Jesús er upprisinn

Uppstigningardagur 1

Guð sendi son sinn Jesú Krist til okkar og hann gjörðist maður á meðal okkar.

Hlutverkið sem honum var ætlað var oft mjög erfitt. Það var erfitt þegar hann var í Getsemanegarðinum.

Jesús segir við lærisveina sína: "Sál mín er hrygg allt til dauða. Bíðið hér og vakið með mér." 

Engillinn með bikarinn 2

Þá gekk hann lítið eitt áfram, féll fram á ásjónu sína, baðst fyrir og sagði: "Faðir minn, ef verða má, þá fari þessi kaleikur fram hjá mér. Þó ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt."

Hann kemur aftur til lærisveinanna og finnur þá sofandi. Þá sagði hann við Pétur: "Þér gátuð þá ekki vakað með mér eina stund?

Vakið og biðjið, að þér fallið ekki í freistni. Andinn er reiðubúinn, en holdið veikt."

Aftur vék hann brott annað sinn og bað: "Faðir minn, ef eigi verður hjá því komist, að ég drekki þennan kaleik, þá verði þinn vilji." Matt: 26: 38.-42.

Sjá, stundin er komin og Mannssonurinn er framseldur í hendur syndugra manna.

Standið upp, förum! Í nánd er sá, er mig svíkur." Matt. 26: 45.-46.

Júdas sveik Jesú

Jesús vissi að Júdas var á leiðinni ásamt  hóp manna  frá æðstu prestunum og öldungum lýðsins, og þeir höfðu sverð og barefli. Þeir lögðu hendur á Jesú og tóku hann. Hann var leiddur fyrir Kaífasar æðsta prests og til Pílatusar. Jesús var dæmdur sekur fyrir engar sakir. Hann var krossfestur og hann sem maður leið miklar þjáningar á krossinum.

Þegar hann var krossfestur þá var hann einn og yfirgefinn eins og kemur fram í Matt. 27: 46. Og um nón kallaði Jesús hárri röddu: "Elí, Elí, lama sabaktaní!" Það þýðir: "Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?"

Jesús sagði við lærisveina sína:

"Farið út um allan heim, og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni.

 Sá sem trúir og skírist, mun hólpinn verða, en sá sem trúir ekki, mun fyrirdæmdur verða.

 En þessi tákn munu fylgja þeim, er trúa: Í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum,

 taka upp höggorma, og þó að þeir drekki eitthvað banvænt, mun þeim ekki verða meint af. Yfir sjúka munu þeir leggja hendur, og þeir verða heilir."

"Þegar nú Drottinn Jesús hafði talað við þá, var hann upp numinn til himins og settist til hægri handar Guði." Mark. 16: 15.-19.

Uppstigningardagur

:,:Hann er Guð:,:

Reis frá dauðum Drottinn Kristur,

hann er Guð.

Til hans kom í trú,

tak við honum nú,

því Kristur, hann er Guð.

 

:,:Hann er Guð:,:

Reis frá dauðum Drottinn Kristur,

hann er Guð.

Beygja skal hvert kné,

játa tunga hver,

að Jesús Drottinn er.

Jesús numinn upp til himna til Guðs föður síns

Jesús mun koma aftur og sækja alla þá sem völdu að fylgja honum.    Fætur hans munu á þeim degi standa á Olíufjallinu, sem er austanvert við Jerúsalem, og Olíufjallið mun klofna um þvert frá austri til vesturs, og þar mun verða geysivíður dalur, því að annar hluti fjallsins mun undan síga til norðurs, en hinn til suðurs." Sakaría 14:4. 

Jesús var uppnuminn til Guðs föður síns á himnum

Gabríel sagði við Maríu: „Hann mun verða mikill og kallaður sonur hins hæsta. Drottinn Guð mun gefa honum hásæti Davíðs föður hans, og hann mun ríkja yfir ætt Jakobs að eilífu, og á ríki hans mun enginn endir verða." Lúkas 1: 32.-33.

Ég horfði á myndina „The Rape og Europe" sem hefur verið sýnd á Omega. Þar er sagt frá því að hásæti Satans sem var í Babýlon hafi verið flutt til Þýskalands og sett þar upp í safni í Berlín. Merkilegt að allt þetta mannvirki hafi verið flutt frá Babýlon til Þýskalands. Hvaða ályktun getum við dregið af því?

Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur náð að taka á móti Jesú Kristi sem persónulegum frelsara.

Kær kveðja/Rósa


Ástarbréf Föðurins



Hróp Föðurhjarta Guðs frá 1. Mósebók til Opinberunarbókarinnar.

Barnið mitt....

Þú þekkir mig kannski ekki, en ég veit allt um þig... Sálm. 139: 1.-2.  Ég veit hvenær þú situr og hvenær þú stendur... Sálm. 139: 1. Ég gjörþekki alla vegu þína... Sálm. 139: 3. Ég hef jafnvel tölu á höfuðhárum þínum... Matt. 10: 29.-31. Ég skapaði þig í minni mynd... 1. Mós. 1: 27. Og í mér lifir, hrærist og ert þú... Post. 17: 28.  Þú ert minnar ættar... Post. 17: 28. Ég þekkti þig jafnvel áður en þú varst mynduð/myndaður í móðurlífi... Jer. 1: 4.-5. Ég valdi þig þegar ég ráðgerði sköpun heimsins... Efes. 1: 11.-12. Þú ert ekki mistök, því að allir dagar þínir eru skráðir í bókina mína... Sálm. 139. 15.-16. Ég ákvað nákvæmlega hvenær þú áttir að fæðast og hvar þú myndir búa... Post. 17: 26. Þú ert undursamlega sköpuð/skapaður... Sálm. 139: 15.-16. Því ég óf þig í móðurlífi... Sálm. 139: 13. Og hef verndað þig frá því þú fæddist... Sálm. 71: 6. Mér hefur verið ranglega lýst af þeim sem ekki þekkja mig... Jóh. 8: 41.-44. En ég er hvorki fjarlægur eða reiður, ég er fullkominn kærleikur... 1. Jóh. 4: 16. Og það er þrá mín að úthella kærleika mínum yfir þig... 1. Jóh. 3: 1. Einfaldlega vegna þess að þú ert barnið mitt og ég er faðir þinn... 1. Jóh. 3: 1. Ég hef meira að gefa þér er jarðneskur faðir þinn getur nokkurn tíma boðið þér... Matt. 7: 11. Því ég er hinn fullkomni faðir... Matt. 5:48. Sérhver góð gjöf kemur frá mér... Jak. 1:17. Því ég sé fyrir þér og uppfylli þarfir þínar... Matt. 6: 31.-33. Ég hef þá áætlun að veita þér vonarríka framtíð... Jer. 29: 11. Því ég elska þig með ævarandi elsku... Jer. 31: 3. Hugsanir mínar til þín eru fleiri en sandkornin á sjávarströndu... Sálm. 139: 17.-18. Og ég fagna yfir þér með gleðisöng... Sef. 3: 17. Ég mun aldrei hætta að gera þér gott... Jer. 32: 41. Því þú ert dýrmæt eign mín... 2. Mós. 19: 5. Af öllu hjarta gef ég þér staðfestu og stöðuglyndi... Jer. 32: 41. Og ég vil opinbera þér mikla hluti og leyndardómsfulla... Jer. 33: 3. Þú munt finna mig ef þú leitar mín af öllu hjarta... 5. Mós. 4: 29. Gleðstu yfir mér og ég mun veita þér það sem hjarta þitt þráir... Sálm. 37:4. Því ég gaf þér þessar langanir... Fil. 2: 13. Ég get gert meira fyrir þig en þú getur gert þér í hugarlund... Efes. 3. 20. Því ég er sá sem uppörvar þig... 2. Þess. 2. 16.-17. Ég er líka faðirinn sem hughreystir þig á erfiðum stundum... 2. Kor. 1: 3.-4. Ég er nálægur þegar þú ert niðurbrotinn... Sálm. 34: 19. Og eins og hirðir ber sauði sína hef ég borið þig í faðmi mínum... Jes. 40: 11. Dag einn mun ég þerra burt öll tárin þín... Opinb. 21: 4. Ég mun taka burt allar þær þjáningar sem þú hefur þolað á þessari jörð... Opinb. 21: 4. Ég er faðir þinn og ég elska þig jafnmikið og ég elska son minn Jesú... Jóh. 17: 23. Því í Jesú opinberast ást mín til þín... Jóh. 17:26. Hann sýnir þér hver ég er... Heb. 1:3. Hann kom til að sýna þér að ég er með þér en ekki á móti þér... Róm. 8: 31. Og segja þér að ég tel ekki syndir þínar... 2. Kor. 5: 18.19. Jesús dó til þess að þú gætir lifað í sátt við mig... 2. Kor. 5: 18.-19. Dauði Hans sýnir þér fullkomlega hversu mikið ég elska þig... 1. Jóh. 4: 10. Ég gaf allt til þess að ég gæti fengið ást þína... Róm. 8: 38.-39. Þú meðtekur mig ef þú meðtekur Jesú sem gjöf mína...  1. Jóh. 2: 23. Og ekkert mun gera þig aftur viðskila við kærleika minn... Róm. 8: 38.-39. Komdu heim og ég mun halda stærstu veislu sem himinninn hefur séð... Lúk. 15:7. Ég hef alltaf verið faðir og mun alltaf vera faðir... Efes. 3: 14.-15. Spurningin mín er þessi... Vilt þú vera barnið mitt?... Jóh. 1: 12.-13. Ég bíð eftir þér... Lúk. 15: 11-32.

Ástarkveðjur, þinn pabbi

Almáttugur Guð

Guð vakir yfir okkur

Ástarbréf föðurins er þýtt með leyfi frá Father Heart Communications Copyright 1999-2006

http://www.fathersloveletter.com/

Ástarbréf Föðurins birtist í Vonarljósi sem var dreift með Morgunnblaðinu á Páskadag 2009.

Útgefandi blaðsins var Hugmyndahúsið ehf. í samstarfi við Omega.

Vopnfirðingar, hægt er að fá þetta blað inná Ollasjoppu.

 


Mæður til hamingju með daginn

Guð er stórkostlegur

 „Hvort fær kona gleymt brjóstbarni sínu, að hún miskunni eigi lífsafkvæmi sínu? Og þó að þær gætu gleymt, þá gleymi ég þér samt ekki.

Sjá, ég hefi rist þig á lófa mína, múrar þínir standa jafnan fyrir augum mér." Jesaja 49: 15.-16.

Guð blessi ykkur öll

Kær kveðja/Rósa


Mannréttindadómstóll Sameinuðu þjóðanna

Sælt veri fólkið

Lundey NS 14
Lundey NS. 14

Hver man eftir dómi Mannréttindadómstóls Sameinuðu Þjóðanna? Sjá hér.

Tími til kominn að afnema kvótakerfið. Það hlýtur að vera hægt eins og að gera alla banka að ríkiseign sem nú eru að mergsjúga almenning í landinu sem eru eigendur bankanna. Frown 

Persónulega finnst mér, þegar bankahrunið varð og það urðu eigendaskipti á bönkunum, að allir samningar á milli eigenda bankanna og lántakenda hafi hrunið - brostið í leiðinni. Hvað finnst ykkur?

Margir hugsa um að fara í greiðsluverkfall. Sjá hér. 

Hvernig væri að kæra þessi mál til Mannréttindadómstóls Sameinuðu Þjóðanna?

Þegar stórt er spurt er kannski fátt um svör en ég vona ekki.

Mikið vildi ég að Búsáhaldabyltingin myndi láta heyra meira í sér. Það átti að slá Skjaldborg um heimilin er það get ég nú ekki séð að hafi verið gert þó svo að það hafi verið skipt um skipstjóra í brúnni fyrr á árinu en ennþá gerast kraftaverk og lifi ég í voninni fyrir hönd okkar Íslendinga að nú sé  allt að lagast með hækkandi sól og ég tala nú ekki um þegar blómin byrja að springa út.

Krossavíkurfjöll
Krossavíkurfjöll 29. apríl 2009
Krossavíkurfjöll 29. apríl 2009
Sól og sumar eða þannig Grin

Það rignir á Vopnafirði núna og fyrr í dag var slydda. Í fyrrinótt snjóaði og það festi í rót. Við sjáum ekki yfir fjörðinn og en Karlinn í Krossavíkurfjöllum er samt á sínum stað.

Karlinn í Krossavíkurfjöllum á Vopnafirði 29. apríl 2009

 Karlinn í Krossavíkurfjöllum biður örugglega að heilsa ykkur.

Guð veri með ykkur öllum

Lifi lýðræðisríkið Ísland

Kær kveðja/Rósa

P.s. Sjá færslu hjá Erlingi, hér og Guðlaugi, hér. Shalom/Rósa


mbl.is Fyrningarleið víst farin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klaufameðferð dýralæknis um að kenna, að Líf lést?

 

 

Búðareyri við Reyðarfjörð
Búðareyri við Reyðarfjörð

 

Reyðarfjörður
Eskifjörður

Dýralæknir á Akureyri ráðlagði heimilisfólkinu á Sléttu sem er fyrir innan Búðareyri  í Reyðarfirði að láta klippa klaufir Lífar því hún myndi ekki slíta þeim eins og villt hreindýr.

Búðareyri við Reyðarfjörð
Slétta er fyrir neðan fjallshlíðina. Myndin er tekin af fjallinu Skessu

Dagbjört sagði að Líf hafi orðið mjög hrædd þegar klaufarnar voru klipptar en það virtist vera í lagi með hana en svo sá Dagbjört að það dofnaði yfir henni og dró af henni.

Líf heima á Sléttu
Heimasætan á Sléttu og Líf

„Ég var að fá úrskurð úr krufningu, hún dó úr hvítvöðvasýki. Það er ferli sem fer af stað í vöðvum dýrsins þegar það er beitt harðræði eða skelfist. Þetta leiðir yfirleitt alltaf til dauða," sagði Dagbjört Briem Gísladóttir, bóndi að Sléttu í samtali við mbl.is.

Hreindýr í Reyðarfirði
Hreindýr á Reyðarfirði

Ábúendur á Sléttu fengu ábendingu um að þau þyrftu að sækja um leyfi vegna Lífar - hreindýrakálfsins. Þau báðu um að eyðublöð yrðu send til þeirra og þá fengu þau illa samið bréf þar sem þeim var hótað að ef þau ekki myndu sækja um leyfi þá yrði dýrið aflífað. Það sjálfsagt hlakkar í þessu starfsfólki núna. Þetta starfsfólk er í vinnu hjá okkur skattgreiðendum. Ég vona að þarna sé ekkert samasemmerki en ég er með skítlegt eðli eins og sumir sem hafa starfað á Alþingi.

Dagbjört, Kolbrún og Líf 3
Dagbjört, Kolbrún Halldórsdóttir og Líf
Kolbrún búin að vera í pólitíkinni en á sér viðreisnarvon sem leikkona.

Kæra Dagga vinkona, leitt að Líf er dáin. Frown Það hefði verið svo gaman að heilsa uppá hana næst þegar ég heimsæki Reyðarfjörðinn okkar góða.

Ég skrifaði grein um hreindýrakálfinn Líf nýlega: Klikka hér

Jón Valur Jensson skrifaði grein um Líf í dag. Klikka hér

Guð veri með ykkur öllum

Kær kveðja/Rósa

 


mbl.is Dagar Lífar taldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hönd Guðs og kraftaverkin hans

 

Hönd Guðs
Hönd Guðs
Þessi mynd er af vef: Nasa 

Davíðssálmur. Til söngstjórans. Á gittít. „Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina! Þú breiðir ljóma þinn yfir himininn. Af munni barna og brjóstmylkinga hefir þú gjört þér vígi til varnar gegn óvinum þínum, til þess að þagga niður í hefndargirni óvinarins. Þegar ég horfi á himininn, verk handa þinna, tunglið og stjörnurnar, er þú hefir skapað, hvað er þá maðurinn þess, að þú minnist hans, og mannsins barn, að þú vitjir þess? Þú lést hann verða litlu minni en Guð, með sæmd og heiðri krýndir þú hann. Þú lést hann ríkja yfir handaverkum þínum, allt lagðir þú að fótum hans: sauðfénað allan og uxa, og auk þess dýr merkurinnar, fugla loftsins og fiska hafsins, allt það er fer hafsins vegu. Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina!" Sálmur 8. 1.-10.

Blog   Our Star Breathing God
Er ég horfi á himinninn, handa þinna verk, tunglið og stjörnurnar, er skapað hefur þú, hallelúja.

Spádómar um þegar dagur Drottins nálgast.

Flokkarnir þyrpast saman í dómsdalnum, því að dagur Drottins er nálægur í dómsdalnum.  Sól og tungl eru myrk orðin, og stjörnurnar hafa misst birtu sína.En Drottinn þrumar frá Síon og lætur raust sína gjalla frá Jerúsalem, svo að himinn og jörð nötra. En Drottinn er athvarf sínum lýð og vígi Ísraelsmönnum." Jóel 3: 19.21.

 „En þegar eftir þrenging þessara daga mun sólin sortna og tunglið hætta að skína. Stjörnurnar munu hrapa af himni og kraftar himnanna bifast.Þá mun tákn Mannssonarins birtast á himni, og allar kynkvíslir jarðarinnar hefja kveinstafi. Og menn munu sjá Mannssoninn koma á skýjum himins með mætti og mikilli dýrð. Hann mun senda út engla sína með hvellum lúðri, og þeir munu safna hans útvöldu úr áttunum fjórum, himinskauta milli." Matteusarguðspjall 24: 29.-31.

En á þeim dögum, eftir þrenging þessa, mun sólin sortna og tunglið hætta að skína. Stjörnurnar munu hrapa af himni og kraftar himnanna bifast. Þá munu menn sjá Mannssoninn koma í skýjum með miklum mætti og dýrð." Mark. 13. 24.26.

„Og ég sá, er lambið lauk upp sjötta innsiglinu. Og mikill landskjálfti varð, og sólin varð svört sem hærusekkur, og allt tunglið varð sem blóð. Og stjörnur himinsins hröpuðu niður á jörðina eins og þegar fíkjutré, skekið af stormvindi, fellir haustaldin sín. Og himinninn sviptist burt eins og þegar bókfell vefst saman, og hvert fjall og ey færðist úr stað sínum. Og konungar jarðarinnar og höfðingjarnir og herforingjarnir og auðmennirnir, mektarmennirnir og hver þræll og þegn fólu sig í hellum og í hömrum fjalla. Og þeir segja við fjöllin og hamrana: "Hrynjið yfir oss og felið oss fyrir ásjónu hans, sem í hásætinu situr, og fyrir reiði lambsins; því að kominn er dagurinn, hinn mikli dagur reiði þeirra, og hver mun geta staðist?" Opinberunarbókin 6: 12.- 17.

„Sjá, sá dagur kemur frá Drottni, að herfangi þínu verður skipt mitt í sjálfri þér. Og ég mun safna öllum þjóðunum til hernaðar móti Jerúsalem, og borgin mun verða tekin, húsin rænd og konurnar smánaðar. Helmingur borgarmanna mun verða herleiddur, en hinn lýðurinn mun ekki upprættur verða úr borginni. Og Drottinn mun út fara og berjast við þessar þjóðir, eins og þegar hann barðist forðum á orrustudeginum. Fætur hans munu á þeim degi standa á Olíufjallinu, sem er austanvert við Jerúsalem, og Olíufjallið mun klofna um þvert frá austri til vesturs, og þar mun verða geysivíður dalur, því að annar hluti fjallsins mun undan síga til norðurs, en hinn til suðurs.En þér munuð flýja í fjalldal minn, því að fjalldalurinn nær til Asal. Og þér munuð flýja, eins og þér flýðuð undan landskjálftanum á dögum Ússía Júdakonungs. En Drottinn, Guð minn, mun koma og allir heilagir með honum. Á þeim degi mun hvorki verða hiti, kuldi né frost, og það mun verða óslitinn dagur - hann er Drottni kunnur _ hvorki dagur né nótt, og jafnvel um kveldtíma mun vera bjart. Á þeim degi munu lifandi vötn út fljóta frá Jerúsalem, og mun annar helmingur þeirra falla í austurhafið, en hinn helmingurinn í vesturhafið. Skal það verða bæði sumar og vetur. Drottinn mun þá vera konungur yfir öllu landinu. Á þeim degi mun Drottinn vera einn og nafn hans eitt." Sakaría 14: 1.-9.

Samuel Gross er kallaður læknisfræðilgt kraftaverk og faðir hans trúir að Guð hafi svaraði bænum hans um að drengurinn myndi lifa
Samuel Gross

Drottinn heyrir bænir og kraftaverkin gerast enn þann dag í dag. Ég las á mbl.is frétt í dag um „Kanadískan dreng sem er sagður vera kraftaverk." Faðir drengsins sagði: „Bænum mínum hefur verið svarað," „Þetta er kraftaverk."

Enginn vissi hversu lengi ég var í sjónum þegar ég - Rósa var fimm ára en faðir minn bjargaði mér og það er kraftaverk. Ég bað einnig Jesú Krist um að lækna mig af flogaveiki þegar ég var að verða 14 ára gömul. Forstöðumenn og öldungar báðu fyrir mér og ég fann hvernig kraftur Guðs streymdi í gegnum líkama minn frá toppi til táa.  

Hér fyrir neðan er frásögn sem ég lærði um í sunnudagaskólanum um Elkana, Hönnu og soninn Samúel sem Guð gaf þeim.

Samúel og Elía
Elí og Samúel

„Maður er nefndur Elkana. Hann var frá Ramataím-Sófím, frá Efraímfjöllum; hann var sonur Jeróhams Elíhúsonar, Tóhúsonar, Súfssonar Efraímíta. Elkana átti tvær konur. Hét önnur Hanna, en hin Peninna. Peninna átti börn, en Hanna átti engin börn. Þessi maður fór á ári hverju úr borg sinni til þess að biðjast fyrir og til þess að færa Drottni allsherjar fórnir í Síló. En þar voru báðir synir Elí, Hofní og Pínehas, prestar Drottins. Í hvert sinn er Elkana fórnaði, þá gaf hann Peninnu, konu sinni, og öllum sonum hennar og dætrum sinn hlut hverju. Hann gaf Hönnu ekki nema einn hlut, þótt hann elskaði hana, en Drottinn hafði lokað móðurkviði hennar. Elja hennar skapraunaði henni einnig til þess að reita hana til reiði, af því að Drottinn hafði lokað móðurkviði hennar. Svo gjörði Elkana ár eftir ár, í hvert skipti sem þau fóru upp til húss Drottins, og þannig skapraunaði hún henni. Hanna grét og neytti eigi matar. Þá sagði Elkana, maður hennar, við hana: "Hanna, hví grætur þú og hví neytir þú eigi matar og hví liggur svo illa á þér? Er ég þér ekki betri en tíu synir?" Og Hanna stóð upp, þá er þau höfðu etið í Síló og þá er þau höfðu drukkið. En Elí prestur sat á stól við dyrastafinn á musteri Drottins. Hanna var sárhrygg. Hún bað til Drottins og grét mjög, gjörði heit og mælti: "Drottinn allsherjar! Ef þú lítur á eymd ambáttar þinnar og minnist mín og gleymir eigi ambátt þinni og gefur ambátt þinni son, þá skal ég gefa hann Drottni alla daga ævi hans, og eigi skal rakhnífur koma á höfuð honum." Er hún gjörði lengi bæn sína fyrir augliti Drottins, og Elí tók eftir munni hennar, - en Hanna mæltist fyrir í hljóði; bærðust aðeins varirnar, en rödd hennar heyrðist ekki -, þá hélt Elí, að hún væri drukkin. Þá sagði Elí við hana: "Hversu lengi ætlar þú að láta sjá þig drukkna? Láttu vímuna renna af þér!" Hanna svaraði og sagði: "Nei, herra minn, ég er kona með hryggð í hjarta. Vín hefi ég ekki drukkið né áfengan drykk, en ég hefi úthellt hjarta mínu fyrir Drottni. Ætla þú eigi, að ambátt þín sé afhrak, því að af mínum mikla harmi og trega hefi ég talað hingað til." Elí svaraði og sagði: "Far þú í friði. Ísraels Guð mun veita þér það, er þú hefir beðið hann um."Hanna mælti: "Ó að ambátt þín mætti finna náð í augum þínum!" Síðan fór konan leiðar sinnar og mataðist og var eigi framar með döpru bragði. Morguninn eftir risu þau árla og gjörðu bæn sína fyrir augliti Drottins, sneru síðan aftur og komu heim til Rama. Og Elkana kenndi Hönnu konu sinnar, og Drottinn minntist hennar. Og er ár var liðið, hafði Hanna orðið þunguð og alið son, og hún nefndi hann Samúel, "því að ég hefi beðið Drottin um hann." Elkana fór nú með alla fjölskyldu sína til þess að færa Drottni hina árlegu fórn og áheit sitt. En Hanna fór ekki, heldur sagði við mann sinn: "Ég fer ekki fyrr en sveinninn er vaninn af brjósti. Þá fer ég með hann, svo að hann birtist fyrir augliti Drottins og verði þar ávallt upp frá því." Elkana, maður hennar, sagði við hana: "Gjör þú sem þér vel líkar. Ver þú kyrr heima, uns þú hefir vanið hann af brjósti. Drottinn láti aðeins orð þín rætast." Síðan var konan kyrr heima og hafði son sinn á brjósti, uns hún vandi hann af. En er hún hafði vanið hann af brjósti, fór hún með hann og hafði með sér þriggja ára gamalt naut og eina efu mjöls og legil víns. Og hún fór með hann í hús Drottins í Síló. En sveinninn var þá ungur. Þau slátruðu nautinu og fóru með sveininn til Elí. Og hún sagði: "Heyr, herra minn! Svo sannarlega sem þú lifir, herra minn, er ég kona sú, er stóð hér hjá þér til þess að gjöra bæn mína til Drottins. Um svein þennan gjörði ég bæn mína, og Drottinn veitti mér bæn mína, sem ég bað hann um. Fyrir því vil ég og ljá Drottni hann. Svo lengi sem hann lifir, skal hann vera Drottni léður." Og þau féllu þar fram fyrir Drottin." 1. Samúelsbók 1.

"Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir." Hebr. 13:8

"Fyrir því segi ég yður: Hvers sem þér biðjið í bæn yðar, þá trúið, að þér hafið öðlast það, og yður mun það veitast." Mark. 11: 24.

"Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast, sem biður, sá finnur, sem leitar, og fyrir þeim, sem á knýr, mun upp lokið verða." Matt. 7: 7.-8.

Guð blessi ykkur öll

Kær kveðja/Rósa


mbl.is Kanadískur drengur sagður kraftaverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bænagangan 2009

 

Bænagangan 2009

 SUMARDAGURINN FYRSTI

23. apríl

Þín þátttaka skiptir máli, Guð heyrir bænir ! Gengið og beðið á 32 stöðum á landinu, sjötta árið í röð.

Eftir gönguna kl.11.30-13 í húsi Samhjálpar Stangarhyl 3. Ártúnsholti. Reykjavík verður hádegishlaðborð á kr.500 og sameiginleg bænastund. Nánari upplýsingar um Samhjálp.

Allir eru hjartanlega velkomnir í bænagöngurnar.

kort2007

Nær allar göngur hefjast stundvíslega kl:09.00, ATH:nema Ísafjörður kl:14 og Vestmannaeyjar kl:10.

Bein útsending verður frá Lindinni frá 8.30 til 11.30.

Að göngunni standa gönguhóparnir Foglander, 7TS, Labbakútarnir og Fúsir fætur. Einnig Samhjálp og Útvarpsstöðin Lindin.

 

Útsýni á milli Andrésarkletts og Háahrauns
Mynd Bjarki Björgólfsson

Kæru Vopnfirðingar

Bjóðum sumarið velkomið með þátttöku í Bænargöngunni. Okkur hefur verið úthlutað einu bænarefni og svo munum við biðja fyrir landi og þjóð, - kosningunum, - erfiðleikunum sem við Íslendingar þurfum að glíma við í dag, - öllum sem eru atvinnulausir, - öllum sem eiga í  fjárhagserfiðleikum, - sjúkum og sorgmæddum.

Einnig munum við biðja fyrir öllum Vopnfirðingum og málefnum okkar. Við ætlum líka að þakka Guði fyrir bænasvör og blessanir sem við höfum fengið og upplifað í gegnum árin.

Við báðum Guð um varðveislu í fyrra fyrir æskunni okkar gegn allri vá eins og t.d. áfengisneyslu og eiturlyfjaneyslu og við sjáum að það veitir ekki af að halda áfram að biðja um varðveislu gegn þessari vá miðað við þær fréttir sem við fáum nú með nokkra daga millibili um að lögreglan hafi upprætt fullt af kannabisplöntum og nú síðast innflutning ýmiskonar eiturlyfja á Djúpavogi.

Margir virðast ætla að græða á sölu fíkniefna til unga fólksins. Megi almáttugur Guð fyrirgefa þessu fólk en mér finnst það leggja sig lágt að ætla að leggja líf annarra í rúst með þessu framferði sínu.

Munum: "Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið." 1. Jak. 5:16

Ásbryggja, mynd Bjarki björgólfsson

 

28

Vopnafjörður

Bæn!

Siðferðisvitund þjóðarinnar vakni :

Guð kalli englaher til varnar spillingu þeirri sem flæðir inní landið. Siðferðisvitund almennings vakni fyrir óþverranum sem streymir til okkar og fólk finni sig knúið til að standa upp til varnar. Orð Guðs sé í hávegum haft.

Umsjón

Rósa 893 9755

lengd

þorpið - 1 klst

KL:09

Frá Ási

Nánari upplýsingar: Smella hér

Sjáumst kl. 9:00 hjá Ási - Hafnarbyggð 37.

Guð blessi ykkur öll.

Kær kveðja/Rósa


Mun tryggja að Líf fái líf og það í fullri gnægð.

 

Heimilisfólkið á Sléttu í Reyðarfirði fengu fyrir ári síðan heimsókn af Slökkviliðsmönnum í Fjarðabyggð, sem voru í sjúkraflutningum í fyrravor. Þeir sáu hreinkú sem var að burði kominn. Þegar þeir komu til baka var kýrin farin en nýborinn hreindýrskálfur lá í vegkantinum. Kálfurinn var fluttur heim að Sléttu þar sem hlúð var að honum og hefur hann dafnað vel.

Dagbjört og Líf 2

Nú ári seinna fá ábúendur hótanir frá einhverjum pappírspésum sem eru á launum hjá okkur skattgreiðendum. Hótanir um að lífláta Líf ef þau sækja ekki um leyfi fyrir villt dýr.

Oft tekst þessum pappírspésum að hneyksla okkur. Á meðan þjóðinni blæðir vegna kreppunnar þá er verið að gera mál út af einum hreindýrakálf. Sorry, en þetta er út í Hróa Hött.

Dagbjört Briem Gísladóttir og Líf 1

Það vill svo vel til að ég þekki ábúendur á Sléttu og eru ekki mörg ár síðan ég og Svava föðursystir mín á Sjónarhæð heimsóttum ábúendur. Ég og Dagbjört kynntumst þegar ég var átta ára. Þá bauðst Svava til að gefa mér heimili  til að létta undir með bróður sínum á meðan mamma fór til Kaupmannahafnar í uppskurð vegna heilaæxlis. Ég var þarna frá september fram í desember og stundaði nám í barnaskólanum. Þegar ég var á fjórtánda ári þá heimsótti ég Svövu föðursystur mína og stoppaði þar í einn mánuð. Þá var ég mjög mikið með æskuvinkonunum. Við fórum oft í göngutúra og gengum framhjá  Sléttu og út með firðinum að sunnanverðu. Á Sléttu átti ungur flottur maður Cool heima sem einni af okkur þótti svaka sætur og ræddi hún það við okkur aftur og aftur. Hann var svo flottur - hann keyrði vörubíl. Cool Vá, s.s. algjör töffari. Nokkrum árum seinna þá flutti hún á Sléttu og hefur átt heima þar síðan. Ég fór að rifja upp gönguferðirnar okkar og var mikið hlegið þegar ég og Svava heimsóttum Döggu og Sigga sæta. Wink Grin Dagga mín þú ert svaka flott og hver myndi trúa því að þú værir á mínum aldri.

Dagbjört, Kolbrún og Líf 3

Smá fróðleikur um hreindýr:

„Rangifer tarandus: klaufdýr af ætt hjartardýra, eina hjartardýrið á Íslandi, dökkgrámórautt og lýsist að vetri, bæði kyn hyrnd. klaufir og lagklaufir eru fremur stórar, lifir í fjalllendi og á túndrum  N-Evrópu og N-Ameríku og er víða tamið. Hreindýr er stórvaxið, allt að 1.25 m. Yfir herðakamb og um 2 m. Á lengd. Hreindýr voru flutt frá Noregi til Íslands 1771 og aftur 1777-1778. Þeim var sleppt í Rangárvallasýslu, á Reykjanesskaga, í Eyjafjarðar- og Múlasýslum. Þau dóu út nema dýrin sem sleppt var í Múlasýslum. Afkomendur þeirra eru 2000-3000 dýr sem lifa á heiðum norðan og austan Vatnajökuls. Aðalfæða hreindýra á Íslandi eru grös,víðitegundir og aðrar trékenndar plöntur, fléttur (einkum að vetri), mosi og jafnvel sveppir. Veiðar á hreindýrum á Íslandi eru háðar leyfum." Íslenska Alfræðiorðabókin, Bókaútgáfan örn og Örlygur 1990.

Líf og Kolbrún Halldórsdótir

Mikið var gaman að sjá fréttir aftur og aftur þar sem æskuvinkona mín lék aðalhlutverkið ásamt hreindýrakálfinum Líf.

Fleiri fréttir um Dagbjörtu og hreindýrakálfin Líf:

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/04/16/lif_lifar_i_hondum_radherra/

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/04/15/hota_ad_aflifa_hreindyrskalf/

Svo einn léttur að lokum: Hafið þið séð 100 manna hreindýrahjörð. Ekki ég en ég veit um einn einstakling sem sá 100 manna hreindýrahjörð. Tek það fram að þessi einstaklingur er ekki alltaf orðheppinn.

Gangið á Guðsvegum

Kær kveðja/Rósa


mbl.is Mun tryggja að Líf fái líf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Páskadagur

 

Páskadagur

:/: Hann er Guð :/:

Reis frá dauðum Drottinn Kristur,

hann er Guð.

Til hans kom í trú,

tak við honum nú,

því Kristur, hann er Guð. 

Jesús dó á krossi og reis upp frá dauðum á þriðja degi

 

Jesús er upprisinn

„Að liðnum hvíldardegi, þegar lýsti af fyrsta degi vikunnar, komu þær María Magdalena og María hin til að líta á gröfina.

   Steininum var velt frá gröfinni                       Steinn sem haldið er að hafi verið settur fyrir gröf Jesú Krists

Þá varð landskjálfti mikill, því engill Drottins sté niður af himni, kom og velti steininum og settist á hann. Hann var sem elding ásýndum og klæðin hvít sem snjór. Varðmennirnir skulfu af hræðslu við hann og urðu sem örendir.

    Gröfin          Jesús er upprisinn 2         Gröfin var tóm

En engillinn mælti við konurnar: ,,Þér skuluð eigi óttast. Ég veit, að þér leitið að Jesú hinum krossfesta. Hann er ekki hér. Hann er upp risinn, eins og hann sagði. Komið og sjáið staðinn, þar sem hann lá. Farið í skyndi og segið lærisveinum hans: ,Hann er upp risinn frá dauðum,sjá hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann.` Þetta hef ég sagt yður." Og þær fóru í skyndi frá gröfinni, með ótta og mikilli gleði, og hlupu að flytja lærisveinum hans boðin. Og sjá, Jesús kemur á móti þeim og segir: ,,Heilar þið!" En þær komu, féllu fram fyrir honum og föðmuðu fætur hans. Þá segir Jesús við þær: ,,Óttist ekki, farið og segið bræðrum mínum að halda til Galíleu. Þar munu þeir sjá mig." Meðan þær voru á leiðinni komu nokkrir varðmenn til borgarinnar og sögðu æðstu prestunum allt, sem gjörst hafði.

Jesús reis upp frá dauðum

   

En þeir kvöddu saman öldungana og tóku það ráð með þeim að bera mikið fé á hermennina og mæltu við þá: ,,Segið þetta: ,Lærisveinar hans komu á næturþeli, meðan vér sváfum, og stálu honum." Og ef þetta berst landshöfðingjanum til eyrna, skulum vér sefa hann, svo að þér getið verið áhyggjulausir." Þeir tóku við fénu og gjörðu sem þeim var sagt. Þessi sögusögn hefur verið borin út meðal Gyðinga allt til þessa dags. En lærisveinarnir ellefu fóru til Galíleu, til fjallsins, sem Jesús hafði stefnt þeim til. Þar sáu þeir hann og veittu honum lotningu. En sumir voru í vafa. Og Jesús gekk til þeirra, talaði við þá og sagði: ,,Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar." Matt. 28: 1.-20.

tomb   gröfin

Minn Drottinn reis frá Dauðum. Í dag er hann á jörð. Þótt veröld ekki viti, það veit hans litla hjörð. Ég lít hans líknarhendur, Hans ljúfu heyri raust. Í allri eymd hann hjálpar, Hann á mitt traust.

Kór: Hann lifir. Hann lifir. Hann lifir enn í dag. hann leiðir mig um lífsins stig og léttir þungan hag. hann lifir, Hann lifir og leysir syndabönd. Í hjarta mér hans Andi er og Orð hans mér við hönd.

Ég lít hans ást og alúð á alla vegu nær. Því læt ég ekki örvænt, er ógn mitt hjarta slær. Ég veit hann veg mér greiðir, þótt veðrin gerist hörð, Og dagur Drottins nálgast með dýrð á jörð.

Ó, fagnið, vinir fagnið með fögrum söngvaklið, Og lofið konung lífsins, sem ljúfan veitir frið. Hann er þeim, er hans leita, hið æðsta vonarmið. Þeim frelsið, er hann finna. Hann fær þeim lið.

                                                                                                    A. H. Ackley - Magnús Runólfsson

Tökum á móti Jesú í hjartað okkar

Tókuð þið eftir hér rétt fyrir ofan:  

"Þessi sögusögn hefur verið borin út meðal Gyðinga allt til þessa dags." Gyðingar eru að bíða eftir Messíasi. Hann mun koma en það verður ekki Jesús Kristur. Það verður Anti-Kristur sonur Satans. Hann blekkir alla, mikill samningamaður og Gyðingar treysta honum. Þeir uppgötva of seint að þetta var ekki sá Messías sem þeir voru að bíða eftir. Það brýst út  þriðja styrjöldin. Allar þjóðir munu fara í gegn Ísrael.Þriðja heimstyrjöldin stöðvast ekki fyrr en Jesús Kristu kemur á skýjum himins. 

Jerúsalem höfuðborg Ísraels

Í kafla 14 í Sakaría er spádómur um þegar Jesús kemur á skýjum himins: Kaflinn heitir: "Á efsta degi." "Sjá, sá dagur kemur frá Drottni, að herfangi þínu verður skipt mitt í sjálfri þér. Og ég mun safna öllum þjóðunum til hernaðar móti Jerúsalem, og borgin mun verða tekin, húsin rænd og konurnar smánaðar. Helmingur borgarmanna mun verða herleiddir, en hinn lýðurinn mun ekki upprættur verða úr borginni. Og Drottinn mun út fara og berjast við þessar þjóðir, eins og þegar hann barðist forðum á orrustudeginum. Fætur hans munu á þeim degi standa á Olíufjallinu, sem er austanvert við Jerúsalem, og Olíufjallið mun klofna um þvert frá austri til vestur, og þar mun verða geysivíður dalur, því annar hluti fjallsins mun undan síga til norðurs en hinn til suðurs. En þér munuð flýja í fjalladal minn, því að fjalladalurinn nær til Asal. Og þér munuð flýja, eins og þér flýðuð undan jarðskjálftanum á dögum Ússía Júdakonungs. En Drottinn, Guð minn mun koma og allir heilagir með honum." Sak: 14:1-5

Gleðilega Páska

Guð blessi ykkur öll

Kær kveðja/Rósa


Jesús var krossfestur

Sælt veri fólkið

Sorglegt að fólkið skuli haga sér svona. Þetta er virðingarleysi gagnvart lausnara okkar Jesú Kristi.

"Því að hvaða verðleiki er það, að þér sýnið þolgæði, er þér verðið fyrir höggum vegna misgjörða? En ef þér sýnið þolgæði, er þér líðið illt, þótt þér hafið breytt vel, það aflar velþóknunar hjá Guði.

Til þessa eruð þér kallaðir. Því að Kristur leið einnig fyrir yður og lét yður eftir fyrirmynd, til þess að þér skylduð feta í hans fótspor.

"Hann drýgði ekki synd, og svik voru ekki fundin í munni hans."

Hann illmælti eigi aftur, er honum var illmælt, og hótaði eigi, er hann leið, heldur gaf það í hans vald, sem réttvíslega dæmir.

Hann bar sjálfur syndir vorar á líkama sínum upp á tréð, til þess að vér skyldum deyja frá syndunum og lifa réttlætinu. Fyrir hans benjar eruð þér læknaðir.

Þér voruð sem villuráfandi sauðir, en nú hafið þér snúið yður til hans, sem er hirðir og biskup sálna yðar." 1. Pét. 2: 20.-25.

Slóð um atburði "Föstudagsins langa:" http://www.youtube.com/watch?v=pRNspyB9V0k

Megi almáttugur Guð snúa við högum okkar hér á hjara veraldar.

Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir

Vopnafirði

SJÁ FÆRSLUNA UM "FÖSTUDAGINN LANGA" SEM ER HÉR FYRIR NEÐAN.


mbl.is Þrjátíu krossfestir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagurinn langi

 

Föstudagurinn langi
Jesús var fræður til Pílatusar

Fyrir Pílatusi:

Að morgni gjörðu allir æðstu prestarnir og öldungar lýðsins samþykkt gegn Jesú, að hann skyldi af lífi tekinn. Þeir létu binda hann og færa brott og framseldu hann Pílatusi landshöfðingja.

             Júdas skilaði silfurpeningunum             Júdas iðraðist

Afdrif Júdasar:

Þegar Júdas, sem sveik hann, sá, að hann var dæmdur sekur, iðraðist hann og skilaði æðstu prestunum og öldungunum silfurpeningunum þrjátíu og mælti: ,,Ég drýgði synd, ég sveik saklaust blóð." Þeir sögðu: ,,Hvað varðar oss um það? Það er þitt að sjá fyrir því." Hann fleygði þá silfrinu inn í musterið og hélt brott. Síðan fór hann og hengdi sig. Æðstu prestarnir tóku silfrið og sögðu: ,,Ekki má láta það í guðskistuna, því þetta eru blóðpeningar. "Og þeir urðu ásáttir um að kaupa fyrir þá leirkerasmiðs akurinn til grafreits handa útlendingum.

Þess vegna kallast hann enn í dag Blóðreitur. Þá rættist það, sem sagt var fyrir munn Jeremía spámanns: ,,Þeir tóku silfurpeningana þrjátíu, það verð, sem sá var metinn á, er til verðs var lagður af Ísraels sonum, og keyptu fyrir þá leirkerasmiðs akurinn eins og Drottinn hafði fyrir mig lagt."

Fyrir Pílatusi

Konungur Gyðingar?

Jesús kom nú fyrir landshöfðingjann. Landshöfðinginn spurði hann: ,,Ert þú konungur Gyðinga?"  Jesús svaraði: ,,Þú segir það." Æðstu prestarnir og öldungarnir báru á hann sakir, en hann svaraði engu. Þá spurði Pílatus hann: ,,Heyrir þú ekki, hve mjög þeir vitna gegn þér?" En hann svaraði honum ekki, engu orði hans, og undraðist landshöfðinginn mjög.

Ó, hve Kristur er kærleiksríkur, Hann á krossinum dó fyrir mig. Til að frelsa þá syndum særðu Gekk hann sorgarmyrkan rauna stig.

Kór: :,: Hann var negldur á kross fyrir mig, Þoldi háðung og neyð og dapran deyð, hann var negldur á kross fyrir mig.

Til að framkvæma Alföður áform Jesús yfirgaf himna dýrð. Hann var fæddur af Maríu meyju, Þoldi mæðu og skort og rýrð.

Og hann bar vora sorgarbyrði, Fyrir brot vor hann særður var, hann er syndþjáðum sáralæknir, Og hinn sami til eilífðar.

Og hann fórnaði fögru lifi Til að frelsa hinn þjáða heim. og að lokum mun hann leiða Inn í ljómandi sælu geim. F. A. Graves - Sbj. Sveinsson

Krossfestu hann!

Á hátíðinni var landshöfðinginn vanur að gefa lýðnum lausan einn bandingja, þann er þeir vildu. Þá var þar alræmdur bandingi í haldi, Barabbas að nafni. Sem þeir nú voru saman komnir, sagði Pílatus við þá: ,,Hvorn viljið þér, að ég gefi yður lausan, Barabbas eða Jesú, sem kallast Kristur?" Hann vissi, að þeir höfðu fyrir öfundar sakir framselt hann. Meðan Pílatus sat á dómstólnum, sendi kona hans til hans með þessi orð: ,,Láttu þennan réttláta mann vera, þungir hafa draumar mínir verið í nótt hans vegna."En æðstu prestarnir og öldungarnir fengu múginn til að biðja um Barabbas, en að Jesús yrði deyddur. Landshöfðinginn spurði: ,,Hvorn þeirra tveggja viljið þér, að ég gefi yður lausan?" Þeir sögðu: ,,Barabbas." Pílatus spyr: ,,Hvað á ég þá að gjöra við Jesú, sem kallast Kristur?" Þeir segja allir: ,,Krossfestu hann." Hann spurði: ,,Hvað illt hefur hann þá gjört?" En þeir æptu því meir: ,,Krossfestu hann!" Nú sér Pílatus, að hann fær ekki að gjört, en ólætin aukast. Hann tók vatn, þvoði hendur sínar frammi fyrir fólkinu og mælti: ,,Sýkn er ég af blóði þessa manns! Svarið þér sjálfir fyrir!" Og allur lýðurinn sagði: ,,Komi blóð hans yfir oss og yfir börn vor!" Þá gaf hann þeim Barabbas lausan, en lét húðstrýkja Jesú og framseldi hann til krossfestingar.

Þyrnikóróna

Hæddur:

Hermenn landshöfðingjans fóru nú með hann inn í höllina og söfnuðu um hann allri hersveitinni. Þeir afklæddu hann og færðu hann í skarlatsrauða kápu, fléttuðu þyrnikórónu og settu á höfuð honum, en reyrsprota í hægri hönd hans. Síðan féllu þeir á kné fyrir honum og höfðu hann að háði og sögðu: ,,Heill þú, konungur Gyðinga!" Og þeir hræktu á hann, tóku reyrsprotann og slógu hann í höfuðið. Þegar þeir höfðu spottað hann, færðu þeir hann úr kápunni og í hans eigin klæði. Þá leiddu þeir hann út til að krossfesta hann.

         CarryCrossPassion                 Símon frá Kýrene bar krossinn fyrir Jesú

Krossfestur:

Á leiðinni hittu þeir mann frá Kýrene, er Símon hét. Hann neyddu þeir til að bera kross Jesú. Og er þeir komu til þess staðar, er heitir Golgata, það þýðir hauskúpustaður, gáfu þeir honum vín að drekka, galli blandað. Hann bragðaði það, en vildi ekki drekka. Þá krossfestu þeir hann. Og þeir köstuðu hlutum um klæði hans og skiptu með sér, sátu þar svo og gættu hans. Yfir höfði hans festu þeir sakargift hans svo skráða: ÞESSI ER JESÚS, KONUNGUR GYÐINGA. Þá voru krossfestir með honum tveir ræningjar, annar til hægri, hinn til vinstri. Þeir, sem fram hjá gengu, hæddu hann, skóku höfuð sín og sögðu: ,,Þú sem brýtur niður musterið og reisir það á þrem dögum. Bjarga nú sjálfum þér, ef þú ert sonur Guðs, og stíg niður af krossinum!" Eins gjörðu æðstu prestarnir gys að honum og fræðimennirnir og öldungarnir og sögðu: ,,Öðrum bjargaði hann, sjálfum sér getur hann ekki bjargað. Hann er konungur Ísraels, stígi hann nú niður af krossinum, þá skulum vér trúa á hann. Hann treystir Guði. Nú ætti Guð að frelsa hann, ef hann hefur mætur á honum. Eða sagði hann ekki: ,Ég er sonur Guðs?" Einnig ræningjarnir, sem með honum voru krossfestir, smánuðu hann á sama hátt.

Jesús og ræningjarnir krossfestir
  • 1. Út frá Golgata streymir hin ljóshreina lind, Sem að læknar vor andlegu mein. Tak þú, blessaði Frelsari, burt vora synd Svo að börnin þín öll verði hrein.

Kór: :,: Send oss, Jesús, þinn náðarkraft nú. :,:

Send þann kraft, sem hinn brákaða reisir við reyr.

Send oss, Jesús, þinn náðarkraft nú.

  • 2. Gef oss bænheitan anda, vér biðjum þig nú, Gef oss brennandi elsku til þín. Gef oss lífsgleði sanna og lifandi trú, Gef oss ljós það sem út frá þér skín.
  • 3. Lát oss aldrei af veginum villast frá þér, Út í veraldar myrkur og synd. Lát frá Golgata streyma í hjörtu vor hér. Þína heilögu blessuðu lind. Elsa Eklund - Sbj. Sveinsson.

               Jesus á krossinum                        Jesus dó á krossinum fyrir syndirnar mínar

Dáinn:

En frá hádegi varð myrkur um allt land til nóns. Og um nón kallaði Jesús hárri röddu: ,,Elí, Elí, lama sabaktaní!" Það þýðir: ,,Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?" Nokkrir þeirra, er þar stóðu, heyrðu þetta og sögðu: ,,Hann kallar á Elía!" Jafnskjótt hljóp einn þeirra til, tók njarðarvött og fyllti ediki, stakk á reyrstaf og gaf honum að drekka. Hinir sögðu: ,,Sjáum til, hvort Elía kemur að bjarga honum."En Jesús hrópaði aftur hárri röddu og gaf upp andann. Þá rifnaði fortjald musterisins í tvennt, ofan frá og niður úr, jörðin skalf og björgin klofnuðu,grafir opnuðust og margir líkamir helgra látinna manna risu upp. Eftir upprisu Jesú gengu þeir úr gröfum sínum og komu í borgina helgu og birtust mörgum. Þegar hundraðshöfðinginn og þeir, sem með honum gættu Jesú, sáu landskjálftann og atburði þessa, hræddust þeir mjög og sögðu: ,,Sannarlega var þessi maður sonur Guðs." Þar voru og margar konur, sem álengdar horfðu á, þær höfðu fylgt Jesú frá Galíleu og þjónað honum. Meðal þeirra var María Magdalena, María, móðir þeirra Jakobs og Jósefs, og móðir Sebedeussona.

Á Golgata

 :/: Það var Jesús sem leysti mig :/:

Hann braut alla hlekki‘

Er mig bundu við synd.

Það var Jesús sem leysti mig.

 

       Temple Curtain         fortjaldið rifnaði   

Grafinn:

Um kvöldið kom auðugur maður frá Arímaþeu, Jósef að nafni, er sjálfur var orðinn lærisveinn Jesú. Hann gekk til Pílatusar og bað hann um líkama Jesú. Pílatus bauð þá að fá Jósef hann. Jósef tók líkið, sveipaði það hreinu línklæði og lagði í nýja gröf, sem hann átti og hafði látið höggva í klett, velti síðan stórum steini fyrir grafarmunnann og fór burt. María Magdalena var þar og María hin, og sátu þær gegnt gröfinni.

The Skull Hill

Grafar gætt:

Næsta dag, daginn eftir aðfangadag, gengu æðstu prestarnir og farísearnir saman fyrir Pílatus og sögðu: ,,Herra, vér minnumst þess, að svikari þessi sagði í lifanda lífi: ,Eftir þrjá daga rís ég upp.` Bjóð því, að grafarinnar sé vandlega gætt allt til þriðja dags, ella gætu lærisveinar hans komið og stolið honum og sagt fólkinu: ,Hann er risinn frá dauðum.` Þá verða síðari svikin verri hinum fyrri." Pílatus sagði við þá: ,,Hér hafið þér varðmenn, farið og búið svo tryggilega um sem best þér kunnið." Þeir fóru og gengu tryggilega frá gröfinni og innsigluðu steininn með aðstoð varðmannanna." Matt. 27: 1.- 66.

Drottinn blessi ykkur öll

Kær kveðja/Rósa


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband