MYND AF JESÚ eftir Iðunni Steinsdóttur

c documents and settings hp owner my documents my pictures old radio 729273

„Nú eru aðeins fimm dagar til jóla. Jólatilboð okkar á hreinlætisvörum og undrabóni stendur fram á Þorláksmessu. Látið ekki happ úr hendi sleppa.“ Þulurinn í útvarpinu ræskti sig. Hann var orðinn hás af að þylja auglýsingar.

home care

Mamma lækkaði í útvarpinu og horfði þungbúin í kringum sig. Á bekknum voru staflar af smákökum og óhreinum plötum úr bakaraofninum. Það brakaði í hverju spori ef gengið var um eldhúsið af því að mylsnan hafði dreifst um. Dyrnar fram í þvottahúsið voru í hálfa gátt og þar sá í óhreinan þvott í hverju horni.

TNORsprng2

– Mamma hlakkarðu ekki til jólanna? spurði Viðar og hoppaði á kornóttu gólfinu. Hann sá svipinn á móður sinni og vildi gleðja hana með því að tala um eitthvað skemmtilegt.

– Hlakka til? Mér er til efs að jólin komi hingað eins og ástandið á heimilinu er, svaraði mamma.

253jesus12
Jesús 12 ára.

– Koma jólin ekki? Jesús hlýtur að eiga afmæli einu sinni á ári eins og við hin. Andlitið á Viðari varð að stóru spurningarmerki sem áhyggjuviprur hrísluðust um.

– Líttu í kringum þig. Heldurðu að Jesú langi til að halda upp á afmælið sitt í svona drasli? Það hefur ekki verið þurrkað af svo dögum skiptir. Jólin eru rétt að koma og ég veit ekki hvaða tíma ég á að hafa til að ljúka öllu sem eftir er. Og láttu þessar smákökur vera, þær eru til jólanna! Þetta síðasta æpti hún að pabba sem birtist í eldhúsinu og renndi glaðbeittur í smákökustaflana. Viðar læddist út í horn og lét fara lítið fyrir sér. Pabbi reyndi að tala kjark í mömmu. Hann sagði að þetta væri ekki svo slæmt, þau yrðu bara öll að hjálpast að.

c documents and settings var rn heimsson desktop mamma matur kokur vin kaffibolli teikn

– Skipulagning er allt sem þarf, sagði hann og hellti kaffi í bolla handa henni.Svo byrjuðu þau að skipuleggja. Þau skipulögðu hvert handtak í undirbúningi jólahátíðarinnar. Tiltekt í hverju herbergi fyrir sig, jólaþvottinn, innkaupin, gjafamálin, matargerðina, skreytinguna, bókstaflega allt og líka hver ætti að gera hvað. Og pabbi skrifaði allt saman á spjald sem hann hengdi upp í eldhúsinu. Þetta tók langa stund og Jói stóri bróðir og Hermína systir voru bæði komin heim áður en yfir lauk. Þau voru ekkert yfir sig hrifin þegar þau sáu hverju þeim hafði verið úthlutað.

– Á ég að vera allan daginn í hreingerningum? Ég var nú að fá jólafríið rétt í þessu, sagði Hermína fýld.

– Ég geri ekki neitt í þessum jólaundirbúningi. Ég er að vinna, sagði Jói.

– Við líka, sagði pabbi.

– Þið eruð ekki í eins þreytandi vinnu og ég, sagði Jói.

– Við erum öll þreytt og það er engin sanngirni að ég standi í þessu ein, sagði mamma. Eftir töluvert nöldur og dálitlar vangaveltur sættust allir á að gera sitt til að jólin kæmu á réttum tíma. Þau voru farin að slaka á og rabba í sátt og samlyndi þegar mjó rödd heyrðist úr eldhúshorninu.

– Á ég ekki að gera neitt?

– Viðar minn, já þú þarft auðvitað að gera eitthvað líka, sagði pabbi vandræðalegur.

– Þú getur hlaupið út í búð þegar mig vantar eitthvað, sagði mamma.

– Það er svo lítið, sagði Viðar.

– Ég veit, þú teiknar reglulega fallega jólamynd handa okkur. Við hengjum hana upp frammi á gangi og hún verður það fyrsta sem fólk sér þegar það kemur í heimsókn um jólin, sagði pabbi. Viðar brosti út að eyrum.

3 baby jesus  bluebird

– Ég ætla að teikna Jesú í jötunni, sagði hann. Það væru ýkjur að segja að allir hefðu strax tekið til óspilltra mála við jólaundirbúninginn. Hermína laumaðist út og Jói lagði sig. En pabbi og mamma sátu við jólakortin fram á nótt og Viðar lét heldur ekki á sér standa. Hann náði í stóra hvíta pappaörk og byrjaði strax að teikna. Morguninn eftir vaknaði hann snemma og lauk við myndina. Eftir því sem á daginn leið varð mamma þreyttari og reiðari yfir því hve jólaundirbúningurinn gengi hægt. Viðar reyndi aftur og aftur að ná sambandi við hana. Hann langaði að sýna henni myndina svo að hún sæi að eitthvað væri að verða tilbúið fyrir jólin. En hún var alltaf á hlaupum.

– Nú tökum við gólfið í stofunni í kvöld. Ég náði síðasta pakkanum af undrabóni á tilboðsverði, sagði pabbi þegar hann kom heim úr vinnunni. Hann snaraðist inn í stofu ásamt mömmu. Þar umturnuðu þau öllu til að geta borið undrabónið á parketið.

FINISH10high
Af hverju eruð þið að rusla svona út? spurði Viðar.

– Það verður svo fínt á eftir, sagði pabbi og staflaði stólunum út í horn. Viðar reyndi að hjálpa til en þegar hann hafði misst brúðkaupsmyndina af pabba og mömmu á gólfið og brotið glerið bað pabbi hann að koma sér út úr stofunni.

4298

– Hvað á ég að gera. Mig langar svo að hjálpa til, sagði hann mjóróma.

–Haltu áfram að teikna, sagði mamma.

– Ég er búinn með myndina. Á ég að sýna…?

– Teiknaðu meira og vertu ekki að tefja okkur, Viðar minn, sagði pabbi.

– Hvað á ég að teikna meira?

– Eitthvað fallegt í sambandi við blessuð jólin, sagði mamma og strauk honum flausturslega um vangann.

– Eitthvað úr jólaundirbúningnum sem er svo skemmtilegur, sagði pabbi. Viðar hrökklaðist inn í herbergið sitt og tók litina upp úr skúffunni. Hann hugsaði sig vel um og byrjaði svo að teikna. Tungan leitaði út í munnvikið eins og alltaf þegar hann einbeitti sér. 

Á Þorláksmessu var veðrið undur fallegt. Stórar dúnmjúkar snjóflyksur liðu til jarðar og trén voru alhvít. Veröldin var ekki lengur sú sama og í gær. Þetta var jólaveröld. Það hefði verið gaman að setja svona fallegan snjó á myndina. Og eitt eða tvö tré. En það var ekki meira pláss á blaðinu. Viðar var alveg búinn að fylla það. Bráðum kemur mamma heim og þá ætla ég að biðja hana að setjast hjá mér og syngja jólasálmana. Við getum líka kveikt á kerti, hugsaði hann.

30 10 2006 7404

En þegar mamma kom heim úr vinnunni hafði hún ekki tíma til að setjast niður og syngja jólasálma. Hún þurfti að sjóða hangikjötið og gera graflax, rækjurétt og alls konar sósur fyrir matarveisluna á jóladag.

imi 3856

Svo þurfti að taka til í stofunni og skreyta, fara í búðir og pakka inn gjöfum. Stóru systkinin voru líka á þönum allan daginn enda höfðu þau næstum ekkert verið byrjuð á listanum sínum. Pabbi hamfletti rjúpurnar og var á símavaktinni.

rjupur

Það leið að kvöldi og Viðar var daufur í dálkinn. Það var farið að hlána. Snjórinn blotnaði og hrundi í þungum hlussum niður af trjánum. Hvít ábreiðan á götunni og gangstéttunum breyttist í mórautt krap sem slettist upp þegar bílarnir óku um. Það var ekkert jólalegt úti lengur. Allt í einu varð hann örvæntingarfullur. Það var heldur ekkert jólalegt inni. Allir voru á hlaupum. Hermína argaði á hann þegar hann missti niður mjólkursopa á nýþvegið gólfið. Pabbi og Jói rifust út af því hvor ætti að fara og kaupa perur í jólatrésseríuna. Og hrærivélin hafði svo hátt að mamma heyrði ekki þegar hann reyndi að tala við hana. Kannski færi þetta eins og mamma var að segja um daginn. Jólin kæmu ekkert til þeirra í þetta skipti.

untitled

– Mamma, nú skulum við kveikja á kerti og syngja jólalögin, sagði hann þegar mamma hans slökkti loks á hrærivélinni og seig niður á eldhúskoll með kaffibollann sinn.

– Vertu nú ekki að þreyta mig. Viltu ekki teikna myndina þína? Hún verður að vera tilbúin á morgun, þá eru jólin.Viðar stundi.

 Hún er tilbúin.

– Leyfðu mér þá að sjá hana, sagði mamma og geispaði.

– Já, blessaður sæktu Jesúbarnið í jötunni og við skulum hengja það upp, sagði pabbi sem kom fram í eldhúsið eftir að hafa haft betur í rifrildinu við Jóa. Hann hlammaði sér niður með kaffitár.

baby jesus if missing

– Það er ekkert bara Jesús, tautaði Viðar. Hann trítlaði inn í herbergi og sótti myndina. Pabbi og mamma litu á hana. Þau horfðu þögul lengi, lengi. Blaðið var troðfullt af myndum af alls kyns dóti. Það voru rjúpur, graflax, jóla skraut, þvottur, jólakort, jólapakkar, innkaupapokar, hangikjötslæri, smákökur og undrabón. Og efst trónaði brúðkaupsmynd með brotnu gleri.

– Hvað er þetta drengur, hvar er Jesúbarnið og jatan? spurði pabbi loks.

– Já, hvar er Jesúbarnið? Þú sagðist ætla að teikna það, sagði mamma.

– Jesúbarnið er þarna, það sést bara ekki.

– Sést ekki? Hvers vegna í ósköpunum? spurði pabbi.

– Sko, ég teiknaði það fyrst og jötuna og Jósep og Maríu og fjárhirðana og allt. En svo sögðuð þið að ég ætti að teikna jólaundirbúninginn líka og hann tók svo mikið pláss að Jesús lenti undir. Pabbi og mamma sátu þögul dálitla stund. Svo reis mamma á fætur, sótti stórt rautt jólakerti og setti í stjaka.

adventa kerti 80

– Komið þið, nú skulum við setjast inn í stofu og syngja eitthvað fallegt, sagði hún.

– En mamma, hvað með ísinn og súkkulaðisósuna?

–Við förum út í búðina hérna á horninu á morgun og kaupum ís og súkkulaðisósu þar. Viðar sat á milli pabba og mömmu og vandaði sig eins og hann gat. Bjarminn af kertinu var svo fallegur að það var næstum eins og jólin væru komin. Og þegar þau voru að enda við að syngja: ,,Bjart er yfir Betlehem” kom Jói bróðir úr búðinni með perurnar í seríuna. Hann brosti bara og sagði:

merry christmas angels admiring baby jesus posters

– Það er naumast jólalegt.Hárið á honum var alveg hvítt og hann var með stórar hvítar flyksur á nefinu.

Það var aftur farið að snjóa.

kinkade   home for the holidays

Vinkona mín Kolbrún las þessa sögu í dag í Hvítasunnukirkjunni á Vopnafirði.

Munum að forgangsraða og verum úthvíld á jólunum.

Guð veri með ykkur í jólaundirbúningnum. Wink

Kær kveðja/Rósa

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Þessi saga byrjar á þessum orðum: „Nú eru aðeins fimm dagar til jóla."

Ákvað að setja þessa færslu núna þó svo að það séu fleiri en fimm dagar til jóla.

Guð veri með ykkur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.12.2009 kl. 01:45

2 identicon

Hæ Rósa.

Það er nefnilega það,

skyldi einhver kannast við þetta ástand eftir þessa lesningu ?

Skemmtileg myndskreyting þín, er upplífgandi.

Takk fyrir.

Kveðja. 

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 02:09

3 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

þetta þótti mér skemmtileg lesning - minnir mann á hvað það getur gleymst aðalatriðið í þessum jólaundirbúning að frelsarinn okkar fæddist  - að eiga stundir saman sem fjölskylda og muna eftir þeim minnstu - Guð blessi þig rósa og takk fyrir góða áminningu

Ragnar Birkir Bjarkarson, 14.12.2009 kl. 07:05

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir strákar

Þetta er athyglisverð saga. Aðalatriði jólanna varð útundan í myndinni því það var svo margt annað sem gekk fyrir og þurfti Viðar að teikna yfir þar sem Jesú lá í jötunni allan jólaundirbúninginn, undrabónið, matinn, jólaskrautið, jólagjafir og allt sem í raun skiptir ekki máli. Við nefnilega gleymum oft í jólaundirbúningnum aðalatriðinu að Jesús fæddist og að við erum að halda uppá fæðingu hans á jólunum.

Þakka ykkur fyrir innlitið og blessunaróskir

Guð blessi ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.12.2009 kl. 11:28

5 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Sæl Rósa.

Þakka þér fyrir þá þörfu áminningu sem felst í þessari skemmtilegu sögu, en þó alvarlegu, amstrið og púlið vill oft skyggja á það sem höfuðmáli skiptir.

Guð blessi þig

Kær kveðja, Þórólfur.

Þórólfur Ingvarsson, 14.12.2009 kl. 11:39

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Takk fyrir innlitið og blessunaróskir.

Því miður erum við að leggja alltof mikið á okkur fyrir jólin og erum svo þreytt á sjálfum jólunum. Ég hef oft spurt sjálfa mig af hverju í ósköpunum ég er að haga mér svona. Jólin koma þó allt sé ekki í topp lagi. Það var örugglega ekki búið að gera hreingerningu í fjárhúsinu í Betlehem því eigandinn ákvað að leyfa jósef og Maríu að gista þar því í Betlehem var enga gistingu að fá og María var að fara að eiga barn.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.12.2009 kl. 13:06

8 Smámynd: Ragnheiður

Vá Rósa hvað þetta var reglulega skemmtileg saga og áreiðanlega svo sönn og rétt !

Hjartans þakkir fyrir þetta

Ragnheiður , 14.12.2009 kl. 20:17

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæl Ragnheiður mín

Sammála þér með söguna. Það var aldeilis fjör á þessu heimili.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.12.2009 kl. 23:10

10 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Kær kveðja til þín.

Alltaf jafn flottar skreytingar.

Guð veri með þér!

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 14.12.2009 kl. 23:15

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vel gert Rósa mín!  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.12.2009 kl. 00:24

12 Smámynd: Linda

dásó Rósa, fullkomið til að minna okkur á hvers vegna við höldum upp á Kristmessu.  Megu ekki gleyma Jesú!

Knús.

Linda, 15.12.2009 kl. 00:34

13 identicon

Hi Jóla-country-girl:)

Já!!! akkúrat .. góður ... you go girl!!!

Jólaknús úr sveitinni frá "Hinni country gellunni"

Guð blessi þig ríkulega vinkona!

Matta (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 19:58

14 identicon

Sæl Rósa mín. Mikið ofsalega er gaman að sjá myndskreytingarnar hjá þér! Þú er snillingur!

Guð blessi hjarta þitt.

Kv.Kolbrún

Kolbrún á Eyjó. (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 10:40

15 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Takk fyrir innlitið og blessunaróskir.

Halldóra mín, takk fyrir. Reyndi að finna myndir í takt við söguna. T.d. fannst mér magnað að finna myndina þar sem stóð: Baby Jesu is missing. Blessaður Viðar þurfti að teikna yfir barnið í jötunni því það var svo margt annað sem þurfti að komast inná myndina en þetta varð til að foreldrarnir stoppuðu og fóru aðeins að hugsa.

Guðsteinn minn, TAKK.

Linda mín, sagðan hennar Iðunnar er góð áminning fyrir okkur að gleyma ekki Jesú en þess vegna erum við að halda jól og sumt sem við komust ekki yfir má bara bíða þannig að við getum notið jólanna óþreytt og gefið Jesú tíma.

Matta mín, gaman að sjá þig hér í heimsókn. Svo sannarlega erum við aðal Country pæjurnar. það var svo gaman hjá okkur á Ísafirði og í Reykjavík í haust. Við endurtökum einhvern tímann að fara saman í ferðalag. Alltaf fjör í kringum okkur.

Kolbrún mín, takk fyrir að kíkja á jólasöguna á blogginu mínu en það varst þú sem last hana fyrir okkur á sunnudaginn var hér á Vopnafirði í Hvítasunnukirkjunni.

Megi almáttugur Guð blessa ykkur kæru vinir mínir.

Kær kveðja Rósa Country girl

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.12.2009 kl. 15:44

17 identicon

Svo rétt .Takk fyrir  Guð blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 23:28

18 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæl Birna mín

Takk fyrir innlitið og blessunaróskir

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.12.2009 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband