Mun tryggja að Líf fái líf og það í fullri gnægð.

 

Heimilisfólkið á Sléttu í Reyðarfirði fengu fyrir ári síðan heimsókn af Slökkviliðsmönnum í Fjarðabyggð, sem voru í sjúkraflutningum í fyrravor. Þeir sáu hreinkú sem var að burði kominn. Þegar þeir komu til baka var kýrin farin en nýborinn hreindýrskálfur lá í vegkantinum. Kálfurinn var fluttur heim að Sléttu þar sem hlúð var að honum og hefur hann dafnað vel.

Dagbjört og Líf 2

Nú ári seinna fá ábúendur hótanir frá einhverjum pappírspésum sem eru á launum hjá okkur skattgreiðendum. Hótanir um að lífláta Líf ef þau sækja ekki um leyfi fyrir villt dýr.

Oft tekst þessum pappírspésum að hneyksla okkur. Á meðan þjóðinni blæðir vegna kreppunnar þá er verið að gera mál út af einum hreindýrakálf. Sorry, en þetta er út í Hróa Hött.

Dagbjört Briem Gísladóttir og Líf 1

Það vill svo vel til að ég þekki ábúendur á Sléttu og eru ekki mörg ár síðan ég og Svava föðursystir mín á Sjónarhæð heimsóttum ábúendur. Ég og Dagbjört kynntumst þegar ég var átta ára. Þá bauðst Svava til að gefa mér heimili  til að létta undir með bróður sínum á meðan mamma fór til Kaupmannahafnar í uppskurð vegna heilaæxlis. Ég var þarna frá september fram í desember og stundaði nám í barnaskólanum. Þegar ég var á fjórtánda ári þá heimsótti ég Svövu föðursystur mína og stoppaði þar í einn mánuð. Þá var ég mjög mikið með æskuvinkonunum. Við fórum oft í göngutúra og gengum framhjá  Sléttu og út með firðinum að sunnanverðu. Á Sléttu átti ungur flottur maður Cool heima sem einni af okkur þótti svaka sætur og ræddi hún það við okkur aftur og aftur. Hann var svo flottur - hann keyrði vörubíl. Cool Vá, s.s. algjör töffari. Nokkrum árum seinna þá flutti hún á Sléttu og hefur átt heima þar síðan. Ég fór að rifja upp gönguferðirnar okkar og var mikið hlegið þegar ég og Svava heimsóttum Döggu og Sigga sæta. Wink Grin Dagga mín þú ert svaka flott og hver myndi trúa því að þú værir á mínum aldri.

Dagbjört, Kolbrún og Líf 3

Smá fróðleikur um hreindýr:

„Rangifer tarandus: klaufdýr af ætt hjartardýra, eina hjartardýrið á Íslandi, dökkgrámórautt og lýsist að vetri, bæði kyn hyrnd. klaufir og lagklaufir eru fremur stórar, lifir í fjalllendi og á túndrum  N-Evrópu og N-Ameríku og er víða tamið. Hreindýr er stórvaxið, allt að 1.25 m. Yfir herðakamb og um 2 m. Á lengd. Hreindýr voru flutt frá Noregi til Íslands 1771 og aftur 1777-1778. Þeim var sleppt í Rangárvallasýslu, á Reykjanesskaga, í Eyjafjarðar- og Múlasýslum. Þau dóu út nema dýrin sem sleppt var í Múlasýslum. Afkomendur þeirra eru 2000-3000 dýr sem lifa á heiðum norðan og austan Vatnajökuls. Aðalfæða hreindýra á Íslandi eru grös,víðitegundir og aðrar trékenndar plöntur, fléttur (einkum að vetri), mosi og jafnvel sveppir. Veiðar á hreindýrum á Íslandi eru háðar leyfum." Íslenska Alfræðiorðabókin, Bókaútgáfan örn og Örlygur 1990.

Líf og Kolbrún Halldórsdótir

Mikið var gaman að sjá fréttir aftur og aftur þar sem æskuvinkona mín lék aðalhlutverkið ásamt hreindýrakálfinum Líf.

Fleiri fréttir um Dagbjörtu og hreindýrakálfin Líf:

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/04/16/lif_lifar_i_hondum_radherra/

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/04/15/hota_ad_aflifa_hreindyrskalf/

Svo einn léttur að lokum: Hafið þið séð 100 manna hreindýrahjörð. Ekki ég en ég veit um einn einstakling sem sá 100 manna hreindýrahjörð. Tek það fram að þessi einstaklingur er ekki alltaf orðheppinn.

Gangið á Guðsvegum

Kær kveðja/Rósa


mbl.is Mun tryggja að Líf fái líf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Rósa þetta er góð grein hjá þér, takk fyrir þessi skrif

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 16.4.2009 kl. 22:32

2 identicon

Nú er hún Kolla okkar í essinu sínu, hjarta-hlýjasta kona sem ég veit um. Hvað varð reikningurinn hár

sem við skattgreiðendur þurfum að borga fyrir þessa AUGLÝSINGU hennar. Mundu Kolla: allt upp á borðið strax !

össi (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 23:15

3 identicon

Hæ Rósa mín.

Virkilea góð færsla hjá þér. Ég keyrði einusinni þarna frammhjá, ég hélt að ég væri að sjá ofsjónir, að bílnum komu hlaupandi hundar og hreindýr á eftir haha þetta var virkilega skemmtileg sjón. Mér finnst hreindýr virkilega falleg dýr.

Nei ég get sagt sama og þú ég hef ekki séð 100 manna hreindýrahjörð

Knús á þig Rósa mín

Ragna (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 23:20

4 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Orð í tíma töluð Rósa mín og svo eitthvað íslenskt að vera að eltast við akkúrat svona mál akkúrat núnaég sé ekki betur en Líf lifi góðu lífi hjá æskuvinkonu þinnivertu ávalt Guði falin vinkona knús á þig

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 16.4.2009 kl. 23:58

5 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Hæ, Skemmtileg færsla og myndir með :) Mundu bara að kjósa ekki flokkana sem hafa vaðið uppi sl  ca 15 ár og sett landið okkar á hausin     Miera að segja hef ég heyrt að Ísland sé lokað fyrir aðra af því við erum á hausnum ?????? er það nú í lagi ???

Erna Friðriksdóttir, 17.4.2009 kl. 01:40

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það er kanski misminni hjá mér - en mér finnst einhvernveginn að það búi líka fólk fyri austan - er stjórnin nokkuð að spá í að það fái líka að lifa - þótt ekki væri til annars en að hugsa um kálfinn - þangað til honum verður sleppt og hann skotinn af kátum skotveiðimanni ?

Þetta er svona með ómerkilegri kosningatrixum - að kyssa börnin fyrir kosningar er hallærislegt - þetta er verra - enda - ef dósaberjarastjórnin heldur velli verður fátt til að lifa fyrir.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.4.2009 kl. 06:18

7 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Blessuð Rósa mín. Það er ekki 0ll vitleysan eins, af hverju má fólkið ekki halda dýrinu án þess að hafa pappír frá einhverjum blýantsnögurum fyrir sunnan upp á það. Týpiskt reglegerðaidiótar þarna við stjón..    Hafðu það sem best vinkona og góða helgi .          Guð veri með þér og þínum kv frá Norge..

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 17.4.2009 kl. 08:44

8 identicon

Kálfurinn er svo mikið krútt.Gott að hann fær að lifa.Guð blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 09:41

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið

Ég var alveg undrandi að fá allar þessar heimsóknir.

Simmi minn, það er svo gaman þegar við förum hér uppá heiði og sjáum hreindýrin.  Ég bara mátti til að skrifa um hótanir Pappírspésana sem við skattgreiðendur höfum á launum hjá okkur. Ekki er nú öll vitleysan eins nú þegar allir ættu að leggja áherslu á aðra hluti eftir að kreppan skall á þjóð okkar og margir blæða vegna þessa.

Sæll Össi, það var sem betur fer tilviljun að hún var þarna á ferð en ábyggilega fær hún þóknun fyrir að láta taka myndir af sér og Líf sem hún ætlar að bjarga úr greipum Pappírspésana í Reykjavík. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur á Kolbrúnu meira, hún sá um það sjálf og féll niður um mörg sæti á lista VG.

Ragna mín, skil vel að þú hafir haldið að þú sæir ofsjónir þegar Líf kom hlaupandi í áttina til þín, venjulega er það er nú alveg öfugt þegar hreindýrin sjá okkur. Þau eru svo stygg þegar við erum að stoppa og horfa á þau og reyna að taka myndir af þeim. Fljót að hendast í burtu. Sammála þér að hreindýr eru falleg og heillandi. Hef tekið eftir því nú að undanförnum árum að þau eru miklu meira hér niðri á heiðunum í nágrenni við Vopnafjörð en áður og það er mjög algengt að sjá þau í Jökuldal. En það getur líka verið að þau hafi verið á þessum slóðum en við fengum ekki að sjá þau fyrr en vegurinn var færður frá Möðrudal og niður að Háreksstöðum.

Sigga mín,ótrúlegt að vera að gera mál vegna eins fallegs hreindýrakálfs á meðan Útrásarvíkingar ganga lausir og margir saklausir aðilar eiga í mjög miklum erfiðleikum vegna gjörða þeirra. Eitt fyndið dæmi um virðisaukaskýrslu. Mákona mín lét reikna út fyrir sig virðisauka og það var óvart 50. kr sem munaði að skýrslan væri rétt í óhag ríkiskassans. Það fyndna var að það kom bréf um þessa stóru villu 50 kr. Kostnaðurinn við bréfið, umslagið og sendingakostnað var orðinn hærri en reiknisskekkjan.

Erna mín,já við þurfum sko að vanda valið þegar við kjósum eftir eina viku. Ætli Sjallarnir verði lokaðir inná Alþingi þangað til að við kjósum? Þetta verður sennilega ódýrasta kosningabarátta til langs tíma en ekki veitir nú af þegar blessuð skinnin geta ekki fengið að þiggja í friði styrki frá vinum sínum eins og þeir gerðu frá FL group og Landsbankanum sáluga. Kannski næst niður eitthvað af skuldum stjórnmálaflokkana vegna þess að Jóhanna heldur þeim inná Alþingi. Gott hjá Jóhönnu ef skuldahalinn þeirra minnkar.

Sæll Ólafur, okkur hefur nú fundist það til margra ára að stjórnvöld hafi algjörlega gleymt því að það sé til fólk sem byggir þetta land annarsstaðar en á Suðvesturhorninu. Halldór Ásgrímsson sem er fæddur hér á Vopnafirði og átti síðan heima á Hornafirði hefur séð til þess að fiskvinnsla er í lágmarki hjá okkur eftir að hann setti á kvótann og sérstaklega eftir að kvótinn varð söluvara. Ólafur skrifar: "Þetta er svona með ómerkilegri kosningatrixum - að kyssa börnin fyrir kosningar er hallærislegt" Sammála þér, Júdasar kossarnir eru margir þegar stjórnmálamenn eru að ota sínum tota í kosningabaráttu.

Sirrý mín, það er auðvita í lagi að þau sæki um leyfi en að það skuli koma hótun í sama bréf var fyrir neðan allar hellur. Bréfið var dónalegt og lýsir bara innrætti þessara Pappírspésa sem einmitt hafa lítið annað að gera en að naga blýantana sína og þiggja laun fyrir að skrifa dónaleg bréf.

Birna mín, sammála þér að Líf er algjört krútt og megi hún fá að lifa lengi hjá vinum mínum á Sléttu.

Myndirnar voru teknar af starfsmönnum Morgunblaðsins.

Þetta var alveg magnað, mikið að gera við að svara athugasemdum.

Guð veri með ykkur og einnig með Pappírspésunum okkar.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.4.2009 kl. 12:22

10 Smámynd: Flower

Æi en hvað þetta er fallegt grey og gaman að það skuli vera svona mannelskt. Það var náttúrulega ekki verið að veiða þetta til að halda heldur forða því frá ömurlegum dauða. Ætli það endi ekki bara á því að enginn má halda dýr eða hafa smáfugla í garðinum hjá sér án leyfis

Flower, 17.4.2009 kl. 16:19

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Hér er sagt að það sé lýðræði en mér finnst nú ýmislegt ábótavant. Hreindýrakálfurinn Líf hefði drepist hefðu Slökkviliðsmenn ekki komið og bjargað því. Fyrr má nú rota en dauðrota ef dýrahald yrði almennt bannað.

Kolbrún Halldórsdóttir fær ábyggilega einhver atkvæði fyrir VG með því að bjarga lífi Lífar.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.4.2009 kl. 16:45

12 identicon

Sæl Rósa mín er ekki mikið á blogginu s´ðan mér var bannað að blogga .Mér finnst hinsvegar ekki rétt að að taka dýrið og jafnvel aflífa betra hefði þá verið að reyna koma því í hjörð annars hef ég ekkert vit á þessu.Nú er helgin framundan og hvað hún ber í skauti sér veit engin og vonandi að það verði bara gott en eins og ástandið hefur verið síðustu daga líst mér ekki vel á.Njóttu kvöldsins vinkona .Stórt knús

Helga (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 16:47

13 Smámynd: Flower

Ég færði nú viljandi í stílinn Rósa En það er nú staðreynd að sum sveitarfélög eru að þrengja verulega að hunda og kattaeigendum, kettir mega ekki ganga úti nema í bandi sumsstaðar. Hver veit hvað fylgir á eftir. En smáfuglarnir fá nú líklega frið hehehe.

Það er annars ljúft að heyra í vorboðunum lóunni og hrossagauknum

Flower, 17.4.2009 kl. 17:39

14 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælar stelpur og takk fyrir innlitið

Helga mín, nú er Líf svo mannelsk svo ég veit ekki hvort hún getur bjargað sér á fjöllum og yrði auðveld bráð fyrir skotmenn. Við munum eftir Keikó og öllu veseninu með að venja Keikó þannig að honum yrði sleppt á haf út. Sem betur fer er þetta ekkert sambærilegt. 

Ég ætla að vera til friðs um helgina. Ætla í enskutíma í fyrramálið. Við verðum að vona að allt verði með friði um helgina og fólk sé að ígrunda hvað eiginlega á að kjósa næstu helgi.

Flower mín, maður verður nú setja skoðanirnar sínar í stílinn og oft að gera þær almennilega krafsandi. Við kryddum matinn, væri nú ekkert spés ef það vantaði kryddið. Dásamlegt að sjá vorboðann ljúfa og hlusta á sönginn.

Guð veri með ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.4.2009 kl. 18:52

15 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Takk fyrir þetta Rósa. Skemmtileg grein.

Kveðja,

Muggi.

Guðmundur St Ragnarsson, 17.4.2009 kl. 19:54

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fín og skemmileg grein Rósa eins og þér einni er líkt.

Að hugsa sér að gera veður út af einum hreindýrskálf! Kannski þetta blessaða fólk ætti að hvíla sig á´skrifstofunni  og gefa sér tíma til að skoða plönturnar og dýrin.

Besta kveðja

Sigurður Þórðarson, 17.4.2009 kl. 22:55

17 identicon

Hæ elsku Rósa.

Mjög skemmtileg færsla hjá þér að vanda. Líf er fallegt nafn, yngri dóttir mín heitir Sóley Líf enda eins og lítið blóm
sem ég hlúi vel að og passa vel, yndislegt hvernig heimilisfólkið að Sléttu hafa hlúað að hreindýrskálfinum og passað vel og ég vona svo sannarlega að Líf fái að vera til hjá þeim eins og lengi og hægt er.

Yndislegt að vita að Lóan er komin að kveða burt snjóinn, við heyrum stundum í henni hérna í Grafarvoginum.

Vertu ávallt Guði falin og hafðu ljúfa og kósý helgi og gangi þér sem best í enskunáminu.  

Nína Margrét (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 23:27

18 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Kærleikskveðja til þín austfjarða mær

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 18.4.2009 kl. 18:22

19 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Sæll Muggur, takk fyrir mig og beiðni um bloggvináttu. Vona að við rífumst ekki mikið á blogginu.

Siggi minn, góð tillaga. Það hefði nú verið í lagi að útvega þeim pappírana fyrst en ef þau hefðu þá verið með þráa þá áttu þessir Pappírspésar að benda á reglugerðir um villt dýr. Húsbóndinn á bænum er kallaður Siggi og Dagga vinkona féll fyrir honum og nafnið hefur örugglega eitthvað að segja. Er það ekki örugglega rétt hjá mér?

Nína mín, flott nafn á dóttur þinni og auðvita passar þú blómið þitt vel sem Guð gaf þér. Kósý helgi, búin að vera í 3 klst. í morgunn í enskunámi og svo lagði ég mig eftir hádegi en ætla að reyna að læra eitthvað í kvöld. Hm, kósý?????

Halldóra mín, takk fyrir kærleikskveðjuna.

Guð veri með ykkur öllum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.4.2009 kl. 18:54

21 Smámynd: Linda

Ég elska þetta líf, sem og litlu Líf, vonandi fær maður að sjá hana í sumar, fari maður austur fyrir land.  Bk.  knús krús.

moi.

Linda, 18.4.2009 kl. 19:34

22 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfar kveðjur :0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.4.2009 kl. 20:50

23 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góð og skemmtileg grein Rósa mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 19.4.2009 kl. 07:52

24 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæl Rósa mín og takk fyrir slemmtilega grein. Ég hef aldrei séð 100 manna hreindýrahjörð, enn þú getur kveikt á Alþingis sjónvarpinu og þá sérðu næstum 100 manna meindýrahjörð.

Óskar Arnórsson, 19.4.2009 kl. 09:35

25 Smámynd: Óskar Arnórsson

...Sorry! ýtti óvart á enter áður enn ég var búin. Ætlaði bara að þakka þér ennog aftur fyrir það sem þú hefur gert fyrir mig prívat og persónulega.

Meigi englar báðu megin þessa lífs vernda þig og passa.

Kærleikskveðja,

'oskar

Óskar Arnórsson, 19.4.2009 kl. 09:40

26 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Flott Rósa, það eru allar flottar á þessum aldri

Kristinn Ásgrímsson, 19.4.2009 kl. 18:57

27 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Auðvitað fær Líf að lifa þetta var bara rugl að láta svona. Ég átti bara ekki orð. Hefði skilið málið ef Líf hefði verið illa haldin og að svelta. Kveðja.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 21.4.2009 kl. 00:29

28 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Frábær grein hjá þér Rósa. Gott að Líf fær að vera í friði.

Guðrún Sæmundsdóttir, 21.4.2009 kl. 12:56

29 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl og blessuð yndið mitt. Er bara að kíkja hér inn mér til tilbreytingar. Hafðu það sem best, ávallt gullið mitt. Líf er flott.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2009 kl. 18:07

30 Smámynd: Óskar Arnórsson

..að það þurfi ráðherra til að þagga niður í vangefnum embættismönnum á Íslandi segir allt sem segja þarf um Íslenska stjórnsýslu...þetta minnir mig á þegar Intrum  bakkaði ekki með stefnu á móður mína þó hún væri látinn, og hótuðu að láta lögreglu sækjahana ef hun mætti ekki furir héraðsdóm. Samt bar ég búin að sýna þeim dánarvottorð, enn það dugði ekki til!

Svona er allt á Íslandi. Ég skrifaðu nú heilan pistil bara um þetta atvik og blaðamaður hja MBL hringdi í mig til Asíou til að fá að gera blaðamat um þetta. Ég neitaði bara af virðingu við móðir mína og systkini.

Eru ekki til eyðublöð þar sem þaður sækir um skotveiðileyfi á þingmenn og ráðherra? Þetta væri alveg fínasta sport að fá að skjóta nokkra. Enn það urði að vera stjórn á þessu og kvóti. ;)

Óskar Arnórsson, 21.4.2009 kl. 18:32

31 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Linda mín, vonandi tekst að fara í sumar á Reyðarfjörð og þá auðvita heimsækir þú Líf í leiðinni.

Linda mín Linnet, takk fyrir innlitið og góðar kveðjur.

Katla mín, takk fyrir innlitið og hólið.

Óskar minn, takk fyrir innlitið. Það munar ekkert um það að fá þrjár athugasemdir.  Þingmennirnir eru 63 en ekki 100!! Það er margt klikkað í dómskerfinu okkar eins og við ræddum um á bloggsíðu Mörtu Ruthar.

Kiddi minn, takk fyrir hólið fyrir hönd kvenna á mínum aldri.

Guðrún mín Jónína, sammála en Líf er í fullu fjöri hjá vinum mínum á Sléttu í Reyðarfirði.

Guðrún mín Sæm, ég er fegin að Líf fær að vera í friði.

Ásdís mín, gott að sjá þig. Var sko byrjuð að sakna þín en ég veit að þú ert í hálfgerðu bloggfríi.

Guð veri með ykkur og gefi ykkur líf í fullri gnægð.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.4.2009 kl. 20:48

32 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.4.2009 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband