HVERJIR VILJA HJÁLPA MÉR AÐ HJÁLPA ÖÐRUM !!

Kæru bloggvinir og aðrir lesendur.
Ásdís Sigurðardóttir búsett á Selfossi skrifaði þennan góða og þarfa pistil. Skrif hennar eru um hjálparstarf Hjálpræðishersins á Eyjaslóð sem er starfrækt út á Granda í Reykjavík. Þangað kemur fullt af fólki sem á hvorki í sig né á og sumir af þeim hafa í raun fengið "Rauða spjaldið" í samfélaginu okkar Íslandi. Margt af þessu fólki hefur beðið um að fara í meðferð vegna vanda síns en verið hafnað og einnig hafa sumir verið inná stofnun en vísað á dyr vegna niðurskurðar í heilbrigðismálum. Þá er í engin hús að venda og eru götur Reykjavíkurborgar bústaður þeirra.
Þetta er algjör hneisa. Shocking Frown Shocking Stalst ég til að undirstrika nokkrar beittar setningar.
Ásdís var í viðtali  á Rás 2 og stóð hún sig mjög vel.
Mætti okkur hlotnast að eignast fleiri eins og Ásdísi sem bera umhyggju fyrir þeim sem minna mega sín.
Jesús sagði: "Sælla er að gefa, en þiggja." Post. 20: 35.
Guð blessi ykkur öll. Kær kveðja/Rósa
 Merki hersins

             Hverjir vilja hjálpa mér að hjálpa öðrum?

 

 

Tilefni skrifa minna hér, eru þau að í júlí mánuði fór ég og heimsótti vinkonu mína í Reykjavík. þar sem  hún er að vinna sjálfboðavinnu hjá Hjálpræðishernum. Skrif hennar á blogginu höfði vakið athygli mína og var ég forvitin um það  starf sem þarna fer fram og langaði til að leggja þeim lið ef ég gæti.  Skemmst er frá því að segja að ég varð yfir mig undrandi á því sem ég sá og fræddist um, en jafnframt mjög döpur.  Í húsnæði sem Herinn hefur til umráða út á Eyjaslóð er aðstaða fyrir útigangsfólk. Vinkona mín hafði af gamni sínu auglýst eftir nýjum sokkum og nærbuxum bæði fyrir konur og menn og  tók ég með mér fullan poka af slíku sem ég fékk fyrir litinn pening í Europris og vægt til orða tekið, þá gerði það lukku, getið þið sett ykkur í þau spor að þurfa að fara í notuð nærföt af öðrum? nei ég held ekki.  Ég komst að því í þessari heimsókn minni, að það starf sem þarna fer fram er stórkostlegt.  Nær allir sem að því koma eru sjálfboðaliðar. Á jarðhæðinni er nytjamarkaður og hagnaðurinn af þeirri sölu rennur til starfsins sem fer fram á efri hæðinni.  Ferlið er þannig hjá útigangsfólkinu, að það safnast saman niður á Her í miðborginni og er keyrt þaðan í 7 manna bíl  út á Granda og þarf að fara 1-3 ferðir, keyrt er kunnar slóðir og þeir sem ekki hafa getað komið sér sjálfir niður á her og liggja jafnvel á götunni, eru bornir uppí bílinn. Á Eyjaslóð er tekið á móti þeim með heitum staðgóðum mat, fólkið kemst í bað og fær hrein föt, einnig getur fólkið sofið og hvílt sig í uppbúnum rúmum og eins privat og hægt er.  kl.17.00 er staðnum svo lokað og hvert fer fólkið? Því er keyrt aftur í bæinn og fer auðvitað beint á götuna, en betur í stakk búið en áður, með nesti í poka og svo þarf að þreyja þorrann fram á næsta og þá getur það komið aftur og svo áfram ef það vill, það eru að jafnaði 20 manns þarna á hverjum degi, bæði konur og menn  á öllum aldri.   Sumir eiga þarna lítið pottablóm sem þeir hugsa um og tala við, þeirra fyrsta verk er oftast að tala við blómið sitt, einu veruna í lífinu sem þau eiga sjálf. Einnig eiga sumir plastpoka sem geymdir eru fyrir þau, svona Bónus poka ekki stóra en þar eiga þeir sínar jarðnesku eigur. Stundum eru skjólstæðingar svo illa á sig komnir þegar komið er með þá í Eyjaslóð að það þarf að bera þá upp og hjálpa þeim til að baða sig og svo leyfa þeim að sofa, fólk er kannski búið að pissa á sig ofl. Það ætti enginn að þurfa að deyja í okkar landi skítugur og svangur og þeirrar trúar að öllum sé sama um hann.  Ástvinir eru oft algjörlega bugaðir og ráðalausir og geta hreinlega ekki meira og fíkillinn vill heldur ekki leggja meira á sitt fólk, en þá og einmitt þá tekur þetta yndislega fólk hjá hernum við þeim. Þessi starfsemi Hjálpræðishersins er styrkt af Hernum í Noregi svo hægt sé að vinna þetta góða starf hér á landi. Aðeins einn af öllu þessu fólki er á launum, 3-5 starfsmenn eru þarna hvern dag.  Það er ekki laust við að ég sem Íslendingur skammist mín fyrir hönd þjóðar minnar að standa svona illa að málum útigangsfólks, að við þurfum aðstoð frá Noregi til að geta unnið þetta góða starf.  Reykjavíkurborg var beðin um styrk í fyrravetur,  en því var hafnað án útskýringa. Skemmst er að minnast þessa að þegar Björk og Sigurrós "BUÐU" landsmönnum til tónleika í Laugardal  og báðu þá um styrk frá borginni til að geta haldið þessa tónleika að upphæð 4.000.000.- það var afgreitt vandræðalaust. Mannslíf eru einskis metin á móts við þúfur og steina og fossa. Rétt er geta þess að á Akureyri er herinn með samskonar starfsemi.  Ég vil líka taka fram að þær gjafir sem koma til hersins, t.d. fatnaður og annað sem þeir geta séð af, senda þeir í Rauða Krossinn og fer það síðan áfram til þróunarlanda þar sem þörfin er mikil. Full nýting er því á öllu sem þarna safnast.  Frá því ég kom í heimsókn í júlí, hefur athvarfið eignast styrktaraðila, það er Myllan, sem nú sér þeim fyrir öllu brauðmeti, frábært framtak og er það einmitt von mín að fleiri aðilar komi inn í starfið og styrki á þann hátt sem hver og einn getur. Til fróðleiks vil ég geta þess að frá 1.jan. til 15.júní eru komur í athvarfið 1633.

Merki hersins

Hér get ég einfaldlega ekki látið staðar numið.  Ég vil gera eitthvað fyrir það fólk sem býr á götunni í Reykjavík.  Við erum ein þjóð í litlu landi hvort sem við búum á stór Reykjavíkursvæðinu eða á landsbyggðinni.  Ég hef fengið þá hugmynd að safna hlutum sem fólk vill gefa og koma því á nytjamarkaðinn í Eyjaslóð svo meira sé hægt að selja og auka þannig tekjur Hersins, einnig vil ég safna fötum og öðru sem kæmi fólkinu vel, nú er vetur framundan og ég er viss um að það leynist einhversstaðar aukaúlpa inn í skáp, sem mundi koma sér vel fyrir þá sem hýrast þurfa úti í alls kyns veðrum.  Ég er tilbúin að taka við hverju því sem fólk telur sér fært að gefa og koma því í réttar hendur og sjá til þess að framlög allra nýtist sem allra, allra best.  Nærföt og sokkar eru ekki hlutir sem maður gefur frá sjálfum sér, en ef einhverjir eru til í að eyða smá pening í slíkt, þá væri það afskaplega vel þegið, þið munið, margt smátt gerir eitt stórt.

Þeir sem vilja vera með mér í þessu verkefni geta haft samband við mig í síma: 482-4262 eða 865-8698 og ég get sótt, eða þið komið hlutum til mín. Ég bý á Selfossi og mun safna hér í bæ og í nágrenni og þeir sem eru annarsstaðar á landinu geta látið mig vita ef þeir eru aflögufærir og ég mun þá finna leið til að koma hlutunum til skila.  Að gefnu tilefni vil ég láta ykkur vita að það er verið að stofna reikning í Sparisjóðnum á Selfossi og getur fólk lagt inn pening, ef einhverjir vilja fara þá leiðina, reikningurinn mun síðan verða birtur opinberlega svo allir geti séð að hver króna fer beint til Hjálpræðishersins.

Með von um góðar undirtektir þakka ég ykkur fyrir að lesa þetta og ég hlakka til að sjá viðbrögð ykkar.  Það er gott að gleðja aðra þá líður okkur betur í sál og líkama.

                                                     

                                                                                                Tákn söfnunarinnar

Á hnefanum

 

 

 

Þessi grein verður send á fréttastofur og í blöðin. Einnig mun ég reyna að fá samstarfsaðila á landsbyggðinni.  Þetta verður mitt starf í vetur og vona ég að þetta muni ganga vel. Ég er bjartsýn á hið góða í manneskjunni.

Maður verður líka að hafa gaman af þessu.

dbrn74l sheild

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Ég er hreykin af því að fá að vera með í þessu þarfa verki að beina athygli okkar allra á þá sem eru minnimáttar í velferðarríkinu okkar.

"Minnist bandingjanna, sem væruð þér sambandingjar þeirra. Minnist þeirra er illt líða, þar sem þér sjálfir eruð einnig með líkama." Hebr. 13: 3.

"Þreytumst ekki að gjöra það, sem gott er, því að á sínum tíma munum vér uppskera, ef v´r gefumst ekki upp." Gal. 6: 9.

Ásdís þú er hetja. Guð blessi þig fyrir þín góðu verk.

Ég er hreykin af því að vera vinkona þín.

Guð blessi ykkur öll.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.8.2008 kl. 21:17

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hún Ásdís er dásamleg og þú líka Rósa mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.8.2008 kl. 21:28

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

  Takk elsku Rósa mín, ég er mjög sátt með uppsetninguna hjá þér undirstrikanir  á hárréttum stöðum. Takk kæra vinkona ég er líka hreykin af því að eiga þig fyrir vinkonu 

Ásdís Sigurðardóttir, 11.8.2008 kl. 21:46

4 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

frábært framtak. allir saman nú !!!!

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 11.8.2008 kl. 21:47

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælar stelpur mínar.    

Takk fyrir innlitið og samstöðuna með framtakið hennar Ásdísar. Það er lofsvert að hugsa um þá sem minna mega sín.

Endilega kíkið á síðuna hennar Ásdísar. Þar er hörku fjör.

Guð blessi ykkur og varðveiti

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.8.2008 kl. 07:37

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Glitter Graphics

Rose Glitter Pictures

Sæl Ásdís mín

Sendi þér rósir í þakklæti fyrir þitt fallega starf í þágu þeirra sem minna mega sín.

Ég er hreykin af þér.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.8.2008 kl. 07:41

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Guð gefi ykkur öllum góðan dag.

Innlegg af síðu Ásdísar, skrifað af Rósu Aðalsteinsdóttir.

Því miður er það nú svo að forráðamenn sem stjórna þessu landi treysta á einstaklingsframtak til hjálparstarfa. Þeir eru oft fljótir að mæta og lofa einstaklingana sem vinna baki brotnu að hjálpa þeim sem minna mega sín en skaffa ekkert úr ríkissjóði eða í þessu tilviki úr borgarsjóði.

Oft er ég hneyksluð í sambandi við að ríkissjóður skuli ekki vera þátttakandi í kostnaði Björgunarsveita bæði til sjós og lands. Ég á marga vini sem eru boðnir og búnir að fara í mjög slæmu veðri til að bjarga einstaklingum í nauð. Þetta eru margir hverjir fjölskyldumenn og þeir taka oft mjög mikla áhættu. Þeir eru einnig tekjulausir á meðan og það getur oft verið dýrt fyrir fjölskyldu þegar innkoman er engin. Oft þurfa þeir á fjöll að ná í fólk sem að mínu mati er ekki með réttu ráði. Fólk fer á fjöll án þess að hlusta á veðurspá og svo er það illa búið, klætt eins og á sumardegi, engar vistir, kannski bensínlaus og margt fleira hefur maður heyrt í gegnum tíðina.

Smá útúrdúr: (Hver man svo ekki eftir þegar skipsverji á varðskipi drukknaði við björgunarstörf. Hann og konan hans voru ekki búin að gifta sig og lögin sögðu til um að hún væri eignalaus vegna þess að eignin var bara skráð á manninn og þurfti hún að leigja íbúðina SÍNA af börnunum þeirra. Hún var auðvita búið að leggja sitt í íbúðina þeirra. Hvar voru forráðamenn ríkisins? Hvers vegna gripu þeir ekki í taumana? Allir vissu og vita að þarna var enn ein ósanngirnin á ferð og meira að segja þessi maður var á vegum ríkisins við björgunarstörf. Hvaða hjálp fengu börnin frá ríkissjóði? Forráðamenn ríkissjóðs eru duglegir að koma sér undan í ýmsum tilvikum en þegar um snobb er að ræða þá eru þeir boðnir og búnir að borga og borga).

Ég er mjög ósátt hvernig ríkissjóður og þeir sem að honum standa hafa getað komist undan rekstri margvíslegra mála. Ég er ósátt við að það sé lokaðar deildir vegna niðurskurðar og sjúku fólki vísað á götuna.  Ég er oft ósátt við þann lélega stuðning sem foreldrar með langveik börn fá. Gæti tekið mörg önnur dæmi.  Alltaf skal ríkissjóður koma verkefnum sínum yfir á einstaklinga og í staðinn eru peningarnir okkar notaðir í að leiga út einkaþotur, halda snobb veislur, byggja rándýr sendiráð, nógir peningar að borga kostnað af þeim og moka peningum í sendiherra sem lifa flott. Hækka kaup þeirra sem hafa nóg fyrir og hver man nú ekki eftir lífeyrissjóði Alþingismanna og margra annarra forráðamanna á Íslandi. ætli fyrrverandi sendiherra og ráðherra sé á tvöföldum lífeyrisgreiðslum?

Ég var mjög hneyksluð í vetur þegar ég heyrði að Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpin gátu ekki haft opið í heilan mánuð eftir jól vegna peningaleysis. Í ljós kom að þessi hjálparsamtök skulduðu Reykjavíkurborg leigu fyrir húsnæði sem þau höfðu til afnota. Þvílík hneisa. Ég myndi segja að þetta fólk ætti að vera á launum hjá borginni að hjálpa einstaklingum sem borgin á í raun að sjá um.

Svo les ég hér að fólk rís upp gegn einstakling sem vill gera sitt besta. Ef á að hjálpa þessum einstaklingum þá virðist það ekki eiga að vera verk okkar allra en við öll stöndum saman að ríkissjóði. Því miður virðist sem forráðamenn gleymi því og haldi að þeir geti spreðað að eigin vild úr þessum sjóði.

Baráttukveðjur fyrir réttlætinu.

Guð blessi okkur öll og gefi að það verði breyting á gagnvart þeim sem minna mega sín.

Endilega kíkið á síðu Ásdísar. Þar er hörku fjör.

Friðarkveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.8.2008 kl. 07:50

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jú þetta er flott hjá henni Ásdísi, og er ég búinn að auglýsa þetta góða framtak mín megin líka.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.8.2008 kl. 13:11

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn.

Kærar þakkir að auglýsa þetta göfugmannlega framtak.

Ég er í sigurvímu út af handboltanum. Strákarnir rúlluðu yfir sjálfa Þjóðverjana. Ennþá gerast kraftaverk.

Mikið var ljót hormottan hjá þýska þjálfaranum.

Vertu Guði falinn.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.8.2008 kl. 15:21

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll frændi.

Þú þarft greinilega að fara í bloggvinaveiðiferð.  Sem betur fer er þetta göfuga framtak komið á skrið og kemur í blöðum líka. Þá fær líka þjóðin að vita hvað er í forgang og hvað ekki.  

Það er hneisa fyrir þessa litlu þjóð að það sé til útigangsfólk og við vitum líka öll að fólk hefur dáið á götum höfuðborgarinnar, svangt, kalt og skítugt. dettur í hug textinn: Ég einskis barn er.

Það er alltaf verið að senda okkur skilaboð m að hér sé besta heilbrigðiskerfi, velferðarkerfi og dómskerfi í heimi.

Ég er ekki sammála því og þurfa ráðamenn að taka sig á og stokka upp.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.8.2008 kl. 17:28

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.8.2008 kl. 19:47

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Glitter Graphics

Rose Glitter Graphics

Sæl Anna mín. Gaman að fá  þig í heimsókn hér á bloggsíðuna. Sendi þér rósir og óska þess að allt gangi vel hjá þér.

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.8.2008 kl. 20:25

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir þarfan pistil Rósa, og stuðninginn við Ásdísi!..


Óskar Arnórsson, 13.8.2008 kl. 05:08

14 identicon

Guð blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 12:07

15 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Rósa mí , þú ert bara yndisleg, það sem að þu skrifar er svo rétt sem mest getur verið.Guð blessi þig kæra vinkona. Ég kann ekki að setja greinina hennar Ásdísar inn hjá mer, er soddan auli á tölfu.

Kærleiksknus

Kristín Gunnarsdóttir, 13.8.2008 kl. 13:09

16 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það er sem betur fer gott fólk útí samfélaginu sem virkilega er að hjálpa. Ég held að best sé að auglýsa bankareikninginn sem kostar starfið útá Granda. Peningar nýtast oft betur heldur en að fólk sé að keyra um langan veg með flíkur í poka. Konukotið sem er sjálfboðaliðastarf á vegum Rauða krossins hefur einnig hjálpa útigangskonum og svo er Samhjálp að gera frábæra hluti. Þessi samtök þurfa öll virkilega á hjálp samfélagsins að halda.

Guðrún Sæmundsdóttir, 13.8.2008 kl. 21:59

17 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.

Óskar minn, hún Ásdís okkar er dugnaðarkona og alveg sjálfsagt að styðja hana. Vona að það hafi tekist.

Birna mín, Guð blessi þig og takk fyrir að vinna á Eyjaslóð fyrir þá sem minna mega sín.

Kristín mín, Guð blessi þig og takk fyrir innleggið þitt sem er hvatning fyrir mig og okkur að vekja máls á þeim sem minna mega sín.

Guðrún mín, sammála því að fleiri aðilar þurfa á aðstoð að halda. Ásdís er búin að setja inná bloggið sitt allar upplýsingar um reikningsnúmer, vefslóð og fl. Hjálpræðisherinn fer með föt til Rauða Krossins þegar þeir hafa föt sem nýtast þeim ekki þannig að það eru sem betur fer tengsl þarna á milli.

Guð blessi ykkur og varðveiti í Jesú nafni.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.8.2008 kl. 23:59

18 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð. 

Fáeinar upplýsingar fyrir stuðningsaðila

Hjálpræðisherinn;  Kirkjustræti 2;  101 Reykjavík;  Sími 552-0788.

Hjálpræðisherinn; Hvannavöllum 10;  600 Akureyri; Sími 462-4406.

Fólk á höfuðborgarsvæðinu getur komið með föt og aðrar gjafir annaðhvort í Kirkjustræti eða út á Eyjaslóð sem er í sama húsi og Seglagerðin Ægir.

Slóð: http://www.herinn.is/  Þar er hægt að sjá reiknisnr. fyrir þá sem vilja styrkja hjálparstarf Hjálpræðishersins með peningagjöfum.

Guð blessi glaðan gjafara.

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.8.2008 kl. 00:27

19 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.8.2008 kl. 00:38

20 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er gjörsamlega ástæðulaust að hafa útigangsfólk á Islandi. Það er svo sannarlega sælla að gefa enn þyggja..

Óskar Arnórsson, 14.8.2008 kl. 02:08

21 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Óskar minn.

Algjörlega sammála. Nóg er til af húsnæði er autt víða um Reykjavíkurborg.

Þetta er algjör hneisa.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.8.2008 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband