Vopna-Rósa hættir að blogga - Kveðjupartý - Brúðkaup Vopna-Rósu og Sólmundar Tómasar Sóleyjarsonar - Guðkerlingin- Rósa byrjar að blogga.

rosa_ofurfeministi_399414_767768.jpgHæ og hó.

Ég átti 1. árs bloggafmæli 3 jan. sl. Það hefur oft verið svaka stuð á blogginu og þar kynntist ég stóru ástinni í lífi mínu honum Sólmundi Tómasi Sóleyjarsyni. Ég varð ástfangin við fyrstu sýn og ég er alveg yfir mig ástfangin af Sólmundi Tómasi. Hann er algjört æði. Stelpur finnst ykkur hann ekki vera sætur?

Við höfum ákveðið að gifta okkur fljótlega og mun Séra Guðsteinn Haukur sjá um að pússa okkur saman. Við ætlum að hafa brúðkaupsveislu og er um þrjú hundruð manns boðið þar á meðal Útrásarvíkingum. Við vorum svo snjöll að bjóða ríka fólkinu og biðja um peningagjafir í brúðkaupsgjöf. Peningarnir eiga helst að vera í annarri mynt en þeirri íslensku sem er alvarlega veik og er á gjörgæslu.

Guðsteinn presturFljótlega eftir brúðkaupið ætlum við að fara í brúðkaupsferð til ónefndrar eyju í Kyrrahafi. Við höfum nú þegar keypt farseðlana aðra leiðina. Við hittum svo góða menn sem báðu okkur um lán á kennitölum okkar, sem var alveg sjálfsagt og í staðinn fengum við fúlgu af peningum. Við spurðum ekkert hvað þeir ætluðu að gera við þessar tölur. So what? Við eigum einnig að vera gæslumenn fyrir þá og fáum greitt fyrir. Þetta var frábær lausn því við nennum ekki  að vera á þessari voluðu eyju.

Okkur finnst ráðamenn þjóðarinnar vera gjaldþrota í úrræðum. Það verður ekkert úr launum almennings í landinu því það er búið að hækka og hækka skatta á almenning á meðan það má ekki setja á hátekjuskatt. Búið að  hækka tryggingar, hækka bensín og áfengi sem hefur áhrif á vísitöluna. Lánin hækka og hækka á meðan kaupmáttur rýrnar og rýrnar því ekki hækka nú launin í samræmi við allt annað.

Surprise! Við skiljum ekki með hverju fólkið á að borga reikningana sína en ráðamenn hljóta að vita það fyrst þau hækka og hækka allt? Hmm...  Þau halda sennilega að með því að elda einhvern graut þá verði til peningar til að borga brúsann fyrir Útrásavíkingana.

Sóley TómasdóttirÞetta er auðvita algjörir grautarhausar.  Við bíðum  spennt að fara í brúðkaupsferðina, bara tilfinningin þegar flugvélin verður farin út fyrir landsteina á þessari volaðu eyju verður örugglega alveg meiriháttar.

Áður en við giftum okkur ætla ég að bjóða bloggvinum mínum í kveðjupartý. Ykkur verður sent skilaboð og sagt nánar frá kveðjupartýinu.

Ég mun sjá um síðuna í nokkra daga eða þangað til við Sólmundur Tómas giftum okkur. Ég samdi við Rósu Guðskerlingu á Vopnafirði að taka við blogginu mínu. Hún er svo frek og fór hún fram á að það yrði þá skipt um mynd af höfundi og fleira. Meiri frekjan hún Rósa Guðskerling. L

Ég verð nú bara að segja ykkur að ég vorkenni ykkur þegar hún tekur við. Hún er svo leiðinleg og frek en ég er bara svo fegin að losna svo mér er slétt sama. Bless öll og verði ykkur bara að góðu.  Úff


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Mikið var að þú breyttir þessari hræðilegu mynd! Þú ert að minnsta kosti ekki klæðskiptingur lengur.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.1.2009 kl. 21:43

2 Smámynd: Linda

Jáhá, var það ekki, þetta er jú karlinn sem hryggbraut mig, hér ekki fyrir svo löngu, maður á ekki að treysta svona myndarlegum mönnum.

Vertu Guði falin,

Bæjó frá pæjó.

Linda, 9.1.2009 kl. 22:00

3 Smámynd: Flower

Eeeeennnn speeeeennandiiiiiii karlmaður jiiiiii! Öfunda þig svoooo

Flower, 9.1.2009 kl. 22:53

4 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

He he he he   gaman samt að fá þessa fínu mynd inn af þér   enn ekki í herklæðum .. Bestu kveðjur á þig .........

Erna Friðriksdóttir, 9.1.2009 kl. 22:54

5 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Sæl og blessuð Rósa mín. 'Árið 2009 ætlar að byrja vel hjá þér kæra.      Hann Sóli hefur skilið fleiri enn Lindu eftir í sárum, ekki er ég fyrr farin af landinu kalda og skulduga enn hann tekur þig sem þína kvinnu. Sem góð ri vinkonu sæmir, ber mér að gefa þer heillræði. 'Utlitið er ekki allt,og holdið veikt, vertu ekki viss um að halda honum of lengi ljúfan,ha ha.   Skal senda nokkrar  norsk kr, í púkkið en þær skaltu halda í svo þú eigir fyrir sallti í grautin þegar greiðslan frá vikingunum tekur enda, því kæra, veislan tekur enda hjá þeim eins og sæta Sóla og þið verið bæði tekin upp í skatta he he...   Lýst mjög vel á þessa nýju Rósu sem tekur við af þér og vona að við eigum eftir að eiga skemmtileg samskiti á árinu sem er gengið í garð og mörg ár framover..         Guð veri með þér kæra vina og það er gott að vera komin í samband aftur....Kv,Sirrý

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 9.1.2009 kl. 22:58

6 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Flott myndin af þér skvísa, vissi altaf að gamla myndin væri af einhverjum laumuvini Kanski maður reyni að mæta í kveðju-brúðkaups-partíið

Svala Erlendsdóttir, 9.1.2009 kl. 23:09

7 Smámynd: Kristín Ketilsdóttir

En gaman! til hamingju!með þetta nýja líf!

Kristín Ketilsdóttir, 9.1.2009 kl. 23:16

8 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Þú ert ótrúleg Rósa flotta fína, glimmer skvísa!

En hvað með glimmerið.,hverfur það líka.....ég bara spyr ?

Verður þá ekkert skraut ?

  Helena

Helena Leifsdóttir, 9.1.2009 kl. 23:26

9 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Ég sakna þessarar í herklæðunum, þau voru svo góð saman hlið við hlið á bloggvinalistanum mínum hún og frændi minn á Stokkseyrarbakka, sem hefur sama fatasmekk!

Guðrún Markúsdóttir, 9.1.2009 kl. 23:46

10 Smámynd: sur

Thú ert gód Rósa mín haha. Thetta var skemmtileg lesning

Thad er sama hvada mynd er, thú ert alltaf sanna góda Rósa En thad er gaman ad fá mynd af thér mín kæra.

Knús og kærleikur til thín

sur, 10.1.2009 kl. 01:07

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Til hamingju með hann Sólmund Tómas,  -  skil ykkur vel að kaupa bara miða aðra leiðina til Kyrrahafseyju!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.1.2009 kl. 04:32

12 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Rósa min, þú ert bara frábær. Gaman að lesa þessa færslu þína vinkona og frænka. Guð veri með þér Rósa min

Kristín Gunnarsdóttir, 10.1.2009 kl. 09:08

13 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Kæra Vopna Rósa ég óska þér alls hins besta í lífinu og til hamingju með alla þessa rómantík, vonandi endist hún lengur en útrásin, takk fyrir öll frábæru bloggin og glimmerin, ég vona að þessi nýja Rósa haldi slíkum hefðum áfram, ég ætla að kvarta og kveina ef svo verður ekki.

Elsku Vopna mín ég læt þig svo vita hvernig þessi nýja stendur sig, líst nokkuð vel á myndina en við vitum báðar að útlitið er ekki allt.

Farvel mín kæra

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 10.1.2009 kl. 13:04

14 identicon

Alveg stórskemmtileg saga, Rósa. Ekki vissi ég að þú værir svona mikill grínisti.

Bestu kveðjur og Guðs blessun.

T.N.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 15:03

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ elskan mín. Æðislegt að sjá þessa mynd af þér.  Hlakka mikið til að hitta þig eftir viku, get varla beðið. Hafðu það sem allra best og ég er sko ánægð með hana Rósu Guðskerlingu, hann er sá eini sem stendur alltaf með okkur hann GUР

Ásdís Sigurðardóttir, 10.1.2009 kl. 15:32

16 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Rósa minntu mig á hittinginn Laugardag eftir viku,svo ég plani ekki einhverja vitleysu og verði að segja pass.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 10.1.2009 kl. 15:35

17 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús á þig elskulegust og ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.1.2009 kl. 22:20

18 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl Rósa!

Mikið var að þú komst með þessa góðu mynd af þér.

Nú sjá strákarnir þig í réttu ljósi

Bara Fjall myndarleg

                   Halldóra.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 11.1.2009 kl. 16:29

19 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

þú ert alveg búin að slá henni Ellý Ármanns við ætli þú verðir ekki tekin fyrir í næsta skaupi

en verum áfram í stuði með Guði

Guðrún Sæmundsdóttir, 11.1.2009 kl. 20:12

20 identicon

Sæl.Rósa.

Já, ég ætlaði .......................

en geymi það til betri tíma....

............læt þá vita úr síma 78976467

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 02:08

21 Smámynd: Jens Sigurjónsson

halló halló Rosa.

skemmtileg saga hahahahah.

Bestu kvedjur Jenni.

Jens Sigurjónsson, 13.1.2009 kl. 23:01

22 identicon

Er þetta bara ekki grín með Kyrrahafseyjar. Og hvar þar, svo hægt sé að koma í heimsókn ef öldur hafsins bera mann á það hafsvæði :)

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 10:03

23 identicon

Gaman að sjá þig Rósa mín í réttu ljósi.   Ég verð nú að segja það að mér líkar betur við nýju Rósu heldur en Víkingarósu en endilega ekki hætta með fallegu myndirnar sem hafa verið á síðuni þinni hingað til.  Mér finnst þú líka alveg frábær penni. Sjáumst og heyrumst. Já, gleðilegt ár Rósa mín og sendu kveðju til fjölskyldu þinnar. Koss og knús.

Kv. Svandís á Skagaströnd

Svandís Hannesdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 14:23

24 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Vona að þið séuð flögrandi og fín turtildúfurnar!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.1.2009 kl. 21:05

25 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Sæl Rósa mín jæja er víkingarósa farinn en flott mynd af þér elskuleg.Kær kveðja til nýju Rósu.

Kristín Katla Árnadóttir, 17.1.2009 kl. 17:09

26 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Takk fyrir síðast, alltaf svo gaman að hittast

Guðrún Sæmundsdóttir, 17.1.2009 kl. 21:14

27 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Á ekki að fara að skella inn nýju bloggi ??? Eða ertu enn í borg óttans?

Erna Friðriksdóttir, 18.1.2009 kl. 06:11

28 Smámynd: Árni þór

He He

Árni þór, 19.1.2009 kl. 00:22

29 Smámynd: sur

Kæra vinkona Ég er farin ad sakna thín alveg hrædilega hérna á blogginu er fríid ekki ad verda búid hjá thér hahaha ein í EGO heimi

Knús til thín

sur, 19.1.2009 kl. 13:35

30 Smámynd: Ruth

Guð blessi þig yfir og allt um kring Rósa mín

Ruth, 20.1.2009 kl. 02:30

31 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha óborganleg ertu mín kæra.  Við bíðum náttúrulega með hrolli að kynnast þessari skelfilegu Guðlskerlingar-Rósu.  Knús á þig elskuleg mín.  HVernig var hittingurinn?  Fáum við einhverjar myndir? Vona að pabba þínum líði vel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2009 kl. 11:25

32 identicon

Kveðja til þín elsku Rósa og takk fyrir allt.

Nína Margrét   

Nína Margrét (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 15:44

33 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

....

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.1.2009 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband