Bænagangan 2009

 

Bænagangan 2009

 SUMARDAGURINN FYRSTI

23. apríl

Þín þátttaka skiptir máli, Guð heyrir bænir ! Gengið og beðið á 32 stöðum á landinu, sjötta árið í röð.

Eftir gönguna kl.11.30-13 í húsi Samhjálpar Stangarhyl 3. Ártúnsholti. Reykjavík verður hádegishlaðborð á kr.500 og sameiginleg bænastund. Nánari upplýsingar um Samhjálp.

Allir eru hjartanlega velkomnir í bænagöngurnar.

kort2007

Nær allar göngur hefjast stundvíslega kl:09.00, ATH:nema Ísafjörður kl:14 og Vestmannaeyjar kl:10.

Bein útsending verður frá Lindinni frá 8.30 til 11.30.

Að göngunni standa gönguhóparnir Foglander, 7TS, Labbakútarnir og Fúsir fætur. Einnig Samhjálp og Útvarpsstöðin Lindin.

 

Útsýni á milli Andrésarkletts og Háahrauns
Mynd Bjarki Björgólfsson

Kæru Vopnfirðingar

Bjóðum sumarið velkomið með þátttöku í Bænargöngunni. Okkur hefur verið úthlutað einu bænarefni og svo munum við biðja fyrir landi og þjóð, - kosningunum, - erfiðleikunum sem við Íslendingar þurfum að glíma við í dag, - öllum sem eru atvinnulausir, - öllum sem eiga í  fjárhagserfiðleikum, - sjúkum og sorgmæddum.

Einnig munum við biðja fyrir öllum Vopnfirðingum og málefnum okkar. Við ætlum líka að þakka Guði fyrir bænasvör og blessanir sem við höfum fengið og upplifað í gegnum árin.

Við báðum Guð um varðveislu í fyrra fyrir æskunni okkar gegn allri vá eins og t.d. áfengisneyslu og eiturlyfjaneyslu og við sjáum að það veitir ekki af að halda áfram að biðja um varðveislu gegn þessari vá miðað við þær fréttir sem við fáum nú með nokkra daga millibili um að lögreglan hafi upprætt fullt af kannabisplöntum og nú síðast innflutning ýmiskonar eiturlyfja á Djúpavogi.

Margir virðast ætla að græða á sölu fíkniefna til unga fólksins. Megi almáttugur Guð fyrirgefa þessu fólk en mér finnst það leggja sig lágt að ætla að leggja líf annarra í rúst með þessu framferði sínu.

Munum: "Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið." 1. Jak. 5:16

Ásbryggja, mynd Bjarki björgólfsson

 

28

Vopnafjörður

Bæn!

Siðferðisvitund þjóðarinnar vakni :

Guð kalli englaher til varnar spillingu þeirri sem flæðir inní landið. Siðferðisvitund almennings vakni fyrir óþverranum sem streymir til okkar og fólk finni sig knúið til að standa upp til varnar. Orð Guðs sé í hávegum haft.

Umsjón

Rósa 893 9755

lengd

þorpið - 1 klst

KL:09

Frá Ási

Nánari upplýsingar: Smella hér

Sjáumst kl. 9:00 hjá Ási - Hafnarbyggð 37.

Guð blessi ykkur öll.

Kær kveðja/Rósa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mér líst vel á að englaherflokkar sameinist og reyni að koma á röð og reglu á litla Íslandi. Þú ert nú ein úr herflokknum Rósa!

Þú kemst ekkert undan englaherskyldunni, hvort sem þer líka betur eða verr. Þú valdir þetta sjálf. Það er erfitt og andstyggilegt að vera hermaður, sama hvaða málefbi viðkomandi er að berjast fyrir.

Ég veit að þú veist hvað ég meina. 

Óskar Arnórsson, 22.4.2009 kl. 03:08

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Það er dásamlegt hlutverk að vera hermaður Guðs. Við syngjum í sunnudagaskólanum.

Ég er ekki í fótgönguliði, riddaraliði, stórskotaliði. Ég er ekki í flughernaði. Ég er hermaður Krists.

:,: Ég er hermaður Krists:,:

Ég er ekki í fótgönguliði, riddaraliði, stórskotaliði. Ég er ekki í flughernaði. Ég er hermaður Krists.

Guð blessi þig og varæðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.4.2009 kl. 08:14

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

"Vakið því allar stundir og biðjið, svo að þér megið umflýja allt þetta, sem koma á, og standast frammi fyrir Mannssyninum." Lúkas 21:36.

"Verið staðfastir í bæninni. Vakið og biðjið með þakkargjörð." Kól. 4:2.


Jesaja 30:19
"Já, þú lýður í Síon, þú sem býr í Jerúsalem, grát þú eigi án afláts. Hann mun vissulega miskunna þér, þegar þú kallar í neyðinni, hann mun bænheyra þig, þegar hann heyrir til þín."

Jesaja 49:8
"Svo segir Drottinn: Á tíma náðarinnar bænheyri ég þig, og á degi hjálpræðisins hjálpa ég þér. Ég varðveiti þig og gjöri þig að sáttmála fyrir lýðinn, til þess að reisa við landið, til þess að úthluta erfðahlutum, sem komnir eru í auðn,"

Jesaja 65:24
"Áður en þeir kalla, mun ég svara, og áður en þeir hafa orðinu sleppt, mun ég bænheyra."

Jesaja 65:24
"Áður en þeir kalla, mun ég svara, og áður en þeir hafa orðinu sleppt, mun ég bænheyra."

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.4.2009 kl. 08:28

4 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Amen

Ég fer í bænagöngur á akureyri

Kær kveðja Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 22.4.2009 kl. 09:07

5 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl mín kæra Rósa!

Ekki vantar dugnaðinn,komin ny bloggfærsla!

Bænagangan-frábært framtak. Ég ætla að ganga hér í Garðabænum og leggja af stað kl.9 frá Flataskóla.

Er að biðja Drottinn að miskunna sig yfir allt bæna fólkið og gefa aðeins betra veður en í dag. Það er nefnilega hífandi rok og úrhellis rigning. Ég mun hugsa til þín í göngunni Rósa mín.

Guð veri með þér og gefi þér fallegann og yndislegan dag. Knús! Halldóra.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 22.4.2009 kl. 11:11

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gangi ykkur vel yndislega Rósa mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2009 kl. 11:19

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Gulli minn, gangi ykkur vel í Bænagöngunni.

Halldóra mín, gangi ykkur líka vel í Bænagöngunni í Garðabæ. Hér er ekkert spés veður en vona að það verði skárra á morgunn. Við drífum okkur þó það viðri illa.

Ásthildur mín, takk fyrir það.

Guð veri með ykkur kæru vinir.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.4.2009 kl. 12:19

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Bænin má aldrei bresta þig,

búin er freisting ýmisleg,

þá líf og sál er lúð og þjáð,

lykill er hún að Drottins náð.

                Hallgrímur Pétursson

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.4.2009 kl. 12:21

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rósa mín, þarftu ekki að hafa ýtarlegri upplýsingar um allar þessar bænagöngur? Hvað eru margar á Reykjavíkursvæðinu? Og hvar er þessi Stangarhylur? Ég veit ég get flett því upp í símaskránni, en viltu ekki setja nýja færslu með ýtarlegu yfirliti um allt þetta?

Þetta skrifa ég þó með fullu þakklæti til þín fyrir að vekja athygli á þessu, og framtakssöm og áræðin ertu að hafa frumkvæði að slíkri göngu á Vopnafirði.

Gangi ykkur og okkur vel að gera þetta að góðum atburði. Það þarf að biðja fyrir okkar illa stöddu og ringluðu þjóð.

Jón Valur Jensson, 22.4.2009 kl. 14:26

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

TAKK FYRIR INNLITIÐ.   

Ég er búin að setja inn fleiri upplýsingar og getur þú farið inná síðu Lindarinnar og einnig hjá Samhjálp til að afla þér upplýsingar. Það eru 17 gönguleggir á höfuðborgarsvæðinu og 16 á landsbyggðinni.

Stangarhylur  - Ártúnsholti er upp á Ártúnshöfða og blasir við á Vesturlandsvegi til hægri hjá Höfðabakkabrú. Þetta vissi ég og er ég sveitavargur en ekki ábúandi í "Borg Óttans"

Þetta er í þriðja skipti sem við tökum þátt. Séra Stefán Már ætlaði að vera með okkur en hann þurfti að fara til Reykjavíkur vegna sonar síns sem er með alvarlegan sjúkdóm.

Vona að þetta skili einhverjum upplýsingum en ef vantar á upplýsingar þá endilega sendu aftur fyrirspurn.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.4.2009 kl. 15:41

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

"Bæn Davíðs. Heyr, Drottinn, á réttvíst málefni, hlýð á hróp mitt, ljá eyra bæn minni, er ég flyt með tállausum vörum.

Lát rétt minn út ganga frá augliti þínu, augu þín sjá hvað rétt er.

Þá er þú rannsakar hjarta mitt, prófar það um nætur, reynir mig í eldi, þá finnur þú engar illar hugsanir hjá mér, munnur minn heldur sér í skefjum.

Hvað sem aðrir gjöra, þá hefi ég eftir orði vara þinna forðast vegu ofbeldismannsins.

Skref mín fylgdu sporum þínum, mér skriðnaði ekki fótur.

Ég kalla á þig, því að þú svarar mér, ó Guð, hneig eyru þín til mín, hlýð á orð mín.

Veit mér þína dásamlegu náð, þú sem hjálpar þeim er leita hælis við þína hægri hönd fyrir ofsækjendum.

Varðveit mig sem sjáaldur augans, fel mig í skugga vængja þinna

fyrir hinum guðlausu, er sýna mér ofbeldi, fyrir gráðugum óvinum, er kringja um mig.

Mörhjörtum sínum hafa þeir lokað, með munni sínum mæla þeir drambsamleg orð.

Hvar sem ég geng, umkringja þeir mig, þeir beina augum sínum að því að varpa mér til jarðar.

Þeir líkjast ljóni er langar í bráð, ungu ljóni, er liggur í felum.

Rís upp, Drottinn! Far í móti óvininum og varpa honum niður, frelsa mig undan hinum óguðlega með sverði þínu.

Frelsa mig undan mönnunum með hendi þinni, Drottinn, undan mönnum heimsins, sem hafa hlutskipti sitt í lífinu og þú kviðfyllir gæðum þínum. Þeir eru ríkir að sonum og skilja börnum sínum eftir nægtir sínar.

En ég mun sakir réttlætisins skoða auglit þitt, þá er ég vakna, mun ég mettast af mynd þinni." Sálmur 17.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.4.2009 kl. 15:52

12 Smámynd: Linda

Takk fyrir allar þessar upplýsingar og dugnaðinn líka við að láta vita.  Ég er hinsvegar að berjast gegn kvef pest (m. Hálsbólgu )  mun því halda mig að mestu innan dyra nema að veðrið sé því betra.

Vertu Guði falin vinkona.

Linda, 22.4.2009 kl. 17:09

13 Smámynd: Linda

Ps.  En þegar ég skrepp út með hundinn (jám kemmst ekki hjá því) þá skal ég taka þátt og byðja fyrir minni götu í leiðinni.

Linda, 22.4.2009 kl. 17:09

14 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæl og blessuð Linda mín

Takk fyrir innlitið. Leitt að heyra að þú ert lasin.

Mundu að Jesús er besti læknirinn.

Á morgunn þegar þú ferð út með voff voff þá biddu líka fyrir vesælli vinkonu þinni sem er á leið í leikfimi núna.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.4.2009 kl. 17:24

15 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gangi ykkur vel elsku Rósa mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.4.2009 kl. 19:07

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Má ég kópera þessa grein Rósa? Og auglýsa?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.4.2009 kl. 20:52

17 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Gangi ykkur vel kæra vinkona. Vona að verði fjölsótt og veðrið leiki við hvern sinn fingur, sól og blíða. kv úr sólinni í Noregi.

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 22.4.2009 kl. 21:06

18 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð kæru vinir og Grafarvogsbúar.

Katla mín takk fyrir góðar óskir. Nú er bara að klæða sig vel í fyrramáli og storma út í storminn.

Guðsteinn minn, að sjálfsögðu hirtu það sem þú þarft.

Dró fyrir ykkur orð: "Guði er enginn hlutur um megn." Lúkas 1:37.

Guð veri með ykkur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.4.2009 kl. 21:07

19 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Sirrý mín.

Á meðan ég var að skrifa Guðsteini og Kötlu vinkonu okkar þá stakkstu þér fagmannlega inná milli. Dugleg að stinga þér til sunds. Við hér á Vopnafirði höfum ekki auglýst því Séra Stefán sem ætlaði að vera með okkur forfallaðist því hann þurfti að fara með son sinn til Reykjavíkur á greiningarstöð. Sonur hans er alvarlega veikur.

Veðrið er hryssingslegt hér eins og er og spáin ekkert til að hrópa húrra yfir þó svo að Sumardagurinn Fyrsti sé á morgunn samkvæmt dagatali. Hef oft fundist það algjör brandari að Sumardagurinn Fyrsti sé í apríl. Mætti kannski frekar kalla þennan dag, Vordaginn Fyrsta hér á Norðausturlandi eða á hjara veraldar.

Dró orð fyrir þig: "Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum." Sálm. 119:105.

Guð veri með þér og þínum í sólinni í Norge.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.4.2009 kl. 21:14

20 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Elsku Rósa mín þú ert ótrúleg kona,ég ætla að vera með ykkur í huganum og biðja mínar bænir,en ég fer ekki í svona göngur á ekki gott með það,gæti það kannski en treysti ekki úthaldinu.Svo í staðin ætla ég að sameinast ykkur í bæn heiman frá mér,okkur íslendingum og landinu okkar veitir ekki af fyrirbæn og líka því fólki sem tekur við eftir kosningar,við skulum muna að senda jákvæða strauma til allra sem eru að bjóða sig fram til að bjarga okkur og landinu.Ég trúi því að allir sem gefa sig að slíku byrji allavega með fallegu og góðu hugarfari,þess vegna verðum við að biðja að spillingin hverfi úr íslensku samfélagi.Elsku engillinn minn ég ætlaði nú ekki að blogga hjá þér,gleðilegt sumar ljúfan mín og takk fyrir viðkynninguna á liðnum vetri

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 22.4.2009 kl. 23:03

21 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Sigga mín.

Flott innlegg hjá þér og mættu margir sem eru í sömu stöðu og þú taka í bænastrenginn. Það skiptir ekki máli hvar við erum þegar við tölum við Guð almáttugan. Endilega skrifaðu og skrifaðu ef þú vilt hér á bloggið hjá mér.

Dró orð fyrir þig: "Ekkert brást af öllum fyrirheitum þeim, er Drottinn hafði gefið húsi Ísraels. Þau rættust öll." Jós. 21:45

Þetta er dásamlegt orð.

Guð blessi þig og þína

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.4.2009 kl. 23:38

22 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Gleðilegt sumar kæru landsmenn.

"Jesús Kristur er í gær og í dag sami og um aldir." Heb. 13:8

Jesús sagði: "Hver, sem vill fylgja mér, afneiti sjálfum sér, taki kross sinn daglega og fylgi mér." Lúkas 9:23.

Drottinn blessi Ísland og alla Íslendinga.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.4.2009 kl. 23:42

23 identicon

Sæl Rósa

Ég er að hugsa um að mæta með Palestínu fánann minn

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 01:56

24 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Endilega mættu með Palestínufánann með þér. Það er ekkert athugavert við það og það minnir gönguhópinn á að biðja fyrir friði í Miðausturlöndum.

Dró orð fyrir þig: "Lát ekki hið vonda yfirbuga þig, heldur sigra þú illt með góðu." Róm. 12:21.

Megi algóður Guð blessa alla Palestínuaraba

Megi algóður Guð blessa alla Gyðinga

Gleðilegt sumar.

Vertu Guði falinn og mundu að ganga á Guðs vegum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.4.2009 kl. 02:23

25 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Takk Rósa bara fyrir að vera þú.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 23.4.2009 kl. 04:53

26 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já Rósa mín! Þú er sanarlega að berjast fyrir Guð og englannir okkar. Þú getur svo sannarlega verið stolt yfir því sem þú gerir með þessum bænagöngum.

Það er messa í kristinni kirkju þann 3ja næsta mánuð í Bangkok. Það er búið að bjóða mér þangað og ég þáði boðið.

Ég verð að heyra 400 km til að komast þangað og legg af stað annan eftir mánaðrmót.

Ég held að kirkjan taki ca. 5000 manns í sæti sem þykir ekki stórt hér í landi. Eiginlega farin að hlakka smá til. Alveg furðulegt.

Tek undir með Sólveigu Þóru!

Kveðja,

Óskar

Óskar Arnórsson, 23.4.2009 kl. 07:07

27 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Óskar og Sólveig Þóra

Gleðilegt sumar. Hér er aldeilis betra veður en í gær, sól og innanátt í staðinn fyrir að hér var mjög hryllingslegt í gær.

Sólveig Þóra, takk sömuleiðis

Óskar, það er ekki ég sem stend fyrir þessum bænagöngum.  Að göngunni standa gönguhóparnir Foglander, 7TS, Labbakútarnir og Fúsir fætur. Einnig Samhjálp og Útvarpsstöðin Lindin.

Spennandi að heyra um kirkjuferðina sem þú ert búinn að ákveða. Mikið væri gaman að fara á svona fjölmenna samkomu. á það kannski eftir þegar ég kemst út fyrir KLAKANN.

Guð veri með ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.4.2009 kl. 08:36

28 Smámynd: Óskar Arnórsson

..5000 manns þykir ekkert fjölmenni hér. Bara venjuleg lítinn kristinn kirkja..

Óskar Arnórsson, 23.4.2009 kl. 08:55

29 identicon

Gleðilegt sumar elsku Rósa mín, takk fyrir veturinn

Ég fer ekki í bænagöngu í dag, en Perla og ég förum í göngu á hverjum degi og er sá tími vel notaður hjá mér í allskonar hugsanir.

Knús til þín kæra vinkona og mundu þú ert bestust

Þín vinkona Ragna

RBP (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 09:05

30 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið

Óskar minn, ég veit að þetta er ekki stór kirkja á ykkar mælikvarða en það er svo magnað að fara á svona stóra samkomu. Hef einstakasinnum á ævinni upplifað að fara á svona stórar samkomur þegar ég hef farið út fyrir KLAKANN.Ég hlakka til að heyra hvernig samkomuferðin til Bangkok var.

Ragna mín, þú og Perla hugsið sjálfsagt um mig og hvað ég og Perla erum góðar vinkonur. Takk fyrir fallegar kveðjur og ég skal muna að ég er næst best en þú hlýtur nú að vera best.

Dró orð fyrir ykkur: Jesús sagði: "Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hefi elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. á því munu allir þekkja, að þér eruð lærisveinar mínir, ef þér berið elsku hver til annars." Jóh. 13: 34.-35.

"Ver þú hughraustur og öruggur! Lát eigi hugfallast og óttast eigi, því að Drottinn Guð þinn er með þér í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur." Jós. 1:9.

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn

Guð blessi ykkur og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.4.2009 kl. 12:15

31 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl!

Bara að forvitnast hvernig bænagangan gekk hjá ykkur?

Við vorum 6 hér í Garðabæ og vorum að í tvo tíma

og gengium á milli staða til að biðja. Það var að vísu 

nokkuð kalt ,en blessuð ferð.

             Kærar kveðjur Halldóra.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 23.4.2009 kl. 20:15

32 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl kæra Halldóra

Við vorum þrjár sem fórum í Bænagönguna. Við vorum 1 klst og 15 mín. Við löbbuðum stóran hring innan þorpsins og stoppuðum víða og báðum fyrir bænarefninu okkar og ýmsum málefnum. Nóg af bænarefnum.

Dró orð fyrir þig: Síðasta daginn, hátíðardaginn mikla, stóð Jesús þar og kallaði: "Ef nokkurn þyrstir, þá komi hann til mín og drekki." Jóh. 7:37.

"Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans." Efes. 6:10.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.4.2009 kl. 20:41

33 Smámynd: Adda Laufey

elsku vinkona.gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.hugsa oft til þín.kv adda
Christian Glitter by www.christianglitter.com

Adda Laufey , 23.4.2009 kl. 20:52

35 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Sæl Rósa mín, við fórum í bænagöngu hér á Hvolsvelli í morgun, ég tók með mér hundinn og dóttur mína, eða eiginlega má segja að hún hafi tekið mig með sér sú stutta. Drottinn blessi Ísland

G.Helga Ingadóttir, 23.4.2009 kl. 20:57

36 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Gleðilegt sumar.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 23.4.2009 kl. 21:06

37 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælar stelpur og takk fyrir innlitið.

Adda mín, mikið var gaman að sjá þig hér aftur eftir langt bloggfrí hjá þér. Ég er  líka oft búin að vera að hugsa til þín og hvað þið eruð að brasa. Vona að ykkur líði vel á Stöðvafirði.

Helga mín, ég heyrði þegar Sirrý var að tala við Jóhannes. Hann var hress eins og venjulega og hópurinn skemmtilegur. Ég fékk kveðjuna ykkar alla leið til Vopnafjarðar.

Guðrún mín takk fyrir góðar óskir.

Dró orð fyrir ykkur: "Augu Drottins hvarfla um alla jörðina, til þess að hann megi sýna sig máttkan þeim til hjálpar, sem eru heils hugar við hann." 2. Kron. 16:9.

"Guð augsýnir kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn, meðan vér enn vorum í syndum vorum." Róm. 5:8.

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn stelpur mínar.

Megi almáttugur Guð vera með ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.4.2009 kl. 21:49

39 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæl Rósa, það var nú frekar kalt að ganga hér á suðurhjaranum, en það var hressandi. Fólk er að spyrja hvað eigi að kjósa. Hefur þú sem .... flest allt veist einhver ráð????

Kristinn Ásgrímsson, 23.4.2009 kl. 22:58

40 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir strákar og takk fyrir innlitið

Guðlaugur frændi, hm kristniboði. Ætli Kiddi vinur minn sem kvittar hér líka hafi ekki fengið hiksta.  Vona að við getum verið til hjálpar þeim sem þurfa á stuðningi að halda nú þegar þjóðin er í Öldudal.

Kiddi minn, það blés hressilega á okkur og var smá kalt á tímabili en við erum svo miklar hetjur Hanna, Astrid og ég og létum ekkert aftra okkur.  Við fundum okkur skjól oft þegar við stoppuðum til að biðja sérstaklega fyrir fyrirtækjum sem við gengum framhjá og eins fyrir fólkinu sem bjó í þessum götum.  

Nú eru góð ráð dýr með hvað eigi að kjósa. Líst ekki á neitt framboð og kannski kýs ég Auðaflokkinn.

X - JESÚS er besti kosturinn sem ég hef valið og vona að ég muni halda mér við það val þangað til að ég hrekk uppaf.

Dró orð fyrir ykkur: "Fyrir því hefur og Guð hátt upp hafið hann og gefið honum nafnið, sem er hverju nafni er æðra, til þess að fyrir nafnið Jesú skuli hvert kné beygja sig á himni, jörðu og undir jörðu og sérhver tunga játa Guði föður til dýrðar: Jesús kristur er Drottinn." Fil. 2:9.-11.

Guð blessi ykkur og varðveiti

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.4.2009 kl. 23:09

41 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Rósa mín,takk fyrir orðið sem þú dróst fyrir mig,mikið er gott að bænagangan gekk þokkalega um landið,sennilega verið fleiri eins og ég sem sátu bara heima og báðuég dró orð fyrir þig:Drottinn er minn hirðir,mig mun ekkert bresta. Sálm.23:1 vertu ávalt Guði falin ljúfa vina

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 24.4.2009 kl. 00:12

42 identicon

Ágæta Rósa.

Mig langar til að segja við þig Gleðilegt sumar.

Kveðja Ásgerður

Ásgerður Einarsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 00:27

43 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rósa og þið öll, gleðilegt sumar! Og kærar þakkir fyrir bænagönguna í dag.

Kristinn, ég hitti tvo þekkta stjórnmálamenn úr Sjálfstæðisflokki í dag, og þeir voru sammála um, að betra væri að beita útstrikun(um), t.d. í suðurkjördæmi Reykjavíkur, og krossa við D heldur en hitt að skila auðu.

Ég var hins vegar að tjá mig um það á vefsíðu Kolbrúnar Stefánsdóttur, að betra væri að kjósa Frjálslynda flokkinn en að skila auðu, sér í lagi vegna vel auglýstrar andstöðu hans við að innlima okkur í Evrópubandalagið – andstöðu sem mætti nú samt vera eindregnari og sjálfri sér samkvæmari. Þó var t.d. Sturla Jónsson afar góður í málflutningi sínum þar um á borgarafundi Reykjavíkur suður í Sjónvarpinu í fyrrakvöld.

En í reynd vantar hér enn einn valkost í stjórnmálin.

Með kærri kveðju,

Jón Valur Jensson, 24.4.2009 kl. 01:11

44 identicon

Sæl elsku Rósa mín.Hér hefur allt verið á fullu Kvenfélagsmál og ýmislegt en á svoleiðis má víst ekki minnast á á blogginu ekki vil ég missa IP töluna  nóg er ég búin að missa þar.Fór ekki í bænagöngu en bið bæna á hverjum degi og dreg mér orð.Ég les nú alltaf bloggin hjá sumum sem ég hef fylgst með gegnum tíðina og verða þessi blogg æ hjákátlegri nú er engin eftir til að salta svo tíðin er erfið í þeim bransa.Hringji í þig í kvöld milli 22 og 23 hlakka til að heyra í þér.Guð geymi þig.Knús

Helga (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 13:42

45 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Bara í tilefni dagsins

Takk fyrir símtalið!

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 24.4.2009 kl. 16:11

46 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið

Sigga mín, bænagangan gekk vel og ég vona að margir hafi verið með í anda. Ekki veitir nú af að toga í bænastrenginn miðað við allt og allt hér í þessu þjóðfélagi. Frábært orð sem þú dróst fyrir mig.

Ásgerður, takk fyrir. Ég óska þér og fjölskyldu þinni gleðilegs sumars og Guðs blessunar.

Jón minn, sammála að það vantar svo sannarlega einn valkost nú í kosningunum. Því miður engum að treysta sem eru nú í framboði því í flestum flokkunum eru þingmenn sem tóku þátt í siðleysinu sem hefur grasserað alltof lengi. Ég held að Auðilistinn fái mörg atkvæði á morgunn.

Helga mín, gaman að heyra frá þér og takk fyrir símtalið áðan. Gott að þú ert að vinna að góðum málefnum í Kvenfélaginu og ég veit að ýmislegt sem þið eruð að gera er til góðs fyrir heilbrigðisstofnanir og ég veit að þið eruð að hjálpa þeim sem minna mega sín. Það er svo dýrmætt að vita að það er til fólk sem vill hlúa að þeim sem eru eiga í erfiðleikum.

Halldóra mín, flott innlegg og takk fyrir fjörugar samræður.

Dró orð fyrir ykkur:

Jesús sagði: "Sælla er að gefa, en þiggja." Post. 20:35.

"Minnist bandingjanna, sem væruð þér sambandingjar þeirra. Minnist þeirra er illt líða, þar sem þér sjálfir eruð einnig með líkama." Heb. 13:3

Gleðilegt sumar.

X-JESÚS

Guð veri með ykkur öllum og fjölskyldum ykkar

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.4.2009 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband