Mundu að þú ert mikilvægur

Dag einn bað kennari nemendur sína að skrifa nöfn bekkjarfélaganna á blað.  Þeir áttu að skrifa eitt nafn í hverja línu og hafa auða línu á milli. Síðan bað hún nemendur sína að hugsa um það besta um hvern og einn og skrifa það fyrir neðan nafnið. Þegar nemendur fóru úr tíma skiluðu þau blöðunum til  kennarans sem fór með þetta heim og bjó til lista yfir hvern nemanda og  safnaði saman því sem bekkjarfélagarnir höfðu skrifað.  Síðan fengu nemendurnir þetta í hendurnar daginn eftir. Þegar þeir lásu  þetta urðu þeir hissa á öllu því jákvæða sem bekkjarfélagarnir höfðu  skrifað. Þeir höfðu ekki gert sér grein fyrir að þeir skiptu svona miklu  máli. Kennarinn vissi ekki hve mikið nemendurnir ræddu þetta sín á milli eða við foreldrana en þetta hafði tilætlaðan árangur. Nemendurnir urðu ánægðari með sig og aðra í bekknum, þeim leið betur.


Lífið hélt áfram.


Mörgum árum seinna lést einn nemendanna sem hét Magnús og kennarinn ákvað að vera viðstaddur jarðarförina. Einn vinur hins látna gekk til hennar og  spurði hvort hún hefði verið kennarinn hans og sagði að Magnús hefði talað mikið um hana. Foreldrar hins látna komu einnig til hennar og vildu sýna  henni svolítið. Þau höfðu fundið samanbrotið blað í veski Magnúsar og var það listinn með öllu jákvæðu atriðunum frá bekkjarfélögunum sem kennarinn  hafði fengið honum fyrir mörgum árum. "Þakka þér fyrir að gera þetta, því eins og þú sérð þá skipti þetta hann miklu máli" sagði móðir Magnúsar.
Fyrrum bekkjarfélagar tóku undir það og sögðu að þessi listi hefði fylgt þeim öllum gegnum lífið og skipt þá mjög miklu máli. Þetta var eitt af því sem þeim þótti vænst um. Þegar gamli kennarinn heyrði þetta settist hún niður og grét, bæði syrgði hún Magnús og svo var hún hrærð yfir því að hafa snert nemendur sína með þessu uppátæki.




Flest okkar hegðum við okkur þannig eins og að við höfum gleymt því að lífið endar einn góðan veðurdag. Enginn okkar veit hvenær sá dagur verður. Þess vegna bið ég þig að segja við þá sem þér þykir vænt um hvað þeir séu þér mikilvægir og eigi sérstakan stað í hjarta þér. Gerðu það oft áður en það  verður of seint.
 
 
 


 
Kæru bloggvinir.
Hef oft fengið þetta bréf sent en ákvað að setja það inná bloggið núna.
Ég er svo þakklát fyrir að eiga marga vini, eiga vinir sem eru tryggir og sannir.
Guð blessi ykkur öll
Kær kveðja/Rósa Guðskerling

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hrós er besta vitamínið  ... "Sælla er að gefa en að þiggja!"  færi þér því eitt svona ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.3.2009 kl. 19:30

2 identicon

Vel mælt og hárrétt.

Einn kennarinn okkar í lok menntaskóla gaf okkur svipað verkefni Ég les enn þann dag í dag skrif samnemenda minna um mig, sérstaklega ef illa liggur á mér, og það er ekki spurning, að í hvert sinn sný ég frá lestrinum glaður í bragði og fullur orku !!!

runar (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 19:36

3 Smámynd: Linda

Linda, 16.3.2009 kl. 19:37

4 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Elsku Rósa mín þu ert engill Takk fyrir þessa yndyslegu færslu. Kæra vinkona.

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 16.3.2009 kl. 19:40

5 identicon

Rósa mín!

Mér finnst flottara að vera konungsdóttir heldur en Guðs kerling.

Bloggheimar væru snauðari án þín, og lífið flatara

Takk fyrir að vera til staðar á ritvellinum,æfinlega með gott  efni.

                 Guð veri með þér!

Halldóra Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 19:52

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi fallega saga verður aldrei of oft sögð Rósa mín.  Innilega takk fyrir hana

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2009 kl. 20:30

7 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Falleg færsla hjá þér Rósa mín.

Falleg orð í garð náungans gera meira en nokkuð annað.

Guð veri með þér

KV/Jenni.

Jens Sigurjónsson, 16.3.2009 kl. 23:52

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið

Jóhanna mín, sammála þér að það er sælla að gefa en þiggja. Persónulega á ég nú oft erfitt með að fá hrós en það er bara problem.

Sæll Rúnar. Tvisvar þegar ég hef verið á Kristnes þá fórum við í leik og það var settur aftan á okkur miði og svo áttum við að skrifa á miðana hjá hvort öðru. Ég geymi báða þessa miða í Biblíunni minni. Það sem vinir mínir skrifuðu var svo fallegt og ég eiginlega upplifði að þetta væri nú of gott fyrir mig. Nú mun Guðsteinn og Linda lesa yfir mér.

Linda mín, takk fyrir mig.

Sirrý mín, nei, nei. Ég er ekki ennþá orðin engill en ég er sammála um að þessi texti er mjög fallegur.

Halldóra mín, hann Óskar Helgi gaf mér þetta flotta nafn "Guðskerling" og ég er svo ánægð með þessa nafnbót og enn og aftur takk Óskar Helgi fyrir þetta flotta nafn. Hm, held nú að sumir yrðu þakklátir ef ég myndi taka pokann minn og hverfa úr bloggheimum en ég hef ekkert ákveðið með hvenær ég læt mig hverfa.

Ásthildur mín, sammála þér og þess vegna fannst mér ég ætti að skella þessu á bloggið.

Jenni minn, sammála með falleg orð í garð náungans. Var í dag að skrifa nokkur vers um náungakærleikann hjá vinkonu minni og birti þau hér á eftir. 

Guð veri með ykkur öllum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.3.2009 kl. 00:43

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

"Og þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum. Annað er þetta: ,Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.` Ekkert boðorð annað er þessum meira." Mark.12. 30.-31.

"En ég segi yður: Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður,svo að þér reynist börn föður yðar á himnum, er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta. Matt. 5: 44.-45.



"En ég segi yður, er á mig hlýðið: Elskið óvini yðar, gjörið þeim gott, sem hata yður, blessið þá, sem bölva yður, og biðjið fyrir þeim, er misþyrma yður. Lúk. 6: 27.-28.

"Nei, elskið óvini yðar, og gjörið gott og lánið án þess að vænta nokkurs í staðinn, og laun yðar munu verða mikil, og þér verða börn hins hæsta, því að hann er góður við vanþakkláta og vonda.  Verið miskunnsamir, eins og faðir yðar er miskunnsamur. Lúk. 6: 35.-36.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.3.2009 kl. 00:45

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl kæra vinkona.

"Varpa áhyggjum þínum á Drottin, hann ber umhyggju fyrir þér, hann mun eigi að eilífu láta réttlátan mann verða valtan á fótum." Sálm. 55.23.

Guð veri með þér í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.3.2009 kl. 00:52

12 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Elsku Rósa mín,þakka þér fyrir að koma með þessa sögu,aldrei of oft sögð þú ert frábær kona og mér þykir vænt um þig þó ég hafi aldrei hitt þigeigðu daginn ljúfan vinkona,knús á þig

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 17.3.2009 kl. 09:21

13 Smámynd: Eygló Hjaltalín

Sæl og blessuð.

Þetta er allveg frábært hjá þér,sjálf geimi ég svona blað síðan ég var eitt sinn á Vestmansvatni þá var séra Pétur Þórarinsson heitinn þar og á eini kvöldvökunni bað hann okkur að gera svona,síðan þá hef ég bara reint að sjá það jákvæða i maneskjuni sem og að hrósa þeim og sag ollum í kringum mig hve vænt mér þyki um þau hvort heldut ég þekki þau mikið eða lítið skiptir engu heldur skiptir kærleikurinn öllu,Guð sýndi okkur öllum kærleika og elsku því ber okkur að gera það til hvors anars.

Megi Drottinn blessa þig í dag,

kveðja Eygló.

Eygló Hjaltalín, 17.3.2009 kl. 10:09

14 identicon

Sæl Rósa.

Veistu það að þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég les þessa sögu

en hún hreyfir alltaf við mér

og það var virkilega gott hjá þér að birta hana einmitt

þegar fólki finnst það vera vnamáttugt

og ýmis líðan er að sveima um huga Íslendinga í dag. 

Takk fyrir, þessa færslu

Vertu Guði falinn.

Shalom/kveðja Þórarinn Þ.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 10:44

15 Smámynd: lady

mikið er þetta flott hjá þér ,þú ert ein af þeim sem er góður penni,hlakka til að hitta þig aftur ætlaði bara láta vita af mér hafðu það sem best elsku bloggvinkona kv Ólöf

lady, 17.3.2009 kl. 12:36

16 identicon

Þetta er svo falleg lesning.Drottinn blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 17:21

17 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið

Sigga mín, þessi saga er mjög falleg og sagan sertir mig alltaf. Vonandi hittumst við einhverntíman annaðhvort hér eða á höfuðborgarsvæðinu. Það er ekki langt til Keflavíkur þegar ég verð í næstu kaupstaðarferð.

Eygló mín fallegt innlegg og þakka þér fyrir að leyfa okkur að lesa um minningarnar þínar frá Vestmansvatni.

Þórarinn minn, þessi saga er búin að fara marga hringi. Ég er nokkrum sinnum búin að fá hana senda í tölvupósti og ábyggilega hefur hún verið birt hér á blogginu áður. Góð vísa er aldrei of oft kveðin og góð frásögn er aldrei of oft sögð.

Ólöf mín, ég skrifaði ekki þessa sögu. Það væri gaman að hitta ykkur aftur og hafa aftur blogghitting.

Guð veri með ykkur öllum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.3.2009 kl. 18:26

19 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl kæra Birna Dís

Takk fyrir innlitið.

Mundu að þú er mikilvæg.

Drottinn blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.3.2009 kl. 18:38

20 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Þessi saga er yndisleg

Guðrún Sæmundsdóttir, 17.3.2009 kl. 21:20

21 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þessi saga er yndisleg ég er bara klökk elskuleg. Drottin blessi þig elsku Rósa mín

Kristín Katla Árnadóttir, 17.3.2009 kl. 23:03

22 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Frábær lesning, takk Rósa mín!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.3.2009 kl. 23:45

23 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Yndisleg færsla Rósa min og vekur mann til umhugsunar um margt. Þú ert engill. Knus

Kristín Gunnarsdóttir, 18.3.2009 kl. 06:59

24 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Takk innilega fyrir innlitið.

Guðrún mín, sammála um að þetta er falleg frásögn.

Katla mín, sammála þér og skil tilfinningar þínar þegar þú varst að lesa söguna. Við þurfum að vera duglegri að segja vinum okkar að þau eru svo mikils virði og hrósa þeim þegar það á við í staðinn fyrir að segja ekkert.

Guðsteinn minn, sammála um að þetta er frábær og falleg frásögn.

Kristín mín, sammála þér um að þessi fallega frásögn vekur mann til umhugsunar og er hvetjandi fyrir okkur að segja vinum okkar hvað þau eru dýrmæt og ekki liggja á hrósi þegar það á við. 

Sæll Ágúst Valves, takk fyrir að koma í heimsókn hér. 

Megi almáttugur Guð vera með ykkur öllum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.3.2009 kl. 20:11

25 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Rósa hvenær verður næsti bloggarahittingur? ég er komin með bullandi fráhvarfseinkenni og vantar að hitta ykkur bloggvinina mína

Guðrún Sæmundsdóttir, 18.3.2009 kl. 22:12

26 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

bloggarafráhvörf lýsa sér í vaxandi löngun á kaffisopa í skemmtilegum félagsskap bloggara

Guðrún Sæmundsdóttir, 18.3.2009 kl. 22:16

27 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur...:0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.3.2009 kl. 22:51

28 Smámynd: sur

Elsku Rósa mín.

Mikið rosalega er þetta falleg saga. Væri gott hjá kennurum að gera þetta í dag, því ekki veitir af einsog ástandið er í þjóðfélaginu. Vekja upp þetta jákvæða.

Knús á þig og megir þú hafa góðan dag.

sur, 19.3.2009 kl. 14:44

29 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælar stelpur mínar og takk fyrir innlitið

Guðrún mín er enginn með drift sem getur komið á blogghitting. Ég er ekki á leiðinni í bæinn svo ég viti alveg strax en stefni á að koma í maí. Ef ég stoppa nokkra daga þá er aldrei að vita nema ég nenni að koma á blogghitting????

Linda mín, takk fyrir innlitið og góðar kveðjur

Ragna mín, góð tillaga hjá þér og nauðsynleg.

Guð veri með ykkur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.3.2009 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband