Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
23.3.2008 | 16:38
Páskar
Gleðilega páska
Á Pálmasunnudag reið Jesús á ösnufola inn í Jerúsalem og flestir fögnuðu honum. Fólkið beiddi klæði sín á veginn og aðrir settu pálmaviðagreinar á veginn. Þetta gerði fólkið í virðingu fyrir Jesú. Fólkið söng: Hósanna í hæstum hæðum." Jesús einn vissi að þessi fögnuður myndi breytast á aðeins fáeinum dögum því hann var kominn til Jerúsalem til að fullna það verk sem honum var ætlað af Guði almáttugum. Jesús sagði: Minn tími er í nánd, hjá þér vil ég halda páska með lærisveinum mínum." Jesús bað lærisveina sína að biðja mann um húsnæði því hann vissi að þetta yrði síðasta páskamáltíðin, Síðasta kvöldmáltíðin" sem hann átti með lærisveinum sínum. Jesús vissi að Júdas myndi svíkja hann og hann vissi að Símon Pétur myndi afneita honum. Hann vissi líka að allir lærisveinarnir myndu flýja. Þetta er táknrænt fyrir mig. Jesús þurfti að ganga í gegnum alla kvölina og pínuna einn fyrir okkur.Jesús var negldur á kross og hann bar allar syndir okkar og sjúkdóma upp á krossins tré. Hann vann lausnarverkið fyrir okkur. Við erum lánsöm, við getum beðið Jesú að fyrirgefa okkur syndir okkar því hann er búinn að vinna lausnarverkið fyrir okkur. Hann bar líka sjúkdóma okkar uppá krossins tré. Við getum beðið Jesú að lækna okkur og við getum orðið heil ef við trúum á máttarverk hans.
Á Föstudaginn langa varð ég þess heiðurs aðnjótandi að taka þátt í að lesa Passíusálma eftir Hallgrím Pétursson í Hofskirkju í Vopnafirði. Ég hvet alla að lesa Passíusálmana. Á vef Ríkisútvarpsins er hægt að finna Passíusálmana, Píslasöguna og æviágrip skáldsins.
Slóð: http://servefir.ruv.is/passiusalmar/
Hvernig getur fólk aðhyllst spíritisma ???eftir að hafa lesið Ljós yfir landamærineftir Jónas Þorbergsson, Setberg, Reykjavík, 1965, bls.189, 197, 264. -- Bréf frá Ingu, útg. Soffanías Torklesson, Winnepeg, 2 bind, 1932, bls. 168 - 171; 3. Bindi, 1950, bls. 184 - 185.
Ritið Biblía og Spíritisminn eftir Benedikt Arnkelsson cand. theol.
Ekki tekur betra við þegar spíritismar fara að lýsa því hvernig einlægir trúmenn, sem hafa verið dyggir lærisveinar Drottins Jesú og boðað orð hans í samræmi við ritninguna meðan þeim entist orka og aldur, hafi turnast í öðru lífi og taki aftur öll fyrri orð sín og prédikun.
Þannig segir í andartrúarriti einu að Helgi Hálfdanarson, einn ágætasti sonur íslenskrar kristni, hafi nú séð að sér og biðji þess að fermingarkver sitt verði brennt, svo og allt sem um kirkjumál fjallar og nafn sitt sé kennt við sé að það verði engum framar til tjóns.
Hallgrímur Pétursson, sem flestir róma hefur líka gerst trúskiptingur fyrir handan. Í áðurnefndri bók á hann að kveða svo fast að orði að endurlausnarkenningin sé eitruð ósannindi. Ég elskaði frelsarann og orðið frelsari og trúði því af dýpstu sannfæringu að þetta væri heilagur sannleikur." Nú hefur Jesús sýnt Hallgrími fram á að skáldið rangfærði kenningar hans. Já, Guð sjálfur hefur birt Hallgrími að hann hafi engum gefið vald til að frelsa menn frá illgjörðum þeirra. Þess vegna séu Passíusálmarnir lýsing á lausnara sem aldrei hafi verið til nema í ímyndun hans og annarra." Sjá ritið í heild sinni:
Slóð: http://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/?offset=10
Ég er mjög ósátt við þessa miklu vanvirðingu sem spíritistar sýna minningu Séra Hallgríms og okkur öllum sem erum kristin þjóð.
Er frelsarann sá ég við vatnið,
hann sagði við mig:
Ég veit þú ert þreyttur
og þráir minn frið.
Í leynd er þú grætur,
vil ég gefa þér ró.
Ég vil að þú munir,
hvers vegna ég dó.
Ég þakka Jesú Kristi fyrir að hafa unnið lausnarverkið fyrir mig. Hann leysti mig úr viðjum synda þannig að ég er frjáls. Ég óska þess að allir vildu þiggja þá sömu gjöf sem ég þáði þegar ég var þrettán ára. Guð gefi ykkur náð til þess að stíga þau gæfuspor.
Pálmasunnudagur:
Þegar þeir nálguðust Jerúsalem og komu til Betfage við Olíufjallið, sendi Jesús tvo lærisveina og sagði við þá: ,,Farið í þorpið hér framundan ykkur, og jafnskjótt munuð þið finna ösnu bundna og fola hjá henni. Leysið þau og færið mér. Ef einhver hefur orð um, þá svarið: ,Herrann þarf þeirra við, og mun hann jafnskjótt senda þau." Þetta varð, svo að rættist það, sem sagt er fyrir munn spámannsins: Segið dótturinni Síon: Sjá, konungur þinn kemur til þín, hógvær er hann og ríður asna, fola undan áburðargrip. Lærisveinarnir fóru og gjörðu sem Jesús hafði boðið þeim, komu með ösnuna og folann og lögðu á þau klæði sín, en hann steig á bak. Fjöldamargir breiddu klæði sín á veginn, en aðrir hjuggu lim af trjánum og stráðu á veginn. Og múgur sá, sem á undan fór og eftir fylgdi, hrópaði: ,,Hósanna syni Davíð! Blessaður sé sá sem kemur, í nafni Drottins! Hósanna í hæstum hæðum!" Þegar hann kom inn í Jerúsalem, varð öll borgin í uppnámi, og menn spurðu: ,,Hver er hann?" Fólkið svaraði: ,,Það er spámaðurinn Jesús frá Nasaret í Galíleu. Þá gekk Jesús í helgidóminn og rak út alla, sem voru að selja þar og kaupa, hratt um borðum víxlaranna og stólum dúfnasalanna og mælti við þá: ,,Ritað er: Hús mitt á að vera bænahús, en þér gjörið það að ræningjabæli." Blindir og haltir komu til hans í helgidóminum, og hann læknaði þá. Æðstu prestarnir og fræðimennirnir sáu dásemdarverkin, sem hann gjörði, og heyrðu börnin hrópa í helgidóminum: ,,Hósanna syni Davíðs!`` Þeir urðu gramir við og sögðu við hann: ,,Heyrir þú, hvað þau segja?`` Jesús svaraði þeim: ,,Já, hafið þér aldrei lesið þetta: ,Af barna munni og brjóstmylkinga býrðu þér lof." Og hann fór frá þeim og úr borginni til Betaníu og hafði þar náttstað. " Matt. 21: 1.-17.
:/: Hósanna, hósanna,
hósanna í hæstum hæðum:/:
Guð, við lofum þitt nafn,
fullt af lofgjörðaróð
Við upphefjum þig, ó, Guð.
Hósanna í hæstum hæðum.
:/: Hyllum, hyllum,
hyllum konung konunga:/:
Guð, við lofum þitt nafn,
Fullt af lofgjörðaróð.
Við upphefjum þig, ó Guð.
Hyllum konung konunga.
Skírdagur: Síðasta kvöldmáltíðin.
Á fyrsta degi ósýrðu brauðanna komu lærisveinarnir til Jesú og sögðu: ,,Hvar vilt þú, að vér búum þér páskamáltíðina?" Hann mælti: ,,Farið til ákveðins manns í borginni, og segið við hann: ,Meistarinn segir: Minn tími er í nánd, hjá þér vil ég halda páska með lærisveinum mínum. Lærisveinarnir gjörðu sem Jesús bauð þeim og bjuggu til páskamáltíðar. Um kvöldið sat hann til borðs með þeim tólf. Og er þeir mötuðust, sagði hann: ,,Sannlega segi ég yður: Einn af yður mun svíkja mig." Þeir urðu mjög hryggir og sögðu við hann, einn af öðrum: ,,Ekki er það ég, herra?" Hann svaraði þeim: ,,Sá sem dýfði hendi í fatið með mér, mun svíkja mig. Mannssonurinn fer að sönnu héðan, svo sem um hann er ritað, en vei þeim manni, sem því veldur, að Mannssonurinn verður framseldur. Betra væri þeim manni að hafa aldrei fæðst." En Júdas, sem sveik hann, sagði: ,,Rabbí, ekki er það ég?" Jesús svaraði: ,,Þú sagðir það."
Heilög kvöldmáltíð:
Þá er þeir mötuðust, tók Jesús brauð, þakkaði Guði, braut það og gaf lærisveinunum og sagði: ,,Takið og etið, þetta er líkami minn." Og hann tók kaleik, gjörði þakkir, gaf þeim og sagði: ,,Drekkið allir hér af. Þetta er blóð mitt, blóð sáttmálans, úthellt fyrir marga til fyrirgefningar synda. Ég segi yður: Héðan í frá mun ég eigi drekka af þessum vínviðar ávexti til þess dags, er ég drekk hann nýjan með yður í ríki föður míns." Þegar þeir höfðu sungið lofsönginn, fóru þeir til Olíufjallsins.
Þá segir Jesús við þá: ,,Á þessari nóttu munuð þér allir hneykslast á mér, því að ritað er: ,Ég mun slá hirðinn, og sauðir hjarðarinnar munu tvístrast.` En eftir að ég er upp risinn, mun ég fara á undan yður til Galíleu." Þá segir Pétur: ,,Þótt allir hneykslist á þér, skal ég aldrei hneykslast." Jesús sagði við hann: ,,Sannlega segi ég þér: Á þessari nóttu, áður en hani galar, muntu þrisvar afneita mér." Pétur svarar: ,,Þótt ég ætti að deyja með þér, þá mun ég aldrei afneita þér." Eins töluðu allir lærisveinarnir.
Getsemane:
Þá kemur Jesús með þeim til staðar, er heitir Getsemane, og hann segir við lærisveinana: ,,Setjist hér, meðan ég fer og biðst fyrir þarna." Hann tók með sér þá Pétur og báða sonu Sebedeusar. Og nú setti að honum hryggð og angist. Hann segir við þá: ,,Sál mín er hrygg allt til dauða. Bíðið hér og vakið með mér."Þá gekk hann lítið eitt áfram, féll fram á ásjónu sína, baðst fyrir og sagði: ,,Faðir minn, ef verða má, þá fari þessi kaleikur fram hjá mér. Þó ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt." Hann kemur aftur til lærisveinanna og finnur þá sofandi. Þá sagði hann við Pétur: ,,Þér gátuð þá ekki vakað með mér eina stund? Vakið og biðjið, að þér fallið ekki í freistni. Andinn er reiðubúinn, en holdið veikt." Aftur vék hann brott annað sinn og bað: ,,Faðir minn, ef eigi verður hjá því komist, að ég drekki þennan kaleik, þá verði þinn vilji." Þegar hann kom aftur, fann hann þá enn sofandi, því drungi var á augum þeirra. Þá fór hann enn frá þeim og baðst fyrir þriðja sinn með sömu orðum og fyrr. Og hann kom til lærisveinanna og sagði við þá: ,,Sofið þér enn og hvílist? Sjá, stundin er komin og Mannssonurinn er framseldur í hendur syndugra manna. Standið upp, förum! Í nánd er sá, er mig svíkur."
Tekin höndum:
Meðan hann var enn að tala, kom Júdas, einn þeirra tólf, og með honum mikill flokkur frá æðstu prestunum og öldungum lýðsins, og höfðu þeir sverð og barefli. Svikarinn hafði sagt þeim þetta til marks: ,,Sá sem ég kyssi, hann er það. Takið hann höndum." Hann gekk beint að Jesú og sagði: ,,Heill, rabbí!`` og kyssti hann. Jesús sagði við hann: ,,Vinur, hví ertu hér" Þá komu hinir, lögðu hendur á Jesú og tóku hann. Einn þeirra, sem með Jesú voru, greip til sverðs og brá því, hjó til þjóns æðsta prestsins og sneið af honum eyrað. Jesús sagði við hann: ,,Slíðra sverð þitt! Allir, sem sverði bregða, munu fyrir sverði falla. Hyggur þú, að ég geti ekki beðið föður minn að senda mér nú meira en tólf sveitir engla? Hvernig ættu þá ritningarnar að rætast, sem segja, að þetta eigi svo að verða?" Á þeirri stundu sagði Jesús við flokkinn: ,,Eruð þér að fara að mér með sverðum og bareflum eins og gegn ræningja til að handtaka mig? Daglega sat ég í helgidóminum og kenndi, og þér tókuð mig ekki höndum. En allt verður þetta til þess, að ritningar spámannanna rætist." Þá yfirgáfu hann lærisveinarnir allir og flýðu.
Fyrir ráðinu:
Þeir sem tóku Jesú höndum, færðu hann til Kaífasar, æðsta prests, en þar voru saman komnir fræðimennirnir og öldungarnir. Pétur fylgdi honum álengdar, allt að garði æðsta prestsins. Þar gekk hann inn og settist hjá þjónunum til að sjá, hver yrði endir á. Æðstu prestarnir og allt ráðið leituðu ljúgvitnis gegn Jesú til að geta líflátið hann, en fundu ekkert, þótt margir ljúgvottar kæmu. Loks komu tveir og sögðu: ,,Þessi maður sagði: Ég get brotið niður musteri Guðs og reist það aftur á þrem dögum." Þá stóð æðsti presturinn upp og sagði: ,,Svarar þú því engu, sem þessir vitna gegn þér?" En Jesús þagði. Þá sagði æðsti presturinn við hann: ,,Ég særi þig við lifandi Guð, segðu oss: Ertu Kristur, sonur Guðs?" Jesús svarar honum: ,,Þú sagðir það. En ég segi yður: Upp frá þessu munuð þér sjá Mannssoninn sitja til hægri handar máttarins og koma á skýjum himins." Þá reif æðsti presturinn klæði sín og sagði: ,,Hann guðlastar, hvað þurfum vér nú framar votta við? Þér heyrðuð guðlastið. Hvað líst yður?" Þeir svöruðu: ,,Hann er dauðasekur." Og þeir hræktu í andlit honum og slógu hann með hnefunum, en aðrir börðu hann með stöfum og sögðu: ,,Spáðu nú, Kristur, hver var að slá þig?"
Pétur afneitar:
En Pétur sat úti í garðinum. Þar kom að honum þerna ein og sagði: ,,Þú varst líka með Jesú frá Galíleu." Því neitaði hann svo allir heyrðu og sagði: ,,Ekki veit ég, hvað þú ert að fara." Hann gekk út í fordyrið. Þar sá hann önnur þerna og sagði við þá, sem þar voru: ,,Þessi var með Jesú frá Nasaret." En hann neitaði sem áður og sór þess eið, að hann þekkti ekki þann mann. Litlu síðar komu þeir, er þar stóðu, og sögðu við Pétur: ,,Víst ertu líka einn af þeim, enda segir málfæri þitt til þín." En hann sór og sárt við lagði, að hann þekkti ekki manninn. Um leið gól hani. Og Pétur minntist þess, er Jesús hafði mælt: ,,Áður en hani galar, muntu þrisvar afneita mér." Og hann gekk út og grét beisklega." Matt. 26: 17.- 74.
Fyrir Pílatusi:
Að morgni gjörðu allir æðstu prestarnir og öldungar lýðsins samþykkt gegn Jesú, að hann skyldi af lífi tekinn. Þeir létu binda hann og færa brott og framseldu hann Pílatusi landshöfðingja.
Afdrif Júdasar:
Þegar Júdas, sem sveik hann, sá, að hann var dæmdur sekur, iðraðist hann og skilaði æðstu prestunum og öldungunum silfurpeningunum þrjátíu og mælti: ,,Ég drýgði synd, ég sveik saklaust blóð." Þeir sögðu: ,,Hvað varðar oss um það? Það er þitt að sjá fyrir því." Hann fleygði þá silfrinu inn í musterið og hélt brott. Síðan fór hann og hengdi sig. Æðstu prestarnir tóku silfrið og sögðu: ,,Ekki má láta það í guðskistuna, því þetta eru blóðpeningar."Og þeir urðu ásáttir um að kaupa fyrir þá leirkerasmiðs akurinn til grafreits handa útlendingum.
Þess vegna kallast hann enn í dag Blóðreitur.Þá rættist það, sem sagt var fyrir munn Jeremía spámanns: ,,Þeir tóku silfurpeningana þrjátíu, það verð, sem sá var metinn á, er til verðs var lagður af Ísraels sonum, og keyptu fyrir þá leirkerasmiðs akurinn eins og Drottinn hafði fyrir mig lagt."
Konungur Gyðingar?
Jesús kom nú fyrir landshöfðingjann. Landshöfðinginn spurði hann: ,,Ert þú konungur Gyðinga?" Jesús svaraði: ,,Þú segir það." Æðstu prestarnir og öldungarnir báru á hann sakir, en hann svaraði engu. Þá spurði Pílatus hann: ,,Heyrir þú ekki, hve mjög þeir vitna gegn þér?" En hann svaraði honum ekki, engu orði hans, og undraðist landshöfðinginn mjög.
Krossfestu hann!
Á hátíðinni var landshöfðinginn vanur að gefa lýðnum lausan einn bandingja, þann er þeir vildu. Þá var þar alræmdur bandingi í haldi, Barabbas að nafni. Sem þeir nú voru saman komnir, sagði Pílatus við þá: ,,Hvorn viljið þér, að ég gefi yður lausan, Barabbas eða Jesú, sem kallast Kristur?" Hann vissi, að þeir höfðu fyrir öfundar sakir framselt hann. Meðan Pílatus sat á dómstólnum, sendi kona hans til hans með þessi orð: ,,Láttu þennan réttláta mann vera, þungir hafa draumar mínir verið í nótt hans vegna." En æðstu prestarnir og öldungarnir fengu múginn til að biðja um Barabbas, en að Jesús yrði deyddur. Landshöfðinginn spurði: ,,Hvorn þeirra tveggja viljið þér, að ég gefi yður lausan?" Þeir sögðu: ,,Barabbas." Pílatus spyr: ,,Hvað á ég þá að gjöra við Jesú, sem kallast Kristur?" Þeir segja allir: ,,Krossfestu hann." Hann spurði: ,,Hvað illt hefur hann þá gjört?" En þeir æptu því meir: ,,Krossfestu hann!" Nú sér Pílatus, að hann fær ekki að gjört, en ólætin aukast. Hann tók vatn, þvoði hendur sínar frammi fyrir fólkinu og mælti: ,,Sýkn er ég af blóði þessa manns! Svarið þér sjálfir fyrir!" Og allur lýðurinn sagði: ,,Komi blóð hans yfir oss og yfir börn vor!" Þá gaf hann þeim Barabbas lausan, en lét húðstrýkja Jesú og framseldi hann til krossfestingar.
Hermenn landshöfðingjans fóru nú með hann inn í höllina og söfnuðu um hann allri hersveitinni. Þeir afklæddu hann og færðu hann í skarlatsrauða kápu, fléttuðu þyrnikórónu og settu á höfuð honum, en reyrsprota í hægri hönd hans. Síðan féllu þeir á kné fyrir honum og höfðu hann að háði og sögðu: ,,Heill þú, konungur Gyðinga!" Og þeir hræktu á hann, tóku reyrsprotann og slógu hann í höfuðið. Þegar þeir höfðu spottað hann, færðu þeir hann úr kápunni og í hans eigin klæði. Þá leiddu þeir hann út til að krossfesta hann.
Krossfestur:
Á leiðinni hittu þeir mann frá Kýrene, er Símon hét. Hann neyddu þeir til að bera kross Jesú. Og er þeir komu til þess staðar, er heitir Golgata, það þýðir hauskúpustaður, gáfu þeir honum vín að drekka, galli blandað. Hann bragðaði það, en vildi ekki drekka. Þá krossfestu þeir hann. Og þeir köstuðu hlutum um klæði hans og skiptu með sér, sátu þar svo og gættu hans. Yfir höfði hans festu þeir sakargift hans svo skráða: ÞESSI ER JESÚS, KONUNGUR GYÐINGA. Þá voru krossfestir með honum tveir ræningjar, annar til hægri, hinn til vinstri. Þeir, sem fram hjá gengu, hæddu hann, skóku höfuð sín og sögðu: ,,Þú sem brýtur niður musterið og reisir það á þrem dögum. Bjarga nú sjálfum þér, ef þú ert sonur Guðs, og stíg niður af krossinum!" Eins gjörðu æðstu prestarnir gys að honum og fræðimennirnir og öldungarnir og sögðu: ,,Öðrum bjargaði hann, sjálfum sér getur hann ekki bjargað. Hann er konungur Ísraels, stígi hann nú niður af krossinum, þá skulum vér trúa á hann. Hann treystir Guði. Nú ætti Guð að frelsa hann, ef hann hefur mætur á honum. Eða sagði hann ekki: ,Ég er sonur Guðs?" Einnig ræningjarnir, sem með honum voru krossfestir, smánuðu hann á sama hátt.
:/: Það var Jesús sem leysti mig :/:
Hann braut alla hlekki
Er mig bundu við synd.
Það var Jesús sem leysti mig.
Dáinn:
En frá hádegi varð myrkur um allt land til nóns. Og um nón kallaði Jesús hárri röddu: ,,Elí, Elí, lama sabaktaní!" Það þýðir: ,,Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?" Nokkrir þeirra, er þar stóðu, heyrðu þetta og sögðu: ,,Hann kallar á Elía!" Jafnskjótt hljóp einn þeirra til, tók njarðarvött og fyllti ediki, stakk á reyrstaf og gaf honum að drekka. Hinir sögðu: ,,Sjáum til, hvort Elía kemur að bjarga honum." En Jesús hrópaði aftur hárri röddu og gaf upp andann. Þá rifnaði fortjald musterisins í tvennt, ofan frá og niður úr, jörðin skalf og björgin klofnuðu,grafir opnuðust og margir líkamir helgra látinna manna risu upp. Eftir upprisu Jesú gengu þeir úr gröfum sínum og komu í borgina helgu og birtust mörgum. Þegar hundraðshöfðinginn og þeir, sem með honum gættu Jesú, sáu landskjálftann og atburði þessa, hræddust þeir mjög og sögðu: ,,Sannarlega var þessi maður sonur Guðs." Þar voru og margar konur, sem álengdar horfðu á, þær höfðu fylgt Jesú frá Galíleu og þjónað honum. Meðal þeirra var María Magdalena, María, móðir þeirra Jakobs og Jósefs, og móðir Sebedeussona.
Grafinn:
Um kvöldið kom auðugur maður frá Arímaþeu, Jósef að nafni, er sjálfur var orðinn lærisveinn Jesú. Hann gekk til Pílatusar og bað hann um líkama Jesú. Pílatus bauð þá að fá Jósef hann. Jósef tók líkið, sveipaði það hreinu línklæði og lagði í nýja gröf, sem hann átti og hafði látið höggva í klett, velti síðan stórum steini fyrir grafarmunnann og fór burt. María Magdalena var þar og María hin, og sátu þær gegnt gröfinni.
Grafar gætt:
Næsta dag, daginn eftir aðfangadag, gengu æðstu prestarnir og farísearnir saman fyrir Pílatus og sögðu: ,,Herra, vér minnumst þess, að svikari þessi sagði í lifanda lífi: ,Eftir þrjá daga rís ég upp.` Bjóð því, að grafarinnar sé vandlega gætt allt til þriðja dags, ella gætu lærisveinar hans komið og stolið honum og sagt fólkinu: ,Hann er risinn frá dauðum.` Þá verða síðari svikin verri hinum fyrri." Pílatus sagði við þá: ,,Hér hafið þér varðmenn, farið og búið svo tryggilega um sem best þér kunnið." Þeir fóru og gengu tryggilega frá gröfinni og innsigluðu steininn með aðstoð varðmannanna." Matt. 27: 1.- 66.
Páskadagur:
Að liðnum hvíldardegi, þegar lýsti af fyrsta degi vikunnar, komu þær María Magdalena og María hin til að líta á gröfina. Þá varð landskjálfti mikill, því engill Drottins sté niður af himni, kom og velti steininum og settist á hann. Hann var sem elding ásýndum og klæðin hvít sem snjór. Varðmennirnir skulfu af hræðslu við hann og urðu sem örendir. En engillinn mælti við konurnar: ,,Þér skuluð eigi óttast. Ég veit, að þér leitið að Jesú hinum krossfesta. Hann er ekki hér. Hann er upp risinn, eins og hann sagði. Komið og sjáið staðinn, þar sem hann lá. Farið í skyndi og segið lærisveinum hans: ,Hann er upp risinn frá dauðum, sjá hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann.` Þetta hef ég sagt yður." Og þær fóru í skyndi frá gröfinni, með ótta og mikilli gleði, og hlupu að flytja lærisveinum hans boðin. Og sjá, Jesús kemur á móti þeim og segir: ,,Heilar þið!" En þær komu, féllu fram fyrir honum og föðmuðu fætur hans. Þá segir Jesús við þær: ,,Óttist ekki, farið og segið bræðrum mínum að halda til Galíleu. Þar munu þeir sjá mig." Meðan þær voru á leiðinni komu nokkrir varðmenn til borgarinnar og sögðu æðstu prestunum allt, sem gjörst hafði. En þeir kvöddu saman öldungana og tóku það ráð með þeim að bera mikið fé á hermennina og mæltu við þá: ,,Segið þetta: ,Lærisveinar hans komu á næturþeli, meðan vér sváfum, og stálu honum." Og ef þetta berst landshöfðingjanum til eyrna, skulum vér sefa hann, svo að þér getið verið áhyggjulausir." Þeir tóku við fénu og gjörðu sem þeim var sagt. Þessi sögusögn hefur verið borin út meðal Gyðinga allt til þessa dags. En lærisveinarnir ellefu fóru til Galíleu, til fjallsins, sem Jesús hafði stefnt þeim til. Þar sáu þeir hann og veittu honum lotningu. En sumir voru í vafa. Og Jesús gekk til þeirra, talaði við þá og sagði: ,,Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar." Matt. 28: 1.-20.
Tókuð þið eftir hér rétt fyrir ofan:
"Þessi sögusögn hefur verið borin út meðal Gyðinga allt til þessa dags." Gyðingar eru að bíða eftir Messíasi. Hann mun koma en það verður ekki Jesús Kristur. Það verður Anti-Kristur sonur Satans. Hann blekkir alla, mikill samningamaður og Gyðingar treysta honum. Þeir uppgötva of seint að þetta var ekki sá Messías sem þeir voru að bíða eftir. Það brýst út þriðja styrjöldin. Allar þjóðir munu fara í gegn Ísrael.
Þriðja heimstyrjöldin stöðvast ekki fyrr en Jesús Kristu kemur á skýjum himins. Í kafla 14 í Sakaría er spádómur um þegar Jesús kemur á skýjum himins: Kaflinn heitir: "Á efsta degi." "Sjá, sá dagur kemur frá Drottni, að herfangi þínu verður skipt mitt í sjálfri þér. Og ég mun safna öllum þjóðunum til hernaðar móti Jerúsalem, og borgin mun verða tekin, húsin rænd og konurnar smánaðar. Helmingur borgarmanna mun verða herleiddir, en hinn lýðurinn mun ekki upprættur verða úr borginni. Og Drottinn mun út fara og berjast við þessar þjóðir, eins og þegar hann barðist forðum á orrustudeginum. Fætur hans munu á þeim degi standa á Olíufjallinu, sem er austanvert við Jerúsalem,og Olíufjallið mun klofna um þvert frá austri til vestur, og þar mun verða geysivíður dalur, því annar hluti fjallsins mun undan síga til norðurs en hinn til suðurs. En þér munuð flýja í fjalladal minn, því að fjalladalurinn nær til Asal. Og þér munuð flýja, eins og þér flýðuð undan jarðskjálftanum á dögum Ússía Júdakonungs. En Drottinn, Guð minn mun koma og allir heilagir með honum." (Biblían: Sak. 14:1-5)
Sjá slóð: http://snorribetel.blog.is/blog/snorribetel/entry/481289/#comments
:/: Hann er Guð :/:
Reis frá dauðum Drottinn Kristur,
hann er Guð.
Til hans kom í trú,
tak við honum nú,
því Kristur, hann er Guð.
Guð blessi ykkur öll.
Shalom.
Rósa Aðalsteinsdóttir
Ási Vopnafirði
Trúmál og siðferði | Breytt 29.3.2008 kl. 06:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (55)
5.3.2008 | 16:32
Deilur Ísraela og Araba
Ég hef farið til Ísrael og þess vegna langar mig að glíma við ritgerðarefnið um Deilur Ísraela og Araba. Ég á svolítið af efni í fórum mínum og ætla ég að styðjast við það efni ásamt minni eigin sannfæringu og trú á Jesú Krist. Flest af því efni sem kennarinn minn sagði mér frá er ekki til í bókasafni Vopnafirðinga.
Þetta efni er yfirgripsmikið. Svo yfirgripsmikið að persónulega finnst mér það tengjast sögunni alveg frá því áður en himinn og jörð urðu til og fram að heimsenda. Ég mun reyna að útskýra hvaða ég á við eftir bestu getu í ritgerðinni og í lokaorðum.
Í forsögunni kemur skýrt fram loforð Guðs við Abraham um landið sem Guð gaf Abraham og niðjum hans. Ég trúi því að strax í upphafi hafi Guð almáttugur ákveðið að Ísrael ætti að verða hans útvalda þjóð. Synir Abrahams eru tveir Ísmael og Ísak. Það er athyglisvert hvað engillinn sagði við móður Ísmael. Getur verið að Ísmael sé forfaðir Araba? Er Guð þarna að tala um afkomendur hans Araba að þeir myndu verða ólmir ekki einungis við Gyðinga heldur einnig innbyrðis?
Arabar berjast oft innbyrðis. Samstaða þeirra er engin. Þeir grafa undan hvor öðrum eins og var gert við Sadat og Egypta loksins þegar þeir vitkuðust og skrifuðu undir Camp David samkomulagið. Sadat galt lífi sínu fyrir að reyna að semja frið. Arabar hika ekki að drepa aðra Araba. Arabar grafa undan sjálfum sér með sjálfsmorðsárásirnar.
Eru Öfga Arabar að berjast gegn sinni betri vitund en þeir geta ekki annað því þeir eru knúðir áfram af andaverum vonskunnar? Er stríðið sem geisar í Miðausturlöndum , stríð á milli góðs og ills?
Vegna fréttaflutnings íslensku fjölmiðlana ætla ég að athuga hvort virkilega allt sem gerist í Ísrael og nágrenni sé Ísraelum að kenna. Er Arafat góðmenni og Ísraelar óþokkar eins og kemur fram í íslenskum fjölmiðlum?
Forsagan
Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. Þessi orð eru upphafsorð Biblíunnar. Áður en himin og jörð urðu til var sonur Guðs til ásamt her af englum. Þá var engin synd til. En svo skeði það að einn af englum Guðs sem hét Lúsifer gerði uppreisn og honum var kastað út úr dýrð Guðs. Þá breyttist þessi engill í óvin Guðs sem er Satan. Guð skapaði Adam og Evu og þau áttu heima í aldingarðinum Eden. Þegar Eva var eitt sinn á gangi í garðinum, þá talaði höggormurinn við hana. Þetta var Satan í gervi höggormsins. Höggormurinn freistaði hennar og hún óhlýðnaðist Guði. Eftir það komst syndin inní hinn nýskapaða heim. Adam og Eva voru rekin út úr garðinum. Satan er í baráttu við Guð um hvert einasta mannsbarn og það getum við séð sjálf t.d. þegar við heyrum um baráttuna í Miðausturlöndum.
Það er engin tilviljun að Rut sem kom frá Móabslandi giftist Bóasi. (Biblían:Rutarbók) Þau eignuðust son sem hét Óbeð. Hann eignaðist son sem hét Ísaí sem var faðir Davíðs konungs sem réði í Ísrael 1004-975. Salómon konungur var sonur Davíðs og réði í Ísrael 975-926. Það var engin tilviljun að Jesús Kristur fæddist í Betlehem sem er í Júdeu og er afkomandi Abrahams sem Guð kallaði frá Úr í Kaldeu. Það svæði heitir í dag Írak og Kúwait. Rut var ein af formæðrum Jesú Krists.
Abraham var kallaður til þjónustu fyrir Guð. Guð ætlaði að gera Abraham að mikilli þjóð sem var blessuð af Guði og átti að blessa aðrar þjóðir. Drottinn sagði við Abraham: Far þú burt úr landi þínu og frá ættfólki þínu og úr húsi föður þíns, til landsins, sem ég mun vísa þér á. Ég mun gjöra þig að mikilli þjóð og blessa þig og gjöra nafn þitt mikið, og blessun skalt þú vera. Ég mun blessa þá, sem þig blessa, en bölva þeim, sem þér formæla, og af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta (Biblían: 1.Mós.12.1-3). Abraham hlýddi og fór til landsins sem Guð hafi sagt honum að fara til. Þá sagði Guð við hann: Niðjum þínum vil ég gefa þetta land. (Biblían: 1.Mós.12.7) Þetta var loforð sem stendur enn í dag.
Guð gerði sáttmála við Abraham. Hann ætlaði að gefa honum og Söru son. Árin liðu, Sara gerðist óþreyjufull og sagði við Abraham að hann skyldi eignast afkvæmi með ambátt sinni sem hét Hagar. Hagar varð þunguð og flúði út í eyðimörkina vegna þess að Sara þjáði hana. Þar fann engill Drottins hana og sagði henni að hverfa aftur heim til húsmóður hennar. Engilinn sagði einnig við hana: Sjá þú ert þunguð og munt son fæða. Hans nafn skalt þú kalla Ísmael, því að Drottinn hefur heyrt kveinstafi þína. Hann mun verða maður ólmur sem villiasni, hönd hans mun vera uppi á móti hverjum manni og hvers manns hönd uppi á móti honum, og hann mun búa andspænis öllum bræðrum sínum. (Biblían: 1.Mós. 16.11-12)
Abraham og Sara eignuðust son fyrirheitanna, Ísak. Guð endurnýjaði sáttmálann við Ísak. Dvel þú um hríð í þessu landi, og ég mun vera með þér og blessa þig, því að þér og niðjum þínum mun ég gefa öll þessi lönd, og ég mun halda þann eið, sem ég sór Abraham föður þínum. Og ég mun margfalda niðja þína sem stjörnur himinsins og gefa niðjum þínum öll þessi lönd, og af þínu afkvæmi skulu allar þjóðir á jörðinni blessun hljóta. (Biblían: 1.Mós.26.3-4) Ísak og Rebekka konan hans eignuðust tvíburana Esaú og Jakob.
Jakob sveik út frumburðarréttinum sem Esaú átti og fékk með því blessunina sem tilheyrði Esaú. Eftir það flúði Jakob undan Esaú til Mesópótamíu til Labans móðurbróður síns. Þar var hann í 20 ár. Jakob giftist systrunum Leu og Rakel dætrum Labans. Síðar snéri Jakob aftur til föðurlands síns og sættist við Esaú. Eftir það blessaði Guð Jakob og sagði: Nafn þitt er Ísrael (Biblían: 1.Mós.35.10) Jakob eignaðist 12 syni og nokkrar dætur með konunum sínum tveimur og ambáttum þeirra. Einn af sonum hans var Jósef. Bræður hans seldu hann kaupmönnum sem voru á leið til Egyptalands. Þeir sögðu Jakobi föður hans að Jósef væri dáinn. Seinna varð hallæri mikið í landinu og þurftu því synir Jakobs að fara og kaupa korn í Egyptalandi.
Þar hittu þeir fyrir Jósef bróður þeirra sem var þá hátt settur í Egyptalandi. Jósef bað bræður sína að flytja til Egyptalands ásamt föður þeirra og fjölskyldum á meðan hallæri væri í landinu. Þarna var komið fram það sem Guð hafði sagt Abraham: Vit það fyrir víst, að niðjar þínir munu lifa sem útlendingar í landi sem þeir eiga ekki, og þeir munu þjóna þeim og þeir munu þjá þá í fjögur hundruð ár. (Biblían: 1.Mós.15.13-14) Þegar Jakob fór til Egyptalands var fjölskyldan hans um 70 manns. Guð sagði við Jakob: Ég er Guð , Guð föður þíns. Óttast þú eigi að fara til Egyptalands því að þar mun ég gjöra þig að mikilli þjóð. (Biblían: 1.Mós.46.3)
Egyptar þjáðu hina útvöldu þjóð Guðs og Guð heyrði kveinstafi þeirra. Guð sendi Móses til Egyptalands til að leiða þjóðina frá Egyptalandi. Þau voru 40 ár á leiðinni í eyðimörkinni frá Egyptalandi. Móses dó í eyðimörkinni og Jósúa tók við og leiddi þjóðina inn í það land sem Guð hafði gefið feðrum þeirra. Þetta tímabil gæti verið um 1250 f. Kr.
Árið 925 var ríkinu skipt, Ísrael í norðri og Júda í suðri eftir dauða Salómons. 722 réðust Assyríu menn á Ísrael og fluttu þjóðina til Assyríu. Árið 587 réðist Nebúkadnesar konungur á Júda þjóðina og hernam og flutti til Babýlon. Þar voru þeir í 70 ár. Ottómaníska (tyrkneska) heimsveldið ríkti í 400 ár frá 1517-1917 þegar Bretar sigruðu Tyrki í Krímstríðinu. (Ulf Ekman. 1997:127-128) Þetta er hluti af forsögunni sem segir frá tilvistarrétti Gyðinga til Landsins helga.
Musterið eyðilagt nema Grátmúrinn
Árið 70 hertóku Rómverjar Jerúsalem og eyðilögðu Musterið. Útveggur forgarðsins stóð eftir sem var þekktur undir nafninu Grátmúrinn en í dag kallaður Vesturmúrinn. Gyðingar fengu að búa áfram í landinu en eftir uppreisn Gyðinga undir stjórn Bar-Kochta 132-135 dreifðust Gyðingar um allan heim. Einungis 750.000 Gyðingar urðu eftir í Landinu helga. (Snorri G. Bergson. 1994:16)
Árið 438 leyfir Eodicea keisari Gyðingum að snúa aftur til Musterishæðarinnar í Jerúsalem. Árið 614 var Persneska heimsveldið við lýði. 628-633 var tímabil Býsantía sem voru Tyrkir. 633-637 var arabísk (múslímsk) hernám. Þá náðu Arabar Landinu helga og stjórnuðu þeir landinu til ársins 1099. Þá komu Krossfarar til Landsins helga og voru þar til ársins1291. Árið 1187 þá endurreisir Saladin soldán Íslam í stórum hluta landsins. 1517-1917 er Ottómaníska (tyrkneska) heimsveldið ríkir yfir landinu í 400 ár. (Ulf Ekman. 1997:128-129)
Margir Gyðingar áttu heima í Khazara á 8. öld sem er í suður hluta Rússlands. Konungsættin þar og aðalsmenn höfðu tekið gyðingatrú árið 740. Þeir komu frá Mesópótamíu, frá Litlu-Asíu og Kákasus. (Snorri G. Bergsson. 1994:16). Í margar aldir hafa Gyðingar átt heima í Rússlandi. Þetta skýrir fólksflutningana frá Rússlandi til Ísrael á 19. og 20. öldinni.
Í stjórnartíð Ottómanna í Landinu helga var þjóðin samansett úr fjölmörgum þjóðarbrotum. Árið 1800 var talið að 250.000 íbúar ættu heima á palestínusvæðinu sem var beggja vegna Jórdan. Þegar múslimar tóku við völdum hafði verið mikil gróðureyðing á Palestínusvæðinu. Landið sem áður flaut í mjólk og hunangi var orðið að eyðimörk. Eftir landnám Gyðinga byrjaði eyðimörkin að blómstra. (Snorri G. Bergsson. 1994:19)
Þegar Gyðingar byrjuðu að flytja til Landsins helga um 1882 voru uppi ásakanir að Gyðingar hefðu rænt landinu frá Aröbum. Þetta er ekki rétt því í lok nítjándu aldar bjuggu fáir Arabar í landinu. (Ulf Ekman. 1997:31)
Stjórnartíð Tyrkja og Breta
Árið 1917 var ljóst að heimsveldi Ottómanna var að hruni komið. Bretar fóru í stríð við Tyrki og sigruðu þá. Bretar lögðu fram Balfour-yfirlýsinguna þar sem Gyðingum var gefið loforð um þjóðarríki í Palestínu. Það svæði átti að ná yfir núverandi Ísrael og Jórdaníu. Arabísk þjóðernishyggja þoldi þetta alls ekki og beitti bresku ríkisstjórnina miklum þrýstingi til að brjóta þetta loforð. Þjóðarbandalagið (fyrirrennari Sameinuðu þjóðanna) fól Bretum árið 1919 að endurreisa Gyðingaríki á öllu Palestínusvæðinu. Árið 1920 var Bretum falin umboðsstjórn í Palestínu. Það var samþykkt á friðarráðstefnu í San Remo sem síðar var samþykkt af Þjóðarbandalaginu árið 1922.
Landinu var skipt í tvennt. Annar hlutinn var vestan Jórdanar og Gólanhæðir sem var kallað Cisjórdanía. Þar áttu Gyðingar að eiga heima. Hinn hlutinn var Transjórdanía og var fyrir austan Jórdan. Þar áttu Arabar að eiga heima. Það er Jórdanía í dag. Þarna hafði átt sér stað breyting frá 1917. Bretar höfðu svikið loforðið sem þeir gáfu Gyðingum 1917. Bretar létu Husseini fjölskylduna fá landsvæðið austan Jórdan sem í dag heitir Jórdanía og Abdullah Husseini lýsti sjálfan sig konung ríkisins að því loknu. Barnabarn hans er konungur í Jórdaníu í dag. Með þessum skiptum var vonast til að ró ríkti en það var alls ekki raunin því innbyrðisdeilur Gyðinga og Araba voru miklar. Einnig deildu Gyðingar og Arabar við bresku umboðsstjórnina. Winston Churshill þáverandi nýlendumálaráðherra hafði miklar efasemdir um markmið Breta og vildi hann að þeir drægju sig út úr þessu og koma á stjórn íbúa landsins. Það var ekkert hlustað á hann. Á þriðja áratug voru miklar óeirðir af hálfu Araba. Einnig á fjórða áratugnum voru árásir Araba á Gyðinga daglegur viðburður. Á árunum 1936-39 stóð yfir almenn uppreisn Araba í Landinu helga. Uppreisnin var kostuð m.a. af stjórn Hitlers í Þýskalandi. Ýmsar tillögur kom fram um skiptingu lands en Arabar samþykktu ekki neina þeirra því þeir vildu fá landið einir til eignar. (Snorri G. Bergsson. 1994:24-25)
Á þessum árum var Hajj Amin al-Husseini harðasti andstæðingur Gyðinga. Hann var leiðtogi róttækra Palestínuaraba. Hann hélt uppi stöðugum áróðri um Gyðinga þegar hann ferðaðist víða um lönd til að safna fé vegna baráttunnar. Hann varaði við Gyðingum og sagði að ef Gyðingar næðu völdum myndu þeir eyðileggja byggingar á Musterishæðinni og Al-Aksa moskunna. Hann krafðist Grátmúrsins til handa múslimum, það væri helgur staður þeirra ekki síður en Gyðinga. Þjóðarbandalagið hafnaði þessum kröfum árið 1930. Husseini flúði land eftir að breskur landstjóri í Galíleu var myrtur af hans mönnum. Hann stjórnaði úr fjarlægð m.a frá Þýskalandi Palestínuaröbum til að vinna gegn Gyðingum. Eftirlætisfrændi Husseins var Yasser Arafat. Husseini hafði hugsað sér hann sem mögulegt leiðtogaefni. (Snorri G. Bergsson. 1994:26-27) Meira um það síðar.
Á milli heimsstyrjaldanna urðu miklar breytingar í Evrópu. Kommúnistar komust til valda í Rússlandi, fasistar á Ítalíu og nasistar í Þýskalandi. Á þessum tíma var kynnt undir Gyðingahatri sem hafði verið mikið fyrir þann tíma, eins og ritið Gerðarbækur vitringanna á Zion. Þetta var falsað rit sem leynilögregla keisarans í Rússlandi hafði látið gera til að sverta Gyðinga. Árið 1933 varð Adolf Hitler ríkiskanslari í Þýskalandi og 1935 voru samþykkt Nürnbergslögin. Gyðingar voru gerðir algjörlega réttindalausir. Nasistar sendu eins marga Gyðinga eins og þeir gátu til Landsins helga. Árið 1938 var algjör eyðileggingarherferð gegn fyrirtækjum og samkunduhúsum þeirra. 10. nóvember var kölluð Kristalsnóttin. Þá nótt náði eyðileggingarherferðin hámarki og glerbrot lágu út um allt. Husseini hvatti Hitler til að hætta að senda Gyðinga úr landi. Husseini var tekinn til fanga eftir heimsstyrjöldina ásakaður fyrir stríðsglæpi. Hann náði að flýja úr fangelsi í Frakklandi 1946 og flutti höfuðstöðvar sínar til Egyptalands.
Helförin
Nasistar hötuðu Gyðinga svo mikið að þeir myrtu um 6 milljónum m.a. í útrýmingarbúðum í Auschvitz sem nú er í Póllandi. Nasistar ætluðu að útrýma öllum Gyðingum í Evrópu sem voru þá um 11 milljónir. Byrjað var að gera tilraunir með útrýmingarbúðirnar sumarið 1941. Tilraunirnar voru gerðar með 700 sovéskum og 300 pólskum stríðsföngum. Lokalausn Gyðingavandamálsins var að útrýma Gyðingum og fyrstu aftökur Gyðinga í gasklefa voru framkvæmdar í Chelmo þann 8. desember. Frumkvæðið af aftökunum átti Husseini sem var búinn að hvetja Hitler að eyða eins mörgum Gyðingum á sem skemmstum tíma. Eftir að heimstyrjöldinni seinni lauk vaknaði upp samúð almennings á Vesturlöndum með Gyðingum. (Snorri G. Bergsson. 1994:28-29)
Landið helga kom vel út úr stríðinu en synir og dætur þessa lands í Evrópu höfðu liðið vítiskvalir og meira en helmingurinn af þeim var drepin. Margir af þeim sem lifðu af stríðið streymdu til Landsins helga þó að Bretar reyndu að hindra innflutninginn. Bandaríkjamenn vildu ekki að landinu væri skipt en Bretar hunsuðu óskir Bandaríkjamanna. Þegar þeir svo voru komnir á sömu skoðun og Bandaríkin var það of seint. Bretar ákváðu að yfirgefa landið fyrir 15. maí 1948 með allan sinn her. (Snorri G. Bergsson. 1994:30-31)
14 maí um kvöldið lýsti David Ben-Gurion nýskipaður forsætisráðherra yfir sjálfstæðu ríki Gyðinga sem nefnt var Ísrael. Þetta sama kvöld var gerð árás á hið nýstofnaða ríki af egypskum flugvélum. Egyptar gerðu sprengjuárás á Tel-Aviv og fleiri borgir í Ísrael. Herir Abdullah konungs í Transjórdaníu fóru yfir Jórdan og þeir hernumdu stór svæði í Ísrael sem í dag er kallaður Vesturbakkinn. (Ísraelar náðu Vesturbakkanum til sín 1967 í sex daga stríðinu) Líbanar réðust inn í norðurhluta Galíleu og Írakar fylgdu að baki þeim. Ætlunarverkið var að eyða þessari nýstofnuðu þjóð en það tókst ekki. Fyrsta vopnahléið var komið á 11. júní að undirlagi Sameinuðu Þjóðanna. Ísraelar misstu um 6.000 manns í stríðinu 1948-1949. (Snorri G. Bergsson. 1994: 38-40)
Um leið og vopnahléið gekk úr gildi gerðu Arabar árás á Ísrael en þá mættu þeir ofurefli. Ísraelmenn höfðu notað vopnahléið og sameinað og skipulagt her sinn Zahal. 1. desember var gert vopnahlé og þá skárust úr leik Transjórdanir, herir Íraka, Líbana og Sýrlendinga. Egyptar voru umkringdir af Ísraelum og þegar vopnahlé var gert 29. desember voru Ísraelar komnir nærri landamærum Egypta og var egypski herinn á undanhaldi. Eftir að Ísraelar og Egyptar gerðu með sér samkomulag um vopnahlé í febrúar 1949 þá túlkuðu
þeir samninga á tvo vegu. Ísrael leit á samninginn sem undanfari varanlegs friðar en það gerðu Egyptar ekki. (Snorri G. Bergsson. 1994:41-42)
Eftir þetta hófs mikill flótti frá Ísrael. Sumir telja að meirihluti flóttamanna hafi flúið vegna beinna eða óbeinna athafna Gyðinga. Aðrir halda því fram að leiðtogar Araba hafi hvatt þegna sína í gegnum útvarpssendingar að flýja. Þessu fólki hafa Arabalöndin umhverfis Ísrael ekki tekið á móti og láta þetta fólk þjást í flóttamannabúðum. Það er gert til að vekja samúð umheimsins á flóttafólkinu og vekja andúð á Gyðingum. Gyðingar misstu fullt af fólk úr vinnu við þetta en innflytjendur úr austri hafa fengið vinnuna í staðinn.
Gamel Abdel Nasser varð forseti í Egyptalandi árið 1954. Nánustu aðstoðarmenn hans voru Zacharia Mohieddin og Anwar al-Sadat. Egyptar voru búnir að banna Ísrael að sigla skipum sínum um Súessskurðinn og Ísraelar kvörtuðu undan því við Sameinuðu þjóðirnar. Mikil ólga var á milli þessara tveggja þjóða. 21 janúar 1955 gerði egypski herinn skyndiárás inn í Ísrael. Þeir lögðu í rúst herstöð og drápu hermennina sem voru þar. Árásum Egypta fjölgaði inn í Ísrael og þegar mest gekk á nálguðust þeir höfnina í Eilat, ísraelskt skip var tekið í Súesskurði, tveir ísraelskir ríkisborgarar voru hengdir í Egyptalandi, þá jukust hefndarárásir til muna. Árásirnar náðu hámarki þegar Ísraelar gerðu árásir á herbúðir á Gasasvæðinu 28. febrúar 1955 þegar 37 Egyptar létust. Það voru Egypskir hermenn og óbreyttir borgarar. Svipaður fjöldi særðist. Þessi árás var afdrifarík og eftir það var ekki aftur snúið. Bæði Nasser og Ben-Gurion vildu fara í stríð. 26. júlí 1956 tók Nasser Súesskurðinn eignarnámi og eignir Frakka og Breta voru gerðar upptækar. (Snorri G. Bergsson. 1994: 75-77)
7. apríl 1967 skall á stríð. Það voru mestu bardagar sem Arabar og Ísraelar höfðu háð síðan 1956. Sýrlendingar skutu á Ísraelska bændur fyrir neðan Gólanhæðir. Var því svarað með loftárás á sýrlenskar fallbyssur sem grafnar voru niður í hæðunum. Migþotur Sýrlendinga fóru á loft og þær mættu Mirageþotum Ísraela. Sýrlendingar misstu 6 þotur en Ísraelar enga. Stórveldin fullvissuðu Ísrael um að Egyptar ætluðu ekki í stríð. Þau vissu ekki betur. Nasser ætlaði í stríð og 25. maí sagði hann: Arabíska þjóðin er staðfastlega ákveðin að þurrka Ísrael út af landakortin. (Snorri G. Bergsson. 1994: 80-82)
Sex daga stríðið
4. júní var herútkall í Ísrael og jafnvel Arabar með ísraelskan ríkisborgararétt létu skrá sig í herinn. Um morguninn 5. júní gerðu Ísraelar árásir á flugvelli Egypta. Sex daga stríðið svokallaða var skollið á. Á tveimur tímum og 50 mínútum hafði Ísraelski herinn brotið niður árásamátt egypska flughersins og eyðilagt meira en 300 af 340 flugfærum herflugvélum Egypta. Þetta er einn mesti og skjótasti sigur, sem um getur. Á tæpum fjórum dögum hafði Ísraelsher brotið á bak aftur her Egypta, sem taldi um 100.000 manns. Mörg þúsund farartæki höfðu ýmist verið hertekin eða eyðilögð, þar á meðal 700 sovéskir skriðdrekar, sumir þeirra í hópi nýtískulegustu og best búnu skriðdreka sem til eru. (Snorri G. Bergsson. 1994:85)
Ráðamenn stórveldanna voru búnir að sjá yfirburði Ísraela. Nasser kenndi Bretum og Bandaríkjunum um að þeir hefðu hjálpað Ísrael og sendiherra hans bar þessar ásakanir upp í Moskvu til að reyna að draga Sovétríkin inní átökin. Sovétmenn sáu við sendiherranum að hann var að reyna að leyna eigin vanhæfni. Vopnahlé var gert 10. júní. Í fyrsta skipti í 20. ár fengu Gyðingar að koma að Grátmúrnum. Forsætisráðherra Ísrael bauð Aröbum frið með því að skila mestu af herteknu svæðunum en í staðinn yrði tilvistarréttur Ísrael viðurkenndur. Arabar höfnuðu þessu boði Ísraela. (Snorri G. Bergsson. 1994:85-86)
Þó svo að sex daga stríðinu væri lokið og búið að gera vopnahlésamning hélt Nasser uppi stöðugum skotárásum á herlið Ísraela við Súesskurðinn. Þessum árásum fylgdu hefndarárásir Ísraela. Þreytistríðið hófst 8. desember 1969. Þá lýsti Nasser yfir stríði á hendur Ísrael. Þreytistríðinu lauk 8. ágúst 1970. (Snorri G. Bergsson. 1994: 85-87)
PLO var stofnað og Yom Kippur stríðið var háð
PLO frelsissamtök Palestínu var stofnað árið 1964. Arabar sáu að það yrði að grípa til annarra aðferða en að fara í stríð við Ísrael sem hafði sýnt yfirburði í stríðsátökum til þessa. Fyrsti leiðtogi samtakanna var Ahmed Shukeiri. Hann vildi engar skæruliðaárásir heldur fara samningsleið við Ísraela og var rekinn þess vegna 1967. Yasser Arafat tók við af honum og er hann enn við völd. (Arafat lést 11.11.2004) Hann hafði verið í innsta hring fjölskyldumafíunnar, ættar Husseinis. Þar vaknaði áhugi hans á vopnaðri baráttu til frelsunar Palestínu. (Snorri G. Bergsson. 1994: 88-89)
Nasser lést 28. september 1970 og eftirmaður hans var Avwar al-Sadat. Efnahagur Egyptalands var í rúst. Miklar fjárupphæðir höfðu farið í byggingu Aswan stíflunnar og í hernað í Jemen. Einnig hlýtur að hafa tekið í pyngju Egypta allt það tjón sem þeir urðu fyrir í stríðsátökum við Ísraela. Egyptar þurftu að opna Súesskurðinn aftur fyrir eðlilegri umferð því hann hafði verið aðal tekjulind þeirra. Sadat ákvað að fara í stríð við Ísrael. Nú leyndu þeir áformum sínum í fyrsta skipti í staðinn fyrir að gefa í skyn að stríð væri yfirvofandi. Mossad ísraelska leyniþjónustan komst ekki að því að stríð stæði til fyrr en herir Araba voru kallaðir út. Hins vegar vissi leyniþjónusta Bandaríkjanna það. Þrjátíu klukkustundum áður en stríðið skall á vissi óbreyttur skjalaþýðandi það. Upplýsingarnar voru hjá yfirmanni CIA sem greinilega hafði ekki áhuga að láta Ísraela vita. Yfirmaðurinn var enginn annar en Georg Bush eldri. (Snorri G. Bergsson. 1994: 100-101)
Mossad gerði viðvart og Ísraelar voru komnir í viðbragðsstöðu. Engin árás varð og svo þegar Mossad tilkynnti í september að stríð væri yfirvofandi tóku Ísraelar ekki mark á því undir forystu Goldu Meir sem var þá forsætisráðherra. Yom Kippur stríðið skall á 6. október 1973. Yom Kippur var mesti helgidagur Gyðinga og þess vegna var stríðið kallað Yom Kippur stríðið. Arabar gerðu innrás í Ísrael. Innrásin kom Ísraelum gjörsamlega á óvart og voru Ísraelar á undanhaldi í fyrsta skipti. Sovétríkin sendu Aröbum vopn en aðstoð frá Bandaríkjunum seinkaði vegna þess að þeim var meinað að millilenda í Evrópu. Um 500 skriðdrekar Egypta réðust yfir Súesskurðinn og eyðilögðu um 100 skriðdreka Ísraelsmanna. Sýrlendingar réðust inn í þann hluta Gólanhæða sem Ísraelar höfðu hernumið 1967. Gæfan snérist Ísraelum í vil og hófu þeir gagnsókn og á örfáum dögum náðu þeir að eyðileggja fjölda skriðdreka og hundruð flugvéla. PLO sem voru í Suður-Líbanon höfðu gert árásir á fyrstu 17 dögum stríðsins. Þeir gerðu árásir á 44 þorp og borgir. Fjöldi Ísraela dóu eða særðust. Sameinuðu þjóðirnar komu á vopnahléi 25. október. (Snorri G. Bergsson. 1994: 101-103)
Eftir þetta urðu stefnubreytingar. Likud bandalag Meanchems Begins komst til valda árið 1977. Á sama tíma var Sadat að kynna nýja stefnu Egypta gagnvart Ísraelsmönnum. 19. nóvember 1977 kom hann til Ísraels í boði Begins forsætisráðherra. Leiðtogar Araba voru alls ekki ánægðir með að Sadat skyldi heimsækja Jerúsalem. (Snorri G. Bergson. 1994:106-108)
Camp David samkomulagið
Friðarfundur var haldinn í Leeds Castle í Englandi en hann bar engan árangur. Carter forseti Bandaríkjanna sendi þá utanríkisráðherra sinn Cyrus Vance til fundar við Sadat og Begin. Þeir voru boðaðir til Camp David til að ræða málefni Miðausturlanda. Sá fundur bar ekki árangur og ákvað Carter að gefinni reynslu að aðskilja leiðtogana og semja við þá í sitthvoru lagi. Eftir það var fundað með Ísraelum sér og Egyptum sér. Camp David samningurinn var undirritaður 26. mars 1976. Margar Arabaþjóðir sýndu hörð viðbrögð gagnvart Camp David samningnum. Arababandalagið hélt fund í Bagdad. Egyptar og ríki sem studdu Sadat, Óman og Súdan voru ekki boðuð á fundinn. Fundurinn ályktaði samhljóða: Ríkisstjórn Egyptalands hefur forsmáð réttindi arabísku þjóðarinnar... Hún hefur einnig sagt sig úr því hlutverki að frelsa hernumið arabískt land, sérstaklega Jerúsalem. (Snorri G. Bergsson. 1994: 108-111)
Refsiaðgerðir voru harðar við Egypta. Þeim var vikið úr ráðinu, sendiherrar kallaðir frá Kairó og stjórnmálasambandi var slitið, fyrirgreiðslur og hjálp við Egypta var hætt, bann lagt við efnahagsaðstoð við Egypta, samskipti við egypskar stofnanir voru stöðvaðar, stofnanir fluttar frá Egyptalandi, Arabaþjóðum var bannað að selja Egyptum olíu, viðskiptabann á egypsk fyrirtæki. Þetta var bara hluti af reglugerðum sem voru gerðar gegn Egyptum. Eftir að Bagdad fundinum lauk var farið að framfylgja samningnum. Sameiginlegir bankar Araba voru lokaðir í Egyptalandi, Kuveit tók út rúmlega eins milljarðs dollara innistæðu sína í egypska ríkisbankanum. Arabísk vopnaverksmiðja var flutt úr landi og þá misstu 15.000 þúsund manns vinnuna. Sadat reyndi að frelsa Austur-Jerúsalem undan Gyðingum svo hann var ekki heill gagnvart Ísrael. Sadat var líflátinn vegna Camp David samningsins. (Snorri G. Bergsson. 1994: 111-113)
7. júní 1981 gerðu orrustuþotur Ísraela árás á Osirak sem var kjarnakljúfur Íraka nærri Bagdad. Tilgangur árásarinnar var að tefja fyrir framleiðslu kjarnorkuvopna. Haldið var að Írakar hefðu verið komnir á lokastig í framleiðslu þeirra. Saddam Hussein forseti Íraks gagnrýndi Ísraela lítið en flestar þjóðir fordæmdu árásina. Khaddafi forseti Líbíu var eini leiðtogi Araba sem hvatti til hefndaraðgerða. (Snorri G. Bergsson. 1994:114)
Í Líbanon var aðalbækistöð PLO á áttunda áratugnum. Þaðan voru gerðar stöðugar árásir á Ísrael. Háðu PLO og Ísraelar oft stríð og árið 1978 réðist Ísraelsher inní Suður-Líbanon og náðu að stöðva árásir PLO. Árið 1980 gerðu Ísraelsher aftur árás á stöðvar PLO og flæmdu þá norður á bóginn. En PLO sneri aftur og 6. júní 1982 gerðu Ísraelar aftur árás á stöðvar PLO. Líbanon hafði gefið leyfi fyrir árásinni til að uppræta PLO. Ísraelar og Sýrlendingar lentu þá í stríði í Bekaadalnum. Það tók ekki langan tíma að vinna Sýrlendinga og vopnahlé var samið 11. júní. (Snorri G. Bergsson. 1994:116)
Oft hafa Arabar sjálfir háð stríð gegn hvor öðrum. 16. desember 1982 var skotið á ísraelskan hermann í flóttamannabúðum Sabra og Shatilla. Kristnir falangistar fóru inní búðirnar til að ná byssumönnum. 460 manns féllu í árásinni þar af 35 konur og börn. Þetta voru ekki bara Palestínuarabar sem féllu, einnig skæruliðar frá Íran, Alsír, Líbanon og Pakistan. (Snorri G. Bergsson. 1994:117)
Þegar Mikhail Gorbachev komst til valda í Sovétríkjunum árið 1985 jókst Gyðingastraumurinn frá Sovétríkjunum. Á árunum 1990-1991 fluttu 370.000 þúsund Gyðingar frá Sovétríkjunum til Ísraels. Margt af þessu fólk var vel menntað og þótti fengur að fá það fólk til Ísraels. 15. mars 1990 hótuðu Islamic Jihad samtökin að ráðast á þær flugvélar sem flyttu Gyðinga til Ísrael. 7 desember 1987 létust fjórir Palestínuarabar í umferðarslysi á Gasasvæðinu. Þeir höfðu orðið fyrir leigubíl Gyðings. Arabar voru með það á hreinu að þetta hafi verið skipulögð árás. Íbúar á Gasasvæðinu trylltust og höfðu uppi hávær mótmæli. 10 desember höfðu mótmælin náð að breiðast til Vesturbakkans og Intifata varð til. Fljótlega eftir það voru samskonar samtök stofnuð. Það var Hamas. Stofnskrá þeirra byrjaði með versum úr Kóraninum þar sem ráðist var á Gyðinga fyrir að vilja ekki vera múslimar. Skráin innihelt um 40 síður og innihaldið var hatramar yfirlýsingar í garð Gyðinga. Eitt af vopnum Intifata voru allsherjar verkföll. Mörg skjöl hafa líka fundist þar sem PLO hafa notað svipaðar aðgerðir og Intifata. Þessir aðilar nota unglinga óspart til hryðjuverka. Þau eru þjálfuð í vopnaburði. (Snorri G. Bergsson. 1994: 125-128)
Á þjóðarþingi PLO sem var haldið í Alsír árið 1988, var samþykkt að farið væri eftir samþykkt Sameinuðu þjóðanna grein nr. 242. Þeir ætluðu að viðurkenna sjálfstæði Ísrael. En þetta var í rauninni blekking því þeir ætluðu alls ekki að taka út úr sinni stjórnarskrá að afmá Ísrael út af landakortinu.
Laufskálahátíðin og Óslóarsamningur
8. október 1990 voru mikil hátíðarhöld í Ísrael. Laufskálahátíðin er alltaf haldin á þessum tíma. Mikill fjöldi manns höfðu komið saman við Grátmúrinn. Gróusögur gengu á milli Araba um að Ísraelar væru að leggja hornstein að nýju musteri Gyðinga við Al-Aksa Moskuna. Fjöldi Arabar þustu til Musterishæðarinnar sem er fyrir ofan Grátmúrinn og byrjuðu að grýta fyrirbiðjendur við múrinn og einnig lögreglumennina sem voru Arabar og Drúsar. Þeir svöruðu þessu grjótkasti með gúmmíkúlum og táragasi. Kalla þurfti út landamæralögregluna til aðstoðar. 21 Arabi féll og á annað hundrað særðust ásamt fjölda Gyðinga og erlendra ferðamanna. 5. október voru tilbiðjendur í Al-Aksa moskunni beðnir að koma á mánudag 8. október til að verja musterishæðina. Borgarstjórinn í Jerúsalem Teddy Kollek var búinn að dreifa bæklingum á meðal Araba í borginni og segja þeim að Ísraelsstjórn ætlaði ekki að hrófla við helgistað múslima á Musterishæðinni. Borgarstjórinn reyndi að bæla niður gróusögurnar en án árangurs. Aðgerðir lögreglunnar voru fordæmdar víða um heim og Ísraelsmönnum var kennt um þetta allt. (Snorri G. Bergsson. 1994:132-134)
Árið 1991 gerði Írak árás á Ísrael. Þeir skutu 39 Schud-flugskeytum á Tel Aviv. Mörg hús skemmdust en sem betur fer dó aðeins einn maður.
Fram til 1993 vildu Palestínumenn alls ekki viðurkenna tilvist Ísrael og Ísraelar vildu ekki heldur semja við Yasser Arafat. Í upphafi tíunda áratugarins hófust leynilegar samningaviðræður milli þessara aðila í Noregi og víðar sem náðu hámarki með hinu fræga handabandi Arafats og Yitzaks Rabin forsætisráðherra Ísraels eftir að þeir undirrituðu Oslóarsáttmála við Hvíta húsið árið 1993. Þessu handabandi tveggja fjandmanna var fagnað víða í hinum vestræna heimi sem upphaf að eðlilegum og friðsælum samskiptum. Margir Palestínumenn urðu reiðir og Ísraelar sérstaklega strangtrúaðir Gyðingar voru óánægðir með samninginn. Þeir töldu að Yitzhak Rabin hafi svikið málstað Ísraela. Andstæðingur forsætisráherrans Yigal Amir sem er Gyðingur skaut hann til bana 4. nóvember 1995. (Stjórnmálafræði. Vefsíða)
Í kjölfarið hægðist á friðarferlinu og Hamas sem voru líka á móti sáttmálanum framkvæmdu mikil voðaverk gegn Ísrael. Benjamin Netanyahu varð forsætisráherra. Hann sýndi það ljóst og leynt að hann var ekki samþykkur sáttmálanum og hægði á framkvæmd sáttmálans. Í hans valdatíð hófst bygging margra landnemabyggðir. Það stuðlaði að miklum ófriði. (Stjórnmálafræði. Vefsíða)
Enud Barak náði kjöri árið 1999. Hann vildi feta í fótspor Yitzhak Rabin og hefja aftur samninga sem stuðluðu að friði. Þeir Arafat hittust í Camp David sumarið 2000 en þeir komust ekki að samkomulagi um framtíðarskipan svæðisins. Um haustið varð Ariel Sharon forsætisráðherra sem er harðlínumaður. Þá hófust miklir bardagar sérstaklega eftir að hann heimsótti hina helgu staði í Jerúsalem. Eftir það hefur verið mikill ófriður. Sjálfsmorðsárásir Araba eru viðurstyggilegar og hefndarárásir Ísraela líka. Sjónarmið þeirra eru svo ólík og munu verða það áfram. Palestínumenn segja að þeir séu hernumin þjóð og séu undirokaðir af Ísraelsmönnum. Ísraelar telja sig eiga sögulegar rætur til þessa lands. Báðir halda því fram að þeir eigi tilkall til Landsins helga. Jerúsalem hefur aldrei verið höfuðborg annars ríkis en Ísrael. Í hópi beggja eru öfgahópar sem eru mjög þröngsýnir og berjast af öllu afli að eðlileg samskipti geti orðið meðal þeirra. (Stjórnmálafræði. Vefsíða)
Lokaorð
Ég trúi því að það muni aldrei vera samið um frið í Ísrael fyrr en á síðustu tímum. En það er blekking sem ég segi frá á eftir. Í dag hafa Ísraelar yfirburði gagnvart andstæðingum sínum. Þeir hafa sigrað öll þau stríð sem hafa verið háð frá því Ísrael var stofnað. Við sjáum hvernig Arabar hafa þess vegna breytt aðferðum sínum úr stríðsbardögum yfir í sjálfsmorðsárásir. Sjálfsmorðsárásirnar eru skelfilegar. Fólk fer á staði þar sem margmennt er með sprengju á sér og drepur sjálft sig og aðra. Þetta fólk er heilaþvegið af mönnum eins og Arafat sem er knúinn áfram af hinum illa. Ísraelar hafa líka gert skelfilegar hefndarárásir. Þeir byggðu múr til að hindra að fólk sem er tilbúið að framkvæma sjálfsmorðsárásir komist inn í Ísrael. Fyrir þetta hafa þeir mætt andúð um heim allan sem mér finnst ósanngjarnt. Það þarf að koma fram að meirihluti Gyðingar eru ekki kristnir frekar en Arabar. Sem betur fer eru samt margir Gyðingar og Palestínumenn kristnir.
Ég trúi því að baráttan þarna sé á milli góðs og ills. Guð gaf Abraham þetta land. Ísak var sonur fyrirheitanna en ekki Ísmael sem er forfaðir Araba. Ísraelsríki er útvalið af Guði. Það sættir hinn illi sig ekki við og knýr Arabana til illra verka. Einn af spádómum Biblíunnar er að Gyðingar flytji heim. Þannig að stofnun Ísraelsríki er alls ekki tilviljun heldur vilji Guðs. Og þeir sem berjast á móti vilja Guðs eru ekki öfundsverðir.
Bretarnir stóðu sig illa gagnvart Gyðingum. Þeir sviku gefin loforð. Þeir hafa þurft að gjalda þess. Þeir eru ekki lengur heimsveldi. Þannig verður það líka með Bandaríkin þegar þeir snúast gegn Ísrael, útvöldu þjóð Guðs þá missa þeir þann sess sem þeir hafa í dag. Í Biblíunni er talað um að allar þjóðir snúist gegn Ísrael á síðustu tímum. (Biblían: Op.16.14)
Rómverjar og Gyðingar krossfestu Jesú Krist. Ítalir voru á síðustu öld í bandalagi með Þýskalandi. Þessar þjóðir ásamt mörgum fleirum hafa stofnað bandalag sem heitir Evrópubandalagið. Það grundvallast á Rómarsáttmálanum 1948. Er þetta það ríki sem rís upp á síðustu tímum? (Þetta bandalag minnir á Rómaveldi til forna). En á síðustu tímum mun Rómarríki koma fram. Það er einn af spádómum Biblíunnar um síðustu tíma. Mikill foringi kemur fram og gerir samninga við Ísraela? Það er líka einn af spádómum Biblíunnar. Foringinn verður Anti-Kristur og er sonur Satans. Anti-Kristur er Gyðingur eins og Jesús var. Þetta er látið líta út alveg eins. Þannig tekst Satan og Anti-Krist að blekkja alla. Ísraelar blekkjast og halda að Messías sjálfur sé kominn sem þeir eru enn að bíða eftir. Þeir komast svo að því að þeir hafi verið blekktir en þá verður það orðið of seint. Þriðja heimsstyrjöldin brýst út og það verður ráðist á Ísrael. Hvaðan kemur þessi her? Getur verið að hluti af þessum her komi frá Kína. Í Kína er stúlkufóstrum eytt. Er verið að framleiða þarna her sem berst við Ísrael á síðustu tímum?
Þriðja heimstyrjöldin stöðvast ekki fyrr en Jesús Kristu kemur á skýjum himins. Í kafla 14 í Sakaría er spádómur um þegar Jesús kemur á skýjum himins: Kaflinn heitir: Á efsta degi. Sjá, sá dagur kemur frá Drottni, að herfangi þínu verður skipt mitt í sjálfri þér. Og ég mun safna öllum þjóðunum til hernaðar móti Jerúsalem, og borgin mun verða tekin, húsin rænd og konurnar smánaðar. Helmingur borgarmanna mun verða herleiddir, en hinn lýðurinn mun ekki upprættur verða úr borginni. Og Drottinn mun út fara og berjast við þessar þjóðir, eins og þegar hann barðist forðum á orrustudeginum. Fætur hans munu á þeim degi standa á Olíufjallinu, sem er austanvert við Jerúsalem, og Olíufjallið mun klofna um þvert frá austri til vestur, og þar mun verða geysivíður dalur, því annar hluti fjallsins mun undan síga til norðurs en hinn til suðurs. En þér munuð flýja í fjalladal minn, því að fjalladalurinn nær til Asal. Og þér munuð flýja, eins og þér flýðuð undan jarðskjálftanum á dögum Ússía Júdakonungs. En Drottinn, Guð minn mun koma og allir heilagir með honum. (Biblían: Sak. 14:1-5)
Þegar ég les um sögu Ísraels eftir stofnun þess sé ég að í flestum tilviku hafa þeir ekki átt frumkvæðið að hefja stríð við nágranna sína. En að sjálfsögðu verja þeir sig. Ég er mjög ósátt við fréttaflutning á Íslandi um Ísrael og Araba. Myndir birtast af grátandi börnum Araba. Foreldrar þeirra hafa látið lífið t.d. í sjálfsmorðsárás en hvað um allt hitt fólkið sem dó í sömu árás. Þetta fólk gat verið Gyðingar, Arabar eða fólk frá öðrum þjóðum. Hvað með fjölskyldur þeirra. Skiptir það ekki máli? Þegar sjálfsmorðsárás er gerð getur sá sem framkvæmir þennan voðaverknað ekkert verið viss um að þarna séu eintómir Gyðingar heldur líka Arabar bræður og systur þess sem framkvæmdi voðaverkið.
Fyrir skömmu heyrði ég í útvarpinu að Arabar hafi verið að kasta grjóti á fólk sem var við Grátmúrinn. Lögreglan var fordæmd fyrir að hafa brugðist harkalega við. Værum við sátt ef við værum við múrinn og yrðum fyrir grjótkast? Ekki ég. Værum við sátt ef enginn reyndi að vernda okkur frá illmennum? Ekki ég.
Það er margt efni sem ég hef ekki getað talað um og vil ég benda á slóðina: http://www.Zion.is Þar er hægt að lesa nýjustu fréttir frá Ísrael. Þar getum við lesið um að Sheik Yassin hafi verið drepinn af Ísraelsmönnum. Þessi maður hvatti fólk til að drepa Gyðinga. Einnig ef farið er í gluggann um Ísrael þar er hægt að sjá kort og myndir. Á forsíðunni er líka gluggi sem heitir: Sannleikurinn um Palestínu. Þar er hægt að lesa um Arafat og hans hræðilegu fortíð. (Arafat lést 11.11.2004)
Heimildir
Biblían. Heilög ritning. Gamla testamenntið og Nýja testamenntið. 1981. Hið íslenska Biblíufélag, Reykjavík.
Snorri Bergsson. 1994. Heilagt stríð um Palestínu. AX forlagið Kópavogi.
Ulf Ekman. 1997. Ísrael Gyðingar þjóð framtíðarinnar. Bókaforlagið Vakning Reykjavík.
Stjórnmálafræði: Af hverju geta Ísraelar og Palestínumenn ekki lifað saman í sátt og samlyndi. Vefsíða. http://visindavefur.hi.is.
Trúmál og siðferði | Breytt 16.3.2008 kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (82)
25.2.2008 | 13:17
Kristnitakan á Íslandi
Kristnitakan á Íslandi
Norrænir menn kynntust kristni í víkingaferðum t.d. á Bretlandseyjum. Á Norðurlöndum reis trúboðsalda á 10. 11. öld og náði til Íslands á 10 öld.
Nokkrir trúboðar lögðu leið sína til Íslands. Fyrstir voru Þorvaldur Koðránsson og Friðrekur biskup frá Saxlandi í Þýskalandi. Ólafur Tryggvason sendi Stefni Þorgilsson hingað til lands og síðar Þangbrand Vilbasússon.
Hallur Þorsteinsson frá Þvottá í Álftafirði, Gissur hvíti Teitsson af Mosfellingaætt og Hjalti Skeggjason úr Þjórsárdal voru með þeim fyrstu sem tóku trú og létu skírast.
Gissur hvíti og Hjalti fóru til Noregs til að hitta Ólaf konung Tryggvason. Hittu þeir konung reiðan. Hafði Þangbrandur þá borið Íslendingum illa söguna.
Konungur var með hótanir og tók fjóra gísla. Gissur og Hjalti lofuðu að reyna að kristna Íslendinga.
Gissur og Hjalti fóru á Alþingi og boðuðu kristna trú. Varð uppi fótur og fit. Þorgeir Ljósvetningagoði var fenginn til að fella úrskurð.
Mikil pressa var á Íslendingum vegna gíslatökunnar. Viðskipasambönd við útlönd voru í hættu.
Fyrir kristnitökuna var ásatrú
Norrænir menn kynntust kristni í víkingaferðum t.d. á Bretlandseyjum. Á Norðurlöndum reis trúboðsalda á 10.-11. öld. Trúboðsaldan náði til Íslands á 10. öld.
Árið 1000 gerðist stórmerkilegur atburður á Íslandi. Íslendingar tóku kristna trú. Áður var ásatrúin ríkjandi hér allt frá landnámi. Ásatrúin er einnig nefnd heiðinn siður. Ásatrúin á sér langa sögu og er hægt að rekja söguna aftur til Grikkja og Rómverja og jafnvel enn lengra.
Ásatrúarmenn áttu mörg átrúnaðargoð s.s. Óðin, Þór, Frey, Tý, Baldur, Njörð, Frigg og Freyju.
Hátíðir Ásatrúarmanna voru blót og blótveislur. Menn tilbáðu goð sín, það var kallað að blóta goðin. Ásatrúarmenn dýrkuðu goð sín í hofum og hörgum. Það er heiðið vé, blóthús eða blótstallur.
Goðaveldið. Valdamestu menn landsins voru goðar. Goðarnir voru fyrst 36 og síðar 39. Goðarnir áttu sæti í Lögréttu og voru með öll völd þar, þangað til að biskup tók sæti í Lögréttu. Til viðbótar við goðana 36/39 voru 9 menn með goðavöld á Alþingi. Það var gert til að hafa jafn marga goða úr öllum landsfjórðungum. (Árni Hermannsson o.fl.2000:100)
Af þessum 36 goðorðum voru tvö í Vopnafirði. Það voru goðorð Hofverja og Krossvíkingagoðorð. Á sama tíma var bara eitt goðorð í Reykjavík. Þrjú goðorð bættust við 965 og eitt af þeim var Ljósvetningagoðorð. Þar var Þorgeir Þorkelsson goði og eftir að hann gerðist kristinn henti hann öllum goðalíkneskjum í Goðafoss í Skjálfandafljót. (Árni Daníel Júlíusson o.fl.1991:59)
Þegar kristnitakan átti sér stað voru goðarnir valdamestir og koma þeir mikið við sögu. Það voru Hallur Þorsteinsson úr Álftafirði, Gissur hvíti Teitsson úr Haukadal og Þorgeir Þorkelsson frá Ljósavatni.
Fyrstu trúboðarnir
Þorvaldur hinn víðförli Koðránsson frá Stóru-Giljá í Húnaþingi kynntist kristinni trú í Saxlandi í Þýskalandi og tók þar skírn. Friðrekur biskup á Saxlandi skírði Þorvald. Friðreks er ekki getið í heimildum erlendis. Hann hefur því aðeins verið trúboðsbiskup. Þorvaldur bað Friðrek að koma með sér til Íslands til að skíra frændur sína. Þeir dvöldu á Íslandi 981-986. Þorvaldur og Friðrekur dvöldu á Stóru-Giljá og svo á Lækjarmóti í Víðidal. Þorvaldi og Friðrek varð svolítið ágengt með kristniboðið á Norðurlandi. Frændgarður Þorvalds tók skírn.
Friðrekur og Þorvaldur boðuðu Koðráni föður Þorvaldar kristna trú. Koðrán var bundinn af trú sinni á verndarvætti. Verndarvætturinn bjó í steini rétt hjá Giljá og vakti hann yfir fé Koðráns og varaði hann við aðsteðjandi hættum. Koðrán hreifst af helgihaldi sonar síns og þeir feðgar gerðu með sér samkomulag að Koðrán skyldi gerast kristinn ef Friðrekur myndi hrekja vættinn á brott. Daginn eftir vígði biskup vatn. Hann fór með bæn og sálmasöng. Síðan dreifði hann vatninu umhverfis steininn og hellti yfir steininn helgu vatni. Koðrán dreymdi nóttina eftir að spámaður sinn kæmi til sín og talaði við hann. Var hann dapur að sjá og hræddur. Hann var ósáttur við gesti Koðráns og vildi meina að þeir væru með svik við Koðrán. Lýsti hann því að þegar Friðrekur hafði hellt vatninu yfir bústað hans þá hefðu börn hans ekki þolað það og þau brennst. Biskup þurfti í þrjá daga að vera með yfirsöng yfir steininum til að reka vættinn á brott. Það tókst að afhjúpa illt eðli vættarinnar. Koðrán, Járngerður kona hans og allt heimilisfólkið á Giljá tóku kristna trú nema Ormi bróðir Þorvaldar. (Hjalti Hugason o.fl. 2000:123-161)
Heiðnir menn fóru að yrkja níð um Þorvald og Friðrek. Hefir börn borið biskup níu, þeirra er allra Þorvaldur faðir. (Sigurður Líndal.1974:231-236) Með þessu var verið að gefa í skyn að biskup væri kynvilltur. Vegna þessa drap Þorvaldur tvo menn. Fannst Friðrek ganga hægt hjá Þorvaldi að læra fyrirgefningarboðskap kristninnar. Þeir yfirgáfu landið skömmu síðar. (Gunnar Karlsson.1989:75-76)
Þorkell krafla á Hofi í Vatnsdal og Eyjólfur Valgerðarson á Möðruvöllum í Eyjafirði létu prímsignast. (Jón Jóhannesson.1956:152-153). Að prímsignast, það var fyrsta blessun, krossmark var gert yfir þeim og þeir voru afdjöflaðir. Eftir að þeir létu prímsignast máttu þeir ekki lengur taka þátt í opinberum blótum og mökum við myrkravöldin. Þá máttu þeir hafa samskipti við kristna menn. Margir létu prímsignast og margir gerðu það í hagnaðarskyni. (Árni Daníel Júlíusson o.fl. 1991:64)
Ólafur Tryggvason sendi hingað mann sem var af íslensku bergi brotinn Stefni Þorgilsson. Stefnir var afkomandi Helga bjólu, hins kristna landnámsmanns á Kjalarnesi.(Sigurður Líndal.1974:236-237) Talið er að hann hafi dvalist hér 995-996.
(Hjalti Hugason o.fl.2000:123-161). Honum varð ekki ágengt og tók þá að meiða hof og hörga og brjóta skurðgoð.(Gunnar Karlsson o.fl. 1989:76) Hann var dæmdur sekur fyrir gjörðir sínar og fór hann alfarinn frá Íslandi. Einnig er Stefnir sagður afkomandi Bjarna bunu. (Hjalti Hugason o.fl. 2000:123-161)
Ólafur Tryggvason lét ekki deigan síga og sendi hingað þýskan prest sem hét Þangbrandur. Skip Þangbrands kom inn Berufjörð og inn að Gautavík. Bændur sem bjuggu í Berunesi bönnuðu mönnum að eiga kaup við Þangbrand. Hallur Þorsteinsson (Síðu-Hallur) sem bjó á Þvottá í Álftafirði frétti um afdrif Þangbrands og bauð honum að dvelja hjá sér. Síðu-Hallur og öll hans hjú tóku skírn. Talið er að skírnin hafi verið framkvæmd í ánni Þvottá í Álftafirði. (Kristnitakan.Vefsíða). (Heimildir eru í Kristni á Íslandi 1. bls.138 að Þangbrandur hafi fyrst tekið land í Hamarsfirði).
Margir höfðingjar létu skírast þ.á. m. voru þeir Gissur hvíti Teitsson, Ketilbjarnarsonar landnámsmanns frá Mosfelli í Grímsnesi í Árnessýslu og tengdasonur hans Hjalti Skeggjason úr Þjórsárdal. (Gizur þannig var nafn hans skrifað. Ketilbjörn var Ketilsson).
Bæði Þangbrandur og Stefnir boðuðu kristna trú með Biblíuna í annarri hendi og sverðið í hinni. (Árni Hermannsson o.fl.2000:111)
Þangbrandur boðaði trú á Suðausturlandi, Suðurlandi og hann fór alla leið yfir á Barðaströnd. Þangbrandur þurfti að yfirgefa Ísland sumarið 999 (eða 998) eftir að hafa vegið tvo eða þrjá menn. (Árni Hermannsson o.fl.2000:111) Skrifað er um Þangbrand í Heimskringlu að hann hafi verið vígamaður og ofstopamaður en vaskur maður og góður klerkur.
Gissur hvíti Teitsson og Hjalti Skeggjason
Gissur hvíti var af ríkri og valdamikilli ætt og var goðorðsmaður í Mosfellingagoðorði í Grímsnesi í Árnessýslu. (Kristnitakan á Íslandi. Vefsíða) Gissur hvíti og Hjalti voru með þeim fyrstu sem tóku kristna trú og létu skírast. Hjalti var dæmdur fjörbaugsmaður. Þann dóm fékk hann fyrir að hafa líkt Freyju við tík í kviðlingi. Vil ég eigi goð geyja; grey þykir mér Freyja (Sigurður Líndal.1974:239-247) Dómurinn var þriggja ára útlegð frá Íslandi. Gissur hvíti og Hjalti fóru á fund Ólafs konungs Tryggvasonar. Dvöldu þeir einn vetur í Noregi. Ágiskanir eru um að Gissur hvíti hafi verið fulltrúi kristinna manna er átti að tryggja áframhaldandi stuðning konungs við kristni á Íslandi.(Hjalti Hugason o.fl. 2000:83-121). Gissur hvíti og Ólafur konungur voru náskyldir. Þeir voru þreminningar. (Jón Jóhannesson.1956:159)
Þegar þeir hittu konung, þá komust þeir að því að Þangbrandur hafði sagt konungi ýmisleg miður úr för sinni til Íslands. Þangbrandur sagði að Íslendingar hefðu ort níð um hann og sumir hafi viljað drepa hann. (Kristnitakan á Íslandi. Vefsíða.) Konungur brást reiður við og var með hótanir við Gissur hvíta og Hjalta. Hann ætlaði að láta meiða eða drepa Íslendinga í Noregi. (Árni Hermannsson o.fl. 2000:111.)
Ólafur konungur tók fjóra gísla: Kjartan son Ólafs pá í Hjarðarholti; Sverting son Runólfs goða í Dal; Halldór son Guðmundar ríka á Möðruvöllum og Kolbein Þórðarson bróður Brennu-Flosa á Svínafelli. (Jón Jóhannesson.1956:159-160). Þetta voru allt synir höfðingja og var þetta gert til að pressa á Íslendinga að gerast kristnir.
Gissur hvíti og Hjalti voru í mjög slæmri stöðu en þeir lofuðu konungi að fara til Íslands og beita sér fyrir kristnun á Íslandi. Ólafur konungur lét þá fá mikið fé til að vingast við höfðingja á Íslandi. (Kristnitakan á Íslandi. Vefsíða.)
Boðuð kristin trú á Alþingi
Sumarið eftir héldu Gissur hvíti og Hjalti heim á leið. Með þeim í för var prestur sem hét Þormóður. Þegar þeir voru við Dyrhólaós var Flosi Þórðarson á leið til Alþingis. Hann reið yfir Arnarstakksheiði. Flosi fékk fréttir um gíslatökuna frá mönnum sem höfðu róið út í ósinn til þeirra Gissurar hvíta og Hjalta. Fréttirnar um gíslatökuna fór svo Flosi með á Alþingi. Einn af gíslunum var bróðir Flosa. (Jón Hefill Aðalsteinsson. 1971:73)
Gissur hvíti og Hjalti komu til Vestmannaeyja. Þá voru liðnar 10 vikur af sumri og þennan dag áttu menn að ríða til Alþingis. Héldu þeir strax frá Vestmannaeyjum yfir til fastalandsins. Þeir héldu til Þingvalla en komu fyrst við í Laugardal. Þar gerðu þeir með sér samkomulag að Hjalti yrði eftir ásamt tólf manns því hann hafði ekki tekið út sinn dóm. Þegar Gissur og hans menn voru komnir að Vellankötlu við Þingvallavatn sendu þeir boð til allra sem ætluðu að fylgja þeim að málum og báðu þá að koma til móts við sig. Þeir höfðu frétt að andstæðingar þeirra vildu verja þeim þingvöllinn (Gunnar Karlsson o.fl.1989:78) Frændur og vinir komu til móts við þá. En áður en Gissur hvíti og fylgdarmenn hans riðu inn á þingstaðinn slóst Hjalti í för með þeim. Hann tók þar mikla áhættu því hann hafði ekki tekið út sinn dóm. Hefur örugglega ríkt ófriðarástand að Hjalti skyldi koma til þings en hafði bara afplánað eitt ár af þremur.
Gissur og Hjalti gengu til Lögbergs og báru upp erindi sín. Þeir boðuðu kristna trú. Varð uppi fótur og fit. Heiðnir menn og kristnir sögðu sig úr lögum hverjir við aðra. Leit út fyrir að litla Ísland yrði tvö ríki. Athugulir menn og varfærir sáu að við svo búið mátti ekki standa (Árni Hermannsson o.fl. 2000:111)
Á meðan á þessu stóð kom maður hlaupandi og sagði að jarðeldur væri byrjaður í Ölfusi og að hann stefndi á bæ Þórodds goða. Heiðnir menn sögðu Eigi er undur í að guðin reiðist tölum slíkum Snorri goði að Helgarfelli mælti þá. Um hvað reiddust goðin þá, er hér brann hraunið , er nú stöndum vér á. (Hjalti Hugason o.fl. 2000:83-121)
Var Hallur Þorsteinsson goði úr Álftafirði, sem var foringi kristna flokksins, fenginn til að segja upp lög er fylgja skyldu kristni. Hallur leystist undan því og fékk hann Þorgeir Þorkelsson Ljósvetningagoði og lögsögumann um að fella úrskurð í þessu máli. Þorgeir var þá ennþá heiðinn.
Þorgeir Þorkelsson frá Ljósavatni
Þorgeir Þorkelsson goði frá Ljósavatni gekk til búðar sinnar eftir að hann hafði tekið við flóknu hlutverki að vera lögsögumaður tveggja ólíkra fylkinga. Sagt er að hann hafi lagst undir feld. Lá hann þar til næsta morguns án þess að mæla orð. Morguninn eftir var hann tilbúinn að ljúka því verki sem honum var falið og sagði mönnum að ganga til Lögbergs.
Þorgeir flutti ræðu á Alþingi. Það er örugglega ein örlagaríkasta ræða sem haldin hefur verið á Íslandi. Þorgeir talaði um að það væri hættulegt að hafa ekki bara ein lög. Hann talaði um að ef þeir myndu slíta í sundur lögin að þá myndu þeir einnig slíta og friðinn. Hann sagði að allir skyldu hafa ein lög, þau sem hann myndi ákveða. Þegar menn höfðu játast undir þessa skuldbindingu, þá kvað hann upp úr: að allir menn skyldi kristnir vera og skírn taka. (Sigurður Líndal.1974:239-247) Til að milda ákvörðun sína ákvað Þorgeir að heiðnir menn mættu gera þrennt sem þeir hefðu gert áður: Að bera út börn, éta hrossakjöt og blóta heiðin goð á laun. Fáeinum vetrum síðar var þessi heiðni afnumin. (Gunnar Karlsson o.fl. 1989:79)
Boðskapur í ræðu Þorgeirs felst m.a í því að farsæl mannvist í landinu fái ekki staðist nema allir íbúar þess lifi í sama samfélagi. Þess vegna taldi Þorgeir að allir yrðu að játa sömu trú. Ef það væru tveir siðir í landinu væri allsherjarsamfélagið úr sögunni. Þá myndi ríkja ófriður, glundroði og óregla. (Hjalti Hugason o.fl.2000:83-121). Lögtaka kristninnar á Alþingi er einn af stærstu og merkustu atburðum í sögu þjóðarinnar. Ríkinu var bjargað frá ófriði og klofningi. Hér á landi var kristnitakan samþykkt á löggjafarþingi. Út um víða veröld þurfti oft langan tíma til að koma á kristni og þurfti oft að beita valdi. (Jón Jóhannesson.1956:163-164) Ef til átaka hefði komið, hefðu við kannski misst sjálfstæðið til Noregskonungs. Á þessum tíma vorum við í miklum viðskiptum við Noreg og því lífsnauðsynlegt að halda friðinn við ofureflið Ólaf Tryggvason.
Eftir kristnitökuna
Eftir kristnitökuna höfðu erlendir trúboðsbiskupar eftirlit með kristnihaldi. Eftir að landsmenn tóku upp kristna trú vantaði kirkjur, presta og biskupa. (Gunnar Karlsson o.fl.1989:85). Gissur hvíti lét reisa kirkju í Skálholti á eignarjörð sinni.
Árið 1050 fannst landsmönnum tími til kominn að stofna biskupsstól. Ísleifur Gissurarson hins hvíta var kosinn fyrsti biskup landsins. Ísleifur hafði stundað nám í Þýskalandi. Var hann talin fyrsti Íslendingurinn sem fór til náms erlendis. Hann fór utan á fund páfa sem sendi hann til Aðalberts erkibiskups í Brimum. Þar var hann vígður 1056. (Íslenska Alfræðiorðabókin H-O 1990:175). Ísleifur var fimmtugur þegar hann varð biskup. Hann sat í Skálholti og stofnaði skóla fyrir tilvonandi presta. Oft reyndi á Ísleif því kristnin og siðferðið var nýtt fyrir fólki. Hann var biskup í 24 ár og lést í Skálholti 1082.
Gissur Ísleifsson stundaði nám í Saxlandi. Hann vígðist til prests og bjó á Hofi í Vopnafirði. Hann fór nokkrum sinnum til útlanda og m.a. til Rómar.Hann var kosinn biskup 1081 og var vígður biskup í Magdeburg 1082. (Íslenska Alfræðiorðabókin A-G 1990:511) Gissur tók við af föður sínum 1082 en með einu skilyrði þó. Hann fór fram á það við landsmenn að þeir gæfu honum fyrirheit um að vera eftirgefanlegri við hann en þeir voru við föður hans.
Gissur var skörungur mikill og embættisfærslur allar vann hann að af dugnaði. Hann kom því til leiðar að Skálholt yrði biskupssetur. (Árni Hermannsson o.fl.2000:113) Kirkjulegur skattur , tíund var lögfest á meðan Gissur Ísleifsson var biskup. Fyrirmyndin var komin erlendis frá. (Hjalti Hugason o.fl. 2000:201) Tíundin var 1% eignarskattur og skiptist hún í fjóra hluta á milli biskups, presta, kirkna og fátækra. Á Norðurlöndunum sá kirkjan um að útdeila tíund til fátækra en hér á landi sáu hrepparnir um það. Á biskupsárum Gissurar fóru Norðlendingar fram á að biskupsstóll yrði stofnaður í þeirra fjórðungi.
Biskupsstóll var stofnaður á Hólum í Hjaltadal og var Jón Ögmundsson fyrsti biskupinn. Hann var í skóla hjá Ísleifi Gissurarsyni. Hann var vígður 1106. Jón stofnaði dómsskóla á Hólum og lét reisa skólahús.Hann fékk erlenda kennara til skólans. Jón var mjög stjórnsamur og efldi grundvöll kristninnar. Hann beitti sér fyrir afnámi leifa úr heiðni eins og að vikudagarnir bæru nöfn Óðins, Þórs og Týs. (Íslenska Alfræðiorðabókin bls.218)
Ísleifur og Gissur sonur hans voru trúboðsbiskupar. Þeir höfðu ekki fastan biskupsstól né lögsögu. (Kristnitakan á Íslandi. Vefsíða.). Gissur gaf Skálholt til biskupsseturs og fór fram á að þar skyldi alltaf vera biskupstóll á meðan kristni væri á Íslandi og landið í byggð. (Árni Daníel o.fl. 1991:65) Eftirmaður Gissurar, Þorlákur Runólfsson fékk fyrsta eiginlega biskupsstólinn. Össur erkibiskup af Lundi vígði hann til biskups árið 1118. (Kristnitakan á Íslandi.Vefsíða)
Lokaorð:
Mikinn fróðleik hef ég fengið með að skrifa þessa ritgerð. Á Íslandi ríkti ásatrú fyrir árið 1000. Þá reis upp mikil trúboðsalda sem náði til Íslands á 10. öld. Ólafur Tryggvason konungur í Noregi sendi trúboða hingað til að kristna landsmenn. Um aldir voru allir kristnir menn á Íslandi kaþólskir. Breyting varð á 16 öld við siðbreytingu þegar tekin var upp mótmælendatrú. Nú tilheyra flestir landsmenn hinni evangelísku lúthersku þjóðkirkju.
Kristniboðarnir sem Ólafur sendi hingað boðuðu kristna trú með Biblíuna í annarri hendi og vopn í hinni. Bæði Þorvaldur og Þangbrandur drápu menn sem höfðu ort níð um þá. Boðskapur kristninnar um fyrirgefninguna vantaði. Í Heimskringlu er Þangbrandi lýst að hann hafi verið vígamaður og ofsopamaður mikill, en vaskur maður og góður klerkur. Að vera vígamaður og ofstopamaður fer ekki saman við að vera klerkur og boða Guðs kærleika.
Ólafur konungur var með hótanir við Íslendinga ef þeir ekki tækju við boðskap kristinnar trúar. Aðferð Ólafs stangast á við Biblíuna. Þar getur maður lesið að Guð gaf manninum frjálsan vilja að velja og hafna.
Hvers vegna urðu engin átök? Vopnuð átök milli kristinna og heiðinna manna hafa verið miklu minni hér en annarsstaðar.Það var pressa á þjóðinni vegna gíslatökunnar. Kristnir voru í meirihluta. Heiðni stóð ekki djúpum rótum lengur. Viðskipti við útlönd voru í hættu.
Á þessum árum var niðurdýfingarskírn og menn veigruðu sér við að taka skírn vegna kalda vatnsins. Biblían boðar niðurdýfingu. Jesús Kristur var skírður í ánni Jórdan af Jóhannesi. Matteus 2. 13-17, þar er frásögn um þegar Jesús var skírður. Matteusar guðspjall er að sjálfsögðu í hinni helgu bók Biblíunni.
Að mínu áliti var þetta það besta sem gaf komið fyrir íslenska þjóð að gerast kristin. Ég trúi á almáttugan Guð, föður , skapara himins og jarðar. Ég trúi því að Guð hafi sent son sinn Jesúm Krist í heiminn til að frelsa okkur frá syndum okkar og þegar að við höfum tekið við Jesú Kristi sem frelsara okkar þá höfum við eignast eilíft líf með Jesú þegar við deyjum. Það er leiðin til eilífðar.
Veturinn 2003 las ég um fimm stærstu trúarbrögð heims í Félagsfræði 103. Það er gyðingdómurinn, íslam, búddatrú, hindúatrú og svo kristnin. Eftir þann lestur þá er ég ennþá meira sannfærð en áður að við séum á réttri leið til eilífðar og það er forfeðrum og mæðrum að þakka.
Ritgerð skrifuð apríl 2003
Rósa Aðalsteinsdóttir
Heimildir:
Árni Hermannsson; Jón Ingvar Kjaran; Lýður Björnsson og Margrét Gunnarsdóttir. 2000. Íslands- og Mannkynssaga NB 1. Nýja bókafélagið, Reykjavík.
Árni Daníel Júlíusson, Jón Ólafur Ísberg og Helgi Skúli Kjartansson. 1991. Íslenskur Sögu Atlas 1. Iðunn Reykjavík.
Gunnar Karlsson og sagnfræðinemar við Háskóla Íslands. 1989. Samband við miðaldir. Mál og menning, Reykjavík.
Hjalti Hugason. 2000. Kristni á Íslandi 1: Frumkristni og upphaf kirkju. Kristnitakan á alþingi bls 83-121 ; Getið í eyður kristnitökusögunnar bls.123-161. Alþingi, Reykjavík.
Íslenska alfræðiorðabókin. Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir (ritstjórar). 1990. Bókaútgáfan Örn og Örlygur Reykjavík.
Jón Hefill Aðalsteinsson. 1971. Kristnitakan á Íslandi. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
Jón Jóhannesson. 1956. Íslendingasaga 1. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
Kristnitakan á Íslandi árið 1000. Vefsíða. http://www.fsu.is/vefir/erlingur/kristnitaka.htm
Kristnitakan. Saga Djúpavogs. Vefsíða:http://www.djupivogur.is/sagan/kristnitaka.html
Sigurður Líndal. 1974. Saga Íslands 1. Frumkristni á Íslandi bls 231-238 ; Kristnitakan bls. 239-248. Hið íslenska bókmenntafélag. Sögufélagið. Reykjavík.
Trúmál og siðferði | Breytt 13.3.2008 kl. 06:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (85)
20.2.2008 | 17:57
"Farið burt frá þeim, og skiljið yður frá þeim, segir Drottinn"
Farið burt frá þeim, og skiljið yður frá þeim, segir Drottinn"
Höfundur ritsins: D.L.Moody.
Hvað hefir musteri Guðs við skurðgoð saman að sælda?" 2. Kor. 6: 16. Vitið þér ekki, að þér eruð Guðs musteri og að Guðs andi býr í yður?" 1. Kor. 3: 16.
Ýmsir hinna kristnu halda því fram, að af því að Kristur bað að við værum ekki teknir burtu úr heiminum Jóh. 17: 15., þar af sé það ljóst, að við eigum að gefa okkur að því sem heimsins er.
En það er mikill munur á því að vera í heiminum og hinu, að hafa heiminn í sér. Það er alveg eins mikill munur á því, eins og að skipið er í vatninu og því, að vatnið er í skipinu. Það fyrra er eðlilegt, en hið síðara beinlínis hættulegt. Þegar ég því er fullur af því, sem heimsins er, og elska það og þrái, svo að ég lifi mest fyrir það, sem hans er, þá truflast samfélag mitt við Guð, og andlegt líf mitt veiklast.
Hið besta ráð til þess að leiða Guðsbarnið burt frá heiminum, er að bjóða því eitthvað, sem er ennþá betra.
Ég þekki ekki neitt, sem er yndislegra en virkilega hreint og heilagt samlíf með Drottni Jesú, og að Faðirinn og Sonurinn komi til okkar og búi hjá okkur. Það er betra en allt það, sem heimurinn hefir að bjóða. Vilt þú ekki heldur, að Drottinn dýrðarinnar búi hjá þér, ekki bara endrum og sinnum, heldur alltaf og stöðuglega? Er það ekki eftirsóknarverðara en gæði þessa heims, svo stopul sem þau ætíð eru? Þetta er það, sem Guð vill gjöra, ef við bara elskum hann og hlýðum hans heilaga vilja.
Samfélag við heiminn kælir og sljóvgar hinn trúaða. Ef við í sannleika tilheyrum Guði, þá þráum við að halda okkur frá því sem er heimsins. En sú spurning getur komið fram: Hvað er heimsins?
Það er sérhvað það, er truflar samfélag okkar við Guð, - það sem hindrar okkar andlega vöxt í Guði og kælir kærleikann til Krists. Allt slíkt ber okkur að forðast. Séum við viljug til þess, þá mun það færa okkur margfalda blessun í Kristi. Ýmsir hinna kristnu virðast ala með sér þá ósk, að geta lifað í svo nánu sambandi við heiminn, sem frekast er unnt, en vilja samt tilheyra Kristi. Reynsla mín er sú, að það fólk sé hið aumkunarverðasta fólk á jörðunni, því að þeir gleðjast hvorki í heiminum né í Kristi, þeir hafa tekið sér dvalarstað á mjög hættulegum landamærum. Fylgjast með heiminum í dag og með Kristi og hans fólki á morgun, en það er hollast að halda sig svo langt frá heiminum sem mögulegt er, að hafa sem allra minnst með hann að gera. Eitt enn spurðu menn Vilny Dawson að, hvernig heimurinn væri. Hann svaraði, að það vissi hann ekki, því hann hefði ekki verðið þar nokkur undanfarin ár.
Ég minnist þess, að það stóð stórt og veglegt eplatré rétt við veginn þar sem ég átti heima, þegar ég var barn, og ég held, að þetta eplatré hafi verið mjög góðrar tegundar. En það stóð bara allt of nærri veginum, og af þeirri ástæðu bar það aldrei fullþroskuð epli, því að drengirnir týndu alltaf eplin af því löngu áður en þau voru fullþroskuð. En hefði tréð verið gróðursett lengra frá veginum og notið þar skjóls og friðar, þá veit ég, að eplin á því hefðu verið ágæt. Nú stóð það við alfaraveg, og afleiðingin varð sú, að það bar lítinn ávöxt og óþroskaðan. Þannig sýnist mér það vera með marga þá, er játa Krist, að þeir bera aldrei fullþroskaða ávexti, af því þeir lifa í of nánu sambýli við heiminn og hann tekur því of mikið rúm í þeim, og aðgreining er lítil sem engin, og þá vantar lifandi vitnisburð um Krist.
Ég veit, að ýmsir færa fram þá ástæðu, að ef ég lifi svo fráskilinn heiminum, að hann sé mér eins og dauður, þá muni ég engin áhrif geta haft á hann. Ég hef nú þegar lifað alllengi og ekki gengið með lokuð augu, og hefir mér þó ekki enn auðnast að finna eina einustu manneskju, sem lifað hefir í nánu samlífi við heiminn, og þó haft þar áhrif til betrunar og leitt aðra nær Kristi. Hefir þú nokkurn tíma þekkt veraldlega sinnaða eiginkonu, er lifað hefir að hætti heimsins, jafnframt haft bætandi áhrif á mann sinn í kristilegum efnum, eða þá að slíkur maður hafi haft þau áhrif á konu sína og leitt hana til trúar á Krist? Ég held að betrandi áhrif Lots á Sódómu hafi verið minni en Abrahams, því þegar hann vildi bjarga tengdasonum sínum, þá hæddu þeir hann og sinntu engu orðum hans.
Í hvert sinn sem Ísraelsmenn viku af vegi Guðs og lögðu lag sitt við aðrar þjóðir, til þess að festa sig í sessi á þann hátt, og auka áhrifavald sitt í heiminum þá varð ávalt reyndin sú, að þeir töpuðu stórlega, einmitt því sem þeir hugðust að vinna, þeir misstu sjálfstæðið sitt, og flest annað fór þá einnig það er þeim var dýrmætast. Þú getur ekki öðlast vináttu heimsins án þess að hætta um leið trúarsamfélagi þínu við Krist og missa algjörlega áhrifavald þitt sem sannkristinn maður.
Ýmsar konur hafa komið til mín, og sagt að þær hafi reynt að fá eiginmenn sína til þess að fara með sér á kristilegar samkonur, og fengið það svar hjá manni sínum, að vilji hún koma með honum í leikhúsið, þá skuli hann koma með henni í kirkjuna, ég spurði þá hvernig þetta hafi reynst. Hefur maðurinn þinn eins mikla virðing fyrir trú þinn nú eins og hann hafði áður? Í hvert einasta skipti, er mér tjáð, að konan hafi misst trúarstaðfestu sína, og áhrifamöguleika til að leiða mann sinn til trúar.
Því er haldið fram, að ef við setjum markið of hátt, þá muni fólkið yfirgefa kirkjur og bænahús og á því er alls enginn vafi, en við munum þá fá aðra og ef til vill miklu fleiri í staðinn. Kraftur Guðs mun vera með í verkinu og þá bætast nýjar og nýjar sálir við í söfnuðinn. Eða hvað er það sem við höfum fyrir augum okkar í dag? Lágar hugsjónir eða kröfur í kristilegum efnum, og afleiðingin er aflvana kristindómur og dapurt kirkjulíf, og fáir sem snúa sér í einlægni til Krists.
Fólkið heldur áfram kirkjustarfinu, eflir og eykur kórsöngva, og dýrindis hljóðfæri eru keypt, og það er prédikað og sungið, sungið og prédikað en að syndarar frelsis, nei það fer lítið fyrir því. Hvað veldur þessu? Það er kominn sjór í skipið; heimurinn er kominn inn í kirkjuna, og þegar svo er komið þá getur sumu fólki jafnvel fundist fínt að tilheyra kirkjunni. Við þurfum að gá að hvar við stöndum, og kosta kapps um að skilja okkur frá heiminum, svo framarlega sem við viljum reynast trúir Kristi. Ég vil leyfa mér að vitna í eina grein í 2. Kroníkubók 18. Í kapítula þessum er frá því skýrt að konungurinn Jósafat var mjög framkvæmdasamur og í miklum uppgangi hafði safnað miklum auði og ríki hans stóð með miklum blóma. Hann hafði síðan mægst við nágranna konung sinn Akab. En þá, og upp frá því fór ríki hans og vald hnignandi. Hann hafði gjört félag við einn þann versta valdhafa er þá var uppi.
Akab leit á Elía spámann sem einn af verstu óvinum sínum. Þessir tveir áttu því ekkert sameiginlegt, en Jósafat hefir eflaust hugsað sér að styrkja og efla ríki sitt með þessum félagsskap, og við lesum því næst að hann er farinn niður til Samaríu með fríðu föruneyti að heimsækja Akab, og að Akab telur hann á að fara með sér í hernað, og fylgja sér að málum en Jósafat fær dóttur Akabs fyrir konu handa syni sínum, en allt þetta varð honum og ríki hans að falli. Guð forði okkur frá heiminum, og hjálpi okkur til að losna úr þeim tengslum við hann sem við ef til vill höfum bundist, eða ef við höfum gengið í tengdir við Akab."
Þá skulum við játa það, og biðja Guð að fyrirgefa okkur það, svo við getum nálgast hann aftur í fullkomnu andlegu samfélagi.
Það er eitt vers í Biblíunni sem er nú sérstaklega ríkt í huga mínum, en ég vildi að þið legðuð ykkur á hjarta: Nálægið yður Guði þá mun hann nálgast yður."
D. L. Moody.
HÉR LÝKUR SJÁLFU RITINU.
Boðorðin tíu.
Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig.
Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma.
Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan.
Heiðra föður þinn og móður þína.
Þú skalt ekki morð fremja.
Þú skalt ekki drýgja hór.
Þú skalt ekki stela.
Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.
Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.
Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt,
ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á.
Smá fallegt í restina. Fann þessa litlu sögu á netinu og heillaðist af henni vegna heiti sögunar en ekki hvað?
Rósa og blómin
Eitt sinn fann Rósa litla blátt blóm úti í haga. Hún sleit það upp og sagðist ætla að eiga það. "Þú getur ekki átt þetta blóm lengi, Rósa mín, því að blómin deyja, þegar búið er að slíta þau upp", sagði mamma hennar. "Af hverju deyja blómin, ef þau eru slitin upp?" spurði Rósa litla. "Blómin þurfa fæðu, eins og allar lifandi verur," sagði mamma, "og þegar þau eru slitin upp úr moldinni, deyja þau, því að úr henni fá öll blóm og jurtir efni, sem þau nærast á, en auk þess þurfa þau vatn, ljós og hita til þess að geta lifað."
Trúmál og siðferði | Breytt 21.2.2008 kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (47)
5.2.2008 | 22:04
Síðasta nóttin: Saga frá finnsku fangelsi.
Síðasta nóttin
(Saga frá finnsku fangelsi)
Útgefandi: Sigurður Jónsson, Bjarnastöðum, Grímsstaðarholti, 1956.
Prentsmiðja Jóns Helgasonar
Frásögn A. Nordenberg, verkfræðingur
Grein úr Norðurljósinu 20. árg.
Nordenberg, kunnur verkfræðingur í Finnlandi, segir þessa sögu úr borgarstríðinu þar í landi árið 1918:
Ég var foringi í her Mannerheims hershöfðingja. Vér tókum borg eina frá uppreisnarmönnum og marga fanga. Sjö þeirra voru dæmdir til dauða, og aftakan var ákveðin næsta mánudagsmorgun. Aldrei skal ég gleyma þessum sunnudegi! Hinir dauðadæmdu voru í varðhaldi í kjallaranum í ráðhúsi bæjarins og hermenn mínir stóðu á verði í ganginum. Þeir voru hreyknir yfir sigri sínum og stríddu föngunum við og við. En fangarnir rögnuðu og bölvuðu og börðu hnefunum á vegginn.
Þessir menn áttu að deyja um sólaruppkomu vegna misgerða þeirra. En höfðu hermenn mínir hreinni hendur en þeir? Þessu gat ég ekki svarað. Vér vorum að vísu sigurvegarar, en eftir því sem leið á nóttina, virtist þetta ekki hafa mjög mikið að segja. Mér fannst eins og bölvun hvíldi yfir öllum þessum hernaði, hvort sem maðurinn væri að berjast fyrir oss eða hina. Meðan ég var í þessum hugleiðingum, hrökk ég við allt í einu, því að einn af hinum "rauðu" var farinn að syngja. "Aumingja maðurinn, hann hefur tapað sér," hugsuðum við fyrst í stað. En þegar ég gáði að því, hvaða maður þetta var, mundi ég eftir, að hann var ekki einn af þeim, sem höfðu látið illa. Hann hafði setið rólegur á bekknum og virtist yfirkominn af sorg. Hann hét Koskinen. Hann söng dálítið feimnislega fyrst, en bráðum virtist hann fá meiri kjark og söng með djúpum kraftmiklum rómi. Þetta voru orðin, sem hann söng:
"Frelsuð í faðmi Jesú! Frelsuð Hans hjarta við! Óhult þar önd mín hvílir, eilífan hefur frið!"
Hann söng sömu orðin aftur og aftur, og þegar hann þagnaði, sátu allir kyrrir og sögðu ekki neitt. Þá kallaði einn af föngunum: "Hvaðan fékkstu þessa vissu, lagsi? Heldur þú, að við ætlum að gerast trúræknir?"
Eftir dálitla þögn leit Koskinen upp og við sáum tárin í augum hans. "Félagar," sagði hann, "viljið þið hlusta á mig nokkur augnablik?" Enginn svaraði, svo hann hélt áfram: "Þið spyrjið, hvar ég hafi lært þetta vers. Það var á samkomu, sem ég sótti fyrir þremur vikum. Ég hló að þessu fólki, en sálmi þessum hef ég ekki getað gleymt. Móðir mín var vön að biðja og syngja sálma um Jesúm." Hann hikaði við, en stóð þá upp, horfði beint á félaga sína og sagði:
"Það er ragmennska, að kannast ekki hreinlega við það, sem maður trúir. Nú vil ég kannast við það, að sá Guð, sem móðir mín trúði á, er líka minn Guð. Ég get ekki gert grein fyrir því, hvernig þetta hefur orðið, en ég veit, að ég segi satt. Ég lá andvaka nóttina sem leið, og ég hugsaði um móður mína, og þá mundi ég eftir þessum orðum, sem ég hafði heyrt á samkomunni. Þá varð mér það ljóst, að ég yrði að leita Frelsarans og finna frið í Honum. eins og ræninginn, sem bað til Hans á krossinum, bað ég Hann að fyrirgefa mér syndir mínar og hreinsa hina spilltu sál mína, svo að ég yrði reiðubúinn að standa frammi fyrir Guði mínum, sem verður nú ekki langt að bíða. Síðan hefur mér liðið ósegjanlega vel. Það er eins og bjart ljós skíni kringum mig. Vers úr Biblíunni og sálmunum, sem ég hef fyrir löngu gleymt, koma mér aftur í hug og færa mér heim vissu um það, að Frelsari minn hefur úthellt blóði sínu fyrir mig, til þess að hreinsa mig og undirbúa mig fyrir þann stað, sem Hann er sjálfur búinn að undirbúa handa mér. Ég hef þakkað Honum fyrir náð Hans við mig, og síðan hefur þetta sálmavers endurtekið sig í huga mér, svo að ég varð að syngja það upphátt. Eftir nokkrar klukkustundir mun ég verða kominn í návist Drottins, frelsaður af náð Hans."
Nú skein andlit mannsins af gleði Guðs. Félagar hans sátu grafkyrrir. Sjálfur var ég eins og steini lostinn. Verðirnir þyrptust að til að hlusta, ef hinn "rauði" uppreisnarmaður ætlaði að segja meira. Þá sagði einn af félögum hans: "Þú hefur rétt fyrir þér, Koskinen. Ef ég þyrði að halda, að ég myndi öðlast náð, þá skyldi ég reyna líka, en, æ blóðið, sem þessar hendur hafa úthellt! Ó, hve ég hef lastmælt Guði og troðið undir fótum allt, sem heilagt er! Nú veit ég, að helvíti er til og að það er rétti staðurinn fyrir mig. Á morgunn verð ég þegar kominn þangað!" Hann gat ekki talað meira. Hann hneig niður á gólfið og líkami hans engdist saman af kvölunum, sem þjáðu sál hans, og andlit hans lýsti megnustu örvæntingu. "Bið fyrir mér, Koskinen!" hrópaði hann. "Ég verð að deyja á morgun og sál mín er í höndum djöfulsins!"
Ég gat varla trúað eyrum mínum né augum. Þar horfði ég á þessa tvo "rauðu" uppreisnarmenn krjúpa á kné, meðan annar bað fyrir hinum. Bænin var ekki löng, en það var eins og hún lyki upp flóðgáttum himinsins fyrir báðum. Við, sem horfðum á, gleymdum hatri okkar, er við sáum tvo dauðadæmda menn, sem áttu að deyja innan fárra stunda, leita sáttar við Guð.
Áður en bæjarklukkan sló fjögur þennan morgun, voru allir hinir uppreisnarmennirnir farnir líka að biðja fyrir sér, þrátt fyrir hina fyrri vantrú þeirra og guðlast. Andlega andrúmsloftið í klefanum var gersamlega umbreytt. Því miður átti enginn Biblíu, en menn höfðu yfir það, sem þeir mundu eftir.
- Þá kom einhverjum í hug að skrifa til fólksins heima. Við það tóku þeir allir að skrifa ástvinum sínum. Tárin féllu á bréfin, er þeir játuðu afbrot sín og könnuðust við trú á Frelsarann.
Nú var farið að birta af degi. Klukkan sex átti aftakan að fara fram, það var lítill tími eftir. Menn luku við bréf sín, og þá sagði einn: "Koskinen, syngdu þetta vers fyrir okkur einu sinni enn."
Þeir sungu aftur, bæði þetta vers og önnur, sem þeir mundu eftir. Verðirnir báðu þá um leyfi til þess að syngja með þeim, og ég gat ekki bannað þeim það. Hvílík sjón! Þar stóðu "óvinirnir", sem fyrir stuttu höfðu barist á banaspjótum, og sungu um kærleika Jesú Krists og um blóð Hans, sem hreinsar frá allri synd!
Þá sló klukkan sex. Æ, ég vildi, að ég hefði getað útvegað náðun handa þessum mönnum, en ég vissi, að það kom ekki til nokkurra mála. Þessir sjö menn gengu milli vopnaðra hermanna til aftökustaðarins. Þeir stóðu í röð, og hermennirnir, sem áttu að skjóta þá, stóðu gegnt þeim. Þá bað einn um leyfi til að syngja, og þeir tóku allir undir og sungu um Frelsarann. Þegar söngurinn var á enda, báðu þeir um leyfi til að deyja, án þess að bundið væri fyrir augu þeirra. Þar stóðu þeir allir og lyftu höndum sínum til himins og sungu ennþá einu sinni: "Frelsuð í faðmi Jesú, frelsuð Hans hjarta við, óhult þar önd mín hvílir, eilífan hefur frið!" Þá kallaði undirforinginn: "Skjótið!" Og hinir sjö féllu dauðir niður.
Frá þeim tíma varð ég nýr maður. Ég hafði lært að þekkja Krist gegnum nokkra hinna veikustu og yngstu lærisveina Hans, því að það, sem ég hafði séð og heyrt, hafði sannfært mig um það, að ég mætti einnig kona og finna náð.
(Norðurljósið 20. árg.) A. Nordenberg, verkfræðingur
Nokkur Biblíuvers frá höfundi þessa rits:
Náð sé með yður og friður frá Honum, sem er og var og kemur og frá Honum, sem er trúr vottur, Honum, sem er frumburður dauðra, og Honum, sem er höfðingi yfir konungum jarðarinnar, Honum sem elskaði oss og leysti oss frá syndum vorum með blóði sínu. Opinb. 1: 4.-5.
Því að þér var slátrað og þú keyptir menn Guði til handa með blóði þínu, af sérhverri kynkvísl og tungu og lýð og þjóð. Opinb. 5: 9.
Eftir þetta sá ég, og sjá: Mikill múgur, sem enginn gat tölu á komið, af alls kyns fólki og kynkvíslum og lýðum og tungum. Þeir stóðu frammi fyrir hásætinu og frammi fyrir Lambinu, skrýddir skikkjum, og höfðu pálma í höndum. - Og einn af öldungunum tók til máls og sagði við mig: - "Þessir, sem skrýddir eru hvítu skikkjunum, hverjir eru þeir, og hvaðan eru þeir komnir?" Og ég sagði við hann: "Herra minn, þú veist það." Og hann sagði við mig: "Þetta eru þeir, sem komnir eru úr þrengingunni miklu og hafa þvegið skikkjur sínar og hvítfágað þær í blóði lambsins." Opinb. 7: 9., 13.-14.
Sælir eru þeir, sem þvo skikkjur sínar, til þess að þeir geti fengið aðgang að lífsins tré og megi ganga um hliðin inn í borgina. Opinb. 22: 14.
En Honum, sem megnar að varðveita yður frá hrösun og láta yður koma fram fyrir dýrð sína, lýtalausa í fögnuði, einum Guði, Frelsara vorum, sé fyrir Jesúm Krist, Drottinn vorn, dýrð, hátign, máttur og vald, fyrir allar aldir og nú og um allar aldirnar. Amen. Júdasarbréf 24.-25.
1.2.2008 | 20:01
Barnaskírn - Niðurdýfingarskírn
Nokkrar Biblíulegar sannanir móti kenningunni um
Barnaskírnina
en með
Niðurdýfingarskírn Trúaðra
Höf: G.E. Söderholm, prestur í Svíþjóð
Þýtt: J.S.J.
Prentsmiðja Björns Jónssonar, 1939 Akureyri
Þetta rit er ekki skrifað hér til ÁSTEYTINGAR heldur til að leyfa fólki að fræðast um annað sjónarmið en Lúterska kirkjan hefur
Nánari útskýringar neðar um að þetta er ekki til ásteytingar:
BARNASKÍRN:
1. Í Biblíunni er ekkert talað um barnaskírn, þrátt fyrir það frá fyrstu tímum kristninnar hafi verið til hópur af trúuðu fólki, sem áttu börn.
2.Frásögnin í Mark: 10: 13. -16, um hvernig menn færðu börn til Jesú, sýnir greinilega, að barnaskírn var ekki framkvæmd á þeim tíma, því ef svo hefði verið, og mæðurnar komið með börnin til skírnar, þá hefðu lærisveinarnir ekki vísað þeim frá með börnin; og ef Jesús hefði viljað láta skíra þau, þá hefði hann sagt lærisveinunum að gera það. Samkvæmt Jóh. 4: 1.-2., skírðu þeir fullornið fólk í stórhópum um sama leyti. Þetta sýnir, að Jesús getur blessað börnin án ádreifingarvatns eða skírnar.
3. Þegar Jesús sendi út lærisveina sína, eins og sagt er frá í Matt. 28: 18.20., þá segir hann við þá: "Gjörið allar þjóðir að lærisveinum." Síðan bætir hann við: "Og skírið þá" ekki fólkið, ekki þjóðirnar, heldur lærisveinana - "til nafns Föðurins, Sonarins og Hins Heilaga Anda." Síðan skyldu þeir kenna þeim að halda allt það, sem Jesú hefði boðið þeim. Þeir áttu ekki að byrja á því að skíra, heldur fyrst að prédika fagnaðarerindið og gjöra mennina að lærisveinum Drottins. Þeir sem þá gjörðust lærisveinar, skyldu skírast. Auðvitað hafa hinir fyrstu lærisveinar breytt samkvæmt fyrirskipun Meistara síns.
4. Í Mark. 16: 15.-16. er skrifað: "Farið út um allan heim og prédikið gleðiboðskapinn allri skepnu. Sá, sem trúir og verður skírður, mun hólpinn verða, en sá, sem ekki trúir, mun fyrirdæmdur verða." Þeir áttu fyrst að prédika fagnaðarerindið, og síðan að skíra þá, sem trúðu boðskapnum. En smábörn geta hvorki hlustað eftir fagnaðarerindinu né veitt því viðtöku.
5. Í Post. 2: 41. lesum við: "Þeir, sem þá veittu viðtöku orði hans, voru skírðir, og á þeim degi bættust við - í söfnuðinn - hér um bil 3000 sálir."
6. Í Post. 8. kafla er talað um trúboðsstarf Filippusar í Samaríu. Fyrst boðaði hann fólkinu Krist og síðan stendur í 12. versinu: "En er menn nú trúðu Filippusi, er hann boðaði þeim fagnaðarerindið um Guðsríki og nafn Jesú Krists, létu bæði karlar og konur skírast." Þeir trúðu og létu skírast, bæði menn og konur, en engin börn.
7. Í Post. 16 kafla er sagt frá því hvernig fangavörðurinn í Filippí frelsaðist. Í 33. versi er sagt, að hann þegar sömu nóttina hafi látið skírast með öllu sínu fólki. Hér hafa margir, í vandræðum sínum út af öllu sínu striti við að finna barnaskírnina í Biblíunni, viljað halda því fram, að smábörn hljóti að hafa verið meðal heimilisfólks fangavarðarins. En 34. vers hrifir mann út úr þeirri villu og ímyndun, því þar segir, að fangavörðurinn var gagnandi, er hann hafði tekið trú á Guð, með öllu heimilisfólki sínu. Börn geta ekki tekið trú, né fagnað í trúnni.
8. Yfir höfuð öll þau Biblíuorð, sem tala um skírnina, fjalla aðeins um skírn þeirra manna eða kvenna, sem persónulega og vitandi vits hafa tekið trú á Jesúm Krist.
SKÍRN TRÚAÐRA:
Það er hægðarleikur að ná fullvissu um, að á tímum frumkristninnar þekktist skírnin aðeins sem niðurdýfingarskírn.
1. Í Jóh. 3: 23. er skrifað: "En Jóhannes skírði í Ainon nálægt Salem, því að þar var vatn mikið. Jóhannes hafði ekki þurft að vera við Jórdan, þegar hann prédikaði og skírði, ef hann aðeins hefði dreypt fáeinum dropum af vatni á höfuð þeirra, sem létu skírast. Og enn þá síður hefði hann þurft að leita sér að stað, þar sem var "vatn mikið."
2. Um Jesús er skrifað í Matt. 3: 16., að þegar hann var skírður, "sté hann jafnskjótt upp úr vatninu." Þessi orð sýna, að hann fyrst sté niður í vatnið. Á sumum málverkum sést Jóhannes vera að ausa vatni með skál yfir höfuð Jesú, en slíkt er aðeins hugmynd, gripin úr lausu lofti og á enga fótfestu í raunveruleikanum.
3. Í Post. 8: 38., er talað um skírn hirðmannsins frá Eþíópíu (Abbesiniu) og sagt: "Og þeir stigu báðir niður í vatnið, Filippus og hirðmaðurinn, og hann skírði hann." Þegar reynt hefir verið að hrekja þetta vers, þá hafa menn borið fram svo lélegar sannanir, að það tekur því ekki að nefna þær hér.
4. Í Róm. 6: 3.-4., er enn rætt um skírnina, og henni líkt við greftrun og upprisu frá gröfinni. Augljóst er, að aðeins niðurdýfingarskírn getur komið til greina, sem táknmynd greftrunar og upprisu. Það er líka sögulega staðreynd, að skírnin var framkvæmd á þann hátt í frumkristninni, allt fram að þeim tíma, er kirkjan fór að víkja frá fyrirmynd Krists og Biblíunnar.
"Ef þér standið stöðugir í orði mínu, þá eruð þér í sannleika lærisveinar mínir." Jóh. 8: 31. "Og hver, sem ekki tekur sinn kross og fylgir mér eftir, tekur sinn kross og fylgir mér eftir, er mín ekki verður." Matt. 10: 38.
HÉR LÝKUR RITINU SJÁLFU:
Eina sem mér finnst hryllilegt í sambandi við barnaskírn var sú túlkun sem höfð var hér áður fyrr, þegar ungbarnadauði var mikill á Íslandi, að ef ekki var búið að skíra saklaust syndlaust barn þá færi það ekki til himnaríkis. Ef einhver fer til himnaríkis þá eru það börnin sem eru saklaus og syndlaus að mínu mati.
Mánudaginn 28. janúar var sameiginleg samkoma í Vopnafjarðarkirkju sem er Lútersk kirkja hér í kauptúninu. Á samveruna mættu fólk úr Vopnafjarðar- og Hofskirkjusókn, Hvítasunnumenn og Kaþólikki sem jafnframt er organisti Vopnafjarðarkirkju. Milli þess sem við sungum, þá voru lesnir ritningarstaðir, höfð hugleiðing og beðið til Drottins um blessun fyrir þennan stað, blessun og vernd fyrir íbúa Vopnafjarðar og beðið fyrir atvinnuástandinu en við höfum verið að bíða eftir að loðnan finnist og verði í veiðanlegu ástandi. Samveran var í alla staði mjög vel lukkuð. Boðið var uppá kaffi eftir samkomu og voru allir mjög ánægðir með samverustundina og höfum við öll áhuga að hafa samskonar samveru að ári. Ég dáðist af hvað margir úr sveitinni komu og mættu þorpsbúar taka þau sér til fyrirmyndar og mæta í Guðshús.
Það er ekki langt síðan að hér urðu prestsskipti og er Séra Stefán mjög duglegur að brydda uppá nýjungum. Síðasta vetur sótti ég 12 spora námseið í Vopnafjarðarkirkju og hafi mjög gott af því. Séra Stefán sá um að halda utan um námskeiðið.
Nú er bara að uppfæra tölvuna - heilann og muna að það eru breyttir tímar í Vopnafjarðar- og Hofskirkju.
Skýringar um að þetta rit er ekki til ásteytingar: Ég hef sett rit inná bloggið hjá mér frá vini mínum sem er meðlimur í KFUM og K. og einnig rit eftir Júlíus Guðmundsson sem var prestur í Aðventistakirkjunni. Í ritinu eftir Júlíus Guðmundsson kom fram túlkun sem ég hef túlkað öðruvísi og setti ég fáein vers fyrir neðan ritið til samanburðar fyrir þá sem vilja fræðast en ekki fyrir þá sem vilja rífast. Gaman væri að fá innlegg þar sem eru færð rök með eða á móti barnaskírn, rök með eða á móti niðurdýfingarskírn á faglegum nótum.
Shalom. Rósa Aðalsteinsdóttir.
Hvítasunnukirkjan á Vopnafirði. Grein eftir Daníel Jónasson sagnfræðing 1995. Frelsissaga Stefaníu og Stefáns Aðalsteins o.fl. Grein eftir Rósu Aðalsteinsdóttir Hvítasunnukirkjan á Vopnafirði: http://www.123.is/hvitasunnukirkja/ Hvítasunnuhreyfingin á Íslandi: http://www.gospel.is/
Brautryðjandi Hvítasunnustarfsins á Vopnafirði var Sigurmundur Einarsson. Á trúboðsferðum hans og fleiri um Austurland var Vopnafjörður fastur viðkomustaður. Fyrstu Austurferðirnar munu hafa verið farnar eftir sumarmót, sem haldin voru á Akureyri. Sú fyrsta hefur líklega verið farin 1944.
Árið 1945 kynntust trúboðarnir Ingibjörg Pálsdóttir ljósmóðir, sem keypti af þeim stóra Biblíu. Á samkomu í kirkjunni bað hún um að fá að lesa Guðs orð og las 23. Davíðssálm. Fljótlega varð andleg hræring á Vopnafirði. Sigurmundur heimsótti staðinn oft og dvaldi þá lengi, hafði samkomur í Ási, húsi Ingibjargar, sem frelsaðist fyrst og tók skírn 2. sept. 1947 í Fíladelfíu í Reykjavík.
Sigurmundur starfaði mest á Vopnafirði á veturna. Hann annaðist um fólkið sem tekið hafði trú, var sérfræðingur í einkasamtölum og góður leiðbeinandi. Hann ræddi við fólkið og leiðbeindi því í leit sinni. Mörgum fannst fræðsla hans ómetanleg.
Aðalsteinn Sigurðsson, sonur Ingibjargar frelsaðist í júlí 1952 á samkomu í stofunni í Ási. Hann kvæntist Stefaníu Sigurðardóttir 1955 og héldu þau ásamt vinunum uppi starfinu þegar engir trúboðar voru í plássinu. Aðalsteinn hóf framkvæmdir við byggingu samkomuhúss í júlí 1954 ásamt tvíburabróður sínum Sveini og stóð Aðalsteinn fyrir verkinu meðan húsið var í smíðum. Húsið er samkomusalur, félagsaðstaða og íbúð. Allt húsið var orðið fokhelt haustið 1955. Þegar búið var að einangra og múrhúða íbúðarhlutann voru samkomurnar fluttar á neðri hæðina úr stofunni í Ási, um 1960.
Sigurmundur og Margrét fluttu til Vopnafjarðar 1961 og var þá íbúðin í samkomuhúsinu tilbúin. Næstu árin var unnið við samkomusalinn og var húsið vígt að viðstöddu fjölmenni 20. ágúst 1967, rúmum þrettán árum eftir að bygging þess hófst. 1985 var byrjað að stækka húsið. Í viðbótinni eru tvö herbergi uppi og bílskúr og á neðri hæðinni góð viðbót við safnaðarheimilið. Fyrir lítinn vinahóp var bygging svo veglegs samkomuhúss mikið átak, bæði hvað fjármögnun og framkvæmd snerti. Byggt var mest í sjálfboðavinnu og Guð einn veit hvað margar hendur unnu að þessu verki, skrifaði Aðalsteinn undir reikningsyfirlit.
Magnea Sigurðardóttir kom til starfa á Vopnafirði í janúar 1967. Hún annaðist heimili Aðalsteins og Stefaníu vegna veikinda hennar og fór brátt að sinna barnastarfi. Hún hélt uppi fjölsóttum sunnudagaskóla og öðru barnastarfi. Hún var mjög hugmyndarík, samdi sögur, orti söngva út frá biblíulegum efnum og kenndi börnunum. Einnig var hún fundvís á ýmiss konar föndurvinnu fyrir börnin. Rauði þráðurinn var boðun Guðs orðs og kristileg fræðsla í tali og söng. Magnea starfaði á Vopnafirði í um sex og hálft ár.Hjónin Snorri Óskarsson og Hrefna Brynja Gísladóttir tóku við starfinu í september 1973 og störfuðu í tvö ár. Þeim fannst Vopnfirðingarnir sem sóttu samkomurnar vera mjög uppörvandi og þakklátir og var barnastarfið með miklum blóma. Sumarmót Hvítasunnumanna var á Vopnafirði 1974 og einnig 2004. Helgi Jósefsson og Arnbjörg Pálsdóttir, kona hans fluttu til Vopnafjarðar 1974. Sunnudagaskólinn var áfram með miklum blóma og eins annað barnastarf, að jafnaði yfir 80 börn. Um tíma var Helgi einnig með unglingastarf. Á þeim fundum var m.a. unnið með ýmiss konar föndur. Astrid Örn Aðalsteinsson kom með ferskleika inn í unglingastarfið, stofnaði hóp, sem hún kallaði Stjörnuhóp, fyrir krakkar frá 12-14 ára. Það vatt fljótlega utan á sig og hún var mjög hugmyndarík og hafði mikla fjölbreytni í þessu starfi. Helgi og Arnbjörg önnuðust starfið í ein 15 ár, auk þess að hann kenndi við Grunnskólann allan tímann. Elías Árnason og Svandís Hannesdóttir kona hans komu að starfinu frá 1990 til nóvember 1993. Barnastarfið var þeim til mikillar blessunar, þá sérstaklega krakkakórinn sem þau byrjuðu með veturinn 1990. Eftir æfingar kórsins var foreldrum, systkinum og öðrum sem tengdust börnunum boðið að koma og hlýða á. Iðulega fylltist kirkjan þá af fólki. Í öllu barnastarfinu nutu þau tryggrar aðstoðar Astridar.1994 komu Carina Brengesjö og Kristinn Óskarsson og bjuggu á Vopnafirði í tvö ár. Eftir að þau fóru frá Vopnafirði 1996 hjálpuðu nokkrir aðilar til í starfinu, þar á meðal Lilja Óskarsdóttir og hjónin Gísli Sigmarsson og Hrund Snorradóttir dvöldu þar eitt sumar áður en þau fluttu þangað. Þau tóku við sem forstöðuhjón og voru sett inn í starfið á Vopnafirði í febrúar 2000. Þau létu af störfum í desember 2005.Daníel Jónasson 27. júní 2005.
Frelsissaga Stefaníu og Stefáns Aðalsteins o.fl. Grein eftir Rósu Aðalsteinsdóttir 2008.
Stefanía tók á móti Jesú Kristi sem frelsara sínum.
Mamma frelsaðist þegar hún var unglingur. Þá átti hún heima í Hörgshlíð í Mjóafirði v/Djúp ásamt fjölskyldu sinni og fjölskyldu Guðbjargar Salóme Þorsteinsdóttur.1 Þær voru bræðradætur og var Gugga frænka búin að taka á móti Jesú á undan mömmu. Kristín Sæmundsdóttir2 og Gugga voru búnar að segja mömmu frá Jesú. Dag einn var mamma stödd ásamt systur sinni, Þórdísi Halldóru og fleirum rétt hjá Hörgshlíð í hyl þar sem Millufoss fellur. Hún varð fyrir sérstakri reynslu þarna og varð óttaslegin.3 Hún hrópaði á Jesú Krist og bað hann um að frelsa sig. Um veturinn var hún í saumanámi hjá Kristínu Sæmundsdóttir á Ísafirði. Hún bjó hjá Rósumundu Guðmundsdóttir og Ástmari Benedikssyni4 sem áttu heima í Sundstræti 11. Morgunn einn var hún á göngu á milli Sundstrætis og Aðalstrætis. Sennilega á leiðinni til Kristínar í saumanámið. Allt í einu fylltist hún svo mikilli gleði og sannfæringu að hún væri frelsuð og horfði til himins og sá hvað hann var bjartur og fagur og snjórinn var svo hvítur og hreinn. Þá ómaði í hjarta hennar: :,:Hvítari en snjór! :,: Þvo þú mig í brunninum blóðs, brátt þá verð ég hvítari en snjór. Mamma tók niðurdýfingarskírn í lok desember 1944 í Hnífsdal. Í Biblíunni hennar stendur: Frelsuð af náð 19 ára. 1 janúar 1945 var Salem, sem er kirkja Hvítasunnumanna stofnuð á Ísafirði. Mamma var á meðal stofnenda en í 4 ár á undan var fólk búið að taka afstöðu með Jesú Kristi á Ísafirði. Þau komu saman og var oft fjölmennt á samkomum hjá þeim. Mamma var kaupakona hjá Gunnfríði Bjarnardóttir og Helga Daníelssyni á Björk í Eyjafirði sumarið 1945. Þar sá Helga Jónsdóttir, mömmu í fyrsta skipti.5 Síðar flutti mamma til Reykjavíkur og sótti samkomur á Hverfisgötu 44.
1Gugga frænka sem er 89 ára er búsett á Ísafirði og er frábær vitnisburður fyrir Ísfirðinga. Hún giftist Sigfúsi Bergmanni Valdimarssyni Sjómannatrúboða og eignuðust þau 6 börn.
2Kristín Sæmundsdóttir og afi minn Sigurður Rósinkar Halldórsson voru fermingasystkini. Þau voru fermd í Vatnsfirði.3Síðar kom í ljós að þetta atvik var upphaf af veikindum mömmu.
4Síðar kynntist ég, Rósa í Ási barnabarni Ástmars og Rósumundu og heitir hún Rósa Aðalsteinsdóttir, búsett í Stóru Mörk undir Eyjafjöllum og erum við miklar vinkonur. Hún hefur hjálpað mér mjög mikið, nú þegar ég er að basla við fjarnám á gamalsaldri!
5Helga Jónsdóttir átti heima á Kambi í Eyjafirði. Hún hitti mömmu þegar þær voru á leið frá Akureyri með mjólkurbíl inn í sveit. Henni er svo minnisstætt hvað þessi stúlka var falleg og að hún hafði verið svo glöð og leiftrandi af fjöri. Hún hitti mömmu mjög sjaldan eftir þetta en þegar mamma var að fara í hinsta sinn frá Vopnafirði var hún veðurteppt á Akureyri og gisti hjá Torfhildi og Sveini á Lundargötu. Þar hitti Helga mömmu og hún vissi að mamma var mikið veik. Helgu er minnistætt hvað hún var brennandi í trúnni á Jesú Krist. Þau áttu saman stund þar sem þau sungu og báðu saman. Mamma lét veikindin ekki aftra sér og tók þátt af líf og sál. Mættum við öll læra af henni mömmu. Ég kynntist Helgu~Eið og föðursystrum Helgu veturinn 1976-1977. Það var mikið lán og hef ég oft komið í heimsókn þangað og þá höldum við samkomur saman. Við lesum Guðorð, syngjum og biðjum til Drottins.
Sigurmundur Einarsson, Daníel Glad, Dagbjartur Guðjónsson og fleiri fóru á hverju sumri í mörg ár í trúboðsferðir. Móðir mín Stefanía fór í nokkrar ferðir með þeim. Þau byrjuðu trúboðsferðirnar í Hrútafirði og ferðuðust um allt Norður- og Austurland alla leið til Djúpavogs. Vopnafjörður var fastur viðkomustaður. Í einni ferðinni sem mamma var í, þá hitti hún og Simmi, bónda í Húnavatnssýslu og Simmi bauð honum bækur og blöð til sölu. Bóndinn vildi alls ekki kaupa neitt. Á meðan Simmi og mamma voru að tala við bóndann kom hestur bóndans og hrifsaði blaðið sem mamma hélt á. Bóndinn sagði að nú yrði hann að kaupa blaðið. Þegar ferðalangarnir voru komnir frá bænum sagði Simmi: Málleysinginn hafði meira vit en bóndinn!
Árið 1952 í júlí kom mamma í fyrsta skipti til Vopnafjarðar. Þegar hún kom og sá þorpið í fyrsta skipti frá Dröngunum sagði hún. Hérna gæti ég hugsað mér að eiga heima. Stuttu áður dreymdi hana Rauðan Hana! Ferðalangarnir komu í Ás og hér voru haldnar samkomur.
Stefán Aðalsteinn tók á móti Jesú Kristi sem frelsara sínum:
Pabbi kom á samkomurnar og 22 júlí1 þá tók hann á móti Jesú en sagði engum frá því. Um kvöldið keyrði Simmi, afa inní Hofsárdal þar sem símamenn voru að vinna og pabbi var með í för.2 Pabbi stakk uppá því við Simma að þau skyldu halda eina samkomu í viðbót. Á samkomunni 23. júlí1 spurði Simmi hvort einhver hér vildi taka á móti Jesú. Pabbi sagði: Hér er einn. Þarna játaði hann fyrir framan alla að hann vildi fylgja Jesú. Með því að játa fyrir framan samkomugesti þá þurfti hann ekkert að hafa fyrir því að láta neinn vita að hann hefði tekið á móti Jesú Kristi því fréttin af Alla í Ási barst um Vopnafjörð eins og eldur í sinu. Þegar pabbi frelsaðist þá upplifði hann stórkostlega reynslu. Allt var svo fallegt, himinninn var svo blár, fjöllin voru svo blá og hálsarnir voru svo grænir.
Mamma og pabbi kynnast:
Fljótlega hófust kynni á milli þeirra mömmu og pabba og þau ákváðu síðar að gifta sig. Pabbi hafði beðið Guð löngu áður en hann frelsaðist að gefa sér sannkristna konu. Hann varð bænheyrður og mamma hitti Rauða Hanann sinn á Vopnafirði! Þau trúlofuðu sig 11. desember 1954. Þegar þau svo ætluðu að gifta sig 2 júní 19553, þá var Ásmundur Eiríksson í Svíþjóð og Einar J. Gíslason ætlaði að koma frá Vestmannaeyjum og gifta þau. Hann var veðurtepptur í Vestmannaeyjum surprise en komst til Reykjavíkur seinnipartinn. Einar flýtti sér uppí Fíladelfíu á Hverfisgötu 44 og gifti hann mömmu og pabba um sexleytið. Það lá svo mikið á að hann fór ekki úr frakkanum á meðan á athöfninni stóð. Það var vegna þess að mamma og pabbi ætluðu með strandferðarskipi sem var að fara frá Reykjavík. Klukkan átta voru þau komin út á Faxaflóa í brúðkaupsferðina. Pabbi spurði mömmu á Faxaflóanum hvort hún sæi eftir því að hafa gifst honum og hann fékk svar sem honum líkaði. Rómatíkin var nú svo mikil í þessari ferð að þau voru ekki í sama klefa. Mamma var með konunum í klefa og pabbi með karlmönnunum! Bogi Einarsson trúbróðir þeirra var stýrimaður eða skipstjóri í þessari ferð. Bogi sýndi pabba í radar þegar skipið sigldi út Dýrafjörðinn. Pabbi hafði aldrei áður séð í radar. Skipið kom við í hverri höfn á Vestfjörðum og þá drifu mamma og pabbi sig frá borði og gengu um þorpin og sögðu fólki frá Jesú og buðu þeim kristilegar bækur og blöð til sölu. Þegar þau komu til Ísafjarðar var orðið áliðið en þau heimsóttu Guggu. Farið var svo seint um kvöld frá Ísafirði og siglt fyrir Horn. Pabbi fór uppá þilfar til að sjá Hornbjarg en þá var svarta þoka.4 Þau komu svo til Akureyrar á Sjómannadaginn og heimsóttu trúsystkinin þar. Brúðkaupsferðin þeirra var alvöru trúboðsferð. Trúi ég að þau uppskeri því að þegar orð Drottins er boðað þá kemur það aldrei tómt til baka.
1 Frelsisdagurinn hans pabba og dagurinn sem hann staðfesti að hann vildi frelsast eru merkisdagar í fjölskyldunni okkar. Mamma átti afmæli 22. júlí og þau eignuðust frumburðinn sinn 23. júlí 1956. Þau eignuðust 3 börn.
2Símamenn voru að vinna rétt hjá Hofsárbrú og gistu í tjöldum. Okkur finnst þetta merkilegt í dag því vegalengdin er c.a. 5 kílómetra frá þorpinu.
3Algjör tilviljun, þessi dagur var afmælisdagur Ingibjargar ömmu minnar.
4Mamma og pabbi ásamt eldri bróður mínum fóru þessa sömu leið 1956 og þá var vont í sjóinn svo ekki tókst pabba að sjá Hornbjarg. Hann hefur bara farið þarna um á sjó tvisvar. Þau voru á leið til Keflavíkur og pabbi var að fara á vertíð. Þau sóttu samkomur hjá Hvítasunnumönnum í Keflavík. Á einni samkomunni var Ericson að prédika. Allt í einu sagði Erickson: Þú Stebbusonur, þú hefur of hátt!
Sjá myndaalbúm - skýringar
Rósa Aðalsteinsdóttir 27. janúar 2008.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
23.1.2008 | 14:59
Tilvera Djöfulsins
Tilvera Djöfulsins
Sigurður Sveinbjörnsson
Prentsmiðjan Oddi h.f
Reykjavík 1952
Vegna ítrekaðrar eftirspurnar birtist hér ný grein, sem áður kom út í tímaritinu "Dagrenning", 29. hefti 1950, með nokkrum viðbótum og lagfæringum. Skrifað 1952.
6. útgáfa var gefin út í Reykjavík 1970
Útgefandi: Sigurður Jónsson frá Bjarnastöðum
Útbýtt ókeypis
(Nota nýjasta ritið sem er til hér í Ási, Vopnafirði. R.A.)
Hver er orsök tilveru djöfulsins? Heilög Ritning gefur oss vel glögga útskýringu því viðkomandi og skal hér getið nokkurra helztu tilvitnana.
"Og Guð leit allt, sem Hann hafði gjört, og sjá, það var harla gott." 1. Mós: 31.a. (very good - mjög gott - ensk þýðing).
Fyrst er þá að íhuga það, að vort frelsi og frjálsa val til þess að gjöra oss að mönnum eða ómennum, hefir sínar rétt-lögmætu afleiðingar. Auðvitað gildir þetta frelsi og frjálsa val jafnt um menn og engla, engla og menn. Hæzta stig viðkomandi tilbeiðslu lesum vér í 1. Kon. 18: 21.-40.* Þar en Elía spámaður Guðs, annarsvegar, en fjögur hundruð og fimmtíu Baals-prestar hins vegar, fórnuðu sínum nautinu hvor, hvor á sínu altari, og sá skyldi vera sannur Guð, sem svaraði með eldi, en það gjörði Ísraels Guð.
Og aftur í Spádómsbók Daníels. Þriðja kapítula, þegar allar þjóðir voru, samkvæmt valdboði Nebúkadnezar konungs, skyldaðar til að falla fram fyrir gulllíkneskinu, sem konungur hafði gjöra látið. En Hebrearnir þrír, sem trúðu á Guð Ísraels og lögmálsins, höfðu hugrekki til mótmæla, þótt þeir vissu, að með því legðu þeir líkami sína í sölurnar og það kostaði þá líf þeirra, þegar framkvæmd yrði sú hótun, að þeim var kastað í eldsofn, kynntan sjöfalt heitari en vant var. Kappar konungs, er köstuðu þeim bundnum inn í eldsofninn, féllu dauðir niður, en Ísraels Guðs eða Hans engill (Kristur), gekk með Hebreunum í eldsofninum svo þá sakaði ekki. Þegar konungur kallaði þá út úr ofninum var ekki hár sviðið af höfði þeirra né eimur af eldi í fötum þeirra. Þá tók Nebúkadnezar til máls og sagði: "Lofaður sé Guð þeirra Sadraks, Mesaks og Abed-Negós, sem sendi engil sinn og frelsaði þjóna sína, er treystu Honum og óhlýðnuðust boði konungsins, en lögðu líkami sína í sölurnar, til þess að þeir þyrftu ekki að dýrka né tilbiðja neinn annan guð en sinn Guð. Nú gef ég út þá skipun, að hver sá, hverrar þjóðar, hvers lands og hverrar tungu sem er, er mælir lastmæli gegn Guði þeirra Sadraks, sá skal höggvinn verða sundur og hús hans gjört að sorphaug. Því að enginn annar guð er til, sem eins getur frelsað og Hann." Dan. 3: 28.-2. Af þessu getum vér séð hverjum tilbeiðslan tilheyrir. - Sjá einnig Lúk. 4:1.-13.*
Þar næst skulum við íhuga virka þátttöku karakters, eðlis og eiginleika höggormsins (djöfulsins), og svo skulum vér einnig íhuga virka þátttöku karakters, eðlis og eiginleika Guðs og Jesú Krists.
Fyrstu orð höggormsins (djöfulsins) lýsa karakter eiginleka hans og mætti kalla þau tortryggnis-áróður: "Er það satt að Guð hafi sagt." (Yu, hu!) hath God said). 1. Mós. 3: 1.-4.* Önnur setning (aðalatriði): "Vissulega munuð þið ekki deyja!" og þar með gjörði hann Orð Guðs að lýgi.
Heilög Ritning upplýsir oss um aðeins þrjá erkiengla, Mikael, verndarengil Gyðinga, Dan. 10: 21. "Þó vil ég gjöra þér kunnugt, hvað skrifað er í bók sannleikans, þótt enginn veiti mér lið móti þeim, nema Mikael, verndarengill yðar." Gabríel, sem nokkuð oft er nefndur og boðaði Maríu mey fæðingu Drottins Jesú Krists, og svo Lúsifer, sem þýðir: sá sem ljósið ber, en síðar meir hefur hann með framkomu sinni og verkum áunnið sér þau nöfn, sem rituð eru í Op. 12: 9. "Og varpað var niður drekanum mikla, hinum gamla höggormi, sem afvegaleiðir alla heimsbyggðina - honum var varpað niður á jörðina, og englum hans var varpað niður með honum." Þau sömu nöfn eru endurtekin í Op. 20: 2.* En í 2. Kor. 4: 4. er hann nefndur "guð".. "Þar sem guð þessarar aldar* hefur blindað hugsanir hinna vantrúuðu, til þess að ekki skuli skína birta af fagnaðarerindinu um dýrð Krists, Hans, sem er ímynd Guðs." * Í eldri íslenzkri og enskri þýðingu er hann nefndur "guð þessa heims."
Viðkomandi hættunni, sem í því felst að útþurrka þessi nöfn, getum við lesið í Op. 22: 18.-20. "Ég votta fyrir hverjum þeim manni, sem heyrir spádómsorð þessarar Bókar, að leggi nokkur við þau, mun Guð á hann leggja þær plágur, sem um er ritað í þessari Bók. Og taki nokkur burt nokkuð af orðum Spádómsbókar þessarar, þá mun guð burttaka hlut hans í tré lífsins og í borginni helgu, sem um er ritað í þessari Bók. Sá, sem þetta vottar, segir: "Já, Ég kem skjótt. Amen. Kom þú, Drottinn Jesú!"
Sjá einnig orð Jesú Krists í Mark. 8: 38; Lúk 10: 18; Lúk. 12:5.*
Næst skulum vér íhuga hina eftirtektar- og undraverðu lýsingu af þessum ljómandi fallega engli, Lúsifer. "Sonur morgunsins" var hans dýrðartitill, áður en hann gjörði uppreisn gegn Guði. Í spádómi Esekíels 28: 12.-19. segir: Og orð Drottins kom til mín svo hljóðandi: "Mannsson hef upp harmhljóð yfir konunginum í Týrus (konungurinn í Týrus táknar Lúsifer, djöfull) og seg við hann: Svo segir Herrann Drottinn: Þú varst ímynd innsiglishrings, fullur af speki og fullkominn að fegurð! Þú varst í Eden, aldingarði Guðs. Þú varst þakinn alls konar dýrum steinum: karbunkel, smaragð og umgjörðir þínar og útflúr var gjört af gulli; daginn, sem þú varst skapaður, var það búið til. - Ég hafði skipað þig verndarkerúb; þú varst á hinu heilaga Guðsfjalli; þú gekkst innan um glóandi steina. Þú varst óaðfinnanlegur í breytni þinni frá þeim degi, er þú varst skapaður, þar til er yfirsjó (iniquity = ranglæti Ensk Biblía) fannst hjá þér. Fyrir þína miklu verzlun fylltir þú þig hið innra ofríki og syndgaðir; þá óhelgaði Ég þig og rak þig burt af Guðsfjallinu og tortímdi þér, þú verndarkerúb, burt frá hinum glóandi steinum. Hjarta þitt varð hrokafullt af fegurð þinni; þú gjörðir speki þína að engu vegna viðhafnarljóma þíns. Ég varpaði þér til jarðar, ofurseldi þig konungum, svo að þeir mættu horfa nægju sína á þig. Með hinum mörgu misgjörðum þínum, með hinni óráðvöndu kaupverzlun þinni vanhelgaðir þú helgidóma þína. Þá lét Ég eld brjótast út frá þér, hann eyddi þér, og Ég gjörði þig að ösku á jörðinni í augsýn allra er sáu þig. Allir þeir meðal þjóðanna, er þekktu þig, voru agndofa yfir þér; þú fórst voveiflega og ert eilíflega horfinn." (Eilíflega horfinn frá sinni miklu og dýrlegu tign). Sjá einnig 2. Pét. 2: 4. og Júdasarbréf 6 vers.* (Enda þótt þar sé um aðra engla að ræða).
Í Jesaja, kapítula 14: 12.-15.,* getum vér máski skilið ennþá betur tilgang, karakter, eðli og eiginleika óvinar okkar sálna, þar segir: "Hversu ertu hröpuð af himni áborna morgunstjarna." (Ísl.þýð).
"How art thou fallen from heaven, O, Lucifer, son of the morning." (Ensk Þýðing).
Hér snýr íslenzk þýðing nöfnunum alveg við, og tileinkar fallið af himni Herranum Jesú, eins og sjá má á eftirfarandi tilvitnunum: "Ég, Jesús hef sent engil minn til að votta fyrir yður þessa hluti í söfnuðinum. Ég er rótarkvistur og kyn Davíðs, stjarnan skínandi, morgunstjarnan." Op. 22: 16.
Verð ég því hér að nota ensku þýðinguna 12 vers.. "Hversu ert þú fallinn af himni, ó Lúsifer, sonur morgunsins"... 13 vers. "Af því þú sagðir í hjarta þínu: Ég vil upp stíga í himininn. Ég vil upphefja hásæti mitt ofar stjörnum Guðs." Ég vil, ég vil, ég vil, fimm sinnum í ensku þýðingunni. Ég vil upp, upp, og yfir allt.
Af þessu og fleiru, getum við séð og skilið algjörlega og fullkomna aðstæðu á karakter, eðli og eiginleikum höggormsins (djöfulsins) annars vegar.
Hins vegar, þótt ekki sé nema aðeins með fáum orðum, gætum vér hugleitt eða íhugað karakter, eðli og eiginleika Guðs og Jesú Krist: "Því að svo elskaði Guð heiminn, að Hann gaf Son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á Hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf." Jóh. 3: 16. Fyrir þetta megum vér lofa Guð, því ritað er: "Allir hafa syndgað, og skortir Guðs dýrð." Róm. 3: 23. en Hann, Guðs eingetinn Sonur -fórnarlambið Guðs, oss til handa. - "Sjá Guðs-Lambið, er ber synd heimsins." Jóh. 1: 29.b. - "Hann drýgði ekki synd, og svik voru ekki fundin í hans munni." 1. Pét. 2: 22.
- "Því að þér þekkið náð Drottins vors Jesú Krists, að Hann, þótti ríkur væri, gjörðist yðar vegna fátækur, til þess að þér auðguðust af fátækt Hans." 2. Kor. 8: 9. "Því að þér vitið, að þér eruð eigi leystir með forgengilegum hlutum, silfri eða gulli, frá fánýtri hegðun yðar, er þér höfðuð að erfiðum tekið frá feðrum yðar, heldur með dýrmætu Blóði Krists, eins og lýtalauss og óflekkaðs lambs."1. Pét. 1: 18.-19. "Til þess birtist Guðs sonur, að hann skyldi brjóta niður verk djöfulsins." 1. Jóh. 3: 8.b. 1. Jóh. 5: 9.-21. *
Hann kom úr dýrð síns föður á jörðina til vor, ekki til þess að gjöra sinn vilja, heldur Síns Föður. "Því að ég hef stigið niður af himni, ekki til þess að gjöra vilja minn, heldur vilja þess sem sendi mig. - Því að þetta er vilji föður míns, að hver sem sér soninn og trúir á hann, hafi eilíft líf, og ég mun upp vekja hann á efsta degi." Jóh. 6: 38. 40., Jóh. 17: 25.-26.* " Og er Hann kom fram að ytra hætti sem maður, lítillækkaði Hann sjálfan sig, og varð hlýðinn allt fram í dauða, já fram í dauða á krossi." Fil. 2: 8. Ritað er: "Bölvaður er hver sá, sem á tré hangir." Gal. 3: 13.b. "Minna gat oss ekki nægt vorra synda vegna, til þess að geta keypt oss Guði til handa með blóði sínu." Hebr. 9: 22. "Og þeir syngja nýjan söng: Verður ert þú að taka við bókinni og ljúka upp innsiglum hennar, því að þér var slátrað og þú keyptir menn Guðs til handa með blóði þínu af sérhverri kynkvísl og tungu, lýð og þjóð. "Op. 5: 9.
Bæði Meistarinn, Drottinn Jesú Kristur, og hans postular, gjöra á mörgum stöðum glöggan greinarmun á börnum Guðs og börnum djöfulsins, (Jóh. 8: 44.)* (1. Jóh. 3: 10.)* einnig andlega dauðum, og þeim sem lífið hafa öðlast í Honum (Kristi) , til þess að geta flutt Fagnaðarboðskapinn. ... "Lát hina dauðu jarða sína dauðu, en far þú og boða Guðsrík." Lúk. 9:60. ... "Þá voruð þér dauðir vegna afbrota yðar og synda." Efes. 2: 1. - Þess vegna: aðeins fyrir hlýðni Jesú Krists og friðarþægingu á krossinum fyrir Hans Sáttmála-Blóð, er oss opinn vegurinn til eilífs lífs og friðar við Guð. (Efes. 2. 13.-23.)* - (Jóh. 3: 16.)* - (Hebr. 9: 22.)*
Eins og frelsun er virkileiki, svo er einnig glatað ástand virkileiki, og eins og Himnaríki er raunverulegt, og umritað sem sælustaður, svo er líka einnig Helvíti raunverulegt sem kvalastaður, eins og um er ritað í Heilagri Ritningu.
Þessi stutta skilgreining á góðu og illu, sælu og vansælu er fullnægjandi til að sýna hversu gjörólíkt er karakter, eðli og eiginleiki Guðs og Drottins Jesú Krists annars vegar, en höggormsins, drekans, dýrsins og djöfulsins hins vegar.
Þess vegna er Drottinn Jesú Kristur hinn Sanni Guð og Eilífa lífið. Sjá og les Post. 4: 12.* Post 12: 1.,* 1 Jóh. 5: 20.,* Jóh. 10: 9.-11.*
"Að lokum: Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans. Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins. Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum. Takið því alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt. Standið því gyrtir sannleika um lendar yðar og klæddir brynju réttlætisins og skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins. Takið umfram allt skjöld trúarinnar, sem þér getið slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda. Takið við hjálmi hjálpræðisins og sverði andans, sem er Guðs orð. Gjörið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda. Verið því árvakrir og staðfastir í bæn fyrir öllum heilögum. Biðjið fyrir mér, að mér verði gefin orð að mæla, þá er ég lýk upp munni mínum, til þess að ég kunngjöri með djörfung leyndardóm fagnaðarerindisins." Efes. 6: 10.-19.
Heilög Ritning fræðir oss um, að þessi yfirburða fallegi engill, Lúsifer, hafi haft háveglegt embætti á himnum, þar til hann gerði uppreisn gegn Guði, því ritað er: Ég hafði skipað þig verndarkerúb." Líklegt er að það embætti hafi verið prestsembætti, sem gæta átti réttar og einnig sannrar tilbeiðslu til Drottins Guðs skapara síns, en ekki til sjálfs sín aða annars þess, sem gæta átti réttar og einnig sannrar tilbeiðslu til Drottins Guðs skapara síns, en ekki til sjálfs sín, eða annars þess, sem skapað var. Til þess benda orð Drottins Jesú Krists töluð til djöfulsins: "Drottinn Guð þinn átt þú að tilbiðja og þjóna honum einum." Lúk. 4: 8.b. Lúk. 4. kapítuli.* Sá gamli djöfull og Satan er enginn klaufi né viðvaningur í að teyma velflesta presta og prófessora burtu frá Orði Krossins Jesú Krists, sem þeir voru vígðir til að prédika sér og lýðnum, frá glötun og til eilífs lífs, Jóh. 3: 16.* Satan segir þeim að úrelt sé að byggja trú sína á því, en lætur þá í þess stað búa til skáldsögur, leikrit, andatrú o.fl., sér og öðrum til stórtjóns. Jafnvel er svo langt inn í vantrúna gengið að hafa sambönd við "andaverur vonzkunnar í himingeimnum," með miðilsfundum og komast þannig á fremstu brún geigvænlegrar glötunar.
Æðsta embætti veitt í nýrri sköpun í Drottni Jesú Kristi er prestsembætti. Hann (Lambið) keypti menn Guði til handa með Blóði sínu af sérhverri kynkvísl og tungu og lýð og þjóð. (Op. 5 kapítuli;* Op. 20: 4.-6.)* Honum séu eilífar þakkir, vegsend og dýrð. Amen. Reykjavík í desember 1952.
HÉR LÝKUR SJÁLFU RITINU.
Hér fyrir neðan eru ritningarvers úr Heilagri Ritningu sem höfundur ritsins "Tilvera Djöfulsins" vitnar í en skráir ekki í ritinu sjálfu. Hægt að lesa ritningarversin við hentugt tækifæri.
* 1. Kon. 18: 21.40.
Þá gekk Elía fram fyrir allan lýðinn og mælti: ,,Hversu lengi ætlið þér að haltra til beggja hliða? Sé Drottinn hinn sanni Guð, þá fylgið honum, en ef Baal er það, þá fylgið honum."` En lýðurinn svaraði honum engu orði. Þá mælti Elía til lýðsins: ,,Ég er einn eftir af spámönnum Drottins, en spámenn Baals eru fjögur hundruð og fimmtíu. Fáið oss nú tvö naut. Skulu Baalsspámenn velja sér annað nautið og hluta það sundur og leggja á viðinn, en leggja eigi eld að, en ég mun fórna hinu nautinu og leggja á viðinn, en leggja eigi eld að. Ákallið síðan nafn yðar guðs, en ég mun ákalla nafn Drottins. Sá guð, sem svarar með eldi, er hinn sanni Guð." Þá svaraði allur lýðurinn og sagði: ,,Þetta er vel mælt." Þá sagði Elía við spámenn Baals: ,,Veljið yður nú annað nautið og fórnið fyrst, því að þér eruð svo margir, og ákallið nafn yðar guðs, en leggið eigi eld að." Þá tóku þeir nautið og fórnuðu því og ákölluðu nafn Baals frá morgni og til hádegis og sögðu: ,,Baal, svara þú oss!" En þar var steinhljóð og ekkert svar. Og þeir höltruðu kringum altarið, sem þeir höfðu gjört. En er komið var hádegi, tók Elía að gjöra gys að þeim og mælti: ,,Kallið hárri röddu, því að hann er guð. Hann er hugsi, eða hefir brugðið sér burt, eða er farinn í ferð. Ef til vill er hann sofnaður og verður fyrst að vakna." En þeir kölluðu hárri röddu og ristu á sig skinnsprettur að sínum sið með sverðum og spjótum, uns þeim blæddi. En er komið var fram yfir hádegi, komust þeir í guðmóð, þar til bera átti fram matfórnina. En þar var steinhljóð og ekkert svar og engin áheyrn. Þá sagði Elía við allan lýðinn: ,,Gangið hingað til mín!" Og allur lýðurinn gekk til hans. Þá reisti hann við altari Drottins, er niður hafði verið rifið. Og Elía tók tólf steina, eftir ættkvíslatölu sona Jakobs - þess manns er orð Drottins hafði komið til, svolátandi: ,Ísrael skalt þú heita!` - og reisti af steinunum altari í nafni Drottins og gjörði skurð umhverfis altarið, á stærð við reit, er í fara tvær seur útsæðis. Síðan lagði hann viðinn á altarið, hlutaði sundur nautið og lagði það ofan á viðinn. Því næst mælti hann: ,,Fyllið fjórar skjólur með vatni og hellið yfir brennifórnina og viðinn." Þeir gjörðu svo. Þá mælti hann: ,,Gjörið það aftur." Og þeir gjörðu það aftur. Og enn mælti hann: ,,Gjörið það í þriðja sinn." Og þeir gjörðu það í þriðja sinn. Og vatnið rann allt í kringum altarið. Jafnvel skurðinn fyllti hann vatni. En í það mund, er matfórnina skyldi fram bera, gekk Elía spámaður fram og mælti: ,,Drottinn, Guð Abrahams, Ísaks og Ísraels! Lát í dag kunnugt verða, að þú ert Guð í Ísrael og ég þjónn þinn og að ég hefi gjört alla þessa hluti að þínu boði. Bænheyr mig, Drottinn! Bænheyr mig, að lýður þessi megi komast að raun um, að þú, Drottinn, ert hinn sanni Guð, og að þú snýrð aftur hjörtum þeirra." Þá féll eldur Drottins niður og eyddi brennifórninni, viðnum, steinunum og grassverðinum, og vatnið í skurðinum þurrkaði hann einnig upp. Og er allur lýðurinn sá það, féllu þeir fram á ásjónur sínar og sögðu: ,,Drottinn er hinn sanni Guð, Drottinn er hinn sanni Guð!" En Elía sagði við þá: ,,Takið höndum spámenn Baals. Látið engan þeirra komast undan!" Og þeir handtóku þá, og Elía fór með þá niður að Kísonlæk og banaði þeim þar. "
* Lúkas. 4: 1.-13.
En Jesús sneri aftur frá Jórdan, fullur af heilögum anda. Leiddi andinn hann um óbyggðina fjörutíu daga, en djöfullinn freistaði hans. Ekki neytti hann neins þá daga, og er þeir voru liðnir, var hann hungraður. En djöfullinn sagði við hann: ,,Ef þú ert sonur Guðs, þá bjóð þú steini þessum, að hann verði að brauði." Og Jesús svaraði honum: ,,Ritað er: ,Eigi lifir maðurinn á einu saman brauði." Þá fór hann með hann upp og sýndi honum á augabragði öll ríki veraldar. Og djöfullinn sagði við hann: ,,Þér mun ég gefa allt þetta veldi og dýrð þess, því að mér er það í hendur fengið, og ég get gefið það hverjum sem ég vil. Ef þú fellur fram og tilbiður mig, skal það allt verða þitt." Jesús svaraði honum: ,,Ritað er: Drottin, Guð þinn, skalt þú tilbiðja og þjóna honum einum." Þá fór hann með hann til Jerúsalem, setti hann á brú musterisins og sagði við hann: ,,Ef þú ert sonur Guðs, þá kasta þér hér ofan, því að ritað er: Hann mun fela englum sínum að gæta þín og: þeir munu bera þig á höndum sér, að þú steytir ekki fót þinn við steini." Jesús svaraði honum: ,,Sagt hefur verið: ,Ekki skalt þú freista Drottins, Guðs þíns."Og er djöfullinn hafði lokið allri freistni, vék hann frá honum að sinni.
* 1. Mós. 3: 1.-4 - 5.
Höggormurinn var slægari en öll önnur dýr merkurinnar, sem Drottinn Guð hafði gjört. Og hann mælti við konuna: "Er það satt, að Guð hafi sagt: Þið megið ekki eta af neinu tré í aldingarðinum'?" Þá sagði konan við höggorminn: "Af ávöxtum trjánna í aldingarðinum megum við eta, en af ávexti trésins, sem stendur í miðjum aldingarðinum, ,af honum,' sagði Guð, , megið þið ekki eta og ekki snerta hann, ella munuð þið deyja.'" Þá sagði höggormurinn við konuna: "Vissulega munuð þið ekki deyja!" En Guð veit, að jafnskjótt sem þið etið af honum, munu augu yðar upp ljúkast, og þið munuð verða eins og Guð og vita skyn góðs og ills."
* Op. 20: 2.
"Og hann tók drekann, þann gamla höggorm, sem er djöfull og Satan, og batt hann um þúsund ár."
* Mark. 8: 38;
"En þann sem blygðast sín fyrir mig og mín orð hjá þessari ótrú, syndugu kynslóð, mun mannsonurinn blygðast sín fyrir, er hann kemur í dýrð föður síns með heilögum englum."
* Lúk 10: 18;
"En hann mælti við þá: ég sá Satan hrapa af himni sem eldingu."
Lúk. 10: 19.-20.
Viðbót: "Ég hef gefið yður vald að stíga á höggorma og sporðdreka og yfir öllu óvinarins veldi. Alls ekkert mun yður mein gjöra. Gleðjumst samt ekki af því, að andarnir eru yður undirgefnir, gleðjist öllu heldur af hinu, að nöfn yðar eru skráð í himnum."
*Lúk. 12:5. "Ég skal sýna yður, hvern þér eigið að hræðast. Hræðist þann, er hefur vald að deyða og að því búnu varpa í helvíti. Já, ég segi yður, hræðist hann."
*2. Pét. 2: 4. "Ekki þyrmdi Guð englunum, er þeir syndguðu. Hann steypti þeim niður í undirdjúpin og setti þá í myrkrahella, þar sem þeir eru geymdir til dómsins."
*Júdasarbréf 6 vers. "Og englana, sem ekki gættu tignar sinnar, heldur yfirgáfu eigin bústað, hefur hann í myrkri geymt í ævarandi fjötrum til dóms hins mikla dags."
*Jes.14: 12.-15. "Hversu ertu hröpuð af himni þú árborna morgunstjarna! Hversu eru þú að velli lagður, undirokari þjóðanna! Þú sem sagðir í hjarta þínu; "Ég vil upp stíga til himins! Ofar stjörnum Guðs vil ég reisa veldistól minn! Á þingfjalli guðanna vil ég setjast að, yst í norðri. Ég vil upp stíga ofar skýjaborgunum, gjörast líkur Hinum hæsta!" Já, til Heljar var þér niður varpað, í neðstu fylgsni grafarinnar.
* 1. Jóh. 5: 9.-21.
Vér tökum manna vitnisburð gildan, en vitnisburður Guðs er meiri. Þetta er vitnisburður Guðs, hann hefur vitnað um son sinn. Sá sem trúir á Guðs son hefur vitnisburðinn í sjálfum sér. Sá sem ekki trúir Guði hefur gjört hann að lygara, af því að hann hefur ekki trúað á þann vitnisburð, sem Guð hefur vitnað um son sinn. Og þetta er vitnisburðurinn, að Guð hefur gefið oss eilíft líf og þetta líf er í syni hans. Sá sem hefur soninn á lífið, sá sem ekki hefur Guðs son á ekki lífið. Þetta hef ég skrifað yður, sem trúið á nafn Guðs sonar, til þess að þér vitið, að þér hafið eilíft líf. Og þetta er sú djörfung, sem vér höfum til hans: Ef vér biðjum um eitthvað eftir hans vilja, þá heyrir hann oss. Og ef vér vitum, að hann heyrir oss, um hvað sem vér biðjum, þá vitum vér, að oss eru veittar þær bænir, sem vér höfum beðið hann um. Ef einhver sér bróður sinn drýgja synd, sem er ekki til dauða, þá skal hann biðja, og Guð mun gefa honum líf, þeim sem ekki syndgar til dauða. Til er synd til dauða. Fyrir henni segi ég ekki að hann skuli biðja. Allt ranglæti er synd, en til er synd, sem ekki er til dauða. Vér vitum, að hver sem af Guði er fæddur syndgar ekki, sá sem af Guði er fæddur varðveitir hann og hinn vondi snertir hann ekki. Vér vitum, að vér tilheyrum Guði og allur heimurinn er á valdi hins vonda.Vér vitum, að Guðs sonur er kominn og hefur gefið oss skilning, til þess að vér þekkjum sannan Guð. Vér erum í hinum sanna Guði fyrir samfélag vort við son hans Jesú Krist. Hann er hinn sanni Guð og eilífa lífið.
Börnin mín, gætið yðar fyrir skurðgoðunum.
* Jóh. 17: 25.-26.
"Réttláti faðir, heimurinn þekkir þig ekki, en ég þekki þig, og þessir vita, að þú sendir mig. Ég hef kunngjört þeim nafn þitt og mun kunngjöra, svo að kærleikur þinn, sem þú hefur auðsýnt mér, sé í þeim og ég sé í þeim."
*Jóh. 8: 44. "Þér eigið djöfulinn að föður og viljið gjöra það, sem faðir yðar girnist. Hann er manndrápari frá upphafi og aldrei í sannleikanum, því í honum finnst enginn sannleikur. Þegar hann lýgur fer hann að eðli sínu, því hann er lygari og lyginnar faðir."
*1. Jóh. 3: 10. "Af þessu eru augljós börn Guðs og börn djöfulsins. Sá sem iðkar ekki réttlætið og elskar ekki bróður sinn heyrir ekki Guði til."
*Efes. 2. 13.-23.
Í honum eruð og þér, eftir að hafa heyrt orð sannleikans, fagnaðarerindið um sáluhjálp yðar og tekið trú á hann og verið merktir innsigli heilags anda, sem yður var fyrirheitið. Hann er pantur arfleifðar vorrar, að vér verðum endurleystir Guði til eignar, dýrð hans til vegsemdar. Eftir að hafa heyrt um trú yðar á Drottin Jesú og um kærleika yðar til allra heilagra, hef ég þess vegna ekki heldur látið af að þakka fyrir yður, er ég minnist yðar í bænum mínum. Ég bið Guð Drottins vors Jesú Krists, föður dýrðarinnar, að gefa yður anda speki og opinberunar, svo að þér fáið þekkt hann. Ég bið hann að upplýsa sálarsjón yðar, svo að þér skiljið, hver sú von er, sem hann hefur kallað oss til, hver ríkdómur hans dýrlegu arfleifðar er, sem hann ætlar oss meðal hinna heilögu, og hver hinn yfirgnæfandi máttur hans við oss, sem trúum. En þetta er sami áhrifamikli, kröftugi mátturinn, sem hann lét koma fram í Kristi, er hann vakti hann frá dauðum og lét hann setjast sér til hægri handar í himinhæðum, ofar hverri tign og valdi og mætti, ofar öllum herradómi og sérhverju nafni, sem nefnt er, ekki aðeins í þessari veröld, heldur og í hinni komandi. Allt hefur hann lagt undir fætur honum og gefið hann kirkjunni sem höfuðið yfir öllu. En kirkjan er líkami hans og fyllist af honum, sem sjálfur fyllir allt í öllu.
*Jóh. 3: 16.
"Því að svo elskaði Guð heiminn, að Hann gaf Son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á Hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf."
*Hebr. 9: 22.
"Og samkvæmt lögmálinu er þjónustuna. Og samkvæmt lögmálinu e það nálega allt, sem hreinsar með blóði, og eigi fæst fyrirgefning án úthellingar blóðs."
*Post. 4: 12.
"Ekki er hjálpræði i neinum öðrum. Og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld, sem getur frelsað oss."
*Post 12: 1.
"Um þessar mundir lét Heródes konungur leggja hendur á nokkra úr söfnuðinum og misþyrma þeim.
*1 Jóh. 5: 20.
"Vér vitum, að Guðs sonur er kominn og hefur gefið oss skilning, til þess að vér þekkjum sannan Guð fyrir samfélag vort við son hans Jesú Krist. Hann er hinn sanni Guð og eilífa lífið."
*Jóh. 10: 9.-11.
"Ég er dyrnar. Sá sem kemur inn og út og finna haga. Þjófurinn kemur ekki nema til að stela og slátra og eyða. Ég er kominn til þess, að þeir hafi líf, líf í fullri gnægð. Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina."
*Lúk. 4. kapítuli.
En Jesús sneri aftur frá Jórdan, fullur af heilögum anda. Leiddi andinn hann um óbyggðina fjörutíu daga, en djöfullinn freistaði hans. Ekki neytti hann neins þá daga, og er þeir voru liðnir, var hann hungraður. En djöfullinn sagði við hann: ,,Ef þú ert sonur Guðs, þá bjóð þú steini þessum, að hann verði að brauði." Og Jesús svaraði honum: ,,Ritað er: ,Eigi lifir maðurinn á einu saman brauði." Þá fór hann með hann upp og sýndi honum á augabragði öll ríki veraldar. Og djöfullinn sagði við hann: ,,Þér mun ég gefa allt þetta veldi og dýrð þess, því að mér er það í hendur fengið, og ég get gefið það hverjum sem ég vil. Ef þú fellur fram og tilbiður mig, skal það allt verða þitt." Jesús svaraði honum: ,,Ritað er: Drottin, Guð þinn, skalt þú tilbiðja og þjóna honum einum." Þá fór hann með hann til Jerúsalem, setti hann á brún musterisins og sagði við hann: ,,Ef þú ert sonur Guðs, þá kasta þér hér ofan, því að ritað er: Hann mun fela englum sínum að gæta þín og: þeir munu bera þig á höndum sér, að þú steytir ekki fót þinn við steini." Jesús svaraði honum: ,,Sagt hefur verið: ,Ekki skalt þú freista Drottins, Guðs þíns." Og er djöfullinn hafði lokið allri freistni, vék hann frá honum að sinni. En Jesús sneri aftur til Galíleu í krafti andans, og fóru fregnir af honum um allt nágrennið. Hann kenndi í samkundum þeirra, og lofuðu hann allir. Hann kom til Nasaret, þar sem hann var alinn upp, og fór að vanda sínum á hvíldardegi í samkunduna og stóð upp til að lesa. Var honum fengin bók Jesaja spámanns. Hann lauk upp bókinni og fann staðinn, þar sem ritað er: Andi Drottins er yfir mér, af því að hann hefur smurt mig. Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap, boða bandingjum lausn og blindum sýn, láta þjáða lausa og kunngjöra náðarár Drottins. Síðan lukti hann aftur bókinni, fékk hana þjóninum og settist niður, en augu allra í samkundunni hvíldu á honum. Hann tók þá að tala til þeirra: ,,Í dag hefur rætst þessi ritning í áheyrn yðar." Og allir lofuðu hann og undruðust þau hugnæmu orð, sem fram gengu af munni hans, og sögðu: ,,Er hann ekki sonur Jósefs?" En hann sagði við þá: ,,Eflaust munuð þér minna mig á orðtakið: ,Læknir, lækna sjálfan þig!` Vér höfum heyrt um allt, sem gjörst hefur í Kapernaum. Gjör nú hið sama hér í ættborg þinni." Enn sagði hann: ,,Sannlega segi ég yður, engum spámanni er vel tekið í landi sínu. En satt segi ég yður, að margar voru ekkjur í Ísrael á dögum Elía, þegar himinninn var luktur í þrjú ár og sex mánuði, og mikið hungur í öllu landinu, og þó var Elía til engrar þeirra sendur, heldur aðeins til ekkju í Sarepta í Sídonlandi. Og margir voru líkþráir í Ísrael á dögum Elísa spámanns, og enginn þeirra var hreinsaður, heldur aðeins Naaman Sýrlendingur."Allir í samkunduhúsinu fylltust reiði, er þeir heyrðu þetta, spruttu upp, hröktu hann út úr borginni og fóru með hann fram á brún fjalls þess, sem borg þeirra var reist á, til þess að hrinda honum þar ofan. En hann gekk gegnum miðja mannþröngina og fór leiðar sinnar. Hann kom nú ofan til Kapernaum, borgar í Galíleu, og kenndi þeim á hvíldardegi. Undruðust menn mjög kenningu hans, því að vald fylgdi orðum hans. Í samkunduhúsinu var maður nokkur, er haldinn var óhreinum, illum anda. Hann æpti hárri röddu: ,,Æ, hvað vilt þú oss, Jesús frá Nasaret? Ert þú kominn að tortíma oss? Ég veit, hver þú ert, hinn heilagi Guðs." Jesús hastaði þá á hann og mælti: ,,Þegi þú, og far út af honum." En illi andinn slengdi honum fram fyrir þá og fór út af honum, en varð honum ekki að meini. Felmtri sló á alla, og sögðu þeir hver við annan: ,,Hvaða orð er þetta? Með valdi og krafti skipar hann óhreinum öndum, og þeir fara." Og orðstír hans barst út til allra staða þar í grennd. Úr samkundunni fór hann í hús Símonar. En tengdamóðir Símonar var altekin sótthita, og báðu þeir hann að hjálpa henni. Hann gekk að, laut yfir hana og hastaði á sótthitann, og fór hann úr henni. En hún reis jafnskjótt á fætur og gekk þeim fyrir beina. Um sólsetur komu allir þeir, er höfðu á sínum vegum sjúklinga haldna ýmsum sjúkdómum, og færðu þá til hans. En hann lagði hendur yfir hvern þeirra og læknaði þá. Þá fóru og illir andar út af mörgum og æptu: ,,Þú ert sonur Guðs." En hann hastaði á þá og bannaði þeim að tala, því að þeir vissu, að hann var Kristur. Þegar dagur rann, gekk hann burt á óbyggðan stað, en mannfjöldinn leitaði hans. Þeir fundu hann og vildu aftra því, að hann færi frá þeim. En hann sagði við þá: ,,Mér ber og að flytja hinum borgunum fagnaðarerindið um Guðs ríki, því að til þess var ég sendur." Og hann prédikaði í samkundunum í Júdeu.
*Op. 5 kapítuli.
Í hægri hendi hans, er í hásætinu sat, sá ég bók, skrifaða innan og utan, innsiglaða sjö innsiglum. Og ég sá sterkan engil, sem kallaði hárri röddu: ,,Hver er maklegur að ljúka upp bókinni og leysa innsigli hennar?" En enginn var sá á himni eða jörðu eða undir jörðunni, sem lokið gæti upp bókinni og litið í hana. Og ég grét stórum af því að enginn reyndist maklegur að ljúka upp bókinni og líta í hana. En einn af öldungunum segir við mig: ,,Grát þú eigi! Sjá, sigrað hefur ljónið af Júda ættkvísl, rótarkvistur Davíðs, hann getur lokið upp bókinni og innsiglum hennar sjö." Þá sá ég fyrir miðju hásætinu og fyrir verunum fjórum og öldungunum lamb standa, sem slátrað væri. Það hafði sjö horn og sjö augu, og eru það sjö andar Guðs, sendir út um alla jörðina. Og það kom og tók við bókinni úr hægri hendi hans, er í hásætinu sat. Þegar það hafði tekið við henni, féllu verurnar fjórar og öldungarnir tuttugu og fjórir niður frammi fyrir lambinu. Þeir höfðu hver um sig hörpu og gullskálar, fullar af reykelsi, það eru bænir hinna heilögu. Og þeir syngja nýjan söng: Verður ert þú að taka við bókinni og ljúka upp innsiglum hennar, því að þér var slátrað og þú keyptir menn Guði til handa með blóði þínu af sérhverri kynkvísl og tungu, lýð og þjóð. Og þú gjörðir þá, Guði vorum til handa, að konungsríki og prestum. Og þeir munu ríkja á jörðunni. Þá sá ég og heyrði raust margra engla, sem stóðu hringinn í kringum hásætið og verurnar og öldungana, og tala þeirra var tíu þúsundir tíu þúsunda og þúsundir þúsunda. Þeir sögðu með hárri röddu: Maklegt er lambið hið slátraða að fá máttinn og ríkdóminn, visku og kraft, heiður og dýrð og lofgjörð. Og allt skapað, sem er á himni og jörðu og undir jörðunni og á hafinu, allt sem í þeim er, heyrði ég segja: Honum, sem í hásætinu situr, og lambinu, sé lofgjörðin og heiðurinn, dýrðin og krafturinn um aldir alda. Og verurnar fjórar sögðu: ,,Amen." Og öldungarnir féllu fram og veittu lotningu.
*Op. 20: 4.-6.*
"Og ég sá hásæti og menn settust í þau og dómsvald var þeim fengið, og ég sá sálir þeirra, sem hálshöggnir höfðu verið sakir vitnisburðar Jesú og sakir orðs Guðs. Það voru þeir hinir sömu sem höfðu ekki tilbeðið dýrið né líkneski þess og ekki fengið merki á enni sér og hönd. Og þeir lifnuðu og ríktu með Kristi um þúsund ár. En aðrir dauðir lifnuðu ekki fyrr en þúsund árin voru liðin. Þetta er fyrri upprisan. Sæll og heilagur er sá, sem á hlut í fyrri upprisunni. Yfir þeim hefur hinn annar dauði ekki vald, heldur munu þeir vera prestar Guðs og Krists og þeir munu ríkja með honum um þúsund ár."
21.1.2008 | 21:24
Er Biblían Guðsorð?
Er Biblían Guðsorð?
H.W.Á og H.S. 1955
Útgefandi:
Sigurður Jónsson, Bjarnastöðum
Grímsstaðarholti.
Útbýtt ókeypis.
Engin bók hefur verið gefin út á eins mörgum tungumálum og Biblían, engin bók í eins mörgum eintökum og Biblían, menn hafa rætt um hana, og deilt um hana, og vísindamenn hafa reynt með tækni sinn að sanna að ýmislegt í henni gæti ekki staðizt eftir þeirra dómi, en Biblían hefir staðizt.
Sumir segja, að Biblían sé ekkert annað en saga þeirrar þjóðar, sem reit hana, og margir telja hana fulla af mótsögnum. Enn aðrir vilja vinsa úr henni það, er þeim líkar, en hafna hinu, eins og menn gera yfirleitt með öll mannanna verk.
Ef við athugum Biblíuna sjáum við, að hún er svo snilldarlega rituð, að það er hverjum manni ofviða að skrifa slíka bók af eigin hyggjuviti.
Athugum til dæmis í gamla testamentinu þær lífsreglur, sem þar eru settar mönnum til eftirbreytni. Lesum spádómana, sem skrifaðir voru fyrir þúsundum ára síðan, hversu þeir hafa komið fram, og eru enn að rætast fyrir augum vorum. Til dæmis hin óviðjafnanlegu Móse lög, svo sem þetta í 5. Mós. 22: 1.-3: "Þegar þú sér naut eða sauð bróður þíns á slæðingi, þá skalt þú ekki ganga fram hjá þeim, heldur skal þú reka þau aftur til bróður þíns. En ef bróðir þinn býr eigi í grennd við þig eða ef þú þekkir hann ekki, þá skalt þú taka það heim til þín og hafa hjá þér, unz bróðir þinn leitar þess; þá skalt þú fá honum það aftur. Eins skalt þú fara með asna hans, og eins skalt þú fara með klæðnað hans, og eins skalt þú fara með hvern þann týndan hlut, er bróðir þinn hefir misst og þú fundið; þú mátt eigi leiða það hjá þér."
Ennfremur um orðheldni:
5. Mós. 23: 23. "Það, sem komið hefir yfir varir þínar skalt þú halda og breyta eftir því, eins og þú sjálfviljuglega hefir heitið Drottni, Guði þínum, það sem þú hefir talað með munni þínum."
Mós. 16: 19. "Þú skalt eigi halla réttinum, þú skalt eigi gjöra þér mannamun og eigi þiggja mútur, því að mútan blindar augu hinna vitru og umhverfir máli hinna réttlátu. Réttlætinu einu skalt þú framfylgja, til þess að þú megir lifa og fá til eignar landið, sem Drottinn, Guð þinn gefur þér."
5. Mós. 19. 14. -15. "Þú skalt eigi færa úr stað landamerki náunga þíns, þau er forfeðurnir hafa sett á arfleið þinni, er þú munt eignast í landinu sem Drottinn, Guð þinn gefur þér til eignar. Eigi skal eitt vitni koma fram gegn manni, þá er um einhvern glæp eða einhverja synd er að ræða - hvaða synd sem það nú er, sem hann hefir drýgt; því aðeins skal framburður gildur vera, að tveir eða þrír vottar beri."
5. Mós. 24: 19. "Þegar þú sker upp korn á akri þínum, og gleymir kornbundinni úti á akrinum, þá skalt þú ekki snúa aftur og sækja það, útlendingurinn, munaðarleysingin og ekkjan mega fá það, til þess að Drottinn, Guð þinn blessi þig í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur."
5. Mós 24: 14. "Þú skalt eigi beita fátækan og þurfandi daglaunamann ofríki, hvort sem hann er einn af bræðrum þínum, eða útlendingum þeim, er dvelja í landi þínu - en þú skalt greiða honum kaup hans sama daginn áður en sól er sezt, því að hann er fátækur og hann langar til að fá það."
5. Mós. 24: 17. "Þú skalt ekki halla rétti fátæks manns eða munaðarleysingja, og þú skalt ekki taka fatnað ekkjunnar veði."
Og það er mjög mikið af slíkum algildum lögum, sem enn í dag eru hrein fyrirmynd í manúð og réttlæti, enda eru þetta Guðs lög, sem ekki þurfa endurskoðunar við.
Þegar Kristur spáði um eyðileggingu Jerúsalemborgar, og þá einkum Musterisins, hefir hann auðsjáanlega haft spádóminn í Davíðssálmi 74: 7. í huga, þar stendur:
"Þeir hafa lagt eld í helgidóm þinn. Vanhelgað bústað nafns þíns niður að jörðu." Kristur sagði, að ei myndi verða þar steinn yfir steini," þar er allt brennt og rifið niður að jörðu. Vér sjáum því að Kristur þorði að byggja spádóm sinn á þessum spádómsorðum þó gömul væru, og þetta rættist nákvæmlega allt, um árið 70. Steinarnir tala, og jörðin sjálf vitnar um sannleiksgildi Biblíunnar, og um þá dýrð Guðs, sem er opinberuð í Jesú Kristi Drottni vorum. Lesið Biblíuna, ekki til að leita að ímynduðum mótsögnum í henni, heldur til að finna sannlekann, Guð mun láta þig finna lykilinn að sannleikanum, Jesú er sannleikurinn og lífið, hættu ekki fyrr en þú finnur hann.
Öll hin sterkustu og beztu rök fyrir því, að Biblían sé Guðs orð, fáum vér hjá Kristi sjálfum, og því er skeði í sambandi við hann. Hann staðfesti svo að segja öll rit Gamla testamentisins. Kristur spurði Gyðinga eitt sinn: "Hver von er til þess að þið trúið mér eða mínum orðum, þar eð þér trúið ekki Móse bókum." Jóh. 5: 47.
Með þessu gaf hann ótvírætt í skyn, að Biblíugagnrýnendur, og þeir er gagnrýna Krist, væru í sama flokki manna.
Það er ætlunarverk Biblíunnar að opinbera hugsanir Guðs, verk hans og dóma. Kristur er hinn eini algildi fulltrúi þessara hugsana; það er hann, sem vinnur verkið og framkvæmir dómana. Vér vitum alls ekkert um Krist nema það, sem Biblían skýrir oss frá. Það er engum efa undirorpið, að samkvæmt Krists eigin orðum í Nýja testamentinu, þá trúði hann því, að hann væri sendur af Guði, til að uppfylla hina mörgu spádóma Gamla testamentisins um Messías.
Er flokkur vopnaðra manna kom í Grasgarðinn til þess að handtaka Jesú, þá sagði hann: "Þetta er framkomið svo að ritningarnar rætist." Mark. 14: 49.
Mörg af orðum Krists á krossinum eru tekin úr sálmum Davíðs, svo sem "Guð minn, Guð minn, hví hefir þú yfirgefið mig?" "Það er fullkomnað," og "Faðir í þínar hendur fel ég anda minn."
Athyglisverð eru spádómsorð Jesaja 50: 6. um þá meðferð sem Kristur sætti af óvinunum. "Ég bauð bak mitt þeim, sem börðu mig, og kinnar mínar þeim, sem reyttu mig; ég byrgi eigi ásjónu mína fyrir háðungum og hrákum."
En það, sem ef til vill sannar bezt af öllu Guðlegt gildi og Guðlegan innblástur Biblíunnar, eru óvinir Krists, bæði Gyðingar og heiðnir Rómverjar, og það hversu nákvæmlega þeir uppfylltu spádómana, alls óafvitandi um, að þeir væru að því og að Kristur sjálfur (mannlega séð), gat engu um það ráðið, eins og til dæmis það, að það voru tveir ræningjar krossfestir með honum, hvar gröf hans skyldi vera, að hann var með illræðismönnum talinn, og að Júdas seldi hann fyrir 30 silfurpeninga, (þrælsverð). Að leirkerasmiðsakur var keyptur fyrir þá peninga. Hvernig hinir 4 hermenn, er krossfestu Krist skiptu með sér klæðum hans, allt saman samkvæmt mörg hundruð ára gömlum spádómum Biblíunnar. Ekki vissu heiðnir Rómverjar, að samkvæmt spádómum mátti ekki brjóta fótleggi hans, eins og ræningjanna, en í þess stað átti að leggja hann spjóti í síðuna. Hvernig gat nú Kristur komið því til leiðar að allt þetta rættist á honum?
Hver sá, er vill teljast hafa heilbrigða skynsemi, verður að játa, að uppfylling allra þessara spádóma, ásamt mjög mörgum öðrum, sem ekki eru taldir hér, bendir ótvírætt til þess að Kristur sé hinn Guðdómlegi Messías spámannanna, og ólíkur öllum öðrum er hér hafa lifað á þessari jörð. En Guðs orð er sem tvíeggjað sverð, sem sker til beggja hliða. Ef Kristur er Guðdómleg persóna, af því að ritningarnar spá um hann, þá hljóta ritningarnar - það er að segja frumritin, eins og þau voru rituð - einnig að vera Guðdómleg af því að Kristur staðfestir þau.
Rætast hlaut ritning sú, er Heilagur andi hafði fyrir sagt, fyrir munn Davíðs um Júdas, sem gjörðist leiðtogi þeirra er höndluðu Jesúm." Post. 1: 16.
En Pétur og Lúkas eru hér sem annars staðar ekki í vafa um að þeir er rituðu Gamla testamentið hafi verið innblásnir af Heilögum anda.
Lesum Nýja testamentið, frásagnir um Jesú, kærleika hans og breytni, og hvernig hann í dæmisögum og prédikunum ávallt benti mönnum á að snúa sér til Guðs og láta af hinu illa.
Hver hefur skrifað Biblíuna? Það gerðu ýmsir menn, en Guð lagði þeim orð í munn. Um Guðlegt gildi Biblíunnar eru til mörg og samhljóða vitni, og skal hér benda á nokkra slíka vitnisburði, sem allir eru á einn veg.
Pétur segir:
"Ekki fylgjum vér spaklega uppspunnum skröksögum." Páll segir: "Ég veit á hvern ég hef sett traust mitt, og ég er sannfærður."
Jóhannes segir:
"Vér vitum ... vér þekkjum .... "Þetta er 27 sinnum endurtekið af honum, og ennfremur: "Efni vort er það, sem var frá upphafi, það, sem vér höfum heyrt, það, sem vér höfum séð með augum vorum, sem vér horfum á og hendur vorar þreifuðu á, það er orð lífsins."
Jakob spyr: "Haldið þér að ritningin fari með hégóma?" Kristur segir: "Ef sá er nokkur, sem vill gjöra vilja hans.... hann mun komast að raun um, hvort kenningin er frá Guði." Jóh. 7: 17.
Nú er það svo, hér á þessari jörð, að til þess að fá atvinnu þarf einhverja lágmarks þekkingu, og þar eð við getum ekki unnið eða tekið að okkur verk, sem menn hafa undirbúið, er þá hægt að búast við að við getum skilið bók Guðs, sem er full af Guðdómlegri speki, nema fá einhverja tilsögn, eða hjálp, og hver á að gefa slíka tilsögn? Vitanlega höfundur Biblíunnar, Guð. - Í 2. Pét. 1: 20.-21. stendur: "Vitið það umfram allt, að enginn ritningar-spádómur verður þýddur af sjálfum sér. Því að aldrei var nokkur spádómur borinn fram af vilja manns, heldur töluðu menn frá Guði, knúðir af Heilögum anda." Það er því augljóst, að án hjálpar Guðs anda verður Biblían ekki skilin réttilega.
Leitum því til Guðs í anda bænarinnar um hjálp til skilnings á orði hans svo framalega sem vér viljum eignast þá speki og þann sannleik, sem Biblían hefir að geyma, þá viðjum við Guð að gefa oss skilning og trú á bók bókanna, sýnum þolinmæði og úthald í bæn og lestri Guðs orðs, allt sem einhvers er vert kostar fyrirhöfn. Tökum til dæmis tónlistina, margt er það í henni, sem verður því ánægjulegra sem menn heyra það oftar, en flestir, sem unna tónlist telja það ekki eftir sér að leggja á sig nokkurt erfiði til að fá notið hennar, og ef um skemmtanir er að ræða leggja margir á sig ferðalög og önnur óþægindi. Er þá ekki leggjandi á sig að fórna nokkrum kvöldstundum til bænahalds og Biblíulestrar með alvarlegri íhugun, ef það gæti leitt til trúar og veitt þann frið, sem er öllu öðru æðri?
Þú, sem þetta lest, ertu ánægður og sæll? Geta skemmtanirnar, sem þú sækir veitt þér þann frið og öryggi hjartans, sem þú sækir veitt þér þann frið og öryggi hjartans, sem hverjum manni er eðlilegt að þrá, og hver manns sál þarfnast? Er það ekki heldur þannig, að þú sækir meir, sem þú teygar af hinum óhreinu lindum þessa heims, því meir þyrstir þig, og þannig vaxa nautnirnar unz þær eru orðnar að spillingu, sem þú ræður ekki lengur við, ein syndin býður annarri heim, og maðurinn er orðinn þræll áður en hann veit af. Þeir, sem ekki hafa eignast trú á Jesúm Krist sem sinn persónulega frelsara, geta ekki skilið, að hinir trúuðu skuli ekki hafa ánægju af að sækja skemmtanir heimsins, sumir halda að trúin eða trúarlífið sé svo strangt, að þeim sé ekki leyfilegt að sækja skemmtanir yfirleitt, en því er ekki þann veg farið, heldur hafa trúaðir aðrar hollari og betri skemmtanir. Guðsbarnið gleður sig í Guði, sínum kærleiksríka föður, en forðast allt það er óvinurinn teflir fram, og sem er ætlað mönnum til falls og hvar af kemur fjöldi synda.
Munum, að það var einmitt vegna þessara vorra synda, sem Kristur dó á krossi, og að það skeði allt samkvæmt ritningunum. Látið engar mannlegar kennisetningar villa yður sýn, því hér er alltof mikið í húfi, þín eigin velferð og ef til vill margra annarra. Hver hefir fórnað meiru en Kristur? Hver sýnt meiri kærleika mér eða þér? Hverjum er frekar óhætt að treysta í þeim málum, sem við ráðum ekki við sjálfir? Er ekki þín eigin sál það dýrmætasta, sem þú átt? Líftryggðu þig hjá Guði, Kristur er meðalgangari vor hjá honum, sú líftrygging, sem Kristur veitir, fellur aldrei úr gildi, hann veitir oss eilíft líf. Kjósum þá lífið. Hjálpræðið er í Kristi!
Hallgrímur Pétursson segir:
"Fullkomnað lögmál fyrir þig er,
fullkomnað gjald til lausnar þér,
fullkomnað allt, hvað fyrr var spáð,
fullkomna skaltu eignast náð."
Passíusálmur 43: 15 erindi.
Trúmál og siðferði | Breytt 22.1.2008 kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
19.1.2008 | 00:21
Er nokkur hagur að blóta?
Er nokkur hagur að blóta?
Smárit
eftir
Séra Friðrik Friðriksson
frá árinu 1902
Orð, sem eiga erindi til vor
enn í dag.
"Eigi saurgar það manninn, sem inn fer í munninn, heldur það, sem út fer af munninum, það saurgar manninn." Matt. 15: 11.
Útgefandi: KFUM & KFUK, Akureyri
Akureyri 1983.
Er nokkur hagur að blóta?
Þegar ég heyri einhvern blóta og ragna eins og hann ætli öllu að sökkva, dettur mér oft í hug: "Hvaða hag skyldi hann sjá sér í þessu?" Ég hefi velt þessu spursmáli fyrir mér á ýmsar hliðar, en ekki getað séð eða skilið, að menn hefðu nokkurt gagn af blótsyrðum sínum. Ég hefi reynt að skoða það frá ýmsum hliðum, þar á meðal þessum:
Er nokkur hagur í því
- a) í Guðs augum? Nei. Í Guðs augum er það synd og andstyggð. Hann hefir sagt: "Fyrir hvert illyrði, sem mennirnir mæla, skulu þeir á dómsdegi reikningsskap lúka!"
- b) En í augum trúaðra manna? Nei, í þeirra augum er það svívirðilegt hneyksli.
- c) En þá í augum siðaðra manna? Nei. Þótt þeir séu vantrúaðir, álíta þeir blót argasta dónaskap og merki upp á siðleysi. -
- d) Fegrar það málið? Nei, fjarri fer því.
- e) Gjörir það málið kröftugra? Nei, því að það eru meiningarlausir hortittir. Það er haft án tillits til efnis og innihalds út í bláinn. Margir brúka það, hvernig sem á stendur við ljótt eða fallegt, illt og gott. Ef þeir í leik missa marks, bölva þeir, ef þeir eru svo heppnir að ná marki, bölva þeir líka. Ef þeir tapa slag í spilum, bölva þeir og eins ef þeir vinna. Ef þeir draga fisk úr sjó, bölva þeir af gleði; ef þeir ekkert fá, hafa þeir sömu orðin í bræði. - Það er því að eins þvaður út í bláinn. -
Ef beztu umhugsun hefi ég þannig komizt að raun um, að blót er:
Synd og viðurstyggð fyrir Guði, hneyksli trúuðum mönnum, siðleysi í augum siðaðra manna, lýti og hortittir í málinu og meiningarlaust þvaður og sjálfsmótsögn eftir innihaldinu.
Hvað er unnið við það? Ef einhverjir af þeim, sem hafa fengið mikla æfingu og þar af leiðandi reynslu í þessari fögru (!!) list, vilja gjöra svo vel að sannfæra mig með gildum rökum í hverju tilliti hagur sé að blóta, mun ég vera þeim mjög þakklátur fyrir, því að ég get ekki séð hvar hann er fólginn. Friðrik Friðriksson.
Jesús sagði: "Hvern þann, sem drekkur af vatninu, sem ég mun gefa honum, mun aldrei að eilífu þyrsta, heldur mun vatnið, sem ég mun gefa honum, verða í honum að lind, er sprettur upp til eilífs lífs."Jóh. 4: 13.-14."
En hjá þér er fyrirgefning, svo að menn óttist þig." Sálm. 130: 4.
"Börnin mín. Þetta skrifa ég yður, til þess að þér skulið ekki syndga; og jafnvel þótt einhver syndgi, þá eigum vér árnaðarmann hjá föðurnum, Jesúm Krist, hinn réttláta." 1. Jóh. 2.-1.
Við freistingum gæt þín og falli þig ver,
því freisting hver unnin til sigurs þig ber.
Gakk öruggur rakleitt mót ástríðu her,
en ætíð haf Jesúm í verki með þér.
Hinn vonda soll varast, en vanda þitt mál,
og geymdu nafn Guðs þíns í grandvarri sál.
Ver dyggur, ver sannur, því drottinn þig sér,
haf daglega Jesúm í verki með þér.
Hver sá, er hér sigrar, skal sigurkrans fá,
í trúnni vér vinnum, þótt verði margt á,
því sá, er oss hjálpar, við hrösun oss ver.
Ó, hafðu þinn Jesúm í verki með þér.
H. R. Palmer. - M. Joch. þýddi.
HÉR LÝKUR SJÁLFU RITINU.
Viðbót:
Hvaða orð eru það sem eru blótsyrði?
Margir gera sér ekki grein fyrir að ansi, andsvíti, déskoti, púki, púkó, shit og fucking séu blótsyrði
Shit = fjandinn; andskotinn (shit þýðir ýmisleg fleira eins og t.d. drit, skíthæll)
Fucking = bölvaður, andskotans, fjárans.
Þetta er bara smá brot af blótsyrðum. Því miður eru blótsyrði notuð eins og lýsingarorð. T.d. að lýsa hvað maturinn var góður?? Persónulega finnst mér þegar fólk bölvar og notar slík orð sem lýsingarorð, oft vera vegna kunnáttuleysi í íslensku. Margir taka ekki eftir því þegar þau blótar fyrr en einhver segir þeim að þau hafi verið að blóta. Þetta er ljótur vani.
Fyrir mörgum, mörgum árum var ég beðin ásamt fleiri unglingum í kirkjunni minni í Reykjavík að gefa smárit á Verkalýðsdaginn, 1 maí. Ritið heitir "Algjör bylting" og er rautt með svörtu letri. Við gengum niður Laugaveginn og gáfum fólki ritið sem var í kröfugöngu. Þegar við komum niður á Lækjartorg hitti ég fullorðinn mann og bauð honum smárit. Hann sagðist ekki vilja svona Kommúnistarit. Ég svaraði glöð að þetta væri ekki Kommúnistarit heldur Kristilegt rit og skýrði það nánar. Þá sagði maðurinn setningu sem ég hef ekki gleymt því mér fannst orðin sem sögð voru, ógeðsleg. Maðurinn sagði: "Farðu til helvítis". Ég sem betur fer svaraði og sagði: "Nei, ég vil ekki fara þangað". Ég man að maðurinn var mjög hissa yfir svari mínu og glápti á mig. Hvaða kjáni er þetta hefur hann kannski hugsað! Kannski var hann hissa að ég þorði að segja nei þegar hann var búinn að segja þessi ljótu orð við mig. Hvað hann hugsaði veit ég ekki og langar ekki að vita það en að óska þess að einhver fari til helvítis finnst mér viðbjóðslegt. Fólk er að ákalla hinn Vonda og hans illu öfl yfir sig og heimili sitt en því miður gerir fólk sér ekki grein fyrir alvöru málsins. Oft hef ég heyrt foreldra bölva þegar þau eru reið við börnin sín. Þau eru í raun að ákalla ill öfl yfir sig og börn sín. Ég viðurkenni að ég finn fyrir sársauka innra með mér þegar ég hef orðið vitni af slíku. Hræðileg framkoma við börnin sem eru gjöf frá Guði. Samkvæmt orði Guðs er það synd að bölva. Það er alveg jafn ljótt að nota ensk orð "fucking!" eða "shit!" Vona að fólk sem notar þessi orð viti hvað þau þýða en það er kannski stóra spurningin?? Ætli fólki finnist vægi enska orðsins minna en þess íslenska eins og t.d. fucking?
Vildi óska að ég væri betri manneskja og myndi aldrei segja neitt ljótt. Margt sem við segjum er ljótt þó svo að það sé ekki blótsyrði. Og hugsanir okkar eru oft slæmar.
Guð hjálpi okkur öllum að vanda mál okkar og læra hvað er rétt og hvað er rangt.
Rósa Aðalsteinsdóttir Ási Vopnafirði.
Trúmál og siðferði | Breytt 23.1.2008 kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)