Ástarbréf Föðurins



Hróp Föðurhjarta Guðs frá 1. Mósebók til Opinberunarbókarinnar.

Barnið mitt....

Þú þekkir mig kannski ekki, en ég veit allt um þig... Sálm. 139: 1.-2.  Ég veit hvenær þú situr og hvenær þú stendur... Sálm. 139: 1. Ég gjörþekki alla vegu þína... Sálm. 139: 3. Ég hef jafnvel tölu á höfuðhárum þínum... Matt. 10: 29.-31. Ég skapaði þig í minni mynd... 1. Mós. 1: 27. Og í mér lifir, hrærist og ert þú... Post. 17: 28.  Þú ert minnar ættar... Post. 17: 28. Ég þekkti þig jafnvel áður en þú varst mynduð/myndaður í móðurlífi... Jer. 1: 4.-5. Ég valdi þig þegar ég ráðgerði sköpun heimsins... Efes. 1: 11.-12. Þú ert ekki mistök, því að allir dagar þínir eru skráðir í bókina mína... Sálm. 139. 15.-16. Ég ákvað nákvæmlega hvenær þú áttir að fæðast og hvar þú myndir búa... Post. 17: 26. Þú ert undursamlega sköpuð/skapaður... Sálm. 139: 15.-16. Því ég óf þig í móðurlífi... Sálm. 139: 13. Og hef verndað þig frá því þú fæddist... Sálm. 71: 6. Mér hefur verið ranglega lýst af þeim sem ekki þekkja mig... Jóh. 8: 41.-44. En ég er hvorki fjarlægur eða reiður, ég er fullkominn kærleikur... 1. Jóh. 4: 16. Og það er þrá mín að úthella kærleika mínum yfir þig... 1. Jóh. 3: 1. Einfaldlega vegna þess að þú ert barnið mitt og ég er faðir þinn... 1. Jóh. 3: 1. Ég hef meira að gefa þér er jarðneskur faðir þinn getur nokkurn tíma boðið þér... Matt. 7: 11. Því ég er hinn fullkomni faðir... Matt. 5:48. Sérhver góð gjöf kemur frá mér... Jak. 1:17. Því ég sé fyrir þér og uppfylli þarfir þínar... Matt. 6: 31.-33. Ég hef þá áætlun að veita þér vonarríka framtíð... Jer. 29: 11. Því ég elska þig með ævarandi elsku... Jer. 31: 3. Hugsanir mínar til þín eru fleiri en sandkornin á sjávarströndu... Sálm. 139: 17.-18. Og ég fagna yfir þér með gleðisöng... Sef. 3: 17. Ég mun aldrei hætta að gera þér gott... Jer. 32: 41. Því þú ert dýrmæt eign mín... 2. Mós. 19: 5. Af öllu hjarta gef ég þér staðfestu og stöðuglyndi... Jer. 32: 41. Og ég vil opinbera þér mikla hluti og leyndardómsfulla... Jer. 33: 3. Þú munt finna mig ef þú leitar mín af öllu hjarta... 5. Mós. 4: 29. Gleðstu yfir mér og ég mun veita þér það sem hjarta þitt þráir... Sálm. 37:4. Því ég gaf þér þessar langanir... Fil. 2: 13. Ég get gert meira fyrir þig en þú getur gert þér í hugarlund... Efes. 3. 20. Því ég er sá sem uppörvar þig... 2. Þess. 2. 16.-17. Ég er líka faðirinn sem hughreystir þig á erfiðum stundum... 2. Kor. 1: 3.-4. Ég er nálægur þegar þú ert niðurbrotinn... Sálm. 34: 19. Og eins og hirðir ber sauði sína hef ég borið þig í faðmi mínum... Jes. 40: 11. Dag einn mun ég þerra burt öll tárin þín... Opinb. 21: 4. Ég mun taka burt allar þær þjáningar sem þú hefur þolað á þessari jörð... Opinb. 21: 4. Ég er faðir þinn og ég elska þig jafnmikið og ég elska son minn Jesú... Jóh. 17: 23. Því í Jesú opinberast ást mín til þín... Jóh. 17:26. Hann sýnir þér hver ég er... Heb. 1:3. Hann kom til að sýna þér að ég er með þér en ekki á móti þér... Róm. 8: 31. Og segja þér að ég tel ekki syndir þínar... 2. Kor. 5: 18.19. Jesús dó til þess að þú gætir lifað í sátt við mig... 2. Kor. 5: 18.-19. Dauði Hans sýnir þér fullkomlega hversu mikið ég elska þig... 1. Jóh. 4: 10. Ég gaf allt til þess að ég gæti fengið ást þína... Róm. 8: 38.-39. Þú meðtekur mig ef þú meðtekur Jesú sem gjöf mína...  1. Jóh. 2: 23. Og ekkert mun gera þig aftur viðskila við kærleika minn... Róm. 8: 38.-39. Komdu heim og ég mun halda stærstu veislu sem himinninn hefur séð... Lúk. 15:7. Ég hef alltaf verið faðir og mun alltaf vera faðir... Efes. 3: 14.-15. Spurningin mín er þessi... Vilt þú vera barnið mitt?... Jóh. 1: 12.-13. Ég bíð eftir þér... Lúk. 15: 11-32.

Ástarkveðjur, þinn pabbi

Almáttugur Guð

Guð vakir yfir okkur

Ástarbréf föðurins er þýtt með leyfi frá Father Heart Communications Copyright 1999-2006

http://www.fathersloveletter.com/

Ástarbréf Föðurins birtist í Vonarljósi sem var dreift með Morgunnblaðinu á Páskadag 2009.

Útgefandi blaðsins var Hugmyndahúsið ehf. í samstarfi við Omega.

Vopnfirðingar, hægt er að fá þetta blað inná Ollasjoppu.

 


Mæður til hamingju með daginn

Guð er stórkostlegur

 „Hvort fær kona gleymt brjóstbarni sínu, að hún miskunni eigi lífsafkvæmi sínu? Og þó að þær gætu gleymt, þá gleymi ég þér samt ekki.

Sjá, ég hefi rist þig á lófa mína, múrar þínir standa jafnan fyrir augum mér." Jesaja 49: 15.-16.

Guð blessi ykkur öll

Kær kveðja/Rósa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir elsku Rósa mín, góð lesning. Sendi þér kærleik

Ásdís Sigurðardóttir, 10.5.2009 kl. 19:02

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ásdís mín.

Sammála þér að þessi texti er góð lesning og við vitum að innihald textans getum við treyst.

Dró orð fyrir þig: "Þetta er sú djörfung, sem vér höfum til hans: Ef vér biðjum um eitthvað eftir hans vilja, þá heyrir hann oss." 1. Jóh. 5:14.

Guð blessi þig og varðveiti

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.5.2009 kl. 20:07

4 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl Rósa mín!

Þetta er bara yndisleg færsla hjá þér !

Takk fyrir samtölin mín kæra!

Guð blessi þig framan og aftan og allann hringinn!!!

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 10.5.2009 kl. 20:25

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Þessi lesning var í sama blaði og vitnisburðurinn hans Guðna M. Henningssonar var í.

Jesús sagði: "Sá getur allt, sem trúir." Mark. 9:23.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.5.2009 kl. 21:11

6 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Blessuð og sæl R'osa min . Fin færsla hja þer eins og alltaf.   kærar kv Sirry.

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 10.5.2009 kl. 22:18

7 Smámynd: Ragnheiður

Efri myndin er alveg frábær, takk fyrir þetta Rósa mín og alla hlýjuna sem ég hef þegið undanfarna daga. Líkamleg veikindi valdaþví að hugurinn og kjarkurinn er minni en vant er, það lagast vonandi en á meðan éger svona lítil í mér þá gera kommentin þín kraftaverk fyrir andlega heilsu.

Ragnheiður , 10.5.2009 kl. 22:19

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn Rósa, allt er þegar þrennt er, kannski þessi færsla fái að standa eða bara að þú svarir mér.
Það gerðist sá atburður að fólk missti kisuna sína og öllum þykir leitt að missa dýrin sín,
þessi kisa var skotin á færi með byssu og fólkið sem elskar kettina sína vinir mínir eru nú ekki ánægðir með myndina af kisu með hríðskortara að skjóta út um glugga, sem þú settir inn á síðuna mína
Frekar ógeðfeld mynd, en ef þetta er þinn húmor þá mátt þú að sjálfsögðu hafa hann.
Gott væri samt ef þú mundir vilja vera svo væn að taka tillit til tilfinninga fólks er þú ritar komment hjá mér. Ég veit að þú skilur þetta Rósa mín, þú sem ert alltaf að hjálpa fólki og á þeim forsendum vill ég biðja þig um að svara fyrri kommentum frá mér, sem þú í gærkveldi eyddir út.
Kveðja Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.5.2009 kl. 06:59

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið

Sirrý mín, Guð blessi þig og varðveiti.

Ragnheiður mín, sammála þér með myndina. Jesús er að passa okkur þó svo að okkur finnist við oft vera ein og umkomulaus. Megi almáttugur Guð lækna þig og gefa þér styrk. Gott að við gátum náð saman eftir smá blástur.  Guð blessi þig og varðveiti.

Erlingur minn, Guð blessi þig og varðveiti.

Guð gefi ykkur góðan dag.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.5.2009 kl. 11:09

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Guðrún Emilía

Ég sendi þér tölvupóst í gærkvöldi á netfang sem er gefið upp á síðunni þinni.

Ég hugsaði mér þennan meindýraeyðir vera með byssu í hendi vera að skjóta köttinn. Hann fór yfir strikið í sínu starfi.

Hér hefur þetta því miður gerst líka að menn hefur tekið sér "Bessaleyfi" og drepið heimilisketti. Frænka mín átti skógarkött. Allt í einu hætti hann að koma heim til sín. Síðar uppgötvaðist að kötturinn hafi verið drepinn en sá sem það gerði var að segja skipsfélögum sínum frá þessu afreki sínu, að hans mati og þá var honum svarað af eiginmanni frænku minnar að sennilega hafi þetta verið kötturinn hennar miðað við lýsingu. Ekki fallegt.

Guð veri með þér

Kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.5.2009 kl. 11:16

11 Smámynd: Flower

Þetta er fallegur texti sem talar til mín akkúrat á þessum punkti. Takk fyrir

Flower, 11.5.2009 kl. 16:31

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Sama segi ég. Þegar ég las þennan texta þá hafði hann mjög góð áhrif á mig.

Guð veri með þér og takk fyrir innlitið.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.5.2009 kl. 17:29

13 Smámynd: Ragnheiður

Ætli blásturinn hafi verið af okkar sjálfra völdum ? Það er spurningin en best er að spá ekkert í því meir. Það sem er liðið er liðið og kemur ekki til baka.

Með kveðju úr sunnlensku slagveðri

Ragnheiður , 11.5.2009 kl. 17:30

15 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæl Ragnheiður mín

Sammála þér. Það er alveg frábært þegar fólki tekst að gera upp og halda áfram lífsgöngunni í sátt við hvort annað, lífið og tilveruna.

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.5.2009 kl. 17:35

16 Smámynd: Linda

þetta bréf hangir á vegnum inn í herbergi hjá mér Er búið að fylgja mér í mörg ár. 

knús vinkona.  

Ps. Mikið að gera hjá mér í þessum mánuði sakir skólaundirbúnings fyrir haustið. Námskeið og svoddan.

Linda, 11.5.2009 kl. 18:24

17 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Er það á ensku eða á íslensku? Þessi lesning er mjög góð og hvetur allavega mig til að hugleiða viðhorf mín gagnvart sjálfri mér.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.5.2009 kl. 21:00

18 identicon

Sæl Rósa mín ekki ætla ég að tjá mig mikið á síðunni þinni.En greinilegt er að þú ert að bætast í hóp kerlingar sem er ekki öll þar sem hún er séð sem sagt næsta fórnarlamb ég get bara beðið til Guðs að hún eigi ekki eftir að leika þig jafn grátt og nokkrar konur sem hér hafa reynt að vera.Stattu þig láttu ekki hrekja þig burt.Guð verndi þig frá öllu illu.Kv

Brottrekin (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 22:13

19 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Hvílíkt bull, haleljúía!!!!   Guð og guð og guð!!!!   allt bara í góðu lagi því hann verndar okkur svo vel :)

Katrín Linda Óskarsdóttir, 12.5.2009 kl. 04:57

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2009 kl. 10:37

21 identicon

Hæ hæ Rósa mín :0)

Ég sé að það er stuð hérna hjá þér. Þú setur mynd inná blogg sem fólk finnur ástæðu til að gera leiðindi útaf, jaaaa ef það hefur ekki komið neitt verra en þessi mynd inná þetta blogg sem getur sært fólk þá skil ég ekki þetta orð að "SÆRA" aðra!!!!!

Hvað er fólk að álpast inná síður sem fólk er að skrifa um sitt hugðarefni og niðurlægja það. Ekkert mál að fara bara útaf síðunni og sleppa því að lesa ef það fer fyrir hjartat...... á því og sinna sínum hugðarefnum!!!!

Knús á þig elsku Rósa mín, og vonandi ert þú ekki næsta bollan í súpunni.

RBP (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 12:45

22 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Elsku Rósa mín,alltaf jafn gott að lesa færslurnar þínar og ekki eru þessar dásamlegu myndir síðri,mér líður alltaf svo vel þegar ég er búin að kíkja hér inn en hvað er með þennan kött??? sá eitthvað frekar skrítið koment sem ég skildi ekki,vonandi er allt í lagi með þig elskan,Guð veri með þér og gæti þín vinkona

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 12.5.2009 kl. 15:14

23 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælar allar og takk fyrir innlitið

Ég var búin að skrifa heilmikið innlegg fyrr í dag en þegar ég sendi það kom einhver villa upp og því miður glataðist innleggið svo ég verð víst að byrja uppá nýtt. Þá var ég orðin of sein í konuhóp sem byrjaði kl 13. og varð bloggið að bíða.

Brottrekin, hafðu engar áhyggjur af mér, ég spjara mig með Guðs hjálp. Ég ásamt vinum hef beðið Guð um lausn í þessum málum og ég trúi því að ég verði bænheyrð.  "Ég mun leita að hinu týnda og sækja hið hrakta, binda um hið limlesta og koma þrótti í hið veika, en varðveita hið feita og sterka. Ég mun halda þeim til haga, eins og vera ber. En þér, sauðir mínir, - svo segir Drottinn Guð: Sjá, ég dæmi milli kindar og kindar, milli hrúta og hafra." Esekíel 34: 16.-17. Ég er svo lánsöm að vera í hjörð Guðs þó svo að ég sé flekkótt.

Katrín Lind. Við höfum ekki sömu skoðun. Við þurfum öll að velja hverjum við viljum þjóna. Ég hef valið að fylgja Jesú og ég sé ekki eftir því. "En líki yður ekki að þjóna Drottni, kjósið þá í dag, hverjum þér viljið þjóna, hvort heldur guðum þeim, er feður yðar þjónuðu, þeir er bjuggu fyrir handan Fljótið, eða guðum Amoríta, hverra land þér nú byggið. En ég og mínir ættmenn munum þjóna Drottni." Jósúa 24:15.

Ásthildur mín, takk fyrir hjartað og tryggðina og kærleikann.

Sæl Ragna mín, því miður varð misskilningur sem ég útskýrði hér fyrir ofan og vona ég að þar með sé þetta mál útrætt. Nú er komið sumar hjá okkur hér á hjara veraldar og við skulum gleðjast og kætast. "Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir. Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú." Fil. 4: 4.-7.

Sigga mín, það var nú tilgangurinn með þessari færslu að koma með fallegan texta sem var settur saman af snilld. Þessi texti fékk mig til að staldra við og hugleiða mína stöðu og neikvæðar hugsanir sem ég hef oft gagnvart sjálfri mér. Við þurfum að hugsa um það aftur og aftur að við erum sköpuð í Guðs mynd og við eigum ekki að hlusta þegar óvinur okkar er að hvísla að okkur einhverju neikvæðu um okkur sjálf. "Þakkið alla hluti, því að það er vilji Guðs með yður í Kristi Jesú." 1. Þess. 5:18.  Hafðu svo engar áhyggjur, ég er ekkert á leið í jólaköttinn.

Guð blessi ykkur og varðveiti

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.5.2009 kl. 16:11

25 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Blessuð ljúfa, þú í jólaköttinn nei nei Rósa mín. Vona að það hætti að blása svona kalt á landinu í norðri. Sendi hlýja strauma frá  í Norge. Mætti svo sem fara að hlýna hérna i lofti og þess er að vænta, svo segir veðurfræðingurinn í það mynnsta.

Gaman að fá þig fésið.  Hafðu það sem best elsku vinkona og með góður guð halda yfir þér verndarhendi.  Kv Sirrý

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 12.5.2009 kl. 19:39

26 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Sirrý mín

Þetta með jólaköttinn var bara grín vegna misskilnings. Við erum búin að hafa hlýja daga hér að undanförnu en alveg bálhvasst af suðvestan. Vona að það verði hlýtt á morgunn og ekki alveg svona mikill vindur. Þarf að fara að taka til út í garði.

Ég var að horfa á söngvakeppnina og var alveg að missa vonina þegar loksins var tilkynnt að við fengjum að taka þátt á laugardaginn. 

Guð veri með þér og þínum í Norge

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.5.2009 kl. 21:04

27 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Takk fyrir þetta Rósa mín knús

Kristín Katla Árnadóttir, 13.5.2009 kl. 19:34

28 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Katla mín

Takk fyrir innlitið.

Guð blessi þig og varðveiti

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.5.2009 kl. 01:26

29 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

þú ert Guðs barn Rósa mín Ég bara þakka fyrir þig

Guð/Jesús blessi þig og þína

Kær kveðja Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 14.5.2009 kl. 01:55

30 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Yndislega uppörvandi lesning. Takk kærlega fyrir þetta Rósa.

Bryndís Böðvarsdóttir, 14.5.2009 kl. 23:01

31 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæl og blessuð Gulli Dóri og Bryndís

Takk fyrir innlitið og hlýjar kveðjur.

Þessi texti er svo hnitmiðaður og vel uppsettur. Sem betur fer var textinn þýddur yfir á íslensku.

Guð blessi ykkur og varðveiti

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.5.2009 kl. 23:52

32 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Takk fyrir bloggið þitt.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 15.5.2009 kl. 00:00

33 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Guð blessi þig og gangi ykkur hjónunum vel.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.5.2009 kl. 00:37

34 Smámynd: Mofi

Skemmtileg og hjartnæm færsla Rósa, takk fyrir hana :)

Mofi, 15.5.2009 kl. 13:23

35 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur......

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.5.2009 kl. 18:23

36 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Takk innilega fyrir innlitið og hlýjar óskir.

Guð blessi ykkur og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.5.2009 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband