Spor í sandi



 Spor í sandi

 

Nótt eina dreymdi hann drauminn.

hann dreymd‘i að hann gengi á strönd.

Hann dreymd‘i að hann gengi með Guði.

Þeir gengu þar hönd í hönd.

 

Hann leit um öxl og líf sitt

gat lesið af sporum þeim,

sem geymd vor‘u og greypt í sandinn.

og gengin af báðum tveim.

 

Hann sá þau samhliða liggja

og sólin í heiði skein.

Þá sá hann á spotta og spotta

að sporin voru ein.

 

Það vakt‘i honum vafa og furðu,

það virtist oft gerast þar,

sem sorti á líf hans sótti

og sorgir að höndum bar.

 

Hann leit aftur líf sitt yfir.

og litla stund hann beið,

en eftir það yrti á Drottin

eitthvað á þessa leið:

 

„Þú hafðir mér heitið forðum,

ef hlýða ég vildi þér,

og þér myndi þjóna og treysta,

að þú skyldir fylgja mér.

 

En hví sé ég spor þín hvergi.

þá harmi sleginn var?"

Drottinn brosti og bragði:

„Barnið mitt ég var þar.

 

Þar sem í fjörunni finnst þér

fótsporin vera tvenn,

við hönd mér þig löngum leiddi,

líkt og ég geri enn.

 

Þar för eftir eina fætur

fjaran einungis ber.

það var á þrautastundum.

þegar ég hélt á þér:"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aida.

Þetta er mjög fallegt Rósa .

Aida., 24.10.2008 kl. 14:26

2 Smámynd: Linda

þú varst klukkuð, við bíðum spennt að þú teljir blessanir þínar

þessi draumur sem þú setur hér inn hefur verið lengi í uppáhaldi hjá mér svo fallegur.

knús

Linda, 24.10.2008 kl. 14:44

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælar stelpur og takk fyrir innlitið.

Aida mín, já þessi erindi eru mjög falleg.

Linda mín, ein af blessunum mínum er að ég á mikið af góðum vinum. Þá á ég bara eftir að telja 9  blessanir.

Dró orð fyrir ykkur: Jesús sagði: "Þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar." Post. 1:8.

Góða helgi.

Guð blessi ykkur og varðveiti

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.10.2008 kl. 15:48

4 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

gott innlegg hjá þér Rósa!

eigðu góðan dag

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 24.10.2008 kl. 16:04

5 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Hugsaðu  þér. hmmm ég þar að mæta amk í 10 messur með fermingarbarni mínu .  Ég hef mína trú                og vil hafa          ennnnnnnnnnn    að barnið mitt hljóti að   hafa einstaka   trú eftir    fræðlluna um trú ,  von og kærleika            

Erna Friðriksdóttir, 24.10.2008 kl. 16:08

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Yndislega fallegt Rósa mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.10.2008 kl. 16:17

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælar stelpur

Hanna Rúna mín, takk fyrir innlitið. Njóttu kvöldsins, vonandi rólegra veður hjá ykkur í Hafnarfirði en í gærkvöldi.

Erna mín, þú verður örugglega ánægð með kirkjuferðirnar. Vona að það sé líf og fjör í kirkjunni þinni á Hvammstanga.

Katla mín, sammála þessi erindi eru mjög falleg. Vona að kvöldið verði líka rólegt hjá þér í Grafarvogi.

Ég dró orð fyrir ykkur: Jesús sagði: "ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrr mig." Jóh. 14: 6.

Guð blessi ykkur og varðveiti

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.10.2008 kl. 17:22

9 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Fallegur draumur

Svala Erlendsdóttir, 24.10.2008 kl. 17:38

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Svala mín.

Já þetta er fallegur draumur en eins og þú veist þá eigum við Jesú Krist í hjarta okkar og við getum leitað til hans í gleði og einnig í erfiðleikum. Nú þarf hann að styðja þig eftir meiðslin. Eins þarf Jesús að styðja okkur öll á þessum gatnamótum sem þjóðin er á núna undanfarnar vikur.


"Vér vitum, að þeim, sem Guð elska, samverkar allt til góðs, þeim sem kallaðir eru samkvæmt ákvörðun Guðs." Róm. 8:28.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.10.2008 kl. 18:03

12 Smámynd: Líney

MySpace and Orkut Rose Glitter Graphic - 8

Fallegur  og vel skrifaður texti, eigðu góða helgi ,knús

Líney, 24.10.2008 kl. 19:25

13 identicon

Sæl Rósa mín.

Virkilega fallegt og kemur á réttum tíma.

Kærleikskveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 19:44

14 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Líney.

Takk fyrir fallega kveðju og blómakörfu. Get alltaf blómum við mig bætt.

Megi almáttugur Guð vera með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.10.2008 kl. 20:08

15 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Þórarinn.

Nú er heldur betur ofankoma og hvasst. Bara hörku fjör úti en ósköp rólegt hér inni þrátt fyrir að ég sé búin að horfa á Utanríkisráðherrann í Kastljósi.

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.10.2008 kl. 20:11

16 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Yndislega fallegt og þannig er Drottinn hann vill bera okkur yfir erfiðleikanna, og ekki veitir af núna!

Eigðu góða helgi elsku Rósa vinkona mín

Gísli biður kærlega að heilsa og pabbanum!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 24.10.2008 kl. 20:51

17 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl elsku Bryndís mín.

Veistu að hún Anna Árnadóttir er búin að bjóða mér í 50 ára afmælið sitt sem verður 8 nóv. og einnig Unni frænku þinni. Hvað eigum við Unnur að gera? Biðja um styrk hjá fjármálaráherra?

Fjör í veðrinu hér, áðan var hríð, nú skafrenningur en við látum það ekkert á okkur fá og ég þakka góðar óskir um góða helgi.

Drottinn er góður.  "Sjá, ég legg við hana umbúðir og græðslulyf og lækna þá og opna þeim gnægð stöðugrar hamingju." Jeremía 33:6.

Skilaðu kveðju til Gísla.

Guð veri með ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.10.2008 kl. 21:21

18 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Þú mátt til að reyna að fara í afmælið og Unnsa, mátt gista hjá mér ef þú þarft, ekki málið það væri bara gaman!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 24.10.2008 kl. 22:22

19 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Veistu Rósa, að þegar ég las þetta í fyrsta skipti fyrir mörgum árum, þá táraðist ég af hamingju í lokin, fann svo vel hvað það er styrkjandi og gott að eiga þennan yndislega ferðafélaga gegnum lífið og mörg eru þau skiptin sem hann hefur borið mig, sannleikurinn í ljóðinu er svo yndislegar og allt um lykjandi að þetta er og verður eitt af mínum uppáhalds og geymi ég alltaf eintak af þessu ljóði í Biblíunni minni í náttborðinu. Kærleikskveðja til þín elsku vinkona og megirðu ganga á GUÐS vegum.  Nýfundna hamingjan mín er þannig að mér finnst svo mikil þörf fyrir mig og mínar skoðanir og mér finnst að ég eigi eftir að hjálpa fólki í gegnum þessar hremmingar sem við erum að ganga í gegnum, einhver fullvissa tók sér bólfestu í hjarta mínu og ég er afskaplega glöð. 

Ásdís Sigurðardóttir, 24.10.2008 kl. 22:29

20 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælar stelpur og takk fyrir innlitið.

Bryndís mín, ég dríf mig í að senda beiðni til fjármálaráðherra.  Það yrði aldeilis fjör hjá okkur og sennilega myndu nágrannar þínir kalla út lögreglu vegna hávaða frá þínu hýbýli á meðan ég og Unnur værum hjá þér. Eigum við að taka áhættu????

Ásdís mín, sammála þér að það er styrkjandi og gott að eiga yndislegan ferðafélaga sem heitir Jesús Kristur. Ósköp væri tómlegt ef við ættum ekki þennan trygga ferðafélaga. Mér lýst vel á nýja hlutverkið þitt og það veitir ekki af nú þegar margir eru í djúpum dal og sjá ekki til sólar í sínu andlega lífi.

"Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi."

Ég trúi því að það komi betri tíð með blóm í haga.

Megi almáttugur Guð vera með ykkur kæru vinkonur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.10.2008 kl. 22:45

21 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Halló það er áhættunarvirðikoma svo!!!!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 24.10.2008 kl. 23:40

22 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

Er Anna Árna fimmtug? Hin eina sanna Anna? ´Voðalega líður tíminn hratt.

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 25.10.2008 kl. 00:06

23 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælar stelpur

Áhættunnar virði. Verð að setja þetta í nefnd. Já Anna Árnadóttir og einnig ég erum fæddar 1958.

Tíminn líður hratt á gervihnattaöld......

"Ekki gaf Guð oss anda hugleysis, heldur anda máttar og kærleiks og stillingar. Fyrirverð þig því ekki fyrir vitnisburðinn um Drottinn vorn." 2. Tím. 1. 7.-8.

"Drottinn er minn hjálpari, eigi mun ég óttast. hvað geta mennirnir gjört mér?" Heb. 13:6.

Megi algóður Guð blessa ykkur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.10.2008 kl. 01:31

24 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

En hvað þetta er fallegt Rósa mín, gott að lesa svona með morgunkaffinu.

Kærleikur til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 25.10.2008 kl. 08:44

25 identicon

Nákvæmlega svona er Drottinn.Heldur á okkur í fangi sínu þegar erfitt er og gengur með okkur þegar lifið léttara.En er ávallt hjá okkur.Guð blessi þig Rósa mín

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 11:42

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er ótrúlega falleg frásögn Rósa mín.   Ég hafði heyrt hana áður, en var búin að gleyma henni.   Aldrei er góð vísa of oft kveðin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2008 kl. 11:58

27 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælar stelpur mínar

Svandís mín, gott hjá þér að hafa þessi fallegu ljóð hjá þér. Ég er með Æðruleysisbænina á vegg rétt hjá rúminu mínu.

Kristín mín, já þessi ljóð eru virkilega falleg og innihaldsrík.

Birna mín, Drottinn er góður og hann er styrkur okkar bæði þegar okkur gengur vel og eins þegar eitthvað bjátar á. Hann er styrkur okkar þegar sorgin ber að dyrum og það höfum við báðar reynt. Hvar ærum við ef við hefðum verið án Jesú þegar sorgin knúði dyra hjá okkur?

Stelpur mínar,  "Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum." Sálm. 46:2.

Guð blessi ykkur og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.10.2008 kl. 12:04

28 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ásthildur mín.

Þú smeygðir þér inn á meðan ég var að svara hinum stelpunum. Já þetta er fallegt og mikil uppörvun að vita að við eigum ferðafélaga sem ber umhyggju fyrir okkur. Seinna í dag ætla ég að lesa söguna þína.

Vertu Guði falin

Kær kveðja á Ísafjörð

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.10.2008 kl. 12:08

29 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

Góður árgangur "58.. ekki spurning. Elsti bróðir minn er einnig "58 módel.  Algert gæðablóð með meiru. Hipp Hipp Húrra fyrir ykkur. Góðar kveðjur héðan alla leið norður mín kæra.

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 25.10.2008 kl. 12:08

30 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl mín kæra.

Sammála og bróðir þinn hlýtur að vera flottur fyrst hann er 58 módel.

Takk fyrir góðar kveðjur hingað á hjara veraldar.

Smá uppörvunarorð til okkar allra: "Drottinn veitir lýð sínum styrkleik, Drottinn blessar lýð sinn með friði." Sálm. 29:11

Guð blessi þig og varðveiti

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.10.2008 kl. 14:01

31 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Rósa mín!

Þetta ljóð hefur blessað marga.Það að Drottinn ber okkur yfir erfiðleika lífsins,sjáum við oftast ekki fyrr en eftir á!

Frábært hjá þér að koma með þetta núna,akkúrat þegar margir eru að ganga gegnum alskonar krísur

Guð veri með þér snúllan mín

                                  Kærleikskveðja

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 25.10.2008 kl. 15:03

32 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Yndislegt ljóð og svo satt. Drottinn er styrkur okkar.

"Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp?

Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar.

Hann mun eigi láta fót þinn skriðna, vörður þinn blundar ekki.

Nei, hann blundar ekki og sefur ekki, hann, vörður Ísraels.

Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir þér, hann er þér til hægri handar.

Um daga mun sólarhitinn eigi vinna þér mein, né heldur tunglið um nætur.

Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína.

Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu héðan í frá og að eilífu." Sálmur 121.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.10.2008 kl. 15:35

33 identicon

Þessa upplifun þekki ég af eigin raun með Jesú - hversu Hann heldur á manni í gegnum erfiðar kringumstæður - maður þarf ekki einu sinni að brölta sjálfur á hnjánum gegnum þær - maður er bara í faðminum á HONUM!!!

Já - ekkert er dýrmætara en að eiga þessa náð og þetta skjól í Honum!!!

Ása (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 17:20

34 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Sæl Rósa.

Þakka þér fyrir þesa færslu, þetta er gullfallegt og magnað ljóð.

Kveðja.

Ari Guðmar Hallgrímsson, 25.10.2008 kl. 18:42

35 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

AHA, ég gleymdi einu, eftir hvern er þetta.

Ari Guðmar Hallgrímsson, 25.10.2008 kl. 18:46

36 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Afsakið að ég skuli blanda mér í þessa umræðu!

En ég er nokkuð viss um að  dr. Sigurbjörn Einarsson  þyddi þetta.

En ef einhver telur að svo sé ekki biðst ég afsökunar á að blanda mér

í þessar umræður. Rósa eigðu góða og blessunarríka helgi, og þið

öll hin líka.

                    Kveðja úr Garðabæ Halldóra.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 25.10.2008 kl. 21:48

37 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Ása Gréta frænka, Drottinn er skjól, þennan sálm söng amma mín og langamma þín. Drottinn heldur sinni verndarhendi yfir okkur. Hann er oss hæli og styrkur og örugg hjálp í nauðum. 

Ari, þetta er gullfallegt. Halldóra Lára heldur að Séra Sigurbjörn Einarsson hafi þýtt þessi ljóð. Önnur bloggvinkona mín og vinkona heldur að Mary Stevenson sem skrifaði drauminn 1936, http://www.wowzone.com/fprints.htm. Til að komast að þessu væri sennilega best að senda fyrirspurn til Séra Karls Sigurbjörnssonar.

Halldóra,  kærar þakkir fyrir hjálpina en ég var búin eins og þú veist að senda þér skilaboð og spyrja þig hver væri höfundur, þannig að afsakið er óþarfi í þessu tilviki.

Guðlaugur frændi, er löt en það kallast ekki að fara vel með sig. Næg verkefni. Vinnan göfgar manninn. Það er á áætlun að ganga á Guðsvegum og vera KEIK.  

Megi almáttugur Guð vaka yfir ykkur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.10.2008 kl. 16:38

38 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Glitter Graphics

Sunday Glitter Pictures

1. Drottinn er skjól mitt, ég skelfast þarf eigi, Skyggi með storminum um ævinnar hjarn, Honum ég treysti á hérvistarvegi, Hann hefur frelsað mig, ég er hans barn.

Kór: :,: Drottinn er skjól. :,: Drottinn mun geyma sína. Drottinn er öruggt eilífðarskjól, Öruggt hann geymir sína.

2. Drottinn er skjól mitt og athvarfið eina. Ó, þangað stefnir öll hjarta míns þrá! Ljúfust er hvíld þar og lækningin meina, Lífgandi huggun ef sorgirnar þjá.

3. Drottinn er skjól mitt, það dýrmætast hæli. Dvalarstað kýs ég unz endar mitt stríð. það er sá friðlýsti sólheimur sæli, Sem mér er búínn um eilífa tíð.                                                                                       W.O. Cushing - Þý. óþ.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.10.2008 kl. 16:48

39 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæl Rósa. Þetta er sígild og uppörvandi saga.

Theódór Norðkvist, 26.10.2008 kl. 19:06

40 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Takk fyrir innlitið. Við erum lánsöm að eiga Jesú Krist sem ber byrðarnar fyrir okkur.

"Guði er enginn hlutur um megn." Lúk. 1:37.

"Sjá hönd Drottins er eigi svo stutt, að hann geti ekki hjálpað, og eyra hans er ekki svo þykkt að hann heyri ekki." Jes. 59:1.

Guð blessi þig og varðveiti

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.10.2008 kl. 22:46

42 identicon

Bara að senda þér smá knús inní vikuna elsku frænka!

Ása (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 13:59

43 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfar kveðjur:)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.10.2008 kl. 16:46

44 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Ása frænka, takk fyrir kveðjuna. Gott að hafa góðar óskir meðferðis í byrjun vikunnar.

Jósef Smári, það er dásamlegt að eiga Jesú að og vita að hann og hans verndarenglar gæta okkar.

Linda Linnet, takk fyrir kveðjuna.

Megi almáttugur Guð blessa ykkur og varðveita.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.10.2008 kl. 20:22

45 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

1. Ég hef heyrt að Herrann Jesús hafi stöðvað vind og sjó, Gengið yfir ölduföllin eftir vild. Öllum var hann vina beztur, Veitti náð og bætti hag! Komið, heyrið helgan sannleik: Hann er enn hinn sami' í dag.

Kór: :,: Eins og var, hann er í dag :,: Týndum að hann er á leit, að sér dregur fallna sveit. Já, eins og var, hann er í dag.

2. Er hinn blindi Bartimeus Boðskap fékk um nálægð hans, Hrópaði' hann: Þú Herra Kristur, hjálpa mér, Blindnin hvarf og Bartimeus Bót þar fékk á eymdarhag. Heyrið orð, sem hjartað kætir: Hann er enn hinn sami' í dag.

3. Haltir, blindir, þreyttir, þjáðir, Þungum syndum hlaðnir menn, Öllum boðið er í Jesú opinn faðm. Snert sem konan fald hans fata, Færist allt þá skjótt í lag. Fallna menn af flokkum öllum Frelsa vill hann enn í dag.

                                                                                                                                  Mrs. S. Z. Kaufman - Sbj. Sveinsson.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.10.2008 kl. 20:32

46 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

1. Kom, ó, kom, þú sorgmædda sál, Son Guðs þig frelsar nú. Breytist þá lífið í unað allt, ó, lát þig frelsa nú!

Kór: Kom meðan tárfullt augað er, Og meðan Drottinn býður þér, Kom meðan Andinn ei frá þér fer, Flý þú til Jesú nú!

2: Kom, ó, kom, þú sem byrðar ber, Boðið er frelsið nú. Náð Guðs mót syndurum allstór er. Ó! lát þig frelsa nú!

3. Kom, ó, maður og kveð þú synd, Kristur vill frelsa nú. Kom þú sem dúfan þreytt og þjáð. Þig vill hann frelsa nú!

4. Kom, þú sem fyrstur verða vilt, Vinur, lát frelsast nú. Viltu ei taka þinn kross í kvöld? Kom og lát frelsast nú!

                                                                                                                           G. F. Root - Jónas S. Jakobsson.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.10.2008 kl. 20:38

47 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

1. Ó, kom, ó, kom til Jesú, Ó, kom til Frelsarans! Svo ljúft til ljóssins heima Þér lyftir krossinn hans. Hví vilt þú áfram vera Svo varnarlaus og einn? Ef enn það dregst, þú yrðir, þá, ef til vill, of seinn.

Kór: Kom þú, ó kom í dag! Hann kæran vin þig kallar, Ó, kom til hans í dag!

2. Þín vegna var hann særður, Þín vegna dó 'ann hér. Ó, vinur, hve hann vildi Þig vefja í örmum sér. Hve önd þín unga mætti Hans ástar njóta þá. Og heyra 'ið milda hjara Svo hlýtt þér móti slá.

3. Ef vinar viltu leita, Hann vinur beztur er. Hann megnar böl að bæta, Hann blessun veitir þér. Hann gefur hjartans gleði, Hann gefur ljúfan frið. Hann veitir eilíft yndi, sem ekkert jafnast við.

4. Ef lífsins viltu leita, Hann lífsins vegur er. Hann græðir sár er svíða, Hann syndir þínar ber. Á krossi lét hann lífið,
Hann lét það fyrir þig, Svo að þú alltaf mættir Hans elsku lifa við.

                                                                                                                                             Jónas S. Jakobsson

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.10.2008 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband