Jón Steinar vinur minn á afmæli í dag.

 

:,:Hann á afmæli í dag:,:

Hann á afmæli hann Jón Steinar.

Hann á afmæli í dag.

Guð gefi ykkur öllum góðan dag á þessum merkisdegi. Í dag á Jón Steinar afmæli. Hann er í uppáhaldi hjá okkur „ofstækisfólkinu" sem erum að blogga. Vísan eftir Jón Thoroddsen er í afmælisbókinni minn og tileinkuð afmælisbörnum sem eru fædd þennan dag. Vísan passar vel við frábærar æskuminningar sem Jón Steinar skráði og setti á bloggið, þegar hann fór í fjallgöngu einn síns liðs þegar hann var barn. Ég hef líka lesið sálma sem Jón Steinar samdi og þeir eru dásamlegir.

Tinda fjalla

ég sé alla

upp úr sjá,

hamrastalla og björgin blá;

hvítra skalla

hreinan mjalla

hríslar geislum á

sunna sævi  frá.

Höf. Jón Thoroddsen

Ég veit að þó Jón Steinar sé ekki sammála okkur um trúmál og takist á við okkur um þau,  að hann er ekkert verri fyrir það og hann er miklum hæfileikum prýddur. Ég hef fengið að kynnast honum annars staðar en hér á blogginu og ég segi bara eins og mér finnst. Jón Steinar er góður vinur og trygglyndur. Ég get staðfest það af eigin reynslu.

Ég óska þess að Jón Steinar eigi góðan afmælisdag og bjarta framtíð.

Guð blessi Jón Steinar og ykkur öll.

Þess óskar:

Rósa Aðalsteinsdóttir Ási Vopnafirði.

Heimildir: 

Færslurnar sem ég var að vitna í heita:

Berrassaður strákurinn á Fjalli; skráð 6. ágúst 2007

Sálmurinn sem hvarf;skráð 17. febr. 2007

Gott fyrir okkur öll að lesa og sérstaklega fyrir okkur „ofstækisliðið"

Týndi sonurinn;skráð 20. febr. 2007

Þegar ég fór í stríð fyrir Ísland; tvær færslur; skráðar 17. -18. mars 2007.

Fleiri færslur um æskuminningar og fl. eru á vefnum sem gaman er að lesa.

Friðarkveðjur/Rósa

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Sæl Rósa nú varstu heppin. Það munaði engu þegar ég sá að þú varst farin að mæra Jón Steinar,að ég læsekki færsluna og hellti mér beint út í að skamma þig. Til allrar lukku las ég alla færsluna,og varð samstundis mjög hamingjusamur með,ég hefði aldrei getað fyrirgefið þér ef þú hefðir talið "hinn Jón Steinar" vin þinn. En semsagt allt er gott sem endar vel.

Og af því tilefni sendi ég þér kærar kveðjur.

Ari Guðmar Hallgrímsson, 12.2.2008 kl. 13:15

2 Smámynd: Linda litla

Til hamingju með vin þinn

Linda litla, 12.2.2008 kl. 13:21

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

TIL HAMINGJU JÓN STEINAR    kær kveðja í austurveg.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.2.2008 kl. 16:00

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Takk fyrir að benda okkur á afmælisbarn dagsins

Guðrún Sæmundsdóttir, 12.2.2008 kl. 17:08

5 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Til hamingju Herra Jón Steinar Guð blessi þig

Aðalbjörn Leifsson, 12.2.2008 kl. 17:30

6 identicon

Ég tek heilshugar undir AFMÆLISKVEÐJU,til sveitunga míns.Ég minnist margra stunda í návist JÓNS STEINARS,og allar eru þær litaðar skemmtilegheitum ,um litla PRAKKARAN Á ÍSAFIRÐI . ÞANNIG MAN ÉG HANN OG ÆTLA AÐ MUNA HANN.

EINS og hann segir sjálfur,þá erum við ekki alltaf sammála.það er í lagi MÍN VEGNA.

TIL HAMINGJU " BAKKA PÚKI"  MEÐ DAGINN JÓN STEINAR( "PÚKI" ORÐ NOTAÐ UM OKKUR KRAKKANA VESTUR Á ÍSAFIRÐI OG ÉG  bjó það ekki til en var kallaður það eins og öll önnur börn).

SVO BIÐ ÉG  ÖLLUM LÁGUM SEM HÁUM BLESSUNAR.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 18:04

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú er ég hissa.  Takk fyrir kveðjurnar elsku vinir.  Mér þykir vænt um ykkur sömuleiðis.  Vinur er sá sem til vamms segir.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.2.2008 kl. 19:18

8 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Til hamingju Nonni minn og vertu ávallt hress og kátur og megi ... þig vissulega ......og gæfan þér fylgja um aldur og ...kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 12.2.2008 kl. 19:19

9 identicon

Til hamingju Jón !

Megi Guð blessa þig, hvort sem þér líkar það betur eða verr  , eða þannig . .Kveðja : Conwoy

conwoy (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 20:33

10 identicon

Sæl Rósa mín.

Ég gleymdi að geta þess að mér finnst þetta lofsvert framtak hjá þér.

Þói Gísla.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 04:01

11 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Hvaða Jón Steinar eru að tala um ?   Bara svona af forvitni ?

Erna Friðriksdóttir, 13.2.2008 kl. 17:27

12 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já takk...ætla að óska honum til hamingju!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.2.2008 kl. 20:45

13 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl kæru vinir

Valli og Erna, Jón Steinar Ragnarsson er vinur minn og bloggvinur. Hann er með færslu hér rétt fyrir ofan nr. 7. Hann er frá Ísafirði. Þið getið fundið hann hér á blogginu hjá mér, mynd af honum eins og ykkur. Endilega farið inná síðuna til hans og lesið færslurnar sem ég vitnaði í.

Ari ,ég er svo fatlaus: Ég skildi ekki:  "ég hefði aldrei getað fyrirgefið þér ef þú hefðir talið "hinn Jón Steinar" vin þinn." Ég man ekki í fljótu bragði eftir neinum Jóni Steinari nema vini okkar og bloggvini.

Kærar þakkir fyrir innlitið Linda, Ásdís, Guðrún, Alli, Þórarinn, Úlli, Conwoy og Anna. Fallegt af ykkur að senda afmælisbarninu góðar kveðjur.  Það eru óvenju margir sem þekkja Jón Steinar vegna þess að þeir eru líka frá Ísafirði. Þórarinn skrifaði: "allar eru þær litaðar skemmtilegheitum ,um litla PRAKKARANN Á ÍSAFIRÐI." Heitið á blogginu hjá Jóni Steinari ber nafn með réttu. Hann er búinn að hrekkja okkur og plata okkur uppúr skónum. "BOMSUKALLAR" Greinilega PRAKKARI fyrir lífstíð. Prakkari er sá sem kemur okkur alltaf óvart.

Afmælisbarni gærdagsins þakka ég vináttu og fyrir hlý orð til allra sem skrifuðu innlegg.

Guð blessi ykkur öll.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.2.2008 kl. 22:52

14 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Hæ Rósa, nú vil ég fá eitthvað krassandi blogg frá þér!! Sögurnar eru ágætar með en við viljum fá einhverjar djúsí fréttir af Vopnafirði og hugleiðingar þínar

Guðrún Sæmundsdóttir, 14.2.2008 kl. 11:23

15 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Guðrún mín. á bak við djók myndina af höfundi = þetta er ekki ég er smá um mig en koma tímar og koma ráð.

Guð blessi þig.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.2.2008 kl. 12:56

16 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

jú ég veit að þetta ert ekki þú á myndinni en samt langar mig að heyra hvað er í gangi á Vopnafirði, ég veit að þú hefur frá svo mörgu að segja

Guðrún Sæmundsdóttir, 14.2.2008 kl. 13:24

17 Smámynd: Adda bloggar

elsku rósa mín.

þakka þér fyrir innlitið á síðuna mína, og fyrir að vera bloggvinkona mín, og falleg orð.prinsessunni líður betur og við fórum út á eskifjörð í dag og fengum nýtt gifs.kv adda, ásdís og kistófer örn

Adda bloggar, 14.2.2008 kl. 13:58

18 Smámynd: Linda

Sendi þér Rósa mín knús og kveðju. Hafðu það sem allra best.

Linda, 14.2.2008 kl. 15:53

19 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Láta gera við fattarann eins og skot,jafnvel eiga annan til vara

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 14.2.2008 kl. 17:49

20 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Hef sagt það oft og endurtek gjarnan: oft eru einmitt Jón Steinarar þessa lands það besta fyrir kristna þjóð.  Aldrei hefur okkur gengið eins vel og einmitt í mótlætinu, hvergi höfum við stælst eins og í átökunum og hvergi höfum við betur lært að berjast en einmitt í bardaganum.  Þakka (m.a.) þér fyrir það Jón Steinar og eins og englar segja: many happy returns.

Þakka þér líka tækifærið Rósa 

Ragnar Kristján Gestsson, 15.2.2008 kl. 17:45

21 Smámynd: Halla Rut

Ég óska honum til hamingju.

Halla Rut , 16.2.2008 kl. 22:49

22 Smámynd: Adda bloggar

góða helgi mín kæra

Adda bloggar, 17.2.2008 kl. 00:05

23 identicon

Til hamingju með daginn

Njóttu vel

Jakob (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 13:18

24 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Hva á ekkert að fara að blogga svona áður en ég yfirgef landið ???

Erna Friðriksdóttir, 18.2.2008 kl. 17:50

25 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Rósa mín við verðum nú að fara sjá nýja færslu,nema þú ætlir að bíða þangað til Jón Steinar eigi afmæli aftur.Gerðu bara eins og ég þegar ég hef ekkert að segja,ég bara bulla einhverja færslu og ýti á senda.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 20.2.2008 kl. 06:29

26 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll. Kærar þakkir fyrir innlitið.

Jakob og Halla Rut ég vona að Jón Steinar sjái afmæliskveðjurnar frá ykkur þó þær hafi komið seint.

Ari sem betur fer þekki ég ekki  Jón Steinar vin Davíðs Oddssonar og fattarinn minn var í ólagi og er enn. Þarfnast viðgerða.

Ragnar takk fyrir skemmtilegt innlegg og fyrir sendinguna í dag.

Guðrúnvill djúsí fréttir frá Vopnafirði. Kannski seinna? 

Adda og Linda kærar þakkir fyrir fallegar kveðjur.

Erna og ÚlliÉg er búin að uppfylla ósk ykkar en vegna kunnáttuleysis er ég strand en ég á færslur með myndum í word sem virkar ekki að nota aðferð copy-paste. Þá missi ég myndirnar úr pistlunum. Þarf að fá hjálp og setja færslurnar í acrobat og þá sennilega virkar þetta????

En og aftur, kærar þakkir að vera bloggvinir mínir og sumir bæði bloggvinir og vinir + trúsystkini. Þeir sem voru búnir að senda innlegg og ég var búin að svara, takk aftur fyrir innlitið og kærleikann. Guð blessi ykkur öll.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.2.2008 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband