28.9.2009 | 13:15
Treystum Drottni
"Varist að iðka réttlæti yðar fyrir mönnum, þeim til sýnis, annars eigið þér engin laun hjá föður yðar á himnum.
Þegar þú gefur ölmusu, skaltu ekki láta þeyta lúður fyrir þér, eins og hræsnarar gjöra í samkunduhúsum og á strætum til þess að hljóta lof af mönnum. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín.
En þegar þú gefur ölmusu, viti vinstri hönd þín ekki, hvað sú hægri gjörir,
svo að ölmusa þín sé í leynum, og faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.
Og þegar þér biðjist fyrir, þá verið ekki eins og hræsnararnir. Þeir vilja helst standa og biðjast fyrir í samkundum og á gatnamótum, til þess að menn sjái þá. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín.
En nær þú biðst fyrir, skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn, sem er í leynum. Faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.
Þegar þér biðjist fyrir, skuluð þér ekki fara með fánýta mælgi að hætti heiðingja. Þeir hyggja, að þeir verði bænheyrðir fyrir mælgi sína.
Líkist þeim ekki. Faðir yðar veit, hvers þér þurfið, áður en þér biðjið hann.
En þannig skuluð þér biðja: Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn,
til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð.
Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.
Og eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. [Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu, amen.]
Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður.
En ef þér fyrirgefið ekki öðrum, mun faðir yðar ekki heldur fyrirgefa misgjörðir yðar.
Þegar þér fastið, þá verið ekki daprir í bragði, eins og hræsnarar. Þeir afmynda andlit sín, svo að engum dyljist, að þeir fasta. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín.
En nær þú fastar, þá smyr höfuð þitt og þvo andlit þitt,
svo að menn verði ekki varir við, að þú fastar, heldur faðir þinn, sem er í leynum. Og faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.
Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela.
Safnið yður heldur fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela.
Því hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera.
Augað er lampi líkamans. Sé auga þitt heilt, mun allur líkami þinn bjartur.
En sé auga þitt spillt, verður allur líkami þinn dimmur. Ef nú ljósið í þér er myrkur, hvílíkt verður þá myrkrið.
Enginn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammón.
Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða drekka, né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast. Er lífið ekki meira en fæðan og líkaminn meira en klæðin?
Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim?
Og hver yðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldur sinn?
Og hví eruð þér áhyggjufullir um klæði? Hyggið að liljum vallarins, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna.
En ég segi yður: Jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo búinn sem ein þeirra.
Fyrst Guð skrýðir svo gras vallarins, sem í dag stendur, en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér trúlitlir!
Segið því ekki áhyggjufullir: ,Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast?`
Allt þetta stunda heiðingjarnir, og yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa.
En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.
Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning. Matt. 6.
"Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða.
Því að hver sá öðlast, sem biður, sá finnur, sem leitar, og fyrir þeim, sem á knýr, mun upp lokið verða.
Eða hver er sá maður meðal yðar, sem gefur syni sínum stein, er hann biður um brauð?
Eða höggorm, þegar hann biður um fisk?
Fyrst þér, sem eruð vondir, hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðir yðar á himnum gefa þeim góðar gjafir, sem biðja hann?" Matt. 7: 7.-11.
Drottinn blessi ykkur og varðveiti
Kær kveðja/Rósa
Trúmál og siðferði | Breytt 5.10.2009 kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
24.9.2009 | 21:09
Anita Pearce
Kæru Vopnfirðingar og nágrannar.
Laugardagskvöldið 26. september kl. 20.00
og
sunnudaginn 27. september kl. 11.00
verða haldnar sérstakar samkomur í Hvítasunnukirkjunni.
Þetta er í þriðja sinn sem heimstrúboðinn og
sveitatónlistasöngkonan
Anita Pearce |
er mætt með gítarinn sinn og
sína dásamlegu söngrödd hér á Vopnafjörð.
Hún mun einnig tala til okkar
og
biðja fyrir sjúkum.
Samkoman verður að sjálfsögðu túlkuð.
Allir hjartanlega velkomnir
Komum og gleðjumst öll.
Hvítasunnumenn Vopnafirði
Trúmál | Breytt 28.9.2009 kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.9.2009 | 18:20
Blessanir
Ef Helgi/Helga hlýðir grandgæfilega raustu Drottins Guðs síns, svo að Helgi/Helga varðveitir og heldur allar skipanir hans, þær er ég legg fyrir Helga/Helgu í dag, þá mun Drottinn Guð þinn hefja Helga/Helgu yfir allar þjóðir á jörðu,
og þá munu fram við Helga/Helgu koma og á Helga/Helgu rætast allar þessar blessanir, ef Helgi/Helga hlýðir raustu Drottins Guðs síns:
Blessaður- blessuð er Helgi/Helga í borginni og blessaður- blessuð er Helgi/Helga á akrinum.
Blessaður er ávöxtur kviðar Helgu/Helga og ávöxtur lands Helgu/Helga og ávöxtur fénaðar Helgu/Helga, viðkoma nautgripa Helgu/Helga og burðir hjarðar Helgu/Helga.
Blessuð er karfa Helgu/Helga og deigtrog Helgu/Helga.
Blessuð-Blessaður er Helga/Helgi, þegar Helga/Helgi gengur inn, og blessuð-blessaður er Helga/Helgi, þegar Helga/Helgi gengur út.
Drottinn mun láta óvini Helga/Helgu bíða ósigur fyrir Helga/Helgu, þá er upp rísa í móti Helga/Helgu. Um einn veg munu þeir fara í móti Helga/Helgu, en um sjö vegu munu þeir flýja undan Helga/Helgu.
Drottinn láti blessun fylgja Helga/Helgu í forðabúrum Helga/Helgu og í öllu, sem Helgi/Helga tekur sér fyrir hendur, og hann blessi Helga/Helgu í landinu, sem Drottinn Guð þinn gefur Helga/Helgu.
Drottinn gjöri Helga/Helgu að lýð, sem heilagur er fyrir honum, eins og hann hefir svarið Helga/Helgu, Helgi/Helga varðveitir skipanir Drottins Guðs síns og gengur á hans vegum.
Og allar þjóðir á jörðinni munu þá sjá, að Helga/Helgi hefir nefnd/ur verið eftir nafni Drottins, og þær munu óttast Helga/Helgu.
Drottinn mun veita Helgu/Helga gnægð gæða í ávexti kviðar þíns og í ávexti fénaðar Helgu/Helga og í ávexti lands Helgu/Helga í landi því, sem Drottinn sór feðrum Helgu/Helga að gefa Helgu/Helga.
Drottinn mun upp ljúka fyrir Helgu/Helga forðabúrinu sínu hinu góða, himninum, til þess að gefa landi Helgu/Helga regn á réttum tíma og blessa öll verk handa Helgu/Helga, og Helga/Helgi munt fé lána mörgum þjóðum, en sjálf/ur eigi þurfa að taka fé að láni.
Drottinn mun gjöra Helga/Helgu að höfði og eigi að hala, og Helga/Helgi skalt stöðugt stíga upp á við, en aldrei færast niður á við, ef Helga/Helgi hlýðir skipunum Drottins Guðs síns, þeim er ég legg fyrir Helga/Helgu í dag, til þess að Helga/Helgi varðveitir þær og breytir eftir þeim,
og ef Helgi/Helga víkur ekki frá neinu boðorða þeirra, er ég legg fyrir Helga/Helgu í dag, hvorki til hægri né vinstri, til þess að elta aðra guði og þjóna þeim." Biblían: 5. Mós. 28: 1.-14.
Kæru bloggfélagar. Fyrir rúmum hálfum mánuði fengum við trúsystkinin heimsókn. Trúsystkinin í Hvítasunnukirkjunni í Keflavík heiðruðu okkur með nærveru sinni. Einn af ferðafélögunum gáfu okkur þessi orð og skoraði á okkur að setja nafnið okkar inn í textann. Ég ákvað að setja inn nafnið Helgi og Helga. Ástæðan er að við fjölskyldan áttum góðan trúbróður sem hét Helgi sem lést fyrir tæpum 4 árum.
Guð blessi ykkur
Shalom/Rósa
Trúmál | Breytt 28.9.2009 kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.8.2009 | 18:55
Vopnafjörður - Nafli Alheimsins
Sæl og blessuð
Mikill uppgangur á Vopnafirði sem er Nafli alheimsins. (Vopnfirskur brandari)
Við verðum að trúa að allar þessar frábæru framkvæmdir verði til góðs og að Guð gefi okkur nóg af afla úr sjó. Ekki veitir af nú þegar þjóðin er að ganga í gegnum erfiðleika.
1Davíðssálmur.
"Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi." Sálmur 23.
Nú þegar þjóðin á í erfiðleikum þá skulum við biðja Drottinn um að vera með okkur á meðan við förum um dimman dal. Ég trúi því að við verðum bænheyrð og að Guð muni snúa við högum okkar.
Seint á föstudagskvöld fáum við í Hvítasunnukirkjunni heimsókn frá trúsystkinum okkar í Keflavík. Við verðum með samkomur á laugardagsmorgunn kl 10; laugardagskvöld kl: 20 og á sunnudagsmorgunn kl 11 í Hvítasunnukirkjunni Fagrahjalla 6. Þú ert velkominn.
Guð blessi ykkur öll
Kær kveðja/Rósa
Mjölsverksmiðjan á Vopnafirði á áætlun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.8.2009 | 00:41
Ísland í dag.
Ísland er stjórnlaust, því enginn því stjórnar |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
6.7.2009 | 23:03
Skuldasúpa
Sæl og blessuð
Hér fyrir neðan er grein eftir Gunnar Þorsteinsson sem er forstöðurmaður í Krossinum í Kópavogi. Greinin birtist á vef Krossins. Sjá nánar hér
Skuldasúpa
"Þjóð okkar er í vanda vega ábyrgða vegna Icesave. Athugum hvað Guð hefur um málið að segja.
Skoði nú hver fyrir sig:
Orðskviðirnir 6:1-5
-1- Son minn, hafir þú gengið í ábyrgð fyrir náunga þinn, hafir þú gengið til handsala fyrir annan mann,
-2- hafir þú ánetjað þig með orðum munns þíns, látið veiðast með orðum munns þíns,
-3- þá gjör þetta, son minn, til að losa þig því að þú ert kominn á vald náunga þíns far þú, varpa þér niður og legg að náunga þínum.
-4- Lát þér eigi koma dúr á auga, né blund á brá.
-5- Losa þig eins og skógargeit úr höndum hans, eins og fugl úr höndum fuglarans.
Orðskviðirnir 20:16
-16- Tak þú skikkjuna af þeim manni, sem hefir gengið í ábyrgð fyrir ókunnugan, tak veð af þeim manni, sem hefir gengið í ábyrgð fyrir útlendinga.
Orðskviðirnir 22:26-27
-26- Ver þú ekki meðal þeirra, er ganga til handsala, meðal þeirra, er ganga í ábyrgð fyrir skuldum,
-27- því þegar þú ekkert hefir að borga með, viltu þá láta taka sængina undan þér?
Þessi orð ber að hafa að leiðarljósi.
Þjóð okkar hefur verið veidd í net skuldbindinga sem ekki er hægt að standa við.
Það ber að losa okkur undan þessu og semja einverðungu með greiðslugetu og skynsemi að leiðarljósi.
Annað er ógurlegt.
Sálm 37:21
Guðlaus maður tekur lán og borgar eigi, en hinn réttláti er mildur og örlátur.
Guð forði okkur frá skuldaklafa sem dregur úr okkur allan þrótt til langrar framtíðar.
Gerum rétt - þolum ekki órétt.
Guð blessi þig."
Gunnar Þorsteinsson
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Það tekur á að skrifa um flugslysið sem átti sér stað hér á Vopnafirði í dag sem skartaði sínu fegursta. Það fréttist svo seint um afdrif mannanna og þess vegna fékk ég á tilfinninguna að þeir væru báðir dánir og ég viðurkenni að ég grét.
Margt fer um hugann og það rifjast upp flugslysið sem átti sér stað hér þegar lítil flugvél fórst í Smjörfjöllum fyrir mörgum árum. Þar misstum við allavega þrjá menn á besta aldri.
Einnig rifjast upp þegar Finnur frændi minn ásamt tveimur öðrum ungum mönnum frá Patreksfirði fórust í flugslysi rétt hjá Akureyri.
Það eru níu ár síðan flugslysið í Skerjafirði átti sér stað. Ég vona að það verði langt þangað til við heyrum aftur um flugslys hér á Íslandi.
Hugur minn er hjá þeim sem eiga um sárt að binda og ég bið almáttugan Guð að styrkja þau í sorginni.
Einnig bið ég almáttugan Guð að vernda manninn sem lifði slysið af en hann er lífshættulega slasaður.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði, -
líf mannlegt endar skjótt.
Svo hleypur æskan unga
óvissa dauðans leið
sem aldur og ellin þunga,
allt rennur sama skeið.
Innsigli engir fengu
upp á lífsstunda bið,
en þann kost undir gengu
allir að skilja við.
Dauðinn má svo með sanni
samlíkjast, þykir mér,
slyngum þeim sláttumanni,
er slær allt, hvað fyrir er:
grösin og jurtir grænar,
glóandi blómstrið frítt,
reyr, stör sem rósir vænar
reiknar hann jafnfánýtt.
Lífið manns hratt fram hleypur,
hafandi enga bið,
í dauðans grimmar greipur, -
gröfin tekur þá við.
Allrar veraldar vegur
víkur að sama punkt,
fetar þann fús sem tregur,
hvort fellur létt eða þungt.
Hvorki fyr'ir hefð né valdi
hopar dauðinn eitt strik,
fæst sízt með fögru gjaldi
frestur um augnablik,
allt hann að einu gildir,
þótt illa líki' eða vel,
bón ei né bræði mildir
hans beiska heiftarþel.
Menn vaða' í villu og svíma,
veit enginn neitt um það,
hvernig, á hverjum tíma
eða hvar hann kemur að.
Einn vegur öllum greiðir
inngang í heimsins rann,
margbreyttar líst mér leiðir
liggi þó út þaðan.
Afl dauðans eins nam krenkja
alla í veröld hér.
Skal ég þá þurfa að þenkja,
hann þyrmi einum mér?
Adams er eðli runnið
í mitt náttúrlegt hold,
ég hef þar og til unnið
aftur að verða mold.
Hvorki með hefð né ráni
hér þetta líf ég fann,
sálin er svo sem að láni
samtengd við líkamann.
Í Herrans höndum stendur
að heimta sitt af mér,
dauðinn má segjast sendur
að sækja, hvað skaparans er.
Nú vel, í Herrans nafni,
fyrst nauðsyn ber til slík,
ég er ei þeirra jafni,
sem jörðin geymir nú lík.
Hvenær sem kallið kemur,
kaupir sig enginn frí,
Þar læt ég nótt, sem nemur,
neitt skal ei kvíða því.
Ég veit, minn ljúfur lifir
lausnarinn himnum á,
hann ræður öllu yfir,
einn heitir Jesús sá,
sigrarinn dauðans sanni
sjálfur á krossi dó
og mér svo aumum manni
eilíft líf víst til bjó.
Með sínum dauða' hann deyddi
dauðann og sigur vann,
makt hans og afli eyddi,
ekkert mig skaða kann,
þó leggist lík í jörðu,
lifir mín sála frí,
hún mætir aldrei hörðu
himneskri sælu í.
Jesús er mér í minni,
mig á hans vald ég gef,
hvort ég er úti' eða inni,
eins þá ég vaki' og sef.
Hann er mín hjálp og hreysti,
hann er mitt rétta líf,
honum af hjarta' eg treysti,
hann mýkir dauðans kíf.
Ég lifi' í Jesú nafni,
í Jesú nafni' eg dey,
þó heilsa' og líf mér hafni,
hræðist ég dauðann ei.
Dauði, ég óttast eigi
afl þitt né valdið gilt,
í Kristí krafti' eg segi:
Kom þú sæll, þá þú vilt.
Hallgrímur Pétursson
Samgöngur | Breytt 6.7.2009 kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
12.6.2009 | 03:23
Afmælisdagur föður míns
Greinin hér fyrir neðan birtist í DV. Árið 2000 þegar pabbi var 75 ára.
Aðalsteinn fæddist í Ási á Vopnafirði og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugum í 2 vetur 1942-44 og lauk síldarverkunarprófi á Siglufirði 1957. Hann var 9 ára er hann byrjaði að beita, var sína fyrstu vertíð á Höfn í Hornafirði og stundaði þaðan 11 vertíðir efir að hann lauk námi á Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsýslu. Þá var hann 2 vertíðir í Reykjavík og á sjó frá Keflavík 1957. Aðalsteinn var á síldveiðum sumrin 1947-50 á bátum frá Eskifirði og Neskaupsstað. Aðalsteinn og Sveinn bróðir hans, byggðu í frístundum Ásbryggju á Vopnafirði, árið 1949 en þar varð síðar síldarsöltunarstöð. Aðalsteinn var verkstjóri og síldarmatsmaður hjá Auðbjörgu hf. 1956-70, hjá Kristni og Aðalsteini Jónssonum er legðu þá bryggju og aðstöðu Aðalsteins og Sveins á Vopnafirði. Síðar leigði Tangi hf. Aðstöðuna þegar síldin byrjaði að veiðast eftir margra ára hlé.
Aðalsteinn og Sveinn hófu grásleppuveiðar um 1960. Þá stofnuðu þeir fyrirtækið Ásbræður og áttu saman trilluna Fuglanes Ns. 72. Auk þess hefur Aðalsteinn stundað þorskveiðar, byggingavinnu, múrverk og almenna verkamannavinnu. Aðalsteinn hefur verið í Hvítasunnusöfnuðinum um árabil, lagði hönd á kirkjubyggingu safnaðarins 1954 og hefur verið gjaldkeri síðan 1954. Þá var hann í mörg ár gjaldkeri Ungmennafélagsins Einherja.
Stefanía Stefanía á Ísafirði
Aðalsteinn kvæntist 2. júní 1955 Stefaníu Sigurðardóttur, f. 22. júlí 1925 í Reykjafirði v/Ísafjarðardjúpi, d. 13. ágúst 1968, húsmóður. Hún var dóttir Sigurðar Rósinkars Halldórssonar bónda á Galtahrygg í Mjóafirði v/Ísafjarðardjúp og Guðmundínu Þorbjargar Jónsdóttur húsfreyju. Börn Aðalsteins og Stefaníu:
Stefanía og Aðalsteinn Stefanía og Aðalsteinn
Stefanía og Aðalsteinn Brúðkaupskort frá Auði Kristinsdóttur
1. Páll, búsettur á Vopnafirði, f. 23. júlí 1956, skipasmiður. Kona hans er Astrid Linnéa Örn Aðalsteinsson. Börn þeirra eru Katrín Stefanía, Lýdía Linnéa og Enok Örn.
2. Ásmundur, búsettur í Kópavogi, f. 9. september 1957, húsasmiður.
3. Rósa, búsett með föður sínum á Vopnafirði, f. 30. september 1958.
Foreldrar Aðalsteins: Sigurður Þorbjörn Sveinsson, f. 16. júlí 1892 að Hákonarstöðum í Jökuldal, d. 2. september 1978, símamaður og bóndi að Ási í Vopnafirði og Katrín Ingibjörg Pálsdóttir, f. 2. júní 1891 í Víðidal á Fjöllum, d. 28. apríl 1978, yfirsetukona og húsmóðir.
Foreldrar Sigurðar Þorbjörns voru Sveinn Sigurðsson bóndi frá Mýraseli í Aðaldal S-Þing og Guðbjörg Jóhannesdóttir húsmóðir frá Rauf (nú Eyvík) á Tjörnesi.
Foreldrar Katrínar Ingibjargar voru Páll Jónsson bóndi og söðlasmiður frá Þórisdal í Lóni og Guðný Margrét Eiríksdóttir húsmóðir frá Skjöldólfsstöðum í Jökuldal á Héraði.
Systkini Aðalsteins:
1. Pála Margrét, f. 14. janúar 1921, d. 21 janúar 1994, húsmóðir í Reykjavík, maður hennar var Ásmundur Kristmann Jakobsson skipstjóri frá Strönd á Neskaupsstað;
2. Svava, f. 22. desember 1921, húsmóðir á Reyðarfirði, maður hennar var Valtýr Þórólfsson frystihús- og sláturhússtjóri frá Sjónarhæð á Reyðarfirði;
3. Sveinn, f. 12. júní 1925, d. 24. nóvember 1997, tvíburabróðir Aðalsteins, útgerðarmaður á Vopnafirði, kona hans var Steindóra Sigurðardóttir húsmóðir og verkakona frá Miðhúsum í Eiðaþinghá á Héraði.
4. Guðni Þórarinn, f. 6. október 1926, d. 31. janúar 2004, útgerðarmaður á Vopnafirði, kona hans var Lilja Aðalsteinsdóttir húsmóðir og verkakona frá Svalbarða á Djúpavogi.
Í greininni er sagt að Aðalsteinn og Sveinn hafi byggt bryggju í frístundum. Blaðamaður Tímans skrifaði 6. september 1953: Vopnfirzkir bræður byggðu skipabryggju í hjáverkum."
Frá fréttaritara Tímans í Vopnafirði 23. Þessa mánaðar var í fyrsta skipti söltuð síld hér við bryggju, sem tveir bræður í kauptúninu hafa verið að byggja undanfarin ár og luku nú í sumar. Eru þetta ungir menn, Aðalsteinn og Sveinn Sigurðssynir í Ási í Vopnafirði. Hafa þeir unnið að þessari bryggjugerð að mestu í frístundum, er tóm gafst frá annarri vinnu.
Bryggjan er steypt, 20 m. löng og dýpi við hana er 11 fet um fjöru. Á stétt ofan við hana hafa þeir bræður byggt steinsteypt verbúðarhús 77 fermetra að grunnfleti, tvær hæðir og loft, má nota til íbúðar.
Að mestu leyti einir.
Þessar framkvæmdir eru ekki svo lítið þrekvirki, þegar að því er gáð, að þeir hafa að mestu unnið verkið tveir einir að undanskilinni kafaravinnu og hjálp þegar steypt hefur verið, enda eru bræður þessir samhentir dugnaðarmenn. Þeir hafa stundað sjó á vetrum og ýmsa vinnu á sumrum, en unnið að þessu þegar á milli varð.
Þeir bræður voru nýbúnir að byggja myndarlegt íbúðarhús, þegar þeir hófu bryggjugerðina." Hér endar umfjöllun um þá bræður.
Hér er önnur grein þar sem spjallað var við þá bræður af blaðamanni Morgunnblaðsins en því miður veit ég ekki hvenær þetta viðtal var tekið:
Þeir sem koma nálægt síldinni verða betri menn"
Þeir voru við vinnu á Ásbryggju á Vopnafirði, bryggjunni sem þeir byggðu sjálfir og þurfti að miklu leyti að höggva í klett með hamri og meitli. Menn segja þá mikla vinnuforka og svipurinn bar þess glöggt vitni að þeir hefðu ekki setið auðum höndum um ævina. Þeir eru Aðalsteinn og Sveinn Sigurðssynir, fæddir á Vopnafirði.
Við erum fæddir hérna í fjörunni rétt fyrir innan. Húsið stóð svo að segja í flæðarmálinu, en sjórinn náði að grafa undan því, svo það þurfti að flytja það lengra uppá land. Það má því eiginlega segja að við höfum heyrt sjávarniðinn frá því við vorum í móðurkviði og hefur það eflaust haft sín áhrif á okkur. Það er því ekkert undarlegt að við höfum verið viðriðnir sjómennsku frá því að við munum eftir okkur," sögðu þeir bræður í spjalli við blaðamann Mbl. fyrir stuttu.
Töldu þeir að það væri mannbætandi að fara á sjó, en skemmtilegast hefði þeim alltaf þótt að vera í síld.
Síldin er allra skemmtilegasti fiskur og þeir sem koma nálægt síldinni verða betri menn og kerlingararnar frískari, sögðu þeir bræður og glettnin skein úr augum þeirra. Sveinn er eldri en ekki er aldursmunurinn mikill, því það leið aðeins um klukkustund milli þess sem þeir bræður komu í heiminn.
Sagði Sveinn að litli bróðir hefði verið óþekkari, en Aðalsteinn vildi nú ekki alveg kannast við það.
Við höfum alltaf róið saman og byrjuðum svona 15 eða 16 ára gamlir. Í fyrstu vorum við dálítið sjóveikir en nú má segja að við séum sjóaðir og færir í flestan sjó.
Já, já, við erum alltaf sammála um það hvar á að kasta og er ekki hægt að segja annað en að samkomulagið hafi alltaf verið gott," sögðu þeir bræður og litu hvor á annan sposkir á svip.
Aðalsteinn og Sveinn hafa nú um nokkurt skeið stundað grásleppuveiðar frá Vopnafirði. Trillan þeirra er 3 tonn og ber nafnið Fuglanes Ns. 72. Upphaflega kom hún frá Englandi, en er innréttuð í bílskúr í Reykjavík og kom til Vopnafjarðar árið 1974.
Veiðin hefur gengið nokkuð treglega og virðist grásleppan einna helst halda sig fyrir norðan í ár. Ætli sjórinn sé ekki of kaldur enn sem komið er. Okkur hefur gengið nokkuð erfiðlega að losna við grásleppuna sjálfa, og er henni oftast hent í sjóinn. Hrognin hirðum við aftur á móti og söltum í tunnur og seljum síðan Sambandinu. Það gefur sæmilega í aðra hönd þegar vel gengur." A.K.
Greinar sem ég hef áður skrifað um foreldra mína:
Björgum Vestfjörðum úr klóm Risanna. Klikka hér:
Hvítasunnukirkjan á Vopnafirði - Frelsissaga Stefaníu og Stefáns Aðalsteins - Fyrstu kynnin í stofunni í Ási á samkomu Hvítasunnumanna og Brúðkaups-trúboðsferð þeirra. Klikka hér:
Afmælisdagur móður minnar. Klikka hér:
Móðir mín fór heim til Jesú fyrir 40 árum. Klikka hér:
Guð blessi ykkur öll.
Kær kveðja/Rósa
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 04:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
7.6.2009 | 16:42
Sjómenn til hamingju með daginn.
Guð gefi ykkur öllum góðan dag í Jesú nafni.
Sjómenn til hamingju með daginn.
Megi Guð almáttugur blessa ykkur og varðveita.
Frá Siglufirði
Enn einu sinni vorum við minnt á hættur hafsins þegar hafsögubáturinn Auðunn sökk í Sandgerðishöfn fyrir þremur dögum. Tveir menn voru á bátnum. Annar, Aðalsteinn Björnsson fór niður með bátnum en gat af eigin rammleik komið sér út úr stýrishúsinu og synt upp á yfirborðið. Aðalsteinn og ég erum þremenningar. Þegar ég sá nafnið hans fór ég að spekúlera hvort þetta gæti verið Alli frá Hvannabrekku því ég vissi að hann ætti heima í Keflavík.
Góði Guð takk fyrir að Karl Einar og Aðalsteinn eru heilir á húfi.
Er frelsarann sá ég við vatnið,
Hann sagði við mig:
Ég veit þú ert þreyttur
Og þráir minn frið.
Í leynd er þú grætur
Vil ég gefa þér ró.
Ég vil að þú munir hvers vegna ég dó.
Dag einn fór hann út í bát og lærisveinar hans. Hann sagði við þá: "Förum yfir um vatnið." Og þeir létu frá landi. En sem þeir sigldu, sofnaði hann. Þá skall stormhrina á vatnið, svo að nær fyllti bátinn og voru þeir hætt komnir. Þeir fóru þá til hans, vöktu hann og sögðu: "Meistari, meistari, vér förumst!" En hann vaknaði og hastaði á vindinn og öldurótið og slotaði þegar og gerði logn. Og hann sagði við þá: "Hvar er trú yðar?" En þeir urðu hræddir og undruðust og sögðu hver við annan: "Hver er þessi? Hann skipar bæði vindum og vatni og hvort tveggja hlýðir honum." Lúkas 8: 22.-25.
Uppáhaldssálminn hans Tóta föðurbróður míns sem nú er heima hjá Jesú.
1. Vort líf, það er sigling á æðandi öldum. Á aldimmri nótt gegnum boða og sker.
En áfram þó leiðinni hiklaust vér höldum. Vor hjartkæri Frelsari skipstjórinn er.
Kór.
Svo örugg vér höllum oss upp að hans hjarta, því aldrei vor Frelsari stýrir af leið.
Sé báturinn lakur, oss ber ekki' að kvarta, því bráðum á himni er þrotin öll neyð.
2. Þótt dimmt sé og kalt úti' á djúpinu tíðum, Guðs dýrmæta orð varpar ljósi á sæ.
Það léttir af ótta- og angistarhríðum. Og umbreytir stormi í hæglátan blæ.
3. Þótt stormurinn blási og öldurnar æði. Vér óðfluga nálægjumst takmarkið þreyð.
Þá enduð er sorgin í eilífðar næði. Og aflokið ferðinni, gleymd sérhver neyð.
Ivar Lindestad - Sigríður Halldórsdóttir
Hann sagði við þá: "Komið þér nú á óbyggðan stað, svo að vér séum einir saman, og hvílist um stund." En fjöldi fólks var stöðugt að koma og fara, svo að þeir höfðu ekki einu sinni næði til að matast. Og þeir fóru á bátnum einir saman á óbyggðan stað. Menn sáu þá fara, og margir þekktu þá, og nú streymdi fólk þangað gangandi úr öllum borgunum og varð á undan þeim. Þegar Jesús steig á land, sá hann þar mikinn mannfjölda, og hann kenndi í brjósti um þá, því að þeir voru sem sauðir, er engan hirði hafa. Og hann kenndi þeim margt. Þá er mjög var áliðið dags, komu lærisveinar hans að máli við hann og sögðu: "Hér er engin mannabyggð og langt á daginn liðið. Lát þá fara, að þeir geti náð til býla og þorpa hér í kring og keypt sér eitthvað til matar." En hann svaraði þeim: "Gefið þeim sjálfir að eta." Þeir svara honum: "Eigum vér að fara og kaupa brauð fyrir tvö hundruð denara og gefa þeim að eta?" Jesús spyr þá: "Hve mörg brauð hafið þér? Farið og gætið að." Þeir hugðu að og svöruðu: "Fimm brauð og tvo fiska." Þá bauð hann þeim að láta alla setjast í grængresið og skipta sér í hópa. Þeir settust niður í flokkum, hundrað í sumum, en fimmtíu í öðrum. Og hann tók brauðin fimm og fiskana tvo, leit upp til himins, þakkaði Guði, braut brauðin og gaf lærisveinunum til að bera fram fyrir mannfjöldann. Fiskunum tveim skipti hann og meðal allra. Og þeir neyttu allir og urðu mettir. Þeir tóku saman brauðbitana, er fylltu tólf körfur, svo og fiskleifarnar. En þeir, sem brauðanna neyttu, voru fimm þúsund karlmenn. Tafarlaust knúði hann lærisveina sína að fara í bátinn og halda á undan yfir til Betsaídu, meðan hann sendi fólkið brott. Og þá er hann hafði kvatt það, fór hann til fjalls að biðjast fyrir. Þegar kvöld var komið, var báturinn á miðju vatni, en hann einn á landi. Hann sá, að þeim var þungur róðurinn, því að vindur var á móti þeim, og er langt var liðið nætur kemur hann til þeirra, gangandi á vatninu, og ætlar fram hjá þeim. Þegar þeir sáu hann ganga á vatninu, hugðu þeir, að þar færi vofa, og æptu upp yfir sig. Því að allir sáu þeir hann og varð þeim bilt við. En Jesús mælti jafnskjótt til þeirra: "Verið hughraustir, það er ég, verið óhræddir." Og hann sté í bátinn til þeirra og lægði þá vindinn. Og þeir urðu öldungis agndofa, enda höfðu þeir ekki skilið það, sem gjörst hafði með brauðin, hjörtu þeirra voru blind. Þegar þeir höfðu náð yfir um, komu þeir að landi við Genesaret og lögðu þar að. Um leið og þeir stigu úr bátnum, þekktu menn hann. Og fólk tók að streyma fram og aftur um allt það hérað og bera sjúklinga í burðarrekkjum hvert þangað, sem þeir heyrðu, að hann væri. Og hvar sem hann kom í þorp, borgir eða á bæi, lögðu menn sjúka á torgin og báðu hann, að þeir fengju rétt að snerta fald klæða hans, og allir þeir, sem snertu hann, urðu heilir." Mark. 6: 31.-56.
Mitt fley er svo lítið og lögur svo stór.
Mitt líf er í Frelsarans hönd.
:,: En hann stýrir bátnum, þó bylgjan sé há.
Beint upp að himinsins strönd :,:
Guð sagði: "Vér viljum gjöra manninn eftir vorri mynd, líkan oss, og hann skal drottna yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir fénaðinum og yfir villidýrunum og yfir öllum skriðkvikindum, sem skríða á jörðinni." Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu. Og Guð blessaði þau, og Guð sagði við þau: "Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina og gjörið ykkur hana undirgefna og drottnið yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir öllum dýrum, sem hrærast á jörðinni." Og Guð sagði: "Sjá, ég gef ykkur alls konar sáðberandi jurtir á allri jörðinni og alls konar tré, sem bera ávöxtu með sæði í. Það sé ykkur til fæðu. Og öllum villidýrum og öllum fuglum loftsins og öllum skriðkvikindum á jörðinni, öllu því, sem hefir lifandi sál, gef ég öll grös og jurtir til fæðu." Og það varð svo." 1. Mós. 1: 26.-30.
Færsla um Sjómannadaginn fyrir ári síðan: hér
Guð blessi ykkur öll.
Kær kveðja/Rósa
Auðvitað bregður manni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt 12.6.2009 kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
1.6.2009 | 20:39
Heilagur Andi
Jesús var upp numinn til himins til Guðs föður síns en áður en hann var upp numinn sagði hann lærisveinunum sínum að hann myndi senda Heilagan Anda til þeirra og okkar allra.
Upp numinn:
En þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar." Þegar hann hafði þetta mælt, varð hann upp numinn að þeim ásjáandi, og ský huldi hann sjónum þeir. Er þeir störðu til himins á eftir honum, þegar hann hvarf, þá stóðu hjá þeim allt í einu tveir menn í hvítum klæðum og sögðu: "Galíleumenn, hví standið þér og horfið til himins? Þessi Jesús, sem varð upp numinn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins." Þá sneru þeir aftur til Jerúsalem frá Olíufjallinu, sem svo er nefnt og er í nánd við Jerúsalem, hvíldardagsleið þaðan. Er þeir komu þangað, fóru þeir upp í loftstofuna, þar sem þeir dvöldust: Pétur og Jóhannes, Jakob og Andrés, Filippus, Tómas, Bartólómeus, Matteus, Jakob Alfeusson, Símon vandlætari og Júdas Jakobsson. Allir þessir voru með einum huga stöðugir í bæninni ásamt konunum. María, móðir Jesú, var líka með þeim og bræður hans." Matt. 1:8.-14.
:,: Helgur Andi,
við þig bjóðum velkominn:,:
Almáttugi Faðir, þú viskunnar mér,
við þig bjóðum velkominn.
Gjöf heilags anda:
Þá er upp var runninn hvítasunnudagur, voru þeir allir saman komnir. Varð þá skyndilega gnýr af himni eins og aðdynjanda sterkviðris og fyllti allt húsið, þar sem þeir voru. Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvern og einn þeirra. Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla. Í Jerúsalem dvöldust Gyðingar, guðræknir menn, frá öllum löndum undir himninum. Er þetta hljóð heyrðist, dreif að fjölda manns. Þeim brá mjög við, því að hver og einn heyrði þá mæla á sína tungu. Þeir voru frá sér af undrun og sögðu: "Eru þetta ekki allt Galíleumenn, sem hér eru að tala? Hvernig má það vera, að vér, hver og einn, heyrum þá tala vort eigið móðurmál? Vér erum Partar, Medar og Elamítar, vér erum frá Mesópótamíu, Júdeu, Kappadókíu, Pontus og Asíu, frá Frýgíu og Pamfýlíu, Egyptalandi og Líbýubyggðum við Kýrene, og vér, sem hingað erum fluttir frá Róm. Hér eru bæði Gyðingar og þeir sem tekið hafa trú Gyðinga, Kríteyingar og Arabar. Vér heyrum þá tala á vorum tungum um stórmerki Guðs." Þeir voru allir furðu lostnir og ráðalausir og sögðu hver við annan: "Hvað getur þetta verið?" En aðrir höfðu að spotti og sögðu: "Þeir eru drukknir af sætu víni."
Ræða Péturs:
Þá steig Pétur fram og þeir ellefu, og hann hóf upp rödd sína og mælti til þeirra: "Gyðingar og allir þér Jerúsalembúar! Þetta skuluð þér vita. Ljáið eyru orðum mínum. Eigi eru þessir menn drukknir, eins og þér ætlið, enda aðeins komin dagmál. Hér er að rætast það, sem spámaðurinn Jóel segir:
Spádómur Jóels spámanns rættist:
Það mun verða á efstu dögum, segir Guð,
að ég mun úthella anda mínum yfir alla menn.
Synir yðar og dætur munu spá,
ungmenni yðar munu sjá sýnir
og gamalmenni yðar mun drauma dreyma.
Jafnvel yfir þræla mína og ambáttir mínar
mun ég á þeim dögum úthella anda mínum,
og þau munu spá.
Og ég mun láta undur verða á himnum uppi
og tákn á jörðu niðri,
blóð og eld og reykjarmökk.
Sólin mun snúast í myrkur
og tunglið í blóð,
áður dagur Drottins kemur,
hinn mikli og dýrlegi.
En hver sá, sem ákallar nafn Drottins,
mun frelsast.
Ísraelsmenn, heyrið þessi orð: Jesús frá Nasaret var maður, sem Guð sannaði yður með kraftaverkum, undrum og táknum, er Guð lét hann gjöra meðal yðar, eins og þér sjálfir vitið. Hann var framseldur að fyrirhuguðu ráði Guðs og fyrirvitund, og þér létuð heiðna menn negla hann á kross og tókuð hann af lífi. En Guð leysti hann úr nauðum dauðans og reisti hann upp, enda gat það aldrei orðið, að dauðinn fengi haldið honum, því að Davíð segir um hann:
Ávallt hafði ég Drottin fyrir augum mér,
því að hann er mér til hægri hliðar, til þess að ég bifist ekki.
Fyrir því gladdist hjarta mitt, og tunga mín fagnaði.
Meira að segja mun líkami minn hvílast í von.
Því að ekki munt þú skilja sálu mína eftir í helju
og eigi láta þinn heilaga verða rotnun að bráð.
Kunna gjörðir þú mér lífsins vegu.
Þú munt mig fögnuði fylla fyrir þínu augliti.
"Merkasta tákn Heilags Anda er dúfa á leið niður frá himni niður til jarðar til okkar mannanna barna."
Bræður, óhikað get ég við yður talað um ættföðurinn Davíð. Hann dó og var grafinn, og leiði hans er til hér allt til þessa dags. En hann var spámaður og vissi, að Guð hafði með eiði heitið honum að setja í hásæti hans einhvern niðja hans. Því sá hann fyrir upprisu Krists og sagði:
Ekki varð hann eftir skilinn í helju, og ekki varð líkami hans rotnun að bráð.
Þennan Jesú reisti Guð upp, og erum vér allir vottar þess. Nú er hann upp hafinn til Guðs hægri handar og hefur af föðurnum tekið við heilögum anda, sem fyrirheitið var, og úthellt honum, eins og þér sjáið og heyrið. Ekki steig Davíð upp til himna, en hann segir:
Drottinn sagði við minn drottin: Set þig mér til hægri handar, þangað til ég gjöri óvini þína að fótskör þinni.
Með öruggri vissu viti þá öll Ísraels ætt, að þennan Jesú, sem þér krossfestuð, hefur Guð gjört bæði að Drottni og Kristi." Er þeir heyrðu þetta, var sem stungið væri í hjörtu þeirra, og þeir sögðu við Pétur og hina postulana: "Hvað eigum vér að gjöra, bræður?"
Pétur sagði við þá: "Gjörið iðrun og látið skírast hver og einn í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar; þá munuð þér öðlast að gjöf heilagan anda.
Því að yður er ætlað fyrirheitið, börnum yðar og öllum þeim, sem í fjarlægð eru, öllum þeim, sem Drottinn Guð vor kallar til sín." Og með öðrum fleiri orðum vitnaði hann, áminnti þá og sagði: "Látið frelsast frá þessari rangsnúnu kynslóð."
En þeir, sem veittu orði hans viðtöku, voru skírðir, og þann dag bættust við um þrjú þúsund sálir. Þeir ræktu trúlega uppfræðslu postulanna og samfélagið, brotning brauðsins og bænirnar.
Samfélag trúaðra:
Ótta setti að hverjum manni, en mörg undur og tákn gjörðust fyrir hendur postulanna. Allir þeir sem trúðu héldu hópinn og höfðu allt sameiginlegt. Þeir seldu eignir sínar og fjármuni og skiptu meðal allra eftir því sem hver hafði þörf á. Daglega komu þeir saman með einum huga í helgidóminum, þeir brutu brauð í heimahúsum, neyttu fæðu saman í fögnuði og einlægni hjartans. Þeir lofuðu Guð og höfðu vinsældir af öllum. En Drottinn bætti daglega við í hópinn þeim, er frelsast létu." Postulasagan 2 kafli.
Andi:
Hebreska orðið yfir anda í Gamla testamentinu er ruach", sem er útlagt vindur, blær, andardráttur. Álitið var, að andinn væri það afl í manninum, sem hvetti hann til starfa 0 viljinn. Að vera fylltur anda táknaði það sama og vera fylltur orku, áhuga.
Andi Guðs gat komið yfir manninn, sem hlaut þá guðlegan mátt og visku. Í Nýja testamentinu kemur oft fyrir orðið andi og táknar þá oft Heilagana anda", anda Guðs. Í Post 2. Er sagt frá hvernig Heilagur andi" kom yfir lærisveinana á Hvítasunnudaginn. Með hjálp andans var hinn upprisni og lifandi Kristur með lærisveinunum sínum, studdi þá og hjálpaði til þess að breiða kristinn boðskap út til mannanna.
Biblían: 1. Mós. 2:7, Esek. 11:5, Matt. 3:16, Lúk. 11:13. Jóh. 14: 16.-17, Post. 13:2, Róm. 8: 14.-16, 1. Jóh. 3:24." Heimildir: Biblíuhandbókin þín, sem var gefin út af Erni og Örlygi hf. 1974.
Postullega trúarjátningin
Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar.
Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottinn vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.
Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu mannsins og eilíft líf.
Guð blessi ykkur öll
Kær kveðja/Rósa
Trúmál | Breytt 8.6.2009 kl. 01:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)