28.6.2008 | 00:15
Góð breytni og Guðs verk
Góð breytni og Guðs verk
Smárit, saman tekið af Ólafi Tryggvasyni.
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Menn segja stundum: Ef ég geri eins vel og ég get mun þá Guð ekki í miskunn sinni taka með velþóknun á móti mér þess vegna?" Og: Ég trúi, að Guð líti meir á að menn breyti vel og geri góð verk, heldur en það, hverju menn trúa, ef góð verk fylgja ekki með hjá þeim sem trúa þó að það sé sjálfsagt gott að vera trúaður."
Við skulum nú athuga þetta í allri einlægni því að einlægni gefur aldrei svar í vandamáli.
Hver treystir sér að segja við Drottin: ´"Ég ætla með góðri breytni að bæta fyrir syndir þess liðna?"
Vinur minn, þú veist að þú hefur aldrei verið settur eða sett til að dæma um þín eigin verk, hvort þau hafi gildi þér til hjálpræðis og til að færa afstöðu þína til samræmis við Guð þinn. Auk þess átt þú ekki víst, að breytni þín verði fullkomin, því að holdið er veikt.
Vilt þú þá gera mig alveg vonlausan - eða vonlausa? - segir þú.
Þeir sem vona á Drottinn fá nýjan kraft." Jes. 40: 31.a.
Meðan vér enn vorum óstyrkir dó Kristur á tilteknum tíma fyrir óguðlega." Róm. 5: 6.
Guð auðsýnir kærleika sinn til vor þar sem Kristur er fyrir oss dáinn meðan vér enn vorum í syndum vorum." Róm. 5: 8.
Vér urðum sættir við Guð fyrir dauða sonar hans, því fremur munum vér frelsaðir verða með lífi sonar hans, nú er vér erum í sátt teknir." Róm. 5: 10.
Hvernig get ég vitað þetta?
Við skulum athuga það bráðum - en ef þú getur ekki vitað þetta, þá getur þú enn síður verið viss um að Guð muni taka góð og gild þín verk sem þú veist að eru ekki fullkomin. Það er þýðingarmikið þegar maður uppgötvar að Guð geti vitað meira en maður veit sjálfur.
En þú þykist þó geta frætt mig og því vita nokkuð mikið.
Sömuleiðis athugum við það bráðum.
Og hvað þá um góðu verkin? Á maður ekki að vinna þau?
Jesús svaraði og sagði við þá: Þetta er verk Guðs að þér trúið á þann sem hann sendi." Og hann sagðist vera sá, sem faðirinn helgaði og sendi í heiminn." Jóh. 6: 29. og 10: 36. b.
Þarna er þá umsögn Jesú um það, hvað eru verk Guðs, sem vér getum unnið, það er verk sem fyrir Guði gildi. - Þar með verðum við ef til vill að endurskoða okkar fyrri mælikvarða á það hvað eru góð verk. Góð verk eru verk sem fyrir Guði gilda því að einn er góður það er Guð sagði Jesús og Ég og faðirinn erum eitt" Jóh. 10: 30. Jesús kallaði Guð föður sinn. Þar með og með mörgum fleiri orðum lýsti Jesús yfir að hann væri Guð af Guði, Guðs sonur - enda sögðu Gyðingar að hann gerði sjálfan sig Guði jafnan.
En Jesús frá Nasaret var kröftuglega auglýstur að vera sonur Guðs fyrir upprisu frá dauðum." Róm. 1: 4. Og með táknum sem hann hafði gert. Meðal margra annarra sem Jesús læknaði var lamaður maður (sem getið er um í Matt. 9: 2.-8), og fyrst sagði Jesús við hann: Barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar." Menn sem heyrðu þetta, hneyksluðust á þessum orðum. En þá sagði Jesús meðal annars: Til þess að þér vitið að Mannssonurinn hefur vald á jörðu til að fyrirgefa syndir - þá segir hann við lama manninn: - Statt upp, tak rekkju þína og far heim til þín." Við það læknaðist maðurinn og hann stóð upp og fór heim til sín. Jesús sannaði sinn Guðdóm þar. Og postularnir sem Jesús valdi og uppfræddi og fyllti sínum heilaga anda voru fyrir náð Drottins Jesú færir um að fara rétt með orð sannleikans." 2. Tím. 2: 15.b.
Stundum getur manni fundist Guðs heilagleiki ægilegur - jafnvel óaðgengilegur - einkum ef okkur finnst þeir sem hafa Guðs nafn á vörunum og tala mikið um trú á hann, ekki eins kærleiksríkir og þeir ættu að vera. - Já, Guð miskunni okkur öllum. Þeir sem trúa á Guð og son hans Jesúm Krist, þurfa að vera kærleiksríkir, svo að þeir laði menn og konur til Krists, fólk sem hjá vantrúuðum hefur oft mætt kulda og lítilsvirðingu á guðlegum efnum.
Og þá erum við komin að því að trúin á að fullkomnast af verkunum" eins og hjá Abraham (Jak. 2: 22.b.) og að dauð trú er engin trú.
En hvað er þá lifandi trú? Hún er sú snerting við Guðs náð, að maður þiggur Guðs gjöf sem er Jesús Kristur.
Hann er orðinn oss vísdómur frá Guði, bæði réttlæti og helgun og endurlausn." Þökk sé Guði fyrir sína óumræðilegu gjöf." 1. Kor. 1: 30 b; 2. Kor. 9: 15.
- 1. Hann bar sjálfur syndir vorar á líkama sínum upp á tréð." 1. Pét. 2: 24.a.
Guð, hann fyrirgaf oss öll afbrotin, er Hann afmáði skuldabréfið, sem þjakaði oss með ákvæðum sínum. Hann tók það burt með því að negla það á krossinn." Kól. 2: 14.
Jesús sagðist vera kominn til þess að þjóna og til þess að gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga." Matt. 20: 28. Jesús sagði: Þann, sem til mín kemur, mun ég alls ekki burt reka." Jóh. 6: 37.b.
- 2. Hjálpræðið, það að menn séu Guðs börn um tíma og eilífð er algerlega af náð Guðs, en ekki áunnið með okkar verkum.
Því af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú og það er ekki yður að þakka, heldur Guðs gjöf. Ekki af verkum, til þess að enginn skuli geta þakkað sér það sjálfum. Því að vér erum smíð hans, skapaðir í Kristi Jesú til góðra verka sem Guð hefur áður fyrirbúið til þess að vér skyldum framganga í þeim." Efes. 2: 8.-10.
Alls staðar í Guðs orði er lögð áhersla á að Guðs börn eigi að breyta heilaglega. En hugsun, hugarstefna og trú er líka breytni, samkvæmt áður tilfærðum orðum Jesú. Með trúnni tökum við á móti náð Guðs og njótum þess að þekkja hans yndislega kærleika. Trú þú á Drottin Jesúm og þú munt verða hólpinn." Hann, sem vegna misgjörða vorra var framseldur og vegna réttlætingar vorrar uppvakinn." Post. 16: 31; Róm. 4: 25.
Sæll er sá, er afbrotin eru fyrirgefin, synd hans hulin. Sæll er sá maður, er Drottinn tilreiknar eigi misgjörð, sá er eigi geymir svik í anda." Sálm. 32: 1.-2.
Hversu dýrmæt er miskunn þín, ó Guð: mannanna börn leita hælis í skugga vængja þinna, þau seðjast af feiti húss þíns, þú lætur þau drekka úr lækjum unaðssemda þinna." Sálm. 36: 8.-9.
Náðin Drottins Jesú Krists og kærleiki Guðs og samfélag heilags anda sé með yður öllum."
Smá viðbót: Textinn á myndinni er úr Jesaja 40: 31. " En þeir, sem vona á Drottinn, fá nýjan kraft, þeir fljúga upp á vængjum sem ernir. Þeir hlaupa og lýjast ekki, þier ganga og þreytast ekki."
Guð blessi ykkur öll
Rósa Aðalsteinsdóttir
Ási Vopnafirði
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 6.7.2008 kl. 21:32 | Facebook
Athugasemdir
Weekend Glitter
Kæru vinir.
"Drottinn er nálægur öllum, sem ákalla hann, öllum, sem ákalla hann í einlægni." Sálm. 145: 18.
Megi almáttugur Guð gefa ykkur góða helgi.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.6.2008 kl. 00:30
Mjög gott hjá þér Vopnafjarðar-Rósa, það kemst enginn inn í himnaríki fyrir eigin mátt, visku eða góðsemd, aðeins í gegnum Jesú Krist. Hinsvegar komast og fara menn til helvítis ef þeir afneita eða trúa ekki á Guðs soninn. Sjá 2. Pét 2: 20-21; Heb 6:4-6; Heb 10:26. Guð blessi þig og varðveiti í Jesú nafni Amen.
Aðalbjörn Leifsson, 28.6.2008 kl. 11:40
Sæl og blessuð Guðlaug Helga og Alli. Takk fyrir innlitið og frábær innlegg.
Þessi pistill - rit er eftir Ólaf Tryggvason, þannig að ekki er ég prédikari. En ritið var mjög gott og sannleikanum samkvæmt. Við komust ekki inní himnaríki vegna verka okkar. Við þurfum að biðja Jesú Krist um fyrirgefningu synda okkar og fylgja honum í blíðu og stríðu það sem eftir er.
Sumt ungt fólk tekur á móti Jesú þegar þau staðfesta skírnina og er það til fyrirmyndar enda er fermingin til þess. Ég kynntist ungri konu í gær á Egilsstöðum. Kærastinn hennar hafði einhvern tímann verið að stríða henni og sagt henni að hún hafi bara fermst vegna gjafana. Hún svaraði og sagði að ef það hefði verið málið hefði hún ekki fermst. Hún er konungsins barn í dag og það er svo gleðilegt.
Vinkona mín ásamt syni hennar fórum að ná í kærustuna hans í flug til Egilsstaða í gær. Ég fékk að fara með. Við fórum yfir Hellisheiði. Þar snjóaði á okkur og var aðeins byrjað að festa snjó. Fórum til baka inn Jökuldal og svo niður Vopnafjarðarheiði í góðu veðri í gærkvöldi. Í morgunn var svo aftur búið að snjóa í fjöll. Þetta er magnað og kominn 28. júní.
Í Hafnafirði er frábær Gospelhátíð og lýkur henni á sunnudagskvöld. Ég skora á ykkur að mæta. Við viljum ekki biðja Guð um gott veður fyrr en Gospelhátíð líkur en á morgunn á samkomu munum við ræða málin við föður okkar á himnum um hvar sumarið sé og hvort við fáum hlutdeild í sumrinu. Ef ekki verðum við bara að panta ferð til útlanda og vera þar í sumar. Glætan að við tímum því nú þegar landsfaðir okkar segir okkur að spara og spara.
Guð veri með ykkur.
Kær kveðja/Rósa.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.6.2008 kl. 12:20
Knús á þig inn í daginn elskulega kona, Rósin blíð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2008 kl. 13:01
Þú ert dásamleg Rósa mín og guð veri með þér.
Kristín Katla Árnadóttir, 28.6.2008 kl. 18:52
Veistu elsku Rósa, að mér er alltaf að takast betur og betur að leggja allt mitt í hendur Guðs míns og hætta að reyna að hjálpa honum, þetta er yndisleg tilfinning sem er virkilega farin að hafa jákvæð áhrif í daglegu lífi mínu. Þú er yndisleg.
Ásdís Sigurðardóttir, 28.6.2008 kl. 20:23
Sæl Rósa mín!
Takk fyrir að leggja svo mikla vinnu í þetta allt.
Þú ert yndisleg guðskona!
Bestu kveðjur og blessunaróskir.
Halldóra Ásgeirsdóttir.
.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 28.6.2008 kl. 23:24
Glitter Thank You Graphics
Sæl öll kæru vinir.
Sæl Ásthildur mín. Takk fyrir hlýja kveðju. Ekki veitir af í þessum kulda hér. Bloggvinir koma í heimsókn á síðuna hjá mér og senda hlýjar kveðjur hingað í veturinn. Frábært að eiga svona góða vinkonu og flott að vinkonan á heima á Ísafirðinum góða.
Sæl Katla mín. Þú ert líka frábær og ég trúi að við munum verða bænheyrðar og þú munt verða algjörlega frísk.
Sæl Ásdís mín. Mikið ertu uppörvandi. Vona að sem flestir sjái þetta innlegg frá þér. Þetta er svo rétt hjá þér að við eigum að hætta að streða og streða í eigin nafni og afhenta Guði byrðar okkar. Guð er búinn að bjóða okkur að bera byrðarnar en samt erum við alltaf að hjálpa honum. Guð er almáttugur og þarf ekki aðstoð.
Sæl Guðlaug mín. Ég vægi. Ég skrifaði á síðuna hjá einum trúbróður mínum og hvatti hann að birta pistlana sína sem hann útbjó fyrir Lindina hér á mbl.is því það eru ekki allir sem eru að hlusta á Lindina og margir hafa ekki aðgang að Lindinni ennþá. Þetta er það sama og þú meinar þegar ég er að dusta rykið af gömlum ritum og setja þau á netið. Magnaður boðskapur í þessum ritum sem nýtist engum lengur því þau eru bara til á svona antik heimilum eins og hér. Húsið hér var byggt 1946.
Sæll Erlingur minn. Ég fatta með glætukarlinn. Landsfaðirinn Geir segir okkur að spara og spara. Vona að hann fari fremstur í flokki þar og spari allavega ríkisfé.
Lindin er kristilegt útvarp og það heyrist m.a. á Selfossi. Ég hringi oft á Lindina og legg fram bænarefni bæði fyrir vinum og kunningjum og fyrir mig og mína. Bænastundirnar eru oftast þrisvar á dag, kl. 10:30, 16,30 og 22:30. Endilega notfærið ykkur þessa frábæru þjónustu. Jesús er besti læknirinn
Guð blessi ykkur og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.6.2008 kl. 23:28
Sæl Halldóra mín og takk fyrir innlitið.
Kærar þakkir fyrir hlý orð og einnig fyrir bænirnar þínar.
Guð blessi þig, varðveiti og blessi þjónustu þína í Kristskirkju.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.6.2008 kl. 23:31
Takk fyrir góðan pistil og flottan engil Rósa mín!..
Óskar Arnórsson, 29.6.2008 kl. 00:38
Rósa þú stendur þig vel og af trúfesti í að miðla Guðs orði og trú á Hann til okkar. Guð blessi þig.
Theódór Norðkvist, 29.6.2008 kl. 02:24
Sælir strákar Óskar og Teddi
Takk fyrir innlitið, falleg orð og góðar óskir.
"Óttast þú eigi, því að ég er með þér. Lát eigi hugfallast, því að ég er þinn Guð. ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig með hægri hendi réttlætis míns." Jes. 41: 10.
Jesús sagði: "Þér eruð vinir mínir, ef þér gjörið það, sem ég býð yður." Jóh. 15: 14.
Guð blessi ykkur og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.6.2008 kl. 11:17
Glitter Sunday Graphics
Kæru vinir.
Njótið sunnudagsins og endilega kíkið í kirkju til að fá góða áfyllingu fyrir vikuna.
Guð blessi ykkur öll.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.6.2008 kl. 11:20
Sæl, er bara að líta á staðinn . Góðar umræður !
conwoy (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 19:18
Þori ekki annað en að kvitta! Þú ert dugnaðarforkur Rósa!
Guðrún Markúsdóttir, 29.6.2008 kl. 21:02
Congratulations Glitter
Sæl og blessuð Conwoy og Guðrún fræ.
Kærar þakkir fyrir innlitið og falleg orð.
Guð blessi ykkur ríkulega.
Kær kveðja/Rósa
Kæru bloggvinir. Þið sem hélduð með Spánverjum í fótbolta. Til hamingju með sigurinn.
Ég var að vona að Spánverjar myndu vinna svo ég er líka lukkuleg.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.6.2008 kl. 21:52
Eigðu yndislega viku!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 30.6.2008 kl. 01:17
Sæl Rósa mín er að lesa þetta. Gott að vera sterkur í trúnni kæra vina, það sem við gerum skal vera Guði til dýrðar en ekki okkur sjálfum. Nú áfram með smjörið og lesa. Hafðu það sem allra best.
knús
Linda, 30.6.2008 kl. 13:04
Sæl kæra Helga Guðrún.
Ég var að kíkja á síðuna hjá þér og sá pistill sem mér hefur yfirsést.
Takk fyrir góðar óskir ekki veitir af. Það er svo kalt og ég að drepast úr kulda.
Sjá slóð: http://blekpenni.blog.is/blog/blekpenni/entry/578932/#comment1515047
Guð veri með þér og þínum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.6.2008 kl. 14:25
Sæl kæra Linda og takk fyrir innlitið.
Bréf Páls til Efesusmanna 2:9
"Ekki byggt á verkum, enginn skal geta miklast af því."
Þetta er svo satt hjá þér. Ef Guð vill að við þjónum honum þá gerum við það með gleði og eingöngu honum til dýrðar.
Yndislegt að eiga andlegan föður.
Yndislegt að eiga Jesú Krist sem dó á krossinum fyrir okkur.
Jesaja 53:5
"en hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir."
Fyrra almenna bréf Péturs 2:24
"Hann bar sjálfur syndir vorar á líkama sínum upp á tréð, til þess að vér skyldum deyja frá syndunum og lifa réttlætinu. Fyrir hans benjar eruð þér læknaðir."
Sálmarnir 147:3
Hann læknar þá, er hafa sundurkramið hjarta, og bindur um benjar þeirra.
Megi almáttugur Guð blessa þig, varðveita og styrkja.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.6.2008 kl. 14:35
Komdu sæl elskulegust Rósin mín. Sterkt er orðið og blessaðir þeir sem á það trúa. Guð hefur ætíð verið einn minn allra besti vinur í gegnum lífið og oft hefur hann hjálpað mér með lítil og stór hugðarefni.
Oftar en ekki tala ég mörgum sinnum á dag við þennan besta vin minn og ég segi þér Rósa - að ég bið oft fyrir honum sjálfum líka, eitthvað sem ég gruna að ekki margir geri en mættu alveg gera.
Knús á þig mín ljúfa og fagra ..
Tiger, 30.6.2008 kl. 23:28
Takk fyrir mig Rósa, gangum á Guðs vegum
Ragnar Kristján Gestsson, 1.7.2008 kl. 20:14
Sæl og blessuð.
Takk fyrir innlitið og hlý orð í minn garð.
Sæl Helga mín. Innilegar kveðjur héðan yfir til þín. Í dag er búið að vera mjög hvasst og það hefur rignt hressilega. Gott að þú varst ekki í heimsókn hér í dag á ættarslóðunum þínum. Veðrið í dag minnir á vetrarveður þegar maður heyrir hvininn í vindinum og þessi hvinur ómar ennþá. Hér var hægt að sjá út í hólmana í dag en nú í kvöld er að birta og þokan að hopa. Hægt að sjá upp í mið fjöllin þó að það sé komin nótt!!!
Sæll Tigercopper. Gaman að sjá þig hér á síðunni minni. Frábært innlegg hjá þér. Flott hjá þér að eiga himnaföðurinn sem þinn besta vin og tala við hann um öll þín hjartans mál og ýmislegt fleira s.s. vini og kunningja sem eiga í erfiðleikum. Það er svo gott að leggja allt í Guðs hendur og fá styrk og kraft frá föður okkar á himnum.
Sæl Svandís mín og takk fyrir síðast. Í kvöld hittumst við flest hér í kirkjunni hjá vinafólki sem er hér í nokkra daga og býr þá hinu megin við fjörðinn á ættaróðalinu sínu. Hér voru líka gestir, trúsystkini úr kirkjunni þinni. Við áttum dásamlega samveru. Það er svo dýrmætt að fá trúsystkini í heimsókn hingað á hjara veraldar.
Sæll Ragnar minn. Það besta sem við gerðum í lífinu var að biðja Jesú Krist að fyrirgefa okkur syndir okkar og við viljum halda áfram að ganga á Guðsvegum. Megi almáttugur Guð varðveita okkur frá hrösun.
Guð blessi ykkur og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.7.2008 kl. 01:03
Bara að líta við og segja hæ Rósa
conwoy (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 22:09
Sæl Rósa mín.
Loksins komst ég til að kommennta hjá þér. Og ekki veldur þú mér, eða öðrum vonbrigðum með því sem þú leggur hér fram fyrir okkur til eftirbreytni. þetta eru hnitmiðar ábendingar og vel þess virði að lesa og læra. Fyrir alla leikna sem lærða.
Megi algóður Guð vaka yfir þér og þínum.
Þórarinn Þ. Gíslason.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 06:48
Takk fyrir allt Rósa mín! Ég er að pakka og og vona að ég komist heim. Hef bara ekki haft tíma til að blogga. Síðasta færslan mín segir þér kannski eitthvað hvað ég er að fást við..
Óskar Arnórsson, 4.7.2008 kl. 07:33
Sælir strákar.
Sæll Conwoy. Það er búið að vera fjör á síðunni hjá þér. Maður kemur ekki að tómum kofanum þar.
Sæll Þórarinn minn. Gott að þú ert að skríða saman. Þetta rit er mjög gott og segir okkur hreint út að við verðum að iðrast til að komast inní himnaríki. Ekki vegna verkana heldur vegna þess að við biðjum Jesú Krist um fyrirgefningu synda okkar.
Sæll Óskar minn. Ég þakka þér líka fyrir frábæra vináttu og ég á örugglega eftir að heimsækja þig þangað sem þú flytur.
Megi almáttugur Guð varðveita ykkur og veita ykkur það sem hjartað ykkar þráir.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.7.2008 kl. 12:18
Vertu æfinlega velkomin Rósa mín! Hlakka til að fá þig í heimsókn þegar ég er búin að koma mér fyrir..
Óskar Arnórsson, 4.7.2008 kl. 15:02
Sæll Óskar minn.
Það verður fjör í kotinu þegar ég heimsæki ykkur. Því skal ég lofa.
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.7.2008 kl. 18:38
Ég efast ekki um það Rósa mín! Ég baka pönnukökur og geri heitt kakó!..
Óskar Arnórsson, 4.7.2008 kl. 18:45
Christian Glitter by www.christianglitter.com
GLÆSILEGT
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.7.2008 kl. 19:02
..besti vinur mannsins..
http://www.youtube.com/watch?v=ePalTFw5iKM
http://www.youtube.com/watch?v=GHyHz2XyHvM
Óskar Arnórsson, 4.7.2008 kl. 19:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.