Jesús er upprisinn

Uppstigningardagur 1

Guð sendi son sinn Jesú Krist til okkar og hann gjörðist maður á meðal okkar.

Hlutverkið sem honum var ætlað var oft mjög erfitt. Það var erfitt þegar hann var í Getsemanegarðinum.

Jesús segir við lærisveina sína: "Sál mín er hrygg allt til dauða. Bíðið hér og vakið með mér." 

Engillinn með bikarinn 2

Þá gekk hann lítið eitt áfram, féll fram á ásjónu sína, baðst fyrir og sagði: "Faðir minn, ef verða má, þá fari þessi kaleikur fram hjá mér. Þó ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt."

Hann kemur aftur til lærisveinanna og finnur þá sofandi. Þá sagði hann við Pétur: "Þér gátuð þá ekki vakað með mér eina stund?

Vakið og biðjið, að þér fallið ekki í freistni. Andinn er reiðubúinn, en holdið veikt."

Aftur vék hann brott annað sinn og bað: "Faðir minn, ef eigi verður hjá því komist, að ég drekki þennan kaleik, þá verði þinn vilji." Matt: 26: 38.-42.

Sjá, stundin er komin og Mannssonurinn er framseldur í hendur syndugra manna.

Standið upp, förum! Í nánd er sá, er mig svíkur." Matt. 26: 45.-46.

Júdas sveik Jesú

Jesús vissi að Júdas var á leiðinni ásamt  hóp manna  frá æðstu prestunum og öldungum lýðsins, og þeir höfðu sverð og barefli. Þeir lögðu hendur á Jesú og tóku hann. Hann var leiddur fyrir Kaífasar æðsta prests og til Pílatusar. Jesús var dæmdur sekur fyrir engar sakir. Hann var krossfestur og hann sem maður leið miklar þjáningar á krossinum.

Þegar hann var krossfestur þá var hann einn og yfirgefinn eins og kemur fram í Matt. 27: 46. Og um nón kallaði Jesús hárri röddu: "Elí, Elí, lama sabaktaní!" Það þýðir: "Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?"

Jesús sagði við lærisveina sína:

"Farið út um allan heim, og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni.

 Sá sem trúir og skírist, mun hólpinn verða, en sá sem trúir ekki, mun fyrirdæmdur verða.

 En þessi tákn munu fylgja þeim, er trúa: Í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum,

 taka upp höggorma, og þó að þeir drekki eitthvað banvænt, mun þeim ekki verða meint af. Yfir sjúka munu þeir leggja hendur, og þeir verða heilir."

"Þegar nú Drottinn Jesús hafði talað við þá, var hann upp numinn til himins og settist til hægri handar Guði." Mark. 16: 15.-19.

Uppstigningardagur

:,:Hann er Guð:,:

Reis frá dauðum Drottinn Kristur,

hann er Guð.

Til hans kom í trú,

tak við honum nú,

því Kristur, hann er Guð.

 

:,:Hann er Guð:,:

Reis frá dauðum Drottinn Kristur,

hann er Guð.

Beygja skal hvert kné,

játa tunga hver,

að Jesús Drottinn er.

Jesús numinn upp til himna til Guðs föður síns

Jesús mun koma aftur og sækja alla þá sem völdu að fylgja honum.    Fætur hans munu á þeim degi standa á Olíufjallinu, sem er austanvert við Jerúsalem, og Olíufjallið mun klofna um þvert frá austri til vesturs, og þar mun verða geysivíður dalur, því að annar hluti fjallsins mun undan síga til norðurs, en hinn til suðurs." Sakaría 14:4. 

Jesús var uppnuminn til Guðs föður síns á himnum

Gabríel sagði við Maríu: „Hann mun verða mikill og kallaður sonur hins hæsta. Drottinn Guð mun gefa honum hásæti Davíðs föður hans, og hann mun ríkja yfir ætt Jakobs að eilífu, og á ríki hans mun enginn endir verða." Lúkas 1: 32.-33.

Ég horfði á myndina „The Rape og Europe" sem hefur verið sýnd á Omega. Þar er sagt frá því að hásæti Satans sem var í Babýlon hafi verið flutt til Þýskalands og sett þar upp í safni í Berlín. Merkilegt að allt þetta mannvirki hafi verið flutt frá Babýlon til Þýskalands. Hvaða ályktun getum við dregið af því?

Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur náð að taka á móti Jesú Kristi sem persónulegum frelsara.

Kær kveðja/Rósa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Rósa.

Já,það þarf sífellt að minna okku á söguna um Jesus,því að okkur mannfólkinu hættir til að slá slöku við að ástunda trúna og að  reyna Ritninguna.

Ég þakka þér fyrir þitt framlag, til okkar sem lesum þig.

Almáttugur Guð verndi þig og þína

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 19:37

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Takk fyrir innlitið.Jesús er upprisinn, hann lifir í dag.

Megi almáttugur Guð vera með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.5.2009 kl. 19:50

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kærleikskveðja austur til þín, vona að það sé orðið heitt hjá ykkur.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.5.2009 kl. 16:11

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Takk Rósa mín fyrir þetta. Kær Kveðja elskuleg

Kristín Katla Árnadóttir, 22.5.2009 kl. 21:53

5 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Kærar kveðjur til þín vina. Guð veri með þér og þínum.  

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 23.5.2009 kl. 21:58

6 Smámynd: Brynja skordal

jæja ætla að fara vera aðeins virkari hér á mbl blogginu og fylgjast með ykkur knús inn í daginn þinn ljúfust

Brynja skordal, 24.5.2009 kl. 11:19

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur....:)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.5.2009 kl. 13:31

8 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Kærleiksknús á þig vinkona,vonandi sé ég þig í suðurferðinni,allavega ef Helga hittir þig þá fylgi ég með,annars er ég að fara í sumarfrí á blogginu en mun auðvitað kíkja á ykkur vini mína og kem svo kanski galvösk í haust,hver veitHafðu það sem best vinkona og vertu Guð falin

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 25.5.2009 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband