Afmælisdagur föður míns

 Föðurfjölskyldan       Guðbjörg langamma í föðurætt

Greinin hér fyrir neðan birtist í DV. Árið 2000 þegar pabbi var 75 ára.

Aðalsteinn fæddist í Ási á Vopnafirði og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugum í 2 vetur 1942-44 og lauk síldarverkunarprófi á Siglufirði 1957. Hann var 9 ára er hann byrjaði að beita, var sína fyrstu vertíð á Höfn í Hornafirði og stundaði þaðan 11 vertíðir efir að hann lauk námi á Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsýslu. Þá var hann 2 vertíðir í Reykjavík og á sjó frá Keflavík 1957. Aðalsteinn var á síldveiðum sumrin 1947-50 á bátum frá Eskifirði og Neskaupsstað. Aðalsteinn og Sveinn bróðir hans, byggðu í frístundum Ásbryggju á Vopnafirði, árið 1949 en þar varð síðar síldarsöltunarstöð. Aðalsteinn var verkstjóri og  síldarmatsmaður hjá Auðbjörgu hf. 1956-70, hjá Kristni og Aðalsteini Jónssonum er legðu þá bryggju og aðstöðu Aðalsteins og Sveins á Vopnafirði. Síðar leigði Tangi hf. Aðstöðuna þegar síldin byrjaði að veiðast eftir margra ára hlé.

           Alli og Sveinn              Tóti 

Aðalsteinn og Sveinn hófu grásleppuveiðar um 1960. Þá stofnuðu þeir fyrirtækið Ásbræður og áttu saman trilluna Fuglanes Ns. 72. Auk þess hefur Aðalsteinn stundað þorskveiðar, byggingavinnu, múrverk og almenna verkamannavinnu. Aðalsteinn hefur verið í Hvítasunnusöfnuðinum um árabil, lagði hönd á kirkjubyggingu safnaðarins 1954 og hefur verið gjaldkeri síðan 1954. Þá var hann í mörg ár gjaldkeri Ungmennafélagsins Einherja.

Munda Siggi Dísa og Stebba
Siggi, Munda, Þórdís Halldóra og Stefanía

     Stefanía   Stefanía á Ísafirði

                  Stefanía                                                             Stefanía á Ísafirði

Aðalsteinn kvæntist 2. júní 1955 Stefaníu Sigurðardóttur, f. 22. júlí 1925 í Reykjafirði v/Ísafjarðardjúpi, d. 13. ágúst 1968, húsmóður. Hún var dóttir Sigurðar Rósinkars Halldórssonar bónda á Galtahrygg í Mjóafirði v/Ísafjarðardjúp og Guðmundínu Þorbjargar Jónsdóttur húsfreyju. Börn Aðalsteins og Stefaníu:

     Mamma og pabbi           Mamma og pabbi 0001

                Stefanía og Aðalsteinn                                              Stefanía og Aðalsteinn

  Mamma og pbbi  Frá Auði Kristinsdóttir

    Stefanía og Aðalsteinn                                             Brúðkaupskort frá Auði Kristinsdóttur

1. Páll, búsettur á Vopnafirði, f. 23. júlí 1956, skipasmiður. Kona hans er Astrid Linnéa Örn Aðalsteinsson. Börn þeirra eru Katrín Stefanía, Lýdía Linnéa og Enok Örn.

2. Ásmundur, búsettur í Kópavogi, f. 9. september 1957, húsasmiður.

3. Rósa, búsett með föður sínum á Vopnafirði, f. 30. september 1958.

Stebba Ási Palli Rósa Alli
Stefanía, Ási, Palli, Rósa og Aðalsteinn

Foreldrar Aðalsteins: Sigurður Þorbjörn Sveinsson, f. 16. júlí 1892 að Hákonarstöðum í Jökuldal, d. 2. september 1978, símamaður og bóndi að Ási í Vopnafirði og Katrín Ingibjörg Pálsdóttir, f. 2. júní 1891 í Víðidal á Fjöllum, d. 28. apríl 1978, yfirsetukona og húsmóðir.

Foreldrar Sigurðar Þorbjörns voru Sveinn Sigurðsson bóndi frá Mýraseli í Aðaldal S-Þing og Guðbjörg Jóhannesdóttir húsmóðir frá Rauf (nú Eyvík) á Tjörnesi.

Foreldrar Katrínar Ingibjargar voru Páll Jónsson bóndi og söðlasmiður frá Þórisdal í Lóni og Guðný Margrét Eiríksdóttir húsmóðir frá Skjöldólfsstöðum í Jökuldal á Héraði.

Svava amma Ingibjörg og Pála
Svava, Katrín Ingibjörg og Pála Margrét

Systkini Aðalsteins:

1. Pála Margrét, f. 14. janúar 1921, d. 21 janúar 1994, húsmóðir í Reykjavík, maður hennar var Ásmundur Kristmann Jakobsson skipstjóri frá Strönd á Neskaupsstað;  

2. Svava, f. 22. desember 1921, húsmóðir á Reyðarfirði,  maður hennar  var Valtýr Þórólfsson frystihús- og sláturhússtjóri frá Sjónarhæð á Reyðarfirði;  

          Sveinn og Alli        Tóti, Sveinn og Alli

3. Sveinn, f. 12. júní 1925, d. 24. nóvember 1997, tvíburabróðir Aðalsteins, útgerðarmaður á Vopnafirði, kona hans var Steindóra Sigurðardóttir húsmóðir og verkakona frá Miðhúsum í Eiðaþinghá á Héraði.   

4. Guðni Þórarinn,  f. 6. október  1926, d. 31. janúar 2004, útgerðarmaður á Vopnafirði, kona hans var Lilja Aðalsteinsdóttir húsmóðir og verkakona frá Svalbarða á Djúpavogi.

Í greininni er sagt að Aðalsteinn og Sveinn hafi byggt bryggju í frístundum. Blaðamaður Tímans skrifaði 6. september 1953:  „Vopnfirzkir bræður byggðu skipabryggju í hjáverkum."

Ásbryggjan
Ásbryggja

„Frá fréttaritara Tímans í Vopnafirði 23. Þessa mánaðar var í fyrsta skipti söltuð síld hér við bryggju, sem tveir bræður í kauptúninu hafa verið að byggja undanfarin ár og luku nú í sumar. Eru þetta ungir menn, Aðalsteinn og Sveinn Sigurðssynir í Ási í Vopnafirði. Hafa þeir unnið að þessari bryggjugerð að mestu í frístundum, er tóm gafst frá annarri vinnu.

Bryggjan er steypt, 20 m. löng og dýpi við hana er 11 fet um fjöru. Á stétt ofan við hana hafa þeir bræður byggt steinsteypt verbúðarhús 77 fermetra að grunnfleti, tvær hæðir og loft, má nota til íbúðar.

Að mestu leyti einir.

Þessar framkvæmdir eru ekki svo lítið þrekvirki, þegar að því er gáð, að þeir hafa að mestu unnið verkið tveir einir að undanskilinni kafaravinnu og hjálp þegar steypt hefur verið, enda eru bræður þessir samhentir dugnaðarmenn. Þeir hafa stundað sjó á vetrum og ýmsa vinnu á sumrum, en unnið að þessu þegar á milli varð.

Þeir bræður voru nýbúnir að byggja myndarlegt íbúðarhús, þegar þeir hófu bryggjugerðina."  Hér endar umfjöllun um þá bræður.

Tvíburarnir Alli og Sveinn
Aðalsteinn og Sveinn

Hér er önnur grein þar sem spjallað var við þá bræður af blaðamanni Morgunnblaðsins en því miður veit ég ekki hvenær þetta viðtal var tekið:

„Þeir sem koma nálægt síldinni verða betri menn"

Þeir voru við vinnu á Ásbryggju á Vopnafirði, bryggjunni sem þeir byggðu sjálfir og þurfti að miklu leyti að höggva í klett með hamri og meitli. Menn segja þá mikla vinnuforka og svipurinn bar þess glöggt vitni að þeir hefðu ekki setið auðum höndum um ævina. Þeir eru Aðalsteinn og Sveinn Sigurðssynir, fæddir á Vopnafirði.

Aðalsteinn og Sveinn 70 ára
Aðalsteinn og Sveinn 70 ára

„Við erum fæddir hérna í fjörunni rétt fyrir innan. Húsið stóð svo að segja í flæðarmálinu, en sjórinn náði að grafa undan því, svo það þurfti að flytja það lengra uppá land. Það má því eiginlega segja að við höfum heyrt sjávarniðinn frá því við vorum í móðurkviði og hefur það eflaust haft sín áhrif á okkur. Það er því ekkert undarlegt að við höfum verið viðriðnir sjómennsku frá því að við munum eftir okkur," sögðu þeir bræður í spjalli við blaðamann Mbl. fyrir stuttu.

Töldu þeir að það væri mannbætandi að fara á sjó, en skemmtilegast hefði þeim alltaf þótt að vera í síld.

Rósa, Palli og Ási   1961
Rósa, Palli og Ási

„Síldin er allra skemmtilegasti fiskur og þeir sem koma nálægt síldinni verða betri menn og kerlingararnar frískari, sögðu þeir bræður og glettnin skein úr augum þeirra. Sveinn er eldri en ekki er aldursmunurinn mikill, því það leið aðeins um klukkustund milli þess sem þeir bræður komu í heiminn.

Sagði Sveinn að litli bróðir hefði verið óþekkari, en Aðalsteinn vildi nú ekki alveg kannast við það.

„Við höfum alltaf róið saman og byrjuðum svona 15 eða 16 ára gamlir. Í fyrstu vorum við dálítið sjóveikir en nú má segja að við séum sjóaðir og færir í flestan sjó.

„Já, já, við erum alltaf sammála um það hvar á að kasta og er ekki hægt að segja annað en að samkomulagið hafi alltaf verið gott," sögðu þeir bræður og litu hvor á annan sposkir á svip.

Aðalsteinn og Sveinn hafa nú um nokkurt skeið stundað grásleppuveiðar frá Vopnafirði. Trillan þeirra er 3 tonn og ber nafnið Fuglanes Ns. 72. Upphaflega kom hún frá Englandi, en er innréttuð í bílskúr í Reykjavík og kom til Vopnafjarðar árið 1974.

Fuglanes við Litlu Kaffistofuna
Fuglanes Ns. 72

„Veiðin hefur gengið nokkuð treglega og virðist grásleppan einna helst halda sig fyrir norðan í ár. Ætli sjórinn sé ekki of kaldur enn sem komið er. Okkur hefur gengið  nokkuð erfiðlega að losna við grásleppuna sjálfa, og er henni oftast hent í sjóinn. Hrognin hirðum við aftur á móti og söltum í tunnur og seljum síðan Sambandinu. Það gefur sæmilega í aðra hönd þegar vel gengur." A.K.

Greinar sem ég hef áður skrifað um foreldra mína:

Björgum Vestfjörðum úr klóm RisannaKlikka hér:

Hvítasunnukirkjan á Vopnafirði - Frelsissaga Stefaníu og Stefáns Aðalsteins - Fyrstu kynnin í stofunni í Ási á samkomu Hvítasunnumanna og Brúðkaups-trúboðsferð þeirra. Klikka hér:

Afmælisdagur móður minnarKlikka hér:

Móðir mín fór heim til Jesú fyrir 40 árumKlikka hér:

Guð blessi ykkur öll.

Kær kveðja/Rósa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með föður þinn Rósa. Kveðja til Vopnfirðinganna kastar kveðju á Gísla, Hrund, Astrid, Palla og svo Siggu Dóru, Hildi, Höppu (Hrafnhildi) og Sverri ef þú sérð þau ;) Habba er ömmusystir mín.

Takk fyrir snilldar bloggið þitt Rósa.

Davíð (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 03:43

2 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Til hamingju með pabba þinn Rósa mín og mikið er þetta flott hjá þér og skemmtilegt að lesa þetta og ekki skemma myndirnar, flottar og eftir því sem myndir verða eldri finnst mér þær verða áhugaverðari. Ég bið að heilsa á Vopnafjörð og bið þér og þínum Guðs blessunar. Sjáumst á Akureyri á mótinu nú um mánaðarmótin

Kv. Þórólfur.

Þórólfur Ingvarsson, 12.6.2009 kl. 05:21

3 identicon

Til hamingu með pabba þinn Rósa mín.

Mikið hafði ég gaman að lesa greinina ég segi einsog Þorólfur eftir því sem myndirnar eru eldri þvi skemmtilegra er að skoða þær, eða allar frásagnir frá því í gamla daga þá get ég alveg gleymt mér.

Knús til þín Rósa mín

Ragna (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 08:11

4 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Til hamingju með pabba þinn

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 12.6.2009 kl. 09:57

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Takk fyrir innlitið, afmæliskveðjur og blessunaróskir.

Davíð minn, takk fyrir hólið. Ég skal skila kveðjunni til vina og ættingja. Hrafnhildur og Sverrir hafa alltaf verið mér kær. Skil núna af hverju.

Þórólfur minn, takk fyrir kveðjuna og hólið. Það er mjög gaman að skoða gamlar myndir og nóg er til af þeim hér á þessum bæ. Ég er búin að panta mér íbúð á leigu í fjóra daga á Akureyrir síðustu helgina í júní og ég lifi í voninni að ekkert stöðvi okkur að komast til ykkar.

Ragna mín, gaman að heyra að þér líkaði þessar gömlu frásagnir sem ég týndi til og pikkaði á tölvuna í gærkvöldi og nótt. Sólin er að skína á okkur. Surprise.

Gulli minn, takk fyrir hamingjuóskirnar.

Guð veri með ykkur öllum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.6.2009 kl. 12:37

6 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Heil og sæl.
Til hamingju með pabba þinn Rósa mín. Þessi færsla og allar myndirnar sem þú hefur sett inn er virkilega gaman að skoða og lesa. Haltu áfram á þessari braut, þér er margt til lista lagt mín kæra.

Guðs blessun og gleði fylli hjarta ykkar.

Helena Leifsdóttir, 12.6.2009 kl. 13:04

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl kæra Helena

Takk fyrir hamingjuóskir, blessunaróskir og hól. Veistu ég veit ekki hvort ég nenni að halda áfram þessari braut en það kemur bara í ljós. Tek bara einn dag fyrir í einu.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.6.2009 kl. 13:20

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Glæsileg færsla hjá þér Rósa!

Það var gaman að lesa þetta og skoða myndirnar þið eruð ansi lík feðginin. En það er engin ný bóla að margt sé líkt með skyldum.  Til hamingju með hann pabba þinn og ég vona að hann geti notið elliáranna við þokkalega heilsu.

Sigurður Þórðarson, 12.6.2009 kl. 21:10

9 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Rósa þetta er skemmtileg bloggfærsla um þá bræður og virkilega gaman að skoða þesssar myndir sem þú hefur hér með. Ég sendi pabba þínum mínar bestu afmælisóskir og vonandi hitti ég ykkur í sumar.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 12.6.2009 kl. 21:10

10 Smámynd: Flower

Til hamingju með kallinn Það er mikill svipur með þér og mömmu þinni, en pabbi þinn á greinilega eitthvað í þér líka.

Flower, 12.6.2009 kl. 21:27

11 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Flott færsla. Til hamingju með pabba þinn Rósa. Gaman að sjá allar þessar myndir, alltaf gaman að lesa svona reynslusögur. Mér finnst þú svo lík mömmu þinni og hún hefur verið falleg kona, myndarhjón reyndar mamma þín og pabbi.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 12.6.2009 kl. 23:06

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Siggi minn, við feðgin erum sögð lík. Hér áður fyrr var gert grín af því þegar við vorum í síldinni og vorum bæði í bláum stakk að sumir hefðu ekki vitað hvort ég væri þarna á ferð eða pabbi því göngulagið er eins og við vorum þá bæði herðabreið en pabbi er orðinn ósköp visinn og vildi ég að ég gæti gefið honum fullt af kílóum.

Simmi minn, ég varðveitti þessar greinar því mér fannst þær skemmtilegar og einnig heilmikill fróðleikur. Hlakka til að sjá þig í sumar.

Flower mín, einhvern tímann sagði föðuramma mín að Alli væri líkur sér og svo sagði hún að Rósa væri lík Alla. Þá kom stríðnin uppí mér og ég spurði hvort ég væri þá ekki lík henni. Hún var fljót að segja nei, ég var ekkert í náðinni hjá henni. Ekki nógu dugleg að hennar mati.

Sólveig mín, stundum segja allir að ég sé lík pabba en svo man ég eftir konu sem átti heima í Noregi sem kom til mín og sagði mér að hún væri með það á hreinu að ég væri dóttir Stefaníu. Fyndið oft þegar fólk er að meta hverjum ég er lík.

Þakka ykkur fyrir innlitið, hamingjuóskir, blessunaróskir og hól.

Guð veri með ykkur kæru vinir.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.6.2009 kl. 01:25

13 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Skemtileg færsla hjá þér Rósa mín!

Guð blessi þig og til hamingju með föður þinn!

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 13.6.2009 kl. 08:59

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega til hamingju með föður þinn og mikið er gaman að skoða þessar flottu gömlu myndir Rósa mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2009 kl. 10:40

15 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Það er gaman að vera ættingi þinn Rósa. Gaman að halda svona vel utan um þess hluti fyrir fjölskylduna. Guð blessi þig og þína.

Guðmundur St Ragnarsson, 13.6.2009 kl. 11:09

16 Smámynd: Ragnheiður

Innilegar hamingjuóskir til hans pabba þíns, þetta er reglulega skemmtileg færsla hjá þér Rósa.

Ragnheiður , 13.6.2009 kl. 14:16

17 identicon

 Til hamingju

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 14:31

18 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Takk fyrir hamingjuóskir og blessunaróskir.

Halldóra mín, heilmikill og skemmtilegur fróðleikur af ævistarfi pabba og Sveins tvíburabróður hans. Þeir voru hörku duglegir.

Ásthildur mín, gömlu myndirnar eru heillandi. Það rifjast upp oft á tíðum svo skemmtilegar minningar. Samt var frænka mín sem er dóttir Sveins, með tárin í augunum að skoða gömlu myndirnar. Mamma hennar dó núna í janúar. Alltaf erfitt að kveðja ástvini sína.

Guðmundur minn, þú veist nú ekkert hvað þú ert að tala um.  Ættingjarnir mínir kvarta og kvarta yfir mér, nei bara djók. Sem betur fer á ég góða fjölskyldu og ættingja.

Ragnheiður mín, takk fyrir hólið mín kæra.

Birna mín, takk fyrir hamingjuóskirnar.

Kiddi bloggvinur okkar og trúbróðir var á Lindinni fyrr í dag og þá las hann m.a. þessi orð sem eru hér fyrir neðan. Ég setti þau á facebook líka.

"Treystu Drottni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit. Mundu til hans á öllum þínum vegum, þá mun hann gjöra stigu þína slétta." Orðskv. 3: 5.-6.

Guð blessi ykkur öll

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.6.2009 kl. 17:22

19 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 Takk fyrir þetta elskuleg, þessar gömlu myndir eru gullmolar. Kveðja til pabba þíns. Ég er að fara í Hrútafjörð og verð ekki hér á róli um helgina. Hafðu það sem best mín yndislega vinkona. GUÐ geym.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.6.2009 kl. 21:26

20 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Elsku Rósa síðbúnar hamingjuóskir með pabba þinn,mikið hafa foreldrar þínir verið fallegt fólk og þú berð sterkan svip af þeim báðummér finnst færslan og myndirnar hjá þér frábærar og þú mátt helst ekki hætta þessu,þó ég skilji mjög vel að það er nauðsynlegt að taka sér hvíldeigðu ljúfa helgi elsku vinkona og vertu ávalt Guði falin.

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 13.6.2009 kl. 22:19

21 identicon

Sæl Rósa.

Ég þakka skemmtilega frásögu og vel uppsetta. Til hamingju.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 03:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband