Nú árið er liðið í aldanna skaut



Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, nú gengin er sérhver þess gleði og þraut, það gjörvallt er runnið á eilífðar braut, en minning þess víst skal þó vaka.  

En hvers er að minnast og hvað er það þá, sem helst skal í minningu geyma? Nú allt er á fljúgandi ferð liðið hjá, það flestallt er horfið í gleymskunnar sjá. En miskunnsemd Guðs má ei gleyma.  

Hún birtist á vori sem vermandi sól, sem vöxtur í sumarsins blíðum, í næðingum haustsins sem skjöldur og skjól, sem skínandi himinn og gleðirík jól í vetrarins helkuldahríðum.  

Hún birtist og reynist sem blessunarlind á blíðunnar sólfagra degi, hún birtist sem lækning við böli og synd, hún birtist þó skærast sem frelsarans mynd, er lýsir oss lífsins á vegi.  

Nú Guði sé lof fyrir gleðilegt ár og góðar og frjósamar tíðir, og Guði sé lof, því að grædd urðu sár, og Guði sé lof, því að dögg urðu tár. Allt breyttist í blessun um síðir.  

Ó, gef þú oss, Drottinn, enn gleðilegt ár og góðar og blessaðar tíðir, gef himneska dögg gegnum harmanna tár, gef himneskan frið fyrir lausnarans sár og eilífan unað um síðir.  

Sb. 1886 - Séra Valdimar Bríem. 




Í Jesú nafni áfram enn
með ári nýju, kristnir menn,
það nafn um árs- og ævispor
sé æðsta gleði' og blessun vor.

Í nafni hans æ nýtt er ár,
því nafni', er græðir öll vor sár,
í nafni hans fá börnin blíð
Guðs blessun fyrst á ævitíð.

Í nafni hans sé niður sáð
með nýju vori' í þiðnað láð,
í nafni hans Guðs orði á
á æskuvori snemma' að sá.

Í nafni hans sé starf og stríð,
er stendur hæst um sumartíð,
í nafni hans sé lögð vor leið
um lífsins starfs- og þroskaskeið.

Í nafni hans, þótt haust sé kalt,
vér horfum glaðir fram á allt,
í nafni hans, er þróttur þver,
vér þráum líf, sem betra er.

Í nafni hans vér hljótum ró,
er hulin jörð er vetrarsnjó,
í nafni hans fær sofnað sætt
með silfurhárum ellin grætt.

Í Jesú nafni endar ár,
er oss er fæddur Drottinn hár,
í Jesú nafni lykti líf,
hans lausnarnafn þá sé vor hlíf.

Á hverri árs- og ævitíð
er allt að breytast fyrr og síð.
Þótt breytist allt, þó einn er jafn,
um eilífð ber hann Jesú nafn.

Sb. 1886 - Valdimar Briem. 



Hér skiptast tímar, öld og ár. Og auðna, fár og gleði‘ tár.

Og óðar dagsins öll er stund. Þá eru rokkin stund.

 

Kór: En Drottinn sami dag hvern er. Hinn dýrðlegasti vinur mér.

Hans náðardjúpa undra ást. Hún aldrei neinum brást.

Brátt hnígur sól mín hinsta sinn. Og hljóðnar gígjustrengur minn.

En ofar skýjum á ég spor. Og eilíft lofsöngs vor.

Þá sé ég þreyða Zíonborg. Í sólroða, og gleymd er sorg.

Þar á hver dagur ekkert kvöld. En árgeislanna tjöld.

Um morgundægrin mild og löng. Við Móse og við Lambsins söng.

Ég stilli mína hörpui hátt. Og heiðra Guð minn dátt.

Anton Nilsson – Ásmundur Eiríksson.


Kæru bloggvinir

Gleðilegt nýtt ár.

Þakka samfylgdina á blogginu.

Munum að Drottinn vill vera með okkur, hann bregst ekki.

Ég trúi því að Drottinn muni snúa við högum þjóðar okkar ef við biðjum hann um hjálp.

Kær kveðja/Rósa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Dró orð fyrir ykkur: "Ekkert brást af öllum fyrirheitum þeim, er Drottinn hafði gefið húsi Ísraels. Þau rættustu öll." Jós. 21:45

Færsla frá því í fyrra. Hér

Guð blessi ykkur og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.1.2010 kl. 02:25

2 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Sæl Rósa mín, orð til þín: Vertu staðföst í bæninni, vektu og biddu með þakkargjörð. Guð blessi þig og þína, þess bið ég í Jesú nafni. Amen,

Aðalbjörn Leifsson, 1.1.2010 kl. 09:50

3 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

Gleðilegt ár Rósa og Guð veri með þér og þínum nú árið 2010 og gefi þér vonaríka framtíð til heilla :)

Unnur Arna Sigurðardóttir, 1.1.2010 kl. 18:03

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæl Rósa Engill! Ég virkilega óska þér góðs nýárs og ég dáist að þessum dugnaði í þér að blogga. Ég las nú ekkert sálminn enn kíkti þess betur á myndirnar..

Óskar Arnórsson, 1.1.2010 kl. 18:58

5 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Sæl Rósa. Ég óskar þig Gleðilegt ár og þakka fyrir það gamla

kveðja Gulli Dori

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 2.1.2010 kl. 02:45

6 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Elsku Rósa mín,gleðilegt ár og þakka þér ljúfa viðkinningu á liðnu ári,megi nýja árið færa þér hamingju og gleði,Guð veri með þér og þínum vinkona.

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 2.1.2010 kl. 15:14

7 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Blessuð Rósa mín.

Um leið og ég óska þér gleði og gæfuríks nýs árs með þakklæti fyrir það gamla, þá vil ég líka þakka þér þessa færslu og orðið til okkar.

Kveðja, Þórólfur.

Þórólfur Ingvarsson, 2.1.2010 kl. 15:28

8 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Gleðilegt nýtt ár og Guð blessi þig Rósa :)

Guðmundur St Ragnarsson, 2.1.2010 kl. 20:45

9 Smámynd: Ragnheiður

Gleðilegt ár Rósa mín og takk fyrir gamla árið

Ragnheiður , 2.1.2010 kl. 21:09

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Kæru vinir

Takk fyrir innlitið.

Alli talar um að vaka og biðja. Það er mikill leyndardómur í þeim orðum.

Við þurfum að vera dugleg að biðja fyrir landi og þjóð.

Ég trúi á bænasvör og ég trúi því svo sannarlega að Guð almáttugur muni snúa við högum þjóðar okkar.

Takk fyrir góðar óskir og sérstaklega blessunaróskir.

Guð veri með ykkur öllum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.1.2010 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband