Hvað boðar nýárs blessuð sól?

 

 

Hvað boðar nýárs blessuð sól?

Hún boðar náttúrunnar jól.

Hún flytur líf og líknarráð.

Hún ljómar heit af Drottins náð.

 

Sem Guðs son forðum gekk um kring.

Hún gengur ársins fagra hring.

Og leggur smyrsl á lífsins sár.

Og læknar mein og þerrar tár.

 

Ó, sjá þú Drottinn björtu braut.

Þú barn, sem kvíðir vetrar þraut.

Í sannleik: hvar sem sólin skín.

Er sjálfur Guð að leita þín.

 

Því hræðst þú ei, þótt hér sé kalt.

Og heimsins yndi stutt og valt.

Og allt þitt ráð sem hverfult hjól.

Í hendi Guðs er jörð og sól.

 

Hann heyrir stormsins hörpuslátt.

Hann heyrir barnsins andardrátt.

Hann heyrir sínum himni frá.

Hvert hjartaslag jörðu á.

 

Í hendi Guðs er hver ein tíð.

Í hendi Guðs er allt vort stríð.

Hið minnsta happ, hið mesta fár.

Hið mikla djúp, hið litla tár.

 

Í almáttugri hendi hans.

Er hagur þessa kalda lands.

Vor vagga, braut, vor byggð og gröf.

Þótt búum við hin ystu höf.

 

Vor sól og dagur, Herra hár.

Sé heilög ásján þín í ár.

Ó, Drottinn, heyr vort hjartans mál.

Í hendi þér er líf og sál.

Matth. Joch.

 



Nú  árið er liðið í aldanna skaut.

Og aldrei það kemur til baka.

Nú gengin er sérhver þess gleði og þraut.

Það gervallt er runnið á eilífðarbraut.

En minning þess víst skal þó vaka.

 

En hvers er að minnast og hvað er það þá,

sem helst skal í minningu geyma?

Nú allt er á fljúgandi ferð liðið hjá.

Það flestallt er horfið í gleymskunnar sjá.

En miskunnsemd Guðs má ei gleyma.

 

Hún birtist og reynist sem blessunarlind.

Á blíðunnar sólfagra degi.

Hún birtist sem lækning við böli og synd.

Hún birtist þó skærast sem Frelsarans mynd.

Er lýsir oss lífsins á vegi.

 

Nú Guði sé lof fyrir gleðilegt ár.

Og góðar og frjósamar tíðir.

Og Guði sé lof því að grædd urðu sár.

Og Guði sé lof, því að dögg urðu tár.

Allt breytist í blessun um síðir.

 

Ó, gef þú oss Drottinn, enn gleðilegt ár.

Og góðar og blessaðar tíðir.

Gef himneska dögg gegnum harmanna tár.

Gef himneskan frið fyrir Lausnarans sár.

Og eilífan unað um síðir!

Vald. Briem.

 


 

Kæru vinir nær og fjær. 

Gleðilegt nýtt ár. Kærar þakkir fyrir frábær kynni á blogginu.

Megi almáttugur Guð blessa ykkur nú og um ókomin ár.

Munum að treysta Drottni. Hann mun vel fyrir sjá.

Ég trúi því að Drottinn mun snúa við högum okkar.

Kær kveðja

Rósa Aðalsteinsdóttir

Ási Vopnafirði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Verum dugleg að leita Drottins


Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð.“ Fil. 4:6.

„Leitið Drottins, meðan hann er að finna, kallið á hann, meðan hann er nálægur!“ Jesaja 55:6.

„Leitið Drottins, allir þér hinir auðmjúku í landinu, þér sem breytið eftir hans boðorðum. Ástundið réttlæti, ástundið auðmýkt, vera má að þér verðið faldir á reiðidegi Drottins.“ Sefanía 2:3

„Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast, sem biður, sá finnur, sem leitar, og fyrir þeim, sem á knýr, mun upp lokið verða.“ Matt. 7: 7.-8.

“Dauði og líf eru á tungunnar valdi, og sá sem hefir taum á henni, mun eta ávöxt hennar.“ Orðsv. 18:21.

Við þurfum að gæta okkar nú því ef við erum alltaf að tala neikvætt um það sem hefur skeð og valdið gríðarlegu tjóni þá meiðum við okkur mest sjálf.

Ég er ósátt eins og svo margir aðrir en ég treysti Drottni og ég veit að hann mun vel fyrir sjá.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.12.2008 kl. 01:49

2 identicon

Sæl Rósa.

Ég þakka þér fyrir að birta okkur þessi fallegu ljóð. Já. satt segir þú. Við skulum vera jákvæð og bjartsýn og fela Drottni vegu okkar. Amen.

Ég vil þakka þér fyrir þetta ár sem nú er að kveðja og óskar þér Gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári.

þórarinn Þ.Gíslason.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 03:10

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Elsku Rósa mín þakka þér fyri allt þú hefur alltaf staði við bakið á mér í mínum veikindum. Guð gefi þér gleðilegt ár kæra vinkona þú ert yndisleg.Kærleiskveðjur til þín.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.12.2008 kl. 08:24

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég veit þú fyrirgefur mér fyrir að "stela" þessu kristna glitteri frá þér, fannst það svo passandi! Takk fyrir öll famlögin og góðsemina Rósa og hafðu notaleg áramót. Vona að pabbi þinn sé orðinn hress og allir sprækir í kringum þig!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.12.2008 kl. 10:56

5 Smámynd: Linda

Yndó, Rósa mín þetta er svo yndislegt að ég tárast yfir þessum fallegu ljóðum/söng, Guð verði með þér og þínum, og hittumst hressar á komandi ári.  Luv ya.

Þín vinkona 

Linda.

Vertu ávalt velkomin á auðmjúka heimili mitt

Linda, 31.12.2008 kl. 14:43

6 identicon

Sæl Rósa. Oft lít ég hingað inn, en annað hvort hef ég ekki nægilega þekkingu eða er bara hjartanlega sammála þér. Og auðvitað á ég að skrifa a.m.k. Kvitt :)

En þakka þér fyrir að birta sálmana sem mér finnast svo fallegir og við heyrum bara um áramótin.

Kveðja úr Æsufellinu, þar sem ég mun verða innandyra og horfa yfir ljósadýrðina kl 2400

Vona bara að fólk kunni sér hóf, í peningaeyðslunni sem ég kalla svo, um síðustu 5-7 áramótin.

Gleðilegt nýtt á, inná þitt heimili. MBK/SJS

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 14:52

7 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl Rósa mín!

Hugheilar óskir um gleðilegt ár og þökk fyrir liðin blogg kynni .

Takk fyrir allar færslurnar á árinu sem er að líða - Já!  og kommentin líka, sem þú ert svo dugleg að koma með.

Vertu svo ekkert að fikta með eld í kvöld

 Guð veri með þér! 

    Kveðja úr Garðabæ      Halldóra.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 31.12.2008 kl. 15:52

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kæri bloggvinur, ég óska þér gleðilegs nýs árs og þakka fyrir skemmtileg kynni á árinu megi nýja árið færa þér hamingju og gleði. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 31.12.2008 kl. 17:09

9 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Gledilegt og hamingjurikt nytt ar.
Takk fyrir hjalp a lidnu ari.

Shana Tova

Shalom kvedja fra Zion
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 31.12.2008 kl. 17:09

10 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

Kæra bloggvinkona!

Guð gefi þér og þínum gleðilegt ár og farsæld og blessun á komandi ári 2009. Takk fyrir öll skemmtilegu kommentin á liðnu ári. Hafðu það sem allra best og haltu áfram að blogga. Bloggkveðja frá Glitvöllum

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 1.1.2009 kl. 03:29

11 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Jáhá þú segir nokkuð,Gleðilegt árið Rósa mín.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 1.1.2009 kl. 09:16

12 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Gleðilegt ár Rósa mín

Svala Erlendsdóttir, 1.1.2009 kl. 12:12

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elsku Rósa mín.  Þú er einstök manneskja.  Megi allir góðir vættir vaka yfir þér og þínum og vernda.  Takk fyrir góða viðkynningu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2009 kl. 13:19

14 identicon

Guð gefi þér gleðilegt nýtt ár Rósa og takk fyrir liðið.

Var að senda þessa kveðju inná bloggið: http://yry.blog.is/blog/yry/entry/759435

Yngvi Rafn Yngvason (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 15:55

15 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Elsku Rósa mín gleðilegt nýtt ár til þín og þinna!

Hlakka til að hittast á því nýja hressar og kátar

ég var að opna fyrst stjórnb hjá mér núna og það væri æðislegt að hittast eins og þið eruð að tala um, ég þarf að ath vaktirnar mínar.

knúsjú og kram!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 1.1.2009 kl. 16:22

16 Smámynd: Linda

Elsku Rósa mín, Gleðilegt nýtt ár, aftur, þó ég sé í símanum akkúrat núna að tala við þig, þá bara gat ég ekki staðist mátið og sett inn eina kveðju til viðbótar.  trallala..vhúhú..

Þín vinkona

Linda.

Linda, 1.1.2009 kl. 16:35

17 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Gleðilegt ár Frú Vopnafjarðar-Rósa, Guð er með þér og allir árar helvítis hræðast þig.

Be blessed not stressed.

(Þú ert frú kominn á bezta aldur)

Aðalbjörn Leifsson, 1.1.2009 kl. 17:39

18 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Elsku Rósa min, takk fyrir falleg ljóð. Gleðilegt ár og þakka þér fyrir yndisleg kynni á liðnu ári. Guð geimi þig

Kristín Gunnarsdóttir, 2.1.2009 kl. 10:55

19 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Sæl og blessuð Rósa mín.
Guð blessi þig og allt þitt fólk á nýju ári. Þú ert mikilvægur penni og vinur hér á blogginu, þjónusta við Guð og menn byrtist á ýmsa vegu eins og þú veist. Ég þakka Guði fyrir þig og dugnaðinn stelpa mín.
 Helena

Helena Leifsdóttir, 2.1.2009 kl. 13:26

20 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

Sæl Rósa´mín! Það var Bryndís sem sagi mér frá blogghittingnum..... ég er svo treg, sorry hvað ég er sein að fatta. Ég kenni alfarið Facebook um þetta. Stelur frá mér blogginu. Ég er voðalega ánægð með hittinginn, ég ætla sko að mæta. Bara láta mig vita hvar og hvenær. Er Unnur Arna héðan frá Hafnarfiði? A Hansen Unnur tvíburamamma sætu dúllan?

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 2.1.2009 kl. 13:30

21 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

Elsku Rósa ég óska þér og þínum gleðilegs árs.

Svo sannarlega þurfum við að líta björtum augum framm á veginn og setja von okkar og augu á Drottinn.

Tala líf, líf, líf. Það skiptir öllu máli. Innilega sammála þér.

Hanna Rúna mín enginn önnur er Unnur tvíburamamma, hlakka til að sjá ykkur á árinu.

Kær kv. Unnur Arna

Unnur Arna Sigurðardóttir, 2.1.2009 kl. 22:38

22 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Rósa mín ég óska þér gleðilegs árs, friðar, velgengni og góðrar heilsu á nýja árinu.

Sigurður Þórðarson, 3.1.2009 kl. 19:12

23 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Gleðilegt ár og takk fyrir góðar stundir á liðnum árum! Og takk fyrir öll skemmtilegu innlitin á bloggið mitt! Bið að heilsa þér og þínum,

Guðrún Markúsdóttir, 3.1.2009 kl. 22:36

24 Smámynd: sur

Kæra Rósa

Thakk fyrir kvittid og samthykkja blogg vinskap

Kær kvedja

sur, 3.1.2009 kl. 23:26

25 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég ætla ekki að segja neitt ljótt, enn ég botna ekkert í vísunum. Les þær samt og finnst þær fallegar.

2 englar a.m.k. munu koma og gæta þín. Pöntun á því er lögð af stað.

Ættir að skoða vísurnar hennar Arna "verur með vængi" ansi góðar færslur... ;)

Óskar Arnórsson, 4.1.2009 kl. 19:08

26 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gleðilegt ár Rósa! Það verður það.

Óskar Arnórsson, 4.1.2009 kl. 19:11

27 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Gleðilegt ár kæra Rósa, og takk fyrir það liðna.

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.1.2009 kl. 23:13

28 Smámynd: Brynja skordal

Gleðilegt ár og Ástarþakkir fyrir yndisleg komment sem þú skilur alltaf eftir þig Rósa mín og hafðu ljúft nýtt ár og Guð veri með þér og okkur öllum

Brynja skordal, 5.1.2009 kl. 14:47

29 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Kæru vinir.

Takk fyrir innlitið, hlý orð og góðar óskir.

"Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar." Sálm. 121:2

Jesús sagði: "Óttast ekki, trú þú aðeins." Mark. 5:36.

Jesús sagði: "Sá getur allt, sem trúir." Mark. 9:23

Megi almáttugur Guð vera með ykkur öllum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.1.2009 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband