert gott hlýst af, heldur flettið miklu fremur ofan af þeim.
12. Því að það, sem slíkir menn fremja í leyndum, er jafnvel svívirðilegt um að tala.
13. En allt það, sem ljósið flettir ofan af, verður augljóst. Því að allt, sem er augljóst, er ljós.
14. Því segir svo: Vakna þú, sem sefur, og rís upp frá dauðum, og þá mun Kristur lýsa þér.
15. Hafið því nákvæma gát á, hvernig þér breytið, ekki sem fávísir, heldur sem vísir.
16. Notið hverja stund, því að dagarnir eru vondir.
17. Verið því ekki óskynsamir, heldur reynið að skilja, hver sé vilji Drottins.

Rómverjabréfið 13:3-9

3. Sá sem vinnur góð verk þarf ekki að óttast valdsmennina, heldur sá sem vinnur vond verk. En viljir þú eigi þurfa að óttast yfirvöldin, þá gjör það sem gott er, og muntu fá lofstír af þeim.
4. Því að þau eru þjónn Guðs þér til góðs. En ef þú gjörir það sem illt er, þá skaltu óttast. Yfirvöldin bera ekki sverðið ófyrirsynju, þau eru Guðs þjónn, hegnari til refsingar þeim er aðhefst hið illa.

Megi Guð leiða þig og gefa þér að þekkja sinn vilja Sigurður Rósant!!

Ása (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 22:18

11 identicon

Sæl Rósa mín.

Stundum verður manni illt og maður veit ekki allveg ástæðuna.Svo líður það hjá og svo tel ég vera með þennan Sigurð Rósant,mér varð eiginlega illt af að lesa hans óhugsuðu orð. Að þú(RÓSA)ættir að biðja Björn og Hauk afsökunar á "flumbrugangi þínum" eru orð sem segja mér að þú eigir að vera ánauðug eins og á dögum Danaveldis.

Svo er Guði fyrir að þakka að við erum laus undan þeirri ánauð.

Og að mega ekki af öllum sínum einlæga mætti biðja fólki griða,

án þess að einhver sjálfskipaður sérvitrungur ætli að hafa fyrir þér vit.    

Ég segi nei!

Hvert okkar hér á þessu litla skeri  ÍSLANDI í hinum stóra mannlega heimi vill halda í heiðri virðingu fyrir lífinu.

Pólitík né sérvitringar eiga ekki að hafa um það lokaorð.

Hver hér á landi vill sjá sínum nánasta kastað fyrir aftökusveit,og hafast ekkert að ? 

Maður líttu þér nær.(Sigurður Rósant). Ég ætla að biðja fyrir þér að þú farir að vitkast. Reyndu að vera jákvæður á lífið og tilveruna til GÓÐS.

Og að gefnu tilefni ætla ég ekki að nota frekar bloggið hennar Rósu til að munnhöggvast, mér bara hreinlega ofbauð framganga Sigurðar!

Rósa mín,en og aftur ,þú átt heiður skilið fyrir framgöngu þína og þor.

Þar má fólk taka þig til fyrirmyndar.

Það fara ekki allir í skóna þína.

Algóður Guð veri með þér í dagsins önn.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 01:04

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð öll og takk fyrir innlitið.

Úlli minn, takk fyrir falleg orð. Ég vona líka að Björn og Haukur lesi þennan pistil og hef ég sent öllum þingmönnum þennan pistill núna seint í kvöld. Vona að þau sem eru ekki í fríi lesi.

Ásthildur mín, innilegar kveðjur til þín og fjölskyldunnar

Sigurður Rósant. Hún Ása Gréta hefur svarað þér snilldarlega og læt ég það duga. Ég vil árétta að þennan pistill hef ég sent til allra þingmanna og sagt þeim frá þessu bloggi. Geri mér vonir um að þú virðir reglur mínar framvegis að "Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir" Þessar reglur standa hér efst, í dálki höfundar.

Ása mín, kærar þakkir fyrir hnitmiðað svar. Dugnaðarkona ertu.

Þórarinn minn, ég spyr ekki að dugnaðinum í þér. Auðvita eigum við ekki að standa hjá og aðhafast ekkert ef við sjáum að það er verið að gera ranga hluti og það gegn þeim sem minna mega sín og geta ekki sjálf varið sig.

Eftir aðeins 12 klst. ætlar Allsherjarnefnd Alþingis að koma saman og ræða málefni Pauls, Rosemary og sonar þeirra.

Ég er innilega þakklát að Ágúst Ólafur Ágústsson skuli taka að sér þetta mál. Ég finn fyrir létti í hjarta mínu.

Biðjum Guð að blessa hann og launa.

Biðjum líka fyrir að fundurinn fái farsælan endi.

Guð blessi ykkur öll.

Kær kveðja/Rósa

Slóðir sem vert er að kíkja á. Þarna eru fréttir þar sem Ágúst Ólafur Ágústsson skorar á Björn Bjarnason að endurskoða ákvörðunina að senda Paul úr landi. Eins segir hann það sjálfsagt að verða við þeirri ósk að Allsherjarnefnd Alþingis fjalli um þetta mál.

http://eyjan.is/blog/2008/07/07/allsherjarnefnd-tekur-fyrir-mal-paul-ramses/

http://www.visir.is/article/20080707/FRETTIR01/832657198

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.7.2008 kl. 02:26

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

..takk Þórarinn fyrir kommentið þitt..ég er að taka þig til fyrirmyndar og kannski ætti ég að byðja um leyfi til þess þórarinn! 

Alveg merkilegt hvað Orðin frá þér eru öflug sama hvaða málefni þú fjallar um! Ég er að mynda mér skoðanir um Guð og trú mér til mikillar ánægju og ég veit að  þessu trúir engin  almennilega  um mig ennþá.

það er satt hvort sem fólk trúir mér eða ekki. Einhverjir "vinir" mínir eru að hverfa úr umgengi við mig vegna þessa nýja áhugamáls og ég sakna þeirra ekki neitt.

Ég nota tvö hugtök um Guð vegna  þess að ég lít á mig sem byrjanda í MÍNUM trúmálum! Ég get ekki reynt að vera eins og einhver annar og ég vil losna undan ánauð minnar eigin sleggjudóma um sjálfan mig.

Númer eitt eru Orð! bara einfalt að vanda sig og málfarið. Líður strax betur.

Númer 2 að Guð sé súrefni! Hvað kemst ég lengi af án þess og hvað ber fólk mikla virðingu fyrir því og er það hugleiðing dagsins fyrir mig..

Svo stúdera ég málfarið þitt án þess að kommentera neitt af viti tilbaka. Reyni bara að þaga meira, skrifa minna og læra af þér um Orð og máttinn í þeim. Ég er ekki komin lengra...

Takk fyrir Rósa að taka mér vel þegar ég sagði hluti í byrjun sem ég er ekkert stoltur yfir núna þegar ég skil þetta betur..

Ég vil ekki segja neitt illt um Björn og Hauk nema að ég vona að þeir sjái að sér í þessum málum....

Óskar Arnórsson, 8.7.2008 kl. 02:40

14 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Óskar minn.

Takk fyrir innlitið og falleg orð.

Mikill leyndardómur um að Guð sé súrefni.

Við gerum í því að skemma súrefnið með útblæstri á ýmsum eiturefnum og svo eru skógar felldir sem mynda súrefni. Hvernig endar þetta?

Hér á Íslandi er verið að semja og semja lög á Alþingi sem eru gegn Guðsorði og við sem eigum að heita kristin þjóð. Hvernig endar þetta?

"Það er í rauninni undarlegt að mennirnir skuli hafa þurft að setja þúsundir lagagreina til að tryggja að boðorðin tíu væru haldin." Earl Wilson

"Bestu lögin er vilji fólksins." Ulysses S. Grant

"Lög og sanngirni eru tveir hlutir sem Guð hefur sameinað en mennirnir sundur skilið." C.C. Colton

Megi Guð almáttugur gefa okkur visku að fara vel með umhverfið okkar.

Guð blessi þig Óskar.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.7.2008 kl. 03:04

15 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Rósa mín!

Bara smá kveðja til þín í austrinu!

Langar bara til að blessa þig . Og senda þér  sálm. 37:5 einnig sálm.25:10

Ég hef virkilega ánægju af að fylgjast með þér  á blogginu!

Vertu Guði falin. Kv. Halldóra. 

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 8.7.2008 kl. 10:33

16 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Halldóra mín.

Takk fyrir innlitið, falleg orð og versin úr Biblíunni. Þau eru bæði undirstrikuð og er Sálmur 37: 5. í uppáhaldi hjá mér. Það er nóg að gera hér á blogginu. Ég er bjartsýn að nú muni mál Pauls, Rosemary og sonar þeirra taka nýja stefnu í dag eftir að Allsherjarnefnd Alþings hefur fjallað um málið.

Drottinn blessi alla þá sem leggja sitt á mörkum til að hjálpa þessari litlu fjölskyldu sem átti að tvístra.

Drottinn blessi alla þá sem hafa beðið fyrir þessari litlu fjölskyldu sem vill vera hjá okkur hér á Íslandi.

Því miður vil ég meina að þeir sem tóku þessa ákvörðun hafi ekki hugsað þetta mál til enda og því miður finnst mér þessir menn þar af leiðandi ekki geta gengt ábyrgðarstörfum fyrir land og þjóð.

Megi almáttugur Guð fyrirgefa þeim því þeir vissu ekki hvað þeir voru að gera.

Drottinn blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.7.2008 kl. 12:18

17 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Glitter Graphics

Angel Glitter Pictures

Endilega kíkið á bloggsíðuna hennar Öddu bloggvinkonu minnar, sem fjallar um sama mál:

http://laugatun.blog.is "Paul Ramses í Kastljósi: Sannfærður um að hann verði drepinn í Kenya"

Megi algóður Guð blessa ykkur öll.

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.7.2008 kl. 14:19

18 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Sjáið hér viðtal við Björn Bjarnason. Mér blöskrar svör hans og finnst þau vera út í Hróa Hött.

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/07/08/radherra_okunnugt_um_malid/

Segi nú bara: Guð veri oss næstur og Guð veri oss þegnum þessa ríkis hæli og styrkur.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.7.2008 kl. 15:21

19 identicon

Guð blessi þig Rósa mín

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 19:17

20 Smámynd: Linda

Rósa mín, ég last fyrstu orðin sem Sigurður skrifaði og ég gat ekki meir, hann hefur bent sama ritmáta gegn mér og hann um það, en það kemur engin inn í mitt hús og er með dónaskap við mig, þannig hugsa ég þetta.  Þórarinn og Ása svöruðu honum snilldarlega.

Knús og blessun á þig vinkona.

Linda, 8.7.2008 kl. 21:35

21 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þú ert alltaf jafn flott Rósa mín. Er ekki gott veður annars fyrir austan?

Sigurður Þórðarson, 8.7.2008 kl. 22:01

22 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.

Birna mín, sömuleiðis Guð blessi þig og varðveiti

Linda mín, ég er sammála og ég er mjög þakklát Ásu Grétu og Þórarni að svara þessu innleggi.

Siggi minn, takk fyrir það.  Veðrið er ekki uppá marga fiska og spáin óskemmtileg. Sólin náði að skína í dag og það var gleðilegt með þokuna allt í kringum sig og nú sé ég ekki yfir fjörðinn.

Guð blessi ykkur kæru vinir.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.7.2008 kl. 22:53

23 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður og takk sömuleiðis fyrir síðast.

Algjörlega sammála því sem þú skrifar. Við Vopnfirðingarnir erum flottust.

Guð blessi þig og öll áform þín.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.7.2008 kl. 11:35

24 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nóg að gera núna Rósa! Fór í labbitúr í gær og hélt að Björn væri í fjörunni. það var selur og lyktaði hann illa..

Óskar Arnórsson, 9.7.2008 kl. 15:23

25 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Kemur mér ekki á óvart með Björn Bjarnason, skil hreinlega ekki hvað hann er að villuráfast um á vegum okkar Íslenska Alþingis.  Skil reyndar ekki ef það er rétt að Ingibjörg Sólrún sé að gera honum eitthvað til bjargar ??   Hví á ekki að hjálpa þessum manni sem á konu og barn hér ? Nei  það á að koma honum úr landi og taka aðra flóttamenn inn í landið. Halló hvað er að ?  Hvar er kærleikurinn.

Ó Jesú bróðir besti

og barnavinur mesti

 breið þú blessuna þína

á barnæskuna mína.

Þetta eru skilaboð mín til þess litla barns sem enn er óviti og faðir þess verður hent úr landi og kanski drepinn.

Það er og hefur svosem ekki verið í lagi með íslens stjórnvöld.........

Heyrði það sagt af skotspónum að þriðji ísbjörnin hafi verið drepinn í kyrrþey. Hvort það sé rétt eður ei????   Bestu kveðjur til þín Rósa

Erna Friðriksdóttir, 9.7.2008 kl. 20:02

26 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

gott hjá þér Rósa. Kær kv.

ps

http://www.thepetitionsite.com/1/PaulRamses

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.7.2008 kl. 20:07

27 Smámynd: Adda bloggar

Adda bloggar, 10.7.2008 kl. 02:03

28 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Guð blessi þig góða Rósa mín

Kristín Katla Árnadóttir, 10.7.2008 kl. 11:21

29 Smámynd: Óskar Arnórsson

Tek undir orð Kötlu Rósa...

Óskar Arnórsson, 10.7.2008 kl. 12:05

30 Smámynd: Tiger

Já Rósa mín, sannarlega vonar maður að þetta mál verði leyst með kærleika og mannúð í huga og að leiðarljósi. Það á aldrei að aðskilja fjölskyldur svona, bara alls ekki.

Knús á þig skottið mitt og hafðu ljúfa tíma ..

Tiger, 10.7.2008 kl. 19:52

31 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Knús og kvitt kæra vinkona.   Angel 3  Angel 2

Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 15:42

32 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð öll og takk fyrir innlitið.

Óskar minn, fyndin samlíking með selinn  og Björn. Kannski heitir vesalings selurinn Björn.  Gott að vita að allt gengur vel hjá þér.

Erna mín, þakka þér fyrir kjarngott innlegg. Því miður virðist kærleikurinn oft vera af skornum skammti. Fyndið með ísbjörninn. Kannski var ísbjörn drepinn án þess að þjóðin vissi af því. Við erum að verða eins og Bandaríkjamenn og þá er nú fokið í flest skjól að mínu mati í dýrafriðunaráráttu. Leggur meiri áherslu á að bjarga lífi dýra en mannfólks. Þvílík læti út af ísbjörnunum sem kannski voru með sýkingar og hefðu getað smitað fólk???

Anna mín, langt síðan ég hef séð til þinna ferða hér á blogginu. Búin að vera að hugsa til þín hvar þú eiginlega værir? Gott að sjá þig aftur.

Adda mín, takk fyrir fallegu myndina.

Katla mín, sendi þér líka góðar óskir og Guðs blessun.

Tigercopper minn, sammála að við verðum að vona að þetta mál fái farsælan endi.

Guðlaug mín, kærar þakkir fyrir hjartað.

Ásdís mín, sendi þér líka hlýjar kveðjur kæra vinkona.

Ég vona að forráðamenn forgangsraði nú og að fólkið hér sé í fyrirrúmi í stað ísbjarna eða hvala. Það eru erfiðleikar í þjóðfélaginu og það hefur gleymst að safna í forðabúrin til mögru áranna eins og í Egyptalandi þegar Jósef réði draum Faraós. Kannski væri ráð að leyfa hvalveiðar og fylla nokkrar matargeymslur fyrir okkur því kannski er þetta bara byrjunin á langri kreppu og þá er gott að hafa mat fyrir fólkið.

Megi almáttugur Guð gefa okkur stjórnendur sem biðja Guð að gefa sér visku og vísdóm.

Góða helgi landsmenn allir.

Rósa Aðalsteinsdóttir

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.7.2008 kl. 17:48

33 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Glitter Graphics

Weekend Glitter Graphics

Megi almáttugur Guð gefa okkur stjórnendur sem biðja Guð að gefa sér visku og vísdóm.

Góða helgi landsmenn allir.

Rósa Aðalsteinsdóttir

Vopnafirði

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.7.2008 kl. 17:53

34 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Góðan daginn Rósa, er á blogg rúnti , á meðan heimilisfólkið kúrir eitthvað frameftir......  Já óréllætið er oft ansi mikið

He he  varð að koma þessu að með ísbjörnin hvort sem það er rétt eður ei.  En það er rétt hjá þér að mannfólkið má drepast á meðan bjarga á einhverjum stórhættulegum dýrum , með kanski alskyns óþverra í sér, þe smitberar   Bestu kv til þín

Erna Friðriksdóttir, 13.7.2008 kl. 10:02

35 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæl Rósa! Fína veðrið hér og nú er ég búin að sitja út á svölum og fá mér kaffi. það er orðið ansi langt síðan. Ég er komin heim..

Sammála Ernu hérna. Ísbirnir frá Norður Grænlandi eru einmitt með sjúkdóm og er verið að fella ísbirni þar um allt. það á aldrei að taka áhættu með svona dýr og flest önnur líka...tígrisdýr eru mjög hættuleg líka, enn ég hef samt gaman af þeim..

Óskar Arnórsson, 13.7.2008 kl. 10:19

36 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Glitter Graphics

Glitter Sunday Graphics

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.

Erna mín, mér finnst við ættum að bera meiri virðingu fyrir mannfólkinu en ísbjörnum og hvölum svo ég nefni einhverjar dýrategundir. Við eigum að passa að það verði ekki sumir dýrastofnar sem vaxa á kostnað annarra dýrategunda. Við berum ábyrg og nú er mjög mikið ójafnvægi við strendur íslands vegna friðunar hvals á kostnað þorksins og þess vegna m.a. er verið að minnka kvóta og minnka kvóta og landsbyggðarfólk missir vinnuna á meðan fólk í Reykjavík vill friða og friða og dýrka og dýrka hvalinn. Óskar minn, hér er líka gott veður. Loksins skín sólin og við ætlum að fara með fólki frá Finnlandi uppí Bustafell. Burstafell er gamall bustabær og einu sinni á ári er svokallaður "Bustafellsdagur." Þá klæðir fólk sig eins og í denn og vinnur ýmis störf eins og þá. Þetta er mjög áhugavert og minnir okkur á hvernig þetta var á fyrri hluta síðustu aldar. Margt er breytt og það til batnaðar en við þurfum að hafa gát og halda í það sem við höfum með þrautseigju forfeðra og mæðra eignast. Gestirnir eru sænskumælandi Finnar svo nu skal jag prata svenska í dag. Ein af þeim er móðir mákonu minnar sem er frá Finnlandi.

http://vopnafjordur.is/

http://www.bustarfell.is/

Kærleikurinn fylling lögmálsins

"Skuldið ekki neinum neitt, nema það eitt að elska hver annan, því að sá, sem elskar náunga sinn, hefur uppfyllt lögmálið. Boðorðin: "Þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki girnast," og hvert annað boðorð er innifalið í þessari grein: "Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig." Kærleikurinn gjörir ekki náunganum mein. Þess vegna er kærleikurinn fylling lögmálsins." Róm. 13. 8.-10. 

Gud välsigne er och beskydda

Guð blessi ykkur og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.7.2008 kl. 13:01

37 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Sunnudagskveðja til þín Rósa mín.. ég veit að þú ert sko alveg með hjartað á réttum stað.. vilt öllum hjálpa og mátt ekkert aumt sjá. Það eru yndislegir mannkostir. En varðandi þennann dularfulla Kenýamann... -hvað ef það kæmi nú á daginn að hann væri svikahrappur og blekkingameistari (eins og nýjustu fregnir benda til) og að hann hafi reynt að notfæra sér íslensk yfirvöld og góðsemi og mannkærleik Íslendinga sem peð í vafasömu tafli? -Myndi okkur þá ekki þykja það viturlegt af þeim sem nú eru mest skammaðir fyrir að hafa farið að lögum og fylgt fyrirfram skipulögðu ferli í svona málum?

Nei, Rósa mín, kannski hef ég séð of mikið misjafnt til mannfólksins til að kaupa það að allir séu góðir og öllum treystandi. Og varðandi þetta mál þá fékk ég strax fyrir því afar vonda tilfinningu. Nú hef ég séð með eigin augum gögn og fengið upplýsingar sem styrkja mig ennfrekar í því að hér beri fara öllu með gát og fá allar staðreyndir upp á borð áður en ákvarðanir eru teknar. Það er nefnilega fátt bara svart eða hvítt.

Guð gæti þín yndislega vinkona, núna og ætíð!  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.7.2008 kl. 13:49

38 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæl Rósa! Bra att prata svenska av och till..

Helga! Að Ramses plati góðsemi mannkærleika yfirvalda??? Hvaða góðsemi og mannkærleika? Ég sé engan hjá yfirvöldum. það er heldur engin flóttamaður sem ekki lýgur. það gera allir og það fylgir ofsahræðslu að ljúga.

Svo er Ramses ekkert dulafullur. Það eru allir dularfullir sem EKKI vilja sleppa þessum manni inn í landið strax. Alveg má Ramses ljúga eins og hann vill. Gæti orð þingaður í Reykjavik út á það...  

Óskar Arnórsson, 13.7.2008 kl. 14:51

39 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Alltaf gleður það hjarta mitt og auðgar sál mína að koma í heimsókn á bloggið þitt. Góður Guð sé alltaf með þér..

Guðni Már Henningsson, 13.7.2008 kl. 23:03

40 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð öll og takk fyrir innlitið.

HELGA MÍN, MIKIÐ ER GOTT AÐ GETA RÆTT MÁLIN Í VINSEMD. VIÐ ÖLL GETUM LÆRT AF INNLEGGINU ÞÍNU HÉR. ÞÚ SEGIR: "Og varðandi þetta mál þá fékk ég strax fyrir því afar vonda tilfinningu." ÉG FÉKK LÍKA VONDA TILFINNINGU YFIR ÞESSU MÁLI EN ALLT ÖÐRUVÍSI EN ÞÚ.  

ÉG MISSTI MÓÐUR MÍNA ÞEGAR ÉG VAR 9 ÁRA. ÞESSI REYNSLA ÁSAMT ÝMSU ÖÐRU MÓTUÐU MIG SEM BARN OG UNGLING OG FÓR ÉG BROTIN ÚT Í LÍFIÐ. SJÁLFSMYND MÍN VAR BROTIN OG ÉG UPPSKAR MIKLA ERFIÐLEIKA SEM HÖFÐU Í FÖR MEÐ SÉR SJÚKDÓMA SEM ÉG ER AРGLÍMA VIÐ Í DAG.

ÉG VIL EKKI AÐ ROSEMARY OG SONUR HENNAR UPPLIFI MISSI VEGNA ÁKVÖRÐUNAR HAUKS GUÐMUNDSSONAR. VONA AÐ LAUSN FÁIST SEM FYRST ÞANNIG AÐ FJÖLSKYLDAN FÁI AÐ SAMEINAST Á NÝ.

Það litla sem ég hef heyrt er að ættingjar Paul sem eru búsettir hér, hafa gefið í skyn að ástandið í Kenýa sé ekki eins slæmt og Paul vill sagt hafa en ég veit að það er ekki rétt þar sem nánir vinir mínir voru í Kenýa í vetur. Fjölskyldur þeirra og við vinir þeirra og trúsystkini höfðum mjög miklar áhyggjur af þeim. Þau voru að vinna fyrir ABC og þar voru fleiri Íslendingar sem við höfðum áhyggjur af og öllum börnunum sem þau voru búin að taka að sér. Paul hefur hjálpað þeim mikið. Haft er eftir þeim að það hafi verið mistök hjá honum að taka þátt í stjórnmálum og þar liggur sennilega hundurinn grafinn??? Hann getur verið á dauðalista í Kenýa þó hann sé sagðurhafa verið kosningarstjóri forseta landsins???  Aðrir háttsettir menn vilja hann kannski feigan???

Svo vitum við öll að frændur geta reynst illa og kannski reynt að setja steina í götu Pauls vegna einhverra gamalla fjölskylduerja en því miður er mörg mál út í Afríku sem er ofar okkar skilningi í sambandi við þessa ættarbálka og erjur í kringum þá.  Ég hef fylgst með trúboði út í Afríku frá því ég var barn í sunnudagaskóla og síðan sjálf í gegnum vini í Afríku í gegnum árin.   Ég hef heyrt í gegnum tíðina um ættardeilur og ættbálkastríð. Oft hef ég undrast yfir þessu mikla hatri sem hefur því miður viðgengist þarna. Ekki batnar að sjá lifandi fréttamyndir í sjónvarpinu frá þessum þjóðum. Ég get aldrei gleymt myndum sem ég sá í sjónvarpinu af fljótandi líkum í á og um allan árbakkann voru lík. Enginn gerði neitt í því að stöðva þessa villimenn sem þarna voru að verki og sennilega var það vegna þess að þarna var engra eigin hagsmuna að gæta. Aftur á móti var ráðist inní Írak þar sem olíu er að finna????

Ég aftur á móti bíð átekta og vænti þess að Björn Bjarnason vinni fljótt og vel úr þessu þannig að ef það er óhreint mjöl þá kemur það uppá yfirboðið.

Aftur á móti stend ég við þá skoðun að mér fannst þetta grimmileg ákvörðun þar sem sonur hans er fæddur hér á landi og samkvæmt lögum Sameinuðu Þjóðanna vil ég meina að þessi ákvörðun að vísa föður þessa barns úr landi og út í opinn dauðann sé lögbrot. Ég eins og flestir aðrir bíð átekta. Ég get ekkert annað.

Óskar minn, við vonum að það komi farsæl lausn á þessu alvarlega máli.

Guðni minn, þakka þér fyrir þessi fallegu orð.

Megi Guð almáttugur vernda Paul Ramses.

Megi Guð almáttugur gefa Birni Bjarnasyni visku nú þegar hann meðhöndlar þetta alvarlega mál.

Guð blessi ykkur kæru vinir.

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.7.2008 kl. 00:17

41 identicon

SÆL,Butterfly and R:10856Butterfly and O:10853Butterfly and S:10857Butterfly and A:10839  mín,

Vonandi fer þetta allt vel.


Click here to add these cool Smileys to your emails for FREE!

                       


Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 03:38

42 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Sæl Rósa .... Sammála þér, það er verið að minnka kvóta hér og þar í okkar litlu byggðarlögum. grrrrrrrrrr hvalurinn étur allt en svo á að friða þá??   Mér finst eins og ég hef áður sagt að best væri að friða Björn nokkurn Bjarnason og leyfa honum að fara í leyfi launalaust   ( gæti fengið atvinnuleysisbætur)

Erna Friðriksdóttir, 15.7.2008 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband