5.8.2008 | 23:31
Ég kom til Jesú
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Ég kom til Jesú
Árið 1972 var ég stödd á þessum degi 5. ágúst í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð í Rangárvallarsýslu. Þar var haldið kristilegt mót á vegum Hvítasunnukirkjunnar. Það var algjör tilviljun að ég fór á þetta mót. Forsagan var sú að ég átti að mæta í lok júlí til læknis í Reykjavík vegna flogaveiki en hann hafði gleymt að afboða tímann og var kominn í sumarfrí. Sem betur fer fékk ég tíma hjá öðrum lækni en hann gat ekki hitt mig fyrr en eftir Verslunarmannahelgi.
Ég átti foreldra sem höfðu tekið þá ákvörðun að fylgja Jesú Kristi sem persónulegum frelsara og vini. Ég sótti líka sunnudagaskólann. Okkur var kennt um Jesú Krist og lausnarverkið. Þegar ég varð unglingur vildi ég ekkert með Guð hafa nema þegar mér hentaði.
Ég fór út á kvöldin með unglingunum og ég prufaði að reykja en sem betur fer var það aðeins fikt og varð ekki fíkn.
Ég var oft mjög óhamingjusöm vegna veikinda minna og einnig vegna móðurmissis. Veikindin höfðum mjög slæm áhrif á mig og var ég oft mjög trekkt og hrædd. Því miður gengu mannleg samskipti illa, fólk þekkti ekki þennan sjúkdóm frekar en aðra á þessum tíma og mætti ég þar af leiðandi skilningsleysi. Ég man að ég hótaði stundum að taka mitt líf vegna óhamingju minnar en sem betur fer risti það ekki það djúpt að ég reyndi það.
Oft var ég með slæma samvisku og þá bað ég pabba að biðja með mér áður en ég fór að sofa. Ég vissi að ég var ekki búin að gera upp við Guð og ég vissi að ég var ekki tilbúin ef kallið kæmi.
Á meðan ég beið eftir viðtali við læknir fór ég á samkomu í Hvítasunnukirkjuna Fíladelfíu Hátúni 2 í Reykjavík. Þar hitti ég forstöðumanninn, Einar J. Gíslason. Hann bauð mér á kristilegt mót sem yrði í Kirkjulækjarkoti um Verslunarmannahelgina. Ég var hálf afundin yfir því að hann skyldi láta sér detta í hug að ég hefði áhuga fyrir að fara á slíkt mót. Ég afþakkaði og fór heim til móðursystur minnar. Hún tilkynnti mér að fjölskyldan færi út úr bænum um helgina og bað hún mig vegna sjúkdóms míns, að halda til hjá öðrum á meðan. Ég ákvað þá í skyndi að fara á Kotmót en ég skyldi passa mig að frelsast ekki. Með þessu hugarfari fór ég.
Ég stóð við það að passa uppá að gera enga vitleysu. En svo var það á laugardagskvöld að boðskapurinn var svo sterkur og hann höfðaði til mín. Ég vissi auðvitað að þetta var allt rétt en ég vildi samt ekki frelsast. Ég heyrði tvær raddir innra með mér. Önnur röddin sagði mér að frelsast ekki því þá mætti ég ekki gera hitt og þetta. Um þrítugt getur þú frelsast, það er nógur tími þá áður en þú deyrð. Þá ertu búin að njóta unglingsára þinna og búin að skemmta þér eins og aðrir unglingar gera." Hin röddin sagði: Þú átt að frelsast núna." Mér fannst líka sagt við mig að þetta væri síðasta tækifærið mitt. Ég var nefnilega búin að fá nokkur tækifæri áður. Lengi, lengi var ég í baráttu um hvað gera skyldi. Ég tók loksins ákvörðun, stóð upp og gekk gegnum salinn. Ég kraup við fremsta bekk og bað Drottinn Jesú að frelsa mig frá syndum mínum og það gerði hann.
Daginn eftir héldu samkomurnar áfram. Ein þeirra var kl. 14. Fór ég á þá samkomu. Í lok samkomunnar var fólki boðið fram til fyrirbænar vegna veikinda. Ég ákvað að ég skyldi fara fram til fyrirbænar. Öldungar safnaðarins báðu fyrir mér. Ég fann straum fara um mig frá höfði ofan í tær. Eftir það fékk ég ekki krampakast nema einu sinni í svefni þegar ég var 17 ára. Þá læknaðist ég fullkomlega. Ég efaðist aldrei um lækningu mína, þó hún kæmi ekki öll á sama tíma vegna reynslu minnar á samkomunni og einnig vegna þess að ég trúði í einlægni á lækningarmátt Jesú Krists.
Mesta hamingja lífsins er að gefast Jesú Kristi.
Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast, sem biður, sá finnur, sem leitar, og fyrir þeim, sem á knýr, mun upp lokið verða." Matt. 7: 7.-8.
En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki." Matt. 6: 33.
Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld." Matt. 11: 28.
Þú ert mikils virði í augum Guðs.
Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann." Jóh. 3: 16.-17.
Trú þú á Jesú, og þú munt verða hólpinn og heimili þitt." Post. 16: 31.
Hann bar sjálfur syndir vorar á líkama sínum upp á tréð, til þess að vér skyldum deyja frá syndunum og lifa réttlætinu. Fyrir hans benjar eruð þér læknaðir." 1. Pét. 2: 24.
Ég kom til Jesú aðeins 13 ára gömul. Þrátt fyrir ungan aldur var ég óhamingjusöm, hlaðin erfiðleikum og ég var veik. Ég hélt að þetta væru fjötrar en eftir að ég frelsaðist kom annað í ljós. Ég var ánægð með þessa ákvörðun og ég fann ekki fyrir þeim boðum og bönnum sem að mér var hvíslað þegar ég barðist gegn kalli Jesú Krists að fylgja honum. Jesús er mér hæli og styrkur og örugg hjálp í nauðum. Ég veit ekki hvernig ég hefði komist í gegnum lífið ef ég hefði ekki átt Jesú. Ég vil ekki hugsa út í það, hvernig staðan mín hefði verið ef ég ætti ekki Jesú. Þá væri ég alveg örugglega ver stödd en í dag og kannski ekki lífs?
Kæri lesandi:
Ekki bíða með að taka við Jesú sem persónulegum frelsara eins og ég gerði.
Þú munt ekki sjá eftir því.
Drottinn blessi þig.
Rósa Aðalsteinsdóttir
Ási Vopnafirði.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 11.8.2008 kl. 16:17 | Facebook
Athugasemdir
Elsku Rósa mín, takk fyrir að deila þessari reynslu með okkur. Þetta hefur verið yndislegur tími fyrir þig og frábært hvað líf þitt hefur batnað við það að fá Jesú Krist inn í líf þitt. Megi þér ganga allt í haginn og takk fyrir góða vináttu. Vonandi hittumst við fljótlega. Hafðu það sem allra best og kær kveðja til þín og þinna.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.8.2008 kl. 00:43
Fallegt og yndislegt er að lesa um þessa reynslu þína, Rósa. Jesús er sannarlega Drottinn, og ég lofa hann fyrir að hafa læknað þig af flogaveiki þinni og um leið frelsað þig til lífs með sér, í trú og vilja til að bera honum vitni. Ég þakka fyrir að eiga andlegt samneyti við þig á vefsíðum mörgum, og svo ótal-oft hefurðu komið þar með rétta, opna, jákvæða viðhorfið, gengur hreint og beint fram með orð Guðs á vörunum og blessunaróskir svo mörgum til handa. Hann blessi þig sjálfa og viðureign þína við annað heilsumál, sem þú hefur þurft að glíma við, þótt sjálf sértu bænheit og gefandi fyrir aðra. Biðjum svo fyrir samtíð okkar og þjóð.
Jón Valur Jensson, 6.8.2008 kl. 01:21
Alltaf ertu nú jafn falleg í hugsun Rósa mín er mundu bara að þín reynsla á sér samhljóm hjá milljónum manna sem upplifðu það sama og þú. en trúarforsendurnar voru kannski aðrar. Það besta sem við sem trúum getum gert í heimi þessum er að leggja af þá hugmyndafræði að einn trúarsannleikur sé öðrum æðri og ein leið sér sú eina
Leið trúarinnar hlýtur á liggja í gegnum frið og virðingu fyrir skoðunum annara, eða hvað
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 01:24
Þessu dæmalausa innleggi (lausu við dæmi og rökstuðning) svarar Rósa trúlega bezt sjálf.
Jón Valur Jensson, 6.8.2008 kl. 01:48
Jón minn, er ekki á leið í hasar við hana Rósu mína, vildi miklu frekar glíma við þig á minni síðu en ég veit ekki hvort þú þorir í mig Þér er ætlað þar pláss sko.
Annars var punktur minn hjá Rósu á þá leið að neytendum stendur til boða að kaupa fleiri tegundir trúarsannleika en þeir þarfnast og það er auðsannað. Það er líka sannanlegt að þeir sem setji sinn sannleika ofar öðrum skaði ófrið og þessvegna er auðvelt að sanna að trúarsannleikaleiðin sé úrelt.
það er sem þú hafir farið í dáleiðslu til fyrra lífs Jón og orðið pikkfstur á miðöldum vegna mistaka en þú ert drengur góður sem meinar vel í hjarta þínu þótt þú kjósir að skapa meiri ófrið en sátt.
Mannstu eftir einhverju sem guð gæti hugsað að mannkynið gæti notað næstu árin, kannski umburðarlyndi gagnvart öðrum trúarsannleikum en sínum eigin
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 02:06
Rósa mín, þú hefir sannarlega fundið hamingjuleiðina, því Jesús er vegurinn sannleikurinn og lífið !
Enginn er samt betri eða verri við erum öll sköpun Guðs og jöfn fyrir augliti hans, það auðvelda reynist oft erfiðast, en Guð er bara einni bæn í burtu, við eigum öll í einhverri baráttu, reynum gleði og sorg, en ég persónulega finnst svo miklu betra að finna styrka hönd Guðs leiða mig í gegnum lífið, Eigðu yndislega daga Rósa mín, og aftur takk fyrir einlægnina!
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 6.8.2008 kl. 11:19
Ég hef ekki, Sáli, verið að sýna fólki með aðra trú en þég sjálfur neitt umburðarleysi – abbast ekki upp á fólk vegna trúar þess, heldur á fullkomlega kurteisleg samskipti við menn með aðra trú og aðrar skoðanir en ég og þekki fjölmarga slíka í öðrum trúfélögum, þar á meðal ekki-kristnum.
Það merkir ekki, að ég samþykki hvaða trú sem er sem jafngilda annarri, og þú hlýtur að sjá það sjálfur, ef þú leggur heilann í bleyti. En ekki talarðu hér í nafni kristindóms gegn mér og minni trú, ef þú boðar endurholdgunarhyggjuna, eins og ætla má af veffangi þínu (endurholdgun.blog.is). Þótt frjáls sért að því að hafa þá skoðun, gerir hún og önnur viðhorf þín þiig ekki að neinum dómara annarra hér á netinu, kunningi.
Sá, sem hyggur eins og þú, að réttast sé "að leggja af þá hugmyndafræði að einn trúarsannleikur sé öðrum æðri," virðist naumast byrjaður að hugsa um trúarmálefni. Svo sannarlega var þetta ekki viðhorf Krists.
Jón Valur Jensson, 6.8.2008 kl. 12:20
Elsku Rósa mín þú ert dásamleg og góð og Guð verði með þér og takk fyrir að deila þessari reynslu með okkur.
Kristín Katla Árnadóttir, 6.8.2008 kl. 12:27
Ertt að segja að tilgangur hans hafi verið að trúarbrögð yrði undistaða ófriðar í heiminum? Varla Jón Valur og þú getur heldur ekki sagt mig ekki hafa trú þótt ég kjósi að nálgast Guð sem skoðari sem meti hvað sé best fyrir mig og mitt næsta nágrenni í nálgun minni.
Trú er t.d. eitthvað sem á að draga fram það besta í okkur og leiða til sameiningar frekar en ófriðar og til þessa hefur þú verið í dómarahlutverkinu sem þú mér um kennir því ég er til í að skipta um skoðun eða halda henni fyrir sjálfan mig, sé hún ógnandi eða ófriðvænleg og bloggið mitt er að hvetja þig til hins sama.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 12:34
Sælar stelpur mínar og takk fyrir innlitið.
Ásdís mín. Fyrir mig var það mikið lán að mæta Jesú sem frelsara mínum. Ef ég hefði ekki haft Jesú og þá lífsgleði sem hann gefur, þá veit ég ekki hvar ég væri stödd. Ég hefði sennilega eins og svo margir vinir mínir sem mættu erfiðleikum, notað áfengi o.fl. til að deyfa og gleyma sársaukanum.
Bryndís mín. Þetta er svo sannarlega rétt hjá þér. Við erum jöfn fram fyrir Guði. Það skiptir ekki máli hvort við séum í lægstu eða hæstu þrepum þjóðfélagsstigans á Íslandi.
Guði sé lof að hann leiddi mig með sinni styrku hönd í gegnum erfiðleikana.
"Náðugur og miskunnsamur er Drottin, þolinmóður og mjög gæskuríkur." Sálm. 103: 8.
"Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný hið gamla varð að engu, sjá nýtt er orðið til." 2. Kor. 5: 17.
Drottinn blessi ykkur og varveiti.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.8.2008 kl. 12:40
Sæll Sáli.
Fáein Biblíuvers fyrir þig og meira í næsta innleggi:
Jesús sagði: "Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig." Jóh. 14: 6.
Jesús sagði: "Hver, sem vill fylgja mér, afneiti sjálfum sér, taki kross sinn daglega og fylgi mér." Lúk. 9: 23.
Jesús sagði: "Sjá ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér." Opb. 3: 20.
"Ef vér segjum: "Vér höfum samfélag við hann," og göngum þó í myrkrinu, þá ljúgum vér og iðkum ekki sannleikann." 1. Jóh. 1: 6.
Guð blessi þig og varðveiti.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.8.2008 kl. 12:49
Sæll Sáli.
Hér eru slóðir á blogiu mínu sem ég vona að þú viljir lesa.
Andatrúin afhjúpuð:
http://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/entry/405748/#comments
Spíritisminn:
http://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/entry/407107/#comments
Spjallað við Hallgerði Langbrók í andaglasi á Eiðum.
http://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/entry/407278/#comments
Andaverur vonskunnar:
http://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/entry/408906/#comments
Á að leita til hinna dauðu?http://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/entry/413094/#comments
Þegar maðurinn deyrhttp://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/entry/413107/#comments
Biblían og Spíritisminnhttp://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/entry/416476/#comments
Tilvera Djöfulsinshttp://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/entry/422783/#comments
Meira á eftir.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.8.2008 kl. 12:52
Sæll Sáli.
Það er eins og þú sért með einhvern skynjara til að elta Jón Val trúbróður minn ef hann heimsækir trúsystkini sín og aðra bloggfélaga. Ágætis vinur minn í Vantrú hefur þennan skynjara eða lyktarskyn þegar Alli trúbróðir minn setur inn færslur á síðuna sína. Þá er félagi vor mættur um leið í stuði með Guði og í botni með Drottni.
Mér finnst þú vera kominn langt út fyrir málefnið. Hér var ég eingöngu að fjalla um ákvörðun sem ég tók á fjórtánda aldursári mínu og fyrir þá miklu lækningu sem ég höndlaði. Það var árið 1972 en þú ert kominn aftur í miðaldir og svo farinn að fjalla um dáleiðslu. Endilega kíktu á slóðir hér fyrir neðan sem fjalla um ýmis mál en samt ekki eins og þú vilt við hafa en trúsystkini mín hafa sjálf prufað ýmislegt sem þau sem betur fer komust frá. Ég trúi þeim og ég er svo lánsöm að eiga leiðsögubók sem heitir Biblía.
"Og Drottinn mun þá dreifa yður meðal þjóðanna, svo að af yður skal einungis eftir verða lítill hópur meðal heiðingja þeirra, er Drottinn leiðir yður burt til. Þar munuð þér þjóna þeim guðum, sem eru handaverk manna, stokkar og steinar, sem eigi sjá og eigi heyra og eigi eta og eigi finna lykt. Þar munt þú leita Drottins Guðs þíns, og þú munt finna hann, ef þú leitar hans af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni." 5. Mós. 4: 27.-29.
"Satt er það, Drottinn, að Assýríukonungar hafa gjöreytt öllum þjóðum og löndum þeirra og kastað guðum þeirra á eld, því að þeir voru ekki guðir, heldur handaverk manna, stokkar og steinar, svo að þeir gátu gjört þá að engu. En Drottinn, Guð vor, frelsa oss nú af hans hendi, svo að öll konungsríki jarðar megi við kannast, að þú, Drottinn, einn ert Guð!" 2. Kon. 19: 17.-19.
"Satt er það, Drottinn, að Assýríukonungar hafa gjöreytt öllum þjóðum og löndum þeirra, og kastað guðum þeirra á eld, því að þeir voru ekki guðir, heldur handaverk manna, stokkar og steinar, svo að þeir gátu gjört þá að engu. En Drottinn, Guð vor, frelsa oss nú af hans hendi, svo að öll konungsríki jarðar megi við kannast, að þú, Drottinn, einn ert Guð." Jesaja 37. 18.-20.
Slóðir frá bloggfélögum:
http://alit.blog.is/blog/alit/entry/597892/#comments
http://zeriaph.blog.is/blog/zeriaph/entry/367070/#comments
Megi almáttugur Guð vernda þig og varðveita frá öllu myrkursins veldi.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.8.2008 kl. 13:38
Þakka þér Rósa fyrir falleg orð og afsakaðu yfirgang á síðu þinni en umræður halda áfram á minni síðu um þá spurningu hvort rétttrúnaður, eins og hver og einn trúmaður skynji hann fyrir sjálfan sig, eins og þú skynjar hann....eigi að setja fram sem sannleika sem eigi að gilda fyrir alla.
Trúarsannleikur er sá sannleikur sem hver og einn leggur í sína trú. Veistu t.d. hve margir trúarsannleikar eru í gangi og þekki þú einhvern sem hefur sannað sinn sannleika með sannanlegum hætti.
Væri ekki heimurinn betri ef hver og einn fengi að trúa sínu án þess að troða skoðunum sínum uppá aðra.
En þú þarft ekki að svara þessu, frekar en ég fari að svara linkum sem þú beitir til að lítillækka lífsgildi mín og fjölda annara sem voga sér að ganga gegn þínum prívatsannleika.
Það yrði persónulegt þroskaskref fyrir þig að láta af oflæti
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 13:54
Sæll Jón Valur og takk fyrir innlitið.
Takk fyrir falleg orð og kraftmikil innlegg. Sem betur fer megum við tjá trú okkar en oft á lífsgöngu minni hef ég tekið eftir að fólk fer í vörn og þá kemur oft að við höfum sagt þetta svona og svona en ekki eins og viðkomandi vildi en þetta er bara vörn. Eins ef eitthvað kom uppá á vinnustaðnum sem ég vann mest á, þá réðist sumt fólk á mig og fór að blanda minni trú inní málefnin sem voru alls ekki á trúarlegum nótum heldur eitthvað í sambandi við vinnuna.
Sendi þér orð til uppörvunar:
"Ver þú hughraustur og öruggur! Lát eigi hugfallast og óttast eigi, því að Drottinn Guð þinn er með þér í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur." Jós. 1: 9.
Jesús sagði: "Farið út um allan heim, og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni." Mark. 16: 15.
Jesús sagði: "Mínir sauðir heyra raust mína, og ég þekki þá, og þeir fylgja mér. Ég gef þeim eilíft líf, og þeir skulu aldrei að eilífu glatast, og enginn skal slíta þá úr hendi minni." Jóh. 10: 27.28.
Orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda liðamóta og mergjar, það dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans." Heb. 4: 12.
Guð blessi þig kæri trúbróðir og blessar verk handa þinna.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.8.2008 kl. 14:00
Sæl Katla mín.
Takk fyrir innlitið og hlý orð.
Sendi þér frásagnir úr Biblíunni um lækningarmátt Jesú Krist.
Trúin bjargar:
"Meðan hann var að segja þetta við þá, kom forstöðumaður einn, laut honum og sagði: "Dóttir mín var að skilja við, kom og legg hönd þína yfir hana, þá mun hún lifna."
Jesús stóð upp og fór með honum og lærisveinar hans.
Kona, sem hafði haft blóðlát í tólf ár, kom þá að baki honum og snart fald klæða hans.
Hún hugsaði með sér: "Ef ég fæ aðeins snert klæði hans, mun ég heil verða."
Jesús sneri sér við, og er hann sá hana, sagði hann: "Vertu hughraust, dóttir, trú þín hefur bjargað þér." Og konan varð heil frá þeirri stundu.
Þegar Jesús kom að húsi forstöðumannsins og sá pípuleikara og fólkið í uppnámi,
sagði hann: "Farið burt! Stúlkan er ekki dáin, hún sefur." En þeir hlógu að honum.
Þegar fólkið hafði verið látið fara, gekk hann inn og tók hönd hennar, og reis þá stúlkan upp.
Og þessi tíðindi bárust um allt það hérað.
Tveir blindir:
Þá er Jesús hélt þaðan, fóru tveir blindir menn eftir honum og kölluðu: "Miskunna þú okkur, sonur Davíðs."
Þegar hann kom heim, gengu blindu mennirnir til hans. Jesús spyr þá: "Trúið þið, að ég geti gjört þetta?" Þeir sögðu: "Já, herra."
Þá snart hann augu þeirra og mælti: "Verði ykkur að trú ykkar."
Og augu þeirra lukust upp. Jesús lagði ríkt á við þá og sagði: "Gætið þess, að enginn fái að vita þetta."
En þeir fóru og víðfrægðu hann í öllu því héraði.
Mállaus maður:
Þegar þeir voru að fara, var komið til hans með mállausan mann, haldinn illum anda.
Og er illi andinn var út rekinn, tók málleysinginn að mæla. Mannfjöldinn undraðist og sagði: "Aldrei hefur þvílíkt sést í Ísrael."
En farísearnir sögðu: "Með fulltingi höfðingja illra anda rekur hann út illu andana."
Uppskeran mikil:
Jesús fór nú um allar borgir og þorp og kenndi í samkundum þeirra. Hann flutti fagnaðarerindið um ríkið og læknaði hvers kyns sjúkdóm og veikindi.
En er hann sá mannfjöldann, kenndi hann í brjósti um þá, því þeir voru hrjáðir og umkomulausir eins og sauðir, er engan hirði hafa.
Þá sagði hann við lærisveina sína: "Uppskeran er mikil, en verkamenn fáir.
Biðjið því herra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar." Matt. 9: 18.-38.
Ég trúi á lækningarmátt Jesú Krists og í dag erum við að meðtaka gjafir hans eins og fyrir tvö þúsund árum.
Drottinn blessi þig Katla mín og verði okkur af trú okkar.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.8.2008 kl. 14:18
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Í dag er yndislegur dagur sem Drottinn hefur gjört. Fyrir 36 árum meðtók ég stórkostlega gjöf. Þessi dagur er mjög sérstakur þess vegna fyrir mig og fyrir 18 árum fæddist bróðurdóttir mín Lýdía Linnéa. Hún er ein af sólargeislunum mínum. Ég fékk að eiga margar samverstundir með henni og systkinum hennar þegar þau voru lítil og þá var oft margt brallað og heilmikið fjör.
Elsku Lýdía Linnéa.
Til hamingju með afmæli.
"Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu." Sálm. 119: 9.
Guð blessi öll þín áform og blessi verk handa þinna.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.8.2008 kl. 14:56
Sæll og blessaður Sáli.
Ég setti upp linkana til að sýna þér skoðanir okkar og gerði ég það m.a. til að enda þessa umræðu sem átti í raun ekkert heima með þessum pistli. Einnig til að flýta fyrir mér því ég auðvita vil skaffa þér efni um hvað okkur finnst rétt fyrst þú komst hingað inná bloggið hjá mér til að ræða um þín hugarefni.
Ekki hef ég neinn áhuga á lítillækka einn eða neinn og mér þykir leiðinlegt ef ég hef verið með oflæti við þig. En ég ætla að biðja þig að gá að því að ég hef fullan rétt að svara á minni síðu og taktu eftir að ég hef ekkert komið inná þína síðu. Það er m.a. vegna þess að þú mátt vera með þínar skoðanir í friði.
Við höfum öll frjálst val og við bæði höfum valið.
"Orð krossins er heimska þeim, er glatast, en oss, sem hólpnir verðum, er það kraftur Guðs." 1. Kor. 1: 18.
Ég vona og trúi að við göngum bæði á strætum hinnar himnesku Jerúsalem þegar lífsgöngu okkar hér er lokið.
Sátt og mundu að öll dýr í skóginum eiga að vera vinir.
Guðs blessun.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.8.2008 kl. 15:08
Frú Rósa þú ert glæsileg og flott Guðskona. Mér dettur svo oft í hug söngurinn "Jesús kemur" þegar þú átt í hlut. Guð blessi þig og varðveiti í Jesú nafni Amen.
Aðalbjörn Leifsson, 6.8.2008 kl. 16:10
Friður verði með öllum dýrunum í skóginum og megi þau leita sameiginlegrar vatnsuppsprettu í stað þess að neyðast til að drekka flöskuvatn sem bundið er leiðbeiningum á flöskumiðum sem ber ekki saman.
Afsakaðu ef ég hef móðgað þig. sú var ekki ætlunin.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 16:11
Sælir strákar mínir.
Alli minn, takk fyrir innlitið. Við vitum að Jesús kemur og það er mikil tilhlökkun þegar við skiptum um lögheimili og flytjum til himnesku Jerúsalem.
Sáli, dýrin í skóginum eiga að vera vinir. Þú móðgaðir mig ekkert. Ég er alveg pollróleg hér á hjara veraldar og er á leiðinni í afmælisveislu bróðurdóttur minnar. Meira að segja búin að fá tíma til að kíkja á bloggvini mína á milli heimsókna frá þér.
Datt í hug vers eftir síðasta innlegg þitt.
"Þá segir samverska konan við hann: "Hverju sætir, að þú, sem ert Gyðingur, biður mig um að drekka, samverska konu?" [En Gyðingar hafa ekki samneyti við Samverja.]
Jesús svaraði henni: "Ef þú þekktir gjöf Guðs og vissir, hver sá er, sem segir við þig: ,Gef mér að drekka,` þá mundir þú biðja hann, og hann gæfi þér lifandi vatn."
Hún segir við hann: "Herra, þú hefur enga skjólu að ausa með, og brunnurinn er djúpur. Hvaðan hefur þú þetta lifandi vatn?" Jóh. 4: 9.11.
Megi Guð almáttugur blessa ykkur og varðveita.
Friðarkveðjur/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.8.2008 kl. 16:34
Sæl Guðlaug mín.
Takk fyrir innlitið og hlý orð. Ég notaði sömu fyrirsögn og þegar ég skrifaði í Aftureldingu árið 1980 um frelsis- og læknissögu mína.
Guð blessi þig og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.8.2008 kl. 16:36
Hæ elsku Rósin mín;)
Yndisleg lesning ... og hrærir greinilega við öllum sem lesa hana ... Dýrð sé Guði fyrir máttarverk sitt í þínu lífi:)
Gaman að sjá hvað hrærist upp í hjörtum fólks sem kemur hér í heimsókn.... Ég hlakka sko til að fá að koma á Vopnafjörð í kaffisopa og jesúspjall ... Vonandi verður það fljótlega Rósa mín, kv Matta
Matta (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 17:03
Sæl og blessuð kæra vinkona.
Óvænt ánægja að fá þig í heimsókn á heimasíðuna mína. Ég var að koma úr afmælinu hennar Lýdíu Linnéu. Hún er 18 ára í dag. Það verður gaman þegar þið komið í heimsókn og Jesúspjall verður vel þegið. Mögnuð heimsóknin í haust sem leið.
Orð fyrir þig: Jesús sagði: "Ég er upprisan og lífið. Sá, sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Og hver, sem lifir og trúi á mig, mun aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu?" Jóh. 11: 25.-26.
Guð blessi þig og allt þitt fólk.
Kær kveðja/Rósa.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.8.2008 kl. 20:21
Amen.Yndisleg færsla hjá þér.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 20:29
Alltaf jafn gott og notalegt að koma inn á síðuna þína Rósa mín gefur manni mikið takk fyrir að deila þinni sögu Guð geymi þig fallega sál
Brynja skordal, 6.8.2008 kl. 22:33
Sælar stelpur mínar.
Takk fyrir innlitið og falleg skrif til mín.
"Drottinn er nálægur öllum, sem ákalla hann, öllum, sem ákalla hann í einlægni." Sálmur 145: 18.
Guð blessi ykkur og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.8.2008 kl. 23:14
Jón Steinar Ragnarsson, 7.8.2008 kl. 03:47
Animal Glitter Graphics
Sæll og blessaður Jón Steinar.
"Meistarinn er hér og vill finna þig." Jóh. 11: 28.
"Ákalla mig á degi neyðarinnar, og ég mun frelsa þig, og þú skalt vegsama mig." Sálm. 50: 15.
"Þess vegna uni ég mér vel í veikleika, í misþyrmingum, í nauðum, í ofsóknum, í þrengingum vegna Krists. Þegar ég er veikur, þá er ég máttugur." 2. Kor. 12. 9.-11.
"Líði nokkrum illa yðar á meðal, þá biðji hann. Liggi vel á einhverjum, þá syngi hann lofsöng. Sé einhver sjúkur yðar á meðal, þá kalli hann til sín öldunga safnaðarins og þeir skulu smyrja hann með olíu í nafni Drottins og biðjast fyrir yfir honum. Trúarbænin mun gjöra hinn sjúka heilan, og Drottinn mun reisa hann á fætur. Þær syndir, sem hann kann að hafa drýgt, munu honum verða fyrirgefnar." Jak. 5: 13.-15.
Drottinn blessi þig kæri vinur.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.8.2008 kl. 10:35
Falleg og merkilega saga Rósa mín, takk fyrir að deila henni með okkur.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.8.2008 kl. 12:22
Elsku Rósa, takk fyrir að deila þessu með okkur, þú ert ótrúleg manneskja. Guð veri með þér.
Kærleiksknus
Kristín Gunnarsdóttir, 7.8.2008 kl. 15:22
Sæl og blessuð Guðsteinn og Kristín.
Takk fyrir innlitið og að gefa ykkur tíma að lesa þessa frásögn. Ég hefði ekki viljað vera án Jesú á minni erfiðu lífsgöngu.
Allt samverkar þeim til góðs sem Guð elskar og ég trúi að Guð muni snúa við högum mínum.
Guð blessi ykkur og varðveiti kæru vinir.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.8.2008 kl. 18:40
Sæll vertu.
Ég mátti til að stríða þér. Frændur eru frændum verstir og bestir þegar á reynir.
Segi oft uss, uss, uss, uss við vini mína þegar þeir blóta.
Einn var hér í dag að heimsækja mig og tölvuna mína og þá sagði frænka þín stundum uss, uss, uss, uss.
Guð veri líka með þér og þínum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.8.2008 kl. 00:37
Sælir strákar Guðlaugur og Andrés
Frændi, þú ert kominn í helgarfíling.
Andrés, bæði áður og eftir að ég frelsaðist hefur ekki verið dans á Rósarblöðum hjá mér heldur Rósarstilkum. Oft verið mjög erfitt en ég sem betur fer á fullt af góðum stundum eins og aðrir. Lengi býr að fyrstu gerð og rótin af mínum vanda var móðurmissi. Það merkti mig meira en ég gerði mér grein fyrir.
Góða helgi og Guðs blessun.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.8.2008 kl. 17:03
Sæl Rósa!
Yndisleg lesning, og frábært að sjá hvað Guð hefur gert fyrir þig !
Það er svo gott að sjá að honum er ekki sama um sitt fólk.Og þú Rósa mín ert
fögur rós í blómavendi Drottins! Takk fyrir að deila sögu þinni hér!
Bestu kveðjur úr Garðabæ Halldóra Ásgeirsdóttir.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 8.8.2008 kl. 22:33
Sæl Rósa. Falleg frásögn hjá þér....... oft kanski óska margir sér að geta svona frelsast frammi fyrir Guði en það gerist ekki :( Enn gott að þú gast amk gert það og örugglega margir . Knús á þig
Erna Friðriksdóttir, 9.8.2008 kl. 00:14
Innlitskivtt yndislegust.
Linda, 9.8.2008 kl. 03:13
Meigi Guð og góðar vættir geyma þig elsku Rósa mín.
Mikið þykir mér ljótt að Jón Steinar skuli óvirða bloggið þitt svona!
Enn hann á bágt eins og margir aðrir og ég geri ráð fyrir að hann hafi ekki áhrif á þig..
Óskar Arnórsson, 9.8.2008 kl. 06:38
"Þessu dæmalausa innleggi (lausu við dæmi og rökstuðning) svarar Rósa trúlega bezt sjálf."
Hvað meinar Jón Valur með þessu? Jón Valur kann ekkert um rök! Hann heldur það bara..
Óskar Arnórsson, 9.8.2008 kl. 06:42
.. Takk fyrir einlæga og fallega frásögn af þinni upplifun.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.8.2008 kl. 08:43
Sæl og blessuð.
Takk fyrir innlitið, falleg innlegg og góðar óskir.
Fullt af gestum, sumir greinilega næturhrafnar og Jóhanna morgunnhani.
Sæl Guðrún Guðsdóttir. Sniðugt að nota föðurnafn pabba þíns á himnum. Takk fyrir falleg orð. Ég því miður mun nú ekki standa undir væntingum þarna.
Sæl Halldóra mín, takk fyrir öll fallegu innleggin þín. Ég segi ekkert og má það ekki því annars fæ ég tölvupóst og áminningar.
Sæl Erna mín. Það að taka á móti Jesú er mjög einfalt. Kannski of einfalt. Við biðjum Jesú að fyrirgefa okkur allar misgjörðir og biðjum hann að vera leiðtogi okkar, koma og eiga bústað hjá okkur. Okkar andlegi maður gefur honum hjartað sitt. "Jesús fyrirgefðu mér misgjörðir mínar - syndir mínar og komdu inn í hjartað mitt." Við getum valið orðalag eins og þegar unglingarnir okkar fermast þá biðja þau Jesú að vera leiðtoga lífs síns. Sum bera þessa ósk fram í einlægni, önnur fara með þetta sem þulu. Ef þau bera fram þessa ósk frá hjartanu þá er Jesús með þeim því þau buðu hann velkominn. Jesús gaf okkur frjálsan vilja og ef við biðjum hann í einlægni um eitthvað þá mun hann svara. Ég bað um lækningu í einlægni þegar ég var 13 ára og mér hlotnaðist lækningin. Oft í gegnum tíðina hef ég hugsað um af hverju ég get ekki verið svona einlæg eins og þegar ég var nýfrelsuð. Oft koma upp hugsanir þegar ég er að biðja um hjálp í veraldlegum efnum. Jú Jesús getur alveg hjálpað mér í þessu en þetta er nú kannski frekt og þar af leiðandi þá streða ég oft og streða að óþörfu. Af hverju í ósköpunum má ég ekki biðja Jesú að hjálpa mér fjárhagslega? Ég geri það stundum og svo kemur hugsunin um að þetta sé nú to much að jarma yfir svona smámunum. Segi bara eins og frænka mín sem átti afmæli fyrir nokkrum dögum og ég skrifaði hér ofar innlegg með hamingjuóskum til hennar: "Ég er bara ég"
Sæl Linda mín og takk fyrir spjallið í gærkvöldi. Ég var meira að segja ekki búin að panta símatíma. Ég tók bara séns og hringdi. Horfði á myndina og hringdi svo í frænku mína sem var búin að panta símatíma hjá mér og við mösuðum til kl. eitt í nótt.
Sæll Óskar minn. Búin að senda þér tölvupóst. Jón Steinar og Jón Valur eru flottir og ég kvarta sko ekki að eiga þá sem vini og bloggvini. Jón Valur er líka trúbróðir minn. Ég veit að Jón Steinar var bara að stríða mér. Við erum vinir og ég sendi honum tölvupóst vegna annars innleggs og hafði gaman af. Alls ekki hafa áhyggjur. Hafðu það sem best í Svíaríki í sólinni og sumaryl.
Sæl Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir. Sniðugt að hafa nöfn beggja foreldrana. Þakka þér fyrir að heimsækja mig á bloggið og takk fyrir fallegt innlegg.
Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur bjarta framtíð í Jesú nafni.
Kær kveðja/Rósa Stefáns Aðalsteins- og Stefaníudóttir
P.s. Pabbi heitir Stefán Aðalsteinn og mamma hét Stefanía. Stefán og Stefanía Allt í stíl hjá þeim. Kv. Rósa.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.8.2008 kl. 12:13
hmmm....
Óskar Arnórsson, 9.8.2008 kl. 22:03
Sæll Óskar minn.
Flott innlegg.
X-JESÚ
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.8.2008 kl. 00:16
sko sáli... vegna þess að við trúum þá hugsum við ekki eins og þú, hefurðu pælt í því ;) já já allir telja sig hafa fundið sannleikann en það er bara einn sannleikur og við trúum því að það sé okkar því við erum trúuð. trúum á lifandi Guð, trúum án þess að hafa séð , bara einfaldlega trúum =)
þú segir þig trúaða en þá væriru ekki svona þenkjandi og efandi, trú felur í sér að vita. það er visst öryggi.
en skil hvað þú ert að fara með stríðin og það á rétt á sér því að þótt að mörg stríð hafa verið framin í nafni trúarinnar þá er það ekki svo. því að Guð elskar alla menn og við höfum ekki rétt á að taka líf (segir bara í boðorðunum ; ÞÚ SKALT EKKI MORÐ FREMJA) og því er það ekki trúað fólk sem leggur í stríð og það mun þurfa að bera ábyrgð á gjörðum sínum eftir þetta líf.
þótt að við trúum að við höfum sannleikann og seljum hann ekki (þótt það sé í tísku að vera voðalega opin fyrir öllu) þá höfum við ekki rétt á að dæma aðra eða þykjast vera betri en þau, við þekkjum ekki þeirra hjarta né samfélag við Guð. Guð er miskunnsamur. svo við getum einungis sagt hvað við teljum vera rétt og rangt en ekki dæmt manneskju sem gerir það því það er hægt að ´fá fyrirgefningu og það er hægt að þykjast =)
vona að einhver skilji.
friður ;)
pæling (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 13:33
Guð gefi ykkur öllum góðan dag.
Sennilega rennur tíminn út í dag á þessum pistli?
Guð blessi ykkur og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa
Guðlaugur frændi, búin að kíkja á bloggið hjá þér og meira að segja að kvitta.
Vertu Guði falinn. Kær kveðja/Rósa
Pæling, mjög gott innlegg. Hlakka til þegar þú skrifar undir með þínu rétta nafni.
Vertu Guði falin eða falinn???
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.8.2008 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.