12.11.2008 | 22:03
ABC hjálparstarf - Nytjamarkaður til styrktar ABC barnahjálp og Líknarfélagi Kærleikans
Sæl og blessuð
Kynning á ABC hjálparstarfi tekið af vef: http://www.abc.is/ABChjalparstarf/UmABCbarnahjalp/Almennarupplysingar/
ABC hjálparstarf var stofnað árið 1988 sem íslenskt, samkirkjulegt hjálparstarf.
Tilgangurinn með stofnun þess var að veita nauðstöddum börnum varanlega hjálp og vera farvegur fyrir framlög gjafmildra Íslendinga sem skila sér óskert til umkomulausra barna í fátækari löndum.
ABC barnahjálp sér nú fyrir yfir 8000 börnum með hjálp íslenskra og nú einnig erlendra fósturforeldra, aðallega á Indlandi, Úganda, Filippseyjum, Pakistan og Kenýa. Um 5000 stuðningsaðilar styðja börn á vegum starfsins í dag. Aðeins einn aðili stendur að baki hverju barni.
Hjálpin sem veitt er felst aðallega í menntun barna sem annars ættu ekki kost á skólagöngu, en einnig er þeim séð fyrir læknishjálp, framfærslu og heimili þar sem þörf er á. Í mars 2004 var tekin ákvörðun um að breyta nafni starfsins í ABC barnahjálp sem lýsir enn betur starfseminni.
ABC barnahjálp er sjálfseignarstofnun og skilar endurskoðuðum ársreikningum til Ríkisendurskoðunar ár hvert.
Öll framlög til ABC renna óskipt til hjálpar munaðarlausum og þurfandi börnum nema þau sem sérstaklega eru gefin til rekstrar.
Bréf frá ABC hjálparstarfi:
Opnaður hefur verið Nytjamarkaður til styrktar ABC barnahjálp og Líknarfélagi Kærleikans. Markaðurinn hefur fengið nafnið Nytjamarkaðurinn og er til húsa að Faxafeni 8 (í sama húsi og Íslensku Alparnir baka til).
Á Nytjamarkaðnum eru til sölu bæði nýjar og notaðar vörur svo sem föt, heimilistæki, húsgögn og í raun allt milli himins og jarðar. Opnunartími Nytjamarkaðarins er milli 11:00 og 18:00 alla virka daga og milli 11:00 og 16:00 á laugardögum.
Nú er tilvalið tækifæri til að fara í gegnum geymsluna, bílskúrinn eða fataskápinn og athuga hvort að þar leynist ekki eitthvað sem tilvalið væri að gefa framhaldslíf á Nytjamarkaðnum. Tekið er við dóti í Faxafeni 8 á opnunartíma og einnig er hægt að láta sækja hluti sé þess óskað.
Síminn hjá Nytjamarkaðinum er 520-5500
Við hvetjum alla til þess að leggja leið sína á Nytjamarkaðinn og kanna hvort þar sé eitthvað sem hugur þess girnist og um leið styðja við og styrkja gott málefni.
Þeim sem vantar eitthvað að gera er velkomið að hafa samband við Erlu Guðrúnu framkvæmdarstjóra í síma 696-7266 eða senda mail á erla@mozaik.is og skrá sig sem sjálfboðaliða.
Endilega kíkið á bloggvini mína Andra og Árna Kærleik.
Andri Krossfari:http://andrifr.blog.is/blog/andrifr/entry/703668/#comments
Árni Kærleikur: http://arncarol.blog.is/blog/arncarol/entry/709446/#comments
Guð blessi Ísland og alla Íslendinga nær og fjær.
Kær kveðja/Rósa
Vopnað rán á skrifstofu ABC í Kenýa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 16.11.2008 kl. 10:54 | Facebook
Athugasemdir
Sæl og blessuð Ruslana.
Við styrktum drengi á Filippseyjum líka en nú eru þeir orðnir fullorðnir og styrkjum við nú dreng frá Pakistan. Það er alltaf gaman að fá bréf og myndir frá drengjunum.
Guð blessi þig og þína.
Kær kveðja/Rósa
Mig langar að benda á blogg hjá Andra Franklín sem bloggar einnig um ABC: http://andrifr.blog.is/blog/
Matreiðslubók - Allir geta eldað eftir Aðalbjörgu Reynisdóttur.
"Í bókinni má sjá hvernig málunum er bjargað þegar lítið er til. Hvernig útbúa má veislu án mikillar fyrirhafnar og gefin heilræði sem létta lífið. Allt andvirði bókarinnar rennur til ABC barnahjálpar. Bókin kostar 1.980 kr. og er meðal annars seld á skrifstofu ABC í Síðumúla 29 og í Fjarðarkaupum, Hagkaupum, Office1 og Eymundsson. Andvirði bókarinnar rennur í sjóð til að koma af stað sjálfbærri ræktun til að létta undir við framfærslu barnanna okkar í hinum ýmsu löndum."
(Tekið af abc.is)
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.11.2008 kl. 22:51
Gaman að hitta þig flotta kona.Drottinn blessi þig
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 23:20
Sæl Birna mín.
Sömuleiðis, það var gaman að hitta þig á Kaffi Mílanó.
Vonandi förum við ekki á mis eins og í haust á ráðstefnunni í Fíladelfíu.
Guð veri með þér og þínum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.11.2008 kl. 23:35
Hæ yndislega trúsystir, ABC er á hjarta mínu og mun ég gera það sem Guð biður mig, ég mun ekki sitja hjá. Þakka þér fyrir að benda á þetta, ég kíki kannski bara á morgun í nytjamarkaðinn, er ekki opið allla daga. Takk fyrir síðast :)
Guð blessi þig og varðveiti
Þín vinkona og trúsystir.
Linda, 13.11.2008 kl. 00:54
Sæl mín kæra.
Takk fyrir innlitið. Endilega hringdu í þau svo þú farir ekki platferð. Við Bryndís Eva kíktum þangað áður en við hittum ykkur á Kaffi Mílanó sl. mánudag.
"Opnunartími Nytjamarkaðarins er milli 11:00 og 18:00 alla virka daga og milli 11:00 og 16:00 á laugardögum."
Það er nú ekki annað hægt en að hafa hjarta fyrir ABC. Þarna er um börn að ræða og mörg þeirra eru munaðarlaus. Mörg þeirra eru búin að líða miklar þjáningar. Heimurinn er ekki barnvænn, því miður.
Leyfið börnunum að koma til mín sagði Jesús Kristur því hann elskaði þau svo mikið. Hann breiddi út faðminn á móti þeim. Mættum við gjöra slíkt hið sama í orðsins fyllstu merkingu.
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.11.2008 kl. 07:07
Já þetta var rosalega sorglegur atburður þegar þjófar létu greipar sópa hjá hjálparstofnun, hversu lágt getur mannskepnan lagst. Vonandi komast blessuð börnin aftur á heimilið. Guð blessi þig Rósa mín og þitt góða starf sem sálgæslumaður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2008 kl. 10:43
Ofsalega sorglegt þegar svona gerist, og gott hjá þér að vekja athygli á því og auglýsa nytjamarkaðinn.
Hafðu það sem allra allra best kæra vinkona
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 13.11.2008 kl. 11:15
Þetta er sorglegt, ég mundi styrkja þetta málefni ef ég væri aflögufær.Takk fyrir spjallið í gær Rósa mín.
Guð blessi þig
Kristín Gunnarsdóttir, 13.11.2008 kl. 12:10
Takk elsku Rósa, þú ert með hjartað á réttum stað. Ég þarf að fara í borgina kem heim annaðkvöld. Guð geymi þig
Ásdís Sigurðardóttir, 13.11.2008 kl. 12:53
Sælar stelpur mínar og takk fyrir innlitið.
Ég átti bara eftir að senda athugasemd á ykkur áðan en þá fór rafmagnið eitthvað uppá fjöll.
Ásthildur mín, mannskepnan leggst mjög lágt og ekki er börnunum okkar hlíft. Mörg börn fara brotin út í lífið m.a. vegna eineltis, barsmíða, kynferðislegrar áreitni og misnotkunar. Mörg börn eru alin upp í heimilum þar sem ríkir sorg og áfengi er haft um hönd til að deyfa sársaukann. Börnin verða merkt og það fylgir þeim allt lífið og margir ná sér ekki á strik og fara mörg í sama farið og foreldrarnir. Þetta er svo átakanlegt.
Bryndís mín, við vorum flottar þegar við spásseruðum í Nytjamarkaðinum. Nóg var til. Allt milli himins og jarðar.
Kristín mín, veit um stöðuna þína en bænin er ekki síðri en peningarnir.
Ásdís mín, takk fyrir falleg orð. Megi ferðin til Reykjavíkur verða til heilla heilsufarslega.
Guð blessi ykkur kæru vinkonur.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.11.2008 kl. 14:02
Sæl Rósa Sálgæslumaður!
Eins og góð bloggvinkona mín hún Ásthildur gæðakona segir og er þetta allveg rétt hjá henni.
þér er annt um sálir.
litlar sálir og stórar sálir
heilar sálir og brotnar sálir.
Góður pistill og ég ætla að gera það sem ég get, Rósa mín.
Kærleikskveðja til þín og allra þinna
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 15:08
Sæll Þórarinn og takk fyrir innlitið
Takk fyrir hólið.
Guð veri með þér og þínum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.11.2008 kl. 18:06
Sæl og blessuð
Fékk bréf frá ABC rétt áðan:
Súpa og brauð í hádeginu á laugardögum til styrktar ABC
Veitingastaðurinn Basil og Lime, Klapparstíg 38 ætlar að bjóða vegfarendum upp á súpu og brauð í hádeginu á laugardögum fram að jólum. Súpan verður seld í tjaldi við veitingastaðinn og kostar 500 kr. Öll vinna og hráefni í súpuna er gefið og rennur andvirðið í neyðarsjóð ABC barnahjálpar. Súpusalan hefst laugardaginn 15. nóvember.
Við hvetjum alla sem leggja leið sína í miðbæinn að staldra við, fá sér heita súpu í hádeginu og styrkja gott málefni. Vegna gengislækkunar krónunnar er þörfin fyrir aðstoð mikil.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.11.2008 kl. 18:09
Ég varð þeirrar blessunnar aðnjótandi að heimsækja ABC heimili í Úganda 2006 allt var þar til fyrirmyndar og kom mér á óvart hvað heimilið og skólinn var stór.
Súpa og brauð í hádeginu á laugardögum til styrktar ABC
Veitingastaðurinn Basil og Lime, Klapparstíg 38 ætlar að bjóða vegfarendum upp á súpu og brauð í hádeginu á laugardögum fram að jólum. Súpan verður seld í tjaldi við veitingastaðinn og kostar 500 kr. Öll vinna og hráefni í súpuna er gefið og rennur andvirðið í neyðarsjóð ABC barnahjálpar. Súpusalan hefst laugardaginn 15. nóvember.
Við hvetjum alla sem leggja leið sína í miðbæinn að staldra við, fá sér heita súpu í hádeginu og styrkja gott málefni. Vegna gengislækkunnar krónunnar er þörfin fyrir aðstoð mikil.
Árni þór, 13.11.2008 kl. 22:55
Sæll Árni minn.
Takk fyrir innlitið og einnig fyrir samveruna í Reykjavík, bæði í Kærleikanum og Kaffi Mílanó.
Gaman að vita að þú hefur heimsótt ABC heimili í Úganda.
Það væri flott að hafa blogghitting á Basil og Lime.
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.11.2008 kl. 22:59
Elsku vinkona. Þakka þér fyrir öll góðu orðin sem þú sendir mér. Ég er stoltur yfir því að vera vinur þinn og bið algóðan Guð um að vera alltaf hjá þér og með þér. Verst að hafa misst af því að hitta þig þegar þú varst í bænum, en koma tímar. Hafðu það sem allra best.
Guðni Már Henningsson, 14.11.2008 kl. 00:18
Sæl og blessuð Rósa frænka!!
Við styrkjum 2 drengi frá Pakistan og 1 dreng frá Kenya. Yndislegt að fá frá þeim myndir og bréf öðru hvoru!!!
Ég var einmitt að hugsa um að ég þarf að drífa mig að gera jólakort og prenta út mynd handa þeim og skrifa bréf svo það nái að berast til þeirra fyrir jólin.
Knús til alls frændfólksins þarna fyrir austan!!
Þín frænka Ása.
Ása (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 07:58
Sæll Guðni minn.
Koma tímar og koma ráð.
Við faðir minn komum sennilega í janúar og þá væri gaman að hafa blogghitting.
Takk fyrir fallegu orðin þín
"Nú er því engin fordæming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú. Lögmál lífsins anda hefir í Kristi Jesú frelsað mig frá lögmáli syndarinnar og dauðans." Róm. 8:1.-2.
Mundu sunnudagaskólakórinn: Með Jesú í bátnum get ég BROSAÐ Í STORMI.
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.11.2008 kl. 12:31
Sæl Ása Gréta frænka.
Takk fyrir innlitið. Frábært að styrkja þennan stóra hóp eða 3 drengi. Í um 20 ár hafa börn í Sunnudagaskólanum hjá okkur styrkt dreng frá Filippseyjum en nú er hann orðinn stór strákur og við fengum annan dreng sem á heima í Pakistan. Það er svo gaman þegar við höfum fengið bréf og myndir. Nú í haust fengum við mynd af drengnum okkar í Pakistan.
Að auki þá sendum við annað slagið framlag frá okkur beint og höfum við núna sent tvisvar framlag vegna Kenýa. Það er ekkert smá en þú veist aðfrændi þinn Alli er gjaldkeri og hann er höfðingi Búin að vera gjaldkeri fyrir kirkjuna frá því fljótlega eftir að hann frelsaðist 1952. Geri aðrir betur.
Björg Davíðsdóttir æskuvinkona mín var í Kenýa að vinna með Þórunni. Hún var viðstödd þegar Þórunn og hennar heittelskaði giftu sig. Dásamlegar myndir af brúðhjónunum umvafin öllum börnunum. Dásamlegt starf sem Þórunn hefur valið sér að hlúa að börnum.
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.11.2008 kl. 12:39
elsku vinkona, takk fyrir síðast það var svo sniðugt hjá þér að standa fyrir bloggkaffinu á Mílanó
ABC er frábært hjálparstarf ég hef verið með barn í Úganda og fékk reglulega sendar bréf einkunnir og myndir af stúlkunni sem og myndir af henni með gjafir frá mér.
Guðrún Sæmundsdóttir, 14.11.2008 kl. 20:05
Knús kveðjur og góða helgi :):)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.11.2008 kl. 09:08
Sæl Rósa mín!
Góð og þörf færsla hjá þér.
Þú mátt alveg skamma mig fyrir öll mistökin í
þessum stóra tölvu heimi,veit bara ekki hvort það skilar árangri
Þú ert samt bara sniðug og frábær kona , fyrir utan að vera dóttir konungsins
Vissirðu um nytjamarkað kristniboðsins á Grensásvegi 7 ?
Guð gefi þér góða helgi og frábæra viku í Drottins nafni.
Kveðja úr Garðabæ Halldóra
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 15.11.2008 kl. 14:55
Sælar stelpur og takk fyrir innlitið
Guðrún mín, Það var gaman að hitta þig á Kaffi Mílanó. Frábært að styrkja barn í Úganda. Ég vona að ABC geti tekið öll börnin aftur sem þau þurftu að senda heim eftir innbrotið. Vona að ekkert af börnunum verði fyrir andlegum eða líkamlegum skaða nú þegar þau eru ekki í vernduðu umhverfi.
Linda mín, takk fyrir kveðjuna.
Halldóra mín, þú ert nú meiri konan. Þú ert svo mikill prakkari. Ég vissi ekki um Nytjamarkaðinn á Grensásvegi en ég veit að Hjálpræðisherinn er með Nytjamarkað og einnig með hjálparstarf út á Granda fyrir t.d. fólk sem á ekki einu sinni húsaskjól.
Góða helgi stelpur.
Guð blessi ykkur og varðveiti
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.11.2008 kl. 17:51
Glitter Weekend Graphics
Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.11.2008 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.