Áskorun til Ríkisstjórnar!


Ég krefst þess að þingið setji á laggirnar alvöru rannsókn á hruninu og efnahagsbrotum þeim sem leiddu okkur í þá stöðu sem við erum nú komin í, stýrðri af erlendum rannsóknaraðilum sem hafa reynslu af rannsóknum stórfelldra efnahagsbrota.

Ég krefst þess að stjórnvöld og þing þiggi án undanbragða alla þá aðstoð sem Eva Joly getur veitt okkur sem og aðgang að tengslaneti hennar.

Að lokum krefst ég þess að núverandi stjórnvöld lýsi nú þegar yfir eindregnum vilja til að hrinda slíkri rannsókn af stað og geri bókstaflega allt sem í sínu valdi stendur til að tryggja að þetta verði að veruleika.

---------

 

Eftirfarandi eru netföng ráðherra ríkisstjórnarflokkanna (og vefslóð með öllum netföngum Alþingis):

arj@althingi.is,
johanna@althingi.is,
katrinja@althingi.is,
kolbrunh@althingi.is,
klm@althingi.is,
sjs@althingi.is,
ogmundur@althingi.is,
ossur@althingi.is

http://www.althingi.is/vefur/addr-s.html?teg_starfs=A

Þessi færsla er tekin af síðu Óskars Arnórssonar

Skora á ykkur að birta þessa færslu á síðunni ykkar og endilega sendið ráðamönnum tölvupóst.

Endilega sendið Sjálfstæðismönnum líka áskoruninna. Grin

Gylfi Magnússon er ekki með neitt netfang og skora ég á hann að gefa okkur kost á að senda honum póst.

Ég prentaði út: "Listi yfir þingmenn" (sjá slóð hér fyrir ofan) og svo pikka ég inn öll netföngin. Þau eru líka í tölvuminninu þegar viðkomandi hefur áður sent þingmönnum bréf og svo auðvita er hægt að búa til möppu.  Auðvelt fyrir mig því netföngin eru flest í tölvuminninu en ekki í mínu minni. Frown

Megi almáttugur Guð snúa við högum okkar.

Guð blessi ykkur.

Kær kveðja/Guðskerlingin-Rósa

P.s. Það er svo langt síðan að ég setti inn færslu en sem betur fer rifjaðist þetta upp fyrir mér hvernig á að  fara að þessu. Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: sur

Komdu sæl kæra vinkona.

Mikið er gaman að heyra frá þér. Gott framtak hjá þér. 

Knús til þín.

sur, 10.3.2009 kl. 12:28

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Erlingur og Sur.

Vona að fólk verði duglegt að senda Alþingismönnum tölvupóst.

Guð veri með ykkur nú og um alla framtíð.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.3.2009 kl. 12:48

4 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæl Rósa mín.

Jæja loksins kom færsla frá þér.

Góð hugmynd að senda línu á ráðherrana.

Guð blessi þig og þína.

Bestu kveðjur Jenni.

Jens Sigurjónsson, 10.3.2009 kl. 16:33

5 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Blessuð Rósa mín gaman að sjá skrif frá þér. Flott að senda mail á fólkið við austurvöll.. Er alveg gáttuð á sjónarspilinu sem þar á sér stað. Bara svo sorglegt. Maður veit ekki hvort maður á að hlægja eða gráta yfir þessu ástandi öllu þarna heima. En það er mjög gott að Joly skuli ætla að aðstoða . Hún er þverrs í gegn heil og óspillt.  Hún lætur hvorki hóta sér né múta.. Viss um að hún er himnasending fyrir íslendinga og kemur til með að hreinsa út ósóman sem hefur alltof lengi viðgengist.   'eg ætla nú ekki að skrifa ræðu      Rósa mín, vona að þér líði eftir atvikum vel og verum í sambandi. Guð veri með þér og þínum kæra vina. Kv frá Noreg.

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 10.3.2009 kl. 20:12

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Flottur pistill Rósa Engill!

Ef Eva Joly fær sitt fólk með sér og ÖLLUM íslendingum verur vikið frá, gæti þessi rannsókn tekist. Hún þarf lögregluvald til að geta þetta og saksóknara- og dómaravald.

Þetta er svo stórt mál að allrir eru einhvernvegin innblandaðir í þetta, jafnvel núverandi rannsóknarmenn. Ríkissaksóknari verður að láta af embætti meðan rannsókn fer fram vegna sonar hans. Og það er bara smámál miðað við það sem þarf að gera.

Eva þessi varaði einmitt við spillingu innan lögreglu í svona málum. (Silfri Egils) Hún þarf að fá að ráða öllu þessi Eva Joly!

ENGA ÍSLENDINGA Í ÞESSA RANNSÓKN NEMA TÚLKA!!!!

Mín skoðun.

PS: Rósa! Hún er á leiðinni!  

Ég reyndi að senda skilaboð enn fékk bara "Stackoverflow!" hvað sem það þýðir.

Óskar Arnórsson, 10.3.2009 kl. 20:28

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælt veri fólkið.

Í dag var samþykkt á ríkisstjórnarfundi  að Eva Joly, fyrrverandi saksóknari, verði sérstakur ráðgjafi vegna rannsókna á efnahagsbrotum sem tengjast hruni fjármálakerfisins. Frábært mál. Vonandi fer eitthvað að gerast í þessu stóra spillingarmáli sem hefur rætur út um allan heim.

Jenni minn, ég hef stundum sent bréf á alla Alþingismenn. Hef ekki gert það lengi og það er slæmt því það er nauðsynlegt að veita þeim aðhald. Nú er Einar Már dottinn út af lista hjá Samfylkingunni. Surprise?

Helga mín, það var ánægjulegt að heyra í þér. Vona og ég vona, you know... Ég legg höfuðið í bleyti en ég lofa að hafa ekki munn né nef í bleyti því þá drukkna ég.

Sirrý mín, ég er mjög óhress með gang mála á Alþingi. Ég er ekki ánægð með að sumir skuli leyfa sér málþóf núna þegar ástandið á heimilum landsins er svo slæmt. Margt skrýtið í kýrhausunum í nágrenni við Austurvöll. Ég vona að þú hafir fengið skilaboð frá mér í dag.

Óskar minn, sammála þér að það eiga engir Íslendingar að koma að málinu nema túlkar og svo vitni. Skyldleiki og aftur skyldleiki. Svo eru svo margir sem tengjast málunum og eiga eiginhagsmuna að gæta og eru þar af leiðandi ekki traustsins verðir.

Bíð spennt eftir sprengjum frá Davíð Oddssyni. Ef hann ætlar ekki að opna munninn eins og ég er að vona þá verður að boða hann fyrir rannsóknarrétt. P.s. loksins, gott mál.

Guð veri með ykkur öllum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.3.2009 kl. 21:57

8 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Elsku Rósa mín,þú ert bænheit kona það er nokkuð ljóstekki fyrr búin að koma þessu frá þér en búið er að ráða Evu Joly sérstakan ráðgjafa í þessum málum öllum,Guð láti gott á vita og biðjum þess að ný ríkisstjórn komi svo ekki og snúi öllu á hvolf aftur,það má ekki gerastsvo nú liggjum við á bæn um allt land og út um allan heim og biðjum þess að þessu landi verði bjargað og þegar upp er staðið og búið verður að bjarga því sem bjargað verður,þá stöndum við eftir reynslunni ríkari og dönsum aldrei aftur í kring um gullkálfinn,heldur höfum kærleikan að leiðarljósiÞetta er gott framtak vinkona,ég er bara svo mikill klaufi á tölvur að ég kann ekki að áfram senda svona,vonandi tekst einhverjum þaðvertu ávalt Guði falin vinkona og hafðu það sem best

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 11.3.2009 kl. 00:17

9 identicon

Sæl Rósa.

Já,þú ert vöknuð af Þyrmirósarsvefninum

og ætlar að taka til í kring um þig.

Það líst mér vel á.

En hafðu Guð með í ÖLLU.

Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 02:12

10 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Rósa min, þér varð sko heldur betur að ósk þinni. Gott að þú ert komin aftur

Kristín Gunnarsdóttir, 11.3.2009 kl. 08:45

11 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

Sammála Kristínu, þetta sýnir Rósa mín að þú þarft bara að bera óskir þínar fram og þá rætast þær. Merkilegt!!!!!!!!!. Gó girl

Unnur Arna Sigurðardóttir, 11.3.2009 kl. 10:52

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen! Svona á að láta hlutina rætast! Glæsilegt Rósa!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.3.2009 kl. 12:17

13 Smámynd: Eygló Hjaltalín

þetta er frábært hjá þér Rósa,og bara að Joly fái að gera það sem henni vinst þurfa til að ransaka þetta hrun því hún hefur bent á hvað þurfi að gera vona að hún fái að hafa alla þá með sér sem hún sjálf tellur hvað hæfasta til að skoða þetta ofaní kjölinn.

Eygló Hjaltalín, 11.3.2009 kl. 12:38

14 Smámynd: egvania

Rósa mín.

Getur verið að allir þessir menn á lista þeirra sem vinna í steinkumbaldi þessum við Austurvöll séu bara orðnir leiðir á mér ég hef verið að dunda mér frá því í haust að óska skýringa en fæ hvergi svar.

Var að dúlla við þetta í gær og í dag en situr við það sama ekkert svar.

Getur verið að hann Ögmundur er engu betri en Guðlaugur Þór hvorugur svarar mér.

Sem væri ekki nokkuð vit þar sem ég er geðveikur aumingi að þeirra mati og þá ekki svarar verð.

Kærleikur til þín Rósa mín og aftur takk fyrir spjallið er að vinna í þessu með myndina.

Ásgerður

egvania, 11.3.2009 kl. 16:44

15 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælt veri fólkið og takk fyrir innlitið.

Sigga mín, það eru svo margir að biðja fyrir ráðamönnum þessarar þjóðar. Guð heyrir bænir og hann mun snúa við högum okkar.  Við erum kristin þjóð og eigum að treysta Drottni og byggja líf okkar á bjargi en ekki sandi og dýrka Mammon. Ísraelsmenn forðum dönsuðu í kringum gullkálfinn og ekki varð það þeim til blessunar. 

Þórarinn minn, ég er á kafi í námi og einnig í þrektímum x 3svar í viku og sjúkraþjálfun x 2svar í viku svo ég lofa nú ekki engu um bloggfærslur. Allt hitt verður að ganga fyrir núna.

Kristín mín, já ég er glöð að Eva Joly ætli að taka til hendinni í öllum þessum viðbjóði. Hvers vegna var hún ekki komin til skjalanna á meðan Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin voru við völd? Er einhver innan fyrrverandi ríkisstjórnar að fela eitthvað. Við þurfum að hugsa okkur vel um næst þegar við kjósum.

Unnur mín, ég trúi því að Guð muni snúa við högum okkar. Ég og þú, við vitum að bænaleiðin er best. 

Guðsteinn minn, höldum áfram að toga í bænastrenginn og við verðum bænheyrð. Sannleikurinn mun sigra ranglætið.

Eygló mín, takk fyrir síðast. Heyrði í þér á Lindinni í gærkvöldi. Ríkistjórnin verður að gefa Evu Joly svigrúm þannig að hún geti valið sér sjálf aðstoðarmenn. Það verður að passa að aðstoðarmennirnir eru algjörlega hlutlausir. eiga enga aðild eða tengsl við þá sem hafa komið þjóðinni í þessa miklu erfiðleika sem nú þegar hafa valdið mörgum miklu tjóni.

Egvanía mín, takk fyrir síðast. Það er oft erfitt að fá svör en það borgar sig samt að nudda og nudda í þingmönnunum. Við erum öll jöfn frammi fyrir Guði og þú mátt ekki tala eða skrifa svona um þig. Jesús Kristur getur læknað þig. Hann dó á krossi fyrir syndir okkar og bar sjúkdóma okkar uppá krossins tré og fyrir hans benjar erum við heilbrigð. Ég á fullt af vinum á Akureyri sem þú getur leitað til með að fá fyrirbæn.

 Svo er þetta ekki mér að þakka að stjórnmálamennirnir tóku loksins ákvörðun að viti. Jú ég bið oft Guð fyrir þeim og ég bið Guð að gefa þeim visku og vísdóm því ég viðurkenni að mér finnst þeim ekki veita af.

Megi almáttugur Guð blessa ykkur öll

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.3.2009 kl. 19:10

16 Smámynd: Eygló Hjaltalín

Ég þakka þér sömuleiðis fyrir síðst vonast til að hitta þig fljótlega aftur,og já við verðum að byðja Guð að gefa þessum ráðamönum okkar visku og vísdóm þar er ég samála þér.

kveðja Eygló.

p.s. vona að þér hafi líkað að heyra í okkur hér af norðan á Lindinni.

Eygló Hjaltalín, 11.3.2009 kl. 20:27

17 Smámynd: Linda

læt þetta duga vinkona, ég er jú eiginlega hætt hérna inni, og vil ekki gera upp á milli vina.  Er á fésinu.

Vertu Guði falin.

Linda, 11.3.2009 kl. 23:06

18 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælar stelpur

Eygló mín, já mér finnst mjög gott að heyra í ykkur á Akureyrir og einnig frá Reykjavík. Lindin hljómar allan daginn hjá mér.

Linda mín, já ég veit að þú ert á fesinu og vilt fá mig þangað líka en ég nenni því ekki.

Guð veri með ykkur og ykkar fólki

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.3.2009 kl. 23:30

19 identicon

Sæl Rósa.

Ég er ánægður að þú hafir tíma og getu til að mennta þig og það gerir þér bara ekkert annað en gott. Og það VERÐUR AÐ GANGA FYRIR ÖÐRU. 

Kær kveðja til þín og þinna.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 05:08

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

FLott hjá þér Rósa mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2009 kl. 11:11

21 Smámynd: halkatla

Þakka þér fyrir þetta Rósa :)

halkatla, 12.3.2009 kl. 11:48

22 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Eigðu ljúfan daginn vinkona,Guð blessi þig

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 13.3.2009 kl. 10:28

23 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Vildi bara segja Hæ! Er í smá stund milli stríða núna.

Gott framtak þetta hér að ofan. Er sjálf vonbetri á framtíð okkar íslendinga en ég hef verið lengi. Við þurfum bara síðan að kjósa rétt, hvað sem það nú þýðir. Eins og er finnst mér við vera örugg með Jóhönnu og vildi þess vegna halda þessu bara óbreyttu.

Bryndís Böðvarsdóttir, 13.3.2009 kl. 12:13

24 Smámynd: Óskar Arnórsson

Auðmenn og Sjálfstæðisflokkurinn eru það sama. Kjósa bara eitthvað nema hann.

Vitna bara í mína síðustu færslu um hvað toppmenn Sjálfstæðisflokksins eru. Ég vil persónulega enga gamla komma í stjórn.

Mæli reyndar ekki með neinum flokki. Bara fólki. Venjulegu fólki.

Óskar Arnórsson, 13.3.2009 kl. 13:36

25 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Vildi kasta á þig kveðju Rósa mín þar sem ég er komin heim í skítakulda :(

Erna Friðriksdóttir, 13.3.2009 kl. 17:24

26 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð kæru bloggvinir

Takk fyrir innlitið.

Þórarinn minn, nám, þrekleikfimi og sjúkraþjálfun ganga fyrir eins og er.

Ásthildur mín, Óskar birti þessa færslu og ég setti hana líka á bloggið mitt svo að sem flestir sæju færsluna og  tækju þátt að senda þingmönnum áskorun að hefja alvöru rannsókn á bankahruninu, gjörðum Útrásavíkinga og fá Evu Joly til starfa.  Gangi þér vel í Stykkishólmi.

Anna mín, vona að Eva Joly fái vinnufrið svo að við getum fengið lausn á gjörðum þeirra sem komu þjóðarskútunni okkar á hliðina.

Sigga mín, sömuleiðis

Bryndís mín, smá stund á milli stríða eins og sumir kalla kærkomið frí á milli tarna. Já nú þurfum við virkilega að vanda okkur þegar við förum á kjörstað. Viljum við aftur eitthvað af fjórflokkunum eða einhverjar nýjungar?  Þorum við að kjósa nýja lista? Því miður hefur það oft verið það sama og henda atkvæðinu sínu en kannski ekki núna?

Óskar minn, ef við ætlum ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða gamla komma þá er nú ekki margir eftir.  Vildi óska að við gætum kosið um einstaklinga en ekki um flokka. 

Erna mín, velkomin heim úr sólinni. Það hlýtur að vera nóg af snjó hjá þér á Hvammstanga og það á að bætast við í nótt og á morgunn. 

Megi almáttugur Guð vera með ykkur

Góða helgi.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.3.2009 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband