Páskadagur

 

Páskadagur

:/: Hann er Guð :/:

Reis frá dauðum Drottinn Kristur,

hann er Guð.

Til hans kom í trú,

tak við honum nú,

því Kristur, hann er Guð. 

Jesús dó á krossi og reis upp frá dauðum á þriðja degi

 

Jesús er upprisinn

„Að liðnum hvíldardegi, þegar lýsti af fyrsta degi vikunnar, komu þær María Magdalena og María hin til að líta á gröfina.

   Steininum var velt frá gröfinni                       Steinn sem haldið er að hafi verið settur fyrir gröf Jesú Krists

Þá varð landskjálfti mikill, því engill Drottins sté niður af himni, kom og velti steininum og settist á hann. Hann var sem elding ásýndum og klæðin hvít sem snjór. Varðmennirnir skulfu af hræðslu við hann og urðu sem örendir.

    Gröfin          Jesús er upprisinn 2         Gröfin var tóm

En engillinn mælti við konurnar: ,,Þér skuluð eigi óttast. Ég veit, að þér leitið að Jesú hinum krossfesta. Hann er ekki hér. Hann er upp risinn, eins og hann sagði. Komið og sjáið staðinn, þar sem hann lá. Farið í skyndi og segið lærisveinum hans: ,Hann er upp risinn frá dauðum,sjá hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann.` Þetta hef ég sagt yður." Og þær fóru í skyndi frá gröfinni, með ótta og mikilli gleði, og hlupu að flytja lærisveinum hans boðin. Og sjá, Jesús kemur á móti þeim og segir: ,,Heilar þið!" En þær komu, féllu fram fyrir honum og föðmuðu fætur hans. Þá segir Jesús við þær: ,,Óttist ekki, farið og segið bræðrum mínum að halda til Galíleu. Þar munu þeir sjá mig." Meðan þær voru á leiðinni komu nokkrir varðmenn til borgarinnar og sögðu æðstu prestunum allt, sem gjörst hafði.

Jesús reis upp frá dauðum

   

En þeir kvöddu saman öldungana og tóku það ráð með þeim að bera mikið fé á hermennina og mæltu við þá: ,,Segið þetta: ,Lærisveinar hans komu á næturþeli, meðan vér sváfum, og stálu honum." Og ef þetta berst landshöfðingjanum til eyrna, skulum vér sefa hann, svo að þér getið verið áhyggjulausir." Þeir tóku við fénu og gjörðu sem þeim var sagt. Þessi sögusögn hefur verið borin út meðal Gyðinga allt til þessa dags. En lærisveinarnir ellefu fóru til Galíleu, til fjallsins, sem Jesús hafði stefnt þeim til. Þar sáu þeir hann og veittu honum lotningu. En sumir voru í vafa. Og Jesús gekk til þeirra, talaði við þá og sagði: ,,Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar." Matt. 28: 1.-20.

tomb   gröfin

Minn Drottinn reis frá Dauðum. Í dag er hann á jörð. Þótt veröld ekki viti, það veit hans litla hjörð. Ég lít hans líknarhendur, Hans ljúfu heyri raust. Í allri eymd hann hjálpar, Hann á mitt traust.

Kór: Hann lifir. Hann lifir. Hann lifir enn í dag. hann leiðir mig um lífsins stig og léttir þungan hag. hann lifir, Hann lifir og leysir syndabönd. Í hjarta mér hans Andi er og Orð hans mér við hönd.

Ég lít hans ást og alúð á alla vegu nær. Því læt ég ekki örvænt, er ógn mitt hjarta slær. Ég veit hann veg mér greiðir, þótt veðrin gerist hörð, Og dagur Drottins nálgast með dýrð á jörð.

Ó, fagnið, vinir fagnið með fögrum söngvaklið, Og lofið konung lífsins, sem ljúfan veitir frið. Hann er þeim, er hans leita, hið æðsta vonarmið. Þeim frelsið, er hann finna. Hann fær þeim lið.

                                                                                                    A. H. Ackley - Magnús Runólfsson

Tökum á móti Jesú í hjartað okkar

Tókuð þið eftir hér rétt fyrir ofan:  

"Þessi sögusögn hefur verið borin út meðal Gyðinga allt til þessa dags." Gyðingar eru að bíða eftir Messíasi. Hann mun koma en það verður ekki Jesús Kristur. Það verður Anti-Kristur sonur Satans. Hann blekkir alla, mikill samningamaður og Gyðingar treysta honum. Þeir uppgötva of seint að þetta var ekki sá Messías sem þeir voru að bíða eftir. Það brýst út  þriðja styrjöldin. Allar þjóðir munu fara í gegn Ísrael.Þriðja heimstyrjöldin stöðvast ekki fyrr en Jesús Kristu kemur á skýjum himins. 

Jerúsalem höfuðborg Ísraels

Í kafla 14 í Sakaría er spádómur um þegar Jesús kemur á skýjum himins: Kaflinn heitir: "Á efsta degi." "Sjá, sá dagur kemur frá Drottni, að herfangi þínu verður skipt mitt í sjálfri þér. Og ég mun safna öllum þjóðunum til hernaðar móti Jerúsalem, og borgin mun verða tekin, húsin rænd og konurnar smánaðar. Helmingur borgarmanna mun verða herleiddir, en hinn lýðurinn mun ekki upprættur verða úr borginni. Og Drottinn mun út fara og berjast við þessar þjóðir, eins og þegar hann barðist forðum á orrustudeginum. Fætur hans munu á þeim degi standa á Olíufjallinu, sem er austanvert við Jerúsalem, og Olíufjallið mun klofna um þvert frá austri til vestur, og þar mun verða geysivíður dalur, því annar hluti fjallsins mun undan síga til norðurs en hinn til suðurs. En þér munuð flýja í fjalladal minn, því að fjalladalurinn nær til Asal. Og þér munuð flýja, eins og þér flýðuð undan jarðskjálftanum á dögum Ússía Júdakonungs. En Drottinn, Guð minn mun koma og allir heilagir með honum." Sak: 14:1-5

Gleðilega Páska

Guð blessi ykkur öll

Kær kveðja/Rósa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Gleðilega páska!

Guðrún Markúsdóttir, 12.4.2009 kl. 12:01

2 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Amen.  Guð/Jesús blessi þigRósa

Gleðilega páska

Kær kveðja Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 12.4.2009 kl. 12:20

3 identicon

Gleðilega páska.

Vona að þú njótir páskanna og sért í góðum félagsskap.

Kveðja

Ragna

Ragna (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 12:25

4 Smámynd: Ruth

Gleðilega páska elsku Rósa mín yndisleg færsla um Konung okkar

Ruth, 12.4.2009 kl. 12:44

5 identicon

Gleðilega páska Rósa mín, falleg færsla.

A (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 12:57

6 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Gleðilega páska kæra Rósa mín. Guð veri með þér og þínum. kv Sirrý

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 12.4.2009 kl. 14:18

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Frábær færsla Rósa mín! Gleðilega páska.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.4.2009 kl. 15:44

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Kæru vinir.

Takk fyrir innlitið og góðar kveðjur.

GLEÐILEGA PÁSKA

"Varpið allri áhyggju yðar á hann, að hann ber umhyggju fyrir yður." 1.Pét. 5:7.

"Ef vér lifum, lifum vér Drottni, og ef vér deyjum, deyjum vér Drottni. Hvort sem vér þess vegna lifum eða deyjum, þá erum vér Drottins." Róm. 14:8

Guð blessi ykkur og fjölskyldur ykkar

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.4.2009 kl. 17:22

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

:,: Hann er líf, hann er líf,

hann er lífið eilífa.

Jesús er frelsi mitt og líf:,:

Hann er risinn upp frá dauðum

ríkir nú á himni hátt.

Frelsar syndara úr nauðum,

hann mun koma aftur brátt.

Hann er líf, hann er líf,

hann er lífið eilífa.

Jesús er frelsi mitt og líf.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.4.2009 kl. 17:26

10 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Gleðilega hátíð.

Guð blessi ykkur feðgin á alla kanta!

Kveðja og blessunar óskir.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 12.4.2009 kl. 22:58

11 Smámynd: Sverrir Halldórsson

Gleðilega hátíð Rósa mín, takk fyrir áminninguna.

Búið að vera svo mikið að gera síðustu daga og enn nokkrir "busy" dagar framundan.

Takk fyrir góðar færslu/r að undanförnu, yndislegt framtak, gefandi lesning og fræðandi.

Drottinn blessi þig og þína í Jesú nafni Amen.

Sverrir Halldórsson, 12.4.2009 kl. 23:36

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið

Halldóra mín, takk fyrir blessunaróskir á alla kantana okkar hvort sem það eru vankantar eða einhverjir aðrir kantar!!!

Sverrir minn, takk fyrir innlitið þótt það sé "busy" hjá þér. 

Hann er Kristur, Jesús er Kristur,

konungur dýrðar og Guð.

Hann er Kristur, Jesús er Kristur,

Kristur um eilífð er Guð.

Krjúp á kné,

krjúptu niður, inn við hans kross.

hann gaf allt, gaf sitt líf,

Kristur um eilífð er Guð.

Guð blessi ykkur og varðveiti

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.4.2009 kl. 00:19

13 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.4.2009 kl. 00:23

14 identicon

Flott grein   og  gleðilega Páska.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 09:12

15 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Skúli minn

Takk fyrir innlitið

Dró orð fyrir þig: "Vér eru því erindrekar Krists, eins og það væri Guð, sem áminnti, þegar vér áminnum. Vér biðjum í Krists stað: Látið sættast við Guð." 2. Kor. 5:20

Guð blessi þig og gleðilega páskarest.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.4.2009 kl. 12:43

16 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Frábær færsla Rósa mín og okkar bestu kveðjur frá suðurhjaranum í henni veröld.

Kristinn Ásgrímsson, 13.4.2009 kl. 20:44

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig elskulega kona með stóra hjartað

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2009 kl. 10:42

18 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Yndislegir páskar að baki, og frábært að fá að þjóna með lofgjörð í páskamessunum. Núna er ég blessuð af friði Drottins og innri gleði sem heimurinn getur ekki veitt.

Guð blessið þig mín kæra Rósa

Guðrún Sæmundsdóttir, 14.4.2009 kl. 13:38

19 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið

Kiddi minn, frábært að fá kveðju frá Suðurhjaranum en ég hélt nú að Suðvesturhornið væri nú enginn hjari. Þið eruð í miðri menningunni en við eru eins langt frá menningunni eins og hægt er s.s. á hjara veraldar.

Ásthildur mín, kærar kveðjur til þín og þinna í Kúlusukk.

Guðrún mín, ekki veitti þér af að fá frí frá blogginu á Páskadag og fara í messu. Það var heldur betur fjör hjá þér. Þú kannt að rugga bátnum og gera alla karla kolvitlausa og stútungskerlingar líka!!!

"En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður. Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist." 14: 26.-27.

Guð blessi ykkur og varðveiti

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.4.2009 kl. 18:15

20 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Sæl Rósa mín !

Páskarnir að baki    ( verð að viðurkenna að mér finst þessir bænadagar hundleiðinlegir)    Ekki það að ég hef mína trú á það sem ég vil trúa...........

Knús á þig mín kæra

Erna Friðriksdóttir, 15.4.2009 kl. 02:32

21 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæl aftur Rósa.

Menning er nú ekki endilega bundin við fjölda. Hvar sem tveir eða þrír koma saman getur verið menning, og svo hvar sem tveir eða þrír koma saman í mínu nafni ( Jesú nafni) þar er kirkja.

So be happy.

Kristinn Ásgrímsson, 15.4.2009 kl. 09:25

22 Smámynd: Linda

HÆ!  flottar myndir sem fylgja :).

Knús

Linda, 15.4.2009 kl. 11:28

23 identicon

Rósa mín heyrumst.

Helga (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 13:22

24 identicon

Rósa skrif þín eru falleg og vinina áttu marga sem skrifa fallega hjá þér.

Ég vil aðeins segja við þig og verða þetta mín loka orð til þín, orðum mínum er ekki  beint af þér persónulega en þau eru.

" Lengi skal manninn reyna "

þú getur sent vini þínum Árna þessi skrif.

Kveðja Ásgerður Einarsdóttir

Ásgerður Einarsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 01:16

25 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Góðan og blessaðan daginn

Erna mín, þá er fjörið á fullu hjá þér að undirbúa fermingu fyrir einkasoninn. Það er nú hægt að gera allt mögulegt skemmtilegt á páskum, fara í kirkju, bjóða ættingjum og vinum í mat eða kaffi, fara í gönguferðir, skíðaferð, sleðaferð svo ég nefni nú eitthvað og svo er hægt að fá sér risapáskaegg og skilja svo ekkert í því að kílóin fjúki ekki.

Kiddi minn, við erum ánægð að koma saman í Hvítasunnukirkjunni og eru yfirleitt aðeins fleiri en tveir eða þrír. Við vitum að við erum ekki ein þó við búum á hjara veraldar langt frá menningunni við Faxaflóa eða kannski ómenningu? Allavega finnst mér ekkert menningarlegt við ráðamenn þjóðarinnar.

Linda mín, við erum nú búnar að hlægja af þessu innleggi þínu og svo las ég innleggið hennar Helgu fyrir þig. Þið eruð fyndnar vinkonur mínar. "Flottar myndir sem fylgja og Rósa mín heyrumst."  

Helga mín, nóg að gera hjá þér og ég mun hafa samband.

Jesús sagði: "Þér eruð vinir mínir, ef þér gjörið það, sem ég býð yður." Jóh. 15:14.

"Drottinn er minn hjálpari, eigi mun ég óttast. Hvað geta mennirnir gjört mér?" Heb. 13:6.

Guð veri með ykkur öllum kæru bloggvinir og trúsystkini.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.4.2009 kl. 12:59

26 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Ágerður Einarsdóttir -Egvanía - Gustarína.

Ég þarf ekki að senda Árna bréf og biðja hann að skoða innleggið frá þér. Hann fer örugglega hér inná bloggið hjá mér og les því ég hlýt að vera undir eftirliti þar sem ég er vinkona "Þríeykisins."  Það er sko ekki slor vinskapur.  Takk fyrir rúmlega 30 bréf sem bárust mér í nótt. Ánægjuleg nótt og morgunn hjá mér. Lengi tekur sjórinn við eða tölvan en ekki endalaust.

Þó svo að sumir vilji meina að ég sé ekki sannorð þá er ágætis vers hér fyrir þig. Þú getur huggað þig við að "Guð skal reynast sannorður, þótt sérhver maður reynist lygari." Róm 3:4. 

Hvernig sem þú túlkar svo kveðju mína þá bið ég Guð að vera með þér og lækna þig.

Lengi skal manninn reyna. Lengi tekur sjórinn við en ekki endalaust.

Með kveðju.

Rósa Aðalsteinsdóttir

Ási-Vopnafirði

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.4.2009 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband