Ísland í dag.

 

Ísland er stjórnlaust, því enginn því stjórnar
Ísland er fleki af dýrustu gerð
Ísland er landið sem Flokkurinn fórnar
Ísland á reki í sjónum þú sérð
 
Ísland í forsetans orðanna skrúði
Ísland sem bankana auðmönnum gaf
Ísland sem sonanna afrekum trúði
Ísland er land sem á verðinum svaf
 
Íslensk er þjóðin sem allt fyrir greiðir
Íslensk er krónan sem fellur hvern dag
Íslensk er höndin sem afvegaleiðir
Íslensk er trúin: "Það kemst allt í lag"
 
Íslensk er bjartsýna alheimskuvissan
um íslenskan sigur í sérhverri þraut
Íslensk er góðæris átveisluhryssan
sem íslenskan lepur nú kreppunnar graut
 
Ísland er landið sem öllu vill gleyma
sem Ísland á annarra hlut hefur gert
Íslenska þjóð, þér var ætlað að geyma
hið íslenska nafn sem þú hefur nú svert
 
Íslandi stýra nú altómir sjóðir
Ísland nú gengur við betlandi staf
að Íslandi sækja nú alls konar þjóðir
Ísland er sokkið í skuldanna haf
 
Höf: Hallgrímur Helgasson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hæ og hó.

Vinkona mín sendi mér þennan texta eftir Hallgrím Helgason.

Því miður eru mörg sannleikskorn í þessum texta.

Megi almáttugur Guð hjálpa okkur út úr þessum ömurlegu aðstæðum.

Guð veri með ykkur kæru vinir.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.8.2009 kl. 00:46

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

"Þeir sem vona á Drottin fá nýja kraft, þeir fljúga upp á vængjum sem ernir." Jes. 40:31

Með Guði getum við byrjað aftur - hvenær sem er. Það verður nýtt upphaf.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.8.2009 kl. 00:47

3 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Sæl vinkona,þetta er virkilega dapurlegt en því miður rétt,sem segir í þessum texta og svo sannarlega óhætt að biðja Guð að hjálpa okkurhafðu það sem allra best Rósa mín

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 22.8.2009 kl. 01:43

4 identicon

Sæl Rósa.

Hallgrímur hvað........................................................................???

Kveðja

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 02:13

5 identicon

Það er óhætt að segja að þessi texti er að mörgu leyti ágætur, en hann ætti að halda sig við efnið og breyta ekki út frá venjunni eins og hann geriir í fjórðu ferskeytlu þessa annars ágæta ljóði, og heldur svo áfram í næstu erindum.

Guðmudur júlíusson (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 02:47

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já Rósa mín því miður er þetta satt við er svo sannarlega í vondum málum, þetta er martröð.

Kær kveðja

Kristín Katla Árnadóttir, 22.8.2009 kl. 13:23

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Vinkona mín sendi mér þennan texta í tölvupósti og ég ákvað að setja hann hér inn.

Sigga mín, við erum lánsamar að eiga Jesú og geta sagt honum allt og beðið hann að snúa við högum okkar og þjóðar okkar.

Þórarinn minn, jóla hvað?

Guðmundur, ég las yfir textann og tók eftir þessu líka en ég ákvað að horfa yfir það og huga að innihaldinu.

Katla mín, því miður er þjóðin í vondum málum vegna gjörða Útrásavíkinga og margra annarra sem hafa dýrkað Mammon. Það þarf að moka flórinn, ef dugar ekki að handmoka þá verðum við að nota haugsugur. Við viljum fá frá völdum alla þá sem eru á einhvern hátt samofnir þessari miklu spillingu sem hefur eyðilagt fyrir almenningi.

"Vér vitum, að þeim, sem Guð elska, samverkar allt til góðs, þeim sem kallaðir eru samkvæmt ákvörðun Guðs." Róm. 8: 28

Takk fyrir innlitið.

Guð veri með ykkur.

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.8.2009 kl. 17:08

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir þetta Rósin mín, gaman að heyra aðeins frá þér, ertu ekki hress??  á að fara í skóla í vetur?? héðan er allt þokkalegt að frétta, haustið á næsta leyti og notalega rökkur stemming á kvöldin.  Kærleikskveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2009 kl. 13:49

9 identicon

Kveðja norður til þín

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 15:34

10 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Elsku Rósa min, vil svo frekar hlusta á orginalin.  Bið góðan guð um að halda verndarhendi yfir löndum mínum.

Hafðu það sem best kæra. Kv frá Noreg.

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 24.8.2009 kl. 19:31

11 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl Rósa!

Æ þessi texti er orðinn hálf leiðinlegur.En ég játa að hann var fyndinn fyrst,en ekki lengur!

Þú ert nú samt alveg ágæt heilla konan sjálf!

Heyrumst.  Í Guðs friði

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 24.8.2009 kl. 22:16

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hæ og hó stelpur og takk fyrir innlitið.

Ásdís mín, jú ég ætla að taka eitt fag í fjarnámi nú í haust. Sammála þér með að það getur oft orðið stemming þegar byrjar að dimma í ágúst og þá koma ljósin sér vel.

Birna mín, takk fyrir.

Sirrý mín, upprunalegi textinn er mjög fallegur. Ísland er land þitt... Takk fyrir fyrirbænirnar þínar fyrir okkur sem búum hér á Fróni.

Halldóra mín, gat ekki annað en brosað af innlegginu þínu.

"Verið því eigi hryggir, því að gleði Drottins er hlífiskjöldur yðar." Biblían: Neh. 8:10.

Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður." Biblían: 1. Pét. 5:7.

Þessi vers segja okkur að við getum verið örugg því Drottinn er hlífiskjöldur okkar og hann ber umhyggju fyrir okkar þó svo að það blási hressilega hér á Fróni. Ég trúi því að Drottinn muni snúa við högum okkar. En ég trúi því líka að þjóðin þurfi að snúa sér til Drottins og það þarf að moka út alla þessa spillingu sem er synd sem hefur haft í för með sér hræðilegar afleiðingar á saklaust fólk.

Guð veri með ykkur og fjölskyldum ykkar

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.8.2009 kl. 22:58

13 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þetta er flottur texti hjá HH. Guð blessi þig Rósa.

Guðmundur St Ragnarsson, 25.8.2009 kl. 00:21

14 identicon

Já Rósa þetta er nöturlegur texti, en svo innilega sannur. Guð gefi ráðamönnum þessa lands visku til að takast á við vandann.

Áslaug Herdís Brynjarsdóttir (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 14:02

15 identicon

Rósa mín kemur þetta til .

helga (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband