Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
12.6.2009 | 03:23
Afmælisdagur föður míns
Greinin hér fyrir neðan birtist í DV. Árið 2000 þegar pabbi var 75 ára.
Aðalsteinn fæddist í Ási á Vopnafirði og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugum í 2 vetur 1942-44 og lauk síldarverkunarprófi á Siglufirði 1957. Hann var 9 ára er hann byrjaði að beita, var sína fyrstu vertíð á Höfn í Hornafirði og stundaði þaðan 11 vertíðir efir að hann lauk námi á Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsýslu. Þá var hann 2 vertíðir í Reykjavík og á sjó frá Keflavík 1957. Aðalsteinn var á síldveiðum sumrin 1947-50 á bátum frá Eskifirði og Neskaupsstað. Aðalsteinn og Sveinn bróðir hans, byggðu í frístundum Ásbryggju á Vopnafirði, árið 1949 en þar varð síðar síldarsöltunarstöð. Aðalsteinn var verkstjóri og síldarmatsmaður hjá Auðbjörgu hf. 1956-70, hjá Kristni og Aðalsteini Jónssonum er legðu þá bryggju og aðstöðu Aðalsteins og Sveins á Vopnafirði. Síðar leigði Tangi hf. Aðstöðuna þegar síldin byrjaði að veiðast eftir margra ára hlé.
Aðalsteinn og Sveinn hófu grásleppuveiðar um 1960. Þá stofnuðu þeir fyrirtækið Ásbræður og áttu saman trilluna Fuglanes Ns. 72. Auk þess hefur Aðalsteinn stundað þorskveiðar, byggingavinnu, múrverk og almenna verkamannavinnu. Aðalsteinn hefur verið í Hvítasunnusöfnuðinum um árabil, lagði hönd á kirkjubyggingu safnaðarins 1954 og hefur verið gjaldkeri síðan 1954. Þá var hann í mörg ár gjaldkeri Ungmennafélagsins Einherja.
Stefanía Stefanía á Ísafirði
Aðalsteinn kvæntist 2. júní 1955 Stefaníu Sigurðardóttur, f. 22. júlí 1925 í Reykjafirði v/Ísafjarðardjúpi, d. 13. ágúst 1968, húsmóður. Hún var dóttir Sigurðar Rósinkars Halldórssonar bónda á Galtahrygg í Mjóafirði v/Ísafjarðardjúp og Guðmundínu Þorbjargar Jónsdóttur húsfreyju. Börn Aðalsteins og Stefaníu:
Stefanía og Aðalsteinn Stefanía og Aðalsteinn
Stefanía og Aðalsteinn Brúðkaupskort frá Auði Kristinsdóttur
1. Páll, búsettur á Vopnafirði, f. 23. júlí 1956, skipasmiður. Kona hans er Astrid Linnéa Örn Aðalsteinsson. Börn þeirra eru Katrín Stefanía, Lýdía Linnéa og Enok Örn.
2. Ásmundur, búsettur í Kópavogi, f. 9. september 1957, húsasmiður.
3. Rósa, búsett með föður sínum á Vopnafirði, f. 30. september 1958.
Foreldrar Aðalsteins: Sigurður Þorbjörn Sveinsson, f. 16. júlí 1892 að Hákonarstöðum í Jökuldal, d. 2. september 1978, símamaður og bóndi að Ási í Vopnafirði og Katrín Ingibjörg Pálsdóttir, f. 2. júní 1891 í Víðidal á Fjöllum, d. 28. apríl 1978, yfirsetukona og húsmóðir.
Foreldrar Sigurðar Þorbjörns voru Sveinn Sigurðsson bóndi frá Mýraseli í Aðaldal S-Þing og Guðbjörg Jóhannesdóttir húsmóðir frá Rauf (nú Eyvík) á Tjörnesi.
Foreldrar Katrínar Ingibjargar voru Páll Jónsson bóndi og söðlasmiður frá Þórisdal í Lóni og Guðný Margrét Eiríksdóttir húsmóðir frá Skjöldólfsstöðum í Jökuldal á Héraði.
Systkini Aðalsteins:
1. Pála Margrét, f. 14. janúar 1921, d. 21 janúar 1994, húsmóðir í Reykjavík, maður hennar var Ásmundur Kristmann Jakobsson skipstjóri frá Strönd á Neskaupsstað;
2. Svava, f. 22. desember 1921, húsmóðir á Reyðarfirði, maður hennar var Valtýr Þórólfsson frystihús- og sláturhússtjóri frá Sjónarhæð á Reyðarfirði;
3. Sveinn, f. 12. júní 1925, d. 24. nóvember 1997, tvíburabróðir Aðalsteins, útgerðarmaður á Vopnafirði, kona hans var Steindóra Sigurðardóttir húsmóðir og verkakona frá Miðhúsum í Eiðaþinghá á Héraði.
4. Guðni Þórarinn, f. 6. október 1926, d. 31. janúar 2004, útgerðarmaður á Vopnafirði, kona hans var Lilja Aðalsteinsdóttir húsmóðir og verkakona frá Svalbarða á Djúpavogi.
Í greininni er sagt að Aðalsteinn og Sveinn hafi byggt bryggju í frístundum. Blaðamaður Tímans skrifaði 6. september 1953: Vopnfirzkir bræður byggðu skipabryggju í hjáverkum."
Frá fréttaritara Tímans í Vopnafirði 23. Þessa mánaðar var í fyrsta skipti söltuð síld hér við bryggju, sem tveir bræður í kauptúninu hafa verið að byggja undanfarin ár og luku nú í sumar. Eru þetta ungir menn, Aðalsteinn og Sveinn Sigurðssynir í Ási í Vopnafirði. Hafa þeir unnið að þessari bryggjugerð að mestu í frístundum, er tóm gafst frá annarri vinnu.
Bryggjan er steypt, 20 m. löng og dýpi við hana er 11 fet um fjöru. Á stétt ofan við hana hafa þeir bræður byggt steinsteypt verbúðarhús 77 fermetra að grunnfleti, tvær hæðir og loft, má nota til íbúðar.
Að mestu leyti einir.
Þessar framkvæmdir eru ekki svo lítið þrekvirki, þegar að því er gáð, að þeir hafa að mestu unnið verkið tveir einir að undanskilinni kafaravinnu og hjálp þegar steypt hefur verið, enda eru bræður þessir samhentir dugnaðarmenn. Þeir hafa stundað sjó á vetrum og ýmsa vinnu á sumrum, en unnið að þessu þegar á milli varð.
Þeir bræður voru nýbúnir að byggja myndarlegt íbúðarhús, þegar þeir hófu bryggjugerðina." Hér endar umfjöllun um þá bræður.
Hér er önnur grein þar sem spjallað var við þá bræður af blaðamanni Morgunnblaðsins en því miður veit ég ekki hvenær þetta viðtal var tekið:
Þeir sem koma nálægt síldinni verða betri menn"
Þeir voru við vinnu á Ásbryggju á Vopnafirði, bryggjunni sem þeir byggðu sjálfir og þurfti að miklu leyti að höggva í klett með hamri og meitli. Menn segja þá mikla vinnuforka og svipurinn bar þess glöggt vitni að þeir hefðu ekki setið auðum höndum um ævina. Þeir eru Aðalsteinn og Sveinn Sigurðssynir, fæddir á Vopnafirði.
Við erum fæddir hérna í fjörunni rétt fyrir innan. Húsið stóð svo að segja í flæðarmálinu, en sjórinn náði að grafa undan því, svo það þurfti að flytja það lengra uppá land. Það má því eiginlega segja að við höfum heyrt sjávarniðinn frá því við vorum í móðurkviði og hefur það eflaust haft sín áhrif á okkur. Það er því ekkert undarlegt að við höfum verið viðriðnir sjómennsku frá því að við munum eftir okkur," sögðu þeir bræður í spjalli við blaðamann Mbl. fyrir stuttu.
Töldu þeir að það væri mannbætandi að fara á sjó, en skemmtilegast hefði þeim alltaf þótt að vera í síld.
Síldin er allra skemmtilegasti fiskur og þeir sem koma nálægt síldinni verða betri menn og kerlingararnar frískari, sögðu þeir bræður og glettnin skein úr augum þeirra. Sveinn er eldri en ekki er aldursmunurinn mikill, því það leið aðeins um klukkustund milli þess sem þeir bræður komu í heiminn.
Sagði Sveinn að litli bróðir hefði verið óþekkari, en Aðalsteinn vildi nú ekki alveg kannast við það.
Við höfum alltaf róið saman og byrjuðum svona 15 eða 16 ára gamlir. Í fyrstu vorum við dálítið sjóveikir en nú má segja að við séum sjóaðir og færir í flestan sjó.
Já, já, við erum alltaf sammála um það hvar á að kasta og er ekki hægt að segja annað en að samkomulagið hafi alltaf verið gott," sögðu þeir bræður og litu hvor á annan sposkir á svip.
Aðalsteinn og Sveinn hafa nú um nokkurt skeið stundað grásleppuveiðar frá Vopnafirði. Trillan þeirra er 3 tonn og ber nafnið Fuglanes Ns. 72. Upphaflega kom hún frá Englandi, en er innréttuð í bílskúr í Reykjavík og kom til Vopnafjarðar árið 1974.
Veiðin hefur gengið nokkuð treglega og virðist grásleppan einna helst halda sig fyrir norðan í ár. Ætli sjórinn sé ekki of kaldur enn sem komið er. Okkur hefur gengið nokkuð erfiðlega að losna við grásleppuna sjálfa, og er henni oftast hent í sjóinn. Hrognin hirðum við aftur á móti og söltum í tunnur og seljum síðan Sambandinu. Það gefur sæmilega í aðra hönd þegar vel gengur." A.K.
Greinar sem ég hef áður skrifað um foreldra mína:
Björgum Vestfjörðum úr klóm Risanna. Klikka hér:
Hvítasunnukirkjan á Vopnafirði - Frelsissaga Stefaníu og Stefáns Aðalsteins - Fyrstu kynnin í stofunni í Ási á samkomu Hvítasunnumanna og Brúðkaups-trúboðsferð þeirra. Klikka hér:
Afmælisdagur móður minnar. Klikka hér:
Móðir mín fór heim til Jesú fyrir 40 árum. Klikka hér:
Guð blessi ykkur öll.
Kær kveðja/Rósa
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 04:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
29.4.2009 | 23:34
Klaufameðferð dýralæknis um að kenna, að Líf lést?
Dýralæknir á Akureyri ráðlagði heimilisfólkinu á Sléttu sem er fyrir innan Búðareyri í Reyðarfirði að láta klippa klaufir Lífar því hún myndi ekki slíta þeim eins og villt hreindýr.
Dagbjört sagði að Líf hafi orðið mjög hrædd þegar klaufarnar voru klipptar en það virtist vera í lagi með hana en svo sá Dagbjört að það dofnaði yfir henni og dró af henni.
Ég var að fá úrskurð úr krufningu, hún dó úr hvítvöðvasýki. Það er ferli sem fer af stað í vöðvum dýrsins þegar það er beitt harðræði eða skelfist. Þetta leiðir yfirleitt alltaf til dauða," sagði Dagbjört Briem Gísladóttir, bóndi að Sléttu í samtali við mbl.is.
Ábúendur á Sléttu fengu ábendingu um að þau þyrftu að sækja um leyfi vegna Lífar - hreindýrakálfsins. Þau báðu um að eyðublöð yrðu send til þeirra og þá fengu þau illa samið bréf þar sem þeim var hótað að ef þau ekki myndu sækja um leyfi þá yrði dýrið aflífað. Það sjálfsagt hlakkar í þessu starfsfólki núna. Þetta starfsfólk er í vinnu hjá okkur skattgreiðendum. Ég vona að þarna sé ekkert samasemmerki en ég er með skítlegt eðli eins og sumir sem hafa starfað á Alþingi.
Kæra Dagga vinkona, leitt að Líf er dáin. Það hefði verið svo gaman að heilsa uppá hana næst þegar ég heimsæki Reyðarfjörðinn okkar góða.
Ég skrifaði grein um hreindýrakálfinn Líf nýlega: Klikka hér
Jón Valur Jensson skrifaði grein um Líf í dag. Klikka hér
Guð veri með ykkur öllum
Kær kveðja/Rósa
Dagar Lífar taldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt 6.5.2009 kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
16.4.2009 | 18:45
Mun tryggja að Líf fái líf og það í fullri gnægð.
Heimilisfólkið á Sléttu í Reyðarfirði fengu fyrir ári síðan heimsókn af Slökkviliðsmönnum í Fjarðabyggð, sem voru í sjúkraflutningum í fyrravor. Þeir sáu hreinkú sem var að burði kominn. Þegar þeir komu til baka var kýrin farin en nýborinn hreindýrskálfur lá í vegkantinum. Kálfurinn var fluttur heim að Sléttu þar sem hlúð var að honum og hefur hann dafnað vel.
Nú ári seinna fá ábúendur hótanir frá einhverjum pappírspésum sem eru á launum hjá okkur skattgreiðendum. Hótanir um að lífláta Líf ef þau sækja ekki um leyfi fyrir villt dýr.
Oft tekst þessum pappírspésum að hneyksla okkur. Á meðan þjóðinni blæðir vegna kreppunnar þá er verið að gera mál út af einum hreindýrakálf. Sorry, en þetta er út í Hróa Hött.
Það vill svo vel til að ég þekki ábúendur á Sléttu og eru ekki mörg ár síðan ég og Svava föðursystir mín á Sjónarhæð heimsóttum ábúendur. Ég og Dagbjört kynntumst þegar ég var átta ára. Þá bauðst Svava til að gefa mér heimili til að létta undir með bróður sínum á meðan mamma fór til Kaupmannahafnar í uppskurð vegna heilaæxlis. Ég var þarna frá september fram í desember og stundaði nám í barnaskólanum. Þegar ég var á fjórtánda ári þá heimsótti ég Svövu föðursystur mína og stoppaði þar í einn mánuð. Þá var ég mjög mikið með æskuvinkonunum. Við fórum oft í göngutúra og gengum framhjá Sléttu og út með firðinum að sunnanverðu. Á Sléttu átti ungur flottur maður heima sem einni af okkur þótti svaka sætur og ræddi hún það við okkur aftur og aftur. Hann var svo flottur - hann keyrði vörubíl. Vá, s.s. algjör töffari. Nokkrum árum seinna þá flutti hún á Sléttu og hefur átt heima þar síðan. Ég fór að rifja upp gönguferðirnar okkar og var mikið hlegið þegar ég og Svava heimsóttum Döggu og Sigga sæta. Dagga mín þú ert svaka flott og hver myndi trúa því að þú værir á mínum aldri.
Smá fróðleikur um hreindýr:
Rangifer tarandus: klaufdýr af ætt hjartardýra, eina hjartardýrið á Íslandi, dökkgrámórautt og lýsist að vetri, bæði kyn hyrnd. klaufir og lagklaufir eru fremur stórar, lifir í fjalllendi og á túndrum N-Evrópu og N-Ameríku og er víða tamið. Hreindýr er stórvaxið, allt að 1.25 m. Yfir herðakamb og um 2 m. Á lengd. Hreindýr voru flutt frá Noregi til Íslands 1771 og aftur 1777-1778. Þeim var sleppt í Rangárvallasýslu, á Reykjanesskaga, í Eyjafjarðar- og Múlasýslum. Þau dóu út nema dýrin sem sleppt var í Múlasýslum. Afkomendur þeirra eru 2000-3000 dýr sem lifa á heiðum norðan og austan Vatnajökuls. Aðalfæða hreindýra á Íslandi eru grös,víðitegundir og aðrar trékenndar plöntur, fléttur (einkum að vetri), mosi og jafnvel sveppir. Veiðar á hreindýrum á Íslandi eru háðar leyfum." Íslenska Alfræðiorðabókin, Bókaútgáfan örn og Örlygur 1990.
Mikið var gaman að sjá fréttir aftur og aftur þar sem æskuvinkona mín lék aðalhlutverkið ásamt hreindýrakálfinum Líf.
Fleiri fréttir um Dagbjörtu og hreindýrakálfin Líf:
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/04/16/lif_lifar_i_hondum_radherra/
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/04/15/hota_ad_aflifa_hreindyrskalf/
Svo einn léttur að lokum: Hafið þið séð 100 manna hreindýrahjörð. Ekki ég en ég veit um einn einstakling sem sá 100 manna hreindýrahjörð. Tek það fram að þessi einstaklingur er ekki alltaf orðheppinn.
Gangið á Guðsvegum
Kær kveðja/Rósa
Mun tryggja að Líf fái líf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt 21.4.2009 kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
7.2.2009 | 22:27
Bland í poka frá Vopna-Rósu og Guðskerlingunni-Rósu
Sæl og blessuð.
Hún Vopna-Rósa hafði rétt fyrir sér að Guðskerlingin-Rósa (ég) myndi ekki vera neitt spés á blogginu og lélegur arftaki. Ég hef haft mjög mikið að gera. Sjáið bara, byrjuð að afsaka mig í bak og fyrir Ég ætla að reyna að takast á við fjarnám, er í sjúkraþjálfun tvisvar í viku og þrisvar í viku í íþróttahúsinu í þrektíma. Í dag fór ég ásamt fjölskyldunni minni í jarðarför. Við vorum að kveðja mákonu föður míns hinstu kveðju. Hún var gift tvíburabróður pabba sem dó 1997. Þau áttu átta börn sem öll eiga fjölskyldu og er þarna stór frændgarður. Vopna-Rósa bað mig um að setja inn pistill sem hún var búin að semja áður en hún fór með Sólmundi Tómasi sínum á vit ævintýranna.
Guð veri með ykkur
Kær kveðja/Guðskerlingin-Rósa
Pistill Vopna-Rósu
Hæ og hó.
Lífið er svo dásamlegt. Við Sólmundur Tómas vorum í Reykjavík í nokkra daga áður en við létum okkur hverfa af þessari Guðsvoluðu eyju. Ég fór í blogghitting á A Hansen í Hafnarfirði 19 jan. sl. Ég hitti fullt af góðum vinum og þar var frábært kveðjupartý. Guðkerlingin-Rósa var þarna líka og þið getið séð einhverjar myndir af henni með vinum mínum. Ég vildi ekki vera með á myndunum. Daginn eftir hittum við Séra Guðstein Hauk og hann pússaði okkur saman. Brúðkaupsveislan var svaka flott og villt. Hefðarfólkið mætti í sínu flottasta skarti, með flottar gjafir sem voru flestar í ekta seðlum. Davíð Oddsson góðvinur okkar vottaði að seðlarnir væru allir ekta og erum við búin að leggja þá inní banka og eru þeir nú geymdir í banka í góðri Skatta-Paradís.
Á þriðjudaginn 20. janúar fórum við Sólmundur Tómas niður á Austurvöll og þar hittum við Guðskerlinguna-Rósu sem var eitthvað að sperrast. Hún fékk enga athygli en það var viðtal við Sólmund Tómas í sjónvarpinu og kom viðtalið í fréttum kl. 22. Þessir ríkisstarfsmenn gátu nú ekki haft rétt eftirnafn. Þeir fá alltof mikið borgað miðað við að það er alltaf eitthvað klúður hjá þeim og eru þau endalaust að biðjast afsökunar á þessu og hinu. Ég lét Guðskerlinguna-Rósu fá skrifin mín á Austurvelli því við létum okkur hverfa morguninn eftir á vit ævintýranna. Ég mun nú fylgjast með og sjá hörmungina á þessari síðu en mér er samt slétt sama fyrst ég er laus allra mála.
Það verður flott hjá okkur í Kyrrahafinu. Ég var búin að segja ykkur að við myndum passa peninga fyrir frábæra menn sem ætla að borga okkur vel fyrir greiðan.
Ég vona að þið hafið það gott hér á þessari Guðsvoluðu eyju.
Sólmundur Tómas biður að heilsa ykkur.
Takk fyrir samfylgdina.
Kær kveðja/Vopna-Rósa
Slidshow, klikkið á myndina hér fyrir neðan. Flottar myndir af glæsilegu fólki.
Linda Vonin mín, kærar þakkir fyrir hjálpina og allar myndirnar.
Blogghittingur 17 jan 2009 |
Vinir og fjölskylda | Breytt 15.2.2009 kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
9.1.2009 | 21:35
Vopna-Rósa hættir að blogga - Kveðjupartý - Brúðkaup Vopna-Rósu og Sólmundar Tómasar Sóleyjarsonar - Guðkerlingin- Rósa byrjar að blogga.
Ég átti 1. árs bloggafmæli 3 jan. sl. Það hefur oft verið svaka stuð á blogginu og þar kynntist ég stóru ástinni í lífi mínu honum Sólmundi Tómasi Sóleyjarsyni. Ég varð ástfangin við fyrstu sýn og ég er alveg yfir mig ástfangin af Sólmundi Tómasi. Hann er algjört æði. Stelpur finnst ykkur hann ekki vera sætur?
Við höfum ákveðið að gifta okkur fljótlega og mun Séra Guðsteinn Haukur sjá um að pússa okkur saman. Við ætlum að hafa brúðkaupsveislu og er um þrjú hundruð manns boðið þar á meðal Útrásarvíkingum. Við vorum svo snjöll að bjóða ríka fólkinu og biðja um peningagjafir í brúðkaupsgjöf. Peningarnir eiga helst að vera í annarri mynt en þeirri íslensku sem er alvarlega veik og er á gjörgæslu.
Fljótlega eftir brúðkaupið ætlum við að fara í brúðkaupsferð til ónefndrar eyju í Kyrrahafi. Við höfum nú þegar keypt farseðlana aðra leiðina. Við hittum svo góða menn sem báðu okkur um lán á kennitölum okkar, sem var alveg sjálfsagt og í staðinn fengum við fúlgu af peningum. Við spurðum ekkert hvað þeir ætluðu að gera við þessar tölur. So what? Við eigum einnig að vera gæslumenn fyrir þá og fáum greitt fyrir. Þetta var frábær lausn því við nennum ekki að vera á þessari voluðu eyju.
Okkur finnst ráðamenn þjóðarinnar vera gjaldþrota í úrræðum. Það verður ekkert úr launum almennings í landinu því það er búið að hækka og hækka skatta á almenning á meðan það má ekki setja á hátekjuskatt. Búið að hækka tryggingar, hækka bensín og áfengi sem hefur áhrif á vísitöluna. Lánin hækka og hækka á meðan kaupmáttur rýrnar og rýrnar því ekki hækka nú launin í samræmi við allt annað.
Surprise! Við skiljum ekki með hverju fólkið á að borga reikningana sína en ráðamenn hljóta að vita það fyrst þau hækka og hækka allt? Hmm... Þau halda sennilega að með því að elda einhvern graut þá verði til peningar til að borga brúsann fyrir Útrásavíkingana.
Þetta er auðvita algjörir grautarhausar. Við bíðum spennt að fara í brúðkaupsferðina, bara tilfinningin þegar flugvélin verður farin út fyrir landsteina á þessari volaðu eyju verður örugglega alveg meiriháttar.
Áður en við giftum okkur ætla ég að bjóða bloggvinum mínum í kveðjupartý. Ykkur verður sent skilaboð og sagt nánar frá kveðjupartýinu.
Ég mun sjá um síðuna í nokkra daga eða þangað til við Sólmundur Tómas giftum okkur. Ég samdi við Rósu Guðskerlingu á Vopnafirði að taka við blogginu mínu. Hún er svo frek og fór hún fram á að það yrði þá skipt um mynd af höfundi og fleira. Meiri frekjan hún Rósa Guðskerling. L
Ég verð nú bara að segja ykkur að ég vorkenni ykkur þegar hún tekur við. Hún er svo leiðinleg og frek en ég er bara svo fegin að losna svo mér er slétt sama. Bless öll og verði ykkur bara að góðu. Úff
Vinir og fjölskylda | Breytt 22.1.2009 kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
5.12.2008 | 18:39
Rósa gengin í barndóm
Halló, alló.
Á þriðjudaginn, var Enok Örn frændi minn og Hófi nágranni okkar að leika sér í rennibrautinni sem Enok Örn hafði búið til. Ég ákvað að renna og biðja Enok Örn að taka myndir. Hann vildi endilega taka myndband en það er hægt á myndavélinni minni.
Við ákváðum svo að gera eitthvað skemmtilegt með myndirnar og voru tvö myndbönd sett á YoyTube með hjálp Lindu bloggvinkonu minni og vinkonu.
Á meðan við vorum að læra var oft heilmikið fjör og fjörugar setningar flugu frá Vopnafirði yfir í Grafarvoginn og einnig til baka.
Nú ætlum við að setja myndböndin inná bloggið. Þið sjáið að þið eigið skrítinn bloggfélaga.
Góða skemmtun allir.
Kæra Linda. Takk fyrir hjálpina. Vona að þú hafir gaman af þessu líka.
22.7.2008 | 00:32
Afmælisdagur móður minnar
Stefanía Sigurðardóttir
17-18 ára
Afmælisdagur móður minnar
Í dag fyrir 83 árum síðan fæddist móðir mín, Stefanía Sigurðardóttir í Reykjafirði v/Ísafjarðardjúp. Afi og amma voru vinnuhjú þar þegar móðir mín fæddist. Þau voru með herbergi á loftinu, á þriðju hæð. Árið 1927 flutti fjölskyldan í Voga í Ísafirði til Þorsteins bróður afa og fjölskyldu hans. Var mamma þá 2 ára. Guðbjörg Salóme lýsir þessu sjálf í minningargrein um mömmu: Það var eftirminnilegur sunnudagur fyrir okkur systurnar í Vogum, þegar frændi okkar og kona hans, komu fyrst í heimsókn til okkar með litlu, fallegu stúlkuna sína. Við áttum engin lítil systkini, og enga von um að eignast þau, það var því margfaldur fögnuður fyrir okkur, er þær mæðgur fluttu til okkar litlu síðar og dvöldu af sérstökum ástæðum í sama heimili í nokkur ár. Við eignuðumst þar þá systur, sem varð okkur öllum kær frá því fyrsta og þótt árin og fjarlægðin slitu samvistir okkar, slitnaði sú taug aldrei, sem batt okkur saman." Á þessum árum var afi meira og minna að heiman vegna vinnu sinnar. Hann var að afla tekna svo þau gætu keypt jörð til að búa á. Árið 1930 keyptu afi og amma jörðina Galtarhrygg í Mjóafirði og þar fæddist Þórdís Halldóra 21. desember. Árið 1944 flutti síðan fjölskyldan í Miðhús í Mjóafirði, þaðan í Hnífdal og árið 1953 fluttu þau til Reykjavíkur.
Mamma kom í fyrsta skiptið til Vopnafjarðar árið 1952 og þar hitti hún Rauða Hanann sinn en hún hafði dreymt Rauðan Hana sem við börnin viljum meina að sé pabbi sem þá var rauðhærður.
Mamma var fædd 22. júlí 1925; dáin 13. ágúst 1968.
Ég vísa á eldri blogg þar sem ég skrifa um mömmu og pabba.
http://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/entry/476528/#comments
http://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/entry/427641/#comments
Læt þetta duga.
Guð gefi ykkur öllum góðan dag.
Rósa Aðalsteinsdóttir
Vinir og fjölskylda | Breytt 27.7.2008 kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (53)
18.7.2008 | 23:02
"Hjálparbeiðni vegna Elísabetar Sigmarsdóttur frænku minnar."
Grein eftir Höllu Rut
Hjálp bloggvinir / Ert þú til í að birta þetta á þinni síðu?
Elísabet leitar nú eftir stuðningsmanneskju eða liðsveislu, eins og það er kallað. Liðsmaður er hugsaður sem félagslegur stuðningur og er um 16 tíma á mánuði að ræða. Er það samkomulagsatriði á milli Elísabetar og þess sem stuðninginn veitir hvernig þessum tíma er varðveitt og hvenær.
Það er í raun Reykjavíkurborg sem á að útvega stuðningsmanneskju en þeim hefur ekki tekist það og hefur Elísabet verið án þessarar þjónustu í 7 mánuði. Engin vilji er þar á bæ til að ganga lengra til að bjarga málunum. Þetta fellur ekki undir forgangsröð borgaryfirvalda. Það vitum við öll. Þetta skiptir hinsvegar öllu máli fyrir tilveru Elísabetar Sigmarsdóttur.
Viðkomandi hlýtur laun fyrir en samt óskum við eftir manneskju sem hefur áhuga á því að láta gott af sér leiða og gefa nærveru sína og félagsskap til þessarar fallegur og hugrökku vinkonu minnar.
Ef þú hefur tök á því og tíma, gerðu þá góðverk. Ef þú hefur verið að hugsa í mörg ár að þú ættir kannski að gefa eitthvað til baka þá er núna tækifærið.
Síminn hjá Elísabetu er: 587 - 6278 og netfangið:liso@internet.is eða þú getur sent mér (Halla Rut) E-mail: halla@kjosehf.is ef þú vilt frekari upplýsingar.
Ég hér bið ykkur öll um að birta þetta á ykkar síðu sem færslu ef þið sjáið ykkur það fært.
Og svo er bara líka "nice" að senda henni kveðju: Elísabet.
Með samhug og kærleik
Kæru bloggvinir og allir hinir.
Við Elísabet erum þremenningar. Móðuramma hennar Elísabet Jónsdóttir og móðuramma mín voru hálfsystur. Því miður kynntist ég Elísabet systur ömmu ekki en hef kynnst nokkrum af afkomendum hennar og nú síðast Elísabet og mömmu hennar þegar ég var á flandri í Reykjavíkurborg í júní sl. Elísabet skrifaði inn athugasemd hjá mér þar sem ég var að blogga um Vestfirði. Þar sá hún að ég var að tala um ömmu og afa hennar ásamt móðurbróður sem fórust í hörmulegu bílsslysi á áttunda áratug sl. aldar.
Ég var búin að senda fáeinum bloggvinum bréf um Elísabet og vísaði á síðuna hennar en því miður vissi enginn um neinn sem væri heppileg/ur í þetta starf.
Nú er ég full af bjartsýni fyrst Halla Rut bloggvinkona okkar skrifaði færslu og bað bloggvini sína að birta færsluna hennar. Endilega verið með ef þið getið.
ÞVÍ MIÐUR KANN ÉG EKKI AÐ GERA SLÓÐIRNAR VIRKAR SEM HALLA RUT BENDIR Á Í FÆRSLUNNI OG BIÐ ÉG YKKUR ENDILEGA AÐ KÍKJA Á SÍÐUNA HENNAR OG EINNIG SÍÐUNA HENNAR ELÍSABETAR.
GUÐ BLESSI HÖLLU RUT OG LAUNI FYRIR ÞETTA FRÁBÆRA FRAMTAK.
GUÐ BLESSI YKKUR OG LAUNI FYRIR ALLA HJÁLP VEGNA ELÍSABETAR.
http://hallarut.blog.is/blog/hallarut/
http://liso.blog.is/blog/elisabet/
http://liso.blog.is/blog/elisabet/entry/569861/#comments Rósa frænka í heimsókn
http://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/entry/476528/#comments Björgum Vestfjörðum úr klóm Risanna
Rósa Aðalsteinsdóttir
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
12.2.2008 | 12:57
Jón Steinar vinur minn á afmæli í dag.
:,:Hann á afmæli í dag:,:
Hann á afmæli hann Jón Steinar.
Hann á afmæli í dag.
Guð gefi ykkur öllum góðan dag á þessum merkisdegi. Í dag á Jón Steinar afmæli. Hann er í uppáhaldi hjá okkur ofstækisfólkinu" sem erum að blogga. Vísan eftir Jón Thoroddsen er í afmælisbókinni minn og tileinkuð afmælisbörnum sem eru fædd þennan dag. Vísan passar vel við frábærar æskuminningar sem Jón Steinar skráði og setti á bloggið, þegar hann fór í fjallgöngu einn síns liðs þegar hann var barn. Ég hef líka lesið sálma sem Jón Steinar samdi og þeir eru dásamlegir.
Tinda fjalla
ég sé alla
upp úr sjá,
hamrastalla og björgin blá;
hvítra skalla
hreinan mjalla
hríslar geislum á
sunna sævi frá.
Höf. Jón Thoroddsen
Ég veit að þó Jón Steinar sé ekki sammála okkur um trúmál og takist á við okkur um þau, að hann er ekkert verri fyrir það og hann er miklum hæfileikum prýddur. Ég hef fengið að kynnast honum annars staðar en hér á blogginu og ég segi bara eins og mér finnst. Jón Steinar er góður vinur og trygglyndur. Ég get staðfest það af eigin reynslu.
Ég óska þess að Jón Steinar eigi góðan afmælisdag og bjarta framtíð.
Guð blessi Jón Steinar og ykkur öll.
Þess óskar:
Rósa Aðalsteinsdóttir Ási Vopnafirði.
Heimildir:
Færslurnar sem ég var að vitna í heita:
Berrassaður strákurinn á Fjalli; skráð 6. ágúst 2007
Sálmurinn sem hvarf;skráð 17. febr. 2007
Gott fyrir okkur öll að lesa og sérstaklega fyrir okkur ofstækisliðið"
Týndi sonurinn;skráð 20. febr. 2007
Þegar ég fór í stríð fyrir Ísland; tvær færslur; skráðar 17. -18. mars 2007.
Fleiri færslur um æskuminningar og fl. eru á vefnum sem gaman er að lesa.
Friðarkveðjur/Rósa
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)