Frjálslega vaxnar konur eru flottar!

 

Mundu að þú ert flott!

 

Hefurðu velt fyrir þér að....

- ef gínur í búðum væru raunverulegar konur væru þær of grannar til þess að fá blæðingar?

(Hér hefði ég skrifað að taka á móti eða fá Rósu frænku í heimsókn eða að hafa Kommúnistafund í Kjallaranum.)

- af 3 milljörðum kvenna í heiminum eru aðeins u.þ.b. 10 súpermódel?

- Marlyn Monroe notaði stærð 14 (ameríska) og hafði alla karlmenn í vasanum án þess að nokkur kvartaði yfir kílóunum á henni?

- ef Barbie væri alvöru kona væri hún svo vansköpuð að hún yrði að ganga á fjórum fótum?

- ein af hverjum 4 konum á háskólaaldri þjást af einhvers konar átröskun?

- fyrirsætur í glanstímaritum og sjónvarpi eru lagaðar til í tölvu eða fiffaðar með lýsingu og ljósmyndatrikkum?

- rannsóknir hafa sýnt að fimm mínútna lestur glanstímarita veldur þungu skapi, skömm og sektarkennd hjá um 70% kvenna?

- fyrirsætur fyrir 20 árum voru 8% léttari en konur almennt en fyrirsætur í dag eru 23% léttari en konur almennt?

 

Svaka gella

 

Svaka Gella

Póstkort frá vinkonu 1984!

Fegurð konunnar er ekki hægt að smækka niður í mælieiningar heldur felst hún í þeirri útgeislun sem kærleikur til sjálfrar sín veitir hverri og einni.

- Fegurð felst í þroska og góðri sjálfsímynd og fer einungis batnandi með árunum.

- Spurningin er ekki um fatastærðir, kílófjölda, hæð eða háralit, heldur er hún spurning um að elska sjálfa sig frá toppi til táar.

- Hjálpumst að við að ýta undir góða sjálfsímynd hver annarrar.   Við erum allar ÆÐI........og ekki gleyma því!!!

Fáein spakmæli:

„Konan er kóróna sköpunarinnar." Herdeb

„Líkami konunnar er það ljóð sem Drottinn skráði í hina stóru bók náttúrunnar." Heinrich Heine

„Konan er fegurri helmingur jarðarinnar." J.J. Rousseau

„Þegar Eva hafði etið eplið af skilningstrénu fór hún að líta í kringum sig eftir fíkjublaði. Þegar kona fer að hugsa snýst fyrsta hugsun hennar um föt." Heinrich Heine

Heilög Ritning:

„Hversu lengi ætlar þú að reika fram og aftur, þú hin fráhverfa dóttir? Því að Drottinn skapar nýtt á jörðu: Kvenmaðurinn verndar karlmanninn." Jeremía 31:22

Að lokun:

Fyrir stuttu var ég á ferðalagi og rakst á texta sem er hér fyrir ofan. Ég hugsaði að kannski ætti ég að birta þennan texta á blogginu og nú er sú hugsun  orðin að veruleika ásamt spakmælum og ritningarversi úr Biblíunni. Sumt í þessum texta finnst mér sorglegt.

Guð veri með ykkur

Kær kveðja/Rósa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Hæ hæ Rósa.

Satt er það sem þú segir "Við eru allar æði" svo sannarlega eruð þið allar æðislegar.

Ljóðaljóðin 4 : 7  "Öll ertu fögur, ástin mín, lýtalaus með öllu." Ef sálin er fögur þá ertu lýtalaus með öllu, fegurðin kemur að innan.

Guð blessi þig.

Kveðja Jenni.

Jens Sigurjónsson, 14.3.2009 kl. 03:13

2 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Auðvitað erum við alveg meiriháttar flotta konur elsku Rósa. Við látum engan segja okkur annað því við vitum betur. Góða helgi kæra vinkona, vona að þið séuð ekki að snjóa inni þarna heima....Guð veri með ykkur, kv úr vorinu i Lyngdal

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 14.3.2009 kl. 14:14

3 Smámynd: Flower

Það er ákaflega sorglegt að horfa á ungar konur þramma um sýningarpalla svo horaðar að ég óttast stundum að öklar þeirra bresti, nokkurnvegin án gríns. Það er víst ábygglega margt fegurra við konur en það sem tískan segir til um. Fáránlegt að nokkur skuli sætta sig við það ok sjálfviljugur.

Flower, 14.3.2009 kl. 14:35

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Jenni og Helga

Jenni minn, þessi orð  "Við erum allar ÆÐI" eru af þessu blaði sem ég og vinkonur mínar fundum í búningsherberginu okkar. Hópurinn sem var á undan okkur hafði skilið eftir þessi blöð og máttum við þ.a.l. fá blöðin. Frábært vers sem þú vísar í úr Ljóðaljóðunum. Sammála að fegurðin kemur að innan. Ytra útlit skiptir ekki eins miklu máli og okkar innri maður. Þegar við veljum okkur vini þá veljum við vini sem eru trygglyndir og hafa hjartað á réttum stað. 

Helga mín, sammála þér. "Vinir hjálpa - aðrir aumkva." Ók. höf.

Eitt gott spakmæli í lokin sem passar ágætlega nú:

" Notið vináttuna eins og bankainnistæðu, ef ykkur sýnist svo, en gleymið ekki að leggja inn á reikninginn öðru hvoru" 

Ók. höf. Spakmælabókin, Örn og Örlygur 1986.

Guð blessi ykkur og gefi ykkur góða helgi

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.3.2009 kl. 14:42

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælar Sirrí og Flower.

Vona að vorið sé að koma með fullt af Flower.

Sirrý mín, auðvita erum við flottar. Það er ekki að snjóa þessa stundina en hér er allt hvít alveg niður í fjöru. 

Flower mín, já það er satt og við höfum örugglega öll kynnst konum sem eiga við þennan vanda að stríða og ef eitthvað er þá held ég að þeim líði ver en okkur sem erum með aukakílóin og erum frjálslega vaxnar.  Skilaboðin sem ungar stúlkur fá frá tískuheiminum eru röng og hafa haft hræðilegar afleiðingar fyrir margar stúlkur og einnig drengi. 

Guð blessi ykkur og gefi ykkur góða helgi.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.3.2009 kl. 14:54

6 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þetta er  svo rett Rósa min, fegurðin kemur innan frá, má ég þá heldur vera eins og eg er en eins og gangandi tannstöngull, þekki það fra minum yngri árum, var grindhoruð fram á þritugs aldur. Við erum bara flottastar Rósa min. Kærleikur til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 14.3.2009 kl. 17:16

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Kristín mín

Takk fyrir innlitið. Ég hef alltaf verið frjálslega vaxin. 

Pétur sem gaf út Pétrískuorðabókina notar orðið DÓMKIRKJA yfir konu sem er mjög væn að vallarsýn. 

Þá höfum við það.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.3.2009 kl. 19:06

8 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Dómkirkja, Pétur kann að nefna hlutina.

Jens Sigurjónsson, 14.3.2009 kl. 20:04

9 Smámynd: Birgirsm

AÐ GEFA ÞÉR EINKUNN OG AFURÐAR-STIG

AF EINSTAKRI VANHÆFNI SEGI ÉG STOPP

EN VIÐ NÁNARI LÝSINGU, MINNIR ÞÚ MIG

Á MÖÐRUDALS-ÖRÆFA-GELDROLLU-KROPP.

kveðja

Birgirsm, 14.3.2009 kl. 22:02

10 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Sæl Rósa mín,góð lesning eins og við var að búast hjá þér vinkona og já auðvitað kemur fegurðin að innan og þessi útlitsdýrkun sem er troðið inn í hausinn á ungu fólki er bara skelfileg,ég á sjálf frænku sem varð anorexíu að bráð,hún lifði af en er sködduð fyrir lífstíð,fyrir utan að hugsa til móður sem horfir upp á barnið sitt hverfa fyrir augunum á sér og geta ekkert gert,það er svakalegt....svo þá eru nú aukakílóin betri vinkona,enda miklu meira til að elska þegar kroppurinn er stór ekki satt eigðu ljúfa helgi í snjónum vinkona og vertu Guði falin

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 14.3.2009 kl. 23:30

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið

Jens minn, hann Pétur er rosalegur.

Birgir minn, fyndin vísa. Varstu sjálfur að yrkja? Hvað ætli Stefáni Stórval sem var frá Möðrudal hefði nú fundist um þessa vísu? Afi minn var vinnumaður hjá Jóni í Möðrudal sem var faðir Stefáns. Hefur þú séð málverkin hans Stefáns af Herðubreið og af skjátunum?

Sigga mín, sorglegt með frænku þína. Þú minnir mig á vin minn í Stykkishólmi. Konan hans sem nú er látin var frjálslega vaxin. Hann sagði að hann elskaði hvert gramm þannig að það hefði ekki borgað sig fyrir hana að grennast því þá hefði minkað ástin, bara grín. 

Guð blessi ykkur og varðveiti.

Góða helgi.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.3.2009 kl. 00:13

12 identicon

Sæl Rósa.

Þar kom að því, að minna okkur karlmmennina hver í heimi fegurst  er.

Ég segi alltaf eins og kom hérna fram að ofan. 

Fegurðin kemur innan frá.

Kærleikskveðja til þíní öllum þínum þankagangi !

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 03:10

13 identicon

Sæl Rósa.

Þegar ég hafði lokið skrifum mínum rakst ég á þetta.

Svar til karlmanns 

er hélt á móti konum.

-----------------

Guð sem fyrstan gjörði mann

gæddan prýði jörðu á,

ekki er gott,að einn sé hann

alvalds-vizkan ríka sá.

Anda hreinan vakti vífs,

veginn saman eiga því

til að bera byrðar lífs

bundin kærleiks-viðjum í.

Þar um lífsins lögmál gjörð

lynda hverjum allvel má.

Enginn er á okkar jörð,

að ei sé borinn konu frá.

Höf. Ingibjörg Sigurðar frá Kálfshamarsvík.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 13:46

14 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl mín kæra!

Afsakað hvað ég hef verið löt við að skoða bloggin hjá bloggvinunum og þar á meðal þín.

Hef verið svo mikið upptekin. En Rósa  þetta er nú bara sjúkt þessi líkams dyrkun, og ekki 

veitir af að benda á hinn gullna meðal veg í þeim efnum.Svo er eitt sem konur fatta oft ekki

að það er til svo mikið af fallegum fötum,sem njóta sín betur á gerðarlegri konur:D

Fór í stutta göngu um daginn með skrefa mæli og ég gekk 2191 skref, svo það er fljótt að koma ef

maður nennir út að hreyfa sig. Hreyfing það er málið!

Takk fyrir spjallið mín kæra og njóttu dagsins. Drottinn blessi þig!

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 16.3.2009 kl. 11:53

15 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Sæl elsku Rósa fegurðin kemur sko frá hjartanu Skemmtileg lening enda skemmtileg og góð.

Kær kveðja til þín og drottinn blessi þig.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.3.2009 kl. 17:32

16 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð kæru bloggvinir

Þórarinn minn, já þetta var aldeilis flottur þankagangur hjá mér. Takk innilega fyrir kvæðið sem Ingibjörg sigurðardóttir orti.

Halldóra mín, meðalvegurinn er oft vandrataður annað hvort of eða van. Þú varst að spossera en ég var í þrekleikfimi. Var ekki með skrefamælirinn.

Katla mín, sammála því að fegurðin kemur frá hjartanu.

Takk fyrir innlitið og Drottinn blessi ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.3.2009 kl. 19:21

17 Smámynd: Linda

Besta færsla þín held ég bara, alla veganna, þá er ég rosalega ánægð með svona skilaboð.  Yndó

Linda, 16.3.2009 kl. 19:43

18 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Linda mín.

ÞÚ SEGIR NOKKUÐ ÞYKIR MÉR.

VERTU GUÐI FALIN

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.3.2009 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband