Móðir Theresa

Bænin hér fyrir neðan er bæn Theresu sem er dýrlingur þess sem lítið er.  Hún trúði því að gera litla hluti í lífinu með miklum kærleika og ást.  Rósir voru hennar blóm. Megi hver og einn sem les eftirfarandi bæn vera margblessuð eða margblessaður.

 

Rauðar Rósir

 

Megi dagurinn finna frið innra með þér.

Megi þú teysta Guð að þú sért nákvæmlega sú/sá sem þú átt að vera.

Megi ekkert fá þig til að gleyma hinum óendanlegu möguleikum sem fæðast með trú.

Notaðu þær gjafir sem þér hefur verið gefið, eins og þú upplifðir kærleika, sýndu kærleika.

Megi þú vera sátt við að þú sért barn Guðs.

Leyfðu viðveru hans leggjast yfir benjar þínar, og gefðu sál þinni frelsi til að syngja og dansa allt til sýna ást og kærleika til hans.

Hann er hér fyrir okkur öll

 

                Móði Theresa                                    Móði Theresa   

Áhyggjur líta í kringum sig. Afsökun lítur til baka, en trú lítur fram á við og upp.

Þessi engill sendi þér þetta.

Glitter Graphics

Angel Glitters

Þýð: Linda 21.5.2008

Rósir

Smá viðbót:

Móðir Teresa, upphaflegt nafn hennar var Agnes Gonxha Bojaxhiu f. 1910. í Albaníu d. 5. september 1997 í klaustri sínu í Kalkútta á Indlandi, 87 ára gömul.  Hún fór til Indlands 1928 til að kenna í klausturskóla, sór lokaheit sitt sem nunna árið 1937.  Starfaði frá 1948 í fátækrahverfum Kalkútta á Indlandi. Þar annaðist hún munaðarlaus börn, sjúklinga og dauðvona fólk; stofnaði 1950 reglu Kærleiksboðberanna (Missionaries of Charity) sem starfar víða um lönd. Hlaut friðarverlaun Nóbels 17. október 1979 fyrir baráttu sína í þágu fátækra á Indlandi.

Móðir Theresa og Díanna prinsessa

Móðir Theresa (1910-97) var sem engill af himnum í fátækrahverfunum í Kalkútta á Indlandi. Hún líknaði sjúkum og gerði allt sem hún gat til að lina þrautir. Einu sinni fékk amerískur ferðamaður að fylgja henni eftir og horfði stóreygur á þegar Theresa þvoði hryllilega útlítandi og illþefjandi sár holdsveikisjúklings. Kaninn dró sig til baka og sagði svo við móður Theresu þegar hún hafði lokið verki sínu. "Þó mér væru boðnir milljón dollarar myndi ég ekki vilja þvo svona sár." Theresa brosti og sagði án hiks: "Ekki ég heldur."

Móðir Theresa og Páfinn

Markaðssérfræðingar hjá Bens ákváðu að gefa Móður Theresu þrjá Mercedes Bens. Þeir sendu bílana til Kalkúta á Indlandi. Móður Theresu voru afhentir bílarnir og þakkaði hún fyrir þessa miklu velvild. Fáum dögum seinna átti hún enga Mercedes Ben en gnægð matar og mikið af lyfjum. Hún hafði selt bílana og notaði andvirði bílanna til að  kaupa mat og lyf handa skjólstæðingum sínum. Áfram gekk hún frá morgni til kvölds í nafni Drottins og sinnti þeim sem minna máttu sín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Glitter Graphics


Sæl og blessuð.

Mikið væri gaman ef einhver ykkar vissi um heimildir af Móður Theresu og myndu leyfa okkur hinum að njóta. Skemmtileg heimild sem trúbróðir minn og blogvinur er með á blogginu sínu um Móðir Theresu og Mercedes Bens. Hann sendi mér þessa heimild. Endilega setjið inn skemmtilegar heimildir um Móðir Theresu.

Heimilin um Móðir Theresu og Mercedes Bens er lærdómsríkt fyrir ráðamenn þjóðar okkar. Seljið eitthvað af þessum Sendiráðsglerhöllum í útlöndum, kaupið smærra húsnæði og notið mismuninn að hjálpa þeim sem minn mega sín. 

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.10.2008 kl. 01:28

2 identicon

Sæl Rósa.

Þessi góða kona missti nú samt trú sína áður en yfir lauk.

Jakob (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 01:31

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ljótt hjá þér, Jakob, að setja hér inn Gróusögn einhvers óvildarmanns, nema hún sé frá sjálfum þér komin. En eftir innlit á síðuna þína finnst mér þú í meira lagi hótfyndinn og skil ekki hvað þú ert að gera í guðfræði, eins og þú talar um Jesúm. Gangi þér samt vel að nálgast hann með réttum anda – og virða lærisveina hans eins og Móður Teresu. Og varaðu þig á vantrúarandanum í guðfræðideild!

Kæra Rósa, fallegt af þér að skrifa um Móður Teresu og birta þessa fjörlega lifandi og kröftugu bæn hennar, sem er alveg í réttum anda.

Um efni um Móður Teresu verð ég að skrifa seinna, en ýmsir vita enn betur.

Guð blessi þig og alla þína.

Jón Valur Jensson, 29.10.2008 kl. 01:54

4 identicon

Sæll Jakop.

Ég er nú ekki að  að trúa þessu hjá þér. Varst þú viðstaddur þegar það gerðist og gætir þú frætt mig um þennan atburð,einfaldlega vegna þess að hann stingur svo gersamlegaí í stúf við  allt það sem ég veit,hef heyrt ,hef lesið og hef séð um      Móðir Theresu.

Ég var ekki hár í loftinu  þegar ég fæ að heyra um Móðir Theresu og hún sjálf sem persóna var fyrsta manneskjan sem ég hfði heyrt um sem hafði svona miknn KÆRLEIK til þeirra sem minna máttu sín.

Mér finnst þú ekki fallega þenkjandi ef að þú ert að vekja eftirtekt á þér persónulega með svona skrifum. svo sannarlega vona ég að þú veljir þér annan ritvöll en á svona síðum sem eru að draga fram hið góða í manneskjunni og boða FAGNAÐARERINDIÐ.

Ég get ímyndað mér að þú fáir frekari viðbrögð eftir þessi skrif þín. Því aldrei hef ég nokkurn tímann heyrt eina manneskju finna flekk í LÍFI MÓÐIR THERESU.

Og Rósa mín. Ég vil þakka þér fyrir að birta þennan pistil og halda merki MÓÐUR THERESU á LOFTI.

Kærleikskveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 02:32

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndisleg færsla elsku Rósa, eins og þér er einni lagið. Takk fyrir góðar fyrirbænir og kærleiksstrauma. Kveðja austur   guð geymi þig

Ásdís Sigurðardóttir, 29.10.2008 kl. 11:34

6 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl Rósa!

Móðir Theresa var einstök, hennar kærleiki yljaði mörgum og jafnvel breytti lífi fólks.

Við skulum ekki gleyma því.Ill orð sem töluð eru detta dauð og ómerk niður, og þú skalt

ekki hafa áhyggjur af þeim.Sannleikurinn talar sínu máli. Það væri kanski ekki vitlaust að benda á færslu

mína  doralara.blog.is í þessu sambandi.

 Bestukveðjur   Halldóra.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 29.10.2008 kl. 12:01

7 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Hún var einstök manneskja sem átti fórnfúst hjarta, við getum öll lært af svona fólki.

Takk Rósa mín fyrir enn einn pistilinn sem er alltaf svo uppörvandi og gefandi.

Sjáumst vonandi fljótlega knúsjú!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 29.10.2008 kl. 12:02

8 identicon

Ég var nú ekki á því að ég væri að koma með nýjar fréttir né skáldaðan níðingskap "mér sjálfum til framfærslu". Heldur taldi ég þetta almenna vitneskju eftir að bréf hennar voru gerð opinber þar sem hún deilir áhyggjum sínum og biður kirkjuna að biðja fyrir sér og hjálpa vantrú sinni.

"Shortly after beginning work in Calcutta's slums, the spirit left Mother Teresa.

"Where is my faith?" she wrote. "Even deep down… there is nothing but emptiness and darkness... If there be God — please forgive me."

Eight years later, she was still looking to reclaim her lost faith.

"Such deep longing for God… Repulsed, empty, no faith, no love, no zeal," she said.

As her fame increased, her faith refused to return. Her smile, she said, was a mask.

"What do I labor for?" she asked in one letter. "If there be no God, there can be no soul. If there be no soul then, Jesus, You also are not true." "

 Fyrir mitt leyti gera þessar vangavelltur hana ekkert minni í mínum augum. Öll eigum við okkar góðu og slæmu tímabil. Sjá fordæmi biblíunar í harmsálmunumtil dæmis.

Í slíku umhverfi örvæntingar sem hún starfaði í (í 66 ár) er furða að henni skuli hafa fallist hendur og sagt "Elí, Elí, lama sabaktaní"inn á milli þess sem hún var ljósberi vonar í heiminum?

Jakob (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 12:28

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir strákar, næturhrafnar.

Jakob, leitt að þú haldir þetta en ég get ekki trúað þessu. Þvílík afrek sem Móðir Theresa vann fyrir þá sem minna máttu sín. Hún vann öll sín störf í sjálfboðavinnu. Hún var með fórnfúst hjarta. Mættum við læra af henni og keppa t.d. að því að enginn eigi heima á götum Reykjavíkur

Jón Valur, takk fyrir að koma hér inná síðuna og ræða við hann Jakob. Vona að hann verði góður Guðfræðingur og mest af öllu óska ég þess að hann taki á móti Jesú Kristi sem sínum persónulega frelsara og vini.

Þórarinn, takk fyrir að ræða við hann Jakob. Móðir Theresa er ein af mestu hetjum trúarinnar að mínu mati. Hún notaði krafta sína í þágu þeirra sem áttu bágt.

Megi almáttugur Guð vera með þér Jakob minn. Ég veit að þú getur eignast miklu meiri hamingju  ef þú gerir Jesú Krist að leiðtoga lífs þíns bæði orði og verki.

Guð blessi ykkur Jón Valur og Þórarinn.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.10.2008 kl. 12:33

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob minn.

Takk fyrir innlitið. Látum Guðsorðið tala: Markús 9: 17.- 29.

"En einn úr mannfjöldanum svaraði honum: "Meistari, ég færði til þín son minn, sem málleysis andi er í.

 Hvar sem andinn grípur hann, slengir hann honum flötum, og hann froðufellir, gnístir tönnum og stirðnar upp. Ég bað lærisveina þína að reka hann út, en þeir gátu það ekki."

Jesús svarar þeim: "Ó, þú vantrúa kynslóð, hversu lengi á ég að vera hjá yður? Hversu lengi á ég að umbera yður? Færið hann til mín."

Þeir færðu hann þá til Jesú, en um leið og andinn sá hann, teygði hann drenginn ákaflega, hann féll til jarðar, veltist um og froðufelldi.

Jesús spurði þá föður hans: "Hve lengi hefur honum liðið svo?" Hann sagði: "Frá bernsku.

Og oft hefur hann kastað honum bæði í eld og vatn til að fyrirfara honum. En ef þú getur nokkuð, þá sjá aumur á okkur og hjálpa okkur."

Jesús sagði við hann: "Ef þú getur! Sá getur allt sem trúir."

Jafnskjótt hrópaði faðir sveinsins: "Ég trúi, hjálpa þú vantrú minni."

 Nú sér Jesús, að mannfjöldi þyrpist að. Þá hastar hann á óhreina andann og segir: "Þú dumbi, daufi andi, ég býð þér, far út af honum, og kom aldrei framar í hann."

Þá æpti andinn, teygði hann mjög og fór, en sveinninn varð sem nár, svo að flestir sögðu: "Hann er dáinn."

En Jesús tók í hönd honum og reisti hann upp, og hann stóð á fætur.

Þegar Jesús var kominn inn og orðinn einn með lærisveinum sínum, spurðu þeir hann: "Hví gátum vér ekki rekið hann út?"

Hann mælti: "Þetta kyn verður eigi út rekið nema með bæn."

Guð blessi þig og varðveiti og gefi þér mikla visku og vísdóm

Kær keðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.10.2008 kl. 12:41

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll og takk fyrir innlitið.

Ásdís mín, takk fyrir þín fallegu orð. Þau ylja hér á hjara veraldar.

Frændi minn, takk einnig fyrir þín fallegu orð. Þau ylja hér þar sem sólin skín og hvítt þunnt teppi er yfir öllu.

Halldóra mín, hún Móðir Theresa var einstök og ég trúi því að vegna hennar óeigingjarna starfs hafi margir öðlast trúá almætið.

Bryndís mín, hún Móðir Theresa var einstök og með fórnfúst hjarta. Hef ekki trú að nokkur geti farið í hennar spor. Mætti það samt verða. Margir þurfa á hjálpa að halda víða um heim og meira að segja hér á Íslandi þar sem allt flýtur í mjólk og hunangi. Sennilega sjáumst við fljótlega.

Guð veri með ykkur öllum á þessum bjarta og fallega degi sem Guð hefur gert.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.10.2008 kl. 12:50

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

"Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig,

nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég, og þér komuð til mín.`

Þá munu þeir réttlátu segja: ,Herra, hvenær sáum vér þig hungraðan og gáfum þér að eta eða þyrstan og gáfum þér að drekka?

Hvenær sáum vér þig gestkominn og hýstum þig, nakinn og klæddum þig?

Og hvenær sáum vér þig sjúkan eða í fangelsi og komum til þín?`

Konungurinn mun þá svara þeim: ,Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.`

Síðan mun hann segja við þá til vinstri handar: ,Farið frá mér, bölvaðir, í þann eilífa eld, sem búinn er djöflinum og árum hans.

Því hungraður var ég, en þér gáfuð mér ekki að eta, þyrstur var ég, en þér gáfuð mér ekki að drekka,

gestur var ég, en þér hýstuð mig ekki, nakinn, en þér klædduð mig ekki, ég var sjúkur og í fangelsi, en ekki vitjuðuð þér mín.`

Þá munu þeir svara: ,Herra, hvenær sáum vér þig hungraðan eða þyrstan, gestkominn eða nakinn, sjúkan eða í fangelsi, og hjálpuðum þér ekki?`

Hann mun þá svara þeim: ,Sannlega segi ég yður: Það allt sem þér gjörðuð ekki einum hinna minnstu bræðra minna, það hafið þér ekki heldur gjört mér.`

Og þeir munu fara til eilífrar refsingar, en hinir réttlátu til eilífs lífs." Matt. 25: 35. - 46.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.10.2008 kl. 13:02

13 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sagan af Ríka manninum og Lasarus.

"Einu sinni var maður nokkur ríkur, er klæddist purpura og dýru líni og lifði hvern dag í dýrlegum fagnaði.

En fátækur maður, hlaðinn kaunum, lá fyrir dyrum hans og hét sá Lasarus.

Feginn vildi hann seðja sig á því, er féll af borði ríka mannsins, og jafnvel hundar komu og sleiktu kaun hans.

En nú gjörðist það, að fátæki maðurinn dó, og báru hann englar í faðm Abrahams. Ríki maðurinn dó líka og var grafinn.

Og í helju, þar sem hann var í kvölum, hóf hann upp augu sín og sá Abraham í fjarska og Lasarus við brjóst hans.

Þá kallaði hann: ,Faðir Abraham, miskunna þú mér, og send Lasarus, að hann dýfi fingurgómi sínum í vatn og kæli tungu mína, því ég kvelst í þessum loga.`

Abraham sagði: ,Minnstu þess, barn, að þú hlaust þín gæði, meðan þú lifðir, og Lasarus böl á sama hátt. Nú er hann hér huggaður, en þú kvelst.

Auk alls þessa er mikið djúp staðfest milli vor og yðar, svo að þeir, er héðan vildu fara yfir til yðar, geti það ekki, og eigi verði heldur komist þaðan yfir til vor.`

En hann sagði: ,Þá bið ég þig, faðir, að þú sendir hann í hús föður míns,

en ég á fimm bræður, til þess að vara þá við, svo þeir komi ekki líka í þennan kvalastað.`

En Abraham segir: ,Þeir hafa Móse og spámennina, hlýði þeir þeim.`

Hinn svaraði: ,Nei, faðir Abraham, en ef einhver kæmi til þeirra frá hinum dauðu, mundu þeir gjöra iðrun.`

En Abraham sagði við hann: ,Ef þeir hlýða ekki Móse og spámönnunum, láta þeir ekki heldur sannfærast, þótt einhver rísi upp frá dauðum."` Lúk. 16: 19.-31.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.10.2008 kl. 13:08

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kæra Rósa, ég veit ekki hvernig þetta endar hjá mér, þegar þú biður mér svona margra blessunarbæna. Megi Drottinn Kristur endurgjalda þér það og gefa okkur öllum sína óverðskulduðu, miskunnarfullu náð.

Svarið hans Jakobs er þó í áttina. Það er sjaldgæfur trúmaður sem aldrei hefur átt sínar slöku stundir í trýarlífinu, jafnvel sína 'svörtu nótt' efasemda eða þjáningarfullrar tilfinningar um fjarlægð frá Guði – svartnætti mystíkeranna er eitthvað sem við þekkjum, t.d. hjá Jóhannesi af Krossi og Theresu af Avila. Heiðarleg skráning slíkra hugsana, meðal annarra, er ekkert sem við getum álasað Móður Theresu fyrir, en ef þetta er rétt eftir haft hjá Jakobi, takið þá samt eftir því, að hún afneitar aldrei Guði, og svo er á hitt að líta, að þetta eru undantekningarnar, fullvissan um nærveru Guðs, líknsemi Guðssonararins, bænirnar hennar og vitnisburðurinn um lifandi trú og starfsemi í Andanum, þetta er það sem mestu skiptir og fylla líf hennar krafti og gefandi hlýju. Jakob einblínir hins vegar á dökku tímaskeiðin, og það er mjög villandi af honum.

Svo hefur hann ekki svarað því sem ég sagði hér um tal hans um Jesúm.

Jón Valur Jensson, 29.10.2008 kl. 13:11

15 identicon

Sæll Jón Valur.

Seint vill ég vera ásakaður um níðingaskap í garð móður Theresu, þó að jú vissulega er þetta mjög einblínd sýn á hennar lífsferil. Ég sé ekki hvernig trúarbarrátta hennar við efa og örvæntingu eiga að gera henni minna undir höfði, né heldur vill ég stinga höfðinu í sandinn hvað þetta varðar.

Hvað tal mitt um Jesú varðar veit ég ekki alveg hvað þú átt við. Færsla mín um Nornaveiðar eru einna helst skot um þá girni til að leita að einum einföldum sökudólgi í flóknara máli en einn getur borið sök á. Hvað galdrabrask varðar á ég við um nýlegan fornleifauppgröft sem bendir til þess að galdrakuklarar hafi reynt að biðla til nafns Jesú í göldrum sínum með þeirri vitneskju einni að hann hafi verið frægur og voldugur galdramaður.

Annað verður þú að nefna sérstaklega (og ekki verra ef það væri gert á viðeygandi færslu á minni síðu) enda athugasemdakerfið til þess gert.

Bestu Kveðjur.

Jakob (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 13:31

16 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Takk fyrir innlitið og hlý orð. Öll eigum við erfiða tíma. Jesús gaf okkur aldrei loforð um að lífsgangan okkar yrði auðveld. En að eiga Jesú þegar við göngum í gegnum djúpan dal er allt sem þarf.

"Drottinn blessi þig og varðveiti þig! Jón Valur

Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur!

Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið!" 4. Mós. 6: 24.-26.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.10.2008 kl. 13:33

17 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob minn.

Takk fyrir svörin þín og Jón Valur kemur ábyggilega í heimsókn á síðuna þína og vonandi fleiri eins og Mofí.

"Drottinn blessi þig og varðveiti þig! Jakob

Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur!

Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið!" 4. Mós. 6: 24.-26.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.10.2008 kl. 13:37

18 identicon

Takk fyrir það Rósa mín.

Ekki veitir af góðum félagskap þar

Jakob (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 13:53

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér svarið, Jakob. En þannig skrifaðirðu: "Ku vera [sic] að fólk með óljósa vitneskju um Jesú hafi reynt að framfara [?] sínu eigin galdrabruggi með því að biðla til þessa fræga galdramanns seint á 1. öld?" [Sic segi ég, af því að maður kemst ekki svona að orði, "ku vera" tilheyrir ekki spurningu!]

Jesús var enginn "galdramaður", láttu menn ekki halda, að þú meinir það sjálfur!

Og hvernig er með þessa mynd þína, er hún nokkuð af sjálfum þér? Ertu ekki HÉRNA? – Við trúarbloggararnir hlökkum til að sjá þig fara að skrifa meira í alvöru og af trú.

Jón Valur Jensson, 29.10.2008 kl. 14:42

20 identicon

Takk fyrir þessa málfræði innspýtingu Jón Valur, þó verð ég að segja að mér finnst umtöluð setning ekki móðga mína málfræðitilfiningu það minnsta.

Varðandi myndina, þá er þetta augljóslega ekki ég, heldur ein af Guðfræðihetjum mínum sem ég útskýri hér á minni eigin síðu.

Ég bið þig að fylgjast með næstu færslu þar sem þetta skýrist allt. En vissulega tel ég Jesú ekki hafa verið töframann.

Jakob (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 15:03

21 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir strákar mínir.

Við bíðum spennt eftir næstu færslu hjá Jakobi.  

Hver er trúarhetjan hans Jakobs, myndin sem hann er með á blogginu???

Nú er ég spennt að vita hvort einhverjir lumi á skemmtilegum frásögum úr lífi Móður Theresu.

Svo er alltaf gaman að fá bloggvini í heimsókn þó svo að ekkert kaffi + bakkelsi sé í boði.  

Guð blessi ykkur og varðveiti og gefi ykkur náð.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.10.2008 kl. 15:14

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

En það væri nú sannarklega gaman að komast í kaffi og bakkelsi hjá þér! – bara svo langt að fara!

Og ekki gerirðu það endasleppt við okkur Jakob í blessunarbænunum, Rósa!

Jón Valur Jensson, 29.10.2008 kl. 15:26

23 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Móðir Teresa var og er dýrlíngur. Og Rósa mín þú ert yndisleg manneskja, takk fyrir allar fyrirbænirnar frá þér

Kristín Gunnarsdóttir, 29.10.2008 kl. 15:56

24 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Fullyrðingar um meint "trúleysi" Móður Teresu finnst mæer algjörlega úr lausu lofti gripnar, hvaða alvöru kristinn veit það ekki að það eru dalir og hæðir í trúnni eins og öðru. Þess vegna sýnir það að hún eins og allir aðrir voru jafn mannlegir og við hin.

Flottur pistill Rósa! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.10.2008 kl. 16:01

25 Smámynd: Linda

kæra Rósa þakka þér fyrir þessa frábæru færslu,  þessi kona var dýrlingur, hún var engill á þessari jörðu og þeir sem ljúga gegn henni ættu að skammast sín, við förum öll í gegnum lægðir í trú, við missum ekki trú, stundum finnst okkur við vera ein, og það sem hún hélt utan um, er stórkostlegt og hefur verulega tekið á sálu hennar.  Hún er kona sem við ættum að taka okkur til fyrirmyndar.

Þegar hún tók á friðarverðlaunum Nóbels, þá er  haft eftir henni þegar hún sá veislun og allan þann pening sem fór í að happa henni, allt þetta fyrir mig, hefði betur verið nýtt fyrir fátæka, eða eitthvað á þessa leið.

bk.

KNÚS

Linda, 29.10.2008 kl. 16:28

26 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.

Jón Valur, Komist Múhameð ekki til fjallsins verður fjallið að koma til Múhameðs. Er ekki ágætis kaffi á kaffistofu Glætunnar á Laugarvegi og einnig bakkelsi?

Kristín mín, takk fyrir falleg og hlý orð.

Guðsteinn minn, auðvita var Móðir Theresa mannleg og þvílíkt starf sem hún innti af hendi fyrir þá sem voru minnimáttar. Ekkert skrýtið að hún hafi orðið fyrir árásum vegna þessa erfiða starfs.

Linda mín, þú þýddir þetta tölvubréf sem ég fékk í maí. Trúi þér með að henni hafi fundist miklum peningum sólundað að halda dýrindis veislu fyrir hana þegar hún tók á móti Friðarverlaunum Nóbels.

"Drottinn blessi ykkur og varðveiti ykkur!

Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir ykkur og sé ykkur náðugur!

Drottinn upplyfti sínu augliti yfir ykkur og gefi ykkur frið!" 4. Mós. 6: 24.-26.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.10.2008 kl. 17:24

27 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég hef ekkert nema gott um móður Theresu segja,hún var kannski ekki mikil að vexti konan sú en hjarta hafði hún úr skíra gulli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 29.10.2008 kl. 19:06

28 identicon

Yndisleg færsla Rósa mín.Móðir Theresa vann yndisleg verk.Guð blessi þig og falleg skrif þín.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 19:13

29 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið og hlý orð.

Úlli minn, Móðir Theresa hafði hjartað á réttum stað og úr skíra gulli. Mættum við eignast fleiri sem algjörlega helga sig starfi fyrir þá sem minna mega sín.

Birna mín, já Móðir Theresa vann yndisleg verk og þú líka í þágu þeirra sem minna mega sín í Reykjavík.

"Drottinn blessi ykkur og varðveiti ykkur!

Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir ykkur og sé ykkur náðugur!

Drottinn upplyfti sínu augliti yfir ykkur og gefi ykkur frið!"

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.10.2008 kl. 20:13

30 Smámynd: Aida.

Takk hjartanlega fyrir þetta Rósa mín, gæsahúð frá tá til höfuðs.

Yndislegt, ég verð bara að hrópa HALLEL'UJA.

Og svo langar mig til að gefa þér þetta fallega.

Aida., 29.10.2008 kl. 21:06

31 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Þú ert alveg ótrúleg kona og verð að segja sannleikann að ðeg hef ekki minnst hugmynd um Móðir Tereseu............ég les aldrei biblíuna en hef mína trölla tú á æðri mætti og meira að segja á framhaldslíf.    Held að það hafi komið mér oft áfram........... og tel það bara gott, enda getum við ekki alltaf hafið sömu trú eða skoðanir. Vil þó ekki segja að ég sé ofstækiskona, hef mína kristnu trú, kendi börnum mínum bænir sem að mér voru kendar og til gamans get ég sagt þér að þegar ég fermdist áttu allir að fara með smá ritningagrein,,,,,,,,,,,, sumir voru nú glaðir með að finnað hið styðsta en ég tók litlu biblíuna og kann hana enþá , hef fermt 2 dætur og þær tókua hana líka og auðvitað vonaég að sonur minn geri eins :)

Ég tel nauðsynlegt að hafa einhverja trú ( samt mér leiðist þetta ofstæki)  og þegar að manni líður illa getur maður leitað í það

Knús á þig Rósa mín fyrir nóttina og sofðu vært

Erna Friðriksdóttir, 29.10.2008 kl. 22:20

32 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælar stelpur mínar.

Takk fyrir innlitið og hlý orð.

Aida mín, gaman að fá innlegg frá þér því þú veist alveg hvað ég er að reyna að koma á framfæri. Móðir Theresa hlúði að fólki sem átti bágt. Það þarf líka að hlúa að fólki hér á Íslandi. Margir eiga erfitt og ekki hefur ástandið batnað nú eftir að spilaborg Mammons féll.

Erna mín, ég er alveg ótrúleg eða alveg rosaleg enda heiti ég Rósa.   Frábært hjá þér að trúa á framhald og það eitt gefur styrk og einnig von. Gott hjá þér með Litlu - Biblíuna. Mundu bara að hafa Jesú sem leiðtoga lífs þíns.

"Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. " Jóh 3. 16.

Hugsaðu um innihaldið. Guð elskaði okkur svo mikið, svo mikið að hann gaf son sinn eingetinn í sölurnar fyrir okkur. Jesús vann lausnarverk á krossinum fyrir okkur og þess vegna eigum við val að gera Jesú Krist að leiðtoga lífs okkar eða ekki. Ég hef valið að fylgja Jesú.

"Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann." Jóh. 3:17. Guð sendi ekki Jesús  til að dæma okkur heldur til að leiðbeina okkur.

Vona að kirkjuferðirnar hjá þér í vetur verði þér og syni þínum til blessunar.

Guð blessi ykkur Aida og Erna.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.10.2008 kl. 22:47

33 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er yndisleg færsla elsku Rósa mín og takk fyrir. Guð bless þig

Kristín Katla Árnadóttir, 30.10.2008 kl. 14:50

34 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús knús og ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.10.2008 kl. 19:40

35 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Katla mín, kærar þakkir. Guð blessi þig og varðveiti

Frændi minn, búin að sjá myndina. Mjög flott hjá Sigga.

Linda mín, kærar kveðjur til þín.

Guð blessi ykkur og varðveiti og gefi ykkur náð.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.10.2008 kl. 23:16

36 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég held að ég verði að halda með Jóni Vali í þetta sinn. Merkilegur bjánagángur að draga hennar trú í efa út af bréfaskriftum. Gætirðu ekki sagt það sama um Jésú meðan hann var á krossinum? Faðir, því hefur þú yfirgefið mig! Ég veit ekkert hvort ég sé trúaður eða ekki, veit bara að ég er orðin aðdáandi Jesú og ber mikla virðingu fyrir manneskjum sem láta verkin tala eins og móðir Theresa gerði. Að fórna sjálfum sér í bíkstaflegri merkingu, er aðdáunarvert og til efturbreytni.

Ég er ekki þekktur fyrir að sðara orðin við fólk sem ég reiðist, enn þú vekur frekar samúð mína. Ég vorkenni þér eins og þeim sem hafa villst og vita ekkert lengur hvað þeir eiga að gera. Eins og litlu barni sem hefur staðnað í þroska á unga aldri af einhverjum ástæðum. Það er hægt að starta áframhaldandi þroskaferli ef maður vill. Þú þarft á því að halda. Ég vann einu sinni hjá Háskóla Íslands og veit að margir voru þarna í námi sem þeir raunverulega höfðu engan áhuga á. Sorglegt enn satt. Minnistæður einn sem náði góðu lögfræðiprófi til að þóknast foreldrum sínum. Fór síðan að vinna á togara.

Óskar Arnórsson, 31.10.2008 kl. 07:32

37 Smámynd: Óskar Arnórsson

..ég hefði kannski átt að geta þess að þetta er allt talað til Jacop sem ég þarf að stúdera svolítið...

Óskar Arnórsson, 31.10.2008 kl. 07:39

38 identicon

Elsku Rósa - takk fyrir að setja þetta fram um móður Theresu- frábær áminning til okkar með að hvað við höfum það að mörgu leyti gott - svo margir sem þjást og líða - gott að vera meðvitaður um meðbræður sína!!!

Guð blessi þig  frænka og umvefji í öllum kringumstæðum!!!

Ása (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 09:06

39 Smámynd: Óskar Arnórsson

..móðir Theresa og Rósa eru nú ekkert ósvipaðar. Eru bara frá sitthvoru landinu enn eru raunverulega að gera það nákvæmlega sama..á hvern sinn hátt með sama markmiði..

Óskar Arnórsson, 31.10.2008 kl. 12:06

40 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Óskar og Ása Gréta

Óskar minn, Móðir Theresa fórnaði sér fyrir þá sem minna mega sín í bókstaflegri merkingu. Hún hefur örugglega oft háð mikla baráttu.

Jesús háði mikla baráttu á krossi þegar hann fórnaði lífi sínu fyrir okkur. Hann upplifði sig einan en þannig varð það að vera svo lausnarverki yrði fullkomið.

Ég er alls ekki sammála athugasemd nr. 41. Himinn og haf þar á milli.

Ása mín, já við þurfum að vera meðvituð um náunga okkar. Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfa þig stendur í hinni Heilögu bók. Guð gefi okkur náð að fara eftir Guðsorði. (3. Mós. 19:18.)

Blessunarorðin hér fyrir neðan held ég mikið uppá.

"Drottinn blessi ykkur og varðveiti ykkur!

Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir ykkur og sé ykkur náðugur!

Drottinn upplyfti sínu augliti yfir ykkur og gefi ykkur frið!"

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.10.2008 kl. 13:12

41 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæl Rósa! Ég lít á ath.semd no. 41 sem staðreynd og er með 100% ástæðu til þess. Ég las mikið á sínum tíma um móðir Theresu.

Ég er sammála um eitt. Það er himin og haf milli Indlands og Íslands. Sá það sjálfur í gegnum glugga á flugvél. Oft flogið yfir Indland...   

Óskar Arnórsson, 31.10.2008 kl. 14:00

42 identicon

Rósin mín takkfyrir færsluna alltaf jafn yndisleg hef samband í síma mjög fljótlega mikið að gera í samb við Kven félagið Guð geymi þig .

helga (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 10:56

43 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Komdu sæl Rósa. Falleg ummæli um móðir Theresu. Guð veri með Þér.  Mvh. Sirrý.

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 1.11.2008 kl. 20:57

44 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Hæ hæ Rósa.

Móðir Theresa var svo sannarlega þjónn Guðs. Blessuð sé minning hennar.

Bestu kveðjur Jenni.

Jens Sigurjónsson, 1.11.2008 kl. 22:10

45 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er engin tilviljun að Móðir Theresa varð svo fræg sem ran bar vittni. Og aldrei efaðist nokkur um trú hennar. Hún gekk inn á spítala eins og segir í færslunni, og þvoði sár sem engin annar þorði. Hennar eina vörn var trúin hennar.

Það var þrennt sem var áberandi í lífi hennar. Hún bað fyrir fólki og bað meðfólki. Hún gaf allt til fáfækra og sjúka sem henni var gefið. Hún hélt ótrauð áfram til dauðadags og gafst aldrei upp á nokkru verkefni.

Hún varð fyrirmynd margra og það er ekki hver sem er sem fær friðarverðlaun Nobels eins og hún. Hún var dýrkuð af fátækum enda áttu margir henni líf sitt að launa.

Hún lifði í anda Jésú Krists í bókstaflegri merkingu þess orðs. Vil nota tækifærið og þakka Rósu stuðninginn við söfnuninna fyrir Kristínu og vona ég að allir taki henni vel.

Kær kveðja..

Óskar Arnórsson, 1.11.2008 kl. 23:39

46 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir Móður Theressu

Sigurður Þórðarson, 4.11.2008 kl. 11:54

47 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.

Óskar minn, Móðir Theresa fórnaði sér 100% fyrir þá sem minna mega sín. Mættu t.d. Íslendingar læra af henni.

Sirrý mín, ekki hægt að skrifa um Móður Theresu nema að það sé eitthvað fallegt. Hún var hetja Guðs.

Jenni minn, svo sannarlega var Móðir Theresa þjónn Guðs.

Siggi minn, örugglega eru margir sem þakka Guði fyrir Móður Theresu og hennar frábæru störf enn þann dag í dag.

Nína mín, frábært innlegg. Hugsa sér að fara að starfa eins og hún. Flytja á milli landa og frá lystisemdum lífsins og í umhverfi þar sem fátæktin blasti við allsstaðar. Móðir Theresa er ein af hetjum Guðs.

"Drottinn blessi ykkur og varðveiti ykkur!

Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir ykkur og sé ykkur náðugur!

Drottinn upplyfti sínu augliti yfir ykkur og gefi ykkur frið!"

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.11.2008 kl. 07:22

48 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.11.2008 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband