Heilagur Andi

 

Holy Spirit

Jesús var upp numinn til himins til Guðs föður síns en áður en hann var upp numinn sagði hann lærisveinunum sínum að hann myndi senda Heilagan Anda til þeirra og okkar allra.

Holy Bible

Upp numinn:

 „En þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar." Þegar hann hafði þetta mælt, varð hann upp numinn að þeim ásjáandi, og ský huldi hann sjónum þeir. Er þeir störðu til himins á eftir honum, þegar hann hvarf, þá stóðu hjá þeim allt í einu tveir menn í hvítum klæðum og sögðu: "Galíleumenn, hví standið þér og horfið til himins? Þessi Jesús, sem varð upp numinn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins." Þá sneru þeir aftur til Jerúsalem frá Olíufjallinu, sem svo er nefnt og er í nánd við Jerúsalem, hvíldardagsleið þaðan. Er þeir komu þangað, fóru þeir upp í loftstofuna, þar sem þeir dvöldust: Pétur og Jóhannes, Jakob og Andrés, Filippus, Tómas, Bartólómeus, Matteus, Jakob Alfeusson, Símon vandlætari og Júdas Jakobsson. Allir þessir voru með einum huga stöðugir í bæninni ásamt konunum. María, móðir Jesú, var líka með þeim og bræður hans." Matt. 1:8.-14.

Heilagur andi, huggarinn okkar

:,: Helgur Andi,

við þig bjóðum velkominn:,:

Almáttugi Faðir, þú viskunnar mér,

við þig bjóðum velkominn.

untitled

Gjöf heilags anda:

„Þá er upp var runninn hvítasunnudagur, voru þeir allir saman komnir. Varð þá skyndilega gnýr af himni eins og aðdynjanda sterkviðris og fyllti allt húsið, þar sem þeir voru. Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvern og einn þeirra. Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla. Í Jerúsalem dvöldust Gyðingar, guðræknir menn, frá öllum löndum undir himninum. Er þetta hljóð heyrðist, dreif að fjölda manns. Þeim brá mjög við, því að hver og einn heyrði þá mæla á sína tungu. Þeir voru frá sér af undrun og sögðu: "Eru þetta ekki allt Galíleumenn, sem hér eru að tala? Hvernig má það vera, að vér, hver og einn, heyrum þá tala vort eigið móðurmál? Vér erum Partar, Medar og Elamítar, vér erum frá Mesópótamíu, Júdeu, Kappadókíu, Pontus og Asíu, frá Frýgíu og Pamfýlíu, Egyptalandi og Líbýubyggðum við Kýrene, og vér, sem hingað erum fluttir frá Róm. Hér eru bæði Gyðingar og þeir sem tekið hafa trú Gyðinga, Kríteyingar og Arabar. Vér heyrum þá tala á vorum tungum um stórmerki Guðs." Þeir voru allir furðu lostnir og ráðalausir og sögðu hver við annan: "Hvað getur þetta verið?" En aðrir höfðu að spotti og sögðu: "Þeir eru drukknir af sætu víni."

Heilagur andi var sendur til okkar

Ræða Péturs:

Þá steig Pétur fram og þeir ellefu, og hann hóf upp rödd sína og mælti til þeirra: "Gyðingar og allir þér Jerúsalembúar! Þetta skuluð þér vita. Ljáið eyru orðum mínum. Eigi eru þessir menn drukknir, eins og þér ætlið, enda aðeins komin dagmál. Hér er að rætast það, sem spámaðurinn Jóel segir:

Heilagur andi

Spádómur Jóels spámanns rættist:

Það mun verða á efstu dögum, segir Guð,

að ég mun úthella anda mínum yfir alla menn.

Synir yðar og dætur munu spá,

ungmenni yðar munu sjá sýnir

og gamalmenni yðar mun drauma dreyma.

Jafnvel yfir þræla mína og ambáttir mínar

mun ég á þeim dögum úthella anda mínum,

og þau munu spá.

Og ég mun láta undur verða á himnum uppi

og tákn á jörðu niðri,

blóð og eld og reykjarmökk.

Sólin mun snúast í myrkur

og tunglið í blóð,

áður dagur Drottins kemur,

hinn mikli og dýrlegi.

En hver sá, sem ákallar nafn Drottins,

mun frelsast.

Holy spirit by power

Ísraelsmenn, heyrið þessi orð: Jesús frá Nasaret var maður, sem Guð sannaði yður með kraftaverkum, undrum og táknum, er Guð lét hann gjöra meðal yðar, eins og þér sjálfir vitið. Hann var framseldur að fyrirhuguðu ráði Guðs og fyrirvitund, og þér létuð heiðna menn negla hann á kross og tókuð hann af lífi. En Guð leysti hann úr nauðum dauðans og reisti hann upp, enda gat það aldrei orðið, að dauðinn fengi haldið honum, því að Davíð segir um hann:

Jesús skírður niðurdýfingarskírn
"En þegar Jesús hafði verið skírður, sté hann jafnskjótt upp úr vatninu. Og þá opnuðust himnarnir, og hann sá anda Guðs stíga niður eins og dúfu og koma yfir sig." Matt. 3:16.

Ávallt hafði ég Drottin fyrir augum mér,

því að hann er mér til hægri hliðar, til þess að ég bifist ekki.

Fyrir því gladdist hjarta mitt, og tunga mín fagnaði.

Meira að segja mun líkami minn hvílast í von.

Því að ekki munt þú skilja sálu mína eftir í helju

og eigi láta þinn heilaga verða rotnun að bráð.

Kunna gjörðir þú mér lífsins vegu.

Þú munt mig fögnuði fylla fyrir þínu augliti.

Merkasta tákn Heilags anda er dúfa á leið niður.

"Merkasta tákn Heilags Anda er dúfa á leið niður frá himni niður til jarðar til okkar mannanna barna."

Bræður, óhikað get ég við yður talað um ættföðurinn Davíð. Hann dó og var grafinn, og leiði hans er til hér allt til þessa dags. En hann var spámaður og vissi, að Guð hafði með eiði heitið honum að setja í hásæti hans einhvern niðja hans. Því sá hann fyrir upprisu Krists og sagði:

Ekki varð hann eftir skilinn í helju, og ekki varð líkami hans rotnun að bráð.

Jesús er ekki lengur á krossinum. Hann er upprisinn og okkur var sendur Heilagur Andi sem er huggari okkar

Þennan Jesú reisti Guð upp, og erum vér allir vottar þess. Nú er hann upp hafinn til Guðs hægri handar og hefur af föðurnum tekið við heilögum anda, sem fyrirheitið var, og úthellt honum, eins og þér sjáið og heyrið. Ekki steig Davíð upp til himna, en hann segir:

Drottinn sagði við minn drottin: Set þig mér til hægri handar, þangað til ég gjöri óvini þína að fótskör þinni.

Með öruggri vissu viti þá öll Ísraels ætt, að þennan Jesú, sem þér krossfestuð, hefur Guð gjört bæði að Drottni og Kristi." Er þeir heyrðu þetta, var sem stungið væri í hjörtu þeirra, og þeir sögðu við Pétur og hina postulana: "Hvað eigum vér að gjöra, bræður?"

Pétur sagði við þá: "Gjörið iðrun og látið skírast hver og einn í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar; þá munuð þér öðlast að gjöf heilagan anda.

Því að yður er ætlað fyrirheitið, börnum yðar og öllum þeim, sem í fjarlægð eru, öllum þeim, sem Drottinn Guð vor kallar til sín." Og með öðrum fleiri orðum vitnaði hann, áminnti þá og sagði: "Látið frelsast frá þessari rangsnúnu kynslóð."

En þeir, sem veittu orði hans viðtöku, voru skírðir, og þann dag bættust við um þrjú þúsund sálir. Þeir ræktu trúlega uppfræðslu postulanna og samfélagið, brotning brauðsins og bænirnar.

Samfélag trúaðra:

Ótta setti að hverjum manni, en mörg undur og tákn gjörðust fyrir hendur postulanna. Allir þeir sem trúðu héldu hópinn og höfðu allt sameiginlegt. Þeir seldu eignir sínar og fjármuni og skiptu meðal allra eftir því sem hver hafði þörf á. Daglega komu þeir saman með einum huga í helgidóminum, þeir brutu brauð í heimahúsum, neyttu fæðu saman í fögnuði og einlægni hjartans. Þeir lofuðu Guð og höfðu vinsældir af öllum. En Drottinn bætti daglega við í hópinn þeim, er frelsast létu." Postulasagan 2 kafli.

Dúfa 2

Andi:

„Hebreska orðið yfir anda í Gamla testamentinu er „ruach", sem er útlagt vindur, blær, andardráttur. Álitið var, að andinn væri það afl í manninum, sem hvetti hann til starfa 0 viljinn. Að vera fylltur anda táknaði það sama og vera fylltur orku, áhuga.

Andi Guðs gat komið yfir manninn, sem hlaut þá guðlegan mátt og visku. Í Nýja testamentinu kemur oft fyrir orðið andi og táknar þá oft „Heilagana anda", anda Guðs. Í Post 2. Er sagt frá hvernig „Heilagur andi" kom yfir lærisveinana á Hvítasunnudaginn. Með hjálp andans var hinn upprisni og lifandi Kristur með lærisveinunum sínum, studdi þá og hjálpaði til þess að breiða kristinn boðskap út til mannanna.

Biblían: 1. Mós. 2:7, Esek. 11:5, Matt. 3:16, Lúk. 11:13. Jóh. 14: 16.-17, Post. 13:2, Róm. 8: 14.-16, 1. Jóh. 3:24." Heimildir: Biblíuhandbókin þín, sem var gefin út af Erni og Örlygi hf. 1974.

Dúfa 1

Postullega trúarjátningin

Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar.

Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottinn vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.

Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu mannsins og eilíft líf.

Guð blessi ykkur öll

Kær kveðja/Rósa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Rættist spádómur Jóels? Samkvæmt því sem þú vitnaðir í þá áttu þeir atburðir að eiga sér stað á "efstu dögum", voru þeir dagar á fyrstu öld?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.6.2009 kl. 21:15

2 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

amen. Takk fyrir þessi fallegur orð

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 2.6.2009 kl. 08:56

3 identicon

Kanalikon

 1. júní!!!!!!
55 milljónir endurgreiddar?

ránfuglinn (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 09:05

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hjartanskveðja til þín elsku Rósa.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.6.2009 kl. 13:15

5 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sumar kveðja til þín Rósa í Rósabeðinu!

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 2.6.2009 kl. 19:41

6 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Yndið mitt ljós mitt og líf, hjálparinn minn sem í öllu er samkvæmur Drottni vorum Jesú. og nálægist alla þá sem gefast Guði.

Guðrún Sæmundsdóttir, 2.6.2009 kl. 20:30

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur......:O) og takk elsku fagra ljúfa mín.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.6.2009 kl. 20:59

8 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Hjalti, hvenær byrja þín efri ár ?

Kristinn Ásgrímsson, 2.6.2009 kl. 22:52

9 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Takk fyrir falleg orð Rósa og frábærar myndir. Guð blessi þig og þína.

Muggi.

Guðmundur St Ragnarsson, 3.6.2009 kl. 00:58

10 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti, hvenær byrja þín efri ár ?

Hvernig tengist það umræðunni?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.6.2009 kl. 18:37

11 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Kær kveðja til þín Rósa og takk fyrir falleg orð og myndir.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 3.6.2009 kl. 21:05

12 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Það tengist umræðunni þannig að þín efri ár spanna ákveðið tímabil,kannski 20-40 ár, og hinir efstu dagar gera það einnig og gætu því allt eins spannað 20-40 aldir.

Kristinn Ásgrímsson, 3.6.2009 kl. 21:38

13 identicon

Sæl Rósa mín.

Þetta var góð fræðsla. og hafðu kæra þökk fyrir.

Kærleikskveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 20:31

14 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Kæra Rósa mín það er alltaf jafn yndiislegt að koma inn til þín. Vildi að ég væri jafn vel lesin og þú ert enn er alltaf að læra.  Megi góður guð halda verndarhendi yfir okkur öllum elsku vina.. Kærar kveðjur frá Noregi.. kv Sirrý

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 4.6.2009 kl. 21:17

15 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Elsku Rósa mín,ég segi eins og hún nafna mín,vildi svo sannarlega vera eins vel lesin og þú,en takk þúsund falt fyrir samveruna á kaffihúsinu,það var dásamlegt að hitta þig elsku vina og vonandi eigum við oft eftir að sitja og spjalla!Mig langar svo að segja þér (og vinum þínum ) frá þvílkri bænheyrslu sem ég er að upplifa núna,svo ég ætla að vera frek og nota þína bloggsíðu til að blogga aðeins.Svoleiðis er eins og ég sagði þér að maðurinn minn er sjúklingur,við erum búin að sækja um betri íbúð sem hentar honum betur svolitið lengi og hafði ég helst augastað á einni í húsi aldraðra ,sem hentaði honum mjög vel,en var kannski ekki á þeim stað sem ég var tilbúin að eiða lífinu.Ég lagði þetta mál alfarið í hendur Drottins og veistu hvað?????Okkur bauðst dásamleg íbúð á þeim stað sem ég hefði óskað mér helst(vissi ekki einu sinni að væru í boði) og dóttir okkar sem hefur þurft að búa hjá okkur fær herbergi með sér inngangi og baði á sama stað,Ef þetta er ekki bænheyrsla elsku vina mín,þá hef ég aldrei verið bænheyrð.Fyrirgefðu mér þessa löngu færslu á þínu bloggi elskan,en ég varð að deila þessu með þér og vinum þínum,svo næst þegar þú kemur til Keflavíkur geturðu heimsótt okkur Helgu báðar,því við erum nágrannar,,,,Kærleiksknús á þig ljúfan mín,

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 6.6.2009 kl. 02:51

16 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Takk fyrir þetta Rósa mín alltaf gott að koma til þín

Kristín Katla Árnadóttir, 7.6.2009 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband