25.4.2009 | 01:23
Hönd Guðs og kraftaverkin hans
Davíðssálmur. Til söngstjórans. Á gittít. Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina! Þú breiðir ljóma þinn yfir himininn. Af munni barna og brjóstmylkinga hefir þú gjört þér vígi til varnar gegn óvinum þínum, til þess að þagga niður í hefndargirni óvinarins. Þegar ég horfi á himininn, verk handa þinna, tunglið og stjörnurnar, er þú hefir skapað, hvað er þá maðurinn þess, að þú minnist hans, og mannsins barn, að þú vitjir þess? Þú lést hann verða litlu minni en Guð, með sæmd og heiðri krýndir þú hann. Þú lést hann ríkja yfir handaverkum þínum, allt lagðir þú að fótum hans: sauðfénað allan og uxa, og auk þess dýr merkurinnar, fugla loftsins og fiska hafsins, allt það er fer hafsins vegu. Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina!" Sálmur 8. 1.-10.
Spádómar um þegar dagur Drottins nálgast.
Flokkarnir þyrpast saman í dómsdalnum, því að dagur Drottins er nálægur í dómsdalnum. Sól og tungl eru myrk orðin, og stjörnurnar hafa misst birtu sína.En Drottinn þrumar frá Síon og lætur raust sína gjalla frá Jerúsalem, svo að himinn og jörð nötra. En Drottinn er athvarf sínum lýð og vígi Ísraelsmönnum." Jóel 3: 19.21.
En þegar eftir þrenging þessara daga mun sólin sortna og tunglið hætta að skína. Stjörnurnar munu hrapa af himni og kraftar himnanna bifast.Þá mun tákn Mannssonarins birtast á himni, og allar kynkvíslir jarðarinnar hefja kveinstafi. Og menn munu sjá Mannssoninn koma á skýjum himins með mætti og mikilli dýrð. Hann mun senda út engla sína með hvellum lúðri, og þeir munu safna hans útvöldu úr áttunum fjórum, himinskauta milli." Matteusarguðspjall 24: 29.-31.
En á þeim dögum, eftir þrenging þessa, mun sólin sortna og tunglið hætta að skína. Stjörnurnar munu hrapa af himni og kraftar himnanna bifast. Þá munu menn sjá Mannssoninn koma í skýjum með miklum mætti og dýrð." Mark. 13. 24.26.
Og ég sá, er lambið lauk upp sjötta innsiglinu. Og mikill landskjálfti varð, og sólin varð svört sem hærusekkur, og allt tunglið varð sem blóð. Og stjörnur himinsins hröpuðu niður á jörðina eins og þegar fíkjutré, skekið af stormvindi, fellir haustaldin sín. Og himinninn sviptist burt eins og þegar bókfell vefst saman, og hvert fjall og ey færðist úr stað sínum. Og konungar jarðarinnar og höfðingjarnir og herforingjarnir og auðmennirnir, mektarmennirnir og hver þræll og þegn fólu sig í hellum og í hömrum fjalla. Og þeir segja við fjöllin og hamrana: "Hrynjið yfir oss og felið oss fyrir ásjónu hans, sem í hásætinu situr, og fyrir reiði lambsins; því að kominn er dagurinn, hinn mikli dagur reiði þeirra, og hver mun geta staðist?" Opinberunarbókin 6: 12.- 17.
Sjá, sá dagur kemur frá Drottni, að herfangi þínu verður skipt mitt í sjálfri þér. Og ég mun safna öllum þjóðunum til hernaðar móti Jerúsalem, og borgin mun verða tekin, húsin rænd og konurnar smánaðar. Helmingur borgarmanna mun verða herleiddur, en hinn lýðurinn mun ekki upprættur verða úr borginni. Og Drottinn mun út fara og berjast við þessar þjóðir, eins og þegar hann barðist forðum á orrustudeginum. Fætur hans munu á þeim degi standa á Olíufjallinu, sem er austanvert við Jerúsalem, og Olíufjallið mun klofna um þvert frá austri til vesturs, og þar mun verða geysivíður dalur, því að annar hluti fjallsins mun undan síga til norðurs, en hinn til suðurs.En þér munuð flýja í fjalldal minn, því að fjalldalurinn nær til Asal. Og þér munuð flýja, eins og þér flýðuð undan landskjálftanum á dögum Ússía Júdakonungs. En Drottinn, Guð minn, mun koma og allir heilagir með honum. Á þeim degi mun hvorki verða hiti, kuldi né frost, og það mun verða óslitinn dagur - hann er Drottni kunnur _ hvorki dagur né nótt, og jafnvel um kveldtíma mun vera bjart. Á þeim degi munu lifandi vötn út fljóta frá Jerúsalem, og mun annar helmingur þeirra falla í austurhafið, en hinn helmingurinn í vesturhafið. Skal það verða bæði sumar og vetur. Drottinn mun þá vera konungur yfir öllu landinu. Á þeim degi mun Drottinn vera einn og nafn hans eitt." Sakaría 14: 1.-9.
Drottinn heyrir bænir og kraftaverkin gerast enn þann dag í dag. Ég las á mbl.is frétt í dag um Kanadískan dreng sem er sagður vera kraftaverk." Faðir drengsins sagði: Bænum mínum hefur verið svarað," Þetta er kraftaverk."
Enginn vissi hversu lengi ég var í sjónum þegar ég - Rósa var fimm ára en faðir minn bjargaði mér og það er kraftaverk. Ég bað einnig Jesú Krist um að lækna mig af flogaveiki þegar ég var að verða 14 ára gömul. Forstöðumenn og öldungar báðu fyrir mér og ég fann hvernig kraftur Guðs streymdi í gegnum líkama minn frá toppi til táa.
Hér fyrir neðan er frásögn sem ég lærði um í sunnudagaskólanum um Elkana, Hönnu og soninn Samúel sem Guð gaf þeim.
Maður er nefndur Elkana. Hann var frá Ramataím-Sófím, frá Efraímfjöllum; hann var sonur Jeróhams Elíhúsonar, Tóhúsonar, Súfssonar Efraímíta. Elkana átti tvær konur. Hét önnur Hanna, en hin Peninna. Peninna átti börn, en Hanna átti engin börn. Þessi maður fór á ári hverju úr borg sinni til þess að biðjast fyrir og til þess að færa Drottni allsherjar fórnir í Síló. En þar voru báðir synir Elí, Hofní og Pínehas, prestar Drottins. Í hvert sinn er Elkana fórnaði, þá gaf hann Peninnu, konu sinni, og öllum sonum hennar og dætrum sinn hlut hverju. Hann gaf Hönnu ekki nema einn hlut, þótt hann elskaði hana, en Drottinn hafði lokað móðurkviði hennar. Elja hennar skapraunaði henni einnig til þess að reita hana til reiði, af því að Drottinn hafði lokað móðurkviði hennar. Svo gjörði Elkana ár eftir ár, í hvert skipti sem þau fóru upp til húss Drottins, og þannig skapraunaði hún henni. Hanna grét og neytti eigi matar. Þá sagði Elkana, maður hennar, við hana: "Hanna, hví grætur þú og hví neytir þú eigi matar og hví liggur svo illa á þér? Er ég þér ekki betri en tíu synir?" Og Hanna stóð upp, þá er þau höfðu etið í Síló og þá er þau höfðu drukkið. En Elí prestur sat á stól við dyrastafinn á musteri Drottins. Hanna var sárhrygg. Hún bað til Drottins og grét mjög, gjörði heit og mælti: "Drottinn allsherjar! Ef þú lítur á eymd ambáttar þinnar og minnist mín og gleymir eigi ambátt þinni og gefur ambátt þinni son, þá skal ég gefa hann Drottni alla daga ævi hans, og eigi skal rakhnífur koma á höfuð honum." Er hún gjörði lengi bæn sína fyrir augliti Drottins, og Elí tók eftir munni hennar, - en Hanna mæltist fyrir í hljóði; bærðust aðeins varirnar, en rödd hennar heyrðist ekki -, þá hélt Elí, að hún væri drukkin. Þá sagði Elí við hana: "Hversu lengi ætlar þú að láta sjá þig drukkna? Láttu vímuna renna af þér!" Hanna svaraði og sagði: "Nei, herra minn, ég er kona með hryggð í hjarta. Vín hefi ég ekki drukkið né áfengan drykk, en ég hefi úthellt hjarta mínu fyrir Drottni. Ætla þú eigi, að ambátt þín sé afhrak, því að af mínum mikla harmi og trega hefi ég talað hingað til." Elí svaraði og sagði: "Far þú í friði. Ísraels Guð mun veita þér það, er þú hefir beðið hann um."Hanna mælti: "Ó að ambátt þín mætti finna náð í augum þínum!" Síðan fór konan leiðar sinnar og mataðist og var eigi framar með döpru bragði. Morguninn eftir risu þau árla og gjörðu bæn sína fyrir augliti Drottins, sneru síðan aftur og komu heim til Rama. Og Elkana kenndi Hönnu konu sinnar, og Drottinn minntist hennar. Og er ár var liðið, hafði Hanna orðið þunguð og alið son, og hún nefndi hann Samúel, "því að ég hefi beðið Drottin um hann." Elkana fór nú með alla fjölskyldu sína til þess að færa Drottni hina árlegu fórn og áheit sitt. En Hanna fór ekki, heldur sagði við mann sinn: "Ég fer ekki fyrr en sveinninn er vaninn af brjósti. Þá fer ég með hann, svo að hann birtist fyrir augliti Drottins og verði þar ávallt upp frá því." Elkana, maður hennar, sagði við hana: "Gjör þú sem þér vel líkar. Ver þú kyrr heima, uns þú hefir vanið hann af brjósti. Drottinn láti aðeins orð þín rætast." Síðan var konan kyrr heima og hafði son sinn á brjósti, uns hún vandi hann af. En er hún hafði vanið hann af brjósti, fór hún með hann og hafði með sér þriggja ára gamalt naut og eina efu mjöls og legil víns. Og hún fór með hann í hús Drottins í Síló. En sveinninn var þá ungur. Þau slátruðu nautinu og fóru með sveininn til Elí. Og hún sagði: "Heyr, herra minn! Svo sannarlega sem þú lifir, herra minn, er ég kona sú, er stóð hér hjá þér til þess að gjöra bæn mína til Drottins. Um svein þennan gjörði ég bæn mína, og Drottinn veitti mér bæn mína, sem ég bað hann um. Fyrir því vil ég og ljá Drottni hann. Svo lengi sem hann lifir, skal hann vera Drottni léður." Og þau féllu þar fram fyrir Drottin." 1. Samúelsbók 1.
"Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir." Hebr. 13:8
"Fyrir því segi ég yður: Hvers sem þér biðjið í bæn yðar, þá trúið, að þér hafið öðlast það, og yður mun það veitast." Mark. 11: 24.
"Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast, sem biður, sá finnur, sem leitar, og fyrir þeim, sem á knýr, mun upp lokið verða." Matt. 7: 7.-8.
Guð blessi ykkur öll
Kær kveðja/Rósa
Kanadískur drengur sagður kraftaverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Þeir fyrstu verða síðastir, og síðustu verða fyrstir" sagði einn afar góður maður. Aldrei hef ég verið fyrstur að gera athugasemd hjá þér Rósa mín! Er yfirleitt síðastur! En þetta er afbragðs grein hjá þér og vel tengd við kraftaverkið í Kanada.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.4.2009 kl. 01:28
Haha, þið trúarbullur finnið kraftaverk í öllu..
maggi (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 01:37
Sælir strákar.
Guðsteinn minn, takk fyrir innlitið. Jesús er enn að störfum og við eigum eftir að sjá mörg kraftaverk hér á Íslandi.
Maggi, þarna fer það nú ekkert milli mála að Jesús svaraði bænum föður Samúels Gross. Dýrð sé Guði.
"Mínar hugsanir eru ekki yðar hugsanir, og yðar vegir ekki mínir vegir - segir Drottinn. Heldur svo miklu sem himinninn er hærri en jörðin, svo miklu hærri eru mínir vegir yðar vegum og mínar hugsanir yðar hugsunum." Jes. 55: 8.-9.
Guð blessi ykkur og varðveiti
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.4.2009 kl. 02:03
Rósa.. af hverju datt strákurinn í ánna í fyrsta lagi?
Hvað um fólkið sem dettur í ár og deyr (þ.e.a.s. 1000 sinnum fleira fólk), þýðir það að Guð var að refsa þeim?
Baldur Blöndal, 25.4.2009 kl. 06:20
Amen guð/Jesús blessi þig Rósa
Kær kveðja Gulli Dóri
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 25.4.2009 kl. 07:31
Af hverju hefur Guð aldrei gert kraftaverk á þeim sem hafa misst hönd eða fót? Getur einhver svarað þessari spurningu?
Kristján Bjarni Guðmundsson, 25.4.2009 kl. 10:07
Sæll og blessaður Baldur
Baldur Blöndal. Af hverju datt ég í sjóinn á sínum tíma og það meira að segja þrisvar sinnum? Ég var auðvita alltof nálægt bryggjubrúnni og hef kannski fengið aðsvif? "Samuel var á göngu með vini sínum á bakka Whitemud river þegar hann rann ofan af snjóskafli í átt að ræsi í ánni þar sem straumurinn greip hann og sogaði hann í kaf."
Sjáðu frásögn úr Biblíunni hér fyrir neðan. Af hverju læknaði Jesús ekki alla sem voru við Betesdalaug? Ég get ekki svarað þessari spurningu öðruvísi en að vitna í Biblíuna og láta sjálfan Meistarann hafa orðið bæði úr Jóhannes 5 og sérstaklega úr Jesaja 55
"Þessu næst var hátíð Gyðinga. Þá fór Jesús upp til Jerúsalem.
Við Sauðahliðið í Jerúsalem er laug, sem kallast á hebresku Betesda. Þar eru fimm súlnagöng.
Í þeim lá fjöldi sjúkra manna, blindra, haltra og lamaðra [sem biðu hræringar vatnsins.
En engill Drottins fór öðru hverju niður í laugina og hrærði vatnið. Sá sem fyrstur fór ofan í eftir hræring vatnsins, varð heill, hvaða sjúkdómur sem þjáði hann.]
Þarna var maður nokkur, sem hafði verið sjúkur í þrjátíu og átta ár.
Jesús sá hann, þar sem hann lá, og vissi, að hann hafði lengi verið sjúkur. Hann segir við manninn: "Viltu verða heill?"
Hinn sjúki svaraði honum: "Herra, ég hef engan til að láta mig í laugina, þegar vatnið hrærist, og meðan ég er að komast, fer annar ofan í á undan mér."
Jesús segir við hann: "Statt upp, tak rekkju þína og gakk!"
Jafnskjótt varð maðurinn heill, tók rekkju sína og gekk. En þessi dagur var hvíldardagur,
og Gyðingarnir sögðu við hinn læknaða: "Í dag er hvíldardagur. Þú mátt ekki bera rekkjuna."
Hann svaraði þeim: "Sá sem læknaði mig, sagði við mig: ,Tak rekkju þína og gakk!"`
Þeir spurðu hann: "Hver er sá maður, sem sagði þér: ,Tak hana og gakk`?"
En læknaði maðurinn vissi ekki, hver hann var, því að Jesús hafði leynst brott, enda var þröng á staðnum.
Nokkru síðar hitti Jesús hann í helgidóminum og sagði við hann: "Nú ert þú orðinn heill. Syndga ekki framar, svo að eigi hendi þig annað verra." Jóh. 5: 1.-14.
"Já, mínar hugsanir eru ekki yðar hugsanir, og yðar vegir ekki mínir vegir - segir Drottinn.
Heldur svo miklu sem himinninn er hærri en jörðin, svo miklu hærri eru mínir vegir yðar vegum og mínar hugsanir yðar hugsunum." Jesaja 55: 8.-9.
Guð blessi þig og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.4.2009 kl. 11:21
Sæll og blessaður Kristján Bjarni
Ég skal senda vinum mínum bréf og athuga hvort þau eigi ekki einhverja góða vitnisburði til að setja hér inn.
"Hann fór þaðan og kom í samkundu þeirra.
Þar var maður með visna hönd. Og þeir spurðu Jesú: "Er leyfilegt að lækna á hvíldardegi?" Þeir hugðust kæra hann.
Hann svarar þeim: "Nú á einhver yðar eina sauðkind, og hún fellur í gryfju á hvíldardegi. Mundi hann ekki taka hana og draga upp úr?
Hve miklu er þó maðurinn sauðkindinni fremri! Það er því leyfilegt að gjöra góðverk á hvíldardegi."
Síðan segir hann við manninn: "Réttu fram hönd þína." Hann rétti fram höndina, og hún varð heil sem hin.
Þá gengu farísearnir út og tóku saman ráð sín gegn honum, hvernig þeir gætu náð lífi hans." Matt. 12:9.-14.
Guð blessi þig og varðveiti
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.4.2009 kl. 11:26
Sæll og blessaður Haukur Ísleifsson
Guð gaf okkur frjálsan vilja. Við förum yfirleitt hingað og þangað án þess að spyrja Guð og oft stofnum við okkur í hættu sem við hefðum kannski ekki lént í ef við hefðum spurt Jesú um ráðleggingar fyrir daginn og fyrir þessa ákveðnu ferð???
Af hverju datt ég í sjóinn á sínum tíma og það meira að segja þrisvar sinnum? Ég var auðvita alltof nálægt bryggjubrúnni og hef kannski fengið aðsvif? "Samuel var á göngu með vini sínum á bakka Whitemud river þegar hann rann ofan af snjóskafli í átt að ræsi í ánni þar sem straumurinn greip hann og sogaði hann í kaf."
"Ef vér lifum, lifum vér Drottni, og ef vér deyjum, deyjum vér Drottni. Hvort sem vér þess vegna lifum eða deyjum, þá erum vérr Drottins." Róm. 14:8.
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.4.2009 kl. 11:32
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Gulli minn
Takk fyrir innlitið
Guð blessi þig og varðveiti
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.4.2009 kl. 11:35
Mesta bull sem ég hef lesið. Þessu hefur oft og mörgum sinnum verið lýst og hefur gvuð ekkert með þetta að gera. Sjá nánar færslu mína varðandi þetta (hér)
Hlynur Davíð Stefánsson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 12:40
Sæll og blessaður Hlynur.
Mjög góð skrif sem þú skrifar um þennan atburð. Ég trúi því eins og faðir drengsins að Guð hafi þyrmt lífi drengsins. Fyrir mér er þetta algjört kraftaverk.
"Ekki sendi Kristur mig til að skíra, heldur til að boða fagnaðarerindið, - og ekki með orðspeki, til þess að kross Krists missti ekki gildi sitt.
Því að orð krossins er heimska þeim er glatast, en oss, sem hólpnir verðum, er það kraftur Guðs.
Ritað er: Ég mun eyða speki spekinganna, og hyggindi hyggindamannanna mun ég að engu gjöra.
Hvar er vitringur? Hvar fræðimaður? Hvar orðkappi þessarar aldar? Hefur Guð ekki gjört speki heimsins að heimsku?
Því þar eð heimurinn með speki sinni þekkti ekki Guð í speki hans, þóknaðist Guði að frelsa þá, er trúa, með heimsku prédikunarinnar.
Gyðingar heimta tákn, og Grikkir leita að speki,
en vér prédikum Krist krossfestan, Gyðingum hneyksli og heiðingjum heimsku,
en hinum kölluðu, bæði Gyðingum og Grikkjum, Krist, kraft Guðs og speki Guðs.
Því að heimska Guðs er mönnum vitrari og veikleiki Guðs mönnum sterkari." 1. Kor. 1: 17.-25.
Megi almáttugur Guð blessa þig og blessa áform þín.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.4.2009 kl. 13:04
Afhverju Guð? Afhverju ekki Óðinn, eða Aþena, eða Appóló, eða Seifur?
Hlynur Davíð Stefánsson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 13:30
Ef 1/100 manns deyja við svona aðstæður skv. tölfræðinni og svo hafa 99 dáið og einn lifur af, er það þá kraftaverk að þessi eini lifur af? Þetta er bara tölfræði. Óliklegir hlutir gerast sjaldan en þeir gerast samt, er það virkilega kraftaverk þegar tölfræðin gengur upp?
MacGyver, 25.4.2009 kl. 13:51
Sæll Hlynur Davíð
Davíð Konungur bað Guð almáttugan um vernd og hann var bænheyrður af lifandi Guði.
Borðorðin tíu: Eitt af þeim: "Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig." 2. Mós. 20:3.
"En Drottinn er sannur Guð. Hann er lifandi Guð og eilífur konungur." Jer. 10:10.
Guð minn er lifandi Guð en hefur þú beðið til Óðins, Aþenu, appóló eða til Seifs. Hafa þau bænheyrt þig???
Ég ætla bráðum að fara ásamt föður mínum á kjörstað en ég mun kíkja hér við seinna í dag.
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.4.2009 kl. 14:26
Sæl eða sæll McGyver
Við höfum oft séð fréttir utan úr heimi og þar er verið að grafa fólk upp úr rústum, sumir eru dánir en aðrir ekki og mér finnst það algjört kraftaverk ef einhver hefur lifað af þessar raunir en ég auðvita var ekki þar og veit um aðstæður. En af hverju gerðist slysið og af hverju dó þessi en ekki hinn get ég ekki svarað þér frekar en ég spyr oft hvers vegna missti ég móður mína þegar ég var aðeins 9 ára. Ég er mannleg og get ekki svarað fyrir Guð. Þú verður bara sjálfur að koma þér í samband við hann og spyrja sjálfur.
"Því að Mannssonurinn er kominn að frelsa hið týnda.]
Hvað virðist yður? Ef einhver á hundrað sauði og einn þeirra villist frá, skilur hann ekki þá níutíu og níu eftir í fjallinu og fer að leita þess, sem villtur er?
Og auðnist honum að finna hann, þá segi ég yður með sanni, að hann fagnar meir yfir honum en þeim níutíu og níu, sem villtust ekki frá." Matt. 18:11.-13.
Jesús elskar okkur öll og hann fór að leita af einstakling sem hafði farið frá honum og á meðan biðu hinir 99 sem voru undir vernd Guðs vegna þess að þeir sjálfir höfðu komið að krossi Jesú Krists, beðið um fyrirgefningu synda sinna og beðið um blóðvernd Jesú Krists. Guð gaf okkur nefnilega frjálsan vilja.
"En líki yður ekki að þjóna Drottni, kjósið þá í dag, hverjum þér viljið þjóna, hvort heldur guðum þeim, er feður yðar þjónuðu, þeir er bjuggu fyrir handan Fljótið, eða guðum Amoríta, hverra land þér nú byggið. En ég og mínir ættmenn munum þjóna Drottni." Jós. 24:15.
Ef við báðum ekki um eitthvað t.d. þegar við vorum börn hvernig áttu þá foreldrar okkar að veita okkur þær gjafir sem þau vissu ekki að okkur langar í. Við verðum að koma fram með óskir okkar bæði við jarðneska foreldra og eins við okkar himneska föður.
X-JESÚS
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.4.2009 kl. 14:41
Málið er, enginn hefur bænheyrt mig. Aldrei. Hef beðið til guðs þegar ég var yngri, ekki hlustaði hann (enda ekki til), ekki frekar en Óðinn (prófaði einu sinni, veit ekki afhverju).
Það að einhver fyrir 2000 árum segist haf verið bænheyrður er ekki sönnun þess að guð sé til. Auk þess sem einungis 1 dæmi á 2000 árum telst langt frá því að vera góð sönnunargögn.
Málið með bænir er að sama hvað ég segi (hvort ég fái það sem ég bað um eða ekki) getur þú alltaf sagt 1 af 3:
Ef ég segi: Ég bað um bíl og mamma gaf mér bíl klukkutíma seinna segir þú:
1. Guð hlustaði á bæn þína og svaraði henni strax
Ef ég segi: Ég bað um bíl og mamma gaf mér bíl 3 mánuðum seinna segir þú:
2. Guð hlustaði á bæn þína, var upptekinn, en svaraði henni síðan að lokum.
Ef ég segi: Ég bað um bíl og enginn gaf mér bíl segir þú:
3. Guð veit hvað er best fyrir þig, vertu þolinmóður.
Þú/guð getur ekki tapað!!
Síðan skil ég ekki hvernig þú getur látið traust þitt í einhverja bók, skrifaða fyrir 2000 árum sem er eins vísindalega, mannúðarlega og hugsunarlega gölluð og sem inniheldur þennan fjölda þversagna (sjá hér, þversagnir í biblíunni).
Þér fyrirgefið en ég sé ekki hvernig er hægt að trúa þessu.
Hlynur Davíð Stefánsson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 15:19
Knús knús og ljúfar kveðjur :0)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.4.2009 kl. 15:30
Þú ert brjáluð
Baldur Blöndal, 25.4.2009 kl. 15:34
Ekki vantar dugnaðinn í þér Rósa mín!
Alltaf allt svo fallegt og vel gert.
Guð veri með þér.
Kveðja á kosningar degi
Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 25.4.2009 kl. 15:58
Bylur hæst í tómri tunnu. Þeir sem gera sig sjálfkjörna trúboða og hafa sem hæst um það eru ekki þeir réttu til að boða boðskap Guðs, það er svona trúarofstæki sem skemmir fyrir og ber vott um hræsni.
Flakkarinn (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 16:38
Bylur hæst í tómri tunnu. Þeir sem gera sig sjálfkjörna trúboða og hafa sem hæst um það eru ekki þeir réttu til að boða boðskap Guðs, það er svona trúarofstæki sem skemmir fyrir og ber vott um hræsni.
Flakkarinn (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 16:51
Sæl Rósa mín.
Frábær færsla hjá þér eins og ávallt.
Guð blessi þig og þína.
KV/Jenni
Jens Sigurjónsson, 25.4.2009 kl. 17:07
Vel hefur þú staðið þig hér, Rósa!
Eina ofstækisfulla talið hér, með skömmum og formælingum, kemur frá andmælendum þínum: magga (nr. 2), Baldri (20) og Flakkaranum (22). Hinir andmælendurnir eiga þakkir skildar fyrir kurteislegri umræðu, þótt rök þeirra standist ekki gagnrýna athugun.
Með kærri kveðju,
Jón Valur Jensson, 25.4.2009 kl. 19:47
Sæll Hlynur Davíð
Leitt að heyra að enginn hafi bænheyrt þig. Ef ég væri þú þá myndi ég gera tilraun eins og ég veit um svo marga sem hafa beðið til Guðs og sagt að ef þú Guð ert til þá hjálpaðu mér. Sumir hafa verið í mikilli neyð þegar svona bæn hefur verið flutt en þú gætir beðið um eitthvað sem fyrirliggur að gera hjá þér en þú sérð kannski ekki alveg leið út úr þessu. hvernig væri að prufa og gá hvort Guð sé til og að hann muni bænheyra þig.
Þegar ég las innleggið þitt þá fannst mér eins og þú værir í heimspeki en ekki læknisfræði.
"Á þeim degi munuð þér ekki spyrja mig neins. Sannlega, sannlega segi ég yður: Hvað sem þér biðjið föðurinn um í mínu nafni, mun hann veita yður. Hingað til hafið þér einskis beðið í mínu nafni. Biðjið, og þér munuð öðlast, svo að fögnuður yðar verði fullkominn." Jóh. 16: 23.-24.
"Fyrst þér, sem eruð vondir, hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðir yðar á himnum gefa þeim góðar gjafir, sem biðja hann?" Matt. 7:11.
"Guð er þess megnugur að veita yður allar góðar gjafir ríkulega, til þess að þér í öllu og ávallt hafið allt sem þér þarfnist og getið sjálfir veitt ríkulega til sérhvers góðs verks." 2. Kor. 9: 8.
"Enn segi ég yður: Hverja þá bæn, sem tveir yðar verða einhuga um á jörðu, mun faðir minn á himnum veita þeim." Matt. 18:19.
"Hann segir: Á hagkvæmri tíð bænheyrði ég þig, og á hjálpræðis degi hjálpaði ég þér. Nú er hagkvæm tíð, nú er hjálpræðis dagur." 2. Kor. 6:2.
Sumt af þessum versum gætu að hluta svarað dæminu sem þú settir upp. Við höfum fengið bænasvör, stundum höfum við þurft að bíða og bíða eftir bænasvörum og skiljum ekki hvers vegna við þurftum að bíða en svo þegar bænasvörin komu þá voru þau miklu betra en það sem við þorðum að vænta. Guð er aldrei upptekinn. Hann svarar með já, með nei og einnig með svarinu BÍDDU.
Ég vona að þetta svari einhverju og vona ég að fólk sem er með nýleg bænasvör vilji gefa okkur hlutdeild í bænasvörum.
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.4.2009 kl. 20:31
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæll Baldur Blöndal.
Veistu að þú ert bara ekkert að segja mér neinar stórfréttir. Ég kipptist ekkert við að heyra að ég væri brjáluð.
Sæll Flakkari.
Þær eru margar síldartunnurnar sem ég hef handleikið um ævina. Bara útúrsnúningur. Margur heldur mig sig.
Guð blessi ykkur og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.4.2009 kl. 20:36
Ég hef beðið fyrir heyrnarlausum sem hafa fengið heyrn, sjónlausum sem hafa fengið sjón og málausum sem hafa fengið málið og fólki með lömun sem hefur læknast ásamt fólki með verki og verkirnir hafa farið og hef ég einungis stígið út á það að Jesús sagði okkur að biðja fyrir sjúkum.´
Skapandi kraftaverk eru líka að gerast í jesú nafni þar sem bein gróa og útlimir koma og Jesús er líka að reisa fólk upp frá dauðum fyrir bæn í Mosambik eru yfir 80 slík tilfelli skráð svo eitthvað sé nefnt, ég heyrði vitnisburð konu sem hrópaði á Jesús er barnið hennar dó í faðmi hennar og barnið lifnaði við þetta gerðist í Reykjavík.
Sumir eru bara þannig gerðir að þeir taka aldrei rökum þó svo að fjölmargar staðreyndir séu frá þeim sem hafa upplifað og séð þegar trúin er annars vegar, þannig er það nú bara því miður fyrir þá sjálfa og ætla ég ekki að rökræða við slíka.
Árni þór, 25.4.2009 kl. 20:41
Flott tunna = Bylur hæst í tómri tunnu = Ekki þessari, hún er fullaf mold og blómum.
Sæl kæru bloggvinir.
Það er gasalegt fjör hérna hjá mér og það á sjálfan kosningadaginn.
Linda mín, takk fyrir ljúfar kveðjur.
Halldóra mín, takk fyrir ljúfar kveðjur, hól og hvatningu.
Jenni minn, takk fyrir innlitið og góða kveðju frá Kanada ásamt hvatningu.
Jón minn, þetta hefur bara gengið vel og hlakka ég til að vita ver er hinn eini sanni Flakkari.
"Ekkert brást af öllum fyrirheitum þeim, er Drottinn hafði gefið húsi Ísraels. þau rættust öll." Jós. 21:45.
Guð blessi ykkur og fjölskyldur ykkar
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.4.2009 kl. 20:43
Sæll Árni minn
Ég var einmitt að lifa í voninni að þú kæmir með vitnisburð hingað inná síðuna því ég veit að þú hefur séð hversu máttugur Jesús er.
Guð blessi þig og veri með þér í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur.
Kær kveðja/Rósa
Kæru lesendur. Endilega lesið innlegg nr. 28.
"Játið því hver fyrir öðrum syndir yðar og biðjið hver fyrir öðrum, til þess að þér verðið heilbrigðir. Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið." Jak. 5:16.
Guð blessi ykkur öll
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.4.2009 kl. 20:48
Þú hræðir mig......
Bara Steini, 25.4.2009 kl. 20:53
Blessuð og sæl elsku Rósa mín. Flott færsla hjá þér, eins og ávallt. ''Oska þér góðrar helgarrestar með ósk um að þú hafir það sem allra best. Fékk þetta spakmæli í póstinum í dag.. Set það hér inn fyrir okkur öll. " Styrkjist í Drottni og í krafti máttar hans." (Efes.6.10) Guð veri með þér kæra vinkona. Kv Sirrý
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 25.4.2009 kl. 21:15
Er þá guð svo góður að hann gerir upp á milli? Hvað með allan ungbarnadauðann í heiminum? Er hann ekki almáttugur?
Ég vonast til þess að fá almennilegt svar en ekki vísun í biblíuna.
Takk fyrir.
Þór (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 22:04
Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.
Bara Steini, það vil ég alls ekki og ég óska þér gæfu og gengis.
Þór, Guð gaf okkur frjálsan vilja og margir hafa hagað þjóðmálum sínum mjög heimskulega sem hefur haft þjáningar í för með sér. Það er nú ekkert svo langt síðan að það var mikið um ungbarnadauða á Íslandi og það að miklu leyti vegna fávisku. Konur voru ekki að gefa börnum brjóst eins og þær eru sakapaðar til og blessuð börnin urðu vanærð og dóu. Við getum nú varla sett samansem merki þarna og að Guð sé ekki almáttugur.
Guð gerir ekki uppá milli en margir hafna honum. Ef ég hafnaði kærleika föður míns og hafnaði öllu sem hann vildi gera fyrir mig þá hef ég bundið hendur hans ekki satt? Þannig er það líka með minn himneska föður. Ef ég kýs að vilja ekkert með hann hafa, ekki þiggja gjafir hans þá hef ég bundið hendur hans gagnvart mér því hann gaf mér frjálsan vilja.
"En líki yður ekki að þjóna Drottni, kjósið þá í dag, hverjum þér viljið þjóna, hvort heldur guðum þeim, er feður yðar þjónuðu, þeir er bjuggu fyrir handan Fljótið, eða guðum Amoríta, hverra land þér nú byggið. En ég og mínir ættmenn munum þjóna Drottni." Jósúa 24:15.
Megi Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs blessa ykkur.
X-JESÚS
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.4.2009 kl. 23:14
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæl Sirrý mín.
Takk innilega fyrir innlitið, góðar óskir og fallega orðið sem þú sendir okkur öllum sem erum að lesa hér. Fjör í pólitíkinni en ég kíkti aðeins hér til að gá hvort ég væri búin að fá heimsóknir. Sendi þér vers sem er í uppáhaldi hjá eldri bróður mínum.
"Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir.
Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd.
Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð.
Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú." Fil. 4:4.
Megi almáttugur Guð blessa þig og þína
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.4.2009 kl. 23:19
En hvað segiru þá við fólki sem hefur verið bænheyrt af öðrum guði? (Því þar eru einnig til tug þúsundir dæma)
Ef þú trúir því ekki, afhverju ætti ég þá að trúa því sem þú segir eða á þinn guð?
Ef þú trúir því, hversvegna trúiru þá ekki á þann guð líka?
Ég fullvísa þig, að ég er í læknisfræði en ekki heimspeki :)
Hlynur Davíð Stefánsson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 23:34
Sæll og blessaður
Ég get ekki fært rök fyrir öllu en ég veit um fólk sem hefur farið til miðla og hlotið lækningu. Sú lækning er ekki komin frá Guði heldur hinum Illa sem er kominn í þennan heim til að blekkja. Ég hef heyrt um fólk sem síðar hefur tekið á móti Jesú og þá hefur þessi lækning ekki lengur haldist því þá hefur vald hins Illa yfirgefið viðkomandi persónu. Hef heyrt um dæmi að þá hafi viðkomandi óskað eftir fyrirbæn og hlotið lækningu fyrir Jesú blóð.
Ég kíkti á bloggið þitt og þar las ég að þú værir í læknisfræði en mér fannst þetta svo skemmtilega uppsett hjá þér og það minnti mig svolítið á heimspekiáfanga sem ég tók hjá VMA. Ég er í fjarnámi á gamalsaldri en ég varð 50 ára sl. haust.
Vona að þetta svari einhverju
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.4.2009 kl. 23:57
Það sem ég hef bara um þessi trúmál að segja er að þau koma ekki heim og saman eftir að hafa farið gagnrýnum augum yfir þetta.
Ég vil frekar nota hina vísindalegu aðferð og gagnrýna hugsun til að finna lausnir á málunum, frekar en að snúa mér að Guði eða Jesú, enda hefur sú bylting sem vísindin komu með reynst mun mikilvægari mönnum en trúin, þá sérstaklega sú andvísindalega hugsun sem hefur viðhaldist hjá Páfanum og þeim.
En ég vil biðja þig vel að lifa, og mundu, misjafnar eru skoðanir manna
Hlynur Davíð Stefánsson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 00:21
Sæll og blessaður
Þegar þú skrifaðir um vísindin þá datt mér í hug þegar ákveðið var að byggja Babelturninn. Strax þarna voru mennirnir orðnir mjög færir og Guð ákvað að tefja þá hröðu þróun sem þarna varð og skapaði mörg tungumál og skildu mennirnir ekki hvorn annan og tvístruðust um alla jörðina. Evrópusambandsbyggingin í Strassborg er eftirlíkin af Babelturninum.
Guð gaf okkur visku og vísdóm og við erum að uppgöta meira og meira hvernig himinn og jörð voru sköpuð, hvernig öll uppbygging hefur orðið til. Vísindin eru sko oft notuð í þágu hins kristna. Líkklæði Krists hafa verið rannsökuð af vísindamönnum og þeir hafa fundið frjó í líkklæðunum sem er af blómi sem aðeins er hægt að finna fyrir botni Miðjarahafs og blómstrar um páskaleytið, akkurat á sama tíma og Jesús var krossfestur.
"Öll jörðin hafði eitt tungumál og ein og sömu orð.
Og svo bar við, er þeir fóru stað úr stað í austurlöndum, að þeir fundu láglendi í Sínearlandi og settust þar að.
Og þeir sögðu hver við annan: "Gott og vel, vér skulum hnoða tigulsteina og herða í eldi." Og þeir notuðu tigulsteina í stað grjóts og jarðbik í stað kalks.
Og þeir sögðu: "Gott og vel, vér skulum byggja oss borg og turn, sem nái til himins, og gjörum oss minnismerki, svo að vér tvístrumst ekki um alla jörðina."
Þá steig Drottinn niður til þess að sjá borgina og turninn, sem mannanna synir voru að byggja.
Og Drottinn mælti: "Sjá, þeir eru ein þjóð og hafa allir sama tungumál, og þetta er hið fyrsta fyrirtæki þeirra. Og nú mun þeim ekkert ófært verða, sem þeir taka sér fyrir hendur að gjöra.
Gott og vel, stígum niður og ruglum þar tungumál þeirra, svo að enginn skilji framar annars mál."
Og Drottinn tvístraði þeim þaðan út um alla jörðina, svo að þeir urðu af að láta að byggja borgina.
Þess vegna heitir hún Babel, því að þar ruglaði Drottinn tungumál allrar jarðarinnar, og þaðan tvístraði hann þeim um alla jörðina." 1.Mós. 11.1.-9.
Nú hafa jöklar bráðnað og hefur örkin hans Nóa varðveist í jökli á Araratfjalli sem mér minnir að sé rétt við landamæri Tyrklands og Sovetríkjana sálugu.
Ég vona að einhverjir rambi hér inn og geti sagt okkur ýmsan fróðleik sem sýnir fram á sannleiksgildi Biblíunnar.
Það er mjög gaman að eiga í skrifum við þig og mér dettur ekki í hug að halda að ég viti eitthvað meira en þú. Það sem ég hef upplifað gerir það að verkum að ég trúi á kraft Jesú Krists.
Heyri að það er fjör í sjónvarpinu. Einhverjir að fagna sigri.
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.4.2009 kl. 01:04
Sæl Rósa.
Þar sem að ég er svo þreyttur til augnanna, ætla ég að skoða síðuna seinna í dag.
Kærleikskveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 02:51
Sæl elsku Rósa mín.
Ég get séð að þú er í stuði með Guði. Alltaf gaman að lesa færslurnar þínar, einsog ég hef sagt við þig þetta síast svona smátt og smátt inn hjá mér, jú jú vitið er ekki meira en Guð gaf Og eyrnatapparnir eru að virka haha, æi þetta er svona tal sem þú og ég skiljum ekki satt?
Knús á þig kæra vinkona og megir þú eiga frábæra helgarrest
Ragna (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 17:23
Það fer um mig hrollur við að sjá að fólk geti verið svona bliðndað af trú. Mér finnst þetta bara óhugnanlegt. Fyrir mér er þetta einfaldlega klikkun. Vona að ég þyki ekki dónalegur.
Theodór Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 19:27
Sæl og blessuð
Takk fyrir innlitið.
Þórarinn minn, vona að þú sért búinn að hvíla þig og að augun hafi náð að jafna sig nema að þú hafir haft það eins og stjórnmálamennirnir að hafa lítið lokað augunum síðasta sólahring. Þau hvílast vonandi vel nú eftir að hafa fengið sér eplabita í sjónvarpssal.
Ragna mín, fyndin ertu og ég held þá fram að suða eins og eldhúsflugurnar.
Guð veri með ykkur kæru vinir
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.4.2009 kl. 21:08
Sæll Theódór.
Leitt að stuðla að því að þú fáir hroll. Þú ert ekkert dónalegur, þetta er þín skoðun.
Það að trúa er sannfæring og trúarreynsla einstaklingsins.
"Því að orð krossins er heimska þeim er glatast, en oss, sem hólpnir verðum, er það kraftur Guðs." 1. Kor. 1: 18.
Þetta vers segir okkur það líka að fyrir þeim sem ekki trúa og hafa sjálf upplifað trúarreynslu sé orð krossins heimska eða klikkun eins og þú skrifaðir.
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.4.2009 kl. 22:10
Ég sé að þú stendur í ströngu hér og það með ágætum.
Það er merkilegt að sjá hvað fólk vill að Guð geri fyrir það, en sjaldnast spyr hvað get ég gert fyrir Guð, kraftaverk og bænheyrsla eru ekki sjaldséðir gestir eins og mætti ætla samkvæmt skrifum sumra. Heldur eru vantrú og hæðni tíðari gestur og nær að yfirgnæfa fregnir af slíku, svona eins eins og leiðinda gestur sem maður losnar ekki við. Ahem.
Fólk vill að Guð svari sér í eigin vilja, en ekki í Guðs vilja, því áttar það ekki á því að bænasvör eru stundum ekki sjáanleg fyrir en langt eftir á, þegar andlegur þroski er til staðar og fortíðin skoðuð. Bænasvörin leynast í lífi okkar sem trúum, en við verðum að muna að Guðs vilji er ekki alltaf sá sami og okkar vilji, hans vilji er oftast betri fyrir okkur, þó við sjáum það ekki strax.
Kannski er komin tími til að fólk leggi frá sér "ég, ég, ég, vil, vil vil, meira, meira!" og fari að íhuga að sækja í Guðsríki sanna hamingju og vellíðan, því vilji Guðs fyrir okkur er, gleði, heilsa, gnægtir og blessanir, en auðvitað þurfum við að leggja frá okkur sjálfið og gefast á vald Guðs, þetta getur reynst okkur erfitt...en ekkert sem er þess virði, er of auðvelt.
bk.
Linda.
Linda, 27.4.2009 kl. 01:28
Þú gleymdir mörgum spádómsversum um dag Drottins Rósa. Dagur Drottins verður svo sannarlega yndislegur :
"Kveinið, því að dagur Drottins er nálægur; hann kemur sem eyðing frá hinum Almáttka... Hver sem fundinn verður, mun lagður verða í gegn, og hver sem gripinn verður, mun fyrir sverði falla. Ungbörn þeirra munu knosuð verða fyrir augum þeirra, hús þeirra verða rænd og konur þeirra smánaðar."Jesaja 13:6, 15-16
Að konsa þýðir að brjóta í smátt. Börn fólks munu verða brotin í smátt fyrir augum þeirra. Yndislegt alveg.
"Hinn mikli dagur Drottins er nálægur, hann er nálægur og hraðar sér mjög. Heyr! Dagur Drottins! Beisklega kveinar þá kappinn. Sá dagur er dagur reiði, dagur neyðar og þrengingar, dagur eyðingar og umturnunar, dagur myrkurs og niðdimmu, dagur skýþykknis og skýsorta."
Sefanía 1:14-15
Sindri Guðjónsson, 27.4.2009 kl. 15:36
Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið
Linda mín, satt segir þú og svo þurfum við að ganga fram í trú. Muna eftir fyrirheitunum sem við höfum.
Ætla að setja inn fullt af versum um fyrirheiti Drottins við okkur - það er svo okkar að vilja taka á móti gjöfum hans.
"
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Ver þú hughraustur og öruggur? Lát eigi hugfallast og óttast eigi, því að Drottinn Guð þinn er með þér í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur." Jós. 1:9.
"Óttast þú eigi, því að ég er með þér. Lát eigi hugfallast, því að ég er þinn Guð. Ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig með hægri hendi réttlætis míns." Jes. 41:10
"Sjá, hönd Drottins er eigi svo stutt, að hann geti ekki hjálpað, og eyra hans er ekki svo þykkt, að hann heyrir ekki." Jes. 59:1.
"Því að ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hefi í hyggju með yður - segir Drottinn - fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð." Jer. 29:11
"Varpa áhyggjum þínum á Drottin, hann mun bera umhyggju fyrir þér, hann mun eigi að eilífu láta réttlátan mann verða valtan á fótum." Sálm. 55:23.
"Sannlega, sannlega segi ég yður: Hvað sem þér biðjið föðurinn um í mínu nafni, mun hann veita yður." Jóh. 16:23.
"Biðjið, og þér munuð öðlast, svo að fögnuður yðar verði fullkominn." Jóh. 16:24.
"Á hagkvæmri tíð bænheyrði ég þig, og á hjálpræðis degi hjálpaði ég þér. Nú er hagkvæm tíð, nú er hjálpræðis dagur." 2. Kor. 6:2.
"Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður." 1. Pét. 5:7.
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.4.2009 kl. 16:08
Sæll og blessaður Sindri
Takk fyrir innlitið.
Veistu að ég gleymdi engu. Þarna setti ég inn vers sem skrifað var um sól, tungl og stjörnur. Í einu af þessum versum var skrifað um dómsdalinn og þá kom ég með vers úr Sakaría þar sem skrifað er um þegar Jesús stígur niður á Olíufjallið og það klofnar í tvennt og þar myndast þessi dómsdalur.
"Ég mun gefa yður nýtt hjarta og leggja yður nýjan anda í brjósti, og ég mun taka steinhjartað úr líkama yður og gefa yður hjarta að holdi." Esek. 36:26.
"Drottinn agar þann, sem hann elskar, og hirtir harðlega hvern þann son, er hann að sér tekur. Þolið aga." Heb. 12:6.-7.
Jesús sagði: "Sannarlega, sannarlega segi ég yður: Sá sem varðveitir mitt orð, skal aldrei að eilífu deyja." Jóh. 8:51.
"Ef vér lifum, lifum vér Drottni, og ef vér deyjum, deyjum vér Drottni. Hvort sem vér þess vegna lifum eða deyjum, þá erum vér Drottins." Róm. 14:8.
Guð blessi þig og allt þitt hús.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.4.2009 kl. 16:16
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Mynd fyrir Sindra vin minn.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.4.2009 kl. 16:18
Knús á þig elskuleg mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2009 kl. 23:07
Sæl kæra Ásthildur
Takk fyrir innlitið og hlýja kveðju.
Guð blessi þig
Kær kveðja/Rósa
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Góða nótt kæru lesendur
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.4.2009 kl. 23:10
Elsku Rósa ég sé það hefur verið fjör á síðunni þinni,hef ekki gefið mér tíma til að kíkja á bloggið í svolítinn tíma.Þú ert sannur trúboði elsku vina og engin kemur að tómum kofanum hjá þér.Hafðu það sem allra best vinkona og vertu ávalt Guði falin
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 28.4.2009 kl. 10:22
Merkileg færsla og mögnuð. Mikið af góðum skrifum líka hér í kommentakerfi. Langaði bara að segja þér að mér þykir vænt um þig kæra vinkona. Vertu Guði falin. þín Ásdís
Ásdís Sigurðardóttir, 29.4.2009 kl. 12:03
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sælar stelpur mínar og takk fyrir innlitið
Sigga mín, takk fyrir góðar óskir og hvatningu. Það var hörku fjör hér á síðunni, á kosningadaginn en svo hefur dregið úr fjörinu.
Ásdís mín, takk fyrir hvatninguna. Mér þykir líka mjög vænt um þig.
Guð veri með ykkur og fjölskyldunum ykkar.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.4.2009 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.