Jesús var krossfestur

Sælt veri fólkið

Sorglegt að fólkið skuli haga sér svona. Þetta er virðingarleysi gagnvart lausnara okkar Jesú Kristi.

"Því að hvaða verðleiki er það, að þér sýnið þolgæði, er þér verðið fyrir höggum vegna misgjörða? En ef þér sýnið þolgæði, er þér líðið illt, þótt þér hafið breytt vel, það aflar velþóknunar hjá Guði.

Til þessa eruð þér kallaðir. Því að Kristur leið einnig fyrir yður og lét yður eftir fyrirmynd, til þess að þér skylduð feta í hans fótspor.

"Hann drýgði ekki synd, og svik voru ekki fundin í munni hans."

Hann illmælti eigi aftur, er honum var illmælt, og hótaði eigi, er hann leið, heldur gaf það í hans vald, sem réttvíslega dæmir.

Hann bar sjálfur syndir vorar á líkama sínum upp á tréð, til þess að vér skyldum deyja frá syndunum og lifa réttlætinu. Fyrir hans benjar eruð þér læknaðir.

Þér voruð sem villuráfandi sauðir, en nú hafið þér snúið yður til hans, sem er hirðir og biskup sálna yðar." 1. Pét. 2: 20.-25.

Slóð um atburði "Föstudagsins langa:" http://www.youtube.com/watch?v=pRNspyB9V0k

Megi almáttugur Guð snúa við högum okkar hér á hjara veraldar.

Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir

Vopnafirði

SJÁ FÆRSLUNA UM "FÖSTUDAGINN LANGA" SEM ER HÉR FYRIR NEÐAN.


mbl.is Þrjátíu krossfestir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

SJÁ FÆRSLUNA HÉR FYRIR NEÐAN

SHALOM/RÓSA

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.4.2009 kl. 12:34

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband