22.7.2008 | 00:32
Afmælisdagur móður minnar
Stefanía Sigurðardóttir
17-18 ára
Afmælisdagur móður minnar
Í dag fyrir 83 árum síðan fæddist móðir mín, Stefanía Sigurðardóttir í Reykjafirði v/Ísafjarðardjúp. Afi og amma voru vinnuhjú þar þegar móðir mín fæddist. Þau voru með herbergi á loftinu, á þriðju hæð. Árið 1927 flutti fjölskyldan í Voga í Ísafirði til Þorsteins bróður afa og fjölskyldu hans. Var mamma þá 2 ára. Guðbjörg Salóme lýsir þessu sjálf í minningargrein um mömmu: Það var eftirminnilegur sunnudagur fyrir okkur systurnar í Vogum, þegar frændi okkar og kona hans, komu fyrst í heimsókn til okkar með litlu, fallegu stúlkuna sína. Við áttum engin lítil systkini, og enga von um að eignast þau, það var því margfaldur fögnuður fyrir okkur, er þær mæðgur fluttu til okkar litlu síðar og dvöldu af sérstökum ástæðum í sama heimili í nokkur ár. Við eignuðumst þar þá systur, sem varð okkur öllum kær frá því fyrsta og þótt árin og fjarlægðin slitu samvistir okkar, slitnaði sú taug aldrei, sem batt okkur saman." Á þessum árum var afi meira og minna að heiman vegna vinnu sinnar. Hann var að afla tekna svo þau gætu keypt jörð til að búa á. Árið 1930 keyptu afi og amma jörðina Galtarhrygg í Mjóafirði og þar fæddist Þórdís Halldóra 21. desember. Árið 1944 flutti síðan fjölskyldan í Miðhús í Mjóafirði, þaðan í Hnífdal og árið 1953 fluttu þau til Reykjavíkur.
Mamma kom í fyrsta skiptið til Vopnafjarðar árið 1952 og þar hitti hún Rauða Hanann sinn en hún hafði dreymt Rauðan Hana sem við börnin viljum meina að sé pabbi sem þá var rauðhærður.
Mamma var fædd 22. júlí 1925; dáin 13. ágúst 1968.
Ég vísa á eldri blogg þar sem ég skrifa um mömmu og pabba.
http://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/entry/476528/#comments
http://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/entry/427641/#comments
Læt þetta duga.
Guð gefi ykkur öllum góðan dag.
Rósa Aðalsteinsdóttir
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 27.7.2008 kl. 23:16 | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með mömmu þína Rósa mín.
kveðjur til þín.
Magnús Paul Korntop, 22.7.2008 kl. 00:49
Sæl Rósa mín.
Afmælisdagar foreldra okkar eru okkur kærkomnir ,þá minnumst við svo margs !
Móðir þín var fædd á þessum degi,
og ég veit að þú átt yndælar minningar um hana.
Blessuð sé minning hennar.
Nú vill svo til að Faðir minn sem líka er dáinn, á sama afmælisdag,22 júlí.
Já Rósa mín við höfum svo margs að minnast.
Algóður Guð vaki yfir þér og öllum þínum.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 02:38
Sælir strákar mínir.
Takk fyrir innlitið og góðar óskir í tilefni dagsins. Þó svo að mamma sé ekki lengur hér á meðal okkar þá er þessi dagur okkur fjölskyldunni mjög dýrmætur.
Sendi ykkur eitt af uppáhaldsversum okkar fjölskyldunnar:
Verið ávallt glaðir í Drottni. ég segi aftur: Verið glaðir." Fil. 4.4.
Guð gefi ykkur öllum góðan dag.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.7.2008 kl. 09:57
Til hamingju með daginn elskuleg. Rosalega eruð þið mæðgur líkar, fallegar konur báðar tvær. Blessuð sé minning hennar.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 10:37
Sæl Ásdís mín.
Alltaf jafn elskuleg. Ég er rík að eiga þig sem vinkonu.
Guð launi fyrir hrafninn.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.7.2008 kl. 10:51
Sæl mín kæra bloggvinkona. Sárt er að sakna og sérstaklega er sárt að missa móður sína svo ung sem þú varst þá.
En mundu tíminn græðir öll sár og við höldum áfram að lifa...Hvernig er með þig í október??? Hvar verður þú þá? Verum áfram í sambandi. Guðrún Magnea
Guðrún Magnea Helgadóttir, 22.7.2008 kl. 13:40
Sælar stelpur mínar og takk fyrir innlitið.
Guðlaug mín, já mamma fór of fljótt. Þannig er það líka núna með dreng sem hét Bjarni sem var sonur æskuvinkonu minnar. Hann dó fyrir c.a. viku síðan vegna krabbameins. Megi almáttugur Guð styrkja Doddu og fjölskyldu
Guðrún mín, já við verðum að halda áfram að lifa þó við verðum fyrir missi. Pabbi ákvað að gera allt sem hann gat til að halda utan um börnin sín og sem betur fer tókst honum ætlunarverk sitt með góðri hjálp. Ég veit að þú verður í Tælandi í okt. en ekki ég. Það er á hreinu og þú mátt ekki freista mín svona. Aftur á móti verða frændsystkinin mín þar og fjölsk. í okt. Frændi nældi sér í tælenska konu sem er alveg yndisleg persóna. Hún á heima nálægt landamærum Laos.
Tveir hógværir gæjar kvitta í gestabókina þannig að þið getið kíkt á þá þar.
Guð veri með ykkur og gefi ykkur góðan dag.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.7.2008 kl. 13:58
Kæra Rósa...Ég vil engann freista það er undir hverjum og einum hvað hann gerir. En ef frændsyskini þín vilja dvelja í Thailandi á sama tíma og ég þá ,geta þau ef þau vilja sett sig í samband við mig þar. Guð ver iávallt með þér bloggvinkona mín.
Og Rósa. Þú ert einhver fallegasta sál sem ég hef kynnst.
Guðrún Magnea Helgadóttir, 22.7.2008 kl. 14:52
Sæl Guðrún Magnea.
Ég skal segja þeim frá þér og við verðum í tölvusambandi með nánari upplýsingar um þau. Segi svo bara PASS við sumu sem þú skrifar.
Guð veri með þér í dag og um alla framtíð.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.7.2008 kl. 16:01
Falleg kona hún mamma þín.Til hamingju með daginn hennar.Drottinn blessi þig.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 16:04
Falleg móðir og dóttir megi guð blessa móður þína elsku Rósa mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 22.7.2008 kl. 19:20
Sælar stelpur mínar og takk fyrir innlitið.
Já mamma var falleg og örugglega er hún mjög falleg þar sem hún á heima í dag, heima hjá Jesú í hinni himnesku Jerúsalem. Þar var henni gefinn nýr líkami, báðir handleggir heilir í staðinn fyrir að annar var lamaður. Takk fyrir góðar óskir um góðan dag. Dagurinn hefur verið ljómandi fínn. Við sem vorum ekki að vinna um þrjúleytið í dag, hittumst hér heima og áttum indæla stund. Síðan fór ég og bróðurdóttir mín í gönguferð í sólskinsskapi. Hér er búið að vera sumarveður, dálítið hvasst af suðvestri og nú fáum við fáeina góða daga og er það vel eftir 6 vikna leiðindi. Móðursystir mín hringir alltaf í mig þennan dag og hún hringdi í morgunn. Mér þykir svo vænt um að fá símtal frá henni á þessum degi.
Guð blessi ykkur og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.7.2008 kl. 19:51
Til hamingju með daginn Rósa mín, og blessuð sé minning móður þinnar, sem var mjög falleg og glæsileg kona, finnst þú hafa sterkan svip frá henni. Já skrítið þetta líf, pabbi minn dó 31 ágúst alltof ungur, hvað þá mamma þín enn yngri. En Drottinn gaf og Drottinn tók lofað veri nafn hans, það er svo gott að eiga hann að í öllum kringumstæðum, ég vildi ekki vera án þess, og ég veit það sama gildir um þig Rósa mín.
Guð geymi þig og þína ávallt.
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 22.7.2008 kl. 19:58
*31. ágúst 1999.
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 22.7.2008 kl. 19:59
Sæl Bryndís mín.
Ég man eftir þegar við misstum Villa. Mér var mjög mikið brugðið. Við skiljum ekki hvers vegna margir deyja ungir en við verðum að halda áfram lífsgöngunni.
Ég er sammála þér að við erum mjög ríkar að eiga Jesú Krist sem persónulegan frelsara og vin. Mega leita til hans bæði í erfiðleikum og einnig þegar allt gengur í lyndi. Jesús er alltaf til staðar fyrir okkur.
Njóttu Vestmannaeyjarferðarinnar fyrir mig líka sem ætla að dúsa heima.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.7.2008 kl. 20:28
Sæl Rósa! Það er sorglegt að missa móður sína og ég er viss um að hún lifir góðu og fallegu lífi innra með þér..
Óskar Arnórsson, 22.7.2008 kl. 22:43
Sæll Óskar minn
Takk fyrir innlitið. Minningin um mömmu lifir og ég trúi að hún sé í hinni himnesku Jerúsalem.
Guð veri með þér og þínum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.7.2008 kl. 00:10
Rose Glitter
Sæl og blessuð.
Nú er kominn 23. júlí og í dag á eldri bróðir minn Páll afmæli.
Palli, til hamingju með afmælið.
"Þakkið Drottni, því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu." Sálmur 107.1.
Drottinn blessi þig og fjölskyldu þína.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.7.2008 kl. 00:28
Já Rósa mín auðvita átti ég við það til hamingju með fallegu móðir þína.
Takk fyrir alla góðsemina til mín það er ómetanlegt. Guð verði hjá þér.
Kristín Katla Árnadóttir, 23.7.2008 kl. 11:07
Til hamingju með bæði afmælin, Rósa!
Ertu þá hreinn Vestfirðingur í móðurætt?
Jón Valur Jensson, 23.7.2008 kl. 11:12
Sæl og blessuð Katla og Jón Valur.
Katla mín, takk fyrir yndislegar óskir. Þakka þér líka fyrir þína tryggð sem er mér líka ómetanleg. Vona að við hittumst aftur þegar ég verð í höfuðborginni. Veit ekki hvenær það verður. Allavega ekki núna því hér er sólin byrjuð að skína eftir sex vikna leiðindi. Leiðinlegt að það skuli ekki geta verið gott veður um allt þetta STÓRA land á sama tíma.
Jón minn, já ég er hreinn Vestfirðingur í móðurætt. Afi var fæddur á Bjarnastöðum í Ísafirði v/Djúp og amma var fædd í Reykjafirði nyrðri á Ströndum. Foreldrar afa voru fædd í Djúpinu og foreldrar ömmu á Ströndum. Þetta kemur fram í grein um "Björgum Vestfjörðum undan Risunum." Þar fjallaði ég um olíubullumsullumhreinsistöðina sem ég er alfarið á móti alveg sama hvar á landinu hún ætti að rísa. Eins setti ég grein hér á bloggið eftir Daníel Jónasson sagnfræðing um Hvítasunnukirkjuna hér á Vopnafirði og skrifaði sjálf um frelsissögu mömmu og pabba og hvernig þau kynntust. Þar er einnig ættfræði.
Guð blessi ykkur og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.7.2008 kl. 15:46
þá eigum við Palli bróðir þinn sama afmælisdag en kæra bloggvinkona takk fyrir stuðninginn á síðunni minni, og ekki veitir mér af fyrirbænum frá sönnum bænahermönnum einsog þér.
Guð blessi þig ævinlega í Jesú nafni
Guðrún Sæmundsdóttir, 23.7.2008 kl. 23:13
Mín kæra þú skrifaðir klukkan 23:37 hjá mér en ég var fyrri til með 23:13
Guðrún Sæmundsdóttir, 23.7.2008 kl. 23:46
Sæl Guðrún og takk fyrir innlitið.
Ég var á bloggferðalagi og athugaði ekkert síðuna mína á meðan. Átti ekkert von á gestum og þess vegna var ekki heitt á könnunni.
Guð veri með þér og þínum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.7.2008 kl. 00:19
Elsku Rósa - viltu kyssa Palla frá okkur í afmælisskyni?
Ég hef svo lítið verið í tölvunni - alltaf með barnabörnin á hverjum degi í pössun - svo komu Auðbjörg systir og Marinó í bæinn - stundum tíu til ellefu manns í mat hjá mér - þannig að ég hef lítið fylgst með "umheiminum" - hef ekki einu sinni tíma til að horfa á fréttir í sjónvarpi.....en þetta er mjög gefandi að hafa sitt fólk svona í kringum sig - hef aðallega verið með ca. 6 börn á dag undanfarið - með sonunum - svo það er nóg að gera - ömmustelpurnar 3 og 7 ára - synirnir 7 og 9 ára - ömmustrákur 9 ára og svo frændi 11 ára - og það þarf náttúrlega að gefa öllum að borða og sinna á margan hátt - svo hef ég verið að skreppa með liðið í sund ofl. - þess vegna er ég að sjá fyrst núna afmælin hjá þér elsku Rósa frænka - sorry!!!
En stórt knús frá okkur til ykkar!!!
Ása (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 00:21
Sæl Ása frænka.
Marta, Marta þú mæðist í miklu. Engar áhyggjur og haltu áfram að stjana við börn og barnabörn.
Gangi þér vel að þjónusta litlu frændsystkinin mín.
Guð veri með þér
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.7.2008 kl. 00:33
Flott mynd af mömmu þinni, hún hefur verið svaka skvísa! Til hamingju með afmælin!
Guðrún Markúsdóttir, 24.7.2008 kl. 00:52
Sæl og blessuð Guðrún fræ og takk fyrir innlitið.
Mamma var mjög falleg kona bæði hennar innri maður og eins ytri. Í föðurætt hennar eru margar konur sem hafa borið titil eins og Ungfrú Útsýn, Ungfrú Reykjavík og Ungfrú Ísland undanfarin 20-30 ár. Þær eru svaka flottar frænkur mínar. Man ekki hvort frænkur mínar fóru fyrst í keppni í Garðabæ og Kópavogi áður en þær tóku þátt í keppninni Ungfrú Ísland. Þær að sjálfsögðu sigruðu. Veit ekki með frænku mína í Keflavík en hún tók þátt í fegurðarsamkeppni og vann þá keppni. Önnur dóttir móðursystur minnar fór í keppni og vann titilinn Ungfrú Útsýn en hin harðneitaði og var oft gengið á eftir henni að taka þátt í fegurðarsamkeppni. Því miður þekki ég ekki móðurfólkið mitt nógu vel því það vantaði tengiliðinn, móður mína. Ég hef svolítið gert í þessu og hafa afkomendur systkina afa komið tvisvar saman á ættarmót.
Mátti til að skrifa þetta vegna innleggs þíns - "svaka skvísa."
Guð veri með þér og þínum í Fljótshlíðinni fögru.
Hér er sól og sumaryl.
Sólskinskveðjur/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.7.2008 kl. 10:39
Hún hefur verið fögur kona hún móðir þín Rósa og dáið of snemma aðeins 43 ára ef ég reikna þetta rétt. En varðandi fegurðardrottningar langar mig að spyrja hvort Guðrún Bjarnadóttir sem var fegurðardrottning Íslands 1965 eða nálægt því, sé skyld þér en hún er úr Keflavík og góð vinkona mín.
Jakob Falur Kristinsson, 24.7.2008 kl. 16:02
Sæll og blessaður.
Flott fólkið af vestan. Rétt með aldurinn. Frænka mín er Guðmundsdóttir og ætla ég að senda þér tölvupóst um hver hún er.
Takk fyrir innlitið.
Guð blessi þig og hressi.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.7.2008 kl. 16:41
Já - það er satt - fallegt fólkið að vestan - ég er gift frænda hennar Rósu - svo ég get staðfest þetta....hehe.....!!
Ása (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 20:53
jahérna ég er nú vestfirðingur í móðurættina svo ég get bara vonað að þetta hól eigi við mig
En Rósa mín þú ert mjög lík henni móður þinni
Guðrún Sæmundsdóttir, 24.7.2008 kl. 22:52
Sælar stelpur og takk fyrir innlitið.
Nú er að verða hörku fjör hérna og er það vel. Fólk byrjað að bulla smá og steypa og steypa.
Ása mín, þú er nú sjálf fædd á Barðaströnd. Frænka mín í föðurætt og eiginmaðurinn frændi minn í móðurættina, þessa fallegu Vestfirsku ætt.
Guðrún mín, það hlýtur að vera kostur að móðurætt þín er að vestan. Fyrst við erum nú farnar að steypa og steypa og bulla og bulla þá veistu Guðrún að það er ekkert sjálfgefið að afkvæmin séu flott eins og foreldrarnir.
Þið vitið báðar að "það er misjafn sauður í mörgu fé."
Guð blessi ykkur og hressi
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.7.2008 kl. 23:21
argh! passaðu þig að ég nái ekki í skottið á þérRósa!!!!!!!!!!!
Guðrún Sæmundsdóttir, 24.7.2008 kl. 23:43
Sæl aftur.
Sem betur fer er núna langt á milli okkar og ég er hérna á hjara veraldar alveg pollróleg.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.7.2008 kl. 23:46
Guðrún Sæmundsdóttir, 25.7.2008 kl. 11:00
Sæl Rósa mín, blessuð sé minning móður þinnar.
Guð gefi þér blessaðan dag.
knús
Linda, 25.7.2008 kl. 15:19
Til hamingju með hana móður þína Rósa mín. Knús á þig elskuleg mín, og eigðu góðan og blessaðan dag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2008 kl. 11:13
Rósa mín. Þakka fyrir afmælisgreinina um móður þína. það fer ekki á milli mála að þú ert dóttir hennar, svo líkar eru þið.
Ég man vel eftir móður þinni, þegar ég sem ungur drengur stundaði reglulegar samkomur í Hvítasunnusöfnuðinum,sem var á Hverfisgötu 44. Þar sá ég móður þína á hverri samkomu. Sérstaklega man ég eftir þrem ungum konum, Sigurlínu, Sigríði Ben. og móður þinni sem létu sig aldrei vanta á bænasamkomur safnaðarinns, sem á þeim tíma voru fjölsóttar á Laugardagskvöldum. Oft voru þar 40-50 ungir og eldri samankomnir í lofgjörð, þakkargjörð.
Það var mikill áhugi fyrir sambæn á þeim tíma. Þegar ég hugsa til baka 1950-1952, minnist ég sértaklega á þessar þrjár ungu konur sem létu sig ekki vanta á "Heilags-Anda samkomur". Þegar ég sá myndina hér að ofan af henni móður þinni, rifjaðist upp fyrir mér þessi ógleymanlegi tími.
Að endingu þakka ég þér Rósa fyrir góðar greinar þínar og þá hjálp sem þú hefur einnig verið mér.
Shalom kveðja
Ólafur
Ólafur Jóhannsson (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 12:38
Ég gleymdi að þakka þér fyrir bréfið frá þér, þar sem auglýstir svo vel mótinu um Verslunarmannahelgina í Kirkjulækjarkoti Fljótshlíð.
Verður þú þar?
Shalom kveðja
Ólafur
Ólafur Jóhannsson, 26.7.2008 kl. 12:54
Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.
Guðrún mín, ég meina það að þó foreldrar mínir séu flottir þá er "misjafn sauður í mörgu fé" og hananú!
Linda mín, þakka þér fyrir hlýjar kveðjur og góðar óskir.
Ásthildur mín, þakka þér einnig fyrir hlýjar kveðjur og góðar óskir.
Guð blessi ykkur og varðveiti og gefi ykkur öllum góða helgi.
Kær kveðja/Rósa.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.7.2008 kl. 13:27
Sæll og blessaður Ólafur Ísraelsfari.
Ég sé að þú ert að læra. Í fyrra skiptið gleymdir þú að skrá þig inn og þá vita ekki gestirnir mínir hér að þú er mbl bloggari með meiru. Ekkert að þakka þó ég hafi smá hjálpað þér að verða að alvöru mbl bloggara. Ég þurfti sko hjálp sjálf og er ennþá blaut á bak við eyrun með margt eins og þú hefur rekið þig á. Gat ekki kennt þér heilmargt sem þú spurðir um.
Þær voru flottar saman mamma, Lína, Sigga Ben. Hulda Sig. og Anna Jónsdóttir, nú búsett í Vestmannaeyjum. Þær voru mjög mikið saman og voru kallaðar "Partýið" að mér minnir en ég var ekki þar. Sumar af þeim bjuggu saman á Suðurgötu 8. Man eftir að mamma, Lína og Hulda bjuggu þar og þær höfðu reglu að karlmenn fengu ekki að heimsækja þær eftir vissan tíma á kvöldin. Frændi minn sagði mér frá skemmtilegum atburði. Hann var hrifinn af Línu og Bolli Ágústsson af Huldu. Þeir komu í heimsókn og Bolli tók niður hattinn og lagði hann frá sér. Hulda tók hattinn og rétti honum. Hann setti hattinn aftur á sama stað og áður og Hulda rétti honum aftur hattinn. Frændi minn skildi þetta strax og fór en Bolli gat ekki fattað hvers vegna Hulda rétti honum alltaf hattinn. Það leið svolítil stund þangað til Bolli loksins áttaði sig á að hann var ekki velkominn og dreif sig á eftir frænda.
Voru stelpurnar svona styggar við strákana??? Fékk ég þetta í arf??? Þú veist hvað ég meina miðað við bréfaskriftir okkar að undanförnu.
Stelpurnar voru trúfastar og þær elskuðu Jesú Krist sem þær höfðu tekið ákvörðun um að gera að leiðtoga lífs síns. Þær voru og eru til fyrirmyndar, þær sem ennþá eru hér á meðal okkar. Við mættum taka þær til fyrirmyndar.
Ég hef ekki tekið lokaákvörðun en ég held að ég fari ekki á Kotmót en ég vildi endilega segja vinum mínum frá Kotmóti og sérstaklega frá frábæra Barnamótinu sem er haldið þar samhliða Kotmótinu.
Það er líka mót á Eyjólfsstöðum á Héraði - mjög nálægt Egilsstöðum. Trúsystkinin okkar í Kristskirkju hafa haldið þar mót til fjölda ára og þangað er stutt að fara.
Takk fyrir innlitið.
Guð blessi þig frá Zíon.
Shalom/Rósa.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.7.2008 kl. 13:57
Sæl frænka,
Til hamingju með afmælin tvö, ég sé nú þegar ég skoða myndina aftur þá sé hvað þið mæðgur eruð líkar. Mamma mín og mamma þín eru systradætur. Þetta er alveg rétt með fegurðardrottningarnar fræknur okkar.
Rose Glitters
Góð kveðja,
Þín frænka
Elísabet og
kveðja frá krúttlegu konunni sem býr undir sama þaki og ég.
Elísabet Sigmarsdóttir, 26.7.2008 kl. 14:18
Sæl elsku frænka.
Takk fyrir innlitið, fallegu myndina og góðar óskir.
Auðvita er allt gott að Vestan.
Guð veri með þér og krúttlegu konunni sem býr undir sama þaki og þú.
Kær kveðja/Rósa.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.7.2008 kl. 15:06
Adda bloggar, 26.7.2008 kl. 21:14
Sæl frænka,
Ég er búin að sitja við tölvuna í dag og setja fjölskyldu myndir í albúm ,er enn á árinu 2007 þannig að það er hellingur eftir. Ég ætla að senda þér þennan engil og vona að hann gleðji þig . Krúttlega konan sem býr undir sama þaki og ég bíður kærlega að heilsa þér
Angel Glitter Pictures
Góð kveðja,
Elísabet
Elísabet Sigmarsdóttir, 26.7.2008 kl. 21:18
Hæ elsku Rósa - bara að gefa þér innlitskvitt - sé hér er alltaf sama fjöruga spjallið.....hehe - knús, þín frænka Ása.
Ása (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 21:50
Sælar stelpur mínar og takk fyrir innlitið.
Takk fyrir fallegu myndirnar og góðar kveðjur.
Megi almáttugur Guð blessa ykkur og gefa ykkur bjarta framtíð.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.7.2008 kl. 23:34
Glitter Weekend Graphics
Kæru bloggvinir.
"Ver þú hughraustur og öruggur! Lát eigi hugfallast og óttast eigi, því að Drottinn Guð þinn er með þér í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur." Jós. 1:9.
Megi almáttugur Guð blessa ykkur nú um helgina og um ókoma framtíð.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.7.2008 kl. 23:46
til hamingju með á gömlu :) sé þig á kotmóti:)
Sigvarður Hans Ísleifsson, 27.7.2008 kl. 12:46
Adda bloggar, 27.7.2008 kl. 19:51
Adda bloggar, 27.7.2008 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.