Sjómenn til hamingju með daginn.

 

Guð gefi ykkur öllum góðan dag í Jesú nafni.

Sjómenn til hamingju með daginn.

Megi Guð almáttugur blessa ykkur og varðveita.

Frá Siglufirði

Frá Siglufirði

Enn einu sinni vorum við minnt á hættur hafsins þegar hafsögubáturinn Auðunn sökk í Sandgerðishöfn fyrir þremur dögum. Tveir menn voru á bátnum. Annar, Aðalsteinn Björnsson fór niður með bátnum en gat af eigin rammleik komið sér út úr stýrishúsinu og synt upp á yfirborðið. Aðalsteinn og ég erum þremenningar. Þegar ég sá nafnið hans fór ég að spekúlera hvort þetta gæti verið Alli frá Hvannabrekku því ég vissi að hann ætti heima í Keflavík. 

Góði Guð takk fyrir að Karl Einar og Aðalsteinn eru heilir á húfi.

   Ásbryggjan  IMG 0016 NEW

Er frelsarann sá ég við vatnið,

Hann sagði við mig:

Ég veit þú ert þreyttur

Og þráir minn frið.

Í leynd er þú grætur

Vil ég gefa þér ró.

Ég vil að þú munir hvers vegna ég dó.

   Rósa, Palli og Ási   1961  Nóg að gera í síldarsöltun

„Dag einn fór hann út í bát og lærisveinar hans. Hann sagði við þá: "Förum yfir um vatnið." Og þeir létu frá landi. En sem þeir sigldu, sofnaði hann. Þá skall stormhrina á vatnið, svo að nær fyllti bátinn og voru þeir hætt komnir. Þeir fóru þá til hans, vöktu hann og sögðu: "Meistari, meistari, vér förumst!" En hann vaknaði og hastaði á vindinn og öldurótið og slotaði þegar og gerði logn. Og hann sagði við þá: "Hvar er trú yðar?" En þeir urðu hræddir og undruðust og sögðu hver við annan: "Hver er þessi? Hann skipar bæði vindum og vatni og hvort tveggja hlýðir honum." Lúkas 8: 22.-25.

   Sveinn með börn þeirra bræðra  Ásstrákarnir á Settunni

Uppáhaldssálminn hans Tóta föðurbróður míns sem nú er heima hjá Jesú.

1. Vort líf, það er sigling á æðandi öldum. Á aldimmri nótt gegnum boða og sker.

En áfram þó leiðinni hiklaust vér höldum. Vor hjartkæri Frelsari skipstjórinn er.

Kór.

Svo örugg vér höllum oss upp að hans hjarta, því aldrei vor Frelsari stýrir af leið.

Sé báturinn lakur, oss ber ekki' að kvarta, því bráðum á himni er þrotin öll neyð.

 

2. Þótt dimmt sé og kalt úti' á djúpinu tíðum, Guðs dýrmæta orð varpar ljósi á sæ.

Það léttir af ótta- og angistarhríðum. Og umbreytir stormi í hæglátan blæ.

 

3. Þótt stormurinn blási og öldurnar æði. Vér óðfluga nálægjumst takmarkið þreyð.

Þá enduð er sorgin í eilífðar næði. Og aflokið ferðinni, gleymd sérhver neyð.

                                                                                    Ivar Lindestad - Sigríður Halldórsdóttir

   Sveinn með barnahópinn  Vonin

Hann sagði við þá: "Komið þér nú á óbyggðan stað, svo að vér séum einir saman, og hvílist um stund." En fjöldi fólks var stöðugt að koma og fara, svo að þeir höfðu ekki einu sinni næði til að matast. Og þeir fóru á bátnum einir saman á óbyggðan stað. Menn sáu þá fara, og margir þekktu þá, og nú streymdi fólk þangað gangandi úr öllum borgunum og varð á undan þeim. Þegar Jesús steig á land, sá hann þar mikinn mannfjölda, og hann kenndi í brjósti um þá, því að þeir voru sem sauðir, er engan hirði hafa. Og hann kenndi þeim margt. Þá er mjög var áliðið dags, komu lærisveinar hans að máli við hann og sögðu: "Hér er engin mannabyggð og langt á daginn liðið. Lát þá fara, að þeir geti náð til býla og þorpa hér í kring og keypt sér eitthvað til matar." En hann svaraði þeim: "Gefið þeim sjálfir að eta." Þeir svara honum: "Eigum vér að fara og kaupa brauð fyrir tvö hundruð denara og gefa þeim að eta?" Jesús spyr þá: "Hve mörg brauð hafið þér? Farið og gætið að." Þeir hugðu að og svöruðu: "Fimm brauð og tvo fiska." Þá bauð hann þeim að láta alla setjast í grængresið og skipta sér í hópa. Þeir settust niður í flokkum, hundrað í sumum, en fimmtíu í öðrum. Og hann tók brauðin fimm og fiskana tvo, leit upp til himins, þakkaði Guði, braut brauðin og gaf lærisveinunum til að bera fram fyrir mannfjöldann. Fiskunum tveim skipti hann og meðal allra. Og þeir neyttu allir og urðu mettir. Þeir tóku saman brauðbitana, er fylltu tólf körfur, svo og fiskleifarnar. En þeir, sem brauðanna neyttu, voru fimm þúsund karlmenn. Tafarlaust knúði hann lærisveina sína að fara í bátinn og halda á undan yfir til Betsaídu, meðan hann sendi fólkið brott. Og þá er hann hafði kvatt það, fór hann til fjalls að biðjast fyrir. Þegar kvöld var komið, var báturinn á miðju vatni, en hann einn á landi. Hann sá, að þeim var þungur róðurinn, því að vindur var á móti þeim, og er langt var liðið nætur kemur hann til þeirra, gangandi á vatninu, og ætlar fram hjá þeim. Þegar þeir sáu hann ganga á vatninu, hugðu þeir, að þar færi vofa, og æptu upp yfir sig. Því að allir sáu þeir hann og varð þeim bilt við. En Jesús mælti jafnskjótt til þeirra: "Verið hughraustir, það er ég, verið óhræddir." Og hann sté í bátinn til þeirra og lægði þá vindinn. Og þeir urðu öldungis agndofa, enda höfðu þeir ekki skilið það, sem gjörst hafði með brauðin, hjörtu þeirra voru blind. Þegar þeir höfðu náð yfir um, komu þeir að landi við Genesaret og lögðu þar að. Um leið og þeir stigu úr bátnum, þekktu menn hann. Og fólk tók að streyma fram og aftur um allt það hérað og bera sjúklinga í burðarrekkjum hvert þangað, sem þeir heyrðu, að hann væri. Og hvar sem hann kom í þorp, borgir eða á bæi, lögðu menn sjúka á torgin og báðu hann, að þeir fengju rétt að snerta fald klæða hans, og allir þeir, sem snertu hann, urðu heilir." Mark. 6: 31.-56.

   Fuglanes NS 72  Fuglanes NS. 72

Mitt fley er svo lítið og lögur svo stór.

Mitt líf er í Frelsarans hönd.

:,: En hann stýrir bátnum, þó bylgjan sé há.

Beint upp að himinsins strönd :,:

Fuglanes við Litlu Kaffistofuna

 „Guð sagði: "Vér viljum gjöra manninn eftir vorri mynd, líkan oss, og hann skal drottna yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir fénaðinum og yfir villidýrunum og yfir öllum skriðkvikindum, sem skríða á jörðinni." Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu. Og Guð blessaði þau, og Guð sagði við þau: "Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina og gjörið ykkur hana undirgefna og drottnið yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir öllum dýrum, sem hrærast á jörðinni." Og Guð sagði: "Sjá, ég gef ykkur alls konar sáðberandi jurtir á allri jörðinni og alls konar tré, sem bera ávöxtu með sæði í. Það sé ykkur til fæðu. Og öllum villidýrum og öllum fuglum loftsins og öllum skriðkvikindum á jörðinni, öllu því, sem hefir lifandi sál, gef ég öll grös og jurtir til fæðu." Og það varð svo." 1. Mós. 1: 26.-30.

   Póstkort frá Frjálslyndaflokknum  Kort frá Frjálslyndaflokknum 2

Færsla um Sjómannadaginn fyrir ári síðan: hér 

Guð blessi ykkur öll.

Kær kveðja/Rósa


mbl.is „Auðvitað bregður manni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl Rósa!

Fallegt hjá þér og skemtilegar myndir með.

 Guð blessi þig alla tíð!!

 Hly kveðja til þín mín kæra.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 7.6.2009 kl. 17:56

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gleðilegan sjómannadag.

Fallegt hjá þér að vanda kær kveðja

Kristín Katla Árnadóttir, 7.6.2009 kl. 18:00

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælar stelpur mína og takk fyrir innlitið.

Guð blessi ykkur og varðveiti

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.6.2009 kl. 18:04

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir þessa fínu færslu Rósa og guðveri með þér.

Sigurður Þórðarson, 7.6.2009 kl. 21:09

6 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Gleðilegan sjómannadag Rósa. Falleg færsla hjá þér.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 7.6.2009 kl. 21:17

7 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Blessuð og sæl -

Virkilega gaman að lesa þessa færslu á Sjómannadeginum. Vantaði bara lag með Gylfa Ægis til að toppa stemminguna.

Helena Leifsdóttir, 7.6.2009 kl. 22:58

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið eru þetta fallegar myndir Rósa mín, og það er víst að ekki verður feigum forðað né ófeigum í hel komið.  Ég samgleðst þér innilega að frændi þinn skyldi bjargast frá þessari hættu.  Knús á þig elskuleg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2009 kl. 12:30

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir þetta elsku Rósa, myndirnar gömlu eru alveg yndislegar.  Kær kveðja til þín og þinna.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.6.2009 kl. 12:44

10 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Rósa þú ert snillingur, frábær pistill og myndirnar í samræmi við daginn og fallegar.

En bara svona ein spurning, hvernig stendur á að inngreiðslan á eignasafn Landsbankans (Icesave) frá Bretlandi ( 50 kallinn ) er kominn strax í þínar hendur ?

Kristinn Ásgrímsson, 8.6.2009 kl. 13:25

11 Smámynd: Flower

Flottar myndir og færsla að sjálfsögðu.

Flower, 8.6.2009 kl. 14:59

12 Smámynd: Mofi

Takk fyrir skemmtilegar myndir og fróðlega færslu Rósa :)

Mofi, 8.6.2009 kl. 16:37

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæl Rósa engillinn minn! Vonandi fékkstu skilaboðin frá mér. Snilldarfærsla og mikið í hana lagt. Fallegar myndir og þessi af vitan er algjör snilld!

Ég var nú sjómaður í 10 ár og fór stundum á hátíðahöld sjómannadagsins. Þú ert alltaf svo jákvæð að er nú bara efni í heila bók.

Tek undir komment Ásthildar að það er hægt að samgleðjast þér þér björguðust. Ég á nú 3 sjóslys að baki og allir lifðu af. Það alvarlegasta var í Grindavíkur innsiglingunni.

Ég held að það hafi veri í eina skiptið sem ég bað til Guðs og lofaði öllu fögru, sem ég stóð síðan ekkert við þegar ég var komin í land í björgunarstól björgunarsveitar Grindavíkur.

Hann hét Arnfirðingur II 105 tonnari, netabátur. Svona færlu áttu nú bara að senda beint í blöðin til heiðurs sjómönnum, bæði látnum og lifandi.

Ket er alla vega komin! :) 

Óskar Arnórsson, 8.6.2009 kl. 16:47

14 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Erlingur minn, merkilegur atburður sem átti sér stað á hafinu í nágrenni við Strandakirkju.

Siggi minn, takk fyrir innlitið og yndislegar óskir.

Sólveig mín, takk fyrir innlitið og góðar óskir.

Helena mín, takk fyrir innlitið. Hvaða lag og texta varstu að hugsa um? Kannski textann um Gústa Guðsmann?

Ásthildur mín, það er svo sannarlega gleðiefni þegar menn komast af á sjónum. Sjórinn er búinn að taka mikinn toll og ekki síst á Vestfjörðum.

Ásdís mín, takk fyrir innlitið. Alltaf gaman af gömlum myndum. það eru svo margar skemmtilegar minningar sem rifjast upp eins og síldarævintýrin öll.

Sæll Kiddi minn, takk fyrir innlitið. Þessi flotti 50 kall fékk ég í pósti 1999 og mátti til að hafa hann með í tilefni Sjómannadagsins. Mestu mistök sl. aldar voru kvótalögin og sérstaklega eftir að fiskurinn í sjónum varð söluvara.

Flower mín, takk fyrir það.

Mofi minn, takk fyrir innlitið og hólið.

Óskar minn, gleðilegt að það varð mannbjörg þegar lóðsinum hvolfdi í Sandgerðishöfn. Ég trúi því að nú sé rétti tíminn fyrir þig að standa við það sem þú lofaðir Guði almáttugum þegar þú lentir í háska í innsiglingunni í Grindavík. Ég fékk skilaboðin frá þér.

"Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar." Sálm. 121:2.

"Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir." Heb. 13:8.

Guð blessi ykkur öll kæru vinir.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.6.2009 kl. 17:42

15 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Rósa þetta er skemmtileg færsla hjá þér og myndirnar frábærar, það er gaman að skoða þessar gölu myndir.

Þú mættir alveg setja fleiri gamlar myndir inn á bloggið þitt, þetta er vinsælt efni hér á blogginu.

kær kveða

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 8.6.2009 kl. 22:47

16 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Heil og sæl vinkona og takk fyrir þetta frábæra innlegg á sjómannadaginn þó svolítið seint sé hjá mér.Þú ert alveg frábær penni,dásamlegar myndir hjá þér og svo ertu svo vel lesin í Guðs orði að þú gætir sem best verið prestur ljúfan mín.Það er satt það mátti litlu muna í Sandgerði um daginn og svona er þetta oft,ég á sjálf son sem er sjómaður og þakka Guði fyrir hversu vel hann hefur gætt hans í gegn um tíðina.Guð veri með þér elskan.

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 9.6.2009 kl. 08:42

17 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Sæl Rósa mín! var að sjá þetta fyrst núna, seint er betra en aldrei.

Þetta er að vanda færsla sem þú leggur alla þína alúð við og hún sannarlega yljar mér sjómanninum og öðrum sjómönnum sem sjá og lesa þetta. Og auðvitað ekki bara okkur sjómönnunum, getur örugglega ekki látið neinn ó snortinn.

Hafðu margfaldar þakkir og algóður Guð blessi þig og þína.

Þórólfur Ingvarsson, 9.6.2009 kl. 22:37

18 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið

Simmi minn, kannski að ég setji nokkrar gamlar myndir fljótlega hér inn spés fyrir þig af vini þínum hérna.

Sigga mín, þú ert fyndin. Veistu að þessi texti er allur tekinn beint úr Biblíunni. Mér fannst þessir textar ásamt sálmi og kórum passa fyrir þennan dag. Ég er þakklát að mennirnir eru heilir. Nóg er nú af slysunum um allan heim.

Þórólfur minn, gott að færsla yljar þér sjókappi. Vona að þú verðir í landi síðustu helgina í júní þegar Sumarmótið verður haldið. Hittumst vonandi þar.

"Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá." Sálm. 37:5.

Guð veri með ykkur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.6.2009 kl. 22:55

19 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og sólarkveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.6.2009 kl. 13:03

20 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Guð geymi ykkur öll,

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 11.6.2009 kl. 01:01

21 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

amen

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 11.6.2009 kl. 09:35

22 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Linda mín, takk fyrir innlitið og góðar kveðjur.

Guðrún mín, takk fyrir blessunaróskirnar.

Gulli minn, stutt og laggott. Amen sama og samþykkja.

Guð veri með ykkur kæru vinir.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.6.2009 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband