Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Ég veit að mamma grætur á jólunum

Kæru bloggfélagar. Sagan hér fyrir neðan er af Jólavef Júlíusar Júlíussonar frá Dalvík. Á þessum vef er einnig Matarblogg Júlla, Kærleiksvefurinn - knús, Fyrirbænasíða, Kveiktu á kerti, Dalvíkurskjálftinn, Frásögn um Jóhann Svarfdæling, um Dalvík, Íbúana á Dalvík og margt fleira.  Slóðin er: http://www.julli.is/



Ég veit að mamma grætur á jólunum"

(e. Sigurjón Jóhannsson frá Hlíð í Skíðadal. Heimild Bæjarpósturinn. Birt með leyfi Bp)

Það er frostbitur desember dagur fyrir 24 árum. Norðanþræsingur þeytir snjórenningi niður Strandgötuna á Akureyri. Þótt skammdegismyrkrið sé alrátt er mér nokkuð létt í sinni. Ég er að bíða eftir jólablaði þess vikublaðs er ég veiti forstöðu og því innan fárra daga verð ég komin heim í kyrrð dalsins míns ! Brátt rennur sendibíll prentsmiðjunnar að gangstéttinni - og í sömu mund kemur drengurinn hann Nonni, sem ber út blaðið í miðbæinn . Ég tek fljótt eftir því að Nonni er ekki eins og hann á að sér að vera, glaður og hressilegur. Nú minnir hann frekar á gamlan mann , álútan og svifaseinan, líkt og þung byrði sé á herðum hans sem hann er nær kominn að kikna undan. Óbeðinn hjálpar hann mér að bera blöðin upp í skrifstofuna og fer síðan þegjandi að telja þau blöð er komu í hans hlut að bera út. Ég fylgdist áhyggjufullur með þessum 10 ára vini mínum og fann til löngunar að nálgast hann, vita hvað þjáði hann ef ske kynni að ég gæti úr bætt. Mér fannst ég ekki geta séð á eftir honum út í myrkrið svona á sig kominn. Til að tefja tímann svolítið á meðan ég væri að átta mig á hvað gera skyldi, spurði ég hann hvort hann vildi hjálpa mér að telja blöðin til hinna krakkanna. Hann kinkaði kolli og án orða fór hann að telja er ég fékk honum lista yfir nöfn krakkanna og tölu þeirra fjölda blaða er hvert þeirra átti að fá. Til að reyna að rjúfa þagnarmúrinn milli okkar spurði ég í hálfgerðum vandræðum; "Hlakkar þig til jólanna ?" " Nei " var svar hans kalt og hranalegt. "Hvers vegna ekki ?" spurði ég og var kominn í hálfgerða varnarstöðu. "Ég veit að mamma fer að gráta eins og á jólunum í fyrra ". "Hvers vegna ?" hraut af vörum mér. Það kom andartaks hik á drenginn en svo kom svarið og tóntegundin var hin sama hörð og næstum hatursfull. " Þig varðar ekkert um það". Með þessu svari fannst mér Nonni hafa mátað mig gersamlega. Við erum búnir að telja blöðin. Snögglega stendur drengurinn á fætur og býst til ferðar, grípur sinn blaðabunka og snýr til dyra. Þegjandi legg ég peningana í lófa hans . Ég finn að hönd hans er ísköld og hann skelfur. Eitthvað innra með mér mótmælir því að ég láti drenginn svona á sig kominn fara frá mér út í nepjuna og myrkrið. Hugdettu skýtur upp í kollinum "Heyrðu Nonni minn. Viltu ekki hjálpa mér að keyra út blaðinu svo ég verði fljótari ?" Og útskýri hálf flaumósa hvernig hann geti flýtt fyrir, að ég beri blöðin úr bílnum til krakkanna en hann verði með peningaumslögin til þeirra. Hann hikar litla stund en kinkar síðan kolli, sem ég tók sem jáyrði við bæn minni. "En viltu ekki hringja heim fyrst og segja mömmu þinni að þér seinki vegna þess að þú sért að hjálpa mér ?" "Mamma er ekki heima hún er að skúra". "En pabbi þinn. Er hann ekki kominn heim úr ...." Ég sé strax að við þessa spurningu mína þyngist byrðin til muna á ungum herðum hans. Hann lútir höfði og drjúglöng þögn hefur völdin - en svo kemur svarið kreist út á milli samanbitinna tanna : "Pabbi er fullur einhverstaðar fyrir sunnan", síðan koma nokkur ekkasog og á eftir þrúgandi þögn. Ég spyr ekki meir en legg hönd yfir axlir hans og teygi mig í símann og hringi á leigubíl. Svo hjálpumst við án orða að bera blöðin niður stigann. Brátt flautar bíll fyrir utan innan stundar erum við lagðir af stað. Við þurfum að koma við á átta stöðum víðsvegar um bæinn. Ég afhendi krökkunum blöðin en Nonni bréfin eins og um var samið. Ég óska börnunum gleðilegra jóla og taka þau glaðlega undir, en litli ferðafélaginn minn var þögull sem gröfin. Eftir rúman hálftíma erum við aftur komnir niður í Strandgötu. Við göngum hlið við hlið upp stigann að skrifstofunni og nú var aðeins eftir að bera blöðin hans Nonna út í miðbæinn.. "Jæja Nonni. Nú hjálpa ég þér við við útburðinn" segi ég hressilega "En fyrst fáum við okkur eitthvað í svanginn ". Á leið okkar um bæinn hafði ég keypt nokkrar pylsur og kók í sjoppu er leið okkar lá framhjá. Yfir andlit hans færðist dauft bros. Keyptirðu þetta handa mér ? " og það var furða í rödd hans. "Handa okkur báðum. Þeir sem vinna þurfa að borða karl minn" er svar mitt. Ég fann gleðitilfinningu fara um mig. Skyldi mér auðnast að rjúfa þagnarmúrinn sem hann varði sig með?


Að loknum snæðingi hófum við blaðburðinn og mér fannst hann ekki eins þungstígur og áður er hann gekk niður stigann. Líkt og byrðin á herðum hans hefði örlítið lést. Úti var enn napurt og renningskóf og án andmæla leyfði hann mér að draga loðfóðraða hanska á hendur hans. Við tókum á sprett undan kófinu og gekk blaðburðurinn hratt og vel fyrir sig og innan stundar vorum við aftur komnir heim á skrifstofukompuna. Ég sá að bragði að það þyrmdi aftur yfir félaga minn - og með óstyrkri hendi seildist hann eftir umslaginu sínu, ég vildi ekki sleppa honum strax. Þrá mín til að vinna traust hans varð æ heitari. "Hvíldu þig aðeins áður en þú ferð út í kuldann á ný". Hann settist þegjandi eins og hann væri bíða einhvers. Vænti hann kannski hjálpar frá mér ? Ég fann til vanmáttar. Var ég þess megnugur að lyfta okinu af herðum hins unga drengs og svartnættinu úr sál hans ?   Þögnin í litlu skrifstofunni var orðin löng og þrúgandi. En allt í einu fannst mér birta til - mér fannst ég finna til nálægðar móður minnar og sem í leiðslu hvíslaði ég til drengsins "Kanntu að biðja , Nonni ?" Hann hrökk við og við horfðumst í augu og svo kom svar hans. "Já mamma og pabbi kenndu mér það. " Hálf feiminn spyr ég aftur; "Viltu biðja með mér um að mamma þín þurfi ekki að gráta um jólin og að pabbi þinn komi heim og öðlist þrek til að hætta að drekka ?" Hann stóð hikandi upp og rétti mér höndina og hlið við hlið krupum við niður við borðið. Einhver ósegjanlegur friður gagntók mig og ég skynjaði einnig að hinn ungi vinur minn var einnig á valdi heitra tilfinninga. Hve lengi við krupum og báðum veit ég eigi en er við stóðum upp kom Nonni í fang mér og tár sem tærar perlur runnu niður vanga hans. Ég leyfði honum að gráta og strauk sem annars hugar ljósu lokkana á kolli hans.

Nokkru síðar vorum við aftur komnir út í hríðarkófið og leiddumst hönd í hönd uns við vorum komnir heim til hans. Við kvöddumst á tröppunum en um leið og hann opnaði hurðina hvíslaði hann í eyra mér í barnslegri einlægni: "Ég ætla að biðja mömmu líka að biðja með mér áður en við förum að hátta" að svo búnu lokaði hann hurðinni hljóðlega á eftir sér. Á leiðinni til baka fóru efasemdir að sækja að mér. Hafði ég raunverulega gert rétt með framkomu minni ? Hafði ég ekki vakið falsvonir í huga drengsins - og því yrði sársaukinn enn óvægnari er hann stæði frammi fyrir því að bænastund okkar saman var aðeins haldlaust hjóm og blekking - en samt þetta kvöld ríkti friður innra með mér og ég sofnaði óvenju fljótt er ég hallaði mér á koddann.

Daginn fyrir Þorláksmessu var för mín ákveðin heim í dalinn. Dálítið annars hugar var ég að taka nokkurt dót saman til fararinnar . Dagana á undan hafði ég oft verið kominn að því að hringja heim til Nonna , en ávallt brostið kjarkur. Ég lít á úrið og sá að aðeins var klukkutími uns rútan legði af stað til Dalvíkur. Ég geng um gólf til að drepa tímann. Ég hrekk við er bankað er að dyrum í flýti opna ég. Fyrir utan stendur Nonni og heldur í hönd manns sem er mér ókunnur. "Þetta er pabbi " hrópar drengurinn. " Hann er kominn heim " og augu vinar míns geisluðu af gleði - "og hann er hættur að drekka " bætir hann við og hleypur í fang mér ör og kátur. Faðir hans réttir fram höndina og handtak hans er fast og hlýtt . Ég horfi í augu hans. Þau eru að vísu döpur en samt finnst mér örlítil geislablik gefa þeim líf . Þeir feðgar hjálpa mér með dótið á brottfararstað rútunnar. Á þeirri göngu eru þeir hinir sterku að mé finnst, en ég hinn veikburða.


Oft varð mér hugsað til Nonna yfir jólin. Skyldi faðir hans standast ofurvald vínguðsins ? ótti og von toguðust á í huga mér.Á leiðinni til Akureyrar að jólaleyfi loknu ákvað ég að það skyldi verða mitt fyrsta verk er ég kæmi í bæinn að hringja í Nonna. Er ég dró upp lykillinn að skrifstofunni blasti við mér hvítt blað límt á hurðina og þar gaf að lesa Sigurjón komdu í kaffi strax og þú kemur í bæinn og undir orðsendingunni stóð með stórum stöfum NONNI. Ég mun aldrei gleyma því heimboði. Ást, friður og hamingja ríkti í litla húsinu. Faðir Nonna var kominn í fasta vinnu og stóð sem sigurvegari í glímunni við Bakkus konung.

Allan þennan vetur og næsta sumar var ég hálfgerður heimagangur hjá Nonna og foreldrum hans. Þau góðu kynni veittu mér oft frið og hvíld frá erli starfsins. En að haustdögum rofnuðu að mestu tengslin. Ég hætti blaðamennsku og nokkru síðar flutti fjölskyldan í annan landshluta. Nú eru báðir foreldrar Nonna dánir en hann virtur kennari á höfuðborgarsvæðinu.

Það var eitt sinn ætlun mín að skrifa ævisögu móður minnar og vorum við bæði búin að leggja nokkur drög að henni - og nafn bókarinnar var löngu ákveðið. Bænin var minn styrkur, það var nafnið. En snöggt og óvænt var mamma kölluð á braut og því bókin um hana óskráð. Þessi minningarbrot vil ég henni og lífssögu hennar, sem vörðuð var af kjarki, mildi og kærleika og síðast en ekki síst af æðri trú og handleiðslu.

Senn líður enn að jólum, fæðingarhátíðar mannvinarins mikla. Það er einlæg bæn mín og von að ekkert barn kvíði komu jólanna altekið ótta um að mamma þess gráti um jólin.

Ég bið þess að sjúkir, syrgjendur og þeir sem einmana reika öðlist styrk, frið og hvíld, frá þeim er fórnaði lífi sínu í baráttunni geng grimmd og hatri. Reynum að vera boðberar kærleikans. Minnist þess að jafnvel þétt handtak og hlýtt bros getur varpað ljósi inn í myrkvaða sál. Ég óska lesendum hvíldar og friðar um heilög jól.

S.J

Þessi saga blessaði mig og ákvað ég að senda Júlíusi tölvupóst og spyrja hann hvort ég mætti birta söguna. Sem betur fer fékk ég leyfi og er ég þakklát fyrir það.


Ég sjálf hef upplifað kraftaverk í lífi mínu þegar ég bað Jesú að lækna mig af flogaveiki. Sjá bloggfærslu í byrjun ágúst 2008.

"Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast, sem biður, sá finnur, sem leitar, og fyrir þeim, sem á knýr, mun upp lokið verða." Matt. 7: 7.-8.

"Mannfjöldinn varð þess var og fór á eftir honum. Hann tók þeim vel og talaði við þá um Guðs ríki og læknaði þá, er lækningar þurftu." Lúk. 9:11.

 "Þegar Jesús steig á land, sá hann þar mikinn mannfjölda, og hann kenndi í brjósti um þá og læknaði þá af þeim, er sjúkir voru." Matt. 14:14.


Máttur bænarinnar er mikill og ég vil hvetja ykkur að biðja Jesú um að koma inní kringumstæðurnar ykkar.  Sjáið versið hér fyrir ofan sem byrjar svona:  Biðjið og yður mun gefast,... 


Megi almáttugur Guð blessa ykkur.

Kær kveðja

Rósa Aðalsteinsdóttir


AÐVENTAN



         
Rósa Aðalsteinsdóttir frá Ási og Rósa Aðalsteinsdóttir frá Stóru Mörk. Maí 1992.
Tvær Rósur Aðalsteinsdætur

                         
Rósa
Rósa
 
 
AÐVENTA

 Þegar dagarnir styttast og dimmir um storð,
sérðu dýrlega stjörnu, þar ljómar Guðs orð,
um fæðingu hans, sem varð frelsari manna
og færði´ okkur jólin og gleðina sanna.


Þau færast nær og nær,
og nú er allt svo bjart,
er kærleikshátíð kristni hans
skal klædd í jólaskart.


Og svo kveikjum við ljósin á kertunum hér,
er við komum nú saman að fagna hjá þér,
sem gafst okkur lífið og gleðina bjarta.
Sú gleði er Jesús í sérhverju hjarta.


Þau færast nær og nær,
og nú er allt svo bjart,
er kærleikshátíð kristni hans
skal klædd í jólaskart.


Svo er upp renna jólin og annríkið dvín,
verða englar á ferð, þar sem kvöldstjarnan skín.
Er barnsaugun glitra í ljósanna ljóma,
þau lyfta upp hug, þegar sálmarnir hljóma.

Þau færast nær og nær,
og nú er allt svo bjart,
er kærleikshátíð kristni hans
skal klædd í jólaskart.

Rósa Aðalsteinsdóttir

Stóru Mörk



Kertin eru fjögur og hvert og eitt er táknrænt, til að hjálpa okkur að íhuga boðskap jólanna.

Fyrsta kertið heitir Spádómskerti og minnir á spádóma Gamla testamentisins um frelsarann sem koma skyldi.

Næsta kerti er kallað Betlehemskerti. Það leiðir hugann að bænum þar sem Jesús fæddist í fjárhúsi og var lagður í jötu.

Þriðja kertið sem kveikt er á er Hirðakerti og minnir á hirðana sem voru fyrstu mennirnir sem heyrðu um fæðingu Jesú.

Það fjórða er Englakertið og vísar til englanna sem birtust á jólanótt og sögðu frá því að Jesús væri fæddur. Hringurinn sjálfur táknar eilífðina.

 




AÐVENTAN

Við kveikjum einu kerti á,
Hans koma nálgast fer,
sem fyrstu jól í jötu lá
og Jesú barnið er.

Við kveikjum tveimur kertum á
og komu bíðum hans.
Því Drottinn sjálfur soninn þá
mun senda‘ í líking manns.

Við kveikjum þremur kertum á
því konungs beðið er,
þótt Jesús sjálfur jötu og strá
á jólum kysi sér.

Við kveikjum fjórum kertum á;
brátt kemur gesturinn
og allar þjóðir þurfa að sjá
að það er frelsarinn.

Sigurd Muri 1963 - Lilja Kristjánsdóttir


Er friðarsúla Yoko Ono ófriðarsúla?

Þessi grein birtist á forsíðu erlends dagblaðs, föstudaginn, 28 sept. 2007. 

Friðarsúla Yoko Ono í Viðey vekur athygli.

 

Afhjúpun friðarsúlu Yoko Ono í Viðey á 67 ára afmælisdegi Johns Lennons 9. október er farin aðViðey vekja athygli. AP fréttastofan sendi út frétt með viðtali við Yoko í gær og Breska tónlistarblaðið NME sagði frá atburðinum á vefsíðu sinni. Yoko segir í AP-viðtalinu að hún og John hafi rætt um að gera þetta fyrir 40 árum. "Nú er draumurinn loks að verða að veruleika." Verkið heitir Imagine Peace Tower. Öflugri ljóssúlu mun stafa upp úr súlunni og teygja sig til himins úr óskabrunni í grunni hennar þar sem orðin "Ímyndum okkur frið" eru skráð á 24 tungumálum. Gert er ráð fyrir því að kveikt verði á súlunni á hverju ári á afmælisdegi Lennons og lýsi fram að dánardægri hans 8. desember. Yoko segir að Ísland hafi orðið fyrir valinu vegna þess að það sé mjög vistvænt land sem reiði sig á jarðhita.

Hún segir súluna mjög fallega. "Það er ákveðinn framandleiki yfir henni, galdrablær liggur mér við að segja," segir Yoko. "Þetta er stærsta afmælisgjöfin sem ég hef gefið John." Yoko hefur safnað 495.000 friðaróskum, sem grafnar verða í jörðu í sérstökum hylkjum umhverfis súluna. Trjám verður plantað með hverri ósk. "Þetta verður skógur þegar fram líða stundir."Friðarsúla Yoko Ono í Viðey

Yoko Ono hyggst sjálf greiða 70 milljóna króna umframkostnað sem orðið hefur við verkið. Upphaflega var áætlað að kostnaðurinn við smíði súlunnar myndi nema 30 milljónum króna sem Reykjavíkurborg og Orkuveitan höfðu samþykkt að greiða. Í fyrra varð ljóst að áætlunin var fjarri lagi og er talið að verkið muni kosta um 100 milljónir. Lennon-Ono friðarverðlaunin voru veitt í Höfða 9. október í fyrra. Yoko Ono hyggst framvegis afhenda verðlaunin í Reykjavík. Samkvæmt samningi Yoko Ono og Reykjavíkurborgar verður líka kveikt á súlunni á nýársnótt og í fyrstu viku sumars.

 

Vilhjálmur og Björn Ingi

 

2. Mós. 34:13 heldur skuluð þér rífa niður ölturu þeirra, brjóta í sundur merkissteina þeirra og höggva niður asérur þeirra.

5. Mós. 7:5 Heldur skuluð þér svo með þá fara: Þér skuluð rífa niður ölturu þeirra, brjóta í sundur merkissteina þeirra, höggva sundur asérur þeirra og brenna skurðgoð þeirra í eldi.

5. Mós. 12:3 Þér skuluð rífa niður ölturu þeirra, brjóta í sundur merkissteina þeirra, brenna asérur þeirra í eldi, höggva sundur skurðlíkneski guða þeirra og afmá nafn þeirra úr þeim stað.

 


Christian Glitter by www.christianglitter.com

1Kon. 14:15

Drottinn mun slá Ísrael, eins og reyrinn riðar í vatninu, og hann mun útrýma Ísrael úr þessu góða landi, er hann gaf feðrum þeirra, og tvístra þeim fyrir austan Efrat, af því að þeir hafa gjört sér asérur og egnt Drottin til reiði.

1. Kon. 14:23 Því að einnig þeir gjörðu sér fórnarhæðir, merkissteina og asérur á öllum háum hólum og undir hverju grænu tré.

2. Kon. 17:10 Þeir reistu sér merkissteina og asérur á öllum háum hólum og undir hverju grænu tré

2. Kon. 17:16 Þeir yfirgáfu öll boð Drottins, Guðs síns, og gjörðu sér steypt líkneski, tvo kálfa, og þeir gjörðu asérur, féllu fram fyrir öllum himinsins her og dýrkuðu Baal.

2. Kron. 33:3 Hann reisti af nýju fórnarhæðirnar, er Hiskía faðir hans hafði rífa látið, reisti Baölunum ölturu og lét gjöra asérur, dýrkaði allan himinsins her og þjónaði þeim.

2. Kron. 33:19 En um bæn hans og hvernig hann var bænheyrður, og um allar syndir hans og ótrúmennsku, svo og um staðina, þar sem hann reisti fórnarhæðir og setti asérur og líkneski, áður en hann lægði sig, um það er ritað í sögu sjáandanna.

Míka 5:14 (5:13) Ég vil brjóta niður asérur þínar og eyðileggja guðalíkneski þín,

Jes.  66:17 Þeir sem helga sig og hreinsa sig til þess að fara inn í fórnarlundana, bak við einhvern, sem fyrir miðju er, sem eta svínakjöt, viðurstyggileg skriðdýr og mýs - þeir skulu allir undir lok líða - segir Drottinn.

Jer. 17:2 þeim til áminningar. Ölturu þeirra og fórnarsúlur standa hjá grænu trjánum, á háu hæðunum,

Esekíel 6:6 Svo langt sem byggð yðar nær, skulu borgirnar í eyði liggja og fórnarhæðirnar standa gjöreyddar, til þess að ölturu yðar séu niður brotin og í rústum, skurðgoð yðar sundurbrotin og að engu gjörð, sólsúlur yðar mölvaðar og handaverk yðar afmáð.

Hós. 4:13 Efst uppi á fjöllunum fórna þeir sláturfórnum, og á fórnarhæðunum færa þeir reykelsisfórnir, undir eikum, öspum og terebintum, því að skuggi þeirra er ununarfullur. Fyrir því drýgja dætur yðar hór og fyrir því hafa yðar ungu konur fram hjá.

 

Þessa grein fékk ég í pósti og bað um leyfi til að birta hana okkur öllum til umhugsunar.

Drottinn blessi ykkur.

Rósa Aðalsteinsdóttir 

Vopnafirði 


Blessanir í lífi mínu - Nýtt klukk


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Hún Linda bloggvinkona mín kom af stað þessu klukkveseni. Ætli sé ekki best að vera stillt og góð og taka áskorun með þetta klukkvesen. Grin Hélt að hún væri vinkona mín og svona gera vinirnir ekki eða hvað? Woundering Hvað ætli ég geri nú á eftir annað en að bögga ykkur kæru bloggvinir. FootinMouth

Þá eru það blessanir í lífi mínu.


Christian Glitter by www.christianglitter.com

1. Það er mikil blessun að hafa Hearteignaðist góða foreldraHeart sem elskuðu Jesú Krist. Þau kenndu mér um HeartJesú KristHeart og þegar ég var 13 ára þá varð ég fyrir því láni að taka á mótiHeartJesú KristiHeart sem frelsara mínum. Það var mikil vernd að taka á móti InLove Jesú InLove svona ung því þá fór ég ekki út í að nota vímuefni. Ef ég hefði rambað inná þá braut  þá einhvern veginn held ég að það hefði verið gert hraustlega eins og allt annað sem ég hef tekið mér fyrir hendur um ævina og sumt orðið mér að tjóni eins og erfiðisvinna í fiski. Frown

2. Það er blessun að eigaHeart tvo bræður, mákonu og þrjú bróðurbörn.Heart Bróðurbörnin mín hafa og eru miklir gleðigjafar í lífi mínu. InLoveÞau heita Katrín Stefanía, Lýdía Linnéa og Enok Örn.InLove Ég sagði Erninum mínum í dag að hann væri einn af því besta sem ég hef eignast um ævina.

3. Það er blessun að eiga heimili ásamt föður mínum. Það er ekki sjálfgefið að eiga heimili.


Christian Glitter by www.christianglitter.com

4. HeartKirkjan mín á Vopnafirði og trúsystkinin mín.Heart Að fara í HeartGuðshúsHeart hefur mikla þýðingu fyrir mig.


Christian Glitter by www.christianglitter.com

5. HeartTrúsystkini, ættingjar, vinir og bloggvinir.Heart Ég hef alltaf verið vinamörg um ævina. Síðast þegar ég var í Reykjavík þá hitti ég óvenju marga vini, þá tæpu þrjá sólahringa sem ég stoppaði í höfuðborginni.


Christian Glitter by www.christianglitter.com

6. Guð hefur gefið mér ágætis hæfileika og er ég þakklát fyrir allar Happy gjafir Guðs. Happy

7. Létt lund þrátt fyrir erfiða lífsgöngu, sjá nánar blogg í byrjun ágúst sl. HaloSÆLIR ERU BJARTSÝNIR.Halo

8. Það er blessun að njóta fegurðar þessa lands sem flýtur í mjólk og hunangi. Cool Guð er mikil listasmiður.Cool

9. Það er mikil blessun að hafa farið aftur í Happy nám á gamalsaldri.Happy Ég er þakklát fyrir allar Heartgóðu einkunnirnarHeart sem ég hef fengið.

10. Það er mikil blessun að sjá Heartgóðar breytingar í lífi mínu, bæði andlegar og líkamlegar.Heart InLoveFyrir benjar Jesú Krists mun ég verða heilbrigð.InLove Ég trúi því.


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Svo að þetta klukkvesen hennar Lindu komist eitthvað áleiðis, ætla ég að skora á Heartalla bloggvini mína,Heart sem nú þegar hafa ekki fengið áskorun, að telja upp allar blessanir sínar.

Guð blessi ykkur og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa Guðskerling. LoL

P.s. Fékk þetta flotta nafn "Rósa Guðskerling." á mbl. blogginu. Ég er mjög lukkuleg með þetta nýja nafn.


ABC hjálparstarf - Nytjamarkaður til styrktar ABC barnahjálp og Líknarfélagi Kærleikans

Sæl og blessuð

Í dag fékk ég bréf frá ABC hjálparstarfi vegna opnunnar á Nytjamarkaði. Skemmtileg tilviljun því í morgunn var ég beðin að fara í banka til að senda ABC peningagjöf frá Hvítasunnukirkjunni á Vopnafirði vegna erfiðleika í Nairobi í Kenýa. Eins og allir vita var framið vopnað rán á skrifstofu ABC í Nairobi í Kenýa og miklum fjármunum stolið. Öll vitum við um afleiðingarnar og hafa mörg börn verið send heim vegna þessa. Ég vona að börnin  komist aftur á heimavistina sem fyrst.  Ekki var hægt að senda öll börnin heim því mörg þeirra eru munaðarlaus og eiga hvergi samanstað nema hjá ABC. Endilega farið inná vef ABC hjálparstarfs og kynnið ykkur starfsemi þeirra. Slóðin er: http://www.abc.is/

 

 

Kynning á ABC hjálparstarfi tekið af vef:  http://www.abc.is/ABChjalparstarf/UmABCbarnahjalp/Almennarupplysingar/

ABC hjálparstarf var stofnað árið 1988 sem íslenskt, samkirkjulegt hjálparstarf.

Tilgangurinn með stofnun þess var að veita nauðstöddum börnum varanlega hjálp og vera farvegur fyrir framlög gjafmildra Íslendinga sem skila sér óskert til umkomulausra barna í fátækari löndum.

ABC barnahjálp sér nú fyrir yfir 8000 börnum með hjálp íslenskra og nú einnig erlendra fósturforeldra, aðallega á Indlandi, Úganda, Filippseyjum, Pakistan og Kenýa. Um 5000 stuðningsaðilar styðja börn á vegum starfsins í dag. Aðeins einn aðili stendur að baki hverju barni.

Hjálpin sem veitt er felst aðallega í menntun barna sem annars ættu ekki kost á skólagöngu, en einnig er þeim séð fyrir læknishjálp, framfærslu og heimili þar sem þörf er á. Í mars 2004 var tekin ákvörðun um að breyta nafni starfsins í ABC barnahjálp sem lýsir enn betur starfseminni.

ABC barnahjálp er sjálfseignarstofnun og skilar endurskoðuðum ársreikningum til Ríkisendurskoðunar ár hvert.

Öll framlög til ABC renna óskipt til hjálpar munaðarlausum og þurfandi börnum nema þau sem sérstaklega eru gefin til rekstrar.

 

Bréf frá ABC hjálparstarfi:

Opnaður hefur verið Nytjamarkaður til styrktar ABC barnahjálp og Líknarfélagi Kærleikans. Markaðurinn hefur fengið nafnið Nytjamarkaðurinn og er til húsa að Faxafeni 8 (í sama húsi og Íslensku Alparnir baka til).

Á Nytjamarkaðnum eru til sölu bæði nýjar og notaðar vörur svo sem föt, heimilistæki, húsgögn og í raun allt milli himins og jarðar. Opnunartími Nytjamarkaðarins er milli 11:00 og 18:00 alla virka daga og milli 11:00 og 16:00 á laugardögum.

Nú er tilvalið tækifæri til að fara í gegnum geymsluna, bílskúrinn eða fataskápinn og athuga hvort að þar leynist ekki eitthvað sem tilvalið væri að gefa framhaldslíf á Nytjamarkaðnum. Tekið er við dóti í Faxafeni 8 á opnunartíma og einnig er hægt að láta sækja hluti sé þess óskað. 

Síminn hjá Nytjamarkaðinum er 520-5500

Við hvetjum alla til þess að leggja leið sína á Nytjamarkaðinn og kanna hvort þar sé eitthvað sem hugur þess girnist og um leið styðja við og styrkja gott málefni.

Þeim sem vantar eitthvað að gera er velkomið að hafa samband við Erlu Guðrúnu framkvæmdarstjóra í síma 696-7266 eða senda mail á erla@mozaik.is og skrá sig sem sjálfboðaliða.

Endilega kíkið á bloggvini mína Andra og Árna Kærleik.

Andri Krossfari:http://andrifr.blog.is/blog/andrifr/entry/703668/#comments

Árni Kærleikur: http://arncarol.blog.is/blog/arncarol/entry/709446/#comments

 

Guð blessi Ísland og alla Íslendinga nær og fjær.

Kær kveðja/Rósa


mbl.is Vopnað rán á skrifstofu ABC í Kenýa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Móðir Theresa

Bænin hér fyrir neðan er bæn Theresu sem er dýrlingur þess sem lítið er.  Hún trúði því að gera litla hluti í lífinu með miklum kærleika og ást.  Rósir voru hennar blóm. Megi hver og einn sem les eftirfarandi bæn vera margblessuð eða margblessaður.

 

Rauðar Rósir

 

Megi dagurinn finna frið innra með þér.

Megi þú teysta Guð að þú sért nákvæmlega sú/sá sem þú átt að vera.

Megi ekkert fá þig til að gleyma hinum óendanlegu möguleikum sem fæðast með trú.

Notaðu þær gjafir sem þér hefur verið gefið, eins og þú upplifðir kærleika, sýndu kærleika.

Megi þú vera sátt við að þú sért barn Guðs.

Leyfðu viðveru hans leggjast yfir benjar þínar, og gefðu sál þinni frelsi til að syngja og dansa allt til sýna ást og kærleika til hans.

Hann er hér fyrir okkur öll

 

                Móði Theresa                                    Móði Theresa   

Áhyggjur líta í kringum sig. Afsökun lítur til baka, en trú lítur fram á við og upp.

Þessi engill sendi þér þetta.

Glitter Graphics

Angel Glitters

Þýð: Linda 21.5.2008

Rósir

Smá viðbót:

Móðir Teresa, upphaflegt nafn hennar var Agnes Gonxha Bojaxhiu f. 1910. í Albaníu d. 5. september 1997 í klaustri sínu í Kalkútta á Indlandi, 87 ára gömul.  Hún fór til Indlands 1928 til að kenna í klausturskóla, sór lokaheit sitt sem nunna árið 1937.  Starfaði frá 1948 í fátækrahverfum Kalkútta á Indlandi. Þar annaðist hún munaðarlaus börn, sjúklinga og dauðvona fólk; stofnaði 1950 reglu Kærleiksboðberanna (Missionaries of Charity) sem starfar víða um lönd. Hlaut friðarverlaun Nóbels 17. október 1979 fyrir baráttu sína í þágu fátækra á Indlandi.

Móðir Theresa og Díanna prinsessa

Móðir Theresa (1910-97) var sem engill af himnum í fátækrahverfunum í Kalkútta á Indlandi. Hún líknaði sjúkum og gerði allt sem hún gat til að lina þrautir. Einu sinni fékk amerískur ferðamaður að fylgja henni eftir og horfði stóreygur á þegar Theresa þvoði hryllilega útlítandi og illþefjandi sár holdsveikisjúklings. Kaninn dró sig til baka og sagði svo við móður Theresu þegar hún hafði lokið verki sínu. "Þó mér væru boðnir milljón dollarar myndi ég ekki vilja þvo svona sár." Theresa brosti og sagði án hiks: "Ekki ég heldur."

Móðir Theresa og Páfinn

Markaðssérfræðingar hjá Bens ákváðu að gefa Móður Theresu þrjá Mercedes Bens. Þeir sendu bílana til Kalkúta á Indlandi. Móður Theresu voru afhentir bílarnir og þakkaði hún fyrir þessa miklu velvild. Fáum dögum seinna átti hún enga Mercedes Ben en gnægð matar og mikið af lyfjum. Hún hafði selt bílana og notaði andvirði bílanna til að  kaupa mat og lyf handa skjólstæðingum sínum. Áfram gekk hún frá morgni til kvölds í nafni Drottins og sinnti þeim sem minna máttu sín.


Spor í sandi



 Spor í sandi

 

Nótt eina dreymdi hann drauminn.

hann dreymd‘i að hann gengi á strönd.

Hann dreymd‘i að hann gengi með Guði.

Þeir gengu þar hönd í hönd.

 

Hann leit um öxl og líf sitt

gat lesið af sporum þeim,

sem geymd vor‘u og greypt í sandinn.

og gengin af báðum tveim.

 

Hann sá þau samhliða liggja

og sólin í heiði skein.

Þá sá hann á spotta og spotta

að sporin voru ein.

 

Það vakt‘i honum vafa og furðu,

það virtist oft gerast þar,

sem sorti á líf hans sótti

og sorgir að höndum bar.

 

Hann leit aftur líf sitt yfir.

og litla stund hann beið,

en eftir það yrti á Drottin

eitthvað á þessa leið:

 

„Þú hafðir mér heitið forðum,

ef hlýða ég vildi þér,

og þér myndi þjóna og treysta,

að þú skyldir fylgja mér.

 

En hví sé ég spor þín hvergi.

þá harmi sleginn var?"

Drottinn brosti og bragði:

„Barnið mitt ég var þar.

 

Þar sem í fjörunni finnst þér

fótsporin vera tvenn,

við hönd mér þig löngum leiddi,

líkt og ég geri enn.

 

Þar för eftir eina fætur

fjaran einungis ber.

það var á þrautastundum.

þegar ég hélt á þér:"


Spádómar um síðustu tíma


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Árið 1968 sýndi Drottinn níræðri konu frá Valdres í Noregi, (sem var sannkristin og naut virðingar af öllum sem þekktu hana,) sérstaka sýn. Sagði hún Emanúel Minos predikara, sem hélt samkomur í nágrenni við heimili hennar, frá þessari reynslu sinni. Hann skrifaði frásögn hennar hjá sér en fannst hún svo ótrúleg og óskiljanleg að hann stakk henni ofan í skúffu. Næstum 30 árum seinna rakst hann á hana aftur og skildi að þetta var eitthvað sem hann varð að deila með öðrum. Ég vil deila þessari grein með ykkur, við grípum niður í seinni helming hennar.

3. „Upplausn í siðferðismálum verður slík að gamli Noregur hefur aldrei reynt annað eins. Fólk mun lifa hjónalífi án þess að vera gift," (þetta var 1968 og ég held að hugtakið sambúð hafi ekki þekkst þá). „Kynlíf fyrir hjónaband og framhjáhald verða eðlilegir hlutir og afsakaðir á allan hátt. Þetta mun einnig fá að viðgangast hjá hinum kristnu og eins það að syndga móti náttúrunni.

Á þessum síðustu tímum munum við sjá hluti í sjónvarpinu sem okkur hefði ekki órað fyrir að yrðu þar. Sjónvarpið verður fullt af ofbeldi. Ofbeldið verður svo mikið, að fólk mun læra að myrða og eyðileggja hvert annað og það verður hættulegt að ganga um göturnar. Sjónvarpið verður eins og útvarpið, það koma fleiri stöðvar og þær fyllast af ofbeldi. Fólk mun horfa á grófar ofbeldis- og morðsenur sér til afþreyingar og það mun hafa áhrif út í samfélagið. ‚i sjónvarpinu verða líka sýndar samlífssenur, nánustu athafnir sem fram fara í hjónabandinu verða sýndar á skjánum."

(Þetta var 1968 og ég mótmælti þessu og sagði að við hefðum lög sem bönnuðu slíkt.) Þá sagði gamla konan: Þetta mun gerast og þú munt sjá það gerast. Allt það sem við virðum verður troðið í svaðið og ósæmilegustu hlutir verða sýndir fyrir augum okkar.

4. „Fólk frá fátækum löndum mun streyma til Evrópu." (1968 voru ekki innflytjendur í Noregi) „Þeir munu líka koma til Skandinavíu og Noregs. Þeir verða svo margir að fólki verður illa við þá og það kemur illa fram við þá. Þeir verða meðhöndlaðir eins og Gyðingar fyrir stríð. Þá er mælir synda okkar fullur." (Ég mótmælti þessu með innflytjendurna. Ég skildi það ekki þá.) Þá streymdu tárin niður kinnar gömlu konunnar.

„Ég mun ekki sjá það, en þú færð að sjá það. Þá allt í einu kemur Jesús aftur og þriðja heimstyrjöldin brýst út. Það verður stutt stríð." (Hún fékk að sjá það í sýninni) „Þær styrjaldir sem ég hef upplifað eru aðeins leikur í samanburði við þessa og hún mun enda með kjarnorkusprengju. Loftið verður mengað þannig að ekki verður hægt að anda því að sér. Þannig verður það í allri Evrópu, Ameríku, Japan og Ástralíu, ríku löndunum. Vatnið verður mengað og við getum ekki ræktað jörðina lengur. Þeir sem lífa af í ríku löndunum munu reyna að flýja til fátæku landanna en íbúarnir þar verða jafn harðir við okkur eins og við vorum við þá. Ég er svo glöð yfir að ég þarf ekki að horfa uppá þetta en hert þú upp hugann og segðu frá þessu þegar tíminn nálgast. Ég fékk vitneskju frá Guði. Ekkert af þessu er gagnstætt því sem Biblían segir okkur. Skoðaðu Mattheusarguðspjall 24. kaflann og áfram. En sá sem hefur fengið fyrirgefningu synda sinna og á Jesú sem Frelsara sinn og Drottinn er öruggur.

Grein í fréttabréfi  Aglow á Akureyri í mars 1998.

Helena Leifsdóttir,formaður Aglow í Garðabæ bloggar á mbl.is

http://aglow.blog.is/blog/aglow/

Hvað er Aglow?

Aglow er; Alþjóðlegt Kærleiksnet kvenna
Aglow er ; Alþjóðlegt bænanet kvenna

Langar einnig að benda ykkur á slóð Sigurðar Júlíussonar. Í efstu stikunni undir flokknum „Greinar" getum við fundið þessa sömu grein og ég er með hér  og einnig grein um „Evrópusambandið og spádómana" og fleiri áhugaverðar greinar. Einnig er boðið uppá að skrifa niður bænarefni og senda til Sigurðar.   http://ljosimyrkri.org/

Í „Tenglum" getum við fundið þessa slóð: http://www.torah.is/  Mjög áhugaverð síða um Ísrael.

  • 1. Á skýjum himins senn kemur Kristur. Þá klofna sundur þykkstu skýjamistur. Öll tákn það boða sá tími nálgist, Þá takast Guðs börn til himinsins.
  • Kór: Ég elska Jesúm, hann allt mér gefur, Og Andans skírn mér nú veitt hann hefur. Hann fyrir blóð sitt og frelsið gaf mér. Og fasta arfsvon í himninum.
  • 2. Nú vítt um heiminn Guðs vitni fara, Og vinna drottni mikinn sálnaskara. Í ferðalöndum og fjarst í álfum, Þeir fólkið kalla til himinsins.
  • 3. Já, Kristur Jesús hann kemur bráðum, Þá kemur stundin, sem vér ætiíð þráðum, er burt vér hrífumst í brúðkaupsklæðum. Og beina leið upp til himinsins.

                                                                                                      S.M. Linder - Ásmundur Eiríksson.

Guð blessi okkur og gefi okkur öllum náð að vera tilbúin þegar Jesús Kristur kemur á skýjum himins að ná í alla þá sem höfðu fylgt honum.

Kær kveðja

Rósa Aðalsteinsdóttir


Varpið allri áhyggju yðar á Drottinn.

 

Guð gefi  ykkur öllum,  gott kvöld í Jesú nafni.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði þegar hann ávarpaði flokksráðsfund Sjálfstæðisflokksins í gær, „að sú vika, sem nú er að líða, hafi verið einhver sú erfiðasta í sögu þjóðarinnar í seinni tíð."

Þetta er því miður staðreynd. Margir eru í sárum, margir hafa misst vinnuna og margir hafa miklar áhyggjur. Því miður höfum við líka misst fólk sem  misst höfðu vonina og ákváðu að binda endi á líf sitt. Það er átakanlegt.

Í Biblíunni er skrifað: „Það sem maður sáir, það mun hann uppskera." Gal. 6: 7b.

Davíð Oddsson talaði og talaði í útvarpi og sjónvarpi um góðæri og aftur góðæri.  Aldrei gat ég nú sætt mig við þetta tal því ég gat ekki séð neitt góðæri í veski almúgans. Þjóðin fór á eyðslufyllirí með kaupsýslumenn í broddi fylkingar. Engin fyrirhyggja eins og í Egyptalandi forðum þegar Jósef réði draum Faraó. Þar var tekin fimmtungur af afrakstri Egypta í sjö nægtaár og nægði það til að Egyptar lifðu af næstu sjö hallærisár og gátu þeir einnig selt fólki sem kom frá öðrum löndum korn. Okkur hefur vantað þannig leiðtoga til að stjórna hér.  Leiðtoga sem hefur gert Jesú Krist að leiðtoga lífs síns og hefur beðið Guð almáttugan um visku.

Ég var aldrei sátt þegar forráðamenn okkar vildu einkavæða og einkavæða ríkisfyrirtæki sem er eign okkar allra. Mörg fyrirtæki voru seld einstaklingum eða réttara sagt, þeim voru gefin fyrirtækin okkar sem sum hver eru nú gjaldþrota.

Íslenskir kaupsýslumenn hafa sáð og sáð með því að kaupa og kaupa eignir með veðsettum eignum sínum sem sumar hverjar voru bara til á pappírum.  Þessum skrípaleik er lokið en því miður þurfa aðrir en kaupsýslumenn að líða fyrir sáningu þeirra og uppskeru. Margir uppskera að allt sparifé þeirra er glatað vegna gjörða kaupsýslumanna sem dýrkuðu Mammon. Þetta er ekki sanngjarnt en því miður staðreynd. Íslenskir kaupsýslumenn minna á fólkið í Sínearlandi forðum daga sem ákváðu að reisa Babelturninn. Fólkið vildi reisa borg og turn sem átti að ná til himins. Turninn átti að vera minnismerki sem átti að upphefja þá. Drottinn ákvað að rugla tungumáli þeirra svo enginn myndi skilja framar annars mál. Fólkið tvístraðist um alla jörðina. Í dag er bent á að tungumál veraldar eiga rætur sínar að rekja til Sínearlands, ekki langt frá þar sem Örkin hans Nóa strandaði. Orð Drottins er stöðugt þó margir leggi nótt við dag að reyna að véfengja  hið Heilaga orð.

Skoðið versin í Biblíunni um fjármál:

„Betri er lítil eign réttláts manns en auðlegð margra illgjarnra, því að armleggur illgjarnra verður brotinn, en réttláta styður Drottinn." Sálm. 37: 16.

„Betri er hnefafylli af ró en báðar hendur fullar af striti og eftirsókn eftir vindi." Préd. 4: 6.

„En þetta segi ég: Sá sem sáir sparlega mun og sparlega uppskera, og sá sem sáir ríflega mun og ríflega uppskera. Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjafara. Guð er þess megnugur að veita yður allar góðar gjafir ríkulega, til þess að þér í öllu og ávallt hafið allt sem þér þarfnist og getið sjálfir veitt ríkulega til sérhvers góðs verks." 2. Kor. 9: 6.-8.

„Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela. Safnið yður heldur fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela. Því hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera." Matt. 6: 19.-21.

„Gefið, og yður mun gefið verða. Góður mælir, troðinn, skekinn, fleytifullur mun lagður í skaut yðar. Því með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður aftur mælt verða." Lúk. 6: 38.

Skoðið versin í Biblíunni um handsal.

„ Son minn, hafir þú gengið í ábyrgð fyrir náunga þinn, hafir þú gengið til handsala fyrir annan mann, hafir þú ánetjað þig með orðum munns þíns, látið veiðast með orðum munns þíns, þá gjör þetta, son minn, til að losa þig - því að þú ert kominn á vald náunga þíns - far þú, varpa þér niður og legg að náunga þínum. Lát þér eigi koma dúr á auga, né blund á brá. Losa þig eins og skógargeit úr höndum hans, eins og fugl úr höndum fuglarans.

„Óvitur maður er sá, er til handsala gengur, sá sem gengur í ábyrgð fyrir náunga sinn." Orðskv. 17: 18.

„Ver þú ekki meðal þeirra, er ganga til handsala, meðal þeirra, er ganga í ábyrgð fyrir skuldum, því þegar þú ekkert hefir að borga með, viltu þá láta taka sængina undan þér?" Orðskv. 22: 26.-27.

Boðskapur Jesú Krists var sá að allir væru jafnir fyrir Guði. Nú er allt í einu komin upp sú staða hér að við erum öll jafningjar hvort sem fólki líkar það betur eða ver. Leitt var  að heyra um fólk sem þjáist af næringarskort í landi okkar á meðan aðrir dýrkuðu Mammon. Nú vona ég að Mammonleikritinu sé lokið að eilífu, einkaþotuleikritinu sé einnig lokið.  Allar þessar dýru ferðir út um allan heim verði sparaðar og í staðinn verði kjör þeirra sem minnst mega sín löguð í samræmi við verðlag. Einnig vil ég að Seðlabankinn lækki stýrivexti strax, að nýju Ríkisbankarnir drífi sig í að lækka vexti og að vísitalan verði afnumin. Ég vil að laun og verðlag sé í samræmi. Stjórnmálamenn láti leiðrétta lífeyrisjóðsgreiðslur sínar. Kvótinn verði afnuminn þannig að fólk við sjávarsíðuna fái atvinnu við fiskvinnu á ný. Aðalatriðið er samt að Íslendingar leiti Drottins og tileinki sér hin kristnu gildi eins og forfeður okkar og formæður gerðu. Við eigum að kenna börnum okkar um Jesú Krist bæði heima og einnig í öllum skólum landsins.  Guð mun blessa okkur og snúa við högum okkar.   

Guð almáttugur veit um þjáningarnar sem íslenska þjóðin er að ganga í gegnum núna.  Margir spyrja örugglega en af hverju leyfði Guð þetta? Guð gaf okkur frjálsan vilja og einnig þessum ógæfumönnum sem hafa með heimsku sinni og græðgi komið okkur í þessar aðstæður. Guð elskar íslenska þjóð og nú þegar fáeinir aðilar hafa eyðilagt fyrir okkur öllum vil ég meina að Guð almáttugur vilji kenna okkur lexíu.

„Og þér hafið gleymt áminningunni, sem ávarpar yður eins og syni: Sonur minn, lítilsvirð ekki hirtingu Drottins, og lát ekki heldur hugfallast er hann tyftar þig. Því að Drottinn agar þann, sem hann elskar, og hirtir harðlega hvern þann son, er hann að sér tekur. Þolið aga. Guð fer með yður eins og syni. Hver er sá sonur, sem faðirinn ekki agar? En séuð þér án aga, sem allir hafa fyrir orðið, þá eruð þér þrælbornir og ekki synir. Enn er það, að vér bjuggum við aga jarðneskra feðra og bárum virðingu fyrir þeim. Skyldum vér þá ekki miklu fremur vera undirgefnir föður andanna og lifa? Feður vorir öguðu oss um fáa daga, eftir því sem þeim leist, en oss til gagns agar hann oss, svo að vér fáum hlutdeild í heilagleika hans. Í bili virðist allur agi að vísu ekki vera gleðiefni, heldur hryggðar, en eftir á gefur hann þeim, er við hann hafa tamist, ávöxt friðar og réttlætis." Hebr. 12: 5.-11.

Mig langar að gefa ykkur lesendur mínir fáein uppörvunarorð.

Lesum saman í Biblíunni sem er leiðsögubók sem Guð almáttugur gaf okkur.

 „
Christian Glitter by www.christianglitter.com

Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður." 1. Pét. 5: 7. 

„Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú." Fil. 4: 6.-7.

„Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða drekka, né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast. Er lífið ekki meira en fæðan og líkaminn meira en klæðin? Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim? Og hver yðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldur sinn? Og hví eruð þér áhyggjufullir um klæði? Hyggið að liljum vallarins, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna. En ég segi yður: Jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo búinn sem ein þeirra. Fyrst Guð skrýðir svo gras vallarins, sem í dag stendur, en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér trúlitlir! Segið því ekki áhyggjufullir: ,Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast?" Allt þetta stunda heiðingjarnir, og yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki. Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning." Matt. 6: 25.-34.

Megi almáttugur Guð, blessa Ísland og alla Íslendinga.

Baráttukveðjur

Rósa Aðalsteinsdóttir


mbl.is Einhver erfiðasta vika í seinni tíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leystur úr viðjum


Christian Glitter by www.christianglitter.com

 

Leystur úr viðjum

SÖNN FRÁSÖGN

Þýtt og endursagt. Garðar Loftsson.

Offsetstofan

FRÁ EITURLYFJUM OG ÁFENGI INN Í DÁSAMLEGT FRELSI

 

Guð gerði kraftaverk, þegar hann umbreytti mér æskumanni gjörspilltum og eins og dregnum upp úr víti, í nýja sköpun í Kristi.

Í 1460 daga var ég undir áhrifum eiturlyfja, drukkinn eða sjúkur.  Eftir misheppnaða sjálfsmorðstilraun reikaði ég niður götuna og inn í Hvítasunnukirkju, þar sem ég fann þá hjálp sem ég þurfti.

En svo að ég snúi mér að byrjuninni, þá tilheyrði ég tíu manna fjölskyldu, sem lifði í fátækrahverfi í Oakland í Kaliforníu. Við krakkarnir fengum leyfi til að fara okkar eigin ferða í borginni. Afleiðing þess varð sú, að brátt lærði ég þá siði, sem ekki eru hollir litlum dreng. Ég var alinn upp í heimili, þar sem engin Guðs trú var, og aldrei hafði ég farið í kirkju á ævi minni. Ég hafði aldrei heyrt sagt frá Jesú, sem dó á krossi fyrirsyndara eins og mig.

Þrettán  ára gamall var ég líkur flestum öðrum drengjum á því reki, með mikinn hárlubba, reykti sígarettur og blótaði mikið, svipað og aðrir félagar mínir.

Hinir raunverulegu erfiðleikar byrjuðu, þegar ég var 15 ára. Tveir skólafélagar mínir töldu mig á að taka nokkur „skot." Þeir gáfu mér nokkrar pillur og sögðu, að ef ég tæki þær inn, mundi ég verða „hátt uppi," sem þeir kölluðu svo. Ég tók pillurnar inn. Hver taug og vöðvi líkama míns örvaðist af eitrinu. Mér leið harla vel meðan áhrifin verkuðu. En daginn eftir var ég mjög aumur með ógleði, líkt og ég hefði flensu. En langt um verri hinum líkamlega sársauka var ákaft þunglyndi og hugarvingl. Ég sagði við sjálfan mig: „Aldrei framar," en ég var talinn á að taka inn pillurnar aftur og lét til leiðast.Innan tíðar var mér ekki við bjargandi. Eftir fjóra mánuði fór ég að lifa í minni eigin sjúklegu litlu veröld.

Sex mánuðum seinna var ég svo farinn að nota þrjátíu pillur daglega. Foreldrar mínir fóru með mig í sjúkrahús til þess að „útvatna" mig. En starfsfólk þeirrar stofnunnar gat ekkert hjálpað mér, og jafnskjótt og ég slapp þaðan, sneri ég mér aftur að eiturlyfjunum. Þegar ég var 17 ára gamall, fékk ég „maríhjúana" vindlinga senda annan hvorn mánuð fyrir um 300 dollara (tæplega 13 000 íslenskar krónur) frá Mexico, til þess að reykja. Um átján ára aldur var ég einnig orðinn drykkjumaður. Stundum þegar ég gat ekki fengið eiturlyf, sneri ég mér að áfenginu, til þess að draga úr höfuðverk og slappa af. Ég man það, að ég drakk oft um hálfan lítra af víni með morgunmat. Þegar  ég var 19 ára hafði ég verið forfallinn „eiturlyfjaneitandi" í fjögur ár, meira og minna sjúkur á líkama og sál.

Ég vildi ekki vera eiturlyfjaneytandi. Ég reyndi oft að hætta, en árangurslaust. Ég ákvað þá að læra hnefaleik. Ég hélt, að ef ég gæti styrkt líkama minn, myndi mér heppnast að berja þetta úr mér. En ekki lánaðist það. Þegar ég fékk mitt gullna tækifæri sem hnefaleikari stöðvaði dómarinn hnefaleikinn í þriðju lotu, vegna þess að ég var undir áhrifum eiturlyfja.

Eftir þetta ákvað ég að fremja sjálfsmorð, því að hvað var nú að lifa fyrir" ég sá bifreið koma eftir götunni með 60 -70 km hraða. Ég hljóp í veg fyrir hana eins fljótt og ég gat. Rétt áður en ég komst að bifreiðinni, snarsveigði hún og slapp framhjá mér.

Þar sem ég stóð á götuhorninu faldi ég andlitið í höndum mér og fór að snökta og andvarpaði: „ „Æ, guð. Æ, Guð." Og þá gerðist það. Eins raunverulega og það gat verið talaði Guð til hjarta míns. Það var ekki heyranleg rödd, heldur eins og hvatning. Hugsun um kirkju hvarflaði að mér. Eitthvað rak á eftir mér: „Farðu í kirkju."

Ég gekk niður götuna, ákveðinn að fara inn í þá fyrstu kirkju, sem yrði á vegi mínum. Og það var einmitt Hvítasunnukirkja. Ég gekk upp tröppurnar og tók í hurðarhúninn, en dyrnar voru læstar. Þegar ég sneri við, heyrði ég rödd kalla: „Sonur, komdu hingað."

Ég leit við, og þar stóð í dyrunum maður,  nokkuð við aldur, með glampa í augum og geislandi andlit. Hann var allt öðruvísi en það fólk, sem ég þekkti. Hann lagði handlegg sinn utan um mig, og við gengum hlið við hlið inn í kirkjuna og tókum okkur sæti, og hann spurði mig: „Sonur, viltu ekki segja mér, hvert er vandamál þitt er?"

Ég var niðurbrotinn, raunamæddur, sjúkur, og ég fór að gráta og sagði: „Ég er genginn af vitinu, ég er eiturlyfjaneytandi. Ég er stórsyndari og þarfnast hjálpar." Hann náði í biblíu og las fyrir mig úr Opinberunarbókinni, 3. kafla og 20. Vers: „Sjá, ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér." Hann spurði: „Óskar þú eftir að frelsast?" Ég leit á hann og sagði með sundurkramið hjarta:  „Ég veit ekki, hvað þú átt við, en ég þarfnast hjálpar."  „Allt í lagi," sagði hann, „við skulum krjúpa niður." Jafnskjótt og kné mín snertu gólfið, gerðist það, að eitthvað brast hið innra með mér. Ég grét og barmaði mér eins og lítið barn. Ég var iðrandi og hryggur yfir syndum mínum. Ég hafði aldrei grátið jafnmikið. Ég hefði heldur aldrei áður fundið jafnmikinn létti. Ég fann, hvernig kraftur og kærleikur Guðs umlukti mig. Þetta varð sjálfur raunveruleikinn fyrir mér. Í tíu mínútur sárbændi ég Drottinn að fyrirgefa mér syndir mínar og þá, eins raunverulega og hugsast gat, talaði Jesús til hjarta míns og sagði: „Sonur, ég fyrirgef þér." Hann hreinsaði mig. Ég reis upp frá stólnum, laus við byrði mína, og mér leið dásamlega vel. Ég var sem nýr maður. Það var eins og Biblían segir: „Ef einhver er í Kristi, er hann ný sköpun, hið gamla varð að engu. Sjá, allt er orðið nýtt."

Já, ég fann frið, kærleika og gleði. Ég byrjaði nú að lifa fyrir Guð, las Biblíuna mína og fór á samkomur.

Ég hefi nú þjónað Guði í fjögur ár, og ég vil ekki skipta á þeim kærleika og friði, sem ég á fyrir neitt af því, sem þessi heimur hefir upp á að bjóða. Ég nota ekki framar eiturlyf og drekk ekki lengur vín.

Þegar Jesús kemur inn í hjartað, breytir hann þér, hann endurnýjar þig. Hann tekur burt allar syndavenjur þínar og gefur þér nýjar vonir og þrá.

Nú predika ég og vitna og segi bandarísku æskufólki, að ég hafi fundið frið og dásamlegt líf í Jesú Kristi.

Þýðandi: Garðar Loftsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband