Klaufameðferð dýralæknis um að kenna, að Líf lést?

 

 

Búðareyri við Reyðarfjörð
Búðareyri við Reyðarfjörð

 

Reyðarfjörður
Eskifjörður

Dýralæknir á Akureyri ráðlagði heimilisfólkinu á Sléttu sem er fyrir innan Búðareyri  í Reyðarfirði að láta klippa klaufir Lífar því hún myndi ekki slíta þeim eins og villt hreindýr.

Búðareyri við Reyðarfjörð
Slétta er fyrir neðan fjallshlíðina. Myndin er tekin af fjallinu Skessu

Dagbjört sagði að Líf hafi orðið mjög hrædd þegar klaufarnar voru klipptar en það virtist vera í lagi með hana en svo sá Dagbjört að það dofnaði yfir henni og dró af henni.

Líf heima á Sléttu
Heimasætan á Sléttu og Líf

„Ég var að fá úrskurð úr krufningu, hún dó úr hvítvöðvasýki. Það er ferli sem fer af stað í vöðvum dýrsins þegar það er beitt harðræði eða skelfist. Þetta leiðir yfirleitt alltaf til dauða," sagði Dagbjört Briem Gísladóttir, bóndi að Sléttu í samtali við mbl.is.

Hreindýr í Reyðarfirði
Hreindýr á Reyðarfirði

Ábúendur á Sléttu fengu ábendingu um að þau þyrftu að sækja um leyfi vegna Lífar - hreindýrakálfsins. Þau báðu um að eyðublöð yrðu send til þeirra og þá fengu þau illa samið bréf þar sem þeim var hótað að ef þau ekki myndu sækja um leyfi þá yrði dýrið aflífað. Það sjálfsagt hlakkar í þessu starfsfólki núna. Þetta starfsfólk er í vinnu hjá okkur skattgreiðendum. Ég vona að þarna sé ekkert samasemmerki en ég er með skítlegt eðli eins og sumir sem hafa starfað á Alþingi.

Dagbjört, Kolbrún og Líf 3
Dagbjört, Kolbrún Halldórsdóttir og Líf
Kolbrún búin að vera í pólitíkinni en á sér viðreisnarvon sem leikkona.

Kæra Dagga vinkona, leitt að Líf er dáin. Frown Það hefði verið svo gaman að heilsa uppá hana næst þegar ég heimsæki Reyðarfjörðinn okkar góða.

Ég skrifaði grein um hreindýrakálfinn Líf nýlega: Klikka hér

Jón Valur Jensson skrifaði grein um Líf í dag. Klikka hér

Guð veri með ykkur öllum

Kær kveðja/Rósa

 


mbl.is Dagar Lífar taldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl elsku Rósa.

Svo sorgleg eru örlög Lífs litla að fara á þennan hátt.  
Þú ert ekki með skítlegt eðli, ein hjartahreinasta kona sem ég hef kynnst og tel ég mig vera lánsama að þekkja þig.

Fallegar eru myndirnar sem þú sýnir okkur.
Vertu ávallt Guði falin.
Kær kveðja, Nína Margrét

Nína Margrét (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 23:50

2 identicon

efsta myndin er frá Eskifirði ?

grétar (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 00:00

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Nína mín

Takk fyrir innlitið. Ég bara var svo pirruð yfir þessu bréfi sem vinir mínir fengu sem innihélt hótanir og nú er Líf dáin.

Sæll Grétar.

Takk fyrir innlitið og upplýsingarnar. Ég er búin að laga þetta. Ég fór inná google.com og skrifaði Reyðarfjörður og leitaði af myndum. Endilega gerðu þetta sjálfur og sjáðu þriðju myndaröðina.  Ég var búin að horfa mikið á myndina og pæla í hvar í ósköpunum þetta væri í bænum. Ég kannaðist ekkert við húsið með hvíta þakinu sem er efst í hlíðinni og þennan veg en nú þegar þú bendir mér á að þetta sé Eskifjörður þá var ég fljót að átta mig á stöðunni. Sýnist myndin vera tekin af þjóðveginum til Neskaupsstaðar rétt fyrir ofan Eskifjörð.  Fór á sýningu í þessu húsi og keypti mér fallega útskorna klukku fyrir nokkrum árum.

Guð veri með ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.4.2009 kl. 00:31

4 identicon

Hvítvöðvaveiki er afleiðing af selenskorti, allavega á það við um sauðfé

Valgerður Þórarinsdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 11:15

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Valgerður

Ég hef upplýsingar frá Dagbjörtu sem hún skýrir frá við starfsmenn mbl.is „Ég var að fá úrskurð úr krufningu, hún dó úr hvítvöðvasýki. Það er ferli sem fer af stað í vöðvum dýrsins þegar það er beitt harðræði eða skelfist. Þetta leiðir yfirleitt alltaf til dauða,“sagði Dagbjört Briem Gísladóttir, bóndi að Sléttu í samtali við mbl.is.

Ábúendur á Sléttu hefðu betur ekki farið eftir ráðleggingum dýralæknisins, hvort sem þær voru réttar eða rangar.

Þakka þér fyrir innleggið og fróðleikinn.

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.4.2009 kl. 12:05

6 Smámynd: Flower

Æi en sorglegt að þetta skyldi enda á þennan hátt hjá þessu fallega og skemmtilega dýri

Flower, 30.4.2009 kl. 14:37

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Já það var mjög leitt. Það hefði verið verðugt verkefni að fylgjast með Líf í framtíðinni búa í sátt og samlyndi við mannfólkið.

Guð blessi þig og varðveiti

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.4.2009 kl. 16:08

8 identicon

Sæl Rósa mín.Mikið er þetta leiðinlegt með Líf það hefði svo sannarlega verið gaman að fylgjast með henni stækka og dafna í góðum höndum.Hér er bara allt við sama.Sé að eitthvað er í uppsiglingu sennilega fundið fórnarlamb.Lestu og þú sérð

. Svo er nú kaffi á´laugardag veit svolítið um það segji þér bara ekki hér.Verum i sambandi.Guð geymi þig.

Helga (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 21:08

9 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Leiðinlegt að Líf dó. Líklega hefur samt dýralæknirinn verið að gera sitt besta og örugglega leiðinlegt fyrir hann að svona fór. Þetta getur enginn vitað fyrirfram. Takk fyrir myndirnar Rósa.

Guð blessi þig.

Guðmundur St Ragnarsson, 1.5.2009 kl. 00:49

10 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Lesið gleðilegt sumar.

Kristinn Ásgrímsson, 1.5.2009 kl. 08:24

11 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Fallegar myndir hjá þér Rósa, og góður pistillinn þinn einsog venjulega

Guðrún Sæmundsdóttir, 1.5.2009 kl. 16:13

12 identicon

Sæl Rósa.

Sorgleg saga !

Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 05:11

13 identicon

Sæl aftur Rósa.

Ég var of seinn með athugsemdina á færsluna hér á undan,en ég segi bara. Mögnuð færsla og frábærar tilvitnanir í Ritninguna og svo eru þín innskot fín.

Kærleikskveðjur. 

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 05:32

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst afsakplega sorglegt hvernig fór með Líf. Hverskyns landi búum við í, þar sem þarf reglur og vottorð til að saklaus dýr megi lifa þar sem þeim líður best. Ég er döpur yfir þessu. Kær kveðja til þín kæra vinkoa.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.5.2009 kl. 14:24

15 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæl Rósa mín.

Ég held að aumingja dýrið hafi sjokkerast svo illa þegar það sá Kolbrúnu Halldórs.

Guð blessi þig

KV Jenni

Jens Sigurjónsson, 3.5.2009 kl. 00:18

16 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Jæja Rósa mín! Stendur þig vel eins og  alltaf.

Guð veri með þér !

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 3.5.2009 kl. 18:06

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ hvað þetta er leiðinlegt að heyra.  Sorglegt réttara sagt.  Hve langt frá náttúrunni erum við eiginlega komin mannfólkið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.5.2009 kl. 20:44

18 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Tók mér ekki tíma til að lesa, geri það betur síðar en vildi sneda þér kveðju og innlitskvitt fyrir komuna hér :)   Knús og kveðjur á þig  og hafðu það nú gott:)

Erna Friðriksdóttir, 4.5.2009 kl. 08:54

19 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Ég vissi ekki að hún hefði dáið fyrr en ég las greinina þína. Æ hvað þetta er sorglegt.

Bryndís Böðvarsdóttir, 5.5.2009 kl. 22:33

20 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Jæja Rósa mín, nú hef ég lesið allt.     Mikið er þetta ömurlegt með Líf :(    verð ég nú  að segja það líka  ef að dýrið hefur dáið  ......... einmitt af streitu og hræðslu en ömurlegt,,,,,,,,   en Guð hefur tekið hana Líf í sinn dýrahóp :)

 Knús

Erna Friðriksdóttir, 6.5.2009 kl. 18:08

21 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið

Hressileg innlegg og gat ég nú ekki annað en brosað af innlegginu hans Jenna.

Það hefur verið mikið að gera hjá mér að undanförnu og þess vegna hef ég ekki verið að svara ykkur hér á blogginu. Ég var í prófi í gær. Ég er nú ekkert bjartsýn um að ég hafi náð en þá er ekkert annað að gera en að taka áfangann upp aftur.

Guð veri með ykkur öllum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.5.2009 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband