Færsluflokkur: Trúmál

Anita Pearce

Kæru Vopnfirðingar og nágrannar. 

Laugardagskvöldið 26. september kl. 20.00

og

sunnudaginn 27. september kl. 11.00

verða haldnar sérstakar samkomur í Hvítasunnukirkjunni.


Þetta er í þriðja sinn sem heimstrúboðinn og 
sveitatónlistasöngkonan 


 

      Anita Pearce           

 

er mætt með gítarinn sinn og
sína dásamlegu söngrödd hér á Vopnafjörð.

 

Hún mun einnig tala til okkar

og

biðja fyrir sjúkum.

Samkoman verður að sjálfsögðu túlkuð.

Allir hjartanlega velkomnir

Komum og gleðjumst öll.

Hvítasunnumenn Vopnafirði


Blessanir

 
Guð vakir yfir okkur

Ef Helgi/Helga hlýðir grandgæfilega raustu Drottins Guðs síns, svo að Helgi/Helga varðveitir og heldur allar skipanir hans, þær er ég legg fyrir Helga/Helgu í dag, þá mun Drottinn Guð þinn hefja Helga/Helgu yfir allar þjóðir á jörðu,

og þá munu fram við Helga/Helgu koma og á Helga/Helgu rætast allar þessar blessanir, ef Helgi/Helga hlýðir raustu Drottins Guðs síns:

Blessaður- blessuð er Helgi/Helga í borginni og blessaður- blessuð er Helgi/Helga á akrinum.

GOD

 

Blessaður er ávöxtur kviðar Helgu/Helga og ávöxtur lands Helgu/Helga og ávöxtur fénaðar Helgu/Helga, viðkoma nautgripa Helgu/Helga og burðir hjarðar Helgu/Helga.

Blessuð er karfa Helgu/Helga og deigtrog Helgu/Helga.

Blessuð-Blessaður er Helga/Helgi, þegar Helga/Helgi gengur inn, og blessuð-blessaður er Helga/Helgi, þegar Helga/Helgi gengur út.

hishands

Drottinn mun láta óvini Helga/Helgu bíða ósigur fyrir Helga/Helgu, þá er upp rísa í móti Helga/Helgu. Um einn veg munu þeir fara í móti Helga/Helgu, en um sjö vegu munu þeir flýja undan Helga/Helgu.

Drottinn láti blessun fylgja Helga/Helgu í forðabúrum Helga/Helgu og í öllu, sem Helgi/Helga tekur sér fyrir hendur, og hann blessi Helga/Helgu í landinu, sem Drottinn Guð þinn gefur Helga/Helgu.

Drottinn gjöri Helga/Helgu að lýð, sem heilagur er fyrir honum, eins og hann hefir svarið Helga/Helgu, Helgi/Helga varðveitir skipanir Drottins Guðs síns og gengur á hans vegum.

eye of god

Og allar þjóðir á jörðinni munu þá sjá, að Helga/Helgi hefir nefnd/ur verið eftir nafni Drottins, og þær munu óttast Helga/Helgu.

Drottinn mun veita Helgu/Helga gnægð gæða í ávexti kviðar þíns og í ávexti fénaðar Helgu/Helga og í ávexti lands Helgu/Helga í landi því, sem Drottinn sór feðrum Helgu/Helga að gefa Helgu/Helga.

Hönd Guðs

Drottinn mun upp ljúka fyrir Helgu/Helga forðabúrinu sínu hinu góða, himninum, til þess að gefa landi Helgu/Helga regn á réttum tíma og blessa öll verk handa Helgu/Helga, og Helga/Helgi munt fé lána mörgum þjóðum, en sjálf/ur eigi þurfa að taka fé að láni.

Drottinn mun gjöra Helga/Helgu að höfði og eigi að hala, og Helga/Helgi skalt stöðugt stíga upp á við, en aldrei færast niður á við, ef Helga/Helgi hlýðir skipunum Drottins Guðs síns, þeim er ég legg fyrir Helga/Helgu í dag, til þess að Helga/Helgi varðveitir þær og breytir eftir þeim,

Blog   Our Star Breathing God

og ef Helgi/Helga víkur ekki frá neinu boðorða þeirra, er ég legg fyrir Helga/Helgu í dag, hvorki til hægri né vinstri, til þess að elta aðra guði og þjóna þeim." Biblían: 5. Mós. 28: 1.-14.

god is love 4847

Kæru bloggfélagar. Fyrir rúmum hálfum mánuði fengum við trúsystkinin heimsókn. Trúsystkinin í Hvítasunnukirkjunni í Keflavík heiðruðu okkur með nærveru sinni. Einn af ferðafélögunum gáfu okkur þessi orð og skoraði á okkur að setja nafnið okkar inn í textann. Ég ákvað að setja inn nafnið Helgi og Helga. Ástæðan er að við fjölskyldan áttum góðan trúbróður sem hét Helgi sem lést fyrir tæpum 4 árum.

Guð blessi ykkur

Shalom/Rósa


Sjómenn til hamingju með daginn.

 

Guð gefi ykkur öllum góðan dag í Jesú nafni.

Sjómenn til hamingju með daginn.

Megi Guð almáttugur blessa ykkur og varðveita.

Frá Siglufirði

Frá Siglufirði

Enn einu sinni vorum við minnt á hættur hafsins þegar hafsögubáturinn Auðunn sökk í Sandgerðishöfn fyrir þremur dögum. Tveir menn voru á bátnum. Annar, Aðalsteinn Björnsson fór niður með bátnum en gat af eigin rammleik komið sér út úr stýrishúsinu og synt upp á yfirborðið. Aðalsteinn og ég erum þremenningar. Þegar ég sá nafnið hans fór ég að spekúlera hvort þetta gæti verið Alli frá Hvannabrekku því ég vissi að hann ætti heima í Keflavík. 

Góði Guð takk fyrir að Karl Einar og Aðalsteinn eru heilir á húfi.

   Ásbryggjan  IMG 0016 NEW

Er frelsarann sá ég við vatnið,

Hann sagði við mig:

Ég veit þú ert þreyttur

Og þráir minn frið.

Í leynd er þú grætur

Vil ég gefa þér ró.

Ég vil að þú munir hvers vegna ég dó.

   Rósa, Palli og Ási   1961  Nóg að gera í síldarsöltun

„Dag einn fór hann út í bát og lærisveinar hans. Hann sagði við þá: "Förum yfir um vatnið." Og þeir létu frá landi. En sem þeir sigldu, sofnaði hann. Þá skall stormhrina á vatnið, svo að nær fyllti bátinn og voru þeir hætt komnir. Þeir fóru þá til hans, vöktu hann og sögðu: "Meistari, meistari, vér förumst!" En hann vaknaði og hastaði á vindinn og öldurótið og slotaði þegar og gerði logn. Og hann sagði við þá: "Hvar er trú yðar?" En þeir urðu hræddir og undruðust og sögðu hver við annan: "Hver er þessi? Hann skipar bæði vindum og vatni og hvort tveggja hlýðir honum." Lúkas 8: 22.-25.

   Sveinn með börn þeirra bræðra  Ásstrákarnir á Settunni

Uppáhaldssálminn hans Tóta föðurbróður míns sem nú er heima hjá Jesú.

1. Vort líf, það er sigling á æðandi öldum. Á aldimmri nótt gegnum boða og sker.

En áfram þó leiðinni hiklaust vér höldum. Vor hjartkæri Frelsari skipstjórinn er.

Kór.

Svo örugg vér höllum oss upp að hans hjarta, því aldrei vor Frelsari stýrir af leið.

Sé báturinn lakur, oss ber ekki' að kvarta, því bráðum á himni er þrotin öll neyð.

 

2. Þótt dimmt sé og kalt úti' á djúpinu tíðum, Guðs dýrmæta orð varpar ljósi á sæ.

Það léttir af ótta- og angistarhríðum. Og umbreytir stormi í hæglátan blæ.

 

3. Þótt stormurinn blási og öldurnar æði. Vér óðfluga nálægjumst takmarkið þreyð.

Þá enduð er sorgin í eilífðar næði. Og aflokið ferðinni, gleymd sérhver neyð.

                                                                                    Ivar Lindestad - Sigríður Halldórsdóttir

   Sveinn með barnahópinn  Vonin

Hann sagði við þá: "Komið þér nú á óbyggðan stað, svo að vér séum einir saman, og hvílist um stund." En fjöldi fólks var stöðugt að koma og fara, svo að þeir höfðu ekki einu sinni næði til að matast. Og þeir fóru á bátnum einir saman á óbyggðan stað. Menn sáu þá fara, og margir þekktu þá, og nú streymdi fólk þangað gangandi úr öllum borgunum og varð á undan þeim. Þegar Jesús steig á land, sá hann þar mikinn mannfjölda, og hann kenndi í brjósti um þá, því að þeir voru sem sauðir, er engan hirði hafa. Og hann kenndi þeim margt. Þá er mjög var áliðið dags, komu lærisveinar hans að máli við hann og sögðu: "Hér er engin mannabyggð og langt á daginn liðið. Lát þá fara, að þeir geti náð til býla og þorpa hér í kring og keypt sér eitthvað til matar." En hann svaraði þeim: "Gefið þeim sjálfir að eta." Þeir svara honum: "Eigum vér að fara og kaupa brauð fyrir tvö hundruð denara og gefa þeim að eta?" Jesús spyr þá: "Hve mörg brauð hafið þér? Farið og gætið að." Þeir hugðu að og svöruðu: "Fimm brauð og tvo fiska." Þá bauð hann þeim að láta alla setjast í grængresið og skipta sér í hópa. Þeir settust niður í flokkum, hundrað í sumum, en fimmtíu í öðrum. Og hann tók brauðin fimm og fiskana tvo, leit upp til himins, þakkaði Guði, braut brauðin og gaf lærisveinunum til að bera fram fyrir mannfjöldann. Fiskunum tveim skipti hann og meðal allra. Og þeir neyttu allir og urðu mettir. Þeir tóku saman brauðbitana, er fylltu tólf körfur, svo og fiskleifarnar. En þeir, sem brauðanna neyttu, voru fimm þúsund karlmenn. Tafarlaust knúði hann lærisveina sína að fara í bátinn og halda á undan yfir til Betsaídu, meðan hann sendi fólkið brott. Og þá er hann hafði kvatt það, fór hann til fjalls að biðjast fyrir. Þegar kvöld var komið, var báturinn á miðju vatni, en hann einn á landi. Hann sá, að þeim var þungur róðurinn, því að vindur var á móti þeim, og er langt var liðið nætur kemur hann til þeirra, gangandi á vatninu, og ætlar fram hjá þeim. Þegar þeir sáu hann ganga á vatninu, hugðu þeir, að þar færi vofa, og æptu upp yfir sig. Því að allir sáu þeir hann og varð þeim bilt við. En Jesús mælti jafnskjótt til þeirra: "Verið hughraustir, það er ég, verið óhræddir." Og hann sté í bátinn til þeirra og lægði þá vindinn. Og þeir urðu öldungis agndofa, enda höfðu þeir ekki skilið það, sem gjörst hafði með brauðin, hjörtu þeirra voru blind. Þegar þeir höfðu náð yfir um, komu þeir að landi við Genesaret og lögðu þar að. Um leið og þeir stigu úr bátnum, þekktu menn hann. Og fólk tók að streyma fram og aftur um allt það hérað og bera sjúklinga í burðarrekkjum hvert þangað, sem þeir heyrðu, að hann væri. Og hvar sem hann kom í þorp, borgir eða á bæi, lögðu menn sjúka á torgin og báðu hann, að þeir fengju rétt að snerta fald klæða hans, og allir þeir, sem snertu hann, urðu heilir." Mark. 6: 31.-56.

   Fuglanes NS 72  Fuglanes NS. 72

Mitt fley er svo lítið og lögur svo stór.

Mitt líf er í Frelsarans hönd.

:,: En hann stýrir bátnum, þó bylgjan sé há.

Beint upp að himinsins strönd :,:

Fuglanes við Litlu Kaffistofuna

 „Guð sagði: "Vér viljum gjöra manninn eftir vorri mynd, líkan oss, og hann skal drottna yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir fénaðinum og yfir villidýrunum og yfir öllum skriðkvikindum, sem skríða á jörðinni." Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu. Og Guð blessaði þau, og Guð sagði við þau: "Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina og gjörið ykkur hana undirgefna og drottnið yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir öllum dýrum, sem hrærast á jörðinni." Og Guð sagði: "Sjá, ég gef ykkur alls konar sáðberandi jurtir á allri jörðinni og alls konar tré, sem bera ávöxtu með sæði í. Það sé ykkur til fæðu. Og öllum villidýrum og öllum fuglum loftsins og öllum skriðkvikindum á jörðinni, öllu því, sem hefir lifandi sál, gef ég öll grös og jurtir til fæðu." Og það varð svo." 1. Mós. 1: 26.-30.

   Póstkort frá Frjálslyndaflokknum  Kort frá Frjálslyndaflokknum 2

Færsla um Sjómannadaginn fyrir ári síðan: hér 

Guð blessi ykkur öll.

Kær kveðja/Rósa


mbl.is „Auðvitað bregður manni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilagur Andi

 

Holy Spirit

Jesús var upp numinn til himins til Guðs föður síns en áður en hann var upp numinn sagði hann lærisveinunum sínum að hann myndi senda Heilagan Anda til þeirra og okkar allra.

Holy Bible

Upp numinn:

 „En þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar." Þegar hann hafði þetta mælt, varð hann upp numinn að þeim ásjáandi, og ský huldi hann sjónum þeir. Er þeir störðu til himins á eftir honum, þegar hann hvarf, þá stóðu hjá þeim allt í einu tveir menn í hvítum klæðum og sögðu: "Galíleumenn, hví standið þér og horfið til himins? Þessi Jesús, sem varð upp numinn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins." Þá sneru þeir aftur til Jerúsalem frá Olíufjallinu, sem svo er nefnt og er í nánd við Jerúsalem, hvíldardagsleið þaðan. Er þeir komu þangað, fóru þeir upp í loftstofuna, þar sem þeir dvöldust: Pétur og Jóhannes, Jakob og Andrés, Filippus, Tómas, Bartólómeus, Matteus, Jakob Alfeusson, Símon vandlætari og Júdas Jakobsson. Allir þessir voru með einum huga stöðugir í bæninni ásamt konunum. María, móðir Jesú, var líka með þeim og bræður hans." Matt. 1:8.-14.

Heilagur andi, huggarinn okkar

:,: Helgur Andi,

við þig bjóðum velkominn:,:

Almáttugi Faðir, þú viskunnar mér,

við þig bjóðum velkominn.

untitled

Gjöf heilags anda:

„Þá er upp var runninn hvítasunnudagur, voru þeir allir saman komnir. Varð þá skyndilega gnýr af himni eins og aðdynjanda sterkviðris og fyllti allt húsið, þar sem þeir voru. Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvern og einn þeirra. Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla. Í Jerúsalem dvöldust Gyðingar, guðræknir menn, frá öllum löndum undir himninum. Er þetta hljóð heyrðist, dreif að fjölda manns. Þeim brá mjög við, því að hver og einn heyrði þá mæla á sína tungu. Þeir voru frá sér af undrun og sögðu: "Eru þetta ekki allt Galíleumenn, sem hér eru að tala? Hvernig má það vera, að vér, hver og einn, heyrum þá tala vort eigið móðurmál? Vér erum Partar, Medar og Elamítar, vér erum frá Mesópótamíu, Júdeu, Kappadókíu, Pontus og Asíu, frá Frýgíu og Pamfýlíu, Egyptalandi og Líbýubyggðum við Kýrene, og vér, sem hingað erum fluttir frá Róm. Hér eru bæði Gyðingar og þeir sem tekið hafa trú Gyðinga, Kríteyingar og Arabar. Vér heyrum þá tala á vorum tungum um stórmerki Guðs." Þeir voru allir furðu lostnir og ráðalausir og sögðu hver við annan: "Hvað getur þetta verið?" En aðrir höfðu að spotti og sögðu: "Þeir eru drukknir af sætu víni."

Heilagur andi var sendur til okkar

Ræða Péturs:

Þá steig Pétur fram og þeir ellefu, og hann hóf upp rödd sína og mælti til þeirra: "Gyðingar og allir þér Jerúsalembúar! Þetta skuluð þér vita. Ljáið eyru orðum mínum. Eigi eru þessir menn drukknir, eins og þér ætlið, enda aðeins komin dagmál. Hér er að rætast það, sem spámaðurinn Jóel segir:

Heilagur andi

Spádómur Jóels spámanns rættist:

Það mun verða á efstu dögum, segir Guð,

að ég mun úthella anda mínum yfir alla menn.

Synir yðar og dætur munu spá,

ungmenni yðar munu sjá sýnir

og gamalmenni yðar mun drauma dreyma.

Jafnvel yfir þræla mína og ambáttir mínar

mun ég á þeim dögum úthella anda mínum,

og þau munu spá.

Og ég mun láta undur verða á himnum uppi

og tákn á jörðu niðri,

blóð og eld og reykjarmökk.

Sólin mun snúast í myrkur

og tunglið í blóð,

áður dagur Drottins kemur,

hinn mikli og dýrlegi.

En hver sá, sem ákallar nafn Drottins,

mun frelsast.

Holy spirit by power

Ísraelsmenn, heyrið þessi orð: Jesús frá Nasaret var maður, sem Guð sannaði yður með kraftaverkum, undrum og táknum, er Guð lét hann gjöra meðal yðar, eins og þér sjálfir vitið. Hann var framseldur að fyrirhuguðu ráði Guðs og fyrirvitund, og þér létuð heiðna menn negla hann á kross og tókuð hann af lífi. En Guð leysti hann úr nauðum dauðans og reisti hann upp, enda gat það aldrei orðið, að dauðinn fengi haldið honum, því að Davíð segir um hann:

Jesús skírður niðurdýfingarskírn
"En þegar Jesús hafði verið skírður, sté hann jafnskjótt upp úr vatninu. Og þá opnuðust himnarnir, og hann sá anda Guðs stíga niður eins og dúfu og koma yfir sig." Matt. 3:16.

Ávallt hafði ég Drottin fyrir augum mér,

því að hann er mér til hægri hliðar, til þess að ég bifist ekki.

Fyrir því gladdist hjarta mitt, og tunga mín fagnaði.

Meira að segja mun líkami minn hvílast í von.

Því að ekki munt þú skilja sálu mína eftir í helju

og eigi láta þinn heilaga verða rotnun að bráð.

Kunna gjörðir þú mér lífsins vegu.

Þú munt mig fögnuði fylla fyrir þínu augliti.

Merkasta tákn Heilags anda er dúfa á leið niður.

"Merkasta tákn Heilags Anda er dúfa á leið niður frá himni niður til jarðar til okkar mannanna barna."

Bræður, óhikað get ég við yður talað um ættföðurinn Davíð. Hann dó og var grafinn, og leiði hans er til hér allt til þessa dags. En hann var spámaður og vissi, að Guð hafði með eiði heitið honum að setja í hásæti hans einhvern niðja hans. Því sá hann fyrir upprisu Krists og sagði:

Ekki varð hann eftir skilinn í helju, og ekki varð líkami hans rotnun að bráð.

Jesús er ekki lengur á krossinum. Hann er upprisinn og okkur var sendur Heilagur Andi sem er huggari okkar

Þennan Jesú reisti Guð upp, og erum vér allir vottar þess. Nú er hann upp hafinn til Guðs hægri handar og hefur af föðurnum tekið við heilögum anda, sem fyrirheitið var, og úthellt honum, eins og þér sjáið og heyrið. Ekki steig Davíð upp til himna, en hann segir:

Drottinn sagði við minn drottin: Set þig mér til hægri handar, þangað til ég gjöri óvini þína að fótskör þinni.

Með öruggri vissu viti þá öll Ísraels ætt, að þennan Jesú, sem þér krossfestuð, hefur Guð gjört bæði að Drottni og Kristi." Er þeir heyrðu þetta, var sem stungið væri í hjörtu þeirra, og þeir sögðu við Pétur og hina postulana: "Hvað eigum vér að gjöra, bræður?"

Pétur sagði við þá: "Gjörið iðrun og látið skírast hver og einn í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar; þá munuð þér öðlast að gjöf heilagan anda.

Því að yður er ætlað fyrirheitið, börnum yðar og öllum þeim, sem í fjarlægð eru, öllum þeim, sem Drottinn Guð vor kallar til sín." Og með öðrum fleiri orðum vitnaði hann, áminnti þá og sagði: "Látið frelsast frá þessari rangsnúnu kynslóð."

En þeir, sem veittu orði hans viðtöku, voru skírðir, og þann dag bættust við um þrjú þúsund sálir. Þeir ræktu trúlega uppfræðslu postulanna og samfélagið, brotning brauðsins og bænirnar.

Samfélag trúaðra:

Ótta setti að hverjum manni, en mörg undur og tákn gjörðust fyrir hendur postulanna. Allir þeir sem trúðu héldu hópinn og höfðu allt sameiginlegt. Þeir seldu eignir sínar og fjármuni og skiptu meðal allra eftir því sem hver hafði þörf á. Daglega komu þeir saman með einum huga í helgidóminum, þeir brutu brauð í heimahúsum, neyttu fæðu saman í fögnuði og einlægni hjartans. Þeir lofuðu Guð og höfðu vinsældir af öllum. En Drottinn bætti daglega við í hópinn þeim, er frelsast létu." Postulasagan 2 kafli.

Dúfa 2

Andi:

„Hebreska orðið yfir anda í Gamla testamentinu er „ruach", sem er útlagt vindur, blær, andardráttur. Álitið var, að andinn væri það afl í manninum, sem hvetti hann til starfa 0 viljinn. Að vera fylltur anda táknaði það sama og vera fylltur orku, áhuga.

Andi Guðs gat komið yfir manninn, sem hlaut þá guðlegan mátt og visku. Í Nýja testamentinu kemur oft fyrir orðið andi og táknar þá oft „Heilagana anda", anda Guðs. Í Post 2. Er sagt frá hvernig „Heilagur andi" kom yfir lærisveinana á Hvítasunnudaginn. Með hjálp andans var hinn upprisni og lifandi Kristur með lærisveinunum sínum, studdi þá og hjálpaði til þess að breiða kristinn boðskap út til mannanna.

Biblían: 1. Mós. 2:7, Esek. 11:5, Matt. 3:16, Lúk. 11:13. Jóh. 14: 16.-17, Post. 13:2, Róm. 8: 14.-16, 1. Jóh. 3:24." Heimildir: Biblíuhandbókin þín, sem var gefin út af Erni og Örlygi hf. 1974.

Dúfa 1

Postullega trúarjátningin

Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar.

Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottinn vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.

Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu mannsins og eilíft líf.

Guð blessi ykkur öll

Kær kveðja/Rósa


Hönd Guðs og kraftaverkin hans

 

Hönd Guðs
Hönd Guðs
Þessi mynd er af vef: Nasa 

Davíðssálmur. Til söngstjórans. Á gittít. „Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina! Þú breiðir ljóma þinn yfir himininn. Af munni barna og brjóstmylkinga hefir þú gjört þér vígi til varnar gegn óvinum þínum, til þess að þagga niður í hefndargirni óvinarins. Þegar ég horfi á himininn, verk handa þinna, tunglið og stjörnurnar, er þú hefir skapað, hvað er þá maðurinn þess, að þú minnist hans, og mannsins barn, að þú vitjir þess? Þú lést hann verða litlu minni en Guð, með sæmd og heiðri krýndir þú hann. Þú lést hann ríkja yfir handaverkum þínum, allt lagðir þú að fótum hans: sauðfénað allan og uxa, og auk þess dýr merkurinnar, fugla loftsins og fiska hafsins, allt það er fer hafsins vegu. Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina!" Sálmur 8. 1.-10.

Blog   Our Star Breathing God
Er ég horfi á himinninn, handa þinna verk, tunglið og stjörnurnar, er skapað hefur þú, hallelúja.

Spádómar um þegar dagur Drottins nálgast.

Flokkarnir þyrpast saman í dómsdalnum, því að dagur Drottins er nálægur í dómsdalnum.  Sól og tungl eru myrk orðin, og stjörnurnar hafa misst birtu sína.En Drottinn þrumar frá Síon og lætur raust sína gjalla frá Jerúsalem, svo að himinn og jörð nötra. En Drottinn er athvarf sínum lýð og vígi Ísraelsmönnum." Jóel 3: 19.21.

 „En þegar eftir þrenging þessara daga mun sólin sortna og tunglið hætta að skína. Stjörnurnar munu hrapa af himni og kraftar himnanna bifast.Þá mun tákn Mannssonarins birtast á himni, og allar kynkvíslir jarðarinnar hefja kveinstafi. Og menn munu sjá Mannssoninn koma á skýjum himins með mætti og mikilli dýrð. Hann mun senda út engla sína með hvellum lúðri, og þeir munu safna hans útvöldu úr áttunum fjórum, himinskauta milli." Matteusarguðspjall 24: 29.-31.

En á þeim dögum, eftir þrenging þessa, mun sólin sortna og tunglið hætta að skína. Stjörnurnar munu hrapa af himni og kraftar himnanna bifast. Þá munu menn sjá Mannssoninn koma í skýjum með miklum mætti og dýrð." Mark. 13. 24.26.

„Og ég sá, er lambið lauk upp sjötta innsiglinu. Og mikill landskjálfti varð, og sólin varð svört sem hærusekkur, og allt tunglið varð sem blóð. Og stjörnur himinsins hröpuðu niður á jörðina eins og þegar fíkjutré, skekið af stormvindi, fellir haustaldin sín. Og himinninn sviptist burt eins og þegar bókfell vefst saman, og hvert fjall og ey færðist úr stað sínum. Og konungar jarðarinnar og höfðingjarnir og herforingjarnir og auðmennirnir, mektarmennirnir og hver þræll og þegn fólu sig í hellum og í hömrum fjalla. Og þeir segja við fjöllin og hamrana: "Hrynjið yfir oss og felið oss fyrir ásjónu hans, sem í hásætinu situr, og fyrir reiði lambsins; því að kominn er dagurinn, hinn mikli dagur reiði þeirra, og hver mun geta staðist?" Opinberunarbókin 6: 12.- 17.

„Sjá, sá dagur kemur frá Drottni, að herfangi þínu verður skipt mitt í sjálfri þér. Og ég mun safna öllum þjóðunum til hernaðar móti Jerúsalem, og borgin mun verða tekin, húsin rænd og konurnar smánaðar. Helmingur borgarmanna mun verða herleiddur, en hinn lýðurinn mun ekki upprættur verða úr borginni. Og Drottinn mun út fara og berjast við þessar þjóðir, eins og þegar hann barðist forðum á orrustudeginum. Fætur hans munu á þeim degi standa á Olíufjallinu, sem er austanvert við Jerúsalem, og Olíufjallið mun klofna um þvert frá austri til vesturs, og þar mun verða geysivíður dalur, því að annar hluti fjallsins mun undan síga til norðurs, en hinn til suðurs.En þér munuð flýja í fjalldal minn, því að fjalldalurinn nær til Asal. Og þér munuð flýja, eins og þér flýðuð undan landskjálftanum á dögum Ússía Júdakonungs. En Drottinn, Guð minn, mun koma og allir heilagir með honum. Á þeim degi mun hvorki verða hiti, kuldi né frost, og það mun verða óslitinn dagur - hann er Drottni kunnur _ hvorki dagur né nótt, og jafnvel um kveldtíma mun vera bjart. Á þeim degi munu lifandi vötn út fljóta frá Jerúsalem, og mun annar helmingur þeirra falla í austurhafið, en hinn helmingurinn í vesturhafið. Skal það verða bæði sumar og vetur. Drottinn mun þá vera konungur yfir öllu landinu. Á þeim degi mun Drottinn vera einn og nafn hans eitt." Sakaría 14: 1.-9.

Samuel Gross er kallaður læknisfræðilgt kraftaverk og faðir hans trúir að Guð hafi svaraði bænum hans um að drengurinn myndi lifa
Samuel Gross

Drottinn heyrir bænir og kraftaverkin gerast enn þann dag í dag. Ég las á mbl.is frétt í dag um „Kanadískan dreng sem er sagður vera kraftaverk." Faðir drengsins sagði: „Bænum mínum hefur verið svarað," „Þetta er kraftaverk."

Enginn vissi hversu lengi ég var í sjónum þegar ég - Rósa var fimm ára en faðir minn bjargaði mér og það er kraftaverk. Ég bað einnig Jesú Krist um að lækna mig af flogaveiki þegar ég var að verða 14 ára gömul. Forstöðumenn og öldungar báðu fyrir mér og ég fann hvernig kraftur Guðs streymdi í gegnum líkama minn frá toppi til táa.  

Hér fyrir neðan er frásögn sem ég lærði um í sunnudagaskólanum um Elkana, Hönnu og soninn Samúel sem Guð gaf þeim.

Samúel og Elía
Elí og Samúel

„Maður er nefndur Elkana. Hann var frá Ramataím-Sófím, frá Efraímfjöllum; hann var sonur Jeróhams Elíhúsonar, Tóhúsonar, Súfssonar Efraímíta. Elkana átti tvær konur. Hét önnur Hanna, en hin Peninna. Peninna átti börn, en Hanna átti engin börn. Þessi maður fór á ári hverju úr borg sinni til þess að biðjast fyrir og til þess að færa Drottni allsherjar fórnir í Síló. En þar voru báðir synir Elí, Hofní og Pínehas, prestar Drottins. Í hvert sinn er Elkana fórnaði, þá gaf hann Peninnu, konu sinni, og öllum sonum hennar og dætrum sinn hlut hverju. Hann gaf Hönnu ekki nema einn hlut, þótt hann elskaði hana, en Drottinn hafði lokað móðurkviði hennar. Elja hennar skapraunaði henni einnig til þess að reita hana til reiði, af því að Drottinn hafði lokað móðurkviði hennar. Svo gjörði Elkana ár eftir ár, í hvert skipti sem þau fóru upp til húss Drottins, og þannig skapraunaði hún henni. Hanna grét og neytti eigi matar. Þá sagði Elkana, maður hennar, við hana: "Hanna, hví grætur þú og hví neytir þú eigi matar og hví liggur svo illa á þér? Er ég þér ekki betri en tíu synir?" Og Hanna stóð upp, þá er þau höfðu etið í Síló og þá er þau höfðu drukkið. En Elí prestur sat á stól við dyrastafinn á musteri Drottins. Hanna var sárhrygg. Hún bað til Drottins og grét mjög, gjörði heit og mælti: "Drottinn allsherjar! Ef þú lítur á eymd ambáttar þinnar og minnist mín og gleymir eigi ambátt þinni og gefur ambátt þinni son, þá skal ég gefa hann Drottni alla daga ævi hans, og eigi skal rakhnífur koma á höfuð honum." Er hún gjörði lengi bæn sína fyrir augliti Drottins, og Elí tók eftir munni hennar, - en Hanna mæltist fyrir í hljóði; bærðust aðeins varirnar, en rödd hennar heyrðist ekki -, þá hélt Elí, að hún væri drukkin. Þá sagði Elí við hana: "Hversu lengi ætlar þú að láta sjá þig drukkna? Láttu vímuna renna af þér!" Hanna svaraði og sagði: "Nei, herra minn, ég er kona með hryggð í hjarta. Vín hefi ég ekki drukkið né áfengan drykk, en ég hefi úthellt hjarta mínu fyrir Drottni. Ætla þú eigi, að ambátt þín sé afhrak, því að af mínum mikla harmi og trega hefi ég talað hingað til." Elí svaraði og sagði: "Far þú í friði. Ísraels Guð mun veita þér það, er þú hefir beðið hann um."Hanna mælti: "Ó að ambátt þín mætti finna náð í augum þínum!" Síðan fór konan leiðar sinnar og mataðist og var eigi framar með döpru bragði. Morguninn eftir risu þau árla og gjörðu bæn sína fyrir augliti Drottins, sneru síðan aftur og komu heim til Rama. Og Elkana kenndi Hönnu konu sinnar, og Drottinn minntist hennar. Og er ár var liðið, hafði Hanna orðið þunguð og alið son, og hún nefndi hann Samúel, "því að ég hefi beðið Drottin um hann." Elkana fór nú með alla fjölskyldu sína til þess að færa Drottni hina árlegu fórn og áheit sitt. En Hanna fór ekki, heldur sagði við mann sinn: "Ég fer ekki fyrr en sveinninn er vaninn af brjósti. Þá fer ég með hann, svo að hann birtist fyrir augliti Drottins og verði þar ávallt upp frá því." Elkana, maður hennar, sagði við hana: "Gjör þú sem þér vel líkar. Ver þú kyrr heima, uns þú hefir vanið hann af brjósti. Drottinn láti aðeins orð þín rætast." Síðan var konan kyrr heima og hafði son sinn á brjósti, uns hún vandi hann af. En er hún hafði vanið hann af brjósti, fór hún með hann og hafði með sér þriggja ára gamalt naut og eina efu mjöls og legil víns. Og hún fór með hann í hús Drottins í Síló. En sveinninn var þá ungur. Þau slátruðu nautinu og fóru með sveininn til Elí. Og hún sagði: "Heyr, herra minn! Svo sannarlega sem þú lifir, herra minn, er ég kona sú, er stóð hér hjá þér til þess að gjöra bæn mína til Drottins. Um svein þennan gjörði ég bæn mína, og Drottinn veitti mér bæn mína, sem ég bað hann um. Fyrir því vil ég og ljá Drottni hann. Svo lengi sem hann lifir, skal hann vera Drottni léður." Og þau féllu þar fram fyrir Drottin." 1. Samúelsbók 1.

"Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir." Hebr. 13:8

"Fyrir því segi ég yður: Hvers sem þér biðjið í bæn yðar, þá trúið, að þér hafið öðlast það, og yður mun það veitast." Mark. 11: 24.

"Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast, sem biður, sá finnur, sem leitar, og fyrir þeim, sem á knýr, mun upp lokið verða." Matt. 7: 7.-8.

Guð blessi ykkur öll

Kær kveðja/Rósa


mbl.is Kanadískur drengur sagður kraftaverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bænagangan 2009

 

Bænagangan 2009

 SUMARDAGURINN FYRSTI

23. apríl

Þín þátttaka skiptir máli, Guð heyrir bænir ! Gengið og beðið á 32 stöðum á landinu, sjötta árið í röð.

Eftir gönguna kl.11.30-13 í húsi Samhjálpar Stangarhyl 3. Ártúnsholti. Reykjavík verður hádegishlaðborð á kr.500 og sameiginleg bænastund. Nánari upplýsingar um Samhjálp.

Allir eru hjartanlega velkomnir í bænagöngurnar.

kort2007

Nær allar göngur hefjast stundvíslega kl:09.00, ATH:nema Ísafjörður kl:14 og Vestmannaeyjar kl:10.

Bein útsending verður frá Lindinni frá 8.30 til 11.30.

Að göngunni standa gönguhóparnir Foglander, 7TS, Labbakútarnir og Fúsir fætur. Einnig Samhjálp og Útvarpsstöðin Lindin.

 

Útsýni á milli Andrésarkletts og Háahrauns
Mynd Bjarki Björgólfsson

Kæru Vopnfirðingar

Bjóðum sumarið velkomið með þátttöku í Bænargöngunni. Okkur hefur verið úthlutað einu bænarefni og svo munum við biðja fyrir landi og þjóð, - kosningunum, - erfiðleikunum sem við Íslendingar þurfum að glíma við í dag, - öllum sem eru atvinnulausir, - öllum sem eiga í  fjárhagserfiðleikum, - sjúkum og sorgmæddum.

Einnig munum við biðja fyrir öllum Vopnfirðingum og málefnum okkar. Við ætlum líka að þakka Guði fyrir bænasvör og blessanir sem við höfum fengið og upplifað í gegnum árin.

Við báðum Guð um varðveislu í fyrra fyrir æskunni okkar gegn allri vá eins og t.d. áfengisneyslu og eiturlyfjaneyslu og við sjáum að það veitir ekki af að halda áfram að biðja um varðveislu gegn þessari vá miðað við þær fréttir sem við fáum nú með nokkra daga millibili um að lögreglan hafi upprætt fullt af kannabisplöntum og nú síðast innflutning ýmiskonar eiturlyfja á Djúpavogi.

Margir virðast ætla að græða á sölu fíkniefna til unga fólksins. Megi almáttugur Guð fyrirgefa þessu fólk en mér finnst það leggja sig lágt að ætla að leggja líf annarra í rúst með þessu framferði sínu.

Munum: "Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið." 1. Jak. 5:16

Ásbryggja, mynd Bjarki björgólfsson

 

28

Vopnafjörður

Bæn!

Siðferðisvitund þjóðarinnar vakni :

Guð kalli englaher til varnar spillingu þeirri sem flæðir inní landið. Siðferðisvitund almennings vakni fyrir óþverranum sem streymir til okkar og fólk finni sig knúið til að standa upp til varnar. Orð Guðs sé í hávegum haft.

Umsjón

Rósa 893 9755

lengd

þorpið - 1 klst

KL:09

Frá Ási

Nánari upplýsingar: Smella hér

Sjáumst kl. 9:00 hjá Ási - Hafnarbyggð 37.

Guð blessi ykkur öll.

Kær kveðja/Rósa


Páskadagur

 

Páskadagur

:/: Hann er Guð :/:

Reis frá dauðum Drottinn Kristur,

hann er Guð.

Til hans kom í trú,

tak við honum nú,

því Kristur, hann er Guð. 

Jesús dó á krossi og reis upp frá dauðum á þriðja degi

 

Jesús er upprisinn

„Að liðnum hvíldardegi, þegar lýsti af fyrsta degi vikunnar, komu þær María Magdalena og María hin til að líta á gröfina.

   Steininum var velt frá gröfinni                       Steinn sem haldið er að hafi verið settur fyrir gröf Jesú Krists

Þá varð landskjálfti mikill, því engill Drottins sté niður af himni, kom og velti steininum og settist á hann. Hann var sem elding ásýndum og klæðin hvít sem snjór. Varðmennirnir skulfu af hræðslu við hann og urðu sem örendir.

    Gröfin          Jesús er upprisinn 2         Gröfin var tóm

En engillinn mælti við konurnar: ,,Þér skuluð eigi óttast. Ég veit, að þér leitið að Jesú hinum krossfesta. Hann er ekki hér. Hann er upp risinn, eins og hann sagði. Komið og sjáið staðinn, þar sem hann lá. Farið í skyndi og segið lærisveinum hans: ,Hann er upp risinn frá dauðum,sjá hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann.` Þetta hef ég sagt yður." Og þær fóru í skyndi frá gröfinni, með ótta og mikilli gleði, og hlupu að flytja lærisveinum hans boðin. Og sjá, Jesús kemur á móti þeim og segir: ,,Heilar þið!" En þær komu, féllu fram fyrir honum og föðmuðu fætur hans. Þá segir Jesús við þær: ,,Óttist ekki, farið og segið bræðrum mínum að halda til Galíleu. Þar munu þeir sjá mig." Meðan þær voru á leiðinni komu nokkrir varðmenn til borgarinnar og sögðu æðstu prestunum allt, sem gjörst hafði.

Jesús reis upp frá dauðum

   

En þeir kvöddu saman öldungana og tóku það ráð með þeim að bera mikið fé á hermennina og mæltu við þá: ,,Segið þetta: ,Lærisveinar hans komu á næturþeli, meðan vér sváfum, og stálu honum." Og ef þetta berst landshöfðingjanum til eyrna, skulum vér sefa hann, svo að þér getið verið áhyggjulausir." Þeir tóku við fénu og gjörðu sem þeim var sagt. Þessi sögusögn hefur verið borin út meðal Gyðinga allt til þessa dags. En lærisveinarnir ellefu fóru til Galíleu, til fjallsins, sem Jesús hafði stefnt þeim til. Þar sáu þeir hann og veittu honum lotningu. En sumir voru í vafa. Og Jesús gekk til þeirra, talaði við þá og sagði: ,,Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar." Matt. 28: 1.-20.

tomb   gröfin

Minn Drottinn reis frá Dauðum. Í dag er hann á jörð. Þótt veröld ekki viti, það veit hans litla hjörð. Ég lít hans líknarhendur, Hans ljúfu heyri raust. Í allri eymd hann hjálpar, Hann á mitt traust.

Kór: Hann lifir. Hann lifir. Hann lifir enn í dag. hann leiðir mig um lífsins stig og léttir þungan hag. hann lifir, Hann lifir og leysir syndabönd. Í hjarta mér hans Andi er og Orð hans mér við hönd.

Ég lít hans ást og alúð á alla vegu nær. Því læt ég ekki örvænt, er ógn mitt hjarta slær. Ég veit hann veg mér greiðir, þótt veðrin gerist hörð, Og dagur Drottins nálgast með dýrð á jörð.

Ó, fagnið, vinir fagnið með fögrum söngvaklið, Og lofið konung lífsins, sem ljúfan veitir frið. Hann er þeim, er hans leita, hið æðsta vonarmið. Þeim frelsið, er hann finna. Hann fær þeim lið.

                                                                                                    A. H. Ackley - Magnús Runólfsson

Tökum á móti Jesú í hjartað okkar

Tókuð þið eftir hér rétt fyrir ofan:  

"Þessi sögusögn hefur verið borin út meðal Gyðinga allt til þessa dags." Gyðingar eru að bíða eftir Messíasi. Hann mun koma en það verður ekki Jesús Kristur. Það verður Anti-Kristur sonur Satans. Hann blekkir alla, mikill samningamaður og Gyðingar treysta honum. Þeir uppgötva of seint að þetta var ekki sá Messías sem þeir voru að bíða eftir. Það brýst út  þriðja styrjöldin. Allar þjóðir munu fara í gegn Ísrael.Þriðja heimstyrjöldin stöðvast ekki fyrr en Jesús Kristu kemur á skýjum himins. 

Jerúsalem höfuðborg Ísraels

Í kafla 14 í Sakaría er spádómur um þegar Jesús kemur á skýjum himins: Kaflinn heitir: "Á efsta degi." "Sjá, sá dagur kemur frá Drottni, að herfangi þínu verður skipt mitt í sjálfri þér. Og ég mun safna öllum þjóðunum til hernaðar móti Jerúsalem, og borgin mun verða tekin, húsin rænd og konurnar smánaðar. Helmingur borgarmanna mun verða herleiddir, en hinn lýðurinn mun ekki upprættur verða úr borginni. Og Drottinn mun út fara og berjast við þessar þjóðir, eins og þegar hann barðist forðum á orrustudeginum. Fætur hans munu á þeim degi standa á Olíufjallinu, sem er austanvert við Jerúsalem, og Olíufjallið mun klofna um þvert frá austri til vestur, og þar mun verða geysivíður dalur, því annar hluti fjallsins mun undan síga til norðurs en hinn til suðurs. En þér munuð flýja í fjalladal minn, því að fjalladalurinn nær til Asal. Og þér munuð flýja, eins og þér flýðuð undan jarðskjálftanum á dögum Ússía Júdakonungs. En Drottinn, Guð minn mun koma og allir heilagir með honum." Sak: 14:1-5

Gleðilega Páska

Guð blessi ykkur öll

Kær kveðja/Rósa


Föstudagurinn langi

 

Föstudagurinn langi
Jesús var fræður til Pílatusar

Fyrir Pílatusi:

Að morgni gjörðu allir æðstu prestarnir og öldungar lýðsins samþykkt gegn Jesú, að hann skyldi af lífi tekinn. Þeir létu binda hann og færa brott og framseldu hann Pílatusi landshöfðingja.

             Júdas skilaði silfurpeningunum             Júdas iðraðist

Afdrif Júdasar:

Þegar Júdas, sem sveik hann, sá, að hann var dæmdur sekur, iðraðist hann og skilaði æðstu prestunum og öldungunum silfurpeningunum þrjátíu og mælti: ,,Ég drýgði synd, ég sveik saklaust blóð." Þeir sögðu: ,,Hvað varðar oss um það? Það er þitt að sjá fyrir því." Hann fleygði þá silfrinu inn í musterið og hélt brott. Síðan fór hann og hengdi sig. Æðstu prestarnir tóku silfrið og sögðu: ,,Ekki má láta það í guðskistuna, því þetta eru blóðpeningar. "Og þeir urðu ásáttir um að kaupa fyrir þá leirkerasmiðs akurinn til grafreits handa útlendingum.

Þess vegna kallast hann enn í dag Blóðreitur. Þá rættist það, sem sagt var fyrir munn Jeremía spámanns: ,,Þeir tóku silfurpeningana þrjátíu, það verð, sem sá var metinn á, er til verðs var lagður af Ísraels sonum, og keyptu fyrir þá leirkerasmiðs akurinn eins og Drottinn hafði fyrir mig lagt."

Fyrir Pílatusi

Konungur Gyðingar?

Jesús kom nú fyrir landshöfðingjann. Landshöfðinginn spurði hann: ,,Ert þú konungur Gyðinga?"  Jesús svaraði: ,,Þú segir það." Æðstu prestarnir og öldungarnir báru á hann sakir, en hann svaraði engu. Þá spurði Pílatus hann: ,,Heyrir þú ekki, hve mjög þeir vitna gegn þér?" En hann svaraði honum ekki, engu orði hans, og undraðist landshöfðinginn mjög.

Ó, hve Kristur er kærleiksríkur, Hann á krossinum dó fyrir mig. Til að frelsa þá syndum særðu Gekk hann sorgarmyrkan rauna stig.

Kór: :,: Hann var negldur á kross fyrir mig, Þoldi háðung og neyð og dapran deyð, hann var negldur á kross fyrir mig.

Til að framkvæma Alföður áform Jesús yfirgaf himna dýrð. Hann var fæddur af Maríu meyju, Þoldi mæðu og skort og rýrð.

Og hann bar vora sorgarbyrði, Fyrir brot vor hann særður var, hann er syndþjáðum sáralæknir, Og hinn sami til eilífðar.

Og hann fórnaði fögru lifi Til að frelsa hinn þjáða heim. og að lokum mun hann leiða Inn í ljómandi sælu geim. F. A. Graves - Sbj. Sveinsson

Krossfestu hann!

Á hátíðinni var landshöfðinginn vanur að gefa lýðnum lausan einn bandingja, þann er þeir vildu. Þá var þar alræmdur bandingi í haldi, Barabbas að nafni. Sem þeir nú voru saman komnir, sagði Pílatus við þá: ,,Hvorn viljið þér, að ég gefi yður lausan, Barabbas eða Jesú, sem kallast Kristur?" Hann vissi, að þeir höfðu fyrir öfundar sakir framselt hann. Meðan Pílatus sat á dómstólnum, sendi kona hans til hans með þessi orð: ,,Láttu þennan réttláta mann vera, þungir hafa draumar mínir verið í nótt hans vegna."En æðstu prestarnir og öldungarnir fengu múginn til að biðja um Barabbas, en að Jesús yrði deyddur. Landshöfðinginn spurði: ,,Hvorn þeirra tveggja viljið þér, að ég gefi yður lausan?" Þeir sögðu: ,,Barabbas." Pílatus spyr: ,,Hvað á ég þá að gjöra við Jesú, sem kallast Kristur?" Þeir segja allir: ,,Krossfestu hann." Hann spurði: ,,Hvað illt hefur hann þá gjört?" En þeir æptu því meir: ,,Krossfestu hann!" Nú sér Pílatus, að hann fær ekki að gjört, en ólætin aukast. Hann tók vatn, þvoði hendur sínar frammi fyrir fólkinu og mælti: ,,Sýkn er ég af blóði þessa manns! Svarið þér sjálfir fyrir!" Og allur lýðurinn sagði: ,,Komi blóð hans yfir oss og yfir börn vor!" Þá gaf hann þeim Barabbas lausan, en lét húðstrýkja Jesú og framseldi hann til krossfestingar.

Þyrnikóróna

Hæddur:

Hermenn landshöfðingjans fóru nú með hann inn í höllina og söfnuðu um hann allri hersveitinni. Þeir afklæddu hann og færðu hann í skarlatsrauða kápu, fléttuðu þyrnikórónu og settu á höfuð honum, en reyrsprota í hægri hönd hans. Síðan féllu þeir á kné fyrir honum og höfðu hann að háði og sögðu: ,,Heill þú, konungur Gyðinga!" Og þeir hræktu á hann, tóku reyrsprotann og slógu hann í höfuðið. Þegar þeir höfðu spottað hann, færðu þeir hann úr kápunni og í hans eigin klæði. Þá leiddu þeir hann út til að krossfesta hann.

         CarryCrossPassion                 Símon frá Kýrene bar krossinn fyrir Jesú

Krossfestur:

Á leiðinni hittu þeir mann frá Kýrene, er Símon hét. Hann neyddu þeir til að bera kross Jesú. Og er þeir komu til þess staðar, er heitir Golgata, það þýðir hauskúpustaður, gáfu þeir honum vín að drekka, galli blandað. Hann bragðaði það, en vildi ekki drekka. Þá krossfestu þeir hann. Og þeir köstuðu hlutum um klæði hans og skiptu með sér, sátu þar svo og gættu hans. Yfir höfði hans festu þeir sakargift hans svo skráða: ÞESSI ER JESÚS, KONUNGUR GYÐINGA. Þá voru krossfestir með honum tveir ræningjar, annar til hægri, hinn til vinstri. Þeir, sem fram hjá gengu, hæddu hann, skóku höfuð sín og sögðu: ,,Þú sem brýtur niður musterið og reisir það á þrem dögum. Bjarga nú sjálfum þér, ef þú ert sonur Guðs, og stíg niður af krossinum!" Eins gjörðu æðstu prestarnir gys að honum og fræðimennirnir og öldungarnir og sögðu: ,,Öðrum bjargaði hann, sjálfum sér getur hann ekki bjargað. Hann er konungur Ísraels, stígi hann nú niður af krossinum, þá skulum vér trúa á hann. Hann treystir Guði. Nú ætti Guð að frelsa hann, ef hann hefur mætur á honum. Eða sagði hann ekki: ,Ég er sonur Guðs?" Einnig ræningjarnir, sem með honum voru krossfestir, smánuðu hann á sama hátt.

Jesús og ræningjarnir krossfestir
  • 1. Út frá Golgata streymir hin ljóshreina lind, Sem að læknar vor andlegu mein. Tak þú, blessaði Frelsari, burt vora synd Svo að börnin þín öll verði hrein.

Kór: :,: Send oss, Jesús, þinn náðarkraft nú. :,:

Send þann kraft, sem hinn brákaða reisir við reyr.

Send oss, Jesús, þinn náðarkraft nú.

  • 2. Gef oss bænheitan anda, vér biðjum þig nú, Gef oss brennandi elsku til þín. Gef oss lífsgleði sanna og lifandi trú, Gef oss ljós það sem út frá þér skín.
  • 3. Lát oss aldrei af veginum villast frá þér, Út í veraldar myrkur og synd. Lát frá Golgata streyma í hjörtu vor hér. Þína heilögu blessuðu lind. Elsa Eklund - Sbj. Sveinsson.

               Jesus á krossinum                        Jesus dó á krossinum fyrir syndirnar mínar

Dáinn:

En frá hádegi varð myrkur um allt land til nóns. Og um nón kallaði Jesús hárri röddu: ,,Elí, Elí, lama sabaktaní!" Það þýðir: ,,Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?" Nokkrir þeirra, er þar stóðu, heyrðu þetta og sögðu: ,,Hann kallar á Elía!" Jafnskjótt hljóp einn þeirra til, tók njarðarvött og fyllti ediki, stakk á reyrstaf og gaf honum að drekka. Hinir sögðu: ,,Sjáum til, hvort Elía kemur að bjarga honum."En Jesús hrópaði aftur hárri röddu og gaf upp andann. Þá rifnaði fortjald musterisins í tvennt, ofan frá og niður úr, jörðin skalf og björgin klofnuðu,grafir opnuðust og margir líkamir helgra látinna manna risu upp. Eftir upprisu Jesú gengu þeir úr gröfum sínum og komu í borgina helgu og birtust mörgum. Þegar hundraðshöfðinginn og þeir, sem með honum gættu Jesú, sáu landskjálftann og atburði þessa, hræddust þeir mjög og sögðu: ,,Sannarlega var þessi maður sonur Guðs." Þar voru og margar konur, sem álengdar horfðu á, þær höfðu fylgt Jesú frá Galíleu og þjónað honum. Meðal þeirra var María Magdalena, María, móðir þeirra Jakobs og Jósefs, og móðir Sebedeussona.

Á Golgata

 :/: Það var Jesús sem leysti mig :/:

Hann braut alla hlekki‘

Er mig bundu við synd.

Það var Jesús sem leysti mig.

 

       Temple Curtain         fortjaldið rifnaði   

Grafinn:

Um kvöldið kom auðugur maður frá Arímaþeu, Jósef að nafni, er sjálfur var orðinn lærisveinn Jesú. Hann gekk til Pílatusar og bað hann um líkama Jesú. Pílatus bauð þá að fá Jósef hann. Jósef tók líkið, sveipaði það hreinu línklæði og lagði í nýja gröf, sem hann átti og hafði látið höggva í klett, velti síðan stórum steini fyrir grafarmunnann og fór burt. María Magdalena var þar og María hin, og sátu þær gegnt gröfinni.

The Skull Hill

Grafar gætt:

Næsta dag, daginn eftir aðfangadag, gengu æðstu prestarnir og farísearnir saman fyrir Pílatus og sögðu: ,,Herra, vér minnumst þess, að svikari þessi sagði í lifanda lífi: ,Eftir þrjá daga rís ég upp.` Bjóð því, að grafarinnar sé vandlega gætt allt til þriðja dags, ella gætu lærisveinar hans komið og stolið honum og sagt fólkinu: ,Hann er risinn frá dauðum.` Þá verða síðari svikin verri hinum fyrri." Pílatus sagði við þá: ,,Hér hafið þér varðmenn, farið og búið svo tryggilega um sem best þér kunnið." Þeir fóru og gengu tryggilega frá gröfinni og innsigluðu steininn með aðstoð varðmannanna." Matt. 27: 1.- 66.

Drottinn blessi ykkur öll

Kær kveðja/Rósa


Skírdagur

 

Skírdagur

Jesús Í Betaníu

Þegar Jesús hafði lokið öllum þessum orðum, sagði hann við lærisveina sína: "Þér vitið, að eftir tvo daga eru páskar. Þá verður Mannssonurinn framseldur til krossfestingar." Æðstu prestarnir og öldungar lýðsins söfnuðust nú saman í höll æðsta prestsins, er Kaífas hét, og réðu með sér að handsama Jesú með svikum og taka hann af lífi. En þeir sögðu: "Ekki á hátíðinni, annars verður uppþot með lýðnum." En Jesús var í Betaníu, í húsi Símonar líkþráa. Kom þá til hans kona og hafði alabastursbuðk með dýrum smyrslum og hellti yfir höfuð honum, þar sem hann sat að borði. Við þessa sjón urðu lærisveinarnir gramir og sögðu: "Til hvers er þessi sóun? Þetta hefði mátt selja dýru verði og gefa fátækum." Jesús varð þess vís og sagði við þá: "Hvað eruð þér að angra konuna? Gott verk gjörði hún mér. Fátæka hafið þér jafnan hjá yður, en mig hafið þér ekki ávallt. Þegar hún hellti þessum smyrslum yfir líkama minn, var hún að búa mig til greftrunar. Sannlega segi ég yður: Hvar sem fagnaðarerindi þetta verður flutt, um heim allan, mun þess og getið verða, sem hún gjörði, til minningar um hana."

Júdas fékk 30 silfurpeninga fyrir að svíkja Jesú                      Silfurpeningarnir 30

Þá fór einn þeirra tólf, Júdas Ískaríot að nafni, til æðstu prestanna og sagði: "Hvað viljið þér gefa mér fyrir að framselja yður Jesú?" En þeir greiddu honum þrjátíu silfurpeninga. Upp frá þessu leitaði hann færis að framselja hann.

Loftstofan
Loftstofan
1992

Síðasta kvöldmáltíðin:

„Á fyrsta degi ósýrðu brauðanna komu lærisveinarnir til Jesú og sögðu: ,,Hvar vilt þú, að vér búum þér páskamáltíðina?" Hann mælti: ,,Farið til ákveðins manns í borginni, og segið við hann: ,Meistarinn segir: Minn tími er í nánd, hjá þér vil ég halda páska með lærisveinum mínum. „Lærisveinarnir gjörðu sem Jesús bauð þeim og bjuggu til páskamáltíðar. Um kvöldið sat hann til borðs með þeim tólf. Og er þeir mötuðust, sagði hann: ,,Sannlega segi ég yður: Einn af yður mun svíkja mig." Þeir urðu mjög hryggir og sögðu við hann, einn af öðrum: ,,Ekki er það ég, herra?" Hann svaraði þeim: ,,Sá sem dýfði hendi í fatið með mér, mun svíkja mig. Mannssonurinn fer að sönnu héðan, svo sem um hann er ritað, en vei þeim manni, sem því veldur, að Mannssonurinn verður framseldur. Betra væri þeim manni að hafa aldrei fæðst." En Júdas, sem sveik hann, sagði: ,,Rabbí, ekki er það ég?" Jesús svaraði: ,,Þú sagðir það."

Kvöldmáltíðin 2      Síðasta kvöldmáltíðin Leonardo da Vinci (1452 1519)

Heilög kvöldmáltíð:

Þá er þeir mötuðust, tók Jesús brauð, þakkaði Guði, braut það og gaf lærisveinunum og sagði: ,,Takið og etið, þetta er líkami minn." Og hann tók kaleik, gjörði þakkir, gaf þeim og sagði: ,,Drekkið allir hér af. Þetta er blóð mitt, blóð sáttmálans, úthellt fyrir marga til fyrirgefningar synda. Ég segi yður: Héðan í frá mun ég eigi drekka af þessum vínviðar ávexti til þess dags, er ég drekk hann nýjan með yður í ríki föður míns." Þegar þeir höfðu sungið lofsönginn, fóru þeir til Olíufjallsins.

Júdas ráðgerir að svíkja Jesú

Afneitun sögð fyrir:

Þá segir Jesús við þá: ,,Á þessari nóttu munuð þér allir hneykslast á mér, því að ritað er: ,Ég mun slá hirðinn, og sauðir hjarðarinnar munu tvístrast.` En eftir að ég er upp risinn, mun ég fara á undan yður til Galíleu." Þá segir Pétur: ,,Þótt allir hneykslist á þér, skal ég aldrei hneykslast." Jesús sagði við hann: ,,Sannlega segi ég þér: Á þessari nóttu, áður en hani galar, muntu þrisvar afneita mér." Pétur svarar: ,,Þótt ég ætti að deyja með þér, þá mun ég aldrei afneita þér." Eins töluðu allir lærisveinarnir.

Jesús í garðinu
    

Getsemane:

Þá kemur Jesús með þeim til staðar, er heitir Getsemane, og hann segir við lærisveinana: ,,Setjist hér, meðan ég fer og biðst fyrir þarna." Hann tók með sér þá Pétur og báða sonu Sebedeusar. Og nú setti að honum hryggð og angist. Hann segir við þá: ,,Sál mín er hrygg allt til dauða. Bíðið hér og vakið með mér."Þá gekk hann lítið eitt áfram, féll fram á ásjónu sína, baðst fyrir og sagði: ,,Faðir minn, ef verða má, þá fari þessi kaleikur fram hjá mér. Þó ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt."

 Engillinn með bikarinn 2                         Engillinn með bikarinn

 Hann kemur aftur til lærisveinanna og finnur þá sofandi. Þá sagði hann við Pétur: ,,Þér gátuð þá ekki vakað með mér eina stund? Vakið og biðjið, að þér fallið ekki í freistni. Andinn er reiðubúinn, en holdið veikt." Aftur vék hann brott annað sinn og bað: ,,Faðir minn, ef eigi verður hjá því komist, að ég drekki þennan kaleik, þá verði þinn vilji." Þegar hann kom aftur, fann hann þá enn sofandi, því drungi var á augum þeirra. Þá fór hann enn frá þeim og baðst fyrir þriðja „ sinn með sömu orðum og fyrr. Og hann kom til lærisveinanna og sagði við þá: ,,Sofið þér enn og hvílist? Sjá, stundin er komin og Mannssonurinn er framseldur í hendur syndugra manna. Standið upp, förum! Í nánd er sá, er mig svíkur."

Tekin höndum:

Meðan hann var enn að tala, kom Júdas, einn þeirra tólf, og með honum mikill flokkur frá æðstu prestunum og öldungum lýðsins, og höfðu þeir sverð og barefli. Svikarinn hafði sagt þeim þetta til marks: ,,Sá sem ég kyssi, hann er það. Takið hann höndum." Hann gekk beint að Jesú og sagði: ,,Heill, rabbí!`` og kyssti hann. Jesús sagði við hann: ,,Vinur, hví ertu hér"
Júdas sveik Jesú

Þá komu hinir, lögðu hendur á Jesú og tóku hann. Einn þeirra, sem með Jesú voru, greip til sverðs og brá því, hjó til þjóns æðsta prestsins og sneið af honum eyrað. Jesús sagði við hann: ,,Slíðra sverð þitt! Allir, sem sverði bregða, munu fyrir sverði falla. Hyggur þú, að ég geti ekki beðið föður minn að senda mér nú meira en tólf sveitir engla? Hvernig ættu þá ritningarnar að rætast, sem segja, að þetta eigi svo að verða?" Á þeirri stundu sagði Jesús við flokkinn: ,,Eruð þér að fara að mér með sverðum og bareflum eins og gegn ræningja til að handtaka mig? Daglega sat ég í helgidóminum og kenndi, og þér tókuð mig ekki höndum. En allt verður þetta til þess, að ritningar spámannanna rætist." Þá yfirgáfu hann lærisveinarnir allir og flýðu.

Ég elska Jesú og Jesús elskar mig

Fyrir ráðinu:

Þeir sem tóku Jesú höndum, færðu hann til Kaífasar, æðsta prests, en þar voru saman komnir fræðimennirnir og öldungarnir. Pétur fylgdi honum álengdar, allt að garði æðsta prestsins. Þar gekk hann inn og settist hjá þjónunum til að sjá, hver yrði endir á. Æðstu prestarnir og allt ráðið leituðu ljúgvitnis gegn Jesú til að geta líflátið hann, en fundu ekkert, þótt margir ljúgvottar kæmu. Loks komu tveir og sögðu: ,,Þessi maður sagði: „Ég get brotið niður musteri Guðs og reist það aftur á þrem dögum." Þá stóð æðsti presturinn upp og sagði: ,,Svarar þú því engu, sem þessir vitna gegn þér?" En Jesús þagði. Þá sagði æðsti presturinn við hann: ,,Ég særi þig við lifandi Guð, segðu oss: Ertu Kristur, sonur Guðs?" Jesús svarar honum: ,,Þú sagðir það. En ég segi yður: Upp frá þessu munuð þér sjá Mannssoninn sitja til hægri handar máttarins og koma á skýjum himins." Þá reif æðsti presturinn klæði sín og sagði: ,,Hann guðlastar, hvað þurfum vér nú framar votta við? Þér heyrðuð guðlastið. Hvað líst yður?"  Þeir svöruðu: ,,Hann er dauðasekur." Og þeir hræktu í andlit honum og slógu hann með hnefunum, en aðrir börðu hann með stöfum og sögðu: ,,Spáðu nú, Kristur, hver var að slá þig?"

Pétur afneitar Jesú

Pétur afneitar:

En Pétur sat úti í garðinum. Þar kom að honum þerna ein og sagði: ,,Þú varst líka með Jesú frá Galíleu." Því neitaði hann svo allir heyrðu og sagði: ,,Ekki veit ég, hvað þú ert að fara." Hann gekk út í fordyrið. Þar sá hann önnur þerna og sagði við þá, sem þar voru: ,,Þessi var með Jesú frá Nasaret." En hann neitaði sem áður og sór þess eið, að hann þekkti ekki þann mann. Litlu síðar komu þeir, er þar stóðu, og sögðu við Pétur: ,,Víst ertu líka einn af þeim, enda segir málfæri þitt til þín." En hann sór og sárt við lagði, að hann þekkti ekki manninn. Um leið gól hani. Og Pétur minntist þess, er Jesús hafði mælt: ,,Áður en hani galar, muntu þrisvar afneita mér."  Og hann gekk út og grét beisklega." Matt. 26: 17.- 74

Endilega kíkið á myndband um "Síðasta kvöldmáltíðin og bænastundin í Getsemane garðinum:" http://www.youtube.com/watch?v=2ms9Qugqihg .

Guð blessi ykkur

Kær kveðja/Rósa

 


Sólin blessuð í Jerúsalem

Kæru bloggvinir.

Endilega lesið fréttina sem er tengd við þetta blogg.

Ég setti inn fáein orð úr Biblíunni um sólina og um Ísraels niðja og í lokin er vers úr Jósúabók fyrir ykkur.

Jerúsalem

 Drottinn sagði við Abram: "Far þú burt úr landi þínu og frá ættfólki þínu og úr húsi föður þíns, til landsins, sem ég mun vísa þér á. Ég mun gjöra þig að mikilli þjóð og blessa þig og gjöra nafn þitt mikið, og blessun skalt þú vera. Ég mun blessa þá, sem þig blessa, en bölva þeim, sem þér formælir, og af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta." Þá lagði Abram af stað, eins og Drottinn hafði sagt honum, og Lot fór með honum. En Abram var sjötíu og fimm ára að aldri, er hann fór úr Harran. Abram tók Saraí konu sína og Lot bróðurson sinn og alla fjárhluti, sem þeir höfðu eignast, og þær sálir, er þeir höfðu fengið í Harran. Og þeir lögðu af stað og héldu til Kanaanlands. Þeir komu til Kanaanlands. Og Abram fór um landið, allt þangað er Síkem heitir, allt til Mórelundar. En þá voru Kanaanítar í landinu. Þá birtist Drottinn Abram og sagði við hann: "Niðjum þínum vil ég gefa þetta land." Og hann reisti þar altari Drottni, sem hafði birst honum. Þaðan hélt hann til fjallanna fyrir austan Betel og setti þar tjöld sín, svo að Betel var í vestur, en Aí í austur. Og hann reisti þar Drottni altari og ákallaði nafn Drottins." 1. Mós. 1.-8.

Grátmúrinn
Grátmúrinn 1992
Við fórum einnig að Grátmúrnum -Vesturmúrnum

„Svo segir Drottinn, sem sett hefir sólina til að lýsa um daga, tunglið og stjörnurnar til að lýsa um nætur, sá er æsir hafið, svo að bylgjurnar gnýja - Drottinn allsherjar er nafn hans: Svo sannarlega sem þessi fasta skipan mun aldrei breytast fyrir mér - segir Drottinn - svo sannarlega munu Ísraels niðjar ekki hætta að vera þjóð fyrir mér alla daga. Svo segir Drottinn: Svo sannarlega sem himinninn hið efra verður eigi mældur né undirstöður jarðarinnar hið neðra rannsakaðar, svo sannarlega mun ég ekki hafna öllum Ísraels niðjum sakir alls þess, er þeir hafa gjört - segir Drottinn." Jer. 31: 35.-37.

 

Zion Gate in the Southern Wall

"Eigi skal framar heyrast getið um ofríki í landi þínu, né um tjón og tortíming innan landamerkja þinna. Þú skalt kalla Hjálpræði múra þína og Sigurfrægð hlið þín. Þú skalt ekki framar hafa sólina til að lýsa þér um daga, og tunglið skal ekki skína til að gefa þér birtu, heldur skal Drottinn vera þér eilíft ljós og Guð þinn vera þér geislandi röðull. Þá mun sól þín ekki framar ganga undir og tungl þitt ekki minnka, því að Drottinn mun vera þér eilíft ljós og hörmungardagar þínir skulu þá vera á enda. „ Jes. 60: 18.-20

 

Jerusalem The Golden City

Spádómur:

En síðar meir mun ég úthella anda mínum yfir allt hold. Synir yðar og dætur yðar munu spá, gamalmenni yðar mun drauma dreyma, ungmenni yðar munu sjá sjónir. Já, einnig yfir þræla og ambáttir mun ég á þeim dögum úthella anda mínum. Og ég mun láta tákn verða á himni og á jörðu: blóð, eld og reykjarstróka. Sólin mun snúast í myrkur og tunglið í blóð, áður en hinn mikli og ógurlegi dagur Drottins kemur. Og hver sem ákallar nafn Drottins, mun frelsast. Því að á Síonfjalli og í Jerúsalem mun frelsun verða, eins og Drottinn hefir sagt, meðal flóttamannanna, sem Drottinn kallar. Sjá, á þeim dögum og í þann tíð, er ég sný við högum Júda og Jerúsalem, vil ég saman safna öllum þjóðum og færa þær ofan í Jósafatsdal og ganga þar í dóm við þær vegna lýðs míns og arfleifðar minnar Ísraels, af því að þeir hafa dreift henni meðal heiðingjanna og skipt sundur landi mínu. Jóel 3: 1.-7.

Síonshliðið
Síonshlið/1992
Árið 1948 var Síonshlið svona útleikið eftir árás óvina Gyðinga.

„Hér er að rætast það, sem spámaðurinn Jóel segir: Það mun verða á efstu dögum, segir Guð, að ég mun úthella anda mínum yfir alla menn. Synir yðar og dætur munu spá, ungmenni yðar munu sjá sýnir og gamalmenni yðar mun drauma dreyma.  Jafnvel yfir þræla mína og ambáttir mínar mun ég á þeim dögum úthella anda mínum, og þau munu spá. Og ég mun láta undur verða á himnum uppi og tákn á jörðu niðri, blóð og eld og reykjarmökk. Sólin mun snúast í myrkur og tunglið í blóð, áður dagur Drottins kemur, hinn mikli og dýrlegi. En hver sá, sem ákallar nafn Drottins, mun frelsast." Post. 2: 16.-21

 

Faðir vor
Faðir vor á íslensku
1992

 „Hefi ég ekki boðið þér: Ver þú hughraustur og öruggur? Lát eigi hugfallast og óttast eigi, því að Drottinn Guð þinn er með þér í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur." Jós. 1:9.

Rósa og sæti Gyðingurinn

Rósa og kyssilegi Gyðingurinn hennar.

Myndin er tekin í Tíberías við Galelíuvatn árið 1992

Guð blessi ykkur öll.

Kær kveðja/Rósa


mbl.is Sólin blessuð í Jerúsalem
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband