Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
16.1.2008 | 23:53
Biblían og Spíritisminn
Biblían og Spíritisminn
Höfundur: Benedikt Arnkelsson cand. theol.
Útgefandi: Orð Dagsins Glerárgötu 1, 600 Akureyri.
5 útgáfa 2003. Samtals hafa verið gefin út 17.000 þúsund eintök.
Prentun Offsetstofan.
Sett á netið með leyfi útgefanda sem er Jón Oddgeir Guðmundsson.
Hann rekur búð með kristilegu efni á Akureyri. Búðin heitir "Litla húsið."
Hann gefur út Öskjurnar "Orð Guðs til þín" "Bílabænina, Sjóferðabænina, Mótorhjólabænina, ofl." Nýjasta er lyklakippa með bílabæninni.
Einnig heldur hann úti símaþjónustu: "Orð dagsins" Sími: 462 1840
Dulhyggja, galdratrú og ýmislegt kukl hefur mjög breiðst út um hinn vestræna heim á seinni árum. Hvers konar "einkennilegir atburðir" vekja eftirtekt og menn leggja stund á fræði sem talin voru tilheyra miðaldasögunni.
Fullyrt er að í Frakklandi séu fleiri seiðmenn, sem starfa opinberlega, en læknar. Í héraðinu Normandí eru meira en þrjú hundruð kapellur helgaðar dultrúarathöfnum.
Álög og galdratrú eru við lýði í Þýskalandi. Tíu þúsund seiðkarlar og seiðkerlingar á Ítalíu mótmæltu því fyrir nokkru að stjórnin neitaði að viðurkenna starfsgrein þeirra og vildi ekki veita þeim sem stétt almannatryggingar og ellilífeyri.
Lög um galdrakukl voru afnumin í Englandi árið 1951. Nú eru galdrar algengir þar.
Börn eru helguð Satan á Vesturlöndum.
Fyrsta "Satanskirkjan" var vígð í San Fransiskó í Bandaríkjunum árið 1955. Nokkrum árum síðar var fullyrt að safnaðarmenn væru orðnir tíu þúsund. Menn dýrka Satan jafnvel á Norðurlöndum, t.d. í Noregi. Þar hafa þeir kveikt í kirkjum. Mannát hefur átt sér stað við athafnir Satansdýrkenda.
Margir sökkva sér niður í austræna heimspeki og iðka svonefnda hugleiðslu. - Þannig má lengi telja.
Spíritisminn er eins konar dultrúarstefna og virðist eiga miklu fylgi að fagna hér á landi. Innlendir og útlendir miðlar halda fundi og tala í útvarp og sjónvarp og spíritistafélög eru stofnuð.
Spíritismi er það að reyna að komast í samband við dáið fólk. Forsendan er sú að menn lifi áfram og að unnt sé að ná tali af þeim. Spíritistar eru sannfærðir um að það hafi tekist. Það gerist jafnan fyrir tilstilli miðla. Þeir virðast stundum falla í einhvers konar mók, sem kallað er trans, og telja sig tala við dauða menn og flytja skilaboð til þeirra eða frá þeim eða dauðir menn tali með munni þeirra og raddböndum. Stundum segjast þeir geta læknað sjúkdóma og þeir njóti þá hjálpar framliðinna lækna.
Sálfræðingar eru ekki á eitt sáttir um hvernig eigi að skýra þetta - eða jafnvel hvort þetta sé til. Ýmsir ætla að hér sér eingöngu um að ræða sálræna hæfileika. Menn tala um fjarskynjun eða hugsanaflutning, t.d. frá fundarmönnum til miðilsins. Nefnd er hlutskyggni, hæfileiki til að skynja liðna sögu hluta og þá einnig sögu manna, og kunni miðillinn að hafa slíka eiginleika.
Enn eru þeir sem eru sannfærðir um að illir andar séu á ferðinni til að blekkja menn og leiða þá í villu. Svo er um fyrrverandi miðil að nafni Rose Bevill. Hún segir að það hafi lokist upp fyrir sér að hún hafi verið dregin á tálar af djöflinum. Og hún varar menn ákaft við spíritismanum og kallar hann blómum stráðan helveg. Hún sneri sér til Jesú Krist og varð ný manneskja (Asbjøn Kvalbein: Okkultisme og åndetro i Bibelens lys, Osló; Rose Bevill: Andatrúin afhjúpuð *)
Hvað segir Biblían?
Biblían er bók Guðs. Hún er orð hans. Hvað segir hún um illa anda og um spíritismann, að leita sambands við hina dauðu? Hún skýrir frá tilveru djöfulsins og illra anda. Það þarf t.d. ekki að lesa lengi í guðspjöllunum þar til við rekumst á frásögur af því er Jesús rak illa anda út af mönnum. Þeir höfðu farið í þá og náð tökum á þeim. Sjá t.d. Lúkas 8: 26.-39.* Já, áður en Jesú hóf starf sitt opinberlega háði hann harða baráttu við hinn vonda. Hann sigraði hann og notaði orð ritningarinnar í þeirri glímu. Þess vegna er ritningin einnig okkar vopn og viðmiðun. Það er skemmst frá því að segja að ritningin bannar allt samband við anda. Andasæringar og miðilsfundir voru þekkt fyrirbrigði meðal heiðinna þjóða á tímum Gamla testamentisins. Þegar Guð fræddi Ísraelsmenn um þessi mál líkti hann því við ótrúmennsku í hjónabandi að koma nálægt andasæringum. Það var meira að segja svo alvarlegt að fyrirskipað var í lögmálinu að þeir, sem færu með slíka hluti, skyldu líflátnir:
"Sá sem leitar til særingaranda og spásagnaranda til þess að taka fram hjá með þeim, gegn honum vil ég snúa augliti mínu og uppræta hann úr þjóð sinni. Helgist og verið heilagir því að ég er Drottinn Guð yðar." 3. Mós. 20: 6.-7.
"Þegar þú kemur inn í landið, sem Drottinn Guð þinn gefur þér, þá skalt þú ekki taka upp svívirðingar þessara þjóða. Eigi skal nokkur finnast hjá þér sá er láti son sinn eða dóttur ganga gegnum eldinn eða sá er fari með galdur og spár eða fjölkynngi eða töframaður eða gjörningamaður eða særingamaður eða spásagnamaður eða sá er leiti frétta af framliðnum. Því að hver sá er slíkt gjörir er drottni andstyggilegur og fyrir slíkar svívirðingar rekur Drottinn Guð þinn þá burt undan þér. Þú skalt vera grandvar gagnvart Drottni Guði þínum. Því að þessar þjóðir, er þú rekur nú burt, hlýða á spásagnamenn og galdramenn en þér hefir Drottinn Guð þinn eigi leyft slíkt." 5. Mós 18: 9.-14.
Sál konungur
Gamla testamentið segir raunar frá miðilfundi. Sál Kísson var fyrsti konungur Ísraelsmanna. Hann var dugmikill herforingi. En hann óhlýðnaðist Guði og þá fór að síga á ógæfuhliðina.
Nú hafði sál gert alla særingamenn og spásagnamenn landræka og var það í samræmi við vilja Guðs. Sál átti í ófriði við Filista. Hann missir móðinn og Drottinn svarar honum ekki þegar hann leitar hans.
Þá skipar Sál þjóum sínum að leita uppi miðil. Það tekst og hann fer á fund særingakonu, dulbúinn. Hún uppgötvar hver hann er og verður skelfd. Um þennan miðilsfund má lesa nánar í 1. Samúelsbók. 28* og verður sagan ekki rakin hér frekar.
En á það skal sérstaklega bent að Sál vissi að hann átti ekki að leita frétta af framliðnum en hann gerir það samt þegar hann hefur yfirgefið Guð og Guð hefur yfirgefið hann.
Sál batt sjálfur enda á líf sitt og eru athyglisverð orð Biblíunnar þegar hún greinir frá dauða hans: "Þannig lét Sál líf sitt sakir ótrúmennsku sinnar við Drottin, sakir þess að hann eigi varðveitti boð Drottins og einnig sakir þess að hann hafði gengið til frétta við vofu," 1. Kron. 10:13.
Falsspámenn voru þeir menn nefndir sem fluttu boðskap í andstöðu við orð Guðs. Svo virðist sem þessir falsspámenn hafi hvatt fólk til að taka mark á furðulegum fyrirbærum og gefa gaum að "fréttum að handan." Jesaja var einn af þjónum Drottins sem falið var m.a. að tala á móti þeim. Hann segir: Ef þeir segja við yður: "Leitið til særingamanna og spásagnamanna sem hvískra og umla! Á ekki fólk að leita frétta hjá guðum sínum og leita til hinna dauðu vegna hinna lifandi?" - Þá svarið þeim: "Til kenningarinnar og vitnisburðarins!" Jes. 8:19.-20. Menn áttu ekki að leita til andaheimsins heldur gefa gaum að orðinu frá Drottni og útskýringu þess.
Það fer ekki á milli mála að Gamla testamentið bannar algjörlega allar tilraunir til að komast í samband við framliðna. Slíkt athæfi er talið til svívirðinga sem tíðkast meðal heiðinna þjóða.
Er bannið fallið úr gildi?
Nú er ýmislegt í Gamla testamentinu fallið úr gildi. Þar má nefna fyrirmæli um mataræði, helgisiði o.s.frv. Því spyrja sumir: Er bannið við að leita frétta af framliðnum ekki líka úr sögunni? Var það ekki aðeins bundið við Ísraelsmenn til forna?
Nei, bannið verður að teljast staðfest í Nýja testamentinu. Í bréfinu til Galatamanna segir svo: "Holdsins verk (syndir) eru augljós: Frillulífi, óhreinleiki, saurlífi, skurðgoðadýrkun, fjölkynngi, fjandskapur, deilur, metingur, reiði, eigingirni, tvídrægni, flokkadráttur, öfund, ofdrykkja, svall og annað þessu líkt. Og það segi ég yður fyrir, eins og ég hef áður sagt, að þeir, sem slíkt gjöra, munu ekki erfa Guðs ríki." Gal. 5: 19.-21. Í síðustu bók Biblíunnar segir: "Og eigi gjörðu þeir iðrun né létu af manndrápum sínum og töfrum, frillulífi sínu og þjófnaði. Op. 9: 21. "En fyrir hugdeiga og vantrúaða og viðurstyggilega og manndrápara og frillulífsmenn og töframenn, skurðgoðadýrkendur og alla lygara er staður búinn í díkinu, sem logar af eldi og brennisteini. Það er hinn annar dauði." Op. 21: 8.
Hér er ekki beinlínis talað um að leita frétta af framliðnum heldur fjölkynngi og töfra en í Gamla testamentinu er þetta allt nefnt í sömu andránni og talið til svívirðinga heiðingjanna.
Til er frásaga sem sýnir að fyrstu kristnu vottarnir kærðu sig ekki um hjálp þeirra, er höfðu "dulargáfur" af þessu tagi, til að flytja fagnaðarerindið um hinn krossfesta og upprisna son Guðs og frelsara Jesú Krist. Kona ein, sem hafði spásagnaranda, elti Pál postula og félaga hans í borginni Filippí og hrópaði að þeir væru þjónar hins hæsta Guðs og boðuðu veg til sáluhjálpar. Páli féll þetta illa og þar kom að hann rak andann út af konunni. Postulasagan 16: 16.-34.*
Á öðrum stað í sama riti segir frá því þegar áhrif fagnaðarboðskaparins um Jesú breiddust út í Efesusborg. "Margir þeirra, sem trú höfðu tekið, komu, gjörðu játningu og sögðu frá athæfi sínu. Og allmargir er farið höfðu með farið með kukl, komu með bækur sínar og brenndu þær að öllum ásjáandi og reiknaðist verð þeirra fimmtíu þúsund silfurpeningar. Þannig breiddist orð Drottins út og efldist í krafti hans." Post. 19: 18.-20.
Jesús hvatti menn aldrei til að leita frétta af framliðnum. Hann sagði söguna af ríka manninum og Lasarusi. Hlutskipti ríka mannsins í öðru lífi var svo hræðilegt að hann vildi fá að senda einhvern frá hinum dauðu til að vara bræður sína við svo að þeir lentu ekki í sama kvalastað.
En það var ekki leyft og ríki maðurinn fékk þetta svar: "Ef þeir hlýða ekki Móse og spámönnunum (þ.e. ritningunum) láta þeir ekki heldur sannfærast þótt einhver rísi upp frá dauðum." Lúk. 16. 19.-31.*
Nokkrir ávextir spíritismans
Það er fleira sem rennir stoðum undir það að spíritisminn og tilraunir til að ná sambandi við dauða séu af hinu illa. Jesús hefur gefið lærisveinum sínum ráð til að prófa andlegar stefnur og kenningar. Hann segir: "Af ávöxtunum þeirra skuluð þér þekkja þá." Matt. 7: 16. - Matt. 7: 15.-29.* Ekki verður betur séð en að í spíritismanum sé afneitað grundvallarkenningum ritningarinnar, einkum um Jesú Krist og hjálpræði hans.
Ég átti einu sinni erindi á skrifstofu í Reykjavík. Þar hitti ég mann sem ég vissi að var ákafur andatrúarmaður, jafnvel miðill. Þegar ég hafði lokið erindi mínu spjallaði ég við hann nokkra stund. Ég sagði eitthvað á þessa leið:
"Þið spíritistar segið að miðlarnir beri okkur "boðskap að handan." Þegar ég les þennan "boðskap" sé ég að í honum er hafnað öllum helstu kenningum kristinnar kirkju, þ.e. að Jesús hafi verið fæddur af Maríu mey, að hann sé sonur Guðs í einstæðri merkingu, að hann hafi dáið friðþægingardauða fyrir mennina, að hann hafi risið upp líkamlega á þriðja degi og að hann komi aftur á efsta degi til að halda dóm eins og ritningin kennir."
Svar skrifstofumannsins var skýrt og afdráttarlaust: "Þú hefur rétt fyrir þér. Þessu er öllu neitað, enda trú ég engu af því."
Þessu má víða finna stað, bæði að spíritisminn sannfærir menn ekki um sannindi kristindómsins (sbr. svarið sem ríki maðurinn fékk) og að sumir fulltrúar þessarar stefnu afneita þeim beinlínis. Íslenskur miðill, sem var kunnur á sinni tíð, lýsti því yfir í fjölmiðli að hann tryði því ekki að Jesús væri drottinn. Annar framámaður andatrúarstefnunnar sagði frá því í blaði að hann tryði því ekki að Jesús Kristur væri eina lausnarvon mannkynsins, enda leit hann ekki svo á að Jesús hefði dáið fyrir syndir mannanna eða risið upp frá dauðum líkamlega né að hann hefði allt vald á himni og jörðu eins og Biblían kennir þó.
Jónas Þorbergsson hét maður. Hann samdi margar bækur um ágæti spíritismans. Hann segir berum orðum í einni bók sinni: "Ég trúi ekki á Jesú Krist eins og Guð." Hann taldi Jesú aðeins einn af háum sendiboðum almættisins. Samt segir Biblían að Jesús sé sonur Guðs og jafn Guði. Já, hann er Guð og varð hold. "Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf." Jóh. 3:16. "Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og orðið var Guð. Hann var í upphafi hjá Guði. Allir hlutir urðu fyrir hann, án hans varð ekki neitt, sem til er. Í honum var líf, og lífið var ljós mannanna. Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því." Jóh.1: 1.-5. "Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð sem sonurinn einn á frá föðurnum." Jóh. 1:14.
Endurlausn Jesú fær harða útreið í ritum spíritista. Jónas Þorbergsson kynnir í einni bók sinni útlending sem hann segir vera einn skeleggasta rannsóknarmann og rithöfund spíritismans er uppi hafi verið. Úr riti eftir hann getur hann um "niðurstöður spíritismans" í sjö meginatriðum sem séu viðurkennd af spíritistum "hvarvetna á okkar jörð, ekki sem trúaratriði heldur sem samhljóða fræðsla til allra spíritista sem náð hafa öruggu sambandi við næsta tilverusvið."
Þar er eitt meginatriði að "sérhverjum einstaklingi beri að vera sinn eigin frelsari en getur með engum rétti varpað því yfir á annan að líða fyrir eigin syndir og misgerðir." Í stað þess er boðaður óendanlegur þroski. "Hér er trúarlegur kjarni sem allir hugsandi og vitibornir karlar og konur geta aðhyllst og þeim er fullnægjandi." Sextán frelsarar hafa verið uppi fyrir Krists burð, segir í þessu riti. Jesús er sá sautjándi. Þetta á auðvitað að styðja þá kenningu að Jesús sé enginn frelsari.
Ekki tekur betra við þegar spíritistar fara að lýsa því hvernig einlægir trúmenn, sem hafa verið dyggir lærisveinar Drottins Jesú og boðað orð hans í samræmi við ritninguna meðan þeim entist orka og aldur, hafi turnast í öðru lífi og taki aftur öll fyrri orð sín og prédikun.
Þannig segir í andatrúarriti eins að Helgi Hálfdanarson, einn ágætasti sonur íslenskrar kristni, hafi nú séð að sér og biðji þess að fermingarkver sitt verði brennt, svo og allt sem um kirkjumál fjallar og nafn sitt sé kennt við svo að það verði engum framar til tjóns.
Hallgrímur Pétursson, sem flestir róma, hefur líka gerst trúskiptingur fyrir handan. Í áðurnefndri bók á hann að kveða svo fast að orði að endurlausnarkenningin sé eitruð ósannindi. "Ég elskaði frelsarann og orðið frelsari og trúði því af dýpstu sannfæringu að þetta væri heilagur sannleikur." Nú hefur Jesús sýnt Hallgrími fram á að skáldið rangfærði kenningar hans. Já, Guð sjálfur hefur birt Hallgrími að hann hafi engum gefið vald til að frelsa menn frá illgjörðum þeirra eða friðþægja fyrir syndir þeirra. Þess vegna séu Passíusálmarnir lýsing á lausnara sem aldrei hafi verið til nema í ímyndun hans og annarra. (Jónas Þorbergsson: 1965. Ljós yfir landamærin, Reykjavík, Setberg. (bls. 189, 197, 264). - Soffanías Torkelsson, 2. bindi, 1932 og 3. bindi 1950. Bréf frá Ingu, Winnipeg, Kanada. (2. bindi, bls. 167-171; 3. bindi, 1950, bls. 184-185).
Trúin á Jesú frelsar
Nægir þetta ekki til þess að sýna af hvaða rótum spíritisminn er runninn? Skiljum við nú ekki svolítið betur hvers vegna Guð hefur bannað allar tilraunir til að ná sambandi við andaheiminn?
Spíritisminn eflir ekki trúna á orð Drottins, hvetur menn ekki til að spyrja Biblíuna um veginn til sáluhjálpar. Spíritisminn segir fólki ekki að reiða sig á tign og vald Jesú Krists og endurlausnina sem hann hefur unnið okkur með dauða sínum og upprisu.
Hann hjálpar mönnum ekki að átta sig á því að fyrir Guði eru allir menn sekir syndarar og geta ekki frelsað sig sjálfir, ekki heldur með ímynduðum þroska handan grafar og dauða.
Kenningar spíritismans og kristindómsins fara ekki saman frekar en eldur og vatn. Spíritisminn er andstæður Biblíunni og þar með fagnaðarerindinu um Jesú Krist son Guðs.
Vangaveltur um "framhaldslíf" nægja ekki. Það sem máli skiptir er þetta: hvað á ég að gera til þess að verða hólpinn? Hvað um syndir mínar? Hvernig get ég öðlast frið við Guð?
Biblían á rétta svarið: "Trú þú á Drottin Jesú og þú munt verða hólpinn" Post. 16:31 "Hann bar sjálfur syndir sínar upp á tréð" 1. Pét. 2:24a. "Hann er vor friður" Efes. 2:14a.
Jesús sagði: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig." Jóh. 14:6. "Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi." Jóh. 11: 25. "Allt vald er mér gefið á himni og jörðu." Matt. 28:18b.
Jesús kom til þess að verða frelsari mannanna. Hann tók á sig synd þeirra og sekt þegar hann dó á krossinum á Golgata. Hver sem snýr sér í auðmýkt til hans öðlast fyrirgefningu syndanna og samfélag við Guð. Upprisa Jesú er trygging eilífs lífs og sáluhjálpar þeim sem á hann trúa.
Leiðin til hjálpræðis er því að snúa sér frá syndum sínum, frá allri fánýtri trú á mátt sinn og megin eða liðsinni frá andaheiminum og leita nú þegar hælis hjá Jesú Kristi og setja allt traust sitt á hann. Hann leiðir menn í föðurfaðm Guðs. Hjá honum einum er að finna það skjól sem treysta má í lífi og dauða. Hann er bjargið sem bifast ekki.
Hvatning Biblíunnar er sífellt tímabær: "En halt þú stöðuglega við það sem þú hefur numið og hefur fest trú á, þar eð þú veist af hverjum þú hefur numið það. Þú hefur frá blautu barnsbeini þekkt heilagar ritningar. Þær geta veitt þér speki til sáluhjálpar fyrir trúna á Krist Jesú." 2. Tím. 3: 14.-15.
Vegurinn, sannleikurinn og lífið
Þú, Jesús, ert vegur til himinsins heim
í heimkynnið sælunnar þreyða,
æ, lát oss ei villast frá veginum þeim
á veginum til glötunar breiða.
Þú, Jesús, ert sannleikur, lát oss fá lært
ei lyginnar röddum að hlýða
en veit að oss öllum sé indælt og kært
af alhug þitt sannleiks orð blíða.
Þú, Jesús, ert lífið sem dauðann fær deytt,
lát dauðann úr sálunum víkja
en lífið, sem eilífan unað fær veitt,
með almættiskrafti þar ríkja.
Helgi Hálfdánarson.
HÉR LÝKUR SJÁLFU RITINU.
Hér fyrir neðan eru ritningarvers sem höfundur ritsins "Biblían og Spíritisminn vitnar í eða vísað í bloggfærslur, bloggeiganda þar sem þessi biblíuvers eru nú þegar skráð í öðrum bloggfærslum.
* "Andatrúin afhjúpuð" eftir Rose Bevill. Sjá blogg hjá Rósu Aðalsteinsdóttir.
* Lúkas 8: 26.-39.
Þeir tóku land í byggð Gerasena, sem er gegnt Galíleu. Er hann sté á land, kom á móti honum maður nokkur úr borginni, sem haldinn var illum öndum. Langan tíma hafði hann ekki farið í föt né dvalist í húsi, heldur í gröfunum. Þegar hann sá Jesú, æpti hann, féll fram fyrir honum og hrópaði hárri röddu: ,,Hvað vilt þú mér, Jesús, sonur Guðs hins hæsta? Ég bið þig, kvel þú mig eigi!" Því að hann hafði boðið óhreina andanum að fara út af manninum. En margsinnis hafði hann gripið hann, og höfðu menn fjötrað hann á höndum og fótum og haft í gæslu, en hann hafði slitið böndin og illi andinn hrakið hann út í óbyggðir. Jesús spurði hann: "Hvað heitir þú?" En hann sagði: ,,Hersing," því að margir illir andar höfðu farið í hann. Og þeir báðu Jesú að skipa sér ekki að fara í undirdjúpið. En þar var stór svínahjörð á beit í fjallinu. Þeir báðu hann að leyfa sér að fara í þau, og hann leyfði þeim það. Illu andarnir fóru þá úr manninum og í svínin, og hjörðin ruddist fram af hamrinum í vatnið og drukknaði. En er hirðarnir sáu, hvað orðið var, flýðu þeir og sögðu tíðindin í borginni og sveitinni. Menn fóru þá að sjá, hvað gjörst hafði, komu til Jesú og fundu manninn, sem illu andarnir höfðu farið úr, sitja klæddan og heilvita við fætur Jesú. Og þeir urðu hræddir. Sjónarvottar sögðu þeim frá, hvernig sá, sem haldinn var illum öndum, hafði orðið heill. Allt fólk í héruðum Gerasena bað hann þá fara burt frá sér, því menn voru slegnir miklum ótta. Og hann sté í bátinn og sneri aftur. Maðurinn, sem illu andarnir höfðu farið úr, bað hann að mega vera með honum, en Jesús lét hann fara og mælti: ,,Far aftur heim til þín, og seg þú frá, hve mikið Guð hefur fyrir þig gjört." Hann fór og kunngjörði um alla borgina, hve mikið Jesús hafði fyrir hann gjört."
* Samúelsbók 28.
Í þann tíma drógu Filistar saman her sinn og bjuggust að fara í hernað móti Ísrael. Og Akís sagði við Davíð: ,,Vita skaltu, að þú verður að fara með mér í leiðangurinn, bæði þú og menn þínir." Davíð svaraði Akís: ,,Nú skalt þú fá að reyna, hverju þjónn þinn fær orkað." Og Akís sagði við Davíð: ,,Þá skipa ég þig höfuðvörð minn allar stundir." Samúel var dáinn, og allur Ísrael hafði syrgt hann og jarðað hann í Rama, hans eigin borg. En Sál hafði gjört landræka alla andasæringamenn og spásagnamenn. Nú söfnuðust Filistar saman og komu og settu herbúðir sínar í Súnem. Þá safnaði Sál saman öllum Ísrael og setti herbúðir sínar á Gilbóafjalli. En þegar Sál sá her Filista, varð hann hræddur og missti móðinn. Sál gekk til frétta við Drottin, en Drottinn svaraði honum ekki, hvorki í draumum né með úrím né fyrir milligöngu spámannanna. Þá sagði Sál við þjóna sína: ,,Leitið fyrir mig að særingakonu, svo að ég geti farið til hennar og leitað frétta hjá henni." Og þjónar hans sögðu við hann: ,,Í Endór er særingakona." Sál gjörði sig torkennilegan og klæddist dularbúningi og lagði af stað og tveir menn með honum. Þeir komu til konunnar um nótt, og Sál sagði: ,,Lát þú andann spá mér og lát koma fram þann, er ég nefni til við þig." Konan svaraði honum: ,,Sjá, þú veist, hvað Sál hefir gjört, að hann hefir upprætt úr landinu alla andasæringamenn og spásagnamenn. Hví leggur þú þá snöru fyrir mig til þess að deyða mig?" Þá vann Sál henni eið við Drottin og mælti: ,,Svo sannarlega sem Drottinn lifir skal engin sök á þig falla fyrir þetta." Þá sagði konan: ,,Hvern viltu að ég láti koma fram?" Hann svaraði: ,,Lát þú Samúel koma fram fyrir mig." En er konan sá Samúel, hljóðaði hún upp yfir sig. Og konan sagði við Sál: ,,Hví hefir þú svikið mig? Þú ert Sál." En konungurinn mælti til hennar: ,,Ver þú óhrædd. En hvað sér þú?" Og konan sagði við Sál: ,,Ég sé anda koma upp úr jörðinni." Hann sagði við hana: ,,Hvernig er hann í hátt?" Hún svaraði: ,,Gamall maður stígur upp og er hjúpaður skikkju." Þá skildi Sál, að það var Samúel, og hneigði andlit sitt til jarðar og laut honum. Þá sagði Samúel við Sál: ,,Hví hefir þú ónáðað mig og látið kalla mig fram?" Sál mælti: ,,Ég er í miklum nauðum staddur. Filistar herja á mig, og Guð er frá mér vikinn og svarar mér ekki lengur, hvorki fyrir milligöngu spámannanna né í draumum. Fyrir því lét ég kalla þig, til þess að þú segir mér, hvað ég á að gjöra." Samúel svaraði: ,,Hví spyr þú mig þá, fyrst Drottinn er frá þér vikinn og orðinn óvinur þinn? Drottinn hefir þá við þig gjört, eins og hann hefir sagt fyrir minn munn. Drottinn hefir rifið frá þér konungdóminn og gefið hann öðrum, gefið Davíð hann. Af því að þú hlýddir ekki boði Drottins og framkvæmdir ekki hans brennandi reiði á Amalek, fyrir því hefir Drottinn gjört þér þetta í dag. Og Drottinn mun og gefa Ísrael ásamt þér í hendur Filista, og á morgun munt þú og synir þínir hjá mér vera. Drottinn mun og gefa her Ísraels í hendur Filista." Þá varð Sál hræddur og féll endilangur til jarðar, og hann skelfdist mjög af orðum Samúels. Hann var og magnþrota, því að hann hafði eigi matar neytt allan daginn og alla nóttina. Konan gekk nú til Sáls, og er hún sá, hversu mjög hann var felmtsfullur, sagði hún við hann: ,,Sjá, ambátt þín hefir hlýtt raustu þinni, og ég hefi lagt líf mitt í hættu, og ég hefi gjört það, sem þú baðst mig um. Hlýð þú þá líka raust ambáttar þinnar: Ég ætla að færa þér matarbita, og skalt þú eta, svo að þér aukist þróttur og þú getir farið leiðar þinnar." En hann færðist undan og sagði: ,,Eigi vil ég eta." En er bæði menn hans og konan lögðu að honum, þá lét hann að orðum þeirra og stóð upp af gólfinu og settist á rúmið. Og konan átti alikálf í húsinu. Slátraði hún honum í skyndi, tók mjöl, hnoðaði það og bakaði úr því ósýrðar kökur. Síðan bar hún það fyrir Sál og menn hans, og er þeir höfðu etið, tóku þeir sig upp og lögðu af stað þessa sömu nótt.
* Postulasagan 16: 16.-34.
Eitt sinn, er vér gengum til bænastaðarins, mætti oss ambátt nokkur, sem hafði spásagnaranda og aflaði húsbændum sínum mikils gróða með því að spá. Hún elti Pál og oss og hrópaði: ,,Menn þessir eru þjónar Guðs hins hæsta, og boða þeir yður veg til hjálpræðis!" Þetta gjörði hún dögum saman. Páli féll það illa. Loks sneri hann sér við og sagði við andann: ,,Ég býð þér í nafni Jesú Krists að fara út af henni.`` Og hann fór út á samri stundu. Nú sem húsbændur hennar sáu, að þar fór ábatavon þeirra, gripu þeir Pál og Sílas og drógu þá á torgið fyrir valdsmennina. Þeir færðu þá til höfuðsmannanna og sögðu: ,,Menn þessir gjöra mestu óspektir í borg vorri. Þeir eru Gyðingar og boða siði, sem oss, rómverskum mönnum, leyfist hvorki að þýðast né fylgja." Múgurinn réðst og gegn þeim, og höfuðsmennirnir létu fletta þá klæðum og skipuðu að húðstrýkja þá. Og er þeir höfðu lostið þá mörg högg, vörpuðu þeir þeim í fangelsi og buðu fangaverðinum að gæta þeirra vandlega. Þegar hann hafði fengið slíka skipun, varpaði hann þeim í innsta fangelsið og felldi stokk á fætur þeim. Um miðnætti báðust þeir Páll og Sílas fyrir og lofsungu Guði, en bandingjarnir hlustuðu á þá. Þá varð skyndilega landskjálfti mikill, svo að grunnur fangelsisins riðaði. Jafnskjótt opnuðust allar dyr, og fjötrarnir féllu af öllum. Fangavörðurinn vaknaði við, og er hann sá fangelsisdyrnar opnar, dró hann sverð sitt og vildi fyrirfara sér, þar eð hann hugði fangana flúna. Þá kallaði Páll hárri raustu: ,,Gjör þú sjálfum þér ekkert mein, vér erum hér allir!" En hann bað um ljós, stökk inn og féll óttasleginn til fóta Páli og Sílasi. Síðan leiddi hann þá út og sagði: ,,Herrar mínir, hvað á ég að gjöra til að verða hólpinn?" En þeir sögðu: ,,Trú þú á Drottin Jesú, og þú munt verða hólpinn og heimili þitt." Og þeir fluttu honum orð Drottins og öllum á heimili hans. Á þessari sömu næturstund tók hann þá með sér og laugaði meiðsli þeirra eftir höggin, og var hann þegar skírður og allt hans fólk. Síðan fór hann með þá upp í hús sitt, bar þeim mat, og var hann og allt heimafólk hans fagnandi yfir því að hafa tekið trú á Guð.
* Lúkas 16: 19.-31 - Sjá blogg hjá Rósu Aðalsteinsdóttir: "Á að leita til hinna dauðu?"
* Matteus 7. 15.-29.
"Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum, en innra eru þeir gráðugir vargar. Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá. Hvort lesa menn vínber af þyrnum eða fíkjur af þistlum? Þannig ber sérhvert gott tré góða ávöxtu, en slæmt tré vonda. Gott tré getur ekki borið vonda ávöxtu, ekki heldur slæmt tré góða ávöxtu. Hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og í eld kastað. Af ávöxtum þeirra skuluð þér því þekkja þá. Ekki mun hver sá, sem við mig segir: ,Herra, herra, ganga inn í himnaríki, heldur sá einn, er gjörir vilja föður míns, sem er á himnum. Margir munu segja við mig á þeim degi: ,Herra, herra, höfum vér ekki kennt í þínu nafni, rekið út illa anda í þínu nafni og gjört í þínu nafni mörg kraftaverk?` Þá mun ég votta þetta: ,Aldrei þekkti ég yður. Farið frá mér, illgjörðamenn.` Hver sem heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, sá er líkur hyggnum manni, er byggði hús sitt á bjargi. Nú skall á steypiregn, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi, en það féll eigi, því það var grundvallað á bjargi. En hver sem heyrir þessi orð mín og breytir ekki eftir þeim, sá er líkur heimskum manni, er byggði hús sitt á sandi. Steypiregn skall á, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi. Það féll, og fall þess var mikið." Þegar Jesús hafði lokið þessari ræðu, undraðist mannfjöldinn mjög kenningu hans, því að hann kenndi þeim eins og sá, er vald hefur, og ekki eins og fræðimenn þeirra.
Trúmál og siðferði | Breytt 23.1.2008 kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.1.2008 | 00:28
Þegar maðurinn deyr.
TVÖ ERINDI
ÞEGAR MAÐURINN DEYR.
Á AÐ LEITA TIL HINNA DAUÐU?
JÚLÍUS GUÐMUNDSSON
Útgefandi: Forlag S.D.A., Reykjavík,1966
Þegar maðurinn deyr
"Þeir, sem lifa, vita að þeir eiga að deyja," segir spekingurinn Salómon. Með því lætur hann í ljósi að dauðinn sé hið eina örugga og óumflýjanlega.
Þetta vitum við fullvel, en samt er það svo að sauðinn er eitt af því, sem við eigum mjög erfitt með að sætta okkur við til fulls. Þegar við fréttum lát einhvers, sem haldinn var ólæknandi sjúkleika, segjum við að gott var að hann fékk að hvílast. En hafi hann verið okkur nákominn, getur staðreyndin, að hann sé ekki framar lífs, þrátt fyrir allt, orðið okkur allerfið.
Aðskilnaður frá ástvinum og dauði eru staðreyndir, sem við mennirnir eigum erfitt með aðvenjast og sætta okkur við. Er það vegna þess, að "vér erum guðsættar"? Byggist það á því að manninum var upprunalega ekki ætlað að deyja?
Menn hafa gert sér margvíslegar hugmyndir um dauðann - hvað hann sé í raun og veru, og hér eru skoðanir manna mjög skiptar. Biblían hefur sínar skoðanir - þær eru einfaldar og auðskildar. Við skulum athuga þær.
Athugum fyrst kenningu hennar um sköpun mannsins. Hún segir að Guð hafi gert manninn af leiri jarðar og blásið lífsanda í nasir hans - "og þannig varð maðurinn lifandi sál."
Líkaminn var fyrst líflaus. Lífsandinn var ekki persóna eða sál áður en hann sameinaðist líkamanum. En þegar líkami mannsins og lífsandi Guðs sameinuðust, varð maðurinn lifandi sál. Þá tók sálarlíf mannsins til starfa - fyrr ekki.
Þegar maðurinn deyr, gerist þetta sama, en í öfugri röð. "Og moldin hverfur aftur til jarðarinnar, þar sem hún áður var, og andinn til Guðs, sem gaf hann." Préd. 12: 7.
Lífsandinn hverfur aftur til Guðs og líkami mannsins sameinast jörðunni á ný - maðurinn hættir að lifa.
Er þá tilveru mannsins lokið? Nei, því að Guð, sem skapaði manninn í upphafi, mun skapa hann á ný, reisa hann upp frá dauðum. "En deyi maðurinn, þá liggur hann flatur, og gefi manneskjan upp andann - hvar er hún þá? eins og vatnið hverfur úr stöðuvatninu og fljótið grynnist og þornar upp, þannig leggst maðurinn til hvíldar og rís eigi aftur á fætur þar til er himnarnir farast, rumska þeir ekki og eru ekki vaktir af svefninum." "Þegar maðurinn deyr, lifnar hann þá aftur? Þá skyldi ég þreyja alla daga herþjónustu minnar, þar til er lausnartíð mín kæmi." Job 14: 10. -12. 14.
"En ég veit að lausnari minn lifir og hann mun síðastur ganga fram á foldu. Og eftir að þessi húð mín er sundurtætt og allt hold er af mér, mun ég líta guð. Ég mun líta hann mér til góðs; já, augu mín sjá hann, og það eigi sem andstæðing, - hjartað brennur af þrá í brjósti mér!" Job 19: 25. - 27.
Er þetta ekki skoðun Gamla Testamentisins? Jú, en það er einnig skoðun Nýja Testamentisins eins og séð verður af eftirfarandi versum: "Og þetta er vitnisburðurinn, að Guð hefir gefið oss eilíft líf, og þetta líf er í syni hans. Sá, sem hefir soninn, hefir lífið; sá, sem ekki hefir Guðs son, hefir ekki lífið." 1. Jóh. 5: 11.-12.
"En þetta er vilji hans er sendi mig, að af öllu því, sem hann hefir gefið mér, skuli ég ekki láta neitt glatast, heldur upp vekja það á efsta degi. Því að þetta er vilji föður míns, að hver sem sér soninn og trúir á hann, hafi eilíft líf; og ég mun vekja hann á efsta degi." Jóh. 6: 39.- 40.
Þetta er háð sambandi mannsins við Jesúm Krist. "Sannlega, sannlega segi ég yður: sá sem heyrir mitt orð og trúir þeim, sem sendi mig, hefir eilíft líf og kemur ekki til dóms, heldur hefir hann stigið yfir frá dauðanum til lífsins. Sannlega, sannlega segi ég yður: sú stund kemur, já er þegar komin, er hinir dauðu munu heyra raust Guðs - sonarins, og þeir, sem heyra, munu lifa. Því að eins og faðirinn hefir líf í sjálfum sér, þannig hefir hann einnig gefið syninum að hafa líf í sjálfum sér." Jóh. 5: 24.-26.
Hinir andlega dauðu heyra orð Krists og öðlast andlegt líf - undrist ekki þetta, segir Jesús - þið munuð sjá hann gera það, sem er ennþá áþreifanlegra.
"Undrist ekki þetta, því að sú kemur stund, er allir þeir, sem í gröfunum eru, munu heyra raust hans, og þeir munu ganga út, þeir sem gott hafa gjört, til upprisu lífsins, en þeir, sem ill hafa aðhafs, til upprisu dómsins." Jóh. 5: 28.-29.
Þetta var fyrirheiti Jesú til fylgjenda sinna, og til þess að sýna þeim, að þetta væri meira en orðin tóm, vakti hann upp dána menn, og sjálfur reis hann upp á þriðja degi eftir dauða sinn. Hann hafði lífið í sjálfum sér og gat því kallað aðra fram til lífsins. i trúnni á hann gátu menn því tekið dauðanum óttalaust.
Þegar Lazarus, vinur Jesú, dó, talaði Jesús um dauða hans á eftirfarandi hátt: "Þetta talaði hann og eftir það segir hann við þá: Lazarus vinur vor er sofnaður, en ég fer nú til þess að vekja hann. Lærisveinarnir sögðu þá við hann: Herra, ef hann er sofnaður, þá mun honum batna. En Jesús hafði talað um dauða hans, en þeir héldu að hann ætti við hvíld svefnsins; því sagði Jesús þeim þá með berum orðum: Lazarus er dáinn." Jóh. 11: 11.-14.
Í sjálfu sér er dauðinn ekki svefn - en ekkert, sem menn þekkja, er líkara dauðanum en svefninn. Dauðinn er blátt áfram það, að lífið stanzar þar til það verður vakið að nýju.
Er þetta einkennilegt - torskilið eða óskiljanlegt? Sjáum við ekki þetta fyrir augum okkar í sköpunarverki guðs? Á haustin fölnar blómskrúð jarðarinnar og hverfur. Greinar lauftrjánna verða naktar, blómin hverfa af jörðunni, og allt verður fölt og líflaust. En líf gróðursins er ekki horfið, það bíður aðeins þar til vorið kemur, þá brýzt það fram á ný. Þetta höfum við séð alla ævi okkar, þess vegna vitum við að það muni verða svo á hverju vori. En að skilja hvers vegna þetta er svo - það er önnur saga.
Eitthvert leyndadómsfullt og yfirnáttúrlegt afl fylgir vorinu og kallar fram lífið, sem blundaði g veið meðan veturinn stóð yfir. Þannig mun vor hins eilífa lífs vekja að nýju þá, sem hurfu til duftsins.
Já, segjum við, en er ekki dapurlegt að hugsa um hinn langa biðtíma hins dána? Á hann að liggja í gröf sinni og bíða í margar aldir eftir upprisunni?
Hér komum við að merkilegu atrið, sem Biblían kennir, og nýju vísindin virðast hafa staðfest. Það er að hugtakið tími sé einungis til hér í jarðvistartilveru okkar mannanna.
"Því að þúsund ár eru í þínum augum sem dagurinn í gær, þegar hann er liðinn, já eins og næturvaka." Sálm. 90: 4.
Þessari hugsun lýsir skáldsnillingurinn okkar, Einar Benediktsson, með eftirfarandi orðum í ljóðinu "Dagurinn mikli."
"Og andans veröld á tímann ei til
það telst hvorki ára né dægra bil.
En viðburðarhringsins endalaust undur
sést aðeins í brotum í táranna dal.
Hvað var og hvað er og hvað verða skal
í vitund Drottins ei greinist í sundur."
Tíminn er til hjá okkur, sem lifum þessu jarðlífi, - þegar út fyrir það er komið, er hann ekki framar til.
Sá, sem deyr, leggst til hvíldar - og það næsta, sem hann veit um, er að hann er kallaður fram til lífsins á ný. Tíminn milli dauða og upprisu er ekki hjá hinum dána. Lífsstarfsemi hans er stönzuð. "Því að þeir, sem lifa, vita að þeir eiga að deyja, en hinir dauðu vita ekki neitt og hljóta engin laun framar, því að minning þeirra gleymist. Bæði elska þeirra og hatur og öfund, það er fyrir löngu farið, og þeir eiga aldrei framar hlutdeild í neinu því, sem við ber undir sólunni." "Allt, sem hönd þín megnar að gjöra með kröftum þínu, gjör þú það; því að í dánarheimum, þangað sem þú ferð, er hvorki starfsemi, né hyggindi, né þekking, né vizka." Préd. 9: 5.-6. 10.
Nú finnst sumum kannski að þetta sé ný kenning og einkennileg og frávik frá réttri trú. Hvaða trú, spyrjum við?
Ekki þeirri, sem kennd er við Lúther. Hann segir í skýringum sínum á bók Prédikarans eftirfarandi: "Hinir dánu eru algerlega meðvitundarlausir og hugsa ekki neitt. Þeir hvílast - telja hvorki daga né ár, heldur mun þeim finnast, þegar þeir eru vaktir, að þeir hafi tæplega sofið eitt augnablik." "Sál mannsins sefur þannig, að svo er sem öll skilningarvit hans séu grafin, en gröfin er eins og hvílurúm. Í dánarheimi er því engin kvöl, heldur er það eins og sagt er: þeir hvíla í friði. Við hverfum héðan og komum fram aftur á efsta degi, áður en við vitum af. Okkur er ekki heldur ljóst, hve lengi við höfum sofið." Skýring Lúthers á 1. Mósebók, 2. b. bls. 1234.
"Hvað er dauðinn annað en nætursvefn? Eins og þreytan hverfur við svefninn og kraftarnir koma aftur, svo að við rísum upp að morgni hraust og glöð, munum við aftur á hinum mikla degi rísa upp eins og við hefðum sofið einungis eina nótt." Borðræður Lúthers, bls. 97.
Þetta var trú manna, meðan boðskapur Biblíunnar var tekinn alvarlega. Íslenzka þjóðskáldið góðkunna, Bjarni Thorarensen túlkar hana í eftirfarandi ljóði, sem nefnist:
"Hinir látnu."
"Æ hversu sætt
þeir sálugu hvíla
að hverra bústöðum
hugur minn leitar.
Æ hversu sætt
Þeir sofa í gröfum
djúpt til rotnunar
í duft of sokknir.
Og syrgja ei lengur,
þar sorgir flýja allar
og gleðjast ei lengur,
þar gleði flýr öll
og blunda cypressum
Sorglegum undir
unz þá engillinn
upp mun kalla."
Kenningin, að sál mannsins sé andavera, sem losni við líkamann í dauðanum og lifi samt, er ekki biblíukenning. Forn-Egyptar og aðrar heiðnar þjóðir trúðu þannig. Þess vegna voru svonefnd dánarrit lögð í grafir manna og ýmsir dýrgripir. Þess vegna smurðu Egyptar lík sín og vörðu þau rotnun, því að þeir héldu að sálinni kæmi vel að geta horfið aftur endrum og eins í sinn fyrri bústað.
Þessi skoðun stangast mjög á við hugmynd Biblíunnar um lífið og dauðann.
Menn segja að hinn látni sé með ástvinum sínum, sem eftir lifa, og fylgist með þeim. Ef svo væri - mundi þá öllum, sem dánir eru, líða vel? Sá, sem dauðinn hefur svift ástvinum, hefur vissulega þörf á boðskap, sem veit hugarstyrk. En er nokkuð, sem veitir huggun á borð við boðskap Biblíunnar um þetta mál?
"Komist börn hans til virðingar, þá veit hann það ekki, séu þau lítilsvirt, þá verður hann þess ekki var," segir Biblían. Samkvæmt skoðun hennar er dauðinn líknsöm hvíld öllum, nákvæmlega eins og hann kemur okkur fyrir sjónir.
Á tíma síðustu heimsstyrjaldar var frægur rússneskur læknir, sem hét Dr. Negovski, að gera tilraunir með að lífga dána menn. Dag nokkurn var komið með ungan útvarpsvirkja á sjúkrahúsið. Hann var hræðilega særður, og meðan verið var að gera að sárum hans, dó hann. Þrem mínútum síðar byrjaði Dr. Negovski að gera lífgunartilraunir á honum með tækjum sínum; eftir litla stund tók hjarta hins dána að slá aftur, og eftir þrjár mínútur var sjúklingurinn kominn til meðvitundar og náði loks fullum bata.
Um þetta sagði hinn ungi útvarpsvirki eftirfarandi, sem birt var í tímaritinu Magazine Digest, nóvember heftinu árið 1946: "Læknar og aðrir hafa spurt mig hvernig það sé að vera dáinn? Þeir búast við svari, sem leiði eitthvað stórkostlegt í ljós. En svar mitt er þetta: "Ég særðist, missti meðvitundina og vaknaði aftur." Hann segir að sig hafi ekkert dreymt og að hann hafi ekkert vitað, heldur hafi dauðinn verið algert meðvitundarleysi."
Þannig er dauðinn. En hinir látnu eru ekki gleymdir - þeir njóta enn ástríkis hins góða og mikla Guðs. Hvorki dauði né líf mun gera oss viðskila við kærleika guðs, segir postulinn.
"En þetta er vilji hann er sendi mig, að af öllu því, sem hann hefir gefið mér skuli ég ekki láta neitt glatast, heldur uppvekja það á efsta degi." Jóh. 6:39.
"Mínir sauðir heyra raust mína, og ég þekki þá og þeir fylgja mér, og ég gef þeim eilíft líf og þeir skulu aldrei að eilífu glatast, og enginn skal slíta þá úr hendi minni." Jóh. 10: 27.-28.
Sagt er að fornleifafræðingur einn, Lindsay að nafni, er vann að uppgreftri fornminja í Egyptalandi, hafi veitt því athygli að ein af múmíunum hafði fastkreppta hönd eins og hún geymdi einhvern dýrgrip. Þegar fingur hennar voru réttir upp, kom það í ljós að höndin geymdi þurran blómlauk. Athugun leiddi í ljós að laukurinn virtist vera óskemmdur, þótt áletrun á grafhýsi múmíunnar sýndi að líkið hafði verið greftrað fyrir u.þ.b. 2000 árum. Blómlaukurinn var lagður í mold, og þar tók hann að spíra og upp óx hin fegursta planta. Lífið hafði beðið í 2000 ár eftir hentugum skilyrðum til þess að þroskast og blómgast.
Hversu undursamleg er ekki ráðstöfun Guðs og verk hans. Líf okkar er í hendi hans hvort sem við lifum eða deyjum. Ástvinir okkar, sem dánir eru, eru í hendi hans - hann mun engum týna - engum gleyma. Á hinum mikla degi mun hann vekja alla þá, sem dóu í trú, til hins fullkomna, skuggalausa lífs, sem hann hefur fyrirbúið börnum sínum. Um þetta segir postulinn þessi orð: "Sjá, ég segi yður leyndardóm: Vér munum ekki allir sofna, en allir munum vér umbreytast í einni svipan, á einu augabragði, við hinn síðasta lúður, því að lúðurinn mun gjalla, og hinir dauðu munu upprísa óforgengilegir, og vér munum umbreytast. Því að þetta hitt forgengilega á að íklæðast óforgengileikanum og þetta hið dauðalega hefir íklæðst óforgengileikanum og þetta hið dauðlega hefir íklæðst ódauðleikanum, þá mun rætast orð það, sem ritað er: Dauðinn er uppsvelgdur í sigur. Dauði, hvar er sigur þinn? Dauði, hvar er broddur þinn? En syndin er broddur dauðans, en lögmálið afl syndarinnar. Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin Jesúm Krist! Þess vegna, mínir elskuðu bræður, verið fastir, óbifanlegir, síauðugir í verki Drottins, vitandi, að erfiði yðar er ekki árangurslaust í Drottni." 1. Kor. 15: 51.-58.
Eftirfarandi ljóð er hugleiðing um hinn merka dund fornleifafræðingsins í Egyptalandi:
Fyrir tvö þúsund árum óx
yndislegt blóm, mjög langt í burt.
Svo var í dauðs manns lófa lögð
lifandi rót og fögur jurt.
Og löngu fyrir fæðing Krists
sá frómi maður uppi var,
er blómið ilm sinn gjöfult gaf,
og guðsdýrð fagurt vitni bar.
Þá liðu tímar, aldir, ár,
sitt yndi dauða höndin fól.
Þótt eyddi þjóðum örlög grimm,
þá átti þetta líf sér skjól.
Svo skeði undur, eilíft, stórt,
er opnuð skorpna höndin var
og beinhörð rótin bleytt í jörð,
að blóma nýjan fékk hún þar.
Fyrir tvö þúsundum árum í
Egyptalandi spratt og dó,
slík jurt sem þessi, er nú á ný,
í nýrri jörð mót sólu hló.
Hvort vill ei sá, sem varðveitt gat
þá visnu rót um langa töf,
sín veik og elskuðu vernda börn,
þótt verði' um stund þau lögð í gröf?
Hvort mun ei sá, hinn sami Guð,
af svefni dauðans vekja hér
sitt barn, er liggur lágt í mold
og leiða fram í dýrð hjá sér?
Því kvíðalaust ég kalli tek,
er kveð ég þennan tára dal.
Þótt ár tvö þúsund endist bið,
ég aftur Guð minn líta skal.
S. H. Bradford.
13.1.2008 | 00:16
Á að leita til hinna dauðu?
TVÖ ERINDI
ÞEGAR MAÐURINN DEYR.
Á AÐ LEITA TIL HINNA DAUÐU?
JÚLÍUS GUÐMUNDSSON
Útgefandi: Forlag S.D.A., Reykjavík,1966
Á að leita til hinna dauðu?
"Og þeir segja til yðar: "Leitið frétta hjá konum þeim, er upp vekja dauða menn úr jörðu, og hjá fjölkynngis mönnum, þeim er umla og muðla fyrir munni sér!" Þá skuluð þér svara: á ekki fólkið að leita frétta hjá guði sínum? Á það að leita frétta hjá hinum dauðu, í staðinn fyrir hjá hinum lifendum? Gætið lærdómsins og vitnisburðarins! Ef þeir tala ekki samkvæmt honum þá vitið, að fólkið hefir engan birtu." Jes.8:19.-20. (eldri þýð.) Gyðingaþjóðin var aldrei annað en lítil þjóð - mjög lítil samanborin við stórveldin tvö, sem hún var í nágrenni við og hafði náin samskipti við. Egyptaland í vestri og Babýlon í austri. Frá þessum tveim stórveldum eru til firnin öll af minjum, sem vitna um hátt menningarstig þeirra.
Palestína er aftur á móti fátæk af fornminjum. Frá almennu sjónarmiði séð, stóð gyðingþjóðin langt að baki þessum stórþjóðum í menningarlegu tilliti. Það, sem grafið hefir verið upp úr rústum Palestínu, ber þess vitni, að framleiðsla Gyðingaþjóðarinnar og listmunir hafi að meira eða minna leyti verið eftirlíking þess, sem aðrar þjóðir höfðu gert.
En viðurkennt er, að trúarbrögð þessarar litlu þjóðar voru langt ofar trúarbrögðum nokkurrar annarrar fornþjóðar.
Það eru þessir yfirburðir, sem Páll postuli talar um í Róm. 3: 1.-2. - "Hvað hefir Gyðingurinn fram yfir? Mikið í öllu tilliti. Fyrst er þá það, að þeim hefir verið trúað fyrir orðum Guðs."
Henni hafði verið gefin opinberun og þekking á andlegu sviði, sem var hátt hafin yfir þekkingu þeirra þjóða, er lengst náðu í menningu og annarri þekkingu.
Það var vandasamt hlutverk fyrir litla, fátæka þjóð, sem var umkringd af stærri og auðugri þjóðum, að varðveita þennan fjársjóð. Var henni og mjög lagt á sinni að gæta þessara frábæru verðmæta - láta þau ekki mengast af röngum hugmyndum annarra. Hún mátti ekki semja sig að siðum og lífsvenju, sem voru á lægra stigi en sá siðferðismælikvarði, sem hún hafði í arf tekið.
Áður hefur verið að því vikið, hve sterkur þáttur í trú Forn-Egypta var sú skoðun þeirra, að sálir manna lifðu sem andaverur eftir líkamsdauðann. Slík trú var að meira eða minna leyti sameiginleg hinum heiðnu fornþjóðum - eins og trúin á anda dáinna manna er yfirleitt sterkur þáttur í heiðnum trúarbrögðum.
Dauðinn hefur jafnan verið mönnum erfitt vandamál. Menn eru illa haldnir þegar ástvinir þeirra hverfa burt úr þessari tilveru. Þar sem því var trúað, að sál hins dána eða andi lifði sem sjálfstæð vera, var það því ekki óeðlilegt að þeir, sem eftir lifðu og söknuðu hins dána, reyndu að ná sambandi við hann. Vissir menn tóku að sér að veita aðstoð í því að ná slíkum samöndum, og voru þeir nefndir særingamenn.
Slíkt var algerlega bannað Gyðingaþjóðinni, eins og sjá má af eftirfarandi versum:
"Leitið eigi til særingaranda né spásagnaranda; farið eigi til frétta við þá, svo að þér saurgist ekki af þeim; ég er Drottinn, Guð yðar." 3. Mós. 19:31.
"Og sá sem leitar til særingaranda og spásagnaranda, til þess að taka fram hjá með þeim, - gegn honum vil ég snúa augliti mínu og uppræta hann úr þjóð sinni." 3. Mós. 20: 6.
"Eigi skal nokkur finnast hjá þér, sá er láti son sinn eða dóttur ganga gegn um eldinn, eða sá er fari með galdur eða spár eða fjölkynngi, eða töframaður, eða gjörningamaður eða særingarmaður eða spásagnamaður, eða sá er leiti frétta af framliðnum. Því að hver sá er slíkt gjörir, er Drottni andstyggilegur, og fyrir slíkar svívirðingar rekur Drottinn, Guð þinn, þá burt undan þér. Þú skalt vera grandvar gagnvart Drottni, Guði þínum. Því að þessar þjóðir, er þú rekur nú burt, hlýða á spásagnamenn og galdramenn, en þér hefir Drottinn, Guð þinn, eigi leyft slíkt. Spámann mun Drottinn Guð þinn upp vekja meðal þín, af bræðrum þínum, slíkan sem ég er; á hann skuluð þér hlýða." 5. Mós. 18: 10.-15.
Boðskapur Guðs til þjóðar sinnar um hina dánu var sá, að þeir lifðu alls ekki milli dauðans og upprisunnar.
"En deyi maðurinn, þá liggur hann flatur, og gefi manneskjan upp andann - hvar er hún þá? eins og vatnið hverfur úr stöðuvatninu og fljótið grynnist og þornar upp, þannig leggst maðurinn til hvíldar og rís eigi aftur á fætur þar til er himnarnir farast, rumska þeir ekki og eru ekki vaktir af svefninum." Job. 14: 10.-12.
"Því að þeir, sem lifa, vita að þeir eiga að deyja, en hinir dauðu vita ekki neitt og hljóta engin laun framar, því að minning þeirra gleymist. Bæði elska þeirra og hatur og öfund, það er fyrir löngu farið, og þeir eiga aldrei framar hlutdeild í neinu því, sem við ver undir sólinni." Préd. 9: 5.-6.
Kenning hins heiðna heims um það, að sál mannsins sé andavera eftir líkamsdauðann, er því í algerri andstöðu við þá opinberun Guðs sem Ísraelsþjóðin hafði öðlazt. Að aðhyllast þessar skoðanir heiðingjanna var því að hrapa á lægra stig - að taka hugmyndir manna fram yfir það, sem Guð hafði opinberað spámönnum hinnar útvöldu þjóðar.
Gegn þessum ráðum Guðs fór Sál konungur á fund konu, sem þóttist geta sært fram dána menn. Sjá 1. Sam. 28. kapítula.
Sál hafði orðið viðskila við Guð sinn - honum leið illa - hann var hræddur við aðsteðjandi hættu. Samúel spámaður var dáinn. Sál bað, að hann yrði kallaður fram - og fyrir tilstilli þessarar konu var svo sem hann heyrði málróm Samúels og hlýddi á úrskurð hans. En heillaspor reyndist þetta ekki fyrir Sál. Það var vegur, sem virtist greiðfær en endaði á helslóðum.
Skömmu eftir þetta greip Sál til þess í örvæntingu sinni að svipta sjálfan sig lífi. Tökum eftir skýringum Biblíunnar á því hvers vegna fór svo illa fyrir þessum glæsilega konungi. "þannig lét Sál líf sitt sakir ótrúmennsku sinnar við Drottin, sakir þess að hann eigi varðveitti boð Drottins og einnig sakir þess, að hann hafði gengið til frétta við vofu, en við Drottin hafði hann eigi gengið til frétta." 1. Kron. 10: 13.
Í Nýja Testamentinu lesum við að sögur Gamla Testamentisins séu skráðar okkur til lærdóms og viðvörunar - svo að okkur hendi ekki sama ógæfan og þar er sagt frá.
Samkvæmt skoðun Biblíunnar er það algerlega útilokað að hægt sé að hafa samband við dána menn.
Hvers vegna er það þá bannað?
Vegna þess að hin almenna skoðun heiðinna þjóða var að það væri hægt, og menn héldu að þeir kölluðu fram dána menn. - Ísraelsmenn voru stranglega varaðir við þessu, eins og ýmsu öðru, sem heiðingjar tömdu sér.
En sé nú ekki hægt að komast í samband við dána menn - hvað er það þá, sem menn komast í sambandi við og kemur fram í gervi dáinna manna?
Það er augljós staðreynd að margt er til í umhverfi okkar, sem við hvorki sjáum né skynjum að öllum jafnaði. Biblían talar um andlegar verur, sem hún segir að séu hér. Englar Guðs eru útsendir til hjálpar og blessunar mönnum. En til eru einnig illar andaverur - fallnir englar, sem fylgdu upphafsmanni syndarinnar og vinna í þjónustu hans - fara með blekkingar eins og hann.
Menn skilja aldrei eðli hins illa í heiminum fyrr en þeir gera sér grein fyrir því að þessar illu verur eru til og koma hér fram í dulgervi og gegna erindum illra afla.
"Og ekki er það undur, því að Satan sjálfur tekur á sig ljósengilsmynd. Það er því ekki mikið, þótt þjónar hans taki á sig mynd réttlætis-þjóna." 2. Kor. 11: 14.-15. f.hl.
"En andinn segir berlega, að á síðari tímum muni sumir ganga af trúnni, og gefa sig að villuöndum og lærdómum illra anda." 1. Tím. 4: 1. "En ég vil ekki að þér komist í samfélag við illu andanna." 1. Kor. 10: 20.
Guð bannar ekki neitt að ástæðulausu - hann gerir það eingöngu til að afstýra ógæfu. Freistingarsagan á fyrstu blaðsíðum Biblíunnar sýnir okkur afleiðingar þess að taka ekki orð Guðs alvarlega, en voga sér út á forboðnar brautir. Margir eru reikandi í skoðunum sínum eða hafa skoðanir, sem ekki standast próf raunveruleikans. Slíka menn dæmum við ekki, en við hvetjum þá til að leita í orði Drottins, lesa og láta orðið skera úr hvað sé rétt og hvað rangt.
"Margur vegurinn virðist greiðfær," segir Ritningin. Þess eru mörg dæmi, að menn hafa byggt á einu eða öðru, sem virðist öruggt, en bregzt þegar verst gegnir. Að heyra orð Drottins og breyta eftir því, segir Jesús að jafngildi því að byggja hús sitt á bjargi.
Í dæmisögu sinni um ríka manninn og Lazarus segir Jesús þessi eftirtektarverðu orð við þá, sem telja að boðskapur frá dánum mönnum muni bjarga: "Þeir hafa Móse og spámennina, (þ.e. orð Guðs), hlýði þeir þeim. Ef þeir hlýða ekki Móse og spámönnunum muni þeir heldur ekki láta sannfærast, þótt einhver rísi upp frá dauðum." Lúk. 16: 28. 31.
Þetta er nákvæmlega samhljóða því, sem við lesum í Jes. 8: 19.-21. Ef þeir segja við yður: "Leitið til andasæringamanna og spásagnamanna, sem hvískra og umla! Á ekki fólk að leita frétta hjá guðum sínum og leita til hinna dauðu vegna hinna lifandi?" - Þá svarið þeim: "Til kenningarinnar og vitnisburðarins!" Ef menn tala ekki samkvæmt þessu orði, hafa þeir engan morgunroða og munu ráfa hrjáðir og hungraðir.
Kenningin og vitnisburðurinn - opinberun Guðs, veitir örugga leiðsögn - sá, sem heyrir orð mín og breytir eftir þeim, honum má líkja við hygginn mann. Matt. 7: 24.-25.
Menn telja að andasæringar séu gagnlegar til þess að fá vissu fyrir framhaldslífinu.
Hvað segir orð Guðs?
"Og þetta er vitnisburðurinn, að Guð hefir gefið oss eilíft líf, og þetta líf er í syni hans. Sá sem hefir soninn, hefir lífið; sá sem ekki hefir Guðs son, hefir ekki lífið." 1. Jóh. 5: 11.-12.
Tökum við þetta trúanlegt? Ef svo er, hvers þurfum við þá framar við?
Sumir spyrja, hvernig beri að skilja orð Jesú við ræningjann: "Sannlega segi ég þér - í dag skaltu vera með mér í Paradís."
Styður þetta ekki hina útbreiddu skoðun, að um leið og maðurinn deyr - hverfi hann á stig æðri tilveru?
Svo virðist vera í fljótu bragði. En við nánari athugun stenzt það þó ekki af eftirfarandi ástæðum:
- Á upprisudeginum segist Jesús enn ekki vera farinn upp í himininn. Jóh. 20: 16.-17.
- Ræningjarnir voru ekki dánir á föstudagskvöldinu, þegar þeir voru teknir af krossinum, þess vegna voru fótleggir þeirra brotnir, svo að þeir hlypust ekki á brott. Jóh. 19: 31.-34.
- Ræninginn bað Jesú að minnast sín, þegar hann kæmi í konungsdýrð sína. Lúk. 23: 42 - þ.e. þegar hann kemur og kallar fram hina dánu. Jóh. 5: 28.-29; 1. Þess. 4: 16.
Nýja Testamentið var skrifað á Forn-Grísku - en í því máli eru engar kommur - engin greinarmerki. Greinarmerkin voru sett inn löngu síðar. Í grísku útgáfu Nýja Testamentisins stendur þetta vers þannig orðrétt: "Sannlega ég segi við þig í dag með mér þú skalt vera í Paradís."
Meiningin í versinu er háð því hvar komman er sett - hvort hún er sett á undan , í dag' eða á eftir. Sé hún sett á eftir ,í dag', þýðir versið einungis það, að Jesús kemur aftur, sem konungur lífsins og vekur upp hina dánu. Að komman var sett á undan , í dag', byggist vafalaust á því, að þegar kommusetningin var færð inní textann, höfðu menn veitt viðtöku þeirri óbiblíulegu skoðun, að menn færu annað hvort í sælu eða í kvalarstað strax eftir dauðann.
Það er örugg trúarviss, sem gerir manninn sterkan og færan um að taka með stillingu og hugarró því, sem að höndum ber - hvort sem það er líf eða dauði. Þannig voru hetjur trúarinnar fyrr á tímum.
"Allir þessir menn dóu í trú, án þess að hafa öðlast fyrirheitin, heldur sáu þeir þau álengdar og fögnuðu þeim, og játuðu að þeir væru gestir og útlendingar á jörðunni." Hebr. 11: 13.
"Því að það er nú svo komið, að mér er fórnfært, og tíminn er kominn, að ég taki mig upp. Ég hefi barist góðu baráttunni, hefði fullnað skeiðið, hefi varðveitt trúna. Og nú er mér geymdur sveigur réttlætisins, sem Drottinn mun gefa mér á þeim degi, hann hinn réttláti dómari; en ekki einungis mér, heldur og öllum, sem elskað haf opinberun hans." 2. Tím. 4: 6.-8.
Slíka trú þurfum við að öðlast. Trú, sem er byggð á bjargi. En að byggja á bjargi er að heyra orð Guð og breyta eftir því.
Smá viðauki: Júlíus Guðmundsson var Aðventisti. Aðventistar hafa aðra skoðun en margir aðrir um hvort maðurinn fari í sælu eða kvalarstað strax eftir dauðann: Þeir vilja meina að maðurinn sofi sálarsvefni þangað til Endurkoma Drottins verður.
Ég hef skilið þetta öðruvísi en Aðventistar en aðalatriðið fyrir mér að við séum öll skráð í lífsins bók og hef ég engan áhuga að togast á um þetta atriði frekar en hvaða dag við höldum hvíldardag.
"Því að sjálfur Drottinn mun stíga niður af himni með kalli, með höfuðsengils raust og með básúnu Guðs, og þeir, sem dánir eru í trú á Krist, munu fyrst upp rísa. Síðan munum vér, sem eftir lifum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottin í loftinu. Og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma." 1. Þess. 4: 16.-17. Þarna er spurning hvort um er að ræða líkamsleifar þeirra sem dánir eru eða bæði líkami og sál?
"En Enok gekk með Guði og hvarf, af því að Guð nam hann burt." 1. Mós. 5: 24.
" 'Ég er Guð Abrahams, Guðs Ísaks og Guð Jakobs.' Ekki er hann Guð dauðra, heldur lifenda."Matt. 22: 32.-33.
Þegar Jesús var krossfestur voru tveir aðrir krossfestir á sama tíma: Annar hæddi Jesú en hinn ekki. Hann sagði: "Jesús minnst þú mín, þegar þú kemur í ríki þitt!" Og Jesús sagði við hann: "Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í Paradís." Lúkas 23: 42.-43.
"Eftir sex daga tekur Jesús með sér þá Pétur, Jakob og Jóhannes, bróður hans og fer með þá upp á hátt fjall, að þeir væru einir saman. Þar ummyndaðist hann fyrir augum þeirra, ásjóna hans skein sem sól, og klæði hans urðu björt eins og ljós. Og Móse og Elía birtust þeim og voru þeir á tali við hann. Pétur tók til máls og sagði við Jesú: "Herra, gott er, að vér eru hér. Ef þú vilt, skal ég gjöra hér þrjár tjaldbúðir, þér eina, Móse eina og Elía eina." Meðan hann var enn að tala, skyggði yfir þá bjart ský, og rödd úr skýinu sagði: "Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á . Hlýðið á hann.!" Matt. 17: 1.-5.
Ríkur og snauður.
Einu sinni var maður nokkur ríkur, er klæddist purpura og dýru líni og lifði hvern dag í dýrlegum fagnaði.
En fátækur maður, hlaðinn kaunum, lá fyrir dyrum hans og hét sá Lasarus. Feginn vildi hann seðja sig á því, er féll af borði ríka mannsins, og jafnvel hundar komu og sleiktu kaun hans.
En nú gjörðist það, að fátæki maðurinn dó, og báru hann englar í faðm Abrahams. Ríki maðurinn dó líka og var grafinn.
Og í helju, þar sem hann var í kvölum, hóf hann upp augu sín og sá Abraham í fjarska og Lasarus við brjóst hans.
Þá kallaði hann: ,Faðir Abraham, miskunna þú mér, og send Lasarus, að hann dýfi fingurgómi sínum í vatn og kæli tungu mína, því ég kvelst í þessum loga.`
Abraham sagði: ,Minnstu þess, barn, að þú hlaust þín gæði, meðan þú lifðir, og Lasarus böl á sama hátt. Nú er hann hér huggaður, en þú kvelst.
Auk alls þessa er mikið djúp staðfest milli vor og yðar, svo að þeir, er héðan vildu fara yfir til yðar, geti það ekki, og eigi verði heldur komist þaðan yfir til vor.`
En hann sagði: ,Þá bið ég þig, faðir, að þú sendir hann í hús föður míns,
en ég á fimm bræður, til þess að vara þá við, svo þeir komi ekki líka í þennan kvalastað.`
En Abraham segir: ,Þeir hafa Móse og spámennina, hlýði þeir þeim.`
Hinn svaraði: ,Nei, faðir Abraham, en ef einhver kæmi til þeirra frá hinum dauðu, mundu þeir gjöra iðrun.`
En Abraham sagði við hann: ,Ef þeir hlýða ekki Móse og spámönnunum, láta þeir ekki heldur sannfærast, þótt einhver rísi upp frá dauðum.`Lúkas 16: 19.-31.
"Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. Jóh. 3: 16.
Trúmál og siðferði | Breytt 15.1.2008 kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.1.2008 | 01:54
Andaverur vonzkunnar
Andaverur vonzkunnar
Reynsla Raphaels Gassons þá er hann var starfandi miðill
Sérprentun úr Fagnaðarboðanum
Raphael Gasson var um skeið starfandi miðill En eftir að hann hafið hlotið þá náð að komast til lifandi trúar á Jesúm Krist ritar hann bókina "The Challenging Counterfeit", sem náð hefir gífurlegri sölu.
Hér fer á eftir endursagður kafli úr bókinni, ásamt ummælum Kay Pernina, til skýringar og leiðbeiningar.
Þegar Raphael Gasson var fimm ára gamall bar svo við eitt sinn, að mynd, sem hékk á vegg, varð allt í einu sem lifandi fyrir augum hans. Þetta furðulega fyrirbæri kom fyrir aftur og aftur, unz barnið lifði í stöðugum ótta við myndina. Þegar ekki var lengur um að villast, að eitthvað óeðlilegt var á seiði, fór amma Raphaels með hann til konu, sem var miðill. Þessi kona leitaði nú frétta "andanna" og fékk það svar, að hér væri andi að verki, sem eingöngu vildi gæta barnsins og vera því til verndar. Ætlunin væri engan veginn að hræða það á nokkurn hátt. Miðillinn gaf nú andanum þá viðvörun, að hann skyldi ekki gera sig augljósan eða sýnilegan barninu. Hann gæti þó haldið áfram gæzlu sinni við það.
Ekki var annað að sjá, en að andinn hefði hlýtt þessum fyrirmælum miðilsins, því nú brá svo við, að ekkert furðulegt í sambandi við myndina gerðist framar.
Þegar Raphael Gasson var orðinn fulltíða maður, tók að vakna hjá honum sú spurning, hvort hann ætti að gerast kristinnar trúar. Eitt sinn, er hann var í þessum hugleiðingum, sá hann allt í einu sjálfan sig í sýn. Um leið heyrði hann rödd segja: "Fylgdu mér". Hann hlýddi og fór eins og röddin leiddi hann. Innan stundar var hann kominn inn í safnaðarhús spíritista. Þar stóð yfir fundur, og stjórnaði honum kona, sem hafði miðilsgáfu. Fyrst var sungið, síðan kvaddi hún sér hljóðs og sagðist nú mundi leiða fram sannanir um mátt "stjórnendanna." Síðan beindi hann máli sínu persónulega til Raphaels Gassons og greindi frá því, sem nú rétt áður hafði fram við hann komið. Enn fremur brá hún nokkrum atvikum úr lífi hans. Hún sagði, að hann hefði miðilshæfileika og hélt svo áfram að telja fram ýmislegt úr lífsferli hans, meðal annars að ekki hefði farið framhjá guði hin innri barátta, sem hann átti í, og því hefðu honum verið sendir "andarnir" til aðstoðar. Þeir hefðu nú leitt hann inn á þennan fund.
Allur þessi framburður miðilsins leiddi til þess, að Raphael Gasson fannst nú sem lausnin væri fundin, og gerðist hann nú spíritisti.
Hann tók að sækja miðilsfundi (seances) og komu þá fram með honum ýmis konar miðilshæfileikar. Honum var því tekið opnum örmum af andahyggjumönnum.
Raphael Gasson gerði sér sérstakt far um að rannsaka allt, er að þessum efnum lýtur, jafnt það, sem að sálarlífinu snýr sem vísindunum. Hann leitaðist við að samræma viðhorf kristindóms og spíritisma. Kom að því, að hann gerðist safnaðarleiðtogi spíritista. Hann trúði því, að spíritisminn væri sú kristni, sem Ritningin boðar. Þar segir: - prófið andana. Og einlægur ásetningur hans var að gera það. "Leiðsöguandi" hans kvaðst hafa verið kunnur Evrópumaður á sínum tíma. Til þess að sannprófa þetta, vildi Raphael komast í samband við einhvern þann, er skildi mál þessarar Evrópuþjóðar. En leiðsöguandinn reis andvígur gegnt því, að slík prófun færi fram. Þetta þótti Gasson meir en lítið furðulegt. En ekki var hér um að villast. Andinn var þessu algerlega mótsnúinn. Sitthvað fleira varð einnig til þess að rumska við Gasson og vekja hann til frekari ígrundunar um þessi mál. Hann hitti t.d. mann, sem var alger guðleysingi og vildi ekkert með bænir né sálmasöng hafa. Hann fordæmdi allt slíkt. Maður þessi taldi sig hafa komizt langt á sviði svartagaldurs (black magic) og fór ekki leynt með þá vitneskju sína, að þeir, sem honum stjórnuðu, væru illir andar. Hann hélt því eindregið fram, að þeir spíritistar, er gæfu sig út fyrir að vera kristnir menn, villtu á sér sýn.
Nú bauð maður þessi Raphael Gasson heim til sín. Hann fór fram á, að þeir héldu þar sameiginlegan andafund. Báðir skyldu þeir falla í dásvefn (trance) en áreiðanlegt vitni átti að fylgjast með og segja frá því, sem gerðist. En Raphael til hinnar mestu furðu, virtust nú allir andarnir, sem komu, vera ein vinfengis-samkunda. Mikið rót komst á allt sálarlíf Gassons við þessa vitneskju, að öllum þessum öndum, illum og góðum að hans áliti, skyldi koma vel saman. Það kemur glöggt fram af orðum hans, sem hér fara á eftir:
--Ég tók þetta allt mjög nærri mér. Annars vegar var um að ræða mann, algeran guðleysingja, sem ástundaði vísvitandi samskipti við illa anda, andvígur öllum bænum og sálmasöng, en sem engu síður gat, fyrir tilstilli þessara illu anda, leitt fram skýra fyrirburði og unnið sín undraverðu góðverk, að því er virtist. Hins vegar var svo ég, sem eyddi miklum tíma til bæna og annarrar guðrækni, en reyndist þó ekki standa honum framar að neinu leyti í miðilsstarfinu. Þetta var mér alger ráðgáta. Hvar var ég á vegi staddur? Var það ekki Guð, sem svaraði bænum mínum? Gat það verið, að þeim væri svarað af andaverum vonzkunnar? Eða var Guð að verki með þessum manni, en ekki illir andar, eins og hann hélt fram? Slíkt var með öllu óhugsandi. Breytti það engu um, þó viðhafður væri sálmasöngur og bænir?
Hvar var Guð að finna og hvar var Hann ekki að finna? Hvar var Hans að leita og hvar ekki?
Í öllu þessu spíritista-starfi sínu trúði Gasson því af einskærri vanþekkingu, að hinar ýmsu miðilsgáfur hans væru guðlegar gjafir, á sama hátt og Jeane Dixon, stjörnuspákonan reynir að fella saman í eitt kristni og spíritisma. En nú ákvað Gasson að gera allt, sem í hans valdi stóð, til þess að komast til botns í öllu þessu róti. Hann hóf leit sína með því að lesa og ígrunda Orð Biblíunnar. Jafnframt fór hann að ferðast um og hlýða á þann boðskap, sem fluttur var innan annarra safnaða.
Hann átti nú í strangri, innri baráttu, en var staðráðinn í því að reyna allt, sem í hans valdi stóð, til þess aðkomast að hinu sanna og rétta. Dag einn sótti hann samkomu í söfnuði trúaðra og varð þá vottur að því, er menn, fylltir Heilögum Anda, töluðu tungum, útlistuðu og spáðu. Í fyrstu hélt hann sig vera kominn á fund spíritista. En fljótlega komst hann að raun um, að það, sem hér var ríkjandi, var allt annars eðlis, en það, sem hann þekkti frá andafundunum.
Forstöðumaðurinn fór að predika. Og hvort það var tilviljun ein, þá talaði hann um spíritisma. Hann sagði, að allt slíkt væri frá Satan runnið, myrkursins valdi, og í algerri andstöðu við hinn eina sanna Guð.
Reiðin sauð niðri í Gasson, er hann heyrði þessi ummæli. Og strax að samkomunni lokinni, átti hann tal við ræðumanninn. Þeir töluðu lengi saman, allt til klukkan 11 um kvöldið. Ræðumaðurinn benti honum á Ritningarstaði, þar sem andahyggja er fordæmd. Ekki gat Gasson neitað því, að hér var rétt með farið. Allt stóð þetta í Biblíunni. Hann hlaut að staldra hér við á leitarbraut sinni að hinu rétta og sanna.
Um þetta segir Gasson: - Ég hafði ávallt áður bægt allri umhugsum um þessa Ritningarstaði burt úr huga mér og fundið þar til ýmsar átyllur, til þess að forðast frekari hugleiðingar um það, sem í þessum Ritningargreinum stóð. Hinn vantrúaði getur gengið ótrúlega langt í blindi sinni. Í sjálfsblekking minni hafði ég einnig í vissum tilvikum rangfært Orðið, svo allt gæti samræmst skoðunum spíritista. En nú varð ég að taka við þeirri staðreynd að þeir möguleikar væru ekki útilokaðir að aðvörunarorð Ritningarinnar væru Sannleikans-Orð. Allt þetta var aðdragandi þess, að ég fór að ígrunda málið gaumgæfilega. Og þótt afturhvarf mitt ætti sér ekki stað þetta kvöld, var lokabaráttan gegn "anda-stjórnendum" mínum nú hafin. Andarnir töluðu til mín og héldu því fram, að heimskulegt væri að leggja hlustirnar við framburði manns, sem aldrei hefði á miðilsfund komið og gæti aðeins rökrætt málið út frá gömlum, úreltum staðhæfingum Biblíunnar.
En hvað sem framburði andanna og öllu öðru leið, þá varð þeirri ákvörðun minni ekki haggað, að ég vildi sjálfur kljúfa málið til mergjar og taka mína persónulegu afstöðu til þess. Loks var ég kominn inn á rétta braut, því nú hafði ég tekið þá afstöðu að vilja hverfa burt frá spíritisma og Satans vegi.
Gasson snéri nú aftur heim til sín, staðráðinn í því að næsti miðilsfundur hans skyldi verða sá síðasti. En þá ver svo við, að á þessum fundi reyna "andarnir" að gera út af við hann, með því að halda honum í svefndáinu, svo hann kæmist ekki aftur til meðvitundar.
Tveimur dögum síðar sá hann auglýsta samkomu, þar sem Fagnaðarerindi Jesú Krists yrði boðað fullt og óskert, og hann ákvað að fara þangað. Andarnir lögðu honum það ráð, að fara ekki, slíkt yrði honum ekki til neins góðs. En það breytti engu um ásetning hans. Og hann fór. Þar var sunginn sálmurinn. "Dýrðlega vissa." Og eins og elding leiftrar, lukust nú upp fyrir honum hin dýru sannindi Fagnaðarerindisins, - hjálpræði Guðs í Jesú Kristi. Hann bað til Drottins, bað Hann að frelsa sig og gefa sér hina öruggu trúarvissu.
Áður en sálmurinn var sunginn til enda, hafði lausnarverk Drottins gerzt á Raphael Gasson, og hann öðlazt trúarsannfæringuna í hjarta sitt, vissuna um, að syndirnar voru honum fyrirgefnar fyrir Sáttmálablóð Jesú Krists.
Við nánari ígrundu Guðs Orðs, varð hann sannfærður um, að andar þeir, sem hann hafði látið stjórnazt af og átt samskipti við, voru engir aðrir en, andaverur vonzkunnar, Satans útsendarar.
Hann var viðstaddur skírnarathöfn, og hlýðnaðist þá boði Drottins um að taka niðurdýfingarskírn. Skömmu síðar skírði Drottinn hann í Heilögum Anda.
Hann segir svo frá: - Þá er ég, að skírninni lokinni, hafði vitnað um afturhvarf mitt og var kominn heim til mín aftur, sótti á mig svo mikill höfgi, að engu mátti muna, að ég félli í dásvefn. Andarnir, sem ég hafði áður fyrr undirgefizt og látið stjórnast af, reyndu nú gegn vilja mínum, að koma mér í dásvefn (trance). En þeir höfðu ekki búizt við, að til slíks þyrfti að koma, - ef viðhafa má slík venjuleg ummæli í sambandi við andaverur þessar. Hvað eftir annað reyndu þeir að kyrkja mig með mínum eigin höndum. Aðeins með því eina móti fékk ég staðizt gegn þessu ofurvaldi Satans og útsendara hans, að halda mér fast í trú við fyrirheiti Guðs, og vera stöðugur í ákalli og bæn til Drottins, að Blóð Hans væri mín vernd og kraftur gegn ógnarvaldi þessu, - einnig voru trúaðir vakandi í bænum sínum fyrir mér. Andaárásum þessum hélt áfram í nokkra mánuði, og hvert áhlaupið gert á fætur öðru. En Drottinn Jesús Kristur hefir sigrað djöfulinn og allt hans vald. Og fyrir Nafn Jesú Krists náðist sigurinn og fullkominn lausn að lokum.
Nú veit ég betur við hvað er að berjast, og hve djöfullinn er slyngur og slóttugur. En ég veit einnig, að ég hef öðlazt sigur, já meir en sigur fyrir Jesúm Krist, sem elskaði mig svo mikið, að hann lagði líf sitt í sölurnar fyrir mig. Honum ægði ekki dauðinn, til þess að kaupa mér líf og lausn. Lofað og vegsamað sé hans dýrlega Nafn að eilífu.
Hér lýkur þessum kafla bókarinnar
"The Challenging Counterfeit" efit Raphael Gasson.
BARÁTTAN ER EKKI VIÐ BLÓÐ OG HOLD
Hver endurfæddur, kristinn maður má búast við því að verða að mæta árásum frá andaheimi myrkravaldsins, eins og berlega kemur fram hjá Páli postula, er hann segir: ....klæðist alvæpni guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins. Því að baráttan, sem við eigum í, er ekki við blóð og hold, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonzkunnar í himingeimnum. (Efes. 6: 10.-12). Með öðrum orðum, hver trúaður maður má gera ráð fyrir því að þurfa að stríða gegn andaverum, sem sækja á með sínum vélabrögðum og reyna að koma að hjá hinum trúuðu efasemdum, ótta, freistingum eða öðru, sem rænir þá innri ró og friði. Ef til vill mætti segja, að nú á seinni tímum vaði hinar fölsku opinberanir til táls og ginningar enn meira uppi en áður, opinberanir, sem birtar eru fyrir tilverknað andavera vonzkunnar, sem koma þá fram með yfirskyni guðrækninnar og þar með villa á sér sýn, svo menn ganga í snöruna og halda, að þar séu að verki þjónustubundnir andar frá sönnum Guði.
TRÚIÐ EKKI SÉRHVERJUM ANDA
Í fyrsta bréfi Jóhannesar, 4: 1 er þessi aðvörun gefin: Þér elskaðir, trúið ekki sérhverjum anda, heldur reynið andana, hvort þeir séu frá Guði....
Þessi viðvörun - trúið ekki sérhverjum anda - innifelur í sér það, að hver skynjun, sem huggar eða gleður, hvort heldur er í sýn, vitrun eða opinberun, er ekki bundin þeim eina möguleika, að vera frá Guði runnin, þ.e. gefin fyrir hans Heilaga Anda. Vald og máttur hins illa, er svo víðtækur á andlega sviðinu, að gegn því ofurvaldi standa menn agndofa og mega sín einskis í eigin mætti. Við skulum ekki láta okkur gleymast, að á dögum Móse, gátu spásagnarmenn Farós líkt eftir sumum þeim stórmerkjum, er Guð geði með Móse.
Enn í dag sér margur og reynir öfl verkandi með mönnum til "yfirnáttúrlegra" hluta. Kemur það m.a.a fram í birtingu þess, sem áður var leynt og hulið eða í framkvæmd furðuverka, já jafnvel til lækninga. Þessi öfl eiga sér enga þá stoð í Guðs Orði, að þeim verði þar fundinn nokkur sá grundvöllur, að þau séu frá Guði komin.
En hið hörmulega á sér iðulega stað, að jafnvel trúaðir menn renna í snöruna og flækjast í þessum lyga og blekkingarvefi.
HVERNIG SKAL PRÓFA ANDANA?
Ein óbrigðul leið, til þess að prófa andana, er að prófa þá með orði Ritningarinnar. Guðs Orðið er hið tvíeggjaða sverð, sem greinir sannleikann frá lyginni, hvort heldur um er að ræða það, sem mönnum er innblásið við dáhrif eða hughrif, - hefir opinberazt þeim eða er framkvæmt með þeim, þá verður það allt að hlíta úrskurði Guðs Orðs. þ.e. prófast í öllum atriðum með því, sem Guðs Orð segir um það skýrt og bert, svo ekki verði um villst. Þetta krefst sinnar tilvitnunar, útheimtir að á sé bent, hvar það standi í Biblíunni, - í hvaða bók hennar, - hvaða kapítula og hvaða versi.
Um gjafirnar í Heilögum Anda, Anda-gáfurnar, og allt verk Andans Heilaga er berlega og skýrt talað um í Guðs Orðinu. Guð vill ekki, að mennirnir þurfi að vera í neinni óvissu um þessi veigamiklu atriði, sem hverjum og einum, andlega talað, er lífsnauðsyn að þekkja.
Í Orði sínu gefur Guð okkur vísbending. Þar leiðbeinir Hann okkur og aðvarar. Við eigum að halda okkur fast við hina "heilnæmu kenningu." Þess vegna eigum við að hafa Orð Guðs sem prófstein í einu og öllu, sem krefjast veður, að við tökum afstöðu til í lífinu.
Jesús sjálfur svaraði þá er Hans var freistað af Satan: Ritað er . . . . síðan mælti Hann fram Ritningarorðið. Sigurinn yfir valdi hins illa, Satan, er vís, ef sverði Guðs Orðs er beitt gegn honum.
5.1.2008 | 20:26
Spjallað við Hallgerði Langbrók í andaglasi á Eiðum!!!
Guð gefi ykkur öllum góðan dag.
Ég benti á bók eftir Friðrik Ó. Schram í athugasemd. Bókin heitir "Tengsl Tveggja heima. Innihaldið eru 30 spurningar og svör. Ein spurningin er hvor óhætt sé að fara í andaglas? Það að fara í andaglas getur verið mjög hættulegt og fólk getur orðið fyrir áhrifum illra anda. Þetta getur orðið fyrsta skrefið inn í hinn myrkra heim dultrúar og hættulegs andakukls. Fólk getur orðið bundið og fjötrað af illu andavaldi ef það er að daðra við andaverur vonskunnar.
Þegar ég var í Alþýðuskólanum á Eiðum 1974 1976 var okkur nemendum sagt frá fyndnum atburði sem átt hafði sér stað þar. Kennarinn Matthías Frímannsson sagði okkur frá stúlkum sem ætluðu í andaglas í herbergi eins af nemendum kvennavistarinnar. Stúlkan sem undirbjó athöfnina hafði lítið ljós í herberginu. Hún batt tvinnaspotta við handfang á skápnum í herberginu og hinn endann af tvinnanum við fót sér. Stúlkurnar komu og athöfnin byrjaði eins og venjulega. Allt í einu sagði stúlkan: "Ef þú Hallgerður Langbrók ert inn í skápnum þá opnaðu skápinn." Á sama tíma kippti hún í tvinnaspottann og hurðin opnaðist. Stelpurnar urðu mjög hræddar og var mikill hávaði, öskur og garg. Ættfræð: Matthías er móðurbróðir Sigurðar Ægissonar sem bjó til flottu vísuna um mig sem þið getið séð með því að klikka á mynd af höfundi!!
Vinkona mín sem er nú á áttræðisaldri hefur oft sagt mér frá því þegar hún var að leika sér að spá fyrir samnemendum sínum og kennurum á Húsmæðraskóla. Í byrjun var þetta algjör leikur frá hennar hálfu og henni fannst athyglisvert að kennara voru að koma til hennar seint um kvöld en hún var á heimavist. Það gerðu kennararnir svo að aðrir vissu ekki að þær hefðu komið til að láta spá fyrir sér. Vinkona mín sagði að í upphafi hafi þetta verið gaman og hún hafði gaman af auðtrúa samnemendum sínum og kennurunum. Vinkona mín var alveg hissa á hvað hún gat tvinnað upp miklar sögur. Hún hafði samviskubit yfir þessum leik sínum, samnemendur og kennarar voru svo auðtrúa. Hún hætti þessu og það var eins gott áður en Satan náði til hennar. Þegar fólk er að daðra við eitthvað þá er það saklaus skemmtun í fyrstu en hinn illi vinnur sitt verk og smátt og smátt nær hann að glepja viðkomandi og hrifsar viðkomandi til sín og fjötrar viðkomandi. Sem betur fer fór vel í þetta skipti.Brent barn forðast eldinn og við skulum vera varkár og daðra ekki við andaverur vonskunnar.
Fyrir mörgum árum kynntist ég fullorðnum manni. Konan hans var á kaf í andatrú og hann greinilega undir áhrifum því hann var með þá hjátrú að honum vegnaði betur með því að hafa stein í buxnavasa sínum. Talað er um í Biblíunni að fólk tilbað stokka og steina. Við munum líka þegar Ísraelsmenn byggðu gullkálf í eyðimörkinni til að tilbiðja. Fólk trúi á álfa og tröll. Og goðafræðin er stór kapítuli út af fyrir sig. Ég veit að fólk er að leita að hamingju og leita að sannlekanum en blessað fólkið er að leita á röngum stöðum. Jesús er vegurinn sannleikurinn og lífið og ég vona að íslenska þjóðin finni sannleikann.
Fáein Biblíuvers: Fékk bókina Gull og Silfur í jólagjöf frá bróður mínum. Lindin Fjölmiðlun gaf út bókina. Ritningaversin sem ég er með eru undir kaflanum "Kukl."
"Eigi skal nokkur finnast hjá þér, sá er láti son sinn eða dóttur ganga gegnum eldinn, eða sá er fari með galdur eða spár eða fjölkynngi, eða töframaður eða gjörningamaður eða særingamaður eða spásagnamaður eða sá er leiti frétta af framliðnum. Því að hver sá, er slíkt gjörir, er Drottni andstyggilegur, og fyrir slíkar svívirðingar rekur Drottinn Guð þinn þá burt undan þér. Þú skalt vera grandvar gagnvart Drottni Guði þínum. 5. Mós. 18: 10. - 13.
Því að baráttan sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum. Efes. 6:12.
Holdsins verk eru augljós: Frillulífi, óhreinleiki, saurlífi, skurðgoðadýrkun, fjölkynngi, fjandskapur, deilur, metingur, reiði, eigingirni, tvídrægni, flokkadráttur, öfund, ofdrykkja, svall og annað þessu líkt. Og það segi ég yður fyrir, eins og ég hef áður sagt, að þeir, sem slíkt gjöra, munu ekki erfa Guðs ríki. Gal. 5: 19.-21.
Ef þeir segja við yður: "Leitið til andasæringarmanna og spásagnarmanna, sem hvískra og umla! Á ekki fólk að leita frétta hjá guðum sínum og leita til hinna dauðu vegna hinna lifandi'" þá svarið þeim: "Til kenningarinnar og vitnisburðarins!" Ef menn tala ekki samkvæmt þessu orði, hafa þeir engan morgunroða og munu ráfa hrjáðir og hungraðir. Jes. 8: 19.-21.
Trúmál og siðferði | Breytt 8.1.2008 kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
5.1.2008 | 16:17
Spíritisminn
Spíritisminn
Erindi eftir
A. FIBIGER
Sóknaprest við Elíaskirkjuna
Í KAUPMANNAHÖFN
Árni Árnason þýddi mest af þessu riti
Kafli úr ræðu eftir Ólaf Ólafsson
Þriðja útgáfa 1969 - HS
Ritið útbýtt ókeypis
Útgefandi Sigurður Jónsson frá Bjarnastöðum
Er andinn segir berlega, að á
síðari tímum muni sumir ganga
af trúnni, er gefa sig að villu-
öndum og lærdómum illra anda.
1. Tímóteusarbréf 4:1.
Erindi þetta kom út í sérstöku riti í Kaupmannahöfn 1920. Birtist hér úrdráttur úr fyrri kafla þess og síðari hlutinn í orðréttri þýðingu.
Inngangur erindisins er á þessa leið:
"Laugardagskvöld eitt í febrúar 1920, var ég boðinn af öldunaráði stúdentafélagsins til að taka þátt í umræðum um spíritismann. Hóf ég þá mál mitt með því að lýsa yfir, að afstaða mín gagnvart honum væri sú, að ég viðurkenndi tilveru hans, en væri um leið ákveðinn andstæðingur. Þessi tvö atriði vil svo í fáum orðum skýra nánar."
1) Þar sem innihald fyrra atriðisins eru að nokkru leyti lýsingar á ýmsum vantrúarhreyfingum og stefnum, er uppi voru í Danmörku fyrir og um þann tíma, sem erindið er flutt, þá hefir það ekki svo mikið að segja fyrir oss, að taka þann kafla orðréttan.
En tilgangur höfundarins með þeim lýsingum, er að sýna orsök þess að vér nú erum stödd í slíku flóði spíritískra kenninga, sýna hvernig skynsemistrú og efnishyggja, þ.e. vantrúin, hefir gengið yfir og gripið fjöldann af fólkinu, en getur þó aldrei fullnægt því á alvörustundum lífsins. Þá kemur áreksturinn og afturkastið. Þá leitar sál mannsins inn á andlega sviðið, leitar eftir svari við ótal ráðgátum tilverunnar, leitar umfram allt svölunar í trú og trausti. Einmitt undir þessum kringumstæðum lendir leitin oft út á alls konar villigötum, svo sem í spíritisma og teosofi (andatrú og guðspeki) og þess hátta afvegaleiðandi stefnum. Og dæmin höfum vér við höndina, segir hann. Fríhyggja og vantrú höfðu undirbúið jarðveginn, þegar alvörutímar heimsstyrjaldarinnar gengu yfir, og í lok hennar spánska veikin 1918. En það varð lítið úr þeim stefnum gagnvart ógnum dauðans. Allur sá fjöldi af nýjum gröfum og öll þau djúpu sár, kröfðust annarrar úrlausnar.
Þarna var tilbúinn jarðvegur fyrir spíritismann, því boðberar þeirra stefnu létu sig ekki vanta, og framarlega í þeim hóp enski eðlisfræðingurinn Sir Oliver Lodge. Og nú höfum vér árangurinn: blöð og tímarit eru full af spíritískum frásögnum og allt trúarlíf er meira og minna gegnsósað af spíritisma.
Fyrri kaflinn endar svo með þessum orðum: "Það er nú ekki ætlunarverk mitt í þessum umræðum, að gjöra frekar grein fyrir hvað spíritistarnir í þessu tilliti hafa - eða þykjast hafa. - En til að fylgja sannleikanum, verð ég að segja, að jafnvel þó ávallt hafi verið og muni halda áfram að verða, hinum mestu kynstrum af dulfræðilegum tilbúningi og blekkingum svikulla miðla, blandað inn í spíritismann, þá er þó víst að í öllu þessu eru í hreyfingu einhver raunveruleg öfl. Að neita því bæri vott um þekkingarleysi á því sem um er að ræða."
2) Þegar ég nú hefi talað um spíritismann, og sannleikans vegna gefið honum það sem hans er, þá verð ég jafneinbeittur að koma fram sem ákveðinn mótstöðumaður hans, já segja honum stríð á hendur upp á líf og dauða. Í fyrsta lagi geri ég það af hlýðni við Guð. Í orði sínu hefir Guð skýrt og ákveðið bannað oss, að hafa nokkuð með andasæringar að gera, eða á nokkurn hátt að leita frétta hjá framliðnum, sjá t.d. 5. Mós. 18: 11. Í öðrum stað segir svo: "Hinir leyndu hlutir heyra Drottni Guði vorum, en það sem opinberað er, heyrir oss og börnum vorum." 5. Mós. 29: 29. Við sjáum líka greinilega vanþóknun Guðs og reiði koma yfir Sál konung, þegar hann, - stuttu áður en hann í guðleysi framdi sjálfsmorð, - leitaði á fund spákonunnar í Endor og fékk hana til að særa fram anda Samúels.
Í öðru lagi er ég í algerðri mótstöðu við spíritismann, að því hann myndar sér sín eigin tilbúnu trúarbrögð. Tekur út úr kristnidóminum það, sem talsmönnum hans líkar, en kastar burt því, sem ekki samrýmist skynsemi hins náttúrlega manns. Eins og t.d. kenningunni um glötun. Þar af leiðandi vilja spíritistar ekki beygja sig fyrir því sem er þó staðfest í Guðs Orði, að þeir, sem eru til vinstri handar, verða að fara burt í þann eilífa eld, sem búinn er djöflinum og englum hans, meðan þeir til hægri handar ganga inn til eilífrar sælu. Og þó það sé Jesús sjálfur, sem segir þetta - í Matt. 25. - þá breytir það ekki meiningu spíritista. Nei, þeir ætla að vera "meðaumkunarsamari en Guð." Þess vegna fleygja þeir umsvifalaust allri hugsun um eilífa glötun og kenna að allir verði sælir; það er komist í sæluríkt samfélag við Guð.
Ég veit nú að til eru menn, sem telja sig vera kristna, og það innan þjóðkirkjunnar, - sem ekki vilja viðurkenna að til sé eilíf glötun. Ég trúi heldur ekki að nokkurt einlægt Guðsbarn fari með þá kenningu með gleði. Þvert á móti er hugsunin um eilífa útskúfun, bæði óumræðilega sár og leyndardómsfull fyrir hugann. En vér verðum samt að segja með Lúther: "Textinn er mér ofurefli, en það er ómögulegt fyrir þann, sem vill byggja á sannleiksgrundvelli Guðs Orðs að komast framhjá honum."
Ritningin hefir fjölda marga vitnisburði um þetta, og þegar vér beygjum oss í hlýðni fyrir Orði Guðs, þá höfum vér leyfi til að leggja allar þessar hugsanir frá oss og gefa Jesú dómsvaldið. Hann, sem segir um sjálfan sig, að hann hafi lyklana. "Hann, sem lýkur upp svo enginn læsir og læsir svo að enginn lýkur upp." Op. 1: 18. og 3: 7. Og "ef nokkur boðar yður annað fagnaðarerindi en það, sem þér hafið viðtöku veitt þá sé hann bölvaður." Gal.1: 9.
Í þriðja lagi, - og það er alvarlegasta ástæðan, - verðum vér að tilkynna spíritismanum stríð upp á líf og dauða, vegna afstöðu hans til friðþægingardauða Jesú Krists, _ með öðrum orðum - til krossins. Hér kemur það skýrast og ákveðnast í ljós, að þótt segja megi um þessar ósjálfráðu hreyfingar að í þeim séu duldir kraftar og þeir sterkir, þá verður jafnframt að segja um þær allar sem eina, að þar eru að verki öfl myrkravaldsins, - kraftur Satans.
Aftur og aftur er sagt í Guðs Orði, að ef mennirnir vilja ekki trúa sannleikanum, þá eru þeir neyddir til að trúa lyginni: "En koma hans er fyrir tilverknað Satans, með alls konar krafti og táknum og undrum lyginnar, og með alls konar vélum ranglætisins fyrir þá sem glatast, af því þeir veittu ekki viðtöku kærleikanum til sannleikans, að þeir mættu verða hólpnir. Og þess vegna sendir Guð þeim megna villu, til þess að þeir trúi lyginni." 2. Þessal. 2: 9. -11.
Víst eru það dýrleg og guðdómleg sannindi að: "Guð vill ekki dauða syndugs manns, heldur að hann snúi sér og lifi." Sömuleiðis það, að Guð kastar engum í glötun. "Guð vill að allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum." 1. Tím. 2: 4. En kærleika sinn til vor, hefir Hann opinberað með því: "að Hann gaf Son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á Hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf." - Jóh. 3: 16. Látum oss því í eitt skipti fyrir öll losna við þetta væmna hugleysisskraf um, hvað Guð geti fengið af sér að gera, eða muni gera.
Á meðan vér höfum hinn blóðuga kross á Golgata, sem tákn þess, hve heitt Guð hefir elskað oss og hve dýru verði vér erum keyptir.
Hér á Golgata er kærleikur Guðs eilíflega opinberaður.
Hér var Jesús Kristur sleginn af reiðileiftri Guðs, þegar "Hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin, sem vér höfum til unnið, kom niður á Honum og fyrir Hans benjar urðum vér heilbrigðir." Jes. 53. Og nú stendur þessi kross hér, eins og eldingavari og sá, sem í einlægni og trú heldur sig við krossinn, hjá Jesú, verður aldrei snertur af eldingum Guðs hegnandi réttlæti.
Þetta viðurkennir Marteinn Lúther með orðunum: "Hann er minn Drottinn, sem mig glataðan og fyrirdæmdan mann hefur endurleyst, friðkeypt og frelsað, frá öllum syndum, frá dauðanum og frá djöfulsins valdi, eigi með gulli né silfri, heldur með sínu heilaga dýrmæta Blóði og með sinni saklausu pínu og dauða."
Hér skaltu koma og lauga hjarta þitt hreint í þessari lind, sem opnuð er gegn allri synd og óhreinleika. "Blóð Jesú Krists Guðs Sonar hreinsar oss frá allri synd." 1. Jóh. 1: 7.
Það er þetta - um krossinn - sem spíritistar og þeirra fylgjendur neita.
Taktu eftir því, að það er hér, sem stríðið stendur, - í Honum og um Hann, hið blæðandi Guðs Lamb með vanvirðu krossins, sem ber alheimsins synd. - Þetta örugga vígi Guðs barna er það, sem um er barist. En með þessu auglýsir spíritisminn sjálfan sig og hver sá er, sem stendur bak við hann. Vér sjáum hér mjög ljóst, hina gömlu tilraun Satans að taka dýrðarljóma guðdómsins af ásjónu Jesú Krists, hans óþreytandi áhlaup móti því, sem er kjarni kristnidómsins: Friðþægingunni fyrir blóð Krists, hans lævísu aðferð til að "kross Krists missi gildi sitt." 1. Kor. 1: 17.-18. en vér vitum einnig að hér mun hann - eins og áður - sjálfur sundur molast, " því að ekki er oss ókunnugt um vélráð hans." 2. Kor. 2: 11.
Í þessu er það, sem spíritisminn sýnir sig algjörlega óhafandi. Spíritisminn, guðspekin og slíkar stefnur, eru ekki af sannleikanum, jafnvel þó í þeim finnist stolinn sannleikur frá Guðs Orði. Þeir ganga um sem úlfar í sauðarklæðum, og leggja venjulega mikið kapp á að látast hafa sömu meiningu og vér.
Mér hefir sjálfum nú þessa dagana verið send mörg falleg spíritísk rit, þar sem mjög fögur og hrífandi orð eru viðhöfð um hinn göfuga Jesú, hinn kærleiksríka meistara, Hans vísdómsfullu orð og miskunnsemi. Já jafnvel um niðurlægingu Hans og dauða á krossinum. En krossinn sjálfan, kraft hans og friðþæginguna fyrir syndir mannanna, þar fara þeir lævíslega í kringum, og þegja um aðalatriðin, til þess að hægara sé fyrir þá að veiða trúhneigða menn og konur í snörur sínar.
Um fyrstu grein trúarjátningarinnar getum við svo hæglega verið sammála. - O, jú jú! Þeir trúa nú líka á kærleiksríkan guð og Föður. - Og þriðju greinina, um Heilagan Anda sömuleiðis; - tökum Heilagan Anda með, því fleiri andar því betra. - En önnur grein trúarjátningarinnar, hún, sem hefir í raun og veru gefið kristindóminum nafn, og sem er hans miðpunktur og kraftur, orðin um Jesú dauða og úthellt Blóð, þau hafa svo sterkan hljóm, að þar geta þeir ekki verið með. Hér er hið sterka táknorð, hinn mikli ásteytingarsteinn og hneykslunarhella. Ennþá er Jesús það "tákn sem móti verður mælt, ... til þess að hugsanir margra hjartna verði opinberar." Lúk. 2: 34. - 35.
Frá þessu meginatriði kristnidómsins, getum vér ekki hopað um hársbreidd. Hér er frelsisins trausta borg, vor óbifanlegi grundvöllur þó himinn og jörð farist.
Þess vegna getum vér heldur aldrei haft félagsskap með spíritistum, eða dregið hið ólíka ok með þeim. Fyrir oss er ekki nema um eina afstöðu að gera gagnvart þeim, er neita fórnardauða Jesú Krists, og það er: - stríð upp á líf og dauða!
Hvað er það svo, sem spíritistarnir bjóða oss í staðinn fyrir það, er þeir kasta? Hvað er þetta auðvirðilega skraf þeirra um, að sálarrannsóknirnar hafi numið burtu hræðsluna við dauðann og brugðið björtu ljósi yfir eilífa lífið?
Það er þó sannarlega nokkuð barnalegt, að ætlast til að fólk með sæmilegri skynsemi og uppalið í kristnu landi, gleypi slíkan úlfalda. Eða vill nokkur neita því, að sá eini er skýrt og ákveðið hefir kastað ljósi yfir hið eilífa líf, og gefið oss sigur yfir dauðanum, það er Jesús Kristur, sá hinn sami er augliti til auglitis við hina opnu gröf og rotnandi lík, sagði: "Ég er upprisan og lífið, sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi." Jóh. 11: 25.
Hvernig er þá með þessa tómu og innihaldslausu hluti, sem þessir efnislegu andar hafa með að gjöra? Það eru margendurtekin dauð og ómerk orð og hinar allra auðvirðilegustu athafnir, svo sem borðdans, högg og dump í gólf og veggi o.fl. o.fl.
Stundum getur það komið fyrir, að grípur mann hressandi hlátur, er feykir burtu allri hjátrúarþokunni. Eins og þegar spíritistar eitt sinn, mjög hátíðlega, hvöttu unga ekkju til að sækja andatrúarfund, og gerðu ráð fyrir að hún myndi þar komast í samband við manninn sinn sálaða. - Hvað var það svo, er hún fékk að sjá og reyna. - Jú þessir andar gátu fært úr stað þunga hluti, lyft henni marga þumlunga upp af gólfinu, spilað bæði á sýnileg og ósýnileg hljóðfæri o.s.frv. o.s.frv. "Þökk", svaraði konan með hæðnisbrosi, "maðurinn minn snerti aldrei á svona löguðum hlutum meðan hann lifði, svo ég er hrædd um, að ég skilji ekki vel þessa nýju aðferð hans við að gefa sig til kynna."
Hversu alólíkur, ljós og auðskilinn er ekki sannleikurinn í opinberuðu orði Guðs. Lesum frásögur guðsspjallanna í öllum sínum einfaldleik og ákveðni. Hve háleit er ekki frásagan um sálarstríð Frelsarans í Getsemane og öllu öðru fremur um friðþægingardauða Hans á krossinum, er Hann leið sem hið þolinmóða Guðs lamb.
Í sannleika: Það er páskamorgunsins bjarta ljós annars vegar, en hins vegar myrkraherbergi spíritískra fræðikenninga.
Spíritistarnir snúa máli sínu sérstaklega að þeim atriðum, er alvarlegast snerta alla menn, sem sé dauðanum og dánum ástvinum. En í raun og veru eru ekki hugsanir og vonir guðsbarna bundnar við dauðann. Það sem gagntekur hug og hjarta þeirra er páskadagsmorguninn og líf, sem kemur eftir dauðann. Og til þess lífs hefir Guð endurfætt oss til lifandi vonar, fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum. Þess vegna er það skylda þeirra sem lifa - eins og trúaður kennari hefur sagt, - að gjalda varhuga við villunni og ekki búa sér til ósannar og svikular vonir og leika sér með anda framliðinna.
Guð hefir gjört það öllum augljóst, með því að reisa Jesúm Krist upp frá dauðum, að til er eilíft líf. Að dauðinn er ekki hið sterkasta vald og að það er ekki hann, sem hefir síðasta orðið. "En þetta líf er í Hans Syni. Sá, sem hefir Soninn, hefir lífið; sá, sem ekki hefir Guðs Son, hefir ekki lífið." 1. Jóh. 5. 11.-12.
Látum því ekki trufla oss eða tæla frá grundvelli Guðs opinberaða Orðs með nokkrum annarlegum fræðikenningum, hversu fagrar og aðlaðandi, sem þær sýnast vera. "Því Satan sjálfur tekur á sig ljósengilsmynd." 2. Kor. 11: 14. En segjum af hjarta og látum verða að framkvæmd í lífi voru orðin, sem standa í þessu sálmversi:
Villustig sú aldrei á
Undrastjarnan leiðir há,
Orðið Guðs hún er hið skæra.
Oss er Drottinn virtist færa
Svo hún væri oss leiðarljós.
Árni Árnason þýddi.
Kafli úr ræðu eftir Ólaf Ólafsson.
Texti: Op. 7: 9. -10.
Í meira en þúsund ár hefir sá siður haldist í kirkju Krists, að helga einn sunnudag ársins minningu horfinna kynslóða þeirra, sem í Drottni eru dánir.
En það hefir ekki verið gert í þeirri trú, að þeir muni þurfa þess með, sem yfir um eru komnir, - eins og heiðnir forfeðradýrkendur og margir spíritistar halda, - né heldur vegna þess, að við þörfnumst fyrirbæna þeirra eða hjálpar á nokkurn hátt.
Það er vel fyrir þeim séð, sem Guð "tjaldar yfir" á himnum, "því að lambið mun gæta þeirra og leiða þá til lifandi vatnslinda." Þeim er vel borgið. Þeir þurfa ekki með fyrirbæna okkar, sem illa kunnum að biðja fyrir sjálfum okkur.
Þeir eru vel geymdir hjá Guði. Hvers vegna skyldum við fara að grennslast eftir líðan þeirra hjá myrkrapukursmönnum spíritismans. Er Guði ekki trúandi fyrir þeim?
Og hvers vegna skyldum við vera að ríghalda í þá ástvini, sem Guð hefir tekið frá okkur og heim til sín! Um stundarsakir eigum við að vera án samfélags þeirra. En hér getum við notið samfélagsins við Guð og þeir þar, og átt örugga von um endurfundi í Honum.
Ritningin bannar andasæringar og andatrú með hinum alvarlegustu orðum. Guðs Orð varar okkur við því, en hvetur okkur til að minnast hinna framliðnu á þann hátt, að "afdrif óguðlegra" verði okkur til viðvörunar, en ævilok guðsbarna til uppörvunar: "Virðið fyrir yður hvernig ævi þeirra lauk, og líkið síðan eftir trú þeirra."
Það var trú þeirra, sem veitti þeim sigur, svo að í sýninni sá Jóhannes þá með pálma í höndum - tákn sigurs og fagnaðar. Og enn er það trúin á Guð og Lambið, er tók burt synd heimsins, sem er siguraflið hið eina, er sigrar heiminn - hinn óguðlega. "En hver er sá, sem sigrar heiminn nema sá sem trúir, að Jesús sé Guðs Sonur."
Líkið eftir trú þeirra.
Og munt þú þá eiga samfélag við alla, sem guði til heyra, _ og við hinn mikla hvítkladda skara á himni, í tilbeiðslu og lofgjörð Drottni til dýrðar.
Amen, lofgjörðin og dýrðin og vizkan og þakkargjörðin og heiðurinn og mátturinn og krafturinn sé Guði vorum um aldir alda, amen!"
Trúmál og siðferði | Breytt 8.1.2008 kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
3.1.2008 | 20:57
Andatrúin afhjúpuð
Andatrúin afhjúpuð.
Eftir Rosu Bevill.
Vitnisburður frá því, er hún var miðill.
Þýtt af Árna Jóhannssyni
Ritið útbýtt ókeypis.
Útgefandi: Sigurður Jónsson, Bjarnastöðum, Grímsstaðaholti.
Prentsmiðja Jóns Helgasonar.
Vantar því miður útgáfuár á þessari stórmerkilegu heimild.
Mér finnst sem Guð ætlist til þess af mér, að ég riti um reynslu mína viðvíkjandi andatrúnni. Ég hef verið miðill - talinn bezti miðillinn í Indianapolis, Ind. á þeim tíma - undir handleiðslu anda, sem tjáðu sig vera anda framliðinna vina; og ég trúði því þá, að svo væri. Ég kannaðist við rödd þeirra, sem málróm vina minna; og þeir gátu haldið uppi samtali við mig nákvæmlega eins og verið hefðu vinir mínir. Þeir töluðu um hið sama, sem vinir mínir höfðu talað um í lifanda lífi. - En ég komst að raun um það seinna, að það voru afvegaleiðandi andar djöfulsins.
Djöfulinn veit ofurvel um útlit manna og um hvað þeir tala hér í lífi. Þess vegna veit hann líka vel hvað hann á að segja, til þess að fá okkur til að trúa því að þar séu vinir okkar á ferð; enda getur hann einnig tekið á sig þeirra gervi.
Þegar andarnir fóru að segja mér hvernig ég ætti að breyta, þá var það mjög á annan veg en Biblían kennir. En sá, sem trúir, að þeir séu englar af himnum, hann trúir að sjálfsögðu orðum þeirra. En eins og djöfullinn tældi Evu í öndverðu með rangfærslum á orðum Guðs, eins rangfærir hann Ritninguna enn í dag, með tælandi lygum andatrúarinnar. "En falsspámenn komu einnig upp á meðal lýðsins, eins og falskennendur munu líka verða meðal yðar, er smeygja munu inn háskalegum villukenningum og jafnvel afneita Herra sínum, sem keypti þá, og leiða yfir sig sjálfa bráða glötun." (2. Pét. 2: 1-3.) "Þér elskaðir, trúið ekki sérhverjum anda, heldur reynið andana, hvort þeir séu frá Guði; því að margir falsspámenn eru farnir út í heiminn. Af þessu getið þér þekkt anda Guðs: sérhver andi, sem viðurkennir að Jesú Kristur hafi komið í holdi, er frá Guði; og sérhver andi, sem ekki játar Jesúm, er ekki frá Guði; og hann er andkristsins andi, sem þér hafið heyrt um að komi, og nú þegar er hann í heiminum." (1. Jóh. 4: 1-3). Mín reynsla er, að hér sé að ræða um það, sem ritningin kallar "kenningar illra anda." Og margir aðhyllast nú þær háskalegu kenningar. Ritningin segir oss, að falsspámenn muni koma og afvegaleiða marga; og ég get vottað, að þetta er satt, því að ég var afvegaleidd af einum þeirra, er ég var miðill.
Blekkingar síðustu tíma:
Þeir undarlegu hlutir, er nú gerast, virðast benda til þess, að komnir séu hinir síðustu tímar. Ritningin segir, að þá verði djöfla-andar á ferð, sem gjöri tákn og stórmerki. "Því að þeir eru djöflaandar, sem gera tákn og ganga út til konunga allrar heimsbyggðarinnar, til að safna þeim saman til stríðsins á hinum mikla degi Guðs hins alvalda." (Opinb: 16: 14). "Og sýrið var handtekið og ásamt því falsspámaðurinn, sem táknið gjörði í augsýn þess, en með þeim leiddi hann afvega þá, sem tekið höfðu við merki dýrsins, og þá, sem tilbeðið höfðu líkneski þess; báðum þeim var kastað lifandi í eldsdýkið, sem logar af brennisteini." (Opinb: 19: 20).
Þegar ég var miðill, gat ég gert hina furðulegustu hluti, einmitt með fulltingi þessara anda. Ég gat opinberað leyndadóma. Þurfti ég þá að halda í hönd spyrjanda og láta hann horfa framan í mig. Tók þá andlit mitt á sig andlitsgervi þess vinar, sem andinn þóttist vera, og málrómur minn varð sem hans; og þó hafði ég aldrei séð þá persónu, sem andinn tjáði sig vera. Hann stjórnaði tungu minni, og ég talaði um hið sama, sem spyrjandinn g hinn "framliðni vinur" höfðu talað um, meðan þeir voru saman. Og auðvita var mér trúað. En það var andinn, sem lagði mér orð í munn; sjálf vissi ég ekkert, hvað ég hafði sagt, fyrr en mér var sagt það á eftir. Einn andinn kvaðst vera andi Krists og sagði, þegar hann fór að tala við mig, að ég myndi verða tileygð ("krosseygð"), og táknaði það krossinn, sem Kristur var negldur á. Innan skamms fóru augu mín að dragast saman, þannig að ég varð tileygð litla stund. Tók þá andinn að tala við mig svo guðrækilega, að ég trúði því, að það væri Jesús. En ég komst að raun um það, að það var ekki Hann. Rithönd skrifaði ég, eða andinn með minni hendi, svo fagra, sem þaulæfður skrifari, og með vélarhraða; en ekkert vissi ég, hvað ég skrifaði, fyrr en eftir á.
Djöfullinn afhjúpaður:
Ég var búin að leggja stund á andahyggju um nokkurt skeið, er svo bar við einn dag, að mér fannst sem himininn opnaðist yfir mér og Jesús sjálfur birtist mér og með Honum fjöldi ljósklæddra engla, og Hann sagði við mig:
"Það eru ekki andar vina þinna, sem við þig tala, heldur andar djöfulsins, sem þú ert haldin af."
Þessu fylgdi kraftur svo mikill, að andarnir, sem í mér voru, urðu mér sýnilegir. En þegar þeir voru þannig afhjúpaðir, tóku þeir að hrópa til mín og segja: "Nú ert þú glötuð. Þú varst kristin, en gekkst oss á vald, sem erum andar djöfulsins." Þannig játuðu þeir sjálfir, hvers kyns þeir voru. Þeir vissu, að nú mundu þeir aldrei framar fá mig til aðtrúa því, að þeir væru andar vina minna, þó að þeir gætu hermt málróm þeirra. Og þeir reyndu það aldrei framar.
Þótt ég hefði aldrei þekkt Jesúm áður, þá mundi ég þó hafa komist að raun um það nú, að Hann er Frelsari, því að einnig það var mér opinberað. Allur þorri andatrúarmanna trúir ekki á Frelsarann. En þó að ég hefði ekki annan vitnisburð um Hann en þessa vitrun, þá nægðir hún ein til að sannfæra mig um, að Jesús er Sonur Guðs og Frelsari. Því ég veit, að Hann einn getur rekið út anda eins og þessa. Ég ákallaði Hann, og Hann frelsaði mig, enda þótt ég, meðan ég var á valdi villuandanna, tryði mörgu illu, sem þeir sögðu mér um Hann.
Ástæðan til þess, að andatrúarmenn trúa ekki á Frelsarann, er yfirleitt sú, að þessir illu andar tjá sig vera anda framliðinna vina og segja, að þeir hafi komist að raun um, að það sé ekki satt, sem Biblían kennir. Og margir taka nú þessa villukenningu fram yfir Guðs orð.
Lof og þakkir Guðs Föður og Hans blessaða syni, sem elskaði mig svo heitt, að hann hreif mig úr þessari hræðilegu snöru djöfulsins, þó að ég væri óverðug elsku Hans. Ég hafði verið trúuð kona um 9 ára skeið, og framkoma andanna var í fyrstu svo guðrækileg, að ég hugði þá reka erindi Guðs; annars hefði ég aldrei gengið þeim á vald.
Ég vildi að ég gæti kunngjört þetta hverjum mannsbarni í heimi, þar eð svo margir láta nú glepjast, sem vera mundu sannir lærisveinar Krists, ef ekki væru þessir dulbúnu andar, sem Jesús einn megnar að frelsa oss frá. Lof og þökk sé Honum. Hann getur það! Menn varast ekki, að hér sé um synd að ræða, fyrr en þeir eru komnir undir áhrifavald andanna; og margir sjá það aldrei, fyrr en þeir með ótta og skelfingu komast að raun um það í dauðanum, að þeir hafa valið Satan, í stað hins dýrmæta Frelsara, sem dó til að frelsa þá frá hinum miklu kvölum og vildi gjöra þá að samerfingjum sínum að konungdómi Himnaríkis, í eilífu sælulífi, ef þeir aðeins héldu fast við Guðs Orð. Ég fann það, að ég þurfti að hverfa til Biblíunnar aftur, áður en ég yrði frelsuð og biðja Guð að frelsa mig í Jesú Krists nafni, - frelsa mig, eingöngu vegna þess lausnargjalds, sem Jesús hafði greitt fyrir mig, sem var hans eigið dýrmæta blóð. Vegsamað sé Hans Heilaga Nafn!
Andinn játar skýlaust hver hann er:
Eftir að mér varð það ljóst, að ég var á valdi djöfulsins, sagði ég við andann: "Satan, ég vil ekki þjóna þér." Og ég settist niður til að skrifa í blöðin viðvörun gegn því, að menn færu á fundi þeirra, er væru undir áhrifum andanna, vegna hættunnar, að saurgast af þeim. En þegar ég ætlaði að fara að skrifa, tók andinn að hrista á mér höndina (þar var áður en Jesús rak þá út). Og Drottinn innblés, að ég skyldi láta andann sjálfráðan og sjá, hvað hann skrifaði nú, eftir að ég vissi hver hann var. Höndin tók að hreyfast með þeim hraða, sem ég hef áður lýst; ég vissi ekkert hvað ég skrifaði, en á blaðinu stóð þetta: "Ó, ég veit að ég er á vegi hinna mörgu vel kristnu manna," og neðan undir var ritað nafnið "Djöfull." - ég sat og horfði á blaðið með mikilli undrun. Hve satt það er, að til er djöfull! Og hann svo kænn og máttugur, að draga oss á tálar.
Ég hygg, að hann noti, við flesta, þá blekkingar-aðferð, a' koma þeim til að hafna hjálpræðinu í Kristi. Og það er auðsætt, að fjöldi manna hafnar því eða vanrækir það.
Kæri lesandi! Sért þú en ófrelsaður, þá vaknaðu nú og leitaðu Krists. Gjörið iðrun og látið skírast, svo að þér verðið hólpnir. - Það er einmitt hinn sami gamli og kæni erki-óvinur, sem kemur yður til að hafna hjálpræðinu. Vafalaust hefir Heilagur Andi oft minnt þig á, að þú ættir að leita hjálpræðisins. En jafnskjótt hefir gamli óvinurinn komið og sagt: "Ekki í dag; nógur er tíminn." Ef til vill veit hann, að dauða þíns er ekki langt að bíða. En vaknaðu í tíma og láttu hann ekki gabba þig lengur. Hann mun reyna að gera þig vonlausan; en minnstu þess, að Jesús Kristur frelsar þá, sem ákalla hann í bæn og trú.
Viðvörun:
Eftir að Drottinn Jesús frelsaði mig, veitti Hann mér þann skilning, að mér bæri að vitna skriflega um þessa reynslu mína og viðkynningu við andatrúna, öðrum til viðvörunar. Fannst mér það vera Guðs vilji, að ég sendi eitt eintak þessa vitnisburðar til sem flestra presta, með þeirri beiðni, að þeir læsu hann upp á prédikunarstólnum, svo að mín sorglega en sanna reynsla mætti verða sem flestum til viðvörunar.
Með orðum gæti ég ekki lýst þeim hræðilegu ógnum, sem ég reyndi af þessum djöflum, eftir að Drottinn opinberaði þá, og þar til Hann rak þá út, sem ég fann jafn greinilega, eins og ég finn andardráttinn líða frá brjósti mér.
Þannig hef ég reynslu fyrir, að andatrúin er blómum stráður helvegur:
Lesið, sjáið og sannfærist un, að reynsla mín, sú sem hér er vitnað um, er nákvæmlega samhljóða Heilagri Ritningu. Með ákveðnum orðum varar ritningin við, að hafa mök við þá menn eða konur eða stúlkur, er hafa særingaranda eða spásagnaranda; "Leitið eigi til særingaranda né spásagnaranda; farið eigi til frétta við þá, svo að þér saurgist ekki af þeim; ég er Drottinn Guð yðar." (3. Mós. 19:31). "Og sá sem leitar til særingaranda og spásagnaranda, til þess að taka fram hjá þeim - gegn honum vil ég snúa augliti mínu og uppræta hann úr þjóð sinni." (3. Mós. 20:6). "Ef spámaður eða draumamaður rís upp meðal yðar og boðar þér tákn eða undur, og táknið eða undrið rætist, það er hann hafði boðað þér og sagt um leið: Vér skulum snúa oss til annarra guða, - þeirra er þú hefur eigi þekkt - og við skulum dýrka þá! Þá skalt þú ekki hlýða á orð þess spámanns eða draumamanns, því að drottinn, Guð yðar, reynir yður, til þess að vita, hvort þér elskið Drottinn, Guð yðar, af öllu hjarta yðar og af allri sálu yðar. Drottni, Guði yðar, skuluð þér fylgja og Hann skuluð þér óttast, og skipanir Hans skuluð þér varðveita og raustu Hans skuluð þér hlýða, og Hann skuluð þér dýrka og við Hann skuluð þér halda yður fast. En spámann þann eða draumamann skal deyða, því að hann hefir prédikað uppreisn gegn Drottni, Guði yðar, sem leiddi yður út af Egyptalandi og leysti þig úr þrælahúsinu, til þess að leiða þig burt af þeim vegi sem Drottinn, Guð þinn, bauð þér að ganga. Þannig skalt þú útrýma hinu illa burt frá þér." (5. Mós. 13: 1-5). "Eigi skal nokkur finnast hjá þér, sá er láti son sinn eða sóttur ganga í gegn um eldinn, eða sá er fari með galdra eða spár eða fjölkyngi eða töframaður eða gjörningamaður eða spásagnamaður, eða sá er leiti frétta af framliðnum. Því að hver sá, er slíkt gjörir, er Drottni andstyggilegur, og fyrir slíkar svívirðingar rekur Drottinn, Guð þinn, þá burt undan þér. (5. Mós. 18: 10-12). Þannig lét Sál líf sitt sakir ótrúmennsku sinnar við Drottin, sakir þess að hann eigi varðveitti boð Drottins, og einnig sakir þess, að hann hafði gengið til frétta við vofu." (1. Kron. 10: 13). "Gætið yðar fyrir falsspámönnum, er koma til yðar í sauðaklæðum, en eru hið innra glefsandi vargar, af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá." (Matt. 7: 15). "Og ef einhver þá segir við yður: Sjá, hér er Kristur, eða sjá þar; þá trúið því ekki. Því að upp munu rísa falskristar og falsspámenn, og þeir munu gjöra tákn og undur, til að leiða afvega, ef verða mætti, hina útvöldu." (Mark. 13: 21-22). "Og svo bar við, er vér vorum á leið til bænahaldsstaðarins, að oss mætti þerna nokkur, sem hafði spásagnaranda og ávann húsbændum sínum mikið fé með því að spá; hún elti Pál og oss og hrópaði og sagði: Menn þessir eru þjónar Guðs hins hæðsta, og boða þeir oss veg til hjálpræðis. Og þetta gjörði hún í marga daga. En Páli féll það illa, og hann sneri sér við og sagði við andann: ég býð þér í nafni Jesú Krists að fara út af henni, og hann fór út á samri stundu." (Post. 16: 16-18). "En andinn segir berlega, að á síðari tímum muni sumir ganga af trúnni, er gefa sig að villu-öndum og lærdómum illra anda, fyrir yfirdrepskap lygimælenda, sem brennimerktir eru á sinni eigin samvizku." (1. Tím. 4: 1-2)
Brennt barn forðast eldinn.
Til þess eru vond dæmi, að varast þau.
"Margur vegurinn virðist greiðfær, en endar þó á helslóðum." (Orðskv. 16: 25).
"Trú þú á Drottinn Jesúm Krist, og þú munt verða hólpinn og heimili þitt."
(Post.16: 31).
Jesús sagði: "Ég er vegurinn og sannleikurinn og lífið; enginn kemur til föðurins nema fyrir mig." (Jóh. 14:6)
Trúmál og siðferði | Breytt 8.1.2008 kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)