5.4.2009 | 19:10
Pálmasunnudagur
Texti úr Biblíunni frá þremur mismunandi stöðum um þegar Jesús reið á ösnufola inní Jerúsalem ásamt fallegum söngtexta:
Þegar þeir nálguðust Jerúsalem og komu til Betfage við Olíufjallið, sendi Jesús tvo lærisveina
og sagði við þá: "Farið í þorpið hér framundan ykkur, og jafnskjótt munuð þið finna ösnu bundna og fola hjá henni. Leysið þau og færið mér.
Ef einhver hefur orð um, þá svarið: Herrann þarf þeirra við," og mun hann jafnskjótt senda þau."
Þetta varð, svo að rættist það, sem sagt er fyrir munn spámannsins:
Segið dótturinni Síon: Sjá, konungur þinn kemur til þín, hógvær er hann og ríður asna, fola undan áburðargrip.
Lærisveinarnir fóru og gjörðu sem Jesús hafði boðið þeim,
komu með ösnuna og folann og lögðu á þau klæði sín, en hann steig á bak.
Fjöldamargir breiddu klæði sín á veginn, en aðrir hjuggu lim af trjánum og stráðu á veginn.
Og múgur sá, sem á undan fór og eftir fylgdi, hrópaði: "Hósanna syni Davíðs! Blessaður sé sá sem kemur, í nafni Drottins! Hósanna í hæstum hæðum!"
Þegar hann kom inn í Jerúsalem, varð öll borgin í uppnámi, og menn spurðu: "Hver er hann?"
Fólkið svaraði: "Það er spámaðurinn Jesús frá Nasaret í Galíleu." Matt. 21: 1.-11.
Sá mikli mannfjöldi, sem kominn var til hátíðarinnar, frétti degi síðar, að Jesús væri að koma til Jerúsalem.
Þeir tóku þá pálmagreinar, fóru út á móti honum og hrópuðu: "Hósanna! Blessaður sé sá, sem kemur, í nafni Drottins, konungur Ísraels!"
Jesús fann ungan asna og settist á bak honum, eins og skrifað er:
Óttast ekki, dóttir Síon. Sjá, konungur þinn kemur, ríðandi á ösnufola.
Lærisveinar hans skildu þetta ekki í fyrstu, en þegar Jesús var dýrlegur orðinn, minntust þeir þess, að þetta var ritað um hann og að þeir höfðu gjört þetta fyrir hann.
Nú vitnaði fólkið, sem með honum var, þegar hann kallaði Lasarus út úr gröfinni og vakti hann frá dauðum.
Vegna þess fór einnig mannfjöldinn á móti honum, því menn höfðu heyrt, að hann hefði gjört þetta tákn.
Því sögðu farísear sín á milli: "Þér sjáið, að þér ráðið ekki við neitt. Allur heimurinn eltir hann." Jóh. 12: 12.-19.
:,: Hósanna, hósanna,
Hósanna í hæstum hæðum :,:
Guð, við lofum þitt nafn,
Fullt af lofgjörðaróð.
Við upphefjum þig, ó, Guð.
Hósanna í hæstum hæðum.
:,: Hyllum, hyllum,
Hyllum konung konunga :,:
Guð, við lofum þitt nafn,
Fullt af lofgjörðaróð.
Við upphefjum þig, ó Guð.
Hyllum konung konunga.
Þá er Jesús hafði þetta mælt, hélt hann á undan áfram upp til Jerúsalem.
Þegar hann nálgaðist Betfage og Betaníu við Olíufjallið, sem svo er nefnt, sendi hann tvo lærisveina sína og mælti:
"Farið í þorpið hér fram undan. Þegar þið komið þangað, munuð þið finna fola bundinn, sem enginn hefur enn komið á bak. Leysið hann og komið með hann.
Ef einhver spyr ykkur: ,Hvers vegna leysið þið hann?` þá svarið svo: ,Herrann þarf hans við`."
Þeir sem sendir voru, fóru og fundu svo sem hann hafði sagt þeim.
Og er þeir leystu folann, sögðu eigendur hans við þá: "Hvers vegna leysið þið folann?"
Þeir svöruðu: "Herrann þarf hans við,"
og fóru síðan með hann til Jesú. Þeir lögðu klæði sín á folann og settu Jesú á bak.
En þar sem hann fór, breiddu menn klæði sín á veginn.
Þegar hann var að koma þar að, sem farið er ofan af Olíufjallinu, hóf allur flokkur lærisveina hans að lofa Guð fagnandi hárri raustu fyrir öll þau kraftaverk, er þeir höfðu séð,
og segja:
"Blessaður sé sá sem kemur, konungurinn, í nafni Drottins. Friður á himni og dýrð í upphæðum!"
Nokkrir farísear í mannfjöldanum sögðu við hann: "Meistari, hasta þú á lærisveina þína."
Hann svaraði: "Ég segi yður, ef þeir þegja, munu steinarnir hrópa."
Og er hann kom nær og sá borgina, grét hann yfir henni
og sagði: "Ef þú hefðir aðeins vitað á þessum degi, hvað til friðar heyrir! En nú er það hulið sjónum þínum.
Því að þeir dagar munu koma yfir þig, að óvinir þínir munu gjöra virki um þig, setjast um þig og þröngva þér á alla vegu.
Þeir munu leggja þig að velli og börn þín, sem í þér eru, og ekki láta standa stein yfir steini í þér, vegna þess að þú þekktir ekki þinn vitjunartíma."
Þá gekk hann inn í helgidóminn og tók að reka út þá er voru að selja
og mælti við þá:
"Ritað er: Hús mitt á að vera bænahús, en þér hafið gjört það að ræningjabæli."
Daglega var hann að kenna í helgidóminum, en æðstu prestarnir og fræðimennirnir svo og fyrirmenn þjóðarinnar leituðust við að ráða hann af dögum,
en fundu eigi, hvað gjöra skyldi, því að allur lýðurinn vildi ákaft hlýða á hann." Lúkas 19: 28.-40.
Skoðið slóðina: http://www.youtube.com/watch?v=S8JHcsz3Y0M
Guð blessi ykkur öll
Kær kveðja/Rósa
Athugasemdir
Ég hef nú ekki lesið biblíuna frá a til ö. Kveðja Dúna.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 5.4.2009 kl. 20:41
Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið
Ekki ég heldur.
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.4.2009 kl. 20:44
Sæl mín kæra!
Alltaf jafn flott hjá þér!
Vertu Guði falin!
Takk fyrir símtalið!
Kveðja
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 5.4.2009 kl. 22:22
já okkar menn eru bestir
Kær kveðja Gulli Dóri
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 5.4.2009 kl. 22:25
Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið
Halldóra mín, takk fyrir það og það var gaman að heyra í þér. Lyfjaeftirlitið, you know.
Gulli minn, takk fyrir það. Okkar menn Manchester United tóku Aston Villa í bakaríið.
Guð blessi ykkur og varðveiti
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.4.2009 kl. 23:06
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.4.2009 kl. 23:07
Takk Rósa...
Guðni Már Henningsson, 5.4.2009 kl. 23:39
Þetta er flott hjá þér Rósa
Jakob Falur Kristinsson, 6.4.2009 kl. 08:37
Takk fyrir þennan boðskap Rósa.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 6.4.2009 kl. 17:49
Takk fyrir þetta Rósa mín. Hafðu það sem allara sem besta kæra vinkona
Guð veri með þér og þínum. kv frá Noreg.
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 6.4.2009 kl. 18:40
Sæl og blessuð
Guðni minn takk fyrir að heiðra mig með að kvitta hér hjá mér
Jakob minn segi það sama um þig. Þið komuð mér á óvart.
Druslan mín, páskaboðskapurinn er góður. Við vorum svo lánsöm að eiga Jesú Krist sem leiðtoga lífs okkar.
Sólveig mín, velkomin á síðuna til mín. Ég vona að við eigum eftir að kynnast betur.
Sirrý mín, takk mín kæra og ég vona að þú hafir það gott í Norge.
Guð veri með ykkur öllum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.4.2009 kl. 18:54
Takk elsku Rósa mín fyrir þetta, þú ert yndisleg og góð. GUÐ VERÐI MEÐ ÞÉR OG ÞÍNUM.
Kristín Katla Árnadóttir, 6.4.2009 kl. 22:04
Hæ yndó, flott færsla, góð að setja inn myndir, ég nennti því ekki á minni
Er orðin svo löt (við bloggið)við þetta eins og þú veist.
Hafðu það sem allra best vinkona.
Linda, 6.4.2009 kl. 23:15
Guð blessi þig Rósa mín,þú ert frábær manneskja,takk fyrir að vera þú
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 6.4.2009 kl. 23:57
Sæl Rósa .
Þetta var vel og fallega gert hjá þér að minna okkur á, sem að lesum síðun þína sem er alltaf til fyrirmyndar .
Það er gott til þess að vita, að þú ert ein ef þessum vökulu varðmönnum sem er alltaf tilbúin að minna okkur á atburði úr ritningunni.
Algóður Guð blessi þig Rósa.
Kærleikiskveðja
til þín og allra þinna.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 01:04
Gleðilega páska og Guð blessi þig
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 12:36
Gledilega Paskahatid.
Her i Jerusalem byrja Paskahatdin a morgun, 15. Aviv manadar, samkv.3.Mos.23. og 2.Mos.12.
Hatidin er her i 7 daga og er hin stairsta af hinum 7 adalhatidum Bibliunnar. Her er mikill fj¢ldi ferdamann og margr heimsaikja stadinn, tar sem sagt er ad Jesus hafi verid krossfestur..... Besta vid tann gard er ad gr¢fin er tom = Jesus LIFIR.
Gud blessi tig alla daga.
Shalom kvedja fra Zion
olijoe
Ólafur Jóhannsson, 7.4.2009 kl. 15:02
Elsku Rósa
eigðu yndislega páskahátíð með úrvals fólki og góðum mat.
Takk fyrir þessa fallegu færslu, já við erum heldur betur lánsöm að eiga Jésú Krist sem leiðtoga lífs okkar og ég er ávallt svo innilega þakklát henni yndislegu ömmu minni heitnum því hún kynnti mér fyrir Jésú þegar ég var lítil stúlka um 4 ára. Fyrstu bókina sem hún gaf mér var Perlu bókin um Faðirvorið sem ég kunni utan að og naut þess sem lítil stúlka að skoða fallegu myndirnar af fjölskyldunni sem fóru með okkur í gegnum Faðirvorið. Yndisleg lítil bók og á hana enn og hún er eins og ný (ég fór alltaf svo vel með hana).
Vertu ávallt Guði falin, yndisleg.
Nína Margrét (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 19:28
Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.
Katla mín, takk fyrir fallega kveðju. Guð blessi þig og fjölskyldu þína.
Linda mín, ég veit ýmislegt um hvers vegna þú ert löt við bloggið.
Áhugaverðara en bloggið.
Guð blessi þig og varðveiti.
Sigga mín, takk fyrir fallega kveðju. Guð blessi þig og fjölskyldu þína.
Þórarinn minn, takk fyrir fallega kveðju. Ég ætla að reyna að vera dugleg í nokkra daga við að setja inn færslur en svo þarf ég að taka lokasprett í námið og fleira.
Birna mín, takk kærlega fyrir fallega kveðju.
Ólafur minn, takk innilega fyrir að kíkja á bloggið á meðan þú ert í Jerúsalem. Dásamlegt að vera í Jerúsalem á páskahátíðinni. Gröfin er tóm. Jesús er á himnum hjá föður sínum. Þegar fræðimenn rannsökuðu líklæði Jesú Krists þá fundu þeir litlar agnir sem þeir fundu út að voru af blómum sem aðeins eru til í Miðausturlöndum og blómstra á þessum tíma eða um páska. Við erum alltaf að fá vísbendingar um að Biblían sé sönn.
Nína mín, gaman að heyra um Perlubækurnar. Ég á þær allar. Skoðaði þær aftur og aftur. takk innilega fyrir fallegt og yndislegt innlegg. Gaman að heyra um þegar þú varst aðeins 4 ára og þá naustu þess að eiga ömmu sem kenndi þér um Jesú. Það var besta veganestið sem þú gast fengið.
Datt í hug þessi vers þegar ég las innlegg frá Nínu vinkonu minni. "Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela. Safnið yður heldur fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela. Því hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera." Matt. 6: 19.-21.
Drottinn blessi ykkur og varðveiti
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.4.2009 kl. 23:42
"Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.
Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann." Jóh. 3: 16.-17.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.4.2009 kl. 23:45
´Rósa viltu hafa samband
Helga (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 12:38
HÆ HÆ
sur, 8.4.2009 kl. 13:17
Amen, ég hef engu við að bæta!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.4.2009 kl. 13:24
Hæ og hó Helga, Ragna og Guðsteinn
Takk fyrir innlitið
Guð blessi ykkur kæru vinir.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.4.2009 kl. 14:03
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.4.2009 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.