10.4.2009 | 12:13
Föstudagurinn langi
Fyrir Pílatusi:
Að morgni gjörðu allir æðstu prestarnir og öldungar lýðsins samþykkt gegn Jesú, að hann skyldi af lífi tekinn. Þeir létu binda hann og færa brott og framseldu hann Pílatusi landshöfðingja.
Afdrif Júdasar:
Þegar Júdas, sem sveik hann, sá, að hann var dæmdur sekur, iðraðist hann og skilaði æðstu prestunum og öldungunum silfurpeningunum þrjátíu og mælti: ,,Ég drýgði synd, ég sveik saklaust blóð." Þeir sögðu: ,,Hvað varðar oss um það? Það er þitt að sjá fyrir því." Hann fleygði þá silfrinu inn í musterið og hélt brott. Síðan fór hann og hengdi sig. Æðstu prestarnir tóku silfrið og sögðu: ,,Ekki má láta það í guðskistuna, því þetta eru blóðpeningar. "Og þeir urðu ásáttir um að kaupa fyrir þá leirkerasmiðs akurinn til grafreits handa útlendingum.
Þess vegna kallast hann enn í dag Blóðreitur. Þá rættist það, sem sagt var fyrir munn Jeremía spámanns: ,,Þeir tóku silfurpeningana þrjátíu, það verð, sem sá var metinn á, er til verðs var lagður af Ísraels sonum, og keyptu fyrir þá leirkerasmiðs akurinn eins og Drottinn hafði fyrir mig lagt."
Konungur Gyðingar?
Jesús kom nú fyrir landshöfðingjann. Landshöfðinginn spurði hann: ,,Ert þú konungur Gyðinga?" Jesús svaraði: ,,Þú segir það." Æðstu prestarnir og öldungarnir báru á hann sakir, en hann svaraði engu. Þá spurði Pílatus hann: ,,Heyrir þú ekki, hve mjög þeir vitna gegn þér?" En hann svaraði honum ekki, engu orði hans, og undraðist landshöfðinginn mjög.
Ó, hve Kristur er kærleiksríkur, Hann á krossinum dó fyrir mig. Til að frelsa þá syndum særðu Gekk hann sorgarmyrkan rauna stig.
Kór: :,: Hann var negldur á kross fyrir mig, Þoldi háðung og neyð og dapran deyð, hann var negldur á kross fyrir mig.
Til að framkvæma Alföður áform Jesús yfirgaf himna dýrð. Hann var fæddur af Maríu meyju, Þoldi mæðu og skort og rýrð.
Og hann bar vora sorgarbyrði, Fyrir brot vor hann særður var, hann er syndþjáðum sáralæknir, Og hinn sami til eilífðar.
Og hann fórnaði fögru lifi Til að frelsa hinn þjáða heim. og að lokum mun hann leiða Inn í ljómandi sælu geim. F. A. Graves - Sbj. Sveinsson
Krossfestu hann!
Á hátíðinni var landshöfðinginn vanur að gefa lýðnum lausan einn bandingja, þann er þeir vildu. Þá var þar alræmdur bandingi í haldi, Barabbas að nafni. Sem þeir nú voru saman komnir, sagði Pílatus við þá: ,,Hvorn viljið þér, að ég gefi yður lausan, Barabbas eða Jesú, sem kallast Kristur?" Hann vissi, að þeir höfðu fyrir öfundar sakir framselt hann. Meðan Pílatus sat á dómstólnum, sendi kona hans til hans með þessi orð: ,,Láttu þennan réttláta mann vera, þungir hafa draumar mínir verið í nótt hans vegna."En æðstu prestarnir og öldungarnir fengu múginn til að biðja um Barabbas, en að Jesús yrði deyddur. Landshöfðinginn spurði: ,,Hvorn þeirra tveggja viljið þér, að ég gefi yður lausan?" Þeir sögðu: ,,Barabbas." Pílatus spyr: ,,Hvað á ég þá að gjöra við Jesú, sem kallast Kristur?" Þeir segja allir: ,,Krossfestu hann." Hann spurði: ,,Hvað illt hefur hann þá gjört?" En þeir æptu því meir: ,,Krossfestu hann!" Nú sér Pílatus, að hann fær ekki að gjört, en ólætin aukast. Hann tók vatn, þvoði hendur sínar frammi fyrir fólkinu og mælti: ,,Sýkn er ég af blóði þessa manns! Svarið þér sjálfir fyrir!" Og allur lýðurinn sagði: ,,Komi blóð hans yfir oss og yfir börn vor!" Þá gaf hann þeim Barabbas lausan, en lét húðstrýkja Jesú og framseldi hann til krossfestingar.
Hermenn landshöfðingjans fóru nú með hann inn í höllina og söfnuðu um hann allri hersveitinni. Þeir afklæddu hann og færðu hann í skarlatsrauða kápu, fléttuðu þyrnikórónu og settu á höfuð honum, en reyrsprota í hægri hönd hans. Síðan féllu þeir á kné fyrir honum og höfðu hann að háði og sögðu: ,,Heill þú, konungur Gyðinga!" Og þeir hræktu á hann, tóku reyrsprotann og slógu hann í höfuðið. Þegar þeir höfðu spottað hann, færðu þeir hann úr kápunni og í hans eigin klæði. Þá leiddu þeir hann út til að krossfesta hann.
Krossfestur:
Á leiðinni hittu þeir mann frá Kýrene, er Símon hét. Hann neyddu þeir til að bera kross Jesú. Og er þeir komu til þess staðar, er heitir Golgata, það þýðir hauskúpustaður, gáfu þeir honum vín að drekka, galli blandað. Hann bragðaði það, en vildi ekki drekka. Þá krossfestu þeir hann. Og þeir köstuðu hlutum um klæði hans og skiptu með sér, sátu þar svo og gættu hans. Yfir höfði hans festu þeir sakargift hans svo skráða: ÞESSI ER JESÚS, KONUNGUR GYÐINGA. Þá voru krossfestir með honum tveir ræningjar, annar til hægri, hinn til vinstri. Þeir, sem fram hjá gengu, hæddu hann, skóku höfuð sín og sögðu: ,,Þú sem brýtur niður musterið og reisir það á þrem dögum. Bjarga nú sjálfum þér, ef þú ert sonur Guðs, og stíg niður af krossinum!" Eins gjörðu æðstu prestarnir gys að honum og fræðimennirnir og öldungarnir og sögðu: ,,Öðrum bjargaði hann, sjálfum sér getur hann ekki bjargað. Hann er konungur Ísraels, stígi hann nú niður af krossinum, þá skulum vér trúa á hann. Hann treystir Guði. Nú ætti Guð að frelsa hann, ef hann hefur mætur á honum. Eða sagði hann ekki: ,Ég er sonur Guðs?" Einnig ræningjarnir, sem með honum voru krossfestir, smánuðu hann á sama hátt.
- 1. Út frá Golgata streymir hin ljóshreina lind, Sem að læknar vor andlegu mein. Tak þú, blessaði Frelsari, burt vora synd Svo að börnin þín öll verði hrein.
Kór: :,: Send oss, Jesús, þinn náðarkraft nú. :,:
Send þann kraft, sem hinn brákaða reisir við reyr.
Send oss, Jesús, þinn náðarkraft nú.
- 2. Gef oss bænheitan anda, vér biðjum þig nú, Gef oss brennandi elsku til þín. Gef oss lífsgleði sanna og lifandi trú, Gef oss ljós það sem út frá þér skín.
- 3. Lát oss aldrei af veginum villast frá þér, Út í veraldar myrkur og synd. Lát frá Golgata streyma í hjörtu vor hér. Þína heilögu blessuðu lind. Elsa Eklund - Sbj. Sveinsson.
Dáinn:
En frá hádegi varð myrkur um allt land til nóns. Og um nón kallaði Jesús hárri röddu: ,,Elí, Elí, lama sabaktaní!" Það þýðir: ,,Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?" Nokkrir þeirra, er þar stóðu, heyrðu þetta og sögðu: ,,Hann kallar á Elía!" Jafnskjótt hljóp einn þeirra til, tók njarðarvött og fyllti ediki, stakk á reyrstaf og gaf honum að drekka. Hinir sögðu: ,,Sjáum til, hvort Elía kemur að bjarga honum."En Jesús hrópaði aftur hárri röddu og gaf upp andann. Þá rifnaði fortjald musterisins í tvennt, ofan frá og niður úr, jörðin skalf og björgin klofnuðu,grafir opnuðust og margir líkamir helgra látinna manna risu upp. Eftir upprisu Jesú gengu þeir úr gröfum sínum og komu í borgina helgu og birtust mörgum. Þegar hundraðshöfðinginn og þeir, sem með honum gættu Jesú, sáu landskjálftann og atburði þessa, hræddust þeir mjög og sögðu: ,,Sannarlega var þessi maður sonur Guðs." Þar voru og margar konur, sem álengdar horfðu á, þær höfðu fylgt Jesú frá Galíleu og þjónað honum. Meðal þeirra var María Magdalena, María, móðir þeirra Jakobs og Jósefs, og móðir Sebedeussona.
:/: Það var Jesús sem leysti mig :/:
Hann braut alla hlekki
Er mig bundu við synd.
Það var Jesús sem leysti mig.
Grafinn:
Um kvöldið kom auðugur maður frá Arímaþeu, Jósef að nafni, er sjálfur var orðinn lærisveinn Jesú. Hann gekk til Pílatusar og bað hann um líkama Jesú. Pílatus bauð þá að fá Jósef hann. Jósef tók líkið, sveipaði það hreinu línklæði og lagði í nýja gröf, sem hann átti og hafði látið höggva í klett, velti síðan stórum steini fyrir grafarmunnann og fór burt. María Magdalena var þar og María hin, og sátu þær gegnt gröfinni.
Grafar gætt:
Næsta dag, daginn eftir aðfangadag, gengu æðstu prestarnir og farísearnir saman fyrir Pílatus og sögðu: ,,Herra, vér minnumst þess, að svikari þessi sagði í lifanda lífi: ,Eftir þrjá daga rís ég upp.` Bjóð því, að grafarinnar sé vandlega gætt allt til þriðja dags, ella gætu lærisveinar hans komið og stolið honum og sagt fólkinu: ,Hann er risinn frá dauðum.` Þá verða síðari svikin verri hinum fyrri." Pílatus sagði við þá: ,,Hér hafið þér varðmenn, farið og búið svo tryggilega um sem best þér kunnið." Þeir fóru og gengu tryggilega frá gröfinni og innsigluðu steininn með aðstoð varðmannanna." Matt. 27: 1.- 66.
Drottinn blessi ykkur öll
Kær kveðja/Rósa
Athugasemdir
Sæl Rósa mín.
Alveg hreint frábær samantekt hjá þér, takk fyrir mig.
Guð blessi þig og þína.
Bestu kveðjur / Jenni.
Jens Sigurjónsson, 10.4.2009 kl. 14:19
Virkilega fín samantekt Rósa, takk fyrir þetta :)
Mofi, 10.4.2009 kl. 14:38
Amen amen
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 10.4.2009 kl. 16:34
Eins og þér er vant Rósa mína, yndó færsla. Gott fyrir þá sem hafa áhuga að fá þetta svona í æð. Ég hef líka sett inn sögu sem tengist þessu atburði, eða skáldað inn í þennan atburð, likt og ég gerði með Skírdag. Guð blessi þig og varðveiti.
Knús.
Linda, 10.4.2009 kl. 18:09
Sæl mín kæra.
Snilldar færsla hjá þér Guð blessi þig.
Páska-knús / Helena
Helena Leifsdóttir, 10.4.2009 kl. 18:15
Sæl og blessuð
Takk fyrir innlitið og góðar kveðjur.
Hér úti snjóar og snjóar.
Í dag fór ég upp í Hof og tók þátt í að lesa Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Ég las sálma 44.-46.
GLEÐILEGA PÁSKA
Guð blessi ykkur og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.4.2009 kl. 18:59
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.4.2009 kl. 19:01
þetta er hreint frábært hjá þér
Megi Guð varðveita þig.
kv Eygló.
Eygló Hjaltalín, 10.4.2009 kl. 23:47
Snilldar færsla og framsetning, gott að lesa söguna aftur. Kærar þakkir fyrir mig.
A (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 04:04
Já Rósa mín Þetta er góð færsla og manni veitir ekki af að lesa söguna aftur
Guð blessi þig elsku Rósa mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 11.4.2009 kl. 08:00
Gleðilega páska Rósa mín
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 13:50
Sæl og blessuð.
Takk fyrir innlitið og góðar kveðjur
Hér er gluggaveður því það er að snjóa og allt orðið hvítt. Vona að veðri sé betra hjá ykkur.
Dró orð fyrir ykkur: Jesús sagði: "Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hefi elskað yður, skuluð þér einnig elska hvern annan. á því munu allir þekkja að þér eruð lærisveinar mínir, ef þér berið elsku til hver til annars." Jóh. 13. 34.-35.
Gleðilega Páska
Megi almáttugur Guð vera með ykkur öllum..
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.4.2009 kl. 16:02
Gott að vera innandyra núna þegar úti er alltaf að snjóa og snjóa!!!!
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.4.2009 kl. 16:05
Frabair og blessud grein, um einn merkasta atburd s¢gunnar. Her i Jerusalem er mikill fj¢ldi ferdamanna sem koma i tilefni Paskanna.
Eg verd alltaf fyrir sterkum ahrifum, tegar eg er med hop sem fer a tann stad sem sagt er ad Jesus hafi verid krossfestur, (Garden Tomb) (Golgata).
Tegar hopurinn kemur svo ut ur gr¢finni og med tar i augum og bros a v¢rum.
Tad er ogleymanleg sjon...
GR¢FIN er TOM.....JESUS LIFIR.
Hann er sannarlega upprisinn.
Shalom kvedja fra Zion
olijoe
Ólafur Jóhannsson, 11.4.2009 kl. 19:40
Sælir strákar og takk fyrir innlitið
Skúli minn, velkominn aftur úr langri útlegð. Stattu þig nú strákur.
Ólafur minn, mikið er gaman að fá innlegg frá Jerúsalem. Ég man eftir þegar við fórum öll uppá Golgatahæð og eins að gröfinni. Það var mikil lífsreynsla sem ég vona að ég fái að upplifa aftur.
Gröfin er svo sannarlega tóm og nú blómstra blómin sem hvergi eru að finna nema í Ísrael og nágrenni og blómstra á sama tíma og við höldum Páskahátíð. Frjókornin af blómunum fundust í líkklæðum Krists. Þetta er bara ein staðfesting á að Jesús var hér á jörðinni og hann fórnaði lífi sínu okkar vegna svo við gætum öðlast fyrirgefningu vegna synda okkar.
Megi Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs blessa ykkur og varðveita
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.4.2009 kl. 20:38
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.4.2009 kl. 20:39
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.4.2009 kl. 20:40
Þú stendur þig frábærlega í að koma Orðinu á framfæri. Guð blessi þig kæra Rósa
Guðrún Sæmundsdóttir, 11.4.2009 kl. 20:44
Frábært hjá þér Rósa!
Fróðleg og góð samantekt.
Eigðu gleðilega páska
Sigurður Þórðarson, 11.4.2009 kl. 21:40
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Kæru bloggvinir Guðrún og Siggi
Takk fyrir innlitið.
Gleðilega Páska
Guð blessi ykkur og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.4.2009 kl. 01:47
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.4.2009 kl. 01:49
Sæl Rósa.
Já , ég tek undir það sem margir segja.
Þetta er frábærilega vel framsett hjá þér og svo auðga myndirnar efnið.
Gleðilega Páskahátíð.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 02:35
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæll og blessaður Þórarinn
Takk fyrir innlitið hólið og góðar óskir
Guð veri með þér og varðveiti þig.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.4.2009 kl. 02:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.