Sólin blessuð í Jerúsalem

Kæru bloggvinir.

Endilega lesið fréttina sem er tengd við þetta blogg.

Ég setti inn fáein orð úr Biblíunni um sólina og um Ísraels niðja og í lokin er vers úr Jósúabók fyrir ykkur.

Jerúsalem

 Drottinn sagði við Abram: "Far þú burt úr landi þínu og frá ættfólki þínu og úr húsi föður þíns, til landsins, sem ég mun vísa þér á. Ég mun gjöra þig að mikilli þjóð og blessa þig og gjöra nafn þitt mikið, og blessun skalt þú vera. Ég mun blessa þá, sem þig blessa, en bölva þeim, sem þér formælir, og af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta." Þá lagði Abram af stað, eins og Drottinn hafði sagt honum, og Lot fór með honum. En Abram var sjötíu og fimm ára að aldri, er hann fór úr Harran. Abram tók Saraí konu sína og Lot bróðurson sinn og alla fjárhluti, sem þeir höfðu eignast, og þær sálir, er þeir höfðu fengið í Harran. Og þeir lögðu af stað og héldu til Kanaanlands. Þeir komu til Kanaanlands. Og Abram fór um landið, allt þangað er Síkem heitir, allt til Mórelundar. En þá voru Kanaanítar í landinu. Þá birtist Drottinn Abram og sagði við hann: "Niðjum þínum vil ég gefa þetta land." Og hann reisti þar altari Drottni, sem hafði birst honum. Þaðan hélt hann til fjallanna fyrir austan Betel og setti þar tjöld sín, svo að Betel var í vestur, en Aí í austur. Og hann reisti þar Drottni altari og ákallaði nafn Drottins." 1. Mós. 1.-8.

Grátmúrinn
Grátmúrinn 1992
Við fórum einnig að Grátmúrnum -Vesturmúrnum

„Svo segir Drottinn, sem sett hefir sólina til að lýsa um daga, tunglið og stjörnurnar til að lýsa um nætur, sá er æsir hafið, svo að bylgjurnar gnýja - Drottinn allsherjar er nafn hans: Svo sannarlega sem þessi fasta skipan mun aldrei breytast fyrir mér - segir Drottinn - svo sannarlega munu Ísraels niðjar ekki hætta að vera þjóð fyrir mér alla daga. Svo segir Drottinn: Svo sannarlega sem himinninn hið efra verður eigi mældur né undirstöður jarðarinnar hið neðra rannsakaðar, svo sannarlega mun ég ekki hafna öllum Ísraels niðjum sakir alls þess, er þeir hafa gjört - segir Drottinn." Jer. 31: 35.-37.

 

Zion Gate in the Southern Wall

"Eigi skal framar heyrast getið um ofríki í landi þínu, né um tjón og tortíming innan landamerkja þinna. Þú skalt kalla Hjálpræði múra þína og Sigurfrægð hlið þín. Þú skalt ekki framar hafa sólina til að lýsa þér um daga, og tunglið skal ekki skína til að gefa þér birtu, heldur skal Drottinn vera þér eilíft ljós og Guð þinn vera þér geislandi röðull. Þá mun sól þín ekki framar ganga undir og tungl þitt ekki minnka, því að Drottinn mun vera þér eilíft ljós og hörmungardagar þínir skulu þá vera á enda. „ Jes. 60: 18.-20

 

Jerusalem The Golden City

Spádómur:

En síðar meir mun ég úthella anda mínum yfir allt hold. Synir yðar og dætur yðar munu spá, gamalmenni yðar mun drauma dreyma, ungmenni yðar munu sjá sjónir. Já, einnig yfir þræla og ambáttir mun ég á þeim dögum úthella anda mínum. Og ég mun láta tákn verða á himni og á jörðu: blóð, eld og reykjarstróka. Sólin mun snúast í myrkur og tunglið í blóð, áður en hinn mikli og ógurlegi dagur Drottins kemur. Og hver sem ákallar nafn Drottins, mun frelsast. Því að á Síonfjalli og í Jerúsalem mun frelsun verða, eins og Drottinn hefir sagt, meðal flóttamannanna, sem Drottinn kallar. Sjá, á þeim dögum og í þann tíð, er ég sný við högum Júda og Jerúsalem, vil ég saman safna öllum þjóðum og færa þær ofan í Jósafatsdal og ganga þar í dóm við þær vegna lýðs míns og arfleifðar minnar Ísraels, af því að þeir hafa dreift henni meðal heiðingjanna og skipt sundur landi mínu. Jóel 3: 1.-7.

Síonshliðið
Síonshlið/1992
Árið 1948 var Síonshlið svona útleikið eftir árás óvina Gyðinga.

„Hér er að rætast það, sem spámaðurinn Jóel segir: Það mun verða á efstu dögum, segir Guð, að ég mun úthella anda mínum yfir alla menn. Synir yðar og dætur munu spá, ungmenni yðar munu sjá sýnir og gamalmenni yðar mun drauma dreyma.  Jafnvel yfir þræla mína og ambáttir mínar mun ég á þeim dögum úthella anda mínum, og þau munu spá. Og ég mun láta undur verða á himnum uppi og tákn á jörðu niðri, blóð og eld og reykjarmökk. Sólin mun snúast í myrkur og tunglið í blóð, áður dagur Drottins kemur, hinn mikli og dýrlegi. En hver sá, sem ákallar nafn Drottins, mun frelsast." Post. 2: 16.-21

 

Faðir vor
Faðir vor á íslensku
1992

 „Hefi ég ekki boðið þér: Ver þú hughraustur og öruggur? Lát eigi hugfallast og óttast eigi, því að Drottinn Guð þinn er með þér í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur." Jós. 1:9.

Rósa og sæti Gyðingurinn

Rósa og kyssilegi Gyðingurinn hennar.

Myndin er tekin í Tíberías við Galelíuvatn árið 1992

Guð blessi ykkur öll.

Kær kveðja/Rósa


mbl.is Sólin blessuð í Jerúsalem
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góður pistill hjá þér Rósa mín.Skemmtileg mynd af þér og Gyðingnum þínum

Gleðileg Páska

Guð blessi þig

Kristín Katla Árnadóttir, 8.4.2009 kl. 16:46

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Katla mín.

Myndin af mér og gæjanum mínum í Tíberías er í uppáhaldi hjá mér.

Guð veri með þér og þínum

Gleðilega páska.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.4.2009 kl. 16:50

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir



Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.4.2009 kl. 16:52

4 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Flott mynd af ykkur :)          Páskakveðjatil þín           Oh mér finst páskarnir svo leiðinlegir :(     

Erna Friðriksdóttir, 8.4.2009 kl. 20:32

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Erna mín

Takk fyrir innlitið. Leitt að heyra að þér finnist páskarnir leiðinlegir. það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni. Svo auðvita að fara í kirkju!!!!!

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.4.2009 kl. 21:06

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com
Erna mín ég gleymdi páskakveðjunni.

Gleðilega páska og megi almáttugur Guð vera með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.4.2009 kl. 21:10

7 identicon

Hæ Rósa.

Myndin af þér og kyssilega Gyðingnum þínum er æðisleg  og ég elska skeggið hans!

Gleðilega páskahátíð til þín elsku vinkona og líði þér ávallt sem best.
Knús og kram.  

Nína Margrét (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 22:42

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Nína mín.

Takk fyrir innlitið. Sé að þú ert með sama smekk og ég!!! Skeggið er algjört æði!!!

Gleðilega páska

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa



Christian Glitter by www.christianglitter.com

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.4.2009 kl. 23:47

9 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Gaman að þessu, hafðu það gott um páskana. Kær kveðja á Vopnafjörðin.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 9.4.2009 kl. 00:00

10 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Mér finnst gott að lesa pistlana þína Rósa. Þeir vekja mann til umhugsunar. Þetta er æðisleg mynd af þér og Gyðinginum þínum, allavega góð mynd af þér.

Gleðilega Páska

Njóttu þeirra það ætla ég allavega að gera. 

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 9.4.2009 kl. 00:13

11 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Elsku Rósa mín,góð lesning og myndarlegur þessi kyssilegi vinur þin Guð gefi þér gleðilega páskahátíð og hafðu það sem allra best vinkona

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 9.4.2009 kl. 00:28

12 identicon

Sæl Rósa.

 Já,þetta er mjög góð grein hjá þér.

 Ekki skemma myndirnar.

 Í þessum töluðum orðum,skín sólin svo björt og mikil inn til mín.

Shalom/Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 06:58

13 identicon

Blessuð og sæla kæra Rósa mín. Sendi þér óskir um Gleðilega páska, og von um að þú hafir það sem best. Myndin af þér og gyðingnum er fín.     ( mig myndi nú ekkert langa að kyssa hann )   Kærar kv Sirrý

Sigríður 'Asdís Karlsdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 10:03

14 identicon

Sæl Rósa mín og Gleðilega páska .Kv

helga (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 15:04

15 identicon

Sæl Rósa mín.

 Gleðilega páska kæra vinkona. Takk fyrir fallegu myndina af Perlu inná síðunni minni.

Knús til þín

R.B.P. (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 15:40

16 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Alltaf jafn yndislegt hjá þér.

Borðaðu nóg af páska eggjum ,svo þú hafir eitthvað að gera eftit páska. Ég meina hreyfa þig

 Gleðilega páka.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 9.4.2009 kl. 16:17

17 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Sæl Rósa og gleðilega páska!

Ég vil nú byrja á því að þakka þér að bjóða mér í bloggvina hópinn þinn.

Þann stutta tíma sem ég hef verið á blogginu þá hef ég dáðst að því sem kemur frá þér, það er uppbyggilegt, í anda þess sem elskar Jesú og frábært hvað þú leggur mikla alúð og vandar vel til þess sem þú lætur frá þér fara á blogginu þínu sem ég trúi að verði til þess að fanga hugi fleiri lesenda og skili meiru í þínu trúboði, því vissulega er það trúboð sem frá þér kemur og hafðu þökk og Guðs blessun fyrir það.

Kærar kveðjur til þín og trúsystkina okkar á Vopnafirði, Þórólfur.

Þórólfur Ingvarsson, 9.4.2009 kl. 16:26

18 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Rosa min! Trusystir og ogleymanlegur ferdafelagi

Takk fyrir frabaira grein um Solina i Jerusalem. Eg man vel eftri tessari ferd, tar sem eg var leids¢gumadur hopsins. Og enn er eg her i Jerusalem og nyt tess ad sja solina koma upp a hverjum morgni. Eg takka ter serstaklega fyrir Ritningastadina sem tu nefnir, (um trufesti Guds og eilifan kairleika hans). Her byrjudu Bibliulegir Paskar i dag (vid solsetur i gair) og eru i 7 daga samkv.Ordinu...

Eg hvet alla lesendur tessarar godu greinar ad lesa Bibliu-versin sem fylgja.

Her er mikill fj¢ldi ferdamanna og er eg med litinn hop fra S.Koreu. Tad er ogleymanleg upplifun ad koma med ferdamenn, ad teim stad sem margir trua ad Jesus hafi verid krossfestur. Tegar teir koma ad gr¢fini og sja ad hun er tom!!!

Tetta er okkar fagnadarbodskapur, GR¢FIN ER TOM...JESUS LIFIR...

Shalom kvedja fra Zion
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 9.4.2009 kl. 18:43

19 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Kæru vinir

Takk fyrir innlitið og góðar kveðjur. Gaman að fá svona margar heimsóknir nú þegar fólk er í fríi og notar tímann með fjölskyldu sinni ásamt því að fara í kirkju. Ég fór í Hvítasunnukirkjuna í dag og á morgunn fer ég uppí Hofskirkju. Passíusálmarnir verða lesnir þar og ég fæ að vera með og lesa. Mikill heiður fyrir mig þ.e.a.s. að mínu mati.

Guðrún mín takk fyrir innlitið. Páskakveðjur á Kópasker.

Sólveig mín, gott að heyra að einhver vill lesa bloggið mitt og nýtur þess. Þá er tilganginum náð. Ég var nú aldeilis ung þarna miðað við núna. Það eru 16 og hálft ár síðan ég var í Ísrael. Við tókum okkur vel út saman ég og kyssilegi Gyðingurinn minn.

Sigga mín, hann er myndarlegur Gyðingurinn minn.

Þórarinn minn, allur texti textinn beint úr Biblíunni og engu breytt. Ég elska þessar myndir og hef gert frá því ég var barn. Þá fengum við svona myndir í Sunnudagaskólanum. Sólin skein hér líka í morgunn og yljaði okkur hér á hjara veraldar.

Sirrý mín, flott mynd og mér finnst hann kyssilegur. Hverslags smekk hefur þú kæra vinkona?

Helga mín, takk fyrir innlitið og góðar kveðjur.

Ragna mín, myndin minnti mig svo á Perlu vinkonu mína.

Halldóra mín, í mörg ár hef ég ekki keypt páskaegg handa mér en nú gerði ég það. Manni er ekki viðbjargandi og það verður nóg að gera í brennslunni eftir páska.

Þórólfur minn, vona að fólk vilji lesa bloggið mitt, allavega þegar ég er að blogga um þá feðga Guð og Jesú. Við þurfum að fara að skella okkur saman í ferðalag aftur. Það var fjör þegar við þurftum öll fimm að taka leigubíl heim í kastalann í Skotlandi. Hvernig væri að drífa sig saman til Ísraels.

Guð blessi ykkur og fjölskyldur ykkar.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.4.2009 kl. 18:52

20 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður Ólafur Ísraelsfari

Takk innilega fyrir að skrifa athugasemd á bloggið mitt nú þegar þú ert í Jerúsalem.

Mér fannst þessi vers sem ég valdi svo blessuð og þarna las ég það svart á hvítu að Guð er trúfastur Gyðingum þó að þeir hafi oft breytt ranglega. Ég trúi að Ísrael sé útvalin þjóð Guðs.

Guð er trúfastur en við börnin hans eru oft brotgeng.

Mikið lán að eiga Jesú sem persónulegan frelsara og vin.

Vertu Guði falinn

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.4.2009 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband