Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Treystum Drottni

Jesús og börnin
 

"Varist að iðka réttlæti yðar fyrir mönnum, þeim til sýnis, annars eigið þér engin laun hjá föður yðar á himnum.

Þegar þú gefur ölmusu, skaltu ekki láta þeyta lúður fyrir þér, eins og hræsnarar gjöra í samkunduhúsum og á strætum til þess að hljóta lof af mönnum. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín.

En þegar þú gefur ölmusu, viti vinstri hönd þín ekki, hvað sú hægri gjörir,

svo að ölmusa þín sé í leynum, og faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.

Og þegar þér biðjist fyrir, þá verið ekki eins og hræsnararnir. Þeir vilja helst standa og biðjast fyrir í samkundum og á gatnamótum, til þess að menn sjái þá. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín.

En nær þú biðst fyrir, skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn, sem er í leynum. Faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.

Þegar þér biðjist fyrir, skuluð þér ekki fara með fánýta mælgi að hætti heiðingja. Þeir hyggja, að þeir verði bænheyrðir fyrir mælgi sína.

Líkist þeim ekki. Faðir yðar veit, hvers þér þurfið, áður en þér biðjið hann.

En þannig skuluð þér biðja: Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn,

til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.

Gef oss í dag vort daglegt brauð.

Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.

Og eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. [Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu, amen.]

Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður.

En ef þér fyrirgefið ekki öðrum, mun faðir yðar ekki heldur fyrirgefa misgjörðir yðar.

Þegar þér fastið, þá verið ekki daprir í bragði, eins og hræsnarar. Þeir afmynda andlit sín, svo að engum dyljist, að þeir fasta. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín.

En nær þú fastar, þá smyr höfuð þitt og þvo andlit þitt,

svo að menn verði ekki varir við, að þú fastar, heldur faðir þinn, sem er í leynum. Og faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.

Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela.

Safnið yður heldur fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela.

Því hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera.

Augað er lampi líkamans. Sé auga þitt heilt, mun allur líkami þinn bjartur.

En sé auga þitt spillt, verður allur líkami þinn dimmur. Ef nú ljósið í þér er myrkur, hvílíkt verður þá myrkrið.

Enginn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammón.

Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða drekka, né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast. Er lífið ekki meira en fæðan og líkaminn meira en klæðin?

Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim?

 Og hver yðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldur sinn?

Og hví eruð þér áhyggjufullir um klæði? Hyggið að liljum vallarins, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna.

En ég segi yður: Jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo búinn sem ein þeirra.

Fyrst Guð skrýðir svo gras vallarins, sem í dag stendur, en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér trúlitlir!

Segið því ekki áhyggjufullir: ,Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast?`

Allt þetta stunda heiðingjarnir, og yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa.

En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.

Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning. Matt. 6.

 

jesuMynd
 

 

"Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða.

Því að hver sá öðlast, sem biður, sá finnur, sem leitar, og fyrir þeim, sem á knýr, mun upp lokið verða.

Eða hver er sá maður meðal yðar, sem gefur syni sínum stein, er hann biður um brauð?

Eða höggorm, þegar hann biður um fisk?

Fyrst þér, sem eruð vondir, hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðir yðar á himnum gefa þeim góðar gjafir, sem biðja hann?" Matt. 7: 7.-11.

Drottinn blessi ykkur og varðveiti

Kær kveðja/Rósa


Vopnafjörður - Nafli Alheimsins

Vopnafjörður

 

Sæl og blessuð

Mikill uppgangur á Vopnafirði sem er Nafli alheimsins. Smile (Vopnfirskur brandari)

Við verðum að trúa að allar þessar frábæru framkvæmdir verði til góðs og að Guð gefi okkur nóg af afla úr sjó. Ekki veitir af nú þegar þjóðin er að ganga í gegnum erfiðleika.

Lundey NS 14

1Davíðssálmur.

"Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.

Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta.

Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns.

Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.

Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur.

Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi." Sálmur 23.

Nú þegar þjóðin á í erfiðleikum þá skulum við biðja Drottinn um að vera með okkur á meðan við förum um dimman dal. Ég trúi því að við verðum bænheyrð og að Guð muni snúa við högum okkar.

Hvítasunnukirkjan fokhelt
Hvítasunnukirkjan á Vopnafirði 1955

Seint á föstudagskvöld fáum við í Hvítasunnukirkjunni heimsókn frá trúsystkinum okkar í Keflavík. Við verðum með samkomur á laugardagsmorgunn kl 10; laugardagskvöld kl: 20 og á sunnudagsmorgunn kl 11 í Hvítasunnukirkjunni Fagrahjalla 6. Þú ert velkominn.

Guð blessi ykkur öll

Kær kveðja/Rósa


mbl.is Mjölsverksmiðjan á Vopnafirði á áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldasúpa

Sæl og blessuð

Hér fyrir neðan er grein eftir Gunnar Þorsteinsson sem er forstöðurmaður í Krossinum í Kópavogi. Greinin birtist á vef Krossins. Sjá nánar hér

Gunnar  Krossinum

Skuldasúpa

"Þjóð okkar er í vanda vega ábyrgða vegna Icesave.  Athugum hvað Guð hefur um málið að segja.

Skoði nú hver fyrir sig:

Biblía



Orðskviðirnir 6:1-5
-1- Son minn, hafir þú gengið í ábyrgð fyrir náunga þinn, hafir þú gengið til handsala fyrir annan mann,
-2- hafir þú ánetjað þig með orðum munns þíns, látið veiðast með orðum munns þíns,
-3- þá gjör þetta, son minn, til að losa þig því að þú ert kominn á vald náunga þíns far þú, varpa þér niður og legg að náunga þínum.
-4- Lát þér eigi koma dúr á auga, né blund á brá.
-5- Losa þig eins og skógargeit úr höndum hans, eins og fugl úr höndum fuglarans.

Orðskviðirnir 20:16
-16- Tak þú skikkjuna af þeim manni, sem hefir gengið í ábyrgð fyrir ókunnugan, tak veð af þeim manni, sem hefir gengið í ábyrgð fyrir útlendinga.

Orðskviðirnir 22:26-27
-26- Ver þú ekki meðal þeirra, er ganga til handsala, meðal þeirra, er ganga í ábyrgð fyrir skuldum,
-27- því þegar þú ekkert hefir að borga með, viltu þá láta taka sængina undan þér?

Guð blessi þig og varðveiti þig



Þessi orð ber að hafa að leiðarljósi.

Þjóð okkar hefur verið veidd í net skuldbindinga sem ekki er hægt að standa við.

Það ber að losa okkur undan þessu og semja einverðungu með greiðslugetu og skynsemi að leiðarljósi.

Annað er ógurlegt.

Sálm 37:21
Guðlaus maður tekur lán og borgar eigi, en hinn réttláti er mildur og örlátur.





Guð forði okkur frá skuldaklafa sem dregur úr okkur allan þrótt til langrar framtíðar.

Gerum rétt - þolum ekki órétt.

Guð blessi þig."


Gunnar Þorsteinsson


Jesús er upprisinn

Uppstigningardagur 1

Guð sendi son sinn Jesú Krist til okkar og hann gjörðist maður á meðal okkar.

Hlutverkið sem honum var ætlað var oft mjög erfitt. Það var erfitt þegar hann var í Getsemanegarðinum.

Jesús segir við lærisveina sína: "Sál mín er hrygg allt til dauða. Bíðið hér og vakið með mér." 

Engillinn með bikarinn 2

Þá gekk hann lítið eitt áfram, féll fram á ásjónu sína, baðst fyrir og sagði: "Faðir minn, ef verða má, þá fari þessi kaleikur fram hjá mér. Þó ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt."

Hann kemur aftur til lærisveinanna og finnur þá sofandi. Þá sagði hann við Pétur: "Þér gátuð þá ekki vakað með mér eina stund?

Vakið og biðjið, að þér fallið ekki í freistni. Andinn er reiðubúinn, en holdið veikt."

Aftur vék hann brott annað sinn og bað: "Faðir minn, ef eigi verður hjá því komist, að ég drekki þennan kaleik, þá verði þinn vilji." Matt: 26: 38.-42.

Sjá, stundin er komin og Mannssonurinn er framseldur í hendur syndugra manna.

Standið upp, förum! Í nánd er sá, er mig svíkur." Matt. 26: 45.-46.

Júdas sveik Jesú

Jesús vissi að Júdas var á leiðinni ásamt  hóp manna  frá æðstu prestunum og öldungum lýðsins, og þeir höfðu sverð og barefli. Þeir lögðu hendur á Jesú og tóku hann. Hann var leiddur fyrir Kaífasar æðsta prests og til Pílatusar. Jesús var dæmdur sekur fyrir engar sakir. Hann var krossfestur og hann sem maður leið miklar þjáningar á krossinum.

Þegar hann var krossfestur þá var hann einn og yfirgefinn eins og kemur fram í Matt. 27: 46. Og um nón kallaði Jesús hárri röddu: "Elí, Elí, lama sabaktaní!" Það þýðir: "Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?"

Jesús sagði við lærisveina sína:

"Farið út um allan heim, og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni.

 Sá sem trúir og skírist, mun hólpinn verða, en sá sem trúir ekki, mun fyrirdæmdur verða.

 En þessi tákn munu fylgja þeim, er trúa: Í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum,

 taka upp höggorma, og þó að þeir drekki eitthvað banvænt, mun þeim ekki verða meint af. Yfir sjúka munu þeir leggja hendur, og þeir verða heilir."

"Þegar nú Drottinn Jesús hafði talað við þá, var hann upp numinn til himins og settist til hægri handar Guði." Mark. 16: 15.-19.

Uppstigningardagur

:,:Hann er Guð:,:

Reis frá dauðum Drottinn Kristur,

hann er Guð.

Til hans kom í trú,

tak við honum nú,

því Kristur, hann er Guð.

 

:,:Hann er Guð:,:

Reis frá dauðum Drottinn Kristur,

hann er Guð.

Beygja skal hvert kné,

játa tunga hver,

að Jesús Drottinn er.

Jesús numinn upp til himna til Guðs föður síns

Jesús mun koma aftur og sækja alla þá sem völdu að fylgja honum.    Fætur hans munu á þeim degi standa á Olíufjallinu, sem er austanvert við Jerúsalem, og Olíufjallið mun klofna um þvert frá austri til vesturs, og þar mun verða geysivíður dalur, því að annar hluti fjallsins mun undan síga til norðurs, en hinn til suðurs." Sakaría 14:4. 

Jesús var uppnuminn til Guðs föður síns á himnum

Gabríel sagði við Maríu: „Hann mun verða mikill og kallaður sonur hins hæsta. Drottinn Guð mun gefa honum hásæti Davíðs föður hans, og hann mun ríkja yfir ætt Jakobs að eilífu, og á ríki hans mun enginn endir verða." Lúkas 1: 32.-33.

Ég horfði á myndina „The Rape og Europe" sem hefur verið sýnd á Omega. Þar er sagt frá því að hásæti Satans sem var í Babýlon hafi verið flutt til Þýskalands og sett þar upp í safni í Berlín. Merkilegt að allt þetta mannvirki hafi verið flutt frá Babýlon til Þýskalands. Hvaða ályktun getum við dregið af því?

Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur náð að taka á móti Jesú Kristi sem persónulegum frelsara.

Kær kveðja/Rósa


Ástarbréf Föðurins



Hróp Föðurhjarta Guðs frá 1. Mósebók til Opinberunarbókarinnar.

Barnið mitt....

Þú þekkir mig kannski ekki, en ég veit allt um þig... Sálm. 139: 1.-2.  Ég veit hvenær þú situr og hvenær þú stendur... Sálm. 139: 1. Ég gjörþekki alla vegu þína... Sálm. 139: 3. Ég hef jafnvel tölu á höfuðhárum þínum... Matt. 10: 29.-31. Ég skapaði þig í minni mynd... 1. Mós. 1: 27. Og í mér lifir, hrærist og ert þú... Post. 17: 28.  Þú ert minnar ættar... Post. 17: 28. Ég þekkti þig jafnvel áður en þú varst mynduð/myndaður í móðurlífi... Jer. 1: 4.-5. Ég valdi þig þegar ég ráðgerði sköpun heimsins... Efes. 1: 11.-12. Þú ert ekki mistök, því að allir dagar þínir eru skráðir í bókina mína... Sálm. 139. 15.-16. Ég ákvað nákvæmlega hvenær þú áttir að fæðast og hvar þú myndir búa... Post. 17: 26. Þú ert undursamlega sköpuð/skapaður... Sálm. 139: 15.-16. Því ég óf þig í móðurlífi... Sálm. 139: 13. Og hef verndað þig frá því þú fæddist... Sálm. 71: 6. Mér hefur verið ranglega lýst af þeim sem ekki þekkja mig... Jóh. 8: 41.-44. En ég er hvorki fjarlægur eða reiður, ég er fullkominn kærleikur... 1. Jóh. 4: 16. Og það er þrá mín að úthella kærleika mínum yfir þig... 1. Jóh. 3: 1. Einfaldlega vegna þess að þú ert barnið mitt og ég er faðir þinn... 1. Jóh. 3: 1. Ég hef meira að gefa þér er jarðneskur faðir þinn getur nokkurn tíma boðið þér... Matt. 7: 11. Því ég er hinn fullkomni faðir... Matt. 5:48. Sérhver góð gjöf kemur frá mér... Jak. 1:17. Því ég sé fyrir þér og uppfylli þarfir þínar... Matt. 6: 31.-33. Ég hef þá áætlun að veita þér vonarríka framtíð... Jer. 29: 11. Því ég elska þig með ævarandi elsku... Jer. 31: 3. Hugsanir mínar til þín eru fleiri en sandkornin á sjávarströndu... Sálm. 139: 17.-18. Og ég fagna yfir þér með gleðisöng... Sef. 3: 17. Ég mun aldrei hætta að gera þér gott... Jer. 32: 41. Því þú ert dýrmæt eign mín... 2. Mós. 19: 5. Af öllu hjarta gef ég þér staðfestu og stöðuglyndi... Jer. 32: 41. Og ég vil opinbera þér mikla hluti og leyndardómsfulla... Jer. 33: 3. Þú munt finna mig ef þú leitar mín af öllu hjarta... 5. Mós. 4: 29. Gleðstu yfir mér og ég mun veita þér það sem hjarta þitt þráir... Sálm. 37:4. Því ég gaf þér þessar langanir... Fil. 2: 13. Ég get gert meira fyrir þig en þú getur gert þér í hugarlund... Efes. 3. 20. Því ég er sá sem uppörvar þig... 2. Þess. 2. 16.-17. Ég er líka faðirinn sem hughreystir þig á erfiðum stundum... 2. Kor. 1: 3.-4. Ég er nálægur þegar þú ert niðurbrotinn... Sálm. 34: 19. Og eins og hirðir ber sauði sína hef ég borið þig í faðmi mínum... Jes. 40: 11. Dag einn mun ég þerra burt öll tárin þín... Opinb. 21: 4. Ég mun taka burt allar þær þjáningar sem þú hefur þolað á þessari jörð... Opinb. 21: 4. Ég er faðir þinn og ég elska þig jafnmikið og ég elska son minn Jesú... Jóh. 17: 23. Því í Jesú opinberast ást mín til þín... Jóh. 17:26. Hann sýnir þér hver ég er... Heb. 1:3. Hann kom til að sýna þér að ég er með þér en ekki á móti þér... Róm. 8: 31. Og segja þér að ég tel ekki syndir þínar... 2. Kor. 5: 18.19. Jesús dó til þess að þú gætir lifað í sátt við mig... 2. Kor. 5: 18.-19. Dauði Hans sýnir þér fullkomlega hversu mikið ég elska þig... 1. Jóh. 4: 10. Ég gaf allt til þess að ég gæti fengið ást þína... Róm. 8: 38.-39. Þú meðtekur mig ef þú meðtekur Jesú sem gjöf mína...  1. Jóh. 2: 23. Og ekkert mun gera þig aftur viðskila við kærleika minn... Róm. 8: 38.-39. Komdu heim og ég mun halda stærstu veislu sem himinninn hefur séð... Lúk. 15:7. Ég hef alltaf verið faðir og mun alltaf vera faðir... Efes. 3: 14.-15. Spurningin mín er þessi... Vilt þú vera barnið mitt?... Jóh. 1: 12.-13. Ég bíð eftir þér... Lúk. 15: 11-32.

Ástarkveðjur, þinn pabbi

Almáttugur Guð

Guð vakir yfir okkur

Ástarbréf föðurins er þýtt með leyfi frá Father Heart Communications Copyright 1999-2006

http://www.fathersloveletter.com/

Ástarbréf Föðurins birtist í Vonarljósi sem var dreift með Morgunnblaðinu á Páskadag 2009.

Útgefandi blaðsins var Hugmyndahúsið ehf. í samstarfi við Omega.

Vopnfirðingar, hægt er að fá þetta blað inná Ollasjoppu.

 


Mæður til hamingju með daginn

Guð er stórkostlegur

 „Hvort fær kona gleymt brjóstbarni sínu, að hún miskunni eigi lífsafkvæmi sínu? Og þó að þær gætu gleymt, þá gleymi ég þér samt ekki.

Sjá, ég hefi rist þig á lófa mína, múrar þínir standa jafnan fyrir augum mér." Jesaja 49: 15.-16.

Guð blessi ykkur öll

Kær kveðja/Rósa


Jesús var krossfestur

Sælt veri fólkið

Sorglegt að fólkið skuli haga sér svona. Þetta er virðingarleysi gagnvart lausnara okkar Jesú Kristi.

"Því að hvaða verðleiki er það, að þér sýnið þolgæði, er þér verðið fyrir höggum vegna misgjörða? En ef þér sýnið þolgæði, er þér líðið illt, þótt þér hafið breytt vel, það aflar velþóknunar hjá Guði.

Til þessa eruð þér kallaðir. Því að Kristur leið einnig fyrir yður og lét yður eftir fyrirmynd, til þess að þér skylduð feta í hans fótspor.

"Hann drýgði ekki synd, og svik voru ekki fundin í munni hans."

Hann illmælti eigi aftur, er honum var illmælt, og hótaði eigi, er hann leið, heldur gaf það í hans vald, sem réttvíslega dæmir.

Hann bar sjálfur syndir vorar á líkama sínum upp á tréð, til þess að vér skyldum deyja frá syndunum og lifa réttlætinu. Fyrir hans benjar eruð þér læknaðir.

Þér voruð sem villuráfandi sauðir, en nú hafið þér snúið yður til hans, sem er hirðir og biskup sálna yðar." 1. Pét. 2: 20.-25.

Slóð um atburði "Föstudagsins langa:" http://www.youtube.com/watch?v=pRNspyB9V0k

Megi almáttugur Guð snúa við högum okkar hér á hjara veraldar.

Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir

Vopnafirði

SJÁ FÆRSLUNA UM "FÖSTUDAGINN LANGA" SEM ER HÉR FYRIR NEÐAN.


mbl.is Þrjátíu krossfestir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Það kostar ekkert að elska"

Bóndi sem þurfti að selja fjóra hvolpa, hafði útbúið skilti og var að ljúka við að negla það á girðingarstaur hjá sér,þegar togað var í samfestinginn hans. 
Þegar hann leit niður, horfðist hann í augu við lítinn strák, sem sagði - 
"Heyrðu, mig langar að kaupa einn hvolpinn þinn"
Jæja sagði bóndinn og strauk sér um ennið - "Þessir hvolpar eru af góðu kyni og kosta talsvert"
Strákurinn hikaði smá stund, en stakk síðan hendinni djúpt í vasann og kom upp með lófafylli af smámynt. Ég er með fimmtíu og níu krónur 
- er það nóg til að ég megi skoða þá ?
"Það ætti að vera í lagi" sagði bóndinn. Að svo mæltu blístraði hann og um leið og hann kallaði - 
" Hingað Dolly ! " kom Dolly hlaupandi út úr hundahúsinu og ...
....fjórir litlir loðnir hnoðrar eltu hana.
Augu stráksins ljómuðu - já bara dönsuðu af gleði 
þar sem hann horfði á þá í gegn um girðinguna.
Þegar hundarnir nálguðust.....
tók strákurinn eftir því að eitthvað hreyfðist inni í hundahúsinu - síðan kom enn einn lítill loðinn hnoðrinn í ljós og staulaðist í átt til hinna. 
Þótt þessi væri áberandi minni, gerði hann samt sitt besta til þess að halda í við þá.
"Mig langar í þennan" sagði strákur, og benti á litla garminn.

Glitter Graphics


Bóndinn kraup við hlið drengsins og sagði. "Væni minn, þú vilt ekki þennan hvolp
Hann mun aldrei geta hlaupið og leikið við þig eins og hinir hvolparnir."
Strákur færði sig frá girðingunni, beygði sig og þegar hann bretti upp aðra buxnaskálmina,komu í ljós stálspelkur, sem studdu sitthvoru megin við fótlegg hans og voru festar við sérsmíðaðan skóinn. 
Sjáðu til, ég er ekki svo mikill hlaupari sjálfur og hann þarf á einhverjum að halda sem skilur hann, sagði stráksi og horfði hann framan í bóndann. 
Með tárin í augunum, beygði bóndinn sig eftir litla hvolpinum, tók hann varlega upp 

og lagði hann af mikilli nærgætni í fang stráksins. 

"Hvað kostar hann ?" spurði strákurinn 
"Ekkert" svaraði bóndinn, 
"Það kostar ekkert að elska" 
Um allan heim er fólk sem þráir skilning .................. 

animals glitter

Kæru bloggvinir.

Vinkona mín sendi mér þennan texta. Hef áður fengið þennan texta í tölvupósti. Í staðinn fyrir að senda bréfið áfram til vina minna þá ákvað ég að setja textann á bloggið. 

Guð veri með ykkur

Kær kveðja/Glimmer Rósa Guðskerling. Happy


Mundu að þú ert mikilvægur

Dag einn bað kennari nemendur sína að skrifa nöfn bekkjarfélaganna á blað.  Þeir áttu að skrifa eitt nafn í hverja línu og hafa auða línu á milli. Síðan bað hún nemendur sína að hugsa um það besta um hvern og einn og skrifa það fyrir neðan nafnið. Þegar nemendur fóru úr tíma skiluðu þau blöðunum til  kennarans sem fór með þetta heim og bjó til lista yfir hvern nemanda og  safnaði saman því sem bekkjarfélagarnir höfðu skrifað.  Síðan fengu nemendurnir þetta í hendurnar daginn eftir. Þegar þeir lásu  þetta urðu þeir hissa á öllu því jákvæða sem bekkjarfélagarnir höfðu  skrifað. Þeir höfðu ekki gert sér grein fyrir að þeir skiptu svona miklu  máli. Kennarinn vissi ekki hve mikið nemendurnir ræddu þetta sín á milli eða við foreldrana en þetta hafði tilætlaðan árangur. Nemendurnir urðu ánægðari með sig og aðra í bekknum, þeim leið betur.


Lífið hélt áfram.


Mörgum árum seinna lést einn nemendanna sem hét Magnús og kennarinn ákvað að vera viðstaddur jarðarförina. Einn vinur hins látna gekk til hennar og  spurði hvort hún hefði verið kennarinn hans og sagði að Magnús hefði talað mikið um hana. Foreldrar hins látna komu einnig til hennar og vildu sýna  henni svolítið. Þau höfðu fundið samanbrotið blað í veski Magnúsar og var það listinn með öllu jákvæðu atriðunum frá bekkjarfélögunum sem kennarinn  hafði fengið honum fyrir mörgum árum. "Þakka þér fyrir að gera þetta, því eins og þú sérð þá skipti þetta hann miklu máli" sagði móðir Magnúsar.
Fyrrum bekkjarfélagar tóku undir það og sögðu að þessi listi hefði fylgt þeim öllum gegnum lífið og skipt þá mjög miklu máli. Þetta var eitt af því sem þeim þótti vænst um. Þegar gamli kennarinn heyrði þetta settist hún niður og grét, bæði syrgði hún Magnús og svo var hún hrærð yfir því að hafa snert nemendur sína með þessu uppátæki.




Flest okkar hegðum við okkur þannig eins og að við höfum gleymt því að lífið endar einn góðan veðurdag. Enginn okkar veit hvenær sá dagur verður. Þess vegna bið ég þig að segja við þá sem þér þykir vænt um hvað þeir séu þér mikilvægir og eigi sérstakan stað í hjarta þér. Gerðu það oft áður en það  verður of seint.
 
 
 


 
Kæru bloggvinir.
Hef oft fengið þetta bréf sent en ákvað að setja það inná bloggið núna.
Ég er svo þakklát fyrir að eiga marga vini, eiga vinir sem eru tryggir og sannir.
Guð blessi ykkur öll
Kær kveðja/Rósa Guðskerling

Hvað boðar nýárs blessuð sól?

 

 

Hvað boðar nýárs blessuð sól?

Hún boðar náttúrunnar jól.

Hún flytur líf og líknarráð.

Hún ljómar heit af Drottins náð.

 

Sem Guðs son forðum gekk um kring.

Hún gengur ársins fagra hring.

Og leggur smyrsl á lífsins sár.

Og læknar mein og þerrar tár.

 

Ó, sjá þú Drottinn björtu braut.

Þú barn, sem kvíðir vetrar þraut.

Í sannleik: hvar sem sólin skín.

Er sjálfur Guð að leita þín.

 

Því hræðst þú ei, þótt hér sé kalt.

Og heimsins yndi stutt og valt.

Og allt þitt ráð sem hverfult hjól.

Í hendi Guðs er jörð og sól.

 

Hann heyrir stormsins hörpuslátt.

Hann heyrir barnsins andardrátt.

Hann heyrir sínum himni frá.

Hvert hjartaslag jörðu á.

 

Í hendi Guðs er hver ein tíð.

Í hendi Guðs er allt vort stríð.

Hið minnsta happ, hið mesta fár.

Hið mikla djúp, hið litla tár.

 

Í almáttugri hendi hans.

Er hagur þessa kalda lands.

Vor vagga, braut, vor byggð og gröf.

Þótt búum við hin ystu höf.

 

Vor sól og dagur, Herra hár.

Sé heilög ásján þín í ár.

Ó, Drottinn, heyr vort hjartans mál.

Í hendi þér er líf og sál.

Matth. Joch.

 



Nú  árið er liðið í aldanna skaut.

Og aldrei það kemur til baka.

Nú gengin er sérhver þess gleði og þraut.

Það gervallt er runnið á eilífðarbraut.

En minning þess víst skal þó vaka.

 

En hvers er að minnast og hvað er það þá,

sem helst skal í minningu geyma?

Nú allt er á fljúgandi ferð liðið hjá.

Það flestallt er horfið í gleymskunnar sjá.

En miskunnsemd Guðs má ei gleyma.

 

Hún birtist og reynist sem blessunarlind.

Á blíðunnar sólfagra degi.

Hún birtist sem lækning við böli og synd.

Hún birtist þó skærast sem Frelsarans mynd.

Er lýsir oss lífsins á vegi.

 

Nú Guði sé lof fyrir gleðilegt ár.

Og góðar og frjósamar tíðir.

Og Guði sé lof því að grædd urðu sár.

Og Guði sé lof, því að dögg urðu tár.

Allt breytist í blessun um síðir.

 

Ó, gef þú oss Drottinn, enn gleðilegt ár.

Og góðar og blessaðar tíðir.

Gef himneska dögg gegnum harmanna tár.

Gef himneskan frið fyrir Lausnarans sár.

Og eilífan unað um síðir!

Vald. Briem.

 


 

Kæru vinir nær og fjær. 

Gleðilegt nýtt ár. Kærar þakkir fyrir frábær kynni á blogginu.

Megi almáttugur Guð blessa ykkur nú og um ókomin ár.

Munum að treysta Drottni. Hann mun vel fyrir sjá.

Ég trúi því að Drottinn mun snúa við högum okkar.

Kær kveðja

Rósa Aðalsteinsdóttir

Ási Vopnafirði


Spádómur um Jesú Krist sem Guð gaf Jesaja spámanni á síðari hluta 8. aldar f. Kr. Gleðilega hátíð landsmenn allir nær og fjær.

 Jesaja var einn af stóru spámönnunum meðal Ísraelsmanna. Hann hefur stundum verið nefndur „konungurinn  meðal spámanna" Jesaja var Amozson og bjó í Jerúsalem. Guð kallaði Jesaja til spámanns í stjórnartíð Ússía konungs um 748 f. Kr



Spádómur um Jesú Krist.

 „Hver trúði því, sem oss var boðað, og hverjum varð armleggur Drottins opinber?

 Hann rann upp eins og viðarteinungur fyrir augliti hans og sem rótarkvistur úr þurri jörð.

 Hann var hvorki fagur né glæsilegur, svo að oss gæfi á að líta, né álitlegur, svo að oss fyndist til um hann.

 Hann var fyrirlitinn, og menn forðuðust hann, harmkvælamaður og kunnugur þjáningum, líkur manni, er menn byrgja fyrir andlit sín, fyrirlitinn og vér mátum hann einskis.

 



En vorar þjáningar voru það, sem hann bar, og vor harmkvæli, er hann á sig lagði.

 Vér álitum hann refsaðan, sleginn af Guði og lítillættan, en hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða.

 Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir.

Vér fórum allir villir vega sem sauðir, stefndum hver sína leið, en Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á honum.

Hann var hrjáður, en hann lítillætti sig og lauk eigi upp munni sínum. Eins og lamb, sem leitt er til slátrunar, og eins og sauður þegir fyrir þeim, er klippa hann, lauk hann eigi upp munni sínum.


Með þrenging og dómi var hann burt numinn, og hver af samtíðarmönnum hans hugsaði um það?

Hann var hrifinn burt af landi lifenda, fyrir sakir syndar míns lýðs var hann lostinn til dauða.

Og menn bjuggu honum gröf meðal illræðismanna, legstað með ríkum, þótt hann hefði eigi ranglæti framið og svik væru ekki í munni hans.

En Drottni þóknaðist að kremja hann með harmkvælum: Þar sem hann fórnaði sjálfum sér í sektarfórn, skyldi hann fá að líta afsprengi og lifa langa ævi og áformi Drottins fyrir hans hönd framgengt verða.

Vegna þeirra hörmunga, er sál hans þoldi, mun hann sjá ljós og seðjast.

Þá menn læra að þekkja hann, mun hann, hinn réttláti, þjónn minn, gjöra marga réttláta, og hann mun bera misgjörðir þeirra.

Fyrir því gef ég honum hina mörgu að hlutskipti, og hann mun öðlast hina voldugu að herfangi, fyrir það, að hann gaf líf sitt í dauðann og var með illræðismönnum talinn.

En hann bar syndir margra og bað fyrir illræðismönnum." Jesaja 53.

 Kæru bloggvinir

Guð gefi ykkur Gleðilega Jól og farsæld um ókomin ár.

"En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki." Matt. 6:33.

Munum að biðja Guð um hjálp fyrir landið okkar og okkur öll, þá verðum við bænheyrð.

Ég trúi því að Guð muni snúa við högum okkar á nýju ári með hækkandi sól.

Þakka frábær kynni á blogginu.

Guð blessi ykkur og fjölskyldur ykkar.

Kær kveðja

Rósa Aðalsteinsdóttir

Ási Vopnafirði

P.s. Sigvaldi bloggvinur minn er með fínan pistil: http://sigvardur.blog.is/blog/sigvardur/ 

Kv/Rósa

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband