„Orðskviðir Salómons Davíðssonar, Ísraels konungs, 5. hluti.

11482420

„Yndisleg kona hlýtur sæmd, og hinir sterku hljóta auðæfi.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 11:16.

Væn kona er kóróna manns síns, en vond kona er sem rotnun í beinum hans.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 12:4. Smile

Viska kvennanna reisir húsið, en fíflskan rífur það niður með höndum sínum.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 14:1. 

mnalsa jpg 280x800 q95

„Væna konu, hver hlýtur hana? hún er miklu meira virði en perlur.

Hjarta manns hennar treystir henni, og ekki vantar að honum fénist.

ADA151 th

Hún gjörir honum gott og ekkert illt alla ævidaga sína. Hún sér um ull og hör og vinnur fúslega með höndum sínum. Hún er eins og kaupförin, sækir björgina langt að.

Hún fer á fætur fyrir dag, skammtar heimilisfólki sínu og segir þernum sínum fyrir verkum.

IMG 2012copy vi
                        

Hún hefir augastað á akri og kaupir hann, af ávexti handa sinna plantar hún víngarð.

Hún gyrðir lendar sínar krafti og tekur sterklega til armleggjunum. Hún finnur, að atvinna hennar er arðsöm, á lampa hennar slokknar eigi um nætur.

Hún réttir út hendurnar eftir rokknum, og fingur hennar grípa snælduna.

hlifsnaelda
     

Hún breiðir út lófann móti hinum bágstadda og réttir út hendurnar móti hinum snauða.

Hún er ekki hrædd um heimilisfólk sitt, þótt snjói, því að allt heimilisfólk hennar er klætt skarlati.

Irish spinning wheel

Hún býr sér til ábreiður, klæðnaður hennar er úr baðmull og purpura.

Maður hennar er mikils metinn í borgarhliðunum, þá er hann situr með öldungum landsins. Hún býr til skyrtur og selur þær, og kaupmanninum fær hún belti.

Kraftur og tign er klæðnaður hennar, og hún hlær að komandi degi.

Hún opnar munninn með speki, og ástúðleg fræðsla er á tungu hennar.

Hún vakir yfir því, sem fram fer á heimili hennar, og etur ekki letinnar brauð.

millit
Synir hennar ganga fram og segja hana sæla, maður hennar gengur fram og hrósar henni: "Margar konur hafa sýnt dugnað, en þú tekur þeim öllum fram!"

Yndisþokkinn er svikull og fríðleikinn hverfull, en sú kona, sem óttast Drottin, á hrós skilið.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 31:10.-30.

jesus

„Hversu lengi ætlar þú að reika fram og aftur, þú hin fráhverfa dóttir? Því að Drottinn skapar nýtt á jörðu: Kvenmaðurinn verndar karlmanninn.“ Jeremía 31:22

Bróðir minn Cool heldur uppá þetta vers og mátti ég til að hafa það með þó það væri ekki í Orðskviðum. Happy

jesus women a04

Guðsteinn Haukur Barkarson Cool er nýlega búinn að skrifa pistil um Stöðu kvenna í Biblíunni. Endilega lesið greinina: Hér

Nú er yfirferð minni í Orðskviðum lokið hér á blogginu. Wink

Guð blessi ykkur kæru vinir sem lesið pistlana mína og alla hina líka. Grin

Kær kveðja/Rósa

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl, Rósa.

Já, Orðskviðina á maður eiginlega að lesa,....... alltaf annað slagið.

Takk fyrir framtakið.

Kærleikskveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 11:39

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Takk fyrir innlitið. Þú skrifar takk fyrir framhaldið og nú er þetta síðasta færsla í Orðskviðunum.

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.12.2009 kl. 13:40

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig Rósa mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2009 kl. 14:17

4 identicon

Sæl, Rósa mín.

Lesa betur.

Ég sagði og það stendur þarna, : Takk fyrir framtakið !

Kær kveðja á þig.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 15:38

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Hæ kæru Ísfirðingar Ásthildur og Þórarinn

Takk fyrir innlitið og góðar kveðjur. Þórarinn næst þegar ég fer til byggða þá ætla ég í sjónmælingu.  Með því að lesa skakkt núna þá fiskaði ég auka innlegg.

Fæðingarhátíð Frelsarans nálgast.

Guð blessi ykkur og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.12.2009 kl. 18:58

6 Smámynd: Ragnheiður

Notalegt að lesa og notalegt að skoða myndirnar. Þær róa úfinn huga.

Takk Rósa mín

Ragnheiður , 8.12.2009 kl. 13:25

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ragnheiður mín

Takk fyrir innlitið.

Megi almáttugur Guð blessa þig og varðveita.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.12.2009 kl. 20:10

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæl aftur Ragnheiður mín

Mynd fyrir Ragnheiði.

Guð blessi þig og gefi þér styrk og kraft.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.12.2009 kl. 20:11

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.12.2009 kl. 22:21

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Hjartans þakkir litli bróðir   

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.12.2009 kl. 22:32

11 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Það er mikil viska í orðskviðunum. Takk fyrir góða færslu :)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 9.12.2009 kl. 00:27

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jú Rósa! Það er alveg rétt! Þetta er góð lýsing á konunni minni framan af. Annars finnst mér bara svo lítið trúaður að maður eiginlega kann ekki neitt um þetta. Vissi ekki að Orðskviður væri úr Biblíunni ... Ég safna bara myndunum í staðin ... Mjög fallegt er þetta alla vega. Verkar vera virkilegt listaverk í orðum þessi kvæði eða kviður...

Takk fyrir færslurnar þínar engillinn minn!

Óskar Arnórsson, 9.12.2009 kl. 05:59

13 Smámynd: Flower

Fallegar myndir sem þú valdir með þessari færslu, og færslan sjálf að sjálfsögðu.

Flower, 9.12.2009 kl. 11:11

14 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Takk kærlega fyrir þessa færslu og fallegar myndir. Kv. Muggi.

Guðmundur St Ragnarsson, 9.12.2009 kl. 18:45

15 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Amen!

Guðrún Sæmundsdóttir, 9.12.2009 kl. 22:41

16 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

 Sæl og blessuð

Fullt af gestum, I am surprise.   

"Kalla þú á mig og mun ég svara þér og kunngjöra þér mikla hluti og óskiljanlega, er þú hefir eigi þekkt." Jeremía 33:3

"Drottinn blessi þig og varðveiti þig! Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur! Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið!" 4. Mós. 24.-26.

Guð blessi ykkur og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.12.2009 kl. 23:31

17 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Konan er drifkraftur lífsins. Án konu væri lífið óbærilegt. Margar konur gera lífið ómótstæðilegt. Þakka þér fyrir þennan frábæra pistil.

Megir þú ganga á Guðs vegum kæra frænka.

Guðlaugur Hermannsson, 10.12.2009 kl. 21:20

18 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl Rósa mín!

Alltaf jafn flott hjá þér!

Guð veri með þér í jólabakstrinum og jólaundirbúningnum.

Hvar væri allur þessi undirbúningur án konunnar?

Guð blessi alla karlmenn og allar konur, og ég kvet okkur 

öll til góðra verka.

               Kær kveðja 

                               Halldóra.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 11.12.2009 kl. 11:05

19 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.

Frændi minn, greinilegt að þú ert vel kvæntur, ánægður með þína konu. Mikið samgleðst ég þér.

Halldóra mín, takk fyrir hvatninguna okur öllum til handa sem lesum innleggið þitt.

Jólaundirbúningur hér er á snigilshraða. Jólin koma samt.

Guð blessi ykkur og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.12.2009 kl. 23:04

21 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Takk Rósa mín, það er vissulega gott að eiga góða konu. Guð blessi þig.

Kristinn Ásgrímsson, 12.12.2009 kl. 22:38

22 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Kiddi minn

Ég veit að þú ert vel kvæntur.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.12.2009 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband