„Ótrúlegt ábyrgðarleysi og misnotkun á frelsinu"

Þríhyrningur
Þríhyrningur

„Við verðum að horfast í augu við þann veruleika um þessar mundir að samtíð okkar er þröngur stakkur skorinn. Ótrúlegt ábyrgðarleysi og misnotkun á frelsinu, öflugasta aflvaka allra framfara, hefur gert það að Pétur Kr. Hafsteinverkum að illilega hefur slegið í bakseglin í siglingu þjóðarskútunnar íslensku til framfara og bættra lífskjara," að því er segir í nýárspistli Péturs Kr. Hafstein, forseta kirkjuþings og fyrrverandi hæstaréttardómara.Guðs gjöf að eiga til hnífs og skeiðarPétur segir í ávarpi sínu sem birt er á vefnum tru.is að það jafngildi þó ekki strandi. „Orð eru dýr og orðið kreppa er ekki endilega réttnefni þótt bankar og útrásarfyrirtæki hafi hrunið. Þótt margir hafi nú vindinn í fangið er enn langt frá því að Ísland sé á vonarvöl. Það er meira að segja vel aflögufært gagnvart þeim þjóðum, sem neyð og skortur þjakar í biturri mynd hversdagsins.Það er Guðs gjöf að eiga til hnífs og skeiðar, gleymum því ekki. Þess vegna eigum við að taka nýju ári fagnandi og treysta Guði. Við eigum að treysta því að nýja árið beri í skauti sínu bjarta framtíð og betra samfélag en brotið hefur á skeri. Við megum ekki láta vonbrigði og vonleysi ná yfirtökum. Vonin verður að vera leiðarstjarna undir stefnumarki trúarinnar. Aðeins þannig tekst okkur að vera heillynd og vísa á bug þeirri hálfvelgju, sem Jónas Hallgrímsson varaði við. Við verðum að trúa því og treysta að framtíðin sé björt."   

Mývatn
Mývatn
Kæru bloggvinir
Þessi grein birtist á mbl.is 1. jan. 2010. Hér
Fréttin var tekin af tru.is og þar er hægt að lesa alla greinina.
Guð gefi ykkur öllum gleðilegt nýtt ár.
Þakka samfylgdina á blogginu.
Megi almáttugur Guð vera með ykkur öllum.
Kær kveðja/Rósa


Nú árið er liðið í aldanna skaut



Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, nú gengin er sérhver þess gleði og þraut, það gjörvallt er runnið á eilífðar braut, en minning þess víst skal þó vaka.  

En hvers er að minnast og hvað er það þá, sem helst skal í minningu geyma? Nú allt er á fljúgandi ferð liðið hjá, það flestallt er horfið í gleymskunnar sjá. En miskunnsemd Guðs má ei gleyma.  

Hún birtist á vori sem vermandi sól, sem vöxtur í sumarsins blíðum, í næðingum haustsins sem skjöldur og skjól, sem skínandi himinn og gleðirík jól í vetrarins helkuldahríðum.  

Hún birtist og reynist sem blessunarlind á blíðunnar sólfagra degi, hún birtist sem lækning við böli og synd, hún birtist þó skærast sem frelsarans mynd, er lýsir oss lífsins á vegi.  

Nú Guði sé lof fyrir gleðilegt ár og góðar og frjósamar tíðir, og Guði sé lof, því að grædd urðu sár, og Guði sé lof, því að dögg urðu tár. Allt breyttist í blessun um síðir.  

Ó, gef þú oss, Drottinn, enn gleðilegt ár og góðar og blessaðar tíðir, gef himneska dögg gegnum harmanna tár, gef himneskan frið fyrir lausnarans sár og eilífan unað um síðir.  

Sb. 1886 - Séra Valdimar Bríem. 




Í Jesú nafni áfram enn
með ári nýju, kristnir menn,
það nafn um árs- og ævispor
sé æðsta gleði' og blessun vor.

Í nafni hans æ nýtt er ár,
því nafni', er græðir öll vor sár,
í nafni hans fá börnin blíð
Guðs blessun fyrst á ævitíð.

Í nafni hans sé niður sáð
með nýju vori' í þiðnað láð,
í nafni hans Guðs orði á
á æskuvori snemma' að sá.

Í nafni hans sé starf og stríð,
er stendur hæst um sumartíð,
í nafni hans sé lögð vor leið
um lífsins starfs- og þroskaskeið.

Í nafni hans, þótt haust sé kalt,
vér horfum glaðir fram á allt,
í nafni hans, er þróttur þver,
vér þráum líf, sem betra er.

Í nafni hans vér hljótum ró,
er hulin jörð er vetrarsnjó,
í nafni hans fær sofnað sætt
með silfurhárum ellin grætt.

Í Jesú nafni endar ár,
er oss er fæddur Drottinn hár,
í Jesú nafni lykti líf,
hans lausnarnafn þá sé vor hlíf.

Á hverri árs- og ævitíð
er allt að breytast fyrr og síð.
Þótt breytist allt, þó einn er jafn,
um eilífð ber hann Jesú nafn.

Sb. 1886 - Valdimar Briem. 



Hér skiptast tímar, öld og ár. Og auðna, fár og gleði‘ tár.

Og óðar dagsins öll er stund. Þá eru rokkin stund.

 

Kór: En Drottinn sami dag hvern er. Hinn dýrðlegasti vinur mér.

Hans náðardjúpa undra ást. Hún aldrei neinum brást.

Brátt hnígur sól mín hinsta sinn. Og hljóðnar gígjustrengur minn.

En ofar skýjum á ég spor. Og eilíft lofsöngs vor.

Þá sé ég þreyða Zíonborg. Í sólroða, og gleymd er sorg.

Þar á hver dagur ekkert kvöld. En árgeislanna tjöld.

Um morgundægrin mild og löng. Við Móse og við Lambsins söng.

Ég stilli mína hörpui hátt. Og heiðra Guð minn dátt.

Anton Nilsson – Ásmundur Eiríksson.


Kæru bloggvinir

Gleðilegt nýtt ár.

Þakka samfylgdina á blogginu.

Munum að Drottinn vill vera með okkur, hann bregst ekki.

Ég trúi því að Drottinn muni snúa við högum þjóðar okkar ef við biðjum hann um hjálp.

Kær kveðja/Rósa


JÓL Í GAMLA DAGA: „FLAUELSGRAUTUR MEÐ KANEL.“ Þórhildur Jóhannesdóttir segir frá:



 

Jólin voru ákaflega hátíðleg í mínu ungdæmi, en ég ólst upp í Krossdal í Kelduhverfi í Norður- Þingeyjarsýslu. Pabbi og mamma voru bóndahjón þar. Það var sérstakur undirbúningur fyrir jólin sem tók langan tíma með allskonar brauði og fínum kökum: Smákökum, kleinum, bollum og laufabrauði. Skemmtilegt var hvernig laufabrauðið var unnið. Búnar voru til mörg hundruð kökur og þær skornar og steiktar, en síðan geymdar lengi í kistu fram á lofti. Stúlkurnar sem hjálpuðu mömmu byrjuðu að hnoða deigið á nóttunni, löngu fyrir jól. Svo var flatt út, skorið og steikt. Þetta brauð var sælgæti með sýrópi. Laufabrauðið  var einnig haft með hangikjöti og alls konar köldum mat og drukkið kaffi með. Svo bakaði mamma mikið af smákökum, fjölmargar tegundir, en það var siður þá. Mamma átti „Kvennafræðarann“, en það var bók sem hún bakaði eftir.




Fyrir jólin var ævinlega saumað mikið af fötum, því að mamma var saumakona, og hún fékk tvær stúlkur til að sauma með sér í skammdeginu og þetta var svo hátíðlegt allt, því að það minnti okkur krakkana svo mikið á jólin. Allir fengu mikið af fötum: Kjóla, karlmannaföt og barnaföt á okkur krakkana en við vorum þrjú.

Síðan komu sjálf jólin. Þá voru alir í hjátíðarskapi og í hátíðarfötum. Þá var lagt á borð í fremri baðstofunni og alir borðuðu við sama borð. Á aðfangadagskvöld var alltaf borðuð steik og sætsúpa, en hangikjöt og flauelsgrautur eða smjörgrautur á jóladag, með kanel, sykri og saft.




Á jólanótt var alltaf látið loga á olíulampa í baðstofunni.  Okkar kirkjustaður var Garður í Kelduhverfi og á jóladag fóru allir til kirkju.




Pabbi átti ákaflega fallega skinn Biblíu sem var aldrei snert nema á jólunum. Þá fengum við krakkarnir að lesa svolítinn kafla og það þótti okkur tilkomumikið, því Biblía er heilög bók. Einnig  var lesið úr Helgarbók á jólunum en aldrei annars. Það var mikil hátíð þegar lesið var úr þessum tveimur helgu bókum.

Biblía

Okkur krökkunum var alveg bannað að fara í leiki þangað til á annan í jólum, en leikirnir sem við fórum þá í voru feluleikur, eltingaleikur og fleiri leikir. Aldrei fórum við í boltaleik á jólunum og þó áttum við bolta. Það var bannað að hamast, en við spiluðum svokallað „púkk“ á annan í jólum. Púkkspilið var þannig, að myndir voru teiknaðar á borð með krít og svo notuðum við mislit gler, en ég man ekki lengur hvernig spilið var að öðru leyti. Við fórum í heimsóknir á aðra bæi og ein jólin man ég að við fórum á ellefu bæi. Það var mikil gestrisni í gamla daga og mjög gott  nágrannasamfélag. Fólkið á hinum bæjunum heimsótti okkur svo í staðinn auðvitað.

 

Mikil helgi hvíldi yfir jólunum þegar ég var ung og þá urðu allir að vera góðir. Maður fann andagiftina í loftinu og viðmót fólksins breyttist þegar nær dró jólum. Það var helgiblær yfir öllu sem heyrði jólunum til. Jólanóttin var sérstök, hún var dýrðlegri heldur en allir dagar ársins, það er eitthvað sem Jesús leggur til, einhver jólaandi. Fæðingarandi Frelsarans. Okkur var strax kennt sem börnum að þekkja Jesú sem Frelsara, en endurfæðingu átti ég þó ekki fyrr en ég varð fullorðin. Einnig var sungið úr kirkjusöngbók á aðfangadagskvöld og á jóladag í kirkjunni en passíusálmar Hallgríms Péturssonar voru lítið lesnir nema eitthvað svolítið á föstunni.

merry christmas angels admiring baby jesus posters

Jólagjafirnar voru eingöngu föt. Annars voru gjafir ekki algengar manna á milli í sveitinni nema á jólum og sumardaginn fyrsta. Á jólunum voru gefin föt, en dót á sumardaginn fyrsta. Jólatréð var litaðar grænar greinar sem var stungið inn í holur á stofni og greni sett utaná. Skrautið á tréð keyptum við á Húsavík og það var oft mikið, kúlur og bjöllur og þess háttar. Svo höfðum við kramarhús með sælgæti, en kramarhúsin bjó mamma til úr pappír. Með þessu öllu voru sett kerti á greinarnar. Mamma bjó líka til annað sem var merkilegt. Hún fléttaði litlar körfur úr pappír og setti ritningargreinar í körfurnar og svo drógum við krakkarnir hvert sína körfu með ritningarstöðum.

Börnin mín. Mig langar til að segja gleðileg jól við ykkur og Guð blessi ykkur öll.

Greinin um Þórhildi vinkonu mína, sem er löngu látin, er í Barnablaðinu 4.-5. tbl 1988 sem Hvítasunnumenn hafa gefið út um árabil.

Þórhildur var fædd 20 jánúar 1899.

Móðir mín Stefanía bjó hjá Þórhildi og Ásmundi eiginmanni Þórhildar þegar hún var ung kona. Þórhildur sagði mér oft frá því hvað mamma hafi verið glöð og kát. Einnig sagði hún mér frá skemmtilegu atviki. Tréveggur aðskildi herbergin þeirra. Oft þegar Þórhildur var komin uppí rúm á kvöldin þá bankaði hún í veginn og bað mömmu að fara fram í eldhús og gá hvort það væri slökkt á eldavélinni. Í eitt skipti svaraði mamma: „ Já ég er búin að fara fram og ég settist á eldavélina.“

Guð blessi minningu Þórhildar og Ásmundar vina minna.




Guð gefi ykkur öllum gleðileg jó og farsælt komandi ár.

Ég þakka samfylgdina á blogginu.

Kær kveðja/Rósa

   

Jólafötin

cezanne 2

Við erum fjórar systur sem eigum heima í litlu sjávarþorpi úti á landi. Í heimabæ okkar er alltaf nóg atvinna fyrir alla sem geta unnið á annað borð.

Faðir okkar gengur með mjög erfiðan sjúkdóm. Eitt haustið versnaði honum skyndilega, svo flytja varð hann á sjúkrahús, og munaði litlu um líf hans. Því var pabbi frá vinnu fram til jóla. Allt frá því við fæddumst hafði það verið föst regla hjá pabba og mömmu að gefa okkur nýjan og fallegan kjól fyrir jólin. Eitt kvöldið kölluðu þau pabbi og mamma okkur inn í stofu. Hvað bjó nú undir þessu? Það var óvanalegt að kalla okkur svona formlega inn í stofu. Þetta vakti hjá okkur nokkra undrun og óróa blandinni forvitni.

People Painting 026

Við settumst öll, við systurnar hlið við hlið í stóra sófann, en pabbi og mamma í sitt hvorn stólinn. Fyrst var þögn, svo litu þau hvort á annað, síðan á okkur, aftur hvort á annað – ósköp var þetta allt vandræðalegt. Loks rauf pabbi þögnina og sagði hlýlega við okkur systurnar: „Við mamma þurfum að segja ykkur frá dálitlu.“ Síðan rakti pabbi fyrir okkur alla raunasöguna í sambandi við veikindin og vinnuna sem hann hafði misst. Því voru litlir peningar til á heimilinu. Aftur kom þögn dálitla stund. Þau litu hvort á annað. Nú varð það að koma, þetta sem var svo erfitt að segja. „Þess – þess vegna getum við ekki gefið ykkur kjóla fyrir jólin, eins og alltaf hefur verið vani.“ – Löng þögn.

Auðvita tókum við þessu vel, því margir úti í heimi eiga lítið sem ekkert að borða, hvað þá fín föt, og sumir deyja úr hungri.

Faðir okkar var alinn upp í fjölskyldu sem var lifandi trúuð. Okkur var því kennt strax á unga aldri að fara með bænirnar og biðja Jesú, og við vitum að Jesús heyrir bæn sem beðin er af einlægu hjarta.

durer praying hands

Okkur systrunum datt strax í hug að nú skyldum við biðja til hans, því auðvita langaði okkur í ný föt fyrir þessi jól. Við krupum síðan við rúmin okkar og báðum Jesú um að gefa okkur kjóla fyrir jólin.

Tíminn leið, jólin nálguðust. Það var mikið að gera í skólanum og fljótt gleymdist þetta með kjólana. En það var einn sem engu gleymdi.

kinkade   home for the holidays

Í  litlu sjávarþorpinu, sem kúrir utan í brattri fjallshlíð, var nú allt þakið jólasnjó og jólaljósin tendruð í öllum regnbogans litum. Fólkið var allt í góðu skapi og börnin farin að hlakka ákaflega til. Það var aðgangadagsmorgunn og mikil jólastemming í loftinu. Við systurnar vorum að hjálpa mömmu við jólaundirbúninginn og leggja síðustu hönd á verkið.

Allt í einu hringir síminn.

Þetta er á pósthúsinu, segir röddin í símanum. Þið eigið pakka hér, gjörið svo vel að sækja sendinguna strax, það er rétt verið að loka.

Við systurnar þutum af stað, það var smáspölur til pósthússins. Þegar okkur hafði verið afhentur pakkinn, þá hrópaði sú elsta, „nei, sjáið þið, pakkinn er frá útlöndum!“ Við hjálpuðumst að við að bera böggulinn heim.

giftpkgs

Nú var beðið með eftirvæntingu til kvöldsins. Hvað skyldi vera í pakkanum?

Jólahátíðin gekk í garð. Klukkan var orðin sex, við vorum allar komnar í gömlu kjólana okkar og bara ánægðar með það. Nú var borðaður yndislega góður matur og öll fjölskyldan hjálpaðist að við að þvo upp leirtauið á eftir.

xmastrees

Þarna stóð jólatréð svo fallegt og baðað ljósum. Kringum það voru jólapakkarnir, allir svo fallegir og skrautlegir og svo þessi stóri frá Ameríku. Við fengum leyfi hjá pabba og mömmu til að opna hann fyrst. Og hvað haldið þið? Upp úr pakkanum komu fjórir fallegir kjólar sem pössuðu okkur svo vel að þeir voru eins og sniðnir á okkur. Við áttum ekki eitt einasta orð, en urðum frá okkur numdar af hrifningu. Hvernig gat þetta hafa gerst?

img 03291

Í Ameríku býr frænka okkar, íslensk kona. Hún og pabbi ólust upp saman, og hún lærði einnig sem barn að trúa á Jesú og biðja til hans.

Frænka hafði hugsað sér að klæða sig upp fyrir jólin. Einn dag skömmu fyrir jól fór hún í innkaupaferð í stórmarkað til að versla ýmislegt, þar á meðal jólafötin. Í þessari verslun mátaði hún fallegan kjól. Hann passar vel þessi, hugsaði hún með sér, og liturinn, ekki spillir hann. – Þennan ætla ég að kaupa. Mitt í þessu var eins og eitthvað truflaði huga hennar, það var eins og hvíslað að henni – átt þú ekki nóg af fallegum kjólum? Litlu frænkurnar norður á Íslandi komu skyndilega upp í hugann.  Kannski eiga þær enga kjóla fyrir jólin, pabbi þeirra hefur verið veikur. Það væri nær að kaupa eitthvað handa þeim. Þessi hugsun varð svo sterk að hún yfirbugaði allt annað, og þar með var ákveðið að kaupa kjóla á frænkurnar litlu. En hvaða númer? – Ég hef ekki séð þær lengi og það er ekki meira en svo að ég muni hvað þær eru gamlar! Góði Guð, hjálpaðu mér að velja réttar stærðir, hugsaði hún.

Með Guðs hjálp keypti konan kjólana, pakkaði þeim strax og hún kom heim, og sendi til Íslands daginn eftir. Tíminn var orðinn naumur, aðeins örfáir dagar til jóla, en Guð sá um að pakkinn komst til skila í tæka tíð.

candle 20106 lg

Já, Guð kemur okkur svo oft á óvart. Við vorum allar búnar að gleyma því sem við höfðum beðið Jesú um að gefa okkur fyrir nokkrum vikum. Stundum biðjum við Guð og þegar bænasvarið kemur þá verðum við oft hissa. En svona er þetta einfalt. Guð elskar okkur og heyrir sérhverja bæn sem beðin er af einlægu hjarta. Við systurnar fengum okkar bæn uppfyllta á stórkostlegan hátt, en að Guð skyldi fara alla leið til Ameríku til að ná okkur í kjóla, því áttum við svo sannarlega ekki von á.

Þessi dásamlega leið er opin okkur öllum, og góður Guð vill að við förum hana.

Guð blessi öll börn bæði íslensk og erlend og gefi þeim gleðileg jól í Jesú nafni.

P.s. Við sem skráðum þessa sögu komum í heimili stúlknanna og heyrðum fjölskylduna segja frá henni svona. Hún er dagsönn og engu viðaukið sem ekki gerðist.

Þóra Björk og Lúðvík Einarsson.

Sagan birtist í Barnablaðinu 49 árgangur, 5.-6. tbl. 1986 sem Hvítasunnumenn gáfu út um árabil.

Færslur frá því fyrir ári síðan:

Aðventan: Hér

Ég veit að mamma grætur á jólunum: Hér

Spádómur um Jesú Krist sem Guð gaf Jesaja spámanni á síðari hluta 8. aldar f. Kr,: Hér

Guð blessi ykkur öll.

Kær kveðja/Rósa

  

MYND AF JESÚ eftir Iðunni Steinsdóttur

c documents and settings hp owner my documents my pictures old radio 729273

„Nú eru aðeins fimm dagar til jóla. Jólatilboð okkar á hreinlætisvörum og undrabóni stendur fram á Þorláksmessu. Látið ekki happ úr hendi sleppa.“ Þulurinn í útvarpinu ræskti sig. Hann var orðinn hás af að þylja auglýsingar.

home care

Mamma lækkaði í útvarpinu og horfði þungbúin í kringum sig. Á bekknum voru staflar af smákökum og óhreinum plötum úr bakaraofninum. Það brakaði í hverju spori ef gengið var um eldhúsið af því að mylsnan hafði dreifst um. Dyrnar fram í þvottahúsið voru í hálfa gátt og þar sá í óhreinan þvott í hverju horni.

TNORsprng2

– Mamma hlakkarðu ekki til jólanna? spurði Viðar og hoppaði á kornóttu gólfinu. Hann sá svipinn á móður sinni og vildi gleðja hana með því að tala um eitthvað skemmtilegt.

– Hlakka til? Mér er til efs að jólin komi hingað eins og ástandið á heimilinu er, svaraði mamma.

253jesus12
Jesús 12 ára.

– Koma jólin ekki? Jesús hlýtur að eiga afmæli einu sinni á ári eins og við hin. Andlitið á Viðari varð að stóru spurningarmerki sem áhyggjuviprur hrísluðust um.

– Líttu í kringum þig. Heldurðu að Jesú langi til að halda upp á afmælið sitt í svona drasli? Það hefur ekki verið þurrkað af svo dögum skiptir. Jólin eru rétt að koma og ég veit ekki hvaða tíma ég á að hafa til að ljúka öllu sem eftir er. Og láttu þessar smákökur vera, þær eru til jólanna! Þetta síðasta æpti hún að pabba sem birtist í eldhúsinu og renndi glaðbeittur í smákökustaflana. Viðar læddist út í horn og lét fara lítið fyrir sér. Pabbi reyndi að tala kjark í mömmu. Hann sagði að þetta væri ekki svo slæmt, þau yrðu bara öll að hjálpast að.

c documents and settings var rn heimsson desktop mamma matur kokur vin kaffibolli teikn

– Skipulagning er allt sem þarf, sagði hann og hellti kaffi í bolla handa henni.Svo byrjuðu þau að skipuleggja. Þau skipulögðu hvert handtak í undirbúningi jólahátíðarinnar. Tiltekt í hverju herbergi fyrir sig, jólaþvottinn, innkaupin, gjafamálin, matargerðina, skreytinguna, bókstaflega allt og líka hver ætti að gera hvað. Og pabbi skrifaði allt saman á spjald sem hann hengdi upp í eldhúsinu. Þetta tók langa stund og Jói stóri bróðir og Hermína systir voru bæði komin heim áður en yfir lauk. Þau voru ekkert yfir sig hrifin þegar þau sáu hverju þeim hafði verið úthlutað.

– Á ég að vera allan daginn í hreingerningum? Ég var nú að fá jólafríið rétt í þessu, sagði Hermína fýld.

– Ég geri ekki neitt í þessum jólaundirbúningi. Ég er að vinna, sagði Jói.

– Við líka, sagði pabbi.

– Þið eruð ekki í eins þreytandi vinnu og ég, sagði Jói.

– Við erum öll þreytt og það er engin sanngirni að ég standi í þessu ein, sagði mamma. Eftir töluvert nöldur og dálitlar vangaveltur sættust allir á að gera sitt til að jólin kæmu á réttum tíma. Þau voru farin að slaka á og rabba í sátt og samlyndi þegar mjó rödd heyrðist úr eldhúshorninu.

– Á ég ekki að gera neitt?

– Viðar minn, já þú þarft auðvitað að gera eitthvað líka, sagði pabbi vandræðalegur.

– Þú getur hlaupið út í búð þegar mig vantar eitthvað, sagði mamma.

– Það er svo lítið, sagði Viðar.

– Ég veit, þú teiknar reglulega fallega jólamynd handa okkur. Við hengjum hana upp frammi á gangi og hún verður það fyrsta sem fólk sér þegar það kemur í heimsókn um jólin, sagði pabbi. Viðar brosti út að eyrum.

3 baby jesus  bluebird

– Ég ætla að teikna Jesú í jötunni, sagði hann. Það væru ýkjur að segja að allir hefðu strax tekið til óspilltra mála við jólaundirbúninginn. Hermína laumaðist út og Jói lagði sig. En pabbi og mamma sátu við jólakortin fram á nótt og Viðar lét heldur ekki á sér standa. Hann náði í stóra hvíta pappaörk og byrjaði strax að teikna. Morguninn eftir vaknaði hann snemma og lauk við myndina. Eftir því sem á daginn leið varð mamma þreyttari og reiðari yfir því hve jólaundirbúningurinn gengi hægt. Viðar reyndi aftur og aftur að ná sambandi við hana. Hann langaði að sýna henni myndina svo að hún sæi að eitthvað væri að verða tilbúið fyrir jólin. En hún var alltaf á hlaupum.

– Nú tökum við gólfið í stofunni í kvöld. Ég náði síðasta pakkanum af undrabóni á tilboðsverði, sagði pabbi þegar hann kom heim úr vinnunni. Hann snaraðist inn í stofu ásamt mömmu. Þar umturnuðu þau öllu til að geta borið undrabónið á parketið.

FINISH10high
Af hverju eruð þið að rusla svona út? spurði Viðar.

– Það verður svo fínt á eftir, sagði pabbi og staflaði stólunum út í horn. Viðar reyndi að hjálpa til en þegar hann hafði misst brúðkaupsmyndina af pabba og mömmu á gólfið og brotið glerið bað pabbi hann að koma sér út úr stofunni.

4298

– Hvað á ég að gera. Mig langar svo að hjálpa til, sagði hann mjóróma.

–Haltu áfram að teikna, sagði mamma.

– Ég er búinn með myndina. Á ég að sýna…?

– Teiknaðu meira og vertu ekki að tefja okkur, Viðar minn, sagði pabbi.

– Hvað á ég að teikna meira?

– Eitthvað fallegt í sambandi við blessuð jólin, sagði mamma og strauk honum flausturslega um vangann.

– Eitthvað úr jólaundirbúningnum sem er svo skemmtilegur, sagði pabbi. Viðar hrökklaðist inn í herbergið sitt og tók litina upp úr skúffunni. Hann hugsaði sig vel um og byrjaði svo að teikna. Tungan leitaði út í munnvikið eins og alltaf þegar hann einbeitti sér. 

Á Þorláksmessu var veðrið undur fallegt. Stórar dúnmjúkar snjóflyksur liðu til jarðar og trén voru alhvít. Veröldin var ekki lengur sú sama og í gær. Þetta var jólaveröld. Það hefði verið gaman að setja svona fallegan snjó á myndina. Og eitt eða tvö tré. En það var ekki meira pláss á blaðinu. Viðar var alveg búinn að fylla það. Bráðum kemur mamma heim og þá ætla ég að biðja hana að setjast hjá mér og syngja jólasálmana. Við getum líka kveikt á kerti, hugsaði hann.

30 10 2006 7404

En þegar mamma kom heim úr vinnunni hafði hún ekki tíma til að setjast niður og syngja jólasálma. Hún þurfti að sjóða hangikjötið og gera graflax, rækjurétt og alls konar sósur fyrir matarveisluna á jóladag.

imi 3856

Svo þurfti að taka til í stofunni og skreyta, fara í búðir og pakka inn gjöfum. Stóru systkinin voru líka á þönum allan daginn enda höfðu þau næstum ekkert verið byrjuð á listanum sínum. Pabbi hamfletti rjúpurnar og var á símavaktinni.

rjupur

Það leið að kvöldi og Viðar var daufur í dálkinn. Það var farið að hlána. Snjórinn blotnaði og hrundi í þungum hlussum niður af trjánum. Hvít ábreiðan á götunni og gangstéttunum breyttist í mórautt krap sem slettist upp þegar bílarnir óku um. Það var ekkert jólalegt úti lengur. Allt í einu varð hann örvæntingarfullur. Það var heldur ekkert jólalegt inni. Allir voru á hlaupum. Hermína argaði á hann þegar hann missti niður mjólkursopa á nýþvegið gólfið. Pabbi og Jói rifust út af því hvor ætti að fara og kaupa perur í jólatrésseríuna. Og hrærivélin hafði svo hátt að mamma heyrði ekki þegar hann reyndi að tala við hana. Kannski færi þetta eins og mamma var að segja um daginn. Jólin kæmu ekkert til þeirra í þetta skipti.

untitled

– Mamma, nú skulum við kveikja á kerti og syngja jólalögin, sagði hann þegar mamma hans slökkti loks á hrærivélinni og seig niður á eldhúskoll með kaffibollann sinn.

– Vertu nú ekki að þreyta mig. Viltu ekki teikna myndina þína? Hún verður að vera tilbúin á morgun, þá eru jólin.Viðar stundi.

 Hún er tilbúin.

– Leyfðu mér þá að sjá hana, sagði mamma og geispaði.

– Já, blessaður sæktu Jesúbarnið í jötunni og við skulum hengja það upp, sagði pabbi sem kom fram í eldhúsið eftir að hafa haft betur í rifrildinu við Jóa. Hann hlammaði sér niður með kaffitár.

baby jesus if missing

– Það er ekkert bara Jesús, tautaði Viðar. Hann trítlaði inn í herbergi og sótti myndina. Pabbi og mamma litu á hana. Þau horfðu þögul lengi, lengi. Blaðið var troðfullt af myndum af alls kyns dóti. Það voru rjúpur, graflax, jóla skraut, þvottur, jólakort, jólapakkar, innkaupapokar, hangikjötslæri, smákökur og undrabón. Og efst trónaði brúðkaupsmynd með brotnu gleri.

– Hvað er þetta drengur, hvar er Jesúbarnið og jatan? spurði pabbi loks.

– Já, hvar er Jesúbarnið? Þú sagðist ætla að teikna það, sagði mamma.

– Jesúbarnið er þarna, það sést bara ekki.

– Sést ekki? Hvers vegna í ósköpunum? spurði pabbi.

– Sko, ég teiknaði það fyrst og jötuna og Jósep og Maríu og fjárhirðana og allt. En svo sögðuð þið að ég ætti að teikna jólaundirbúninginn líka og hann tók svo mikið pláss að Jesús lenti undir. Pabbi og mamma sátu þögul dálitla stund. Svo reis mamma á fætur, sótti stórt rautt jólakerti og setti í stjaka.

adventa kerti 80

– Komið þið, nú skulum við setjast inn í stofu og syngja eitthvað fallegt, sagði hún.

– En mamma, hvað með ísinn og súkkulaðisósuna?

–Við förum út í búðina hérna á horninu á morgun og kaupum ís og súkkulaðisósu þar. Viðar sat á milli pabba og mömmu og vandaði sig eins og hann gat. Bjarminn af kertinu var svo fallegur að það var næstum eins og jólin væru komin. Og þegar þau voru að enda við að syngja: ,,Bjart er yfir Betlehem” kom Jói bróðir úr búðinni með perurnar í seríuna. Hann brosti bara og sagði:

merry christmas angels admiring baby jesus posters

– Það er naumast jólalegt.Hárið á honum var alveg hvítt og hann var með stórar hvítar flyksur á nefinu.

Það var aftur farið að snjóa.

kinkade   home for the holidays

Vinkona mín Kolbrún las þessa sögu í dag í Hvítasunnukirkjunni á Vopnafirði.

Munum að forgangsraða og verum úthvíld á jólunum.

Guð veri með ykkur í jólaundirbúningnum. Wink

Kær kveðja/Rósa

 

„Orðskviðir Salómons Davíðssonar, Ísraels konungs, 5. hluti.

11482420

„Yndisleg kona hlýtur sæmd, og hinir sterku hljóta auðæfi.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 11:16.

Væn kona er kóróna manns síns, en vond kona er sem rotnun í beinum hans.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 12:4. Smile

Viska kvennanna reisir húsið, en fíflskan rífur það niður með höndum sínum.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 14:1. 

mnalsa jpg 280x800 q95

„Væna konu, hver hlýtur hana? hún er miklu meira virði en perlur.

Hjarta manns hennar treystir henni, og ekki vantar að honum fénist.

ADA151 th

Hún gjörir honum gott og ekkert illt alla ævidaga sína. Hún sér um ull og hör og vinnur fúslega með höndum sínum. Hún er eins og kaupförin, sækir björgina langt að.

Hún fer á fætur fyrir dag, skammtar heimilisfólki sínu og segir þernum sínum fyrir verkum.

IMG 2012copy vi
                        

Hún hefir augastað á akri og kaupir hann, af ávexti handa sinna plantar hún víngarð.

Hún gyrðir lendar sínar krafti og tekur sterklega til armleggjunum. Hún finnur, að atvinna hennar er arðsöm, á lampa hennar slokknar eigi um nætur.

Hún réttir út hendurnar eftir rokknum, og fingur hennar grípa snælduna.

hlifsnaelda
     

Hún breiðir út lófann móti hinum bágstadda og réttir út hendurnar móti hinum snauða.

Hún er ekki hrædd um heimilisfólk sitt, þótt snjói, því að allt heimilisfólk hennar er klætt skarlati.

Irish spinning wheel

Hún býr sér til ábreiður, klæðnaður hennar er úr baðmull og purpura.

Maður hennar er mikils metinn í borgarhliðunum, þá er hann situr með öldungum landsins. Hún býr til skyrtur og selur þær, og kaupmanninum fær hún belti.

Kraftur og tign er klæðnaður hennar, og hún hlær að komandi degi.

Hún opnar munninn með speki, og ástúðleg fræðsla er á tungu hennar.

Hún vakir yfir því, sem fram fer á heimili hennar, og etur ekki letinnar brauð.

millit
Synir hennar ganga fram og segja hana sæla, maður hennar gengur fram og hrósar henni: "Margar konur hafa sýnt dugnað, en þú tekur þeim öllum fram!"

Yndisþokkinn er svikull og fríðleikinn hverfull, en sú kona, sem óttast Drottin, á hrós skilið.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 31:10.-30.

jesus

„Hversu lengi ætlar þú að reika fram og aftur, þú hin fráhverfa dóttir? Því að Drottinn skapar nýtt á jörðu: Kvenmaðurinn verndar karlmanninn.“ Jeremía 31:22

Bróðir minn Cool heldur uppá þetta vers og mátti ég til að hafa það með þó það væri ekki í Orðskviðum. Happy

jesus women a04

Guðsteinn Haukur Barkarson Cool er nýlega búinn að skrifa pistil um Stöðu kvenna í Biblíunni. Endilega lesið greinina: Hér

Nú er yfirferð minni í Orðskviðum lokið hér á blogginu. Wink

Guð blessi ykkur kæru vinir sem lesið pistlana mína og alla hina líka. Grin

Kær kveðja/Rósa

  

„Orðskviðir Salómons Davíðssonar, Ísraels konungs, 4. hluti.

Vínið er spottari, sterkur drykkur glaumsamur, og hver sá, er drukkinn reikar, er óvitur. Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 20:1.

Það er manni sómi að halda sér frá þrætu, en hver afglapinn ygglir sig.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 20:3. 

„Letinginn plægir ekki á haustin, fyrir því leitar hann um uppskerutímann og grípur í tómt.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 20:4

„Ráðin í hjarta mannsins eru sem djúp vötn, og hygginn maður eys þar af.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 20:5.

11large

Réttlátur maður gengur fram í ráðvendni sinni, sæl eru því börn hans eftir hann. Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 20:7

„Til er gull og gnægð af perlum, en hið dýrmætasta þing eru vitrar varir.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 20:15. 

Kærleiki og trúfesti varðveita konunginn, og hann styður hásæti sitt með kærleika.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  20:28.

„Fyrirætlanir iðjumannsins reynast fésamar vel, en öll flasfærni lendir í fjárskorti.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 21:5. 

„Vitur maður vinnur borg kappanna og rífur niður vígið, sem hún treysti á.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 21:22.

„Sá sem varðveitir munn sinn og tungu, hann varðveitir sálu sína frá nauðum.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  21:23. 

„Hesturinn er hafður viðbúinn til orrustudagsins, en sigurinn er í hendi Drottins.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 21:31.

jerusalem 01

Gott mannorð er dýrmætara en mikill auður, vinsæld er betri en silfur og gull.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 22:1.

Ríkur og fátækur hittast, Drottinn skóp þá alla saman.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 22:2. 

„Fræð þú sveininn um veginn, sem hann á að halda, og á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 22:6.

„Horf þú ekki á vínið, hve rautt það er, hversu það glóir í bikarnum og rennur ljúflega niður. Að síðustu bítur það sem höggormur og spýtir eitri sem naðra. Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  23: 31-32. 

„Fyrir speki verður hús reist, og fyrir hyggni verður það staðfast, fyrir þekking fyllast forðabúrin alls konar dýrum og yndislegum fjármunum.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  24: 3.-4.

Vitur maður er betri en sterkur og fróður maður betri en aflmikill, því að holl ráð skalt þú hafa, er þú heyr stríð, og þar sem margir ráðgjafar eru, fer allt vel.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 24: 5.-6. 

„Ef óvin þinn hungrar, þá gef honum að eta, og ef hann þyrstir, þá gef honum að drekka, því að þú safnar glóðum elds yfir höfuð honum, og Drottinn mun endurgjalda þér það.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 25: 21.-22.

Eins og kalt vatn er dauðþyrstum manni, svo er góð fregn af fjarlægu landi.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 25:25. 

Eins og spörfugl flögrar, eins og svala flýgur, eins er um óverðskuldaða formæling - hún verður eigi að áhrínsorðum.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 26: 2.

jerusalem 93

 

Járn brýnir járn, og maður brýnir mann.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 27:17.

Eins og andlit horfir við andliti í vatni, svo er hjarta eins manns gagnvart öðrum.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 27:19. 

„Sá sem dylur yfirsjónir sínar, verður ekki lángefinn, en sá sem játar þær og lætur af þeim, mun miskunn hljóta.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 28: 13.

Þar sem engar vitranir eru, kemst fólkið á glapstigu, en sá sem varðveitir lögmálið, er sæll. Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 29:18. 

Um tvennt bið ég þig, synja mér þess eigi, áður en ég dey: Lát fals og lygaorð vera fjarri mér, gef mér hvorki fátækt né auðæfi, en veit mér minn deildan verð. Ég kynni annars að verða of saddur og afneita og segja: "Hver er Drottinn?" eða ef ég yrði fátækur, kynni ég að stela og misbjóða nafni Guðs míns.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 30: 7.-9.

Guð blessi ykkur öll. 


„Orðskviðir Salómons Davíðssonar, Ísraels konungs, 3. hluti.

Mjúklegt andsvar stöðvar bræði, en meiðandi orð vekur reiði. Af tungu hinna vitru drýpur þekking, en munnur heimskingjanna eys úr sér vitleysu.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 15:1.-2.

Glatt hjarta gjörir andlitið hýrlegt, en sé hryggð í hjarta, er hugurinn dapur.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 15:13.

Hinn volaði sér aldrei glaðan dag, en sá sem vel liggur á, er sífellt í veislu.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 15:15.

„Bráðlyndur maður vekur deilur, en sá sem seinn er til reiði, stillir þrætu.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  15:18.

Vegur letingjans er eins og þyrnigerði, en gata hreinskilinna er brautarvegur.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 15:19.

Gleði hlýtur maðurinn af svari munns síns, og hversu fagurt er orð í tíma talað!“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 15:23.

Lífsins vegur liggur upp á við fyrir hinn hyggna, til þess að hann lendi ekki niður í Helju.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  15:24.

Vingjarnlegt augnaráð gleður hjartað, góðar fréttir feita beinin.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  15:30.

Ótti Drottins er ögun til visku, og auðmýkt er undanfari virðingar.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 15:33.

26450

Manninum þykja allir sínir vegir hreinir, en Drottinn prófar hugarþelið.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 16:2.

Fel þú Drottni verk þín, þá mun áformum þínum framgengt verða.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 16:3.

Með elsku og trúfesti er friðþægt fyrir misgjörð, og fyrir ótta Drottins forðast menn hið illa.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  16:6

„Þegar Drottinn hefir þóknun á breytni einhvers manns, þá sættir hann og óvini hans við hann.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  16:7

„Betra er lítið með réttu en miklar tekjur með röngu.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 16:8.

„Hjarta mannsins upphugsar veg hans, en Drottinn stýrir gangi hans.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 16. 9.

„Sá sem gefur gætur að orðinu, hreppir hamingju, og sæll er sá, sem treystir Drottni.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  16:20.

„Sá sem er vitur í hjarta, verður hygginn kallaður, og sætleiki varanna eykur fræðslu.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 16:21.

Lífslind er hyggnin þeim, sem hana á, en ögun afglapanna er þeirra eigin flónska.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  16:22.

Vingjarnleg orð eru hunangsseimur, sæt fyrir sálina, lækning fyrir beinin.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  16:24.

Gráar hærur eru heiðurskóróna, á vegi réttlætis öðlast menn hana.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 16: 31.

Sá sem seinn er til reiði, er betri en kappi, og sá sem stjórnar geði sínu, er meiri en sá sem vinnur borgir.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  16:32.

ewKotelandTheDomeoftheRockcopy vi

„Sá sem breiðir yfir bresti, eflir kærleika, en sá sem ýfir upp sök, veldur vinaskilnaði.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 17:9.

„Vinur elskar ætíð og í nauðum er hann sem bróðir.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  17:17.

„Glatt hjarta veitir góða heilsubót, en dapurt geð skrælir beinin.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  17:22.

„Hygginn maður hefir viskuna fyrir framan sig, en augu heimskingjans eru úti á heimsenda.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 17:24.

Fámálugur maður er hygginn, og geðrór maður er skynsamur.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  17:27.

„Hjarta hins hyggna aflar sér þekkingar, og eyra hinna vitru leitar þekkingar.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  18:15.

Dauði og líf eru á tungunnar valdi, og sá sem hefir taum á henni, mun eta ávöxt hennar.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 18: 21.

„Sá sem eignast konu, eignast gersemi, og hlýtur náðargjöf af Drottni.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 18:22.

Að vera allra vinur er til tjóns, en til er ástvinur, sem er tryggari en bróðir.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 18:24.

Kapp er best með forsjá, og sá sem hraðar sér, misstígur sig.  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 19: 2.

Auður fjölgar vinum, en fátækur maður verður vinum horfinn.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 19:4.

„Sá lánar Drottni, er líknar fátækum, og hann mun launa honum góðverk hans.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 19:17.

Guð blessi ykkur og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa


„Orðskviðir Salómons Davíðssonar, Ísraels konungs, 2. hluti.

Snauður verður sá, er með hangandi hendi vinnur, en auðs aflar iðin hönd.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 10:4.

Hygginn er sá, er á sumri safnar, en skammarlega fer þeim, er um kornsláttinn sefur.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  10:5.

Minning hins réttláta verður blessuð, en nafn óguðlegra fúnar.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  10:7.

Sá sem gengur ráðvandlega, gengur óhultur, en sá sem gjörir vegu sína hlykkjótta, verður uppvís.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  10:9.

Hatur vekur illdeilur, en kærleikurinn breiðir yfir alla bresti.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 10:12.

Viska er á vörum hyggins manns, en á baki hins óvitra hvín vöndurinn.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 10:13.

Sá fer lífsins leið, er varðveitir aga, en sá villist, er hafnar umvöndun.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 10:17.

„Málæðinu fylgja yfirsjónir, en sá breytir hyggilega, sem hefir taum á tungu sinni.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 10:19.

„Tunga hins réttláta er úrvals silfur, vit hins óguðlega er lítils virði.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 10:20.

„Heimskingjanum er ánægja að fremja svívirðing, en viskan er hyggnum manni gleði.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  10:23.

TempleMount

Ráðvendni hreinskilinna leiðir þá, en undirferli svikulla tortímir þeim.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 11:3.

Réttlæti hins ráðvanda gjörir veg hans sléttan, en hinn óguðlegi fellur um guðleysi sitt.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 11:5.

Þar sem engin stjórn er, þar fellur þjóðin, en þar sem margir ráðgjafar eru, fer allt vel.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 11:14.

„Yndisleg kona hlýtur sæmd, og hinir sterku hljóta auðæfi.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  11:16. 

„Yndisleg kona hlýtur sæmd, og hinir sterku hljóta auðæfi.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 11:16.

Kærleiksríkur maður gjörir sálu sinni gott, en hinn grimmi kvelur sitt eigið hold. Hinn óguðlegi aflar sér svikuls ávinnings, en sá er réttlæti sáir, sannra launa.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 11: 17.-18.

Velgjörðasöm sál mettast ríkulega, og sá sem gefur öðrum að drekka, mun og sjálfur drykk hljóta.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 11:25.

Ávöxtur hins réttláta er lífstré, og hinn vitri hyllir að sér hjörtun.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 11:30.

Væn kona er kóróna manns síns, en vond kona er sem rotnun í beinum hans.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 12:4.

Sá sem yrkir land sitt, mettast af brauði, en sá sem sækist eftir hégómlegum hlutum, er óvitur.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 12:11.

„Af ávexti munnsins mettast maðurinn gæðum, og það sem hendur hans hafa öðrum gjört, kemur aftur yfir hann.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 12:14.

„Þvaður sumra manna er sem spjótsstungur, en tunga hinna vitru græðir“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 12:18.

Sannmálar varir munu ávallt standast, en lygin tunga aðeins stutta stund.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 12:19.

Yfir svikum búa þeir, er illt brugga, en gleði valda þeir, er ráða til friðar.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 12:20.

„Kænn maður fer dult með þekking sína, en hjarta heimskingjanna fer hátt með flónsku sína.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 12:23.

„Hugsýki beygir manninn, en vingjarnlegt orð gleður hann.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 12: 25.

a3030

„Með hroka vekja menn aðeins þrætur, en hjá ráðþægnum mönnum er viska.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 13:10.

Skjótfenginn auður minnkar, en sá sem safnar smátt og smátt, verður ríkur.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 13:11.

Langdregin eftirvænting gjörir hjartað sjúkt, en uppfyllt ósk er lífstré.“Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 13:12.

Kenning hins vitra er lífslind til þess að forðast snöru dauðans.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  13:14.

Góðir vitsmunir veita hylli, en vegur svikaranna leiðir í glötun.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 13:15.

Uppfyllt ósk er sálunni sæt, en að forðast illt er heimskingjunum andstyggð.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 13:19.

Haf umgengni við vitra menn, þá verður þú vitur, en illa fer þeim, sem leggur lag sitt við heimskingja.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  13:20.

Viska kvennanna reisir húsið, en fíflskan rífur það niður með höndum sínum.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 14:1.

Í munni afglapans er vöndur á hroka hans, en varir hinna vitru varðveita þá.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 14:3.

Þar sem engin naut eru, þar er jatan tóm, en fyrir kraft uxans fæst mikill ágóði.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 14:4.

Spottarinn leitar visku, en finnur ekki, en hyggnum manni er þekkingin auðfengin.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 14:6.

Viska hins kæna er í því fólgin, að hann skilur veg sinn, en fíflska heimskingjanna er svik.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 14:8.

„Margur vegurinn virðist greiðfær, en endar þó á helslóðum.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 14:12.

Rangsnúið hjarta mettast af vegum sínum svo og góður maður af verkum sínum.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  14:14.

Vitur maður óttast hið illa og forðast það, en heimskinginn er framhleypinn og ugglaus.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  14:16.

Sá sem fyrirlítur vin sinn, drýgir synd, en sæll er sá, sem miskunnar sig yfir hina voluðu.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 14:21.

Vissulega villast þeir, er ástunda illt, en ást og trúfesti ávinna þeir sér, er gott stunda.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 14:22.

Af öllu striti fæst ágóði, en munnfleiprið eitt leiðir aðeins til skorts.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 14:23.

Sannorður vottur frelsar líf, en sá sem fer með lygar, er svikari.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  14:25.

Sá sem er seinn til reiði, er ríkur að skynsemd, en hinn bráðlyndi sýnir mikla fíflsku.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 14:29.

Rósamt hjarta er líf líkamans, en ástríða er eitur í beinum.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 14:30.

Í hjarta hyggins manns heldur viskan kyrru fyrir, en á meðal heimskingja gerir hún vart við sig.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  14:33.

Nánari umfjöllun um Salómon og fleira: Félagið Zíon Vinir Ísraels. Hér 

"Hver var Salómon konungur og fyrir hvað var hann frægur?" Séra Sigurður Ægisson tók saman. Hér

Guð blessi ykkur öll.

Kær kveðja/Rósa.


„Orðskviðir Salómons Davíðssonar, Ísraels konungs, 1. hluti.

 Orðskviðir Salómons Davíðssonar, Ísraels konungs, til þess að menn kynnist visku og aga, læri að skilja skynsamleg orð, til þess að menn fái viturlegan aga, réttlæti, réttvísi og ráðvendni, til þess að þeir veiti hinum óreyndu hyggindi, unglingum þekking og aðgætni, - hinn vitri hlýðir á og eykur lærdóm sinn, og hinn hyggni nemur hollar lífsreglur - til þess að menn skilji orðskviði og líkingamál, orð-spekinganna og gátur þeirra.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 1: 1.-6.

Ótti Drottins er upphaf þekkingar, visku og aga fyrirlíta afglapar einir.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 1:7.

„Hlýð þú, son minn, á áminning föður þíns og hafna eigi viðvörun móður þinnar, því að þær eru yndislegur sveigur á höfði þér og men um háls þinn.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 1: 8.-9.

Því að til einskis þenja menn út netið í augsýn allra fleygra fugla, og slíkir menn sitja um sitt eigið líf, liggja í launsátri fyrir sjálfum sér. Þannig fer öllum þeim, sem fíknir eru í rangfenginn gróða: fíknin verður þeim að fjörlesti.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 1: 17.-19.

„Sá sem á Guð hlýðir, mun búa óhultur, mun vera öruggur og engri óhamingju kvíða.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 1:33.

Því að Drottinn veitir speki, af munni hans kemur þekking og hyggindi. Hann geymir hinum ráðvöndu gæfuna, er skjöldur þeirra, sem breyta grandvarlega, með því að hann vakir yfir stigum réttarins og varðveitir veg sinna guðhræddu." Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 2: 6.-8.

„Því að speki mun koma í hjarta þitt, og þekking verða sálu þinni yndisleg. Aðgætni mun vernda þig, og hyggindin varðveita þig“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 2: 10.-11.

„Kærleiki og trúfesti munu aldrei yfirgefa þig. Bind þau um háls þér, rita þau á spjald hjarta þíns, þá munt þú ávinna þér hylli og fögur hyggindi, bæði í augum Guðs og manna.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 3: 3.-4.

Treystu Drottni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit. Mundu til hans á öllum þínum vegum, þá mun hann gjöra stigu þína slétta.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 3: 5.-6.

Þú skalt ekki þykjast vitur, óttast Drottin og forðast illt, það mun verða heilnæmt fyrir líkama þinn og hressandi fyrir bein þín." Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 3: 7.-8.

"Tigna Drottin með eigum þínum og með frumgróða allrar uppskeru þinnar, þá munu hlöður þínar verða nægtafullar og vínberjalögurinn flóa út af vínlagarþróm þínum.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 3: 9.-10.

Son minn, lítilsvirð eigi ögun Drottins og lát þér eigi gremjast umvöndun hans, því að Drottinn agar þann, sem hann elskar, og lætur þann son kenna til, sem hann hefir mætur á.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 3:11.-12.

Sæll er sá maður, sem öðlast hefir speki, sá maður, sem hyggindi hlotnast. Því að betra er að afla sér hennar en að afla silfurs, og arðurinn af henni ágætari en gull." Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 3: 13.-14. 

„Hún  „spekin“ er dýrmætari en perlur, og allir dýrgripir þínir jafnast ekki á við hana. Langir lífdagar eru í hægri hendi hennar, auður og mannvirðingar í vinstri hendi hennar.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 3: 15.-16.

„Vegir hennar „spekinnar“ eru yndislegir vegir og allar götur hennar velgengni.Hún - spekin er lífstré þeim, sem grípa hana, og sæll er hver sá, er heldur fast í hana.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  3: 17.-18.

Son minn, dóttir mín, varðveit þú visku og gætni, lát þær eigi víkja frá augum þínum, þá munu þær verða líf sálu þinni og prýði fyrir háls þinn. Þá muntu ganga óhultur veg þinn og eigi drepa við fæti. Þegar þú leggst til hvíldar, þarft þú ekki að hræðast, og hvílist þú, mun svefninn verða vær.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  3: 21.-24.

Synja eigi góðs þeim, er þarfnast þess, ef það er á þínu valdi að gjöra það.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 3:27.

Vitrir menn munu heiður hljóta en heimskingjar bera smán úr býtum.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 3: 35.

salomon 301107

„Hjarta þitt haldi fast orðum mínum, varðveit þú boðorð mín, og muntu lifa! Afla þér visku, afla þér hygginda! Gleym eigi og vík eigi frá orðum munns míns!“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 4: 4.-5.

„Hafna henni „spekinni“ eigi, þá mun hún varðveita þig, elska hana, þá mun hún vernda þig." Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  4: 6.

„Upphaf viskunnar er: afla þér visku, afla þér hygginda fyrir allar eigur þínar! Haf hana í hávegum, þá mun hún hefja þig, hún mun koma þér til vegs, ef þú umfaðmar hana." Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  4: 7.- 8.

„Hún „“viskan“ mun setja yndislegan sveig á höfuð þér, sæma þig prýðilegri kórónu."  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  4: 9.

Ég vísa þér veg spekinnar, leiði þig á brautir ráðvendninnar.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  4:11.

Gata réttlátra er eins og bjartur árdagsljómi, sem verður æ skærari fram á hádegi. Vegur óguðlegra er eins og niðamyrkur, þeir vita ekki, um hvað þeir hrasa.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 4: 18.-19.

"Son minn, gef gaum að ræðu minni, hneig eyra þitt að orðum mínum. Lát þau eigi víkja frá augum þínum, varðveit þau innst í hjarta þínu." Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 4: 20.-21.

Því að þau  „orð spekinnar“ eru líf þeirra, er öðlast þau, og lækning fyrir allan líkama þeirra.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  4:22.

Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru, því að þar eru uppsprettur lífsins.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  4: 23.

.Lærðu af maurunum Grin

Far þú til maursins, letingi! skoða háttu hans og verð hygginn. Þótt hann hafi engan höfðingja, engan yfirboðara eða valdsherra, þá aflar hann sér samt vista á sumrin og dregur saman fæðu sína um uppskerutímann. Hversu lengi ætlar þú, letingi, að hvílast? hvenær ætlar þú að rísa af svefni? Sofa ögn enn, blunda ögn enn, leggja saman hendurnar ögn enn til að hvílast! Þá kemur fátæktin yfir þig eins og ræningi og skorturinn eins og vopnaður maður." Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 6: 6.-11. 

Því að viska er betri en perlur, og engir dýrgripir jafnast á við hana.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 8:11.

Ávöxtur minn – spekinnar, er betri en gull og gimsteinar og eftirtekjan eftir mig- visku, betri en úrvals silfur.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 8:19.

Ég geng á götu réttlætisins, á stigum réttarins miðjum, til þess að gefa þeim sanna auðlegð, er elska mig, og fylla forðabúr þeirra.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 8: 20.-21.

„Og nú, þér yngismenn - yngismeyjar, hlýðið mér, því að sælir eru þeir, sem varðveita vegu mína.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  8:32.

„Hlýðið á aga, svo að þér verðið vitrir, og látið hann eigi sem vind um eyrun þjóta.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  8:33.

„Sæll er sá maður, sem hlýðir mér, sem vakir daglega við dyr mínar og geymir dyrastafa minna.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  8: 34.

Því að sá sem mig finnur, finnur lífið og hlýtur blessun af Drottni. En sá sem missir mín, skaðar sjálfan sig. Allir þeir, sem hata mig, elska dauðann.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  8: 35.-36.

 Því að fyrir mitt fulltingi-Guðs almáttugs, munu dagar þínir verða margir og ár lífs þíns aukast.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  9:11.

musteri 040708

Salómon konungur var sonur Davíðs Ísaísonar sem var konungur í Jerúsalem.

Salómon var konungur í 40 ár, 970-930 f. Krist.

Þessi frásögn um Salómon er eftirtektarverð vegna þess að Guð bauð Salómon að biðja um hvað sem hann vildi og Guð ætlaði að veita honum þá bón. Salómon bað Guð. Salómon bað um visku og þekkingu. Hann hefði getað beðið um auðlegð, fé, sæmd eða um líf þeirra sem hötuðu hann. Guð veitti honum einnig auðlegð, fé og sæmd.  

„Salómon sonur Davíðs festist í konungdómi, og Drottinn, Guð hans, var með honum og gjörði hann mjög vegsamlegan. Og Salómon lét boð fara um allan Ísrael, til þúsundhöfðingjanna og hundraðshöfðingjanna, dómaranna og allra höfðingjanna í öllum Ísrael, ætthöfðingjanna, og fór Salómon síðan og allur söfnuðurinn með honum til fórnarhæðarinnar í Gíbeon, því að þar var samfundatjald Guðs, það er Móse, þjónn Drottins, hafði gjöra látið á eyðimörkinni. Örk Guðs hafði Davíð þar á móti flutt frá Kirjat Jearím, þangað er Davíð hafði búið henni stað, því að hann hafði reist tjald fyrir hana í Jerúsalem. Eiraltarið, er Besaleel Úríson, Húrssonar, hafði gjört, var og þar, frammi fyrir bústað Drottins, og Salómon og söfnuðurinn leituðu hans þar. Og Salómon færði Drottni fórnir þar á eiraltarinu, er heyrði til samfundatjaldinu, og færði hann honum þar þúsund brennifórnir. Þá nótt vitraðist Guð Salómon og sagði við hann: "Bið þú þess, er þú vilt að ég veiti þér." Og Salómon svaraði Guði: "Þú auðsýndir Davíð föður mínum mikla miskunn, og þú hefir gjört mig að konungi eftir hann. Lát þá, Drottinn Guð, fyrirheit þitt til Davíðs föður míns standa stöðugt. Því að þú hefir gjört mig að konungi yfir lýð, sem er margur eins og duft jarðar. Gef mér þá visku og þekkingu, að ég megi ganga út og inn frammi fyrir lýð þessum. Því að hver getur annars stjórnað þessum fjölmenna lýð þínum?" Þá mælti Guð við Salómon: "Sakir þess, að þetta bjó þér í hjarta, og þú baðst eigi um auðlegð, fé og sæmd, eða um líf þeirra, er hata þig, og baðst eigi heldur um langlífi, heldur baðst þér visku og þekkingar, að þú gætir stjórnað lýð mínum, er ég hefi gjört þig að konungi yfir, þá er viska og þekking veitt þér, og auðlegð, fé og sæmd vil ég veita þér, meiri en haft hefir nokkur konungur á undan þér og meiri en nokkur mun hafa eftir þig." 2. Kron: 1: 1.-12.

Guð blessi ykkur.

Shalom/Rósa 

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband