Spádómur um Jesú Krist sem Guð gaf Jesaja spámanni á síðari hluta 8. aldar f. Kr. Gleðilega hátíð landsmenn allir nær og fjær.

 Jesaja var einn af stóru spámönnunum meðal Ísraelsmanna. Hann hefur stundum verið nefndur „konungurinn  meðal spámanna" Jesaja var Amozson og bjó í Jerúsalem. Guð kallaði Jesaja til spámanns í stjórnartíð Ússía konungs um 748 f. Kr



Spádómur um Jesú Krist.

 „Hver trúði því, sem oss var boðað, og hverjum varð armleggur Drottins opinber?

 Hann rann upp eins og viðarteinungur fyrir augliti hans og sem rótarkvistur úr þurri jörð.

 Hann var hvorki fagur né glæsilegur, svo að oss gæfi á að líta, né álitlegur, svo að oss fyndist til um hann.

 Hann var fyrirlitinn, og menn forðuðust hann, harmkvælamaður og kunnugur þjáningum, líkur manni, er menn byrgja fyrir andlit sín, fyrirlitinn og vér mátum hann einskis.

 



En vorar þjáningar voru það, sem hann bar, og vor harmkvæli, er hann á sig lagði.

 Vér álitum hann refsaðan, sleginn af Guði og lítillættan, en hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða.

 Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir.

Vér fórum allir villir vega sem sauðir, stefndum hver sína leið, en Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á honum.

Hann var hrjáður, en hann lítillætti sig og lauk eigi upp munni sínum. Eins og lamb, sem leitt er til slátrunar, og eins og sauður þegir fyrir þeim, er klippa hann, lauk hann eigi upp munni sínum.


Með þrenging og dómi var hann burt numinn, og hver af samtíðarmönnum hans hugsaði um það?

Hann var hrifinn burt af landi lifenda, fyrir sakir syndar míns lýðs var hann lostinn til dauða.

Og menn bjuggu honum gröf meðal illræðismanna, legstað með ríkum, þótt hann hefði eigi ranglæti framið og svik væru ekki í munni hans.

En Drottni þóknaðist að kremja hann með harmkvælum: Þar sem hann fórnaði sjálfum sér í sektarfórn, skyldi hann fá að líta afsprengi og lifa langa ævi og áformi Drottins fyrir hans hönd framgengt verða.

Vegna þeirra hörmunga, er sál hans þoldi, mun hann sjá ljós og seðjast.

Þá menn læra að þekkja hann, mun hann, hinn réttláti, þjónn minn, gjöra marga réttláta, og hann mun bera misgjörðir þeirra.

Fyrir því gef ég honum hina mörgu að hlutskipti, og hann mun öðlast hina voldugu að herfangi, fyrir það, að hann gaf líf sitt í dauðann og var með illræðismönnum talinn.

En hann bar syndir margra og bað fyrir illræðismönnum." Jesaja 53.

 Kæru bloggvinir

Guð gefi ykkur Gleðilega Jól og farsæld um ókomin ár.

"En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki." Matt. 6:33.

Munum að biðja Guð um hjálp fyrir landið okkar og okkur öll, þá verðum við bænheyrð.

Ég trúi því að Guð muni snúa við högum okkar á nýju ári með hækkandi sól.

Þakka frábær kynni á blogginu.

Guð blessi ykkur og fjölskyldur ykkar.

Kær kveðja

Rósa Aðalsteinsdóttir

Ási Vopnafirði

P.s. Sigvaldi bloggvinur minn er með fínan pistil: http://sigvardur.blog.is/blog/sigvardur/ 

Kv/Rósa

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Gleðileg jól elsku Rósa mín,guð veri með þér og þínum.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 23.12.2008 kl. 20:39

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ég og mín kæra fjölskylda viljum óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum árið sem er að líða.....Jólakveðja

 Linda og Fjölskylda :):):):)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.12.2008 kl. 20:55

3 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Gleðileg jól Rósa mín og kærar kveðjur til föður þíns og systkinanna á Vopnafirði.

P.S. Flottar myndir hjá þér eins og ævinlega.

Kristinn Ásgrímsson, 23.12.2008 kl. 21:37

4 Smámynd: Linda

Kæra vinkona, þú ert yndisleg, ég hætti ekki að segja það fyrr en þú gengur við því   Guð gefi þér og þínum blessuð jól.

Knús í krús kveðjur.

Linda.

Linda, 23.12.2008 kl. 22:25

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll kæri Úlli minn.

Þakka þér fyrir jólakveðjuna og fyrir frábær kynni á árinu sem er að líða.

Guð blessi þig og fjölskylduna þína.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.12.2008 kl. 23:33

6 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Gleðileg jól Rósa til þín og þinna og hafið þau sem allrabest á mínutunni kl 18:00  he he he   geri það nú líka.  

Erna Friðriksdóttir, 23.12.2008 kl. 23:33

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Kæra Linda Linnet

Þakka þér fyrir jólakveðjuna og fyrir góð kynni í bloggheimum.

Megi almáttugur Guð blessa þig og fjölskyldu þína.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.12.2008 kl. 23:34

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Kristinn minn.

Takk fyrir jólakveðjuna. 

Skilaðu kveðju til trúsystkinanna í Keflavík.

Vertu Guði falinn.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.12.2008 kl. 23:35

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl kæra Linda Vonin mín.

Takk innilega fyrir jólakveðjuna og skemmtilegt innlegg.

Guð blessi þig og allt þitt fólk.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.12.2008 kl. 23:37

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Erna mín.

Vona að þetta rætist með kl. 18 annað kvöld.

Takk fyrir jólakveðjuna og skemmtilegt innlegg.

Vertu Guði falin og allt þitt hús.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.12.2008 kl. 23:38

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Falleg færsla fyrir nóttina elsku Rósa mín, nú er ég á leið í rúmið, búin með kvöldverkin og hlakka til morgundagsins, þá kemur Sólveig mín heim, frumburðurinn minn sem var upphaf allrar minnar gleði og hamingju sem móður. Guð gefi þér blessun og góð jól, ég er þakklát fyrir að vera vinkona þín. 

Ásdís Sigurðardóttir, 23.12.2008 kl. 23:39

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ásdís mín.

Takk fyrir innlitið og frábært innlegg. Samgleðst þér að Sólvegi skuli ætla að vera hjá þér um jólin.

Ég er líka þakklát að eiga þig sem vinkonu.

Megi almáttugur Guð blessa þig og allt þitt fólk.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.12.2008 kl. 23:46

14 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Gleðilega hátíð ... Guð gefi þér góð jól og gæfuríkt komandi ár fullt af blessunnum og yfirflæði

Sigvarður Hans Ísleifsson, 23.12.2008 kl. 23:50

15 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Gleðileg Jól Rósa mín og takk fyrir allt gott!

PS; Get ekki stillt mig um að leiðrétta að Jesaja fékk virtun um Júdea (ekki Ísrael)...

Jesaja 1

 1Vitrun Jesaja Amozsonar, er hann fékk um Júda og Jerúsalem á dögum Ússía, Jótams, Akasar og Hiskía, konunga í Júda.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.12.2008 kl. 00:54

16 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Sigvarði minn

Takk fyrir innlitið og jólakveðjuna.

Sömuleiðis óska ég þér gæfu nú og um alla framtíð.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.12.2008 kl. 01:25

17 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Anna mín.

Langt síðan ég hef séð þig á blogginu.

Takk fyrir innlitið og jólakveðjuna. Ég skrifaði orðrétt úr Biblíuhandbók sem Örn og Örlygur hf. gaf út 1974.

Þar segir: " Einn af stóru spámönnum meðal Ísraelsmanna." En ég skrifaði ekki að hann hefði fengið vitrun um Júda og Jerúsalem. Landamærin á þessum dögum voru allt öðruvísi en í dag. á dögum Jesú fóru María og Jósef frá Nasaret í Galíleu til Betlehem í Júda til að skrásetja sig. Þessi færsla er eingöngu spádómur Jesaja um fæðingu Messíasar. Vona að þetta sé í orden.

Ég óska þér Guðs blessunar nú og um ókomin ár

Vertu Guði falin.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.12.2008 kl. 01:38

19 identicon

Sæl Rósa mín.

Ég vil þakka þér það sem að þú birtir okkur nú,

og megi algóður Guð vaka yfir þér dag sem nótt.

Ég óska þér og þinni fjölskyldu

Gleðilegra Jóla og farsæld á nýju ári..

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 03:11

20 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður Þórarinn

Takk fyrir innlitið, góðar óskir og fyrir jólakveðjuna.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.12.2008 kl. 09:51

22 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Í Betlehem var það barnið fætt,
sem best hefur andar sárin grætt,
svo hafa englar um það rætt
sem endurlausnarinn væri.
:,: Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. :,:

GLEÐILEG JÓL RÓSA TIL ÞÍN OG ÞINNA ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.12.2008 kl. 12:39

23 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæl og blessuð Jóhanna mín.

Takk fyrir innlitið, ljóðið og jólakveðjur.

Megi almáttugur Guð blessa þig og varðveita.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.12.2008 kl. 13:07

24 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...ALLT ER GOTT

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.12.2008 kl. 15:20

25 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Megi algóður Guð og hans fallegu ljúfu Englakór veita þér elsku vinkona mín og þína elsku fallegu ljúfu Fjölskyldu ást,von,trú og yndislegan kærleika um Jólahátíðina og umvefja ykkur notalega hlýju og bros í hjarta og þakklæti fyrir hvern ljúfa dag sem við eigum saman......Stórt knús og hlýr ljúfur og breiður faðmur af Ást og vináttu til þín frá mér og mínum yndislegum dætrum og Húsbandi...........GLEÐI OG FRIÐARJÓL

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.12.2008 kl. 15:51

26 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góð færsla og falleg. Skil samt ekki þetta á krossinum. Ég hugsa bara um Gyðingana sem drápu hann saklausan eins og víst á að hafa verið gert, og var líklegast.

Hefur þetta fólk nokkuð breyst? Kristnir rífast innbyrðis og það getur bara verið kristni til skammar. Ef hann kæmi nú aftur? Myndi einhver trúa því frekar enn fyrir 2000 árum? 

Gleðileg jól og falleg komandi ár Rósa mín.  

Óskar Arnórsson, 25.12.2008 kl. 09:27

27 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

Gleðileg jól Elsku Rósa mín ! Farsælt komandi ár 2009. Guðblessun á komandi tímum þér til halda.

Hlakka til að hitta þig á nýju ári.

Hátíðarkveðja norður. Hanna Rúna og fjölskyldan á Glitvöllum

 Frelsari er oss fæddur

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 25.12.2008 kl. 12:01

28 identicon

Elsku Rósa. Sendi þér og þínum bestu óskir um Gleðileg jól  farsælt komandi ár. Við höfum haft það fínt síðan vð komum til 'Islands. Gott að koma í faðm fjölsk.  Vorum við miðnæturmessu í Lindarsókn

 Kópavogi í gærkveldi. Yndislegt. Þorláksmessukvöld vorum við í miðbænum í fyrsta skifti í mörg ár hlustuðum á tenorana syngja var stórkostlegt og maður hrærðist um hjartarætur af samkennd. Vona að þú hafir það sem best kæra Rósa ég reyni aðkomast í tölvu og sendi línu seinna.    Kv.Sirrý

Sigridur Asdis Karlsdottir (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 15:14

29 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Kæra Rósa.
Guð gefi þér gleðilega hátíð og farsæld á nýju ári. Flott jólablogg hjá þér.
Kærleiks kveðja

Helena

Helena Leifsdóttir, 25.12.2008 kl. 16:03

30 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og Gleðileg Jól

Takk fyrir innlitið og yndisleg orð og jólakveðjur. 

Anna mín, takk fyrir að vera vinkona mín. Megi almáttugur Guð verma þig og gleðja og hjálpa þér við allt sem þú ert að fást við í daglegu amstri.

Hanna mín, takk fyrir dásamleg orð og fallegu myndina. Við sjáumst fljótlega ef Guð lofar og leiðir.

Óskar minn, ég var búin að skrifa athugasemd fyrir þig um sumt af þessu sem þú skrifar núna í  færslunni "Aðventan" Þú komst svo ekki aftur með spurningar og svo lokaðist síðan. Kíktu á þetta svar.

Svandís mín, takk fyrir dásamlegar óskir. 

Sirrý mín, gaman að vita að Íslandsferðin lukkast vel. Þið munið eiga skemmtilegar minningar eins og að hafa verið í miðbænum á Þorláksmessukvöld og dásamlegar minningar frá Lindarkirkju.  Ég fór á samkomu í Hvítasunnukirkjunni í dag. það er nauðsynlegt að fara í Guðhús og næra sálina. Njóttu dvalarinnar í faðmi fjölskyldunnar.

Megi almáttugur Guð blessa ykkur og gefa ykkur dásamlega jólahátíð.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.12.2008 kl. 16:13

31 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæl Helena mín

Takk fyrir innlitið og jólakveðju. 

Megi algóður Guð blessa þig nú um hátíðina og um alla framtíð.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.12.2008 kl. 16:16

32 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Gleðilega hátíð frú RÓSA

Aðalbjörn Leifsson, 26.12.2008 kl. 08:39

33 Smámynd: halkatla

Gleðileg jól þú skemmtilegi bloggvinur

halkatla, 26.12.2008 kl. 15:07

34 Smámynd: Halla Rut

Vonandi áttir þú gleðileg jól Rósa mín.

Falleg færsla hjá þér og fallegar myndir.

Halla Rut , 26.12.2008 kl. 15:10

35 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Megi góður Guð og allar góðar vættir vaka yfir þér elsku Rósa mín og vernda.  Takk fyrir öll þín fallegu orð og góðar hugsanir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.12.2008 kl. 17:09

36 Smámynd: Birgirsm

Gleðileg Jól Rósa og takk fyrir góð bloggkynni á árinu sem fer að kveðja.

Megi Góður Guð vaka yfir þér og þínum á nýju ári

Kveðja

Birgirsm, 26.12.2008 kl. 17:37

37 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir fallegar myndir og orð!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.12.2008 kl. 22:49

39 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Elsku Rósa mín gleðileg jól og áramót. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér. fallegt allt sem þú segir og yndislegar myndir.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.12.2008 kl. 12:32

40 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl elsku Katla mín.

Takk fyrir innlitið og jólakveðjuna.

Megi almáttugur Guð blessa þig nú og alltaf. 

Vertu Guði falin.

Kær kveðja/Rósa



Christian Glitter by www.christianglitter.com

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.12.2008 kl. 12:57

41 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Gleðilega rest elsku Rósa mín ég er fyrst að opna tölvuna mína núna síðan á þorlák.

Við sjáumst örugglega hressar á núju ári!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 27.12.2008 kl. 15:48

42 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hjartans þakkir kæra bloggvinkona fyrir góðar óskir í minn garð og minna. Ég bið þér og þínum sömuleiðis góðrar hátíðar, náðar og gifturíks komandi árs

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.12.2008 kl. 16:43

43 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.

Nína mín, þakka þér fyrir fallegar óskir. Við stöndum saman og látum engan buga okkur. Við hittumst vonandi fljótlega.

Bryndís mín, takk fyrir jólakveðjuna. Við stefnum á að hafa fjör fljótlega.

Predikarinn minn, takk fyrir að koma inná síðuna og skrifa smá en það vantaði predikun. Þakka þér einnig fyrir jólakveðju og góðar óskir fyrir mig og fjölskylduna mína.

Megi almáttugur Guð blessa ykkur og vera ávalt með ykkur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.12.2008 kl. 16:33

44 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Hér kemur síðbúin jóla og áramótakveðja frá mér. Þessi vers sem þú ritaðir eru ein af mínum uppáhalds biblíuversum.

Bryndís Böðvarsdóttir, 28.12.2008 kl. 23:34

45 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Takk innilega fyrir innlitið og jólakveðjuna. Ég fékk nú jólakort frá ykkur og það kom fyrir jól.

Já versin í Jesaja þar sem segir frá komu Jesú Krists í heiminn eru athyglisverð og svo ef við skoðum Sakaría 14 og sjáum spádóminn um komu hans sem við væntum öll.

"Sjá, sá dagur kemur frá Drottni, að herfangi þínu verður skipt mitt í sjálfri þér.

Og ég mun safna öllum þjóðunum til hernaðar móti Jerúsalem, og borgin mun verða tekin, húsin rænd og konurnar smánaðar. Helmingur borgarmanna mun verða herleiddur, en hinn lýðurinn mun ekki upprættur verða úr borginni.

Og Drottinn mun út fara og berjast við þessar þjóðir, eins og þegar hann barðist forðum á orustudeginum.

Fætur hans munu á þeim degi standa á Olíufjallinu, sem er austanvert við Jerúsalem, og Olíufjallið mun klofna um þvert frá austri til vesturs, og þar mun verða geysivíður dalur, því að annar hluti fjallsins mun undan síga til norðurs, en hinn til suðurs.

En þér munuð flýja í fjalldal minn, því að fjalldalurinn nær til Asal. Og þér munuð flýja, eins og þér flýðuð undan landskjálftanum á dögum Ússía Júdakonungs. En Drottinn, Guð minn, mun koma og allir heilagir með honum.

Á þeim degi mun hvorki verða hiti, kuldi né frost,

og það mun verða óslitinn dagur - hann er Drottni kunnur - hvorki dagur né nótt, og jafnvel um kveldtíma mun vera bjart.

Á þeim degi munu lifandi vötn út fljóta frá Jerúsalem, og mun annar helmingur þeirra falla í austurhafið, en hinn helmingurinn í vesturhafið. Skal það verða bæði sumar og vetur.

Drottinn mun þá vera konungur yfir öllu landinu. Á þeim degi mun Drottinn vera einn og nafn hans eitt.

Allt landið frá Geba til Rimmon fyrir sunnan Jerúsalem mun verða að einni sléttu, en hún mun standa háreist og óhögguð á stöðvum sínum, frá Benjamínshliði þangað að er fyrra hliðið var, allt að hornhliðinu, og frá Hananelturni til konungsvínþrónna.

Menn munu búa í henni, og bannfæring skal eigi framar til vera, og Jerúsalem skal óhult standa.

Og þetta mun verða plágan, sem Drottinn mun láta ganga yfir allar þær þjóðir, sem fóru herför gegn Jerúsalem: Hann mun láta hold þeirra upp þorna, meðan þeir enn standa á fótum, augu þeirra munu hjaðna í augnatóttunum og tungan visna í munninum."Sakaría 14. 1.-12.

Drottinn blessi þig og  varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.12.2008 kl. 23:54

46 identicon

Elsku Rósa mín - takk fyrir yndislegu versin þín og þessar líka flottu myndir alltaf!!! Gleður augað manns að sjá svona fallegt!

Ég hugsa að þó Jesús gengi á jörðinni í dag en ekki fyrir 2000 árum fengi Hann sömu útreið því miður - það er oft ekki fyrr en eftirá sem við uppgötvum hvað við höfum átt.

Hef oft hugsað hvernig það sé að standa frammi fyrir því að afneita Jesú gegn því að halda lífi - er ekki viss um að ég myndi hafa staðist þá freistingu fyrir nokkrum árum síðan - en veit í dag að ég myndi frekar velja að vera líflátin en að afneita Honum - því ég elska Hann svo heitt og mikið.

Guð blessi þig og allt frændfólkið mitt þarna fyrir austan.

Ása (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 10:43

47 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Takk fyrir fallega færslu elsku Rósa og fallegar myndir sem að þú setur inn. Takk fyrir vináttuna sem að er buin að vera yndisleg. Guð veri með þér Rósa mín

Kristín Gunnarsdóttir, 29.12.2008 kl. 10:50

48 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælar stelpur mínar og takk fyrir innlitið.

Ása mín, enginn er spámaður í sínu föðurlandi og Gyðingar bíða ennþá eftir Messíasi. Þeir verða gabbaðir þegar Anti-Kristur kemur en Jesús mun koma og stöðva stríðið eins og ég skrifaði um í innleggi nr. 50. Megi almáttugur Guð gefa okkur náð að afneita ekki Jesú á erfiðum stundum sem munu koma. Ég er búin að útvega mér myndina um Evrópubandalagið og síðustu tíma sem var sýnd á Omega sem þú hafðir til hliðsjónar þegar þú bloggaðir um ESB.

Kristín mín, takk fyrir vináttuna og öll símtölin frá Danmörku.

Megi almáttugur Guð vernda ykkur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.12.2008 kl. 11:25

49 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Frábær pistill hjá þér mín kæra Rósa,  Guð blessi þig og styrki í Jesú nafni

Vonandi líður honum pabba þínum betur

Guðrún Sæmundsdóttir, 29.12.2008 kl. 22:57

50 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Þessi athugasemd var nr. 41 og þurfti ég að laga athugasemdina og þá er ekki betri tækni en að athugasemdin kemur neðst. 

41. Ruslana, Rúnar Hart, Alli, Anna Karen, Halla Rut, Ásthildur, Birgir og Jóhanna.

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið

Ruslana mín, ég veit að það var mikið stúss hjá þér vegna flutninga rétt fyrir jólin. Þú ert dugnaðarforkur enda Vopnfirðingur af Guðs náð.

Rúnar Hart, fyrir Guði eru allir jafnir. Okkur hefur öllum verið gefið talentur og eigum að nota þær Guði til dýrðar hvort sem við þjónum sem prestar eða við önnur þarfleg störf í þágu þjóðfélagsins. Nei við erum ekki eilíf hér en við getum meðtekið lausnarverk Jesú Krists og fengið að lifa í eilífðinni með honum eftir okkar jarðnesku veru.

Alli minn, takk fyrir jólakveðjuna og broskarlinn ógurlega.

Anna mín, takk fyrir jólakveðjuna. Vona að þú og einnig frændfólkið mitt hafið það gott á Neskaupsstað. Skemmtileg? Sumir skrifa grimmt inná þinni síðu um suma.

Halla mín, takk fyrir jólakveðjuna og fallegt innlegg. Sjá svar neðar.

Ásthildur mín, takk fyrir góðar óskir og trygga bloggvináttu.

Birgir minn, takk fyrir jólakveðjuna, góðar óskir og takk sömuleiðis fyrir bloggvináttuna. Það hefur oft verið fjör hjá okkur.

Jóhanna mín, ekkert að þakka. Þetta var ánægjulegt. Ég reyndi að fara inná síðurnar hjá öllum bloggvinum mínum og setja inn fallegar myndir. Leitt ef einhver hefur verið útundan. Ég gat ekki sett myndir hjá  sumum því það var útrunninn tími á síðustu færslu.

Mikið er nú gott að eiga ykkur sem vini og bloggvini.

Halla Rut vonaði að ég hefði átt Gleðileg Jól. Jú ég átti Gleðileg Jól en það komu upp erfiðleikar og þurftum við að leita hjálpar. Pabbi var nefnilega veikur um jólin og þurftum við að fara til læknis í dag og þurfti að taka myndir af bólgnum olnboga. Við vorum búin að vera hjá lækni fyrir jól líka vegna annars. Pabbi var búinn að vera veikur í margar vikur sem hefur tekið á þrekið hjá honum. Vona að það fari allt vel.

Við vorum hér á Aðfangadagskvöld ásamt bróður mínum, mákonu og tveimur af þremur börnum þeirra. Nóg af mat á borðum hér og svo fórum við yfir til þeirra að opna gjafir. Pabbi fór heim snemma því hann var þreyttur og með slæmsku í olnboganum.

Í kvöld hringdum við í bróðurdóttir mína sem er í Biblíuskóla í Alaska. Við vorum búin að ákveða saman að hringja kl 18:30. Það er 9 klst. tímamismunur. Það var morgunn hjá henni. Sambandið var alveg frábært þvert yfir Ísland, Atlantshaf, Kanada og yfir til Alaska. Þvílík tækni. Katrín Stefanía var glöð og kát. Við erum svo rík að eiga hana.

Hún heldur úti bloggi og er slóðin hennar hér efst uppi í dálki höfundar. Hún er líka með myndasíðu og finnið þið myndasíðuna í glugga sem heitir "Tenglar" Endilega heimsækið Alaska með því að skoða myndir.

Megi almáttugur Guð vera með ykkur öllum kæru bloggvinir.

Góða nótt/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.12.2008 kl. 16:24

51 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Guðrún mín.

Takk fyrir innlitið og hlýjar kveðjur. Pabba líður aðeins skár. Bólgan í olnboga hefur hjaðnað.

Megi almáttugur Guð blessa þig og fjölskyldu þína nú og um alla framtíð.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.12.2008 kl. 16:26

52 Smámynd: Ásta Steingerður Geirsdóttir

Óska þér góðra og friðsælla áramóta Rósa mín og vona að fjörðurinn þinn fagri skarti sínu fegursta þessi áramótin. Hann á nú alltaf vissan sess í hjartanu mínu á marga góðar minningar frá dvölinni í sveitinni á honum Vopna.

Minn fagri fjörður bíður mín með alla sína fegurð og alla sína kyrrð. Mig er farið að langa til að eiga þar stund að vetri, þegar allt er kyrrt og hljótt og ég get farið út og séð alvöru himinn þakinn stjörnum Það er svo dásamlegt.

Bestu kveðjur, Ásta Steingerður.

Ásta Steingerður Geirsdóttir, 30.12.2008 kl. 22:57

53 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Ég er innilega sammála þér með fegurðina sem við verðum oft án þar sem mikið er af ljósum. Það er dásamlegt að sjá himininn þakinn stjörnum og norðurljósum. 

Þú skellir þér á Borgarfjörð eystri og stoppar lengi. Þar er nú alveg glimrandi fallegt.

Gleðilegt ár og þakka fyrir samveruna í skólanum í denn.

Gaman að rekast á þig á ný.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.12.2008 kl. 01:56

54 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir



Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.12.2008 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband