30.8.2009 | 18:55
Vopnafjörður - Nafli Alheimsins
Sæl og blessuð
Mikill uppgangur á Vopnafirði sem er Nafli alheimsins. (Vopnfirskur brandari)
Við verðum að trúa að allar þessar frábæru framkvæmdir verði til góðs og að Guð gefi okkur nóg af afla úr sjó. Ekki veitir af nú þegar þjóðin er að ganga í gegnum erfiðleika.
1Davíðssálmur.
"Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi." Sálmur 23.
Nú þegar þjóðin á í erfiðleikum þá skulum við biðja Drottinn um að vera með okkur á meðan við förum um dimman dal. Ég trúi því að við verðum bænheyrð og að Guð muni snúa við högum okkar.
Seint á föstudagskvöld fáum við í Hvítasunnukirkjunni heimsókn frá trúsystkinum okkar í Keflavík. Við verðum með samkomur á laugardagsmorgunn kl 10; laugardagskvöld kl: 20 og á sunnudagsmorgunn kl 11 í Hvítasunnukirkjunni Fagrahjalla 6. Þú ert velkominn.
Guð blessi ykkur öll
Kær kveðja/Rósa
Mjölsverksmiðjan á Vopnafirði á áætlun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Vopna-Rósa
Guðskerlingin - Rósa
Ofurfemínistinn - Rósa
Róza trúfrænka
Litla englabossa-fyrirmyndarfíflið hér þessi Rósa Aðalsteinsdóttir
Litla kerlingartwitt
Sveitapenni á hjara veraldar.
Muna: Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.
Frekari upplýsingar fást með því að smella á mynd af höfundi.
Katrín Stefanía bróðurdóttir mín: http://isprinsessan.bloggar.is/
Lýdía Linnéa bróðurdóttir mín: http://lydialinnea.blogcentral.is/
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Kristin stjórnmálasamtök
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- ibbets
- Einar Gíslason
- Elísabet Sigmarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Guðlaug H. Konráðsdóttir
- Guðlaugur Hermannsson
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Helena Leifsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Hörður Halldórsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Jón Valur Jensson
- Jón Ríkharðsson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Ólafur Jóhannsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnheiður
- Sigríður Ásdís Karlsdóttir
- Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- Snorri Bergz
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefán Bogi Sveinsson
- Sverrir Halldórsson
- Tómas
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Þór Saari
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórólfur Ingvarsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Adda Laufey
- Adda bloggar
- Aida.
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Árni þór
- Birgirsm
- Ásta Steingerður Geirsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Bjarki Tryggvason
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Dísa Dóra
- Eygló Hjaltalín
- Flower
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Markúsdóttir
- Gladius
- G.Helga Ingadóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Kristín Ketilsdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Halla Rut
- Heiða Þórðar
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hreinsamviska
- Hörður Finnbogason
- Jakob Kristinsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Helgason
- Jón Steinar Ragnarsson
- jósep sigurðsson
- Kristbjörg Steinunn Gísladóttir
- Kristín Gunnarsdóttir
- lady
- leyla
- Magnús Paul Korntop
- Mofi
- Óskar Arnórsson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Ragnheiður Katla Laufdal
- sur
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ruth
- Kafteinninn
- Sindri Guðjónsson
- Ragnheiður Arna Arnarsdóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Styrmir Hafliðason
- Svala Erlendsdóttir
- Theodor Birgisson
- Theódór Norðkvist
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- halkatla
- Brynja skordal
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Vefritid
- Kristinn Ingi Jónsson
- Óskar Sigurðsson
- Samtök Fullveldissinna
- Sigurjón Þórðarson
- dittan
- Guðmundur Ásgeirsson
- Durtur
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- Óskar Helgi Helgason
- Nonni
- Einar K. Árnason
- Bjarni Jónsson
- Einar Rúnar Sigurðsson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðbjörn Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Hrannar Baldursson
- Inga G Halldórsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jósef Smári Ásmundsson
- Júlíus Valsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Lífsréttur
- Óðinn Þórisson
- Páll Vilhjálmsson
- Rúnar Kristjánsson
- Rúnar Már Bragason
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Steindór Sigursteinsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sverrir Stormsker
- Valdimar H Jóhannesson
- Viktor
- Þórhallur Heimisson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ægir Óskar Hallgrímsson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guð gefi ykkur öllum góðan dag. Fékk þetta bréf í tölvupósti.
hvet alla sem eru á móti því að þjóðin eigi að borga Icesave að fara inná www.kjosa.is og taka þátt í áskorun til forsetans.
Guð veri með ykkur
Kær kveðja/RósaHáttvirti kjósandi.
Þúsundir hafa tekið undir með okkur á www.kjosa.is síðasta sólarhringinn.
Nú eru síðustu forvöð að hvetja enn fleiri.
Í dag, mánudag kl. 13:00, verður prentaður út listinn yfir þá sem skorað
hafa á forsetann. Áskorunin verður síðan afhent forsetanum síðar um daginn,
eða kl. 15.
Tökum málið í okkar hendur! Látum aðra vita af áskoruninni.
Baráttukveðjur,
Ábyrgðarmenn,
Hjörtur Hjartarson
Sigurlaug Þ. Ragnarsdóttir
Þorvaldur Óttar Guðlaugsson
E. S.
Þau sem vilja geta gert margt fleira, til dæmis: Á bloggsíðum má benda á
www.kjosa.is; á www.kjosa.is er áhrifaríkt tól sem heitir "Senda á vini".
Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.8.2009 kl. 06:59
Sæl elskuleg. Ég nennti ekki að lesa blogg í dag, var að stússast hér innan dyra í blíðunni. Það er fallegt kvöldveðrið núna og yndislegt að horfa yfir Hellisheiði. Kærleikur til þín og þinna.
Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2009 kl. 20:56
Sæl Rósa mín,langt síðan þú hefur verið hér og enn lengra síðan ég var síðast,ég vona að þú eigir góða helgi með Keflvíkingunum,ég er að gera mig klára að taka á móti börnum og barnabörnum á ljósahelginni,hafðu það alltaf sem best vinkona kærleiksknús á þig
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 1.9.2009 kl. 00:27
Gott að heyra góðar fréttir Rósa mín. Og þessar báðar eru þannig. Knús og eigðu góðan dag mín kæra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2009 kl. 08:49
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 20:25
Heil og sæl Rósa, það er gott að heyra jákvæðar fréttir og þið vopnfirðingar eruð í góðum málum hvað atvinnumál snertir sýnist mér. Gaman að sjá þessa gömlu mynd af Hvítasunnukirkjuni í byggingu frá árinu 1955.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 1.9.2009 kl. 22:42
Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.9.2009 kl. 11:39
Guð gefi ykkur öllum góðan dag.
Takk fyrir innlitið.
Ásdís mín, gott að heyra. Við eigum eitt sameiginlegt það er að við erum með Hellisheiði í nágrenni við okkur Þessir heiðarvegir eru mjög ólíkir þó þeir beri sama heiti.
Sigga mín, já það verður gamna hjá okkur um helgina. Vona að Ljósahátíðin verði vel lukkuð hjá ykkur.
Ásthildur mín, það er uppgangur hér og það er jákvætt núna þegar þjóðin gengur í gegnum djúpan dimman dal.
Birna mín, takk fyrir hjartað.
Simmi minn, já það er nóg að gera hjá Gísla syni þínum og öllum í Stóru Milljón. Hér eru líka fullt af aðkomufólki sem er að vinna við byggingu á húsi sem er byggt ofaná tankana sem voru fluttir með pramma frá Reykjavík til Vopnafjarðar í sumar. Vonum að það gangi vel áfram. Ekki veitir af gjaldeyristekjum fyrir land og þjóð.
Guðsteinn minn, takk fyrir hjartað. Nú ert þú búinn að koma á Vopnafjörð sem er Nafli Alheimsins. Þú þarft að koma aftur og stoppa lengur. Ég þarf að sýna ykkur svo margar náttúruperlur sem við eigum hér á Vopnafirði.
Hlakka til að Keflvíkingar heimsæki okkur hér á hjara veraldar.
Guð blessi ykkur og varðveiti
Megi almáttugur Guð miskunna íslenskri þjóð.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.9.2009 kl. 15:42
Innlitskvitt og ljúfar kveðjur :)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.9.2009 kl. 15:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.