"Hjálparbeiðni vegna Elísabetar Sigmarsdóttur frænku minnar."

Grein eftir Höllu Rut

Hjálp bloggvinir / Ert þú til í að birta þetta á þinni síðu?

Elísabet Sigmarsdóttir er fædd með sjaldgæfan sjúkdóm sem kallast Encephalocele. Hún er sú eina á landinu sem hefur lifað hann af hingað til. Afleiðingar hans eru ýmsar. Henni fer stöðugt aftur og er í dag í hjólastól. Elísabet er búin að fara í u.þ.b. 60 aðgerðir. Oft var henni ekki hugað líf en er í dag lífsglöð og bjartsýn ung kona þrátt fyrir alla þá þröskulda sem lífið hefur sett henni.

Elísabet leitar nú eftir stuðningsmanneskju eða liðsveislu, eins og það er kallað. Liðsmaður er hugsaður sem félagslegur stuðningur og er um 16 tíma á mánuði að ræða. Er það samkomulagsatriði á milli Elísabetar og þess sem stuðninginn veitir hvernig þessum tíma er varðveitt og hvenær. 

Það er í raun Reykjavíkurborg sem á að útvega stuðningsmanneskju en þeim hefur ekki tekist það og hefur Elísabet verið án þessarar þjónustu í 7 mánuði.  Engin vilji er þar á bæ til að ganga lengra til að bjarga málunum. Þetta fellur ekki undir forgangsröð borgaryfirvalda. Það vitum við öll.  Þetta skiptir hinsvegar öllu máli fyrir tilveru Elísabetar Sigmarsdóttur.

Viðkomandi hlýtur laun fyrir en samt óskum við eftir manneskju sem hefur áhuga á því að láta gott af sér leiða og gefa nærveru sína og félagsskap til þessarar fallegur og hugrökku vinkonu minnar.

Ef þú hefur tök á því og tíma, gerðu þá góðverk. Ef þú hefur verið að hugsa í mörg ár að þú ættir kannski að gefa eitthvað til baka þá er núna tækifærið.

Síminn hjá Elísabetu er: 587 - 6278 og netfangið:liso@internet.is eða þú getur sent mér (Halla Rut) E-mail: halla@kjosehf.is ef þú vilt frekari upplýsingar.

Ég hér bið ykkur öll um að birta þetta á ykkar síðu sem færslu ef þið sjáið ykkur það fært.

Og svo er bara líka "nice" að senda henni kveðju: Elísabet.

Með samhug og kærleik

Halla Rut

 

elisabet_sigmarsdottir.jpg

 

Kæru bloggvinir og allir hinir.

Við Elísabet erum þremenningar. Móðuramma hennar Elísabet Jónsdóttir og móðuramma mín voru hálfsystur. Því miður kynntist ég Elísabet systur ömmu ekki en hef kynnst nokkrum af afkomendum hennar og nú síðast Elísabet og mömmu hennar þegar ég var á flandri í Reykjavíkurborg í júní sl. Elísabet skrifaði inn athugasemd hjá mér þar sem ég var að blogga um Vestfirði. Þar sá hún að ég var að tala um ömmu og afa hennar ásamt móðurbróður sem fórust í hörmulegu bílsslysi á áttunda áratug sl. aldar.

Ég var búin að senda fáeinum bloggvinum bréf um Elísabet og vísaði á síðuna hennar en því miður vissi enginn um neinn sem væri heppileg/ur í þetta starf.

Nú er ég full af bjartsýni fyrst Halla Rut bloggvinkona okkar skrifaði færslu og bað bloggvini sína að birta færsluna hennar. Endilega verið með ef þið getið.

ÞVÍ MIÐUR KANN ÉG EKKI AÐ GERA SLÓÐIRNAR VIRKAR SEM HALLA RUT BENDIR Á Í FÆRSLUNNI OG BIÐ ÉG YKKUR ENDILEGA AÐ KÍKJA Á SÍÐUNA HENNAR OG EINNIG SÍÐUNA HENNAR ELÍSABETAR.

GUÐ BLESSI HÖLLU RUT OG LAUNI FYRIR ÞETTA FRÁBÆRA FRAMTAK.

GUÐ BLESSI YKKUR OG LAUNI FYRIR ALLA HJÁLP VEGNA ELÍSABETAR.

http://hallarut.blog.is/blog/hallarut/

http://liso.blog.is/blog/elisabet/

http://liso.blog.is/blog/elisabet/entry/569861/#comments                             Rósa frænka í heimsókn Grin

http://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/entry/476528/#comments  Björgum Vestfjörðum úr klóm Risanna

Rósa Aðalsteinsdóttir

 

Elísabet og Rósa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innlitskvitt og kærleikskveðja  Love You 

Ásdís Sigurðardóttir, 18.7.2008 kl. 23:06

2 identicon

 Því miður þekki ég engan sem væri til í liðveislu.Guð blessi þig
 

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 23:15

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælar stelpur og takk fyrir innlitið.

Þið getið birt greinina hennar Höllu Rut. Kannski er einhver af ykkar bloggvinum sem vantar vinnu eða veit um einhvern sem vantar vinnu.

Kærar þakkir fyrir hjálpina.

Guð veri með ykkur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.7.2008 kl. 23:31

4 Smámynd: Halla Rut

Takk fyrir þetta Rósa mín.

Halla Rut , 19.7.2008 kl. 00:31

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég fékk aldrei liðveislu fyrir móður mína sem hún átti fullan rétt á. Svo ég sá um hana 24 tíma í sólarhring þar til hún dó. Nú er ég með áhygggjur af gamalli konu sem ég hef verið að aðstoða sem býr í Hafnarfirði og fær enga aðstoð. Og hún er ekki sú eina. Þetta með aðstoð fyrir sjúka og fatlaða er alveg hroðalegt á íslandi.

Takk Rósa mín að vekja athugli á þessu. Rakst á þetta hjá Höllu Rut, enn er of þreyttur að skrifa um þetta sjálfur. Rífur bara upp gömul sár hjá mér sjálfum. Að biðja um aðstoð í svona málum endar bara með því að maður sjálfur lendir í "félagsmálahakkavélinni" og þarf sjálfur á aðstoð að halda. Það varðst nú reyndar þú Rósa og vinkona okkar sem bjargaði mér frá meira hnjaski.

Ef einhver veit um aðstoðarmanneskju fyrir gamla konu í Hafnarfirði, má senda mér mail. Það þarf að lyfta þessum málum í hæstu hæðir. Þetta er alvarlegra mál enn margur gerir sér grein fyrir..

Ástarkveðja Rósa mín,

Óskar Arnórsson, 19.7.2008 kl. 04:24

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Halla Rut og Óskar.

Takk fyrir innlitið.

Mér finnst misskilnings gæta hjá sumum að þetta sé sjálfboðavinna en það er ekki svo.

Alveg er ég viss um að fólk sem á við t.d. andlega erfiðleika myndi sjálft hafa gott af að dreifa huganum og vera innan um aðra. Nú sem betur fer mega öryrkjar hafa einhverjar tekjur án þess að þurfa að greiða Tryggingarstofnun til baka eins og áður þurfti en það er þak. Þarna er möguleiki fyrir suma öryrkja að afla tekna.

Margir þurfa á hjálp að halda og það væri mjög gott ef hægt væri að virkja fólk í þessa vinnu og eins að skapa nýja ímynd gagnvart þeim sem eiga við veikindi að stríða og þurfa á hjálp að halda.

Hugsunarhætti þarf að breyta þannig að fólki finnst það mikils virði að geta látið gott af sér leiða í samfélaginu okkar.

Elísabet er mjög dugleg og sterk í höndum og hún er mjög flink  að flytja sig úr hjólastólnum yfir í annað sæti. Hún er glaðleg og það var hörku fjör hjá okkur þegar ég heimsótti hana og móður hennar. Elísabet minnir mig á frænku hennar sem var móðir mín. Annar handleggurinn var lamaður en hún var svo sterk með sína einu hendi. Hún hellti vatni úr nýþungum pott með annarri hendi, hengdi upp þvott.  Margt væri hægt að telja upp. Hún eignaðist 3 börn og sá vel um okkur á meðan hún hafði heilsu til og gat verið hér hjá okkur. Hún saumaði á okkur föt og gaf öðrum konum ekkert eftir þó hún væri með annan handlegginn lamaðan.

Halla mín, ég er stolt af þér að hafa drifið í að hjálpa Elísabet.   Ég trúi því að þú munir uppskera blessun fyrir þessa sáningu.

Óskar minn, við verðum að vona að einhver geti liðsinnt gömlu konunni. Vona að fólk taki þessu ekki eins og þetta sé sjálfboðavinna. En auðvita viljum við fá gott fólk til að liðsinna veiku fólki. Þannig hugsum við líka með t.d. leikskóla. Viljum ekkert hvaða fólk sem er til að vinna með börnum. Þú sérð að þarna eru tvær manneskjur sem vanhagarum hjálp.

Guð blessi ykkur og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.7.2008 kl. 10:18

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæl Rósa! Það er ekki hægt að fá fólk í þetta upp á kaup. Enda ekkert mikið kaup ef út í það er farið. Hjá mér hefur þetta verið sjálfboðavinna hingað til. Enn nú er ég bara ekkert á landinu og hún er að hringja í mig hingað. Þetta er ótrúlega góð kona. Minnir svolítið á móður mína sálugu og ætli það sé ekki þess vegna sem ég hef verið að snúast í kring um hana...

Óskar Arnórsson, 19.7.2008 kl. 10:45

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Óskar minn.

Í þessu tilviki er boðið uppá á kaup og eru þetta 16 klst. á viku. Þetta gæti verið búbót fyrir einhverja en fólk þarf að vita að þetta er ekki sjálfboðavinna. Margir bera út blöð og er það frábær búbót.

Ég vona til Guðs að það sé til fólk sem getur gefið kost á sér í þessi störf.

Guð blessi þig kæri vinur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.7.2008 kl. 11:03

9 identicon

Sæl Rósa.

Ég fylgist með og vona það besta fyrir Elísabetu.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 16:27

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Þórarinn minn.

Ég hringdi í Elísabet áðan og var gott í henni hljóðið. Hún var þá nýbúin að versla. Með henni var starfsmaður og bílstjórinn var að koma að sækja þær stöllur.

Mér finnst hún Elísabet eiga allt gott skilið og ég vona að þetta mál fái farsælan endi.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.7.2008 kl. 17:12

11 identicon

Kirkjan er með einstaklinga sem veita svona liðveislu.

Allavega allar kirkjudeildir á Höfuðborgarsvæðinu. Hafið samband við ykkar prest, hvort sem þið eruð í þjóðkirkjunni eða öðrum kirkjudeildum.

Mbk/sjs

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 18:31

12 identicon

Því miður eru launin sem boðið er uppá fyrir svona vinnu svo lág að það er alveg skammarlegt - þess vegna gengur svona illa að fá fólk til svona starfa!!!

Ása (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 22:12

13 identicon

Ef fólk hefur áhuga fyrir sínum störfum, er nokkuð sama hver launin eru. það eru til nokkuð sem heitir lágmarkslaun. og þau eru hærri en allflestir öryrkjar og aldraðir hafa sér til framfærslu.

Lág laun eru ekki endilega lág. Heldur að mennirnir sem þiggja launin, vilja alltaf meira og meira.

Sama hver upphæðin er, alltaf hægt að eyða meiru.

Þetta er ekki fullt starf og gæti hentað skólafólki vel.   16 tímar á mánuði. Common, er ekki allt í lagi með landann.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 22:32

14 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælar stelpur og takk fyrir innlitið.

Fínt að kirkjurnar eru með liðveislu en fólkið þar er örugglega í sjálfboðavinnu en ekki í þessu tilviki.

Launin lá en stundum er betra að fá lítið kaup heldur en ekkert. Þekki persónulega fólk sem hefur ekki unnið því ekkert var nógu gott fyrir þau. Það þurfti að hjálpa þessu fólki og þekki ég því miður of mörg dæmi um slíkt.

Nú það er margir sem eru t.d. í námi og þiggja námslán en þetta starf væri örugglega gefandi fyrir þau. Hægt væri að taka minna lán fyrir vikið. Auðveldara þegar fram líður en ekki þykir neinum spennandi að borga af lánum sem hækka og hækka nú í verðbólgunni þó alltaf sé verið að greiða af þeim.

Oft er annar makinn ekki að vinna vegna tekna hins en væri örugglega frábært að fá smá tilbreytingu í lífið og hitta fólk sem þarf á liðveislu að halda. Þessi störf eru líka gefandi. Að hitta manneskju sem þarf á hjálp að halda, getur haft frábær áhrif á þann sem veitir hjálpina.

Læt þetta duga í bili og ætla að heilsa uppá rúmið mitt.

Guð veri með ykkur.

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.7.2008 kl. 00:31

15 Smámynd: Halla Rut

Þetta er allt svo rétt sem þú segir Rósa. Við erum öll svo upptekin að sjálfum okkur og eigin lífi að við þykjumst ekki mega vera að því að hjálpa öðrum.

Nú höfum við 4 konur ákveðið að taka þetta að okkur saman. Við leitum að einni en til að vera með.

Halla Rut , 20.7.2008 kl. 20:15

16 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Erlingur og Halla Rut. 

Takk fyrir innlitið.

Vonandi hefur þú, Erlingur samband við Höllu Rut og þið sjáið hvernig mál þróast.

Halla mín, frábært að heyra þetta. Það verður gaman fyrir Elísabet að eignast ykkur sem vinkonur og geta notið samvista með ykkur.

Guð blessi ykkur og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.7.2008 kl. 20:28

17 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Mundi svo sannarlega vilja hjálpa frænku þinni elsku Rósa ef að ég gæti, þetta er til skammar að hun skuli ekki fá þá hjálp sem henni ber og á rett á.

Kærleikskveðja

Kristín Gunnarsdóttir, 21.7.2008 kl. 07:44

18 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælar kæru vinkonur.

Sem betur fer er búið að finna konur sem ætla að skipta þessu á milli sín. Konur sem sumar hverjar eru að vinna á fullu en vilja gefa af sér og vera með Elísabet. Vona að þessi umræða verði til að fólk hugsi sinn gang og að fólki langar til að gefa af sér. Ég skrifaði innlegg hér á blogginu mínu um að ef allir myndu gefa Jesú Kristi bara smá tíma í hverri viku og myndu hlúa t.d. að vinum sínum sem þurfa á hvatningu að halda þá yrði þjóðfélagið okkar miklu betra fyrir vikið. Kirkjur gætu unnið markvisst af svona verkefni með því að hafa einn stjórnanda og hann myndi skrá niður þá einstaklinga  sem eru t.d einmanna og eins að fá nöfn sjálfboðaliða sem vilja gefa af tíma sínum. En þessi störf yrðu að sjálfsögðu unnin í sjálfboðavinnu. Aftur á móti á Elísabet  rétt á þessari þjónustu í gegnum heilbrigðiskerfið og er það vel.

Hún á rétt á 16. klst. liðveislu á MÁNUÐI en ekki VIKU eins og ég skrifaði einhvers staðar.

Jesús Kristur á þetta nú alveg inni hjá okkur ÖLLUM að við gefum af okkur.

Guð blessi ykkur kæru vinkonur og gefi ykkur góðan dag.

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.7.2008 kl. 08:31

19 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er tilbúinn að aðstoða hvern sem er, ef ég er fær um það.  En mín fötlun háir mér talsvert mikið.  Hinsvegar tel ég öruggt að ef Halla Rut gengur í málið, þá næst árangur.  Annars er ég sammála þér Rósa að alltof margir eru svo uppteknir af sjálfum sér að þeir gleyma öðrum.  Þetta hálfa ár sem ég var á Reykjalundi komu margir til mín og buðu mér í bíltúr ofl. en svo fjaraði þetta út og síðustu mánuðina fékk ég aldrei heimsókn.  Þá fór ég að hugsa um góðan vin minn sem dvaldi á þessum stað í nokkur ár og lést þar.  Fyrst eftir að hann kom þangað heimsótti ég hann oft eða nánast alltaf þegar ég kom til Reykjavíkur en svo fjaraði það út hjá mér og mér fannst ég alltaf svo upptekinn að heimsóknirnar hættu.  Svo uppliði ég slíkt hið sama sjálfur.

Jakob Falur Kristinsson, 21.7.2008 kl. 10:03

20 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég skal leggja mitt af mörkum elsku Rósa en ég ætla að biðja son minn að hjálpa mér að seta þetta á síðuna mína. Guð blessi Elsabetu og þig.

Kristín Katla Árnadóttir, 21.7.2008 kl. 17:56

21 Smámynd: Skattborgari

Rósa gengur ekki vel að fá fólk í þetta núna?

Kveðja Skattborgari 

Skattborgari, 21.7.2008 kl. 19:54

22 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð  og takk fyrir innlitið.

Jakob minn, takk fyrir gott innlegg. Þetta er svo satt sem þú segir. Við erum dugleg fyrst að heimsækja vini okkar en svo gleymast þeir inná þessum stofnunum eins og á "biðstofum dauðans." Ég kalla elliheimilin þessu nafni en oft hef ég séð seturstofur o.fl. sem mér finnst alls ekki heimilislegar. Þarna situr fólkið og starir fram fyrir sig. Þau eru alveg hætt að vilja gera eitthvað og fara fyrr yfir móðuna miklu fyrr vegna andlegrar vanlíðan þarna. Ég get alls ekki kennt starfsfólkinu um. Þeim er skammtaður naumur tími, gerðar mjög miklar kröfur til þeirra. Man eftir konu sem tengist mér. Hún reyndi og reyndi að fá fólkið til að skoða fallegar bækur og margt fleira en það var of seint. Fólkið var búið að missa lífsviljann. Það þarf að byrja strax að vinna með þeim þegar þau koma á elliheimilin.  Yfirmenn þyrftu að úthugsa hugmyndir til að fólkinu líði betur. Það eru til fullt af tómstundum.

Katla mín, sem betur fer er búið að leysa þetta mál. Vona að þessi umræða hér víða á blogginu verði til þess að fleiri fái úrlausnir sinna mála.

Kæri Skattborgari. Við erum mjög ánægð með árangurinn og ég vona að átakið hennar Höllu Rutar hafi jákvæð áhrif í framtíðinni. Ég vil endilega sjá svona átak hjá okkur í fleiri málefnum. Væri flott að taka fyrir eitt mál og greinin birtist sem víðast og það mun hafa áhrif. Við getum látið gott af okkur leiða hér og ekki veitir nú af.

Halla Rut er hetja.

Guð veri með ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.7.2008 kl. 20:27

23 Smámynd: Skattborgari

Láta mig bara vita ef þið viljið fá mig til að birta svona aftur Halla er með emailið mitt.

Skattborgari, 21.7.2008 kl. 20:29

24 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll aftur.

Verum í bandi og vinnum saman að góðum málefnum, margir eiga bágt og það á bara ekki að líðast hér á þessu landi að fólki sé vísað út af stofnunum vegna niðurskurðar. Sumt af þessu fólki á engan íverustað og endar á götunni. Þetta er bara eitt dæmi af svo mörgum.

Fagra Ísland ó fagra Ísland hvar er mannkærleikurinn?

Guð veri með þér.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.7.2008 kl. 20:42

25 Smámynd: Skattborgari

Það er fullt af fólki sem á ervitt því miður. Bloggið er góð leið til að koma svona á framfæri því fleiri sem auglýsa því meiri áhrif hefur það.

Skattborgari, 21.7.2008 kl. 21:04

26 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll aftur Skattborgari.

Sammála og er búin að senda Höllu Rut bréf um umræðuna hér.

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.7.2008 kl. 00:35

27 Smámynd: Ragnheiður Anna Þórsdóttir

Sæl, ég gæti alveg hugsað mér að aðstoða ef enn vantar manneskju, þyrfti reyndar að fá aðeins betri lýsingu á því hvað er verið að tala um þegar "aðstoð" er nefnd er slæm í baki og get ekki verið í neinni þungavinnu.

Vann á "biðstofu dauðans" eins og þú kallar elliheimili. Þar vantar hugsanabreytingu hjá yfirmönnunum! Einhver nefndi lágmarkslaun og gleðin við starfið ect. ég vann á deild þar sem við vorum alltaf of fáar á vakt (stundum vantaði 3 af 6 sem áttu að vera á vakt!!) með 30 heimilisfólk, getið þið ímyndað ykkur álagið? Í stuttu máli þá varð álagið til þess að ég er með brjósklos á 2 hriggjaliðum og þurfti að hætta þessu starfi. Gleðin í starfinu var því miður ekki nóg til þess að ég sætti mig við 128.000 kr á mánuði (vann bara dagvaktir) eða brjósklos enda er ég æfareið út í forstöðufólk og pólitíkusa sem ákvarða laun. Með hærri launum eru fleiri sem vilja vinna vinnuna og þessi mannekla sem alltaf er verið að kvarta yfir leysist.

Sem dæmi um það hversu skrítið ástandið er á elliheimilum:

Maður og kona voru saman á deild og maðurinn mun veikari en eiginkonan. Hún lifði til þess að hafa áhyggjur af honum og gat ekki farið út af stofnuninni til þess að skemta sér með niðjunum út af áhyggjum. Ég fór og spurði hjúkkuna á vakt hvort ekki væri hægt að fá einhvern til þess að tala við hana t.d. prest, hjúkkan hló að mér og sagði að ég yrði aldrei góður læknir ef ég væri svona aumingjagóð. 

Ragnheiður Anna Þórsdóttir, 24.7.2008 kl. 15:31

28 Smámynd: Óskar Arnórsson

Enn hvað ég sskil þig Ragnheiður! 2 dögum áður enn móður mín dó kom "skessa" (hjúkrunarkona) úr fríi og rak konuna mína frá Landakotsspítala kl. 21.00 vegna þess að hún "truflaði móður mína" við að sofna! sannleikurinn er sá að móðir mín sofnaði aldrei nema að konaan mín héldi í höndina á henni, stundum til kl. 23.00 á kvöldinn því hún var hrædd. Enn svo dó hún og ég óskaði "skessuhjúkkunni" til hamingju með að losna  við enn eitt vandamálið í vinnunni...

Óskar Arnórsson, 24.7.2008 kl. 15:43

29 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.

Ragnheiður, þakka þér fyrir frábært innlegg. Sem betur fer er búið að redda þessu en endilega hafðu samband við Höllu Rut því það eru kannski fleiri sem eru hjálparþurfi sem hún veit um eftir að hún bloggaði um Elísabet frænku mína og bað okkur að birta bloggið hennar svo sem flestir sæju pistilinn. Símanúmer og tölvupóstar eru hér fyrir ofan.

Hræðilegt þegar þið þurftuð stundum að taka á ykkur tvöfalt vinnuálag vegna þess að það vantaði helminginn af starfsfólkinu. Hvað voru yfirmenn að hugsa eða réttara sagt hugsuðu ekkert hvorki um starfsfólk né sjúklingana.  Hugsa sér kuldalega svarið sem þú fékkst gagnvart konunni sem þurfti virkilega að losna út úr herberginu sínu og njóta tilverunnar með afkomendum sínum.

Óskar minn, þarna var algjör skortur á kærleika þegar konan þín var rekin frá tengdamóður sinni. En við getum ekki breytt akkurat þessu tilviki. Ég vona að þú hafir skrifað bréf og kvartað við viðeigandi aðila undan þessari framkomu sem er ólíðandi.

Guð veri með ykkur og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.7.2008 kl. 16:11

30 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæl Rósa! Ég "talaði" við hana og svo fór hún að grenja. Ábyggilega í fyrsta sinn. Skrifa bréf! Það þýðir ekkert við svona fólk...ég held að hún sé þarna enn að vinna og pína lífið ú gömlu fólki. Hún hefur gaman af því held ég...

Óskar Arnórsson, 25.7.2008 kl. 01:24

31 Smámynd: Ragnheiður Anna Þórsdóttir

Finst alveg hrikalegt hvað margir á elliheimilum eru á kvíðastillandi lyfjum og eru þunglynd... væri það líklegast sjálf líka ef ég væri upp á aðra komin með allt, föst inn á stofnun og hafði engann til að tala við vegna þess að fólkið í kring um mig annaðhvort hefur ekki tíma til a ðtala fyrir önnum (starfsfólk) eða komið út úr heiminum (vistmenn).

Fyrir utan það fara sumar hjúkkur á powertripp og þá er voðinn vís

ég hef samband við Höllu Rut, ég er svo "aumingjagóð" að ég stenst ekki mátið heheh

Ragnheiður Anna Þórsdóttir, 25.7.2008 kl. 08:40

32 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég hef nú komið inn á nokkrar stofnanir þegar ég var að leita að plássi fyir móður mína og þar var fullt af starfsfólki em var algjörlega út úr "kortinu"...bara yngra..

Og svona var þetta líka skrítið þegar ég asnaðist til að lesa eina önn í sálfræði í Háskóla í Svíþjóð! Mig langaði til að hringja á sjúkrabíl og senda hálfan bekkinn beint á geðdeild..þeir voru búnir að vera þarna lengi að æra þessi fræði svo ég flýtti mér að hætta. Vildi ekki verða eins og þeir..nógu bilaður er maður nú samt þó maður eyði ekki síðustu sellunum í svona rugl..

Eini staðurinn sem ég kom á í Reykjavík sem var til fyrirmyndar og forstöðukonan algjör engill!..þessi stofnun er á Snorrabraut.

Heimili fyrir gamalt fólk og svo var leikskóli inni á stofnunninni..meiriháttar heimili!...man bara ekki hvað hún heitir..það sást á gamla fólkinu að það var virkilega ánægt!.. 

Óskar Arnórsson, 25.7.2008 kl. 09:08

33 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Óskar og Ragnheiður Anna

Takk fyrir innlitið.

Óskar minn, því miður er víða pottur brotinn. Furðulegt að fólk skuli velja sér svona störf sem ævistarf sem þau vita að hæfir þeim ekki vegna persónuhátta þeirra, sérstaklega ef fólk á erfitt með skap o.fl. í þeim dúr. Við erum mjög misjöfn og í þessi störf þarf mikla þolinmæði og mannleg samskipti þurfa að vera góð.

Ragnheiður Anna, endilega hafðu samband við Höllu Rut. Það fer oft hrollur um mig þegar ég fer inná svona sjúkrastofnanir víða um land. Mér finnst svo óvistlegt og eins situr þetta fólk hvert í sínu horni og starir fram fyrir sig. Vona að ég þurfi ekki að lifa við svona skilyrði. Kýs frekar að fara  undir græna torfu.

Guð gefi ykkur góðan dag og bjarta framtíð.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.7.2008 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband