19.3.2009 | 20:28
"Það kostar ekkert að elska"
Bóndi sem þurfti að selja fjóra hvolpa, hafði útbúið skilti og var að ljúka við að negla það á girðingarstaur hjá sér,þegar togað var í samfestinginn hans.
Þegar hann leit niður, horfðist hann í augu við lítinn strák, sem sagði -
"Heyrðu, mig langar að kaupa einn hvolpinn þinn"
Jæja sagði bóndinn og strauk sér um ennið - "Þessir hvolpar eru af góðu kyni og kosta talsvert"
Strákurinn hikaði smá stund, en stakk síðan hendinni djúpt í vasann og kom upp með lófafylli af smámynt. Ég er með fimmtíu og níu krónur
- er það nóg til að ég megi skoða þá ?
"Það ætti að vera í lagi" sagði bóndinn. Að svo mæltu blístraði hann og um leið og hann kallaði -
" Hingað Dolly ! " kom Dolly hlaupandi út úr hundahúsinu og ...
....fjórir litlir loðnir hnoðrar eltu hana.
Augu stráksins ljómuðu - já bara dönsuðu af gleði
þar sem hann horfði á þá í gegn um girðinguna.
Þegar hundarnir nálguðust.....
tók strákurinn eftir því að eitthvað hreyfðist inni í hundahúsinu - síðan kom enn einn lítill loðinn hnoðrinn í ljós og staulaðist í átt til hinna.
Þótt þessi væri áberandi minni, gerði hann samt sitt besta til þess að halda í við þá.
"Mig langar í þennan" sagði strákur, og benti á litla garminn.
Þegar hann leit niður, horfðist hann í augu við lítinn strák, sem sagði -
"Heyrðu, mig langar að kaupa einn hvolpinn þinn"
Jæja sagði bóndinn og strauk sér um ennið - "Þessir hvolpar eru af góðu kyni og kosta talsvert"
Strákurinn hikaði smá stund, en stakk síðan hendinni djúpt í vasann og kom upp með lófafylli af smámynt. Ég er með fimmtíu og níu krónur
- er það nóg til að ég megi skoða þá ?
"Það ætti að vera í lagi" sagði bóndinn. Að svo mæltu blístraði hann og um leið og hann kallaði -
" Hingað Dolly ! " kom Dolly hlaupandi út úr hundahúsinu og ...
....fjórir litlir loðnir hnoðrar eltu hana.
Augu stráksins ljómuðu - já bara dönsuðu af gleði
þar sem hann horfði á þá í gegn um girðinguna.
Þegar hundarnir nálguðust.....
tók strákurinn eftir því að eitthvað hreyfðist inni í hundahúsinu - síðan kom enn einn lítill loðinn hnoðrinn í ljós og staulaðist í átt til hinna.
Þótt þessi væri áberandi minni, gerði hann samt sitt besta til þess að halda í við þá.
"Mig langar í þennan" sagði strákur, og benti á litla garminn.

Bóndinn kraup við hlið drengsins og sagði. "Væni minn, þú vilt ekki þennan hvolp
Hann mun aldrei geta hlaupið og leikið við þig eins og hinir hvolparnir."
Strákur færði sig frá girðingunni, beygði sig og þegar hann bretti upp aðra buxnaskálmina,komu í ljós stálspelkur, sem studdu sitthvoru megin við fótlegg hans og voru festar við sérsmíðaðan skóinn.
Sjáðu til, ég er ekki svo mikill hlaupari sjálfur og hann þarf á einhverjum að halda sem skilur hann, sagði stráksi og horfði hann framan í bóndann.
Með tárin í augunum, beygði bóndinn sig eftir litla hvolpinum, tók hann varlega upp
og lagði hann af mikilli nærgætni í fang stráksins.
"Hvað kostar hann ?" spurði strákurinn
"Ekkert" svaraði bóndinn,
"Það kostar ekkert að elska"
Um allan heim er fólk sem þráir skilning ..................
Kæru bloggvinir.
Vinkona mín sendi mér þennan texta. Hef áður fengið þennan texta í tölvupósti. Í staðinn fyrir að senda bréfið áfram til vina minna þá ákvað ég að setja textann á bloggið.
Guð veri með ykkur
Kær kveðja/Glimmer Rósa Guðskerling.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 27.3.2009 kl. 23:27 | Facebook
Athugasemdir
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.3.2009 kl. 20:36
Sæl Rósa mín! ég veit ekkert um myndirnar nema þær sem ég setti á bloggið. Kanski að Bryndis sé ekki búin að tína. Getur þú ekki tekið myndirnar af bloggsíðunni minni? kv í bæinn.
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 19.3.2009 kl. 21:10
Ég kvitta stundum hér! T.d. núna. Góð saga.
Guðrún Markúsdóttir, 19.3.2009 kl. 22:42
Sælar stelpur mínar
Takk fyrir innlitið.
Hanna mín, ég athuga þetta.
Guðrún mín, bara fyndin. Sammála þér að sagan er góð.
Guð veri með ykkur
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.3.2009 kl. 22:51
Frábær saga,hef eins og þú oft fengið hana senda og sent hana en hún kemur alltaf við hjartað mitt
Ljúfa drauma vinkona og Guð geimi þig
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 20.3.2009 kl. 00:33
innlitskvitt á þig vinkona fyrir svefnin minn :)
Því að svo elskaði Guð heimin að hann gaf son sinn, eingetin, til þess að hver sem á hann trúir hafi eilíft líf....
Þetta vers fór ég með við fermingu mína og einnig dæturnar mínar tvær en syni mínum finst þetta OF lant heheh e hehe :)
Knús á þig
Erna Friðriksdóttir, 20.3.2009 kl. 01:07
Sælar stelpur mínar
Takk fyrir innlitið.
Sigga mín, þessi saga er búin að fara marga hringi. Ég er sammála þér að hún kemur alltaf við hjartað mitt.
Erna mín, nú fattar enginn hvað þú ert að tala um nema þeir myndu sjá innleggið frá mér á blogginu þínu, hehehe. Vona að stráksi geti nú lært þetta stutta vers.
Guð veri með ykkur
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.3.2009 kl. 11:59
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.3.2009 kl. 12:03
Rósa mín, er þessi saga fyrsta skrefið í því að þú viðurkennir að hundar eru yndislegir og þú munt fá þér göngufélaga af 4 fætlinga gerðinni fyrr en varir

bk.
Linda, 20.3.2009 kl. 18:52
Sæl mín kæra.
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.3.2009 kl. 19:25
Yndsileg eins og alltaf Rósa mín.Góða helgi og Guð verni þig kæra vina.
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 20.3.2009 kl. 19:56
Hæ Rósa.
Falleg saga sem svo sannarlega kemur við mann.
Guð blessi þig.
bestu kveðjur / Jenni.
Jens Sigurjónsson, 20.3.2009 kl. 22:24
Sæl Rósa.
Falleg saga , og barnssálin er einstök
og mættu sér gáfaðri læra af henni.!
Enn og aftur .
Virkilega hugljúf saga.
Kærleikskveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 02:27
Kær kveðja Gulli Dóri
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 21.3.2009 kl. 08:24
Innlitskvitt og kveðjur .0)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.3.2009 kl. 18:41
Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið

Sirrí mín, kærleikskveðjur til Norge
Jenni minn,falleg saga. Strákurinn er svo yndislegur. Kærleikskveðjur til Kanada.
Þórarinn minn, börnin eru einlæg. Þegar ég er nú að skrifa þá kom til mín vers úr Biblíunni.
En Jesús sagði: "Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er himnaríki."
Gulli minn, sammála þér að þessi saga er góð. Kærleikskveðjur til Akureyrar
Linda mín, takk fyrir kveðjuna
Helga mín, sagan er yndisleg. Vona að sýkingin hjá þér sé á undanhaldi.
Þórarinn, Helga og Linda Linnet, kærleikskveðjur á Suðvesturhornið.
Guð blessi ykkur og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.3.2009 kl. 21:33
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.3.2009 kl. 21:36
Falleg saga elsku Rósa mín, Er mjög veik núna og er að fara að sofa núna.
Takk fyrir að hringja í mig ég var með tölvuna í rúminu þegar ég var búin að slökkva á henni Þá sagði maðurinn minn að þú hafir hringt í mig
Hafðu samband við mig á morgunn ég er búin að tína símanúmer þínu. Kærar þakkair fyrir hvað þú ert góð við mig.

Kristín Katla Árnadóttir, 21.3.2009 kl. 22:11
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Elsku Katla mín
Ég trúi því og treysti að Jesús muni lækna þig.
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.3.2009 kl. 22:49
Kæra vinkona.
Þessi saga kemur alltaf við mig, ég get lesið hana aftur og aftur mér finnst hún segja svo mikið.
Kannski þurfa að vera hundar í sögunum svo hjartað í mér taki kipp haha smá djók.
Megi Guð og gæfan fylgja þér alla tíð kæra vinkona
sur, 21.3.2009 kl. 23:02
Sæl og blessuð
Þú sendir mér þetta fallega bréf yfir Krossavíkurfjöllin.
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja/Rósa
Glitter Animal Graphics
Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.3.2009 kl. 23:19
Æi Rósa mín ég sé að þér finnst svo rosalega vænt um hunda, ég veit hvern ég tala við þegar ég fer á Norðfjörð í einn mánuð
Knús og kram og mundu þú ert alveg frábær
sur, 22.3.2009 kl. 01:24
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæl mín kæra
Sumir hlægja ahahahaha Sumir hlægja ahahahaha.
Einhver misskilningur í gangi.
Guð blessi þig og varðveiti
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.3.2009 kl. 15:26
Glitter Animal Graphics
Myndirnar eru spés fyrir Rögnu vinkonu mína á Egilsstöðum.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.3.2009 kl. 15:29
Æi takk æðislega vel fyrir Rósa mín þeir eru sætir allir saman "en þú mátt eiga köttinn en ég fæ hundinn"

Knús á þig kæra vinkona
sur, 22.3.2009 kl. 18:28
Glitter Animal Graphics
Sæl vinkona.
Þú ert í stuði með Guði og í botni með Drottni.
Þú mátt bæði eiga hundana og kettina.

Guð veri með þér
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.3.2009 kl. 18:46
Ha ha góð.
Jahhhaaaa ég er í stuði með Guði.
Gæti kannski notað skóinn sem kisa er í
Knús og kram til þín
sur, 22.3.2009 kl. 19:26
Sæl og blessuð
Skórinn er flottur og kisa myndast líka vel.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.3.2009 kl. 20:03
Elsku Rósa min, yndislega falleg saga, það eru altaf svo fallegar sögurnar þínar. Fyrirgefðu hvað ég er löt að kvitta, verð að taka mig á í því.Kærleikskveðja, Guð veri með þér vinkona
Kristín Gunnarsdóttir, 23.3.2009 kl. 06:21
Hæ elsku Rósa.
Hann var dásamlegur! Ég sakna hans enn í dag og hugsa til hans á hverjum degi. Hann hét Bruce og var blandaður af Labrador og Greyhound. 

Þetta er yndislega saga, minnir mig svo sannarlega á þegar ég var lítil, um 4 ára og mamma var að velja sér hvolp hjá dýrabúðinni útí í Englandi (ég bjó þar frá 3 mánaða til 9 ára aldurs). Þar voru margir fjörugir og frískir hvolpar að velja úr en hún valdi þann sem veikastur var, hreinlega féll fyrir honum. Sölumaðurinn var dolfallinn yfir valinu en mamma gaf sig ekki. Svo tók við margra mánaða hjúkrun á honum með tilfallandi meðulum og sérstöku mataræði og að lokum braggaðist hann og launaði mömmu minni og okkur alla ástúðina og hjúkrunina með að verða sá allra besti hundur sem ég veit um.
Takk kærlega fyrir þessa yndislega sögu.
Eigðu frábæra viku, kærleikskveðja til þín og Guð veri með þér.
Nína Margrét (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 08:52
Rósa mín þú ert svo frábær
Og þessi saga er dásamleg
Guðrún Sæmundsdóttir, 23.3.2009 kl. 10:05
Það er einmitt málið ,það kostar ekkert að elska.Guð blessi þig Rósa mín.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 12:41
Sæl Rósa mín!
Takk fyrir símtalið í morgun,bara gaman að spjalla.
Sagan er flott.En það er miklil vinna að vera með hunda.
Það þarf að fara mikið út í göngur . Hvernig væri að þú fengir þér hund???
Annars bara góðar kveðjur til þín í fjörðinn..............
Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 23.3.2009 kl. 17:02
Sælar stelpur mínar
Takk fyrir innlitið
Kristín mín, hún Ragna sendi mér þessa sögu í tölvupósti og mér finnst drengurinn svo yndislegur að vilja hjálpa litla hvolpinum sem átti erfitt með að ganga.
Nína mín, skemmtileg tilviljun. Mikið var mamma þín góð að taka veika hundinn og hjúkra honum. Hún var greinilega með hjartað á réttum stað.
Guðrún mín, sammála að sagan er dásamleg. X-Jesús
Birna mín, rétt hjá þér." En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur." 1. Kor. 13:13.
Halldóra mín, Nei, nei og aftur eitt nei. Jesús hann svarar í nei en ég svara nei.
Guð blessi ykkur og varðveiti
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.3.2009 kl. 19:04
"Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.
Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt.
Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að verða brenndur, en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari.
Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp.
Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.
Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum.
Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.
Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok, og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok.
Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum.
En þegar hið fullkomna kemur, þá líður það undir lok, sem er í molum.
Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn. En þegar ég var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barnaskapinn.
Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu, en þá munum vér sjá augliti til auglitis. Nú er þekking mín í molum, en þá mun ég gjörþekkja, eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn.
En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur." 1. Kor. 13 kafli
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.3.2009 kl. 19:06
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Halldóra, sumir hlæja ahahahah........................
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.3.2009 kl. 19:14
Elsku Rósa þú ert dásamleg,takk fyrir að koma inn í líf mitt
Guð blessi þig vinkona
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 23.3.2009 kl. 22:41
Sæl Sigga mín, þú ert nú meiri konan.
Sendi þér hlýjar kveðjur þvert yfir landið frá Vopnafirði yfir í Reykjanesbæ.
Guð blessi þig og allt þitt fólk.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.3.2009 kl. 22:52
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.3.2009 kl. 22:59
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.3.2009 kl. 23:00
Guðrún Sæmundsdóttir, 23.3.2009 kl. 23:09
Takk elsku Rósa að þú ert hér, og ert jafn yndisleg manneskja eins og þú ert. Það er bara eitt eintak af þér kæra vinkona.
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 23.3.2009 kl. 23:16
fgfgfftyfytffghfhgjfghfghjfjhlæuiljkljkl
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 23.3.2009 kl. 23:19
Rósa mín ég var eitthvað að fikya sorry..

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 23.3.2009 kl. 23:20
'A nú bara ekki eitt orð þetta hljóta að vera kisurnar hjá Rósa mín..Varð eitthvað fingraskortur á borðinu...Vona ég ekki hafi eyðilagt kvöldið fyrir þér kæra vina .
Guð veri með þér og þínum..Kv Sirrý
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 23.3.2009 kl. 23:30
Sælar stelpur og takk fyrir innlitið
Þetta líkar mér. Hér er hörku fjör.
Guðrún mín, já þær eru kostulegar.
Sirrý mín, Guði sé lof að það er bara eitt eintak af mér. ÞAÐ ER ALVEG NÓG, EITT EINTAK.
Gott að þú nærð ekki í mig núna til að hrista mig til. Ekkert sorry, gaman af svona fikti. Hef aldrei fengið svona athugasemd fyrr.
Vinkona mín hringdi í mig rétt áðan og var ég að segja henni að ég væri að lesa bók sem heitir Bjargvætturinn í grasinu eða the Catcher in the Rye eftir J.D. Salinger. Þarf að lesa þessa bók vegna enskunáms sem ég er í. Bókin er ömurleg en kvittið þitt skemmtilegt svo þú og allar hinar stelpurnar björguðu kvöldinu.
Guð veri með ykkur
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.3.2009 kl. 00:02
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sirrý mín, kisa getur lagað tölvuborðið fyrir þig.
Guð blessi þig
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.3.2009 kl. 00:05
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.3.2009 kl. 00:06
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.3.2009 kl. 00:08
Góðan daginn Rósa mín.
Ég er sko hætt að borða rjómakökur, ef ég enda með skriðdreka belti undir mér haha bara frábært. Ætti að gefa þetta út í plakötum sem passa á ísskápa. Kisurnar þínar eru voðalega framtakssamar.
Knús á þig Rósa mín
sur, 24.3.2009 kl. 08:06
Flottar myndir Rósa min, algjörar dúllur
Kristín Gunnarsdóttir, 24.3.2009 kl. 09:35
Æðislegar kisumyndir Rósa mín,verð að sýna stelpunni minni þessar,hún ELSKAR svona kisumyndir
eigðu ljúfan dag dúllan mín
kærleiksknús á þig
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 24.3.2009 kl. 11:51
Sælar stelpur mínar.
Var að koma heim úr enskutíma og er að fara út aftur. Þessar myndir eru stórkostlegar og kisa skilur ekkert í þessu af hverju hún er orðin svona feit. Myndirnar voru ekki saman en mér fannst þetta alveg ljómandi að setja þær saman. Við fáum okkur eitthvað gott og svo skiljum við ekkert í þessu af hverju við höfum bætt á okkur.
Guð veri með ykkur Ragna og Kristín.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.3.2009 kl. 11:54
Sæl Sigga mín.
Þú skaust inn á milli á meðan ég var að svara Rögnu og Kristínu.
Þetta er skemmtilegar myndir.Þú klikkar á slóðina fyrir neðan myndirnar því þar er heill hellingur af myndum fyrir stelpuna. Flokkurinn heitir "Crazy Kittens"
Takk fyrir góðar óskir
Guð veri með þér í dag og um alla framtíð.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.3.2009 kl. 11:58
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.3.2009 kl. 11:59
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.3.2009 kl. 12:00
Vildi bara kasta á þig kveðju Rósa mín :)
Erna Friðriksdóttir, 25.3.2009 kl. 02:37
Sæl Erna mín
Takk fyrir innlitið og kveðjuna. Það er mér mikils virði að eiga flotta vini eins og þig.
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.3.2009 kl. 11:52
Sæl Rósa mín mjög skemmtilegar myndir
Kær kveðja til þín
Kristín Katla Árnadóttir, 25.3.2009 kl. 20:09
Mikið er þetta falleg saga Rósa mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2009 kl. 11:14
Sælar stelpur mínar og takk fyrir innlitið.
Katla mín, bloggið þróaðist í djók og aftur djók og þá var komið með myndir aftur og aftur svo bloggvinirnir gætu skemmt sér.
Ásthildur mín, sammála þér að sagan er virkilega falleg.
Guð veri með ykkur
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.3.2009 kl. 23:26
Animal Glitter
Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.3.2009 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.